UM 90 óhöpp hentu skíða- og brettafólk á skíðasvæðum í nágrenni Reykjavíkur á síðasta vetri og var um beinbrot að ræða í innan við tíu tilvikum. Tæplega 40 þúsund manns heimsóttu skíðasvæðin síðastliðinn vetur.
Meira
BARNAKLÁMSGLÆPUM hefur fjölgað um 1.500% í Bretlandi frá árinu 1988 vegna Netsins og næsta kynslóð farsíma gæti orðið til þess að þeim fjölgaði enn meira, að sögn bresku barnahjálparhreyfingarinnar NHS.
Meira
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn landsins þurfi ekki að greina frá nöfnum útlendinga sem handteknir voru í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin 11. september 2001.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur árlega frá 1995 fellt frá einum og uppi í þrjá til fjóra dóma þar sem lagaákvæði eða eftir atvikum tiltekin lagaframkvæmd sem reist er á lögum er talin andstæð stjórnarskránni. Á hinum Norðurlöndunum eru fá dæmi um þetta, t.d.
Meira
QUEEN Mary önnur, stærsta skemmtiferðaskip heims, hélt í fyrstu ferð sína með farþega yfir Atlantshafið frá Southampton á Englandi til Fort Lauderdale í Flórída. Í skipinu, sem er 345 metra langt og 71 m á hæð, eru 2.620 farþegar og 1.253 manna áhöfn.
Meira
"ÉG náði heljarstökkinu en fór heldur lengra en ég ætlaði mér og lenti á bakinu. Ég heyrði smell í lendingunni og gat ekki staðið upp," segir Jón Þór Ólafsson, 19 ára snjóbrettamaður, sem lenti í alvarlegu slysi í Bláfjöllum á þrettándanum.
Meira
HÆGT er að kaupa í Bandaríkjunum spún með þrem önglum og viðvöruninni: "Hættulegt að gleypa." Nýlega var haldin í Michigan sjöunda árlega keppnin um fáránlega viðvörunarmiða og umræddur miði lenti í fjórða sæti.
Meira
SÁTTAFUNDUR var í deilu Starfsgreinasambandsins og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að í gær hafi viðræðurnar loksins tekið kipp í jákvæða átt.
Meira
KOMIÐ hefur fram bindandi tilboð í húsnæði Nýlistasafnsins á Vatnsstíg 3. Að sögn Elsu Dóru Gísladóttur, varaformanns stjórnar Nýlistasafnsins og talsmanns húsnefndar, hefur verið boðað til félagsfundar í næstu viku þar sem tilboðið verður rætt.
Meira
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var mjólkurinnvigtun á árinu 2003 um 108,4 milljónir lítra. Framleiðslan á árinu 2002 var hins vegar um 110,8 milljónir. Samdrátturinn er því um 2,4 milljónir lítra á milli ára eða um 2,2%.
Meira
NORÐANÁHLAUP og stórhríð gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og gærkvöld og spáð var áframhaldandi stormi og 18-23 m/s þar í nótt og a.m.k. fram eftir degi í dag. Vindur var hægari sunnan- og austanlands, þótt mjög slæmt veður væri t.a.m.
Meira
VONIR eru bundnar við að samkomulag sé í burðarliðnum milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins í framhaldi af óformlegum viðræðum sem áttu sér stað milli aðila í deilunni um helgina.
Meira
Hattar, hobbitar og mörgæsir eru meðal viðfangsefna Helgu Rúnar Pálsdóttur. Anna Sigríður Einarsdóttir kynntist hattadömunni og búningameistaranum.
Meira
HEILDARAFLI skipa Eskju hf. á síðasta ári nam rúmlega 163 þúsund tonnum. Frá þessu er greint á heimasíðu Eskju. Aflaverðmætið var 1.394 milljónir króna. Þar af nam uppsjávarfiskur 163 þúsund tonnum og verðmæti hans var 1.111 milljónir. Bolfiskur nam 2.
Meira
NÚ ER ljóst að Afl, fjárfestingarfélag undir forystu Þorsteins Vilhelmssonar, sækist ekki lengur eftir því að verða aðili að kaupum á starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa af Eimskipafélaginu.
Meira
Austurrískur kvartett | Austrian Double Reed Quartet heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri á miðvikudagskvöld, 14. janúar, kl. 20. Hljóðfæraleikararnir eru allir Austurríkismenn; Adolf Traar, Gregor Nabl, Katalin Kiss og Werner Schulze. Þau flytja m.
Meira
Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur hafa verið valin til að sinna verkefnum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar á formennskuári Íslendinga í nefndinni, sem hófst um áramótin.
Meira
TUTTUGU og fimm ára gamall Svíi, Mijailo Mijailovic, var í gær formlega ákærður fyrir morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í september á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að réttarhöld hefjist yfir honum á morgun, miðvikudag.
Meira
FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir árekstur jeppa og fólksbíls í Draugahlíðarbrekku rétt austan við Litlu-Kaffistofuna fyrir ofan Sandskeið um klukkan 17.30 í gær.
Meira
Keflavíkurflugvöllur | Farþegarnir 167 úr flugvél British Airways sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan sex í fyrrakvöld fóru áfram til Baltimore í Bandaríkjunum með annarri vél eftir hádegið í gær.
Meira
FUNDURINN í efnahags- og viðskiptanefnd í gærmorgun stóð í tæpar þrjár klukkustundir en á meðan biðu um tveir tugir manna úr fjármálaheiminum sem boðaðir höfðu verið á fund nefndarinnar en voru síðan aldrei kallaðir fyrir þar sem SPRON-málið komst ekki á...
Meira
Garðabær | Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG), var útnefndur íþróttamaður Garðabæjar við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar á sunnudag.
Meira
BORUN eftir heitu vatni við Hoffell lofar góðu og verður jákvæðari eftir því sem verkinu miðar áfram, segir Helgi Már Pálsson, bæjarverkfræðingur á Höfn í Hornafirði, í samtali við fréttavefinn hornafjordur.is.
Meira
BÚIST er við að niðurstöður rannsóknar á 36 sprengikúlum, sem íslenskir sprengjusérfræðingar fundu í Al Quarnah, nálægt Basra í Írak á föstudag, liggi fyrir í vikulokin.
Meira
VATN flæddi í kjallara nýbyggingar Ráðhússins á Akureyri í fyrrinótt og urðu þar nokkrar skemmdir. Slökkvilið Akureyrar var kallað til aðstoðar við að hreinsa upp vatnið.
Meira
DANSKIR og breskir hermenn hafa handtekið einn af leiðtogum Baath-flokksins í Írak sem talinn er hafa skipulagt árásir á hernámsliðið í landinu. Maðurinn var handtekinn á sunnudag í þorpi einu nærri borginni Basra í suðurhluta Íraks.
Meira
"ÉG tel að það sé alveg eðlilegt að vinnuveitendur spyrji umsækjendur um störf um fjölskylduhagi þeirra, rétt eins og þeir spyrja um menntun, fyrri störf, viðhorf til vinnunnar og áhugamál.
Meira
GRUNUR leikur á að ellefu manns, tíu börn og einn fullorðinn, hafi látist í Víetnam af völdum fuglaflensu sem komið hefur upp í nokkrum Asíuríkjum að undanförnu.
Meira
Andrés Gestsson orti skömmu eftir lát Elísabetar Kristinsdóttur, konu sinnar: Ennþá sé ég birtu í bland böls um myrka daga. Nú er ekki langt í land að ljúkist ævisaga. Fjallað er um Andrés Gestsson í nýjasta fréttabréfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar.
Meira
FJÖGUR verkefni hafa verið tilnefnd vegna Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, en síðan 1996 hafa verðlaunin verið veitt árlega þeim námsmönnum sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Meira
FORSÆTISNEFND Alþingis mun fjalla um það um helgina hvort Pétur Blöndal alþingismaður sé vanhæfur til að fjalla um SPRON-málið í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og beri að víkja sæti, eins og Samfylkingin gerði tillögu um á fundi nefndarinnar í gær.
Meira
Fundur hjá Femínistafélagi Íslands í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. janúar kl. 20-22 á 2. hæð á Kaffi Sólon Bankastræti 7a. Gestir fundarins eru Þórólfur Árnason borgarstjóri og Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Meira
Fyrirlestur á vegum IEEE á Íslandi, rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar Háskóla Íslands og RVFÍ: Flokkun fjarkönnunarmynda af þéttbýlissvæðum. Erindi heldur prófessor Jocelyn Chanussot og mun hann fjalla um nýjungar í stafrænni myndvinnslu.
Meira
GEIR Borg forstjóri lést á Landakoti hinn 29. desember síðastliðinn á 92. aldursári. Geir fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1912, en foreldrar hans voru Borgþór Jósefsson, bæjargjaldkeri í Reykjavík, og Stefanía Anna Guðmundsdóttir leikkona.
Meira
STJÓRNVÖLD í Sýrlandi höfnuðu í gær boði Moshe Katsav, forseta Ísraels, þess efnis að hafnar yrðu viðræður um hugsanlegt friðarsamkomulag milli ríkjanna. Ráðherra í ríkisstjórn Sýrlands sagði ekki unnt "að taka alvarlega" boð forsetans.
Meira
TÖLUVERT grjóthrun varð úr hömrunum í Réttarkrók, sem er vestarlega í Fagradalshömrum í Mýrdal, um helgina. Stærsti steinninn er um 14 metra breiður og um 8 metra hár.
Meira
ÚTVARP Saga hefur ekki heyrst á Akureyri frá því í lok október sl. en þá tóku nýir eigendur við rekstri stöðvarinnar af Norðurljósum. Sigurður G.
Meira
42 umferðaróhöpp með eignatjóni voru tilkynnt um helgina. Á laugardagmorgun var tilkynnt um árekstur á Suðurlandsvegi austan Hólmsár. Slysið varð er jeppi og fólksbíll sem var að koma á móti honum rákust saman.
Meira
Ítölskukennsla fyrir útlendinga | Í kvöld hefst ítölskukennsla fyrir útlendinga í Kárahnjúkaskóla. Kennslan er ókeypis og fer fram í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.30 til 21.00 næstu 6 mánuði.
Meira
JÓN Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, og Inga Rós Gunnarsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2003 á íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Félagsheimili Kópavogs í fyrradag.
Meira
Konur og mannréttindi | Rachael Johnstone mun flytja fyrirlestur á fyrsta lögfræðitorgi ársins við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri í dag, þriðjudaginn 13. janúar.
Meira
Kynningarfundir | "Áhrif roðkæl ingar á gæði fiskflaka" er yfirskrift kynningarfunda sem Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Skaginn hf. efna til á Hótel KEA í dag og í Sjávarútvegshúsinu í Reykjavík á miðvikudag, 14. janúar.
Meira
Kærðir fyrir vanrækslu |Á næturvaktinni í fyrrinótt kærði lögreglan í Keflavík eigendur sjö bifreiða fyrir vanrækslu á að færa bifreiðar sínar til aðalskoðunar og þrjá að auki fyrir vanrækslu á að færa bifreiðar sínar til endurskoðunar.
Meira
AFKOMA Fiskeldis Eyjafjarðar verður mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir og sendi félagið frá sér afkomuviðvörun til Kauphallar Íslands þar um í gær.
Meira
Bandarísku hjónin Jim og Marilyn Simons veittu nýlega 200 milljónir til Íslenskrar erfðagreiningar til að styrkja rannsókn á erfðum einhverfu. Þau hjónin eiga einhverfa dóttur og vilja auka þekkingu á þessari dularfullu fötlun. Svavar Knútur Kristinsson hitti hjónin í matsal ÍE og ræddi við þau um ævistarf þeirra, góðgerðarstarfsemi og vísindin.
Meira
GUÐMUNDUR Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufjarðar, segir að 5% lækkun á fasteignamati milli ára í byggðarlaginu komi ekki til með að breyta fasteignagjöldum nema að litlu leyti.
Meira
DR. Max Adenauer, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Köln, lést á sjúkrahúsi þar í borg þann 6. janúar síðastliðinn, á 94. aldursári. Dr. Adenauer var fæddur í Köln 21.
Meira
Náttúruverndaráætlun | Á morgun halda Umhverfisstofnun og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kynningarfund um Náttúruverndaráætlun 2004-2008 á Egilsstöðum. Fundurinn verður á Hótel Héraði og hefst kl....
Meira
Skorradalur | Pétur Jónsson byggingameistari afhenti nýlega, fyrir hönd PJ bygginga ehf., Magnúsi B. Jónssyni, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, nýjan nemendagarð á Skólaflöt 8 á Hvanneyri.
Meira
Keflavík | Um 100 nemendur Holtaskóla í Keflavík voru sendir heim í gærmorgun vegna skemmda eftir innbrot sem framið var í skólanum í fyrrinótt. Þá féll frístundaskólinn niður vegna þrifa á húsnæði skólans.
Meira
Nýr hjá Þróunarstofu | Halldór Eiríksson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á viðskiptasviði Þróunarstofu Austurlands. Halldór er viðskiptafræðingur frá HÍ og nam rekstrarhagfræði við Verslunarháskólann í Árósum.
Meira
Skagafjörður | Fyrir skömmu var nýtt íbúðarhús tekið í notkun á prestssetrinu í Glaumbæ í Skagafirði. Framkvæmdir við húsið hófust um miðjan maí og húsið var svo afhent í október sl. Það er allt úr timbri, um 260 fermetrar að grunnfleti með bílskúr.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær mennina tvo sem grunaðir eru um vopnað bankarán í SPRON á föstudag í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. janúar.
Meira
GERA má ráð fyrir að allt að 600 manns dvelji í sumar í orlofsíbúðum á Spáni fyrir milligöngu Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands. Sjóðurinn býður félagsmönnum sínum nú upp á fleiri íbúðir og hús en nokkru sinni fyrr á Spáni, segir í fréttatilkynningu.
Meira
Strandir | "Ég held það sé bara þrjóska að halda þessu gangandi," segir Sigrún Magnúsdóttir, kaupfélagsstjóri á Óspakseyri, um þá umræðu að loka versluninni.
Meira
"Mamma, mamma, ég fer ekki í fimmta bekk í Njarðvíkurskóla. Það á að byggja skóla hérna, í Innri-Njarðvík," kallaði eldri dóttir mín, nemandi í fyrsta bekk Njarðvíkurskóla, þegar hún kom úr skólanum sl. miðvikudag.
Meira
Súkkulaðibotnar (Saccer) 85 g möndlumassi 60 g sykur 2 eggjarauður 1 egg 3 g eggjahvítur 20 g Cariaibe-súkkulaði 66% 20 g smjör 10 g kakó 20 g sterkt hveiti Blandið egginu og eggjarauðunum við möndlumassann í nokkrum skömmtum og þeytið eggjahvítur ásamt...
Meira
GEORGE Bush hafði löngu fyrir árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september 2001 ákveðið að láta til skarar skríða gegn stjórn Saddams Husseins, þáverandi forseta Íraks. Þessu heldur fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna fram.
Meira
HUGO Chavez, forseti Venesúela, heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi uppi áform um að koma honum frá völdum. Hann sagði í útvarpsávarpi sínu á sunnudag að í Bandaríkjamenn væru að brugga honum launráð í samvinnu við stjórnarandstæðinga í Venesúela.
Meira
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra afhenti í gær Þjóðmenningarhúsinu til varðveislu skrifborð Hannesar Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrans, og markaði athöfnin upphaf hátíðarhalda í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar.
Meira
Alberto Alesina, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, og Enrico Spolaore, fræðimaður við Brown-háskóla, hafa sent frá sér bókina The Size of Nations. Þar ræða þeir tengslin milli stærðar þjóða og velgengni þeirra í efnahagsmálum. Alesina svaraði spurningum Morgunblaðsins.
Meira
Innri-Njarðvík | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninga við fasteignafélagið Fasteign hf. vegna byggingar nýs grunnskóla í fyrirhuguðu Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík.
Meira
MÖRG óhöpp hafa orðið á vegum norðaustanlands undanfarið vegna snjóa og hálku. Þannig hafa nokkrar vöruflutningabifreiðar með tengivagna oltið á Fljótsdalshéraði og óhöpp verið nokkuð tíð á Kárahnjúkavegi og hjá verktökum innan virkjunarsvæðis.
Meira
Umfangsmikil brunaæfing | Þessa dagana fer fram umfangsmikil brunaæfing í mötuneytum, skrifstofum, verkstæðum og skemmum við Kárahnjúka. Á æfingunum verða starfsfólki Impregilo og undirverktaka kennd viðbrögð við eldsvoða og meðferð handslökkvitækja.
Meira
MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, segir að stjórnendur spítalans og fulltrúar stéttarfélaga þeirra sem starfa á LSH hafi fundað í gær vegna fyrirhugaðra uppsagna á spítalanum.
Meira
Fréttaritari Morgunblaðsins rakst á þetta hressa fólk á leið sinni yfir Brattabrekku þar sem það naut vetrarríkisins sem er þar þessa dagana. Þau voru á snjósleðum með ´hjólbarðaslöngur og þotur sem þau renndu sér á niður fjallshlíðarnar.
Meira
Aðalsteinn Ingvarsson hefur verið ráðinn vallarstjóri Garðavallar á Akranesi. Aðalsteinn hefur verið vallarstjóri hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja frá því árið 1996.
Meira
ÓUMBEÐNAR breytingar á upphafssíðum eru vaxandi vandamál hjá tölvunotendum. Fólk sem hefur valið sér upphafssíðu, t.d. mbl.is, hefur vaknað upp við það að útlendar heimasíður, gjarnan leitarsíður, eru komnar í staðinn.
Meira
Búðardalur | Hitaveita Dalabyggðar sem nýverið var seld RARIK tók til starfa árið 2000. Lárus Magnússon pípulagningameistari, sem nú dvelur á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal, færði Dalabyggð að gjöf vandaðan grip á þessum tímamótum.
Meira
BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs hefur beðið Samband íslenskra sveitarfélaga um að ræða endurskoðun á viðmiðum um byggingu framhaldsskóla við menntamálaráðuneytið.
Meira
LEIÐTOGI Norður-Kóreu, Kim Jong Il, hefur beðið landa sína að auka matvælaframleiðslu í verksmiðjum og á bændabýlum, eftir að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna varaði við því að fjórar milljónir manna í landinu ættu á hættu að þjást af vannæringu.
Meira
Birgir Hermannsson er fæddur 1963 og alinn upp á Akranesi. Hann hefur lokið BA-prófi í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands, MA-prófi í stjórnmálafræði frá New School for Social Research í New York borg og stundar nú doktorsnám í stjórnmálafræði við Stokkhólmsháskóla. Hann er félagi í ReykjavíkurAkademíunni og hefur stundað sínar rannsóknir þar síðasta árið. Kona Birgis er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá Hagstofu Íslands og eiga þau tvö börn.
Meira
FJÖLDI fólks lagði leið sína í Hlíðarfjall um helgina en þar hefur snjóað mikið að undanförnu og aðstæður til skíðaiðkunar því orðnar nokkuð góðar. Í þeim hópi var Bjartur Geir Gunnarsson, þriggja ára snáði, sem var mættur í brekkuna á snjóbretti sínu.
Meira
Húsavík | Það var margt um manninn í íþróttahöllinni á Húsavík um nýliðna helgi þegar nýársmót Völsungs í öldungablaki fór fram. Aldrei áður hafa mætt eins mörg lið til keppni og voru keppendur vel á annað hundraðið í átján liðum frá tíu íþróttafélögum.
Meira
Fundur íslenzkra sprengjusérfræðinga í Írak á sprengikúlum, sem sterkar líkur eru á að innihaldi efnavopn, verður að teljast til mikilla tíðinda.
Meira
Nýfallinn dómur í kynferðisafbrotamáli gegn stúlkubarni þar sem sýknað var á grundvelli fyrningar hefur vakið eðlilega umræðu," segir Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á vef sínum.
Meira
Jón Steinsson, sem stundar doktorsnám í hagfræði við Harvard-háskóla, skrifaði afar athyglisverða grein í Morgunblaðið í gær í tilefni af þeim umræðum, sem nú standa yfir um viðbrögð við hringamyndun í íslenzku atvinnulífi.
Meira
SIGURVEGARI annarrar Idol-stjörnuleitarkeppninnar í Bretlandi, Michelle McManus, fór beint á toppinn með sitt fyrsta lag og er fyrsta skoska söngkonan til að ná því afreki.
Meira
BRITNEY Spears hefur samþykkt að fara í meðferð til að vinna bug á áfengisvanda sem hún á við að etja, ef marka má fréttir í bresku götublöðunum um helgina.
Meira
VEGNA fjölda áskorana verður aukasýning á verki Hávars Sigurjónssonar, Pabbastrák, í kvöld á Litla sviði Þjóðleikhússins. Þegar hafa verið sýndar rúmlega 20 sýningar fyrir fullu húsi á þessu verki um fjölskyldur, fordóma og ást.
Meira
...Celine Dion þeirra Kínverja, Anita Mui , lést á dögunum aðeins fertug að aldri. Í gær syrgðu þúsundir Kínverja þessa vinsælu söngkonu. Banameinið var lungnakrabbi. Aðdáendur veifuðu hvítum rósum og margir brustu í grát.
Meira
Stefán Pálsson er höfundur spurninga og nýr dómari í Gettu betur - spurningakeppni framhaldsskólanna sem fer af stað 15. janúar. Hann segir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur að hann sé búinn að semja 2 þúsund nýjar spurningar og lofar því að verða ekki vilhollur sínum gamla skóla - hinum sigursæla MR.
Meira
ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin verða afhent með viðhöfn á morgun í Þjóðleikhúsinu. Þegar hefur verið tilkynnt um heiðursverðlaun þetta árið en þau hlýtur Jórunn Viðar tónskáld. Jórun Viðar er fædd 1918 og er mikilvirkt tónskáld.
Meira
JAPÖNSK kvikmyndagerð verður í hávegum höfð fram á vor á sýningardagskrá Kvikmyndasafns Íslands. Hjá því verður ekki komist að hefja leikinn á sjálfum Kurosawa og einni af hans rómuðustu myndum, Yojimbo eða Lífverðinum .
Meira
Leikstjórn: Jane Campion. Handrit: Jane Campion og Susanna Moore, byggt á skáldsögu Moore. Kvikmyndatökustjóri: Dion Beebe. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Aðalleikendur: Meg Ryan (Frannie), Mark Ruffalo (Detective Malloy), Jennifer Jason Leigh (Pauline), Kevin Bacon (John Graham), Nick Damici (Detective Rodriguez), Sharrieff Pugh (Cornelius Webb). 120 mínútur. Screen Gems. Bandaríkin 2003.
Meira
SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld heimildarmynd um bandarísku dægurlagahöfundana Jerry Leiber og Mike Stoller, sem meðal annars sömdu nokkur þeirra laga sem sjálfur kóngur rokksins Elvis Presley gerði fræg á sínum tíma, og ekki úr vegi að kynna sér efnið í...
Meira
MARGRÉT Helga Jóhannsdóttir leikkona var um helgina valin bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar árið 2004 og tekur við nafnbótinni af tónlistarmanninum Bubba Morthens. Margrét Helga sagði m.a.
Meira
Elsa Waage og Jónas Ingimundarson. Flutt voru lög eftir Caldara, Parisotti, Caccini, Schumann, Mahler, Tosti, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson. Laugardagur 10. janúar.
Meira
ÞAÐ var hörkuorrusta milli lokakafla Hringadróttinssögu og Þess stóra (The Big Fish) um helgina þegar þessar rómuðu kvikmyndir tókust á um efsta sæti bandaríska bíólistans.
Meira
SÝNING á nýjum verkum eftir Jón Sæmund Auðarson og Særúnu Stefánsdóttur hefur verið opnuð í Safni, Laugavegi 37. Þau sýna hvort um sig verk sem eru sérstaklega unnin fyrir sýningarrýmið. Jón Sæmundur (f. 1968) nam myndlist í MHÍ og síðan í Glasgow.
Meira
Far, hljómplata Chosen Ground sem er félagsskapur í kringum Karl Charley-D" Kristjánsson. Hann sér um takta, forritun, hljóðsmala, plötuskrám, upptökustjórn og útsetningar meðal annars. Karli til aðstoðar eru Sara sem syngur, Smári Tarfur Jósepsson sem leikur á gítar og bassa, Sigurður Guðmundsson sem leikur á hljómborð, trommur og gítar, Pétur sem leikur á bongótrommur og Andri Pétursson sem leikur á Rodes. Grænir fingur gefa út.
Meira
TÓMAS Lemarquis, sá er fer með hlutverk Nóa albinóa í samnefndri kvikmynd Dags Kára Péturssonar, hefur verið valin "Rísandi stjarna" eða "Shooting Star" og verður kynntur sem slíkur á komandi kvikmyndahátíð í Berlín.
Meira
GETTU betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefst á Rás tvö 15. janúar eða næsta fimmtudag. Keppnin á Rás tvö er útsláttarkeppni. Lið frá 28 skólum taka þátt í keppninni að þessu sinni og hefur þátttaka aldrei verið meiri.
Meira
ÞESSU hefur verið haldið fram áður, oft og mörgum sinnum áður. En nú virðist það líklegra en nokkru sinni fyrr að Frasier blessaður renni brátt sitt skeið á enda og kveðji í vor, eftir 11 þáttaraðir.
Meira
STEFNT er að því að Tímarit Máls og menningar komi út að nýju í febrúarlok, en Bókmenntafélagið Mál og menning, sem er eigandi húseignarinnar á Laugavegi 18, tilkynnti í haust, að reynt yrði að halda útgáfu tímaritsins áfram á þessu ári, eftir að Edda...
Meira
CLAUDIA, sem er hollensk stúlka fædd 1979, óskar eftir íslenskum pennavinum. Claudia Beerens, Marisstraat 12, 5102 ED DONGEN, The Netherlands. ELENA, sem er 19 ára rússnesk stúlka, búsett í Noregi, óskar eftir íslenskum pennavinum.
Meira
Fyrirspurnir til Haraldar Briem ER það fréttnæmt þegar ein manneskja er talin hafa sýkst af bráðalungnabólgu í landi þar sem íbúafjöldi er einn milljarður og þrjú hundruð milljónir? Sl.
Meira
Svo féll dómurinn læknum í hag og allt fór til fjandans. Er þetta ekki dæmigert fyrir þá virðingu sem fulltrúar ríkisvaldsins eru farnir að sýna réttinum.
Meira
...það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir eignatengslum, viðskiptahagsmunum, markmiðum og gildum þeirra einstaklinga, sem eiga og stjórna fjölmiðlum...
Meira
ÞETTA "viðhorf" þitt, eins og þú kýst að afsaka vandlegt niðurrif í skrifum þínum um íslenska fjárhundinn sem birtist í Mbl. 2. des. sl. endurspeglar fyrst og síðast fyrir mér hvursu mikil plága herjar á þína dómgreind.
Meira
Geir Borg fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1912. Hann andaðist á Landakoti 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Borgþór Jósefsson, bæjargjaldkeri í Reykjavík, f. 22. apríl 1860, d. 17. september 1934, og Stefanía Anna Guðmundsdóttir, leikkona,...
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Petersen fæddist í Reykjavík 11. október 1923. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bernhard Petersen, ættaður frá eyjunni Senju í Norður-Noregi, f. 28. mars 1886, d. 8.
MeiraKaupa minningabók
Hrafnhildur Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Björnsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 13. maí 1909, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Kristjana Kristjánsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. júní 1913. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 1. janúar síðastliðinn. Ingibjörg var dóttir Kristjáns G. Tómassonar húsasmiðs og Jónu Þ. Bjarnadóttur.
MeiraKaupa minningabók
Regína Benediktsdóttir fæddist á Ísafirði 14. mars 1917. Hún lést á Landspítalanum 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg, f. 4. mars 1886, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Ingimundarson fæddist að Strönd á Stokkseyri 4. desember 1918. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson, útvegsbóndi og formaður á Stokkseyri og síðar fiskimatsmaður í Reykjavík, f.
MeiraKaupa minningabók
HLUTABRÉF stærsta ráðningarfyrirtækis heims, Adecco, féllu um nær helming í verði í gær eftir að fyrirtækið skýrði frá því að vegna óreglu í reikningum þess yrði birtingu ársuppgjörs frestað um óákveðinn tíma.
Meira
EKKI er ólíklegt að vaxandi hlutdeild annarra gjaldmiðla í heildarlánanotkun á Íslandi dragi úr virkni stýrivaxta Seðlabanka Íslands, að sögn Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. Hann telur þó að stýrivextir bankans muni áfram hafa mikla þýðingu.
Meira
VELTA með MasterCard og VISA kreditkort jókst um 11,8% á síðasta ári. Nam hún rúmum 41 milljarði króna en var tæpir 37 milljarðar króna árið 2002.
Meira
STJÓRNENDUR hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. (HG) hafa eignast samtals 60,41% af heildarhlutafé félagsins og hafa ákveðið að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 6,4. Kristján G.
Meira
Í dag er þriðjudagur 13. janúar, 13. dagur ársins 2004, Geisladagur. Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði.
Meira
50 ÁRA afmæli. Föstudaginn 9. janúar varð 50 ára Svanhvít Heiðberg. Svanhvít er búsett í Kaliforníu þar sem haldið var upp á daginn í góðra vina...
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 13. janúar, verður sextugur Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Suðurlandi og umhverfisskipulagsfræðingur.
Meira
Við getum auðvitað ekki sætt okkur lengur við að ofstopaþjóðir undir stjórn auðvaldsins séu með okkur í NATO og munum því sennilega leggja til að Bandaríkin verði gerð brottræk.
Meira
Alfa og Opið hús í Garðasókn SAFNAÐARSTARFIÐ í Garðasókn er nú komið í fullan gang eftir jólafrí. Opið hús verður í dag, þriðjudag, eins og alla þriðjudaga frá kl. 13.00-16.30.
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja.
Meira
EFTIR 9 umferðir af 17 er sveit Orkuveitu Reykjavíkur enn efst í Reykjavíkurmótinu með 178 stig, eða 19,78 stig að jafnaði úr leik. Essosveitin er í önnur með 171 stig (19.00 að meðaltali) og sveit Eyktar í þriðja sæti með 163 stig (18.11 að jafnaði).
Meira
Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 8. janúar var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 14 para. Efstu pör: Þórður Sigurðsson - Gísli Þórarinsson 39 Guðjón Einarsson - Ólafur Steinason 33 Kristján Már Gunnarss. - Björn Snorras.
Meira
Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar loft af hrossagauki, né hlær við sjór og brosir grund. Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu; allt er gott, sem gjörði hann.
Meira
Víkverji hefur gaman af að lesa pólitísku vefritin, enda er þar oft að finna hressilega pistla. Honum finnst þau þó harla misjöfn að gæðum, t.d. hvað varðar málfar, stafsetningu og frágang og hversu oft þau eru uppfærð.
Meira
ÁTJÁN manna landsliðshópurinn sem leikur við Dani, Svía og Egypta á æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð í vikunni er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson Reynir Þór Reynisson Björgvin Gústavsson Horna- og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson...
Meira
* ANDRIUS Rackkauskas , leikmaður HK , var markahæstur hjá Litháen sem vann Eistland á útivelli, 27:26, í undankeppni HM í handknattleik á sunnudaginn. Dalius Rasikevicius , leikmaður Hauka , kom næstur hjá Litháum með 5 mörk.
Meira
KJETIL Osvold, umboðsmaður knattspyrnumanna, sagði við norska blaðið Adresseavisen að enska félagið Manchester City hefði fylgst lengi með Árna Gauti Arasyni, landsliðsmarkverði Íslands.
Meira
FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United segja að ekkert ólöglegt hafi verið við kaup félagsins á bandaríska markverðinum Tim Howard.
Meira
LOGI Geirsson, FH, Bjarni Fritzson, ÍR, Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum, og Heiðmar Felixson, Bidasoa, lentu undir niðurskurðarhnífnum hjá landsliðsþjálfurunum Guðmundi Guðmundssyni og Einari Þorvarðarsyni í gær þegar þeir völdu 18-manna landsliðshóp sem mætir Dönum, Svíum og Egyptum á æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð í vikunni.
Meira
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, setti met þegar hann lék gegn Svisslendingum að Varmá á föstudaginn - þá hóf hann sitt 19. leikár með landsliðinu, sem er hreint ótrúlegur árangur. Guðmundur, sem hóf að leika með landsliðinu eftir heimsmeistarakeppnina í Sviss 1986, hefur leikið 376 landsleiki, auk þess sem hann hefur leikið sjö leiki með landsliðinu gegn b-landsliðum, unglinga- og úrvalsliðum.
Meira
HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í kapphlaupi við tímann að fá sig góðan af meiðslum fyrir stórleikinn gegn Chelsea í 3. umferð ensku bikarkeppninnar sem fram fer á Stamford Bridge á morgun.
Meira
HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarliðið AGF að lokinni læknisskoðun sem hann gekkst undir í gærmorgun.
Meira
SPÆNSKIR fjölmiðlar greina frá því að Henrik Larsson, fyrrverandi landsliðsmaður Svía og núverandi framherji skoska liðsins Celtic, muni ganga til liðs við spænska liðið Barcelona næsta sumar.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna leika um næstu helgi báða leiki sína gegn búlgarska liðinu Etar Veliko 64 Tarnovo í Áskorendabikar Evrópu. Þeir fara báðir fram í Vestmannaeyjum, á laugardag og sunnudag.
Meira
* JÓHANN B. Guðmundsson hóf í gær æfingar hjá sænska knattspyrnufélaginu Örgryte og verður þar framyfir næstu helgi. Jóhann hætti hjá norska félaginu Lyn um áramótin og var til reynslu hjá enska 2. deildar liðinu QPR í síðustu viku.
Meira
* JÓN ÖRVAR Eiríksson , sem lék með KA í úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðasta sumar, verður ekki með liðinu á komandi tímabili. Á vef KA er haft eftir Jóni Örvari að hann geti ekki stundað æfingar sem skyldi vegna vinnu.
Meira
NORSKA úrvalsdeildarliðið Sogndal hefur boðið Kára Árnasyni, 22 ára gömlum knattspyrnumanni úr Víkingi, út til reynslu og fer Kári til félagsins á næstunni þar sem hann verður við æfingar í vikutíma. Kári er miðjumaður sem lék 16 leiki með Víkingum í 1.
Meira
SVÍAR og Danir hafa sameinast um að halda alþjóðlega handknattleiksmótið sem Ísland tekur þátt í síðar í þessari viku. Undanfarin ár hafa þjóðirnar haldið sitt mótið hvor en nú hafa þær gert samkomulag um mótahaldið til næstu ára.
Meira
KR-STÚLKUR unnu sanngjarnan sigur á ÍS, efsta liði 1. deildar kvenna, í körfu í gærkvöldi, 67:57 og eru nú aðeins tveimur stigum á eftir ÍS og Keflavík og ljóst að lokaspretturinn verður spennandi.
Meira
MEISTARALIÐ San Antonio Spurs vann Indiana Pacers í stórleik helgarinnar og hefur liðið verið á mikilli siglingu eftir afleita byrjun í deildarkeppninni. Sigurinn var sá sautjándi í átján síðustu leikjum og geta aðdáendur Spurs á Íslandi búist við miklu af liðinu á næstunni.
Meira
ÞAÐ verða stórleikir í undanúrslitum Bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands og Lýsingar hjá körlum í Grindavík á laugardaginn kemur. Grindvíkingar fá Keflvíkinga í heimsókn. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi.
Meira
SUMUM varð hált á svellinu í orðsins fyllstu merkingu þegar Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mættu með fylkingar sínar á nýja skautasvellið í Egilshöll í Grafarvogi í desember.
Meira
"ÞESSI rannsókn, sem sagt er frá í tímaritinu Science, er í raun dulbúin árás á laxeldið. Í henni er verið að bera saman ólíka hluti, það er villtan lax frá svæði sem er með minnst af eiturefnum og hins vegar eldislax frá Evrópu.
Meira
RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins (Rf) og Skaginn hf. kynna niðurstöður úr rannsóknarverkefninu "Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka" á opnum fundum á Hótel KEA á Akureyri þriðjudaginn 13. janúar og miðvikudaginn 14.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.