Greinar þriðjudaginn 27. janúar 2004

Forsíða

27. janúar 2004 | Forsíða | 62 orð | 1 mynd

Dekkri jarðvegur en áður hefur sést

GEIMVÍSINDASTOFNUN Bandaríkjanna sendi í gær frá sér fyrstu litmyndirnar sem könnunarfarið Opportunity sendi til jarðar en Opportunity lenti á Mars aðfaranótt sunnudags. Meira
27. janúar 2004 | Forsíða | 52 orð

Hlerunarbúnaður leyndist í penna

TÆKI til iðnaðarnjósna hafa verið notuð hér á landi og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru fulltrúar íslenskra fyrirtækja varkárir í samskiptum við aðra þegar vernda þarf viðkvæmar upplýsingar. Meira
27. janúar 2004 | Forsíða | 44 orð

Nektin ósöluvæn

EKKI þykir lengur víst að meiri nekt poppsöngkvenna auki sölu á tónlistarafurðum þeirra. Rannsóknir Terry Pettijohn, doktors í félagssálfræði, sýna að áhersla á nekt eigi ekki lengur upp á pallborðið. Meira
27. janúar 2004 | Forsíða | 149 orð

Ný stjórn í burðarliðnum í Færeyjum

NÝ þriggja flokka stjórn er í burðarliðnum í Færeyjum og flest bendir til að Joannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins, verði næsti lögmaður Færeyja. Meira
27. janúar 2004 | Forsíða | 345 orð

Oddaflug ehf. eignast 38,48% í Flugleiðum

Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf., sem er í eigu Fjárfestingarfélagsins Primusar ehf. Meira
27. janúar 2004 | Forsíða | 78 orð | 1 mynd

Sögulegur fundur

SENDINEFND bandarískra þingmanna hitti Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga í Trípólí í gær en fundurinn er til marks um hversu mikil þíða er nú í samskiptum ríkjanna. Áratugir eru síðan háttsettir embættismenn þjóðanna hafa átt fund saman. Meira
27. janúar 2004 | Forsíða | 53 orð

Tóku Churchill fram yfir Halldór

HALLDÓR Laxness, bandaríska ljóðskáldið Robert Frost og breski rithöfundurinn Walter de la Mare voru valdir úr hópi 25 tilnefndra rithöfunda til bókmenntaverðlauna Nóbels árið 1953. Meira
27. janúar 2004 | Forsíða | 86 orð | 1 mynd

Varhugaverð fuglaflensa

STARFSMENN kjúklingabús í þorpinu Wadeng í Gresik-héraði í Indónesíu fylgjast með hvar verið er að brenna dauða kjúklinga. Meira

Baksíða

27. janúar 2004 | Baksíða | 153 orð

Annarra leiða leitað

STJÓRNENDUR Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) eru að endurskoða ákvörðun um að loka bráðamóttöku spítalans við Hringbraut um helgar. Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri segir að verið sé að leita annarra leiða til að hagræða í rekstri spítalans. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 645 orð | 3 myndir

Áhrifaríkari en önnur ganga

Stafganga nýtur æ meiri vinsælda. Hægt er að æfa hvar sem er og hvenær sem er. Ásdís Sigurðardóttir, stafgönguþjálfari, sýndi Jóhönnu Ingvarsdóttur hvernig menn eiga að bera sig að í stafgöngunni. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 151 orð | 1 mynd

Fjöldi fálka á Suðurlandi

SUNNLENDINGAR hafa veitt því eftirtekt, að óvenjumikið hefur sést af fálkum í fjórðungnum í vetur. Varp gekk mjög vel norðanlands í sumar og gerist það þrátt fyrir rjúpnaþurrð. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 68 orð | 1 mynd

Frystu 600 tonn á fjórum sólarhringum

SKIPVERJAR á Vilhelm Þorsteinssyni EA frystu tæplega 600 tonn af loðnu frá fimmtudagskvöldi fram á mánudagsmorgun, eða um sjö tonn á klukkustund að meðaltali. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 530 orð | 5 myndir

Hef nóg að gera

Hafnfirska hannyrða- og listakonan Ingveldur Einarsdóttir opnaði í síðustu viku sína fyrstu einkasýningu á 74. aldursári í menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 313 orð | 1 mynd

Íhuga að flytja fiskimjölsverksmiðju til Hjaltlands

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur kannað möguleikana á því að setja upp fiskimjölsverksmiðju á Hjaltlandi í samvinnu við heimamenn og hugsanlega fleiri aðila. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 162 orð | 1 mynd

Rauðvín væntanlegt í pilluformi?

Því hefur löngum verið haldið fram að hóflega drukkið rauðvín geti verið gott heilsu manna og þá sérstaklega til að hamla gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Hingað til hafa bindindismenn þurft að vera án þessarar virkni vínsins. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 76 orð | 1 mynd

Stigið af hjólafáki á Skaganum

HJÓLAFÁKURINN er ekki aðeins nytasamlegur á sumrin. Hann getur komið að góðum notum í þéttbýli yfir vetrarmánuðina þá fáu daga sem snjórinn og hálkan gefast upp í baráttunni við hlýnandi loftslagið. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 218 orð | 2 myndir

Títanspangir á inngrónar neglur

Inngrónar neglur hrjá fólk á öllum aldri, jafnvel börn og unglinga. Ástæður fyrir meininu geta verið ýmsar, t.d. að fólk gengur í of þröngum skóm, hraðir vaxtarkippir hjá unglingum geta verið orsökin eða að neglurnar hafi verið klipptar skakkt. Meira
27. janúar 2004 | Baksíða | 372 orð

Þætti Landsbankans vísað til ríkislögreglustjóra

NIÐURSTAÐA er komin í rannsókn Fjármálaeftirlitsins á miklum viðskiptum með hlutabréf í Skeljungi 30. júní í fyrra. Meira

Fréttir

27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Að hvetja konur til þátttöku

Jónína Bjartmarz er fædd í Reykjavík 23. desember 1952. Maki er Pétur Þór Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Þau eiga tvo syni, Birni Orra (1985) og Erni Skorra (1989). Stúdentspróf KHÍ 1974. Lögfræðipróf HÍ 1981. Er alþingismaður og á setu í fjölda nefnda. Meira
27. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Akureyrarmót | Akureyrarmótið í skák, Skákþing...

Akureyrarmót | Akureyrarmótið í skák, Skákþing Akureyrar, hefst á sunnudag, 1. febrúar, kl. 14. Skipt verður í flokka eftir stigum og verða líklega tefldar 7 umferðir á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Meira
27. janúar 2004 | Miðopna | 629 orð | 1 mynd

Allt fyrir Pútín

Lýðræðið í Rússlandi virðist hafa látið verulega á sjá í valdatíð Vladímírs Pútíns forseta. Andstæðingar hans segja, að í raun sé um að ræða eins-flokks-kerfi. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Alþingi kemur saman á morgun

ALÞINGI kemur saman að nýju eftir jólahlé á morgun, miðvikudag, kl. 13.30. Halldór Blöndal, forseti þingsins, segir að búast megi við því að rætt verði m.a. um vanda Landspítala háskólasjúkrahúss fyrstu dagana. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Apóteki LSH í Fossvogi lokað

ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka apótekinu á Landspítalanum í Fossvogi. Síðasti söludagur þar verður 13. febrúar næstkomandi, að því er segir á vefsíðu spítalans. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 306 orð

Athugasemd frá Fasteignasölunni Höfða

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Runólfi Gunnlaugssyni, Fasteignasölunni Höfða: "Að búa til frétt úr engu Jóhanna Sigþórsdóttir (JSS), blaðamaður á Fréttablaðinu, sendir okkur á Höfða fasteignasölu pistilinn í mánudagsblaði... Meira
27. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Atkvæði greidd um skólagjöld

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og aðrir frammámenn í Verkamannaflokknum kepptust við það í gær að tryggja nægan stuðning meðal þingmanna flokksins við frumvarp um stóraukin skólagjöld í háskólum. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 723 orð

Áhyggjur af lokun bráðamóttöku LSH við Hringbraut

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga, Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er þungum áhyggjum af fyrirhuguðum sparnaðaráformum stjórnvalda og stjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð

Árnastofnun fær 35 milljónir að gjöf

NÝLEGA fékk Stofnun Árna Magnússonar að gjöf 500 þúsund Bandaríkjadollara eða tæplega 35 milljónir króna frá erlendum velunnurum. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ársfundur Viðskipta- og hagfræðideildar er haldinn...

Ársfundur Viðskipta- og hagfræðideildar er haldinn í dag, þriðjudaginn 27. janúar kl. 15.30 í Hátíðarsal háskólans. Yfirskrift fundarins er þekking í alþjóðaþágu. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Átta norsk loðnuskip á miðunum

FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, sá fjögur norsk loðnuskip á miðunum út af Héraðsflóa á eftirlitsflugi yfir loðnumiðin í gær og sést eitt þeirra á myndinni. Meira
27. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 79 orð

Breytingar á tónlistarskóla | Í lok...

Breytingar á tónlistarskóla | Í lok síðasta árs samþykkti skipulags- og mannvirkjanefnd umsókn frá bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um breytingu á innra fyrirkomulagi Tónlistarskóla Seltjarnarness. Meira
27. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 480 orð | 1 mynd

Búið að hanna golfvöll í landi Hvamms og Jarlsstaða

Grenivík | "Menn eru farnir að iða í skinninu," sagði Jón Helgi Pétursson, formaður Golfklúbbsins Hvamms, sem stofnaður var á Grenivík í lok nóvember á liðnu ári. Meira
27. janúar 2004 | Miðopna | 1074 orð | 2 myndir

Byltum hefur fækkað og vellíðan aukist við minni lyfjagjöf

Á Sóltúni hefur markvisst verið unnið að því að fækka lyfjategundum sem fólk tekur inn að staðaldri, Anna Birna Jensdóttir, forstjóri heimilisins, segir í samtali við Nínu Björk Jónsdóttur, að á sama tíma hafi vellíðan íbúa aukist og byltum fækkað. Meira
27. janúar 2004 | Landsbyggðin | 284 orð | 1 mynd

Bændur óánægðir með úthlutun 7.500 ærgilda

Skagafjörður | Nokkurrar óánægju gætir meðal sauðfjárbænda í Skagafirði með úthlutun andvirðis beingreiðslna á 7.500 ærgildum á árunum 2003 og 2004. Meira
27. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 115 orð | 1 mynd

Dalbjörg eignast nýja vélsleða

HJÁLPARSVEITIN Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit hefur fjárfest í tveimur nýjum og öflugum vélsleðum af Polaris-gerð, sem afhentir voru sveitinni fyrir helgina. Meira
27. janúar 2004 | Miðopna | 1212 orð | 1 mynd

EES-samningurinn og stækkunarferlið

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sem undiritaður var í Óportó 2. maí 1992 og tók gildi hér á landi 1. janúar 1994 hefur reynst Íslandi ákaflega vel þau 10 ár sem hann hefur gilt. Meira
27. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 536 orð | 1 mynd

Ekki þótti ástæða til að leita til Slökkviliðs Akureyrar

HÁTT í þrjátíu slökkviliðsmenn, frá Húsavík og Þingeyjarsveit, þ.e. Stórutjörnum og Laugum, komu að slökkvistarfi á bænum Stóruvöllum í Bárðardal sl. laugardagskvöld. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Engar hundakúnstir undir stýri

"ERTU hundvilltur?" gæti aftari hundurinn verið að segja við þann fremri, sem virðist stjórna för þar sem ljósmyndarinn rakst á þá í gær. "Eða er framrúðan svo skítug að þú sjáir ekkert út? Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Fá eingreiðslu vegna tafa

SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, segir það ánægjulegt að hafa loks náð þessu samkomulagi. Hún segir að komið hafi verið til móts við borgarstarfsmenn með nokkurs konar bótum vegna tafa á að hafa komið kerfinu í framkvæmd. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð

Framboðslistar Vöku og Röskvu kynntir

KOSIÐ verður til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands 11. og 12. febrúar næstkomandi. Um helgina var tilkynnt hverjir munu skipa framboðslista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtaka félagshyggjufólks. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 227 orð

Fuglaflensan skapar hættu á heimsfaraldri

HARALDUR Briem sóttvarnalæknir segir mestar áhyggjur uppi um að veiran sem veldur fuglaflensunni í Asíu smitist á milli manna. Þá sé viðbúið að af stað fari nýr heimsfaraldur inflúensu. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fundur í Austurbæ um LSH

ALMANNAHAGUR í húfi - krefjumst endurskoðunar á fjárveitingum til LSH, er yfirskrift opins fundar um málefni Landspítalans háskólasjúkrahúss sem haldinn verður í Austurbæ í dag, þriðjudaginn 27. janúar, kl. 17. Meira
27. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 131 orð

Færri gestir en meira verslað

Miðborg | Fjöldi gesta í miðborginni í desembermánuði var nokkru minni en þróun gestafjölda undanfarna mánuði hafði gefið tilefni til að ætla. Hins vegar kom stærra hlutfall gesta í miðborgina gagngert til að versla, eða um 57,4%. Meira
27. janúar 2004 | Suðurnes | 142 orð

Góður hópur og samrýndur

Glaðværð er ríkjandi á júdóæfingum hjá Magnúsi Haukssyni. "Þetta er góður hópur og samrýndur, við þekkjumst öll svo vel," sagði Jón Baldur Guðmundsson eftir æfinguna. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 191 orð

Hefur neikvæð áhrif á vísindastarf

VÍSINDARÁÐ Landspítala - háskólasjúkrahúss lýsir yfir í ályktun sem samþykkt var í gær verulegum áhyggjum af niðurskurði hins opinbera til LSH og að hætta sé á að vísindastarf verði fyrir óafturkræfum skaða. Meira
27. janúar 2004 | Austurland | 144 orð

Heitavatnsleit að ljúka á Reyðarfirði

Fjarðabyggð | Leit að heitu vatni í Fjarðabyggð stendur nú yfir. Boruð var vinnsluhola á Eskifirði í fyrra og borun síðari holunnar sem vinna á er að ljúka. Vonast er til að þessar tvær holur gefi nægjanlega mikið heitt vatn fyrir Eskifjörð. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Hrafnaþing á Hlemmi - fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar...

Hrafnaþing á Hlemmi - fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur á NÍ, flytur erindi sem hann nefnir "Áhrif beitarfriðunar á gróðurframvindu á lítt grónum svæðum" á morgun, miðvikudaginn 28. Meira
27. janúar 2004 | Suðurnes | 81 orð

Hundur truflaði ökumann | Ökumaður missti...

Hundur truflaði ökumann | Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbrautinni rétt við Kúagerði um miðjan dag á laugardag vegna þess að stór svartur hundur hljóp í veg fyrir bifreiðina. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Hættir sem formaður bænda

ARI Teitsson hefur ákveðið að hætta starfi sínu sem formaður Bændasamtaka Íslands. Nýr formaður verður kosinn á Búnaðarþingi sem hefst 7. mars næstkomandi. Meira
27. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 995 orð | 1 mynd

Hættuleg efni finnast næstum alls staðar

Dr. Mohammed ElBaradei er framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). ElBaradei hefur verið tíður gestur í fréttatímum undanfarna mánuði, einkum í tengslum við deilur um vopnaeftirlit í Írak og kjarnorkuáætlanir Írana og Norður-Kóreu. ElBaradei svaraði nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. Meira
27. janúar 2004 | Austurland | 43 orð

í Austurbyggð

Fundum útvarpað | Á fundi sveitarstjórnar Austurbyggðar hinn 20. janúar sl. var í fyrsta skipti útvarpað frá fundinum um allt hið nýja sveitarfélag. Meira
27. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Íþróttir fatlaðra | Skautafélag Akureyrar hefur...

Íþróttir fatlaðra | Skautafélag Akureyrar hefur sent erindi til íþrótta- og tómstundaráðs þar sem óskað er eftir stuðningi við að fjármagna kaup á búnaði fyrir fatlaða í Skautahöllinni. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 281 orð

Jafnréttisáætlun var ekki virt

JAFNRÉTTISNEFND kirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttisáætlun hafi ekki verið virt við val á sendiráðspresti í London á síðasta ári. Sr. Sigurður Arnarson var skipaður í stöðuna en hinn umsækjandinn, sr. Meira
27. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Jafn réttur karla og kvenna?

Jafn réttur karla og kvenna? | Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í dag kl. 16.30 í Þingvallastræti 23 og nefnist hann Jafn réttur karla og kvenna? Meira
27. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 396 orð

Kay gagnrýnir þátt CIA í Íraksmálinu

DAVID Kay, fyrrverandi yfirmaður vopnaleitar Bandaríkjamanna í Írak, segir að það veki alvarlegar spurningar um upplýsingaöflun bandarískra leyniþjónustustofnana að gereyðingarvopn skuli ekki hafa fundist í Írak. Meira
27. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Kerry með vænlega stöðu

DEMÓKRATINN John Kerry hlustar á fyrirspurn á kosningafundi í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum í gær. Samkvæmt skoðanakönnunum eru allar líkur á að Kerry sigri í forkosningum Demókrataflokksins sem fram fara í ríkinu í dag. Meira
27. janúar 2004 | Austurland | 207 orð

Krafa um bættar samgöngur ágerist

Fjarðabyggð | "Það brennur orðið mest á Fjarðabyggð að tengja norður- og suðurfirðina saman með göngum," segir Guðmundur H. Sigfússon, forstöðumaður umhverfissviðs Fjarðabyggðar, aðspurður um samgöngumál í sveitarfélaginu. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 389 orð

Langtímaatvinnulausum fjölgaði um 82% í fyrra

ÞEIM sem höfðu verið atvinnulausir lengur en sex mánuði fjölgaði um 630 eða 82% á síðasta ári frá árinu á undan. Þeir voru að meðaltali 1.398 á árinu 2003 en 768 á árinu 2002. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Lára Margrét heiðursfulltrúi

Í gær heiðraði Evrópuráðsþingið Láru Margréti Ragnarsdóttur, fyrrverandi alþingismann, með því að gera hana að heiðursfulltrúa ráðsins til æviloka. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 234 orð

Ljúka á innleiðingu starfslauna fyrir nóvember í ár

EFTIR maraþonfundi um helgina í Ráðhúsinu náðist samkomulag í gær milli Reykjavíkurborgar, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar - stéttarfélags og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands um að ljúka innleiðingu starfslauna á grundvelli... Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 246 orð

Málþing um viðhorf til jafnréttismála Rannsóknastofa...

Málþing um viðhorf til jafnréttismála Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði heldur málþing um viðhorf til jafnréttis. Málþingið fer fram föstudaginn 30. janúar kl. 13-15 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

Meistarafyrirlestur um tímaviðréttingu

EINAR Jón Gunnarsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði verkfræðideildar Háskóla Íslands: Tímaviðrétting í DFE kerfum - samanburður á stikum. Fyrirlesturinn fer fram í dag, þriðjudaginn 27. ferbrúar, kl. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Mótun umhverfisstefnu til umfjöllunar

HAGRÆNT gildi umhverfisstjórnunar Hugmyndafræði, stefnumótun og lyklar að fjárhagslegum ávinningi er yfirskriftin að nýju námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem haldið verður mánudaginn 2. febrúar kl. 8.30-16.00. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 21 orð

Nafn þýska fræðimannsins Juliu Zernack misritaðist...

Nafn þýska fræðimannsins Juliu Zernack misritaðist í viðtali við Arthúr Björgvin Bollason í blaðinu á sunnudag. Er beðist velvirðingar á... Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð

Niðurstöður hættumats í haust

UNNIÐ er að hættumati og áhættugreiningu vegna eldgosa og jökulhlaupa í Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Nýjar leiðir í baráttunni gegn minknum

Reykhólahreppur | Hreppsnefnd Reykhólahrepps ályktaði á dögunum þar sem hún lýsti áhuga á því að hreppurinn verði gerður að minklausu svæði með tilstyrk umhverfisyfirvalda. Meira
27. janúar 2004 | Austurland | 64 orð | 1 mynd

Nýr björgun-arbátur á Vopnafjörð

Flugmálastjórn og Björgunarsveitin Vopni-Örn hafa samið um kaup á nýjum björgunarbát til Vopnafjarðar. Kaupverð björgunarbátsins og tengds búnaðar er ríflega tvær og hálf milljón króna. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 430 orð | 2 myndir

Nætursjónaukarnir alger bylting

NOTKUN nætursjónauka hefur verið alger bylting fyrir Landhelgisgæsluna, segir Sigurður Ásgeirsson þyrluflugmaður. Hann er nýkominn úr tíu daga ferð til Svalbarða, þar sem hann fékk réttindi til þess að kenna á nætursjónauka. Meira
27. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 224 orð

Óttast heimsfaraldur

TALIÐ er að fuglaflensan geti herjað á alla fugla en alifuglar eru líklegastir til að sýkjast. Veiran hefur einnig borist í menn en ekki er vitað til þess að hún hafi borist á milli manna. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Saga heimastjórnarinnar rakin á nýjum vef

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnaði nýjan vef þar sem saga heimastjórnarinnar er rakin í máli og myndum í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í gær. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 284 orð

Saga Stjórnarráðsins gefin út

FYRSTU eintök Sögu Stjórnarráðsins verða kynnt og afhent Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu sunnudaginn 1. febrúar. Í frétt frá forsætisráðuneytinu af því tilefni segir: "Árið 1969 kom út á vegum Sögufélagsins rit Agnars Kl. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 302 orð

Segir að tímaáætlun þurfi ekki að raskast

"SÚ ákvörðun stjórnvalda að slíta viðræðum við Atlantsál er viss vonbrigði," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, um þá ákvörðun stjórnvalda að hætta samstarfi við Atlantsál um byggingu álvers á Húsavík. Meira
27. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 459 orð | 1 mynd

Segja borgaryfirvöld ómálefnaleg

Vatnsmýri | Talsmenn Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð segja borgaryfirvöld ekki hafa gefið nein málefnaleg svör vegna hugmynda samtakanna um að setja Hringbrautina í stokk. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð

Segjast vilja skýrara námskipulag

RÆTT VAR um próf læknanema á þriðja ári á kennsluráðsfundi í Háskóla Íslands í gær en eins og greint hefur verið frá voru nemarnir ósáttir við að einingavægið var minnkað eftir prófið. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Sem fyrst af stað aftur...

FÆRÐIN á vegum landsins hefur verið ágæt undanfarið og vöruflutningar út á land gengið vel, þótt hríðar loki heiðum af og til. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð

Skip og vísur

Kristján Bersi Ólafsson lét vita af því að vísa sem birtist í skissu undirritaðs í Morgunblaðinu á sunnudag hefði greinilega aflagast í tímans rás. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð | 2 myndir

Skortur á eignum og hækkandi verð

SÖLUSKRIFSTOFA Fasteigna- og skipasölu Austurlands var opnuð í Neskaupstað í liðinni viku. Aðalstöðvar Fasteigna- og skipasölu Austurlands eru á Egilsstöðum en söluskrifstofan í Neskaupstað er önnur skrifstofan sem opnuð er á Austurlandi. Meira
27. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 782 orð | 2 myndir

Skæð fuglaflensa breiðist ört út í Asíu

ÓTTINN við fuglaflensuna magnaðist í Asíu í gær þegar skýrt var frá því að barn hefði dáið af völdum sjúkdómsins í Taílandi og að hann kynni að hafa valdið fimm dauðsföllum þar til viðbótar. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Slys við Kárahnjúka

EINN starfsmaður við virkjunina á Kárahnjúkum var fluttur með sjúkrabíl á spítala á Egilsstöðum eftir árekstur á svæðinu í gærkvöldi. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 167 orð

Spyrja um aðkomu Samfylkingarinnar

SKORAÐ var á Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, og Bryndísi Hlöðversdóttur, þingflokksformann, að gera ýtarlega grein fyrir framgangi eftirlaunafrumvarpsins í þingflokki Samfylkingarinnar á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, sem á aðild... Meira
27. janúar 2004 | Suðurnes | 591 orð | 2 myndir

Stefnir að því að fjölga í keppnisliðinu

Vogar | Magnús Hauksson júdóþjálfari hefur byggt upp júdódeild í Vogum. Til hans kemur einnig til æfinga júdófólk úr öðrum byggðarlögum á Suðurnesjum. Þessi litla júdódeild hefur náð athyglisverðum árangri á landsvísu og Magnús setur markið hærra. Meira
27. janúar 2004 | Suðurnes | 416 orð | 1 mynd

Stækkun fiskimjölsverksmiðju er ekki háð umhverfismati

Grindavík | Samherji þarf ekki að fara með afkastaaukningu fiskimjölsverksmiðju sinnar, Fiskimjöls og lýsis í Grindavík, í umhverfismat. Skipulagsstofnun telur að mengun muni ekki aukast við stækkunina. Meira
27. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 319 orð | 1 mynd

Sundlaugargestum fjölgar enn

Höfuðborgin | Gestum sundlauga höfuðborgarsvæðisins fjölgar jafnt og þétt og eru þær almennt mjög vel sóttar. Flestir gestir sækja Laugardalslaug, Kópavogslaug og Árbæjarlaug. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Söng Vetrarsól og sigraði

Karítas Óðinsdóttir grunnskólanemi á Varmalandi vann karaókí-keppni sem haldin var í félagsmiðstöðinni Óðali sl. fimmtudag. Karitas flutti lagið ,,Vetrarsól" og stóð sig að mati dómnefndar best af þátttakendum. Meira
27. janúar 2004 | Suðurnes | 124 orð

Tvö óhöpp sama daginn | Ökumaður...

Tvö óhöpp sama daginn | Ökumaður sem ók út af Grindavíkurvegi aðfaranótt laugardags er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja- eða fíkniefna. Hann ók einnig á umferðarmerki á Reykjanesbraut í Hvassahrauni og skemmdi þau töluvert. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð

Týndir sauðir

Það fjölgaði aðeins í fjárhúsunum á Kaldrananesi í Bjarnarfirði, Strandasýslu, þegar ærin Þerna kom af fjalli eftir 20 mánuði með lambgimbur frá því í vor. Þerna fór á fjall á vormánuðum 2002 og hefur gengið á Hvannadal síðan. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 399 orð | 3 myndir

Tæki til iðnaðarnjósna í umferð hérlendis

TÆKI til iðnaðarnjósna eru í umferð hérlendis þótt ekki hafi frést af framandi hlerunarbúnaði á borð við rafvædda ólífu á kokkteilpinna, eins og dæmi er um erlendis. Meira
27. janúar 2004 | Austurland | 39 orð | 1 mynd

Ungviði með sól í sinni

Ungir Fjarðabyggðarbúar fagna nú hækkandi sól með brosi á vör og birtu í sinni: F.v. Hákon Huldar Hákonarson leiðir Elísabetu Sif Ingvarsdóttur, Tómas Axel Steinarsson, Elísa Björg Sindradóttir og Pétur Guðni Kristinsson. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 181 orð

Uppgjöri á ull frá 2002 að ljúka

UPPGJÖRI á ull sem bændur lögðu inn hjá Ístex hf. haustið 2002 er að ljúka þessa dagana. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir að ástæðan fyrir því að uppgjörið hefur dregist svo mikið sé erfið lausafjárstaða fyrirtækisins. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 311 orð

Úr bæjarlífinu

Suðurnesjamenn hafa orðið fyrir meiri erlendum áhrifum en önnur svæði landsins. Það er ekki skrítið þótt þeir dragi nokkurn dám af nágrönnum sínum. Margir vinna hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, verktökum og í flugstöðinni. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Valin sem prestar í Grafarvogi

VALNEFND Grafarvogsprestakalls hefur valið í tvær prestsstöður. Í stöðurnar voru valin sr. Bjarni Þór Bjarnason sem hefur leyst af sem prestur í Grafarvogsprestakalli síðustu tvö árin og Lena Rós Matthíasdóttir, cand. theol. Meira
27. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 306 orð | 1 mynd

Varmárlaug verður áfram opin almenningi

Mosfellsbær | Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar segir málflutning minnihlutans varðandi framtíð sundlaugar við Íþróttasvæðið í Varmá byggðan á misskilningi. Meira
27. janúar 2004 | Austurland | 79 orð

veldur töfum

Sprungið berg | Vandamál hafa komið upp í gangagerðinni milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar vegna klosssprungins bergs. Er það einkum Reyðarfjarðarmegin í göngunum sem sprungur valda erfiðleikum og hefur það hægt nokkuð á framgangi verksins. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Verð á svínakjöti hækkar

ÞRÁTT fyrir að verð á svínakjöti til bænda hafi hækkað um 50 kr./kg á síðustu mánuðum er verðið enn um 30% lægra en það var fyrir tveimur árum. Verðið hefur verið mjög lágt sl. tvö ár enda hefur verið offramboð á markaðinum. Meira
27. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Vilja ákvörðun um nýja byggingu

SÉRFRÆÐINGAR á vegum Tækniháskóla Íslands hafa nýlega lokið viðamiklu mati á því hvar á höfuðborgarsvæðinu sé heppilegast að reisa skólanum nýtt húsnæði og verður menntamálaráðherra gerð grein fyrir þessum niðurstöðum innan fárra daga. Meira
27. janúar 2004 | Landsbyggðin | 259 orð | 1 mynd

Vilja verkefni við byggingu fjölbrautaskóla

Grundarfjörður | Bygginganefnd Fjölbrautaskóla Snæfellsness hefur gert samkomulag við Loftorku í Borgarnesi um byggingu væntanlegs Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem reisa á í Grundarfirði. Meira
27. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 141 orð

Vistvernd í verki | Fimm fjölskyldur...

Vistvernd í verki | Fimm fjölskyldur á Álftanesi hafa undanfarna mánuði tekið þátt í verkefninu "Vistvernd í verki", en hópurinn lauk þátttöku sinni í desember sl. Þótti verkefnið takast afar vel. Meira
27. janúar 2004 | Austurland | 217 orð

Þrjú áhaldahús lögð niður

Fjarðabyggð | Í kjölfar stjórnsýsluúttektar í Fjarðabyggð seint á síðasta ári var ákveðið að leggja áhaldahúsin þrjú á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað niður í núverandi mynd, sem og stöður bæjarverkstjóranna þriggja sem þar hafa starfað. Meira

Ritstjórnargreinar

27. janúar 2004 | Staksteinar | 324 orð

- Fleiri plástra á heilbrigðiskerfið?

Atli Rafn Björnsson, formaður Heimdallar, boðar nýjar lausnir í heilbrigðismálum í grein á vefritinu Tíkinni. Meira
27. janúar 2004 | Leiðarar | 384 orð

Hringurinn í 100 ár

Kvenfélagið Hringurinn hélt upp á 100 ára afmæli sitt í gær. Meira
27. janúar 2004 | Leiðarar | 366 orð

"Þetta eru hetjur"

Tveimur bátsverjum af bátnum Sigurvin GK var bjargað köldum og hröktum úr sjávarháska í innsiglingunni að Grindavíkurhöfn á föstudag. Meira

Menning

27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 352 orð | 2 myndir

Bennifer beint á myndband

ÞAÐ þykir saga til næsta bæjar þegar kvikmyndahúsaeigendur telja óráðlegt að taka til sýningar hjá sér spánnýja mynd með stórstjörnum Ben Affleck og Jennifer Lopez og ákveða þess í stað að demba henni beint á myndband. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 455 orð | 2 myndir

Er nekt hætt að selja popptónlist?

UNDANFARIÐ hefur borið mjög á því að poppsöngkonur leggi allt upp úr kynþokkanum og klæðist sem efnisminnstu flíkum í tónlistarmyndböndum. Hefur það verið, að mati sjálfskipaðra sérfræðinga, örvæntingarfullur liður í að bregðast við minnkandi plötusölu. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 118 orð | 3 myndir

Farfuglarnir fljúga

FRÖNSK kvikmyndahátíð er haldin árlega fyrir tilstilli Alliance Française á Íslandi og Film-undurs. Hátíðin í ár hófst á föstudaginn með sérstakri sýningu í Háskólabíói, þar sem hátíðin fer fram. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 266 orð | 7 myndir

Gamalt og gott

FYRIR þá sem hafa áhuga á tísku er alltaf gaman að skoða í hverju stjörnurnar klæðast á stórhátíðum á rauða dreglinum. Golden Globe-verðlaunahátíðin er ein slík hátíð og er þar gjarnan rýnt í hvaða straumar og stefnur eru ríkjandi hverju sinni. Meira
27. janúar 2004 | Menningarlíf | 624 orð | 3 myndir

Halldór Laxness kom til greina árið 1953

HALLDÓR Laxness var í hópi þriggja rithöfunda sem valdir voru úr hópi 25 tilnefndra til bókmenntaverðlauna Nóbels árið 1953. Meira
27. janúar 2004 | Bókmenntir | 442 orð

Í einlægni sagt

eftir Friðrik Ágústsson. Útg. höfundur. Reykjavík, 2003. Meira
27. janúar 2004 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Leikhústónlist

Girnd nefnist nýr geisladiskur sem hefur að geyma tónlist úr uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu á Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams. Flytjendur eru hljómsveitin Lestir frá Reykjavík sem samdi lögin og útsetti. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 734 orð | 1 mynd

Litbrigði náttúrunnar

Leikstjórn: Jacques Perrin. Handrit: Stéphane Durand og Jacques Perrin. Kvikmyndataka: Ýmsir. Klipping: Marie-Josèphe Yoyotte. Tónlist: Bruno Coulais. Aðalhlutverk: Lundi, súla, langvía, himbrimi, skúmur, kría, grágæs, æður, helsingi, önd, grágæs, heiðagæs, margæs, örn, kondór, storkur, pelíkani, snæugla, mörgæs o.fl. Lengd: 98 mín. Frakkland / Ítalía / Þýskaland / Spánn / Sviss. Sony Pictures Classics, 2001. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 547 orð | 4 myndir

Loksins Hringadróttinssigur

ÞAÐ var áberandi afslöppuð stemning á Beverly Hills-hótelinu á sunnudagskvöldið þar sem Golden Globe - verðlaunaathöfn Samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood - var haldin án teljandi formlegheita. Meira
27. janúar 2004 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Margmiðlun

British Embassy - Iceland nefnist nýr margmiðlunardiskur sem breska sendiráðið á Íslandi hefur gefið út. Þar er að finna hagnýtar upplýsingar og stuttar heimildamyndir um tengsl Bretlands og Íslands og hinar ýmsu hliðar daglegs lífs í Bretlandi. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 60 orð | 1 mynd

Miðasala hafin á The Rasmus

FINNSKA rokksveitin The Rasmus, sem sló gegn hérlendis með laginu "In The Shadow", heldur tónleika á Gauki á Stöng föstudaginn 6. febrúar ásamt Maus. Miðasala hefst í dag í Japis, Laugavegi, klukkan 10.00 en miðaverð er 2.000 kr. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 620 orð | 1 mynd

"Stjarna kvöldsins 13 ára"

FYRSTU stjörnur tuttugustu og sjöundu kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg byrjuðu að blika í augum manna og myndavéla á föstudaginn var. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 354 orð | 1 mynd

Segir Jackson ekki föður barna sinna

DEBBIE Rowe, fyrrverandi eiginkona Michael Jacksons, segir að Jackson sé ekki kynfaðir tveggja barna þeirra, Prince Michaels, 6 ára, og Paris, 5 ára. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

... sígildu slúðri

MARGRÉT Örnólfsdóttir tekur klassíska tónlist skemmtilegum tökum í þætti sínum Sígilt slúður. Að sjálfsögðu var meira að gerast hjá gömlu meisturunum en endalaus nótnaskrif og ýmsar flökkusögur í gangi eins og tíðkast með poppstirni samtímans. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 133 orð | 1 mynd

Svikráð

BRETAR eru lunknir í spennuþáttagerð og í kvöld hefur Sjónvarpið sýningar á þættinum Svikráð ( State of Play ) sem BBC framleiðir og er hann í sex hlutum. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 305 orð | 1 mynd

Vinningshafar í áramótagetraun

MORGUNBLAÐIÐ efndi að vanda til áramótagetraunar er 2003 rann sitt skeið. Meira
27. janúar 2004 | Tónlist | 1498 orð | 2 myndir

Vögguvísa fyrir gamla hænu

Hörður Áskelsson, organisti. Hallgrímskirkja.Tónlist eftir Bach, Couperin, Boëllmann og Karlsen. Laugardaginn 24. janúar. Meira
27. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Þungbærir tímar von Trotta

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld þýsku myndina Hinir þungbæru tímar eða Die bleierne Zeit eftir Margarethe Von Trotta. Sögusviðið er Þýskaland árið 1968 og fjallar um systurnar Juliane og Marianne. Meira

Umræðan

27. janúar 2004 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Að gefnu tilefni

Sú aðferð við ævisagnaritun að setja atburði á svið, og túlka þá, er ævagömul og fullkomlega gjaldgeng. Meira
27. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 798 orð

Að skera niður

VIÐ LIFUM í eyðsluþjóðfélagi. Það ræður því hver og einn í hvaða forgangsröð hann eyðir sínum launum eða lánum. Fólk sem vinnur fyrir kaupinu sínu notar það eftir sínum forsendum. Meira
27. janúar 2004 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Á að hækka raforkuverð að óþörfu?

Raforkukerfinu skipt í þrennt? Meira
27. janúar 2004 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Daglegt líf með tinnitus

Á unglingsárunum man ég eftir því að hafa verið með suð í eyrunum en það var mér ekki til mikilla óþæginda þá, enda afskaplega lágt og ekki stöðugt. Meira
27. janúar 2004 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Land án lögeyris?

Margar myntir í umferð samfara síbreytilegu gengi leiðir til þess að verðið er á fleygiferð. Meira
27. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Svínasúpan og Fréttablaðið SVÍNASÚPAN átti svona...

Svínasúpan og Fréttablaðið SVÍNASÚPAN átti svona að vera andsvar Stöðvar 2 við Spaugstofunni (reyndar held ég að Sigurjón Kjartansson eigi nú mikinn hlut að máli varðandi það, en hann hefur mikið hallmælt Spaugstofunni í þætti sínum Zombie og áður... Meira

Minningargreinar

27. janúar 2004 | Minningargreinar | 1787 orð | 1 mynd

BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR

Bergljót Ólafsdóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 30. júní 1916. Hún lést á Landspítalanum 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar Bergljótar voru hjónin Ólafur Kolbeinsson, f. á Hreimstöðum í Borgarfirði 24. júní 1863, og Jóna Sigurbjörg Gísladóttir,... Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2004 | Minningargreinar | 1096 orð | 1 mynd

KÁRI BORGFJÖRÐ HELGASON

Kári Borgfjörð Helgason fæddist í Reykjavík 12. september 1922. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar Kára voru hjónin Karólína Káradóttir frá Borg á Kjalarnesi, f. 15.8. 1879, d. 22.3. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2004 | Minningargreinar | 1553 orð | 1 mynd

REBEKKA LÚTHERSDÓTTIR

Rebekka Lúthersdóttir, sem aldrei var kölluð annað en Lóa, fæddist í Reykjavík 27. janúar 1917. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lúther Hróbjartsson, f. 24. maí 1888, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2004 | Minningargreinar | 4298 orð | 1 mynd

UNNSTEINN STEFÁNSSON

Unnsteinn Stefánsson fæddist í Sómastaðagerði í Reyðarfirði 10. nóvember 1922. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni mánudagsins 19. janúar. Unnsteinn var sonur Herborgar Björnsdóttur, húsmóður, og Stefáns Þorsteinssonar, bónda. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 1 mynd

Alcoa sparar 228 milljarða króna

ALCOA, álfyrirtækið sem ætlar að byggja álverksmiðju við Reyðarfjörð, segist ætla að spara 83 milljarða íslenskra króna, 1,2 milljarða Bandaríkjadala, á næstu þremur árum, samkvæmt sérstakri áætlun fyrirtækisins um minnkun kostnaðar. Meira
27. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 60 orð | 1 mynd

Áreiðanleikakönnun á Ingvari Helgasyni

DRÖG að áreiðanleikakönnun sem gerð hefur verið samkvæmt skilyrði í kauptilboði frá Jóni Snorra Snorrasyni og hópi fjárfesta í Ingvar Helgason/Bílheima liggja nú fyrir. Fyrirtækið er í eigu fjölskyldu Ingvars heitins Helgasonar. Meira
27. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Hagnaður Flugleiða yfir 1.200 milljónir fyrir skatta

FLUGLEIÐIR hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að horfur séu á að minnsta kosti 1.200 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á síðasta ári. Meira
27. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 32 orð

Nota Bene til ríkislögreglustjóra

GJALDÞROT skiltafyrirtækisins Nota Bene hefur verið sent til ríkislögreglustjóra. Kröfur í bú Nota Bene námu 214 milljónum króna, þar af voru forgangskröfur 38 milljónir. Nota Bene var lengst af dótturfélag Frjálsrar fjölmiðlunar... Meira
27. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Samheitalyfið Citalopram aftur í sölu í Danmörku

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL, Eystri Landsréttur í Danmörku, kvað í gær upp dóm þess efnis að dótturfélag Pharmaco, United Nordic Pharma (UNP), mætti á ný hefja sölu á þunglyndislyfinu Citalopram þar í landi. Meira
27. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 360 orð

Úrskurður samkeppnisráðs um SS felldur úr gildi

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt úr gildi úrskurð samkeppnisráðs þess efnis að Sláturfélag Suðurlands skuli skilja fjárhagslega á milli rekstrar áburðardeildar sinnar og annarrar starfsemi félagsins. Meira
27. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Úrvalsvísitalan yfir 2.400 stig

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands fór í fyrsta skipti yfir 2.400 stig í gær. Hefur hún hækkað um 14,14% það sem af er ári og um 79,49% síðustu tólf mánuði. Í gær voru viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands fyrir 2. Meira

Fastir þættir

27. janúar 2004 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 27. janúar, er sextug Kristín F. Jóhannsdóttir, Smáragrund 9, Sauðárkróki. Hún er að heiman í... Meira
27. janúar 2004 | Fastir þættir | 817 orð | 4 myndir

Anand sigraði í Wijk aan Zee

9. - 29. jan. 2004 Meira
27. janúar 2004 | Í dag | 733 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Meira
27. janúar 2004 | Fastir þættir | 204 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Þegar vörnin á kóng þriðja í tromplitnum er almennt rétt að svína. Einstaka sinnum getur komið til álita að taka fyrst á ásinn, en sárasjaldan borgar sig að spila litlu undan ásnum. Þó koma þær stöður upp. Suður gefur; enginn á hættu. Meira
27. janúar 2004 | Fastir þættir | 226 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Sölufélags garðyrkjumanna vann Suðurlandsmótið Suðurlandsmótið í sveitakeppni var spilað 24. og 25. janúar sl. í Þingborg. Góð þátttaka var í mótinu miðað við síðustu ár, en 10 sveitir mættu til leiks. Keppnisstjóri var Ómar Olgeirsson. Meira
27. janúar 2004 | Viðhorf | 940 orð

Frelsi?

Eins og ég skynja þetta í dag þykir meira en sjálfsagt að hampa frelsinu, og það án sterkra eða djúpra raka. Það er líkt og þetta sé það einfalt mál að ekki taki því, eða það sé hreinlega ekki við hæfi, að pæla aðeins í þessu. Meira
27. janúar 2004 | Fastir þættir | 241 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Ba6 5. Rbd2 Bb4 6. Dc2 Bb7 7. Bg2 Be4 8. Db3 Bxd2+ 9. Bxd2 0-0 10. 0-0 d6 11. Hfd1 Rbd7 12. Hac1 a5 13. De3 He8 14. Bc3 De7 15. Bh3 Bb7 16. Rh4 Df8 17. f3 c5 18. dxc5 bxc5 19. Dd2 d5 20. Bxa5 d4 21. b4 h6 22. a3 g5 23. Meira
27. janúar 2004 | Dagbók | 507 orð

(Sl.. 27, 1.)

Í dag er þriðjudagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? Meira
27. janúar 2004 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

Viltu njóta lífsins með lofgjörð og...

Viltu njóta lífsins með lofgjörð og fallegum söng ? NÝR þáttur í safnaðarstarfi Bústaðakirkju hefst miðvikudagskvöldið 28. janúar kl. 20.00. Meira
27. janúar 2004 | Fastir þættir | 372 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji framdi lögbrot á sunnudaginn. Að hans viti var það engu að síður gert með góðri samvisku. Lögbrotið lýtur að áfengiskaupum, þ.e.a.s. einokun ríkisins á smásölu áfengis í verslunum. Meira
27. janúar 2004 | Dagbók | 106 orð

ÝSKELFIR

Ég liljuriddarinn rakti við stjörnuskin hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga og sofandi jörðin hrökk upp við dimman dyn og dauðinn þaut í himinsins spennta boga. Meira

Íþróttir

27. janúar 2004 | Íþróttir | 138 orð

Árni tilbúinn á ný í vikunni

ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sagði við norska blaðið Adresseavisen í gær að hann ætti ekki von á að meiðslin sem hann varð fyrir á æfingu hjá Manchester City á laugardaginn yrðu sér lengi til trafala. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Black ánægður með Bjarna hjá Coventry

BJARNI Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fær góð ummæli hjá Eric Black, knattspyrnustjóra Coventry, fyrir framgöngu sína í bikarleiknum gegn Colchester um helgina. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 295 orð

BLAK 1.

BLAK 1. deild kvenna Þróttur R. - Þróttur N. 3:1 (25:10, 25:21, 21:25, 25:11). Þróttur R. - Þróttur N. 2:3 (22:25, 25:16, 20:25, 25:13,11:15). Staðan: Þróttur N. 85318:15704:71918 Þróttur R. 64216:10603:52416 KA 43110:6371:32010 HK 6065:18432:5475 1. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 110 orð

Brooks á förum frá ÍR

EPLUNUS Brooks, bandarísk stúlka, sem leikið hefur með 1. deildar liði ÍR í körfuknattleik kvenna er farin frá liðinu og mun ekki leika fleiri leiki í vetur. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

* GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley ,...

* GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley , fékk í gær nýjan liðsmann til liðs við Barnsley . Sá heitir Marlon Beresford og er 34 ára gamall markvörður sem víða hefur komið við á ferli sínum. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 92 orð

Hrafnkell er úr leik

HRAFNKELL Helgason, knattspyrnumaður úr Fylki, sleit krossband í hné á æfingu hjá félaginu síðasta fimmtudag. Niðurstaða úr myndatöku sem staðfesti þetta lá fyrir í gær, samkvæmt frétt á vef Fylkis. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 7 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV - Fram 19. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 106 orð

Jakob með 13 stig í sigri BSC

JAKOB Sigurðarson skoraði 13 stig í naumum sigri Birmingham Southern-háskólans gegn Winthrop í bandarísku háskóladeildinni í gær, 70:69. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 252 orð

Lavrov vill Svía til Aþenu

ANDREI Lavrov hinn 42 ára gamli markvörður Rússa hefur oftar en ekki gert Svíum grikk á stórmótum í handknattleik. Engin undantekning varð á því á sunnudaginn þegar Rússar báru sigurorð af Svíum, 30:27, í lokaumferð A-riðilsins á Evrópumótinu í handknattleik í Slóveníu. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 190 orð

Meistararnir í Arsenal taka á móti Chelsea

BIKARMEISTARAR síðustu tveggja ára, Arsenal, taka á móti Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar en dregið var í gær. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 142 orð

Ólafur með sjö mörk á Spáni

ÓLAFUR Sigurjónsson skoraði 7 mörk fyrir Tres de Mayo frá Kanaríeyjum þegar liðið gerði óvænt jafntefli, 21:21, gegn toppliði spænsku 2. deildarinnar í handknattleik, Torrevieja, um helgina. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

* PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, segist...

* PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, segist hafa hafnað boði frá Real Madrid í fyrra og í staðinn hafi hann ákveðið að framlengja samning sinn við Lundúnaliðið. " Ég er mjög stoltur yfir þeirri ákvörðun sem ég tók. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

"Martröð" Mickelson er á enda

BANDARÍKJAMAÐURINN Phil Mickelson landaði sínum fyrsta sigri á atvinnumannamóti í golfi sl. 19 mánuði aðfaranótt sunnudags er hann hafð betur eftir umspil á Bob Hope Chrysler PGA-mótinu sem fram fór á La Quinta-vellinum í Kaliforníu. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 602 orð

Sauðárkrókur miðstöð íþrótta

ÞAÐ má með sanni segja að komandi sumar verði landsmótssumar því í fyrsta sinn í sögunni eru bæði landsmótin haldin sama sumarið og það sem meira er þá verða þau haldin á sama staðnum - Sauðárkróki. Mótin sem hér um ræðir eru 24. Landsmót ungmennafélaganna og sjöunda Unglingalandsmót UMFÍ. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 205 orð

Seve Ballesteros kyngir stoltinu

SPÆNSKI kylfingurinn Seve Ballesteros hefur skrifað fjórum skipuleggjendum golfmóta á PGA-mótaröðinni og óskað eftir því að honum verði boðið að taka þátt í þeim mótum. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 94 orð

Skoruðu 18 fyrir Tvis

ÍSLENSKU landsliðskonurnar í danska 1. deildarliðinu Tvis Holstebro létu mikið að sér kveða þegar liðið sigraði Sindal, 31:18, á útivelli í fyrradag. Samtals skoruðu Íslendingarnir 18 af mörkum Tvis Holstebro, Hrafnhildur Skúladóttir 8, Hanna G. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 1788 orð | 2 myndir

Skuldinni ekki skellt alfarið á leikmenn

VONBRIGÐI og aftur vonbrigði er niðurstaðan hjá íslenska landsliðinu í handknattleik nú þegar það er úr leik á Evrópumótinu í handknattleik í Slóveníu. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

* STJÓRN Manchester United tilkynnti í...

* STJÓRN Manchester United tilkynnti í gær að farið yrði rækilega í saumana á öllum leikmannakaupum félagsins undanfarna mánuði. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 227 orð

Tvisvar holu í höggi

CHEN Chung-cheng, kylfingur frá Taívan náði merkum áfanga á atvinnumannamóti sem fram fór í heimalandi hans um helgina. Hinn 27 ára gamli Chung-cheng fór holu í höggi á fyrsta keppnisdeginum á fjórðu holu vallarins sem er um 170 metra löng. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 165 orð

Ungverskur landsliðsmaður lést úr hjartaslagi

SÁ sorglegi atburður átti sér stað í leik Benfica og Vitoria Guimaraes í portúgölsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld að ungverski landsliðsmaðurinn Miklos Feher, framherji Benfica, fékk hjartaslag undir lok leiksins. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 149 orð

Viðræður um kaup á Leeds

FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Leeds United sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að nú standi yfir viðræður um sölu á félaginu. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 142 orð

Zidane notaði kreatín um tíma

ZINEDINE Zidane, knattspyrnumaður hjá Real Madrid, viðurkenndi fyrir rétti á Ítalíu í gær að hann hefði notað fæðubótarefnið kreatín um tíma þegar hann lék með Juventus. Meira
27. janúar 2004 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

Þriðji titillinn í röð hjá Audrey Freyju

AUDREY Freyja Clarke, 16 ára stúlka frá Akureyri, varð um helgina Íslandsmeistari í listdansi á skautum. Hún er svo sem ekkert óvön því enda var þetta þriðja árið í röð sem hún sigrar í junior-flokki og árið þar á undan varð hún meistari í novice-flokki. Meira

Úr verinu

27. janúar 2004 | Úr verinu | 261 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Skarkoli 185 185 185...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Skarkoli 185 185 185 24 4,440 Skrápflúra 50 50 50 199 9,950 Und. Meira
27. janúar 2004 | Úr verinu | 200 orð | 1 mynd

Nýtt félag skipstjórnarmanna stofnað

STOFNAÐ hefur verið nýtt stéttarfélag, Félags skipstjórnarmanna. Meira
27. janúar 2004 | Úr verinu | 291 orð | 1 mynd

Treg veiði á loðnumiðunum

LOÐNUVEIÐI var heldur treg í gær, en flotinn var þá að veiðum djúpt austur úr Glettinganesi. Slæmt veður var á miðunum á sunnudag og lágu þá veiðar að mestu niðri en skipin hófu veiðar í gærmorgun þegar veðrinu slotaði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.