ÞÓTT sala á geðdeyfðarlyfjum á Íslandi hafi margfaldast á árunum 1975-2000, aukist úr 8,4 dagskömmtum á hverja þúsund íbúa í 72,7 skammta, hefur lýðheilsa landsmanna ekki batnað. Örorka vegna þunglyndis og kvíðaröskunar hefur ekki minnkað á sl.
Meira
DANMÖRK og Ísland eru einu löndin á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem engin ákvæði eru í lögum sem miða að því að takmarka sérstaklega samþjöppun á fjölmiðlamarkaði.
Meira
FÉLAGAR í karnivaldanshópi í Úrúgvæ, "Murga", taka þátt í opnunarskrúðgöngu karnivalsins þar í landi, er hófst nú um helgina. Hátíðin mun standa í rúman mánuð, og er þetta lengsta karnivalið sem haldið er í...
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti mun spá metfjárlagahalla á árinu, að andvirði 521 milljarður dollara, þegar hann kynnir fjárlagafrumvarp sitt á morgun, að sögn heimildarmanns AFP í bandaríska stjórnkerfinu.
Meira
EVRÓPURÁÐIÐ hefur ákveðið að láta útsetja "Óðinn til gleðinnar", sem kemst næst því að vera þjóðsöngur Evrópu, með ýmsum nýstárlegum hætti til að hressa upp á ímynd sína og vekja áhuga hjá unga fólkinu.
Meira
MOHAMMAD Khatami Íransforseti viðurkenndi í gær að þrátefli væri í deilu umbótasinnaðra þingmanna og íhaldssinna vegna banns við framboði fjölmargra frambjóðenda í væntanlegum kosningum.
Meira
ÍSLENDINGAR fjárfestu tuttugu milljörðum króna meira erlendis á árinu 2003 en árið á undan og hafa aldrei varið jafnháum fjárhæðum til erlendra verðbréfakaupa og í fyrra frá því farið var að halda saman upplýsingum í þessum efnum fyrir tíu árum síðan.
Meira
UNGT fólk á aldrinum 18-24 ára, foreldrar barna og fráskildir fresta eða hætta við heimsóknir til lækna umfram aðra hópa eða 28-33% einstaklinga í þessum hópi. Þetta kemur meðal annars fram í viðamikilli heilbrigðiskönnun sem byggist á svörum nærri 2.
Meira
"Jeg var presenteraður fyrir Konunginum, sem accepteraði mig, og hef jeg fengið officiel tilkynningu frá Alberti [Íslandsráðherra] um, að Konungur, hafi ályktað að útnefna mig frá og með þeim degi að telja, er lögin öðlast gildi," segir Hannes...
Meira
GUÐJÓN Þórðarson hefur skrifað undir nýjan samning við enska 2. deildarliðið Barnsley, þar sem hann er knattspyrnustjóri. Hann tók við stjórn liðsins sl. sumar en síðan skipti félagið um eigendur og hinir nýju voru nú að semja við Guðjón upp á nýtt.
Meira
Viðskiptaháskólinn á Bifröst, í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar í NV-kjördæmi og atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar, býður upp á 11 vikna rekstrarnám til að koma til móts við konur í atvinnurekstri og efla atvinnulíf.
Meira
TÆKNIHÁSKÓLI Íslands útskrifaði 199 nemendur 24. janúar sl. og hafa aldrei áður útskrifast svo margir í einu frá skólanum. Frá tæknideild brautskráðust samtals 49 nemendur, 18 iðnfræðingar og 31 tæknifræðingur með BS-gráðu.
Meira
AutoCAD - fjarnám hjá Endurmenntun HÍ Boðið verður í fyrsta sinn upp á AutoCAD námskeið í fjarnámi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Boðið verður bæði upp á grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í AutoCAD.
Meira
KÝRIN Áma frá Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum var afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári. Þau Bertha G. Kvaran og Jón Þ. Ólafsson eiga Ámu og eru afar ánægð með hana. Hún mjólkaði alls 11.842 kg á síðasta ári og mjólkaði mest um 45 kg á dag.
Meira
Fyrirtækið Calculus ehf. var nýverið stofnað í Borgarnesi. Markmið þess er að auka samstarf fyrirtækja og annarra aðila atvinnulífsins með það fyrir augum að efla nýsköpun í atvinnulífinu.
Meira
Í TÆKNIHÁSKÓLA Íslands er boðið upp á fjölbreytt nám á sviði iðnrekstrar- og tæknifræða. Þar situr fólk úr öllum áttum og nemur hagnýt fræði sem eru sérsniðin að þörfum atvinnulífsins.
Meira
Um þessar mundir eru fjórtán starfsmenn Eimskips að hefja nám í Flutningaskóla Eimskips. Um er að ræða nám ætlað starfsfólki á hafnarsvæði og í Vöruhótelinu.
Meira
RAGNHILDUR Ásmundsdóttir tók um áramót við starfi framkvæmdastjóra Hans Petersen hf. Ragnhildur hefur starfað hjá Hans Petersen um árabil og hefur síðustu ár verið rekstrarstjóri heildsölu rekstrarvara.
Meira
Framkvæmdir á Austurlandi ganga skaplega og eru flest verk á vegum verktaka í jarðgangagerð, jarðvinnu og vegagerð á áætlun, þó að vetrarríki hamli að einhverju leyti framkvæmdum um þessar mundir.
Meira
UM 650 grömm af efni sem talið er amfetamín fundust við húsleit í íbúðarhúsnæði í Keflavík á fimmtudag. Lögreglan í Keflavík gerði húsleitina í samvinnu við lögregluna á Keflavíkurflugvelli.
Meira
GUÐJÓN Bjarnason á Ísafirði átti ekki von á viðlíka viðbrögðum þegar hann sendi litla fyrirspurn á erlenda spjallrás á Netinu á síðasta ári um afdrif skipverja á flutningaskipinu S.S. Induna sem sökkt var við Múrmansk 30. mars 1942.
Meira
JÚLÍUS J. Steingrímsson, velgerðarmaður Skógræktarfélags Selfoss, sem lést þann 9. nóvember, hefur ánafnað félaginu eignir sínar að verðmæti tæplega 20 milljónir króna.
Meira
Samkynhneigðum sem mismunað er á vinnumarkaði vegna kynhneigðar sinnar standa ýmis úrræði til boða en sönnunarvandi slíkra mála er hins vegar mjög mikill og því erfitt að bregðast við.
Meira
Guðrún Johnsen, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, hefur þekkst boð rannsóknarstofnunarinnar RAND Corporation um rannsóknarstöðu hjá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Santa Monica, Kaliforníu.
Meira
ÍSLENSK erfðagreining stefnir á að bjóða foreldrum barna sem greind hafa verið með athyglisbrest með ofvirkni, ADHD, að taka þátt í rannsókn á erfðafræði einkennanna.
Meira
FÖSTUDAGINN 30. janúar var ekið á bifreiðina SF-366, Ford Ka, blá að lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við verslunina Bónus í Holtagörðum (IKEA húsið). Atvikið átti sér stað á tímabilinu kl. 18:00 - 18:45.
Meira
ÁVÖXTUN samtryggingarsjóðs lífeyrissjóðs Framsýnar var 17% á síðasta ári sem svarar til 13,9% raunávöxtunar og var árið því eitt það besta í sögu sjóðsins. Í árslok 2003 var hrein eign til greiðslu lífeyris kr. 63.
Meira
ADSL-tengingum hefur fjölgað mjög mikið hérlendis undanfarin misseri og hefur mikill meirihluti notenda fengið sér þráðlausa nettengingu, en netnotkun er hlutfallslega hvergi meiri í Evrópu en á Íslandi.
Meira
Norræn siðferðisgildi í lífvísindum Námsstefnan "Norræn vídd í líftækni og löggjöf um siðferði í lífvísindum" verður haldin á morgun, mánudaginn 2. febrúar kl. 14-17 á Hótel Nordica, sal A.
Meira
SVAVA Liv Edgarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Kornax ehf. Svava lauk prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands í janúar 1997 og diplomaprófi í viðskiptafræði á sviði fjármála og reksturs, frá Háskólanum í Reykjavík í ágúst 2003.
Meira
ÓLAFUR Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, vísar algerlega á bug gagnrýni Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns á ummæli hans um að útgjöld til heilbrigðismála séu lægri en skýrsla OECD gefi til kynna. Einar Oddur sagði í Mbl.
Meira
RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, gagnrýndi í ræðu við útskrift á Bifröst í gær þau sjónarmið talsmanna Háskóla Íslands að Háskólinn byggi við skerta samkeppnisstöðu og knappar fjárveitingar og sagði málfutninginn rakalausan.
Meira
NÝTT hjúkrunarheimili á Vífilsstöðum tók formlega til starfa í fyrradag og hefur heilbrigðisráðuneytið samið við Sjómannadagsráð um að Hrafnista annist rekstur þess.
Meira
FERÐAMÁLARÁÐ braut reglur EES við úthlutun á markaðssamstarfi Ferðamálaráðs erlendis á síðasta ári, og eru því forsendur fyrir því að þeir sem fengu greiðslu frá ráðinu þurfi að endurgreiða hana til ríkisins.
Meira
UM 50 starfsmönnum Landspítalans hefur verið sagt upp störfum vegna sparnaðar í rekstri spítalans. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnvalda að spara í rekstri spítalans.
Meira
Stefán Á. Magnússon fæddist á Akureyri 15. júní 1950. Nam við KHÍ og stundaði nám í verslunar- og markaðsfræðum í Bandaríkjunum. Starfaði víða vestra, m.a. hjá Western International Hotels í Seattle, General Motors og Honeywell í Kaliforníu, auk þess að sýna föt, m.a. í tímaritinu Vogue. Var markaðsstjóri Pennington Ltd fyrir Norðurlönd og markaðsstjóri hjá G. Helgason og Melsteð í tíu ár og Perlunnar í fimm ár. Er nú sjálfstætt starfandi við almannatengsl, sýningarhald og ráðgjafarþjónustu.
Meira
LJÓSMYNDASTOFAN Ásmynd hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði í Hraunbæ 119 í Reykjavík en fyrirtækið var áður í Mosfellsbæ. Eigendur Ásmyndar eru Ásdís Jónsdóttir ljósmyndari og Sigurður Ívarsson MBA.
Meira
Á 6. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, Reykjavík stendur Borgarskjalasafn Reykjavíkur fyrir sýningunni "Ólíkt - en líkt" í samvinnu við Borgarskjalasafnið í Birmingham, í Alabamafylki Bandaríkjanna, en henni lýkur mánudaginn 2. febrúar.
Meira
NÍTJÁN ára piltur var tekinn á 161 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi, laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Ók hann litlum fólksbíl og voru farþegar með honum í bílnum.
Meira
TÍU manns týndu lífi í mikilli sprengingu í Ísrael á fimmtudag. Palestínskur maður framdi sjálfsmorð þegar hann sprengdi öfluga sprengju í strætisvagni. Árásin var gerð í borginni Jerúsalem. Strætisvagninn tættist í sundur. Um 50 manns særðust í...
Meira
TVÖ framboð bárust til formanns stjórnar Félags bókagerðarmanna en framboðsfrestur rann út 16. janúar sl. Sitjandi formaður, Sæmundur Árnason, býður sig fram en auk þess býður fram í formannssæti Þór Agnarsson.
Meira
Stjórnir Ámundakinnar ehf. og Ístex hf. hafa undirritað samning um flutning á ullardeild Ístex hf. til Blönduóss. Þessi fyrsti samningur Ámundarkinnar ehf. er um að leigja Ístex hf. húsnæði fyrir ullardeildina þ.e.
Meira
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segist hafa vilja til þess að koma til móts við þá sem greiða þurftu lækniskostnað að fullu meðan á deilu sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins stóð á fyrstu vikum ársins, en útfærsla þar að...
Meira
ÚTGJÖLD Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna atvinnuleysisbóta námu rúmum 3,8 milljörðum króna á síðasta ári og eru um 1.200 milljónum króna hærri en þau voru á árinu á undan, sem jafngildir 46% hækkun milli ára.
Meira
Vinnumálastofnun hefur ákveðið að fjárhæð vasapeninga til þeirra útlendinga sem eru ráðnir í vist á íslensku heimili (au-pair ráðning) skuli ekki vera lægri en 37.910 krónur á mánuði á árinu 2004. Er þessi ákvörðun byggð á 6. mgr. 13. gr.
Meira
Í ályktun frá Vinnuumhverfisnefnd BHM segir að vinnuumhverfi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sé og hafi lengi verið áhyggjuefni. Verkefnum fjölgi en margar deildir séu undirmannaðar.
Meira
30. janúar 1994: "Um þessa helgi fara fram prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins í fimm sveitarfélögum, þ.e. Reykjavík, Hafnarfirði, Ísafirði, Akranesi og í Njarðvíkum.
Meira
Hjörtur Einarsson segir hægt að beita tungumálinu til að ná áhrifum og völdum. "Vissulega hafa margir orðfærir menn komist til valda með tungulipurðina eina helst að vopni.
Meira
Hundrað ár eru í dag liðin frá því Ísland fékk heimastjórn. Heimastjórnin var mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir fullveldi Íslands, sem fékkst 1918.
Meira
Þegar hægt verður að fela allan tíma í einu augnabliki, verður rými ónauðsynlegt," er haft eftir arkitektinum Martin Pawley í bókinni "Unsettling Cities" eða "Breytilegar borgir", sem ritstýrt er af þeim John Allen, Doreen Massey...
Meira
BANDARÍSKA sjónvarpstöðin NBC hefur í hyggju að framleiða bandaríska útgáfu af Skrifstofunni , breska grínþættinum sem sló í gegn á Golden Globe og verður tekinn til sýninga hérlendis innan skamms.
Meira
Álfrún Helga Örnólfsdóttir fer með eitt af hlutverkunum í gamanleikritinu Eldað með Elvis sem sýnt er um þessar stundir í Loftkastalanum. Þá er hún einnig aðalleikari í kvikmyndinni Dís sem er nú í vinnslu.
Meira
Sýningin Berlin North var opnuð í samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof á föstudag og er þetta stærsta samnorræna samtímalistasýningin sem haldin hefur verið í Berlínarborg.
Meira
RAPPARINN Jay-Z lýsti því yfir í vikunni að hann og kærasta hans og jafnframt ein skærasta stjarnan í heimi poppsins, Beyoncé Knowles, myndu gifta sig innan tíðar.
Meira
TVEIR merkir viðburðir í kvikmyndaheiminum áttu sé stað í vikunni. Golden Globe-verðlaunin voru afhent og tilkynnt var um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Flestar tilnefningar hlaut lokakafli Hringadróttinssögu , Hilmir snýr heim .
Meira
SEX sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld verða frumflutt á tónleikum Myrkra músíkdaga á mánudagskvöld. Lögin eru samin við þrjú ljóða Sigfúsar Daðasonar og þrjú ljóð eftir bandaríska skáldið Keith Waldrop.
Meira
HLJÓMSVEITIN Í svörtum fötum er með flestar tilnefningar til Hlustendaverðlauna FM957 2004 eða sjö talsins, þar á meðal er Tengsl tilnefnd sem plata ársins. Ennfremur er Jón Jósep Snæbjörnsson tilnefndur kynþokkafyllsti popparinn.
Meira
VEGNA stórverkefna Óperukórs Hafnarfjarðar hér heima í vor og menningarferðar til Búlgaríu nk. haust getur kórinn bætt við sig kórfélögum, sér í lagi tenórum og bössum. Sungnir verða m.a.
Meira
Skírnir, hausthefti 2003, er nýlega kominn út í ritstjórn Svavars Hrafns Svavarssonar og Sveins Yngva Egilssonar. Í ritinu er efni af ýmsum toga, allt frá ritgerðum um fræðileg efni til ljóða og umfjöllunar um myndlist.
Meira
SKÁPURINN eða Le Placard er sprenghlægileg frönsk grínmynd frá árinu 2001. Um þessar mundir er frönsk kvikmyndahátíð í gangi í Háskólabíói og af því tilefni sýnir Sjónvarpið þrjár franskar myndir og er Skápurinn önnur þeirra (fyrsta myndin var 8 konur ).
Meira
Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Öllum leyfð. 91 mín. Leikstjórn og handrit Peter Jones. Aðalhlutverk Aidan Quinn, Bonnie Hunt, Adi Stein, Kevin Pollack.
Meira
EINS og hér á landi nýtur bandaríska Idol- stjörnuleitin mikilla vinsælda og nú er svo komið að þátturinn er með langmest áhorf í Bandaríkjunum á þriðjudagskvöldum þegar hann er sýndur í bandarísku sjónvarpi og raunar horfa fleiri á Fox -sjónvarpsstöðina...
Meira
SÆLDARLÍF eru nýir þættir á Skjá einum. Þátturinn fjallar um tvær tildurrófur, þær Paris Hilton, erfingja samnefndrar hótelkeðju, og Nicole Richie, sem er dóttir söngvarans geðþekka Lionel Richie ("Hello", "Three Times a Lady").
Meira
SÍÐUSTU þrjú sumur hefur Ármann Örn Ármannsson haft veg og vanda af íslensk-franskri tónlistarhátíð í þorpinu Esparron de Verdon í Provence-héraði.
Meira
STÓRFYRIRTÆKIÐ Disney hefur glatað samningum við tölvuteikningafyrirtækið Pixar sem hefur staðið að nokkrum af vinsælustu teiknimyndum síðari ára; Pöddulífi , Leikfangasögu , Skrímslum HF og nú síðast Leitinni að Nemo .
Meira
Aría eftir Cilea og Vínaróperettulög eftir Sieczynski, Stolz og Lehár. Jóhanna Linnet sópran, Antonía Hevesi píanó. Fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.
Meira
VÍST er að landsmenn þekkja þá orrahríð sem átti sér stað á milli íslenskra kvennasamtaka annars vegar og Icelandair - Flugleiða hins vegar á liðnu ári.
Meira
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 22.443 kr. til styrktar Félagi aðstandenda Alzheimer-sjúklinga. Þær eru Hrefna Lára Sighvatsdóttir, Fanney Elsa Hólmgeirsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Guðrún...
Meira
Ættingja leitað ÉG á ættingja á Íslandi og óska eftir að komast í samband við 2 konur á Íslandi. Við erum fjórmenningar og faðir þeirra hét Håkon Jensen og var fæddur á eyjunni Hitra sem er fyrir utan Þrándheim.
Meira
Álfheiður Laufey Guðmundsdóttir fæddist á Siglufirði 24. febrúar 1922. Hún lést á Droplaugarstöðum 16. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Páll Árdal Guðmundsson fæddist á Siglufirði 29. apríl 1923. Hann lést í Svíþjóð 2.
MeiraKaupa minningabók
Baldur Kristinsson fæddist í Vestmannaeyjum 13. desember 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 25. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 31. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Erlendur Jónsson fæddist á Kleifum á Blönduósi 18. júlí 1954. Hann lést 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Sigrún Kristinsdóttir, húsmóðir og skólaritari, f. á Blönduósi 26. mars 1932, d. 19. apríl 2003, og Jón Erlendsson kennari, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Ámundason bóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi var fæddur að Sandlæk í sömu sveit hinn 17. september 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stóra-Núpskirkju 31. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Hrafnhildur Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 13. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Ingvar Þór Halldórsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1956. Hann lést á heimili sínu í Miðvangi 16 í Hafnarfirði 26. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 7. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Margrét G. Marínósdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 23. mars 1936. Hún lést á heimili sínu 7. janúar síðastliðinn. Margrét var dóttir hjónanna Guðrúnar Hákonardóttur og Marínós Jóhannesson. Systur Margrétar eru Hilma og Erla.
MeiraKaupa minningabók
Mósa á folald í sumar, Neisti, hann er hjá þér. Blesi étur ei humar og verður kyrr hjá mér. Ég passa þau vel fyrir þig, það er víst best fyrir mig, Mósa og Blesi hjá mér en Neisti hann er hjá þér. Elsku afi, minning þín lifir. Kveðja,...
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Gíslason fæddist í Lambhaga á Rangárvöllum 10. maí 1919. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 22. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Oddakirkju 31. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Árnadóttir frá Burstafelli fæddist á Stuðlum í Norðfjarðarhreppi 19. september 1910. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Sigurðardóttir f.
MeiraKaupa minningabók
Sigurlaug Jónasdóttir, hússtjórnarkennari og listmálari, fæddist í Öxney á Breiðafirði 4. júlí 1913. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 30. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 8. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Arndís Ólöf í kvöldmessu í Dómkirkjunni Ágæti lesandi. Í kvöld kl. 20 er þér boðið til kvöldstundar í Dómkirkjunni. Við verðum á léttum og ljúfum nótum, við kertaljós og almennan söng. Marteinn H.
Meira
Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánud. 26. jan. 2004. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S : Jón Karlsson - Sigurður Karlsson 251 Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánss.
Meira
Samkvæmt almanakinu er nú runninn upp bænadagur að vetri, sem fram eftir öldum var mikilvægur þáttur í lífi fólks í þessu landi. Sigurður Ægisson leiðir hugann að tengslum hinnar mjög svo fornu iðju við nútímann og framtíðina.
Meira
Svo virðist sem farið sé að nota so. að fljúga á annan veg en ég og vafalítið margir fleiri hafa vanizt. Flugmaðurinn flýgur flugvélinni, hvort sem hann er einn í vélinni eða farþegar með honum. Þá segir málvenjan okkur, að það hafi t.d.
Meira
Fugl, fugl dagsins er floginn til vesturs úr vitund minni. Lát fótatak mitt dreyma fjarlægð sín sjálfs undir forhlið þinni. Lát þinn hvíta vegg verða að húmbláum skugga í hugsun...
Meira
Í dag er sunnudagur 1. febrúar, 32. dagur ársins 2004, Bændadagur, Brígidarmessa. Orð dagsins: En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.
Meira
Reykjavíkurprófastsdæmi. Hádegisfundur presta verður á morgun, mánudaginn 2. febrúar, kl. 12 í Bústaðakirkju. Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Seltjarnarneskirkja.
Meira
Nordica hótel er smekklegt að mati Víkverja en þangað kom hann í fyrsta skipti á blaðamannafund á dögunum. Fundurinn var haldinn í litlum fundarsal og fyrir svörum sátu nokkrir einstaklingar.
Meira
ÍSLAND mætir A-landsliði Englands í fyrsta skipti í knattspyrnulandsleik á City of Manchester leikvanginum í Manchesterborg laugardaginn 6. júní í sumar. Sex dögum áður, sunnudaginn 30.
Meira
Guðjón Þórðarson tók í sumar við stjórn Barnsley sem leikur í ensku 2. deildinni í knattspyrnu. Skapti Hallgrímsson heimsótti Guðjón á Oakwell-leikvanginn og fylgdist með liðinu í einum leik - 1:1 jafntefli gegn Colchester á útivelli - og komst að því að íslenski knattspyrnustjórinn skemmtir sér vel í vinnunni um þessar mundir.
Meira
Hljómsveitarstjórinn Paul Zukofsky sneri aftur til Íslands eftir tíu ára fjarveru til þess að stjórna tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni af þrjátíu ára afmæli hennar. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Zukofsky um heimsóknina, vinnuna með Kammersveitinni og uppgjörið við Sinfóníuhljómsveit æskunnar sem varð til þess að hann hefur ekki fengist til að vinna aftur á Íslandi fyrr en nú.
Meira
Leikarar í leikhópnum Perlunni sitja í stólaröð yfir þveran æfingasalinn í Borgarleikhúsinu. Sviðsmennirnir ná í stól handa blaðamanni og setja hann framan við enda raðarinnar, þannig að hann snýr að leikurunum.
Meira
Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, var á föstudag fundinn sekur fyrir misferli, sem tengist kosningasjóðum, og dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Hann getur ekki sóst eftir opinberu embætti í tíu...
Meira
Í nær öllum EES-ríkjum eru við lýði sérákvæði í lögum til að stemma stigu við samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þau heimila stjórnvöldum að grípa inn í ef samruni fjölmiðlafyrirtækja felur í sér ógnun við fjölbreytni fjölmiðla og tjáningarfrelsi. Ennfremur er tryggt með reglum um leyfisveitingar að ljósvakamiðlar safnist ekki á of fáar hendur og að jafnvægi ríki á markaðnum.
Meira
Ég tek sérstaklega eftir því að Callahan segir að hægt sé að rekja 40% af hagstæðri þróun í heilbrigðismálum til tækniframfara. Hin 60% endurspegli bættar félagslegar- og efnahagslegar aðstæður.
Meira
Ég verð að segja það alveg eins og er að það var algjör guðsgjöf fyrir mig að fá tækifæri til að starfa með Guðjóni," sagði Noel Blake, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnsley, í samtali við Morgunblaðið. Blake var varnarmaður og lék á sínum tíma m.a.
Meira
Hvað er hægt að gera til að sporna við sívaxandi kostnaði í heilbrigðiskerfinu? Daniel Callahan veltir upp nýrri hugsun, "sjálfbærri heilbrigðisþjónustu", í grein í Morgunblaðinu á mánudag. Anna G. Ólafsdóttir bar viðhorf Callahans undir nokkrar lykilmanneskjur í íslenskri heilbrigðisþjónustu og stjórnmálum.
Meira
Hann er þekktur fyrir að synda á móti straumnum. Einstakur myndrænn stíll hans og hugmyndaauðgi hefur náð fótfestu í Hollywood. Hann er töframaður kvikmyndagerðarinnar sem vekur furðu er hann dregur hattinn upp úr kanínunni. Sif Sigmarsdóttir ræðir við leikstjórann Tim Burton um uppvaxtarár hans, föðurlát, fæðingu sonar og nýjustu mynd hans Sá stóri eða Big Fish.
Meira
"SÖGUR eru draumar okkar," segir Ewan McGregor sem leikur hinn ævintýragjarna Edward Bloom í mynd Tims Burtons Big Fish . "Það er þess vegna sem við segjum sögur. Þær gera okkur áhugaverð og tengja kynslóðirnar saman.
Meira
Um þessar mundir er ein öld liðin frá því að Reykjavík tók að gegna hlutverki höfuðstaðar Íslendinga. Þórólfur Árnason stiklar á stóru í sögu höfuðborgarinnar í tilefni af aldarafmælinu.
Meira
Síðustu 12 mánuðir voru Barnsley mjög erfiðir fjárhagslega, við eyddum sumrinu í að reyna að kaupa félagið en tókst það ekki fyrr en í september og málið var ekki frágengið fyrr en í lok október.
Meira
Þrátt fyrir að Tony Blair geti hrósað sigri í átakamálum vikunnar hefur hann ærið verk að vinna. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram að samherjar hans í Verkamannaflokknum gætu reynst honum skeinuhættari en pólitískir andstæðingar.
Meira
Með þessum aðgerðum stjórnvalda er verið að rjúfa þjóðarsátt um gott heilbrigðiskerfi og afleiðingarnar geta orðið mjög alvarlegar. Úr ályktun fundar um málefni Landspítala - háskólasjúkrahúss á þriðjudag. Þetta er í raun tvöfaldur draumur að rætast.
Meira
Ísland gegnir nú forystu í Norðurskautsráðinu, en ráðið er fyrsti og eini samstarfsvettvangurinn þar sem fjallað er um sameiginleg málefni Norðurskautssvæðisins af umhverfis-, efnahags- eða félagslegum toga. Gunnar Pálsson sendiherra skrifar um aukna þýðingu samstarfs á norðurslóðum.
Meira
Í fyrstu grein laga um heilbrigðisþjónustu segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma séu tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.
Meira
1. febrúar 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 108 orð
| 2 myndir
Handa 2 Góð ólífuolía sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar 2x225 g þorskflak, roðflett og beinin fjarlægð 1 lítill hnefi af nýrri basilíku, rifinn í ræmur 1 lárpera, afhýdd, úrsteinuð, skorin í tvennt og sneidd 150 g góðar rækjur, án skeljar 140 ml...
Meira
Fiskar 20. febrúar - 20. mars Sólin verður bakvið ský í 12. húsi leyndarmála og einveru í korti Fiskanna fram yfir miðjan mánuð og knýr þá til naflaskoðunar. Ekki er úr vegi að horfa inn á við fram að nýju tungli 20.
Meira
Sarah Jessica Parker fékk gullhnött fyrir að vera besta leikkonan í gamanþáttaröð. Hér fagnar hún með leikkonunum Kristinu Davis og Cynthiu Nixon í veislu sem haldin var eftir afhendingu Golden Globe verðlaunanna í Los Angeles.
Meira
É g hef haldið við yndislegan mann í mörg ár, þó með hléum, þar sem ég ákveð stundum að nú sé komið nóg," segir kona í bréfi til Álitamála. "Mér þykir afar vænt um hann og ég er alveg viss um að það er gagnkvæmt.
Meira
Heilsugæslan Opið: kl. 8-17 Síðdegisvaktir (sums staðar): kl. 16-18 Biðtími: Allt að viku Opið öllum (með eða án heimilislæknis) Verð án afsláttar: 600 kr. (1.500 á síðdegisvakt) Verð með afslætti: 200-300 kr. Læknavaktin Opið: kl. 17-23:30 virka daga...
Meira
Hinn þokukenndi Neptúnus hefur verið í samstöðu við sól í fæðingarkorti Vatnsberans undanfarin ár. Neptúnus ferðast hægt um sólkerfið og því kemur þessi afstaða upp á 164 ára fresti í hverju stjörnumerki fyrir sig. Áhrif Neptúnusar eru m.a.
Meira
Hrútur 21. mars - 20. apríl Lífgjafinn sólin skín á vini og samstarfsmenn í þessum mánuði og beinir sjónum að hópum og samtökum sem Hrúturinn tilheyrir. Sólin verður í 12. húsi leyndarmála og einveru eftir 19. febrúar og heilsufar verður efst á baugi.
Meira
Laugavegi 11. Sími 552 4630. Andrúmsloft: Norður-evrópsk Suður-Evrópu-stemning. Angan af hvítlauk og olíu, hetjutenórar í hátölurunum og ungar skólastúlkur sem ganga um beina. Pastað er úr pökkum en gestir sækja vísast til í stemninguna fremur en...
Meira
Í talía er einn af þessum stöðum sem breytast aldrei og virðast alltaf vera jafnvinsælir. Þegar maður kemur þangað inn er eins og ekkert hafi breyst frá því er maður byrjaði að sækja staðinn heim í menntaskóla fyrir um tveimur áratugum.
Meira
1. febrúar 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 647 orð
| 11 myndir
Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands árið 1980 opnuðust augu kvenna, bæði hér heima og erlendis, fyrir því að konur ættu möguleika - og ekkert nema möguleika. Ef konu gat hlotnast forsetaembætti í lýðræðislegum kosningum, var allt hægt.
Meira
Krabbi 23. júní - 21. júlí Geislar sólarinnar beinast að 8. húsi þennan mánuð og þar með kynlífi, peningum og völdum. Auknir tekjumöguleikar gætu orðið að veruleika.
Meira
Ingo Maurer er án efa goðsögn í lifanda lífi. Hann var fyrst uppgötvaður árið 1966 þegar hann hannaði ljósið ,,Bulb" og hefur í gegnum árin hlotið verðskuldaða athygli og margvísleg verðlaun fyrir hönnun sína.
Meira
Ljón 22. júlí - 23. ágúst Sólin skín í 7. húsi hjónabands og blæs nýju lífi í náin sambönd. Óbundnir gætu orðið fyrir örvum ástarguðsins næstu daga. Sólin er í Fiskum síðar í mánuðinum og beinir athygli að málum er varða fjármál og völd.
Meira
Hefur menntakerfinu okkar hrakað verulega sl. ár? Menntakerfinu hefur ekki hrakað beinlínis heldur hefur það staðnað bæði á framhalds- og háskólastigi.
Meira
E ins og felst í starfsheiti útlitsráðgjafa er þeim ætlað að ráðleggja fólki um útlit; snyrtingu og klæðaburð. Hvað gengur, hvað ekki, hvað á saman, hvað ekki, hvað klæðir mig, hvað ekki og viðlíka spurningum vilja margir fá svarað.
Meira
Meyja 24. ágúst - 21. september Sólin færir Meyjunni aukinn styrk á leið sinni gegnum 6. hús heilsu og þjónustu í sólarkorti hennar. Óvænt tíðindi af heilsufari eða vinnutilhögun gætu borist fyrstu vikuna í mánuðinum.
Meira
Naut 21. apríl - 20. maí Sólin beinir athyglinni að starfsframa og orðspori Nautsins, þar til hún færir sig yfir í Fiskana 19. apríl. Vinir og samvera verða þá í forgrunni og síðustu dagar mánaðarins vel til þess fallnir að byggja upp tengslanet.
Meira
1. febrúar 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 408 orð
| 7 myndir
GLÖS Blómastofan Eiðistorgi er þekkt fyrir að selja öðruvísi blóm og fallegar gjafavörur. Nýlega jók Kolbrún Stefánsdóttir við úrval Blómastofunnar og flytur nú inn tyrknesk teglös í öllum regnbogans litum.
Meira
"Ég hringdi í ein fimm skipti á auglýstum símatíma en náði aldrei í gegn til læknisins. Þá gafst ég upp." "Það þurfti að hringja á ákveðnum degi til að fá tíma í næsta mánuði.
Meira
Stefán Ingi Stefánsson er fæddur 1976 í Bergen í Noregi þar sem foreldrar hans voru við nám. Árið 1980 flutti hann í Hlíðarnar sem hafa ekki yfirgefið hann síðan.
Meira
Steingeit 23. desember - 20. janúar Sólin lýsir 2. hús fjármuna og gildismats um þessar mundir og veitir Steingeitinni nægilegan kraft til þess að ná markmiðum sínum. Fyrsta vika mánaðarins gæti fært henni spennandi og óvenjulegt tækifæri.
Meira
1. febrúar 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 2626 orð
| 2 myndir
Heiðar Ástvaldsson hefur kennt landsmönnum að dansa í næstum hálfa öld og engan bilbug á honum að finna enda maðurinn í fullu fjöri og góðu formi sem aldrei fyrr.
Meira
Tvíburi 21. maí - 22. júní Sólin skín í húsi ferðalaga og ævintýra í mánuðinum og gerir framandi menningaráhrif að daglegu brauði fyrir hina nýjungagjörnu Tvíbura.
Meira
Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar Til hamingju með afmælið, Vatnsberar! Sólin er nú í 2. húsi húsi fjárhags og gildismats í korti Vatnsberans og þá er rétti tíminn til þess að deila með öðrum. Sendiboðinn Merkúr verður í 2.
Meira
1. febrúar 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 342 orð
| 4 myndir
Vog 22. september - 23. október Sólin er í 5. húsi rómantíkur og unaðar í mánuðinum og ólofaðir gætu hitt áhugaverða manneskju næstu daga. Hinn skapandi og dularfulli Neptúnus eykur spennu í tilverunni og hvaðeina getur gerst.
Meira
Ú tsala. Útsala. Þegar Joan Sheckel frá Bandaríkjunu heyrði þulinn í Ríkisútvarpinu lesa þetta í fyrsta skipti, fannst henni geðshræringin í röddinni benda til þess að kjarnorkuárás væri yfirvofandi.
Meira
Valtýr Guðmundsson var Húnvetningur að uppruna, fæddur á Árbakka á Skagaströnd 11. mars 1860. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, ættaður úr Skagafirði, og Valdís Guðmundsdóttir, ættuð vestan af Snæfellsnesi.
Meira
Viðburðir í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi og Stjórnarráðs Íslands verða alls á þriðja tug á árinu en hápunktur hátíðarhaldanna er á morgun, sunnudag 1.
Meira
Hin pólitíska barátta á Íslandi í upphafi 20. aldar var að stærstum hluta háð í blöðunum. Blöðin mótuðu umræðu um pólitík og áhrif þeirra sem stýrðu blöðunum voru mikil.
Meira
HÉR á eftir fer yfirlit yfir helstu atburði á dagskrá afmælisárs heimastjórnarinnar og Stjórnarráðs Íslands. 1. febrúar, sunnudagur kl. 13.30 . Útgáfudagur stjórnarráðsbókarinnar. Athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. 1. febrúar, sunnudagur kl. 15.00 .
Meira
Fyrsti ráðherrann | Hannes Hafstein gengur til þingsetningar 1905 og almenningur fylgist með. Við hlið Hannesar er sr. Árni Jónsson, sem flutti prédikun í þingsetningarguðsþjónustu í...
Meira
Hannes Þórður Hafstein fæddist 4. desember 1861 að Möðruvöllum í Hörgárdal, elztur þeirra átta barna Péturs Jörgens Havstein, amtmanns, og Katrínar Kristjönu Gunnarsdóttur, er til manns komust.
Meira
Þegar ég fæddist stjórnaði Hannes Hafstein landinu. Þannig byrjar fyrsta smásagan; Snúist til varnar Íslandi, í fyrra smásagnasafni Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra; Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar.
Meira
Í dag, 1. febrúar, eru 100 ár liðin frá því Ísland fékk heimastjórn. Í fyrsta sinn var þá íslenzkur ráðherra, sem sat í Reykjavík, ábyrgur gagnvart Alþingi. Tilkoma heimastjórnarinnar markar þannig jafnframt upphaf þingræðis á Íslandi.
Meira
Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að arfi. Öflin þín huldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aptur gróðrarfarfi. ...
Meira
Stjórnmálaþróun á Heimastjórnartímabilinu einkenndist af því að ekki var búið að finna framtíðarlausn á sambandi Íslands og Danmerkur. Sambandsmálið varð til þess að flokkarnir klofnuðu, þeir skiptu um nafn og reynt var að sameina gömlu flokkana á nýjum grunni.
Meira
Hinn 24. september 1903 skrifaði Alberti Íslandsráðherra Hannesi Hafstein og bað hann að sigla sem fyrst til Kaupmannahafnar til viðræðna um málefni Íslands.
Meira
Landshöfðingjaembættið, sem lagðist niður með heimastjórninni 1904, varð til í tilraunum dönsku stjórnarinnar á árunum upp úr 1870 til þess að styrkja landstjórnina á Íslandi, án þess að ganga að þeim kröfum Íslendinga sem þóttu stefna að því að kljúfa...
Meira
Mikill árangur náðist í baráttu íslenzkra kvenna fyrir jafnrétti á árum heimastjórnarinnar. Gríðarlegvakning átti sér stað meðal kvenna á þessum tíma.
Meira
Sá fáni, sem á heimastjórnarárunum varð þjóðartákn okkar Íslendinga, var ekki fyrsti fáni þjóðarinnar. Það var fálkablæjan heldur ekki og ekki Hvítbláinn, heldur fáninn, sem Jörundur hundadagakóngur lét draga að hún í Reykjavík 1809 "hvörs vyrdingu Vér viljum takast á hendur ad forsvara med Voru Lífi og Blódi."
Meira
Stjórnarskrárdeilur nítjándu aldar á Íslandi snerust að miklu leyti um sjálfstæði þjóðarinnar. Þær snerust að litlu leyti um þingræði og inntak ráðherraábyrgðar, sem var eitt helsta deiluefnið í nágrannalöndum okkar, þar á meðal Danmörku.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.