Greinar sunnudaginn 15. febrúar 2004

Forsíða

15. febrúar 2004 | Forsíða | 199 orð | 1 mynd

Margra ára verk að eyða öllum sprengjum í Írak

BRESKI herinn í Írak áætlar að það myndi taka sextán ár að eyðileggja eða fjarlægja allar sprengjur sem nú liggja á víð og dreif um Írak, að því gefnu að þeim sprengjusérfræðingum, sem nú eru að störfum í Írak, takist að eyða eitt hundrað tonnum á dag að... Meira
15. febrúar 2004 | Forsíða | 125 orð

Minnkandi stuðningur við umhverfisvernd

STUÐNINGUR almennings við umhverfisvernd minnkar ef tekið er mið af nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála. Meira
15. febrúar 2004 | Forsíða | 174 orð

Stórárás skæruliða

ALLT að 50 skæruliðar réðust í gær á lögreglustöð í bænum Fallujah, vestur af Bagdad, felldu 23 menn, særðu um 30 og leystu úr haldi stóran hóp fanga. Meira
15. febrúar 2004 | Forsíða | 102 orð | 1 mynd

Tignarlegt brim í Reykjanesröst

DAGBJARTUR Einarsson, sem er Grindvíkingur í húð og hár, virti fyrir sér tignarlegt brimið í Reykjanesröst í fyrradag ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins. Dagbjartur sótti sjálfur sjóinn allt til ársins 1970. Meira
15. febrúar 2004 | Forsíða | 81 orð

Túrkmenbasi eyðir misskilningi

FORSETI fyrrverandi Sovétlýðveldisins Túrkmenistans, Túrkmenbasi ("Faðir allra Túrkmena"), greindi frá því í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á föstudag, að hafnar yrðu sjónvarpsgervihnattaútsendingar á efni um Túrkmenistan í því augnamiði að... Meira
15. febrúar 2004 | Forsíða | 115 orð

Ungir Danir óhæfir til herþjónustu

UNGIR menn í Danmörku eru svo illa á sig komnir líkamlega, að drjúgur hluti þeirra er óhæfur til herþjónustu. Er þetta farið að valda danska hernum verulegum vandræðum. Á síðasta misseri liðins árs voru 14.242 menn kallaðir í herinn og af þeim reyndist... Meira

Baksíða

15. febrúar 2004 | Baksíða | 82 orð | 1 mynd

Bætt tónleikamenning

"MENNINGIN í kringum tónleika hérlendis hefur stórbatnað. Meira
15. febrúar 2004 | Baksíða | 243 orð

Fingraförum mannsins dreift um Evrópu

ALÞJÓÐADEILD ríkislögreglustjóra hefur dreift fingraförum af líki mannsins, sem fannst í höfninni í Neskaupstað á miðvikudag, á net alþjóðalögreglunnar Interpol. Meira
15. febrúar 2004 | Baksíða | 54 orð | 1 mynd

Forvitin um fuglana

BÖRNIN eru alltaf forvitin og fuglar vekja gjarnan áhugann. Það er líka enn þá meira gaman að virða þá fyrir sér þegar hægt er að nálgast þá og skoða í krók og kring eins og í Húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík. Meira
15. febrúar 2004 | Baksíða | 119 orð | 1 mynd

Kraftwerk í Kaplakrika

HIN goðsagnakennda þýska tölvupoppsveit Kraftwerk heldur tónleika á Íslandi 3. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu við Kaplakrika. Það er tónleikafyrirtækið Hr. Meira
15. febrúar 2004 | Baksíða | 292 orð

Merkar fornleifar að finna víða í götunni

STEFNT er að umfangsmiklum endurbótum á Suðurgötu í miðbæ Reykjavíkur, á kaflanum milli Túngötu og Melatorgs, næsta sumar í þeim tilgangi meðal annars að bæta öryggi gangandi vegfarenda. Meira
15. febrúar 2004 | Baksíða | 124 orð

Ríkisstjórn ekki nefnd í núverandi texta

FORMENN stjórnmálaflokkanna segjast allir tilbúnir til samstarfs um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira

Fréttir

15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

822 sóttu um 14 störf hjá Pharmaco

ALLS bárust 822 umsóknir um 14 störf sem nýlega voru auglýst hjá Pharmaco og Delta. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 718 orð | 1 mynd

Að skilgreina hlutverkið

Rúnar Vilhjálmsson er fæddur hinn 14. desember árið 1958. Hann lauk prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í sömu grein frá Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum. Var stundakennari við HÍ 1985, lektor 1986, dósent 1992 og prófessor 1996. Eiginkona Rúnars er Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor í barnahjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, og eiga þau þrjá syni, Kristján og tvíburana Vilhjálm og Þorvald. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Allt að 150 milljónum í snjómokstur

KOSTNAÐUR Vegagerðarinnar vegna snjómoksturs í janúar nemur a.m.k. 82 milljónum króna það sem af er miðað við greidda reikninga og er það 30% aukning frá janúar í fyrra. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi mældist 3,7% í janúar

Í janúarmánuði síðastliðnum voru skráðir 111.880 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 5.088 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 207 orð

Aukningin öll hjá hinu opinbera

Á árunum 2000-2002 fjölgaði starfandi fólki á Íslandi um 1.000, eða úr 155.800 í 156.800. Á sama tíma fjölgaði opinberum starfsmönnum um 1.300. Aukningin er því öll hjá hinu opinbera og í raun varð fækkun á einkamarkaði. Íslendingum fjölgar um 5. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 428 orð

Áhyggjur vegna sumarleyfa í leikskólum

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Félagi leikskólakennara: "Stjórn Félags leikskólakennara lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna þess stefnuleysis sem ríkir hjá mörgum sveitarstjórnum um fyrirkomulag sumarleyfa í leikskólum. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð

Beiðnin sögð einsdæmi í viðskiptum fyrirtækja

ÞEIR sem nú stefna að því að kaupa Ingvar Helgason hf. sendu að morgni föstudags öllum lánardrottnum félagsins símskeyti þar sem óskað var eftir því að þeir felldu niður 40% af skuldum félagsins. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð

Biðja stjórnmálamenn að hætta árásum á fyrirtækið

"NÚ er mál að linni" er yfirskrift yfirlýsingar frá Starfsmannafélagi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem starfsmenn biðja stjórnmálamenn, þar með talda stjórnarmenn Orkuveitunnar, að hætta árásum á fyrirtækið og að hlaupa í sífellu með pólitísk átök... Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 165 orð

Byrjunarlaun kennara verði 250 þúsund kr.

MEÐAL krafna Félags grunnskólakennara í kjaraviðræðunum við launanefnd sveitarfélaga er að byrjunarlaun kennara hækki í 250 þúsund kr. á mánuði, skv. upplýsingum Finnboga Sigurðssonar, formanns Félags grunnskólakennara. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 485 orð

Bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga með yfir 800 þúsund á mánuði

LAUN sveitarstjóra og bæjarstjóra hafa nokkuð hækkað frá árinu 2002. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Einkaneysla byggð á skuldasöfnun

SAMKVÆMT nýjustu spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að einkaneysla heimilanna aukist um tæp 3% í ár borið saman við rösklega 6% aukningu í fyrra. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 282 orð

Fangelsaðir fyrir smygl

FJÓRIR menn á aldrinum 25-33 ára voru á föstudag dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir innflutning á tveimur kílóum af amfetamíni og kílói af kannabisefnum á síðasta ári. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fengu AEG-uppþvottavél í verðlaun

BRÆÐURNIR Ormsson ehf. og Eggert Kristjánsson hf. stóðu nýverið fyrir leik meðal viðskiptavina matvöruverslana. Leikurinn nefndist "Viltu vinna pottþétt par". Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Fjallar um áhrifaleysi Íslands innan ESB

Í HÁDEGINU á morgun mun Diana Wallis, sem situr á Evrópuþinginu, flytja erindi í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina Allt nema áhrif innan stofnana ESB; Ísland eftir stækkun Evrópusambandsins. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Fuglavernd mótmælir hækkun stíflu í Laxá

STJÓRN Fuglaverndar gagnrýnir frumvarp umhverfisráðherra, en með nýju bráðabirgðaákvæði verður mögulegt að hækka stíflu í Laxá um allt að 12 metra. "Mývatn og Laxá fóstra einstakt lífríki, ekki einungis á landsmælikvarða heldur veraldarvísu. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 298 orð

Hagyrðingakvöld.

Hagyrðingakvöld. Lionsklúbbur Kópavogs heldur hagyrðingakvöld miðvikudaginn 25. febrúar í Lionssalnum Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Stjórnandi verður Kristján Hreinsson (skáldið úr Skerjafirði). Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Hillir undir hitaveitu á Eskifirði

Jarðborinn Sleipnir skar gjöfula heitavatnsæð á föstudag og gæti vatnið sem holan gefur fullnægt vatnsþörf hitaveitu fyrir Eskifjörð. Ómar Bjarki Smárason hjá Jarðfræðistofunni Stapa ehf. hefur stjórnað jarðhitaleitinni á Eskifirði. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð

Karlar fá fleiri styrki úr opinberum sjóðum en konur

BYGGÐASTOFNUN úthlutaði 181 styrk til einstaklinga á árunum 1997 til 2002. Fengu 35 konur styrki en 143 karlar. Í þremur tilvikum voru styrkhafar tveir; karl og kona. Styrkirnir námu samtals 61,5 milljónum kr. Meira
15. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Kerry á sigurbraut

FLEST bendir til þess að John Kerry verði í framboði gegn George Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Kerry hefur gengið mjög vel í forkosningum Demókrataflokksins. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Launamunur kynja mun hverfa

LAUNAMUNUR kynjanna minnkar með sífellt meiri hraða þótt það breyti því ekki að enn sé mjög á konur hallað í stjórnunarstöðum í samfélaginu. Á því mun þó einnig verða breyting á næstu árum. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd

Leikarar sem rífa aldrei kjaft

Fram undan er þyrping óhrjálegra húsa og skilti með áletruninni: "Öllum óviðkomandi aðgangur bannaður". Yfirgefinn strætisvagn stendur við hliðið með nýju lógói KB banka og erfitt að ímynda sér að auglýsingin nái tilgangi sínum í þessu... Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Lögreglan leitar að morðingja

MAÐUR fannst látinn við bryggju í Neskaupstað á miðvikudaginn. Líkið var vafið inn í plast og voru veiðarfæri og keðjur festar við það til að þyngja það. Það voru stungusár á líkinu og rannsakar lögreglan málið sem sakamál. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð

Málstofa um forsetakosningar

MICHAEL T. Corgan, prófessor við Boston-háskóla, mun halda erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Bandaríska sendiráðsins sem hann nefnir: "US Elections and the World View of George Bush". Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 244 orð | 5 myndir

Nýir starfsmenn hjá Pharmaco

Julian Mark Williams hefur tekið við stöðu verkefnisstjóra á þróunarsviði Pharmaco. Julian lauk BSc-prófi í lífefnafræði 1985. Hann vann sem verkefnastjóri fyrir Delta á Íslandi frá 1998 og þar áður vann hann hjá Glaxo Wellcome í Bretlandi í tólf ár. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Ráðinn framkvæmdastjóri Lyfjadreifingar ehf.

Benedikt Olgeirsson tók við starfi framkvæmdastjóra Lyfjadreifingar ehf. hinn 1. febrúar sl. Lyfjadreifing ehf. er stærsta sérhæfða þjónustufyrirtækið á Íslandi með lyf, hjúkrunarvörur, efnavörur, rannsóknarvörur, heilsuvörur, snyrtivörur o.fl. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ráðstöfunarréttur skólastjóra verði styrktur

LAUNANEFND sveitarfélaga samþykkti 4. febrúar sl. að setja sér eftirfarandi markmið í kjarasamningum við KÍ vegna grunnskólans: *Að festa enn betur í sessi meginákvæði samningsins frá 2001. *Að styrkja ráðstöfunarrétt skólastjóra yfir vinnu kennara. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Rektor HÍ í háskólaráði háskólans í Lúxemborg

PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, hefur þekkst boð um að taka sæti í háskólaráði háskólans í Lúxemborg. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Samið um verkefnið Sunnan 3

BYGGÐASTOFNUN hefur undirritað samstarfssamning um verkefnið Sunnan 3, sem er annað tveggja verkefna sem valin voru í samkeppni um framkvæmd rafræns samfélags. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 903 orð | 1 mynd

...sjálfstætt starfandi tónlistarmaður?

ÖRN Elías Guðmundsson tónlistarmaður starfar undir listamannsnafninu Mugison. Hann hefur gefið út hljómplötur og haldið tónleika víða um heim. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Sterkar andstæður í fíngerðri list

Silfursmíði er eins og gefur að skilja afar mikil nákvæmnislist og eðlilegt að ætla að við hana séu notuð smágerð tól. Þessi rammgera pressa er aðall Gull- og silfursmiðjunnar Ernu, sem sérhæfir sig í smíði silfurskeiða og annarra dýrgripa úr gulli. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Steypudagur í blíðunni

BYGGINGARMENN kætast í þíðviðri og blíðu og steypa í gríð og erg. Íslenskur vetur er óútreiknanlegur og naumast vitað að morgni hvernig viðrar að kvöldi. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 551 orð | 1 mynd

Stjórnvöld vinni gegn kynbundnu námsvali

"EFNAHAGSLEG völd kvenna eru afar lítil," sagði dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur er hún kynnti niðurstöðu skýrslu nefndar um efnahagsleg völd kvenna í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

SVFR leigir Grenlæk 1

ÞAÐ styttist í opnun næstu veiðivertíðar þó að áferði gefi það varla til kynna. 1. apríl opna fyrstu veiðisvæðin og er ýmist egnt fyrir sjóbirting eða staðbundna urriða og bleikjur. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 215 orð

Telja ekki forsendur fyrir hækkun stíflu

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Landeigendafélagi Laxár og Mývatns: "Samkvæmt lögum nr. 36/1974 er breyting á rennsli Laxár vegna raforkuframleiðslu óheimil. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Uppsveifla í iðnaði

NÝJAR tölur Hagstofunnar um virðisaukaskattskylda veltu einstakra greina fyrir tímabilið janúar til október 2003 sýna að uppsveifla er hafin í iðnaði. Samtök iðnaðarins áætla að innlend velta iðnaðar hafi aukist um 8,2% að raunvirði á síðasta ári. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 263 orð

Verulegt tap af rekstri hvalaskoðunarfyrirtækja

TAP af rekstri hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi nam hátt í 90 milljónum króna á árunum 1999 til 2002 á verðlagi hvers árs og var tapið mest á árunum 2002 og 2001. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Viðurkenning þjónustuaðila á sviði heilsuverndar á vinnustað

VINNUEFTIRLITIÐ á samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að veita þjónustuaðilum, sem starfa á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum, viðurkenningu til starfa að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Víðtækustu réttindin til þessa

STEFNT er að því að undirrita formlega loftferðasamning Íslands við Sameinuðu arabísku furstadæmin í sumar en fyrir helgi árituðu formenn samninganefnda ríkjanna samkomulag um texta loftferðasamningsins. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 408 orð

Vísindaleg frammistaða Háskólans verði athuguð

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vill að gerð verði athugun á hinni vísindalegu frammistöðu Háskólans samhliða úttekt á stjórnsýslu og fjármálum hans sem hún hefur lýst yfir að hún sé reiðubúin að láta framkvæma. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Yrkjusjóðurinn auglýsir eftir umsóknum

YRKJUSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum vegna ársins 2004. Allir grunnskólar landsins geta sótt um trjáplöntur í sjóðinn, hvort sem er til gróðursetningar vor eða haust. Yrkjusjóður var stofnaður árið 1992. Meira
15. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Þrír síbrotamenn í varðhaldi

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók karlmann aðfaranótt fimmtudags í miðjum klíðum við innbrot í fyrirtæki í borginni. Vegna ítrekaðra afbrota af svipuðum toga að undanförnu var maðurinn úrskurðaður í sex vikna gæsluvarðhald á meðan frekari rannsókn fer fram. Meira

Ritstjórnargreinar

15. febrúar 2004 | Leiðarar | 340 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

15. febrúar 1994: "Verðstríð er hafið á kjötmarkaðnum neytendum til mikilla hagsbóta og ánægju. Meira
15. febrúar 2004 | Leiðarar | 261 orð

Óvægin barátta

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum beindist inn á nýjar brautir í vikunni. Meira
15. febrúar 2004 | Leiðarar | 2605 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Borgarskipulag og þróun miðast við að uppfylla félagsleg og efnahagsleg markmið sem ná út fyrir hlutlægt form og niðurröðun bygginga, gatna, opinna svæða, þjónustu og annarra þátta borgarumhverfisins. Meira
15. febrúar 2004 | Staksteinar | 335 orð

- Ríkisútgjöld fljótlega 1 milljón á mann

Á meðan stefna stjórnvalda um einkavæðingu fyrirtækja hefur verið árangursrík og umtalsvert hefur dregið úr umvifum ríkisins á fyrirtækjamarkaði er ekki sömu sögu að segja um rekstur margra stofnana ríkisins sem hafa þanist út á undanförnum árum segir í... Meira
15. febrúar 2004 | Leiðarar | 229 orð

Upp úr skotgröfunum

Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og einn af fulltrúum Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, laugardag, og fjallaði um skólagjöld. M.a. Meira

Menning

15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 183 orð

Allt önnur menning

"Ástandið í kringum tónleika í dag er allt annað en það var fyrir ca tíu árum síðan," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Okkar aðkoma að tónleikum hefur verið sú að vera utan við tónleikastaðinn. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 1051 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt svipmót á Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð í Reykjavík hefst á fimmtudag. Borgarstjóri setur hátíðina kl. 19.30 í Bankastræti og afhjúpar höggmyndina Rætur eftir Steinunni Þórarinsdóttur en verkið er gjöf SPRON til borgarinnar. Meira
15. febrúar 2004 | Bókmenntir | 621 orð | 1 mynd

Átakaskeið

Höfundur: Helgi Þorláksson. Ritstjóri: Sigurður Líndal. Útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögufélag Reykjavík 2003. 458 bls., myndir. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 669 orð | 1 mynd

Buxnahlutverkin skemmtileg

NEMENDAÓPERA Söngskólans sýnir næstu daga Óperudraugana; fjórtán blóðheitar konur og einn kaldan kall á þremur sýningum í Snorrabúð, Snorrabraut 54. Frumsýning verður í kvöld, sunnudagskvöld, kl. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 913 orð | 1 mynd

Dauður markaður?

Á ráðstefnu í Salnum í Kópavogi um síðustu helgi var myndlistarmarkaðurinn hér á landi eða skortur á honum, til umræðu. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 296 orð

Einstakur listamaður

EGILL Ólafsson tónlistarmaður og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld hafa báðir verið miklir aðdáendur Mari Boine um áraraðir. "Ég heyrði hana spila í Osló fyrir um fjórtán árum og það var ótrúleg upplifun, enda er hún einstakur listamaður. Meira
15. febrúar 2004 | Leiklist | 569 orð

Frumsamið um fullorðna í fullu fjöri

(Gamanleikur með söngvum) Höfundur: Gunnhildur Hrólfsdóttir. Leikstjórn, leikmynd og lýsing: Bjarni Ingvarsson. Ásgarður í Glæsibæ, 8. febrúar 2004. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Furðar sig á miklum áhuga íslenskra fjölmiðla

VÆNTANLEGUR keppandi Dana í Evróvisjón, Tómas Þórðarson, hefur eins og gefur að skilja fengið nokkra umfjöllun í dönskum fjölmiðlum. Þar hefur hann minnst á mikinn áhuga íslenskra fjölmiðla. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 317 orð | 1 mynd

Hilmir snýr heim (The Return of...

Hilmir snýr heim (The Return of the King) Kvikmyndun Hringadróttinssögu lýkur með glæsibrag. Fjöldi verðlauna þegar í höfn, þ.á.m. Golden Globe og á séns á að fá ellefu Óskara, sem yrði metjöfnun. (H.J. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 975 orð | 2 myndir

Hin nýja tónleikamenning

Heimsóknum vinsælla, erlendra hljómsveita hingað til lands hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Björn Steinbekk og Kára Sturluson sem hafa verið aðsópsmiklir í þessum efnum undanfarin ár. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 1076 orð | 1 mynd

Jojkið var aldrei langt undan

Samíska söngkonan Mari Boine heldur, ásamt hljómsveit sinni, tónleika í Salnum í Kópavogi laugardagskvöldið 21. febrúar nk. Af því tilefni sló Silja Björk Huldudóttir á þráðinn til Mari Boine og fékk að heyra um tónlist hennar og menningararfleifð. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Jónsi í Evróvisjón

FRAMLAG Íslands til Evróvisjón, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur verið valið. Lagið heitir "Heaven" og er eftir Svein Rúnar Sigurðsson en textinn er eftir Magnús Þór Sigmundsson . Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 414 orð | 1 mynd

Kaldaljós vekur áhuga

ÍSLENDINGAR eru meira áberandi en oft áður á hinni virtu Kvikmyndahátíð í Berlín sem lýkur formlega á morgun. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Kenaí finnur kærleikann

Teiknimynd með ísl, talsetningu og á frummálinu. Leikstjórn: Aaron Blaise og Robert Walker. Handrit: Tab Murphy, Lorne Cameron, David Hoselton, Steve Bencich og Ron J. Friedman. Tónlist: Mark Mancina og Phil Collins, lög eftir Phil Collins. Íslensk talsetning: Þorvaldur Daði Kristjánsson, Róbert Óliver Gíslason, Friðrik Friðriksson, Atli Rafn Sigurðsson, Arnar Jónsson, Þórhallur Laddi Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson o.fl. 85 mínútur. Walt Disney Pictures. Bandaríkin 2003. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 118 orð

Kletturinn

Eins og klettur eins og haf eins og himinn ert þú Eins föst fyrir mjúk og létt Lengi var þér haldið niðri lengi varnað máls En lífið sjálft stóð þér við hlið hjálpaði þér að reisa þig við þig sem ert blóm Mál þitt móðir hljómar í mér í orðum þínum... Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Kynningarskápur bæjarlistamanns í Kjarna

Í KJARNA í Mosfellsbæ var á dögunum vígður kynningarskápur til kynningar á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar og vill Mosfellsbær með þessu standa fyrir kynningu á listamanninum sem nú er Steinunn Marteinsdóttir. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Mótmælandi Íslands

HEIMILDARMYNDIN Mótmælandi Íslands er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld en í henni er rakin 40 ára mótmælasaga Helga Hóseassonar húsasmiðs í Reykjavík. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 336 orð | 1 mynd

Nýjasta tækni og vísindi

ÞÝSKA tölvupoppsveitin Kraftwerk heldur tónleika í Kaplakrika hinn 5. maí næstkomandi. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 246 orð | 1 mynd

Prakkarastrikið er í gangi núna

RUTH Reginalds, söngkona með meiru, hefur verið í kastljósinu þessa vikuna vegna lýtalækninga sem áttu að fara fram í sjónvarpi en eru sem stendur í uppnámi. Þá var og talsvert fjaðrafok í kringum ævisögu Ruthar, þar sem hún lagði öll spil á borð. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 741 orð | 2 myndir

Skemmtileg, fjörug og frumleg

Ein forvitnilegasta hljómsveit Breta í dag er kvartettinn Franz Ferdinand sem sendir frá sér fyrstu breiðskífuna á morgun. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Tyson er blankur

MIKE Tyson, sem er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt í boxi, hefur nærri því sólundað öllum þeim fjármunum sem hann hefur fengið fyrir þátttöku í bardögum í gegnum árin. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 101 orð

Þjóðsagnamyndir í Safni Ásgríms

SÝNING á þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar stendur nú yfir á vinnustofu listamannsins í Bergstaðastræti 74. Meira
15. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

... því besta breska

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld upptöku frá BAFTA-verðlaunahátíðinni, bresku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaununum sem afhent voru fyrr um kvöldið. Meira
15. febrúar 2004 | Menningarlíf | 244 orð | 1 mynd

Æfingar hafnar á Brúðkaupi Fígarós

ÆFINGAR á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart standa nú sem hæst í Íslensku óperunni og verður frumsýning 29. febrúar nk. Brúðkaupið er stærsta verkefni Óperunnar á vormisseri 2004. Meira
15. febrúar 2004 | Bókmenntir | 310 orð

Æviskrár Borgfirðinga

Tólfta bindi. Safnað hafa og skráð Sveinbjörg Guðmundsdóttir og Þuríður J. Kristjánsdóttir. Sögufélag Borgarfjarðar 2003, 470 bls. Meira

Umræðan

15. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 257 orð

101

MINNISSTÆÐUR er sá morgunn þegar byrjaði að gjósa í Vestmannaeyjum, í ársbyrjun 1973. Klukkan tólf flutti forseti Íslands Hr. Kristján Eldjárn ávarp í útvarpið, þar fór maður sem var með allt á hreinu, flutti hann mál sitt af yfirvegun og festu. Meira
15. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 347 orð | 1 mynd

Biblíudagurinn 2004

Í EÞÍÓPÍU er unnið að þýðingu Biblíunnar meðal tveggja þjóðflokka og koma Íslendingar að því starfi bæði beint og með fjárhagsstuðningi. Meira
15. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 350 orð

Dönsku blöðin ÉG las í Velvakanda...

Dönsku blöðin ÉG las í Velvakanda nýlega pistil þar sem Hólmfríður var að kvarta um hvað dönsku blöðin komi seint í búðirnar. Ég vil benda Hólmfríði á að panta bara blaðið sjálf. Meira
15. febrúar 2004 | Aðsent efni | 871 orð | 1 mynd

Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi...

Svona undarlegur málflutningur hlýtur að gera það að verkum að maður leiðir hugann að því hvaða hvatir liggi þar að baki? Meira
15. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1223 orð | 4 myndir

Hvert stefnir?

Hér skal því síst haldið fram að ekki skuli gæta aðhalds í rekstri LSH og leita þar sífellt hagræðingar og betrumbóta. Meira
15. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 688 orð

Ísland, skemmdasta land Evrópu. Erum við sátt við það?

ÍSLAND er skemmdasta land Evrópu og við, Íslendingar, borgum með eyðileggingunni með því að borga með bændum í formi alls konar styrkja. Og til hvers? Jú "til að halda uppi byggð í landinu"! Meira
15. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 297 orð

Íslenska Evróvisjón lagið; á hvaða tungumáli?

UNDIRRITAÐUR hefur oft fylgst með Evróvisjón og yfirleitt haft gaman af. Síðasta ár sendum við okkar ástsælu söngkonu Birgittu Haukdal með gullfallegt lag og allt til fyrirmyndar að því er virtist. Uppskeran var hins vegar ekki eftir því. Meira
15. febrúar 2004 | Aðsent efni | 355 orð | 1 mynd

Stofnfé sjávarbyggða

Þeim ósóma að "svæla" fólk eignalaust úr sjávarbyggðum með ólöglegum hætti verður að að linna tafarlaust! Meira
15. febrúar 2004 | Aðsent efni | 589 orð | 1 mynd

Stoppum áfengisauglýsingar

Kannske munum við sjá innan skamms frumvarp til laga um strangari löggjöf við alkóhólauglýsingum... Meira
15. febrúar 2004 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Um farsíma og öryggi

En ekki má gleyma þeim sem nota farsíma sem öryggistæki. Meira
15. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1211 orð | 1 mynd

,,Þetta land átt þú..."

Oft hefur sauðkindinni verið legið á hálsi fyrir að hafa átt stóran þátt í þeirri raunasögu og auðvitað ekki að tilefnislausu. Meira
15. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1447 orð | 1 mynd

Þingræði eða lýðræði?

Hvort þessi atburðarás verður til að styrkja þingræðið á kostnað forsetaembættisins er ekki auðvelt að sjá fyrir... Meira

Minningargreinar

15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 44 orð

Anna Soffía Árnadóttir

Við burtför þína er sorgin sár, af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 454 orð | 1 mynd

ANNA SOFFÍA ÁRNADÓTTIR

Anna Soffía Árnadóttir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Friðbjarnarson, skósmiður í Reykjavík, og Anna Soffía Björnsdóttir, klæðskeri í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 891 orð | 1 mynd

ARNÞÓR FLOSI ÞÓRÐARSON

Arnþór Flosi Þórðarson fæddist í Gaulverjaskóla í Árnessýslu 4. mars 1949. Hann lést á heimili sínu Selbraut 42 á Seltjarnarnesi hinn 4. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnarneskirkju 13. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 407 orð | 1 mynd

ATLI SNÆBJÖRNSSON

Atli Snæbjörnsson fæddist í Kvígindisdal við Patreksfjörð 14. apríl 1926 og ólst þar upp. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 28. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Patrekskirkju 7. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 84 orð

Finnbogi Bjarnason

Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 758 orð | 1 mynd

FINNBOGI BJARNASON

Finnbogi Bjarnason fæddist á Hóli í Ketildölum í Arnarfirði 27. júlí 1946. Hann lést á líknardeild Landspítalans 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni S. Kristófersson, bóndi í Fremri-Hvestu, f. 30.9. 1927, d. 6.6. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1198 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRN FRIÐRIKSSON

Guðbjörn Friðriksson fæddist í Reykjavík 4. apríl 1953. Hann lést á Landspítalanum 5. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 12. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 360 orð | 1 mynd

GUÐRÚN LAXDAL JÓHANNESDÓTTIR

Guðrún Laxdal Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 18. október 1916. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 6. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 321 orð | 1 mynd

HILDUR ÍSFOLD STEINGRÍMSDÓTTIR

Hildur Ísfold Steingrímsdóttir fæddist á Sveinsstöðum við Nesveg í Reykjavík 2. mars 1926. Hún lést á heimili sínu 31. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 826 orð | 1 mynd

JAKOBÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR

Jakobína Guðlaugsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. mars 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 4. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju 14. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 756 orð | 1 mynd

KARL FRIÐRIK SCHIÖTH

Karl Friðrik Schiöth fæddist á Akureyri 13. júlí 1932. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 2. febrúar og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 10. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 259 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÁRMANNSDÓTTIR

Margrét Ármannsdóttir fæddist á Hofteigi á Akranesi 5. febrúar 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 1. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 6. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 3433 orð | 1 mynd

MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON

Matthías Viðar Sæmundsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1954. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut að kvöldi dags 3. febrúar síðastliðinn og var honum sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti 13. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 890 orð | 1 mynd

RUT BERGSTEINSDÓTTIR

Rut Bergsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1957. Hún lést á heimili sínu 27. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 13. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2004 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

ÞÓRNÝ MAGNÚSDÓTTIR

Þórný Magnúsdóttir fæddist í Borgarnesi 3. nóvember 1923. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

15. febrúar 2004 | Fastir þættir | 308 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Í sjöttu umferð Íslandsmóts kvenna í sveitakeppni kom upp flókið spil í vörn og sókn. Skoðum framvinduna í leik sigursveitar Esju Kjötvinnslu og sveit Smárans. Vestur gefur; allir á hættu. Meira
15. febrúar 2004 | Fastir þættir | 582 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Unu Sveinsdóttur Akureyrarmeistari í sveitakeppni Sveit Unu Sveinsdóttur sigraði á Akureyrarmóti Bridsfélags Akureyrar í sveitakeppni. Átta sveitir tóku þátt. Meira
15. febrúar 2004 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. janúar sl. í Hjallakirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur þau Hólmfríður Gestsdóttir og Sigurður Njarðvík... Meira
15. febrúar 2004 | Dagbók | 431 orð

(Fil. 4, 7.)

Í dag er sunnudagur 15. febrúar, 46. dagur ársins 2004, Biblíudagurinn. Orð dagsins: Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Meira
15. febrúar 2004 | Dagbók | 186 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20-22 (fyrir 8.-10. bekk). Árbæjarkirkja. Kl. Meira
15. febrúar 2004 | Fastir þættir | 287 orð

Hrinda

Góðvinur þessara pistla minntist eitt sinn á það við mig, að menn vilji rugla saman veikri og sterkri beygingu sagnorðsins að hrinda, þar sem vb. er hrinda - hrinti - hrint, en hin sterka hrinda - hratt - hrundum - hrundið. Meira
15. febrúar 2004 | Fastir þættir | 744 orð | 1 mynd

Orð Guðs á íslensku

Á Biblíudaginn, sem að þessu sinni ber upp 15. febrúar, er venja að líta sérstaklega til heilagrar ritningar. Af því tilefni rifjar Sigurður Ægisson upp eitt og annað tengt íslenskri mynd hennar, ekki nema lítið brot þó, prentað efni sem og óprentað. Meira
15. febrúar 2004 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O-O-O Bb4 9. f3 Re7 10. Rde2 d5 11. Bg5 dxe4 12. Bxf6 gxf6 13. Dd4 exf3 14. Dxb4 fxe2 15. Bxe2 f5 16. Bh5 Rg6 17. Bxg6 fxg6 18. Hhe1 Kf7 19. g4 f4 20. He4 g5 21. Hc4 De5 22. Meira
15. febrúar 2004 | Dagbók | 35 orð

SÓLBRÁÐ

Sólbráðin sezt upp á jakann, sezt inn í fangið á hjarni. Kinn sína leggur við klakann, kát eins og augu í barni. Seytlan úr sporunum sprettir, spriklar sem glaðasta skrýtla. Gutlandi, litlir og léttir, lækirnir niðr eftir... Meira
15. febrúar 2004 | Fastir þættir | 405 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Ísland í bítið hefur ákveðið að gefa okkur innsýn í heim fegurðaraðgerða með því að fylgjast náið með ýmsum aðgerðum sem barnastjarnan Ruth Reginalds er að fara í gegnum næstu vikur og mánuði. Meira
15. febrúar 2004 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Þorvaldur í Seljakirkju AÐ kvöldi Biblíudags...

Þorvaldur í Seljakirkju AÐ kvöldi Biblíudags 15. febrúar kl. 20 verður haldin guðsþjónusta í Seljakirkju. Meira

Íþróttir

15. febrúar 2004 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Fram og KA leika til úrslita um bikarinn

ÞAÐ verða Fram og KA sem leika til úrslita í bikarkeppni karla í handbolta í Laugardalshöllinni 28. febrúar. Framarar unnu óvæntan sigur á Valsmönnum, 23:22, á Hlíðarenda og KA vann Víking naumlega, 27:26, á Akureyri á miðvikudagskvöldið. Meira

Sunnudagsblað

15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1501 orð | 2 myndir

Að láta draumana rætast

Prima ferðaskrifstofa er nýtt fyrirtæki á gömlum grunni. Hún ætlar að sérhæfa sig í skemmtisiglingum og ferðum á fjarlæga staði með menningarívafi, en bjóða jafnframt alhliða ferðaþjónustu. Guðni Einarsson ræddi við Halldór N. Lárusson, framkvæmdastjóra Prima. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 104 orð

Breytt tólf sinnum

KRISTJÁN IX. Danakonungur afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874 og var hún að miklu leyti byggð á dönsku stjórnarskránni. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1352 orð | 2 myndir

Carnegie Hall

Carnegie Hall er með frægari tónlistarhúsum New York-borgar og þar hafa komið fram ekki ómerkari flytjendur Pétur Tchaikowsky, Enrico Caruso, Lilli Lehmann, Renata Tebaldi og Paul Robeson. Emil Als rifjar hér upp sögu þessa fræga tónlistarhúss. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 875 orð | 1 mynd

Dómharðar dömur

NÚ sýnist fyrir það brennt að Ruth Reginalds fái aðstoð þess lýtalæknis sem ætlaði að gera á fegrunaraðgerð á henni í sjónvarpi á næstunni. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 338 orð | 1 mynd

Ég er stríðsforseti.

Ég er stríðsforseti. Ég tek ákvarðanir í utanríkismálum með stríð í huga. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsþættinum Meet the Press síðastliðinn sunnudag. Við vorum orðnir mjög svangir, þetta var smá megrun hjá okkur. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 530 orð | 4 myndir

Formenn tilbúnir í samstarf

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, er tilbúinn í samstarf við formenn flokkanna um endurskoðun á stjórnarskránni. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 939 orð | 5 myndir

Íslenskir kappar á National Geographicstöðinni

Ævintýraför á gönguskíðum yfir Vatnajökul í fimbulkulda þar sem leiðangursmenn urðu bæði lemstraðir og kaldir átti síðar eftir að verða að sjónvarpsmynd. Kristín Heiða Kristinsdóttir ræddi við þá Halldór Kvaran og Ingvar Ágúst Þórisson sem eru á kafi í fjallamennsku. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 560 orð | 1 mynd

Maðurinn er það sem hann les

Sýndu mér bækurnar sem þú lest og ég skal segja þér hver þú ert." Þessi setning kom upp í huga minn um daginn. Ég var að skoða lista yfir mest seldu bækur á Íslandi á liðnu ári en hann birtist hér í blaðinu í liðinni viku. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1128 orð | 2 myndir

Mikil samstaða um að sparisjóðirnir starfi áfram í óbreyttri mynd

Hallgrímur Jónsson hefur verið við stjórnvölinn hjá Sparisjóði vélstjóra í nær fjóra áratugi. Í viðtali við Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur kveðst hann vona að friður verði í framtíðinni um starfsemi sparisjóðanna, sem gegni mikilvægu hlutverki í landinu. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 3134 orð | 8 myndir

Ný Hringbraut undir/á yfirborði jarðar?

Brátt verður sex akreina Hringbraut lögð í sveig suður fyrir Umferðarmiðstöð og Læknagarð. Hvaða augum eiga komandi kynslóðir eftir að líta framkvæmdina? Anna G. Ólafsdóttir velti þeirri spurningu fyrir sér og leitaði álits nokkurra viðmælenda á kostum/ókostum framkvæmdarinnar. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 306 orð

Orðabók umhverfismála

Umhverfisvitund er heildarheiti yfir (lífs)gildi, þekkingu, viðhorf og atferli sem varða umhverfismál, í tilteknu samfélagi. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 326 orð | 4 myndir

Stjórnarskráin heilög

VIÐMÆLENDUR Morgunblaðsins á förnum vegi þekktu almennt séð stjórnarskrána ekki ítarlega. Árni H. Friðriksson segir hana umgjörð um réttindi borgaranna og í sínum huga væri stjórnarskráin mikilvæg. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1921 orð | 1 mynd

Stjórnarskráin óþarflega flók in og óaðgengileg

Flestir eru sammála um að færa megi ákvæði stjórnarskrárinnar nær raunverulegu stjórnarfari. Björgvin Guðmundsson komst að því að það verður ekki auðvelt verkefni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 105 orð

Stjórnarskránni breytt

ERFIÐARA er að breyta stjórnarskránni en venjulegum lögum. Það er gert til að vernda þær grundvallarhugmyndir sem festar eru í stjórnarskrá og þá grundvallarhugsun að til séu gildi og réttindi sem séu svo mikilvæg að þau beri að vernda sérstaklega. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1436 orð | 3 myndir

Stuðningur við umhverfisvernd minnkar

Ný rannsókn á afstöðu Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála birtir nokkuð mótsagnakennda mynd af umhverfishygð Íslendinga. Gunnar Hersveinn ræddi við Þorvarð Árnason sem segir gögnin sýna að þótt landsmenn telji umhverfismálin mikilvæg virðist almennur stuðningur við umhverfisvernd í samfélaginu hafa minnkað um stundarsakir. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 497 orð

Tilefni til að endurskoða stjórnarskrána

STJÓRNARFARSLEGAR aðstæður eru allt aðrar nú en áður segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
15. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 529 orð | 1 mynd

Þróunaraðstoð nýtur víðtæks stuðnings

Í könnun á afstöðu Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála kemur góður vilji landsmanna til þróunaraðstoðar sterklega fram. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 311 orð

15.02.04

Sjálfstraust margra er algerlega í molum miðað við allar sjálfshjálparbækurnar, sem renna út eins og heitar lummur, og fyrirlestra út um borg og bý á sömu nótum. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 319 orð | 1 mynd

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er fædd árið 1977 í Reykjavík. Hún gekk í Foldaskóla í Grafarvogi, og síðar í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún fór í háskólanám til Hollands og var í hagfræðideildinni í Amsterdam í þrjú misseri. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 360 orð | 6 myndir

Djarfur undirtónn í herratískunni

Herratískan í vor er litrík og skemmtileg, þá sérstaklega þegar kemur að skyrtum og bindum. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 308 orð | 2 myndir

Eplaþorskur með þunnt skornum kartöflum

Vænt grænt epli er úrkjarnað, skrælt og skorið í 17 bita. Það er síðan steikt í smjöri þar til það er farið að fá á sig klesst brúnt útlit. Eplabitunum er haldið heitum og smjörið geymt því það er notað síðar í uppskriftinni. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 78 orð | 1 mynd

Fyrir sólarlag í Berlín

Það voru margir sem gengu eftir rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem var haldin í 54. sinn í vikunni sem leið. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 597 orð | 1 mynd

Guns'n'Roses tímabilið

A ldur er sígilt umræðuefni og fer afstaða fólks til eigin aldurs gjarnan eftir aldri. Framan af þykir yfirleitt eftirsóknarvert að teljast eldri en raunin er, en á einhverjum tímapunkti snýst dæmið við. Ég veit ekki hvar þessi vendipunktur er. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 26 orð

Heimilisstörf kcal/mín Miðað við 30 mín.

Heimilisstörf kcal/mín Miðað við 30 mín. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 28 orð

Jafnvel þótt manni þyki fæst heimilisstörf...

Jafnvel þótt manni þyki fæst heimilisstörf virkilega skemmtileg geta þessar tölur virkað hvetjandi (brennslan er aðeins breytileg eftir líkamsþyngd, hér er miðað við að einstaklingurinn sé 70... Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 44 orð

Kraftmikill hreingerningadrykkur Alls um 255 kcal...

Kraftmikill hreingerningadrykkur Alls um 255 kcal - í eitt stórt glas eða tvö lítil 3 msk hafragrautur (gott að nota kalda afganga) 2 dl fjörmjólk 2 dl létt súrmjólk með ávaxtabragði 1 lítill banani Nokkrir ísmolar fyrir þá sem vilja Allt sett í mixer og... Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 764 orð | 5 myndir

Laust við prjál og glingur

G unnhildur Gunnarsdóttir arkitekt er framkvæmdastjóri Borealis arkitekta ehf. og jafnframt formaður Íslensk-japanska félagsins. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 3052 orð | 3 myndir

Læknir á láði og legi

Við rennum upp að gráum kumbalda mitt í sortanum. Ljúkum upp bílhurðunum og hryllum okkur í rigningarsuddanum fyrir utan. Hér er kross svo við hljótum að hafa hitt á rétta húsið - heilsugæslustöðina á Hvolsvelli. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 384 orð | 13 myndir

Óendanleiki hlutanna

Fægiskófla verður kryddhilla, klósettburstar skógrind, plasthnoðrar til að hreinsa potta og pönnur verða hirsla fyrir smáhluti eða jafnvel ból heimiliskattarins, rafmagnskló verður snagi og rottugildra vínstandur. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 544 orð | 1 mynd

Peningahyggjan hefur lagst yfir landið eins og vond pest

M eðan þjóðin borgar niður jólin les hún um auðmenn Íslands í blöðunum. Þá sem kaupa banka, fjölmiðla, flugfélög, skipafélög, símafélög, stórhýsi, verslanir og sitthvað fleira. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 744 orð | 1 mynd

Skúra, skrúbba, bóna...

Þ að er ekki oft sem ég er nógu fljót fram úr á morgnana til að gefa mér tíma til að búa um rúmið áður en haldið er til vinnu. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 4049 orð | 10 myndir

Sprengjur hluti af landslaginu

Ú tsýnið á leiðinni frá Kúveit-borg til landamæra Íraks býður ekki upp á mikinn fjölbreytileika. Sandur, eyðimörk, flatlendi; svo langt sem augað eygir. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 519 orð | 1 mynd

Tilvera mín var óttalega grá

É g er eldri kona sem hef misst manninn minn og hef undanfarna mánuði tekið þessi nýju geðlyf sem allaf er verið að skrifa um. Áður en ég fór að taka þessi lyf var tilvera mín óttalega grá. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 666 orð | 9 myndir

Tvær þjóðir skemmta sér

HÉR OG ÞAR Jón forseti er nýr staður á gömlum stað í Aðalstræti sem var opnaður á fimmtudagskvöldinu og Fimm stelpur.com var frumsýnt í Austurbæ. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1283 orð | 2 myndir

Unga fólkið unir sér á Kanaríeyjum

E r þetta ekki bara elliheimili?" spurðu margir þegar við hjónin sögðumst ætla í frí til Kanaríeyja. Að vissu leyti rétt því fólk á "besta aldri" fer til Kanaríeyja til að losna við mesta skammdegið hérna heima og fá smá sól á kroppinn. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 576 orð | 1 mynd

Vill klippa merkimiðana af allri tónlist

V ið höfum átt samleið frá því hann var opnaður fyrir fimm árum," segir Vigdís Esradóttir um sig og Salinn í Tónlistarhúsi Kópavogs sem hún veitir forstöðu. Hún hóf þar störf undir lok árs 1998 en Salurinn var opnaður í janúar 1999. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 382 orð | 4 myndir

VÍN

frá ítölsku eyjunni Sardiníu hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu og raunar man ég ekki eftir að sardinísk vín hafi verið fáanleg í vínbúðunum fyrr en nú. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 457 orð | 1 mynd

Þriggja stjörnu kokkur í íslensku eldhúsi í fyrsta skipti

Þ að er ekki á hverjum degi sem þriggja stjörnu kokkur leggur leið sína til Íslands til að elda fyrir Íslendinga. Raunar hefur það aldrei gerst. Meira
15. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 740 orð | 1 mynd

Þægindi eru versti óvinur afreka

Telurðu að við mælum árangur of mikið í veraldlegum gæðum? Ekki spurning. Ég segi fólki stöðugt að árangur hefur ekkert að gera með efnisleg gæði, nema markmiðið hafi verið sett á það. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.