NÝ reglugerð Evrópusambandsins heimilar samkeppnisyfirvöldum að leita á heimilum stjórnenda fyrirtækja þegar rökstuddur grunur er fyrir því að þar séu geymd gögn er varði brot á samkeppnisreglum, sagði Jóna Björk Helgadóttir lögfræðingur á málþingi...
Meira
PAUL Bremer, ráðsmaður Bandaríkjastjórnar í Írak, sagði í gær, að hún væri til tals um málamiðlun hvað varðaði valdaskipti í Írak en fréttir eru um, að ágreiningur sé um þau innan Bandaríkjastjórnar.
Meira
ÞÝSKA lögreglan ætlar að virkja almenning um allt Þýskaland í baráttunni við glæpamenn og helsta vopnið verður farsíminn. Verða fólki send SMS-skilaboð með upplýsingum um afbrot eða glæpamenn og það beðið að láta vita, búi það yfir einhverri vitneskju.
Meira
HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli, miðað við staðgreiðslu, fór fyrir helgina upp fyrir 1.700 dollara tonnið og hefur ekki verið hærra í fjögur ár. Síðustu mánuði hefur það hækkað jafnt og þétt.
Meira
Spurning : Hvaða fyrirbæri er fuglaflensan sem mikið er talað um í fréttum? Er þetta einhvers konar inflúensa og getur hún orðið að hættulegum faraldri?
Meira
Hjónin Þóra Hauksdóttir og Þorsteinn Stígsson bakari halda yfirleitt upp á afmæli sín og gefa hvort öðru alltaf afmælisgjafir en svo skemmtilega vill til að þau eiga afmæli sama dag og eru jafngömul.
Meira
BYRJAÐ var að steypa seinni áfanga af brú yfir Kolgrafafjörð eftir hádegi í gær og var reiknað með því að steypuvinnan tæki um 16 klukkustundir. Um er að ræða þriðjungshluta brúarinnar í þetta sinn, eða um 80 metra af 230 metra langri brúnni.
Meira
EFTIR um 120 ár verður hafið búið að vinna svo á eldfjallaeyjunni Surtsey, að eftir stendur aðeins móbergskjarni sem er áætlað að sé tæplega 0,4 ferkílómetrar að stærð.
Meira
ÁRLEG raunaukning örorkulífeyrisgreiðslna lífeyrissjóðanna hefur numið 8-10% síðustu árin. Þannig er áætlað að örorkugreiðslur lífeyrissjóðanna hafi numið 4.600 milljónum króna á síðasta ári og hafa þær vaxið um 1.
Meira
BRÚÐAN hjalar og skríkir eins og lítið barn. Hún notar snuð, ropar eftir máltíðir, geispar og sofnar. Ef hún er vakin með hávaða, fer hún að gráta.
Meira
Samkeppnisyfirvöld hafa víðtæka heimild til að túlka hvað séu samstilltar aðgerðir fyrirtækja. Jafnvel svokölluð huglæg samstaða getur falið í sér brot á samkeppnislögum.
Meira
YFIRMAÐUR upplýsingamála hjá Alcoa, Jake L. Siewert jr., verður gestur á opnum fundi Politica, félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands, þriðjudaginn 17. febrúar kl. 12.00-13.15, í Odda 101.
Meira
FJÓRIR járnbrautastarfsmenn létust og einn slasaðist alvarlega þegar lestarvagn rann á þá í gærmorgun. Voru mennirnir að vinna við brautarteinana milli London og Glasgow.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm héraðsdóms þar sem kona var dæmd fyrir ölvun við akstur, eftir að í ljós kom að systir hennar hafði ekið bifreiðinni og gefið upp nafn ákærðu. Atburðurinn átti sér stað í janúar 2003.
Meira
STJÓRNENDUR eins stórfyrirtækis pössuðu vel upp á öll gögn um samráð sem þeir tóku þátt í. Komu þeir upp flóknu kerfi innri endurskoðunar til þess að fylgjast með slíkum gögnum og eyða þeim.
Meira
Þriðji menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokkins á 2 árum hefur nýverið tekið við. Jómfrúargrein ráðherrans sem birtist í Morgunblaðinu 7. febrúar síðastliðnum er fyrir marga hluta sakir furðuleg.
Meira
BJÖRGUNARSVEITIN Káraborg á Hvammstanga var kölluð til að bjarga hópi hrossa sem var í sjálfheldu á litlum hólma í Víðidalsá á föstudag. Fjórir björgunarsveitarmenn fóru út í ána í flotgöllum, óðu út í hólmann og komu múl á eitt hrossanna.
Meira
BÚIST var við því, að öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry myndi vinna sigur í forkosningum demókrata í Wisconsin í gær og jafnvel, að það yrði til þess, að keppinautar hans gæfust upp.
Meira
STJÓRN Ungmennafélags Íslands ákvað á stjórnarfundi um helgina að landsmót UMFÍ, árið 2007 skyldi haldið í Kópavogi og UMSK yrði mótshaldari. Árið 2007 verða 100 frá stofnun UMFÍ og verður því væntanlega mikið um dýrðir í Kópavogi í tilefni...
Meira
KYNNISFERÐIR sf. voru í Hæstarétti í fyrradag dæmdar til að greiða tveimur félagsmönnum Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn.
Meira
ÍSLANDSKLUKKA Halldórs Laxness fær prýðisdóma í bókagagnrýni sunnudagsblaðs The New York Times , en bókin kom nýlega út á ensku í fyrsta skipti, í þýðingu Philips Roughton hjá bókaútgáfunni Vintage International.
Meira
SIÐFRÆÐIRÁÐ Læknafélags Íslands hefur ekki fjallað sérstaklega um einræktun á stofnfrumum en búast má við slíkri umfjöllun á næstunni í kjölfar frétta af því að suður-kóreskir vísindamenn hafi orðið fyrstir til þess að einrækta mannsfósturvísi munu að...
Meira
LÖGFRÆÐINGAR á Vesturlandi stofnuðu nýlega með sér félag á veitingahúsinu Fimm fiskum í Stykkishólmi. Undirbúningur stofnunar félagsins hefur staðið í fjögur ár og var Daði Jóhannesson í Stykkishólmi formaður undirbúningsnefndar. Tilgangur félagsins er...
Meira
Oddur Sigurðsson fæddist á Akureyri 1945. Stúdent frá MA 1965. Jarðfræðinám í Uppsalaháskóla 1965-71 og hefur starfað hjá Orkustofnun síðan, sl. 15 ár við jöklarannsóknir og vatnamælingar. Var 10 ár í stjórn Jöklarannsóknafélagsins og einnig í stjórn foreldrafélaga í leik- og grunnskólum. Eiginkona er Kolbrún Hjaltadóttir kennari og eiga þau 4 börn og eitt barnabarn. Börnin: Finnur, Sölvi, Freyja og Jórunn.
Meira
STJÓRN Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara (FSSS) hefur sent frá sér ályktun þar sem er mótmælt harðlega fyrirhuguðum niðurskurði í endurhæfingu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LHS).
Meira
LYDIA Geirsdóttir hefur í nógu að snúast um þessar mundir en fyrir helgina var henni boðið starf við hjálparstarf í Írak og fer hún utan nú í vikubyrjun, líklega til ársdvalar.
Meira
BÖRN og kennarar þeirra frá leikskólanum Krílakoti, sem starfar á Kópaskeri og í Lundi, settu á dögunum upp myndlistarsýningu í afgreiðslu Landsbanka Íslands á Kópaskeri. Sýningin er hluti af verkefni Landsbankans á öllu Norðurlandi.
Meira
FLUGVALLA- og leiðsögusvið Flugmálastjórnar er að undirbúa útboð vegna byggingar nýrrar 200 fermetra flugstöðvar á Bakkaflugvelli, sem Guðjón Hjörleifsson alþingismaður segir að muni valda byltingu í samgöngumálum Vestmannaeyja.
Meira
Akranes | Hluti af viðbyggingu við leikskólann Vallarsel á Akranesi var á dögunum tekinn í notkun við hátíðlega athöfn. Um er að ræða glæsilega byggingu og vel útbúna í alla staði. Þráinn E.
Meira
ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands, hefur starfað í 75 ár. Það var stofnað haustið 1928 og átti upphaflega að þjálfa félagsmenn í ræðumennsku.
Meira
ALLS hafa 24 sjálfboðaliðar farið til Palestínu á vegum samtakanna Ísland-Palestína á síðustu tveimur árum, en samtökin héldu aðalfund sinn í Norræna húsinu í gær. Sjö sjálfboðaliðar greindu frá reynslu sinni af sjálfboðastarfinu á fundinum í gær.
Meira
KJARAVIÐRÆÐUR samtaka atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði eru nær einskorðaðar þessa dagana við tilraunir til að ná samningum á milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsfélaganna.
Meira
JÓN Kaldal sem stýrt hefur tímaritunum Iceland Review, Atlanticu og Skýjum sl. átta ár mun láta af störfum í byrjun mars að því er segir í tilkynningu frá Heimi. Við ritstjórn Atlanticu og Iceland Review taka Anna Margrét Björnsson og Páll Stefánsson.
Meira
GÍSLI Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að rúmlega eitt hundrað greinar og skýrslur hafi verið gerðar sem byggja á hvalarannsóknarátakinu sem gert var á árunum 1986-89.
Meira
HREPPSNEFND Skorradalshrepps hefur samþykkt að ganga til sameiningarviðræðna við Borgarfjarðarsveit, Borgarbyggð og Hvítársíðuhrepp og hefur Davíð Pétursson, oddviti í Skorradalshreppi, þegar óskað eftir fundi með forsvarsmönnum umræddra sveitarfélaga.
Meira
SKIPAÐUR hefur verið starfshópur til að fylgjast með framvindu þeirra ákvarðana sem samþykktar hafa verið varðandi sparnað og aðhaldsaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Formaður hópsins er Niels Chr.
Meira
Árið 2004 verður eitt af þeim allra mikilvægustu í sögu Evrópusambandsins. Á árinu munu tíu ríki Mið- og Austur-Evrópu ganga í sambandið og kosið verður til nýs Evrópuþings. Einnig munu aðildarríkin reyna að ná sáttum varðandi texta stjórnarskrár ESB.
Meira
VAKA sigraði naumlega í kosningum til Stúdentaráðs á dögunum, en félagið hlaut 48,8% atkvæða og fimm fulltrúa af níu. Háskólalistinn bætti við sig um fjórum prósentum í fylgi, fékk 15% atkvæða og náði inn manni í annað sinn.
Meira
SVEITARSTJÓRN Vopnafjarðarhrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem ítrekað er mikilvægi þess að jarðgöng undir Hellisheiði eystri fái forgang og að Samband sveitarfélaga á Austurlandi beiti sér fyrir slíkum göngum.
Meira
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Þorsteini Þorsteinssyni, markaðsstjóra Ríkisútvarpsins: "Fyrir nokkru hafnaði undirritaður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, birtingu auglýsingar frá Skjá einum með textanum:"Greiðendur afnotagjalda athugið -...
Meira
UNNIÐ er hörðum höndum við að ljúka byggingu innisundlaugar í Laugardalnum eins og þessi mynd ber með sér. Fyrirhuguð opnun er um mitt þetta ár og verður sundlaugin hluti af heilsu- og sundmiðstöðinni Laugum.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr fimm ára þjónustusamningur milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Krabbameinsfélags Íslands um skipulega leit að leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini á vegum leitarsviðs Krabbameinsfélagsins.
Meira
Viðamikil rannsókn á afstöðu Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála leiðir ýmislegt athyglisvert í ljós. Rannsóknina gerði Þorvarður Árnason, náttúrufræðingur og verkefnisstjóri hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, og samstarfsfólk hans vorið 2003.
Meira
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, sagði á málþingi um launamun kynjanna á laugardag að tilfinning hans væri sú að launamunur kynjanna minnkaði með sífellt meiri hraða, þótt mjög hallaði enn á konur í stjórnunarstöðum í samfélaginu.
Meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi, skrifar á vef sinn í gær um yfirlýsingu starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Voru stjórnmálamenn, þ.ám. stjórnarmenn í OR, beðnir þar að hætta árásum á...
Meira
GAGNRÝNANDI helgarblaðs danska dagblaðsins Avisen , Weekendavisen , líkir verkinu Virkni sjóndeildarhringsins á sýningu Ólafs Elíassonar Frost Activity, eða Frostvirkni, í Hafnarhúsi Listasafns Reykavíkur við japanska hæku og segir Ólaf fyrst og fremst...
Meira
Söngkonan Christina Aquilera reynir nú eftir fremsta megni að ná sáttum við æskuvinkonu sína Britney Spears en þær kynntust þegar þær komu saman fram í Disney þættinum The Mickey Mouse Club .
Meira
HIÐ íslenska bókmenntafélag boðar til húsþings í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 13.15, í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Jarðfræðafélag Íslands og Félag um átjándu aldar fræði.
Meira
Ljóð á fjórum tungumálum eftir Carles Duarte i Montserrat. Málverk eftir Anntonio Hervás Amezcua. Íslensk þýðing eftir Guðrúnu Höllu Tulinius. Prentun: Gutenberg. Háskólaútgáfan 2003 - 79 síður.
Meira
Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Berlín, sem lauk á sunnudag, voru konur í aðalhlutverki. Þær voru ráðandi fyrir framan myndavélarnar og einnig er fjöldi kvenna í hlutverki leikstjóra, handritshöfunda og framleiðenda sífellt að aukast.
Meira
KVENNAPÖNKSVEITIN Harum Scarum hélt tvenna tónleika um helgina. Á föstudagskvöldið léku þær í Tónlistarþróunarmiðstöðinni á Granda. Mikill galsi var í stúlkunum og fóru þær mikinn í flutningi sínum á pönktónlist.
Meira
FJÖRUTÍU japanskir sumo-glímukappar tóku þátt í fyrsta sumo-glímumótinu sem haldið hefur verið í Suður-Kóreu síðan nýlendustjórn Japana leið undir lok árið 1945.
Meira
BLAÐAMENN á kvikmyndahátíðinni í Berlín voru ekki hrifnir af þýsku myndinni Die Nacht singt ihre Lieder , sem keppti um Gullbjörninn, aðalverðlaun hátíðarinnar.
Meira
Í KVÖLD sýnir Sjónvarpið breska heimildarmynd sem heitir Risaklóin. Í henni er fjallað um risaeðlutegund sem uppi var í Mongólíu á miðlífsöld og var með stærstu klær sem nokkur skepna hefur haft.
Meira
ELÍN G. Jóhannsdóttir er þessa dagana með málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Sýninguna nefnir listakonan Sker og er þetta hennar sjötta einkasýning, en hún hefur ennfremur tekið þátt í fjölda samsýninga.
Meira
SUNNEVA Sigurðardóttir stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari á úrslitakvöldi Söngvarakeppni Vestfjarða sem haldin var á Ísafirði á föstudagskvöld. Stigu fjórir keppendur á svið lokakvöldið og sungu við undirleik hljómsveitar í sal tónlistarskólans.
Meira
LEIKSTJÓRINN Quentin Tarantino, sem gert hefur myndir á borð við Reservoir Dogs og Pulp Fiction, mun verða formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fram fer í maí.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi opið bréf frá Falun Gong: Til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, Sólveigar Pétursdóttur þingmanns. Háttvirtir móttakendur. Við erum komin um langan veg.
Meira
ÍSLENSKA þjóðin hefur frá lýðveldisstofnun haldið upp á nokkur afmæli er tengdust m.a. upphafi byggðar, stofnun alþingis, kristnitöku og lýðveldisstofnun.
Meira
Vert er að geta þess jafnframt að þessi fyrirtæki reka útsölustaði víða á landinu og hafa sjálf ákveðið að selja vörur á sama eða svipuðu verði um allt land.
Meira
Við minnumst Emilíu Björnsdóttur með hinstu kveðju, en eftir lifir minningin um bjarta, hlýja og yndislega Millu. Jóa manni hennar, dætrunum, Birni föður hennar og fjölskyldunni vottum við samúð okkar.
MeiraKaupa minningabók
Emilía Björnsdóttir fæddist á Siglufirði 11. maí 1945. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson, f. 14. júní 1925, og Sigurlaug Þóra Sophusdóttir, f. 25.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Brynjólfsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 6. október 1918. Hann andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 20.2. 1881 á Sveinseyri í Tálknafirði, d.17.
MeiraKaupa minningabók
Jón Ársælsson fæddist í Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjum 16. febrúar 1927. Hann lést á heimili sínu Bakkakoti á Rangárvöllum 14. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 20. desember.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Erla Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1933. Hún lést á heimili sínu í Borgargerði 9 aðfaranótt föstudagsins 6. febrúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Hjalti Björnsson, vagnstjóri hjá SVR, f. 13. maí 1907, d. 23. feb.
MeiraKaupa minningabók
Ráðhildur Ellertsdóttir fæddist í Hafnarfirði 9. október 1961. Hún lést á Hjúkurunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna E. Kristjánsdóttir, f. 10.7. 1929, og K. Ellert Kristjánsson, f. 9.12. 1930, d. 30.11. 1985. Systkini Ráðhildar eru: J. Kristjana, f. 1948, Gísli, f. 1949, Hafsteinn, f. 1951, Kristján, f. 1954, Freyja, f. 1955, og Sigurlína, f. 1957. Útför Ráðhildar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
MeiraKaupa minningabók
Sigurjón Gísli Jónsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri í Neskaupstað, fæddist í Neskaupstað 22. júlí 1933. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Karlsson, f. 2.8. 1913, d. 27.2.
MeiraKaupa minningabók
BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, sagði á aðalfundi bankans sem haldinn var á laugardaginn, að Landsbankinn muni áfram spila sóknarbolta en muni reyna að spila hann þannig að það sé í sátt við samfélagið.
Meira
HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, vék að umsvifum bankanna og fyrirtækja í ræðu sinni á aðalfundinum. "Á liðnum misserum hefur verið vikið töluvert að umsvifum bankanna og fyrirtækja í íslensku samfélagi.
Meira
Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfél. Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur Arnheiður Magnúsdóttir. Allt fólk velkomið. Vinir í bata.
Meira
Sveinn Rúnar Eiríksson er heimildamaðurinn á bak við spil dagsins, sem er frá aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Vestur gefur; AV á hættu.
Meira
Bridsfélag yngri spilara Sex pör mættu og spiluðu barometer, 5 spil á milli para miðvikudaginn 11. febrúar. Inda Hrönn Björnsdóttir og Anna Guðlaug Nielsen náði fljótlega góðri forystu og héldu henni til loka.
Meira
Auk þess sem keppnistímabilið er að hefjast má reikna með holskeflu stóðhestafunda á næstu vikum og mánuðum þar sem eigendur stóðhestanna taka mikilvægar ákvarðanir. Valdimar Kristinsson sat einn slíkan fund nýlega þar sem eigendur Þrists frá Feti tóku veigamiklar ákvarðanir og lögðu grunn að öðrum.
Meira
Í dag er mánudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
Meira
Víkverji dagsins er ekki mikill sjónvarpsfíkill en honum finnst þó gaman að setjast niður við kassann litla stund til að njóta þess, sem þar er í boði. Það er hins vegar meinið að hans mati, að þar er heldur fátt um fína drætti.
Meira
Ég liljuriddarinn rakti við stjörnuskin hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga og sofandi jörðin hrökk upp við dimman dyn og dauðinn þaut í himinsins spennta boga.
Meira
KNATTSPYRNUMENN KR færðu félagi sínu afmælisgjöf í gærkvöld þegar þeir sigruðu Fylki, 4:3, í bráðskemmtilegum úrslitaleik á Reykjavíkurmótinu í Egilshöllinni. KR fagnar 105 ára afmæli sínu í dag.
Meira
ALEXANDER Petersson var í miklum ham þegar lið hans HSG Düsseldorf tapaði fyrir Gensungen, 29:26, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Petersson skoraði helming marka Düsseldorf, 13 talsins, og kom ekkert þeirra af...
Meira
ANDERLECHT, sem er með yfirburðastöðu í belgísku 1. deildarkeppninni í knattspyrnu, átti í miklu basli með Lokeren á laugardagskvöldið en 36 stig skildu liðin að fyrir leikinn.
Meira
HAUKAR stilltu saman strengi sína í leikhléi gegn Gróttu/KR í undankeppni Íslandsmóts karla í handknattleik en liðin mættust í Hafnarfirði í gær. Lokatölur urðu 33:26 fyrir Hauka sem hafa 10 stig að loknum þremur leikjum í undankeppninni.
Meira
TVÖ meistaramótsmet, þrjú sveinamet og eitt ungkvennamet telst ágæt uppskera eftir Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Kaplakrika og Baldurshaga um helgina. Sunna Gestsdóttir og Reynir Logi Ólafsson áttu hvort sitt metið og Jón Arnar náði jafnvel betri árangri en á sjöþrautarmótinu í Tallinn en mest gladdi þegar ungur piltur úr Bárðardalnum, Þorsteinn Ingvarsson, sló þrjú sveinamet - þar af met Jóns Arnars í langstökki.
Meira
HAUKAR lögðu KR-inga að velli, 76:74, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld, á heimavelli sínum í Hafnarfirði. Haukar komust með sigrinum upp fyrir KR-inga og í fimmta sæti deildarinnar, og náðu bæði Keflavík og Njarðvík að stigum. Þeir eygja því möguleika á að komast í hóp fjögurra efstu liðanna og ná með því heimaleikjaréttinum í úrslitakeppninni.
Meira
HANDKNATTLEIKSMAÐURINN Björgvin Björgvinsson leikur ekkert meira með liði Fram á yfirstandandi leiktíð. Björgvin gekkst undir aðgerð vegna brjóskloss í baki fyrir skömmu og útséð er að hann verður frá æfingum og keppni næstu mánuðina.
Meira
BREIÐABLIK gerði góða ferð í ljónagryfjuna í Njarðvík í gærkvöld og sigraði heimamenn, 91:86, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Blikar eru sem fyrr í bullandi fallbaráttu við KFÍ og Þór úr Þorlákshöfn en Njarðvíkingar sigla lygnan sjó í efri helmingi deildarinnar og misstu með ósigrinum af möguleikanum að blanda sér í baráttuna um deildarmeistaratitilinn. Úr þessu þurfa þeir að halda vel á spilunum til að ná þriðja eða fjórða sæti deildarinnar.
Meira
* CELTIC náði á laugardaginn 13 stiga forystu í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Dundee United , 2:1, á meðan Rangers gerði aðeins jafntefli við Aberdeen , 1:1.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson og samherjar hans í spænska stórliðinu Ciudad Real eru komnir með annan fótinn í undanúrslit meistaradeildar Evrópu í handknattleik eftir stórsigur, 33:24, á ungversku meisturunum, Fotex Veszprem, á heimavelli í fyrri leik liðanna í 8...
Meira
* EINAR Karl Hjartarson , Íslandsmethafi í hástökki, hafnaði í fjórða sæti í hástökki á háskólamóti í frjálsíþróttum í Fayetteville í Arkansas í Bandaríkjunum á laugardag. Einar stökk 2,14 metra, sex sentímetrum lægra en sigurvegarinn.
Meira
EINAR Hólmgeirsson stórskytta ÍR-liðsins í handknattleik ætlar að gefa forráðmönnum þýska 1. deildarliðsins Grosswallstadt svar í vikunni en Einar fékk á dögunum samningstilboð frá félaginu, sem landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson leikur með.
Meira
SVEN Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga í knattspyrnu, valdi um helgina landsliðshóp sinn sem mætir Portúgölum í vináttuleik á miðvikudaginn.
Meira
FRÁBÆR leikkafli Framara í byrjun seinni hálfleiks gerði útslagið í sigri þeirra á HK, 33:25, í úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. Framarar skoruðu þá níu mörk gegn aðeins einu frá HK og tryggðu sér fyrsta sigurinn í úrvalsdeildinni en bikarmeistarar HK-inga hafa tapað öllum þremur leikjum sínum.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV eru komnir með annan fótinn í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handknattleik kvenna eftir frábæran sigur á Le Havre, 30:22, í fyrri viðureign liðanna í Frakklandi í gær. Eyjakonur léku sinn besta leik á tímabilinu og lið Le Havre átti ekkert svar en franskur kvennahandknattleikur er mjög hátt skrifaður og ekki alls fyrir löngu hömpuðu Frakkar heimsmeistaratitlinum.
Meira
* GUÐJÓN Valur Sigurðsson var með tvö mörk þegar Essen tapaði fyrir Drott í Halmstad , 27:24, í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa á sunnudaginn.
Meira
GUNNAR Örn Ólafsson, sundmaður úr KR, sigraði í fjórum greinum og setti nýtt heimsmet á opna Malmö-mótinu í Svíþjóð fyrir þroskahefta sundmenn í gær.
Meira
Á DÖGUNUM var kveðinn upp dómur í kæru úrvalsdeildarliðs Þórs frá Þorlákshöfn gegn Breiðabliki, en í þeirri kæru töldu forsvarsmenn Þórs að körfuknattleikslið Breiðabliks hefði teflt fram ólöglegum bandarískum leikmanni í viðureign liðanna í Þorlákshöfn.
Meira
GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, er ævareiður út í Senegalbúana El-Hadji Diouf og Salif Diao fyrir að koma tveimur dögum of seint aftur til Liverpool eftir að hafa leikið með landsliði sínu í Afríkukeppninni í knattspyrnu.
Meira
ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari bikarmeistara ÍA í knattspyrnu, telur meiri líkur en minni á að pólski sóknarmaðurinn Dawid Banaczek gangi í raðir Skagamanna og leiki með þeim í sumar.
Meira
BREIÐHYLTINGAR sluppu með skrekkinn á laugardaginn þegar þeir fengu KA frá Akureyri í heimsókn og unnu 30:29 eftir dramatískar lokamínútur. Með sigrinum tókst ÍR að endurheimta efsta sætið úr höndum Akureyringa.
Meira
SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, bætti á laugardaginn Íslandsmetið í 200 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp vegalengdina á 24,26 sekúndum á háskólamóti í frjálsíþróttum í Clemson í N-Karólínuríki í Bandaríkjunum.
Meira
KA tryggði sér sigur í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu með því að vinna yfirburðasigur á Hetti frá Egilsstöðum, 9:0, í Boganum á Akureyri á laugardaginn. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir KA og er markahæsti leikmaður mótsins með 10 mörk.
Meira
KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, fór fögrum orðum um landsliðsmarkvörðinn Árna Gaut Arason í viðtali við Manchester Ewening News eftir að lið hans tapaði, 4:2, fyrir Manchester United í ensku bikarkeppninni á laugardag.
Meira
ÞAÐ var ekki að sjá að Tindastólsliðið, sem tók á móti Keflvíkingum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gærkvöldi, hefði verið gjörsigrað af neðsta liði deildarinnar Þór í Þorlákshöfn fyrir nokkum dögum. Stólarnir léku við hvern sinn fingur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Keflvíkinga og unnu þá með 24 stiga mun, 105:81.
Meira
ÚRVALSDEILDARLIÐ KR í körfuknattleik karla sagði á laugardag upp samningi sínum við bandaríska leikmanninn Trevor Diggs og fór hann þegar af landi brott.
Meira
STJÓRN Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi, sem haldinn var í Mývatnssveit um helgina, að Landsmót UMFÍ árið 2007 yrði haldið í Kópavogi og tveimur árum síðar eða árið 2009 kæmi það í hlut Akureyringa að standa að mótshaldinu.
Meira
INGEMAR Linnéll var á laugardaginn ráðinn þjálfari sænska landsliðsins í handknattleik og tekur hann við af Bengt Johansson sem hefur stýrt liðinu með frábærum árangri undanfarin fjórtán ár.
Meira
STJÖRNULEIKURINN í NBA-deildinni í körfuknattleik fór fram um helgina hér í Staples Center í Los Angeles. Við hér á Morgunblaðinu erum vanir á þessum tímamótum keppnistímabilsins að rýna í stöðu málanna í deildinni og í ár verður engin breyting þar á.
Meira
Meistaramót Íslands Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss i Baldurshaga og Kaplakrika 14. og 15. febrúar 2004. 60 m hlaup karla: Reynir Logi Ólafsson, Ármanni 6,96 *Hann setti meistaramótsmet í undanúrslitum, 6,91 sek.
Meira
ENGINN gengur að gullverðlaunum vísum þegar kemur að glímu, eins og kom berlega í ljós á 3. og síðustu umferð Íslandsmótsins, sem fram fór í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn.
Meira
*PAUL Scholes lék sinn 400. leik fyrir Manchester Un ited í bikarleiknum við Manchester City á laugardaginn. Scholes hélt upp á áfangann með því að opna markareikning United-liðsins á 34. mínútu og gefa þar með samherjum sínum tóninn.
Meira
* PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrra mark Hammarby sem sigraði Sundsvall , 2:0, í Svíþjóð í gær. Nokkuð á þriðja þúsund manns fylgdust með leiknum þó aðeins væri um æfingaleik að ræða.
Meira
ÁRNI Gautur Arason og félagar hans í Manchester City sóttu ekki gull í greipar granna sinna á Old Trafford þegar Manchesterliðin öttu kappi í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Árni Gautur þurfti fjórum sinnum að hirða knöttinn úr neti sínu en kollegi hans í marki United, Tim Howard, tvívegis.
Meira
VALENCIA var hálfri mínútu frá því að verða fyrsta liðið til að leggja stjörnum prýtt lið Real Madrid að velli á Bernebau-leikvanginum glæsilega í Madríd í gærkvöld þegar toppliðin í spænsku 1. deildinni öttu kappi.
Meira
SPÁNVERJINN Jose Antonio Reyes er kominn í guða tölu hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir sigurleik liðsins á Chelsea, 2:1, í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Highbury í gær. Hinn tvítugi Reyes skoraði bæði mörk Arsenal í síðari hálfleik eftir að Rúmeninn Adrian Mutu hafði náð forystunni fyrir Chelsea.
Meira
STÓRLEIKUR Stefans Kretzschmars fyrir Magdeburg gerði gæfumuninn fyrir liðið þegar það vann mikilvægan eins marks sigur á ungverska liðinu Pick Szeged, 31:30, á útivelli í 8-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik.
Meira
THEODÓR Elmar Bjarnason, knattspyrnumaðurinn efnilegi úr KR, fór í gær til hollenska úrvalsdeildarfélagsins Heerenveen og verður þar til reynslu út þessa viku.
Meira
GIOVANNI Trappatoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, valdi þrjá nýliða í landsliðshóp sinn sem mætir Tékkum í vináttuleik á miðvikudaginn. Nýliðarnir eru Stefano Bettarini og Sergio Volpi, liðsmenn Sampdoria, og Simone Barone frá Parma.
Meira
Reykjanesbær - Fasteignasalan Ásberg er nú með í sölu einbýlishús við Baugholt 11 í Keflavík. Húsið er byggt árið 1971 og er á tveim hæðum, 272,2 fm, ásamt 49 fm bílskúr.
Meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason byrjuðu búskap í borg rottufangarans í Þýskalandi, en nú hafa þau skotið rótum í Hafnarfirði. Guðlaug Sigurðardóttir forvitnaðist um fyrstu búskaparár þeirra.
Meira
Hin hefðbundna kjarnafjölskylda - "mamma, pabbi, börn og bíll", eins og titill vel þekktrar barnabókar vísar til - er fyrir löngu orðin minnihlutafyrirbæri í borgarsamfélagi nútímans og hef ég orðið þess var að þessi staðreynd virðist koma...
Meira
Brátt hefjast framkvæmdir samkvæmt deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði á Hallormsstað, Austur-Héraði, en úthlutun íbúðarlóða á svæðinu hófst fyrir nokkru. Samkvæmt deiliskipulagi verður 21 lóð á þessu nýja svæði við göturnar Fjósakamb og Réttarkamb.
Meira
Radíóbær, Ármúla 38 MORPHY RICHARDS 47004 Tvöföld kaffivél sem hellir upp á 6 bolla: Venjulegt kaffi, espresso og cappuccino. Mjólkurfreyðir. Tilboðsverð kr....
Meira
Akranes - Hjá Fasteignamiðlun Vesturlands er nú til sölu stórt einbýlishús með tvöföldum bílskúr við Reynigrund 30 á Akranesi. Húsið er hæð og kjallari, 289 ferm. að stærð, og bílskúrinn er um 50 ferm. með tvennum stórum dyrum.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Garður er nú með til sölu 4ra herbergja endaíbúð á efstu íbúðarhæð og í risi í góðu fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað í vesturbænum. "Stærð íbúðar er 108,9 ferm.
Meira
Deiliskipulagi er nú lokið fyrir fyrirhugaða 18 hæða nýbyggingu við Smáratorg í Kópavogi og framkvæmdir gætu hafizt í sumar. Magnús Sigurðsson kynnti sér þetta háhýsi, sem verður ein hæsta bygging landsins.
Meira
Fasteignasalan Hóll á Egilsstöðum er nú með í sölu stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Níunnar á Egilsstöðum. Eignin er á þrem hæðum og er nú mismunandi þjónusta þar í gangi. Eignin er í heild ca 1.400 fm.
Meira
Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkaði í janúar með þeim afleiðingum, að gengi þeirra lækkaði töluvert. Að undanförnu hefur þessi þróun snúizt við og síðustu vikur hefur á ný myndazt yfirverð á húsbréfum. Hinn 1. júlí nk.
Meira
Það er mikið búið að lofsyngja jarðvarmann, þetta gull okkar Íslendinga, í þessum pistlum. Þrátt fyrir það skal það gert einu sinni enn, því það er sannarlega góð vísa sem verður aldrei of oft kveðin.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.