NAFNI Hf. Eimskipafélags Íslands var á aðalfundi félagsins í gær breytt í Burðarás hf. Þá fékk dótturfélagið Eimskip ehf. nafnið Eimskipafélag Íslands.
Meira
"VIÐ munum aldrei beygja okkur fyrir ofbeldi hinna fáu," sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er hann minntist þess í gær, að ár er liðið frá innrásinni í Írak.
Meira
"VIÐ vöknuðum upp við þessi voveiflegu tíðindi snemma morguns og fyrstu fréttir voru þá þegar að hópur ungs fólks sem var að fara í skíðaferð norður undir landamærin að Rússlandi hefði orðið fyrir þessu hörmulega slysi," sagði Jón Baldvin...
Meira
FYRRVERANDI spunameistari Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, réð því, að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri hjá Manchester United, var sleginn til riddara árið 1999.
Meira
MANNSKÆÐASTA umferðarslys í sögu Finnlands varð í fyrrinótt, er fullhlaðinn vörubíll með tengivagn og rútubifreið lentu í árekstri í hálku í Mið-Finnlandi. Tuttugu og fjórir létu lífið í slysinu, nær allt ungmenni frá Helsinki á leið í skíðaferðalag.
Meira
RÚMLEGA tvítugur karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifhjóli með þeim afleiðingum að hann keyrði á gám og hentist síðan utan í gáminn. Hjólið lenti ofan á manninum. Maðurinn mun ekki hafa verið með hjálm.
Meira
VERIÐ er að rannsaka grun um stórfelld fjársvik hjá Landsbankanum í Keflavík. Grunurinn beinist að því að starfsmaður bankans hafi tekið í sínar hendur nokkrar milljónir króna.
Meira
RJÓÐUR í Kópavogi, heimili fyrir langveik börn, verður í dag afhent Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Velferðarsjóður barna á Íslandi leggur til stofnkostnað en heilbrigðisráðuneytið mun standa straum af rekstri.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það ljóst að á undanförnum mánuðum hafi glæpahringir reynt að nota Ísland sem flutningsland fyrir mansal og ýmislegt bendi til að slík starfsemi geti náð fótfestu hér á landi.
Meira
ÓLAFUR Ólafsson, stjórnarformaður SÍF, segir að stjórn SÍF telji mikilvægt að SÍF og SH standi saman um að tryggja samkeppnisstöðu sína á erlendri grund og að sölustarf á íslenskum sjávarafurðum verði sem mest á forræði Íslendinga.
Meira
Bandaríska lögspekinga greinir á um hvort varnarkostnaður Jeffreys Skillings, fyrrverandi yfirframkvæmdastjóra Enron-stórfyrirtækisins, sé óhóflegur, og benda sumir á, að málin á hendur honum séu fjölmörg, og einhver þau flóknustu og umfangsmestu sem um getur í Bandaríkjunum.
Meira
Fljót | Leikfélag Siglufjarðar hefur undanfarna tvo mánuði æft leikritið Silfur hafsins. Höfundur þess er Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður.
Meira
BÚIÐ er að ákveða hverjir koma til með að skrifa um þá sem gegnt hafa embætti ráðherra Íslands eða forsætisráðherra frá upphafi í bókinni Forsætisráðherrar Íslands.
Meira
FYRIR nokkru gerðu eigendur Dýrheima, sem eru umboðsaðilar Royal Canin-hundafóðurs á Íslandi, stuðningssamning við Björgunarhundasveit Íslands. Styrkurinn felur m.a.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 202 orð
| 1 mynd
HELST mætti halda að menn hafi ruglast í árstíðum þegar sést til bænda að raka og binda rúllur um miðjan marsmánuð. Það var þó ekki svo á bænum Hvítárholti á miðvikudag, heldur var unnið að því að ná í hús strandreyr sem ekki hafði náðst síðasta haust.
Meira
Bútasaumshátíð í Gerðubergi Laugardaginn 20. mars kl. 14-17 verður basar/flóamarkaður og opið hús hjá Íslenska bútasaumsfélaginu í Gerðubergi í tengslum við aðalfund félagsins. Aðalfundurinn verður í stóra fundarsalnum í Gerðubergi kl.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 1783 orð
| 1 mynd
Rjóður, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, verður opnað í Kópavogi í dag. Velferðarsjóður barna á Íslandi leggur til stofnkostnað en heilbrigðisráðuneytið rekstrarfé. Guðni Einarsson ræddi við Ingibjörgu Pálmadóttur framkvæmdastjóra og Kára Stefánsson, stjórnarmann í Velferðarsjóði barna á Íslandi.
Meira
ÞRÍR 19 ára piltar voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi hver í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir vopnað rán í versluninni Bónus við Smiðjuveg í Kópavogi að kvöldi mánudagsins 8. desember sl.
Meira
Skyndihjálparnámskeið og sýnikennsla í fyrstu hjálp var haldið í húsnæði Félagsstarfs aldraðra í Borgarnesi sl. föstudag. Þátttaka var góð og voru yfir 50 eldri borgarar viðstaddir.
Meira
Það vakti að vonum athygli þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti því yfir sl. mánudag að hann hygðist taka virkari þátt í umræðum um þjóðfélagsmál yrði hann endurkjörinn í júní næstkomandi.
Meira
Ýmsir stjórnmálamenn, Morgunblaðið og fleiri hafa sérstakar áhyggjur af þróun viðskiptalífsins þessi misseri. Umræðan tekur á ýmsum hliðum viðskiptalífsins þó seint verði sagt að hún sé skipulögð umræða um almennan ramma þess.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 663 orð
| 1 mynd
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að við einkavæðingu ríkisviðskiptabankanna hafi völdum aðilum verið afhent meirihlutaeign í bönkunum strax í byrjun.
Meira
FJÖRUTÍU til fimmtíu ný störf gætu orðið til í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga gangi áætlanir eftir um framleiðslu þar á magnesíumjárnblendi, en það er mun mannaflafrekari starfsemi en sú sem fyrir er.
Meira
FORSETI og varaforseti Taívans lifðu af skotárás í gær, daginn fyrir forsetakosningar og eftir mjög harðvítuga kosningabaráttu. Ákveðið var að fresta ekki kosningunum þrátt fyrir tilræðið.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 126 orð
| 1 mynd
Akranes | Fritz H. Berndsen hefur verið fastráðinn yfirlæknir á handlækningadeild Sjúkrahúss Akraness, SHA. Tekur hann við starfi Magnúsar E. Kolbeinssonar en staðan var auglýst laus til umsóknar í lok desember s.l. Frá þessu er greint á vefsíðu SHA.
Meira
Fyrsta skóflustungan | Framkvæmdir við byggingu nýs grunnskóla í Innri-Njarðvík hefjast í dag. Tvö sjö ára börn, væntanlegir nemendur við skólann, taka fyrstu skóflustunguna klukkan 14 og njóta við það verk aðstoðar bæjarstjórans.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 145 orð
| 2 myndir
FORSVARSMENN og stjórnendur Samherja buðu Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og yfirmönnum hjá Gæslunni í gær til hádegisverðar um borð í togaranum Vilhelmi Þorsteinssyn við Vogabakka í Reykjavík.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 830 orð
| 2 myndir
UPPLÝSINGATÆKNI á heilbrigissviði, heilsufar í greipum tækni og samskipti í netheimum voru meðal umfjöllunarefna í málstofum á þverfaglegri ráðstefnu; Tæknin í samfélaginu, samfélagið í tækninni, sem lauk í Háskóla Íslands í gær.
Meira
Hvammstangi | Mörg félagasamtök beina kröftum sínum að bættum búnaði á heilbrigðisstofnunum á sínu félagssvæði. Er oft um að ræða mjög mikilvægan búnað, sem ella væri erfitt að eignast.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 619 orð
| 2 myndir
Allt að fjórar milljónir manna, einkum konur og börn, eru seldar mansali á ári hverju, oftast til kynlífsþrælkunar. Hagnaður af mansali er áætlaður 5-7 milljarðar bandaríkjadala ár hvert og ætla Sameinuðu þjóðirnar að mansal sé sú skipulagða glæpastarfsemi sem sé í mestum vexti í heiminum. Nína Björk Jónsdóttir sat ráðstefnu utanríkisráðuneytisins í gær.
Meira
20. mars 2004
| Akureyri og nágrenni
| 233 orð
| 1 mynd
HAMINGJUÓSKUM hefur rignt inn á skrifstofu Samherja síðustu daga, blómakörfur berast, skeyti, tölvupóstur og þá hafa margir hringt til fyrirtækisins og lýsa menn ánægju sinni með gifturíka björgun Baldvins Þorsteinssonar EA, sem strandaði á Skálarfjöru...
Meira
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd til að vinna að því að tryggja varðveislu og uppbyggingu og kynningu á þeim menningarsögulegu verðmætum sem fólgin eru í kirkjugarðinum við...
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 734 orð
| 1 mynd
Ásdís Ýr Pétursdóttir er verkefnastjóri á markaðs- og kynningarsviði HR. Áður starfaði hún í London hjá tæknifyrirtækinu Matrox VITE og hjá Hotwire PR. Ásdís er með BA-próf í almannatengslum frá Mount Saint Vincent University í Kanada en stundaði einnig tungumálanám við Ruprecht-Karls-Universität Heidelberg í Þýsklandi og við Universidad de Salamanca á Spáni. Ásdís er stúdent frá VÍ og er fædd í Reykjavík, 17. mars 1976.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 588 orð
| 1 mynd
Þeir sem fylgdust með umræðum á Alþingi í upphafi vikunnar fengu smáinnsýn í störf alþingismanna á alþjóðavettvangi. Þingmenn gáfu nefnilega þá skýrslur um störf sín hjá hinum ýmsu alþjóðanefndum Alþingis á liðnu ári.
Meira
Hveragerði | Mikil þátttaka í Stóru upplestrarkeppninni varð til þess að Suðurlandi var skipt í þrjú svæði. Í vikunni fóru fram úrslit í vesturhluta Suðurlands. Í þeirri keppni taka þátt skólarnir á Árborgarsvæðinu, Þorlákshöfn og Hveragerði.
Meira
ANNELI Jäätteenmäki, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, var í gær sýknuð í undirrétti af ákæru um að hafa með ólöglegum hætti komist yfir og nýtt sér leynileg skjöl ríkisstjórnarinnar um Íraksstríðið þegar hún var leiðtogi stjórnarandstöðunnar.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 115 orð
| 1 mynd
RÚSSINN Anatoly Karpov er fallinn úr keppni á Reykjavík Rapid-skákmótinu sem fram fer í Nasa við Austurvöll þessa dagana. Karpov tapaði fyrir landa sínum Alexey Dreev í annarri umferð mótsins sem fram fór í gær.
Meira
Laxamýri | Bullukollur er blað sem gefið er út í Aðaldal og er að koma út í fjórða sinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað útgefendurnir eru af yngri kynslóðinni, þ.e. í 6. og 7. bekk Hafralækjarskóla.
Meira
Reykjanesbær | Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ boðar til framkvæmdaþings næstkomandi mánudag, klukkan 16 til 19. Þingið verður haldið á veitingahúsinu Ránni við Hafnargötu 19a og er öllum opið.
Meira
Keflavík | "Við höfum báðar reynslu af því að starfa í heimahúsi og í þessu leiguhúsnæði hér og við erum sammála um að þetta húsnæði henti mun betur í daggæslu heldur en heimili okkar," sögðu dagmæðurnar Fjóla Hilmarsdóttir og Ragnhildur...
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 105 orð
| 1 mynd
Keflavík | Ævintýri voru viðfangsefni nemenda sem fram komu á árshátíð Holtaskóla. Árshátíðin var haldin í Íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut og var fjölmenni. Nemendur í bekkjum með slétta tölu, það er að segja í 2., 4., 6., 8. og 10.
Meira
20. mars 2004
| Akureyri og nágrenni
| 98 orð
| 2 myndir
ÞAÐ voru bæjarbúum á Akureyri nokkur viðbrigði að vakna upp í gærmorgun við alhvíta jörð. Tíð hefur verið einstök undanfarnar vikur og blóm og runnar hafa tekið upp á því að springa út á miðjum vetri. En það er ekki öruggt á meðan enn er rétt miður mars.
Meira
Líknar- og vinafélagið Bergmál hefur opið hús á morgun, sunnudaginn 21. mars, kl. 16, í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17, 2. hæð. Gestur fundarins verður Karl Matthíasson. Drífa og Sólveig Thoroddsen leika á fiðlu og hörpu.
Meira
Selfoss | "Fræðslunet Suðurlands hefur fengið góðar móttökur á Suðurlandi og hefur það sýnt sig að það hefur mikilvægu hlutverki að gegna og stendur fyrir hlutum sem aðrir eiga ekki kost á að standa fyrir.
Meira
20. mars 2004
| Höfuðborgarsvæðið
| 619 orð
| 2 myndir
Reykjavík | Alþjóðlegu sjálfboðaliða- og fræðslusamtökin AFS standa nú fyrir menningarhelgi skiptinema sem dvelja hér á landi á vegum samtakanna.
Meira
AÐGERÐIR til sparnaðar sem nú er unnið að á Veðurstofu Íslands hafa ekki áhrif á fyrirætlanir um að setja á fót miðstöð snjóflóðarannsókna á Ísafirði. Þetta er haft eftir Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra á fréttavef BB á Ísafirði.
Meira
Parakeppni | Skákfélag Akureyrar heldur sína árlega parakeppni á sunnudag, 21.mars kl. 14. Keppendum er þar skipað saman í pör eftir skákstigum og hraðskákir tefldar. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni og eru allir...
Meira
DAVÍÐ Bjarnason, stundakennari við Háskóla Íslands og doktorsnemi í mannfræði, fjallaði um farsímatæknina og þá miklu útbreiðslu sem farsíminn hefur náð á síðustu árum á málstofu um Samskipti í netheimum, á ráðstefnu um tækni í samfélaginu í HÍ í gær.
Meira
ANGEL Acebes, innanríkisráðherra fráfarandi ríkisstjórnar Spánar, sagði í gær að hún hefði ekki logið þegar hún kenndi aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, um hryðjuverkin í Madríd í vikunni sem leið.
Meira
"ATBURÐIR af þessu tagi, sem eru ekkert annað en þjóðernishreinsanir, geta ekki gengið," sagði Gregory Johnson aðmíráll og yfirmaður NATO-herjanna í Suður-Evrópu í gær um átökin milli Serba og Albana í Kosovo.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 750 orð
| 1 mynd
EMBÆTTI ríkislögreglustjóra lagði í gær fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um gæsluvarðhald til loka apríl nk. yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa komið líki Litháans Vaidas Jucevicius í höfnina í Neskaupstað.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 178 orð
| 1 mynd
Í KJÖLFAR morðsins á Gunnari S. Tryggvasyni, sem skotinn var til bana með sjálfvirkri skammbyssu í leigubifreið sinni á Laugalæk í janúar árið 1968, skoraði lögreglan á fólk að afhenda öll ólögleg skotvopn.
Meira
SORPEYÐING Eyjafjarðar horfir nú til jarðarinnar Syðri-Bakka, norðan Dysness í Arnarneshreppi, sem hugsanlegan stað fyrir sorpurðun fyrir sveitarfélög í firðinum.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 109 orð
| 1 mynd
Samfylkingardagar svokallaðir voru haldnir á Akureyri um síðustu helgi. Níu þingmenn flokksins fóru þá norður ásamt starfsmönnum flokksins, heimsóttu Háskólann, Menntaskólann og Verkmenntaskólann, þar sem rætt var við nemendur og kennara.
Meira
NÝKJÖRINN forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði á fimmtudaginn að hann væri hlynntur því að hjónabönd samkynhneigðra yrðu lögleidd og kvaðst reikna með að leggja fram lagafrumvarp þar um.
Meira
SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur og Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps hafa undirritað samning um stofnun og rekstur Náttúrustofu Norðausturlands, sem hefur aðsetur á Húsavík.
Meira
MAÐUR hefur gefið sig fram við lögregluna á Selfossi sem segist hafa tekið upp í bíl sinn ungan dreng við Biskupstungnabraut á Selfossi sl. mánudag og ekið með hann til Hveragerðis.
Meira
20. mars 2004
| Erlendar fréttir
| 313 orð
| 2 myndir
COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hrósaði bandarískum hermönnum og starfsmönnum hernámsliðsins í Írak þegar hann ávarpaði þá í Bagdad í gær í tilefni af því að ár er liðið frá því að stríðið í Írak hófst.
Meira
Húsavík | Hin árlega upplestrarhátíð var haldin á dögunum í Safnahúsinu á Húsavík. Þar öttu kappi tíu nemar úr sjöunda bekk grunnskólanna í Suður-Þingeyjarsýslu.
Meira
Skapadægri lýkur | Sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns L. Halldórssonar í Gallerí+ við Brekkugötu 35 lýkur á sunnudag kl. 18. Þetta er skúlptúrsýning sem ber nafnið Skapadægur.
Meira
ÞEGAR hún Jane Blake svaraði spurningu prestsins játandi með skjálfandi röddu, var ekki alveg ljóst hvort hún skalf af ástarþrá eða var beinlínis að deyja úr kulda.
Meira
SKÓGFRÆÐINGAFÉLAG Íslands var stofnað 12. mars sl. Markmið félagsins er að efla samheldni skógfræðinga bæði faglega og félagslega. Félagið mun beita sér fyrir kynningu á starfsvettvangi og menntun skógfræðinga auk endurmenntunar fyrir félagsmenn.
Meira
UM 49 þúsund skotvop eru skráð hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Árið 1995 var fjöldi skráðra skotvopna um 33.800 og hefur skotvopnum því fjölgað um 45% á tæpum áratug.
Meira
Hvammstangi | Í vetur hefur verið unnið að stefnumótun um atvinnumál í Húnaþingi vestra, að frumkvæði sveitarfélagsins. Samið var við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og var Ásgeir Jónsson ráðinn verkefnisstjóri.
Meira
Winston Churchill lét einhvern tíma svo um mælt að það væri aðeins eitt verra en að þurfa að heyja stríð með öðrum þjóðum, og það væri að þurfa að heyja stríð án bandamanna.
Meira
SIGURÐUR Örn Hektorsson geðlæknir mun kynna nýjungar á fyrirkomulagi þjónustu við geðsjúka utan sjúkrahúsa, á fræðslufundi Geðhjálpar sem haldinn verður í dag.
Meira
Sögugöngur og útivist á Kirkjubæjarklaustri á páskum Í dymbilviku og á páskum verður á Kirkjubæjarklaustri dagskrá sem nefnist "Sigur lífsins" og samanstendur af sögugöngum og útivist á söguslóðum og helgihaldi.
Meira
20. mars 2004
| Akureyri og nágrenni
| 291 orð
| 1 mynd
VALGERÐUR H. Bjarnadóttir fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu er að vinna í því að fá greiddan út sinn ráðningarsamning sem framkvæmdastýra en hún telur sig eiga inni 18 mánaða laun.
Meira
Upplestrarkeppni | "Stóra upplestrarkeppnin" var haldin í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar á dögunum. Þar lásu krakkar úr 7. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla sögur og ljóð fyrir áheyrendur. Valdi síðan dómnefnd þrjá sigurvegara keppninnar.
Meira
EIGENDUR húsvísku sjónvarpsstöðvarinnar hafa náð samningum við Útvarp Sögu um dreifingu á útsendingum þeirra á sjónvarpsrás stöðvarinnar. Útsendingarnar eru þegar hafnar.
Meira
20. mars 2004
| Höfuðborgarsvæðið
| 113 orð
| 1 mynd
Hafnarfjörður | Nemendur og kennarar við Engidalsskóla brutu, í vikunni sem leið, upp hefðbundna stundaskrá og höfðu þemadaga, en í ár var tekið fyrir einn einfaldasti, en um leið mikilvægasti hluti mannlegrar tilveru, vatnið.
Meira
Í kvöld verður hagyrðingakvöld í Íþróttahöllinni á Húsavík, þar sem aflað er fjár til kaupa á Hjartaþolprófunartæki fyrir Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Meira
RANNSÓKN er hafin á verklagi hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík eftir að í ljós kom að fjármunir sem lögreglan lagði hald á vegna rannsóknar á fíkniefnamáli rötuðu inn á reikning í eigu lögreglumanns sem starfaði við deildina.
Meira
ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnrýndu harðlega frumvarp um raforkulög sem iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, mælti fyrir á Alþingi í vikunni.
Meira
Yngismannadagur | Stjórn Laufáshópsins hefur ákveðið að gera Yngismannadaginn, fyrsta dag einmánaðar að hátíðisdegi sínum, en hann er nú 23. mars. Af þessu tilefni verður samkoma í Laxdalshúsi og hefst hún kl. 20.30.
Meira
TÓNLEIKAR til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur verða haldnir í sal Tónlistarskólans á Akureyri, Hvannavöllum 14 á mánudagskvöld, 22. mars og hefjast þeir kl. 20.
Meira
20. mars 2004
| Innlendar fréttir
| 1240 orð
| 1 mynd
EYJÓLFUR Kristjánsson, lögfræðingur hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, segir að engin leið sé að ákvarða hversu mörg fórnarlömb mansals fari um Keflavíkurflugvöll á ári hverju.
Meira
Það er augljóslega liðin tíð, að Íslendingar starfi einvörðungu utan átakasvæða. Í Morgunblaðinu í gær var birt frásögn Fróða Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Pristina-flugvelli í Kosovo, af átökunum, sem þar standa yfir.
Meira
Vefþjóðviljinn vísar í umfjöllun The Economist í síðustu viku um það hvort jöfnuður hafi aukist eða minnkað í heiminum. "Það er með þetta álitamál eins og svo mörg önnur að með góðum vilja má komast að svo að segja hvaða niðurstöðu sem er.
Meira
Í umræðum hér á Íslandi um hugsanlega ógn, sem okkur Íslendingum kunni að stafa af hryðjuverkamönnum, hefur athyglin mjög beinzt að því, hvort varnarlaust Ísland gæti staðið frammi fyrir því, að hópur hryðjuverkamanna kæmi hingað í flugvél og hertæki...
Meira
Alliance française, Tryggvagötu 8 kl. 11 Árleg samkeppni í flutningi ljóða fyrir framhaldsskólanemendur í frönsku. Átján nemendur víðs vegar að úr framhaldsskólum landsins munu flytja utanbókar mörg af þekktustu ljóðum franskra bókmennta.
Meira
Elskulegu leikhúsgestir, litlir, stórir, langir, stuttir, hnöttóttir og ílangir, ungir, gamlir, stelpur, strákar, kerlingar, karlar, dömur og herrar! Til hamingju með alþjóðlegan leikhúsdag barna.
Meira
CANNES -hátíðinni lýkur í ár með nýrri stórmynd eftir framleiðandann og nú kvikmyndaleikstjórann Irwin Winkler um líf Coles Porters . Myndin heitir De-Lovely og fer Kevin Kline með hlutverk þessa mikla dægursöngvaskálds.
Meira
Leiksýninginn Le'Sing eða Syngjandi þjónar hefur slegið í gegn og gengið afar vel síðan frumsýnt var á Litla sviðinu í Broadway fyrir einu og hálfu ári. Í sýningunni þjóna leikarar til borðs á milli þess sem þeir bregða á leik með söng, dansi og sprelli.
Meira
FRAMLAG Íslendinga til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2004, lagið Heaven, verður frumflutt ásamt myndbandi í þætti Gísla Marteins Baldurssonar í Ríkissjónvarpinu í kvöld.
Meira
INN Í völundarhúsið - Ferð um höllina á Knossos er yfirskrift fyrirlestrar sem breski fornleikafræðingurinn dr. Gareth Owens heldur í Odda, stofu 101, kl. 14 í dag. Dr.
Meira
Þátt tóku hljómsveitirnar Bertel, Jemen, Costal Ice, Vipera, Touch the Tiger, The Royal Fanclub, Hopeless Regret, Enn ein sólin, Kviðsvið og Underground. Haldið í Tjarnarbíói.
Meira
STEFÁN Boulter opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 15. Einnig opnar Jan Ove Tuve sýningu á þrykki í Rauðu stofunni. Stefán kennir list sína við kitch sem hefur verið þýtt sem "listlíki".
Meira
5ta HERDEILDIN spilar þjóðlagaskotið pönk og á að baki eina plötu, samnefnda sveitinni, sem út kom haustið 2002. Kjarni sveitarinnar er í dag skipaður þeim Gísla "gímaldin" Magnússyni, Lofti S.
Meira
Morgunhanar og eitilharðir aðdáendur Formúlu 1 ættu að kætast því eldsnemma á sunnudagsmorguninn verður bein útsending frá kappakstrinum í Sepang í Malasíu í sjónvarpinu.
Meira
SKEMMTILEG rómantísk gamanmynd þar sem ástin er skoðuð út frá sjónarhorni karlmannsins. Rob Gordon er plötubúðareigandi á fertugsaldri sem hefur þroskast fremur hægt.
Meira
Sýningin Manyfacture eða Margleiðsla verður opnuð í Nýlistasafninu í dag kl. 17, en sýningin er afrakstur samvinnu átta listamanna sem kynntust í námi sínu við Listakademíuna í Malmö.
Meira
SENNILEGA var það tilviljun að það bar upp á svipaðan tíma að kynnt var í fjölmiðlum niðurstaða rannsóknar um að umhverfishyggja Íslendinga væri að minnka og að leiðrétta þurfti fulltrúa svokallaðra umhverfisverndarsinna oftar en einu sinni um hvað birst...
Meira
FYRIR skömmu sá ég í Discoveryþætti í sjónvarpi fjallað um gatnagerð og aðrar samgöngubætur í Boston í Bandaríkjunum. Sýnd var meðal annars sex akreina hraðbraut í borginni sem ætlunin var að grafa niður og síðan skyldi tyrft yfir og tré gróðursett.
Meira
NÝLEGA fór ég að sjá uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Draumalandinu. Ég er nú enginn sérfræðingur í leiklist en hef gaman af því að fara í leikhús.
Meira
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.(Ingibjörg Sigurðardóttir.
MeiraKaupa minningabók
20. mars 2004
| Minningargreinar
| 4908 orð
| 1 mynd
Ásta Sylvía Björnsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. janúar 1971. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki miðvikudaginn 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Oddný Finnbogadóttir bókasafnsfræðingur f. 11.
MeiraKaupa minningabók
Bergljót Björg Óskarsdóttir fæddist á Hnappstöðum á Skagaströnd 18. desember 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Blönduóss 22. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hólaneskirkju 28. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Björg Beinteinsdóttir fæddist í Grafardal 5. maí 1914 (15. apríl í kirkjubókum). Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Beinteinn Einarsson frá Stóra-Botni og Helga Pétursdóttir frá Draghálsi.
MeiraKaupa minningabók
20. mars 2004
| Minningargreinar
| 2276 orð
| 1 mynd
Húnbogi Þorleifsson fæddist á Svínhólum í Bæjarhreppi í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu 28. október 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. mars síðastliðinn. Foreldrar Húnboga voru hjónin Þorleifur Bjarnason bóndi á Svínhólum, f. 7.
MeiraKaupa minningabók
20. mars 2004
| Minningargreinar
| 2310 orð
| 1 mynd
Jón Árnason fæddist á Syðri-Á í Ólafsfirði 27. júní 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 10. mars síðastliðins. Foreldrar hans voru Árni Jónsson útvegsbóndi á Syðri-Á, f. þar 15. febrúar 1888, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Lárus Jóhann Ólafur Jóhannsson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 2. október 1924. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 8. mars síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
20. mars 2004
| Minningargreinar
| 2539 orð
| 1 mynd
Nikulás Klásen Andrés Jensson fæddist í Sviðnum á Breiðafirði 18. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík fimmtudaginn 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jens Elías Nikulásson bóndi í Sviðnum og Svefneyjum, f. í Hvallátrum 21.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Jóhannesdóttir fæddist í Litla-Laugardal í Tálknafirði hinn 2. nóvember 1905. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 11. mars síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
ÓLAFUR Ólafsson, stjórnarformaður SÍF, segir að stjórn SÍF telji mikilvægt að íslensku fyrirtækin, SÍF og SH, standi saman um að tryggja samkeppnisstöðu sína á erlendri grund og að sölustarf á íslenskum sjávarafurðum verði sem mest á forræði Íslendinga.
Meira
SAMANLAGÐAR tekjur stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands lækkuðu á síðasta ári um 12%. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að samanlagðar tekjur fyrirtækjanna voru 57,1 ma.kr.
Meira
"ÁRIÐ 2003 var viðburðaríkt hjá SÍF eins og svo oft áður. En um leið var það erfitt þar sem afkoman varð ekki í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru til rekstursins á árinu.
Meira
HOLLENSK-breski olíurisinn Royal Dutch/Shell hefur lækkað mat á olíu- og gasbirgðum sínum í jörðu í annað sinn á þremur mánuðum. Í fyrra skiptið lækkaði fyrirtækið mat sitt um 20% og leiddi það til afsagnar stjórnarformanns þess.
Meira
BOGI Pálsson hefur keypt 6,6% eignarhlut í Medcare Flögu og var á aðalfundi félagsins í gær kjörinn í stjórn þess. Bogi, sem er fyrrum forstjóri P.
Meira
TOLLABANDALAG sunnanverðrar Afríku, SACU, gerir ráð fyrir að með samningi við EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu, muni fást betri aðgangur að landbúnaðarmarkaði Evrópu en áður var talið.
Meira
SAMÞYKKT var að breyta nafni Hf. Eimskipafélags Íslands í Burðarás hf. á aðalfundi félagsins í gær. Félagið mun fyrst og fremst beina sjónum að fjárfestingum. Nafni flutningafélagsins Eimskips ehf.
Meira
AÐALFUNDUR Medcare Flögu fór friðsamlega fram og engar athugasemdir voru gerðar við 1,5 milljóna dollara (yfir 100 milljóna króna) frávik í reikningum félagsins frá áætlunum þess, sem upplýst var um í afkomuviðvörun fyrir einum mánuði.
Meira
KRISTINN Björnsson var kjörinn formaður stjórnar Straums fjárfestingarbanka á stjórnarfundi sem haldinn var í framhaldi af aðalfundi félagsins í gær.
Meira
LANDSFRAMLEIÐSLAN á árinu 2003 varð 806 milljarðar og óx að teknu tilliti til verðbreytinga um 4% frá fyrra ári en árið áður hafði hún dregist saman um 0,5% eftir 2,7% vöxt á árinu 2001. Síðustu fimm ár þar á undan var hagvöxturinn 4-5% á ári.
Meira
SAMKVÆMT lauslegri könnun sem Ólafur Nilsson endurskoðandi hjá KPMG hefur gert, og hann kynnti m.a. á ráðstefnu Verslunarráðs Íslands um stjórnarhætti fyrirtækja, hefur reglum Kauphallarinnar um upplýsingagjöf, m.a.
Meira
Sjö hundruð kíló af fitu fuku út í buskann og 100 kíló af vöðvamassa komu í staðinn eftir fimm mánaða heilsuátak um 450 starfsmanna Íslandspósts. Blásið var til uppskeruhátíðar og verðlaun veitt fyrir góðan árangur og breyttan lífsstíl.
Meira
Eftir rúmlega viku af hægðaleysi var málið komið í brennidepil. Við höfðum fengið dropa í apótekinu til að hjálpa þér að leysa vind, en oft sá maður þig rembast og rembast án þess að nokkuð gerðist.
Meira
Hver kannast ekki við að koma heim eftir að hafa komið við í búðinni á leiðinni úr vinnu og henda ólystugum skyndirétti inn í ofn þar sem enginn tími gefst til almennilegrar matseldar?
Meira
Gisting býðst nú á einu fínasta hóteli í heimi við glæsileik sem vart hefur fyrr sést. Nýja hótelið Burj Al Arab rís, að því er sýnist undir seglum þöndum, skammt frá landi í borginni Dubai í Sádi-Arabíu. Í gæðaflokki er það talið 7 stjörnu hótel.
Meira
Grænmeti og fiskur á pönnu 400 g ýsuflök 3 msk hveiti ½ tsk karrý eða fiskikrydd ½ tsk salt 2 msk olía ½ kúrbítur 8-10 sveppir eða lítil dós af niðursoðnum sveppum 1 rauð paprika eða ½ græn og ½ rauð 2-3 meðalstórar gulrætur nokkrir kvistir af brokkólí...
Meira
Lax með kryddjurtum 500 g laxaflak ½ tsk salt ¼ tsk pipar 1 tsk franskt sinnep 1 tsk ferskur sítrónusafi ½ dl ferskt dill eða blandaðar ferskar kryddjurtir ½ dl rifinn ostur 1 eggjahvíta Setjið laxinn í smurt eldfast fat, saltið og piprið.
Meira
Margir þekkja ferska Rana pastað sem er búið að vera á markaðnum í mörg ár. Á röltinu komumst við að því að nýjungar hafa verið að bætast við Rana pasta. Eldamennskan á ekki að taka langan tíma eða frá mínútu og upp í tíu mínútur.
Meira
Kvennagolfferð til Skotlands ÍT ferðir bjóða upp á sérstaka kvennagolfferð til Glasgow dagana 29. apríl til 4. maí. Gist er á hóteli í miðborg Glasgow og farnir 5 golfhringir frá fimmtudegi til mánudags.
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 20. mars, er sjötug Hrefna Magnúsdóttir, textílhönnuður, Beykihlíð 4, Reykjavík. Hún heldur uppá afmælisdaginn með fjölskyldu...
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 20. mars, er áttræð Ásdís Arnfinnsdóttir, Krókahrauni 6, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Þorleifur Finnsson. Ásdís tekur á móti ættingjum á heimili sínu í dag eftir kl....
Meira
SVÍNING er neyðarúrræði sem reyndir spilarar grípa ekki til fyrr en í lengstu lög. Ástæðan er augljós - útkoman ræðst af duttlungum legunnar, en ekki kunnáttu spilarans. Suður gefur; allir á hættu.
Meira
Ferming í Lindasókn verður í Hjallakirkju laugardaginn 20. mars kl. 10.30. Prestur: Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Fermd verða: Andrea Guðmundsdóttir, Brekkuhvarfi 24. Aníta Hauksdóttir, Melahvarfi 13. Annetta Franklín Karlsdóttir, Kórsölum 1.
Meira
Rótgróið sem þöllin í sendnu hjarta landsins er þorp mitt á jörðu. Verkamenn með ryk í hári og marðar hendur, konur sem dilla jarðneskum hlátrum bak við tjöld eldhúsgluggans.
Meira
Í dag er laugardagur 20. mars, 80. dagur ársins 2004, Vorjafndægur. Orð dagsins: Þá birtist honum engill af himni, sem styrkti hann. Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir, en sveiti hans varð eins og blóðdropar, er féllu á jörðina.
Meira
Sjálfsmynd hvers og eins mótast að miklu leyti af útliti. Til að breyta því þarf að styrkja sjálfsmynd unglinga, einstaklinga í mótun, svo það fólk sem samfélagið byggir verði sátt við sjálft sig og geti sagt: "Ég er bara svona."
Meira
Joe er mjög hress miðað við aldur en hann fæddist 25. ágúst 1901. "Ég hef það ágætt en ég fæ bara ekki nógu mikið nautakjöt að borða. Það er samt óskiljanlegt því nóg er til af því vegna þess að þeir eiga í erfiðleikum með að selja það.
Meira
Suðræn sveifla í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ÞAÐ verður mikill léttleiki yfir guðsþjónustu sunnudagsins í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en guðsþjónustan hefst kl. 13.
Meira
Íslandsmótið í 10 dönsum með frjálsri aðferð fór fram sunndaginn 14. mars sl. Í samkvæmisdönsum er keppt í tveimur greinum, þ.e. suður-amerískum dönsum og standard-dönsum, og eru fimm dansar í hvorri grein. Í keppni í 10 dönsum er lagður saman árangur í þeim báðum.
Meira
Víkverja hefur borist bréf frá 15 ára stúlku á Selfossi, Söru Kristínu, sem titlar sig femínista. Ber bréfið með sér yfirskriftina "Víkverji, þú hlýtur að vera að grínast!
Meira
SAMKVÆMT úttekt sparkspekinga á sænska blaðinu Aftonbladet er Auðun Helgason einn af fimm bestu bakvörðum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Allsvenskan. Í umsögn blaðsins um Auðun segir: "Auðun er sterkur leikmaður bæði í vörn og sókn.
Meira
TVÍSÝNT er hvort David James, landsliðsmarkvörður Englands, getur leikið í marki Manchester City á mánudagskvöldið kemur þegar lið hans sækir Leeds heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Meira
BJÖRN Birgisson, kylfingur úr Golfklúbbi Grindavíkur, fór holu í höggi á 4. braut Húsatóftavallar í Grindavík í fyrradag þegar hann var þar að leik með félögum sínum, en sú braut er 180 metrar - erfið par þrjú hola.
Meira
VÆNGBROTIÐ Stjörnulið hafði ekkert í hendurnar á Haukum að gera þegar liðin mættust í Ásgarði í gærkvöld. Haukar komust í 13:1 og 21:3 í fyrri hálfleiknum, staðan í hléi var 25:6, og lokatölur urðu 46:20. Stærstu tölur sem sést hafa í efstu deild í manna minnum, og að sjálfsögðu margfalt met í hinni nýju úrvalsdeild. Samt kipptu Haukar byrjunarliðinu af velli nokkru áður en fyrri hálfleikur var úti og Páll Ólafsson þjálfari þeirra leyfði hinum að spreyta sig leikinn á enda.
Meira
FRAMARAR eru á góðri siglingu í úrvalsdeildinni í handknattleik en sigur þeirra á Val, 27:23, var sá fimmti í síðustu sex leikjum og með honum nánast gulltryggði Safamýrarliðið sér sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn halda þó enn toppsætinum, hafa stigi meira en KA en Framarar sigla lygnan sjó.
Meira
"ÞETTA var einn af okkar bestu leikjum altjént í þessari keppni við spiluðum alveg eins og við ætluðum okkur. Af miklu öryggi og ég er ánægður," sagði Peter Bolin landsliðsþjálfari Íslands eftir 7:1 sigur liðsins gegn Írum í 3.
Meira
HK, með nýjan stjórnanda á bekknum, fyrirliða sinn Vilhelm Gauta Bergsveinsson, burstaði ÍR-inga, 39:28, í Austurberginu í gærkvöldi eftir að heimamenn voru 19:17 yfir í leikhléi. ÍR gerði sem sagt aðeins 9 mörk í síðari hálfleik.
Meira
PAUL Burgess, yfirvallarhirðir á Highbury, heimavelli Arsenal í London, hefur verið í Portúgal undanfarna daga. Burgess, sem hefur oft komið hingað til lands og átt gott samstarf við Jóhann G.
Meira
KA styrkti stöðu sína í efri hluta úrvalsdeildarinnar í handbolta með naumum sigri á Gróttu/KR á Akureyri í gærkvöld. Leikurinn var í járnum lengst af, KA þó nánast alltaf með yfirhöndina en gekk illa að hrista gestina af sér. Lokatölur urðu 33:32 KA í vil og Grótta/KR verður þar með enn að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni.
Meira
*LÁRA Hrund Bjargardóttir, SH, var aðeins 58/100 úr sekúndu frá eigin Íslandsmeti í 200 m fjórsundi á bandaríska háskólameistaramótinu í sundi sem hófst í fyrrinótt að íslenskum tíma í College Station í Texas . Lára synti á 2.
Meira
ÍSLANDSMEISTARALIÐ Keflavíkur í körfuknattleik kvenna stóð í ströngu gegn Grindavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum 1. deildar í gær en meistaraliðið hafði betur, 66:62, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 39:34.
Meira
KNATTSPYRNUVELLIR á Íslandi koma misvel undan vetri svo að vallarstarfsmenn hafa í nógu að snúast við að gera þá klára fyrir átök sumarvertíðar og halda þeim við. Þetta var í umræðu á ársfundi SÍGÍ, Samtökum íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, íLeirunni í gær. Þar hélt erindi Steve Patrick, sem hefur í 16 ár haft umsjón með grasvöllum enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn.
Meira
VEGNA snjóleysis á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal hefur verið ákveðið að flytja alpagreinahluta Skíðamóts Íslands til Siglufjarðar, þar sem aðstæður eru betri nú um stundir til að stunda þær greinar.
Meira
"ÞAÐ er styrkleiki hjá okkur hvað við höfum oft haldið góðri einbeitingu í lok leikja í vetur - og oftar en ekki unnið leikina með góðum leik í fjórða fjórðungi.
Meira
RÚNAR Alexandersson verður ekki á meðal keppenda á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem hefst í dag kl. 15 í Laugardalshöll þar sem keppt verður í fjölþraut. Búist er við því að úrslit í fjölþraut verði til reiðu kl. 17.
Meira
GEYSILEG gleði braust út í Stykkishólmi í gærkvöldi þegar lið Snæfells lagði sterkt lið Njarðvíkinga í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik, 97:87.
Meira
Vissuð þið að það er hægt að búa til fínustu hálsfesti þó maður hafi ekki annað en langt snæri og olíuliti? Það eina sem maður þarf að gera er að binda marga, stóra hnúta á snærið og mála síðan hnútana með olíulitunum.
Meira
Dreki er nýr taflmaður og á að vera beint fyrir framan peðin sem eru á endunum. Þeir eru alls fjórir. Þeir hjálpa öllum og mega fara eins og allir taflmennirnir.
Meira
Það er stundum sagt að krakkar hafi sérstaka hæfileika til að fara inn í ímyndaða ævintýraheima. Flestir gera þetta þegar þeir eru að leika sér en aðrir gera það í dansi eða með því að semja sögur eða ljóð. Í dag erum við svo heppin að fá að birta sögur og ljóð eftir nokkra klára krakka hér á síðunni og nú stingum við bara upp á því að þið hin prófið líka að semja sögu eða ljóð og sendið okkur svo afraksturinn!
Meira
Krakkar! Þetta er nú ekki hægt!! Það eru nokkrir strákar að æfa ballett á Íslandi en við fundum samt engan strák sem var til í að leyfa okkur að taka mynd af sér fyrir blaðið. Vitiði af hverju?
Meira
Aumingja karlinn á myndinni! Þarna situr hann í makindum sínum og er svo niðursokkinn í blaðið sitt að hann tekur ekkert eftir því að það er stórt gat á því.
Meira
Björn Úlfar og Hulda Þórey sömdu þessi fínu ljóð um hvali: Hvalur er oftast svalur. Hvalur heitir maður. Hvalur er oft maður Hvalur er maður. Hvalur veit að hann er maður. Hvalur segir að hann sé maður. Björn Úlfar Hvaldýr eru spendýr.
Meira
Lilja Rúriksdóttir og Sigrún Ósk Stefánsdóttir , sem eru tólf ára, æfa ballett í Listdansskóla Íslands Af hverju fóruð þið að æfa ballett? Sigrún: Ég byrjaði bara þegar ég var lítil af því ég hafði svo mikinn áhuga.
Meira
Hafið þið einhvern tíma séð ballettdansara svífa um á virkilega flottri ballettsýningu? Það er næstum eins og þeir fljúgi um og hafi hreinlega ekkert fyrir því sem þeir eru að gera.
Meira
Jæja, þá er tími veikindanna greinilega runninn upp. Fólk hóstar og hnerrar og snýtir sér og hverfur svo í nokkra daga á meðan það er að berjast við að komast yfir veikindin. Það er eldgamall siður að biðja Guð um að hjálpa þeim sem hnerra.
Meira
Íris María Leifsdóttir, sem er tíu ára, er mjög dugleg að skrifa sögur. Hún skrifaði til dæmis þessa æsispennandi sögu um töfra bóka og bókasafna. Einu sinni var stelpa sem hét Íris. Hún var lofthrædd og þorði varla neinu.
Meira
Svona er fyrsta ljóðið sem Bára samdi en það heitir Bára klára: Ég heiti Bára klára því ég fann lítinn smára. Þá hét ég bara Bára en ég óskaði þess að verða klára Bára og heita Bára klára. Ég vildi verða voða klár. Klárari en Már.
Meira
Lesbók
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 826 orð
| 2 myndir
Mótettukór Hallgrímskirkju flytur verk eftir þýsku barokkmeistarana Johann Sebastian Bach og Dieterich Buxtehude á tónleikum í Hallgrímskirkju um næstu helgi. Af því tilefni segir HALLDÓR HAUKSSON frá heimsókn Bachs til Buxtehudes í Lübeck árið 1705 og vettvangi fundar þeirra, hinni þekktu Maríukirkju.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 359 orð
| 2 myndir
RITHÖFUNDURINN Tom Perrotta beitir hárbeittri hæðni í skrifum sínum um úthverfafjölskyldur í nýjustu bók sinni Little Children , eða Börnin smá eins og heiti bókarinnar gæti útlagst á íslensku.
Meira
Hann gengur út úr húsi sínu Mjög snemma morguns Þessi maður er mjög dapur Það blasir við í andliti hans Allt í einu sér hann gamla Símaskrá í ruslatunnu Gott að drepa tímann þegar maður er dapur Og maðurinn tekur símaskrána Hristir hana flettir henni...
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 801 orð
| 2 myndir
Hvað gerist ef vetnisfrumeind með eina róteind verður fyrir alfasundrun, eru riddarasögur sérstök bókmenntagrein, hvernig er best að finna Pólstjörnuna og hvað er sjálfjónun? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 355 orð
| 1 mynd
DEILUNNI um hvaða skúlptúr skuli prýða fjórðu súluna á Trafalgartorgi í Lundúnum lauk nú í vikunni eftir að Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, tilkynnti að ekki einn skúlptúr heldur tveir muni deila með sér stallinum.
Meira
"En skáldsaga er vissulega spegill, hún er líka hitamælir, viðbragð við tímanum, öllum tímum, hún er muldur, öskur, óróar, kviðrista, hellir í afdal eða þá utan við tímann," segir í þessari grein sem er viðbragð við Neðanmáli síðustu Lesbókar þar sem talað var um fánýti skáldsögulegra skrifa á tímum ógnarverka.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 76 orð
| 1 mynd
HLÍF Ásgrímsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Hún og hún, Skólavörðustíg 17, kl. 15 í dag. Sýningin ber yfirskriftina Ísabrot og segir Hlíf að hún lýsi sjónrænum tilfinningakrafti sem skapast þegar umrót er í aðsigi.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 489 orð
| 1 mynd
Átta listamenn frá Suður-Jótlandi og Suður-Slésvík opna samsýningu í aðalsal Hafnarborgar í dag og sýna þar málverk, teikningar, skúlptúra og innsetningar undir heitinu "Skipið er hlaðið...
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 705 orð
| 5 myndir
Laugardagur Háskólabíó kl. 12.13, 13.30, 14.30 og 15.30 Tónskóli Sigursveins heldur tónleikahátíð þar sem 350 nemendur í hljómsveitum og hópum koma fram undir stjórn kennara sinna. Borgarleikhúsið kl. 15.
Meira
Í lokaorðum doktorsritgerðar sinnar, Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar , segir Gísli Sigurðsson um þá sem skráðu sögur eftir munnmælum: "Fyrirrennarar þeirra hafa um aldir sagt frá sama fólki og sömu atburðum, hver með sínu lagi, og...
Meira
Myndlist Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Stefan Boulter og Jan Ouve Tuv. Til 4. apríl. Gallerí Kling og Bang: Eirún Sigurðardóttir. Til 28. mars. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu: Samsýning fjögurra listakvenna. Til 4. apríl.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 144 orð
| 1 mynd
MÆÐGURNAR Sigrún Guðjónsdóttir og Ragnheiður Gestsdóttir opna sýningu í Hafnarborg kl. 15 í dag. Sýning Rúnu er í Sverrissal og ber heitið Birting. Hún sýnir akrýlmyndir málaðar á handgerðan pappír. Hún sýnir einnig steinleirsmyndir í kaffistofunni.
Meira
Leikhópurinn Á senunni frumsýnir uppfærslu á kabarettverkinu "Paris at night", byggt á ljóðum franska ljóðskáldsins Jacques Prévert, annan sunnudag, 28. mars, á Litla sviði Borgarleik- hússins. Hér er sagt frá skáldinu.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 284 orð
| 1 mynd
Tónleikar á Nýja sviði Borgarleikhússins í dag kl. 15.15 eru undir yfirskriftinni "Ferðalög" og eru þeir seinni tónleikarnir þar sem flutt verður tónlist frá Bretlandseyjum.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 2457 orð
| 1 mynd
"Kærleiksfórn Jesú Krists hefur þegar verið færð og það þarf í sjálfu sér enginn að fara í bíó og sjá þessa mynd til þess að sannfærast um það," segir í þessari grein um kvikmyndina The Passion of the Christ, en höfundur er á báðum áttum um gæði myndarinnar.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 2548 orð
| 2 myndir
Í handritasamningnum milli Íslendinga og Dana sem var undirritaður 1. júlí 1965 er að finna ákvæði um að fullkomlega og endanlega séu útkljáðar allar óskir Íslendinga um afhendingu íslenskra menningarminja frá Danmörku. Sá var hins vegar ekki skilningur íslenskra ráðamanna í raun. Hér er forngripamálið rakið.
Meira
Við þeystum á hraðbáti í um það bil tvær stundir frá landi, þar til landsýn þraut og aðeins djúpblátt hafið og heiður himinn umkringdu bátinn. Þá dró skipstjórinn úr ferðinni, varpaði akkeri og sagði að nú værum við komin á áfangastað.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 782 orð
| 1 mynd
1903 YFIR FJÖLL OG FIRNINDI Í Þjóðólfi 20. mars 1903 var rætt um að "vetrarferðir með hesta austan yfir fjall hingað suður" væru farnar að aukast og því væri orðin þörf á öðru gistihúsi nær Reykjavík en að Kolviðarhóli.
Meira
Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er heiðarlegur maður Ég er...
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 345 orð
| 1 mynd
Einu sinni var kóngur í ríki sínu. Hann vildi fagna sigri í stríði, en eins og alþjóð veit leggja allir kóngar stund á stríð, og skipaði frægu skáldi við hirðina að syngja sigrinum lof.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1235 orð
| 1 mynd
Það skiptir máli fyrir menn að verk þeirra og viðleitni hafi tilgang innan mannlífsins og lífi einstaklings sé lifað í einhverju stærra samhengi sem getur t.d. verið líf fjölskyldu, fyrirtækis, stofnunar, þjóðar eða jafnvel alls mannkyns.
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 842 orð
| 1 mynd
Í Listasafni ASÍ verður opnuð samsýning fjögurra listamanna kl. 14 á morgun. Um er að ræða farandsýningu+ sem nefnist "Spásserað í gegnum spegilinn eða lautarferð á óþekktum stöðum".
Meira
20. mars 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1687 orð
| 1 mynd
Einn erlendra gesta á Myrkum músíkdögum í febrúar sl. var bandaríski stjórnandinn og píanóleikarinn Joel Sachs, en hann kom fram hérlendis með CAPUT-hópnum. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR hitti Sachs að máli og fékk m.a. að heyra um ævintýraleg ferðalög hans til Mongólíu og af hverju hann einbeitir sér einkum að samtímatónlist.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.