Greinar miðvikudaginn 24. mars 2004

Forsíða

24. mars 2004 | Forsíða | 206 orð | 1 mynd

Dæmi um milljóna hækkun

ALÞINGI samþykkti í gær ný lög um almennan 5% erfðafjárskatt sem taka gildi 1. apríl nk. Engan skatt þarf að greiða af fyrstu milljóninni í skattstofni dánarbús. Meira
24. mars 2004 | Forsíða | 192 orð

Formúla fyrir réttri hælahæð

HVE háir eiga hælar á háhæluðum skóm eiginlega að vera? Meira
24. mars 2004 | Forsíða | 147 orð | 1 mynd

Hryðjuverkaógninni ekki sinnt sem skyldi

Í BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUM bandarískrar þingnefndar, sem rannsakað hefur tildrög árásanna 11. september 2001, eru stjórnir George W. Bush forseta og forvera hans, Bills Clintons, gagnrýndar fyrir að hafa ekki gripið til afgerandi aðgerða fyrr gegn... Meira
24. mars 2004 | Forsíða | 184 orð | 1 mynd

Vilja drepa fleiri leiðtoga Hamas

ÍSRAELAR hafa í hyggju að reyna að drepa fleiri úr forystusveit Hamas-samtakanna palestínsku. Þetta sagði Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, í gær en á mánudag drápu Ísraelar Sheikh Ahmed Yassin, andlegan leiðtoga Hamas, með flugskeyti í Gaza-borg. Hamas hefur valið sér nýjan leiðtoga, harðlínumanninn Abdelaziz Rantissi, og hvatti hann vopnaðar sveitir Hamas í gær til "að kenna Ísrael lexíu" og hét þess jafnframt að "Ísraelar myndu aldrei framar þekkja öryggi". Meira

Baksíða

24. mars 2004 | Baksíða | 185 orð

Áminningar ekki orðin tóm

ÁMINNINGAR Seðlabankans til viðskiptabankanna vegna erlendrar lántöku þeirra eru ekki orðin tóm, að því er fram kom í ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Meira
24. mars 2004 | Baksíða | 61 orð | 1 mynd

Fjórlembingar í mars

Hallgrímur Þórhallsson, bóndi á Skriðuklaustri, varð nokkuð undrandi þegar hann uppgötvaði að komin voru lömb í fjárhúsið. Burðartíminn er óvenjulegur því að sauðburður hefst að jafnaði ekki fyrr en í byrjun maí. Meira
24. mars 2004 | Baksíða | 416 orð | 2 myndir

"Þetta hrekkir mig ekki neitt"

MILDI þykir að Sigurbergur Konráðsson, einn af eigendum verktakafyrirtækisins Arnarfells, skyldi sleppa lifandi þegar 50 tonna beltagrafa sem hann vann á í fyrrakvöld hrapaði niður snarbrattar hlíðar Fremri-Kárahnjúks. Meira
24. mars 2004 | Baksíða | 172 orð

Skýrslur ekki birtar nema lög séu brotin

EKKI er hægt að komast yfir yfirheyrsluskýrslur lögreglu nema með ólögmætum hætti, að því er Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir. Tilefnið er að DV birti í gær skýrslu sem lögregla tók af einum sakborninga, Grétari Sigurðssyni. Meira
24. mars 2004 | Baksíða | 332 orð

Stjórnendum boðinn nýr kaupréttur

FYRIR aðalfund KB banka á laugardaginn liggur tillaga um að tveimur af þremur æðstu stjórnendum bankans, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra og Sigurði Einarssyni, starfandi stjórnarformanni, verði boðinn kaupréttur á 812. Meira

Fréttir

24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð

4 mánaða fangelsi fyrir árás á stúlku

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær rúmlega tvítugan mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ganga harkalega í skrokk á 17 ára stúlku í Reykjanesbæ í fyrrasumar. Að mati dómsins var árásin ófyrirleitin og harkaleg og vítaverð. Ákærði neitaði sök. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 1635 orð | 2 myndir

Að verða "bæði og", ekki "hvorki né"

Fullt var út úr dyrum í málstofu Alþjóðahúss og prests innflytjenda undir yfirskriftinni "Hvar á ég heima? - menntun barna og fjölmenningarlíf innflytjenda" í Reykjavík á mánudagskvöld. Anna G. Ólafsdóttir lagði við hlustir og varð margs vísari um efnið. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 243 orð

Allar líkur á vinnustöðvun og átökum

ENGINN árangur náðist í viðræðum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær og var þeim slitið um sexleytið síðdegis eftir fimm tíma fund. Meira
24. mars 2004 | Miðopna | 199 orð | 1 mynd

Alþjóðlegir friðargæsluliðar stuðli ekki að mansali

"ÞAÐ er beisk kaldhæðni að alþjóðlegir hjálparstarfsmenn, lögregla og friðargæslulið, hvort sem þeir tilheyra Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) eða öðrum samtökum, sem eru sendir til að endurbyggja stríðshrjáð lönd sem eiga við ýmis vandamál... Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 192 orð | 2 myndir

Án endurgjalds fyrri hluta tímabils?

HUGSANLEGT er að sýningar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem Skjár einn hefur tryggt sér sýningarréttinn á verði í opinni dagskrá fyrri hluta tímabilsins. Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Beitiskipið Pétur mikli sagt geta sprungið

YFIRMAÐUR rússneska flotans, Vladímír Kúrojedov aðmíráll, sagði í gær að ástand flaggskips flotans, beitiskipsins Péturs mikla, væri svo slæmt að það gæti hvenær sem er "sprungið í loft upp". Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 479 orð | 2 myndir

Blanda af kynlífi, stjórnmálum og trú

VÖRÐURINN við dyrnar að salnum var með M-16 hermannariffil og milli atriða skemmti rapp-tríó með frásögnum af sjálfsmorðingjum sem sprengdu kaffihús, segir í grein í The Washington Post nýverið. Meira
24. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 368 orð

Borgarafundi frestað

Reykjavík | Undirbúningsnefnd borgarafundar um færslu Hringbrautar hefur aflýst borgarafundi, sem fyrirhugaður var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 25. mars næstkomandi. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 147 orð

Byggingarrétturinn boðinn út

SAMÞYKKT var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að að auglýsa uppbyggingu á lóðunum milli Austurhafnarinnar, þar sem fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnuhús á að rísa, og Lækjartorgs. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Börnin gefa birninum nafn

ÞAU virkuðu ekki mjög há í loftinu börnin úr Hvolsskóla með þennan vígalega ísbjörn fyrir aftan sig í anddyrinu að annarri herbergisálmunni á Hótel Rangá. Raunar reyndist ísbjörninn svo stór að fjarlægja varð ljóslampa í loftinu svo hann kæmist þar inn. Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 595 orð | 1 mynd

Dagblöð í Ísrael telja morðið á Yassin réttlætanlegt

DAGBLÖÐ í Ísrael lýstu í gær yfir stuðningi við þá ákvörðun stjórnvalda að drepa Sheikh Ahmed Yassin, andlegan leiðtoga Hamas-samtakanna, sem beið bana í flugskeytaárás á mánudag. Meira
24. mars 2004 | Miðopna | 1009 orð | 2 myndir

Dauði Yassins kyndir undir hatur meðal múslíma

Fréttaskýring | Morð Ísraela á Ahmed Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, hefur verið fordæmt víða um heim og dagblöð í arabaríkjum segja, að ein af afleiðingum þess sé, að tilraunir Bandaríkjastjórnar til að koma á lýðræðislegum umbótum í Mið-Austurlöndum séu endanlega úr sögunni. Þá muni morðið ekki boða gott fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ekkert lát á sinubrunum

EKKERT lát hefur verið á útköllum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna sinubruna þrátt fyrir viðvaranir lögreglu og slökkviliðs. Sex útköll voru eftir hádegið í gær. Eitt útkallið var vegna sinubruna í Fossvogsdal. Meira
24. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 165 orð | 1 mynd

Enn eitt framfaraskrefið

OPNUÐ hefur verið þvagfærarannsóknastofa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og af því tilefni færðu Lionsklúbburinn Ösp, Pokasjóður verslunarinnar og Verkstjórafélag Íslands fé til tækjakaupa fyrir stofuna. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Erfðafjárskattur verður 5%

ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp til laga um erfðafjárskatt. Samkvæmt lögunun nýsamþykktu er erfðafjárskattur 5% en engan skatt skal greiða af fyrstu milljóninni í skattstofni dánarbús. Þá greiðir maki ekki erfðafjárskatt. Lögin taka gildi hinn 1. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 799 orð | 1 mynd

Ég heillaðist gersamlega

Skarphéðinn Þórisson er fæddur í Reykjavík 1954. Líffræðingur frá HÍ 1978 og hóf þá þegar rannsóknir á íslenska hreindýrastofninum á vegum Náttúrufræðistofnunar. Flutti austur á Hérað 1983 og kenndi við ME til 2000, en síðan ráðinn vaktmaður hreindýrastofnsins við Náttúrustofu Austurlands, sem rekin er af Fjarðabyggð. Sambýliskona er Ragnhildur Rós Indriðadóttir og eiga þau þrjú börn, Ingibjörgu Ýri og tvíburana Indriða og Þuríði. Fyrir á Skarphéðinn Árna Val frá fyrra sambandi. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 124 orð

Falsaðir miðar á KoRn í umferð

SKIPULEGGJENDUR tónleika rokksveitarinnar KoRn sem fram fara í Laugardalshöll 30. maí nk. beina því til fólks að kaupa ekki miða á tónleikana á svörtum markaði á vefsíðum, þar sem upp hafi komist um falsaða miða sem seldir hafa verið um Netið. Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 128 orð

Fleiri norræn blöð breyta í smátt brot

ÓSLÓARBLAÐIÐ Aftenposten bætist frá næstu áramótum í hóp norrænna dagblaða sem gefin eru út í svonefndu tabloid-formi, þ.e. sama broti og hefð er fyrir að dagblöð á Íslandi séu prentuð í. Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 232 orð

Fleiri Spánverjar til Afganistan

JOSE Luis Rodriguez Zapatero, sem brátt tekur við embætti forsætisráðherra Spánar, hyggst fjölga í herliði Spánverja í Afganistan til að sýna að stjórn hans hyggist ekki láta sitt eftir liggja í stríðinu gegn hryðjuverkaógninni. Meira
24. mars 2004 | Miðopna | 1268 orð | 1 mynd

Fórnarlömbum mansals verði gefin lagaleg staða

Um tvö hundruð árum eftir að þrælahald var numið úr gildi hefur annars konar þrælahald gert vart við sig. Verslun með fólk, aðallega konur og börn, er sú glæpastarfsemi sem er í hvað örustum vexti í heiminum í dag. Sérfræðingar telja mikilvægt að ráðist verði að öllum hlekkjum keðjunnar. Meira
24. mars 2004 | Suðurnes | 653 orð

Framkvæmt fyrir á sjöunda milljarð í ár

Reykjanesbær | Framkvæmt verður fyrir að minnsta kosti vel á sjöunda milljarð króna í ár í Reykjanesbæ og á Keflavíkurflugvelli. Upphæðin gæti hækkað til mikilla muna ef ráðist verður í verkefni sem verið er að undirbúa. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 163 orð

Fróði andvígur skólagjöldum

AÐALFUNDUR Fróða, félags sagnfræðinema, samþykkti ályktunar þar sem er hafnað öllum tillögum um að skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Frumsýningu frestað | Leikfélag Menntaskólans á...

Frumsýningu frestað | Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur frestað sýningum á spennutryllinum um morðóða rakarann Sweeney Todd fram yfir páska. Frumsýningin verður fimmtudaginn 15. apríl en ekki í kvöld eins og ætlað hafði verið. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Fulltrúar ÓL í Tórínó skoða íslenska hestinn

STAÐFEST hefur verið heimsókn þriggja fulltrúa úr skipulagsnefnd Vetrarólympíuleikanna í Tórínó 2006 hingað til lands 2.-4. apríl til að skoða íslenska hestinn sem mögulegan þátttakanda í ÓL 2006. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Gagnrýndu samningslengd og óttuðust verðhækkanir

EFLING - stéttarfélag efndi til opins félagsfundar í Kiwanishúsinu í Reykjavík í gær þar sem nýgerður kjarasamningur Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins var kynntur. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um samninginn og niðurstöðu er að vænta 29. Meira
24. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 239 orð | 1 mynd

Gefa út eigin ljóð og smásögur

NEMENDUR og starfsfólk Hlíðaskóla hefur sent frá bók með ljóðum og smásögum sem ber heitið Skáldin í Hlíðinni. Allir 16 nemendur skólans og 11 starfsmenn leggja til efni í bókina en hún er gefin út til styrktar vorferðasjóði nemenda. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð | 2 myndir

Gljáfægðir veggir íshella

TVEIR íshellar, sem fundust á Langjökli fyrir um ári, hafa tekið á sig nýja mynd og eru öllu tignarlegri nú en áður. Meira
24. mars 2004 | Suðurnes | 212 orð | 1 mynd

Háhýsi við Keflavíkurhöfn

Keflavík | Hafin er bygging á sjö hæða fjölbýlishúsi við Pósthússtræti í Keflavík. Ef vel gengur að selja íbúðirnar rís annar svipaður turn á lóðinni í framhaldinu og húsin mynda vísi að bryggjuhverfi enda standa þau við Keflavíkurhöfn. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Heimdallur styður skólagjöld HÍ

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að upptaka skólagjalda við Háskóla Íslands sé ekki aðeins tímabær heldur nauðsynleg. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 287 orð

Hvetja til forvarna vegna áfengisneyslu

AÐALFUNDUR Svæðisráðs IOGT sendi frá sér ályktun þar sem vakin er athygli á því hvert umfang áfengisvandamálsins er meðal þjóðarinnar í beinu samhengi við sívaxandi neyzlu og linnulausa undanlátssemi í áfengismálum á liðnum árum. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 577 orð

Í tölum Vinnumálastofnunar felst hrein talning en ekki mat

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist frá Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar: "Í fréttaviðtölum í Morgunblaðinu og Ríkisútvarpinu nú um helgina kom fram að í þeim tölum sem Vinnumálastofnun birtir yfir atvinnuleysi fælist vanmat á... Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð | 2 myndir

Karl Gústaf, Silvía og Viktoría til Íslands

KARL Gústaf XVI Svíakonungur er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands í haust en dagsetningar og dagskrá heimsóknar liggja ekki enn fyrir. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Leikskáldið Jon Fosse á dramatísku kvöldi

Á SÍÐASTA dramatíska kvöldi vetrarins í Norræna húsinu kl. 21 í kvöld mun Helga E. Jónsdóttir leikstjóri kynna norska leikskáldið og rithöfundinn Jon Fosse. Jon Fosse er fæddur 1959 og hefur á ferli sínum unnið til margra verðlauna, þ.ám. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð

Lífsnautn

Séra Hjálmar Jónsson hjó eftir því að Guðni Ágústsson sagði að betra væri að hafa góðar hægðir en góðar gáfur: Enn er Guðni orku hlaðinn og hann kann á mörgu skil, en þyrfti að láta landbún aðinn laxera svona af og til. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ljósmyndanámskeið Næstu tvær helgar verða haldin...

Ljósmyndanámskeið Næstu tvær helgar verða haldin ljósmyndanámskeið fyrir eigendur stafrænna myndavéla í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á vegum ljosmyndari.is. Farið verður í stafrænu ljósmyndatæknina. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 473 orð | 3 myndir

Ljóst að lekinn til fjölmiðla er ólögmætur

LÖGMENN sakborninganna þriggja, sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna láts Litháans Vaidas Jucevicius, neita allir að hafa afhent DV afrit af lögregluskýrslu sem tekin var af einum sakborningnum. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 219 orð

Loka þurfti Sundhöllinni í gær

SUNDHÖLLIN í Reykjavík verður opin eins og venjulega í dag, miðvikudag, þrátt fyrir að hleypa þyrfti 100 tonnum af vatni úr sundlaugarkeri í gær vegna flísaskemmda. Flísar á yfirfallsrennu á kerveggnum brustu svo að vatn streymdi úr lauginni. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Lón í 568 metra hæð hefði mun minni áhrif

NÝJAR mælingar Landsvirkjunar við Eyvafen hafa staðfest að skekkja var í mælingagrunni upp á 1-2 metra og að minna landsvæði færi undir Norðlingaölduveitulón en áður var talið. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Málverkasýning opnuð

Málverkasýning Kristjáns Jónsonar, listmálara úr Reykjavík, var opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum síðastliðinn laugardag. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, opnaði sýninguna. Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Morðingi Lindh hlýtur lífstíðardóm

MIJAILO Mijailovic, sem játað hefur að hafa orðið Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, að bana fyrir rúmu hálfu ári var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð

Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur aðalfund á morgun,...

Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur aðalfund á morgun, fimmtudagskvöldið 25. mars, kl. 20, í húsi Eddu - útgáfu, Suðurlandsbraut 12, 7. hæð. Á fundinum mun Gunnlaugur K. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 29 orð

Nefndardagar á þingi

ENGIR þingfundir verða á Alþingi næstu daga vegna nefndardaga, þ.e. þingmenn munu einbeita sér að störfum sínum í fastanefndum þingsins. Næsti þingfundur hefur verið boðaður nk. mánudag, 29.... Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Norræna kom á ný til Seyðisfjarðar

EFTIR tveggja mánaða hlé kom farþegaferjan Norræna á ný til Seyðisfjarðar um miðjan dag í gær. Vegna veðurs á leiðinni var ferjan sein fyrir sem nam 5-6 tímum. Með skipinu komu um 100 manns til landsins. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Nýtt Safnkort Esso

ESSO er komið með nýtt Safnkort, en um að ræða sparnaðarkort ætlað öllum sem kaupa vörur eða þjónustu á þjónustustöðvum ESSO, í Nesti, Hraðbúðum, smurstöðvum, grillskálum eða hjá öðrum samstarfsaðilum sem tengjast Safnkortinu. Meira
24. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 118 orð | 1 mynd

Ólympíuleikar í Flataskóla

Garðabær | Þemadagar voru haldnir í Flataskóla á dögunum, en þá er venjan að brjóta upp skólastarfið með skemmtilegri verkefnavinnu og öðruvísi fræðslustarfi. Í tilefni ólympíuleikanna í Aþenu í sumar var viðfangsefnið ólympíuleikar. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð

"Nánast formsatriði að áfrýja"

STJÓRN Lögmannafélags Íslands kemur saman til fundar í dag þar sem tekin verður formleg ákvörðun um hvort félagið kæri ákvörðun samkeppnisráðs en ekkert bendir til annars en það verði gert. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Reglur verði settar um kynjahlutföll

ATLI Gíslason, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd sem móti reglur um kynjahlutföll við ráðningu forstöðumanna ríkisstofnana,... Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Segir skýrsluna vera rétt gagn lögreglu

ARNAR Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í gær að skýrslan, sem DV birti í gær, sé rétt gagn lögreglunnar en sagðist ekki vita hvernig hún hefði komist til DV. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 311 orð

Segist hafa orðið vitni að láti Vaidasar

YFIRHEYRSLUSKÝRSLA Grétars Sigurðssonar, eins þriggja sakborninga í Neskaupstaðamálinu, er birt í DV í gær. Samkvæmt henni segir sakborningurinn frá aðdraganda og aðild sinni að því að líki Vaidasar Jucivicius var sökkt í höfnina á Neskaupstað 8.... Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Skemmdir meiri en talið var

SKEMMDIR á Mánafossi, flutningaskipi Eimskipafélagsins, sem tók niðri í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 18. febrúar sl., eru mun meiri en talið var í fyrstu. Meira
24. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 115 orð | 1 mynd

Skólasálfræði | Sigrún Sveinbjörnsdóttir, lektor við...

Skólasálfræði | Sigrún Sveinbjörnsdóttir, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, flytur fyrirlestur á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 24. mars kl. 16:30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Meira
24. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Skúlptúrbrenna | Hópur finnskra listamanna hefur...

Skúlptúrbrenna | Hópur finnskra listamanna hefur verið að byggja "eldskúlptúr" sem brenndur verður í kvöld kl. 20. Skúlptúrinn kalla listamennirnir "Väinämöisen uyo" eða belti Väinämöisen og er það komið úr fornkvæði þeirra Kalevala. Meira
24. mars 2004 | Landsbyggðin | 366 orð | 1 mynd

Strandagaldur hlaut viskubikar

Hólmavík | Strandagaldur vann Viskubikarinn, sem er farandverðlaunagripur í spurningakeppni Strandamanna. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð

Styðja frumvörp VG um útlendinga

FJÖLMENNINGARRÁÐ hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við tvö frumvörp um réttindi útlendinga sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lagt fram á Alþingi. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Styrkja Jón til þátttöku í ólympíuleikum

ÁHÖFN og útgerð Saxhamars SH-50 frá Rifi veittu nýlega Jóni Oddi Halldórssyni, íþróttamanninum frá Hellissandi, styrk að upphæð kr. 200.000. Styrkurinn samsvarar aflaverðmæti eins tonns af þorski í febrúar sl. Meira
24. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 50 orð

Styrkur til listanema | Lista- og...

Styrkur til listanema | Lista- og menningarráð Kópavogs hefur ákveðið að veita árlega eina viðurkenningu til framúrskarandi námsmanns á sviði lista. Skilyrði er að viðkomandi sé búsettur í Kópavogi. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 721 orð | 2 myndir

Stöðug vopnuð gæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

STÖÐUG vopnuð gæsla er nú í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í kjölfar eflingar sérsveitar ríkislögreglustjóra verður hluti hennar tiltækur á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kom í máli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Meira
24. mars 2004 | Landsbyggðin | 275 orð | 1 mynd

Sýning um sögu Héraðsskólans að Reykjum

Hvammstangi | Staðarhaldarar að Reykjum í Hrútafirði vinna nú að gerð sýningar um sögu Héraðsskólans að Reykjum. Tilgangur sýningarinnar er að upphefja sögu skólans og koma á framfæri þeirri merku sögu sem hann á. Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Talið aftur á Taívan

Forseti Taívans, Chen Shui-bian, féllst í gær á að atkvæði í forsetakosningunum sl. sunnudag yrðu talin á ný. Chen er sakaður um að hafa sigrað með bellibrögðum. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Til Japans

Tveir ungir Akureyringar, Þórunn Edda Magnúsdóttir úr MA og Jón Helgi Sveinbjörnsson úr VMA, fara á umhverfisþing ungs fólks í Sapporo í Japan í byrjun ágúst á vegum Akureyrarbæjar. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 545 orð

Tillaga um heimild til lífsýnatöku gagnrýnd á Alþingi

ÞINGMENN Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs gagnrýndu í umræðum á Alþingi ýmis ákvæði í frumvarpi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, um breytingar á lögum um útlendinga. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á Alþingi í vikunni. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Utanríkismálanefnd ræðir hryðjuverkin

UTANRÍKISMÁLANEFND Alþingis mun funda með utanríkisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, í dag vegna hryðjuverkaárásanna í Madríd á Spáni. Kom þetta fram í utandagskrárumræðu um hryðjuverkin á Alþingi í gær. Þá kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar að Geir H. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Valt í Ártúnsbrekku

STÓR gámabíll valt á hliðina á aðrein frá Ártúnsbrekku inn á Sæbraut í Reykjavík um klukkan 15 í gær. Ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild Landspítalans. Bíllinn var með 30 feta gám og varð að loka aðreininni um tíma vegna óhappsins. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Varla opnað fyrir páska | Í...

Varla opnað fyrir páska | Í þeirri snjóléttu tíð sem verið hefur á Vestfjörðum undanfarið hafa spurningar vaknað hvort Þorskafjarðarheiði verði opnuð áður en hin hefðbundnu miklu ferðalög hefjast í dymbilviku og páskum fyrir vestan. Meira
24. mars 2004 | Landsbyggðin | 239 orð | 1 mynd

Veitti eina og hálfa milljón í styrki

Fljót | Á síðasta ári var Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar stofnaður. Það var Sparisjóður Mýrasýslu sem stofnaði sjóðinn og var stofnframlag 15 milljónir króna. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð

Viðhaldsmenning - Ráðstefna í Tækniháskóla Íslands...

Viðhaldsmenning - Ráðstefna í Tækniháskóla Íslands í dag, miðvikudaginn 24. mars, kl. 16.30, í sal 320 á 2. hæð. Rætt verður um viðhald húsa og viðhaldsmenningu á Íslandi. Framsögu hafa: Birgir Guðmundsson, form. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð

Vopnalögin alveg skýr

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra telur ákvæði vopnalaga alveg skýr, þegar rætt er um voðaskotið á Selfossi 15. mars sl. með þeim afleiðingum að 12 ára drengur lést. Óskráð skammbyssa var notuð í umrætt skipti. "Vopnalögin eru alveg skýr. Meira
24. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 66 orð | 1 mynd

Vorið kallar

Hverfisgata | Þegar snjór og bleyta hörfar læðast hin ýmsu tæki og tól sumarsins út á göturnar í fylgd brosmildra barna og kappsamra fjölskyldufeðra sem kætast yfir komandi sumri. Meira
24. mars 2004 | Erlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Yfirmaður FBI vill stofna alþjóðabandalag

BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, er að skoða möguleikann á að koma á alþjóðlegu hryðjuverkavarnabandalagi, hliðstætt uppbyggðu og Atlantshafsbandalagið, NATO, sem myndi fela í sér aukið leyniþjónustusamráð milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð

Þingeyingar álykta um Laxárfrumvarpið

SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveitar ályktaði á fundi sínum sl. fimmtudag um frumvarp til laga um verndun Laxár og Mývatns. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Þriðja hvert barn deyr fyrir fimm ára aldur

BAUGUR Group veitti Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi 20 milljóna króna styrk í gær, sem að mestu mun renna til þróunaraðstoðar í Vestur-Afríkuríkinu Guinea-Bissau. Meira
24. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Þriðjungi fólks sagt upp hjá Skinnaiðnaði

TÆPLEGA þriðjungi starfsmanna Skinnaiðnaðar á Akureyri, eða 23 af 70, hefur verið sagt upp störfum. Flestir þeirra sem sagt var upp eru með tveggja mánaða uppsagnarfrest. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 123 orð

Þrír sækja um hjá HSV |...

Þrír sækja um hjá HSV | Þrjár umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Að sögn Karls Jónssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra, óskuðu allir umsækjendur nafnleyndar. Meira
24. mars 2004 | Landsbyggðin | 281 orð | 1 mynd

Þrjár stúlkur í efstu sætum

Sauðárkrókur | Keppt var til úrslita milli bestu upplesara í 7. bekkjum grunnskólanna í Skagafirði og á Siglufirði í Stóru upplestrarkeppninni, 17. mars sl. og að lokum voru það þrjár stúlkur úr jafnmörgum skólum, sem skipuðu efstu sætin. Meira
24. mars 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Öruggt að lögbrot hefur verið framið

BOGI Nilsson ríkissaksóknari segir það hörmulegt að yfirheyrsluskýrsla hafi komist í hendur DV, hvernig svo sem það hafi gerst. Meira

Ritstjórnargreinar

24. mars 2004 | Leiðarar | 546 orð

Af hverju ekki skólagjöld?

Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu í fyrradag hugmyndum um skólagjöld við skólann. Stúdentaráð hefur lýst algerri og einróma andstöðu við slíkar hugmyndir. Stúdentar virðast ekki til viðræðu um gjaldtöku af neinu tagi fyrir háskólanám. Meira
24. mars 2004 | Staksteinar | 373 orð

- Meiri reisn yfir jákvæðum kveðjum

Það er reisn yfir jákvæðninni segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, á vefsetrinu heimur.is. "Tvær af helstu kempum atvinnulífsins síðustu áratugina létu af stjórnarformennsku í sömu vikunni og héldu afar ólíkar ræður. Meira
24. mars 2004 | Leiðarar | 363 orð

Ofþyngdarvandi

Um fátt er meira rætt í umræðum um lýðheilsu á Vesturlöndum en svonefnda ofþyngdarþróun, þ.e. að fólk þyngist alltof mikið, annars vegar vegna hreyfingarleysis og hins vegar vegna þess matar, sem það neytir. Meira

Menning

24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 59 orð

10 mest spiluðu lögin á tonlist.is frá upphafi

1. Ást - Ragnheiður Gröndal 2. Fáum aldrei nóg - Írafár 3. Heaven - Jón Jósep Snæbjörnsson 4. Njóttu þess - Bubbi Morthens 5. Þrá - Í svörtum fötum 6. Nótt eftir dag - Björgvin Halldórsson og Sverrir Bergmann 7. Talað við gluggann - Hera 8. Meira
24. mars 2004 | Menningarlíf | 1311 orð | 2 myndir

Á Norðurbryggju

Haldið utan í stillu og blíðskaparveðri en helliringdi þegar lent var á Kastrup um hádegisbilið laugardaginn 13. mars og meira og minna áfram allan daginn. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 790 orð | 4 myndir

BÍÓ brot

STUTTMYNDIN Burst eftir Reyni Lyngdal og Katrínu Hall hefur fengið boð um að taka þátt í tveimur virtum stuttmyndahátíðum ; Oberhausen í Þýskalandi 29. apríl til 4. maí og á Worldwide Short Film Festival sem fram fer í Toronto 11.-16. Meira
24. mars 2004 | Menningarlíf | 1295 orð | 2 myndir

Efni í martraðir fyrir fullorðna

Sekt er kennd, nýtt leikverk eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þorvaldur og Stefán settust niður með Silju Björk Huldudóttur og greindu henni m.a. frá því hve hættulegt það getur reynst að fá sér bókasafnsskírteini. Meira
24. mars 2004 | Menningarlíf | 85 orð

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, Dunhaga, kl.

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, Dunhaga, kl. 20.15 Ólafur Gíslason listgagnrýnandi heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Dante Alighieri á Íslandi um helgisiði er tengjast píslarsögu Krists og páskahátíðinni á S-Ítalíu. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 250 orð | 3 myndir

FÓLK Í fréttum

ARETHA FRANKLIN , sálardrottningin eina sanna, liggur nú á spítala án þess að vitað sé hvað hrjáir hana. Líðan söngkonunnar, sem er 62 ára gömul, er sögð eftir atvikum góð en hún var lögð inn á laugardag... Meira
24. mars 2004 | Tónlist | 553 orð | 2 myndir

Gamlir og sígildir kirkjutónar

Magnea Tómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja gömlu lögin við nokkra Passíusálma Hallgríms Péturssonar í útsetningum Smára Ólasonar. Fimmtudagurinn 11. mars 2004 kl. 20. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 493 orð | 10 myndir

Gítar og hár

Músíktilraunir 2004, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins. Þriðja tilraunakvöld af fimm. Þátt tóku Spastískur raunveruleiki, Nögl, Tony the Pony, Út-Exit, Húgó, Brothers Majere, Mors, Kingstone, Gauntlet og Jack Star of Fire. Haldið í Tjarnarbíói sl. mánudagskvöld. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 380 orð | 1 mynd

Heimsk lögga og heimskari

Leikstjórn: Todd Philips. Handrit: John O'Brien, Todd Phillips og Scot Armstrong. Kvikmyndataka; Barry Peterson. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Owen Wilson, Vince Vaughn, Snoop Dogg, Juliette Lewis og Will Ferrell. Lengd: 97 mín. Bandaríkin. Warner, 2004. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 4 orð

Hljómsveitir 5. kvöldsins:

Melmi Tvítóla Hinir eðalbornu Rýrð Haraldur Driver Dave Form áttana Feedback Betúel X-Factor... Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 468 orð | 1 mynd

Hvert rúllar sá enski?

LJÓSVAKI verður að viðurkenna að hann er heldur uggandi yfir framtíð beinna útsendinga í íslensku sjónvarpi frá ensku úrvalsdeildinni eftir að hróflað var við útsendingarréttinum. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Kaldaljós fær kaþólsk verðlaun

HILMAR ODDSSON , leikstjóri íslensku kvikmyndarinnar Kaldaljós, vann til verðlauna á alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem fram fór í Argentínu í síðustu viku og lauk á laugardag. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 317 orð

Náin kynni í Sydney

Leikstjórn og handrit: Jonathan Teplitzsky. Aðalhlutverk: Susie Porter, David Wenham, Kris McQuade. Lengd: 84 mín. Ástralía. IDP, 2001. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 315 orð | 2 myndir

POPPKORN

MORRISSEY verður dagskrárskipuleggjandi Meltdown tónlistarhátíðarinnar sem haldin verður í South Bank Center dagana 11.-27. júní. Hann er þegar farinn að ræða um mögulega flytjendur þar og hefur nefnt nöfn eins og Franz Ferdinand, Elton John og Sparks . Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

"Himnaríki" númer 17 í Istanbúl

"HEAVEN", framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verður það 17. í röðinni þegar keppnin fer fram í Istanbúl í Tyrklandi 15. maí nk. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Rappari og fögur fljóð

Í ATINU í kvöld gætir ýmissa grasa, meðal annars ræða þau Sigrún og Villi við rapparann Raekwon úr hljómsveitinni Wu Tang Clan en hann hélt einmitt tónleika fyrir fullu húsi á Gauknum í síðustu viku. Meira
24. mars 2004 | Menningarlíf | 32 orð

Sekt er kennd

eftir: Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: Kristín Björk Kristjánsdóttir. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Skrifstofunni

DREPFYNDNIR þættir um líf fólks sem vinnur á skrifstofu fyrirtækis í pappírsgeiranum. Starfsfólkið reynir með herkjum að þola drýgindalegan og í raun óþolandi yfirmann sem er fullviss um að hann sé besti yfirmaður í heimi. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 327 orð | 2 myndir

Starsky, Hutch og Jesú Kristur

SEGJA má að það hafi komið á óvart að sjálfur Jesú Kristur hafi þurft að láta í minni pokann fyrir öðrum súperstjörnum, súperstjörnum sem ættir eiga að rekja til lögguþátta frá 8. áratugnum. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 505 orð | 1 mynd

Týndur í tilfinningunni

Tónleikar írska söngvarans Damiens Rice á Nasa föstudaginn 19. mars 2004. The Lucky Four hituðu upp. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 239 orð | 1 mynd

Tölvurisinn bannar alla tónlist

LÖG hljómsveitarinnar Queen óma í söngleiknum Lifi rokkið sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sýnir um þessar mundir í Austurbæ. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 157 orð

Undanúrslitum Músíktilrauna lýkur

FIMMTA og síðasta undanúrslitakvöld Músíktilrauna 2004, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, verður haldið í kvöld í Tjarnarbíói og keppa ellefu hljómsveitir um síðustu sætin í úrslitum. Meira
24. mars 2004 | Fólk í fréttum | 171 orð | 1 mynd

Var Elvis af skoskum uppruna?

Skotland gæti hugsanlega orðið að eins konar "nýju Memphis", en skoskur rithöfundur heldur því fram í breskum fjölmiðlum að konungur rokksins, Elvis Presley, hafi átt rætur að rekja til Aberdeenskíris í Skotlandi. Meira
24. mars 2004 | Menningarlíf | 140 orð | 2 myndir

Vorfagnaður Hreims

VORFAGNAÐUR karlakórsins Hreims í Suður-Þingeyjarsýslu verður haldinn í félagsheimilinu Ýdölum nk. laugardag. Að þessu sinni stendur mikið til því gestasöngvarar verða þau Birgitta Haukdal og Garðar Thór Cortes. Meira
24. mars 2004 | Menningarlíf | 286 orð | 1 mynd

Þrjár litríkar aríur og Dans Rossinis

ÞAÐ verða engin smálög sem þær Diddú og Antonía Hevesi ráðast í að flytja á hádegistónleikum í Hafnarborg kl. 12 á morgun. Meira

Umræðan

24. mars 2004 | Aðsent efni | 558 orð | 1 mynd

Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á hlutabréfamarkaði

Það hefur slæmar afleiðingar í för með sér ef einstaklingar missa trú á þeim fyrirtækjum sem eru á markaði. Meira
24. mars 2004 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Ákveðnar en sanngjarnar

...máske er þó fyrst og fremst um sjálfsagðar mannréttindakröfur að ræða. Meira
24. mars 2004 | Aðsent efni | 719 orð | 1 mynd

Dagblað dæmir sig sjálft!

Þessi svokallaða "fréttaskýring" var áfellisdómur yfir einum manni. Meira
24. mars 2004 | Aðsent efni | 233 orð

Er Fréttablaðið ótrúverðugt?

FRÉTTABLAÐIÐ birtir í dag, þriðjudaginn 23 mars, niðurstöðu í skoðanakönnun sem blaðið lét gera þar sem spurt var um traust kjósenda til einstakra stjórnmálamanna. Meira
24. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 252 orð | 1 mynd

Frjálsíþróttaleiðtoga minnst

FÁIR menn hafa lagt jafn mikið af mörkum og Guðmundur heitinn Þórarinsson til eflingar frjálsíþrótta á Íslandi. Hann hóf þjálfun árið 1948 og var um áratugaskeið bæði þjálfari frjálsíþróttaliðs ÍR og driffjöður í starfi félagsins með margvíslegum hætti. Meira
24. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 328 orð

Gulltryggð leið

Í MORGUNBLAÐINU sunnudaginn 15. febrúar voru birtar niðurstöður könnunar sem Siðfræðistofnun lét gera á umhverfishyggð Íslendinga og áhuga þeirra á þróunarmálum. Meira
24. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 316 orð | 1 mynd

Meistarinn og Margaríta

NÚ nýlega fórum við með íslenskukennaranum okkar í Garðaskóla að sjá leiksýninguna Meistarinn og Margaríta í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Áður höfðum við lesið bókina. Meira
24. mars 2004 | Aðsent efni | 581 orð | 2 myndir

Menning - bókmenntir - listir

Milli allra þessara greina eru margir snertifletir... Meira
24. mars 2004 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Mikilvægt að nýta atkvæðisréttinn

Samningarnir tóku langan tíma og að þeim kom fjöldi trúnaðarmanna á vinnustöðum. Meira
24. mars 2004 | Aðsent efni | 227 orð | 1 mynd

Samningur sjóðakónganna

Í heildina má segja að þessi nýi kjarasamningur sé afleitur bæði fyrir fólkið og fyrirtækin. Meira

Minningargreinar

24. mars 2004 | Minningargreinar | 43 orð

Árni Þór Bjarnason

Vaktu, minn Jesús, vaktu' í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku frændi, ég þakka fyrir stundirnar sem ég átti með þér. Ég gleymi þér aldrei. Þín Hekla... Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2004 | Minningargreinar | 3511 orð | 1 mynd

ÁRNI ÞÓR BJARNASON

Árni Þór Bjarnason fæddist á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum 21. febrúar 1979. Hann lést af slysförum hinn 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Bjarni Árnason, f. 3. desember 1941, og Jóna G. Guðmundsdóttir, f. 2. ágúst 1946. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2004 | Minningargreinar | 633 orð | 1 mynd

ÁSTA SYLVÍA BJÖRNSDÓTTIR

Ásta Sylvía Björnsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. janúar 1971. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki miðvikudaginn 3. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 20. mars. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2004 | Minningargreinar | 1304 orð | 1 mynd

DALRÓS SIGURGEIRSDÓTTIR

Dalrós Sigurgeirsdóttir fæddist að Bási í Hörgárdal 15. janúar 1918. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. mars síðastliðinn. Dalrós var dóttir hjónanna Nönnu Soffíu Guðmundsdóttur og Sigurgeirs Sigurðssonar sem þá bjuggu í Bási. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2004 | Minningargreinar | 1811 orð | 1 mynd

GUNNLAUGUR GUÐLAUGSSON

Gunnlaugur Guðlaugsson netagerðarmeistari fæddist í Hafnarfirði 7. september 1922. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur Hinrik Gunnlaugsson, skipstjóri í Hafnarfirði, f. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2004 | Minningargreinar | 743 orð | 1 mynd

JÓHANNA THORARENSEN

Jóhanna Thorarensen fæddist í Kúvíkum í Árneshreppi á Ströndum 8.11. 1910. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laugardaginn 6. mars síðastliðinn. Jóhanna var dóttir Jónínu Halldórsdóttur og Jakobs Thorarensen. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2004 | Minningargreinar | 1545 orð | 1 mynd

VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Valgerður Kristín Kristjánsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 4. maí 1934. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján G. Brynjólfsson sparisjóðsstjóri, f. 5. okt. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

24. mars 2004 | Sjávarútvegur | 263 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 31 31 31...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 31 31 31 104 3,224 Langa 35 35 35 184 6,440 Steinbítur 53 53 53 64 3,392 Ufsi 30 30 30 2,541 76,230 Ýsa 39 39 39 77 3,003 Samtals 31 2,970 92,289 FISKMARKAÐUR DALVÍKUR Grálúða 195 195 195 70 13,650 Gullkarfi 29 22 27 22,919... Meira
24. mars 2004 | Sjávarútvegur | 194 orð

Óbreyttur samningur við Færeyjar

RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála í Færeyjum og á Íslandi hafa gengið frá samkomulagi þjóðanna um veiðiheimildir hvorrar annarrar innan fiskveiðilögsagna þeirra. Í megindráttum er samkomulagið óbreytt frá árinu áður. Færeyingar fá áfram leyfi til veiða á 5. Meira
24. mars 2004 | Sjávarútvegur | 246 orð | 1 mynd

Vilja bætta samkeppnisstöðu kaupskipa

SAMKVÆMT lauslegri athugun samtaka sjómanna og nemendafélaga sjómannaskólanna í Reykjavík myndu yfirráð Íslendinga yfir kaupskipaflotanum krefjast á hverjum tíma u.þ.b. 6-700 starfa sjómanna miðað við núverandi flutningaþörf og afkastagetu skipa. Meira

Viðskipti

24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 8 orð

Ársfundur Orkustofnunar kl.

Ársfundur Orkustofnunar kl. 13.30 á Grand Hóteli... Meira
24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Biblíuhöfundur á ráðstefnu SAU

DR. Kevin Lane Keller er meðal fyrirlesara á ráðstefnu Samtaka auglýsenda (SAU) og Tækniháskóla Íslands, sem haldin verður á morgun, fimmtudag, á Nordica-hóteli. Ráðstefnan fjallar um vörumerkjauppbyggingu, samhæfð markaðssamskipti og auglýsingar. Meira
24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Gjald á GSM-leyfi í Frakklandi

FRÖNSK stjórnvöld hafa ákveðið að þarlend farsímafyrirtæki greiði 25 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenzkra króna hvert um sig, í árlegt gjald fyrir endurnýjuð leyfi til að reka GSM-farsímakerfi. Meira
24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Jákvæð afkomuviðvörun Íslandsbanka

ÍSLANDSBANKI sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun í gær, en samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fyrir tvo fyrstu mánuði ársins nemur hagnaður Íslandsbankasamstæðunnar fyrir skatta 4.554 milljónum króna . Meira
24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Útboð ytra talin hafa áhrif á sölu Símans

FRUMÚTBOÐ hlutabréfa í belgíska símafyrirtækinu Belgacom fór vel af stað í byrjun vikunnar og hækkaði gengi bréfanna um 4,8% frá útboðsgengi á mánudag. Meira
24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 781 orð | 1 mynd

Viðskiptabankarnir taki viðvaranir alvarlega

ENGINN vafi má ríkja um að Seðlabankinn muni taka fast á málum fari viðskiptabankarnir ekki að vinsamlegum tilmælum hans, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í ávarpi sínu á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Meira
24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 309 orð | 1 mynd

Viðvörun til allra bankanna

ÚTLÁNAÞENSLA, sem er að mestu fjármögnuð erlendis, er áhyggjuefni, bæði fyrir fjármálalegan stöðugleika og verðbólgumarkmið Seðlabankans, sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, á ársfundi bankans í gær. Meira
24. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Vill berjast gegn hringamyndun

LEIF Pagrotsky , atvinnumálaráðherra Svíþjóðar, vill leggja aukna áherzlu á baráttuna gegn hringamyndun í sænsku viðskiptalífi og verja til þess meira opinberu fé. Í ræðu á ráðstefnu í Stokkhólmi á mánudagnefndi hann m.a. Meira

Daglegt líf

24. mars 2004 | Daglegt líf | 452 orð | 1 mynd

Fyrirbyggjum brot - forðumst byltur

ALÞEKKT orðatiltæki segir að fall sé fararheill, en í reynd getur fall haft í för með sér beinbrot sem varla getur talist til heilla. Þó svo að fólk á öllum aldri verði fyrir því að detta hefur það misalvarlegar afleiðingar í för með sér. Meira
24. mars 2004 | Daglegt líf | 333 orð | 4 myndir

Hringur unninn úr nagla

Í HÖNNUNARSAFNI Íslands við Garðatorg 7 í Garðabæ stendur yfir sýning á skartgripum og listmunum eftir Pétur Tryggva Hjálmarsson, gull- og silfursmið. Meðal gripa á sýningunni er demantshringur unninn úr nagla úr þýsku herskipi frá 17. Meira
24. mars 2004 | Daglegt líf | 201 orð | 1 mynd

Karlar tala um íþróttir

HVAÐ ætli kynin spjalli um á MNS Messenger-spjallrásinni á Netinu? Mælitæki var hannað til að finna svar við því og var sett upp til að greina og flokka samræður á Netinu. Opinberaðist þá að umræðuefni karla eru talsvert færri en kvenna. Meira

Fastir þættir

24. mars 2004 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 24. mars, verður sextug Þorbjörg Júlíusdóttir, Stuðlaseli 7. Af því tilefni bjóða hún og eiginmaður hennar, Þórólfur Magnússon, ættingjum og vinum að gleðjast með sér föstudaginn 26. mars kl. Meira
24. mars 2004 | Fastir þættir | 298 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Fyrir stuttu rak á fjörur umsjónarmanns forna bridsbók eftir Charles Goren. Textinn er barn síns tíma, en bókin er skreytt með skopmyndum af lífinu við rúbertuborðið og í teiknimyndunum er að finna sígilda speki. Meira
24. mars 2004 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. 9. ágúst 2003 voru Louise Stefanía Djermoun og Arnaldur Haukur Ólafsson gefin saman í Fríkirkjunni í Reykjavík af séra Hirti Magna... Meira
24. mars 2004 | Í dag | 968 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13-16.30. Spilað, föndrað, helgistund og gáta. Gestur: Þorvaldur Halldórsson. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustundirnar látið kirkjuverði vita í síma 5538500 . Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Meira
24. mars 2004 | Viðhorf | 823 orð

Gamanmaður á góðum aldri

Hér segir frá Austfirðingnum Árna Helgasyni í Stykkishólmi; sögum hans og fréttum, leik hans, ljóðum og vísum. Meira
24. mars 2004 | Dagbók | 53 orð

KONUNGSTIGN JESÚ

Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig. Herratign enga að heimsins sið held ég þar mega jafnast við. Meira
24. mars 2004 | Dagbók | 509 orð

(Lk. 14, 34)

Í dag er miðvikudagur 24. mars, 84. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það? Meira
24. mars 2004 | Fastir þættir | 211 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rg5 Rgf6 6. Bd3 e6 7. R1f3 Bd6 8. De2 h6 9. Re4 Rxe4 10. Dxe4 Dc7 11. Dg4 Kf8 12. O-O c5 13. dxc5 Rxc5 14. Be3 Rxd3 15. cxd3 b6 16. Hac1 De7 17. Bf4 Bb7 18. Be5 Bxe5 19. Rxe5 Kg8 20. Df4 g5 21. Dg3 Hh7 22. Meira
24. mars 2004 | Í dag | 177 orð | 1 mynd

Spádómsbók Jeremía kynnt á fræðslukvöldi BIBLÍUSKÓLINN...

Spádómsbók Jeremía kynnt á fræðslukvöldi BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg stendur fyrir fræðslukvöldi um eitt af ritum Gamla testamentisins, spádómsbók Jeremía, fimmtudaginn 25. mars kl. 20 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Meira
24. mars 2004 | Fastir þættir | 403 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er mikið fyrir útivist og kann hvergi betur við sig á góðviðrisdögum, líkt og í gær og fyrradag, en úti í náttúrunni. Meira

Íþróttir

24. mars 2004 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

* BRYNJAR Björn Gunnarsson lék í...

* BRYNJAR Björn Gunnarsson lék í gærkvöld sinn fyrsta leik með Stoke í ensku 1. deildinni í knattspyrnu eftir að hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik fyrir síðustu helgi. Brynjar Björn kom inn á sem varamaður á 58. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 132 orð

Carl J. og Arnfinnur Íslandsmeistarar

ARNFINNUR Jónsson úr Skotfélagi Kópavogs varð Íslandsmeistari í skotfimi - riffill, 60 skot liggjandi af 50 metrum. Hann fékk 687 stig (98-97-99-95-99-99). Það er alþjóðlegt Ólympíulágmark, en lágmarkinu er ekki hægt að ná í keppni hér á landi. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Enn óvissa með Rúnar hjá Wallau

ENN ríkir óvissa um framtíð Rúnars Sigtryggssonar handknattleiksmanns í röðum þýska 1. deildarliðsins Wallau Massenheim. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Fyrsta mark Ólafs fyrir Arsenal

ÓLAFUR Ingi Skúlason opnaði markareikning sinn fyrir Arsenal þegar hann skoraði eitt mark varaliðsins í 4:0 sigri á Derby. Ólafur skoraði annað mark Arsenal-liðsins með skalla eftir hornspyrnu á 69. mínútu en hann lék allan tímann í stöðu miðvarðar. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 396 orð | 1 mynd

* GRAHAM Poll mun dæma deildarleik...

* GRAHAM Poll mun dæma deildarleik Arsenal og Manchester United á sunnudaginn kemur á Highbury. Það mun vera fyrsti leikurinn sem hann dæmir á Highbury í tvö og hálft ár, eða síðan hann dæmdi hinn sögulega leik Arsenal og Newcastle 18. desember 2001,... Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 409 orð

ÍBV mætir Nürnberg

ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV mæta þýska liðinu Nürnberg í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna. Fyrri leikurinn fer fram í Þýskalandi 17. eða 18. apríl og síðari leikurinn í Eyjum viku síðar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við MKS Viteral Jelfa frá Póllandi og Universitatea Remin Deva frá Rúmeníu. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 40 orð

Í KVÖLD

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, úrslitaviðureign, fyrsti leikur: Keflavík: Keflavík - ÍS 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin: Austurberg: ÍR - Haukar 19.15 Digranes: HK - Grótta/KR 19.15 Framhús: Fram - Stjarnan 19. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Íslendingunum fækkar hjá Tvis Holstebro

ÍSLENSKU handboltakonunum sem leika með danska 1. deildarliðinu Tvis Holstebro kemur til með að fækka um tvær og hugsanlega þrjár fyrir næstu leiktíð. Þær eru fimm íslensku valkyrjurnar sem leikið hafa með liðinu í vetur, Hrafnhildur Skúladóttir, Hanna... Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 192 orð

Keflvíkingar ætla ekki að kæra Jackie Rogers

"ÉG á ekki von á því að við munum senda inn myndabandsupptöku af þessu atviki," sagði Hermann Helgason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í gær en í öðrum leik liðsins í undanúrslitarimmunni gegn Grindavík á mánudag virtist sem... Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 635 orð | 1 mynd

Meistararnir minna á sig

EVRÓPUMEISTARAR AC Milan minntu heldur betur á sig í gærkvöldi þegar liði tók á móti Deportivo la Coruna í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 719 orð | 1 mynd

Nær Chelsea að losa heljartak Arsenal?

MIKIL eftirvænting ríkir fyrir leik Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, í kvöld. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 137 orð

Ólafur Stefánsson er í 17. sæti

ÓLAFUR Stefánsson er í 17. sæti yfir markahæstu leikmenn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar aðeins úrslitaleikirnir tveir á milli Celje Pivovarna Lasko og Flensburg eru eftir. Ólafur og félagar í Ciudad Real eru úr leik. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

"Ég veit hvað er að gerast"

ENSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefði sagt við leikmenn sína að lokinni æfingu að hann yrði ekki áfram hjá liðinu á næstu leiktíð. "Ég veit hvað er að gerast. Þið vitið hvað er að gerast. En við skulum halda okkar striki út keppnistímabilið," á Ranieri að hafa sagt við leikmenn liðsins. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik...

* RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik , og samherjar hans í franska liðinu Dunkerque leika fyrri úrslitaleikinn í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik við sænska liðið Skövde á heimavelli laugardaginn 17. apríl. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 113 orð

Snorri með 5 mörk

SNORRI Steinn Guðjónsson var markahæstur hjá Grosswallstadt með 5 mörk þegar lið hans steinlá á heimavelli, 19:32, fyrir Flensburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Grosswallstadt komst í 5:1 og stóð í toppliðinu framan af. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 161 orð

Sýn með útileiki landsliðsins

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningraréttinn frá leikjum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Landsbankadeildinni, næstu tvö árin. Bein útsending verður frá einum leik í hverri umferð auk þess sem sérstakir markaþættir verða á dagskrá. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 241 orð

Sörenstam sigurvegari

SÆNSKI kylfingurinnn Annika Sörenstam sigraði á Safeway International golfmótinu sem lauk í Bandaríkjunum sl. sunnudag en þetta er í 49. skiptið sem hún sigrar á bandarísku mótaröðinni. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 409 orð | 1 mynd

Tekst ÍS að brjóta ísinn?

ÍSLANDSMEISTARALIÐ Keflavíkur í körfuknattleik kvenna og Íþróttafélag stúdenta hefja úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld en fyrsti leikurinn fer fram í Keflavík. Liðin hafa verið í nokkrum sérflokki í vetur og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Í fjórum viðureignum vetrarins vann ÍS fyrstu tvær rimmurnar en Keflavík svaraði fyrir sig með því að vinna næstu tvo leiki. Það er því allt útlit fyrir að einvígi liðanna verði jafnt. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 99 orð

ÚRSLIT

KNATTSPYRNA Deildabikar karla Neðri deild, D-riðill: Völsungur - Leiftur/Dalvík 4:2 Andri Valur Ívarsson 3, Ásmundur Arnarsson - Jóhann Traustason, Ingvi Ingvason. Meira
24. mars 2004 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Vogts gefur Paul Dickov hvíld frá leik gegn Rúmeníu

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands í knattspyrnu, hefur ekki valið Paul Dickov, fyrirliða Leicester, í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Rúmeníu á miðvikudaginn kemur á Hampden Park í Glasgow. Meira

Bílablað

24. mars 2004 | Bílablað | 221 orð

BMW selst betur en Benz í Asíu

Í KÍNA seljast fleiri eintök af 7-línu bílunum, dýrustu gerð BMW, en af hinum ódýrari 3-línu bílum. BMW seldi í fyrra í fyrsta skipti fleiri bíla í Asíu en Mercedes-Benz. Skiptir þar miklu máli að sala BMW í Kína nærri þrefaldaðist á síðasta ári. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 678 orð | 4 myndir

Brot úr sögu fallegra bíla

Bílar hafa átt samleið með Frökkum allt síðan á 19. öld og Renault hefur þar komið við sögu síðan 1898. Á hverju ári minnist Renault þessarar löngu sögu með sýningu í aðalsýningarhöllinni í París, Parc des expositions. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 98 orð

Daewoo Evanda Executive

Vél: 1.998 rúmsenti-metrar, fjögurra strokka, 16 ventla. Afl: 131 hestafl við 5.400 snúninga á mínútu. Tog: 184 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. Hröðun: 9,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 199 km/ klst (beinskiptur). Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 690 orð | 5 myndir

Evanda - vel búinn á góðu verði

Það hefur margt í heiminum breyst síðan Daewoo var ennþá að framleiða flaggskipið sitt Leganza. Fyrirtækið var þá ennþá eitt og óstutt í sinni starfsemi. Núna hefur bandaríski bílarisinn GM gengið inn í fyrirtækið og hleypt nýju lífi í það. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 189 orð | 2 myndir

Fiat Trepiuno

FIAT frumsýnir á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði smábílinn Trepiuno. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 842 orð | 5 myndir

Fornbílasýning á Daytona Beach

Turkey Run er stærsta fornbílasýning í Bandaríkjunum og er haldin á einni frægustu kappakstursbraut í heimi. Baldur Sigurðarson og Róbert Fragapane lögðu á sig níu daga ferð til að skoða sýninguna og eru varla komnir niður á jörðina ennþá. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 307 orð | 2 myndir

Gengið frá umboðum og greiðslu

NÝIR eigendur Ingvars Helgasonar hf. hafa gengið frá greiðslu til fyrri hluthafa og gengið frá samningum um öll umboð sín á bílasviði. "Þetta eru því fyrstu dagarnir sem við getum farið að einbeita okkur að því að reka fyrirtækið. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 537 orð | 3 myndir

Ingvar Þór hafði betur í baráttunni við "Kattadúettinn"

Fyrsta umferð WSA mótaraðarinnar í snjókross fór fram við Kröflu í byrjun mánaðarins og var margt um manninn, enda stóð þá árlegt mót vélsleðamanna yfir í Mývatnssveit. Keppt var í þremur flokkum þ.e. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 772 orð | 5 myndir

Laguna með kraftadellu

MARGIR bílaframleiðendur leggja metnað sinn í að bjóða aflmeiri og sportlegri útfærslur af sínum helstu sölubílum og þá gjarnan með túrbóútfærslum. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 304 orð | 2 myndir

Mikil aðsókn í bíliðnanám

OPIÐ hús var um síðustu helgi í bifreiðadeild Borgarholtsskóla og var þar margt um manninn enda margt að sjá. Ingibergur Elíasson er kennslustjóri í bifreiðadeild Borgarholtsskóla. "Borgarholtsskóli er kjarnaskóli í bíliðnum, þ.e.a.s. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 87 orð

Nýtt Fiat-umboð til Reykjavíkur

FIAT-umboðið er komið í hendur nýrra aðila en eins og greint hefur verið frá var Fiat-umboðið í Garðabæ nýlega gjaldþrota. Sá sem tekur við umboðinu er Frank Pitt. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 65 orð | 1 mynd

Pikes Peak í framleiðslu

AUDI hefur ákveðið að þróa áfram Pikes Peak-hugmynda- jeppann í því skyni að hefja framleiðslu á honum. Pikes Peak var frumsýndur í Detroit 2003 og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir nýstárlega hönnun. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 111 orð

Renault Laguna II Berline Turbo

Vél: 1.998 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, 16 ventlar, lágþrýstings forþjappa. Afl: 165 hestöfl við 5.000 snúninga á mínútu. Tog: 270 Nm við 3.250 snúninga á mínútu. Hröðun: Um 8,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km (miðað við sex gíra bein skiptingu). Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 210 orð | 1 mynd

Renault Modus

RENAULT lætur ekki sitt eftir liggja hvað varðar hugmyndabíla á bílasýningunni í Genf frekar en á fyrri sýningum. Í Frankfurt sl. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 496 orð | 5 myndir

Sérhæfður í bílaljósmyndun í LA

Torfi Agnarsson er líklega eini Íslendingurinn sem hefur haslað sér völl sem sérhæfður bílaljósmyndari erlendis. Guðjón Guðmundsson spjallaði við hann. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 268 orð | 1 mynd

Vilja fjölga ökuritum

FULLTRÚAR Vátryggingafélags Íslands og ND á Íslandi ehf. hafa undirritað samstarfssamning um kynningu og sölu á SAGA-ökuritum, tæknibúnaði sem gerir t.d. Meira
24. mars 2004 | Bílablað | 450 orð | 3 myndir

Ætla að verja titilinn

LAGT verður af stað 12. maí nk. frá Reykjavík áleiðis til Seyðisfjarðar á þrettán rammíslenskum torfærubílum og er ferðinni heitið til Færeyja og Noregs, þar sem fram fer heimsbikarkeppnin í íslenskri torfæru. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.