KARLAKÓRAR landsins fögnuðu því í gær að þá voru liðin 150 ár frá fyrstu karlakórstónleikum á Íslandi, en það voru jafnframt fyrstu opinberu tónleikar á nútímavísu sem haldnir voru á landinu.
Meira
REGLUR um að taka verði fingraför og myndir af öllum ferðamönnum sem koma til Bandaríkjanna munu frá og með 30. september nk. taka til íslenskra ríkisborgara, sem og íbúa ýmissa annarra helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Frá þessu var greint í gærkvöldi af embættismönnum í Washington.
Meira
KOSTNAÐUR vegna lyfjanotkunar á hvern Íslending er um 46% hærri en meðaltal fyrir hvern íbúa í Danmörku og Noregi. Skýrist þetta fyrst og fremst af verulega minni notkun ódýrra samheitalyfja hér á landi. En einnig af hærri kostnaði við dreifingu og sölu.
Meira
VINSÆLASTA þungarokkssveit heims, Metallica, heldur tónleika í Egilshöll 4. júlí næstkomandi. Verða þetta síðustu tónleikar sveitarinnar í væntanlegri Evrópureisu.
Meira
MEGRUNARPILLA, sem líkir eftir áhrifum góðrar hreyfingar á líkamann, er nú í þróun í Ástralíu. Byggist hún á próteini, sem stýrir því hvernig líkaminn breytir fæðu í orku.
Meira
FJÖLDI skráðra campylobactersýkinga á Íslandi var í fyrra 91 og hefur ekki verið lægri frá árinu 1996 eða frá því sala á ófrystu kjúklingakjöti var fyrst leyfð. Árið á undan voru skráð tilfelli 39 talsins.
Meira
HLUTAFÉ Eddu útgáfu verður aukið um allt að 400 milljónir fáist samþykki hluthafafundar fyrir því í lok mánaðarins. Einnig stendur til að hlutaféð verði niðurfært um allt að 212 milljónir króna.
Meira
ERLEND kolmunnaskip hafa landað umtalsverðum kolmunnaafla hérlendis síðustu daga. Mjög góð kolmunnaveiði hefur verið á Rockall-svæðinu að undanförnu og hefur myndast mikil löndunarbið í höfnum á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum.
Meira
KAUPMANNAHÖFN, Brussel, Amsterdam, var svarið við úrslitaspurningunni í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í gær og tryggði svarið Verslunarskóla Íslands sigur í keppninni með 23 stigum gegn 21 stigi Borgarholtsskóla.
Meira
EF tillögur nefndar um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs ná fram að ganga verður ákveðnum svæðum Vatnajökuls lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja í fyrsta áfanga þjóðgarðsins.
Meira
Miðbær | Nýr einkarekinn leikskóli verður opnaður í dag, og hefur hann fengið nafnið Leikskólinn 101 Reykjavík, en hann stendur við hornið á Bræðraborgarstíg og Vesturgötu. Opið hús verður í dag milli kl.
Meira
SAMÞYKKT var í ríkisstjórninni í gær að tillögu menntamálaráðherra að afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækkuðu um 7% frá 1. maí. Gjaldið hækkaði um 5% 1. janúar sl. Verður mánaðargjaldið þá 2.705 krónur með virðisaukaskatti.
Meira
BANDARÍSK kona, Betty Gooch, sem grunuð er um að hafa svindlað á meira en tug bílasala með því að borga með innistæðulausum ávísunum, gúmmítékkum, hefur nú misst verjanda sinn. Hann hætti á miðvikudag vegna þess að Gooch borgaði honum líka með...
Meira
ANNAR fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í dag í viðræðum samninganefnda ríkisins og Starfsgreinasambandsins og hefst hann klukkan ellefu. Samninganefndirnar funduðu framan af degi í gær og ákváðu síðdegis að koma saman að nýju í dag.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 243 orð
| 1 mynd
Landsvirkjun og stjórn Landeigendafélags Mývatns og Laxár hafa orðið sammála um að óska eftir því sameiginlega að bráðabirgðaákvæði um heimild til að hækka Laxárstíflu falli brott.
Meira
NÁNAST jafnmargir landsmenn eru fylgjandi og andvígir því að efla frekar sérsveit lögreglunnar með því að bæta 16 sérsveitarlögreglumönnum við þá 21 sem fyrir eru, eins og tillaga Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir.
Meira
Selfoss | Bæjarráð Árborgar lýsti á fundi sínum 1. apríl yfir stuðningi við áform um uppbyggingu hestaíþróttasvæðis á Rangárbökkum og telur að það geti verið mjög jákvætt fyrir atvinnulíf á Suðurlandi.
Meira
Bílastæði | Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarráð að farið verði í framkvæmdir við bílastæði neðan Samkomuhúss og að kostnaður greiðist úr Bifreiðastæðasjóði.
Meira
NÝIR menn hafa tekið við umboði fyrir ökutæki frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum á Suðurnesjum. Grétar Ólason og Þorsteinn Magnússon, sem rekið hafa SG-bílaleiguna, keyptu reksturinn af Smára Helgasyni.
Meira
RAMMT kvað að innbrotum í fyrrinótt í Reykjavík þegar brotist var inn í sjö bíla og tvo vinnustaði. Þjófar höfðu gengið á bifreiðir í í Vogahverfi og nágrenni Álfheima og Réttarholtsvegar og brutu hliðarrúður í bifreiðum.
Meira
Eftirsóttar lóðir | Á fundi bygginga- og skipulagsnefndar síðastliðinn þriðjudag var dregið um það hverjir fengju þær 60 lóðir sem úthlutað var í Suðurbyggð.
Meira
FLOKKAR jafnaðarmanna og vinstrimanna Einingarlistans á danska þinginu krefjast þess nú að ríkisstjórnin geri grein fyrir aðstæðum við sölu á úran-stöng til Íraks árið 1986, að sögn Jyllandsposten í gær.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi starfsmann Sölunefndar varnarliðseigna í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að fjárdrátt upp á 2,3 milljónir króna auk skalafals, umboðssvika og skjalamisnotkunar.
Meira
HÆSTIRÉTTUR dæmdi Kaupfélag Árnesinga svf. til að greiða konu sem slasaðist í verslun félagsins á Hellu í maí 1998 rúmar 3,6 milljónir króna í skaðabætur. Með dómi sínum hnekkti Hæstiréttur dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá 7.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 1003 orð
| 1 mynd
Rekstri Eddu útgáfu hefur verið komið á réttan kjöl. Forstjóri félagsins segir fyrri eigendur félagsins hafa ofmetið eignir félagsins um allt að 300 milljónir króna í gögnum sem lágu fyrir þegar Ólafsfell ehf. eignaðist meirihluta í félaginu fyrir tveimur árum.
Meira
ÞVÍ er ekki að heilsa að verkum sjómanna sé lokið þegar skip leggjast að bryggju. Þrátt fyrir að tíminn í landi sé gjarnan notaður til hvíldar og endurnæringar er að mörgu að hyggja og ærin verkefni liggja fyrir.
Meira
Reykjavíkurflugvöllur | Í nýlegri lokaskýrslu um framkvæmdir við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli kemur fram að heildarkostnaður við verkið var 1.692 milljónir króna, frá opnun útboða árið 1999 til verkloka árið 2002.
Meira
Oscar Wilde á einhvern tímann að hafa sagt eitthvað á þá leið að Íslendingar væru vel gefin þjóð. Þeir hefðu fundið Ameríku á undan öðrum en ákveðið að gleyma henni aftur.
Meira
Fartölvuvagnar | Kópavogsbær fékk nýlega afhenta fimm fullbúna fartölvuvagna frá Tæknivali hf. Í hverjum vagni eru 12 fartölvur auk þráðlauss búnaðar sem gerir hvern vagn fyrir sig að færanlegu tölvuveri.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 716 orð
| 2 myndir
TILLÖGUR nefndar um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs gera m.a. ráð fyrir að stjórn einstakra svæða verði í höndum ráðgjafanefnda tilnefndum af sveitarstjórnum og að ákveðnum svæðum Vatnajökuls verði lokað fyrir vélknúinni umferð.
Meira
AF SEX valkostum í samgöngubótum á Vestfjörðum telja flestir íbúar fjórðungsins, eða 51%, að vegur um Arnkötludal myndi breyta aðstæðum þeirra til hins betra. Arnkötludalur er í Tröllatunguheiði sem liggur milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar.
Meira
BETUR fór en á horfðist á þjóðvegi eitt, rétt við bæinn Steinsstaði II í Öxnadal, í gær. Lítill fólksbíll á norðurleið fór út af hringveginum svokallaða og fór margar veltur.
Meira
Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að allmikill sjóbirtingur sé í ám á Suðurlandi og í Litluá í Kelduhverfi, fyrsti veiðidagurinn var á fimmtudag, skilyrði voru þá góð og veiðin víða frábær.
Meira
HERMENN frá sjö nýjum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu drógu þjóðfána landa sinna að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel í fyrsta sinn í gær.
Meira
Reykjanesbær | Tveir gestir frá Kerava, vinabæ Reykjanesbæjar í Finnlandi, voru í heimsókn í nokkra daga í boði menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar (MÍT).
Meira
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Með frumvarpinu er lagt til að gjöldin, sem eigendur skipa hafa greitt í Þróunarsjóð sjávarútvegsins skv.
Meira
3. apríl 2004
| Höfuðborgarsvæðið
| 406 orð
| 1 mynd
Múlahverfi | Góði hirðirinn, verslun Sorpu með notaða muni, flutti í vikunni í Fellsmúla 24, þar sem líkamsræktarstöðin World Class var áður til húsa.
Meira
MICHAEL Grade, sem áður var yfirmaður bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 , var útnefndur stjórnarformaður breska ríkisútvarpsins, BBC , í gær.
Meira
Grafíksýning | Sveinbjörg Hallgrímsdóttir hefur opnað grafíksýningu á kaffihúsinu Bláu könnunni, Akureyri. Að þessu sinni sýnir hún 24 koparristuverk en hún er einnig þekkt fyrir tréristur sínar.
Meira
Göngudagar Göngugarpa ÍT ferða í apríl Á morgun, sunnudaginn 4. apríl verður gengið á Helgafell sunnan Hafnarfjarðar. Árs afmæli Göngugarpanna. Farið verður í kaffi á Súfistann við Strandgötu í Hafnarfirði í tilefni afmælisins.
Meira
GJAFA- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar í Hagkaup, hefur á þremur árum lagt nærri 100 milljónir króna til að efla hjartalækningar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 645 orð
| 1 mynd
LAGT er til í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, að lögregla geti neitað að veita verjanda aðgang að einstökum málsskjölum eða öðrum gögnum ef lögreglan telur að það geti torveldað eða skaðað rannsókn málsins að gögn eða upplýsingar...
Meira
Hvolsvöllur | Nú hefur dómnefnd valið nafn á ísbjörninn á Hótel Rangá, en nýlega var efnt til samkeppni meðal grunnskólanema á svæðinu um nafn á ísbjörninn. Dómnefnd hefur valið úr tillögum og var það hún Lea Birna Stefaníudóttir í 4.
Meira
3. apríl 2004
| Akureyri og nágrenni
| 413 orð
| 1 mynd
EFNT verður til opinnar samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri og verða keppnisgögn afhent á þriðjudag, 6. apríl. Tillögum á að skila inn 5.
Meira
FASTEIGNAVERÐ á höfuðborgarsvæðinu tók kipp upp á við í febrúarmánuði eftir að hafa staðið í stað síðastliðna sex mánuði, samkvæmt mælingum Fasteignamats ríkisins.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 221 orð
| 1 mynd
ÚRSLITAKEPPNINNI í 3. Landskeppninni í efnafræði lauk nýlega. Sigurvegari var Höskuldur Pétur Halldórsson frá Menntaskólanum í Reykjavík, í 2. sæti var Jakob Tómas Bullerjahn, Menntaskólanum við Hamrahlíð, í 3.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 154 orð
| 1 mynd
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás á veitingahúsi í Sandgerði. Sló hann mann í andlitið með bjórglasi sem brotnaði við höggið.
Meira
Borgarnes | Úrslit réðust í marsmánuði í spurningakeppni UMSB sem fram fór á Hótel Borgarnesi. Þar mættu þau fjögur lið sem eftir voru úr annarri umferð og voru það Humar- og Álafélagið, Borgarfjarðarsveit, KB banki og Jörvi.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 303 orð
| 1 mynd
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur þegar skipað nefnd sem hefur það verkefni að athuga með hvaða hætti bændur geti selt afurðir sínar beint frá búunum.
Meira
ÞINGIÐ í þýska sambandsríkinu Baden-Württemberg samþykkti í fyrradag með nær öllum atkvæðum tillögu um að kennarar mættu ekki bera hefðbundna slæðu múslíma í stofum ríkisskólanna. Leyft verður sem fyrr að kristin tákn á borð við krossinn séu notuð.
Meira
Keflavík |Hart var tekist á í árlegu starfshlaupi nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sem fram fór í gær. Keppnin hófst með hópgöngu í Reykjaneshöllinni og síðan kepptu liðin í ýmsum starfs- og íþróttagreinum.
Meira
ÍBÚÐAREIGANDI í austurborginni í Reykjavík kom að tveimur grímuklæddum mönnum á heimili sínu í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru mennirnir búnir að róta til í íbúðinni, en hlupu á brott þegar íbúðareigandinn kom á staðinn.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 199 orð
| 1 mynd
SAMÞYKKT var í ríkisstjórninni í gær að leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna frumvarp menntamálaráðherra um að stofna tónlistarsjóð sem hefði það hlutverk að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun...
Meira
Ákveðið hefur verið að Leifshátíð verði haldin á Eiríksstöðum í Dalabyggð í júlí, eins og undanfarin ár. Að þessu sinni verður hátíðin helgina 9. til 11. júlí. Hátíðin verður með svipuðum hætti og áður, að því er fram kemur í fréttabréfi Dalabyggðar.
Meira
Þorlákshöfn | Þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit inn í félagsmiðstöðina Svítuna í Þorlákshöfn á dögunum var heldur betur handagangur í öskjunni, um þrjátíu krakkar á aldrinum 13 til 15 ára voru á fullu að æfa frumsamið leikrit sem fyrirhugað er að...
Meira
Opið hús verður í níu leikskólum í Grafarvogi á morgun, laugardag frá kl. 10.00-12.00. Þar gefst fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starfsemi og menningu þeirra.
Meira
JAAP de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, hét því í gær að leitinni að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, myndi halda áfram þrátt fyrir vaxandi reiði Bosníu-Serba vegna misheppnaðrar...
Meira
FYLGI Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar jókst lítillega í mars, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, og aðrir flokkar dala að sama skapi. Gallup segir að ekki sé um marktækar breytingar að ræða.
Meira
GÓÐAR líkur eru taldar á að samningar takist milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka verslunarinnar-FÍS á sunnudag en þá hefur næsti fundur samninganefnda verið boðaður.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri í Lækjargötu við hús nr. 6b, 1. apríl um kl. 16.30. Grárri Toyota Corolla bifreið var ekið suður Lækjargötu. Á sama tíma var brúnleitri fólksbifreið ekið út af bifreiðastæði við hús nr.
Meira
Lækkun hjá strætó | Á fundi framkvæmdaráðs var lagt fram minnisblað Stefáns Baldurssonar forstöðumanns SVA dags. 1. apríl 2004 um lækkun mánaðakorta úr kr. 4.500 í kr. 3.500 og þriggja mánaða korta úr kr. 10.500 í kr. 9.000.
Meira
3. apríl 2004
| Akureyri og nágrenni
| 119 orð
| 1 mynd
SÝNING á verkum 240 nemenda í þriðja bekk í grunnskólum Akureyrar var opnuð á Glerártorgi í gær og stendur hún fram á þriðjudag. Þetta er fjórða árið í röð sem nemendur í 3. bekk sýna verk sín með þessum hætti á Glerártorgi.
Meira
STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar hefur sent frá sér ályktun þar sem núverandi stjórnarflokkar eru minntir á að ennþá hafa þeir ekki efnt kosningaloforð sín um skattalækkanir sem þeir gáfu þjóðinni fyrir síðustu alþingiskosningar.
Meira
Mósaík og tinlagt gler | Handverks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn er 10 ára á þessu ári og af því tilefni verður efnt til 10 afmælissýninga í ár.
Meira
Eyrarbakki | Lúðvík Karlsson, öðru nafni Liston, verður með sýningu á verkum sínum í Óðinshúsinu á Eyrarbakka dagana 8.-12. apríl nk. Sýningin er opin frá kl. 14-18 og um helgarnar 17.-18., 24.-25. apríl og 1.-2. maí.
Meira
FRÁ og með 1. apríl verða breytingar á reglum um umfang, skil og gjaldtöku á úrgangi hjá Sorpu. Framvegis verður ódýrara fyrir fjölda fyrirtækja að skila úrgangi í móttökustöðina í Gufunesi en á endurvinnslustöðvar.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 180 orð
| 1 mynd
HÓPUR af krökkum á þriðja ári í Versló á hagfræðibraut hafa gefið út blað um framhaldsskólana á höfuðborgarsvæðinu sem er ætlað öllum tíundubekkingum á svæðinu. Blaðið nefnist 88 sem vísar til þess árgangs sem fær þetta blað.
Meira
GRÆNLENZKA landstjórnin opnaði í fyrradag sjöttu útboðslotuna í olíuleitarheimildir í grænlenzkri lögsögu, undan vesturströnd landsins. Skýrðu fulltrúar námu- og olíumálaráðuneytis landstjórnarinnar frá þessu í Kaupmannahöfn.
Meira
FRUMVARP fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, um olíugjald og kílómetragjald hefur verið lagt fram á Alþingi. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjáröflun ríkisins til vegagerðar með gjaldtöku af notkun ökutækja sem knúin eru með dísilolíu.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 109 orð
| 1 mynd
DORRIT Moussaieff forsetafrú opnaði á fimmtudag norræna hönnunarsýningu í Mílanó að viðstöddu fjölmenni en sýningin er haldin í La Triennale di Milano- sýningarsalnum þar í borg.
Meira
Keflavík | "Ég hef lengi verið með hund og það hefur líka lengi verið draumur minn að opna hundaskóla. Ég gat látið verða af því núna," segir Atli Þorsteinsson sem í dag opnar K9-hundaskólann í Keflavík.
Meira
Í höfuðborgum nýju NATO-ríkjanna sjö fóru fram hátíðarathafnir í gær í tilefni af inngöngu þeirra í Atlantshafsbandalagið. Hér ganga rúmenskir hermenn með rúmenska þjóðfánann og NATO-fánann í bakgrunni við slíka athöfn í rúmensku höfuðborginni Búkarest.
Meira
MÁLEFNIN sem voru efst á baugi ráðherrafundar NATO í gær voru ástandið á Balkanskaga, í Afganistan, Írak og fyrir botni Miðjarðarhafs, svo og baráttan gegn hryðjuverkum.
Meira
BANDARÍSKIR embættismenn vissu nokkrum mánuðum fyrir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hygðust beita flugvélum til að fremja hryðjuverk, að sögn fyrrverandi þýðanda bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.
Meira
Ragnarök séð frá ýmsum hliðum Bjarki Már Karlsson flytur fyrirlesturinn Ragnarök séð frá ýmsum hliðum í dag, laugardaginn 3. apríl kl 14, í félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Grandagarði 8, 3. hæð.
Meira
AÐ GEFNU tilefni vill Tryggingastofnun ríkisins árétta að tannlæknum er í sjálfsvald sett hvort þeir innheimta endurgreiðslur sjálfir hjá TR eða láta viðskiptavini sína um það.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 117 orð
| 1 mynd
PALESTÍNSKA heimastjórnin fordæmdi í gær lítt dulbúna hótun Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um að ráða Yasser Arafat Palestínuleiðtoga af dögum.
Meira
LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp þess efnis að lágmarksfésekt við tilteknum skattalagabrotum, sem lögfest var árið 1995, eigi ekki við þegar um svokölluð vanskil á vörslufé er að ræða og brotamaður hefur skilað réttilega skilagrein, svo að ljóst...
Meira
LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði kærði sex ökumenn fyrir of hraðan akstur á þjóðvegi nr. 1 vestan við bæinn í gærdag. Þar af voru tveir á 130 kílómetra hraða.
Meira
AÐGERÐIR og nýjar hugmyndir stjórnvalda um sjálfseignarstofnanir hljóta að vekja spurningar um stöðu sjálfseignarstofnana almennt og hvort þær séu hentugt eða æskilegt form á rekstri, að því er segir í pistli Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra...
Meira
Skylduleikur | Skákfélag Akureyrar heldur nokkuð sérstakt skylduleikjamót á sunnudag, 4. apríl, kl. 14. Á mótinu verða keppendur skyldaðir til að leika hinum sjaldgæfa byrjunarleik 1. b4. Teflt er í Íþróttahöllinni að venju og eru allir...
Meira
ÞYRLUÁHÖFN á TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í færeyska togarann Sólborgu 186 sjómílur vestur af Reykjavík um kl. 7 í gærmorgun og flutti hann til Reykjavíkur. Krókur úr trollhlera hafði slitnað og lent á höfði mannsins.
Meira
SPRENGJA fannst á járnbrautarteinum milli Madrídar og Sevilla á Spáni í gær, rúmum þremur vikum eftir hryðjuverkin í Madríd sem kostuðu 191 mann lífið.
Meira
BROTIST var inn í húsnæði Hraðfrystihússins-Gunnvarar við Hnífsdalsbryggju á Ísafirði í fyrrinótt og stolið þaðan 15-20 kílóum af reyktri ýsu. Ýsan var geymd í kæli og til stóð að selja hana.
Meira
GERT er ráð fyrir því að ráðist verði í stækkun leikskólans í Garði á árinu 2006 og framkvæmdinni lokið á árinu 2007. Á því ári verði byrjað á stækkun Gerðaskóla og íþróttamiðstöðvarinnar í Garði.
Meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um kostnað vegna lyfjaneyslu Íslendinga, sem birt var í gær, staðfestir þann grun að á undanförnum árum hafi eitthvað farið verulega úr böndunum í þeim efnum.
Meira
STJÓRN Suðurnesjadeildar hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna fjölmiðlaumfjöllunar síðustu vikna, og lýsir þar fullum stuðningi og trausti til stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Meira
INDRIÐI Þorláksson ríkisskattstjóri segir skyldur erlendra fyrirtækja sem starfa hér á landi til að greiða skatta, hinar sömu og innlendra fyrirtækja. Í yfirlýsingu frá Ríkisskattstjóra í gær segir að þessar skyldur taki m.a.
Meira
Garðabær | Margmiðlunarverkefni byggt á fornleifarannsókn á Hofsstöðum í Garðabæ hefur verið tilnefnt til norrænu safnaverðlaunanna NODEM. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni á sviði stafrænnar miðlunar, og verða veitt í Finnlandi 4. maí.
Meira
3. apríl 2004
| Akureyri og nágrenni
| 90 orð
| 1 mynd
Tónleikar | Hymnodia - kammerkór Akureyrarkirkju heldur tónleika í Akureyrarkirkju, mánudaginn 5. apríl kl 20.30. Á efnisskránni eru annars vegar verk tengd Maríu og boðun hennar, og hins vegar lög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi framkvæmdastjóra eignarhaldsfélags í Reykjavík í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 16,5 milljóna sekt fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt árið 2001 og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda á árunum 2000...
Meira
MÖRG þúsund manns komu saman fyrir utan höfuðstöðvar bandaríska hersins í Bagdad í gær og héldu áfram að mótmæla því, að Bandaríkjamenn skyldu banna tímabundið útgáfu vikublaðsins al-Hawsa al-Natiqa , sem er í eigu róttæks sjítamúslímaklerks, Moqtada...
Meira
FYRSTA skrefið til undirbúnings vegar yfir Stórasand milli Norðurárdals í Skagafirði og Borgarfjarðar væri að setja upp veðurstöðvar til að kanna veðurfar á þeirri leið, að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra og segir hann hugmyndina raunar ekki...
Meira
SÍMINN efndi til keppni í smassi sem er stytting á sms-sendingum. Bæði ungir sem aldnir nota smass-aðferðina eins og kom berlega í ljós þegar Síminn efndi til keppni í smassi. Vinningshafinn sendi inn línuna "Við erum öll Sigfús á línunni".
Meira
KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardag, klukkan 17. Síðustu vortónleikar kórsins í ár verða á sama stað nk. miðvikudag, klukkan 20. Einsöngvarar eru Steinn Erlingsson baritón og Davíð Ólafsson bassi.
Meira
3. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 709 orð
| 1 mynd
Hrefna Jóhannesdóttir er fædd á Sauðárkróki 9. apríl 1975 og er skógfræðingur frá Landbúnaðarskólanum að Ási árið 2000. Hrefna hefur starfað sem sérfræðingur á rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá síðan haustið 2000. Hún var kosin formaður Skógfræðingafélags Íslands á stofnfundi þess 12. mars 2004. Sambýlismaður Hrefnu er Johan W. Holst skógfræðingur.
Meira
Ísafjörður | Það leyndi sér ekki aðdáunin í andliti krakkanna sem æfa skíðagöngu hjá Skíðafélagi Ísfirðinga, þegar hinn sigursæli, norski skíðagöngumaður Thomas Alsgaard, mætti á æfingu hjá þeim og tók að sér kennsluna þann daginn.
Meira
Jón G. Hauksson skrifar pistil á vefsíðuna Heimur.is, um útþensluáform stjórnarformanns OR. "Það er undarlegt hvað sjálfstæðismenn í borginni eru iðnir við að agnúast út í Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúa.
Meira
Það var skynsamleg ákvörðun hjá borgarstjórn Reykjavíkur að vísa aftur til borgarráðs ákvörðun um að veita veitingaaðila í Egilshöll-íþróttamiðstöð leyfi til að selja þar bjór og léttvín.
Meira
Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Gylfa Guðmundssonar, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, RÚV, um sparnaðaraðgerðir stofnunarinnar er sagt var frá í Morgunblaðinu í gær "er einkum verið að vinna að því [að ná fram sparnaði] gagnvart dagskrárgerðinni og...
Meira
ÞÆR prýða enn Tónlistann Rósirnar rokkuðu. Safnplatan sem þeir vildu ekki að kæmi út drottnar nú víða um heim og sýnir svo um munar að Guns N' Roses er ennþá sveit sem er rokkhundum ofarlega í huga.
Meira
ÆFINGAR standa nú yfir í Borgarleikhúsinu á leikgerð eftir bestu sögu allra tíma (að mati lesenda Times!) DON KÍKÓTA eftir Miguel de Cervantes. Leikgerðin er eftir Bulgakov og þýðinguna gerir Jón Hallur Stefánsson.
Meira
ÞAÐ hlaut að koma að því að Clapton myndi helga heila plötu átrúnaðargoði sínu og annarra blúsara sem bókstafstrúar geta talist, heilum 45 árum eftir að hann heyrði fyrst tónlist Roberts Johnsons.
Meira
HÚN hefur notið mikilla vinsælda platan með tónlistinni skemmtilegu úr barnaleikritinu Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren. Og nú tekur hún enn eina ferðina stærðarstökk upp Tónlistann og er næstmest selda plata landsins.
Meira
TÓNSKÁLDAFÉLAG Íslands stendur fyrir tónleikum í Listasafni Íslands kl. 17 í dag. Þar syngur Hamrahlíðarkórinn íslensk kórverk sem mörg hver hafa verið sérstaklega samin fyrir kórinn og Þorgerði Ingólfsdóttur stjórnanda hans.
Meira
Sagan af Paikeu (Whale Rider) Stórkostlegt kvikmyndaverk.(H.L.) **** Háskólabíó. Amerískur ljómi (American Splendor) Paul Giamatti og Hope Davis fara á kostum. (H.J.) **** Háskólabíó.
Meira
Selið, Skólavörðustíg 16 kl. 16 Vera Sörensen opnar sýningu á olíumálverkum máluð 2003 og 2004. Verkin eru öll til sölu. Vera málar eingöngu með olíulitum. Hún hefur sérhæft sig í landslagsmálun, ásamt dýra- og kyrralífsmyndum.
Meira
SIGURVEGARAR tónlistarkeppninnar Kammertónlist til framtíðar verða kynntir í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17-18 á sunnudag. "Þessi dagskrá er í beinu framhaldi af keppninni Kammertónlist til framtíðar sem KaSa hópurinn auglýsti sl.
Meira
DÓMAR um þriðju breiðskífu múm, Summer Make Good , eru farnir að birtast í stórum tónlistartímaritum. Platan kemur út í Evrópu mánudaginn 12. apríl (kom reyndar út í Japan 13.
Meira
ROKKSVEITIN Metallica mun ljúka Evrópureisu sinni hér landi með tónleikum í Egilshöll 4. júlí næstkomandi. Þetta verður í fyrsta skipti sem þetta íþróttahús í Grafarvogi verður notað sem tónleikahöll.
Meira
UNGIR söngvarar og söngkonur munu stíga á svið í hinni árlegu Söngkeppni Félags framhaldsskólanema sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld, en Sjónvarpið sýnir beint frá keppninni.
Meira
Höfundur: Svanur Gísli Þorkelsson. Leikstjóri: Darren Foreman. Leikmyndar- og búningahönnun: Rebekka A. Ingimundardóttir. Leikarar: Margrét Ákadóttir og Valdimar Örn Flygenring. Laugardagur 13. mars.
Meira
UPPSELT er á tónleika Deep Purple en miðasala hófst á hádegi í gær. Það tók innan við klukkustund að seljast upp á tónleikana, sem verða í Laugardalshöll 24. júní nk. Mikil örtröð myndaðist í Kringlunni áður en miðasala hófst og fengu færri miða en...
Meira
AÐ níðast á þroskaheftum og fjölfötluðum hefur fylgt íslensku mannlífi frá því land byggðist og fram á vora daga. Menntun og hástemmdar yfirlýsingar hafa litlu þar um breytt.
Meira
Svar frá Neytendasamtökunum við fyrirspurn LEÓ M. Jónsson beindi fyrirspurn til Neytendasamtakanna í Velvakanda 30. mars sl. Þar spyr Leó hvort Neytendasamtökin hafi fylgst með verðþróun á símakostnaði.
Meira
STÓRIÐJU- og virkjunarsinnar láta um þessar mundir ljós sitt skína. Helst þyrfti, ef vel ætti að vera, einhvern jafnoka þeirra til svara, ef til vill gamla kommúnista sem trúðu á stóriðju af gildum ástæðum. Þeir gerðu þessu skil.
Meira
Minningargreinar
3. apríl 2004
| Minningargreinar
| 2278 orð
| 1 mynd
Ásdís Kjartansdóttir fæddist að Hólslandi í Eyjahreppi 31. desember 1909. Hún lést 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kjartan Einar Daðason, f. 15. sept. 1876 á Bólstað í Haukadal, og Guðríður Guðmundsdóttir, f. 14. jan.
MeiraKaupa minningabók
Baldur Skarphéðinsson fæddist í Dagverðarnesi í Skorradal 19. júní 1928. Hann lést að Borgarbraut 65 í Borgarnesi 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Magnússon, f. 27. 1. 1890, d. 19.11. 1981, og Kristín Sigurlaug Kristjánsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
3. apríl 2004
| Minningargreinar
| 1597 orð
| 1 mynd
Bjarni Sigurður Ágúst Ársælsson fæddist í Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjum 29. október 1928. Hann lést í Landspítalanum 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ársæll Jónsson frá Álfhólum, f. 7. maí 1889, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
3. apríl 2004
| Minningargreinar
| 1452 orð
| 1 mynd
Gestur Breiðfjörð Sigurðsson fæddist á Brunnstíg 4 í Hafnarfirði 2. október 1943. Hann varð bráðkvaddur um borð í skipi sínu að kvöldi 23. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 2. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Elsku Helga, þú varst uppáhalds frænka mín, ég man alltaf þegar ég kom í heimsókn, þá fór ég beint til þín og faðmaði þig og kyssti.
MeiraKaupa minningabók
3. apríl 2004
| Minningargreinar
| 1187 orð
| 1 mynd
Helga Stefánsdóttir fæddist í Arnardrangi í Landbroti 14. janúar 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Þorláksson, bóndi í Arnardrangi, f. í Þykkvabæ 15.8. 1877, d. í Þykkvabæ 31.12.
MeiraKaupa minningabók
3. apríl 2004
| Minningargreinar
| 2877 orð
| 1 mynd
Ólafur Pálsson bóndi fæddist á Akureyri 3. maí 1924. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi föstudaginn 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Júlíus Sigurðsson bóndi, frá Kálfborgará í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, f. 25. júlí 1877, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
3. apríl 2004
| Minningargreinar
| 4408 orð
| 1 mynd
Robert Leland Kellogg prófessor, fæddist í Ionia County, Michigan, 2. september 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Westminster Canterbury of the Blue Ridge Nursing Home í Charlottesville, Virginia, 3. janúar síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
GRÁSLEPPUVEIÐAR máttu hefjast í Faxaflóa og í utanverðum Breiðafirði um mánaðamót en slæmt veður hamlaði því að grásleppukarlar legðu net sín fyrsta daginn.
Meira
Fréttaskýring | Samherji og Vísir kynntu í vikunni náið samstarf félaganna á öllum sviðum starfseminnar. Hjörtur Gíslason kannaði í hverju slík samvinna gæti verið fólgin og er niðurstaðan sú að fjölþætt samvinna muni styrkja stöðu þeirra verulega.
Meira
ANDRÉS Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar staðfesta að ekki sé um að ræða óhóflega heildsöluálagningu á lyfjum hjá innflutningsfyrirtækjum.
Meira
HRUND Rúdolfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir að fara þurfi varlega í hugmyndir þess efnis að fækka apótekum til að lækka lyfjakostnað eins og bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað segir að stjórnvöld, lyfjafyrirtækin og læknar geti gert ýmislegt til að lækka lyfjakostnað hér á landi.
Meira
HAGNAÐUR Íslenskra verðbréfa-Eignastýringar hf. árið 2003 nam 0,7 milljónum króna samanborið við 0,3 milljónir árið 2002. Félagið er að nær öllu leyti í eigu Íslenskra verðbréfa hf.
Meira
3. apríl 2004
| Viðskiptafréttir
| 1277 orð
| 1 mynd
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að mikill munur á lyfjakostnaði hér og í nágrannalöndunum skýrist fyrst og fremst af minni notkun samheitalyfja hér. Meiri notkun tauga- og geðlyfja og meiri kostnaður við dreifingu og sölu lyfja hafa einnig áhrif.
Meira
INGI Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, tekur undir það að ein ástæðan fyrir 46% hærri lyfjakostnaði hér á landi en í Danmörku og Noregi sé ónóg samkeppni og minna framboð af samheitalyfjum, sem þýði að meira sé notað hér af dýrari lyfjum.
Meira
VIÐ fögnum þessari skýrslu og teljum að loksins hafi verið dregin upp rétt mynd af lyfjamarkaðnum," segir Hreggviður Jónsson, framkvæmdastjóri Pharmanor.
Meira
Nýr vefur Ferðaþjónustu bænda var opnaður í vikunni, www.sveit.is. Á nýja vefnum eru upplýsingar um fyrirtækið, Félag ferðaþjónustubænda, og það sem er efst á baugi hverju sinni.
Meira
Fyrir skömmu voru tveir veitingastaðir opnaðir sem sérhæfa sig í mismunandi beyglum og selja þær bæði smurðar og ósmurðar. Á undanförnum mánuðum hafa einnig bæst við í frystiborð stórmarkaða frosnar beyglur frá nokkrum erlendum framleiðendum.
Meira
Bruschetta með mozzarella og hráskinku. "Þessi smáréttur er tilvalinn sem léttur hádegisverður eða síðbúinn morgunverður," segir Jóhann Helgi kokkur.
Meira
Hjólaferðir á Spáni Vias Verdes eru aflagðir járnbrautarteinar á Spáni sem á síðustu árum hefur verið breytt í hjólreiðastíga. Á hverju ári eru skipulagðar tvær hjólreiðaferðir með fararstjórn á nokkrum völdum leiðum.
Meira
Ostabúðin á sína fastakúnna og hún laðar einnig að sér marga sem eru í leit að forréttum, góðum kúa-, geita- og kindaostum, gjöfum eða bara girnilegri súpu í hádeginu - með brauði.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 3. apríl, er fimmtugur Sverrir Sverrisson, hagfræðingur . Hann og fjölskyldan taka á móti gestum í Fróðasalnum, Seljavegi 2, í dag milli kl. 17 og...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. mars sl. í Áskirkju af sr. Karli V. Matthíassyni þau Stefanía Jónsdóttir og Magnús Sveinsson. Heimili þeirra er í...
Meira
"ÉG get ekki kvartað, viðskiptin hafa gengið vel og árið í fyrra var gott ár en íslenskar lopavörur eru um það bil þriðjungur sölunnar," segir Leona Delores Morrow (áður Jonasson) í Winnipeg í Kanada.
Meira
Í dag er laugardagur 3. apríl, 94. dagur ársins 2004. Orð dagsins: "Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt."
Meira
Það að þurfa sífellt að bera sig saman við næsta mann, vita hvort sá er eldri, feitari, skemmtilegri eða með hærri laun er ekki endilega eftirsóknarvert.
Meira
Björt mey og hrein mér unni ein á Ísa-köldu-landi. Sárt ber ég mein fyrir silkirein sviptur því tryggðabandi. Það eðla fljóð gekk aðra slóð en ætlað hafði ég lengi, daprast því hljóð, en dvínar móð, dottið er fyrra gengi.
Meira
ÞORRABLÓT eru fastur liður í starfsemi Íslendingafélaga í Vesturheimi og enn eru þau haldin þó nokkuð sé frá þorra og tími kominn til að huga að páskahátíðinni.
Meira
Víkverji telur það alla jafnan ekki sitt hlutverk að skjalla eða "auglýsa" einhverja atvinnustarfsemi í landinu en gerir undantekningu hér, af ómengaðri ástríðu.
Meira
* BJARNI Þór Viðarsson , drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu úr FH , dvelur í rúma viku hjá Anderlecht í Belgíu , og síðan í nokkra daga hjá Everton í Englandi .
Meira
DENNIS Wise, fyrrverandi leikmaður með Chelsea og Wimbledon, sem er nú knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins Millwall, segist hafa sett stefnuna á sæti í UEFA-keppninni næsta keppnistímabil.
Meira
* EINAR Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Wallau-Massenheim sem lagði Eisenach að velli í þýsku 1. deildinni í gær, 27:21, en Eisenach lék á heimavelli. Staðan í hálfleik var 11:8, Wallau í vil en rúmlega 2000 áhorfendur voru á leiknum.
Meira
ÍSLENSKA dómaraparið Gunnar Stefánsson og Stefán Arnaldsson munu dæma fyrri leik spænsku liðanna Valladolid og Portland San Antonio í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn fer fram í Valladolid þann 17. apríl en síðari leikurinn fer fram 24. apríl.
Meira
SKÍÐAMAÐURINN Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði varð Íslandsmeistari í stórsvigi í dag en keppt var á Siglufirði. Kristján kom í mark á tímanum 1:51,88 mínútum en annar varð Sindri M. Pálsson úr Breiðabliki á 1:55,38 mín.
Meira
ÚRVALSDEILDARLIÐ Víkings í knattspyrnu karla tapaði í gær 3:1 gegn rússneska úrvalsdeildarliðinu Cobonik en liðin áttust við í Antalya í Tyrklandi. Þorvaldur Már Guðmundsson skoraði mark Víkings.
Meira
"VIÐ verðskuldum það svo sannarlega að komast í úrslitaleik bikarkeppninnar, en ég veit að Arsenal-menn telja sig einnig verðskulda það svo ljóst er að það verða mikil vonbrigði í röðum annars liðsins þegar flautað verður til leiksloka," segir fyrirliði Manchester United, Roy Keane, um væntanlegan bardaga bikarmeistara Arsenal og Englandsmeistara Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Villa Park um hádegisbil í dag.
Meira
EINAR Sigurðsson, leikmaður HK, og Miglena Aposolova, Þrótti Neskaupstað, voru valin bestu blakmenn Íslandsmótsins sem nú er nýafstaðið, en tilkynnt var um valið á uppskeruhátíð Blaksambandsins um síðustu helgi.
Meira
ÓLAFUR Th. Árnason frá Ísafirði varð Íslandsmeistari í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð í gær á skíðalandsmótinu sem haldið er á Ísafirði. Ólafur hafði nokkra yfirburði og kom í mark á 28 mínútum og 40 sekúndum.
Meira
MICHEL Platini, frægasti knattspyrnumaður Frakklands á sínum tíma og núverandi stjórnarmaður í Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, og Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, hefur miklar áhyggjur af þróun mála í íþróttinni. Sérstaklega hvað varðar óheftan innflutning á erlendum leikmönnum og takmarkaða möguleika barna og unglinga til að ná langt í knattspyrnunni á sínum heimaslóðum.
Meira
SKÍÐI Skíðamót Íslands Stórsvig á Ísafirði KONUR: Emma Furuvik, Ármanni 2.06,33 Áslaug Eva Björnsdóttir, Akureyri 2.09,13 Helga Árnadóttir, Ármanni 2.09,69 KARLAR: Kristján Uni Óskarsson, Ólafsf. 1.51,88 Sindri M. Pálsson, Breiðabiki 1.
Meira
CANDACE Parker, 17 ára gömul stúlka sem leikur körfuknattleik með menntaskólaliði í Bandaríkjunum, gerði sér lítið fyrir og sigraði í troðkeppni sem haldin var á mánudag.
Meira
LANDSLIÐ kvenna í knattspyrnu, skipað leikmönnum undir 19 ára aldri, leikur í riðli með Sviss, Írlandi og Grikklandi í undankeppni Evrópukeppni 19 ára liða, sem hefst í haust. Dregið var í riðla í gær. Stúlkurnar sem skipa liðið eru fæddar 1986 og síðar.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu var í eldlínunni í Tirana í Albaníu á miðvikudagskvöldið. Úrslitin eru öllum ljós, 2:1 ósigur, en með leiknum var stigið fyrsta skrefið í átt að besta undirbúningi landsliðsins fyrir stórmót frá upphafi.
Meira
REINER Calmund, framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen, segist vilja sjá Rudi Völler, landsliðsþjálfara Þýskalands í knattspyrnu, setjast í sinn stól þegar hann hættir stjórnunarstörfum hjá Leverkusen 2006.
Meira
Nú þegar vorar er kominn tími til að þurrka af reiðhjólinu og fara yfir öryggismálin. Hjálpaðu geimálfinum frá Varslys að finna allan búnaðinn sem þarf að vera í lagi þegar hjólað er.
Meira
Þetta fína föndur má nota sem gluggaskraut eða jafnvel sem kort handa einhverjum skemmtilegum. Myndina má hafa eftir eigin höfði. Sumir gera kross til að minnast Jesú, aðrir gera páskaunga. Hvað ætlar þú að gera?
Meira
Við höfum svolítið verið að fjalla um dans hér í blaðinu í vetur en eins og þið hafið kannski tekið eftir virðast það aðallega vera stelpur sem stunda dans á Íslandi.
Meira
Nafn: Guðbrandur Loki Rúnarsson. Aldur: Tíu ára. Hvað ertu búinn að æfa breik lengi? Í tvö ár. Af hverju byrjaðirðu? Af því að einn vinur minn var að æfa þetta og hann benti mér á þetta. Síðan prófaði ég og mér fannst þetta mjög skemmtilegt.
Meira
Salka Einarsdóttir, sem er níu ára, fór um síðustu helgi að sjá myndina um Köttinn með hattinn , sem er byggð á frægum barnabókum eftir Bandaríkjamanninn Theodor Seuss Geisel en hann var einn af frægustu barnabókahöfundum heims og skrifaði næstum hundrað...
Meira
Nafn: Hinrik Óskarsson Aldur: Níu ára. Hvað ert þú búinn að vera lengi í breiki? Ég byrjaði fyrir einu og hálfu ári. Af hverju byrjaðirðu? Ég hafði verið að skoða breik á tölvunni og langaði til að prófa. Og hvernig finnst þér? Mér finnst mjög gaman.
Meira
Nafn: Jökull Atli Harðarson. Aldur: 10 ára. Hvenær byrjaðirðu að æfa breik? Ég man það ekki alveg. Það er ekkert rosalega langt síðan. Af hverju byrjaðirðu? Ég átti heima í Noregi í átta ár og ég byrjaði þar eftir að ég sá auglýsingu í blaðinu.
Meira
Hvernig væri að fá sér marmaraegg í morgunmat á páskadag? Upplagt! Þessi egg er mjög auðvelt að lita svona fallega. Og því er sniðugt fyrir stærri systkini að hjálpa þeim yngri til að gera þau.
Meira
Þetta er ótrúlega gott páskanammi, sem ætti ekki að vera erfitt að búa til - né háma í sig! Það sem til þarf: * 2 dl ósæt kartöflumús * ½ tsk. salt * nokkrir vanilludropar * 8-9 dl flórsykur * 225 g súkkulaði * 1 msk.
Meira
Jæja, þá er kominn tími til að taka fram páskaskrautið og föndurdótið og skreyta heimilið með ungum og eggjum, páskaliljum og afskornum trjágreinum. En vitið þið af hverju við notum unga og egg, greinar og kanínur þegar við skreytum fyrir páskana?
Meira
Við fengum senda þessa skemmtilegu mynd af ungri íslenskri skíðakonu í Geilo í Noregi. Hún heitir Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir og er ekki nema eins og hálfs árs. Samt er hún byrjuð að renna sér á skíðum eins og ekkert sé.
Meira
Það passar aðeins einn af ferhyrningunum á myndinni inn í rauða hringinn. Getið þið fundið út úr því hvaða ferhyrningur það er án þess að mæla eða klippa? Svar: Ferhyrningur númer...
Meira
Lesbók
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 667 orð
| 1 mynd
Síðustu tónleikar vetrarins í 15:15 tónleikaröð Caput verða í dag kl. 15.15. Flytjendur eru Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 359 orð
| 1 mynd
Che-bolurinn (made in China) vaknar um 9 leytið í vesturbænum (West-side!). Hann vinnur hvergi - hann er "stickin' it to the man!", að eigin áliti. Félagi okkar lemur í casio-klukkuna (Japan) og rífur sig á fætur.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 379 orð
| 2 myndir
DAGBÓK kínversku skólastúlkunnar Ma Yan hefur notið töluverðra vinsælda í Frakklandi undanfarið, en bókin hefur nú þegar selst í 45.000 eintökum og hefur auk þess verið þýdd á átta önnur tungumál.
Meira
Hann gengur út úr húsi sínu Mjög snemma morguns Þessi maður er mjög dapur Það blasir við í andliti hans Allt í einu sér hann gamla Símaskrá í ruslatunnu Gott að drepa tímann þegar maður er dapur Og maðurinn tekur símaskrána Hristir hana flettir henni...
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 930 orð
| 1 mynd
Af hverju fær fólk appelsínuhúð, hvers vegna fáum við blöðrur, hvað er grindargliðnun? Þessum spurningum og mörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum auk þess sem gefin hafa verið stutt og laggóð svör við spurningum 10 ára skólabarna. Hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1278 orð
| 3 myndir
Goðsögur eru sálarspegill þess samfélags sem þær eru sprottnar úr. Að tíðablóð skuli þar ekki nefnt sínu rétta nafni á eflaust rætur í bannhelgi sem tengdist ótta frumstæðrar vitundar við að kalla yfir sig blóð frumverunnar Ymis eða Aurgelmis. Hér er ráðið í táknmál tíðablóðsins í fornum sögum.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 2631 orð
| 1 mynd
Eru íslenskar ævisögur margar hverjar fyrst og fremst táknmyndir fyrir miklar hugsjónir eða hugmyndir, vitnisburður um þá "stóru og sterku" karla sem skópu líf okkar og grundvöll tilverunnar? Gefa þær flata og jafnvel einfalda mynd af oft stórbrotnu fólki? Í þessari grein er fjallað um ýmis kennileiti minninganna.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 585 orð
| 2 myndir
Laugardagur Víðistaðakirkja kl. 14 Lúðrasveit Hafnarfjarðar flytur á vortónleikum sínum m.a. einleiksverk fyrir túbu og baritónhorn, syrpu af lögum með Frank Sinatra og lög úr kvikmyndunum Lord of the Rings. Stjórnandi er Þorleikur Jóhannesson.
Meira
Þegar mig langar að sjá skóg þá horfi ég niður Laugaveginn og sé húsaskóginn vagga sér blíðlega í vindinum. Heyri þytinn í þakkrónunum. Mannfólkið trítlar á gangstéttarbökkunum. Síðan sigli ég með laufferju niður...
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1905 orð
| 1 mynd
Þessi grein er hin fyrsta af átta greinum í flokki þar sem fjallað verður um tengsl hátíðisdaga og helgihalds ýmissa trúarbragða og leikrita Henriks Ibsen. Í fyrstu greininni er fjallað um upprisuhugmyndir kristninnar og nýplatónisma eins og þær birtast í Keisara og Galílea. Í næstu Lesbók birtist greining á kvöldmáltíðarminninu í Villiöndinni og hinar greinarnar átta munu síðan verða á síðum Lesbókar nærri þeim hátíðis- dögum í almanaksárinu sem þær eiga við.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1644 orð
| 3 myndir
Í undirbúningi er hjá Nesútgáfunni útgáfa stórrar bókar um Jóhannes S. Kjarval listmálara, stórt og vandað heildarrit, 650 blaðsíður, sem kemur út haustið 2005, þegar 120 verða liðin frá fæðingu Kjarvals. Megintexta bókarinnar skrifar Kristín G.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 76 orð
| 3 myndir
SKÁLD flytja ljóð á pálmasunnudag kl. 20 í Hallgrímskirkju. Sláldin voru beðin um að yrkja ljóð sem svar eða viðbrögð við sálmum Hallgríms Péturssonar.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 732 orð
| 1 mynd
Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, bauð Peter Ustinov til Íslands, þegar leikrit hans, Betur má ef duga skal , var frumsýnt hér 1969. Þá hittumst við og upp úr því skrifaði ég samtal okkar.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 313 orð
| 1 mynd
Í lokaorðum doktorsritgerðar sinnar, Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar , segir Gísli Sigurðsson um þá sem skráðu sögur eftir munnmælum: "Fyrirrennarar þeirra hafa um aldir sagt frá sama fólki og sömu atburðum, hver með sínu lagi, og...
Meira
Myndlist Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Stefan Boulter og Jan Ouve Tuv. Til 4. apríl. Kling og Bang, gallerí, Laugavegi: Jón Óskar. Til 25. apríl. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu: Samsýning fjögurra listakvenna. Til 4. apríl.
Meira
I Það stefnir allt í að höfundarhugtakið verði mikið í umræðunni næstu vikur og þó kannski ekki síður höfundarrétturinn. Vert er að rifja upp nokkur atriði í sögu þessara hugmynda. II Í frægri grein Michels Foucault um spurninguna Hvað er höfundur?
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1001 orð
| 1 mynd
Leikhópurinn Á senunni frumsýnir uppfærslu á kabarettverkinu "Paris at night", byggt á ljóðum franska ljóðskáldsins Jacques Prévert, annan sunnudag, 28. mars, á Litla sviði Borgarleik- hússins. Hér er sagt frá skáldinu.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1424 orð
| 1 mynd
Birgir Andrésson heldur nú samsýningu á sjálfum sér í galleríi i8. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við hann um teikningar sem eru eins og ljósmyndir og ljósmyndir sem eru eins og teikningar og ræktun innflytjenda í Oradósum.
Meira
Í sæ er sólin runnin og sofnuð hver ein rós, í fjarska hljóm ég heyri og hugsa um stjörnuljós. Við sjóinn bjarminn bíður sem blóðug hvíli rönd á víðum vestursölum, veifuð af drottins hönd.
Meira
3. apríl 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1251 orð
| 1 mynd
Leikarinn og leikritaskáldið Peter Ustinov lést síðastliðinn sunnudag, 82 ára að aldri. Hér er birt samtal hans og Matthíasar Johannessen sem birtist í Morgunblaðinu árið 1969 en þar er rætt um pólitík, bókmenntir, leiklist og ekki síst um gagnrýnendur. Matthías ritar formálsorð að samtalinu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.