ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa er óvenju lág og hefur myndast um 3-7% yfirverð á bréfum, mismikið eftir flokkum. Ávöxtunarkrafa í 40 ára húsbréfaflokknum (01/02), sem er algengastur, var 4,23% á föstudag sem þýðir um 7% yfirverð á bréfunum.
Meira
ENN sem komið er, að minnsta kosti, bendir ekkert til að fleyg orð bandarísk-breska ljóðskáldsins T.S. Eliots, um að apríl sé "grimmastur mánaða", ætli að verða að áhrínsorðum í höfuðborginni þetta árið.
Meira
MEÐ sprengingunni sem varð fimm meintum hryðjuverkamönnum að bana í Madríd í fyrrakvöld, þar á meðal meintum höfuðpaur hryðjuverkanna sem urðu 191 að bana í Madríd í síðasta mánuði, er "kjarni" hópsins sem stóð að tilræðunum nú annaðhvort...
Meira
SJÖ bandarískir hermenn féllu í átökum við herskáa sjíta í Bagdad í gær, að því er bandaríski herinn greindi frá. Að minnsta kosti 25 hermenn særðust.
Meira
SEXTÁN ára drengur, sem liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að ráðist var á hann í heimahúsi í Vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á laugardag, hlaut alvarlega áverka; innvortis blæðingar og áverka á milta.
Meira
VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur (VR) og Landsamband íslenskra verslunarmanna undirrituðu í gærkvöldi nýjan kjarasamning við FÍS, Félag íslenskra stórkaupmanna, en fyrri samningur þeirra rann út í lok febrúar sl.
Meira
SUNDKONURNAR Ragnheiður Ragnarsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá Akranesi voru í miklum ham um helgina og margbættu Íslandsmetin í 50 og 100 m skriðsundi.
Meira
BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Stafna á milli ehf. hefur keypt jörðina Krossland í Innri-Akraneshreppi og að auki gerði fyrirtækið bindandi samkomulag við eigendur Fögrubrekku í Innri-Akraneshreppi um kaup á jörð og húseignum.
Meira
RANNVEIG Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir samheitalyf á markaði fyllilega sambærileg við frumlyf hvað varðar gæði og virkni lyfjanna.
Meira
SKJÁLFTAVIRKNI varð vart á skjálftamælum Veðurstofu Íslands laust upp úr hádegi í gær og voru upptökin í Öxarfirði um fjórtán kílómetra vest-suðvestur af Kópaskeri. Fyrsti skjálftinn varð skömmu upp úr kl.
Meira
INGVELDUR Gísladóttir fæddist 4. apríl árið 1904. Hún fagnaði aldarafmælinu með ættingjum og vinum laugardaginn 3. apríl, þar sem ómögulegt var að fá sal til veisluhalda á pálmasunnudag, 04.04.04, að sögn Rögnu dóttur hennar.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 128 orð
| 1 mynd
ELSTI karlmaður landsins, (Oddur) Ágúst Benediktsson, lést sl. föstudag, 103 ára að aldri. Ágúst var fæddur hinn 11. ágúst árið 1900 í Steinadal í Kollafirði.
Meira
PÍLAGRÍMUR heldur á pálmalaufi og styttu af Maríu mey á Ólífufjallinu í Jerúsalem í gær. Þúsundir pílagríma tóku þátt í árlegri pálmasunnudagsgöngu í borginni, þegar fetað er í fótspor Krists er hann hélt inn í Jerúsalem áður en hann var...
Meira
BÍLL valt út af Reykjanesbraut við Kúagerði á fjórða tímanum í fyrrinótt en ökumaður er grunaður um ölvun, skv. upplýsingum lögreglu. Þrennt var í bílnum og voru þau flutt á slysadeild. Reyndist annar farþeginn nokkuð...
Meira
SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafi í auglýsingabæklingi sínum um langtímalán brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki um árlega hlutfallstölu kostnaðar í bæklingnum.
Meira
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, formaður umhverfisnefndar Alþingis, segist ekki sjá að neitt ætti að verða því til fyrirstöðu að hægt verði að fella umdeilt bráðabirgðaákvæði út úr frumvarpi til laga um verndun Mývatns og Laxár.
Meira
STJÓRN Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeim árangri sem náðst hafi í hækkun atvinnuleysisbóta undir verkstjórn félagsmálaráðherra.
Meira
HRUND Rúdólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir afslætti milli einstakra fyrirtækja vera trúnaðarmál, er hún er spurð hvort Lyf og heilsa fái umtalsverðan afslátt af verði samheitalyfja sem Pharmaco framleiði og hvort sá afsláttur skili sér...
Meira
Félag CP á Íslandi heldur fræðslufund á morgun, þriðjudaginn 6. apríl, kl. 20 á Háaleitisbraut 11-13, (húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra). Fjallað verður um vanlíðan og lélega sjálfsmynd vegna fötlunar og hegðunarvandamál.
Meira
Akranes | Byggingarfyrirtækið Stafna á milli ehf. hefur keypt jörðina Kross í Innri-Akraneshreppi og að auki gerði fyrirtækið bindandi samkomulag við eigendur Fögrubrekku í Innri-Akraneshreppi um kaup á jörð og húseignum.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 110 orð
| 2 myndir
ÍSLENDINGAR búsettir í Lundúnum og nærsveitum fjölmenntu til messu sunnudaginn 21. mars sl. og notuðu jafnframt tækifærið til að fagna séra Sigurði Arnarssyni og bjóða hann velkominn til starfa.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 238 orð
| 1 mynd
NÁMSKEIÐ í íslam er meðal þess sem er í boði fyrir þá sem skrá sig í þverfaglegt nám í trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands. Að sögn Péturs Péturssonar, prófessors í kennimannlegri guðfræði, veitir námið 30 einingar sem aukagrein til B.A. prófs.
Meira
ÁTJÁN ára piltur reyndi að forða sér á hlaupum undan lögreglumönnum um sexleytið á laugardagskvöld en hann reyndist hafa lítinn hassmola í fórum sínum. Pilturinn var í bíl að reykja hass rétt suður af Akureyri þegar lögreglu bar að.
Meira
FLOKKBANDALAGIÐ sem Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, fór fyrir í kosningunum á föstudaginn hlaut flest þingsæti, að því er greint var frá í gær, þegar endanleg úrslit lágu fyrir.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 804 orð
| 1 mynd
Guðmunda Smáradóttir er fædd í Reykjavík þann 2. maí árið 1971. Hún er með MS-gráðu í viðskiptafræði - stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 2001, BA í frönsku frá Háskóla Íslands árið 1998, stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1991.
Meira
BANDARÍSKA geimvísindastofnunin, NASA, er nú loksins tilbúin með gervitungl sem nota á til að láta reyna á almennu afstæðiskenningu Alberts Einsteins frá 1916. Standa vonir til að unnt verði að skjóta gervitunglinu á loft 17. apríl.
Meira
TVEIR menn réðust á þann þriðja á götu á Akureyri um tíuleytið á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut minniháttar meiðsl. Mennirnir eru allir um eða innan við tvítugt og hafa að sögn lögreglu eldað grátt silfur saman um hríð.
Meira
LÝÐRÆÐI er eitt þeirra orða sem allir nota í sífellu sem eitthvað jákvætt, óbreytanlegt og óumdeilt fyrirbæri. En er lýðræðið fast í hendi? Getum við verið viss um að með því að nefna lýðræðið nógu oft á nafn sé það virkt í samfélaginu?
Meira
MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt og voru fangageymslur yfirfullar eftir nóttina. Sex manns á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir á áttunda tímanum í gæmorgun eftir slagsmál og líkamsárás í Lækjargötu.
Meira
Sjö ríki í Mið- og Austur-Evrópu, þeirra á meðal þrjú fyrrverandi Sovétlýðveldi, hafa nú fengið formlega inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO).
Meira
Seinasta áratug og síðan hafa verið unnin þvílík stórvirki í vegamálum að nú er tímabært að setja sér ný markmið. Það skýrist af því, að innan örfárra ára verða öll kauptún og kaupstaðir komin í gott vegasamband við hringveginn.
Meira
Borgarfjörður | Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, boðaði til þriggja opinna funda um sameiningu sveitarfélaga í síðustu viku.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 338 orð
| 1 mynd
PÁLMASUNNUDAG bar upp á 4. apríl að þessu sinni og mörg fermingarbörn munu hafa viljað sjá dagsetninguna 04.04. 04 ritaða á sína sálmabók eða servíettur í ár.
Meira
HÖRÐUR Þórhallsson, framkvæmdastjóri Delta, segir að hafa verði í huga að á þeim mörkuðum sem Ríkisendurskoðun horfi til í skýrslu um lyfjakostnað ríki gífurlegt verðstríð, til að mynda í Danmörku.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 217 orð
| 2 myndir
RÓTTÆKI, íraski sjíamúslímaklerkurinn Moqdata Sadr skoraði í gær á fylgismenn sína að "fylla óvininn skelfingu", því augljóst væri að mótmælasamkomur skiluðu engum árangri.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 362 orð
| 1 mynd
THOMAS Möller, framkvæmdastjóri Thorarensen Lyfja, fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar sem sé vandlega unnin og tímabært innlegg í umræðuna um lyfjamál.
Meira
EÐLILEGT samráð var haft við forystumenn Þingvallahrepps varðandi stækkun hins friðhelga lands Þingvalla, áður en frumvarp til laga um stækkunina var fyrst lagt fram á Alþingi fyrir fáeinum árum.
Meira
REYKJARMÖKK lagði yfir Akureyrarbæ síðdegis á laugardag og hringdi fjöldi fólks til lögreglunnar á Akureyri til að kvarta og spyrjast fyrir um orsakir. Reykjarmökkurinn kom frá sinubruna við bæinn Þverá, sem er rétt sunnan við Akureyri.
Meira
GÍSLI Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, BHM, andmælir því að sjálfseignarstofnanir séu gallað rekstrarform, eins og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, segir í pistli á vefsíðu ráðsins og greint hefur verið frá í...
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 661 orð
| 1 mynd
GUÐMUNDUR Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, verði að útskýra betur ummæli sín um að framkoma Íslendinga gagnvart Impregilo stýrist hugsanlega af kynþáttafordómum.
Meira
STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson og alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson eru komnir í undanúrslit landsliðsflokks Skákþings Íslands en allir unnu þeir sín einvígi 1,5-0,5.
Meira
RÉTT fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudags var karlmaður stunginn með hnífi í húsi í austurborg Reykjavíkur. Kona var handtekin grunuð um verknaðinn og gisti hún fangageymslur lögreglu um nóttina en var látin laus í gærdag.
Meira
STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna hefur samþykkt ályktunar þar sem hafnað er hugmyndum um skólagjöld við HÍ. Stjórnin ítrekar fyrri ályktanir SUF um menntamál og hafnar öllum hugmyndum um skólagjöld við Háskóla Íslands.
Meira
Opið hús var í leikskólum í Grafarvogi á laugardag. Þar gafst fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starfsemi og menningu þeirra. Börnin sýndu foreldrum sínum skólana og þau verkefni sem þau eru að vinna.
Meira
SÍFELLT fleiri Bandaríkjamenn telja að stefna Georges W. Bush Bandaríkjaforseta sé hallkvæm efnafólki, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Washington Post birti í gær.
Meira
5. apríl 2004
| Innlendar fréttir
| 102 orð
| 1 mynd
GRÁSLEPPUTRILLA, með einum manni innanborðs strandaði á skeri fyrir utan Nýlendu sem er skammt sunnan við Sandgerði, síðdegis á laugardag. Manninn sakaði ekki og tókst björgunarsveitarmönnum að ná trillunni af skerinu.
Meira
STUÐNINGSMENN sjíamúslímaklerksins Muqtada al-Sadr, sem er einarður andstæðingur hersetu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak, réðust á bækistöðvar hersveita undir forystu Spánverja í borginni Najaf í gær, með þeim afleiðingum að a.m.k.
Meira
ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla í sjötta sinn. Auglýst var eftir umsóknum í desember 2003, en umsóknarfrestur rann út 31. janúar sl.
Meira
SAUTJÁN ára piltur sem hugðist fá sér sundsprett í einni af laugum borgarinnar um þrjúleytið aðfaranótt sunnudagsins varð heldur óhress þegar honum var meinað um inngöngu af öryggisverði.
Meira
Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar um jafnréttismál á heimasíðu sína, sem er á slóðinni http://www.hi.is/~einarod/anna/. Anna segir: "Ég var á málfundi um launamun kynjanna og þetta frumvarp sem Vinstri grænir eru að leggja fram.
Meira
Réttur atvinnurekenda til að krefjast heimildar frá launþegum um að þeir gangist fyrirvaralaust undir læknisskoðun og lífsýnatöku var tilefni umræðna utan dagskrár á Alþingi á fimmtudag.
Meira
BREKKUSÖNGVARINNÁrni Johnsen tók sig til og söng brekkusöng í Smáralindinni í gærkvöld. Settist hann í Vetrargarðinum ásamt fjölda gesta og trallaði inn í kvöldið við góðar undirtektir.
Meira
"Mér fannst orðið brýnt að nemendur í þýsku fengju nýja handhæga orðabók sem hefði nýjan orðaforða og væri löguð að nýrri þýskri stafsetningu," segir Steinar Matthíasson, höfundur nýútkominnar Þýsk-íslenskrar orðabókar sem Iðnú hefur gefið út.
Meira
EGILL Friðleifsson kórstjóri hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar fyrir áratuga ötult starf í menningar- og listalífi Hafnarfjarðar.
Meira
NEMENDUR Verzlunarskóla Íslands fögnuðu á föstudagskvöld sigri skólans í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, en í ár fór Hljóðneminn, verðlaunagripur keppninnar, í fyrsta skipti í ellefu ár út úr póstnúmeri 101.
Meira
Fyrir nákvæmlega tíu árum síðan svipti rokkstjarnan Kurt Cobain sig lífi. Arnar Eggert Thoroddsen horfir um öxl og veltir þessum voveiflega atburði fyrir sér.
Meira
HÁTT í tvö hundruð manns komu í áheyrnarprufur í Austurbæ í gær vegna uppsetningar á söngleiknum Hárinu, en í ár eru tíu ár síðan Hárið var sett upp hér á landi.
Meira
LHÍ í Laugarnesi kl. 12.30 Brynhildur Þorgeirsdóttur fjallar m.a. um verk sín. Brynhildur er fædd 1955. Hún útskrifaðist frá MHÍ og stundaði framhaldsnám í Hollandi og Bandaríkjunum, lauk mastersnámi 1982.
Meira
Stöð 2 sýnir í kvöld þátt úr þáttaröðinni Klippt og skorið (Nip/tuck), en þættirnir fjalla um eitt af uppáhalds áhugamálum Vesturlandabúa, geðþóttalýtalækningar, sem mörgum þykir vera nokkuð ógeðfelldur fylgifiskur ofgnóttar.
Meira
HLJÓMSVEITIN Pixies mun gefa út sérstakan tónleikadisk frá tónleikunum sem haldnir verða í Kaplakrika 26. maí næstkomandi. Þetta kemur fram á fréttavef NME, www.nme.com.
Meira
LOÐINLUBBINN King Kong, sem fyrst birtist á hvíta tjaldinu árið 1933 er ægilegasta skrímsli kvikmyndasögunnar að mati kvikmyndasérfræðinga sem breska kvikmyndatímaritið Empire ráðfærði sig við á dögunum.
Meira
ÞAÐ mun engin ládeyða liggja yfir kvöldinu í kvöld þrátt fyrir að dagurinn í dag sé mánudagur. Það verða nefnilega haldnir stórir tónleikar á Gauki á Stöng til styrktar samtökum gegn sjálfsvígum.
Meira
Undir stjórn eins þekktasta leikstjóra síðustu aldar, Georgíumannsins Robert Sturua, kemur leikflokkur Rustaveli leikhússins og efnir til Þrettándakvölds jóla eftir Shakespeare í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í vor.
Meira
Í ÞÁTTUNUM CSI, sem sýndir eru á Skjá einum, eru vísindin notuð við sakbendinguna og hinn seki sleppur sjaldnast undan vökulu auga réttarrannsóknarmannsins Grissom og félaga hans í lögregluliði lastaborgarinnar Las Vegas.
Meira
DR. Páll Eggert Ólason var frumherji þeirra sem rannsakað hafa sögu Vestfirðingsins Jóns Sigurðssonar. Síðan kom Lúðvík Kristjánsson og varpaði einkum ljósi á manninn bak við helgisögnina í mörgum grundvallarverkum og ekki síður þá sem með honum stóðu.
Meira
Strætisvagnaskýli - svar borgarstjóra HÉR í Velvakanda var strætisvagnabiðskýlið við Laugaveg 178 til umfjöllunar á dögunum. Borgarbúi með kennitöluna 230626-4059 telur að skýlið þjóni illa hlutverki sínu.
Meira
Fjóla Sigmundsdóttir fæddist á Ísafirði 30. apríl 1922. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 27. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 10. mars.
MeiraKaupa minningabók
Garðar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1933. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hinn 19. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 26. mars.
MeiraKaupa minningabók
5. apríl 2004
| Minningargreinar
| 2917 orð
| 1 mynd
Guðný Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 15. mars 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Jónsson, f. 20. júní 1891, d. 19. júní 1951 og Ólafía Sigurðardóttir, f. 30.
MeiraKaupa minningabók
5. apríl 2004
| Minningargreinar
| 3079 orð
| 1 mynd
Guðrún Sveinsdóttir fæddist á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum 4. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sveins Skarphéðinssonar, bónda á Hvítsstöðum, f. á Fremri- Fitjum í V-Húnavatnssýslu, 1.
MeiraKaupa minningabók
5. apríl 2004
| Minningargreinar
| 2018 orð
| 1 mynd
Jón Guðmundsson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu 16. september 1935. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigfússon, f. 20. maí 1906, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Tryggvason fæddist í Víðikeri í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu 16. apríl 1918. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 13. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Lundarbrekkukirkju 21. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Nikulás Klásen Andrés Jensson fæddist í Sviðnum á Breiðafirði 18. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík fimmtudaginn 11. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Flateyjarkirkju á Breiðafirði 20. mars.
MeiraKaupa minningabók
Veturliði Gunnarsson listmálari fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 15. október 1926. Hann lézt á Hrafnistu í Reykjavík 9. marz síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 19. marz.
MeiraKaupa minningabók
BÖRNUM yngri en 16 ára ætti að vera bannaður aðgangur að ljósabekkjum. Ástæðan er að böð á ljósabekkjum auka verulega líkurnar á sortuæxli síðar á ævinni, en það er algengasta krabbameinið meðal ungra kvenna.
Meira
Spurning: Ég hef tekið aspirín í mörg ár vegna hjartasjúkdóms en fyrir stuttu las ég frétt í erlendu tímariti að þetta lyf geti hindrað eða læknað krabbamein. Er eitthvað til í þessu og gildir það um skammtana sem eru notaðir við hjartasjúkdómum?
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, mánudaginn 5. apríl, er fimmtug Sólrún Guðjónsdóttir, Tröllaborgum 3, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þór Benediktsson. Þau eru með kaffi á boðstólum í Strætósalnum á Kirkjusandi frá kl. 19-21.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, mánudaginn 5. apríl, er áttræð Una Sigríður Gunnarsdóttir frá Bakkagerði í Reyðarfirði, nú til heimilis að Hjallavegi 5, Reyðarfirði .
Meira
Ásdís var í iðju og draumum ein um hitu þá að elska - og stuðla að Grettis gengi og gæfu hans að þrá. En vonir bæði og bænir hennar barning vildu fá.
Meira
Ákvarðanir í sögnum eru um margt líkar þeim ákvörðunum sem við tökum í lífinu - óvissunni markaðar. Við ráðum okkur í vinnu, tökum okkur maka, eignumst börn. Allt rökréttar ákvarðanir í stöðunni, en enginn veit nákvæmlega til hvers þær leiða.
Meira
LANDSSAMBAND hestamannafélaga hefur nú auglýst eftir mannskap í íslenska landsliðið sem keppa mun á Norðurlandamóti á íslenskum hestum í ágúst á þessu ári.
Meira
Leikurinn virtist léttur fyrir Lydíu frá Vatnsleysu og Björn Jónsson þegar kunnir knapar og úrvals gæðingar reyndu með sér á Ístöltinu á laugardag í skautahöllinni í Reykjavík. Valdimar Kristinsson norpaði á hinum kalda klaka hallarinnar og fylgdist með spennandi keppni.
Meira
Í FRÉTT í Morgunblaðinu nýlega var sagt frá hugmyndum um að koma á pólóleik á íslenskum hestum og meðal annars sagt að ekki hefði áður verið bryddað upp á slíkri keppni á Íslandi.
Meira
Sigurbjörn biskup leiðir kyrrðardaga í Skálholti í dymbilvikunni UM alllangt skeið hafa verið haldnir kyrrðardagar í Skálholti í Dymbilvikunni og verður svo einnig í ár. Leiðsögn annast að þessu sinni Sigurbjörn biskup Einarsson.
Meira
Áður hefur Víkverja þessum orðið nöldursamt út af því tillitsleysi sem honum þykir hann mega sæta af hálfu ökumanna bifreiða þegar hann er á ferð í borgarumferðinni á reiðhjólinu sínu.
Meira
* ARSENE Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að hollenski landsliðsmaðurinn Dennis Bergkamp verði að sætta sig við að vera í aukahlutverki hjá Arsenal verði hann áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð.
Meira
* ÁSTRALSKI sundmaðurinn Craig Stevens íhugar að gefa eftir sæti sitt í 400 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar og leyfa Ólympíu - og heimsmeistaranum Ian Thorpe að keppa í staðinn.
Meira
ÍVAR Ingimarsson og félagar hans í Reading unnu góðan 2:0 sigur á West Ham á heimavelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn og þar með jukust möguleikar liðsins á að komast í aukakeppnina um laust sæti í úrvalsdeildina til muna.
Meira
ÞAÐ stefnir í einvígi Real Madrid og Valencia um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu í vor en bæði lið unnu góða sigra um helgina á meðan Deportivo La Coruna og Barcelona töpuðu dýrmætum stigum.
Meira
EMMA Furuvik, Ármanni, og Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði, voru sigurvegar á Skíðamóti Íslands sem lauk í Siglufirði og Ísafirði um helgina. Keppni í alpagreinum fór fram í Siglufirði en göngugreinararnar fóru fram á Ísafirði.
Meira
MICHAEL Schumacher leiddi stormsveit Ferrari til öruggs sigurs í kappakstrinum í Barein, fyrsta mótinu í Formúlu-1 sem fram fer í Miðausturlöndum.
Meira
FH-ingar gátu ekki leynt gleði sinni eftir sigurinn á Haukum í Kaplakrika í gærkvöld. Með honum tryggði FH sér sæti í undanúrslitum en grannar þeirra úr Haukunum eru úr...
Meira
KVENNALIÐ FH er komið í undanúrslit 1. deildar í handknattleik en liðið lagði stöllur sínar úr Haukum öðru sinni í Kaplakrika í gærkvöldi, 26:22. Frábær endasprettur stelpnanna úr Krikanum þar sem þær skoruðu 4 síðustu mörk leiksins tryggði þeim sigurinn og var fögnuður þeirra í leikslok engu líkari en að þær hefðu tryggt sér Íslandsbikarinn sjálfan.
Meira
HAUKAR úr Hafnarfirði eru deildarmeistarar í handknattleik karla eftir að liðið lagði KA 36:34 í síðustu umferðinni. Haukamenn fögnuðu þrisvar að Ásvöllum, fyrst þegar flautað var til leiksloka, síðan nokkrum mínútum síðar þegar tilkynnt var að Valur hefði gert jafntefli og þar með væru Haukar deildarmeistarar og loks stundarfjórðungi síðar þegar Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, afhenti þeim bikarinn, en það dróst þar sem formaðurinn var með bikarinn í öðru íþróttahúsi.
Meira
CHELSEA tókst að halda smá spennu í baráttunni um enska meistaratitilinn þegar liðinu tókst að knýja fram sigur gegn grönnum sínum í Tottenham. Chelsea heldur því enn í vonina um að krækja í meistaratitilinn en Arsenal hefur fjögurra stiga forystu á toppnum og á að auki leik til góða. Um páskahelgina verða leiknar tvær umferðir og þá gætu línur skýrst hvað toppbaráttuna varðar eða að spennan um titilinn magnist fari svo að liðsmenn Arsenal misstígi sig.
Meira
LOKAUMFERÐIRNAR í úrvalsdeild karla og 1. deild karla í handknattleik fóru fram um helgina og framundan er úrslitakeppni átta liða um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst eftir páska.
Meira
ÞEGAR tveimur leikjum er lokið í úrslitarimmu Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur og deildarmeistaraliðs Snæfells í úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik er staðan jöfn, 1:1.
Meira
Íslandsmótið Fór fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog 2. til 4. apríl 2004. Einliðaleikur karla Tryggvi Nielsen, TBR vann Helga Jóhannesson, TBR, í úrslitaleik 15:11 og 15:3.
Meira
SPÁNVERJINN Miguel Angel Jiménez sigraði á Opna portúgalska meistaramótinu í golfi sem lauk á Algarve í gær og fór um leið upp í efsta sæti peningalistans á evrópsku mótaröðinni.
Meira
* JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Wol ves sem steinlá fyrir Southampton , 4:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Meira
ÞAÐ var viðburðarík helgin hjá sundkonunum Kolbrúnu Ýr Kristjánsdóttur frá Akranesi og Ragnheiði Ragnarsdóttur úr Hafnarfirði en sú fyrrnefnda setti Íslandsmet í 100 metra skriðsundi í gær á móti sem fram fór í Amsterdam í Hollandi en Ragnheiður setti Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á Grand Prix móti sem fram fór í Stokkhólmi.
Meira
HAUKUR Ingi Guðnason, framherji úrvalsdeildarliðs Fylkis í knattspyrnu, meiddist illa á hægra hné í leik Fylkis og FH á Canela-mótinu í knattspyrnu sem fram fór á Spáni.
Meira
COREY Dickerson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Snæfells, verður í leikmannahópi liðsins í kvöld er liðið leikur gegn Keflavík í þriðju rimmu liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Keflavíkur í úrvalsdeild karla gáfu ekkert eftir á laugardaginn gegn deildarmeistaraliði Snæfells í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn árið 2004. Keflavík náði að knýja fram sigur í gríðarlegum baráttuleik, 104:98, þar sem mikið gekk á og var Corey Dickerson, bakverði Snæfells, vísað af leikvelli er skammt var eftir af leiknum og verður hann í leikbanni er liðin mætast á ný í kvöld í Stykkishólmi.
Meira
SVEINN Sölvason varð að sjá á eftir bikarnum í einliðaleik en vann í staðinn tvíliðaleikinn með Tryggva Nielsen og tvenndarleikinn með Drífu Harðardóttur.
Meira
BARCELONA fagnaði sigri í spænsku bikarkeppninni í handknattleik í gær þegar liðið bar sigurorð af Ólafi Stefánssyni og félögum hans í Ciudad Real í úrslitaleik. Börsungar sigruðu, 27:25, eftir að hafa haft yfirhöndina í leikhléi, 16:11.
Meira
ÓVISSA ríkir um það hvort Markús Máni Michalesson, skyttan sterka hjá Val, geti leikið með liðinu í úrslitakepppninni sem hefst eftir páska. Markús fór úr olnbogalið á vinstri handlegg í leik Vals og Hauka 13.
Meira
ENGINN gengur að verðlaunum vísum í badminton eins og sýndi sig á Íslandsmótinu, sem fram fór um helgina í húsum TBR við Gnoðarvog en 5 af 10 undanúrslitaleikjum fóru í oddalotu. Tryggvi Nielsen tók bikarinn fyrir sigur í einliðaleik af félaga sínum Sveini Sölvasyni og í einliðaleik kvenna sló Tinna Helgadóttir öllum að óvörum hæst skrifuðu badmintonkonu landsins, Sögu Jónsdóttur, úr leik í undanúrslitum en sá aldrei til sólar gegn Rögnu Ingólfsdóttur í úrslitum.
Meira
ÉG er ekki sáttur við brottreksturinn og ég skil ekki að dómarar leiksins hafi ekki gripið fyrr inn í þessa atburðarás," sagði Corey Dickerson, leikmaður Snæfells, sem var vísað af leikvelli undir lok leiksins á laugardag eftir viðskipti sín við...
Meira
"DRAUMAÚRSLIT í lok frábærrar kappaksturshelgar. Við vorum í góðu formi á föstudag, áttum í nokkrum vanda á laugardag en unnum samt fremstu rásröðina í tímatökunum og urðum svo í fyrstu tveimur sætum á mark í kappakstrinum.
Meira
"ÞAÐ fór um mig allan leikinn, þetta var þvílíkur spennuleikur að maður hefur varla upplifað annað eins. Við vissum að það voru meiðsli í þeirra herbúðum og við ákváðum að koma í þennan leik af fullum ákafa.
Meira
* RÓBERT Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3 þegar lið þeirra lagði Fredericia, 37:30, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Gísli Kristjánsson skoraði 3 af mörkum Fredericia.
Meira
Anna Lind Pálsdóttir fann sér sitthvað til dundurs meðan Íslandsmótið í badminton fór fram í íþróttahúsi Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi.
Meira
FORSVARSMENN deildarmeistaraliðs Snæfells í körfuknattleik karla hafa lagt inn kæru til aganefndar Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, vegna atvika sem áttu sér stað í öðrum leik liðsins gegn Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins sl. laugardag.
Meira
SUMARFRÍ í apríl er ekki það sem stúlkurnar í Gróttu/KR ætluðu sér en sú varð samt raunin á laugardag þegar þær töpuðu í annað sinn fyrir Stjörnunni og eru þar með úr leik í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins. Engu síður börðust þær vel en tókst ekki að reka endahnút á verkið og Garðbæingar unnu 22:21. Stjarnan mætir því Víkingi eða Val í næstu umferð.
Meira
ÍR-INGAR tryggðu sér 3. sætið í RE/MAX deildinni í handknattleik karla er þeir lögðu Stjörnumenn að velli í Garðabæ í gær, 26:29. Mikil umskipti urðu í síðari hálfleik því Stjarnan hafði yfir í hálfleik, 15:11. ÍR mætir Gróttu/KR í úrslitakeppninni en Stjarnan er úr leik.
Meira
"ÉG er mjög sáttur," sagði Tryggvi Nielsen, sem sigraði Helga Jóhannesson í úrslitum í einliðaleik og hreppti líka gull með Sveini Sölvasyni í tvíliðaleik.
Meira
KA-MENN gengu um helgina frá samningi við Sándor Matus, 27 ára gamlan ungverskan markvörð. Matus hefur leikið með liði Pésci Macsek í Ungverjalandi frá árinu 2000.
Meira
Úrslitakeppni Undanúrslit karla á Íslandsmótinu, fyrri leikir. Stjarnan - Þróttur 3:0 (25:17, 25:19, 25:16) ÍS - HK 0:3 (20:25, 19:25, 22:25). Undanúrslit kvenna: HK - Þróttur R. 2:3 (12:25, 26:24, 14:25, 25:23, 9:15) Þróttur N. - KA 3.
Meira
"ÉG er frekar súr og alls ekki ánægð með minn þátt á mótinu en það verður bara að ganga betur næst," sagði Sara Jónsdóttir, sem tapaði fyrir Tinnu Helgadóttur í undanúrslitum einliðaleiksins.
Meira
Gróttu/KR-ingar höfðu sannarlega ástæðu til þess að gleðjast í gær þegar karlalið félagsins lagði Fram 27:23 á Seltjarnarnesi og tryggði sér sjötta sætið í úrvalsdeildinni og jafnframt öruggt sæti í úrslitakeppninni.
Meira
VÍKINGUR jafnaði viðureign sína við Val í úrslitakeppni 1. deildar kvenna, en liðin áttust við öðru sinni í átta liða úrslitum í Víkinni á laugardag. Leikurinn var gríðarlega spennandi, jafnt var 20:20 eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni voru Víkingsstúlkur sterkari og liðin mætast í oddaleik að Hlíðarenda annað kvöld.
Meira
"ÉG er mjög sátt við einliðaleikinn þar sem ég fékk bara á mig þrjú stig í öllu mótinu enda var ég mjög einbeitt allan tímann, staðráðin í að halda bikarnum," sagði Ragna Ingólfsdóttir, sem sigraði einliðaleikinn af öryggi en missti af gulli í...
Meira
MANCHESTER United og Millwall mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á þúsaldarvellinum í Cardiff laugardaginn 22. maí. Ekki nýtt af nálinni fyrir United sem sló bikarmeistara síðustu tveggja ára, Arsenal, út en fyrir Lundúnaliðið Millwall, sem leikur í 1. deild, var dagurinn í gær sá stærsti í sögu félagsins þegar það bar sigurorð af Sunderland, 1:0.
Meira
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór vel af stað á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi var þinglýst 2.029 kaupsamningum um fasteignir og nam velta þeirra 35,0 milljörðum króna, segir í frétt frá Fasteignamati ríkisins.
Meira
Mikilvægum áfanga í endurskipulagningu á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs og undirbúningi 90% almennra íbúðalána hefur verið náð, en nú er ljóst að rafræn hús- og húsnæðisbréf Íbúðalánasjóðs verða skráð í hinni alþjóðlegu uppgjörsmiðstöð Clearstream frá...
Meira
Thor Jensen lét reisa þetta glæsilega hús árin 1907-1908. Fyrsta hæðin er 268m² að grunnfleti, önnur hæðin 242m² . Hann bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1937, en flutti þá lögheimili sitt að Lágafelli í Mosfellssveit.
Meira
H úsið við Fríkirkjuveg 11 er eitt fallegasta og glæsilegasta timburhús Íslands. Það komst í kastljós fjölmiðlanna eftir að fréttist að Reykjavíkurborg hefði áform um að selja húsið, en það hýsir nú skrifstofur Íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR).
Meira
Grímsnes - Nú er tími sumarhúsanna að hefjast fyrir alvöru. Hjá fasteignasölunni Berg er til sölu fallegt sumarhús í landi Hæðarenda í Grímsnesi. Um er að ræða 2ja hæða 52 ferm. sumarbústað með 12 ferm. aukahúsi og 100 ferm. verönd.
Meira
Reykjavík - Lítið er um að myndarleg hús í miðborg Reykjavíkur komi í sölu. Athygli vekur því virðulegt og fallegt steinhús við Ingólfsstræti 12, sem nú er til til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. "Húsið er þrjár hæðir og kjallari og um 500 ferm.
Meira
Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna, er afar skipulögð kona. Hún hefur dálæti á allskonar smáhlutum sem létta henni verkin og á ógrynni af slíkum græjum. Fyrir vikið er hún stundum kölluð Gréta græja í góðra vina hópi.
Meira
Verkfræðideild Háskóla Íslands og Lagnakerfamiðstöð Íslands hafa undirritað samstarfssamning um kennslu og rannsóknir á sviði lagnakerfa og í skyldum greinum.
Meira
ÍSLENSKI torfbærinn hefur alla tíð verið lagaður að efnum og aðstæðum á hverjum tíma. Á síðustu skeiðum hans voru stundum byggð inn í hann timburhús, svokölluð framhús, og jafnvel steinhús. Það á við um Sómastaði í Reyðarfirði. Húsið byggði Hans J.
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
Hördúkar Stærð 170-320 cm Verð áður : 13.460 kr. Verð nú: 8.100 kr. Stærð 170x300 cm Verð áður: 11.200 kr. Verð nú: 6.720 kr . Stærð 170x220 cm Verð áður: 9.600 kr. Verð nú: 5.800...
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Lundur er nú með í sölu vandað einbýlishús á tveimur hæðum ofan við götu við Vesturhús 5. Húsið er með frábæru útsýni. Samtals er húsið 249,2 ferm. Neðri hæð er 51,6 ferm. og efri hæð 143,3 ferm. eða samtals 194,9. ferm.
Meira
KRISTJANA Stefánsdóttir djasssöngkona er með fjöldann allan af gömlum húsgögnum heima hjá sér en heldur hvað mest upp á eldgamlan bókaskáp sem langafi hennar átti upphaflega. "Hann er með glerhurðum og voðalega sætur," segir Kristjana.
Meira
Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu glæsilegt einbýlishús við Þrastanes 17 í Garðabæ. "Þetta er mikið endurnýjað einbýli á einni hæð með tvöföldum bílskúr, samtals 199,3 ferm.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.