DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að fyrirhugaðri heimför um 20.000 bandarískra hermanna í Írak hefði verið frestað um þrjá mánuði vegna átakanna þar síðustu vikur.
Meira
STÆRSTA skyndibitakeðja heims, McDonald's, hóf í gær herferð gegn offitu í Bandaríkjunum og kynnti áform um að bjóða upp á hollari mat í öllum veitingahúsum sínum í landinu.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, sem staddur er í New York, átti í gærmorgun símasamtal við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þar sem þeir ræddu stöðu varnarsamningsins og ástandið í Írak.
Meira
SCOTT McClellan, blaðafulltrúi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærmorgun að Bush hefði fyrr um morguninn hringt í Davíð Oddsson forsætisráðherra í New York og þeir hefðu ítrekað stuðning sinn við írösku þjóðina.
Meira
LÆKNAR tæknifrjóvgunardeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) áforma að hefja einkarekstur utan spítalans í haust í kjölfar þess að loka á deildinni í sumar.
Meira
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta tekur á næstunni tvær Boeing 747-400-breiðþotur í þjónustu sína. Eru það fyrstu þoturnar af nýrri kynslóð B747-400 sem skráðar verða á Íslandi og sömuleiðis þær fyrstu á Norðurlöndum, að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Atlanta.
Meira
MILESTONE Import Export Ltd., félag í eigu systkinanna Karls Wernerssonar, Steingríms Wernerssonar og Ingunnar Wernersdóttur, á nú 12,28% eignarhlut í Íslandsbanka. Tilkynnt var í gær að félagið hefði keypt 3,5% hlut í bankanum.
Meira
BÚIÐ er að opna Leikfélag Reykjavíkur fyrir nýjum félögum. Kjörfundur verður haldinn í byrjun maí, en hann er sá fyrsti í 107 ára sögu félagsins þar sem félagsaðild er öllum opin.
Meira
ÁFORM eru uppi um gerð nýs aðalleikvangs og fleiri mannvirkja við Reykjaneshöllina í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur kynnt þessar hugmyndir meðal forystumanna íþróttafélaganna í bænum. Reisa á 1.
Meira
Tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar LSH hóf starfsemi í október árið 1991 í 70 fermetra húsnæði en vegna mikillar eftirspurnar varð að stækka aðstöðuna.
Meira
ALLS 152 erlendir einstaklingar á aldrinum 18 til 24 ára fengu dvalarleyfi hér á landi vegna hjúskapar við íslenska ríkisborgara á tímabilinu frá árinu 2000 fram til 1. mars 2004.
Meira
JÓHANN G. Bergþórsson vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum við yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér í gær. "Landsvirkjun hefur komið á framfæri athugasemd við grein undirritaðs vegna yfirlýsingar stjórnarformanns LV á árfundi LV.
Meira
Árangursrík samskipti | Á árlegri ráðstefnu Skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri sem haldin verður á Akureyri, Sólborg, laugardaginn 17. apríl 2004, verður þróun samstarfs kennara og foreldra í brennidepli.
Meira
Það hefur verið töluvert af nafnavísum á Leirnum að undanförnu sem gefur tilefni til að rifja upp gamla vísu eftir Sveinbjörn Beinteinsson á Draghálsi: Bagar angur bragargang brims ég stangast vési blæinn stranga fæ í fang fram af Langanesi.
Meira
Breytt gatnagerðargjöld | Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýlega nýja gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Hafnarfirði. Gjöldin haldast óbreytt fyrir einbýlis-, rað- og parhúsalóðir þar sem þau eru reiknuð eftir fermetrum í lóð.
Meira
BREYTT stjórnarfyrirkomulag í Sorpu var rætt í borgarstjórn í gær, en hér eftir verður stjórn Sorpu skipuð einum manni frá hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvær stúlkur í 12 og 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnað rán í Subway í Spönginni 3. júní 2003 og þjófnað á blómamarkaði auk þess sem önnur þeirra var sakfelld fyrir fleiri brot.
Meira
Tvíburar af gerð gullapa í faðmi móður sinnar, Dabao, í dýragarði í Peking í gær. Líkurnar á því að tvíburar af þessari tegund apa séu aldir í þennan heim eru sagðar einn á móti tíu þúsund og ekki er vitað til að það hafi áður gerst í...
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt VSÓ ráðgjöf ehf. til að greiða Umhverfisrannsóknum ehf. rúmlega eina milljón króna í vinnulaunamáli sem reis milli aðila í tengslum við rannsóknir á svæði Norðlingaölduveitu.
Meira
ELDUR kviknaði í risíbúð í húsi gegnt bandaríska sendiráðinu við Laufásveg í gærkvöldi. Íbúar hússins höfðu ráðið niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn kviknaði út frá eldavél, en húsráðandi mun hafa sofnað út frá eldamennskunni.
Meira
NEMENDUR í náttúruvísindum við Háskóla Íslands buðu gestum sem voru viðstaddir vígslu Öskju í skoðunarferð að vígslu lokinni þar sem meðal annars mátti sjá hvar froskar eru hýstir, bakteríusöfn, sveppasöfn og lífsýni og ferðast neðansjávar.
Meira
Lögreglan í Toronto í Kanada sló sannarlega ekki á létta strengi með fiðlumeistara einum sem handtekinn var nýverið eftir að upp hafði komist að hann hafði verið að æfa sig - við stýrið á bíl sínum þar sem hann ók eftir hraðbrautinni inn í borgina.
Meira
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi í vikunni að kostnaður við tvöföldun Vesturlandsvegar, frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ, yrði mun meiri en fyrri áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Hann yrði m.ö.o.
Meira
Á FYRSTA fjórðungi ársins voru skráðar 12.875 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 7.400 innan sama sveitarfélags, 3.673 milli sveitarfélaga, 1.012 til landsins og 790 frá því.
Meira
Egilsstaðir | Frumkvöðlaverðlaun Markaðsstofu Austurlands fóru í ár til Skúla Björns Gunnarssonar, forstöðumanns Gunnarsstofnunar að Skriðuklaustri, og konu hans, Elísabetar Þorsteinsdóttur, sem hefur frá opnun á Skriðuklaustri rekið veitingastofuna...
Meira
Mosfellsbær | Gönguferðir eru hin prýðilegasta heilsubót. Hvort sem gengið er í sól og blíðu eða rigningu og slagviðri er útivistin til bóta fyrir líkama og sál og sambandið ræktað við guð og menn.
Meira
ÍSLENSK stjórnvöld hafa ítrekað óskað eftir því við varnarliðið á Keflavíkurfluvelli að mannvirki yfirgefnu ratsjárstöðvarinnar Rockville á Miðnesheiði verði rifin. Varnarliðið hefur ekki haft fjármagn til að ráðast í verkið.
Meira
Hafna sameiningu | Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Sandgerðis, Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks, felldu tillögu sem fulltrúa Framsóknarflokksins lögðu fram í fyrradag um að skoðaðir verði kostir og gallar þess að sameina Sandgerðisbæ,...
Meira
LÖGREGLAN á Selfossi handtók í gær þrjá menn grunaða um innbrot í Grunnskóla Hveragerðis í fyrrinótt. Stolið var skjávarpa og tölvubúnaði og við handtöku fannst þýfi í fórum mannanna auk talsverðs magns fíkniefna, bæði hass og fleiri efna.
Meira
Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður lést 14. apríl sl., 57 ára að aldri. Haraldur var fæddur hinn 6. júlí árið 1946 í Reykjavík og voru foreldrar hans Kristjana Benediktsdóttir húsmóðir og Lárus H. Blöndal alþingisbókavörður.
Meira
HÁSKÓLI Íslands mun greiða hluta þess 500 þúsund króna málskostnaðar sem þrír dómnefndarmenn skólans í meiðyrðamáli Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings voru nýlega dæmdir í Hæstarétti til að greiða Bjarna.
Meira
TALIÐ er hugsanlegt að al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, standi að baki sumum gíslatökunum í Írak. Kom þetta fram hjá bandarískum embættismönnum í gær en í fyrradag var fyrsti gíslinn, ítalskur að þjóðerni, tekinn af lífi.
Meira
Grindavík | Soffía Sæmundsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík á morgun, laugardag, klukkan 15. Sýningin er haldin í tilefni af þrjátíu ára afmæli Grindavíkurbæjar sem haldið er hátíðlegt um helgina.
Meira
JARÐVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands verður til hinn 1. júlí næstkomandi við samruna Norrænu eldfjallastöðvarinnar og stofnunar jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Meira
KVIÐUGGALAUS hornsíli sem Bjarni Jónsson forstöðumaður Norðurlandsdeildar veiðimálastofnunar og nemendur hans fundu í Vífilsstaðavatni haustið 2002 hafa orðið til þess að varpa ljósi á þróun í dýraríkinu og þá hvernig breyting í væntanlega aðeins einu...
Meira
KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands telur nauðsynlegt að árétta að jafnréttislög hafi hingað til verið viðurkennd sem mikilvægt tæki til að styrkja jafnréttisstarf og standa vörð um jafnrétti í samfélaginu.
Meira
LÝÐRÆÐIS- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðarbæjar hefur sent frá sér tilkynningu vegna ummæla dómsmálaráðherra og forsætisráðherra um gildandi jafnréttislöggjöf.
Meira
FYRSTI keppnisdagurinn af þremur á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna fór fram í Smáralind í gær og segja aðstandendur keppninnar að metnaður og geta þátttakenda hafi aldrei verið meiri.
Meira
Seltjarnarnes | Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti nýverið að hækka greiðslur með börnum frá átján mánaða aldri sem sækja einkarekna leikskóla um 36%.
Meira
LÖGREGLAN hefur rannsakað tvö mál, á undanförnum árum, þar sem grunur lék á að stofnað hefði verið til hjúskapar í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis hér á landi.
Meira
Kaupfélag Eyfirðinga svf. býður til menningarveislu í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri laugardaginn 17. apríl nk. Dagskráin hefst kl. 13.30. KEA stóð í fyrsta skipti fyrir slíkri menningarhátíð á Glerártorgi í fyrra og varð gríðarleg aðsókn.
Meira
Norðurlönd hafa fjárfest árlega fyrir um 50-70 milljónir íslenskra króna í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Helgi Þorsteinsson fylgdist með umræðu um samskipti Norðurlanda og nágrannalandanna á ráðstefnu í Helsinki.
Meira
KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét nýlega undan kröfum um að skipuð yrði óháð rannsóknarnefnd til að fara í saumana á viðskiptum með íraska olíu í tíð Saddams Husseins.
Meira
Nafnasamkeppni | Efnt verður til samkeppni meðal Garðbæinga um nafn á nýtt íþróttahús í Hofsstaðarmýri sem tekið verður í notkun í haust. Frestur til að skila inn tillögum verður til 25. maí 2004.
Meira
*Hálft sjöunda hundrað stúdenta stundar að jafnaði nám í Öskju. *Um 130 kennarar, fræðimenn og sérfræðingar hafa þar aðsetur. *Askja er 8.657 fermetrar að stærð. *Heildarkostnaður við byggingu hússins nemur alls 2,4 milljörðum króna á núvirði.
Meira
Reykjanesbær | Hugmyndir sem bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur kynnt forystumönnum íþróttafélaganna í bænum gera ráð fyrir uppbyggingu nýs aðalleikvangs með stúku fyrir 1600 manns á bak við Reykjaneshöllina.
Meira
Ódýrara í sund | Viðmiðunaraldur fullorðinsgjalds í Sundlaug Seltjarnarness hefur nú hækkað, og miðast fullorðinsgjald hér eftir við 16 ára aldur.
Meira
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, brást í gær reiður við þeirri ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta að fallast á þá tillögu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, að Ísraelar geti lagt undir sig palestínskt land á Vesturbakkanum.
Meira
TALSMAÐUR danska uppboðshússins Bruun Rasmussen segir að Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi eigandi Gallerís Borgar, hafi árið 1992 keypt af sér málverk eftir danska málarann Mogens Hoff sem tveimur árum síðar hafi verið selt hjá Galleríi Borg, þá sem...
Meira
Menntamálaráðherra sagði við vígslu Öskju, náttúrufræðahúss Háskóla Íslands, að það væri langþráður vordagur í sögu skólans þegar nýtt og glæsilegt hús fyrir náttúruvísindi væri vígt. Hálft sjöunda hundrað nemenda stundar þar nám að jafnaði og hafa um 130 kennarar og sérfræðingar aðstöðu.
Meira
LEIÐTOGAR Evrópuríkjanna vísuðu í gær á bug boði hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens um "vopnahlé" og sögðu það fáránlega tilhugsun að semja við fjöldamorðingja á borð við hann.
Meira
Vestmannaeyjar | Um páskahelgina var haldin myndlistarsýning nemenda Steinunnar Einarsdóttur í Vélasalnum. Steinunn hefur kennt Eyjamönnum myndlist síðan 1996 og hafa námskeið hennar ávallt verið vel sótt. Alls sýndu nítján nemendur afrakstur vetrarins.
Meira
"ÉG fann kviðuggalaus hornsíli í útikennslu við Vífilsstaðavatn með krökkum í Garðabæ haustið 2002 en öll venjuleg hornsíli eru með varnargadda á kviðnum. Ég tók upp síli og ætlaði að sýna krökkunum kviðgaddana en þá voru engir.
Meira
UM miðjan febrúar sl. voru haldin sveinspróf í rafiðngreinum. Alls útskrifuðust að þessu sinni 56 sveinar. Voru útskrifaðir 32 rafvirkjar, 1 rafvélavirki, 2 rafveituvirkjar og 21 rafeindavirki.
Meira
LANDSSAMBAND stangaveiðifélaga gengst fyrir ráðstefnu laugardaginn 17. apríl kl. 14-16 á Hótel Selfossi undir heitinu: "Laxinn - auðlind á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár".
Meira
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag með utandagskrárumræðu um úrskurð kærunefndar jafnréttismála um skipan hæstaréttardómara og viðbrögð dómsmálaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi umræðunnar.
Meira
Hrunamannahreppur | Mikil umræða varð um upptöku neta á vatnasvæði Ölfusár á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga, sem haldinn var á Hótel Selfossi 13. apríl sl. Ákveðið var að halda áfram undirbúningsvinnu við þau mál.
Meira
Semja við Valtý | Samráðsnefnd Ásahrepps og Rangárþings ytra hefur ákveðið að ráða Valtý Valtýsson, oddvita Rangárþings ytra, í stöðu skólastjóra Laugalandsskóla í Holtum til eins árs, náist um það samningar.
Meira
Höfuðborgarsvæðið | Höfuðborgarbúar mættu vera duglegri við að nýta sér ferðaþjónustu og afþreyingu sem í boði er á heimaslóðum, og verður það skemmtilega sem ferðamönnum stendur til boða í borginni og nágrenni hennar kynnt sérstaklega sumardaginn...
Meira
Skákþing yngri | Skákfélag Akureyrar efnir til Skákþings Norðlendinga í yngri flokkum um helgina. Hefst taflið kl. 10 á laugardag, 17. apríl og stendur fram á sunnudag. Teflt er í nokkrum flokkum. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri.
Meira
Skíðaferð | Ferðafélag Akureyrar efnir til skíðagönguferðar á Kaldbak á morgun, laugardaginn 17. apríl. Kaldbakur er 1167 metra hátt fjall við norðanverðan Eyjafjörð, að austan, og þykir eitt skemmtilegasta skíðagöngufjall á svæðinu.
Meira
Skólabörn virkja | Lýsuhólsskóli í Staðarsveit fékk úthlutað 200 þúsund krónum úr Þróunarsjóði grunnskóla til verkefnis sem heitir: Umhverfismennt - Stubbalækjavirkjun.
Meira
LJÓST var í gær, að Afríska þjóðarráðið (ANC) hafði unnið stórsigur í þingkosningunum í Suður-Afríku á miðvikudag, en þegar búið var að telja 40% atkvæða hafði það fengið 68,7%.
Meira
SAMNINGANEFNDIR Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins (SA) áttu saman viðræður í gær um gerð nýs kjarasamnings. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir viðræðurnar ganga vel og líkur á að samkomulag náist eftir helgi.
Meira
Súlur víxluðust Þau mistök urðu við vinnslu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær að súlur í töflu á bls. C11 víxluðust þannig að taflan gaf ranga mynd af því sem fjallað var um. Árin 1999 og 2003 víxluðust í töflunni.
Meira
16. apríl 2004
| Akureyri og nágrenni
| 201 orð
| 1 mynd
ÞESSA dagana er verið að rífa Sverrisbryggju á Akureyri, gamla trébryggju, sunnan Tangabryggju, við athafnasvæði Fóðursölunnar. Áður var búið að koma þar fyrir minni bryggju úr stáli, sem staðsett var þar sem olíufélögin höfðu aðstöðu á Oddeyrartanga.
Meira
SÝSLUMAÐURINN í Keflavík hefur gripið til aðgerða í tilefni tveggja stórfelldra vopnaþjófnaða á Suðurnesjum á aðeins fjórum mánuðum og mun á næstu vikum gera úttekt á geymslu skotvopna hjá öllum þeim sem hafa skotvopnaleyfi í umdæmi sýslumannsins.
Meira
STARFSMENN Vegagerðarinnar unnu í fyrradag við að reka niður stálstaura sem munu bera uppi nýja tvíbreiða brú sem verið er að byggja yfir Brúará á Laugarvatnsvegi í Árnessýslu og mun leysa af hólmi einbreiða brú sem var þar áður.
Meira
Mývatnssveit | Um allmörg undanfarin ár hefur Laufey Sigurðardóttir í Höfða gengist fyrir tónleikahaldi um páska, hér í sveit. Þetta hefur henni farist einkar vel. Að þessu sinni voru tvennir tónleikar. Hinir fyrri voru í Skjólbrekku á skírdagskvöld.
Meira
Í ræðu á aðalfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í Norræna húsinu í New York á miðvikudagskvöld leit Davíð Oddsson forsætisráðherra yfir liðin ár í stól forsætisráðherra og fjallaði um þann árangur sem ríkisstjórnir hans hefðu náð.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals með því að framvísa yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð í banka í desember 1997 sem hann vissi að var fölsuð.
Meira
MEIRA en 80% einstaklinga og liðlega 90% lögaðila skila nú skattframtölum sínum með rafrænum hætti til ríkisskattstjóra og er þetta hlutfall hærra hér á landi en þekkist annars staðar í heiminum.
Meira
TVEIR af fréttamönnum danska dagblaðsins Berlingske Tidende hafa ásamt fyrrverandi liðsmanni leyniþjónustu hersins, FE, verið ákærðir fyrir að hafa lekið til almennings trúnaðarupplýsingum úr skýrslum leyniþjónustunnar um meint gereyðingavopn Íraka.
Meira
Sigrún Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní árið 1946. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ árið 1966, embættisprófi í sálfræði frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð árið 1975 og doktorsprófi í sálfræði frá La Trobe-háskóla í Melbourne, Ástralíu, árið 2001. Er lektor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Maki Sigrúnar er Brynjar Ingi Skaptason, verkfræðingur og kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, þau eiga þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn.
Meira
MINNI viðskipti hafa verið með greiðslumark mjólkur á þessu ári en undanfarin ár og kvótaverðið hefur farið lækkandi. Kemur þetta fram í Bændablaðinu. Það sem af er verðlagsárinu sem lýkur 1.
Meira
"Það er óhætt að segja að veturinn hefur verið nokkuð erfiður," segir Páll Ólafsson eftirlitsfulltrúi Landsvirkjunar og formaður öryggisráðs VIJV, er hann er inntur eftir hvernig gangi með Kárahnjúkavirkjun.
Meira
HEIMDALLUR tekur undir gagnrýni dóms- og kirkjumálaráðherra á lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og hvetur þingmenn til að nema lögin úr gildi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
Meira
Ólafsfjörður | Árshátíð Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði fór fram í félagsheimilinu Tjarnarborg fyrir skömmu. Hátíðin hjá skólanum fer þannig fram að nemendur í 8., 9 og 10.
Meira
Tónlistarfélag Keflavíkur heldur tónleika í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum næstkomandi sunnudag klukkan 18. Yfirskrift tónleikanna er Bassarnir 3 frá Keflavík. Eins og nafnið bendir til koma fram þrír bassasöngvarar úr Keflavík.
Meira
Andri Óttarsson fjallar á Deiglunni um þann úrskurð áfrýjunarnefndar jafnréttismála að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög með því að taka karlkyns umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara fram yfir hæfari konu.
Meira
Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að lögreglan í Keflavík hyggist grípa til aðgerða í framhaldi af tveimur stórfelldum skotvopnaþjófnuðum í bænum.
Meira
UPPSELT er að verða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 29. apríl en þá verður flutt 9. sinfónía Beethovens og Metomorpohsen eftir Richard Strauss. Ákveðið hefur verið að endurtaka flutninginn strax daginn eftir, föstudaginn 30.
Meira
STUTTMYNDIN Síðasta kynslóðin: boðorðin tíu eftir Braga Þór Hinriksson fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni New York Independent Film and Video Festival fyrir bestu kvikmyndatöku í stuttmynd.
Meira
KURT Cobain, leiðtogi Nirvana, féll fyrir eigin hendi þann 5. apríl fyrir tíu árum. Áhrif hans á rokktónlist verða seint ofmetin og á Cobain og Nirvana trygga aðdáendur um heim allan. Ísland er þar í engu undanskilið og fimmtudagskvöldið 29.
Meira
LEIKLISTARSAMBAND Íslands boðar til Leiklistarþings í Borgarleikhúsinu á laugardaginn kl. 14-17. Til umræðu á þinginu að þessu sinni er hið breytta landslag í rekstri leikhúsa og leiklistarstarfsemi og hvernig menn sjá framtíðina í þeim efnum.
Meira
GÓÐAR líkur eru nú á því að hægt verði að bjóða upp á aukatónleika með Deep Purple en uppselt varð á tónleika sveitarinnar í Höllinni 24. júní á skotstundu. Að sögn tónleikahaldara hjá Concert ehf . er svars jafnvel að vænta í dag eða um helgina.
Meira
Hrafnista Hafnarfirði Valgerður Ágústsdóttir, fædd í Vestmannaeyjum 1924, sýnir fjölbreytt handbragð í menningarsalnum. Hún hefur lengi haft áhuga á hannyrðum og hefur útsaumur og prjónaskapur verið henni hugleikinn. Hún hefur m.a.
Meira
LR stendur á tímamótum. Kjörfundur sem haldinn verður í byrjun maí er hinn fyrsti í 107 ára sögu félagsins þar sem félagsaðild er öllum opin; breytingar á lögum félagsins í fyrra gera þetta kleift og formaðurinn, Ellert A. Ingimundarson, kveðst í samtali við Hávar Sigurjónsson binda vonir við að breytingin hleypi nýju lífi í félagið.
Meira
LIL' KIM, bandaríski rapparinn sem þekkt er fyrir dirfsku í klæðaburði og textagerð, var í gær kærð fyrir að ljúga að kviðdómi varðandi skotbardaga árið 2001.
Meira
NEW YORK, 13. APRÍL. Fyrir nokkrum árum orti Óskar Árni Óskarsson ljóðskáld um regnhlífarnar í New York. Regnhlífarnar eru líka býsna ljóðrænar, jafnvel þær sem vindsveipirnir hafa rifið og fólk skilið eftir í ræsinu.
Meira
ÚRSLITIN í árlegum Músíktilraunum Hins hússins og ÍTR fóru fram í lok síðasta mánaðar og bar sveitin Mammút sigur úr býtum. Tilraunirnar voru nú haldnar í 23.
Meira
ÚTVARPSSTÖÐIN X-ið 977 heldur svokallaða "Jack Live" tónleika í kvöld á Gauki á Stöng. Fram koma sveitirnar Mammút, Úlpa og Maus. Mammút eru nýbakaðir sigurvegarar Músíktilrauna og eflaust margir sem bíða spenntir eftir að heyra í þeim.
Meira
LISTASAFN Íslands stendur á þessu ári fyrir fimm Laugardagsstefnum, en markmið þeirra er að opna umræður um stöðu myndlistar í landinu og búa til vettvang þar sem frjó samræða um myndlist á sér stað. Önnur Laugardagsstefnan fer fram á morgun milli kl.
Meira
Í KVÖLD verður rokkað og rólað í félagsmiðstöðinni Miðbergi, Breiðholti (Gerðubergi 1). Þar munu eldheitar pönk/harðkjarnasveitir troða upp sem eiga það sammerkt að vera tiltölulega nýjar af nálinni. Meðalaldurinn í sveitunum er og í lægri kantinum.
Meira
PÍANÓKONSERT nr. 2 eftir Rachmaninov var á dögunum kosinn uppáhaldstónverk hlustenda bresku útvarpsstöðvarinnar Classic FM fjórða árið í röð að því er greint var frá á netmiðli BBC í vikunni.
Meira
Sagan af Paikeu (Whale Rider) Stórkostlegt kvikmyndaverk.(H.L.) **** Háskólabíó. Hilmir snýr heim (The Return of the King) Hringadróttinssögu lýkur með glæsibrag. (H.J.) **** Smárabíó.
Meira
SKÁLDIÐ, textahöfundurinn og rithöfundurinn Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson, er næsta skáld mánaðarins í samnefndri sýningaröð í Þjóðmenningarhúsinu. Sýning á verkum og munum frá fjölbreyttum ferli hans verður opnuð í dag kl. 17.
Meira
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út Opnun kryppunnar: brúðuleikhús eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Bókin kemur út í ritröðinni Svarta línan en hún er helguð verkum sem eru á mörkum tveggja eða fleiri bókmenntagreina.
Meira
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út verkið 39 þrep á leið til glötunar eftir Eirík Guðmundsson . Bókin kemur út í ritröðinni Svarta línan en hún er helguð verkum sem eru á mörkum tveggja eða fleiri bókmenntagreina.
Meira
Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 Sýningu Bjarna Björgvinssonar, "Fyrir allar aldir", lýkur á sunnudag. Gerðarsafn Sýningum Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, JBK Ransu og Guðrúnar Veru Hjartardóttur lýkur á...
Meira
Leikstjórn: Joe Johnston. Handrit: John Fusco. Kvikmyndatökustjóri: Shelly Johnson. Tónlist: James Newton Howard. Aðalleikendur: Viggo Mortensen, Zuleikha Robinson, Omar Sharif, Louise Lombard, Adam Alexi-Malle, Said Taghmaoui, Silas Carson. 136 mínútur. Touchstone Pictures. Bandaríkin 2004.
Meira
FÉLAG um átjándu aldar fræði fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli sínu og heldur af því tilefni afmælismálþing í Þjóðarbókhlöðu á morgun um sögu félagsins og rannsóknir á 18. aldar fræðum.
Meira
Fékk ekki vinninginn ÉG er að safna töppum af pepsi-flöskum en þegar búið er að safna 20 töppum er hægt að fá vinning, t.d. plakat eða áritaðan bolta.
Meira
SAMKVÆMT skoðanakönnun er ykkar þáttur vinsælastur allra innlendra þátta Rúv. Og kannski ekki að undra því þið eruð miklir hæfileikamenn og fáið fólk til að hlæja og svo sannarlega er gott og gaman að geta hlegið.
Meira
Við sem búum í þessu samfélagi verðum að horfast í augu við þær leikreglur sem við höfum kosið okkur og alþingismenn, þ.m.t. Árni Johnsen, hafa séð um að leiða í lög.
Meira
Hættan er sú að með aðgerðum af því tagi sem í frumvörpunum felast sé verið að torvelda samlögun þeirra hópa sem mynda munu íslenskt samfélag í næstu framtíð.
Meira
Í HUGVEKJU sem birtist í Morgunblaðinu 11. apríl síðastliðinn og er rituð af Sigurði Ægissyni kom fram staðhæfing sem ég tel mig knúinn til að leiðrétta.
Meira
Ágúst Benediktsson fæddist í Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu 11. ágúst 1900. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Árnason sjómaður og bóndi í Steinadal, f. 21.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Skúladóttir fæddist í Nykhól 26. apríl 1925. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli Grímsson, verkamaður í Hafnarfirði, f. 25. apríl 1859, d. 26. okt.
MeiraKaupa minningabók
Hrefna Gunnarsdóttir fæddist á Stokkseyri 6. janúar 1917 og ólst þar upp. Hún lést 8. apríl síðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Eir. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1883, d. 1976, og Gunnar Gunnarsson járnsmiður, f. 1877, d.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Árnadóttir fæddist í Galtafelli í Hrunamannahreppi 15. nóvember 1935. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut föstudaginn 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir og Árni Ögmundsson.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Jón Þórðarson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 24. september 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Guðni Njálsson, f. 10.1. 1902, d. 28.4.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Eggerz Kristinsson fæddist á bænum Holtahólum á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 18. janúar árið 1916. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Gísladóttir frá Vagnstöðum í Suðursveit, f.
MeiraKaupa minningabók
Skarphéðinn Njálsson fæddist á Siglufirði 1. október 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Njáll Sigurðsson frá Lundi í Fljótum, f. 20. febrúar 1906, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
FORMAÐUR Árborgar, félags smábátaeigenda á Suðurlandi, Þorvaldur Garðarsson, segir stóru ógnina í sjávarútvegi nú vera fiskverðið, sem hann líkir við hamfarir.
Meira
MJÖG mikil spurn er nú eftir þorskkvóta í aflamarkskerfi og er talið að aukin eftirspurn skýrist af niðurstöðum stofnmælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, togararallsins svokallaða, sem voru fremur jákvæðar og gefa vonir um aukinn þorskkvóta á næsta...
Meira
NAFN Baugs Group var nefnt 339 sinnum í brezka viðskiptablaðinu The Financial Times síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt lauslegri athugun Verzlunarráðs Íslands .
Meira
RÚMLEGA fjórðungur veltuhæstu fyrirtækja landsins hyggst fjárfesta meira í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í könnun IMG Gallup, sem sagt var frá í Vefriti fjármálaráðuneytisins í gær. Könnunin var framkvæmd 15. febrúar til 9. mars. Fram kom m.a.
Meira
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR við nýtt prentsmiðjuhús Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í Hádegismóum norðan Rauðavatns ganga vel. Nýja húsið er um 7.500 fermetrar að stærð og er nú að mestu fokhelt.
Meira
SALA í verslunum bresku verslanakeðjunnar Big Food Group (BFG) stóð í stað á fjórða fjórðungi reikningsársins, mælt í sölu hverrar verslunar fyrir sig, að því er segir í frétt Reuters -fréttastofunnar.
Meira
SALA dróst saman á síðasta fjórðungi reikningsársins hjá bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer, að því er segir í frétt Reuters -fréttastofunnar.
Meira
Tæknival hefur hlotið viðurkenningu Cisco Systems vegna sérþekkingar á þráðlausum staðarnetum en slíkum kerfum fer fjölgandi hér á landi sem annars staðar.
Meira
MILESTONE Import Export Ltd., félag í eigu systkinanna Karls Wernerssonar, Steingríms Wernerssonar og Ingunnar Wernersdóttur, hefur aukið hlut sinn í Íslandsbanka um 3,5%. Eignarhlutur félagsins í bankanum eftir kaupin er 12,28%, en var 8,78% fyrir þau.
Meira
SAMHLIÐA innflutningur á lyfjum, þ.e. innflutningur lyfja á vegum annarra en umboðsaðila, hefur ekki verið skoðaður hjá lyfsölukeðjunum tveimur, Lyfju hf. og Lyfjum & heilsu hf., en hvorugt fyrirtækið flytur inn lyf.
Meira
Brátt hefst prófatímabil á öllum skólastigum með tilheyrandi lestri og upprifjun. Gott er að huga að mataræði til að heilinn virki sem best og á vef BBC eru ábendingar sem geta gagnast nemendum.
Meira
Eftir langan og gráan vetur er fátt sem garðeigendur hlakka jafn mikið til og að planta út sumarblómunum í garðinn. Sumarblóm eru misharðgerð og eru sum betur fallin til þess að þola kulda en önnur.
Meira
Á stærstu upplýsingatæknisýningu heims, Cebit, sem haldin var í Hannover í Þýskalandi fyrir skömmu, var áberandi hvað framleiðendur leggja nú mikla áherslu á samruna ýmissa algengustu heimilistækjanna. Sýningin fór fram á 330.
Meira
Íslenski dýralæknirinn Nanna Lúthersson stýrir verkefni í Norður-Taílandi sem lýtur að því að bæta líf og heilsu sjaldgæfs hestakyns. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að þegar væri sjáanlegur munur á hestunum.
Meira
90 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 18. apríl nk. verður níræð Guðný Baldvinsdóttir. Af því tilefni býður hún vinum og ættingjum í kaffi á afmælisdaginn milli kl. 14-17 í salnum á efstu hæð á Borgarbraut 65a,...
Meira
Í tíundu umferð Íslandsmótsins tókst nokkrum pörum að komast í sex lauf á þessar hendur: Norður &spade;105 &heart;K542 ⋄G87 &klubs;7432 Suður &spade;KD962 &heart;Á7 ⋄Á &klubs;ÁKDG10 Þótt sex lauf sé góð slemma er hún engan veginn örugg.
Meira
Í dag er föstudagur 16. apríl, 107. dagur ársins 2004, Magnúsarmessa hin f. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna.
Meira
Rúnar eru á mæki merktar, magnaðar í dverga sal; eggjar eru í eitri hertar, eldur býr í miðjum fal; ormur í hjöltum á sér ból, á þau má ei skína sól.
Meira
ÆVIN er lífsleið einstaklings. Förin er samsett og hún á sér upphaf, áfanga og mið. Hvernig gengur okkur á þeirri leið? Viljum við staldra við og íhuga hvaða vörður við notum sem stefnumið á lífsgöngunni? Kyrrðardagarnir í Skálholti 22.-25.
Meira
ÚRVALSDEILDARLIÐ ÍBV í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá ákvað Einar Þór Daníelsson að taka tilboði Eyjamanna og skrifar hann undir eins árs samning við liðið á næstu dögum.
Meira
MEÐ baráttu og þrautseigju tókst FH-ingum að leggja Val að velli í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í handknattleik. Lokatölur urðu 27:24 og liðin þurfa því að mætast á ný í oddaleik á laugardaginn og þá verður leikið að Hlíðarenda, heimavelli Valsmanna. Það má með sanni segja að þetta hafi verið "alvöruleikur" því bæði lið léku til sigurs, hart var tekist á og jafnt á með liðunum lengstum. Staðan í leikhléi var 13:12 fyrir Val.
Meira
* HÁLFDÁN Þórðarson , línumaður FH-inga sem hafði lagt skóna á hilluna, náði í þá í gær til að fylla skarð Svavars Vignissonar, línumanns liðsins, sem var í leikbanni í gær. Hálfdán stóð vel fyrir sínu á línunni og verður í hópnum á laugardaginn.
Meira
HRAFN Kristjánsson mun þjálfa 1. deildar lið Þórs frá Akureyri í körfuknattleik á næstu leiktíð en Hrafn hefur stýrt KFÍ frá Ísafirði undanfarin tvö ár, en KFÍ endaði í 10. sæti af 12 liðum í úrvalsdeildinni í vetur.
Meira
* KEVIN Keegan , knattspyrnustjóri Manchester City, mætti til starfa á ný í gær eftir að hafa misst af fjórum síðustu leikjum liðsins. Keegan þurfti að gangast undir uppskurð í baki vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann lengi.
Meira
NORSKA knattspyrnuliðið Kolbotn, sem Katrín Jónsdóttir hefur leikið með undanfarin ár, hefur boðið Þóru B. Helgadóttur landsliðsmarkverði að ganga í raðir félagsins eftir landsleik Íslendinga og Englendinga sem fram fer ytra um miðjan maí.
Meira
MAGNÚS Aðalsteinsson hefur verið kosinn þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í blaki í Danmörku. Magnús þjálfar lið HIK Aalborg sem hafnaði í þriðja sæti á nýloknu tímabili í Danmörku og kom sá árangur talsvert á óvart.
Meira
FRANK Flatten, framkvæmdastjóri þýska handknattleiksliðsins Düsseldorf, sagði í viðtali við þýska fjölmiðla í gær að hann vonist til þess að ljúka gerð samnings við Markús Mána Michaelsson Maute fyrir lok þessarar viku þannig að hann verði í leikmannahópnum á næstu leiktíð.
Meira
SAMKVÆMT frétt sem er í nýjasta tölublaði íþróttatímaritsins Sports Illustrated , einu mest lesna tímaritinu í Bandaríkjunum, sem þessa dagana er að koma til áskrifenda, hefur Dallas Mavericks sett upp veftengil við match.com- vefsíðuna. Match.
Meira
"ÞAÐ kom eins kafli hjá okkur í fyrri hálfleik núna og í síðari hálfleik í fyrri leiknum við Val. Við hættum hreinlega að spila og erum að rembast maður gegn manni úti á velli.
Meira
ANNA Soffía Víkingsdóttir vann til tvennra gullverðlauna á júdómóti sem fram fór í Álaborg í Danmörku um síðustu helgi, en um var að ræða mót í junioraflokki.
Meira
HÁLFTÍMA áður en annar leikur Gróttu/KR og ÍR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla hófst á Seltjarnarnesi í gær stóðu gestirnir saman í hring og öskruðu hver í kapp við annan.
Meira
BIKARMEISTARAR Skagamanna mæta þýska 1. deildar liðinu Bochum í æfingaleik sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Skagamenn fara í æfingaferð til Þýskalands í næstu viku og dvelja í nágrenni Bochum.
Meira
PÉTUR Hafliði Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, eða öllu heldur bifreiðin hans, hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum í miðborg Stokkhólms að undanförnu. Í tvígang hafa verið málaðir stórir tölustafir á bifreiðina.
Meira
* ÚRVALSDEILDARLIÐ Keflavíkur í knattspyrnu fer til Danmerkur á sunnudaginn. Keflvíkingar leika þar tvo leiki, gegn 1. deildarliði Brönshöj og 2. deildarliði Holbæk .
Meira
Magnús Sigmundsson, FH, 2: 2 langskot. Elvar Guðmundsson, FH, 18/2 (þar af 7 skot, þar sem knötturinn fór til mótherja). 10 (3) langskot, 3 (2) gegnumbrot, 2 (1) úr horni, 2 vítaköst, 1 (1) af línu.
Meira
ÞORBJÖRN Atli Sveinsson, knattspyrnumaður, gekk í gær til liðs við Fylki og gerði 3ja ára samning við Árbæjarliðið. Þorbjörn var samningsbundinn Fram en var leystur undan samningi við Safamýrarliðið í gær.
Meira
Afganistan er ótrúlega fallegt land og auðnin og fjöllin minna mig helst á íslenska hálendið. Kabúl liggur í um 1.800 metra hæð yfir sjávarmáli, umkringd tignarlegum fjöllum og íbúar eru í kringum 2 milljónir.
Meira
Í gamanmyndinni Chasing Liberty sleppur dóttir forseta Bandaríkjanna úr strangri öryggisgæslu þegar feðginin eru á ferðalagi í Evrópu. Hún er aðeins 18 ára og grípur fegin tækifærið og flakkar um meginlandið á mótorhjóli með breskum töffara.
Meira
Sigurvegarinn í myndatextakeppni Fólksins að þessu sinni er Gunnar Tómas Kristófersson, með tillöguna "Ásgeir! Er hann að klæða sig í nærbuxurnar þínar?
Meira
Fólkið var auðvitað á staðnum þegar stúlkurnar í Sugababes héldu tónleika í Laugardalshöll á dögunum. Tónleikagestir töldu ekki eftir sér að koma við í básnum, þiggja Fólks-bol og sitja fyrir á svo sem eins og einni mynd.
Meira
From: <jorgensorensen@simnet.is> To: <agcamlk@etcisp.net> Sent: Wednesday, March 31, 2004 1:26 PM Dear people at the Texas music hall My name is Jorgen Sorensen. I am an Icelandic man.
Meira
Það hefur löngum verið sagt að þegar ungar konur nálgist þrítugt hellist yfir þær svokallað húsmæðraheilkenni. Afskaplega erfitt er að lýsa hegðun kvenna á þessum tímamótum en ég tel hins vegar að um genagalla sé að ræða sem erfist frá móður til dóttur.
Meira
Fyrsti hluti | eftir Birgi Örn Steinarsson Ösp var afskaplega vanaföst stúlka. Skap hennar var mjög árstíðabundið og hennar nánustu hefðu getað stillt dagatalið eftir því hvenær henni leið sem best, og hvenær hún var í lægð.
Meira
LÆGÐIRNAR GENE Hackman: Doctor's Wifes . George Scheafer ('71) Zandy's Bride . Jan Troell ('74) Lucky Lady . Stanley Donen ('75) Full Moon in Blue Water . Peter Masterson ('88) Loose Cannons . Bob Clark ('90). Dustin Hoffman: John and Mary .
Meira
Blómabörn, sítt hár og frjálsar ástir munu ráða ríkjum í Austurbæ í sumar en þar verður söngleikurinn Hárið settur á svið. Stefnt er á að frumsýna 2. júlí en leikstjóri er Rúnar Freyr Gíslason.
Meira
Eftir því sem við best vitum er enginn Óli í hljómsveitinni Lokbrá, en hana skipa hinir dularfullu liðsmenn Tinni, sem spilar á gítar og syngur, Zowie trommuleikari, Hertoginn, sem tiplar á hljómborði og Spike, sem strýkur bassann og syngur.
Meira
Ég hef verið hræddur við ýmislegt í gegnum tíðina; vatn, hákarla, flug, sjúkdóma, bíla, fólk, hesta, hunda, hnífa, peninga, framtíðina, lyftur. Ég veit ekkert af hverju ég hef verið hræddur, ég hef bara verið hræddur. Flughræðslan var mér erfiðust.
Meira
Hressandi fjölbreytni: New York er ótrúlega spennandi borg. Var að koma úr tíu daga fríi í borginni en þetta er í þriðja skipti sem ég fer þangað og það verður bara skemmtilegra í hvert sinn. Var hjá vinum í Williamsburg í Brooklyn, sem er frábært...
Meira
Klofinn kviðdómur - Runaway Jury er spennutryllir úr réttarsalnum um meinlausan verjanda (Hoffman) og harðsvíraðan kviðdómsráðgjafa (Gene Hackman). Hann svífst einskis til að tryggja það dómsorð sem skjólstæðingi hans þóknast í mikilvægum málaferlum. Cusack leikur áhrifavald í kviðdómnum.
Meira
Ég ligg í hörðu rúmi í litlu herbergi sem minnir helst á vistarverur hermanna, í það minnsta eins og þær koma fyrir sjónir í bíómyndum. Hvítir veggir, grár skápur, tvö rúm sem minna helst á barnarúm. Lítil eðla hefur hreiðrað um sig inni á baði.
Meira
Hver er Jörgen? Hver er Jörgen Sörensen? Er hann rugludallur eða snillingur? Hvað er Knutsen-heilkenni? Aðeins með því að lesa bréfin hans fáum við mynd af manninum og lífi hans og öðlumst innsýn í líf manns sem er ekki alveg í lagi.
Meira
Flestir kannast við þessa unglegu félaga; Hrafn Gunnlaugsson, Þórarin Eldjárn og Davíð Oddsson, sem sáu um skemmtiþáttinn Útvarp Matthildur á árunum 1968-75.
Meira
... að kventígurinn Dima (vinstra megin) vildi ekki para sig með karlljóninu Kaser, þrátt fyrir að þau hafi verið saman í búri í eitt ár í dýragarðinum í Amman í Jórdaníu. Tilgangur þessa uppátækis fylgir ekki...
Meira
... að skoski leikarinn Ewan McGregor væri að hefja þriggja mánaða hjólaferðalag umhverfis hnöttinn. Úr verður sjónvarpsþáttaröðin "Long Way Round" eða Langur hringvegur, í lauslegri...
Meira
... að konur í bænum Armenteira, á norðvestanverðum Spáni, gengju um með vaxmynd á hausnum, Jómfrú hausanna ("Virgen de la Cabezas") til dýrðar, í þeirri von að kraftaverk lækni kvilla...
Meira
... að Paul gamli McCartney hefði hug á að feta í fótspor Walts Disneys og framleiða teiknimynd í fullri lengd. Fyrsta skrefið í þá átt steig hann á þriðjudaginn, þegar Paul McCartney: The Music and Animation Collection kom út á...
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.