TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að ríkin sem standa að hernámi Íraks undir forustu Bandaríkjamanna mundu "standa það verkefni af sér". Sagðist hann, daginn eftir fund sinn með George W.
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hóf að leggja drög að innrás í Írak þegar í desember 2001, þrátt fyrir að opinberlega hefði Bandaríkjastjórn þá sagt það stefnu sína að finna samninga- lausn á Íraksdeilunni.
Meira
Morgunsólin varpaði skemmtilegum skuggum yfir Skerjafjörð og forsetasetrið á Bessastöðum í vikunni er ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Ægisíðuna.
Meira
STEINWAY & Sons-flygill Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara hefur verið auglýstur til sölu. Hann var framleiddur um 1946 en Rögnvaldur eignaðist hann um 1970 og kostar nýr um fjórar milljónir króna.
Meira
KVIKMYNDIN Silný kafe eða Sterkt kaffi eftir kvikmyndagerðarmanninn Börk Gunnarsson verður frumsýnd vítt og breitt um Tékkland í lok mánaðarins. Myndin var tekin með stafrænni tækni og með tékkneskum atvinnuleikurum í aðalhlutverkum.
Meira
TALIÐ er að á uppbyggingartíma skapist 800 störf við virkjunar- og álversframkvæmdir í tengslum við stækkun Norðuráls, en taka á 180 þúsund tonna álver í notkun vorið 2006.
Meira
SKRIFAÐ var undir samninga í Svartsengi í gær um öflun raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja til stækkunar Norðuráls á Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonn.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKSMENN og -konur gerðu sér glaðan dag á föstudaginn er lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram á Hótel Sögu í Reykjavík. Þar var kjöri leikmanna og þjálfara í efstu deild karla og kvenna lýst.
Meira
FLEST bestu minkaóðul er setin af afkomendum minka sem sluppu 1932 og árin þar á eftir. Aliminkar í dag eru vel ræktuð húsdýr og hafa ekki nema 2/3 af heilarúmmáli villtu ættingjanna. Lífslíkur þeirra eru því hverfandi úti í náttúrunni.
Meira
BUSLarar, sem eru hópur hreyfihamlaðra unglinga sem starfa innan Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra, áætla að fara til Svíþjóðar 28. júní til 4. júlí og hafa unnið að því að fjármagna ferðina.
Meira
TÆPUR helmingur vinnuafls á Eyjafjarðarsvæðinu hefur aðeins grunnmenntun, eða starfsnám/gagnfræðapróf. Rétt um þriðjungur vinnuaflsins hefur framhaldsskólamenntun, 11% sérskólamenntun en aðeins 12% vinnuaflsins hafa háskólamenntun.
Meira
ÓLÍK viðhorf eru ríkjandi meðal íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB varðandi framtíð og þróun atvinnulífsins, að því er segir í frétt á vef Samtaka verslunar og þjónustu.
Meira
MAÐUR um þrítugt slasaðist á fæti í vinnuslysi í álveri Alcan í Straumsvík um klukkan hálffjögur aðfaranótt laugardags. Maðurinn var að vinna í steypuskála við að hella málmi í ofn þegar slettist úr ofninum yfir innanverðan fót mannsins og upp á rist.
Meira
ARIEL Sharon , forsætisráðherra Ísraels, fór í heimsókn til George W. Bush Bandaríkjaforseta í vikunni. Í heimsókninni samþykkti Bush í raun að Ísraelar mættu leggja undir sig palestínskt land á Vesturbakkanum.
Meira
Í FÉLAGSMIÐSTÖÐINA 100og1 koma unglingarnir úr elstu bekkjum Austurbæjarskóla gjarnan eftir skóla til að spjalla hvert við annað eða við tómstundaleiðbeinendurna, sem taka flestum þeirra hugmyndum með jákvæðu viðmóti og stuðningi.
Meira
Eldur á miðhæð Eldur sem upp kom í húsi við Laufásveg í Reykjavík að kvöldi sl. fimmtudags var í íbúð á miðhæð en ekki í risi eins og greint var frá í frétt blaðsins á föstudag. Beðist er velvirðingar á þessu...
Meira
Hólmfríður Sveinsdóttir fæddist á Akranesi 1967. Stúdent af íþróttabraut frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1988. BA í stjórnmálafræði frá HÍ árið 1994 og með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Katholieke Universiteit Leuven 2003. Er verkefnisstjóri rannsókna og upplýsingamála við Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Meira
EFTIRFARANDI tilkynning hefur borist frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna: "Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar frumvarpi nokkurra alþingismanna Sjálfstæðisflokksins og fleiri um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á sölu léttra...
Meira
FJÖLMENNT lið lögreglunnar í Reykjavík handtók fjóra menn á heimili þeirra í eystri hluta borgarinnar vegna gruns um að þeir hefðu átt þátt í þjófnaði úr bílum undanfarið.
Meira
FORSETI Eistlands er væntanlegur í opinbera heimsókn hingað til lands í byrjun maí ásamt föruneyti. Skrifstofa forseta Íslands staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Arnold Rüütel, forseti Eistlands, verður hér á landi dagana 4. til 5. maí nk.
Meira
TONY Pullis, framkvæmdastjóri Stoke, er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn til þess að fara fram á meira fé frá hluthöfum félagsins til kaupa á nýjum leikmönnum, sagði í frétt The Sentinel í gær.
Meira
Fræðslufundur Náum áttum verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl kl. 8.30-10.30 á Grand hóteli. Yfirskrift fundarins er: Áhrif áfengisstefnu á drykkjusiði. Erindi halda: Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni, Dagur B.
Meira
STJÓRN Geðhjálpar mótmælir harðlega fyrirhuguðum hækkunum á lyfjaverði til sjúklinga, sem Geðhjálp segir að bitni ekki hvað síst á geðsjúkum og fólki með geðraskanir.
Meira
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur ákvað á hátíðarfundi sem haldinn var í gær í tilefni af 30 ára afmæli bæjarfélagsins að heiðra Guðberg Bergsson með því að kjósa hann heiðursborgara Grindavíkur.
Meira
Gunnar E. Kvaran hefur hafið störf hjá Athygli sem ráðgjafi en hann hefur undanfarin ár starfað sem kynningarfulltrúi Skeljungs. Gunnar er jafnframt hluthafi í Athygli og mun hann annast kynningar- og ímyndarmál fyrir nokkra viðskiptavini Athygli.
Meira
GUNNAR J. Birgisson, alþingismaður og formaður bæjarráðs Kópavogs, hefur opnað vefsetur sitt, www.gunnarbirgisson.is. Á vefnum mun hann fjalla um þau málefni sem hann er að vinna að hverju sinni bæði á Alþingi og í Kópavogi.
Meira
UM 15% nemenda í framhaldsskólum hurfu frá námi milli skólaáranna 2002 og 2003, að því er fram kemur í skriflegu svari menntamálaráðherra, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.
Meira
HERTZ á Íslandi hélt upp á 33 ára afmæli sitt 1. apríl sl. Landsmönnum var boðið að koma og heimsækja fyrirtækið í aðalstöðvum þess. Fengu nokkrir af afmælisgestunum gjafir frá Hertz í tilefni afmælisins.
Meira
BORIST hefur eftirfarandi frá stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna: "Vegna þingmáls nr. 749 um breytingar á lögum um útlendinga gerir stjórn Menningar- og friðarsamtaka ísl.
Meira
STEFÁN Magnússon er íþróttakennari við Austurbæjarskóla og starfar einnig sem tómstundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni 100og1 sem starfrækt er í risi skólans.
Meira
FOSSHÓTEL Nesbúð á Nesjavöllum mun halda fyrsta kaffihlaðborð sumarsins fimmtudaginn 22. apríl, á sumardaginn fyrsta. Boðið er upp á kaffihlaðborð alla sunnudaga yfir sumartímann kl. 13.30-17.30. Á boðstólum eru heitir réttir og kökur og kostar 1.200 kr.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli útibús Landsbanka Íslands á Húsavík og knattspyrnudeildar Völsungs. Í samningnum, sem er til tveggja ára, felst stuðningur við knattspyrnudeildina m.a.
Meira
LEIKRITIÐ Yndislegt kvöld eftir Pál Hersteinsson verður frumsýnt í Iðnó í Reykjavík í dag klukkan 15 en var ekki frumsýnt í gær eins og greint var í blaðinu í gær.
Meira
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Jafnréttisstofu: "Jafnréttisstofa lýsir yfir ánægju sinni með bókun í kjarasamningum Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins þar sem aðilar samninganna beina því til fyrirtækja í rafiðnaði að...
Meira
MÁR Haraldsson, bóndi á Háholti og oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, lést á fimmtudag, 50 ára að aldri. Már fæddist 24. ágúst árið 1953 á bænum Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi, sonur Haraldar Bjarnasonar, fv.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur opnað nýtt vefsvæði á slóðinni www.haestirettur.is. Origo ehf., dótturfélag TölvuMynda hf., endurvann og hannaði vefsvæðið frá grunni í samstarfi við starfsfólk Hæstaréttar.
Meira
SUMARDAGINN fyrsta, 22. apríl nk., verður "opið hús" í eftirfarandi leikskólum í Sveitarfélaginu Árborg frá kl. 11-14: Á Eyrarbakka í leikskólanum Brimver, Túngötu 39.
Meira
LÖGREGLUNNI á Selfossi var tilkynnt um ofsaakstur tveggja manna á jeppa við Álftavatn rétt fyrir kl. 6 í gærmorgun. Eigandi sumarhúss á svæðinu hringdi í lögreglu þegar hann varð var við menn sem keyrðu utanvegar og tættu upp gróðurinn.
Meira
LANDSBANKI Íslands annast fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu sjö árin. Bankinn mun auka þjónustu við flugfarþega og aðra viðskiptavini á flugvallarsvæðinu.
Meira
NÝLEGA endurnýjuðu Íþróttasamband fatlaðra og Radisson SAS-hótelin á Íslandi með sér samning um samstarf og stuðning Radisson SAS-hótelanna við starfsemi Íþróttasambands fatlaðra.
Meira
GEIRMUNDUR Valtýsson tónlistarmaður bauð til veglegrar veislu í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að kvöldi annars páskadags, í tilefni af sextíu ára afmæli sínu og útkomu nýrrar plötu.
Meira
STJÓRNSÝSLUNEFND Akureyrarbæjar hefur heimilað ráðningu starfsmanns til að sinna fræðslumálum starfsmanna bæjarins. Miðað er við að ráðið verði í stöðuna frá 1.
Meira
OPIÐ hús verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta. Í ár eru það starfsmenn skólans sem standa fyrir þessum degi. Almenningi er boðið að heimsækja skólann kl. 10-18.
Meira
BJARNI Ólafsson, einn þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni á skynsemi.net, til stuðnings frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum nr.
Meira
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir vilja til þess innan ríkisstjórnar að gera góðan samning við kúabændur í 6 til 8 ár, en hann kom m.a. inn á gerð nýs mjólkursamnings í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands kúabænda sem fór fram á Akureyri.
Meira
SAFNHÚS Þjóðminja-safns Íslands við Suðurgötu verður opnað 1. september í haust, eftir miklar breytingar. Safnið hefur verið lokað í sex ár vegna breytinganna, eða allt frá árinu 1998. Kostnaður við endur-bætur á húsinu nema um 980 milljónum króna.
Meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forseti Bretlands, hafa enn á ný snúið bökum saman. Samskipti ríkjanna hafa ávallt verið öflug og í sagnfræðinni er iðulega talað um hið "sérstaka samband" þeirra.
Meira
17. apríl 1994: "Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að flugvirkjar hefðu boðað verkfall frá 25. apríl til 30. apríl. Augljóst er, að vinnustöðvun flugvirkja hlýtur að hafa mjög truflandi áhrif á starfsemi Flugleiða og verða fyrirtækinu dýr.
Meira
Í fyrradag birtist svohljóðandi frétt á forsíðu Morgunblaðsins: "Stærsta skyndibitakeðja heims, McDonald's, hóf í gær herferð gegn offitu í Bandaríkjunum og kynnti áform um að bjóða upp á hollari mat í öllum veitingahúsum sínum í landinu.
Meira
NÝ KVIKMYND í fullri lengd eftir íslenska kvikmyndagerðarmanninn Börk Gunnarsson verður frumsýnd vítt og breitt um Tékkland 29. apríl. Myndin heitir á íslensku Sterkt kaffi en Silný kafe á tékknesku.
Meira
SUMUM þykir ekkert ljúfara en að hanga uppí sófa allan liðlangan sunnudaginn og góna á léttmeti í imbakassanum - helst bara einhverja endursýnda þætti, grín- og dramaþætti. Fyrir þá er SkjárEinn rétti viðkomustaðurinn eftir allt fjarstýringarflippið.
Meira
Skotinn David Byrne er með merkustu tónlistarmönnum Bandaríkjanna síðustu áratuga. Hann sendi frá sér nýja skífu fyrir skemmstu, Growing Backwards.
Meira
BEYONCÉ Knowles og Jay-Z ætla að gifta sig í dag, ef marka má heimildamenn bresku götublaðanna. Eftir þeim er haft: "Jay-Z er æstur í að festa ráð sitt og krækja í Beyoncé.
Meira
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom nýlega í heimsókn í Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn ásamt aðstoðarmanni sínum, Steingrími Sigurgeirssyni, til að kynna sér starfsemi safnsins.
Meira
Þjóðmenningarhúsið kl. 14 Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, rifjar upp minningar af "gamla safninu" á sýningunni Þjóðminjasafnið - svona var það.
Meira
HALLDÓR Bjarnason sagnfræðingur heldur lokaerindið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er (um)heimur? í Norræna húsinu á morgun, þriðjudag, kl. 12.15-13. Erindið nefnist: Ok eða aðstoð? Ísland sem nýlenda Dana á nítjándu öld.
Meira
Líflæknirinn eftir Per Olov Enquist er komin út í kilju. Þýðandi er Halla Kjartansdóttir . Líflæknirinn er söguleg skáldsaga og hefur sópaði að sér verðlaunum á Norðurlöndum.
Meira
Svo fögur bein eftir Alice Sebold er komin út í kilju. Þýðandi er Helga Þórarinsdóttir. Bókin kom út í innbundinni útgáfu fyrir jól. Á leið heim úr skóla mætir Susie Salmon, fjórtán ára gömul stúlka, morðingja sínum.
Meira
Launajöfnuður kynja í atvinnustefnu Evrópusambandsins, "Equal pay and gender mainstreaming in the European Employment Strategy" er nýlega komin út í Evrópu.
Meira
"Ég er ekki einn þeirra höfunda sem geta fullskrifað leikrit sín við skrifborð. Meðan verið er að æfa verkið er ég ávallt opinn fyrir tillögum og bæði endurskoða og endurskrifa eftir þörfum. Að mínu mati er leikritið aldrei fullskrifað fyrr en á frumsýningu," segir Ólafur Haukur Símonarson leikskáld í samtali við Silju Björk Huldudóttur, en leikrit hans Græna landið hefur gengið fyrir fullu húsi frá því það var frumsýnt.
Meira
Ótuktin nefnist nýútkomin bók eftir Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu þar sem hún segir frá reynslu sinni af krabbameini sem hún greindist með fyrir fimm árum.
Meira
Á laugardaginn var dagskráin Glæpaverk, Arnaldur Indriðason á Ritþingi Gerðubergs. Sama dag var skyggnst inn í glæpaveröld Arnalds á sýningu í samstarfi við Lögregluna í Reykjavík. Þar var boðið upp á lík og lögregluþjóna.
Meira
Hver er ég? Er ég sönn eða login? Þetta eru lykilspurningar í nýjum einleik Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, The Secret Face, sem frumsýndur verður í Iðnó að kvöldi síðasta vetrardags. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Elísabetu, Pálínu Jónsdóttur leikkonu og Steinunni Knútsdóttur leikstjóra.
Meira
SNERTING er heiti nýrrar myndar um Íslenska dansflokkinn. Í þessari þrjátíu mínútna mynd er áhorfandanum gefin innsýn í heim danslistar á Íslandi, tjáningarforms sem samanstendur af hreyfingu, myndlist, tónlist og leiklist.
Meira
Alþýðumenning á Íslandi 1830-1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar hefur að geyma tíu ritgerðir eftir sjö fræðimenn sem flestir eru sagnfræðingar, auk inngangsritgerðar og niðurlagskafla eftir ritstjórana.
Meira
Missa pro defunctis eftir Lasso, auk verka eftir Schütz, Cazzati, Monteverdi og Snorra Sigfús Birgisson. Rinascente (Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Steingrímur Þórhallsson tenór/orgel, Hrólfur Sæmundsson barýton). Laugardaginn 10. apríl kl. 17.
Meira
Ýmis inn- og erlend lög í meðförum Frændkórsins. Einsöngur: Helga Guðlaugsdóttir. Jörg Sondermann orgel / píanó. Stjórnandi: Eyrún Jónasdóttir. Föstudaginn 2. apríl kl. 20.30.
Meira
FYRIR stuttu var frumsýnd teiknimynd í fullri lengd úti í Þýskalandi um ævintýri hinna galvösku leynilögreglumanna, Stephan Derrick og Harry Klein. Sagt var frá því í Morgunblaðinu hinn 7.
Meira
BÓNDINN (?) Jóhannes G. Gíslason skrifar í Fréttablaðið hinn 7. apríl sl. einhvers konar svarbréf til mín. Þar kallar hann fyrirbærið að hafa skoðun á málum "að rífast".
Meira
SAMÞYKKT var fyrir nokkru í skipulags- og bygginganefnd að veita ESSO leyfi til byggingar bensínstöðvar á lóð Staldursins við Stekkjarbakka. Við meðferð þessa máls voru samþykktir borgarinnar um bensínstöðvarlóðir hundsaðar og þverbrotnar.
Meira
Hvaða Möðruvellir? Í spurningaþættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 á páskadag var síðast spurt um hvar Loftur ríki Guttormsson hefði búið á sínum tíma.
Meira
Í ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐUNNI undanfarna mánuði hafa menn verið að spyrja hvort rétt sé að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands. En í þágu hvers það gæti verið?
Meira
LYFJAVERÐ og -kostnaður hafa verið mjög í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og flestir virðast sammála um að lyfjaverð á Íslandi sé of hátt og það verði að lækka með öllum tiltækum ráðum.
Meira
SPURT er um smásöluverð á rúnstykkjum. Til upplýsinga viljum við gjarnan leiðrétta misskilning sem gætir í fyrirspurn Þorsteins. Við seljum ekki rúnstykki í smásölu og þess vegna eigum við erfitt með að svara fyrirspurninni.
Meira
Sjálfbærar veiðar úr dýrastofnum og markviss eyðing meindýra verða ekki stundaðar nema með samvinnu vísindamanna, veiðimanna og stjórnsýslu. Alfriðun á rjúpu rauf þann trúnað, eyðilagði vöktun á veiðitölum og setti tilfinningasemi ofar rökhyggju.
Meira
Elsku afi, þú varst alltaf að hugsa um mig. Ég sakna þín, þú varst alltaf svo góður, elsku afi minn. Mér þótti svo vænt um þig. Mér finnst eins og þú sért hérna hjá okkur, þú hefur alltaf verið hjá okkur.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Sigurður Ágúst Ársælsson fæddist í Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjum 29. október 1928. Hann lést á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 3. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Bryndís Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 8. október 1955. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut 13. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 23. mars.
MeiraKaupa minningabók
Eggert Thorberg Björnsson fæddist í Bíldsey á Breiðafirði 2. desember 1915. Hann andaðist á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 30. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju 7. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Erlendur Pálsson fæddist á Þrastarstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði 20. október 1920. Hann lést á heimili sínu á Móaflöt 20 í Garðabæ 28. mars síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Guðríður Svafarsdóttir fæddist á Akranesi 19. september 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. júní 2003 og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 11. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Skúladóttir fæddist í Nykhól 26. apríl 1925. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 9. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 16. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Guðríður Sigurbergsdóttir fæddist í Reykjavík 19. september 1933. Hún lést á LSH í Fossvogi 23. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Árnadóttir fæddist í Galtafelli í Hrunamannahreppi 15. nóvember 1935. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut föstudaginn 2. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hrepphólakirkju 16. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Bjarnason fæddist á Akranesi 2. mars 1914. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 hinn 5. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 15. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Pálsson bóndi fæddist á Akureyri 3. maí 1924. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi föstudaginn 26. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hofskirkju 3. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Elsku langamma. Vonandi held ég að þú heyrir miklu betur núna. Ég sakna þín svolítið. Og mjög mikið. Þegar þú ert uppi hjá guði þá kannski hittirðu Dindu og Nóru.
MeiraKaupa minningabók
Rósa Gunnlaugsdóttir fæddist á Eiði á Langanesi 11. nóvember 1911. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 17. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 27. mars.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Óskar Helgason fæddist í Reykjavík 4. sept. 1921. Hann lést á heimili sínu Álfhólsvegi 98 24. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 31. mars í kyrrþey að ósk hins látna.
MeiraKaupa minningabók
Sveinborg Helga Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. júní 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 26. mars.
MeiraKaupa minningabók
Agi og uppeldi í Seltjarnarneskirkju ÞÓRKATLA Aðalsteinsdóttir sálfræðingur flytur erindi á foreldramorgni í Seltjarnarneskirkju nk. þriðjudag 20. apríl kl. 10.
Meira
Bridsfélag yngri spilara Síðasta miðvikudagskvöld var þátttaka með ágætum hjá félaginu, en þá mættu 8 pör til leiks. Spilaður var howell-tvímenningur með þremur spilum milli para og var hörð keppni um fyrstu sætin.
Meira
Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20.
Meira
Í dag er sunnudagur 18. apríl, 109. dagur ársins 2004. Orð dagsins: En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.
Meira
Í fylgiblaði Fréttablaðsins, sem nefnist "allt", 14. þ.m., segir frá sérstökum skóla með ofangreindu nafni. Fyrirsögnin var þessi: "Streituskólinn kippir skapinu í lag.
Meira
George W. Bush segist vera kristinn maður, en í ljósi atburða síðustu daga fer maður að efast um það. Sigurður Ægisson ræðir um það sem yfirlýsing Bandaríkjaforseta í nýliðinni viku felur í sér.
Meira
Víkverji var nær orðlaus þegar hann ræddi við unga konu á dögunum, sem er einn af yfirmönnum á vinnustað sínum. Hún sagði að andrúmsloftið væri ekki eins og hún vildi hafa það.
Meira
ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar í knattspyrnu hafa valið 22 manna landsliðshóp fyrir vináttuleikinn gegn Lettum sem fram fer í Ríga miðvikudaginn 28. apríl.
Meira
Frekari rannsókna er þörf svo hægt sé að meta stærð íslenska villiminkastofnsins, að mati Áka Ármanns Jónssonar, forstöðumanns veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar.
Meira
Af 265.000 íbúum í Málmey eru 24% fæddir utan Svíþjóðar og 12% til viðbótar eru af erlendum uppruna í aðra eða báðar ættir. Alls býr fólk frá 160 þjóðlöndum innan borgarmarkanna.
Meira
Selveiðar við austurströnd Kanada hafa vakið miklar deilur undanfarið, og segja dýraverndarsinnar þær aldrei hafa verið umfangsmeiri. Kristján G. Arngrímsson kynnti sér umfjöllun fjölmiðla vestra um málið.
Meira
Á neðanjarðarlestarstöðinni Tottenham Court Road byrjar byltingin; þetta er síðasta athvarf frjálsrar hugsunar. Konurnar eru í korselettum og karlarnir í hauskúpubolum, allir litir í hári og hörundi.
Meira
Loðdýraeldi hófst fyrir alvöru í Norður-Ameríku á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Villt loðdýr voru fönguð og síðan alin í búrum. Þeirra á meðal var rándýrið minkur, eða sundmörður eins og sumir kölluðu skepnuna, enda dýrið af marðarætt.
Meira
Það veiðisvæði sem kannski hefur komið hvað skemmtilegast á óvart á þessari vorvertíð eru Efri-Steinsmýrarvötn sem komu á opinn markað í fyrsta skipti er Jakob Hrafnsson tók þau á leigu og hóf að selja í þau veiðileyfi.
Meira
Lífið hefur breyst mikið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því talibanar voru hraktir frá völdum. Viðskipti blómstra og flestir eru orðnir langþreyttir á áratuga löngu stríði. Utan höfuðborgarinnar er ástandið hins vegar öllu verra, upplýsingaflæði er víða mjög ábótavant og afgönsk stjórnvöld hafa engin ítök í fjölmörgum héruðum í suður- og austurhluta landsins. Helen Ólafsdóttir er í Afganistan.
Meira
Notaðu tölurnar 5, 4, 3, 2 og 1 í þessari röð og búðu til eitt reikningsdæmi þannig að svarið verði 1. Svör þarf að senda á netinu. Slóðin er: www.digranesskoli.kopavogur.is Þrenn verðlaun eru veitt og eru þau tilgreind þar.
Meira
Nú eru aðeins fáeinir sólarhringar þangað til sumarið 2004 gengur formlega í garð á Ísa köldu landi. Það er eitt og annað sem hafa ber í huga við þessi tímamót.
Meira
Guðmundur Þ. Björnsson meindýraeyðir er í hópi fengsælustu minkaveiðimanna landsins. Hann veiddi ásamt félaga sínum, Eyjólfi Rósmundssyni, um 400 minka í fyrra.
Meira
Okkur hefur liðið vel hérna í Mývatnssveit og finnst slæmt að þurfa að flytja héðan á þessum forsendum. En það þýðir ekkert að vera svartsýnn. Lífið heldur áfram.
Meira
Villiminkurinn á rúmlega 70 ára sögu í íslenskri náttúru. Hann hefur ekki þótt aufúsugestur, heldur skaðvaldur. Gripið var til skipulegra aðgerða gegn minknum 1958 og er herkostnaðurinn kominn í um 900 milljónir króna.
Meira
"Þú þarft að elska krabbameinið" er inntak þess viðhorfs sem Anna Pálína Árnadóttir kynnir í bók sinni Ótuktinni sem er að koma út um þessar mundir. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti Önnu Pálínu og ræddi við hana um líf hennar og starf fyrir og eftir að hún greindist með krabbamein.
Meira
Flestir hérlendis hafa nokkurn veginn í sig og á og þak yfir höfuðið, aðrir, kannski aldrei fleiri en nú, búa við allsnægtir, jafnvel ofgnótt og hugsa og tala í milljörðum frekar en milljónum.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 371 orð
| 1 mynd
Ef menn eru tilbúnir til að fórna eins og einum verslunardegi í miðborg Dublin og langar til að bregða sér út í friðsæla sveitina er hægt að gera margt vitlausara en leigja sér bíl og aka suður með sjó.
Meira
É g veit þið fyrirgefið samheitið, ágætu auðmenn, en trúlega er þetta í fyrsta skipti síðan Snorri var höggvinn að hægt sé að tala um íslenska auðmenn í þess orðs raunverulegu merkingu og það er fagnaðarefni.
Meira
Hún var á götunni í fimmtán ár en er rétt þrítug í dag. Fyrir rúmu ári fékk hún nóg og hefur verið edrú síðan. Vímugjafarnir voru hættir að virka á hana og hún vildi komast í meðferð fyrir alvöru.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 8 orð
| 1 mynd
Helga Þórey Björnsdóttir þekkir samfélag heimilislausra í Reykjavík. Allt frá árinu 2001 hefur hún aflað sér þekkingar á aðstæðum heimilislauss fólks og sjálfsmynd þess. Hún er að ljúka meistaranámi í mannfræði frá Háskóla Íslands og fjalla B.A.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 465 orð
| 1 mynd
Björn Erlendsson rekur Kaffi Austurstræti við samnefnda götu í miðbæ Reykjavíkur. Hann er matreiðslumaður að mennt og keypti veitingastaðinn Kaffi Austurstræti fyrir níu árum.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 1600 orð
| 3 myndir
Hvernig þróast hugmynd? Þetta viðfangsefni var nýlega til umfjöllunar í The New York Times Magazine , tímariti sem sérstaklega var helgað hönnun.
Meira
Ólafur: "Ég hef orðið var við að fólk sem er að kynnast mömmu í fyrsta skipti heldur að hún sé dálítið lokuð og jafnvel pínulítið köld. En hún er hvorugt.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 582 orð
| 1 mynd
Góður, vel framreiddur kokkteill, sem ekki er síður veisla fyrir auga en bragðlauka, er tilvalin byrjun á góðri kvöldskemmtan og er aukinn metnaður við kokkteilagerð á sumum veitingahúsum borgarinnar því kærkomin tilbreyting frá því sem áður var.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 2075 orð
| 2 myndir
Úrræði fyrir heimilislaust fólk eru sífellt í endurskoðun en lögum samkvæmt eiga allir rétt á húsaskjóli. Lögreglan hýsir þá sem hvergi fá inni annars staðar, en vill komast hjá því að heimilislaust fólk gisti í fangageymslum næturlangt.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 310 orð
| 9 myndir
Í ört vaxandi umferð og þjóðfélagi þar sem mikil vitundarvakning hefur orðið um áhrif bíla á umhverfið hefur þörfin fyrir smábíla líklegast aldrei verið meiri. Smábílar menga minna en stærri bílar og þurfa minni efnivið til framleiðslu.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 718 orð
| 7 myndir
Sko. Að vera táningur í Reykjavík er ekki alltaf jafn skemmtilegt. Til dæmis ekki um páska. Hvað á maður eiginlega að gera við allt þetta frí. Ég og vinkona mín tókum að okkur að gera eitthvað skemmtilegt til frásagnar yfir páskahelgina.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 1309 orð
| 1 mynd
Skemmtileg mynd á froðunni setur punktinn yfir i-ið þegar bera á gestum ilmandi kaffibolla. Slík mynstur eru þekkt á kaffihúsum og ómissandi í kaffiþjónakeppnum en kannski sjaldgæfari á venjulegum heimilum.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 320 orð
| 18 myndir
S umardagurinn fyrsti hefur í margar aldir verið sérstakur hátíðisdagur þjóðarinnar og gekk næst jólum og páskum hér á árum áður. Daginn ber ávallt upp á fimmtudegi á milli 19. og 25. apríl og er einn af 11 löggildum fánadögum íslenska lýðveldisins.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 223 orð
| 1 mynd
Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona er fædd 18. júní 1954. Hún er dóttir Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu, og Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns og er yngst fjögurra barna þeirra.
Meira
18. apríl 2004
| Tímarit Morgunblaðsins
| 7 orð
| 1 mynd
Hann hefur verið útigangsmaður meira og minna í tíu ár, allt frá árinu 1994 þegar hann og konan hans skildu og hann lagðist inn á geðdeild. Þá var hann nýlega farinn að finna fyrir geðsveiflum og greindist síðar með geðhvarfasýki.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.