Greinar mánudaginn 19. apríl 2004

Forsíða

19. apríl 2004 | Forsíða | 100 orð

Endurvirkja brúnu fituna

BREZKIR vísindamenn vonast til að rannsóknir á því hvernig nýfædd lömb tempra líkamshita sinn kunni að leiða til þróunar nýrra aðferða sem hjálpi mönnum í baráttunni við aukakílóin. Meira
19. apríl 2004 | Forsíða | 225 orð

Fljúga milli Tel Aviv og New York fyrir Israir

LOFTLEIÐIR Icelandic standa nú m.a. í viðræðum við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á þotu til farþegaflugs milli Tel Aviv og New York. Meira
19. apríl 2004 | Forsíða | 76 orð | 1 mynd

Herskáir Palestínumenn hóta "eldgosi hefnda"

Palestínumenn sem þátt tóku í útför Hamas-leiðtogans Abdel Aziz Rantisis í Gazaborg í gær henda hér blómum að líkkistu hans er hún var borin eftir götum borgarinnar. Meira
19. apríl 2004 | Forsíða | 165 orð | 1 mynd

"Fólskuleg árás" á gæzluliðsmenn SÞ

TALSMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að það hefði verið fólskuleg árás á liðsmenn gæzluliðs SÞ í Kosovo sem kom af stað skotbardaga þar á laugardag sem endaði með því að tveir bandarískir lögregluþjónar og einn lögreglumaður frá Jórdaníu lágu í... Meira
19. apríl 2004 | Forsíða | 260 orð

Spænskir hermenn kallaðir heim frá Írak

JOSÉ Luis Rodriguez Zapatero, nýr forsætisráðherra Spánar, lét í gær það verða eitt fyrsta embættisverk sitt að fyrirskipa spænska herliðinu sem tekið hefur þátt í hernámi Íraks að búa sig til heimferðar eins fljótt og auðið verður. Meira

Baksíða

19. apríl 2004 | Baksíða | 100 orð

Baldvin Þorsteinsson á heimleið

BALDVIN Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip Samherja sem strandaði í Skálafjöru á Meðallandssandi í mars síðastliðnum, lagði af stað úr viðgerð í Noregi um helgina og er væntanlegt til Akureyrar á miðnætti í kvöld. Meira
19. apríl 2004 | Baksíða | 142 orð | 1 mynd

Boða þráðlaust samband á tugum staða

SÍMAFYRIRTÆKIN bjóða nú þráðlaust netsamband fyrir fartölvunotendur á tuttugu stöðum á höfuðborgarsvæðinu, einkum á veitinga- og kaffihúsum. Boðað er að stöðunum fjölgi mjög á næstunni. Meira
19. apríl 2004 | Baksíða | 400 orð | 1 mynd

Fengu matareitrun af túnfiski

STAÐFEST hefur verið í skýrslu frá Matvælaeftirlitinu að fjórir menn sem veiktust eftir að hafa borðað samloku með túnfiski á veitingastað í Reykjavík fengu histamíneitrun af fiskinum. Ekki er vitað til að hún hafi komið upp hér á landi áður. Meira
19. apríl 2004 | Baksíða | 262 orð

Hugsaði bara um fjölskylduna

"MAÐUR var skíthræddur þarna á tímabili, mér var orðið svo kalt," segir Sigfús Unnarsson, skipverji á Snorra Sturlusyni VE, eftir að hann og tveir félagar hans lentu í sjónum við Vestmannaeyjar í gær. Meira
19. apríl 2004 | Baksíða | 62 orð

Samvinnufélög endurvakin

HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, veltir því fyrir sér í grein sinni í Morgunblaðinu hvort ekki eigi að endurvekja samvinnufélögin. "Ég trúi því að almenningur vilji sjá hér a.m.k. Meira
19. apríl 2004 | Baksíða | 436 orð | 1 mynd

Þremur mönnum bjargað úr sjónum við Eyjar

ÞRÍR menn fóru í sjóinn rétt utan við innsiglinguna í Vestmannaeyjum um kl. 17 í gær þegar gúmmíbát sem verið var að hífa frá borði á Snorra Sturlusyni VE hvolfdi. Meira

Fréttir

19. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Abramovítsj ríkastur

RÚSSINN Roman Abramovítsj, sem búsettur er í Bretlandi, er nú talinn vera ríkasti maður á Bretlandseyjum en eignir hans eru metnar á 7,5 milljarða punda, um 990 milljarða króna. Abramóvítsj, sem er 37 ára, er talinn vera 6. ríkasti maður í Evrópu og 22. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 682 orð | 1 mynd

Ástæða til endurskoðunar?

María Sigrún Hilmarsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1979. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1999 og BA-gráðu í hagfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún hefur m.a. unnið hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Flugfélagi Íslands og Samtökum atvinnulífsins með náminu. Nú starfar María hjá Verslunarráði Íslands jafnframt því að gegna stöðu framkvæmdastjóra Landssambands sjálfstæðiskvenna. María er ógift og barnlaus. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð

Bechtel auglýsir yfirmannsstöður

BANDARÍSKA verktakafyrirtækið Bechtel hefur auglýst lausar til umsóknar þrjár yfirmannsstöður, sem ráða á í meðan fyrirtækið reisir álver Fjarðaáls (Alcoa) í Reyðarfirði, fram til ársins 2007. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð

Daniel hafnað en Díómedes ekki

MANNANAFNANEFND kom nýlega saman og kvað upp tíu úrskurði um ný nöfn og aðlögun þeirra að íslenskri tungu. Samkvæmt úrskurðunum féllst nefndin á eiginnöfnin Díómedes, Himinbjörg, Tindar og Vígmar en hafnaði beiðnum um Mizt og Daniel. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Dýrmætur Porsche keyptur til Íslands

UM 60 milljóna króna sportbíll af gerðinni Porsche Carrera GT kom til landsins í gær með fraktvél Bláfugls. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Eyðibýli brann til ösku

ELDUR kviknaði í eyðibýlinu Tungu í Hólmavíkurhreppi í Ísafjarðardjúpi seinnipart dags á laugardag, og brann húsið til kaldra kola. Húsið var notað sem sumardvalarstaður og bjuggu hjón í húsinu, en þau voru ekki inni. Meira
19. apríl 2004 | Miðopna | 831 orð | 1 mynd

Fákeppni mun buga okkur

Framkvæmdastjóri Big Food Group-matvörukeðjunnar í Bretlandi lét hafa eftir sér að hann hefði áhyggjur af því að Tesco-keðjan væri orðin of stór á breskum markaði. Meira
19. apríl 2004 | Vesturland | 218 orð | 2 myndir

Fengu styrk úr Húsverndunarsjóði

Akranes | Alls bárust ellefu umsóknir um styrk úr Húsverndunarsjóði Akraneskaupstaðar en umsóknirnar voru lagðar fram á fundi byggingarnefndar Akraness hinn 6. apríl sl. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fyrirlestur Sagnfræðingafélagsins verður á morgun, þriðjudaginn...

Fyrirlestur Sagnfræðingafélagsins verður á morgun, þriðjudaginn 20. apríl kl. 12.05-13, í Norræna húsinu. Halldór Bjarnason sagnfræðingur heldur lokaerindið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er (um)heimur? Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð

Fyrsta skrefið í tölvuvæðingu tannlækna

"ÞAÐ var mikill léttir fyrir mig að finna hvað það var raunverulega auðvelt að bora með tækinu í manneskju. Meira
19. apríl 2004 | Vesturland | 211 orð | 2 myndir

Hafin verði skipuleg söfnun veiðiminja

Skorradalur | Ársfundur Veiðimálastofnunar var haldinn á Hvanneyri nýlega. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Hagþjónusta landbúnaðarins fari í Landbúnaðarháskólann

LANDSSAMBAND kúabænda fagnar í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi þess um helgina að stokka eigi upp fagþjónustu landbúnaðarins með stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands. Meira
19. apríl 2004 | Vesturland | 150 orð | 1 mynd

Heilluðust af Snæfellsnesi

Hellnar | Þrátt fyrir rysjótta tíð og kulda eru alltaf einhverjir ferðamenn á ferð um Snæfellsnes að vetrarlagi. Flestir eru kappklæddir og dúðaðir til að verjast kulda og trekki. Meira
19. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 154 orð

Hjólreiðamaður hefnir sín

ASHLEY Carpenter, 37 ára gamall atvinnulaus Breti, var á föstudag dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir að hafa sprengt um 2.000 bíldekk. Hann mun hafa viljað hefna sín á ökumönnum sem hann telur oft sýna sér tillitsleysi. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Hraðbraut flytur í Faxafenið

MENNTASKÓLINN Hraðbraut er fluttur í nýtt húsnæði í Faxafeni, en skólinn hefur hingað til verið starfræktur í Hafnarfirði. Opið hús var í skólanum á laugardag þar sem foreldrar og tilvonandi nemendur gátu kynnt sér skólann. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 228 orð

Húseigendur og iðnaðarmenn bregðist rétt við

EINAR B. Jónsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST, segir að jafnt eigendur fasteigna á Suðurlandi sem iðnaðarmenn eigi að taka tillit til fregna um væntanlega fleiri stóra jarðskjálfta á næstu árum og bregðast við á réttan hátt. Meira
19. apríl 2004 | Miðopna | 470 orð

Karlmenn segja NEI við nauðgunum

Það rann á hann æði. Hann hótaði mér að sprauta mig og skipaði mér að hætta að öskra. Aðalatriðið var að kúga mig. Hann skipaði mér að sjúga. Þetta var viðbjóðslegt. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð | 2 myndir

Kvika að safnast fyrir undir Mýrdalsjökli

LEIÐNI í ánni Múlakvísl, sem rennur úr Mýrdalsjökli vestast á Mýrdalssandi, mældist mest 365 míkrósímens á metra við mælingar í gær. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 219 orð

Kynna heilsumatseðil hjá McDonalds innan tíðar

JÓN Garðar Ögmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pizza Hut og Hard Rock Café, hefur gert kauptilboð í Lyst ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi. Jón Garðar kveðst vilja kaupa öll hlutabréfin í Lyst ehf. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Leiðin að heiman liggur heim

GUÐBERGUR Bergsson rithöfundur vitnaði í eigin sögu í ávarpi eftir að hann hafði verið útnefndur heiðursborgari Grindavíkur, með því að segja að leiðin að heiman lægi heim. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð

LEIÐRÉTT

Ekki aðili að undirskrifta- söfnun með frumvarpi Þau leiðu mistök urðu við vinnslu á frétt, sem birtist á síðu 50 í Morgunblaðinu í gær, að Bjarni Ólafsson var sagður standa fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings frumvarpi um innflytjendamál á www. Meira
19. apríl 2004 | Miðopna | 780 orð | 1 mynd

Leysa léttlestir vandann?

Menn eru núna að horfast í augu við það að óheftur vöxtur einkabílaumferðar gengur ekki til lengdar," sagði þáverandi formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, Árni Þór Sigurðsson, í tengslum við samgönguviku sem efnt var til á síðasta ári. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 436 orð | 2 myndir

Línurnar lagðar fyrir næstu ár

UM 450 skátar frá öllum löndum Evrópu sitja nú Evrópuþing skáta í Laugardalshöll í Reykjavík en þinginu lýkur á miðvikudag. Þetta er í annað skipti sem þingið er haldið hér á landi, síðast var það haldið hér árið 1974. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 267 orð

Matvæli beri eitt skattþrep og vörugjöld verði afnumin

FIMM samtök sem framleiða, flytja inn, dreifa og selja matvæli birtu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að taka virðisaukaskatt af matvælum í einu þrepi og leggja niður vörugjöld af þeim. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð

Námskeið um lífræna ræktun matjurta

SAMTÖK sem kallast Slow Food, og hafa m.a. á stefnuskrá sinni lífræna ræktun matjurta gangast í dag fyrir námskeiði um lífræna ræktun mat- og kryddjurta. Verður farið þar yfir grunnatriði í ræktun þeirra innanhúss sem utan. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Nuddarar breyta nafni félags síns

Á AÐALFUNDI Félags íslenskra nuddara, sem haldinn var í mars á þessu ári, var ákveðið að breyta nafni félagsins í Félag íslenskra heilsunuddara. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Nýr flugstjóri LHG

SIGURÐUR Ásgeirsson, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, flaug sitt fyrsta flug sem flugstjóri nú fyrir helgina og slóst Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri með í för. Meira
19. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Óttazt er að átökin verði enn hatrammari

HAMAS-samtök herskárra Palestínumanna hótuðu í gær grimmilegum hefndum gegn Ísraelum, en um 200.000 Palestínumenn troðfylltu götur Gazaborgar meðan á útför Abdel Aziz Rantisis, leiðtoga Hamas á Gazasvæðinu, stóð. Meira
19. apríl 2004 | Erlendar fréttir | 277 orð | 2 myndir

Óvæntur sigur Gasparovic

IVAN Gasparovic náði um helgina kjöri til forseta Slóvakíu. Í síðari umferð forsetakosninga, sem fram fór í landinu á laugardag, bar Gasparovic sigurorð af hinum umdeilda fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Vladimir Meciar. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð

"Jafnast ekkert á við rauðvín"

BRAGÐIÐ af jökulvatninu er svolítið sérstakt. Eftir því sem leiðnin hefur hækkað hef ég verið að bera þetta saman. Þegar leiðnin er þetta mikil finnur maður hverabragð af vatninu. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 876 orð | 2 myndir

"Lítið skref fyrir mann..."

Stór stund var í sögu Globodent þegar borað var í fyrsta skipti í tönn á manni með bor sem stýrt er utan munns. Skapti Hallgrímsson fylgdist með. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 325 orð | 2 myndir

Skilyrði til áframhaldandi vaxtar

MJÖG góð þátttaka var í hátíðahöldunum vegna þrjátíu ára kaupstaðarafmælis Grindavíkur um helgina. "Þetta tókst mjög vel að mínu mati. Dagskráin var vel sótt og ég er ánægður," sagði Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar, í samtali í gær. Meira
19. apríl 2004 | Vesturland | 431 orð | 1 mynd

Stórhuga bændur

Hellnar | Hjónin Guðný Jakobsdóttir og Guðjón Jóhannesson, bændur á Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík, hafa í vetur unnið að því að stækka og breyta fjósinu hjá sér. Framkvæmdir hófust 1. september sl. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Sýndu snarræði við frækilega björgun

BJÖRGUNARMENNIRNIR úr Grindavík sem forseti Íslands sæmdi afreksmerki hins íslenska lýðveldis sögðust ekki hafa átt von á að fá slíka viðurkenningu. Þeir hefðu hingað til ekki hugsað um þetta sem sérstakt afrek. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 152 orð

Tillaga um olíugjald spor í rétta átt

STJÓRN Landverndar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tillögu fjármálaráðherra um breytingar á gjaldtöku á gas- og dísilolíu er fagnað. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð

Tillögur heilbrigðisráðuneytis vanhugsaðar

LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG Íslands (LFÍ) fagnar tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að lyfseðlar við sárasjúkdómi og geðdeyfð takmarkist ekki lengur við 30 daga. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð

Unglingastarf að íslenskri fyrirmynd

FULLTRÚAR leitar- og björgunarsveitar á Norður-Englandi eru nýkomnir heim úr kynningarferð hingað til lands, samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 221 orð

Vesturlandsvegur líklega boðinn út í maí

ÚTBOÐ vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ verður að líkindum haldið í maí, segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Meira
19. apríl 2004 | Innlendar fréttir | 342 orð

Þingvallanefnd með málamiðlun um Gjábakkaveg

ÞINGVALLANEFND kom saman til fundar á laugardag til að ræða stefnumótun til næstu 20 ára fyrir þjóðgarðinn. Nefndin ræddi einnig um legu nýs Gjábakkavegar milli Laugarvatns og Þingvalla. Meira

Ritstjórnargreinar

19. apríl 2004 | Leiðarar | 245 orð

Aftökur Ísraelsmanna

Opinberar aftökur Ísraelsmanna á forystumönnum svonefndra Hamas-samtaka þjóna engum tilgangi. Meira
19. apríl 2004 | Staksteinar | 391 orð

- Fröken eða frú?

Hulda Þórisdóttir skrifar á tikin.is: "Þegar sá gállinn er á mér finnst mér stuð að setja upp hin alræmdu "kynjagleraugu" og líta í kringum mig. Meira
19. apríl 2004 | Leiðarar | 296 orð

Heimilislaust fólk

Það er óþolandi blettur á íslenzku velferðarþjóðfélagi að um 100 einstaklingar séu heimilislausir og sofi úti við eða í yfirgefnum húsum eða gömlum hreysum eins og Steingerður Ólafsdóttir blaðamaður gerði rækilega grein fyrir í Tímariti Morgunblaðsins í... Meira
19. apríl 2004 | Leiðarar | 163 orð

Sögulegur samningur

Það er vissulega rétt, sem forráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja hafa sagt, að samningur þeirra við Norðurál er sögulegur. Þessar tvær orkuveitur hafa tekið höndum saman um að tryggja raforku til stækkunar Norðuráls. Meira

Menning

19. apríl 2004 | Menningarlíf | 318 orð

18. aldar fræði

Út er komin bókin Norden och Europa 1700-1830. Synvinklar på ömsesidigt kulturellt inflytande. Ritstjóri er Svavar Sigmundsson. Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd

Bjargvættur á 11 kvikmyndahátíðum

Stuttmyndin "Bjargvættur" í leikstjórn Erlu Skúladóttur gerir víðreist í heimi kvikmyndahátíða. Myndin hefur þegar unnið til einna áhorfendaverðlauna sem besta erlenda stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni Austin Film Festival í Texas. Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Dimitri Ashkenazy einleikari á klarinett

Lúðrasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Borgarleikhúsinu annað kvöld, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30. Einleikari með lúðrasveitinni er rússneski klarinettuleikarinn Dimitri Þór Ashkenazy sem staddur er hér á landi og fékkst til að leika með sveitinni. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 398 orð | 1 mynd

Elsti þáttur Sjónvarpsins kveður

MERKILEGUM hluta sögu sjónvarps á Íslandi lýkur í kvöld þegar síðasti þátturinn úr röðinni "Nýjasta tækni og vísindi" verður sendur út. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 480 orð | 4 myndir

Erlendar plötur

JOSS STONE / The Soul Sessions Auðvitað er eitthvað bogið við augljósan tilgang með þessari plötu því hann er náttúrlega í aðra röndina sýndarmennska, að segja ligga - ligga - lái - sjáiði hvað við erum búnir að uppgötva mikið undrabarn - sextán ára... Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 151 orð | 2 myndir

Fjölmennt á ritþingi um Arnald

Efnt var til ritþings um bækur Arnaldar Indriðasonar í Gerðubergi á laugardag og var hvert sæti skipað og ríflega það, því sumir urðu að standa ef þeir vildu ekki verða af umræðunum. Meira
19. apríl 2004 | Bókmenntir | 275 orð | 1 mynd

Frá Ekvador til norðurheimskautsins

eftir Ara Trausta Guðmundsson. 88 bls. Vaka-Helgafell 2004 Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 176 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um dönskukunnáttu

"Ég hefði átt að leggja harðar að mér við dönskunámið" er yfirskrift fyrirlestrar dr. Auðar Hauksdóttur sem hún flytur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum á morgun, þriðjudaginn 20. apríl, kl. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Hið unga ofurmenni

STÖÐ 2 sýnir í kvöld ellefta þáttinn í þáttaröðinni um hinn unga Clark Kent, Smallville. Það þarf sterk bein og gott uppeldi til að láta ofurkrafta sína ekki leiða sig út á brautir glæpa og siðleysis. Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 77 orð

Hjallakirkja í Kópavogi.

Hjallakirkja í Kópavogi. Tónleikar þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30. Flutt verður Messe Solennelle í A dúr Ópus 12 fyrir kór, einsöngvara, orgel, hörpu og selló eftir César Franck. Í þessari messu er m.a. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 507 orð | 1 mynd

Í blóði og í anda

Tónleikar með bandarísku innyflarokksveitinni Exhumed. Changer og Forgarður helvítis hituðu upp. Fimmtudagskvöldið 15. apríl 2004. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd

Leikur frumsamið í bland við tökulög

ÍVAR Guðmundsson trompetleikari heldur í kvöld burtfararprófstónleika sína frá djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Ívar hóf tónlistarnám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1989 er hann var sex ára. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Leikur með líkur

Kanada 2003. Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. (104 mín.) Leikstjórn Richard Kwietniowski Aðalhlutverk Phillip Seymour Hoffman, Minnie Driver, John Hurt. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

Ófreskur flóttamaður ferðast með sirkus

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld þátt úr röðinni Karníval (Carnivalé), en þessir þættir hafa vakið mikla athygli fyrir dularfulla og skrýtna nálgun að manninum. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 493 orð | 2 myndir

Óskynsamleg og stjórnlaus

FRANSKA kvikmyndastjarnan Catherine Deneuve hefur gefið út bók um ævi sína en bókin, sem heitir "Í eigin skugga," byggist á dagbókum sem hún skrifaði á meðan á gerð nokkurra kvikmynda hennar stóð. Deneuve birtir m.a. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 140 orð | 3 myndir

Skyggnst í undirheimana

GLÆPAVERK, sýning á glæpasafni Arnaldar Indriðasonar var opnuð í Gerðubergi á laugardag og gat þar að líta marga forvitnilega sjón. Vettvangur ýmissa glæpa var þar endurskapaður auk þess sem ýmis glæpatól og -tæki voru til sýnis. Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 61 orð | 3 myndir

Smásagnakvöld á Jóni forseta

Skáldaspírukvöld á Jóni forseta annað kvöld, þriðjudaginn 20. apríl, er helgað smásögum í tilefni af viku bókarinnar og útkomu smásagnasafnsins 23. apríl. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Svikráðum á svikráð ofan

SENN fer að draga til tíðinda í Survivor-þáttunum, en samkvæmt síðustu talningu eru einungis átta eftir í tjaldbúðunum. Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 195 orð | 3 myndir

Tónlist, myndlist og sagnfræði

Reykhólahreppur stendur fyrir fjölbreyttri menningardagskrá á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu á sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Dagskráin hefst með opnun myndlistarsýningar kl. Meira
19. apríl 2004 | Fólk í fréttum | 237 orð | 1 mynd

Valentino heillar á ný

EINTAK af þögulli kvikmynd frá árinu 1922 með Rudolph Valentino og Gloriu Swanson í aðalhlutverkum, fannst í Hollandi á dögunum. Þar er um að ræða eina eintakið sem vitað er um af myndinni, sem nefnist Beyond the Rocks. Meira
19. apríl 2004 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

Vínarkvöld í hádeginu

VÍNARKVÖLD í hádeginu er yfirskrift síðustu hádegistónleika Óperunnar á vormisseri, sem haldnir verða kl. 12.15 á morgun, þriðjudag. Meira

Umræðan

19. apríl 2004 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd

Áfengisveitingar í íþróttahúsum?

Til þessa hefur það ekki þótt til siðs hér á landi að veita áfengi í tengslum við grunnskólastarfsemi eða íþróttaiðkun ungmenna. Meira
19. apríl 2004 | Aðsent efni | 820 orð | 2 myndir

Bréf til menntamálaráðherra

Lánakerfi LÍN er þannig sniðið að ekki er hægt að fá greitt út lán nema ákveðnar kröfur um námsárangur séu uppfylltar. Meira
19. apríl 2004 | Bréf til blaðsins | 345 orð | 1 mynd

Fékk ekki vinninginn - svar ÖLGERÐIN...

Fékk ekki vinninginn - svar ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson vill koma á framfæri leiðréttingu vegna fyrirspurnar "neytanda" í Morgunblaðinu 16. apríl sl. Meira
19. apríl 2004 | Bréf til blaðsins | 171 orð

Færsla Hringbrautar og Morgunblaðið

Í RITSTJÓRNARGREIN 14. apríl er fjallað um færslu Hringbrautar og skipulagsmál almennt og hvernig nauðsynlegt er að taka tillit til óska almennings í þeim málaflokki. Ritstjóri fjallar ekkert um ástæðu þess að verið er að flytja Hringbraut. Meira
19. apríl 2004 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Hraðbraut á Kópasker

Það vantar ekki mikið upp á að koma Kópaskeri í viðunandi vegasamband. Meira
19. apríl 2004 | Aðsent efni | 577 orð | 1 mynd

Jafnaðarmenn á móti skólagjöldum

Löggjafi og ríkisvald verða að tryggja Háskóla Íslands nægilegt fjármagn. Meira
19. apríl 2004 | Bréf til blaðsins | 650 orð | 1 mynd

Vetrarfrí í grunnskólum - slæmt fyrirkomulag

EINAR Sveinbjörnsson skrifar um vetrarfrí í Mbl. 8. mars sl. og hallast ég helst að því að hann hafi verið einn af þeim sem hlupu á sig og sömdu um vetrarfrí við kennara án þess að hafa lagt það fyrir foreldra hvort þeir vildu það. Meira

Minningargreinar

19. apríl 2004 | Minningargreinar | 759 orð | 1 mynd

ANTON EINARSSON

Anton Einarsson fæddist í Reykjavík 8. desember 1928. Hann lést á heimili sínu 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar Antons voru Einar Ásgeir Guðbjartsson, f. 15.9. 1901, d. 15.10. 1985, og Skúlína Theódóra Haraldsdóttir, f. 5.8. 1900, d. 30.1. 1988. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2004 | Minningargreinar | 1338 orð | 1 mynd

ELÍSABET HALLGRÍMSDÓTTIR

Elísabet Hallgrímsdóttir fæddist á Felli í Mýrdal hinn 4. apríl 1905. Hún lést á Ljósheimum á Selfossi hinn 30. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kotstrandarkirkju 10. apríl. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2004 | Minningargreinar | 5148 orð | 1 mynd

GRÓA AXELSDÓTTIR

Gróa Axelsdóttir fæddist í Sandgerði 21. október 1924. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn langa 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar Gróu voru Axel Jónsson kaupmaður í Sandgerði, f. 29. 7. 1893 á Akranesi, d. 12.7. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2004 | Minningargreinar | 2247 orð | 1 mynd

HERMÍNA STEFÁNSDÓTTIR

Hermína Stefánsdóttir fæddist 5. mars 1934. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 9. apríl síðastliðinn. Hún var níunda í röð tíu barna hjónanna Benediktu Ásgerðar Sigvaldadóttur, f. 25. júní 1897, d. 25. desember 1976, og Stefáns Guðjónssonar, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2004 | Minningargreinar | 1499 orð | 1 mynd

JÓNA KRISTÍN ÁMUNDADÓTTIR

Jóna Kristín Ámundadóttir fæddist í Bolungavík 16. maí 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ámundi Halldórsson og Kristbjörg Jónsdóttir. Systkini hennar: Ámundi Halldórs, 1916-1970. Jórunn Helga, f. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2004 | Minningargreinar | 613 orð | 1 mynd

MAGDALENA S. GISSURARDÓTTIR

Magdalena Svanhildur Gissurardóttir fæddist í Reykjavík 7. desember 1952. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gissur Karl Guðmundsson, f. 21.7. 1931, d. 4.3. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2004 | Minningargreinar | 1782 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR

Sigríður Margrét Vilhjálmsdóttir fæddist í Norðfirði 25. maí 1910. Hún lést í Seljahlíð 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Benediktsson, f. 19.2. 1877, d. 26.3. 1960, og Helga Jónsdóttir. f. 17.1. 1882, d. 25.4. 1952. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2004 | Minningargreinar | 1461 orð | 1 mynd

SVAVAR KRISTINSSON

Svavar Kristinsson fæddist á Siglufirði 28. mars 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Björnsson, gull- og silfursmiður, f. 19. apríl 1879, d. 6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 19 orð

Í dag

Hádegisverðarfundur Dansk-íslenzka verzlunarráðsins , í Skála, Hótel Sögu kl. 12. Flemming Skov Jensen, forstjóri Lønmodtagernes Dyrtidsfond, heldur erindi um fjárfestingarstefnu... Meira
19. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Karen Millen á markað ef Baugur kaupir ekki

BREZKA tízkuvöruverzlanakeðjan Karen Millen verður væntanlega sett á markað, kaupi Baugur ekki stóran hlut í fyrirtækinu, að sögn The Daily Telegraph . Meira
19. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Skráð atvinnuleysi eykst aftur vestra

Atvinnuleysisskráningum í Bandaríkjunum fjölgaði í síðustu viku aftur, eftir að hafa nýlega náð sínu lægsta gildi í fjögur ár, að sögn AP- fréttastofunnar. Þessi aukning er hin mesta síðan síðla árs 2002. Skammt er síðan þær fréttir bárust að 308. Meira
19. apríl 2004 | Viðskiptafréttir | 751 orð | 2 myndir

Þráðlaust samband á 20 stöðum í borginni

SÍMAFYRIRTÆKIN keppast við þessa dagana að koma upp þráðlausum nettengingum á almenningsstöðum, einkum á veitinga- og kaffihúsum. Þannig tilkynnti Síminn nýlega um fimm staði, þar sem hægt er að sitja með fartölvuna sína og vera í þráðlausu sambandi. Meira

Daglegt líf

19. apríl 2004 | Daglegt líf | 408 orð | 1 mynd

Hvað eru klínískar rannsóknir?

Spurning: Í fréttum og blaðagreinum er stundum talað um klínískar rannsóknir, t.d. í sambandi við lyf eða aðra meðferð. Stundum er sagt að það vanti klínískar rannsóknir eða kannski vanti betri klínískar rannsóknir. Meira
19. apríl 2004 | Daglegt líf | 120 orð | 1 mynd

Ígrætt augnskart

Í Hollandi eru nú gerðar augnskurðaðgerðir í fegrunarskyni með því að koma fyrir 3,5 mm glitsteini í hvítunni við hlið augasteinsins. Steinarnir eru úr platínu, eru hjarta- og stjörnulaga og glitra þegar ljós skín á þá. Meira
19. apríl 2004 | Daglegt líf | 633 orð | 3 myndir

Léttur djass með kaffinu

Á laugardaginn var lauk þriggja daga æsispennandi keppni um Íslandsmeistaratitil kaffibarþjóna 2004, þar sem hellt var upp á nokkur hundruð bolla fyrir sérvalda dómnefnd. Meira
19. apríl 2004 | Daglegt líf | 140 orð | 1 mynd

Sumarbörn telja sig lánsamari

Fólk sem fætt er að sumri heldur að það sé lánsamara en fólk sem fætt er í kaldari mánuðum. Þetta eru niðurstöður breskrar könnunar sem 40 þúsund manns tóku þátt í á Netinu undir stjórn Richard Wiseman prófessors og greint er frá á vefútgáfu Aftenposten... Meira

Fastir þættir

19. apríl 2004 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, mánudaginn 19. apríl, er sextug Finney Aníta Finnbogadóttir, Gnitaheiði 8a, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Ólafur Ágúst Theódórsson. Þau eru stödd... Meira
19. apríl 2004 | Dagbók | 276 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Bjarni Karlsson fjallar um 11. sporið. Meira
19. apríl 2004 | Fastir þættir | 181 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Suður spilar fjóra spaða og stendur frammi fyrir hittingi í öðrum slag. Settu þig í hans spor: Austur gefur; AV á hættu. Meira
19. apríl 2004 | Dagbók | 58 orð

FERÐBÚINN

Ég kom í þetta hús á horfnum morgni, það hrynur senn. Ég tók mér sjálfur sæti út í horni, og sit þar enn. Hver amast við þó erindi ég fresti, það ei var brýnt? Og ef ég bar með eitthvert veganesti, þá er það týnt. Meira
19. apríl 2004 | Fastir þættir | 126 orð

Haldið upp á 50 ára afmæli Grana

SKEIFUDAGURINN verður haldinn hátíðlegur á Hvanneyri sumardaginn fyrsta að venju en meira verður umleikis nú en oft áður þar sem fagnað verður fimmtíu ára afmæli hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri, sem er félagsskapur nemenda sem stunda nám við... Meira
19. apríl 2004 | Dagbók | 40 orð | 1 mynd

Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju

Kyrrðarstundir verða í Grafarvogskirkju út maí alla miðvikudaga í hádeginu kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga. Séra Vigfús Þór Árnason, séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Bjarni Þór Bjarnason og séra Lena Rós Matthíasdóttir. Meira
19. apríl 2004 | Dagbók | 482 orð

(Rm. 15, 3.)

Í dag er mánudagur 19. apríl, 110. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: "Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér." Meira
19. apríl 2004 | Fastir þættir | 207 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 a6 7. g5 Rfd7 8. Be3 b5 9. a3 Rb6 10. Dg4 R8d7 11. f4 Bb7 12. 0-0-0 Hc8 13. g6 hxg6 Staðan kom upp á meistaramóti Pétursborgar sem lauk fyrir skömmu. Sergey Solovjov (2. Meira
19. apríl 2004 | Fastir þættir | 689 orð | 3 myndir

Sviptingar í flestum flokkum

Kvennatölt Gusts, sem að venju var haldið í reiðhöll Gusts í Kópavogi, er orðið einn af vinsælu viðburðum vorsins á sviði hestamennskunnar. Alls voru níutíu konur skráðar til leiks að þessu sinni en keppt var í fjórum flokkum og B-úrslitum í öllum flokkum. Meira
19. apríl 2004 | Fastir þættir | 362 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er mikill áhugamaður um ökutæki og umferðarmenningu. Hann taldi sig því hafa ástæðu til að kætast er fréttist um daginn að stjórnvöld hefðu loksins tekið sér tak og boðað afnám hins úrelta þungaskattskerfis fyrir dísilknúna bíla. Meira
19. apríl 2004 | Fastir þættir | 131 orð

Vonarglæta um sæðingar

VONIR um að fersksæðingar verði stundaðar í Gunnarsholti í vor og fram á sumar hafa glæðst en forráðamenn Sæðingastöðvarinnar í Gunnarsholti hafa sent Orrafélaginu nýtt tilboð um verð á fersksæðingum. Meira

Íþróttir

19. apríl 2004 | Íþróttir | 98 orð

Allir Íslendingarnir byrjuðu hjá Lokeren

LOKEREN vann góðan útisigur á Charleroi, 2:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Baggio fær kveðjuleik

GIOVANNI Trapattoni þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu hefur ákveðið að velja Roberto Baggio í landsliðshópinn sem mætir Spánverjum þann 28. apríl n.k. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 271 orð

Bjarni velur úr tilboðum

BJARNI Þór Viðarsson FH-ingur og drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu er eftirsóttur af erlendum félögum. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 68 orð

Celtic meistari í 39. sinn

GLASGOW Celtic varð í gær skoskur meistari í knattspyrnu í 39. sinn og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum þegar liðið bar sigurorð af Kilmarnock, 1:0. Stilian Petrov skoraði eina mark leiksins eftir góðan undirbúnings Svíans Henriks Larssons. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 531 orð | 1 mynd

* CHRISTIAN Vieri framherji ítalska knattspyrnuliðsins...

* CHRISTIAN Vieri framherji ítalska knattspyrnuliðsins Inter frá Mílanó neitaði að leika með liðinu gegn Bologna um helgina þar sem Alberto Zaccheroni þjálfari liðsins ætlaði honum það hlutverk að vera á varamannabekk liðsins. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 202 orð

Danskur miðvallarleikmaður til reynslu hjá FH

SIMON Karkov, 27 ára gamall danskur miðvallarleikmaður, mun að öllum líkindum leika með FH-ingum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 865 orð | 1 mynd

Deildabikar karla Efri deild, A-riðill: Þór...

Deildabikar karla Efri deild, A-riðill: Þór - Víkingur R. 0:1 Sölvi Geir Ottesen. Staðan: KA 641115:413 KR 641113:813 Fylkir 640214:1212 Þór 63038:109 Grindavík 630310:139 Víkingur R. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

* EINAR Örn Jónsson skoraði 7...

* EINAR Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Wallau Massenheim og Rúnar Sigtryggsson eitt þegar lið þeirra tapaði óvænt á heimavelli fyrir Guðmundi Hrafnkelssyni og félögum hans í Kronau/Östringen , 33:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

Einvígi Real Madrid og Valencia

ÞAÐ stefnir í einvígi Real Madrid og Valencia um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu í ár en þegar fimm umferðum er ólokið eru liðin jöfn með 70 stig en markatala Valencia er mun hagstæðari. Barcelona er svo í þriðja sæti með 62 stig og á leik til góða á toppliðin tvö en Barcelona hefur verið á miklum spretti upp á síðkastið. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

EVRÓPUMÓTARÖÐIN Opna Sevilla-mótið, par 72: Ricardo...

EVRÓPUMÓTARÖÐIN Opna Sevilla-mótið, par 72: Ricardo Gonzalez, Arg. 274 70-66-69-69 Stephen Gallacher, Bre. 276 70-68-70-68 Jonathan Lomas, Bre. 276 73-68-69-66Robert-Jan Derksen, Hol. 278 70-70-68-70 Louis Oosthuizen, S-Af. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 175 orð

FIFA refsar Kamerún fyrir keppnisbúninga

SEPP Blatter forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins og félagar hans í stjórn FIFA sendu forsvarsmönnum knattspyrnusambands Afríkuliðsins Kamerún afdráttarlaus svör á föstudag er Blatter greindi frá því að Kamerún myndi byrja með 6 stig í mínus í... Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Grand Prix mótaröðin Lokastaða: Meistaraflokkur karla:...

Grand Prix mótaröðin Lokastaða: Meistaraflokkur karla: Guðmundur E. Stephensen, Víkingi Matthías Stephensen, Víkingi Magnús K. Magnússon, Víkingi Sigurður Jónsson, Víkingi. Meistaraflokkur kvenna: Halldóra S. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 457 orð | 1 mynd

Haukar voru skrefi á undan

HAUKAR sigruðu Eyjamenn í tveimur viðurreignum og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins þar sem þeir munu mæta KA. Síðari leikurinn fór fram í Eyjum í gær og sigruðu Haukar nokkuð örugglega, 39:35, eftir að hafa haft undirtökin nánast allan leikinn, voru m.a. þremur mörkum yfir í hálfleik, 20:17. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 139 orð

Héðinn leggur skóna á hilluna

HÉÐINN Gilsson, stórskytta Framara, hefur líklega bundið endahnútinn á feril sinn sem leikmaður í meistaraflokki með oddaleiknum við KA nyrðra á laugardag. "Þetta var síðasti leikurinn minn, það er alveg klárt," sagði Héðinn. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Joe Smith, framherji Milwaukee Bucks, komst...

Joe Smith, framherji Milwaukee Bucks, komst lítt áleiðist gegn Rasheed Wallace og félögum hans í Detroit Pistons í úrslitakeppni NBA sem hófst um helgina. Pistons hafði betur,... Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki...

* JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Wolverhampton sem lagði Middlesbrough , 2:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. * ÁRNI Gautur Arason var á varamannbekk Manchester City sem tapaði 3:1 á heimavelli gegn Southampton . Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

NBA Úrslitakeppni, átta liða úrslit, fyrstu...

NBA Úrslitakeppni, átta liða úrslit, fyrstu leikir. Vesturdeild LA Lakers - Houston 72:71 Spurs - Memphis Grizzlies 98:74 Sacramento - Dallas 116:105 *Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets áttust við aðfaranótt mánudags. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 184 orð

Næsti leikur er úrslitaleikur fyrir okkur

JÓNATAN Magnússon, fyrirliði KA, gaf sér tíma í stutt viðtal áður en hann smalaði sínum mönnum inn í klefa til að fagna. "Það er ekki hægt að tapa hérna þegar áhorfendur styðja okkur svona vel," sagði hann. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 260 orð

Óskar Bjarni var ánægður með varnarleikinn gegn FH

"ÞETTA gerist oft þegar menn fá rautt spjald, þá er eins það kvikni hreinlega í öðrum leikmönnum og það gerðist hjá okkur núna," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sem nú stendur frammi fyrir rimmu við ÍR í undanúrslitum... Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Patrekur með sjö fyrir Bidasoa á heimavelli

PATREKUR Jóhannesson átti góðan leik með Bidasoa sem sigraði Barrakaldo, 26:23, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Patrekur skoraði 7 mörk í leiknum, öll utan af velli, en Heiðmar Felixson komst ekki á blað fyrir liðið. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 452 orð | 1 mynd

"Shaq" bjargaði Lakers

ÖLL liðin sem léku á heimavelli sigruðu andstæðinga sína er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik hófst á laugardag. Liðin þurfa að vinna fjóra leiki til þess að komast í undanúrslit á vestur- og austurströndinni. Mesta spennan um helgina var í leik Los Angeles Lakers og Houston Rockets. Sacramento sýndi mátt sinn gegn Dallas í fjórða leikhluta og hafði betur, 116:105. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 324 orð

"Ætlum að leggja Nürnberg í Eyjum"

ÍSLANDSMEISTARALIÐ ÍBV í handknattleik kvenna tapaði með 16 marka mun, 38:22, á útivelli gegn þýska liðinu Nürnberg á laugardag er liðin áttust við í fyrri leiknum í undanúrslitum áskorendakeppni EHF. Staðan í hálfleik var 19:11 fyrir Nürnberg sem náði sex marka forskoti strax eftir 10 mínútur, 13:6. Liðin eigast við að nýju um næstu helgi í Vestmannaeyjum og segir Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari ÍBV að markmiðið sé að vinna Nürnberg í síðari leiknum. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Rúnar í 24. sæti í fjölþraut á EM í fimleikum

RÚNAR Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, hafnaði í 24. sæti í úrslitum í fjölþraut á Evrópumeistaramótinu sem lauk í Ljubljana í Slóveníu um helgina. Rúnar fékk 50,075 stig í einkunn fyrir æfingar sínar og varð neðstur þeirra sem komust í úrslitin. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 106 orð

Svíar flykkjast á völlinn

UNDANFARIN ár hefur gengið vel hjá sænskum knattspyrnuliðum að fá áhorfendur á leiki sína og í frétt Aftonbladet frá því í gær er engin breyting þar á sé miðað við tvær fyrstu umferðirnar í úrvalsdeildinni. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 684 orð | 1 mynd

Sögulegur sigur hjá Portsmouth

GAMLA brýnið Steve Stone tryggði nýliðum Portsmouth dýrmæt stig er hann skoraði eina markið í viðureign liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester United á Fratton Park á laugardag. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Taekwondo Íslandsmót, laugardaginn 17.

Taekwondo Íslandsmót, laugardaginn 17. apríl 2004, Hagaskóli Reykjavík. Karlar + 80 kg. Björn Þorleifsson, Björk Ragnar Karel Gunnarsson, Ármann Haukur Guðmundsson, Ármann Bjarni Már Óskarsson, Ármann -80 kg. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

* TÁNINGURINN Freddy Adu skoraði fyrsta...

* TÁNINGURINN Freddy Adu skoraði fyrsta mark sitt í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu á laugardag er lið hans DC United tapaði 3:2 gegn MetroStars . Gríðarlegur áhugi var á leiknum og mættu 31 þúsund áhorfendur á Giants leikvöllinn. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 230 orð

Tel möguleikana vera góða

RAGNAR Óskarsson skoraði 4 mörk fyrir franska liðið Dunkerque sem sigraði Skövde frá Svíþjóð, 21:20, á heimavelli í fyrri úrslitaleik liðanna í Áskorendabikarnum í handknattleik. Dunkerque hafði fjögurra marka forskot í hálfleik, 12:8, og staða Frakkana var vænleg þegar skammt var til leiksloka. Dunkerque var 21:16 yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka en Svíarnir áttu góðan endasprett og skoruðu fjögur síðustu mörkin. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 130 orð

Tveir Serbar til Keflavíkur

TVEIR serbneskir knattspyrnumenn komu til móts við úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í Danmörku en nýliðarnir héldu þangað í æfinga- og keppnisferð í gær. Það eru markvörðurinn Sasa Komlenic og varnarmaðurinn Sreten Djurovic. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 823 orð | 2 myndir

Valsmenn sáu rautt og ruku í gang

ANNAÐ árið í röð mætast Valsmenn og ÍR í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla. Þetta varð ljóst eftir að Valur skellti FH, 35:29, í oddaleik á heimavelli á laugardaginn, eftir að hafa verið 16:13 yfir í hálfleik, þar sem lengi fram eftir hálfleiknum blés ekki byrlega fyrir heimaliðið og Hafnfirðingar líklegri til að brjóta Val á bak aftur en hitt. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd

Valur - FH 35:29 Valsheimili: úrslitakeppni...

Valur - FH 35:29 Valsheimili: úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handknattleik, oddaleikur liðanna í 8-liða úrslitum, laugardaginn 17. apríl 2004. Gangur leiksins : 0:1, 1:2, 1:4, 4:7, 7:9, 7:11, 12:11, 12:12, 16:12, 16:13 , 16:14, 18:16, 21:17, 22. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

* VEIGAR Páll Gunnarsson gat ekki...

* VEIGAR Páll Gunnarsson gat ekki leikið með Stabæk vegna meiðsla í baki þegar lið hans sigraði Sogndal , 3:1, í norsku úrvalsdeildinni. * ÓLAFUR Örn Bjarnason lék allan tímann fyrir Brann sem sigraði Molde , 3:0. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 209 orð

Verðum betri á næsta ári

"ÞETTA var örugglega lélegasti leikurinn okkar eftir áramót. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 226 orð

Þannig vörðu þeir

Pálmar Pétursson, Val, 20/1, (þar af fór boltinn 8 sinnum aftur til mótherja): 11 (3) langskot, 1 (1) hraðaupphlaup, 4 (1) úr horni, 3 (3) af línu, 1 vítakast. Meira
19. apríl 2004 | Íþróttir | 435 orð | 2 myndir

Öruggur KA-sigur

KA-menn tryggðu sér sæti í undanúrslitum RE/MAX-deildarinnar í handbolta á laugardag er þeir lögðu Framara að velli í oddaleik fyrir norðan. Heimamenn höfðu frumkvæðið allan tímann og með glimrandi spilamennsku í fyrri hálfleik lögðu þeir grunninn að fjögurra marka sigri 34:30. Enn er óvíst hverjir andstæðingar KA verða í undanúrslitunum en líklegt er að það verði deildarmeistarar Hauka þótt Eyjamenn séu eflaust ekki sammála því. Meira

Fasteignablað

19. apríl 2004 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Áleggshnífur, Bomann Verð áður: 8.

Áleggshnífur, Bomann Verð áður: 8.995 kr. Verð nú: 7.196... Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 148 orð | 1 mynd

Biðröð eftir sófanum

GÓÐI hirðirinn, sem er nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga, er nýfluttur í Fellsmúla 24. Fyrir framan verslunina voru Ásgeir, Halla og Hrefna að baksa við að koma þessum fjallmyndarlega sófa í skottið á bílnum sínum. - Voruð þið að kaupa þennan sófa? Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 188 orð | 1 mynd

Bæjargil 17

Garðabær - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu tvílyft einbýlishús við Bæjargil 17 í Garðabæ, samtals 239 ferm., en íbúðarhúsið er 209,5 ferm. og bílskúrinn er 29,5 ferm. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 56 orð | 1 mynd

Eftirsótt nýbyggingarsvæði

Landsímalóðin svonefnda í Grafarvogi er án efa eitt eftirsóknarverðasta nýbyggingarsvæðið í borginni nú, en þar eiga að rísa bæði einbýlishús og fjölbýlishús. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 266 orð | 1 mynd

Einarsnes 26

Reykjavík - Fasteignasalan Miðborg er nú með í sölu vel staðsett endaraðhús við Einarnes 26 í Skerjafirði. Húsið er þrjár hæðir og 291 ferm. að stærð, byggt 1980. Húsið er í suðurenda og skiptist í kjallara og 1. og 2. hæð með steyptum stiga milli hæða. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 33 orð

Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík,...

Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is, sími 5691323 og Magnús Sigurðsson, magnuss@mbl.is, sími 5691223, Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 523 orð | 3 myndir

Framlenging á sumrinu

GLER og brautir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í glerbrautakerfum fyrir svalir, sólstofur og garðskála. Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmu ári af þeim Gunnari Svanberg Jónssyni og Brynjari Sverri Guðmundssyni. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 265 orð | 1 mynd

Frostaskjól 103

Reykjavík - Hjá fasteign.is er nú til sölu mjög vandað og vel skipulagt 310 ferm. einbýlishús við Frostaskjól 103. Þetta er steinhús, byggt 1983 og skiptist í kjallara, hæð og ris, en kjallarinn er 100 ferm., aðalhæðin er 100 ferm. og rishæðin 86 ferm. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Góði hirðirinn, Fellsmúla 24

Ljós af öllum stærðum og gerðum Verð: Klinkið í... Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 206 orð | 2 myndir

Grænavatn í Mývatnssveit

GRÆNAVATN er talin landnámsjörð, og eru líkur til þess að bærinn hafi staðið á sama stað frá upphafi. Á Grænavatni stendur eitt stærsta frambæjarhús, sem reist var á landinu á sínum tíma. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 649 orð | 1 mynd

Guðdómlega hannað guðshús

Notre Dame Du Haut í Ronchamp, Frakklandi. Arkitekt: Le Corbusier. 1955 Frá örófi alda hefur það þótt við hæfi að reisa guðunum viðeigandi tilbeiðsluhof, hverrar trúar sem hönnuður og húsagerðarmenn eru hverju sinni. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 102 orð

Heppilegt snið á hatti yfir steyptan reykháf

MÁLMPLATA, sem hefur sama utanmál og reykháfurinn, er fest með fjórum múrboltum. Þá eru 10 sm langir rörbútar settir upp á boltana og mynda þeir bilið milli reykháfs og plötu. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Hitakanna, Leiftheit Columbus Verð áður: 6.

Hitakanna, Leiftheit Columbus Verð áður: 6.890 kr. Verð nú: 2.995... Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Húsasmiðjan

Russell Hobbs-brauðrist, krómuð Verð áður: 6.595 kr. Verð nú: 5.276... Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 151 orð | 3 myndir

Kynlegir kvistir í Mosfellsbæ

ALÞÝÐULISTAMENNIRNIR leynast víða. Við Spóahöfða 22 standa þessi tvö óvenjulegu tré. Garðinn eiga Erla Fanney Óskarsdóttir og Kristján Örn Jónsson, en Erla Fanney á heiðurinn af listaverkunum. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 216 orð | 2 myndir

Maríubaugur 133

Reykjavík - Fasteignasalan Höfði er nú með í sölu 120,2 ferm. íbúð í fjölbýlishúsi við Maríubaug 133 í Grafarholti. Íbúðin er á annarri hæð í 3ja íbúða stigagangi. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 57 orð | 1 mynd

Mikil uppbygging

Mikil uppbygging hefur átt sér stað ofan Reykjanesbrautar í Hafnarfirði undanfarin ár. Áslandið er að kalla fullbyggt en það byggðist upp á mjög skömmum tíma og uppbyggingin nú í Vallahverfi gefur því líitið eftir. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 790 orð | 1 mynd

Mold - drottning lífsins

Í KVÆÐINU Mold kallar Steinn Steinarr þann hluta jarðvegsins sem í daglegu tali nefnist mold Drottningu lífsins, móður og lífgjafa allra lifandi. Grónu landi er skipti votlendi, mólendi og malarborinn eða grýttan jarðveg. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 661 orð

"Kæti og kliður í fjölbýlishúsum"

Húseigendafélaginu berast fjölmargar fyrirspurnir um hvaða reglur gildi um hávaða í fjöleignarhúsum, s.s. á hvaða tímum sé heimilt að bora, negla og iðka aðrar hávaðasamar framkvæmdir. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 417 orð | 5 myndir

Rakaþétting í reykháfum

Vandamál geta skapast ef ekki er gengið rétt frá gömlum reykháfum. Jón L. Eldon skrifar um reykháfa og lausnir á vandamálum sem geta skotið upp kollinum. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 222 orð | 1 mynd

Sögulegt men úr mannshári og gulli

HÁLSMENIÐ á myndinni er ættargripur í eigu Auðar Torfadóttur. Það er úr gulli og hálsbandið ofið úr mannshári. Menið á sér nokkra sögu og aftan á það er grafið ártalið 1896. Meira
19. apríl 2004 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.