Greinar þriðjudaginn 18. maí 2004

Forsíða

18. maí 2004 | Forsíða | 177 orð

Guð og mammon í sama húsi

BANDARÍSKI arkitektinn Eric Kuhne, sem er sérfræðingur í uppbyggingu stórmarkaða, hefur reitt suma kirkjunnar menn í Póllandi til reiði með þeirri hugmynd sinni að koma fyrir litlum kapellum í stórverslunum. Meira
18. maí 2004 | Forsíða | 268 orð | 1 mynd

Herinn ekki burt í "flýti"

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að breski herinn yrði ekki fluttur burt frá Írak í neinum "flýti". Hann hefði þar verk að vinna og færi ekki fyrr en að því loknu. Meira
18. maí 2004 | Forsíða | 84 orð

Mikilvæg breyting

SIGURÐUR Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir þá breytingu á fjölmiðlafrumvarpinu, sem gerir ráð fyrir að gildandi útvarpsleyfi fái að renna skeið sitt á enda, óháð gildistöku laganna eftir tvö ár, sé gott skref og í rétta átt. Meira
18. maí 2004 | Forsíða | 418 orð | 2 myndir

Sátt milli stjórnarflokka um breytingartillögur

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra greindu í gær frá því að samkomulag væri á milli ríkisstjórnarflokkanna um breytingar sem lagt er til að verði gerðar á fjölmiðlafrumvarpinu. Meira

Baksíða

18. maí 2004 | Baksíða | 78 orð

Átta ára barn lék sér að byssu föður síns

LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að ræða við eiganda skotvopns um helgina eftir að barn hafði verið leika sér með vopnið. Meira
18. maí 2004 | Baksíða | 172 orð

Eigendur yfirbuguðu ræningja

MAÐUR vopnaður stórri rörtöng rændi bensínstöðina og verslunina H-sel á Laugarvatni um sexleytið í gær. Meira
18. maí 2004 | Baksíða | 253 orð

Eik kaupir helming í SMS í Færeyjum

EIK fasteignafélag hefur keypt helmingshlut í færeyska fasteignafélaginu P/F Fastogn, sem á verslanamiðstöðina SMS í Færeyjum, Handilskjarnan, skrifstofur Advokatskrivstovan og skrifstofur KPMG. Meira
18. maí 2004 | Baksíða | 156 orð | 1 mynd

Matthíasi boðið að lesa úr verkum sínum

MATTHÍASI Johannessen, skáldi og rithöfundi, hefur verið boðið að lesa úr verkum sínum á 21. Alþjóðlegu bókahátíðinni í Edinborg á Skotlandi, sem haldin verður 14. til 30. ágúst næstkomandi. Meira
18. maí 2004 | Baksíða | 155 orð

Ræstingamanni rænt í innbroti

RÆSTINGAMANNI í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, karlmanni á fimmtugsaldri, var rænt snemma í gærmorgun af tveimur mönnum sem hann kom að við innbrot í afgreiðsluna. Meira
18. maí 2004 | Baksíða | 236 orð | 1 mynd

Sautján ára piltur handtekinn og yfirheyrður

BANKARÁN var framið í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, við Álfabakka í Mjódd um tvöleytið í gær. Ræninginn, sem var einn á ferð, hótaði bankastarfsmönnum með búrhnífi og komst á brott á hlaupum frá Mjóddinni. Meira

Fréttir

18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 761 orð | 1 mynd

70 milljónir til þarfra verka

Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Pokasjóðs, fæddist í Reykjavík árið 1948. Hann er garðyrkjufræðingur og stundaði framhaldsnám í Danmörku. Bjarni rak Blómaval ásamt Kolbeini bróður sínum og fjölskyldum í þrjá áratugi og var um tíma formaður Kaupmannasamtaka Íslands. Núna sér hann um rekstur stærstu rósaframleiðslustöðvar á Íslandi, sem framleiðir milljón rósir á ári. Hann er einnig aðalræðismaður Hollands á Íslandi. Eiginkona Bjarna er Hildur Baldursdóttir. Þau eiga tvö börn. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð

7 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 16 ára pilt í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ránsem hann framdi í verslun 10-11 við Arnarbakka í Reykjavík í byrjun desember síðastliðnum. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 335 orð

Afkoma RARIK versnar um 224 milljónir

TAP upp á 114 milljónir króna varð af rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, RARIK, á síðasta ári. Þetta er 224 milljónum króna lakari afkoma en árið 2002 þegar hagnaður varð upp á 110 milljónir króna. Meira
18. maí 2004 | Landsbyggðin | 460 orð | 1 mynd

Aukið framboð gönguferða vegna mikils áhuga

Húsavík | Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á gönguferðum aukist til muna og hefur Ferðafélag Húsavíkur komið til móts við þann áhuga með fjölbreyttu framboði slíkra ferða. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Á GMC í sumarbeitina

Egilsstaðir | Á dögunum fór Þorsteinn P. Gústafsson með hrossin sín í sumarhaga upp í Egilssel. Þar verða hrossin í sumarbeit og jafnframt notuð til útreiða. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð

Ársfundur Heimssýnar Í dag, þriðjudaginn 18.

Ársfundur Heimssýnar Í dag, þriðjudaginn 18. maí, kl. 17.15 verður ársfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, haldinn í sal Apóteksins við Austurvöll. (Í húsi gamla Reykjavíkurapóteks, 5. hæð). Meira
18. maí 2004 | Austurland | 45 orð | 1 mynd

Barnsleg djúphygli á bankavegg

Djúpivogur | Nýlega var opnuð sýning á myndverkum nemenda í 1.-5. bekk í Landsbankanum á Djúpavogi Verkin eru margskonar; vatnslitamyndir, keramik, klippimyndir og grafík. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Bekkjarkvöld á ylströnd

NEMENDUR 5. bekkjar G í Grandaskóla nýttu sér góða veðrið í borginni og héldu síðasta bekkjarkvöld skólaársins á ylströndinni í Nauthólsvík síðdegis í gær. Meira
18. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 110 orð | 1 mynd

Biðröð við Listasafnið

MIKIL eftirvænting ríkti við Listasafnið á Akureyri áður en sýning á Kenjunum eftir Goya var opnuð þar um helgina. Biðröð myndaðist við safnið og var mikil stemning í röðinni. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Breytingar ekki kynntar í allsherjarnefnd

BREYTINGARTILLÖGUR stjórnarflokkanna á frumvarpi forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum voru ekki kynntar á fundi allsherjarnefndar Alþingis í gærkvöldi. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 251 orð

Breytingarnar skipta litlu

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir boðaðar breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu ekki miklu skipta. Meira
18. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 428 orð

Breytingatillaga fer fyrir bæjarstjórn

Kópavogur | Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær tillögu að breyttu skipulagi Lundarsvæðis sem felur í sér að íbúðum verður fjölgað um sex í 390. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 443 orð

Breytingin er mildandi aðgerð

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fréttamönnum breytingartillögur við fjölmiðlafrumvarpið eftir þingflokksfundi ríkisstjórnarflokkanna í húsakynnum Alþingis í gær. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

Breytir engu fyrir okkur

MAGNÚS Ragnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins sem rekur Skjá 1, segir að breytingarnar sem greint var frá í gær að gerðar yrðu á fjölmiðlafrumvarpinu breyti engu fyrir félagið. Meira
18. maí 2004 | Miðopna | 563 orð | 1 mynd

Breytti viðhorfum til samkeppnismála

HAGFRÆÐINGURINN Oliver E. Williamson, sem ásamt Douglass North mótaði nýju stofnanahagfræðina, fjallaði um rannsóknir sínar í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær. Meira
18. maí 2004 | Austurland | 80 orð | 1 mynd

Buslað í bárunum

Seyðisfjörður | Nemendur í grunnskólanum á Seyðisfirði luku á dögunum síðasta samræmda prófinu, sem var í stærðfræði. Þau brugðu á leik eftir prófið og heimsóttu varðskipið Tý. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Ekki fullnægjandi breytingar

"MÉR finnst ekki búið að laga þetta frumvarp nægjanlega svo við getum samþykkt það í þessum búningi," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Meira
18. maí 2004 | Erlendar fréttir | 272 orð

ESB samþykkir að Bandaríkin fái gögn um farþega

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins lagði í gær blessun sína yfir samkomulag um að veita bæri bandarískum yfirvöldum upplýsingar um farþega sem ferðast til Bandaríkjanna með vélum evrópskra flugfélaga. Meira
18. maí 2004 | Landsbyggðin | 121 orð | 1 mynd

Fjör á fjölskylduskemmtun

Reykholt | Fyrir skömmu var haldin fjölskylduskemmtun í Logalandi í Borgarfirði á vegum leikdeildar Ungmennafélags Reykdæla. Atriði voru af ýmsu tagi. Guðrún Benný Finnbogadóttir var kynnir og flutti gamanmál. Meira
18. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 89 orð | 1 mynd

Fjörugt folald í Viðey

Viðey | Fyrsta folaldinu var kastað í Viðey á dögunum. Það er hún Fylgja frá Uxahrygg sem er móðirin og hjálmskjótti stóðhesturinn Engill frá Refsstöðum sem lagði til aðstoð við getnaðinn. Folaldið er falleg hryssa og hefur verið nefnd Tala. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 342 orð

Forseti og forsætisráðherra funduðu í gær

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fundaði í um klukkustund með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í gærmorgun. Davíð segir þá hafa átt mjög gott samtal eins og þeir eigi alltaf, þótt þeir skiptist á skoðunum. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð

Frumvarp verði afturkallað

FULLTRÚAÞING Sjúkraliðafélags Íslands sem haldið var á dögunum krefst þess að frumvarp ríkisstjórnar Íslands um takmörkun á tjáningarfrelsi þjóðarinnar verði afturkallað, segir í ályktun frá félaginu sem borist hefur Morgunblaðinu. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 218 orð

Fyrirlestur til meistaraprófs við raunvísindadeild HÍ...

Fyrirlestur til meistaraprófs við raunvísindadeild HÍ Sigríður Sif Gylfadóttir, meistaranemi við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands, mun á morgun, miðvikudaginn 19. maí kl. Meira
18. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 241 orð

Gagnrýnir seinagang í stöðugjaldamálum

Reykjavík | Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir mikla reiði ríkja meðal kaupmanna og annarra þjónustuaðila í miðbænum vegna þess að enn hafi ekki verið staðið við samþykkt borgarstjórnar frá því í nóvember um að taka upp 36,6%... Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 655 orð | 1 mynd

Geðsjúkir í bata séu sýnileg fyrirmynd

HLUTVERKASETUR, atvinnusköpun fyrir geðsjúka, hlaut aðalviðurkenningu Brautargengis, námskeiðs Impru fyrir konur sem luma á viðskiptahugmyndum. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð

Gengið skemur en ég vænti

"ÞETTA er fjórða gerðin af frumvarpinu sem Davíð leggur fram sem sýnir hvers konar hrákasmíð þetta var í upphafi. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 271 orð

Gott skref og í rétta átt

"ÞETTA er gott skref en ég hef ekki gert mér grein fyrir hvort það er fullnægjandi," segir Sigurður Líndal, fyrrv. lagaprófessor við Háskóla Íslands, spurður um þá breytingu á fjölmiðlafrumvarpinu sem varðar gildistíma gildandi útvarpsleyfa. Meira
18. maí 2004 | Erlendar fréttir | 106 orð

Gósentíð í brúðkaupsþjónustu

Nú þegar giftingar samkynhneigðra hafa verið leyfðar í Massachusetts er gósentíð hjá fyrirtækjum á sviði brúðkaupsþjónustu, skartgripaverslunum og hótelum. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 298 orð

GRINDAVÍK - eftir Garðar Pál Vignisson fréttaritara

Agjört línuskautaæði er í gangi í Grindavík eins og sjálfsagt víðar. Eitthvað hafa foreldrar sofnað á verðinum því flest börnin eru á línuskautunum án hjálms. Meira
18. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 139 orð | 3 myndir

Haldið upp á 30 ára afmæli

ÞAÐ var margt um manninn á starfsstöðvum Hölds um helgina en félagið fagnaði þá 30 ára afmæli fyrirtækisins. Starfsemi þess var kynnt, boðið upp á veitingar og skemmtiatriði af ýmsu tagi, m.a. Meira
18. maí 2004 | Miðopna | 822 orð | 1 mynd

Hefur forseti málskotsrétt?

Vegna þess sem segir í 13. gr. stjórnarskrárinnar fer ráðherra með það vald sem getið er í 26. gr. eins og með annað "vald" forsetans. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð

Hlaut dóm fyrir líkamsárás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær hálffertugan karlmann í 11 mánaða fangelsi fyrir að slá rúmlega fimmtugan mann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, hlaut bólgu, fleiður á vörum og gervigómur í efri gómi hans brotnaði. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 124 orð | 3 myndir

Hringurinn, síld og sumarleyfi á frímerkjum

SÍLDARÆVINTÝRIÐ, sumarleyfi (Evrópufrímerki) og kvenfélag Hringsins verða myndefni á fjórum frímerkjum sem Íslandspóstur gefur út 19. maí. Samkvæmt ákvörðun sambands opinberra póstrekenda í Evrópu er sumarleyfi sameiginlegt þema Evrópufrímerkjanna í ár. Meira
18. maí 2004 | Miðopna | 297 orð

Hvernig á að taka svona menn alvarlega?

Í UMRÆÐUM á Alþingi sl. laugardag las Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bréf sem mér var skrifað fyrir rúmum tveimur árum. Meira
18. maí 2004 | Austurland | 625 orð | 1 mynd

Iðnaðarmanna leitað logandi ljósi

Reyðarfjörður | Á Reyðarfirði er nú verið að hefja byggingu á fjórum fjölbýlishúsum, hverju með 26 íbúðum. Meira
18. maí 2004 | Erlendar fréttir | 424 orð

Jafnvel Hitler vildi ekki beita saríngasi

SARÍN, banvænt taugagas sem bandarískir hermenn fundu í Írak í gær, var fyrst framleitt í Þýskalandi eftir að nasistar komust þar til valda á fjórða áratug aldarinnar sem leið. Illræmdasta sarínárásin var hins vegar gerð í mars 1998 þegar allt að 5. Meira
18. maí 2004 | Suðurnes | 38 orð

Jón í Safnaðarheimilinu | Jón Ólafsson...

Jón í Safnaðarheimilinu | Jón Ólafsson tónlistarmaður er með tónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði annað kvöld, miðvikudag, klukkan 21. Jón er á tónleikaferð um landið í tilefni af útgáfu nýs geisladisks. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd

Langur vinnudagur bitnar á börnunum

LANGUR vinnudagur foreldra bitnar á börnum. Börnin sjálf vilja fleiri samverustundir með foreldrum sínum. Þetta segir umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð

LSD við Litla-Hraun

32 SKAMMTAR af eiturlyfinu LSD fundust á bifreiðastæðinu fyrir utan fangelsið Litla-Hraun á laugardag. Meira
18. maí 2004 | Landsbyggðin | 262 orð | 2 myndir

Lúðrasveitin 60 ára og Tónlistarskólinn 40 ára

Stykkishólmur | Þess var minnst með tónleikum í Stykkishólmskirkju 1. maí að 60 ár eru síðan Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð og 40 ár síðan að lúðrasveitin stóð fyrir því að stofna tónlistarskóla í Stykkishólmi. Lúðrasveitin var formlega stofnuð 20. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Læti í bænum á laugardagskvöldið

UM helgina voru 15 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 61 ökumaður um of hraðan akstur. Þá voru tilkynnt til lögreglu 47 umferðaróhöpp með eignatjóni. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um árekstur á Laugavegi, austan Hlemmtorgs. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Matthías á Edinborgarhátíð

MATTHÍASI Johannessen skáldi og rithöfundi hefur verið boðið að lesa úr verkum sínum á 21. Alþjóðlegu bókahátíðinni í Edinborg á Skotlandi nú í ágúst. Meira
18. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Mennt er máttur | Ung vinstri...

Mennt er máttur | Ung vinstri - græn á Akureyri efna til opins fundar um menntamál undir yfirskriftinni: Mennt er máttur. Meira
18. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Mín jörð, þín jörð | Brúðuleikhússýningin...

Mín jörð, þín jörð | Brúðuleikhússýningin "Mín jörð - þín jörð" verður í Samkomuhúsinu á Akureyri í dag, þriðjudag, 18. maí kl. 17. Um er að ræða eina af þeim sýningum sem eru á norrænu barnaleikhúshátíðinni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Meira
18. maí 2004 | Erlendar fréttir | 556 orð | 3 myndir

Morðið á Othman nýtt áfall fyrir Bandaríkjamenn

PAUL Bremer, æðsti embættismaður Bandaríkjamanna í Írak, fordæmdi í gær morðið á forseta framkvæmdaráðsins í landinu, sjíta-múslímanum Abdel-Zahraa Othman Mohammed sem einnig gekk undir nafninu Izzadine Saleem. Hann lét lífið ásamt a.m.k. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð

Námskeið fyrir leiðbeinendur í skólagörðum Garðyrkjuskólinn...

Námskeið fyrir leiðbeinendur í skólagörðum Garðyrkjuskólinn verður með námskeið fyrir leiðbeinendur í skólagörðum í húsakynnum skólans miðvikudaginn 26. maí kl. 9- 16. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Námskeið fyrir staðarverði

BYGGÐASAFN Skagfirðinga, Fornleifavernd ríkisins, Hólaskóli - Háskólinn á Hólum, Húsafriðunarnefnd og Þjóðminjasafnið hafa á undanförnum misserum unnið að gerð námsefnis fyrir staðarverði. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Nýr grillstaður í Grafarvogi

OPNAÐUR hefur verið nýr grillstaður í Grafarvogi, Mango Grill að Brekkuhúsum 1, þar sem áður var Planet Chicken. Eigendur staðarins eru Magnús Garðarsson matreiðslumaður og Ívar Þ. Björnsson. Á boðstólum eru ýmsir réttir, s.s. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Nöfnum víxlað Þau mistök urðu við...

Nöfnum víxlað Þau mistök urðu við vinnslu fréttar, sem birtist á föstudag um samtal tveggja útvarpsmanna á FM 95,7, að nöfnum þeirra var víxlað. Voru orð Sigvalda Þórðar Kaldalóns, sem kallar sig Svala, lögð í munn Einars Ágústs Víðissonar og öfugt. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 437 orð | 2 myndir

Óhjákvæmilegt að landbúnaður sé undanskilinn samkeppnislögum

EKKI verður hjá því komist að undanskilja viðskipti með landbúnaðarafurðir ákvæðum samkeppnislaga sem kveða á um bann við verðsamráði. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu landbúnaðarráðherra Guðna Ágústssonar á Alþingi í gær. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 498 orð | 2 myndir

"Erum þjálfaðir í að klára okkar verk"

MANNBJÖRG varð þegar sex tonna trilla frá Hólmavík, Hafbjörg ST-77, sökk um 1,5 sjómílu út af Kaldrananesi í Bjarnafirði á þriðja tímanum aðfaranótt mánudags. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð

"Óvinur neytenda og dragbítur á bændur"

ÞINGMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu breytingar á búvörulögum. Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu, sagði að landbúnaðarráðherra væri "óvinur neytenda og dragbítur á bændur". Taldi hann að innleiða ætti markaðslögmál í íslenskan landbúnað. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

"Saga okkar er nátengd eldvirkninni"

HARALDUR Sigurðsson jarðfræðingur hefur unnið til verðlauna Jarðfræðifélagsins í London og mun veita þeim viðtöku við hátíðlega athöfn í London á morgun, miðvikudag. Meira
18. maí 2004 | Suðurnes | 374 orð | 4 myndir

Rennirí á öllum stöðum

Reykjanesbær | Mikið var um að vera í Reykjanesbæ um helgina. Efnt var til svokallaðrar Frístundahelgar og handverkssýningar. Í Heiðarskóla var sýning á verkum nemenda og mótorhjóladagar hjá Frumherja. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð

RÚV lítur málið alvarlegum augum

FRÉTTASTOFA Sjónvarpsins hefur gert alvarlega athugasemd við það að í þætti Stöðvar 2, Íslandi í dag, sl. föstudagskvöld var sent út viðtal Sjónvarpsins við Davíð Oddsson forsætisráðherra í Alþingi og notast við útsendingarmerki RÚV. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 746 orð | 1 mynd

Ræðst af framboði, áhuga og eftirspurn

LIÐIN í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Landsbankadeildinni, fá miklu hærri fjárhæðir í verðlaunafé frá Landsbankanum heldur en kvenfólkið og hefur komið fram talsverð gagnrýni á KSÍ vegna þessa máls, meðal annars í forystugrein Morgunblaðsins á... Meira
18. maí 2004 | Erlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Samkynhneigðir fá að giftast í Massachusetts

SÖGULEG tíðindi urðu í gær er Massachusetts varð fyrsta sambandsríki Bandaríkjanna til þess að leiða í lög hjónaband fólks af sama kyni. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Sendur í eigin nafni en ekki félagsins

STJÓRN Blaðamannafélags Íslands fundaði í gær um tölvupóst sem Róbert Marshall, formaður félagsins, sendi út sl. föstudag, og meinta óánægju í félaginu vegna tölvupóstsins. Á vef BÍ, press. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Sjúkragögn og lyf til Afganistans

ÁTTATÍU rúm frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi verða meðal þess sem flogið verður með til Afganistans á vegum utanríkisráðuneytisins í lok mánaðarins, en þá tekur Ísland við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Sorpa semur við Blómaval

SORPA hefur gert samning við Blómaval um sölu á moltu, lífræna jarðvegsbætinum. Jarðvegsbætirinn er unninn úr garðaúrgangi sem skilað er inn til Sorpu og er í vinnslu þar í 1-2 ár. Einnig er hægt að fá moltublöndu og trjákurl frá Sorpu. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Stubbarnir knúsa Norðfirðinga

Neskaupstaður | Eldsnemma einn morguninn í síðustu viku vöknuðu Norðfirðingar upp við heldur undarlega gesti. Meira
18. maí 2004 | Landsbyggðin | 168 orð | 1 mynd

Sveitaferð í lok samræmdra prófa

Hólmavík | Tíundu bekkingar á Hólmavík og Drangsnesi, ásamt foreldrum sínum, fögnuðu lokum samræmdra prófa með sveitaferð í Bjarnarfjörð. Byrjað var á því að sigla niður Bjarnarfjarðará á gúmbátum. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær karlmann á fertugsaldri af ákæru ríkissaksóknara fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa á dansleik í Stapanum í Njarðvík á öðrum degi jóla árið 1999 slegið mann ítrekað í bak, háls og höfuð með áfengisflösku úr... Meira
18. maí 2004 | Erlendar fréttir | 868 orð | 1 mynd

SÞ hafa staðið illa að málum í Kosovo

Valur Ingimundarson, dósent við Háskóla Íslands, fjallar í grein í ritgerðasafninu Topographies of Globalization: Politics, Culture, Language, sem nú er nýkomið út, um Kosovo og þann vanda sem þar steðjar að. Setur hann hlutina m.a. í samhengi við frjóa umræðu um heimsvaldastefnu vorra tíma og gagnrýnir þá stefnu sem ráðandi öfl hafa fylgt. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tilhæfulausar aðdróttanir

BORGARFULLTRÚAR Reykjavíkurlistans sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að í umræðum á Alþingi sl. Meira
18. maí 2004 | Suðurnes | 107 orð

Tónleikar lúðrasveita | Lúðrasveitir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,...

Tónleikar lúðrasveita | Lúðrasveitir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, A, B og C, halda tónleika í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, í kvöld, þriðjudag, klukkan 19.30. Þetta eru fyrstu tónleikar A-sveitar, sem er yngsta sveitin. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ummæli á Alþingi

Steingrímur Sigfússon fór hörðum orðum um Davíð Oddsson forsætisráðherra í þingræðu og sagði: "...og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig". Meira
18. maí 2004 | Miðopna | 448 orð | 1 mynd

Vanhæfur stundum, en stundum ekki?

Í fjölmiðlafrumvarpinu svonefnda er ekki mælt fyrir um fjárveitingu til Ólafs Ragnars Grímssonar persónulega eða fyrirtækis í eigu hans. Meira
18. maí 2004 | Miðopna | 542 orð

Verður forseti aldrei vanhæfur?

LÖGFRÆÐI og lagaþekking er þessa dagana snar þáttur í umfjöllun um þjóðmálin. Nú er rætt, hvort forseti Íslands geti orðið vanhæfur til að synja lögum staðfestingar, hafi hann á annað borð vald til þess að taka slíka ákvörðun sjálfur án atbeina ráðherra. Meira
18. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 327 orð

Vonast til að fá æfingasvæði

KKA Akstursíþróttafélag, sem er akstursíþróttafélag vélsleða- og vélhjólamanna á Norðurlandi, hefur gefið út kennslubók í akstri mótorkross- og torfærumótorhjóla. Þetta er fyrsta kennslubókin sem gefin er út um þetta efni. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 111 orð

Vorhátíð

Vorhátíð Snæfellsbæjar verður haldin öðru sinni dagana 21.-23. maí. Ekki veitir af að njóta vorsins eftir kuldaköst síðustu vikna, segir á heimasíðu bæjarins. Meira
18. maí 2004 | Miðopna | 280 orð

Þegar lágkúran ein er eftir

UMRÆÐAN um fjölmiðlamálið sk. er farin úr böndunum og er nú komin á stig sem hvorki er bjóðandi þingi né þjóð. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 549 orð

Þingmenn segja að vegið sé að sóknardagabátunum

"SAUTJÁNDI maí árið 2004 er svartur dagur í fiskveiðisögu íslensku þjóðarinnar. Þetta frumvarp sem liggur hér fyrir er svo vont að mig verkjar í augun þegar ég les það. Meira
18. maí 2004 | Innlendar fréttir | 374 orð

Öruggari varðandi stjórnarskrána

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði við fréttamenn eftir þingflokksfundi ríkisstjórnarflokkanna í gær að hann teldi breytingartillögurnar við fjölmiðlafrumvarpið til mikilla bóta. Meira

Ritstjórnargreinar

18. maí 2004 | Staksteinar | 345 orð

- Ekki ný sjónarmið

Andri Óttarsson gagnrýnir á Deiglunni viðbrögð Björns Bjarnasonar við áliti umboðsmanns alþingis um málsmeðferð dómsmálaráðherrans við skipun hæstaréttardómara á síðasta ári. Meira
18. maí 2004 | Leiðarar | 322 orð

Stjórnkerfiskreppa

Síðustu daga hefur 26. grein stjórnarskrárinnar verið mjög til umræðu vegna vangaveltna um að forseti Íslands kynni að notfæra sér málskotsrétt skv. Meira
18. maí 2004 | Leiðarar | 394 orð

Til móts við gagnrýni

Ríkisstjórnin og þingflokkar hennar hafa tvívegis komið til móts við þá gagnrýni, sem fram hefur komið á fjölmiðlafrumvarpið. Fyrst gerðist það í meðferð allsherjarnefndar á milli fyrstu og annarrar umræðu um frumvarpið. Meira

Menning

18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 331 orð | 1 mynd

Alvöruuppistand

IMPROV Iceland er nú að fara í gang með uppistandskvöld eins og þau tíðkast úti í hinum "stóra heimi". Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 396 orð | 2 myndir

Burtfararprófstónleikar

Söngskólinn í Reykjavík Lára Bryndís Eggertsdóttir sópransöngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda einsöngstónleika í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld, þriðjudagskvöld. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 75 orð

Börn

Kafteinn Ofurbrók, vinnu- og leikjabók, er komin út. Höfundur er Dav Pilkey. Hér er um að ræða vinnubók með glensi og gamni, flettibíói, verkefnum og þrautum. Ennfremur eru í bókinni brandarar, myndasögur og krossapróf. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 48 orð

Dagskráin í dag

Kl. 20 Íslenska óperan Tónleikar í tilefni 30 ára starfsafmælis Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara. Kl. 17 Borgarleikhúsið Acte, leiklestur á frönskum og belgískum leikritum í Borgarleikhúsinu. Fyrri hluti. Kl. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 62 orð | 4 myndir

Eftirpartí í Istanbúl

ÍSLENDINGAHÓPURINN skemmti sér vel að Evróvisjónkeppninni lokinni í Istanbúl á laugardagskvöldið. Þá gafst tækifæri fyrir keppendur að slappa almennilega af og blanda geði við hverja aðra á góðu nótunum. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 629 orð | 1 mynd

Ennþá meiri Skrekkur

SHREK varð fyrsta teiknimyndin í heil 50 ár til að verða valin í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2001. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 167 orð | 4 myndir

Erlendir gestir

SÝNING útskriftarnema Listaháskóla Íslands hófst með tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu klukkan hálftvö á laugardaginn. Af því tilefni kom hingað hópur fólks frá London, París og New York, sérstaklega til að sjá tískusýninguna. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 104 orð | 2 myndir

Haukur og Þórður tilnefndir

HAUKUR Tómasson og Þórður Magnússon tónskáld hafa verið tilnefndir fyrir Íslands hönd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2004; Haukur fyrir verk sitt Fjórða söng Guðrúnar, og Þórður fyrir verkið Ó, Jesú eðla blómi. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Hitastigið hækkar í Cannes

NÝJASTA kvikmynd hins umdeilda Michaels Moore var sýnd í fyrsta sinn opinberlega í gær, á lokaðri sýningu fyrir blaðamenn. Meira
18. maí 2004 | Tónlist | 745 orð | 1 mynd

Hrífandi Carmen

Óperan Carmen eftir Bizet. Sesselja Kristjánsdóttir (Carmen), Jóhann Friðgeir Valdimarsson (Don José), Hulda Björk Garðarsdóttir (Michaela), Keith Reed (Escamillo), Þóra Guðmannsdóttir (Frasquita), Margrét Lára Þórarinsdóttir (Mercedes). Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 80 orð | 2 myndir

Írafár á mynddiski

HEIMILDARÞÆTTIR og myndbönd eru á meðal þess sem er að finna á nýjum mynddiski með hljómsveitinni vinsælu Írafári. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Kilja

Dætur Kína - bældar raddir eftir Xinran er komin út í kilju. Helga Þórarinsdóttir þýddi. Bókin kom út í innbundinni útgáfu í haust. Dætur Kína er frásögn um líf kvenna í Kína eftir daga Maós. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Kilja

Einhvers konar ég er komin út í kilju. Bókin er sjálfsævisaga Þráins Bertelssonar um fátækt, geðveiki, einelti, þunglyndi- og töframátt lífsins. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 137 orð

Listasafn Íslands 12.

Listasafn Íslands 12.10-12.40 Rakel Pétursdóttir safnfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Í nærmynd, bandarísk samtímalist. K-bygging Landspítalans kl. 13 Jónas Ingólfur Gunnarsson opnar sýningu á verkum sínum. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 22 orð | 4 myndir

Lífið er list

MEÐFYLGJANDI myndir voru teknar um helgina á Listahátíð í Reykjavík en hátíðin var opnuð formlega síðasta föstudag. Listahátíð í Reykjavík lýkur 31.... Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

...lýtalækningum

ÁVALLT er nóg í gangi á lýtalækningastofu Christians Troy (Julian McMahon) og Seans McNamara (Dylan Walsh) í Miami í þáttunum Klippt og skorið (Nip/Tuck) sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 1024 orð | 1 mynd

Mikilvægt að greina verkin og þekkja þau í þaula

Þeir sem hlýddu á tónleika kanadíska píanóleikarans Marc-Andrés Hamelins um helgina eiga sjálfsagt bágt með trúa því að þar fari latur maður. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 88 orð

Ný og gömul verk í Hjallakirkju

ÁRLEGIR vortónleikar Kórs Hjallakirkju verða í Hjallakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Að venju flytur kórinn blandaða efnisskrá þar sem byrjað verður á kirkjulegum verkum eftir núlifandi tónskáld, íslensk og erlend. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Rauða myllan

DANS- og söngvamyndin Rauða myllan ( Moulin Rouge ) sló í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2001. Myndin er í leikstjórn Baz Luhrmanns og er litrík og lífleg eins og honum er einum lagið. Meira
18. maí 2004 | Menningarlíf | 172 orð

Skandinavísk glæparáðstefna

HIÐ íslenska glæpafélag stendur fyrir ársfundi Skandinaviska Kriminalsällskape SKS í Reykjavík og á Flúðum dagana 21. til 23. maí. Efni ráðstefnunnar verður á norrænum tungumálum eða ensku eftir atvikum. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 227 orð | 2 myndir

Trója á toppnum

VÖÐVASTÆLTUR og sandalaklæddur Brad Pitt er í toppsæti bandaríska bíólistans en epíska stórmyndin Trója ( Troy ) var langvinsælasta mynd helgarinnar. Meira
18. maí 2004 | Fólk í fréttum | 99 orð | 2 myndir

Veggfóðrað með hauskúpum

JÓN Sæmundur Auðarson opnaði nýja innsetningu, Herbergið , á þriðju hæð veitingahússins 22 um helgina. Vel var mætt á opnunina sem fór fram á miðnætti á laugardagskvöldið og stóð fjörið fram eftir nóttu. Meira
18. maí 2004 | Tónlist | 462 orð

Vopnuð afturganga

Jenkins: "The Armed Man - A Mass for Peace". Árni Áskelsson & Rafn Marteinsson slagverk, Kári Þormar orgel, Kristjana Helgadóttir flauta/pikkolóflauta, Þorbjörn Sigurðsson hljóðgervill og Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla ásamt VÍS-kórnum. Stjórnandi: Björn Thorarensen. Miðvikudaginn 12. maí kl. 20. Meira

Umræðan

18. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 380 orð

Doddi litli og Eyrnastór (sönn saga?)

ÞEGAR Doddi var lítill langaði hann mjög mikið til að eignast lítið hænsnabú. Hann eignaðist eina litla hænu og einn lítinn hana. Hann vantaði hjálp til þess að litlu hænsnin hans gætu þrifist og dafnað. Meira
18. maí 2004 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd

Forseta væri sæmst að biðja íslensku þjóðina afsökunar

Er það nú að koma í ljós, sem fjölmiðlafrumvarpinu er ætlað að sporna gegn, að samsteypan er orðin of öflug til að við hana verði ráðið? Meira
18. maí 2004 | Aðsent efni | 348 orð

Forsetinn og fólkið

FORSETI Íslands er eini embættismaður þjóðarinnar sem hefur umboð sitt frá þjóðinni allri í beinum persónulegum kosningum og þegar hann undirritar lög þá gerir hann það sem persónugervingur þjóðarinnar. Meira
18. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 281 orð | 1 mynd

Halldór Laxness UM þessar mundir er...

Halldór Laxness UM þessar mundir er verið að vinna að bók um ævi Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Bókin verður ríkulega myndskreytt og annast Margrét Tryggvadóttir myndritstjórn. Meira
18. maí 2004 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Ríkisvaldið hefur aldrei viljað frjálst sjónvarp á Íslandi

Ég lít þannig á að verið sé að reka þetta mál fyrir einn aðila, ríkissjónvarpið. Meira
18. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 301 orð

Tillitsleysi í viðskiptum

ÞEGAR Danir ráku hér einokunarverslun voru landsmenn óánægðir með það einræði sem ríkti í viðskiptum og fögnuðu er þeir losnuðu undan þeim viðskiptaháttum. Meira
18. maí 2004 | Aðsent efni | 201 orð

Til umhugsunar fyrir vinstri-menn

AF SÉRSTÖKUM ástæðum er ég að grúska í gömlum blöðum á Þjóðarbókhlöðunni. Þar rakst ég nýlega á ræðu, sem Halldór Kiljan Laxness flutti á ungmennafélagsmóti í júlí 1937, skömmu eftir stofnun Máls og menningar. Meira
18. maí 2004 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Verkfærakista Geirs H. Haarde

Það er dapurlegt hlutskipti ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherra að gerast með þessum hætti boðberar afturhaldssamra og forneskjulegra stjórnarhátta. Meira
18. maí 2004 | Aðsent efni | 233 orð | 1 mynd

Þingmenn, bjargið dagakerfi smábáta

Engum fiski er hent því það er enginn hvati til þess í sóknarkerfi. Meira

Minningargreinar

18. maí 2004 | Minningargreinar | 1936 orð | 1 mynd

GUÐJÓN EINARSSON

Guðjón Einarsson fæddist í Reykjavík 26. apríl 1924. Hann lést á Landspítalanum 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jónsson prentari, f. 15. júní 1899, d. 25. janúar 1965, og Jónína Þorbjörg "Nína" Sveinsdóttir leikkona, f.... Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2004 | Minningargreinar | 2325 orð | 1 mynd

HELGA ÁMUNDADÓTTIR

Jórunn Helga Ámundadóttir fæddist í Bolungarvík 2. desember 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. maí síðastliðinn. Sambýlismaður hennar var Bjarni Hermann Finnbogason, f. 27. júlí 1920. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2004 | Minningargreinar | 1863 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG ÓLADÓTTIR

Friðfinna Ingibjörg Óladóttir fæddist á Smjörhóli í Öxarfirði 2. júlí 1912. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Óli Jón Jóhannesson, f. 1881, og Anna Friðfinna Guðmundsdóttir, f. 1880. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2004 | Minningargreinar | 1565 orð | 1 mynd

PÉTUR STEFÁNSSON

Pétur Stefánsson, Kjarrhólma 30, Kópavogi, fæddist á Ásunnarstöðum í Breiðdal 9. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Árnason, bóndi á Ásunnarstöðum, f. 6. mars 1867,... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

18. maí 2004 | Sjávarútvegur | 148 orð

Engir tollar á laxi í bili

ÍSLENDINGAR, Norðmenn, Færeyingar og Chilebúar hafa sloppið, í bili að minnsta kosti, við refsitolla af hálfu Evrópusambandsins vegna innflutnings á laxi til ESB. Þetta kemur fram á vefsíðu IntraFish . Meira
18. maí 2004 | Sjávarútvegur | 255 orð

Fiskidögum fækkað við Nýja-England

ENN meiri fækkun leyfilegra daga á sjó við Nýja-England veldur því nú að bátarnir eru bundnir við bryggju til fyrsta júlí. Meira
18. maí 2004 | Sjávarútvegur | 278 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 81 81 81...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 81 81 81 2,223 180,062 Hlýri 83 83 83 1,110 92,130 Hrogn/þorskur 58 58 58 20 1,160 Lúða 342 288 319 35 11,160 Skrápflúra 50 50 50 246 12,300 Steinbítur 78 55 61 1,901 115,496 Ýsa 85 50 66 516 34,305 Þorskur 110 88 106... Meira
18. maí 2004 | Sjávarútvegur | 243 orð | 1 mynd

Töpuðu trollpokanum tvisvar

ÓHEPPNIN eltir skipverja á togveiðiskipinu Guðmundi Ólafi ÓF á kolmunnaveiðunum þessa dagana. Á innan við tveimur vikum hefur trollpokinn slitnað úr trollinu og horfið í djúpið. Skipstjórinn segir að tjónið hlaupi á milljónum. Meira

Viðskipti

18. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 313 orð | 1 mynd

Afkoman undir meðalspá greiningardeildanna

AFKOMA Actavis Group hf., áður Pharmaco, á fyrsta fjórðungi þessa árs var undir meðalspá greiningardeilda viðskiptabankanna. Hagnaður félagsins eftir skatta var 20 milljónir evra, sem jafngildir um 1. Meira
18. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

Auknar tekjur, minni hagnaður

SÍMINN skilaði 404 milljóna króna hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins, sem er nær þriðjungi minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar jukust um 5% milli ára og námu 4.633 milljónum króna á fyrsta fjórðungi. Meira
18. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 287 orð | 1 mynd

Baldur Guðnason nýr forstjóri Eimskips

BALDUR Guðnason, framkvæmdastjóri og eigandi fjárfestingarfélagsins Sjafnar hf. á Akureyri og stjórnarmaður í Hf. Eimskipafélagi Íslands, hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Meira
18. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Fyrirtækjabanki Íslandsbanka á ensku

Íslandsbanki býður nú enskumælandi viðskiptavinum heildarþjónustu í gegnum fyrirtækjabanka á ensku á Netinu. Meira
18. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 286 orð | 1 mynd

Hagnaður Actavis tæpir 1,8 milljarðar króna

HAGNAÐUR Actavis Group hf., áður Pharmaco, á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 20 milljónum evra eftir skatta. Það svarar til 1.759 milljóna íslenskra króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður félagsins 17 milljónir evra. Meira
18. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 437 orð | 1 mynd

Saxhóll og Bygg kaupa í Flugleiðum

BAUGUR Group og Eignarhaldsfélagið Fengur seldu í gær öll hlutabréf sín í Flugleiðum, alls tæplega 27% hlutafjár. Meira
18. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 30 orð

Viðskiptasamningar Oliver E.

Viðskiptasamningar Oliver E. Williamson, einn þekktasti hagfræðingur heims, flytur erindi um það hvernig gera eigi viðskiptasamninga. Erindið verður flutt í dag klukkan 12.15 í Öskju (nýja Náttúrufræðihúsi HÍ), stofu... Meira

Daglegt líf

18. maí 2004 | Daglegt líf | 261 orð | 1 mynd

"Allir eru vinir"

"MAMMA og pabbi spurðu hvort ég teldi að námskeiðið gæti verið við mitt hæfi þar sem eitt af markmiðunum var að efla sjálfstraustið og auðvelda tjáningu. Meira
18. maí 2004 | Daglegt líf | 268 orð | 1 mynd

"Geðveikt gaman"

"PABBI minn fór á námskeið hjá Dale Carnegie fyrir þremur árum og stakk upp á því við mig hvort ég væri ekki til í að prófa. Ég sé ekki eftir því enda var geðveikt gaman. Meira
18. maí 2004 | Daglegt líf | 292 orð | 1 mynd

Sjálfstraust og jákvæðni

Hvatning, hrós og aðhald eru helstu tækin á námskeiðum Dale Carnegie. Ánægja ríkir með fyrstu unglinganámskeiðin. Meira

Fastir þættir

18. maí 2004 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 18. maí, er 85 ára Finnbogi Guðmundsson (Bóbó), fyrrum matsveinn til sjós. Finnbogi dvelur á Dvalarheimilinu Ási í... Meira
18. maí 2004 | Í dag | 437 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Meira
18. maí 2004 | Fastir þættir | 243 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Hér er fyrst lítið próf: Lesandinn hefur orðið vitni að frábærri spilamennsku hjá makker og vill láta í ljósi hrifningu sína. "Makker, þú spilaðir þetta eins og ..." Hvaða nafn kemur fyrst upp í hugann? Meira
18. maí 2004 | Í dag | 233 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Ljósbrá og Björn öruggir sigurvegarar í paratvímenningnum Ljósbrá Baldursdóttir og Björn Eysteinsson sigruðu næsta örugglega á Íslandsmótinu í paratvímenningi sem fór fram um helgina. Meira
18. maí 2004 | Dagbók | 52 orð

FJALLIÐ SKJALDBREIÐUR

Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnaskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. Meira
18. maí 2004 | Viðhorf | 845 orð

Kvenkostir og kostnaður

Mér reiknast í það minnsta til að það sé mun dýrara að vera kona en vera karl! Sumir karlar vita það kannski ekki, en það kostar skildinginn að vera kona. Meira
18. maí 2004 | Dagbók | 510 orð

(Sk. 7, 9.)

Í dag er þriðjudagur 18. maí, 139. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi. Meira
18. maí 2004 | Fastir þættir | 197 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. exf6 Rxf6 10. Rf3 Bd6 11. 0-0 0-0 12. Bf4 Bxf4 13. Rxf4 Re4 14. Re2 Hxf3 15. gxf3 Rg5 16. Kh1 e5 17. dxe5 Rxf3 18. Bxh7+ Kh8 19. Rg1 Rcd4 20. He1 Bg4 21. He3 Dh4 22. Meira
18. maí 2004 | Fastir þættir | 450 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur lengi staðið í ströngu við að leita orðs í móðurmálinu sem komið gæti í stað enska orðsins "bully", en næst því í þýðingu komast orðin hrotti, bulla, dólgur, tuddi, níðingur og yfirgangsseggur. Meira

Íþróttir

18. maí 2004 | Íþróttir | 124 orð | 2 myndir

Arnar Þór annar og Rúnar með fallegasta markið

ARNAR Þór Viðarsson varð í öðru sæti í kjöri á leikmanni ársins hjá belgíska knattspyrnuliðinu Lokeren, sem lýst var í lokahófi hjá félaginu í fyrrakvöld. Arnar Þór hlaut þennan titil í fyrra en nú féll hann varnarmanninum Lezou Doba í skaut. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 304 orð

Atli tekur ekki við Haukum

ATLI Hilmarsson, fyrrverandi þjálfari KA, tekur ekki við þjálfun Íslandsmeistara Hauka í handknattleik karla eins og vonir forráðamanna Hauka stóðu til. Þetta staðfesti Eiður Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Morgunblaðið í gær en Atli var efstur á óskalista forráðamanna Hauka. Eiður sagðist vonast til þess að nýr þjálfari yrði ráðinn bæði til meistaraflokks karla og kvenna fyrir vikulokin en vildi ekki á þessu stigi tjá sig um hverjir ættu í viðræðum við deildina. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 171 orð

Besta aðsókn á fyrstu leikina í 16 ár

SAMTALS mættu 7.196 áhorfendur á leikina fimm í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. Að meðaltali voru því 1.439 áhorfendur á hverjum leik. Þetta er besta aðsókn á leiki í fyrstu umferðinni í sextán ár, eða frá árinu 1988, en þá komu 7. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd

Bjarki Már hetja HK

BJARKI Már Sigvaldason var hetja HK þegar Kópavogsbúar tóku á móti Fjölni í 1. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Þeir lögðu Fjölni að velli 1:0 og skoraði Bjarki sigurmarkið með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu á 76. mínútu. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 83 orð

Bjarni skrifar undir hjá Everton

BJARNI Þór Viðarsson, drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu úr FH, fer til Englands í dag til að ganga frá samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Með í för eru foreldrar hans, Ólafur Garðarsson umboðsmaður og Pétur Stephensen og Leifur S. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Breytingar á liðunum

KR Komnar: Elfa Björk Erlingsdóttir frá Stjörnunni Guðlaug Jónsdóttir frá FV Köbenhavn Guðný Guðleif Einarsdóttir frá Sindra María B. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 82 orð

Dagur meistari í Austurríki

LIÐ Dags Sigurðssonar, landsliðsmanns í handknattleik, Bregenz, varð í gærkvöld austurrískur meistari í handknattleik þegar það vann Wolfhose West Wien, 25:22, í öðrum úrslitaleik liðanna. Bregenz vann fyrri leikinn á heimavelli, 36:21, síðasta... Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 145 orð

Eitt sæti enn laust í enska landsliðinu

SVEN-GÖRAN Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn skipuðu landslið Englands sem keppir á EM í Portúgal í sumar. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 191 orð

Fylkir mætir Gent frá Belgíu í Intertoto

GENT frá Belgíu verður andstæðingur Fylkis í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu í næsta mánuði. Það réðst um helgina þegar lokaumferðin í belgísku 1. deildinni var leikin. Íslendingaliðið Lokeren átti möguleika á 9. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 192 orð

Glæsileg sigurhátíð hjá Arsenal í Norður-London

GEYSILEG sigurgleði var í Islengton-hverfinu í Norður-London um helgina - þar sem Arsenal hefur herbúðir sínar. Gleðin byrjaði á föstudagskvöldið og síðan náðist hámarkið á Highbury á laugardag er Arsenal vann Leicester, 2:1. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 30 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Breiðablik 20 Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla: Hofsósvöllur: Neisti H. - GKS 20 Flúðavöllur: UMFH - Hamar 20 Djúpivogur: Neisti D. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Harðarson var í byrjunarliði...

* JÓHANNES Harðarson var í byrjunarliði Start í norsku 1. deildinni á útivelli gegn Vard Haugesund . Start vann leikinn 3:0, og fór Jóhannes af leikvelli á 64. mínútu, en hann fær 4 í einkunn hjá Verdens Gang . Start hefur leikið sex leiki í 1. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* LORENA Ochoa , 22 ára...

* LORENA Ochoa , 22 ára mexíkósk stúlka, sigraði um helgina fyrsta sinni á LPGA móti í golfi. Hún hafði oft verið nærri því að sigra, m.a. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 390 orð

Óskabyrjun Stjörnunnar

ÓSKABYRJUN Stjörnunnar fleytti þeim langt ef ekki alla leið þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn í gærkvöldi. Með tveimur mörkum á innan við 15 mínútum varð hlutskipti Hauka að vinna það upp og þó að Garðbæingar misstu mann út af á 25. mínútu tókst Hafnfirðingum ekki að færa sér það í nyt. Hvort lið bætti við marki og þar við sat, 3:1 fyrir Stjörnuna. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 93 orð

Pétur Hafliði skoraði fyrir Hammarby

PÉTUR Hafliði Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, kom Hammarby á bragðið og skoraði fyrsta mark liðsins þegar það lagði Auðun Helgason og samherja í Landskrona í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 745 orð | 2 myndir

"Stefnum á þá titla sem í boði eru"

ÍSLANDSMÓT kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld með sannkölluðum stórleik. ÍBV tekur á móti Breiðabliki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en þessi tvö lið eru talin líkleg til að slást um toppsætin í sumar ásamt Íslandsmeisturum KR og bikarmeisturum Vals. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Sergio Garcia braut ísinn

FYRIR fimm árum lék Spánverjinn Sergio Garcia í fyrsta sinn sem atvinnumaður á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, og var fyrsta mótið Byron Nelson-meistaramótið. Garcia var þá aðeins 19 ára gamall og lét mikið að sér kveða á sínu fyrsta ári, varð í öðru sæti á PGA-meistaramótinu eftir harða baráttu við Tiger Woods og Garcia lék í Ryderliði Evrópu þá um haustið. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 136 orð

Sex nýliðar léku í liði Víkings

TÓLF leikmenn stigu sín fyrstu skref í efstu deild um helgina þegar fyrsta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu var leikin. Nýliðar Víkings áttu sex þeirra. Þá voru tólf aðrir nýir leikmenn í deildinni sem koma allir að utan. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* STEINAR Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í...

* STEINAR Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum vegna meiðsla, er genginn til liðs við 3. deildar lið Skallagríms . Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 245 orð

Stórsigur Njarðvíkinga

NJARÐVÍKINGAR blésu á allar spár og báru enga virðingu fyrir Breiðabliki þegar liðin áttust við í Njarðvík í gær en Blikum hefur verið spáð mikilli velgengni í deildinni í sumar. Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og létu síðan kné fylgja kviði í þeim síðari er þeir bættu tveimur mörkum til viðbótar við á markareikning sinn og unnu stórsigur, 4:0. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 104 orð

Sturla til Århus GF?

SVO kann að fara að handknattleiksmaðurinn Sturla Ásgeirsson, hornamaður í ÍR, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Århus GF, sem Róbert Gunnarsson og Tjörvi Ólafsson hafa leikið með undanfarin ár. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 133 orð

Sævar Þór Gíslason er meiddur á læri

SÆVAR Þór Gíslason, framherji Fylkismanna, er þokkalega bjartsýnn á að geta leikið gegn FH-ingum á fimmtudag en þá hefst önnur umfer úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 102 orð

úrslit

KNATTSPYRNA 1. deild karla HK - Fjölnir 1:0 Bjarki Már Sigvaldason 76. Njarðvík - Breiðablik 4:0 Gunnar Sveinsson 54., 70., Eyþór Guðnason 30., Alfreð Jóhnnesson 45. Haukar - Stjarnan 1:3 Sævar Eyjólfsson (24. vsp.) - Adolf Sveinsson (10. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 161 orð

Vinnur í Liverpool og spilar með ÍBV

KAREN Burke, hin reynda enska knattspyrnukona, getur ekki leikið alla leiki ÍBV í sumar vegna atvinnu sinnar í Englandi. Hún rekur veitingastað og gistiheimili í Liverpool ásamt bróður sínum og er að hluta til bundin yfir þeim rekstri vegna sumarfría. Meira
18. maí 2004 | Íþróttir | 97 orð

Wiley til Njarðvíkur

NJARÐVÍKINGAR hafa samið við bandaríska leikmanninn Troy Wiley um að hann leiki með liðinu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.