Greinar miðvikudaginn 14. júlí 2004

Fréttir

14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 292 orð | 2 myndir

Aðeins milljónamæringar í boði

BANDARÍKJAMENN sem greiða atkvæði í forsetakosningunum í haust munu annaðhvort kjósa George W. Bush og Dick Cheney eða John F. Kerry og John Edwards en allir eru þeir milljónamæringar í dollurum talið. Meira
14. júlí 2004 | Miðopna | 707 orð | 1 mynd

Afdráttarlaus gróska

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið er að mörgu leyti greinargóð lýsing á þeim gífurlegu breytingum er orðið hafa á íslensku háskólasamfélagi síðastliðinn áratug. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Andvirðið til góðgerðarmála

ÓVENJULEGAR sættir tókust milli svissneskra hjóna og bílaleigunnar Hertz á Íslandi eftir að bíll sem þau leigðu af bílaleigunni varð fyrir tjóni og álitamál hvort það hefði átt sér stað á leigutímanum. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 188 orð

Atvinnuleysi mældist 3,1% á landinu í júní

FJÖLDI atvinnuleysisdaga í júní jafngildir því að 4.877 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða 3,1% af áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í maí sl. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 168 orð | 1 mynd

Á fjórða tug tillagna barst

Á FJÓRÐA tug tillagna barst í opna samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri. Að sögn Jónasar Karlessonar, ritara dómnefndar samkeppninnar, rann skilafrestur tillagna út í byrjun síðustu viku og mun dómnefndin hefja störf í dag. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 41 orð | 1 mynd

Á göngu við Elliðaárnar

ELLIÐAÁRDALURINN er vinsælt útivistarsvæði Reykvíkinga enda er umhverfi Elliðaánna fallegt og dregur fólk að sér. Á góðum dögum er þar fjöldi fólks á ferðinni, gangandi, hlaupandi, hjólandi og skautandi. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Bíll fannst á hvolfi á Skálarvegi í Siglufirði

BÍLL fannst á hvolfi á gamla veginum á leið upp í Hvanneyrarskál í Siglufirði í gærmorgun. Áætlar lögregla að bíllinn hafi oltið í fyrrinótt eða snemma í gærmorgun, en ekki er vitað hverjir voru á ferð í bílnum, eða hvort slys urðu á fólki við veltuna. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 232 orð

Búlgarskur gísl tekinn af lífi í Írak

SAMTÖK íslamskra öfgamanna í Írak hafa tekið af lífi búlgarskan gísl, sem þau hafa haft í haldi. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gærkvöld myndband frá mannræningjunum þar sem þetta kemur fram. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Deilt á forystu Framsóknar

HÖRÐ gagnrýni kom fram á forystu Framsóknarflokksins á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður um stöðu mála vegna fjölmiðlafrumvarps í gærkvöld og var greinilegt að sumum þótti forysta flokksins hafa brugðist í málinu. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

DNA-niðurstöður ókomnar

GERT var ráð fyrir að niðurstöður DNA-rannsóknar lögreglunnar í Reykjavík á blóði og lífsýnum sem aflað hefur verið vegna rannsóknar á hvarfi rúmleg þrítugrar konu sem síðast sást til heima hjá fyrrverandi sambýlismanni hennar, lægju fyrir í gær, en sýnt... Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 262 orð | 2 myndir

Ellefta brautin formlega vígð

UMFANGSMIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á 11. braut golfvallarins á Jaðri og í gær var brautin formlega vígð. Það voru þau Gunnar Sólnes og Karólína Guðmundsdóttir sem vígðu brautina en þau hafa verið lengst í Golfklúbbi Akureyrar af núlifandi... Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 274 orð

Fangelsi vegna líkamsárásar

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás á mann á götu á Akureyri í júní í fyrra og fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hóta varðstjóra lögreglunnar á Akureyri lífláti... Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð

Fá greitt samkvæmt kjarasamningi SFR

FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt að Starfsmannafélag ríkisstofnana (SFR) fari með samningsaðild fyrir 45 ófaglærða starfsmenn af geðdeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og að kjarasamningur SFR við ríkið frá því í mars 2001 gildi um laun og kjör... Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fleiri flytjast til Íslands en frá því

SKRÁÐAR voru 15.415 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá á öðrum ársfjórðungi 2004 skv. upplýsingum sem fengust frá Hagstofu Íslands. Þar af fluttu 8.610 innan sama sveitarfélags, 4.573 milli sveitarfélaga, 1.355 til landsins og 877 frá því. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 869 orð | 2 myndir

Flugumferð á Keflavíkurflugvelli fer vaxandi á nýjan leik

Bakslag varð í lendingum 2001 og árið 2002 voru þær ekki nema 8.840 en í fyrra jókst umferðin aftur en þá voru lendingar 9.500. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð

Frávik í öllum tryggingum

ÖKUTÆKI svissnesku ferðalanganna var ekki tryggt fyrir tjóni á undirvagni og er þá tryggingatakinn bótaskyldur. Að sögn Arnars Jónssonar hjá bílaleigu Hertz eru um sjö af hverjum tíu leigutökum með "góðar" tryggingar. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 141 orð | 1 mynd

Fræðsla vegna þjónustumiðstöðva

Reykjavík | Reykjavíkurborg hefur gert samning við sálfræðiþjónustuna Þel um handleiðslu og fræðslu vegna stofnunar þjónustumiðstöðva. Þetta kemur fram á fréttavef Reykjavíkurborgar. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð

Færri komast að en vilja

ÞRÁTT fyrir að um 1.500 stúlkur taki þátt í Gullmóti JB og Breiðabliks í knattspyrnu sem hefst í Kópavogi á morgun þá var ekki mögulegt að taka við umsóknum allra félaga sem óskuðu eftir að taka þátt. Þó er þetta um 400 keppendum fleira en í fyrra. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 745 orð | 1 mynd

Fæst innbrotin upplýsast

Fæst innbrot í stærsta sumarhúsahverfi landsins upplýsast nokkurn tíma og tilviljun ræður því oft hvort þau upplýsast. Í Árnessýslu, þar sem flesta bústaði er að finna, má reikna með að eitt af hverjum tíu innbrotum upplýsist að sögn lögreglu. Meira
14. júlí 2004 | Miðopna | 656 orð | 1 mynd

Gagnkvæmur skilningur afar mikilvægur

Kínverjar vilja eiga góð samskipti við Vesturlönd, ekki aðeins Bandaríkin og stóru Evrópuþjóðirnar heldur einnig lítil ríki eins og Ísland, sem ekki eiga aðild að Evrópusambandinu. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Gefa 100 kíló af kjúklingum

LÝSING hf. fjármögnun styrkti Fjölskylduhjálp Íslands með peningagjöf fyrir stuttu og var upphæðinni allri varið til kaupa á heilum frosnum kjúklingum hjá Ísfugli. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 327 orð | 2 myndir

Gefandi og skemmtilegt starf

Sandgerði | Áttatíu ungmenni úr unglingadeildum björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðvesturlandi voru á landshlutamóti við bæinn Nesjar í Hvalsneshverfi um helgina. Með þeim voru fjörutíu leiðbeinendur. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Hagsmunaaðilar fyrir allsherjarnefnd í dag

JÓN Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson, sem sæti áttu í starfshópi ríkisstjórnarinnar um undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslunnar, voru síðustu gestir sem boðaðir höfðu verið á fund allsherjarnefndar í gær. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 114 orð | 1 mynd

Holtasóley

Holtasóley er af rósaætt en ekki sóleyjarætt eins og íslenska heitið gefur tilefni til að halda. Blómin eru stór með hvítum krónublöðum sem oftast eru átta eins og viðurnafnið octopetala (8 krónublöð) gefur til kynna. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 172 orð | 2 myndir

Holtasóley með sterkar rætur

"ÉG tel holtasóley þjóðarblóm Íslands en hún er sérstök að því leyti að vera falleg hvort heldur á vori, sumri eða hausti. Þetta er eiginleiki sem fá blóm hafa," segir Helga R. Einarsdóttir, stuðningsfulltrúi og garðeigandi á Selfossi. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Hvatt til hjálmanotkunar

MEIRIHLUTI barna og unglinga, eða um 69%, notar ekki hjálma þegar þau eru að nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Kjartan Benediktsson, lét framkvæma 9. og 12. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 614 orð | 1 mynd

Hvetja þá sem bera ábyrgð til að gefa sig fram við lögreglu

UTANVEGAAKSTUR hefur ekki verið mjög alvarlegt vandamál á hálendinu í sumar og ætla má að skemmdirnar sem unnar voru í friðlandi að Fjallabaki hafi verið einstakt tilfelli. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 187 orð

Íbúar finna fyrir sprengingum

HAFNAR eru framkvæmdir við dýpkun hafnarinnar í Grindavík. Dýpkað verður í átta til níu metra innan hafnar og síðan gerður nýr viðlegukantur. Samið var við Hagtak hf. um framkvæmdina að loknu útboði. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 110 orð

Í mál vegna einkasölu ríkisins á áfengi

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ætlar að höfða mál á hendur sænska ríkinu vegna þeirrar stefnu að einungis ríkið megi selja áfengi í Svíþjóð. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ísbjörninn kveður

VERKTAKAR vinna nú að því að rífa niður Ísbjörninn, sem Bubbi Morthens gerði ódauðlegan í texta sínum Ísbjarnarblús. Stefnt er að því að húsið verði fjarlægt á næstu fjórum vikum. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Íshöll rís í eyðimörkinni

FORSETI Túrkmenistans, Saparmurat Niyazov, hefur skipað svo fyrir, að byggð skuli íshöll í þessu landi, sem er að mestu leyti eyðimörk. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Kröfðust brotthvarfs frá Írak

MÓTMÆLENDUM í Manila á Filippseyjum var haldið í skefjum með öflugum vatnsbyssum í gær, er þeir kröfðust þess að filippseysk stjórnvöld kölluðu heim herlið sitt frá Írak til þess að bjarga lífi filippseyska bílstjórans Angelos dela Cruz, sem... Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Landrek skekkir GPS-netið

VEGNA hreyfingar jarðflekanna er búist við, að um 20 sm skekkja komi sums staðar fram við nýja mælingu GPS-grunnstöðvanets Íslands, sem fara mun fram dagana 3.-15. ágúst. Síðast fór viðlíka mæling fram 1993. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd

Langaði í sveit og fórum að prófa okkur áfram

Í MIÐJUM Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, undir Ljósufjöllum, sést til stórra hvítra húsa frá þjóðveginum og margra íbúðarhúsa í hnapp. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 305 orð | 2 myndir

Laxá í Þing að koma til

Þröstur Elliðason, leigutaki á Nes- og Árnessvæðum Laxár í Aðaldal, sagði í gær veiði mjög að glæðast í ánni og nefndi sem dæmi að um morguninn hefðu menn sett í tíu laxa og náð að landa þar af fjórum. Af þeim voru tveir 12 og 15 pund. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð | 2 myndir

Loftferðasamningur gerður við Makaó

LOFTFERÐASAMNINGUR milli Íslands og Makaó var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Ao Man Long, ráðherra flutningamála og opinberra framkvæmda í Makaó, undirrituðu samninginn fyrir hönd... Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Margir stakir ísflekar sáust í ískönnunarflugi

LANDHELGISGÆSLA Íslands fór í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í gær. Lágþoka var töluverð svo ískönnunin fór mest megnis fram á ratsjá. Að sögn Thorbens Lund yfirstýrimanns er ísflug farið reglulega og enn oftar þegar ísinn er nálægt landi. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 175 orð

Meistaranám í lögfræði hafið á Bifröst

MEISTARANÁM í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst hófst sl. mánudag og er þetta í fyrsta sinn sem framhaldsnám í lögfræði er kennt við annan íslenskan háskóla en Háskóla Íslands. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mikill verðmunur milli hársnyrtistofa

VERÐMUNUR á þjónustu hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu nemur í sumum tilvikum hundruðum prósenta. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Mikil neyð vegna vatnavaxta í S-Asíu

TALIÐ er að tæplega sex milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín í nokkrum löndum Suður-Asíu af völdum vatnavaxta undanfarnar vikur en fullyrt er að flóð af völdum árstíðabundinna monsúnvinda og -rigninga séu með mesta móti í ár. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Minniháttar skjálftahrina

NOKKRIR minniháttar jarðskjálftar hafa mælst síðustu tvo sólarhringa skammt austan við Grindavík. Meira
14. júlí 2004 | Miðopna | 962 orð | 1 mynd

NATO eftir Istanbúl

Fyrir rúmri viku komu leiðtogar tuttugu og sex aðildarríkja NATO til mikilvægs fundar í Istanbúl. Var sérstaklega vel við hæfi að hittast í borg sem stendur á mótum tveggja heimsálfa. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 557 orð | 2 myndir

Nota Marshermi til að leita ummerkja lífs

VÍSINDAMENN við háskólann í Árósum hafa sett upp hermi sem líkir eftir aðstæðum á Mars á rannsóknarstofu sinni og nota hann til að rannsaka jarðveg og hvort líf sé að finna á reikistjörnunni. Dr. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 363 orð | 1 mynd

Ódauðleg bygging kvödd

Seltjarnarnes | Vinna við niðurrif Ísbjarnarins á Seltjarnarnesi er nú í fullum gangi og hefur þegar gengið nokkuð á húsið. Stefnt er að því að byggingin verði að fullu rifin, flokkuð og fjarlægð á næstu fjórum til sex vikum. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð

Ónákvæm skýrsla og villur í meðferð talna

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003 vera villandi og ekki gefa rétta mynd af stöðu ríkisútgjalda. Ónákvæmni í skýrslunni dragi mjög úr gildi hennar. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 141 orð

Poppsöngleikurinn Kyljur endurfluttur

POPPSÖNGLEIKURINN Kyljur sem er byggður á Bárðar sögu Snæfellsás verður fluttur á Sandaragleði sem haldin verður á Hellissandi dagana 16. og 17. júlí. Á föstudagskvöldinu er dansleikur með Landi og sonum í félagsheimilinu Röst. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 301 orð | 2 myndir

"Líf mitt er eins og vindarnir blása"

GREGORÍANSKIR lofgjörðarsöngvar hljóma um sali Braggans í Núpasveit í Öxarfirði til heiðurs Maríu mey. Bragganum hefur verið breytt úr fjárhúsi í fjölnotahús sem blasir við vegfarendum og þar stendur nú yfir myndlistarsýning eigandans og félaga. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

Ráðherra hafnar innflutningi lamadýra og strúta

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur hafnað umsóknum um innflutning á nokkrum tegundum dýra sem ekki hafa stigið fæti á íslenska grund, svo vitað sé. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 286 orð

Ráðherraráði Evrópusambandsins veitt ofanígjöf

ÆÐSTI dómstóll Evrópusambandsins úrskurðaði í gær, að sú ákvörðun ráðherraráðsins í nóvember sl. að hafast ekkert að þótt Þjóðverjar og Frakkar hefðu brotið gegn stöðugleikasáttmálanum hefði verið röng. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Reikna með allt að 20 sm skekkju

LANDMÆLINGAR Íslands áforma að endurmæla GPS grunnstöðvanet landsins dagana 3. til 15. ágúst nk. í samvinnu við á fjórða tug stofnana og sveitarfélaga. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Ræddi mannréttindi við varaforseta þings Kína

ÖGMUNDUR Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og formaður BSRB, gerði mannréttindabrot að umtalsefni á fundi með varaforseta kínverska þingsins og öðrum kínverskum ráðamönum sem dvalist hafa á Íslandi undanfarna daga í... Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 61 orð

Sígræn djasslög | Kvartett Kára leikur...

Sígræn djasslög | Kvartett Kára leikur á fjórða heita fimmtudeginum í Deiglunni við Kaupvangsstræti á fimmtudagskvöld, 14. júlí, kl. 21.30. Kvartettinn er skipaður Kára Árnasyni, trommur, Tómasi R. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 36 orð

Skoða iðjukosti | Byggðaráð Húnaþings vestra...

Skoða iðjukosti | Byggðaráð Húnaþings vestra kaus á fundi sínum fyrir skömmu nefnd til að skoða iðjukosti innan sveitarfélagsins. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 176 orð

Stefnt að útsendingu í opinni dagskrá

SKJÁR einn skrifaði undir þriggja ára samning við Premier League í Englandi um sýningarrétt á ensku knattspyrnunni í gær og verður fyrsta útsendingin 14. ágúst þar sem sýnt verður frá leik Liverpool og Tottenham. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 134 orð | 1 mynd

Stoltur af sínu fólki | Þjálfari...

Stoltur af sínu fólki | Þjálfari krakkanna á Raufarhöfn er ánægður með keppendur sína og árangur þeirra á Ásbyrgismótinu sem fram fór um helgina. Segir hann í bréfi sem birt er á vef Raufarhafnarhrepps að þau hafi staðið sig frábærlega. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 136 orð

Stærsta flugfélag Perú kyrrsett

YFIRVÖLD í Perú hafa sett flugbann á stærsta flugfélag landsins, Aero Continente, þar sem tryggingar þess þraut og ekki var búið að finna tryggingafélag sem vildi tryggja félagið. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 68 orð

Sundlaugin lokuð | Framkvæmdir standa nú...

Sundlaugin lokuð | Framkvæmdir standa nú yfir við nýju íþróttamiðstöðina við Grenivíkurskóla, en þar er verið að byggja nýja búningsaðstöðu við íþróttahúsið og í leiðinni að bæta við húsnæði grunnskólans. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 263 orð

Taldi engan vafa á því hvernig málið færi

"ÞAÐ ER alltaf gott að vera réttum megin við dómaraniðurstöður. Við erum nokkuð sátt við þetta," segir Jens Andrésson, formaður Félags starfsmanna ríkisstofnana (SFR), um dóm Félagsdóms. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Treysta sér í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn

VINSTRI-GRÆNIR geta starfað í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum eins og öðrum stjórnmálaflokkum í borgarstjórn Reykjavíkur eftir næstu sveitarstjórnarkosningar, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 93 orð

Túrhestar

Stefán Þorláksson, menntaskólakennari á Akureyri, var um áratugi leiðsögumaður þýskra ferðamanna og hafði gaman af því að segja af þeim sögur. Kallaði hann þá jafnan túrhesta. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 237 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð Súgfirðinga

Suðureyri | Félagsskapurinn Mansavinir hélt áttundu Sæluhelgina hátíðlega á Suðureyri um helgina, en Sæluhelgin varð til utan um marhnútaveiðikeppni ungmenna í bænum, sem þekkist sem Mansakeppnin, en hún hefur staðið í sautján ár. Meira
14. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Uxakerrur í stað sjúkrabíla

STJÓRNVÖLD í Zimbabwe hafa tekið í notkun nýja gerð "sjúkrabíla", það er að segja uxakerrur. Andstæðingar Roberts Mugabes forseta segja, að með stjórnarháttum sínum sé hann að færa landið aftur á steinöld. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Útiþurrkaðir hausar á leið í langferð

FISKHAUSARNIR stara tómum augum, og lyktin leynir sér ekki. Bryndís Guðmundsdóttir og maður hennar, Sigurður Hreinsson, starfrækja fiskþurrkunina að Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Vegagerð í fullum gangi á Tjörnesi

UNNIÐ er að nýbyggingu 11,7 km. vegarkafla frá Breiðuvík að Bangastöðum á Tjörnesi og að því loknu verður kominn vegur með bundnu slitlagi frá Húsavík austur í Öxarfjörð. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 41 orð

Vilja flytja bókasafnið | Bæjarráð Húsavíkur...

Vilja flytja bókasafnið | Bæjarráð Húsavíkur hefur falið forseta bæjarstjórnar og fræðslufulltrúa að ganga til viðræðna við Héraðsráð Suður-Þingeyjarsýslu um nýtt húsnæði fyrir Bókasafnið á Húsavík. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

VSÓ áfrýjar dómi héraðsdóms

VSÓ ráðgjöf ehf. hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en fyrirtækið var í apríl dæmt til að greiða Umhverfisrannsóknum ehf. rúmlega eina milljón króna í vinnulaunamáli. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Ylur í kroppinn í Grettislaug

Mörgum finnst fátt notalegra en að hvolfa sér ofan í heita Grettislaug á Reykjaströnd undir Tindastóli, eftir erfiða daglanga göngu yfir fjallið. Jarðhitinn þarna á sér langa sögu sem að líkum lætur. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Þjófar herja á illa varða bústaði

INNBROTUM í sumarbústaði hefur fækkað undanfarin ár, en mun færri innbrot upplýsast. Í Árnessýslu, þar sem flestir bústaðir eru, má reikna með að eitt innbrot af hverjum tíu upplýsist, og þá jafnvel fyrir tilviljun. Meira
14. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Þriggja vagna árekstur í Hafnarfirði

ÞRÍR farþegar og einn ökumaður strætisvagns voru fluttir á slysadeild Landspítalans með minniháttar meiðsl eftir árekstur þriggja strætisvagna við hringtorg við Fjarðargötu á móts við bensínstöð Olís í Hafnarfirði í gær. Meira
14. júlí 2004 | Minn staður | 76 orð

Þúsund kílómetra girðing | Landgræðslugirðingar á...

Þúsund kílómetra girðing | Landgræðslugirðingar á vegum Landgræðslunnar eru um 150 talsins víðs vegar um landið og eru þær tæplega eitt þúsund kílómetrar að lengd. Um 3% landsins eru innan landgræðslugirðinga. Kemur þetta fram á landbunadur. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júlí 2004 | Leiðarar | 382 orð

Ímynd Rússlands

Pútín Rússlandsforseti flutti ræðu í fyrradag á fundi með sendiherrum Rússlands víða um heim, sem haldinn var í Moskvu. Í ræðu þessari vék forseti Rússlands m.a. Meira
14. júlí 2004 | Leiðarar | 458 orð

Ísraelar og Alþjóðadómstóllinn

Ísraelar lýstu yfir því í gær að tekið yrði til skoðunar að nýju hvar múrinn, sem reistur hefur verið til að loka af svæði Palestínumanna, muni liggja. Búist er við því að nýjar áætlanir um legu múrsins verði lagðar fram í lok þessarar viku. Meira
14. júlí 2004 | Leiðarar | 255 orð | 1 mynd

Vinstri-grænir og Sjálfstæðisflokkur

Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, skrifar vinsamlega um samstarf Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn í Skagafirði á vefsíðu VG fyrir skömmu. Meira

Menning

14. júlí 2004 | Tónlist | 196 orð | 1 mynd

Allir sem lagi geta valdið

AÐRA helgi verður blásið til gospelmóts í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en síðast mættu rúmlega 120 þátttakendur til leiks, á aldrinum 8 til 80 ára, og yfir 400 manns mættu á lokatónleika hátíðarinnar. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Andlit norðursins

FACE NORTH-fyrirsætukeppnin var haldin í fyrsta sinn á Broadway síðastliðið laugardagskvöld. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 187 orð | 1 mynd

Breyting á tilhögun

TÓNLEIKAR rapparans 50 Cent og félaga hans í G-unit fara fram í Egilshöll 11. ágúst sem kunnugt er. Miðasala gengur að sögn aðstandenda vel og hefur nú um helmingur miða selst. Meira
14. júlí 2004 | Tónlist | 584 orð | 1 mynd

Fegurð7

Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar flutti verk eftir John Tavener, staðartónskáld í Skálholti. Einsöngvarar: Hrólfur Sæmundsson og Margrét Stefánsdóttir; organisti: Steingrímur Þórhallsson. Laugardag kl. 15.00. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 253 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Söngvarinn og mannúðarsinninn Bono hefur lofað framtak Gordons Brown , fjármálaráðherra Breta í alnæmismálum, en frá þessu er greint á fréttaveitunni Ananova . Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Ísraelskur dómstóll hefur fallist á kröfu ísraelska kontratenórsins Davids Daors um lögbann á sýningu kvikmyndarinnar Shrek 2 , sem hefur verið talsett á hebresku. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Geimgrín

GRÍNMYNDIN Spaceballs eftir Mel Brooks er meistaralegt háð, þar sem geim- og stjörnustríðsmyndir eru dregnar sundur og saman. Við fylgjumst með hetjunni Lone Star, sem er samansettur úr Loga Geimgengli og Hans Óla og sigrum hans og sorgum í geiminum. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Grænn og vænn

Skrekkur snýr aftur í hópi góðkunningja sem og nýrra vina. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 41 orð | 1 mynd

Kyrjað í klausturgarði

LEIKARAR Mariinskíj-leikhússins settu á dögunum upp óperu Nikolai Rimskíj-Korsakovs, Goðsögnin um ósýnilegu borgina Kitezh, við klaustur í bænum Tikhvin, sem er u.þ.b. 220 km frá Pétursborg í Rússlandi. Meira
14. júlí 2004 | Myndlist | 293 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Norræna húsið

Opið kl. 12-17 alla daga nema mánudaga. Sýningu lýkur 29. ágúst. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 367 orð | 1 mynd

Nafnlaus skuggi

Shadow Without a Name eftir Ignacio Padilla. 192 síðna kilja. Schribner gefur út 2003. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 72 orð | 2 myndir

Parker slær líka í gegn hér

PETER Parker gerði það svo sannarlega gott í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. 13.000 manns fóru að sjá Köngulóarmanninn 2 þessa frumsýningarhelgi, sem er met í júlí. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 303 orð | 1 mynd

"Ný" Bítlalög fundust í gamalli ferðatösku

BRESKUR ferðamaður, sem keypti gamla ferðatösku á flóamarkaði í smábæ nálægt Melbourne í Ástralíu, varð heldur betur hissa þegar hann opnaði töskuna og sá að í henni voru segulbönd merkt Abbey Road - The Beatles, tónleikadagskrár og um 400 ljósmyndir. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 437 orð

Rokk.is þjónar grasrótinni

Rokk.is er merkilegur vefur. 10. júlí átti þetta athvarf grasrótarinnar í íslenskri tónlist þriggja ára afmæli. Vefurinn var stofnaður af hugsjónamönnum og gengur út á að gera tónlistarfólki kleift að koma verkum sínum á framfæri, því að kostnaðarlausu. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 245 orð | 1 mynd

Rússnesku íkoni skilað

JÓHANNES Páll páfi II ætlar að skila rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni íkoni sem nefnist María guðsmóðir frá Kazan á fundi sínum með Alexis II, yfirbiskupi Moskvu, í september nk. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

...Sambaboltanum

AMERÍKUBIKARINN í knattspyrnu eða Copa America fer fram nú um stundir í Perú og sendir Sýn út frá keppninni. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 976 orð | 3 myndir

Starfað á alþjóðlegum vettvangi

Íslenskir myndlistarmenn eru að gera margt gott erlendis um þessar mundir og yfirleitt. Dæmi um það er, eins og Inga María Leifsdóttir komst að, Ólafur Árni Ólafsson sem opnaði sýningu í Eplinu í Amsterdam í síðustu viku og tekur þátt í samsýningu nokkurra íslenskra listamanna sem var opnuð í Belgíu um helgina. Meira
14. júlí 2004 | Tónlist | 242 orð

TÓNLIST - Norræna húsið

Quattro Musicanti fluttu tónlist eftir Corelli, Ziani, Bach, Telemann, Purcell, Händel og fleiri. Fimmtudagur 8. júlí. Meira
14. júlí 2004 | Menningarlíf | 201 orð | 1 mynd

Völd að hjartaáfalli?

JOHN Schlesinger kvikmyndaleikstjóri ásakar söng- og leikkonuna Madonnu um að hafa stuðlað að hjartaáfalli sínu í bréfum sem fundust eftir dauða hans. Meira

Umræðan

14. júlí 2004 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Á hvaða vegferð er Morgunblaðið?

Ögmundur Jónasson fjallar um stefnu Morgunblaðsins: "Hvað um leiðarahöfunda dagblaða, eru þeir marktækir? Eru menn ekki komnir út á hálar brautir þegar fjallað er um þjóðmálaumræðuna á þennan hátt?" Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Bein fyrirmæli stjórnarskrárinnar skulu ráða

Hróbjartur Jónatansson fjallar um fjölmiðlafrumvarpið: "Vekja ber athygli á því að hinu nýja frumvarpi er bersýnilega ætlað að hafa stjórnskipuleg áhrif, þ.e. að nema úr gildi stjórnarskrárbundin fyrirmæli." Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 287 orð

Er nú ekki nóg komið?

RÍKISSTJÓRNIN reynir nú að mistúlka 26. grein stjórnarskrárinnar sem ótvírætt heimilar forseta Íslands að synja lögum og skjóta þeim til þjóðarinnar og að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu eins fljótt og kostur er. Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 224 orð

Hvað skal gera?

Í KJÖLFAR hinnar misvísandi umræðu um túlkun á 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, og yfirlýstra skoðana Jóns Steinars um að Alþingi sé frjálst að afturkalla óstaðfest lög og leggja fram önnur áþekk á sama tíma, vegna þess að 26. Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 1483 orð

Ljótur leikur

Frá upphafi og til þessa dags hafa föðurnum verið boðnar sættir í þessu máli. Honum hefur aldrei verið synjað um umgengni við dóttur sína, þegar hann hefur komið til landsins og leitað eftir því, eins og hann þó ranglega heldur fram. Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 165 orð

Lögmaður eða kjaftakerling?

SÁ MIKILSVIRTI lögmaður Ragnar Aðalsteinsson, fyrrum formaður Lögmannafélagsins, fer mikinn í fjölmiðlum þessa dagana. Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 286 orð

Samtalið botnað

Á KAFFISTOFUNNI í Þjóðarbókhlöðunni geri ég mér engan mannamun. Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Takk, Skagfirðingar

Gísli Páll Pálsson fjallar um landsmót UMFÍ: "Framkvæmd og skipulagning þess er risastór rós í hnappagat þeirra." Meira
14. júlí 2004 | Aðsent efni | 706 orð | 1 mynd

Tveir prófessorar í stjórnskipunarrétti

Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um fjölmiðlafrumvarpið: "Mér leikur forvitni á að heyra hvað Eiríkur hefur að segja um dóminn. Telur hann niðurstöðuna rétta eða ranga?" Meira
14. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 335 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Bensínverð á Íslandi ÉG var að enda við að lesa grein í Fjarðarpóstinum þar sem Atlantsolía er óhress með slagorð Orkunnar. Þeir hafa notast við ",Orkan alltaf ódýrust!" og nú einnig "Orkan bensín er alstaðar ódýrast! Meira

Minningargreinar

14. júlí 2004 | Minningargreinar | 119 orð | 1 mynd

EVA BJÖRK EIRÍKSDÓTTIR

Eva Björk Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1977. Hún lést á Landspítalanum mánudaginn 21. júní og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 29. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2004 | Minningargreinar | 3360 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR STEFÁN KARLSSON

Guðmundur Stefán Karlsson fæddist í Reykjavík 18. október 1918. Hann andaðist á Vífilsstöðum laugardaginn 3. júlí 2004. Foreldrar hans voru Guðlaug Pétursdóttir, f. að Hólshúsum í Gaulverjabæjarhreppi 27. mars 1882, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2004 | Minningargreinar | 5241 orð | 1 mynd

GUNNAR CHRISTIANSEN

Gunnar Christiansen fæddist á Skála í Færeyjum 12. mars 1948. Hann lést 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anton Christiansen, f. 5. mars 1915, d. 12. október 1970, og Semona Christiansen, f. 22. júlí 1923, d. 26. febrúar 1998. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2004 | Minningargreinar | 2205 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR

Sigríður Guðrún Sveinsdóttir fæddist á Ísafirði 8. ágúst 1932. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi sunnudaginn 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhelmína Einarsdóttir, húsmóðir og Sveinn Marteinsson, bifvélavirki. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

14. júlí 2004 | Sjávarútvegur | 211 orð | 1 mynd

Góð staða vestanhafs

SAMKVÆMT skýrslu NOAA, stofnunar sem fer með málefni hafsins og andrúmsloftsins í Bandaríkjunum, hefur fiskveiðistjórnunin haft jákvæð áhrif á stöðu fiskstofna við landið. Meira
14. júlí 2004 | Sjávarútvegur | 169 orð | 1 mynd

Lýsi hf. flytur á Fiskislóð

LÝSI hf. hyggst hefja framleiðslu í nýrri verksmiðju á næsta ári og flytja um leið alla starfsemi sína í nýtt húsnæði sem nú er verið að reisa undir starfsemina við Fiskislóð í Reykjavík. Meira

Viðskipti

14. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 546 orð

Bankakreppa í Rússlandi

ÓTTAST er að ný bankakreppa sé í uppsiglingu í Rússlandi, en aukinn fjármagnsflótti úr landinu og minnkandi bjartsýni neytenda hafa neytt nokkra banka til að loka dyrum sínum og aðra til að grípa til harkalegra aðgerða til að koma í veg fyrir að þeim... Meira
14. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Domino's á markað

BANDARÍSKA pitsukeðjan Domino's mun á næstunni metta fleira en maga, því fjárfestar munu geta satt hungur sitt eftir hlutabréfum með kaupum í fyrirtækinu. Meira
14. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 154 orð | 1 mynd

Google fer hefðbundna leið

BANDARÍSKA fyrirtækið Google Inc., sem rekur samnefnda leitarvél á Netinu, hefur ákveðið að skrá hlutabréf sín í Nasdaq-kauphöllinni en ekki í kauphöllinni í New York, NYSE . Meira
14. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Hækkunin heldur áfram

HLUTABRÉF í Kauphöll Íslands héldu áfram að hækka í gær og endaði Úrvalsvísitalan í 3.037 stigum eftir 1,2% hækkun yfir daginn. Vátryggingafélag Íslands , VÍS, hækkaði allra félaga mest, um 5,6%, og hefur það verið á hraðri uppleið síðustu daga og vikur. Meira
14. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 322 orð | 1 mynd

Marks & Spencer snýst til varnar

BRESKA verslanakeðjan Marks & Spencer hefur snúist til varnar gegn yfirtökutilraunum Philips Greens. Stuart Rose, nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins, kynnti í byrjun vikunnar nýja áætlun sína um framtíð þess. Meira
14. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 204 orð | 1 mynd

Ranghermi um Actavis í kauphöllinni í Makedóníu

HALLDÓR Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta Actavis, segir að Actavis sé ekki að tala við makedóníska lyfjafyrirtækið Alkaloid AD Skopje. Meira

Daglegt líf

14. júlí 2004 | Daglegt líf | 247 orð | 2 myndir

Allt að 375% munur á hæsta og lægsta verði

ÞAÐ munar allt að 329% á verði á klippingu fyrir fjögurra ára barn og munur á hæsta og lægsta verði á lagningu nemur 330%. Þá er 375% mismunur á lægsta og hæsta verði á stífum hárblæstri. Meira
14. júlí 2004 | Daglegt líf | 380 orð | 2 myndir

Frekar hugsjón en ávinningur

"ÞETTA er ekki ávinningur heldur frekar hugsjón og ég hef virkilega gaman af þessu," segir Hafdís Berg Gísladóttir, gistihússtjóri í Snæfellsbæ. Meira
14. júlí 2004 | Daglegt líf | 301 orð | 1 mynd

Ungversk gúllassúpa

Kjötréttir eru meðal þess sem einkennir matarmenningu í Ungverjalandi og papriku nota þeir mikið í sinn mat. En Ungverjar eru líka frægir fyrir gómsæta eftirrétti. Meira

Fastir þættir

14. júlí 2004 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, 14. júlí, er áttræð Ingveldur Helga Sigurðardóttir (Lilly), kaupmaður og hannyrðakona . Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum á heimili sínu, Nesbala 7, kl.... Meira
14. júlí 2004 | Dagbók | 47 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

100 ÁRA afmæli. Á morgun, 15. júlí, verður 100 ára frú Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað, Langholtsvegi 15, Reykjavík. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum að koma og gleðjast með sér í safnaðarsal Áskirkju á afmælisdaginn kl. 17. Meira
14. júlí 2004 | Fastir þættir | 128 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Vestur finnur strax aumasta blettinn þegar hann spilar út hjartadrottningu gegn fjórum spöðum suðurs. Meira
14. júlí 2004 | Viðhorf | 942 orð

Í dag er ég kona

Að sjálfsögðu fylgdi þessu "ástandi" mikil skömm enda ekki úr vegi að skammast sín, a.m.k. einu sinni í mánuði, fyrir að vera kona. Meira
14. júlí 2004 | Dagbók | 359 orð | 1 mynd

Íslenskur kór syngur á ólympíumóti

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík tekur, fyrstur íslenskra kóra, þátt í ólympískri kórakeppni, Choir Olympics, sem fram fer í Þýskalandi. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn, að þessu sinni á tveimur stöðum í Þýskalandi, Bremen og Bremerhaven. Meira
14. júlí 2004 | Dagbók | 34 orð

LEIÐRÉTT

Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins á mánudag um Brynjar Sigurðsson trillusjómann var farið rangt með nafn trillunnar. Trillan heitir Dögg en ekki Sjöfn eins og stóð í fréttinni og er beðist velvirðingar á... Meira
14. júlí 2004 | Dagbók | 36 orð

Orð dagsins: Og þá munuð þér...

Orð dagsins: Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. (Jer. 30, 22.) Meira
14. júlí 2004 | Dagbók | 397 orð | 1 mynd

Pílagrímaganga til Skálholts

Bernharður Guðmundsson er fæddur 1937. Hann lauk guðfræðinámi frá HÍ 1962. Árið 1970 gerðist hann æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Bernharður lauk námi til meistaraprófs í fjölmiðlun 1979 og var fréttafulltrúi kirkjunnar frá 1979 til 1989. Hann gerðist þá fræðslustjóri kirkjunnar og gegndi því starfi til 1991. Bernharður var yfirmaður ráðgjafardeildar Lútherska heimssambandsins í Genf frá 1991 til 1999. Hann hefur verið rektor Skálholtsskóla frá 2001. Meira
14. júlí 2004 | Fastir þættir | 183 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Dc7 5. 0-0 Rd4 6. He1 a6 7. Bc4 d6 8. h3 e6 9. a4 Be7 10. d3 0-0 11. Be3 Rxf3+ 12. Dxf3 b6 13. Ba2 Bb7 14. d4 cxd4 15. Bxd4 Bc6 16. De3 b5 17. axb5 axb5 18. b4 Db7 19. Bb3 Hxa1 20. Hxa1 Ha8 21. He1 h6 22. f4 He8 23. Meira
14. júlí 2004 | Dagbók | 49 orð | 1 mynd

Stjörnuleit í aðsigi

Tónlist | Senn líður að fyrstu áheyrnarprófum Idol-Stjörnuleitar. Byrjað verður 28. ágúst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík, þá verður haldið til Vestmannaeyja, Ísafjarðar, Akureyrar og loks Egilsstaða. Skráning er hafin á stod2. Meira
14. júlí 2004 | Fastir þættir | 309 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er nýkominn frá útlöndum og í fríhöfninni gleymdi hann tveimur pokum með fríhafnarvarningi og matvöru og barnakerru. Meira

Íþróttir

14. júlí 2004 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Ásdís náði draumakasti

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni tryggði sér sæti í úrslitum spjótkastsins á heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri í gær í frjálsíþróttum í Grosseto á Ítalíu. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

* BANDARÍSKI kylfingurinn Tiger Woods mun...

* BANDARÍSKI kylfingurinn Tiger Woods mun leika í ráshóp með Ástralanum Greg Norman fyrstu tvo dagana á Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn á Troon-vellinum. Að auki verður Englendingurinn Lee Westwood með í þessum ráshóp. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 139 orð

Blind kona setti bandarískt met

"ÉG veit ekki hvernig ég á að haga mér eftir slíkan dag, ég er á leiðinni á Ólympíuleikana og setti þar að auki bandarískt met," sagði hin þrítuga Tiombe Hurd sem tryggði sér sigur á bandaríska úrtökumótinu í frjálsíþróttum í Sacramento í... Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 98 orð

Dómarar bendlaðir við mafíuna

TVEIR dómarar í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu hafa verið settir í bann eftir að hafa verið bendlaðir við rannsókn lögreglunnar í Napólí sem snýr að ólöglegum veðmálum og að hafa haft áhrif á úrslit leikja. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 234 orð

Ekki spurning um gæði

SIGURSTEINN Gíslason stjórnaði Víkingum á hliðarlínunni í fjarveru Sigurðs Jónssonar sem var í leikbanni. "Ég er ekki sáttur því ég hefði að sjálfsögðu viljað fá þrjú stig á heimavelli. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Enn herja meiðsl á KR

KRISTINN Hafliðason, miðjumaðurinn sterki hjá KR-ingum, getur ekki verið með í leiknum gegn Shelbourne í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum við Fylki á laugardaginn. Kristinn lenti illa á öxlinni í síðari hálfleik og fór úr lið við viðbeinið. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

* EYJÓLFUR Héðinsson , miðjumaðurinn ungi...

* EYJÓLFUR Héðinsson , miðjumaðurinn ungi og efnilegi úr Fylki , hefur fengið boð frá enska 1. deildarliðinu Ipswich um að koma til félagsins til reynslu. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 276 orð

Fimm íslensk lið á Evrópumótin

FIMM íslensk félagslið eru skráð til leiks á Evrópumótunum í handknattleik á komandi keppnistímabili og hafa þau ekki verið fleiri í háa herrans tíð. Karlaliðin eru þrjú, Haukar, Valur og Fram, og kvennaliðin tvö, ÍBV og Valur. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 240 orð

Hannes hefur rætt við FH

ÚRVALSDEILDARLIÐ FH-inga í knattspyrnu gæti styrkst mikið á síðari helmingi tímabilsins. Eins og fram kom í blaðinu í gær er Davíð Þór Viðarsson á leið til FH í láni frá norska liðinu Lilleström og annar fyrrum leikmaður Hafnarfjarðarliðsins, Hannes Þ. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 24 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Forkeppni Meistaradeildar Evrópu, 1. umferð, fyrri leikur: Laugardalsvöllur: KR - Shelbourne 20 Efsta deild karla, Landsbankadeild: Keflavíkurvöllur: Keflavík - KA 19.15 Hásteinsvöllur: ÍBV - Grindavík 19. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 99 orð

Karen Burke frá vegna meiðsla

KAREN Burke, hin reynda enska knattspyrnukona sem leikur með ÍBV, verður ekki með Eyjaliðinu í næstu leikjum vegna meiðsla. Karen meiddist á hné í leiknum gegn Val á dögunum og í ljós hefur komið að liðband skaddaðist. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 169 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Víkingur...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Víkingur - Fram 0:0 Staðan: Fylkir 1054115:819 FH 1045116:1117 ÍA 1044212:916 KR 1034313:1213 ÍBV 933314:1112 KA 932410:1211 Víkingur R. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 487 orð | 1 mynd

Markalaust í baráttuleik

ÞAÐ var mikið í húfi þegar Víkingur og Fram mættust í Víkinni í gærkvöld. Bæði lið eru að berjast við falldrauginn og einkenndist leikur liðanna af því. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 675 orð | 1 mynd

"Mótherjar í svipuðum styrkleika og við"

ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga mæta í kvöld írska liðinu Shelbourne í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu og fer leikurinn fram í Laugardal og hefst klukkan 20. Shelbourne hefur um árabil verið besta lið Írlands, m.a. meistari tvö síðustu ár. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 445 orð

"Rangers væri fínn kostur"

"MÉR sýnist á öllu að ég verði í hálfgerðu sumarfríi hér á Spáni. Liðið fer í æfingabúðir á fimmtudag og ég er einn af þremur leikmönnum liðsins sem er ekki á listanum yfir þá 25 leikmenn sem fara í æfingabúðirnar hjá Real Betis," sagði íslenski landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson í gær í samtali við Morgunblaðið en hann er staddur í Sevilla á Spáni. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 306 orð

Rúmlega 1.500 keppendur

Gullmót JB og Breiðabliks fagnar 20 ára afmæli sínu um helgina er mótið fer fram í 20. sinn. Metþátttaka er á mótinu að þessu sinni þar sem knattspyrnukonur á aldrinum 6-16 ára verða í aðalhlutverki. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 192 orð

Skagamenn fá engan liðstyrk fyrir lokaátökin

"ÞAÐ er enginn framherji á leið til okkar og eins og staðan er í dag þá er mjög ólíklegt að við fáum liðsstyrk fyrir lokaátökin á Íslandsmótinu," sagði Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 134 orð

Víkingur R.

Víkingur R. 0:0 Fram Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 10. umferð Víkingsvöllur Þriðjudaginn 13. júlí 2004 Aðstæður: Sterkur hliðarvindur, skýjað og ágætur völlur Áhorfendur: 1011 Dómari: Magnús Þórisson, Keflavík, 4 Aðstoðardómarar: Gunnar Sv. Meira
14. júlí 2004 | Íþróttir | 143 orð

Þórey Edda sigraði á Spáni

STANGARSTÖKKVARINN Þórey Edda Elísdóttir lenti í 1. sæti á móti í Salamanca á Spáni í gærkvöld. Þórey Edda stökk 4,50 metra en hún á Íslandsmetið og Norðurlandametið í stangarstökki utanhúss en það er 4,54 metrar. Meira

Bílablað

14. júlí 2004 | Bílablað | 413 orð | 1 mynd

Allt getur gerst um helgina í torfærunni

Þriðja og fjórða umferð í heimsbikarmótinu í torfæruakstri fer fram hér á landi næstkomandi laugardag og sunnudag. Fyrri umferðir fóru fram í Noregi í maí og nú munu fimm Norðmenn og einn Svíi mæta og takast á við íslensku víkingana. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 762 orð | 6 myndir

Ferðast á fyrsta farrými

NÝJASTA æðið sem hefur gripið landann er stór hjólhýsi með öllum þægindum. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 79 orð

Fjórhjóladrifinn Saab

Saab hyggur á framleiðslu sjö manna 4x4 bíls í samvinnu við Subaru. Fyrir nokkru kom á markað Saab 9-2X, sem þykir líkur Subaru Impreza, og fæst einungis í Bandaríkjunum. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 279 orð | 2 myndir

Lok, lok og læs...

Kerru stolið. Það er ekki óalgengt að auglýst sé eftir stolinni kerru, tjaldvagni og öðrum eftirvögnum í smáauglýsingum og lesendadálkum. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 140 orð

Lögum um VW ekki breytt

ÞÝSK stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau hygðust ekki afnema lög sem koma í veg fyrir yfirtöku á bílaframleiðandanum Volkswagen. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 168 orð | 1 mynd

Routemaster úr notkun

RAUÐU tveggja hæða Routemaster-strætisvagnarnir hafa um áratugaskeið verið meðal helstu kennimerkja Lundúna, en nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að taka þá úr notkun á næstu mánuðum og unnendur vagnanna um víða veröld keppast um að kaupa þá. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 549 orð | 1 mynd

Schumacher kemur sjálfum sér á óvart

MICHAEL Schumacher er líklega sá eini sem enn er forviða þegar hann ekur til sigurs í Formúlu-1. Það virðist orðið jafnsjálfsögð venja og að köflótta flaggið fellur í leikslok og kampavíninu er sprautað á verðlaunapalli að hann standi á efsta þrepi hans. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 55 orð

Skoda Superb Comfort 1.9 TD

Vél: 1.896 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, pumpudísil. Afl: 130 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 285 Nm við 1.750 snúninga á mínútu. Hröðun: 10,4 sekúndur (beinskiptur). Hámarkshraði: 205 km/ klst (beinskiptur). Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 809 orð | 6 myndir

Superb fyrir leigubílstjóra og aðra

Skoda hefur smíðað bíla síðan 1905 og er því einn af elstu bílaframleiðendum heims. Meira
14. júlí 2004 | Bílablað | 29 orð

TEC Weltbummler 560 TDF

Lengd (með beisli): 7,51 metri. Breidd: 2,48 metrar. Eigin þyngd: 1.290 kg. Heildarþyngd: 1.600 kg. Svefnpláss: Fjórir. Búnaður: Truma-hitakútur, ísskápur, gaseldavél, útvarp/geislaspilari, ferðasalerni, sturta o.fl. Verð: 2.485.216 kr. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.