Greinar sunnudaginn 18. júlí 2004

Fréttir

18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð

Á batavegi eftir bílslys

KARLMAÐURINN sem ekið var á í Ártúnsbrekku aðfaranótt miðvikudags er á batavegi á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn læknis er hann kominn úr öndunarvél. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Ásdís varð í 6. sæti á HM

ÁSDÍS Hjálmsdóttir, Ármanni, varð í sjötta sæti í spjótkasti á heims-meistara-móti unglinga, 19 ára og yngri, í frjáls-íþróttum í Grosseto á Ítalíu síðdegis á fimmtudag. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð

Bensínið 4 krónum ódýrara í Hafnarfirði

UM fjögurra króna verðmunur er á meðalverði bensíns í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum Hafnarfirði og Kópavogi. Meðalverð á 37 bensínstöðvum í Reykjavík er 105,31 króna á 95 oktana bensíni og 47,24 krónur á dísilolíu. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Birgðir lambakjöts minnka

BIRGÐASTAÐA í lambakjöti er mun betri nú en á sama tíma í fyrra. Tekist hefur að minnka birgðir um 400 tonn í samræmi við áætlanir sem gerðar voru á síðasta ári. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð

Blair hreinsaður

Bresk nefnd segir að upplýsingar bresku leyni-þjónustunnar um meint gereyðingar-vopn Íraka hafi verið ótraustar og "meingallaðar". Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Dundað fyrir utan Langa Manga

VEÐRIÐ hefur svo sannarlega leikið við Vestfirðinga undanfarna daga og fór þessi þriggja ára snót, hún Margrét Marsibil Friðriksdóttir, ekki varhluta af þeirri blessun. Stúlkan er í heimsókn á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð

Ekki meiri snjór í sveigðum garði

LÖGUN snjóflóðavarnargarða getur verið mismunandi. Á Flateyri hafa verið reistir svokallaðir leiðigarðar en þeir eru byggðir þannig að snjórinn rennur meðfram görðunum og framhjá byggðinni. Aðstæður leyfa ekki slíkt alls staðar og í Neskaupstað þurfti t. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 638 orð | 1 mynd

Ekki verða öll frumvörp lög

Nú stendur yfir 130. löggjafarþing en þingin hafa verið númeruð frá árinu 1845. Alþingi er sett 1. október ár hvert og stendur í heilt ár nema þegar kosningar eru en þá er þing boðað fljótlega eftir kosningar og svo aftur að hausti. Meira
18. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Fimm ákærðir vegna eldsvoða í barnaskóla

INDVERSKA lögreglan handtók í gær fimm stjórnendur barnaskóla fyrir vanrækslu í starfi vegna eldsvoða sem varð að minnsta kosti 90 börnum að bana í bænum Kumbakonam á sunnanverðu Indlandi í fyrradag. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Fiskhausar í norðanvindi í Grímsey

FÉLAGAR "Icelandic sound company" heimsóttu Grímsey til að æfa og frumflytja nýstárlega tónlist. Þar vinna allir hljóðfæraleikararnir með hljóðnemum og hljóðbreytitækjum og raftónlist er hluti af hljómblænum. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 331 orð | 2 myndir

Fjölbreytt fjölskylduhátíð í örum vexti

MARGT var um manninn á Silfurtorgi á Ísafirði og ekkert til sparað þegar fimmtu árlegu siglingadagarnir voru settir á föstudag. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 236 orð | 2 myndir

Frá Hrútu til Jöklu

Þriðja bindi Stangaveiðihandbókarinnar eftir Eirík St. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð

Geir Haarde bjargaði okkur

SEX torfærubílar frá Noregi og Svíþjóð sátu fastir í tollinum í Reykjavík í fyrradag og var allt útlit fyrir að aflýsa yrði torfærukeppni sem ráðgert var að halda í gær. "Með aðstoð góðra manna og fjármálaráðherra þá fengum við neyðarleyfi í gang. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hafnar sykurskatti

Sykurskattur eins og Lýðheilsustöð leggur til leiðir til hækkunar á matvælaverði og mismununar í skattlagningu matvæla. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Harma umfjöllun um barnaverndarmál

BARNAVERNDARNEFND Vestmannaeyja hefur gert sérstaka samþykkt í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um mál Barnaverndarstofu og meðferðarheimilisins á Torfastöðum. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð

Hentist út úr bílnum

ÖKUMAÐUR missti stjórn á bíl sínum rétt fyrir utan Grundarfjörð, á leið til Ólafsvíkur, og lenti utan vegar um kl. 8 í gærmorgun. Hentist hann út úr bílnum og segir lögreglan í Stykkishólmi ótrúlegt að ekki skyldi fara verr. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 580 orð | 1 mynd

Hinn heilagi kústaskápur

Þetta er sólríkur dagur í Vatíkaninu í Róm, minnsta sjálfstæða ríki á byggðu bóli, sem umgirt er himinháum virkisveggjum og öryggisgæslan slík að heilagur andi kæmist ekki inn óséður. Meira
18. júlí 2004 | Innlent - greinar | 118 orð

Hvað get ég gert?

*Hlustaðu á barnið og talaðu við það á hverjum degi. Ræddu málin blátt áfram. *Kenndu barninu að það má segja nei við hvern þann sem reynir að snerta það gegn vilja þess. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Í fótbolta í góðu veðri

Á gamla fótboltavellinum í Rofabæ í Árbæ er sparkað í bolta af mikilli list. Áhugi Árbæinga á knattspyrnu tengist kannski góðu gengi Fylkismanna sem núna eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð

Íslendingar eru í 7. sæti

ÍSLAND er í 7. sæti á lista sem sýnir frammistöðu EES-ríkjanna í því að taka upp tilskipanir Evrópusambandsins í landsrétt. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 500 orð

Líkön geta aukið öryggi snjóflóðahættuspáa

LÍKÖN til að meta snjóflóðahættu geta komið að góðu gagni hér á landi og nýst vel með fyrri leiðum til slíks mats. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 167 orð

Lyfjaþróun næstu 12 ár ákveðin

ACTAVIS hefur stækkað ört á undanförnum árum og eru áform um að halda vextinum áfram, meðal annars með því að fara inn á Bandaríkjamarkað með samheitalyf. Fyrirtækið hefur þegar valið lyf til þróunar allt fram til ársins 2016. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð

Með fíkniefni í bílnum

LÖGREGLAN á Akureyri fann fíkniefni í bíl sem stöðvaður var í bænum á föstudagskvöldið. Fundust efnin, sem eru líklega kannabisefni og e-töflur, við leit en viðkomandi framvísaði líka hluta þeirra sjálfviljugur. Rannsókn heldur áfram. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Mikið af hval í kringum rækjuskipin

ÓHEMJUMIKIÐ er um hval fyrir norðan land þessa dagana. Þorgeir Baldursson, skipverji á rækjutogaranum Rauðanúpi, segist aldrei hafa séð annað eins. "Maður hefur getað séð 5-6 blástra í einu. Það er greinilegt að það er nóg æti fyrir hvalinn. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Minni röskun af virkjun Gullfoss og Geysis

VIRKJUN Gullfoss eða Geysis myndi hafa í för með sér miklu minni óafturkræf umhverfisáhrif en Kárahnjúkavirkjun, segir m.a. í nýrri bók Ómars Ragnarssonar fréttamanns, sem kom út í vikunni hjá JPV útgáfu. Meira
18. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 122 orð

Neyðarástandi lýst yfir á Gaza

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu í gær vegna mannrána og glundroða en hafnaði afsagnarbeiðni Ahmeds Qoreis forsætisráðherra. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ný Hringbraut undirbúin

MIKIÐ er um að vera í Vatnsmýrinni þessa dagana. Þar er verið að undirbúa nýja leið Hringbrautarinnar. Á myndinni sést svæðið þar sem ný mislæg gatnamót munu verða. Á mislægum gatnamótum fer umferðin í aðra áttina á brú. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð

Nýr útibússtjóri KB banka

HILMAR Ágústsson hefur verið ráðinn útibússtjóri KB banka á Akureyri og tók hann formlega við starfinu í lok maímánaðar síðastliðins. Ásgrímur Hilmisson, forveri hans í starfi, er að flytja búferlum til Reykjavíkur. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Og Vodafone gefur farsíma

Og Vodafone hefur tvöfaldað fjölda farsímasenda félagsins í Eyjafirði og mun af því tilefni gaf fyrirtækið Akureyringum og nærsveitungum 500 nýja farsíma sl. laugardag. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

"Allir söngvarar nota einhver brögð"

ÓPERU-SÖNGKONAN heimskunna, Dame Kiri Te Kanawa, hefur lengi átti sér þann draum að koma hingað að sumri og veiða lax í miðnætur-sól, en hún er ættuð úr fiskimanna-samfélagi á Nýja-Sjálandi og kveðst kunna vel að meta bæði að veiða og matreiða fisk. Meira
18. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Ráðherra sýnt banatilræði

FIMM lífverðir nýskipaðs dómsmálaráðherra Íraks biðu bana og sjö manns særðust þegar reynt var að ráða ráðherrann af dögum í Bagdad í gær. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Reiknar með að óskað verði eftir eignarnámi

NOKKRIR bændur á Austurlandi hafa ekki gengið að tilboði Landsvirkjunar um greiðslu fyrir land sem fer undir háspennulínur sem liggja frá Fljótsdal að álverinu í Reyðarfirði. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Samtök um matarfíkn funda

OA-samtökin halda fund í dag, sunnudag, kl. 20.00 til 21.30 í Félagsmiðstöðinni Miðbergi, Gerðubergi 1, Breiðholti. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 304 orð

Samvinna slökkviliða dregur úr brunatjóni

TALIÐ er að aukin samvinna slökkviliða hafi leitt til sneggra viðbragðs í brunaútköllum og þar með dregið úr eignatjóni. Í ársskýrslu Brunamálastofnunar 2003, kemur fram að í fyrra dró verulega úr brunatjónum miðað við undanfarin ár. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | 2 myndir

Sauðburður í Fagradal

"Þó að sauðburði ljúki oftast nær í maí er alltaf ein og ein ær sem ber á óvenjulegum tíma, annaðhvort löngu fyrir sauðburð eða á eftir, eins og ærin Flekka gerði þetta árið. Einhverra hluta vegna hefur hún ekki lembst fyrr en svona seint. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 524 orð

Sex sinnum öruggara að aka göngin en Hvalfjörðinn

NÝ rannsókn þar sem metin er áhættan sem fylgir því að fara um Hvalfjarðargöngin leiðir í ljós að sex sinnum öruggara er að fara göngin en aka fyrir Hvalfjörðinn. Guðni I. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

SKÝRR opnar starfsstöð á Akureyri

SKÝRR hefur opnað starfsstöð á Akureyri en tilgangurinn er að þjóna viðskiptavinum fyrirtækisins á Norðurlandi með áherslu á Oracle-viðskiptalausnir. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Smíði táveggsins hafin

SMÍÐI á svokölluðum távegg er hafin í botni Hafrahvammagljúfurs. Veggurinn, sem verður um 40 metra hár, verður hluti Kárahnjúkastíflu. Jafnframt er verið að flytja jarðveg í stífluna, en í hana fara um 8,5 milljónir rúmmetrar af fyllingarefni. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

SPRON afhendir námsstyrki

SPRON veitti fyrir skömmu fimm námsmönnum námsstyrki. Um var að ræða einn styrk að fjárhæð 150.000 krónur og fjóra að fjárhæð 100.000 krónur hver. Allir sem nýta sér Námsmannaþjónustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk. Námsstyrk að fjárhæð 150. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Stakk einn gest með hnífi

LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð í heimahús í Hlíðunum kl. 6 í gærmorgun til að aðstoða konu við að koma gestum út úr íbúð sinni þar sem gleðskapur hafði verið. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 42 orð

Synjað um pólitískt hæli

KARLMAÐUR frá fyrrverandi Sovétlýðveldi kom með farþegaferjunni Norrænnu á miðvikudagsmorgun og óskaði eftir pólitísku hæli hér á landi. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 252 orð

Tæknilega er hægt að elta uppi stolnar fartölvur

AÐ meðaltali hefur í júní verið brotist inn á heimili á hverjum degi og ríflega það. Meðal þess sem innbrotsþjófar sækjast helst eftir eru fartölvur, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni. Til að stemma stigu við slíkum þjófnaði hafa Skýrr hf. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Umfjöllun um hátt í 400 veiðiár og -vötn

ÞRIÐJA bindi Stangaveiðihandbókarinnar er komið út en þar er fjallað um hátt í 400 veiðiár og -vötn á svæðinu frá Hrútafjarðará austur um að Jökulsá á Fjöllum. Höfundur er Eiríkur St. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Upp Kambana á gönguhraða

"ÞETTA tekur á," sagði Arnar Klemensson þegar hann var að fara upp Kambana við Hveragerði í félagi við Alexander Harðarson í hjólastól í gærmorgun. Ferðin lá yfir Hellisheiðina til styrktar Barnaspítala Hringsins. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Vann stafræna myndavél í EM-leik

Í TILEFNI Evrópukeppninnar í knattspyrnu, sem er nýlokið, stóð Stafræna prentstofan Leturprent í Síðumúla 22 fyrir leik sem fólst í því að hægt var að fara inn á heimasíðu fyrirtækisins www.stafprent.is og geta sér til um hverjir yrðu Evrópumeistarar. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Vann vikuferð fyrir 4 til Portúgals

SIGRÚN Guðmundsdóttir í Reykjavík vann vikuferð fyrir fjóra á úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem haldið var í Portúgal fyrir skemmstu. Sigrún bauð með sér eiginmanni sínum, Eiríki Hjartarsyni, og börnum þeirra, Ingibjörgu og Guðmundi Sveini. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Vantar aga

HALLI á rekstri ríkis-sjóðs var 9,1 milljarður króna árið 2003. Það þýðir að stofnanir, ráðu-neyti og aðrir, sem fá peninga á hverju ári, hafa sumar notað meiri peninga en þær máttu. Í nýrri skýrslu frá Ríkis-endur-skoðun segir að þetta sé slæmt. Meira
18. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 131 orð

Vitni óttast oft ofbeldismennina

ALGENGT er að fólk veigri sér við að bera vitni í heimilisofbeldismálum, að því er fram kemur í samtali við Drífu Snædal, fræðslu- og kynningarstýru Kvennathvarfsins, í Morgunblaðinu í dag. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Þetta er ekki þannig mál að...

Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fjölmiðlafrumvarpið. Ég svindlaði ekki á neinum. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð

Þorsteinn formaður stjórnar

ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, hefur verið skipaður formaður stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins. Meira
18. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Þreyttir en sáttir

"ÞETTA hefur gengið svona upp og niður," sögðu þeir félagar Pálmi Hreiðarsson og Guðmundur Jörundsson, en þeir komu til Akureyrar síðdegis á föstudag eftir að hafa gengið frá Reykjavík. Meira

Ritstjórnargreinar

18. júlí 2004 | Leiðarar | 537 orð

Háskóli á Vestfjörðum

Þegar Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, beitti sér fyrir stofnun háskóla á Akureyri, þótti mörgum það fráleit hugmynd. Meira
18. júlí 2004 | Leiðarar | 2830 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Hvern andskotann eruð þér að hugsa?! er setning, sem allnokkrir af þeim 4. Meira
18. júlí 2004 | Leiðarar | 257 orð | 3 myndir

Um "lygaþvælu" og "fylgispekt"

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir í grein hér í blaðinu í gær, að það sé "brjóstumkennanlegt að sjá Morgunblaðið berjast um á hæl og hnakka í sinni íhaldssömu vörn fyrir fylgispekt íslenzkra stjórnvalda við Bandaríkin. Meira

Menning

18. júlí 2004 | Bókmenntir | 245 orð

BÆKUR - Ljóð

eftir Hrafn Andrés Harðarson. Hlér 2004 - 56 bls. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 1069 orð | 3 myndir

Endurreisn teikningarinnar

Alltaf eitthvað að gerast úti í hinum stóra heimi og reglulegar uppstokkanir gilda að eiga sér stað. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 129 orð | 2 myndir

Fallegustu grænmetisæturnar

Á DÖGUNUM var birtur heldur sérhæfður listi en tilefni þótti til að útnefna kynþokkafyllstu grænmetisæturnar. Þau Andre 3000, forsprakki rappsveitarinnar Outkast, og leikkonan Alicia Silverstone þóttu bera af í þeim flokki. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

KANADÍSKI söngvarinn og lagasmiðurinn Leonad Cohen hyggst fagna sjötugsafmæli sínu á haustmánuðum með því að gefa út nýja plötu. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Hjónaband að ítölskum hætti

Ítalski leikstjórinn Vittorio De Sica gerði bíómyndina Hjónaband að ítölskum hætti ( Matrimonio all'Italiana ) árið 1964. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 341 orð | 1 mynd

Í tveimur heimum

ÞÓRIR tónlistarmaður er skráður Þórir Georg Jónsson í þjóðskrá. Hann er aðeins 19 ára, en þrátt fyrir þennan unga aldur er fyrsta platan á leiðinni. Hún ber vinnuheitið I Believe in This og kemur út í september ef allt fer að óskum. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 208 orð | 1 mynd

Kýldum á það

STEFÁN Hjörleifsson tónlistarmaður er einn aðstandenda James Brown-tónleikanna í Laugardalshöll 28. ágúst næstkomandi. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Lestirnar urðu illa úti

ÞAÐ VORU ekki bara tjöld, svefnpokar og fatnaður tónleikagesta sem fóru illa í drullusvaðinu sem einkenndi hina votviðrasömu Hróarskelduhátíð. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Lituðu Skrekk til sigurs

OPIN KERFI og Sambíóin stóðu fyrir Hewlett-Packard litasamkeppni á vefsíðunni www.prentarar.is á dögunum. Þar gátu þátttakendur litað þekktar sögupersónur úr kvikmyndinni Skrekk 2 myndinni, til dæmis Skrekk sjáfan, Fíónu prinsessu og Asnann. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 312 orð | 1 mynd

Menn að smíða mótorhjól

SÁ SEM vill kallast sjónvarpsfíkill verður að kannast við þættina American Chopper til að standa undir því nafni. Þeir eru sýndir á Discovery-stöðinni kl. 20 á laugardögum og 19 á sunnudögum. Þar fara þeir feðgar, Paul Teutul yngri og eldri, á kostum. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 391 orð | 1 mynd

Móðir eða skækja?

Leikstjórn: Gary Marshall. Aðalhlutverk: Kate Hudson, John Corbett, Joan Cusack. Bandaríkin, 119 mín. Meira
18. júlí 2004 | Myndlist | 318 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Salur Íslenska grafíkfélagsins

Til 18. júlí. Salur Íslenska grafíkfélagsins er opinn fimmtudaga til sunnudaga kl.14 -18. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 92 orð

Nýjar bækur

Hugrenningar og önnur persónuleg afrek (ást og dauði) er eftir norska skáldið Torgeir Schjerven. Þýðandi er Hallberg Hallmundsson. Bókin er í flokki þýddra ljóða hjá Brú/bókaforlagi. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 1170 orð | 1 mynd

Orfeus, Nixon og Fransmaðurinn

Það sætir tíðindum þegar ópera er frumflutt á Íslandi. Þegar við bætist að viðfangsefnið er rammíslenskt, sperrast eyrun ósjálfrátt, og nafnið: Fósturlandsins Freyja. Meira
18. júlí 2004 | Tónlist | 289 orð | 1 mynd

Plata með haustinu

STRENGJAKVARTETTINN Amina skipa þær María Huld Markan Sigfúsdóttir, Hildur Ársælsdóttir, Edda Rún Ólafsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 357 orð | 1 mynd

Sá eini sanni breytist í söngleik á fjölunum

ALLT útlit er fyrir að söngleikjaútgáfa af kvikmynd Susanne Bier Den eneste ene ( Sá eini sanni ) muni slá í gegn líkt og myndin sjálf gerði á sínum tíma. Meira
18. júlí 2004 | Tónlist | 913 orð | 1 mynd

TÓNLIST - Djasshátíð að Skógum

Þriggja daga djasshátíð að Skógum undir Austur-Eyjafjöllum. Fram komu Sigurður Flosason, Jóel Pálsson, Snorri Sigurðarson, Þórir Baldursson, Guðmundur Pétursson, Gunnar Hrafnsson, Pétur Grétarsson, Erik Qvick, Andrea Gylfadóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Helgin 9. -11. júlí. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 907 orð | 1 mynd

Trú friðar og ástar

Senegalski tónlistarmaðurinn Youssou N'Dour kom aðdáendum sínum enn á óvart fyrir skemmstu er hann sendi frá sér plötu með íslömskum lofgjörðarsöngvum. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

U2 í klípu

LÖGREGLA í suðurhluta Frakklands rannsakar nú hvarf hljóðupptöku á óútkominni hljómplötu írsku rokksveitarinnar U2. Óttast er að upptökurnar verði gerðar aðgengilegar á Netinu. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 489 orð | 1 mynd

Verkið gæti reynst milljóna punda virði

MÁLVERK sem selt var á uppboði hjá uppboðsfyrirtækinu Sotheby's í New York fyrir rúmum þremur árum á 75 þúsund pund, jafnvirði tæplega tíu milljóna íslenskra króna, gæti í raun reynst milljóna punda virði. Meira
18. júlí 2004 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Víkingur við Sorbonne

EINAR Már Jónsson, sagnfræðingur og sérfræðingur í miðöldum, kennir um víkingatímann við Sorbonne-háskóla í París. Hann hefur kennt þar síðan á sjöunda áratugnum. Á hverju ári talar Einar Már um Íslendingasögur eða um miðaldir á Íslandi. Meira

Umræðan

18. júlí 2004 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Aðstöðumál tónlistarmanna

Gylfi Blöndal fjallar um tónlistarmenn og aðstöðu þeirra: "Áhugann á þessari starfsemi finnum við úr öllum áttum." Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 453 orð | 1 mynd

Ekki nöldur, heldur dauðans alvara

Árni Gunnarsson fjallar um sykurskattinn: "Það þarf mikla fjármuni til að ýta úr vör bráðnauðsynlegri fræðslu- og upplýsingaherferð." Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 558 orð | 1 mynd

Er utanríkisráðherra að leika sér að lífi íslenskra friðargæsluliða?

Gísli Helgason fjallar um íslenska friðargæslu: "Eru ekki Afganar sælir að hafa verið frelsaðir undan oki Talíbana?" Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Grímsey og Rarik

Bernhard Jóhannesson fjallar um raforkuframleiðslu: "Ég vona að Rarik taki þetta fyrir á fundi hjá sér og sendi niðurstöðuna til hreppsnefndar Grímseyjar." Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 353 orð | 1 mynd

Hjólað í Reykjavík

Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar um hjólreiðar: "Nú þegar hefur hugur borgarbúa til hjólreiða verið kannaður og er ljóst að mikill vilji er til að auka þátt þeirra í samgöngum en ekki jafnljóst hvað þarf að gerast til að svo geti orðið." Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 698 orð | 1 mynd

Hremmingar í Fljótshlíðinni

Gísli Jónsson fjallar um heimild til að tjalda á óræktuðu landi: "Fólki er sem sagt heimilt að tjalda eina nótt á óræktuðu landi, hvort heldur það er girt eða ógirt, án sérstaks leyfis landeiganda." Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 1157 orð | 2 myndir

Hvar er Ísland?

Ég hefi nýverið staðhæft að Íslendingar séu tómlátir um sögu þjóðar sinnar og stöðu í svokölluðu samfélagi þjóðanna. Meira
18. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 369 orð

Safnið varð að veruleika vegna áhugamanna og sjálfboðaliða

Í MORGUNBLAÐINU 13. júlí sl. var í miðopnu ágæt umfjöllun um Bátahús Síldarminjasafnsins þar sem rætt var við Birgi Guðlaugsson byggingameistara og Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuð, auk undirritaðs. Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 748 orð | 2 myndir

Útivist og íþróttir í Mosfellsbæ

Bjarki Sigurðsson og Halldór Jökull Ragnarsson skrifa um íþróttir og útivist: "Mosfellsbær er útivistar- og íþróttabær. Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf hrífur til sín fólk á öllum aldri, styrkir það félagslega og líkamlega og vekur til umhugsunar um gildi góðrar hreyfingar og holls lífernis." Meira
18. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 324 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Gæluverkefni verkfræðinga Í MORGUNBLAÐINU sl. þriðjudag var viðtal við Örn Sigurðsson um færslu Hringbrautar og "þrælsótta" embættismanna gagnvart fyrirsvarsmönnum ráðhússklíkunnar. Meira
18. júlí 2004 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Þingvellir á heimsminjaskrá

Hjörleifur Guttormsson fjallar um heimsminjaskrá UNESCO: "Þingvellir hafa hlotið verðugan sess á heimsminjaskrá." Meira

Minningargreinar

18. júlí 2004 | Minningargreinar | 1044 orð | 1 mynd

ATLI BENEDIKT HILMARSSON

Atli Benedikt Hilmarsson fæddist 24. júní 1978. Hann lést 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Sigrún Benediktsdóttir, f. 30. mars 1958 og Hilmar Stefán Karlsson, f. 18. júlí 1957, d. 12. ágúst 1987. Systkini Atla eru Abba Elísabeth, Ída Margrét, Daði Dodou, og Sylvíanna. Sonur Atla og Berglindar Elvu Jóhannsdóttur er Kristófer Máni, f. 16. janúar 2001. Atli var jarðsunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði 10. júlí. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2004 | Minningargreinar | 439 orð | 1 mynd

HJÁLMAR FINNSSON

Hjálmar Finnsson, fyrrv. forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, fæddist á Hvilft í Önundarfirði 15. janúar 1915. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 15. júlí. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2004 | Minningargreinar | 1363 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1908. Hún lést í Reykjavík 6. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 16. júlí. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2004 | Minningargreinar | 1017 orð | 1 mynd

RAGNHILDUR PÉTURSDÓTTIR

Ragnhildur Pétursdóttir fæddist í Bröttuhlíð í Eskifirði 18. ágúst 1922. Hún lést í Reykjavík 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Pálsson og Þórunn Benediktsdóttir. Hún var næstelst fjögurra systkina. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 392 orð

Hvernig skal best nýta mannauð fyrirtækja og stofnana?

NÁMI í mannauðs- og starfsmannastjórnun er ætlað að gera stjórnendur hæfari til að nýta þann mannauð sem fyrirtæki og stofnanir hafa yfir að ráða og sjá hvernig best er að skipuleggja og stjórna slíku starfi. Meira
18. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 451 orð | 1 mynd

Laus störf í júní í ár voru 190 fleiri en á sama tíma í fyrra

FRAMBOÐ af lausum störfum á landinu í lok júní jókst frá því í lok maí síðastliðins, að því er kemur fram í fréttum Vinnumálastofnunar. Þannig voru 736 störf laus hjá vinnumiðlunum í lok júní í ár, en voru 732 í lok maí síðastliðins. Meira

Fastir þættir

18. júlí 2004 | Dagbók | 38 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 18. júlí, verður áttræð Margaret Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Bent Scheving Thorsteinsson. Þau taka á móti gestum í dag, sunnudag, kl. Meira
18. júlí 2004 | Fastir þættir | 261 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Evrópumótið í Málmey. Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

Frönsk heiðursorða fyrir félagsstörf

ÁRNI Jónsson var sæmdur franskri heiðursorðu á dögunum en hann er að hefja sitt tíunda ár sem forseti Alliance Francaise á Íslandi. Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 107 orð

Hengifoss hærri en Háifoss

RÖÐ hæstu fossa landsins kann að hafa breyst með mælingum sem gerðar voru 2002 á Hengifossi í Fljótsdal. Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 62 orð | 1 mynd

Leikið af lífi og sál

Leiklist | Þessa dagana standa Draumasmiðjan og Borgarleikhúsið fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn og unglinga. Endar námskeiðið á að foreldrum er boðið að koma og sjá aftraksturinn. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á samkomu af því tagi sl. Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 426 orð | 1 mynd

Meira að sjá en fjöllin blá

Sigurbjörg Árnadóttir er fædd þann 25. júní 1954 í Svarfaðardal og er leikari frá Leiklistarskóla Íslands, hefur unnið sem fréttaritari Ríkisútvarpsins, við dagskrárgerð fyrir börn og unglinga hjá finnska sjónvarpinu og hefur starfað sem leiðsögumaður, aðallega í Finnlandi og Eistlandi. Sigurbjörg hefur jafnframt unnið við ráðgjöf í ferða- og þjónustumálum. Sigurbjörg stofnaði Vitafélagið fyrir einu og hálfu ári, eftir að hafa kynnst starfsemi svipaðra félaga á Norðurlöndum Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 110 orð

Opnaði Menningar- og minjasafn

Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra á varðskipunum, hefur opnað menningar- og minjasafn í Hlíð, eða Ytrihúsum II, við Núp í Dýrafirði þar sem hann ólst upp. Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 54 orð

Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í...

Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður.(1.Kor. 16, 13-14.23 ). Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 65 orð | 1 mynd

Samstarf að verkefninu Blátt áfram

UNGMENNAFÉLAG Íslands og Menningarsjóður Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra undirrituðu nýlega samkomulag um samstarf að verkefninu Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni UMFÍ og er innlegg í baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og unglingum. Meira
18. júlí 2004 | Fastir þættir | 296 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rbd2 Rc5 10. c3 Be7 11. Bc2 Bg4 12. He1 Dd7 13. b4 Re6 14. Rf1 Hd8 15. Re3 Bh5 16. g4 Bg6 17. Rf5 0-0 18. a4 Hfe8 19. axb5 axb5 20. Bd2 d4 21. Be4 Bf8 22. Db3 dxc3 23. Meira
18. júlí 2004 | Fastir þættir | 762 orð | 1 mynd

Skálholt

Skálholtshátíð er í dag, og eins og venjulega haldin um sömu helgi og Þorláksmessa að sumri er. Sigurður Ægisson ritar af því tilefni nokkur orð um sögu þessa merka og víðfræga kirkjustaðar. Meira
18. júlí 2004 | Dagbók | 106 orð | 1 mynd

Sumarhátíð CP félagsins

SUMARHÁTÍÐ Félags CP á Íslandi var haldin í Reykholti í Biskupstungum fyrir stuttu og er þetta þriðja árið sem hátíðin er haldin þar. Gleðin hófst með grilli og söng og síðan var börnunum m.a. boðið á hestbak. Meira
18. júlí 2004 | Fastir þættir | 291 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Skjár einn ætlar að sýna frá enska boltanum í vetur en Víkverji vonar heitt og innilega að hin frábæra dagskrá stöðvarinnar muni hafa vinninginn í baráttunni við boltann og að fótboltaleikirnir verði sýndir á annarri rás stöðvarinnar. Meira

Sunnudagsblað

18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 1359 orð | 1 mynd

Að ræða málin blátt áfram

Veist þú hver einkenni kynferðislegs ofbeldis eru? Hefurðu velt því fyrir þér hvað þú gerir ef þig grunar að barn hafi verið beitt slíku ofbeldi? Þessara og fleiri spurninga spyrja forsvarsmenn verkefnisins Blátt áfram. Markmiðið er að efla forvarnir vegna kynferðislegs ofbeldis á börnum. Rannsóknir sýna að rúmlega fimmta hver stúlka á Íslandi og tæplega tíundi hver drengur eru beitt kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Sigríður Víðis Jónsdóttir kynnti sér málið. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 768 orð

Á móti | Aldrei of seint að iðrast

Á eyjunni Tasmaníu í Ástralíu standa menn nú við Franklínána og spyrja: Hvernig gat mönnum dottið í hug fyrir tuttugu árum að virkja þessa á? Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 711 orð

Á móti | Virkjanir og þjóðgarðar fara ekki lengur saman

Því er haldið fram að virkjanir og þjóðgarðar fari vel saman vegna þess að sums staðar erlendis sé þessu háttað þannig. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 53 orð | 2 myndir

Deilan um Kárahnjúka

Bókarkafli | Framkvæmdir við Kárahnjúka, eina stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, eru nú komnar nokkuð á veg. Mjög hefur verið deilt um Kárahnjúkavirkjun. Í vikunni kemur út hjá JPV útgáfu bók eftir Ómar Ragnarsson, Kárahnjúkar með og á móti, þar sem hann fjallar um virkjunina og dregur fram rök stuðningsmanna og andstæðinga með skilmerkilegum hætti. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 1310 orð | 1 mynd

Fótunum kippt undan gulu pressunni?

Eru allir jafnir fyrir lögunum eða eru sumir jafnari en aðrir? Þessari spurningu sem virðist auðsvarað verður að svara neitandi þegar að því kemur að ákveða hversu mikillar friðhelgi einkalíf fólks eigi að njóta. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 3141 orð | 1 mynd

Heimilisofbeldi - mesta smán samfélagsins

Kynbundið ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Engu að síður telst til mikilla tíðinda þegar stjórnvöld boða til aðgerða gegn heimilisofbeldi, eins og gert var á Spáni á vordögum. Anna G. Ólafsdóttir velti fyrir sér eðli og umfangi heimilisofbeldis, bæði hér á landi og erlendis. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 393 orð | 1 mynd

Hvað getum við gert?

Hvað getum við gert, bæði hvert og eitt og samfélagið í heild, til að vinna gegn heimilisofbeldi? Drífa: "Fyrsta skrefið er að við séum meðvituð um vandann og gerum eitthvað í málunum. Oft heyrum við: Af hverju fer hún ekki? Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 549 orð | 5 myndir

Leynivopnin afhjúpuð

Það er ekki sjálfgefið að stangaveiðimenn opni fluguboxin sín fyrir almenning og afhjúpi leynivopnin sín. Landssamband stangaveiðifélaga og verslunin Veiðihornið hafa þó annað árið í röð skorað á veiðimenn að keppa um bestu leynivopnin og þátttaka hefur verið góð. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 697 orð

Með |Út í hött að hætta

Á virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar er nú hafin vegferð sem verður lýsandi fyrir þá braut framfara sem þjóðarinnar bíður á leið inn í nýtt árþúsund. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 618 orð

Með | Virkjanir og þjóðgarðar fara vel saman

Virkjanir og þjóðgarðar fara vel saman og það má sjá víða erlendis. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 81 orð

Merki kynferðislegs ofbeldis

Eftirfarandi atriði geta verið merki um kynferðislegt ofbeldi: *Kvíði og fylgifiskar hans, s.s. magaverkur eða höfuðverkur. Breytingar á hegðun, skyndileg feimni, hræðsla, mótþrói eða grátköst. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 376 orð | 8 myndir

Minningar úr Hólminum

Athafnamennirnir, feðgarnir Sigurður Ágústsson og Ágúst Sigurðsson, í Stykkishólmi voru afkastamiklir ljósmyndarar. Valdar myndir úr safni þeirra eru nú til sýnis í Stykkishólmi auk þess að prýða nýja ljósmyndabók, Minningar. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 3607 orð | 7 myndir

"Stoltust er ég af börnunum"

Gréta Þórðar heitir ekki Gréta og er ekki heldur Þórðardóttir. En sú mæta kona og skörungur hefur verið kölluð það á Siglufirði alla tíð, þótt fullt nafn hennar sé Margrét Arnheiður Árnadóttir. Sigurður Ægisson leit inn til hennar á dögunum með ýmsar spurningar í farteskinu, m.a. varðandi dóttur hennar, Sigríði Önnu, sem á haustdögum tekur við embætti umhverfisráðherra landsins af Siv Friðleifsdóttur. Meira
18. júlí 2004 | Sunnudagsblað | 455 orð | 1 mynd

Rétturinn til friðhelgi einkalífsins

Það hefur löngum verið álitaefni hversu langt fjölmiðlar megi ganga í umfjöllun sinni um einkalíf "fræga fólksins". Nýlegur úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Karólínu prinsessu af Mónakó er talinn geta markað tímamót í þessum efnum. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 288 orð

18.07.04

Breytingar hafa einkennt íslenskt viðskiptalíf á síðustu misserum og hraði breytinganna er mikill. Þeir sem fylgjast með á viðskiptasviðinu þurfa að hafa sig alla við að vita hver á hvað, hver keypti hvern og hver ræður ríkjum á hverjum stað. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 4257 orð | 4 myndir

Alltaf að spá í næsta leik

Vilhelm Róbert Wessman, eins og hann heitir fullu nafni, hefur aðsetur sitt í hjarta Lundúna um þessar mundir en fyrir skömmu tók hann sig upp ásamt fjölskyldu sinni og fluttist til þessarar sögufrægu stórborgar. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 550 orð | 1 mynd

Beckham grætur og grætur - og grætur...

B eckham grætur stanslaust stóð á forsíðu slúðurblaðs og ég keypti það, las um fall kappans og einhvern ódám sem hafði úðað Looser yfir listaverk af honum, hefði sjálf nýtt þessa úthugsuðu tilvísun í Rebeccu Loos ef ég væri á annað borð í úða-bransanum. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 535 orð | 1 mynd

Beðið eftir konunni

Þ að er hressandi að ganga á fjöll. Að þenja lær- og kálfavöðva, fylla lungun af hreinu lofti, hlusta á nið lækjarsprænu og söng fugla. Narta í nesti, tæma hugann, sigra fjallið og sjálfan sig um leið. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 429 orð | 1 mynd

Byrjar ferðina á minningargrein um sjálfan sig

V ið Álitamál hafði samband maður sem á í nokkrum vanda. Vinkona hans, nýfengin, hefur boðið honum í utanferð með sér og er það honum gleðiefni en þó eru ýmis ljón í veginum. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 79 orð

Colin Powell hefur gegnt ýmsum af...

Colin Powell hefur gegnt ýmsum af valdamestu embættum í bandaríska stjórnkerfinu. Áður en yfir lauk var hann orðinn fjögurra stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 403 orð | 1 mynd

Emilía Rós Sigfúsdóttir

Síðasta árið hefur Emilía Rós Sigfúsdóttir varið flestum stundum sínum ofan á sjálfum Greenwich-núllbaugnum, sem klukka heimsins miðast við. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1269 orð | 10 myndir

Harðhausar á undanhaldi

S íðustu helgar hefur Kóngulóarmaðurinn 2, með hinum fíngerða Toby Maguire, verið að slá ný og öfundsverð aðsóknarmet í kvikmyndaheiminum. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 99 orð | 1 mynd

Hola í höggi

"Hole in one" kallast þessi bolli frá Bodum sem er sérstakur að því leyti að undirskálin sem fylgir er með gati í miðjunni. Bollinn passar beint í gatið og hreyfist þ.a.l. lítið þótt maður sé á ferðinni með kaffið. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 708 orð | 7 myndir

Mari-munir og -meyjar

U nikka, valmúamynstrið glaðlega frá Marimekko er 40 ára um þessar mundir, en Unikka er efalítið af mörgum talið eins konar samnefnari þessa finnska fyrirtækis. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 677 orð | 4 myndir

Prinsessan sem seldi milljónir kjóla

F atahönnuðurinn Diane Von Furstenberg hefur tvisvar sinnum slegið í gegn í heimi tískunnar og í bæði skiptin með sama kjólnum. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 104 orð | 1 mynd

...slétt húð og mjúk

Svitaholur líkamans eru misáberandi og þrátt fyrir það bráðnauðsynlega starf sem þær vinna eru opnar svitaholur í andliti sjaldan ofarlega á vinsældalistanum, enda virðist húðin oft gróf og ójafnari fyrir vikið. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1002 orð | 9 myndir

Taka með sér djúpan disk og skeið

Taktföst raftónlist hljómar úr einu herberginu og í loftinu er einhver iðandi stemning. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1081 orð | 1 mynd

Tregi stríðsmaðurinn

Þó að engin stórtíðindi hafi borist af fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra með George W. Meira
18. júlí 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 129 orð | 1 mynd

Tæpar á taugum

Maitena Burundarena, höfundur teiknimyndasagnanna "Tæpar á taugum", sem nú birtast í fyrsta skipti í Tímariti Morgunblaðsins í þýðingu Hildar Hreinsdóttur, fæddist í Buenos Aires í Argentínu árið 1962 og hefur teiknað og skrifað myndasögur í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.