31 námamaður beið bana í Úkraínu ÞRJÁTÍU og einn námamaður beið bana þegar gassprenging varð í kolanámu austarlega í Úkraínu í gær. Fimm manna til viðbótar var saknað. Náman er í Donetsk-héraði í austurhluta Úkraínu.
Meira
ALÞINGI kemur saman klukkan hálf tvö í dag og fer þá fram önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald fjölmiðla. Eftir umræður verða greidd atkvæði um breytingartillögur allsherjarnefndar við frumvarpið.
Meira
Bolungarvík | Það kom Ylfu Mist Helgadóttur nokkuð á óvart að sykurlitla appelsínu- og hindberjamarmelaðið hennar skyldi skila henni titlinum "sultugerðarkona Vestfjarða" á dögunum, enda játar hún fúslega að sjálfri finnist henni það ekkert...
Meira
BÍLL valt á Urriðafossvegi í Árnessýslu um klukkan 20 í gærkvöld. Einn maður var í bílnum og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi mun hann hafa sloppið tiltölulega lítt meiddur.
Meira
"ÉG kem heim í næstu viku ef guð lofar," segir Helgi Einar Harðarson hjartaþegi, en sýni voru tekin úr nýju hjarta hans í fyrradag. "Það kom alveg hreint út úr sýnatökunni og þetta er í fimmta sinn sem það gerist svo ég er mjög bjartsýnn.
Meira
SÖGUSAGNIR um að stofnanir þýska Rauða krossins borgi rúmlega 400 dollara (um 28.400 ísl. kr.) fyrir hálfan lítra af mannsblóði hafa valdið írafári í Póllandi. Meðaltekjur eru þar margfalt lægri en hjá grönnunum í vestri og atvinnuleysi um 20%.
Meira
GUÐNÝ Jóhannesdóttir hættir í íþrótta- og tómstundaráði í lok næsta mánaðar, þar sem hún er að flytja búferlum til Ísafjarðar. Guðný hefur verið formaður ÍTA það sem af er kjörtímabilinu og 1.
Meira
Mannréttindafulltrúi Evrópu hefur gagnrýnt ákvæði í dönsku útlendingalögunum um lágmarksaldur útlendinga sem fá dvalarleyfi vegna fjölskyldutengsla. Sambærilegar reglur tóku nýlega gildi hér á landi.
Meira
BRETTATAKTAR á heimsmælikvarða voru sýndir við Miðberg í Breiðholti í gær en þar fór fram hjólabrettasýning í brettagarðinum sem þar er að finna. Það var heimsmeistarinn í íþróttinni, Bastien Salabanzi, sem reið á vaðið við mikinn fögnuð...
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 177 orð
| 1 mynd
MANNRÆNINGJAR í Írak leystu filippseyska gíslinn Angelo de la Cruz úr haldi í Bagdad í gær eftir að stjórn Filippseyja varð við kröfu þeirra um að kalla alla hermenn landsins í Írak heim.
Meira
HINN bandaríski Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, leitar nú tilboða um pólitískt hæli frá "vinsamlegu þriðja ríki" eftir að hafa verið handtekinn á japönskum flugvelli með ógilt vegabréf. Fischer var handtekinn í borginni Narita 13.
Meira
MEÐ kaupunum á breska matvælafyrirtækinu Seachill Ltd. fjórfaldar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna veltu sína í kældum sjávarafurðum í Bretlandi og færir sig enn frekar inn á markað fyrir þá vöru, að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH.
Meira
Fréttaskýring | Franskir gyðingar eru ekki hrifnir af ákalli Ariels Sharons um að þeir flytjist þegar í stað til Ísraels vegna vaxandi gyðingahaturs í Frakklandi. Þeir saka Sharon um að hafa "hellt olíu á eldinn" með vanhugsuðum ummælum.
Meira
Húsavík | Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur á dögunum. Þar var á ferðinni þýska skipið Hanseatic en það hefur komið til Húsavíkur mörg undanfarin sumur.
Meira
ÞÓ að Brunamálastofnun meti ástand brunavarna á tilteknum gisti- eða veiðihúsum sem slæmt eða óviðunandi er ekki þar með sagt að viðkomandi staðir geti ekki uppfyllt kröfur eldvarnaeftirlits um brunavarnir.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 349 orð
| 1 mynd
"ÉG tel sjálfur að þessi niðurstaða gæti verið grundvöllur sáttagerðar um málið, þó því aðeins að stjórnarandstaðan komi að því í gegnum fjölmiðlanefnd eins og rætt var í upphafi málsins.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 188 orð
| 1 mynd
Jóhann Kröyer, verkfræðingur hjá Landsvirkjun, segir að botninn í Hafrahvammagili hafi kallað á vissar aðgerðir sem tengjast sprungum í berginu og fleiru. Segja má að menn séu að hanna og laga stífluna að landslaginu.
Meira
ARSENIA de la Cruz, eiginkona Filippseyingsins Angelos de la Cruz, er tekinn var í gíslingu í Írak, talar við eiginmann sinn í sjónvarpssíma á blaðamannafundi í Amman í Jórdaníu í gær.
Meira
HAFSTEINN Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir aðspurður að sú staða geti hugsanlega komið upp að bæði varðskip Landhelgisgæslunnar, sem nú eru í rekstri, verði í höfn á sama tíma. Slíkt ástand muni þó aldrei vara nema 3-4 daga í mesta...
Meira
AHMED Qorei, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, samþykkti í gær eftir fund með Yasser Arafat Palestínuleiðtoga að gegna embættinu enn um sinn en hann sagði af sér sl. laugardag.
Meira
TÆPLEGA 50 Íslendingar starfa við það í sumar að fljúga á vegum Loftleiða Icelandair fyrir ferðakeðjuna TUI með belgíska ferðamenn frá Belgíu til sex áfangastaða.
Meira
HAGSTÆÐ tilboð hafa borist í tvöföldun Vesturlandsvegar (Hringvegar 1) frá gatnamótum Víkurvegar að Skarhólabraut, er það 3,5 kílómetra langur kafli. Tilboð voru opnuð 21. júní sl. og barst lægsta tilboð frá Jarðvélum ehf. sem hefur aðsetur í Kópavogi.
Meira
Kirkjudagar | Mikil menningarveisla verður í Strandarkirkju í Selvogi næstkomandi föstudag og sunnudag, en kirkjan er sennilega víðfrægasta kirkja á Íslandi og berast henni áheit hvaðanæva úr veröldinni.
Meira
RÍKISSAKSÓKNARI krefst 5-7 ára fangelsis yfir 26 ára konu frá Afríkuríkinu Síerra Leone, sem tekin var í Leifsstöð með rúmlega 5 þúsund e-töflur 10. júní sl. Ákærða neitar sök og krefst sýknu.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 104 orð
| 1 mynd
ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum í gær. Þar logaði eldur í klæðningu í þriggja hæða turnbyggingu sem er áföst við rafstöðina og hefur verið notuð sem geymsla.
Meira
Landsmót í Eyjum? | Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela tómstunda- og íþróttafulltrúa bæjarins að kanna möguleikana á að halda Landsmót ungmennafélaganna í Vestmannaeyjum.
Meira
VIÐBÚNAÐUR var á Vestmannaeyjaflugvelli í gær þegar Dornier-vél Íslandsflugs kom frá Reykjavík. Þegar vélin kom inn til lendingar hætti flugmaðurinn skyndilega við og tók upp hjólin.
Meira
REYNSLA lögreglunnar af þeim mislægu gatnamótum sem tekin hafa verið í notkun á síðustu árum í Reykjavík er sú að tjónatíðni hefur oft og tíðum aukist frá því sem áður var, að sögn Árna Friðleifssonar, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar í...
Meira
REYNSLA lögreglunnar af mislægum gatnamótum á borð við þau sem verða gerð vegna færslu Hringbrautar er sú að tjónatíðni hefur oft á tíðum aukist frá því sem áður var.
Meira
AÐDRÁTTARAFL miðbæjar Reykjavíkur er mikið þessa dagana, enda gott veður og tilvalið að spóka sig í bænum og kíkja í verslanir. Borgin hefur allt annað yfirbragð sé hún skoðuð að ofan, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins komst að.
Meira
ÞESS var minnst með viðhöfn í Þýskalandi í gær að sextíu ár voru liðin frá misheppnaðri tilraun Claus Schenk von Stauffenbergs og nokkurra annarra til að ráða Adolf Hitler af dögum. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, flutti m.a.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 787 orð
| 3 myndir
RÓBERT Marshall, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir félagið fagna þeirri niðurstöðu sem fengist hefur í fjölmiðlamálinu svokallaða. "Þetta er í samræmi við það sem við lögðum til á fundi allsherjarnefndar í síðustu viku," segir Róbert.
Meira
Garðabær | Viðurkenningar fyrir snyrtilega og fagra garða og lóðir við íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði í Garðabæ voru veittar í gærdag. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu voru hjónin Svavar Fanndal Torfason og Sólbjört Gestsdóttir í Grenilundi 12.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 638 orð
| 1 mynd
Landupplýsingatækni kom fram á sjónarsviðið erlendis í byrjun áttunda áratugarins en hingað til lands kom hún fyrir röskum fimmtán árum og er þá venjulega miðað við frumkvæði Reykjavíkurborgar að stofnun Landupplýsingakerfis Reykjavíkurborgar, LUKR, árið...
Meira
SPÆNSKI sósíalistinn Josep Borell var í gær kjörinn nýr forseti Evrópuþingsins en þingið kom þá saman í fyrsta sinn eftir að aðildarríkjum Evrópusambandsins fjölgaði um tíu í maí sl. og eftir kosningar sem haldnar voru í júní.
Meira
MEIRIHLUTI allsherjarnefndar telur að Alþingi hafi ótvírætt heimild til þess að fella niður núgildandi fjölmiðlalög og setja ný lög samhliða. Frumvarp ríkisstjórnarinnar standist efnislega ákvæði stjórnarskrár.
Meira
HAFIN hefur verið undirskriftasöfnun meðal íbúa í Öxarfjarðarhreppi og veganotenda á svæðinu þar sem skorað er á þingmenn kjördæmisins að þeir ákveði nú þegar að lokið verði lagningu bundins slitlags á leiðina frá Sveltingi til Kópaskers.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 126 orð
| 1 mynd
LANDSLIÐSFYRIRLIÐINN Eiður Smári Guðjohnsen framlengdi síðdegis í gær samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea um fjögur ár og gildir samningurinn til ársins 2008.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 396 orð
| 1 mynd
"MÉR finnst eins og alltaf sé verið að hegna manni fyrir að vera óvinnufær þegn því ekki bað ég um að verða fyrir árás og verða rænd framtíð minni og frelsi," sagði Guðrún Jóna Jónsdóttir, 26 ára öryrki, í bréfi sínu til Velvakanda...
Meira
VERÐ á raforku frá Hitaveitu Suðurnesja mun hækka um 3,8% þann 1. ágúst nk., og segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, að þetta sé ein af afleiðingum breytinga sem gerðar voru á fyrirkomulagi við raforkudreifingu síðastliðinn vetur.
Meira
Reyniviður er tré. Hann myndar þó aldrei skóga heldur vex einn og sér í giljum eða á stangli innan um birkikjarr eða skóga. Hann er einnig víða ræktaður í görðum.
Meira
2. desember 2003. Þingsályktunartillaga um skipun fjölmiðlanefndar. Fimm þingmenn úr öllum flokkum lögðu fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð yrði nefnd til að kanna starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi.
Meira
ÁKÆRÐA í e-töflumálinu segist hafa verið send um Evrópu til að stunda vændi, og hingað til lands hafi hún komið í þeim erindagjörðum 10. júní sl.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 417 orð
| 1 mynd
Í NEFNDARÁLITI meirihluta allsherjarnefndar er lagt til að hið fyrsta verði komið á fót nefnd skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka, sem sæti eiga á Alþingi, til þess að endurskoða stjórnarskrána, einkum I. og II. kafla. Í kafla II er m.a. að finna 26.
Meira
ALVARLEGT bílslys varð á móts við bæinn Hólabæ í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu um fjögurleytið í gær, þegar fólksbifreið valt margar veltur niður bratta brekku.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 156 orð
| 1 mynd
SNÆÞVOTTUR ehf. hóf starfsemi sína í Grundarfirði skömmu eftir áramótin 2001. Það eru hjónin Unnur Guðmundsdóttir og Sigurjón Fannar sem eiga og reka þvottahúsið Snæþvott ehf. sem fram til þessa hefur verið í bílskúr við heimili þeirra hjóna.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 446 orð
| 2 myndir
MEIRIHLUTI allsherjarnefndar leggur til að komið verði á fót hið fyrsta nefnd skipaðri fulltrúum allra stjórnmálaflokka til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hún eigi einkum að fjalla um I. og II.
Meira
SALA á nautgripakjöti í júní í ár var mjög svipuð og hún var í fyrra eða 310 tonn en 312 tonn í fyrra. Hlutfall ungnautakjöts er þó mun hærra í ár. Framleiðsla á nautakjöti í júní var mun meiri en árið 2003 og voru framleidd 315 tonn en 292 tonn í fyrra.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 219 orð
| 1 mynd
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra útilokar ekki að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu, í viðtali við dagblaðið Hufvudstadsbladet en það er gefið út á sænsku í Finnlandi.
Meira
Limrur eru oft bestar þegar þær eru ortar "út í hött" eins og Hjálmar Freysteinsson gerir: Signý í Saurbrúargerði var síðar gjaldkeri í Verði, það áréttað skal að engu hún stal (því það var sko það sem hún gerði.
Meira
Blönduós | Fjölskylduhátíðin "Matur og menning" var haldin í annað sinn á Blönduósi sl. helgi og tókst vel. Margt var til skemmtunar og sóttu margir gestir bæinn heim.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 198 orð
| 1 mynd
STJÓRNVÖLD á Indlandi hafa skipað nefnd sem á að finna varanlega lausn á vandamálunum sem skapast vegna árlegra flóða í austur- og norðausturhluta landsins. Alls hafa um 300 manns látið lífið í flóðum á Indlandi á síðustu vikum.
Meira
ÁTAKSHÓPUR Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð hefur óskað eftir því að haldinn verði sérstakur fundur í borgarráði svo hópurinn fái tækifæri til að kynna tillögur sínar um breytingar á framkvæmdaáætlun Vegagerðar ríkisins og...
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 521 orð
| 1 mynd
BREYTINGAR á fjölmiðlafrumvarpinu voru kynntar á ríkisstjórnarfundi sem hófst klukkan hálftíu í gærmorgun, áður en allsherjarnefnd Alþingis kom saman.
Meira
Vitar menningararfur | Vitadagar verða á landinu dagana 22. til 29. júlí, en þá stendur Íslenska vitafélagið fyrir fræðslu- og skemmtidagskrá við nokkra af vitum landsins ásamt heimamönnum á hverjum stað.
Meira
BREYTINGARTILLAGA við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt í allsherjarnefnd Alþingis í gær. Felur hún í sér að engin lög um eignarhald fjölmiðla verða sett á þessu sumarþingi og núgildandi lög falla á brott.
Meira
ÞORSTEINN Þorsteinsson, Taflfélagi Reykjavíkur, sigraði á sjötta mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis sem fram fór á ICC-skákþjóninum á Netinu nýverið. Þorsteinn hlaut 7,5 vinninga í 9 skákum. Annar varð Guðmundur S.
Meira
21. júlí 2004
| Innlendar fréttir
| 260 orð
| 1 mynd
"ÞAÐ eru allar ferðir fullar," segir Laufey Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Plús-ferða, en mikil aukning hefur orðið í sölu sólarlandaferða í sumar. Ferðaskrifstofur hafa gripið til þess ráðs að bæta við ferðum til að mæta eftirspurninni.
Meira
FRÖNSK kona ökklabrotnaði í Botnsdal í Hvalfirði í gær um 1 km frá bílastæðinu við Stóra-Botn. Mun hún hafa misstigið sig illa á göngustíg með fyrrgreindum afleiðingum.
Meira
Ríkisstjórn og stjórnarflokkar hafa tekið ákvörðun um að fella úr gildi lög um eignarhald á fjölmiðlum, sem sett voru á Alþingi síðari hluta maímánaðar.
Meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, svaraði í Morgunblaðinu í gær efnislega spurningum, sem beint var til hans hér í Staksteinum í gær, þ.e.
Meira
SÖNGKONAN Linda Ronstadt, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum, var rekin úr starfi hjá Aladdin spilavítinu í Las Vegas um helgina, eftir að hún tileinkaði eitt lag sitt kvikmyndagerðarmanninum Michael Moore og mynd hans, Fahrenheit 9/11.
Meira
TÍMAMÓT verða laugardagskvöldið 31. júlí á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þá mun rokkhljómsveitin Egó, með sjálfan Bubba Morthens í broddi fylkingar, spila í fyrsta sinn opinberlega í 20 ár.
Meira
"...ain't nobodys business, if I do..." ómar um Rauðagerðið, og ekkert mál að finna salinn sem stefnt er á til að finna þá Seth Sharp, leikstjóra og söngvara, Björgvin Franz Gíslason, leikara og söngvara, og Kjartan Valdimarsson píanóleikara.
Meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Michael Jackson á von á fjórburum með leigumóður í Flórída, að því er vikuritið Us Weekly skýrði frá í kvöld. Talskona söngvarans vill hvorki staðfesta fréttina né neita henni.
Meira
NÝ sjónvarpsauglýsing frá Umferðarstofu hefur vakið mikla athygli og þykir áhrifarík. Auglýsingin sýnir andlit fórnarlamba umferðarslysa greypt í malbikið á slysstöðum og á meðan hljóma Vísur Vatnsenda-Rósu í flutningi Ragnheiðar Gröndal.
Meira
MARTHA Stewart, bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan, sem var dæmd í 5 mánaða fangelsi fyrir að segja bandarískum stjórnvöldum ósatt um hlutabréfaviðskipti sín árið 2001, sagði í viðtali við þáttastjórnandann Larry King, á sjónvarpsstöðinni CNN, að...
Meira
UNDANFARIN ár hefur tónlistarhátíðin Innipúkinn verið haldin í Iðnó um verslunarmannahelgina. Innipúkanum er ætlað að hafa ofan af fyrir skemmtanaþyrstu fólki sem einhverra hluta vegna hefur ákveðið að sitja heima um þessa mestu ferðamannahelgi ársins.
Meira
HELGI og hljóðfæraleikararnir sendu frá sér nýja plötu á dögunum; Meira helvíti, heitir hún og er sú tíunda í röðinni. "Og ekki sú síðasta. Ef Guð lofar," segir Helgi Þórsson einn liðsmanna sveitarinnar.
Meira
STJÓRN Bandalags íslenskra listamanna gaf nýverið út bækling þar sem útlistuð er framtíðarsýn og stefnumótun í íslensku listalífi fram til ársins 2008.
Meira
NÚ stendur yfir sýningin Granadino á ljósmyndum Maríu Kjartansdóttur á Vínbarnum við Tjörnina í Reykjavík. "Granadino þýðir raunverulega íbúi Granada-borgar eins og "Reykvíkingur"," segir María.
Meira
Íslenska er okkar flestra mál. Það kemur þó fyrir að við skiljum ekki hvert annað og lái ég engum sem ekki hefur skilið fyrirsögn þessa pistils. Til glöggvunar skal því fyrirsögnin útskýrð.
Meira
ÞAÐ var ekki við öðru að búast en að risinn góðlegi, Skrekkur, myndi leggja undir sig kvikmyndahús Frónbúa um helgina. Christof Weheimer, kynningarstjóri myndarinnar, er að vonum sáttur. "Hvað getur maður sagt annað en allt er vænt sem vel er grænt!
Meira
Hrefna Friðriksdóttir svarar Þresti Ólafssyni: "Á undanförnum árum hefur stóraukist vitund og umfjöllun í samfélaginu um kynferðisbrot gegn börnum."
Meira
Drífa Kristjánsdóttir fjallar um deilumál sín við Barnaverndarstofu: "Til hvers var að vísa málinu til lögreglu ef það átti ekki að trúa ákæruvaldinu? Er það rangur sannleikur fyrir Braga að málinu var vísað frá?"
Meira
ÉG ER aldeilis ekki sammála Herði Magnússyni í grein er hann skrifar í Morgunblaðið síðasta laugardag, þar sem hann gagnrýnir Skjá einn fyrir að ætla að notast við enska þuli í útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni.
Meira
UM fátt ræða fjölmiðlar af meira kappi en uppbyggingu gamla miðbæjarins í Reykjavík. Bæði tíma og fjármunum hefur verið varið til að teikna byggingarlóðir og mannvirki við höfnina. Gallinn er bara sá að miðborg Reykjavíkur á sér enga framtíð á þeim stað.
Meira
Róbert Marshall svarar Staksteinum: "Blaðamannafélag Íslands tekur því heils hugar undir áhyggjur Evrópusambands blaðamanna af þróun mála í Frakklandi."
Meira
Faldar fornminjar NOKKUÐ hefur verið skrifað hér í Velvakanda um slæmt aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð. Mig langar að vekja athygli á öðrum fornminjum sem alls ekki er hægt að sjá eða skoða.
Meira
Minningargreinar
21. júlí 2004
| Minningargreinar
| 1343 orð
| 1 mynd
Björg Gunnlaugsdóttir húsmóðir fæddist á Eiði á Langanesi 9. september 1917. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Jónasson, f. á Eldjárnsstöðum á Langanesi í N-Þingeyjarsýslu 22.
MeiraKaupa minningabók
21. júlí 2004
| Minningargreinar
| 4037 orð
| 1 mynd
Guðrún Ingólfsdóttir fæddist á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði 15. júní 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu, Höfn, miðvikudaginn 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Eyjólfsson, f. í Fagraneskoti í Aðaldal 1876, d.
MeiraKaupa minningabók
21. júlí 2004
| Minningargreinar
| 1886 orð
| 1 mynd
Hafdís Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. október 1939. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala v/ Hringbraut 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Indriði Halldórsson, f. 13. júní 1909, d. 1. mars 1989, og Geirný Tómasdóttir, f. 1912, d.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Ingvarsdóttir fæddist á Grund í Vestur-Húnavatnssýslu 4. október 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík miðvikudaginn 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Ingvar Sveinsson bóndi og oddviti, f.
MeiraKaupa minningabók
Elsku amma Rósa. Þó það sé sorglegt að þú skulir vera dáin er samt líka gott að þú skulir ekki lengur þurfa að vera þreytt og lasin heldur líði vel hjá Guði. Þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman á meðan þú varst hjá okkur.
MeiraKaupa minningabók
21. júlí 2004
| Minningargreinar
| 3979 orð
| 1 mynd
Rósa Þorsteinsdóttir fæddist í Langholti í Flóa í Árnessýslu 14. september 1912. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sigurðsson, bóndi í Langholti, f. 25. apríl 1869, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
GERT er ráð fyrir auknum hagnaði vegna þessar kaupa, en í tilkynningu með ársuppgjöri SH kom fram að rekstraráætlun gerði ráð fyrir að hagnaður ársins yrði svipaður eða nokkru meiri en í fyrra er hann nam um 500 milljónum króna.
Meira
Í YFIRLÝSINGU Norðurskautssamtakanna til fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins hrósuðu samtökin Bretlandi fyrir að leyfa hvalarannsóknarskipum að sigla á nýjan leik um þann hluta Norðursjávar sem tilheyrir Bretlandi en Bretar höfðu neitað skipunum um slíkt...
Meira
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. (SH) hefur gengið frá kaupum á 80% hlutafjár í breska matvælafyrirtækinu Seachill Ltd. sem er sérhæft í framleiðslu kældra sjávarafurða. Áætluð velta félagsins á þessu ári er 90 milljónir punda eða um 12 milljarðar...
Meira
JAPANAR hafa lagt til á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, að þeim verði leyft að veiða nærri 3 þúsund hrefnur í Suðurhöfum og segja að hvalastofnar þar þoli vel slíkar veiðar.
Meira
ÓINNLEYST gengistap af 22,11% eignarhlut Baugs Group í breska verslunarfyrirtækinu Big Food Group, BFG, nemur nú 5,4 milljörðum króna frá áramótum.
Meira
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna, SH, hækkaði um 13,4% í Kauphöll Íslands í gær eftir tilkynningu þess efnis að félagið hefði keypt 80% hlutafjár í breska matvælafyrirtækinu Seachill fyrir 4,9 milljarða króna.
Meira
Íslenskar snyrtivörur úr lífrænt ræktuðum jurtum hafa vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarið og eru nú seldar í hinni virtu stórverslun Harvey Nichols, sem m.a. veitir þeim sérstakan sess í gluggaskreytingum sínum.
Meira
60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. júlí, verður sextug Rán Einarsdóttir leikskjólastjóri, Skógargerði 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Svanur Ingvason. Þau eru að heiman í...
Meira
Fæstir tækju því fagnandi að vera gert að vinna klukkustund lengur á dag án þess að hljóta viðurkenningu fyrir í formi peninga eins og fyrir aðrar unnar klukkustundir.
Meira
HIN ÁRLEGA fjölskylduhátíð, Franskir dagar, verður haldin á Fáskrúðsfirði dagana 23.-25. júlí næstkomandi. Dagskrá Franskra daga 2004 er mjög fjölbreytt og hafa þeir á sér yfirbragð fjölskylduskemmtunar.
Meira
Úlfar Hinriksson er fæddur 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1992. Hann fór í Íþróttaskólann á Laugarvatni 1993 og útskrifaðist þaðan sem íþróttakennari tveimur árum síðar. Árið 1995 hóf hann störf sem íþróttakennari við Fellaskóla en veturinn 2000-2001 var hann í íþróttanámi í Danmörku. Hann hóf aftur störf í Fellaskóla árið 2001 og hefur verið þar síðan. Úlfar hefur verið landsliðsþjálfari 21 árs kvennalandsliðsins í knattspyrnu síðan 2003.
Meira
Hrafnseyri | Í burstabæ Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri í Arnarfirði stendur nú yfir sýning á ljósmyndum Rafns Hafnfjörð sem hann nefnir Lesið í landið.
Meira
BANDARÍSKI hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong tók í gær forustuna í Frakklandshjólreiðunum. Armstrong var fljótastur keppenda í fimmtánda áfanga keppninnar - 180,5 km vegalengd á milli Valreas og Villard-de-Lans í frönsku ölpunum.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga mæta í kvöld írska liðinu Shelbourne í síðari viðureign félaganna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og fer leikurinn fram á heimavelli Shelbourne í Dublin, Tolka Park.
Meira
ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en að bylting hafi átt sér stað hjá Chelsea. Jose Mourinho, sem tók við liðinu af Claudio Ranieri, var ekkert að tvínóna við hlutina og byrjaði strax að taka til í herbúðum liðsins og hvorki fleiri né færri en átta leikmenn hafa yfirgefið félagið og hafa sex leikmenn komið í þeirra stað.
Meira
* DENNIS Bergkamp vonar innilega að Patrick Vieira verði áfram hjá Arsenal en Vieira hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu. "Vieira er ómetanlegur fyrir Arsenal og það yrði hrikalegt ef hann yfirgæfi liðið.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen handsalaði síðdegis í gær nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea og gildir samningurinn til ársins 2008.
Meira
HELGI Valur Daníelsson, miðjumaðurinn sterki hjá Fylki, fékk ekki langan tíma til að hvíla sig eftir leikinn gegn FH-ingum í Landsbankadeildinni í fyrrakvöld.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga lögðu hollensku meistarana í Ter Leede, 1:0, í fyrsta leik sínum í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu í gær en 4. riðillinn, sem KR-ingar leika í, er spilaður í Slóveníu.
Meira
JÓN Arnór Stefánsson skoraði 11 stig í sigurleik Dallas Mavericks gegn Portland Trailblazers í sumardeild NBA sem fram fór aðfaranótt þriðjudags. Dallas skoraði 101 stig gegn 87 stigum Portland.
Meira
KÁRI Marísson mun að öllum líkindum taka við sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik karla, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Tindastóll er eina úrvalsdeildarliðið sem á eftir að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir næstu leiktíð en Kristinn Friðriksson, fyrrum þjálfari og leikmaður liðsins, mun þjálfa og leika með liði Grindavíkur á næstu leiktíð. Tveir ítalskir leikmenn léku með Tindastól á landsmóti UMFÍ um sl. helgi en ólíklegt er að samið verði við leikmennina.
Meira
ÍSLANDSMÓTIÐ í höggleik, sem hefst á Akranesi á fimmtudag, er fjórða Íslandsmótið sem haldið er frá því að keppnisfyrirkomulaginu var breytt og aðeins er keppt í einum opnum flokki í karla- og kvennaflokki.
Meira
ÞAÐ var ekki bjart yfir leikmönnum Þróttar úr Reykjavík og Þórs frá Akureyri er liðin gengu af Valbjarnarvelli í gær eftir 2:2-jafntefli liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu. Þór er sem stendur í 5. sæti með 14 stig að loknum ellefu leikjum og Þróttur er í því 6. með 13 stig. Það er stutt í næstu lið fyrir neðan sem eru í fallsætunum með 10 og 9 stig. Efstu sætin eru einnig í seilingarfjarlægð en eitt stig hrekkur skammt í þeirri baráttu og það vissu leikmenn beggja liða í leikslok.
Meira
SUNDKAPPINN Örn Arnarson mun aðeins keppa í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu en hann keppti í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum.
Meira
* SIGURÐUR Donys Sigurðsson, leikmaður Þórs frá Akureyri, leikur líklega ekki fleiri leiki með liðinu í sumar en hann var fluttur með sjúkrabifreið frá Valbjarnarvelli þar sem leikur Þórs og Þróttar fór fram í gær.
Meira
BIKARMEISTARAR ÍA fá til sín í vikunni serbneskan sóknarmann til reynslu en Skagamenn hafa verið á höttunum eftir framherja til að spila með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar.
Meira
ÍSLANDSMÓTIÐ í höggleik fer fram á Garðavelli á Akranesi í fyrsta sinn í sögunni en keppni hefst á fimmtudag og lýkur síðdegis á sunnudag. Alls eru 95 karlar skráðir til leiks og 17 konur.
Meira
Feneyjar eru þekktar fyrir gondóla sem stjakað er um síki, en fyrir bílaáhugamenn er líklega áhugaverðara að rekast á ítalska listamanninn Livio De Marchi á ferð.
Meira
Guðmundur Sigurðsson bar sigur úr býtum í annarri umferð Bílanaustsmótsins (Íslandsmótsins) í gokart á sunnudaginn var. Einnig var ekin önnur umferð í Rotax-mótinu og sigraði Guðmundur þar einnig. Í öðru sæti beggja móta var Magnús H. Lárusson.
Meira
Þriðja og fjórða umferð heimsbikarmótsins í torfæru fór fram síðastliðna helgi við Stapafell og á Hellu. Haraldur Pétursson hélt uppteknum hætti frá því í fyrri mótunum tveimur, sem fram fóru í Noregi í maí, og sigraði í báðum keppnunum.
Meira
BRÆÐURNIR Rúnar og Baldur Jónssynir á Subaru Legacy héldu uppteknum hætti og sigruðu í þriðju umferð Íslandsmeistaramótsins í rallakstri sem fram fór í Skagafirði síðastliðinn laugardag.
Meira
SAMTÖK umhverfissinnaðra ökumanna í Svíþjóð, Grænir bílstjórar, útnefndu á dögunum Opel Astra CNG sem umhverfisvænasta bíl ársins 2004. Hann er knúinn jarðgasi.
Meira
Fjöldi rafdrifinna hlaupahjóla hefur selst í reiðhjólaversluninni Erninum frá því farið var að selja hjólin fyrr í sumar. Hlaupahjólin eru sögð henta 10 ára börnum og eldri og bera allt að 60 kg ökumann.
Meira
Hvað þarf til að verða meistari í motocrossi? Það eru oft ekki nema örfáar sekúndur sem skilja menn að í toppbaráttunni í Íslandsmeistaramótinu. En hvað liggur bak við þessar sekúndur? Tökum hús á Ragnari Inga Stefánssyni, margföldum Íslandsmeistara í motocrossi, og reynum að fá botn í það hvernig þessar dýrmætu sekúndur verða til.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.