Greinar fimmtudaginn 22. júlí 2004

Fréttir

22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð

26. greinin tær snilld

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að 26. gr. stjórnarskrárinnar hefði verið þaulrædd fyrir setningu hennar árið 1944 og merking ákvæðisins alveg skýr. "Ég verð að segja að mér finnst þetta tær snilld, þetta ákvæði. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

65 grömm af hassi tekin

LÖGREGLAN á Blönduósi lagði hald á 65 grömm af hassi í fyrradag og handtók 25 ára mann grunaðan um að eiga efnin. Hann var í bíl með tveimur ungmennum vestan við Blönduós þegar þau lentu í úrtaki lögreglunnar við eftirlit. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 105 orð

Af gagaravillu

Sigursteinn Hersveinsson varð innblásinn af bögubloggi Jóns Ingvars Jónssonar og bragarhættinum gagaravillu. Hann tók eftir mynd af drengjum í Morgunblaðinu, þar sem einn skallaði í mark. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Algjört lágmark að halda úti tveimur varðskipum

VARÐSKIPIÐ Ægir er á leið til hafnar og þar með verður ekkert íslenskt varðskip nú á sjó. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands er afar óánægður með þessa stöðu og segir algjört lágmark að tveimur varðskipum sé haldið úti í senn. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 859 orð | 1 mynd

Allir verða að endurmeta samskiptin við ESB

Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, er þess fullviss að Bretar muni samþykkja nýjan stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Líkt og Winston Churchill hugleiði hann ekki ósigur. Rúnar Pálmason ræddi við MacShane. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Allt á hundrað kall

"HILLURNAR breyta um útlit á hálftíma fresti," segir Guðrún L. Guðmundsdóttir sem heldur risaútsölu þessa dagana við Langholtsveg og hefur í nógu að snúast. Allt á að seljast á 100 krónur og er vöruúrvalið afar fjölbreytt. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð

Á gjörgæslu eftir bílveltu í Langadal

ÍSLENSK kona sem slasaðist alvarlega í bílveltu í Langadal í fyrradag liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Fjórir voru í bílnum, þar af tvö börn og slasaðist annað þeirra alvarlega en var ekki sett í gjörgæslu. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

Ágreiningur um heimildir handhafa ríkisvaldsins

ÞRÁTT fyrir að allsherjarnefnd telji heimilt að setja ný lög um fjölmiðla samhliða því að fella niður lögin frá liðnu vori hefur skapast ágreiningur um stjórnskipulegar heimildir handhafa ríkisvaldsins við hinar afbrigðilegu aðstæður undanfarinna vikna,... Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Átalinn fyrir að viðhafa ófagleg vinnubrögð

STJÓRN Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, átelur Íbúðalánasjóð harðlega fyrir slæleg vinnubrögð við þá kerfisbreytingu sem fram fór á tæknilegum þáttum húsnæðislánakerfisins um síðustu mánaðamót, í bréfi sem dagsett er 14. júlí sl. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 169 orð

Baldurshagi | Jón Ingi Cæsarsson, fulltrúi...

Baldurshagi | Jón Ingi Cæsarsson, fulltrúi Samfylkingar í umhverfisráði, telur eðlilegt að ráðið boði til funda þar sem kynntar verði fullmótaðar hugmyndir verktaka um nýtt fjölbýlishús við Baldurshaga. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 127 orð

Bensínstöð samþykkt | Áframhaldandi bygging bensínstöðvar...

Bensínstöð samþykkt | Áframhaldandi bygging bensínstöðvar við söluturninn Staldrið í Breiðholti var samþykkt með atkvæðum fulltrúa R-lista á fundi þess síðastliðinn þriðjudag. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn samþykktinni. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 728 orð | 2 myndir

Berlusconi reynir að bjarga stjórn sinni

Fréttaskýring | Brotthvarf Umbertos Bossis úr stjórn Silvios Berlusconis á Ítalíu er talið hafa veikt hana. Ýmislegt þykir benda til þess að stjórnin geti fallið fyrir lok mánaðarins vegna deilna milli stjórnarflokkanna. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 169 orð | 2 myndir

Bleikt og bjartsýnt lambagras

"Bleika lambagrasið setur hvarvetna sterkan svip sinn á landið. Ekki síst verða áhrifin og andstæðurnar sterkar þegar ekið er yfir eyðisanda þar sem fátt annað grær. En lambagrasið er harðgert og fátt virðist bíta á því. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Digrir sjóðir hjá John Kerry

JOHN Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, hefur undanfarna þrjá mánuði safnað liðlega 99 milljónum dollara, um sjö milljörðum króna, í kosningasjóði sína. Kerry hefur varið nær jafnmiklu fé í áróður og George W. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 64 orð

Djass í Deiglu | Djasskvintettinn B-Sharp...

Djass í Deiglu | Djasskvintettinn B-Sharp leikur á fimmta Heita fimmtudeginum í Deiglunni í kvöld, 22. júlí kl. 21.30. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fagna jöfnun verðlaunafjár í fótbolta

FEMÍNISTAFÉLAG Íslands fagnar þeirri ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að jafna verðlaunafé milli kynja í meistaradeildum kvenna og karla og hrósar Landsbanka Íslands fyrir sitt framlag. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Felur í sér pólitíska ráðgjöf

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er sammála Bertel Haarders, innflytjendaráðherra Dana, um að álit mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins sé pólitísk ráðgjöf en ekki lögfræðileg niðurstaða. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 227 orð | 1 mynd

Feykjast áfram á vespunum

Hafnarfjörður | Stöllurnar Lilja Rún Kristjánsdóttir, Þórhalla Sigurðardóttir, Vera Dögg Höskuldsdóttir, Hrefna Þórsdóttir og Sunna Árnadóttir hafa sannarlega vakið athygli í Hafnarfirði í sumar, þar sem þær ferðast allar um á léttum bifhjólum, öðru... Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Fiskhjallar vekja forvitni ferðamanna

SYSTURNAR Karólína Íris Jónsdóttir og Tara Lind Jónsdóttir voru að tína ýsu af hjöllum úti á Seltjarnarnesi fyrir pabba sinn, Jón Þorvald Waltersson, sem rekur fyrirtækið Fiskheima. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 44 orð

Fjárhagsaðstoð | Á síðasta fundi félagsmálaráðs...

Fjárhagsaðstoð | Á síðasta fundi félagsmálaráðs Akureyrarbæjar var lagt fram yfirlit um veitta fjárhagsaðstoð fyrstu 6 mánuði þessa árs. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 329 orð

Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt frá Alþingi í dag

BREYTINGATILLÖGUR allsherjarnefndar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald fjölmiðla voru samþykktar með 32 atkvæðum við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Flugmaður ómeiddur en brunaskemmdir á vélinni

KONA sem flaug lítilli flugvél í Borgarfirði í gær slapp að mestu ómeidd eftir brotlendingu skammt vestan við flugvöllinn í Húsafelli. Eldur kviknaði í vélinni á flugi og varð flugmaðurinn að nauðlenda á mel skammt frá bænum Hraunsási í Hálsasveit. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 877 orð | 2 myndir

Forsetanum færð meiri völd með þessum viðbrögðum

"RÍKISSTJÓRNIN hefur tapað sínu 100 daga stríði gagnvart þjóðinni," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, í framsögu með nefndaráliti minnihluta allsherjarnefndar við stjórnarfrumvarp um eignarhald fjölmiðla. Steingrímur J. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Forskölunarklæðning hrynur af húsi

MÖNNUM var nokkuð brugðið þegar klæðning á forsköluðu timburhúsi við Hverfisgötu gaf sig í gær og hrundi á gangstétt. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við fjórar byggingar

FYRSTA skóflustungan var tekin vegna byggingar stöðvarhúss Reykjanesvirkjunar í gær. Hellu var lyft í byggingarreit stöðvarhússins og var hún færð í samkomutjald þar sem Björn H. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 100 orð | 1 mynd

Frekari uppbygging í Laugardal

Reykjavík | Borgarráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að heimila stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal að auglýsa eftir aðilum til samstarfs um uppbyggingu garðsins með það að markmiði að efla möguleika barna, fjölskyldna og ferðamanna... Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 174 orð

Færri slys á börnum í heimahúsum

SLYSUM á börnum á aldrinum 0-4 ára hefur fækkað verulega í heimahúsum og í frítíma fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Eriks Brynjars Schweitz Erikssonar læknanema. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 29 orð

Föstudagshádegi | Jón Ólafsson leikur og...

Föstudagshádegi | Jón Ólafsson leikur og syngur eigin lög við texta Hallgríms Helgasonar, Ólafs Hauks Símonarsonar, Kristjáns Hreinssonar og Steins Steinars í Ketilhúsinu í hádeginu á föstudag, 23.... Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Gómsæt krækiber

Þór Jónsson gæddi sér á fullþroska krækiberjum við Nauthúsagil á Þórsmerkurleið í vikubyrjun. Krækiberin eru því, líkt og í fyrra, snemma á ferðinni enda sumarið verið með ágætum. Tími berjatínslu fer því væntanlega í hönd á næstu dögum og... Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Gæsluvarðhald framlengt til 11. ágúst

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær fyrrverandi sambýlismann Sri Rhamawati í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. ágúst. Var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Maðurinn var handtekinn 6. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Heiðagæs í Kringilsárrana

ÓMAR Ragnarsson fréttamaður kynnti nýja bók sína, Kárahnjúkar - með og á móti, blaða- og fréttamönnum á allnýstárlegan hátt í gær. Flogið var á virkjunarsvæði Kárahnjúka og lent á rennisléttri flugbraut frá náttúrunnar hendi, við Sauðármel. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Hernaðarmikilvægi óskert

Fréttaskýring| Filippseyjar hafa átt góð samskipti við Bandaríkin síðan í upphafi kalda stríðsins. Þau gætu nú kólnað eftir að stjórnin í Manila hefur dregið her sinn frá Írak. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hvetja til varúðar vegna lausagöngu búfjár

EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur sent öllum lögreglustjórum ábendingar varðandi lausagöngu búfjár og hvatt þá til að hlutast til um úrbætur í umdæmum þar sem þeirra er þörf. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hægt að spara allt að 50% í olíunotkun við togveiðar

Skipatæknifræðingarnir hjá Verkfræðistofunni Skipasýn sf. telja að með tveimur tiltölulega einföldum aðferðum megi spara allt að 50% í olíunotkun íslenzkra fiskiskipa sem stunda togveiðar. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 690 orð | 1 mynd

Kjúklingar lækka og lækka

Á síðustu 2-3 árum hefur kjötmarkaðurinn á Íslandi gengið í gegnum mikla erfiðleika. Verð á kjöti lækkaði mikið í kjölfar offramboðs og afleiðingarnar urðu gjaldþrot stórra framleiðenda. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Kjúklingar lækka um 10%

VERÐ á kjúklingum hefur lækkað um 10% það sem af er árinu, en á sama tíma hefur svínakjöt hækkað um rúmlega 50%. Verð á svínakjöti var í sögulegu lágmarki um síðustu áramót og hafði t.d. lækkað um 50% frá miðju ári 2002. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 132 orð | 1 mynd

Lambagras

Lambagrasið myndar hálfkúlulaga þúfur með stuttum, striklaga blöðum og yfir blómgunartímann eru þær stundum alsettar leggstuttum, bleikum, blómum sem eru fimmdeild. Þúfurnar geta orðið allt að 40 sm í þvermál og um 10 sm háar. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð

Leitað að heitu vatni fyrir austan

UNNT verður að halda áfram sérstöku átaki til leitar að jarðhita til húshitunar á svokölluðum köldum svæðum með breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunar sem nýverið voru samþykkt. Samkvæmt 5. gr. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lést í bílslysi

KONAN sem lést í bílslysi á Vatnsnesvegi í V-Húnavatnssýslu í fyrrakvöld hét Bohuslava Jaromerska, búsett í Prag ásamt fjölskyldu sinni. Hún var hér á ferð með manni sínum er slysið varð. Hún var fædd 21. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Mannlaus strætisvagn rann út af götu

ENGIN meiðsl urðu á fólki þegar mannlaus strætisvagn brá undir sig betra dekkinu og rann út af götu við skiptistöðina á Kópavogshálsi. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

MARGEIR JÓNSSON

MARGEIR Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður og fiskverkandi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 18. júlí sl. Margeir var fæddur 23. nóvember 1916 í Stapakoti í Innri-Njarðvík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson útvegsbóndi og kona hans Guðrún Einarsdóttir. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 291 orð | 1 mynd

Markmiðið að byggja upp stærstu fjölskylduhátíð landsins

EIN með öllu, sem er fjölskylduhátíð, verður haldin á Akureyri í fjórða sinn um komandi verslunarmannahelgi. Að hátíðinni stendur hópur áhugamanna sem kallar sig Vinir Akureyrar. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 57 orð | 1 mynd

Moka sandi í fjörunni

Seltjarnarnes | Það er alltaf gaman að fara í fjöruna, sérstaklega ef fata og skófla er með í för eins og hjá Tinnu, Hafþóri Erni og Sólrúnu á dögunum. Alltaf er hægt að finna eitthvað nýtt í fjörunni; gamla netabobbinga, krabba eða marflær. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 485 orð

Morgunblaðinu stirt um stef

Í senn er bæði dapurlegt og notalegt að eiga orðastað við Morgunblaðið um utanríkismál. Hið dapurlega í málinu er að blaðinu er fyrirmunað að rökræða við aðila með aðrar skoðanir en það hefur sjálft. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Múrinn fordæmdur

Ísraelskur verkamaður í grennd við Betlehem á Vesturbakkanum, en þar er hluti múrsins umdeilda sem verið er að reisa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld yfirlýsingu þar sem múrinn var fordæmdur og sagður ólöglegur. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 31 orð

Mörg umferðaróhöpp í Kópavogi

SEX umferðaróhöpp urðu í Kópavogi á tímabilinu frá klukkan 12 til 19 í gær sem er óvenju mikið, að sögn lögreglu. Slys urðu ekki á fólki en talsvert tjón á... Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Nýr vegur liggi utan þjóðgarðs

VEGAGERÐIN leggur til að nýr Gjábakkavegur, milli þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laugarvatns í Bláskógabyggð, verði lagður eftir leið 3 og leið 7 sem komið höfðu fram í skipulagsferli vegarins. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Opinn fyrirlestur í Norræna húsinu

DENIS MacShane mun flytja opinn fyrirlestur í Norræna húsinu í dag. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

"Allah vill að þú lifir"

ANGELO de la Cruz, filippseyski vörubílstjórinn sem var gísl mannræningja í 17 daga, hélt að sín síðasta stund væri komin þegar ræningjarnir brýndu sverð fyrir framan hann og skoðuðu svo háls hans til að finna hvar væri best að skera. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 118 orð

Rauði krossinn flytur á Laugaveg

Reykjavík |Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði á Laugavegi 120, en áður fór meginstarfsemi deildarinnar fram á tveimur stöðum, í Fákafeni og við Hverfisgötu. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 213 orð

Reyndu að fá Fischer náðaðan

Þriggja manna nefnd á vegum Skáksambands Íslands freistaði þess að hafa áhrif á gang mála Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Í nefndinni voru Guðmundur G. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Sakaður um að reka sitt eigið hryðjuverkastríð

BANDARÍSKUR maður sem sakaður er um að hafa haldið úti upp á sitt eindæmi "stríði gegn hryðjuverkum" í Afganistan hélt því fram fyrir rétti í Kabúl í gær að hann hefði verið að sinna leynilegum verkefnum á vegum Bandaríkjahers. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 412 orð

Segir meginábendingar skýrslunnar standa

RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent frá sér svar við athugasemdum fjármálaráðuneytis vegna skýrslu um framkvæmd fjárlaga ársins 2003. Jafnframt er viðurkennt að nokkrar villur hafi mátt finna í skýrslunni. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 224 orð

Sendiráð Íslands í Tókýó reyni að fá að tala við Bobby Fischer

HELGI Ólafsson stórmeistari telur ástæðu fyrir starfsmenn sendiráðs Íslands í Tókýó í Japan til að kanna hvort þeir geti fengið að ræða við Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en hann situr núna í fangelsi í Japan. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 166 orð

Sex gíslar teknir í Írak

DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fréttafundi í ráðuneyti sínu í gær, að árásir og mannrán síðustu daga í Írak myndu ekki hafa áhrif á aðgerðir Bandaríkjastjórnar þar í landi. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð

Skjálftavirkni á ný undir Fagradalsfjalli

HRINA smáskjálfta varð undir Fagradalsfjalli í gær, um 9 km norðaustan við Grindavík. Hrinan hófst á 5. tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni, og var virknin mest á milli kl. 14-16, en þá mældust um 50 skjálftar á klukkutíma. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Slasaðist í vinnuslysi á Kjalvegi

VINNUSLYS varð við Áfangafell á Kjalvegi síðdegis í gær, þegar maður féll af vörubílspalli og slasaðist alvarlega. Var fallið mjög hátt og úlnliðsbrotnaði maðurinn og kenndi mikilla eymsla í baki og herðablöðum auk þess sem hann átti erfitt um... Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 536 orð | 1 mynd

Slysum á ungum börnum fækkar umtalsvert

NÝ RANNSÓKN hefur leitt í ljós að slysum á börnum á aldrinum 0-4 ára hefur fækkað verulega í heimahúsum og í frítíma fjölskyldunnar. Rannsóknina gerði Erik Brynjar Schweitz Eriksson læknanemi í samvinnu við Slysaskrá Íslands, Landlæknisembættið og... Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 590 orð | 1 mynd

Smíðar frumlegan sólpall með sérkennilega hatta

Innri Njarðvík | Það telst nú vart til tíðinda þegar fólk ákveður að byggja sér sólpall, slíkt er nánast daglegt brauð á Íslandi yfir sumartímann. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 79 orð

Sri Lanka "rambar á barmi stríðs"

PÓLITÍSKUR leiðtogi skæruliðahreyfingar tamíla á Sri Lanka varar við því að landið "rambi nú á barmi stríðs" en ummælin eru til marks um að til beggja vona geti brugðið um vopnahlé stjórnvalda og tamíl-tígranna svokölluðu, sem nú hefur verið í... Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 159 orð

Starfsdagur í Laufási

BRÚÐKAUP að gömlum sið verður aðalatriði starfsdags á sumri, sem haldinn verður í Laufási næsta sunnudag, 25. júlí. Dagskráin hefst kl. 14 með því að brúðurin kemur ríðandi í söðli að Gamla bænum, þar sem hún gengur til brúðarhúss og klæðist... Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 27 orð

Sýning | Áslaug Anna Stefánsdóttir opnar...

Sýning | Áslaug Anna Stefánsdóttir opnar sýningu í Deiglunni í dag, fimmtudaginn 22. júlí kl. 17. Þar sýnir hún svonefnt vídeóverk. Yfirskrift sýningarinnar er "Stormur í... Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 117 orð

Söguganga um Innbæ

Jón Hjaltason, söguritari Akureyrarbæjar, verður leiðsögumaður í gönguferð um Innbæinn og Fjöruna á laugardag, 24. júlí. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 328 orð

Talsvert mikil landspjöll unnin á lítið grónu melalandi

"ÞETTA er virkilega ljótt, eiginlega alveg rosalegt," sagði Rebekka Þráinsdóttir, landvörður í Herðubreiðarlindum, en á leið þangað uppeftir, á kafla milli Grafarlandaár og Ferjuáss, eru mjög slæm sár í landinu eftir utanvegaakstur. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 438 orð | 2 myndir

Tony Blair í tíu ár TONY...

Tony Blair í tíu ár TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði í gær þeim áfanga að hafa setið tíu ár sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 382 orð

Umferðarljós óhjákvæmileg

BJÖRN Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur segir óhjákvæmilegt að hafa umferðarljós á þeim slaufugatnamótum sem nú er verið að gera á mótum Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðarvegar. Tvenn umferðarljós verða á gatnamótunum. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 397 orð

Úr sveitinni

Nú er hér mjög gott veður og hefur svo verið undanfarið. Eru bændur á fullu í heyskap og sumir búnir með fyrri slátt. Mjög lítið hefur verið um rigningu og þeir sem slógu snöggt í von um að fá háarslátt eru orðnir uggandi ef ekki fer að rigna. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 123 orð | 1 mynd

Vatnsmælingar í Hlíðarfjalli

ÞESSA dagana er unnið að því að mæla vatnsrennsli í lækjum í Hlíðarfjalli. Lækirnir eru stíflaðir og yfirborðsrennslið svo mælt með ákveðinni aðferð. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð

Viðbúnaður vegna Gæsluflugvélar

VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli í gær þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN kom inn til lendingar, en ljós fyrir nefhjól vélarinnar kviknuðu ekki er vélin ætlaði að lenda. Meira
22. júlí 2004 | Minn staður | 99 orð | 1 mynd

Þórsvöllurinn iðaði af lífi

Akureyri | Félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs iðaði af lífi í gærmorgun en þar komu saman yngstu knattspyrnuiðkendurnir hjá Þór og KA, bæði stúlkur og drengir. Meira
22. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 200 orð

Þróa mannúðlegri aðferðir

ÁLYKTUN þar sem hvatt er til þess að þróaðar verði mannúðlegri aðferðir við hvalveiðar en nú er beitt var samþykkt á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær. Var tillagan lögð fram af Nýsjálendingum. Meira
22. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Æxli fjarlægt

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var í fyrrinótt fluttur á Landspítala - háskólasjúkrahús við Hringbraut vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júlí 2004 | Leiðarar | 404 orð

Bobby Fischer

Bobby Fischer er snillingur. Líklega mesti skáksnillingur, sem uppi hefur verið. Saga hans er samofin samtímasögu okkar Íslendinga. Það var hér á Íslandi, sem Fischer vann heimsmeistaratitilinn í skák. Meira
22. júlí 2004 | Leiðarar | 395 orð

"Ekki bað ég um að verða fyrir árás"

Í fyrradag birtist svohljóðandi bréf í Velvakanda Morgunblaðsins frá Guðrúnu Jónu Jónsdóttur: "Ég er 26 ára gömul og er í hjólastól eftir líkamsárás, sem ég varð fyrir 1993. Nóg um það. Eins og flesta aðra langar mig til útlanda. Meira
22. júlí 2004 | Leiðarar | 278 orð

Um Dassault og Berlusconi

Formaður Blaðamannafélags Íslands hefur ekki fyrr verið spurður spurninga hér í Staksteinum en hann svarar þeim á fréttasíðum Morgunblaðsins og er það vel. Meira

Menning

22. júlí 2004 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

... Allen og Penn

Sweet and Lowdown ( Súrt og sætt ) er á dagskrá Stöðvar 2 í dag og í kvöld. Um er að ræða kvikmynd úr smiðju Woody Allens. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Alveg pottþétt!

ÞAÐ virðist vera algjörlega pottþétt að safnplöturnar úr Pottþétt-röðinni fari beint á topp íslenska Tónlistans um leið og þær koma út. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Michael Jackson hefur hafnað fullyrðingum tímarita og dagblaða, þess efnis að hann eigi von á fjórburum, að því er frá greinir í frétt BBC . Bandaríska tímaritið US Weekly greindi frá því að leigumóðir í Flórída gengi með fjögur börn Jacksons. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 175 orð | 1 mynd

Fullskipuð í fyrsta skipti á árinu

RAPP- og hipp-hoppsveitin góðkunna, Forgotten Lores, hefur legið í dvala að undanförnu, en nú er að færast fjör í leikinn. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Hárið er komið!

HÁRIÐ vex á Tónlistanum þessa vikuna og hoppar upp um 53 sæti, úr því 57. í það fjórða, hvorki meira né minna. Geri aðrir líkamshlutar betur! Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Hreint mergjað!

DAGUR Kári Pétursson og Orri Jónsson í Slowblow skjótast inn á Tónlistann þessa vikuna, með plötuna sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan hækkar sig um 12 sæti milli vikna, fer úr því 34. upp í það 22. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 170 orð | 3 myndir

Ísland vel kynnt

RITHÖFUNDUNUM Sally Magnusson og Ólafi Jóhanni Ólafssyni hefur verið boðið að koma fram á alþjóðlegu Bókmenntahátíðinni í Edinborg sem haldin er 14.-30. ágúst ár hvert í tengslum við hina þekktu listahátíð sem haldin er á sama tíma. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 388 orð | 1 mynd

Líður best á Íslandi

SELMA Baldursson er leikkona af íslenskum ættum sem starfar í Þýskalandi. Hún á íslenskan föður, Gunnlaug Stefán Baldursson arkitekt, og þýska móður. Selma er stödd þessa dagana á Íslandi og líkar vistin vel. Meira
22. júlí 2004 | Tónlist | 171 orð | 1 mynd

Maðkarnir kveðja

Þriðja plata þungarokkstrúðanna og þeirra síðasta að eigin sögn. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Mínus aftur inn!

MÍNUS-menn eru seigir, því rúmlega ári eftir að Halldór Laxness kom út er platan a tarna komin aftur inn á Tónlistann, í 29. sæti. Þeir feðgar Krummi og Björgvin eru því báðir á listanum þessa vikuna, Bo með Duet í 18. sæti, sama sæti og í síðustu viku. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Mínus spilar á Reading

ROKKSVEITIN Mínus hefur verið bókuð á Reading-hátíðina í Bretlandi sem fram fer dagana 27. til 29. ágúst í tveimur borgum, Leeds og Reading. Mínus verður fyrsta sveit á svið í aðaltjaldinu í báðum borgum og verður því í Leeds þann 27. Meira
22. júlí 2004 | Myndlist | 599 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Listasafn Íslands

Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sýningu lýkur 29. ágúst. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 429 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Komin er út bókin Skaftafell National Park eftir Daníel Bergmann hjá JPV útgáfunni. Bókin kemur út í tveimur útgáfum; önnur á ensku og hin á þýsku. Í bókinni eru 95 litmyndir eftir Daníel Bergmann sem jafnframt skrifar textann. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 526 orð

Skemmtimenning

Hvað er það sem knýr sjónvarp til þess að vera stöðugt að setja sig í hlutverk skemmtimiðils? Jú, sennilega er það ósk okkar flestra að sjónvarp sé afþreyingarmiðill, en það er engin höfuðkrafa. Meira
22. júlí 2004 | Tónlist | 555 orð | 1 mynd

Starfið krefst ævilangrar endurnýjunar

Tónlistarhátíð í Reykholti verður haldin í Reykholtskirkju dagana 23.-25. júlí 2004. Hátíðin hefst á opnunartónleikum föstudaginn 25. júlí kl. 20, þar sem flutt verður tónlist eftir Wolfang Amadeus Mozart. Meira
22. júlí 2004 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Umboðsmaður íþróttamannanna

Umboðsmaðurinn eða Trevor's World of Sport er bresk gamanþáttaröð í sjö þáttum. Söguhetjan, Trevor, er umboðsmaður íþróttamanna og reynir að halda andlitinu þótt aðstæður hans séu ákaflega erfiðar. Meira
22. júlí 2004 | Tónlist | 363 orð | 2 myndir

Það sem hljómar vel

BRÚÐARBANDIÐ samanstendur af sjö föngulegum konum á aldrinum 26 til 32 ára. Þær eru alltaf íklæddar brúðarkjólum þegar þær spila á tónleikum, þær vilja bleikt vatn í allar sundlaugar landsins, vilja meira rokk og fleiri konur að rífa kjaft. Meira

Umræðan

22. júlí 2004 | Aðsent efni | 957 orð | 1 mynd

Lögfræði og sannleikur

Jón Steinar Gunnlaugsson svarar Steindóri J. Erlingssyni: "Raunar er það ljóst að allir lögfræðilegu álitsgjafarnir eru sammála um eitt: Ein niðurstaða er rétt! Sú sem þeir segjast sjálfir aðhyllast." Meira
22. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 612 orð

Meðlagsgreiðslur

Heill og sæll Ottó og þakka þér fyrir bréfið til mín sem þú birtir í Morgunblaðinu á dögunum, Þú lýsir þar áhyggjum þínum vegna úrskurða stjórnvalda í málum um meðlagsgreiðslur með börnum og oft skrifa menn í blöðin um ómerkilegri mál en það. Meira
22. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 326 orð | 2 myndir

Skotveiðar SKOTVEIÐAR eru mikil íþrótt og...

Skotveiðar SKOTVEIÐAR eru mikil íþrótt og margir verðugir fuglar eru hæfir til veiða, t.d. gæsir, hvers kyns mávar og styggir fuglar. Ljóður á íslenskri skotveiðimenningu er þó sú tilhneiging skotveiðimanna að skjóta á endur og mófugla. Meira
22. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 337 orð

Stórhveli skemmtir gestum og gangandi í Arnarfirði

Í SUMAR hefur hvalur nokkur, stórhveli er óhætt að segja, haldið sig á Arnarfirði við bæjardyrnar á Hrafnseyri og Auðkúlu. Hefur hann leikið listir sínar skammt frá landi, en þar er mjög aðdjúpt. Meira
22. júlí 2004 | Aðsent efni | 436 orð | 1 mynd

Svanurinn boðar betra umhverfi - Við eigum valið

Hrefna Guðmundsdóttir fjallar um starfsemi Svansins: "Starfsemi Svansins hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum." Meira
22. júlí 2004 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd

Tækifærin eru til staðar

Einar K. Guðfinnsson fjallar um byggðamál á Vestfjörðum: "Þetta framtak var í raun og veru hvatning um að nýta þau tækifæri sem væru fyrir hendi og skoða þau í ljósi breytinga í þjóðfélagi okkar." Meira

Minningargreinar

22. júlí 2004 | Minningargreinar | 2456 orð | 1 mynd

BORGHILDUR KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR

Borghildur Kristín Magnúsdóttir fæddist á Hólum í Steingrímsfirði 13. ágúst 1915. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2004 | Minningargreinar | 3077 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR MAGNÚSSON

Guðmundur Magnússon fæddist á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá 6. desember 1922. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 13. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 20. júlí. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2004 | Minningargreinar | 1024 orð | 1 mynd

HELGA ÁGÚSTA HJÁLMARSDÓTTIR

Helga Ágústa Hjálmarsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. júlí 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 19. júlí. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2004 | Minningargreinar | 457 orð | 1 mynd

ÍSAK ELÍAS JÓNSSON

Ísak Elías Jónsson fæddist á Ísafirði 6. október 1931. Hann lést á heimili sínu í Svíþjóð 15. janúar síðastliðinn. Kveðjuathöfn var um Ísak Elías í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 4. febrúar. Ísak Elías verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2004 | Minningargreinar | 4090 orð | 1 mynd

SVEINBJÖRG HELGA KJARAN

Sveinbjörg Helga Kjaran Sophusdóttir Blöndal fæddist á Siglufirði 8. des. 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík hinn 7. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 20. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

22. júlí 2004 | Daglegt líf | 507 orð | 1 mynd

Ekki skylt að veita mat eða gistingu

Réttur farþega til bóta, verði hann fyrir töfum eða ef flug er fellt niður, miðast við ákveðna upphæð geti hann fært sönnur á að hann hafi orðið fyrir fjárhagstjóni. Meira
22. júlí 2004 | Daglegt líf | 274 orð | 2 myndir

Fágun og persónuleg þjónusta í gömlum anda

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Black Watch lagðist að bryggju í Sundahöfninni í gær, og gafst hópi Íslendinga tækifæri til að fara í skoðunarferð um skipið, áður en það hélt för sinni áfram til Grænlands. Meira
22. júlí 2004 | Daglegt líf | 515 orð

Kjúklingur, lax og folaldakjöt á tilboði

Grænmeti, salöt, snakk, kex, sætindi og drykkjarvörur eru meðal þeirra vöruflokka sem finna má á tilboðsverði í verslunum. Meira
22. júlí 2004 | Daglegt líf | 649 orð | 2 myndir

Létt yfir sumarið

"Ég æfi hlaup þrisvar til fjórum sinnum í viku milli sex og átta á kvöldin og kem oft seint heim og finnst þá of seint að elda eitthvað flókið." Meira

Fastir þættir

22. júlí 2004 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

100 ÁRA afmæli.

100 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 23. júlí, verður 100 ára Guðrún Jónsdóttir frá Nesi á Rangárvöllum. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á dvalarheimilinu Lundi á Hellu klukkan 16-17.30 á... Meira
22. júlí 2004 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. júlí, er áttræður Ásbjörn Björnsson, fyrrverandi forstjóri, Hæðargarði 29, Reykjavík. Meira
22. júlí 2004 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. júlí, er áttræðisafmæli Elíasar Marar, rithöfundar, Birkimel 6a, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í veitingahúsinu Næsta bar, Ingólfsstræti 1b, milli kl. 17 og 20 í... Meira
22. júlí 2004 | Fastir þættir | 246 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Evrópumótið í Málmey. Meira
22. júlí 2004 | Viðhorf | 781 orð

Endimörk tölvuleikja

(Vopna)framleiðendur teygja sig inn í unglingaherbergin með markaðssetningu tölvuleikja á borð við Vígvöllur Víetnams eða Battlefield Vietnam. Börnin vaka en foreldrar sofa vært. Meira
22. júlí 2004 | Dagbók | 67 orð | 1 mynd

Kammerhópurinn Krummi

Tónlist | Sumarhópur á vegum Hins Hússins, heldur lokatónleika sína í Iðnó í kvöld kl. 20. Meira
22. júlí 2004 | Dagbók | 203 orð | 1 mynd

Myndlist og leirlist á uppbod.is

TEKIN hefur verið upp sú nýbreytni á vefsíðunni uppbod.is, sem opnuð var hinn 17. júní síðastliðinn, að bjóða myndlist og leirlist til sölu. Eigendur vefjarins eru Ari Magnússon antikkaupmaður og Guðrún Þórisdóttir, grafískur hönnuður. Meira
22. júlí 2004 | Dagbók | 50 orð

Orð dagsins: Þú hefur frá blautu...

Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2.Tím. 3, 15.) Meira
22. júlí 2004 | Fastir þættir | 180 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. Rf3 d5 2. b3 Bg4 3. e3 Rd7 4. Bb2 Rgf6 5. h3 Bxf3 6. Dxf3 c6 7. g4 e5 8. g5 Re4 9. h4 Bd6 10. Bh3 De7 11. d3 Rec5 12. Rd2 a5 13. e4 d4 14. Rc4 Bc7 15. Ba3 Rf8 16. c3 Hd8 17. b4 axb4 18. cxb4 b5 19. Rxe5 Dxe5 20. bxc5 Rg6 21. Bf5 Rf4 22. Bc1 g6 23. Meira
22. júlí 2004 | Dagbók | 550 orð | 1 mynd

Tvö landnám Norðmanna

Theodór Júlíusson er fæddur árið 1949 og uppalinn á Siglufirði þar sem hann nam bakaraiðn. Nítján ára gamall fór hann til Noregs í nám og starfaði svo sem bakari fram til ársins 1974. Meira
22. júlí 2004 | Fastir þættir | 319 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er hér með hættur að aka fyrir Hvalfjörðinn eftir að rannsóknir hafa sýnt að það er sex sinnum öruggara að fara göngin. Víkverji hefur yndi af því að aka fyrir Hvalfjörðinn ef veðrið er fallegt og tíminn nógur. Meira
22. júlí 2004 | Dagbók | 118 orð

Þrjár sýningar í Safnaskálanum

UM ÞESSAR mundir eru þrjár sýningar í Safnaskálanum í Görðum á Akranesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjár sýningar eru þar í gangi í einu. Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli, sýnir 28 verk, bæði stór og smá. Meira

Íþróttir

22. júlí 2004 | Íþróttir | 720 orð | 2 myndir

Alltaf fjölgar í hópi afreksfólks

GARÐAVÖLLUR á Akranesi verður í kastljósinu næstu fjóra daga þar sem Íslandsmótið í höggleik fer fram. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmótið fer fram á vellinum sem var formlega opnaður sem 18 holna völlur hinn 7. júlí árið 2000. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 111 orð

Atli úr FH til HK

ATLI Guðnason, 19 ára framherji úr FH, hefur verið lánaður til HK, toppliðsins í 1. deild, og verður löglegur með Kópavogsliðinu í kvöld þegar það tekur á móti Val í toppslag deildarinnar. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 271 orð

Chelsea geti ekki keypt sér árangur

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Chelsea geti ekki keypt sér árangur en frá því Portúgalinn Jose Mourinho tók við stjórn Chelsea af Claudio Ranieri hefur Lundúnaliðið haldið áfram að sanka að sér nýjum leikmönnum. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 357 orð | 1 mynd

* CRISTIANO Ronaldo , leikmaður Manchester...

* CRISTIANO Ronaldo , leikmaður Manchester United, mun missa af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins þar sem hann hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Portúgals sem keppir á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 147 orð

Enn einn fallinn á lyfjaprófi?

BANDARÍSKI spretthlauparinn Mickey Grimes er sagður hafa fallið á lyfjaprófi og er hann þriðji bandaríski frjálsíþróttamaðurinn sem hlýtur þau örlög á undanförnum dögum. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 141 orð

Helgi Valur stóð sig vel með AIK

"MÉR gekk bara vel í þessum leik og þjálfararnir voru ánægðir með frammistöðu mína," sagði Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson við Morgunblaðið í gær en hann er þessa dagana til reynslu hjá sænska liðinu AIK og lék æfingaleik með því í gær. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

* HUGO Viana , miðjumaðurinn ungi...

* HUGO Viana , miðjumaðurinn ungi hjá Newcastle , hefur verið lánaður til síns gamla félags, Sporting Lissabon , til eins árs. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 41 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Kópavogur: HK - Valur 20 Ásvellir: Haukar - Fjölnir 20 Njarðvík: Njarðvík - Stjarnan 20 2. deild karla: Garður: Víðir - Leiknir R. 20 ÍR-völlur: ÍR - Selfoss 20 3. deild karla, A-riðill: Borgarnes: Skallagrímur - Grótta 20 3. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 207 orð

KR-ingar luku keppni í Dublin

ÍSLANDSMEISTARALIÐ KR í knattspyrnu karla er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli í Dublin á Írlandi í gær gegn írska meistaraliðinu Shelbourne. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 148 orð

Lyfjamál í uppsiglingu í Ástralíu

FORSVARSMENN frjálsíþróttasambands Ástralíu sögðu í fréttatilkynningu sem send var út á dögunum að afreksmaður i frjálsíþróttum lægi undir grun um að hafa notað ólögleg lyf en fyrirhugað var að senda íþróttamanninn á Ólympíuleikana sem hefjast þann 13. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 127 orð

Ólympíuhópur Þjóðverja

HEINER Brand, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þjóðverja í handknattleik, hefur valið þá 15 leikmenn sem leika fyrir hönd Þýskalands á Ólympíuleikunum í Aþenu sem settir verða 13. ágúst næstkomandi. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 199 orð

"Erum afar svekktir"

"VIÐ erum að vonum afar svekktir yfir þessari niðurstöðu enda ætluðum við okkur að komast í gegnum þetta einvígi. Við lögðum mikið í Evrópukeppnina og ég, líkt og leikmenn, er daufur í dálkinn. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

"Gott að hafa góða valkosti"

OPIÐ Norðurlandamót landsliða kvenna í knattspyrnu undir 21 árs aldri fer fram hér á landi dagana 23.-29. júlí, en mótið fer fram á Norðurlandi. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari 21 árs landsliðs Íslands, hefur valið landsliðshópinn og það er óhætt að segja að íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt með sóknarleikmenn. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

"Spennandi að leika gegn bestu þjóðum heims"

ÞÓRA B. Helgadóttir, fyrirliði íslenska 21 árs kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hlakkar til að etja kappi við bestu þjóðir heims á opna Norðurlandamótinu sem hefst á morgun. Fyrsti leikur Íslands er á morgun en þá leikur liðið gegn Englandi. Norðurlandamótið er opið mót, það er að segja fimm Norðurlandaþjóðir sem halda úti landsliði kvenna í 21 árs aldurflokki taka þátt í mótinu ásamt þremur gestaliðum. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

Rekdal ekki í vafa um Árna Gaut

KJETIL Rekdal, leikmaður og þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Vålerenga, segir í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason verði fyrsti valkostur er deildarkeppnin hefst á ný eftir sumarfrí. En Rekdal óttast ekki að Árni Gautur sé ekki í leikæfingu eftir dvöl sína hjá Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en fyrsti deildarleikur Árna verður gegn Lyn á mánudag. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 159 orð

Tromsö leitar að liðstyrk frá Íslandi

NORSKA staðarblaðið Nordlys, sem gefið er út í Tromsö, greinir frá því í frétt sinni í gær að úrvalsdeildarlið bæjarins sé á höttunum eftir liðsstyrk fyrir lokaátökin í norsku deildinni og þar sé íslenskur varnarmaður á lista félagsins. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 187 orð

Ungversk landsliðskona til liðs við meistara ÍBV

ÍSLANDS- og bikarmeistarar ÍBV í kvennahandboltanum hafa gert samning við Zsófíu Pásztor, 29 ára gamla skyttu frá Ungverjalandi, sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ungverjaland. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 164 orð

Úrslit

KNATTSPYRNA 2. deild karla: Afturelding - KFS 4:2 Þorvaldur Már Guðmundsson, Magnús Edvardsson, Hans Sævarsson, Brynjólfur Bjarnason - Sindri Grétarsson, sjálfsmark. Meira
22. júlí 2004 | Íþróttir | 99 orð

Þjóðverjar leita til Klinsmanns

FORRÁÐAMENN þýska knattspyrnusambandsins halda áfram leit sinni að eftirmanni Rudi Völlers í stöðu landsliðsþjálfara Þýskalands í knattspyrnu. Meira

Úr verinu

22. júlí 2004 | Úr verinu | 454 orð | 1 mynd

Doktor í orkukerfum fiskiskipa

JÓN Ágúst Þorsteinsson , vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri Marorku ehf., varði Ph.D.- ritgerð við Álaborgarháskóla hinn 11. júní sl. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 367 orð

Góð kolmunnaveiði hefur bjargað árinu

GÓÐ kolmunnaveiði hefur bjargað árinu og hafa verksmiðjur Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og Neskaupstað verið fullnýttar undan farna mánuði, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, aðstoðarmanns forstjóra Síldarvinnslunar. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 86 orð | 1 mynd

Góður afli á færin

ÞEIR bræður Óli Brynjar og Heimir Sverrissynir á handfærabátnum Bjargey EA gerðu góðan túr djúpt út af Vesturlandi á laugardag. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 297 orð | 1 mynd

Ný skipan á fjárveitingum til sjávarútvegsins

ESB hefur kynnt hugmyndir um nýja skipan fjárveitinga til sjávarútvegs aðildarlanda sinna. Þessi skipan á að taka til áranna 2007 til 2013 og leysa af hólmi núgildandi skipan. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 106 orð | 1 mynd

Rússi að ólöglegum veiðum við Svalbarða

NORSKA utanríkisráðuneytið kom í veg fyrir að rússneski rækjutogarinn Okeonator yrði tekinn af norsku landhelgisgæzlunni fyrir nokkrum dögum. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 247 orð

Samherji kaupir Akraberg á ný

SAMHERJI hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Akrabergi frá Framherja Spf. í Færeyjum, sem er að þriðjungshlut í eigu Samherja. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um skilarétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 408 orð

Sá guli er sterkur

Það bítur ekkert á þorskinn. Sama hversu neikvæða umfjöllun sá guli fær í fjölmiðlum virðast vinsældir hann ekki dvína meðal evrópskra neytenda. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 962 orð | 1 mynd

Segir Íslendinga njóta ríkisstyrkja

OLA Flåten, prófessor í auðlindahagfræði við Háskólann í Tromsö í Noregi, segir að íslenzk fyrirtæki í sjávarútvegi nýti ríkisstyrki til að kaupa upp fyrirtæki í Noregi og Þýzkalandi. Þannig hafi þau forskot fram yfir aðra á alþjóðavettvangi. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 84 orð | 1 mynd

Silfrinu skilað á land

ÞAÐ var nóg að gera á bryggjunni í Neskaupstað um helgina þegar síldarskipin Hákon EA og Huginn VE lönduðu afla sínum frystum, en þau voru að veiðum á Svalbarðasvæðinu. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 1881 orð | 4 myndir

Stærri skrúfa og hljóðlátari skip geta sparað milljarða

Þótt nú sé lægð í skipasmíðum á Íslandi hafa skipatæknifræðingarnir hjá Skipasýn meira en nóg að gera. Hjörtur Gíslason spjallaði við Kristin Halldórsson og Sævar Birgisson og komst meðal annars að því að þeir hafa hannað skrokkinn á óvenjubreiðum kúfisktogara fyrir Clearwater í Kanada. Meira
22. júlí 2004 | Úr verinu | 146 orð | 1 mynd

Um 4.500 tonn af fiski flutt með Norrænu í ár

UM 4.500 tonn af ferskum og frystum fiski hafa verið flutt með Norrænu á markaði í Evrópu það sem af er árinu, að sögn Jörundar Ragnarssonar, sölumanns hjá fraktdeild Norrænu. Meira

Viðskiptablað

22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 475 orð | 1 mynd

Bankarnir spá 7,25% stýrivöxtum í lok árs

STÝRIVEXTIR Seðlabanka Íslands munu verða 7,25% í árslok, ef marka má spá Landsbanka Íslands, Íslandsbanka og KB banka. Landsbanki og Íslandsbanki spá því að um mitt næsta ár muni stýrivextirnir fara í 8%. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 174 orð | 1 mynd

Coca-Cola tölvupóstur rannsakaður

YFIRVÖLD í Bandaríkjunum, sem rannsaka nú meint bókhaldsmisferli hjá Coca-Cola fyrirtækinu bandaríska, beina nú sjónum sínum að tölvupósti sem sendur var frá höfuðstöðvum fyrirtækisins árið 1999. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 171 orð | 1 mynd

Dregur úr bjartsýni neytenda

VÆNTINGAVÍSITALA Gallup lækkaði töluvert í júní og virtist sem skyndilega hafi dregið úr bjartsýni neytenda. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 120 orð

Eignir lífeyrissjóða jukust um 66 milljarða

HEILDAREIGNIR lífeyrissjóðanna jukust um 66 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og námu 871 milljarði í lok maí, segir í Morgunkorni Íslandsbanka . Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 77 orð

Hagnaður Baugs 2-3 milljarðar

HAGNAÐUR af rekstri Baugs Group var á bilinu 2-3 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt innanhússuppgjöri félagsins, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra samstæðunnar. Hann segir eigið fé félagsins komið yfir 30 milljarða króna. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 1128 orð

Ísland - Ítalía 0:0

Konur eiga ekki sérlega auðvelt uppdráttar í ítölsku viðskiptalífi. Líkt og á öðrum sviðum þjóðlífs þar í landi eru karlar ráðandi, enda margir sem telja að konum sé hollast að halda sig heima og sjá um börn og bú. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 104 orð

Íslendingar auka við fjárfestingar erlendis

BEIN fjárfesting Íslendinga erlendis jókst um 17,6% á síðasta ári og nam 119 milljörðum króna í árslok 2003, að því er segir í frétt í Vegvísi Landsbanka Íslands . Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 430 orð | 1 mynd

Konunglegur gimsteinn

LENGI framan af komu allir demantar frá Indlandi, en menn voru farnir að grafa upp demanta þar á fjórðu öld fyrir Krist. Framleiðslugeta var lítil, og voru demantar því afskaplega sjaldgæfir og fór verðið eftir því. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 622 orð | 1 mynd

Kraftmikill maður sem gustar af

Þórður Már Jóhannesson er forstjóri Straums Fjárfestingarbanka. Bjarni Ólafsson bregður upp svipmynd af Þórði. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Microsoft greiðir út þúsundir milljarða

BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Microsoft ætlar að greiða út sérstakan 32 milljarða Bandaríkjadala arð til hluthafa í nóvember á þessu ári, og samsvarar það 2.270 milljörðum króna. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 98 orð | 1 mynd

Námsstyrkir SPRON

SPRON hefur veitt fimm námsmönnum námsstyrki, einn styrk að fjárhæð 150.000 krónur og fjóra að fjárhæð 100.000 krónur hver, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 586 orð

Óvissuástand

Kaup Steinunnar Jónsdóttur, dóttur Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO, á tæplega 5% hlut í Íslandsbanka, vekja enn og aftur athygli á hluthafahópi bankans og þeim veikleikum sem í honum eru. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 87 orð

PharmaNor og AGR Innkaup undirrita kaupsamning

PHARMANOR hf . og AGR hafa undirritað samning um kaup á innkaupa- og birgðastýringarhugbúnaðinum AGR Innkaup, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 377 orð

Ræktun og framtíðarnotagildi

UM áttatíu prósent allra demanta sem grafnir eru úr jörðu eru notaðir í iðnaði. Magn gervidemanta, eða ræktaðra demanta, er fjórum sinnum meira og samtals er um að ræða 500 milljón karöt, eða um 500 tonn af iðnaðardemöntum á ári. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 1253 orð | 4 myndir

Sársaukafullur tanndráttur

Miklar hræringar hafa orðið í heimsverslun með demanta og virðist De Beers vera að missa tökin á markaðnum. Bjarni Ólafsson stiklar á stóru um þróun verslunarinnar og framtíð. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 537 orð | 1 mynd

SBV átelja Íbúðalánasjóð harðlega

Í BRÉFI sem stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, sendi Íbúðalánasjóði, dagsett 14. júlí sl. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 433 orð | 1 mynd

Seachill valdi Íslandsbanka

ÞAÐ er ekki oft sem heyrist af því að íslenskir bankar séu ráðgjafar erlendra aðila í stórviðskiptum við íslensk fyrirtæki. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 106 orð | 1 mynd

Svipaður hagnaður hjá Sparisjóði Mýrasýslu

HAGNAÐUR Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrri hluta ársins nam 111 milljónum króna , sem er tæplega 5% aukning frá sama tímabili fyrra árs. Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 806 orð | 1 mynd

Traust og náið samband

Nýverið urðu forstjóraskipti hjá IBM í Danmörku og af því tilefni kom hingað til lands nýr forstjóri fyrirtækisins, Lars Mikkelgaard-Jensen, til að funda með helstu viðskiptavinum IBM hér og þá sérstaklega Nýherjamönnum, en Nýherji er náinn... Meira
22. júlí 2004 | Viðskiptablað | 191 orð

*ÚTHERJI Upplýsingastreymi ábótavant

Á DÖGUNUM reyndi kona að ná tali af forstjóra þekkts fyrirtækis í borginni sem selur og þjónustar upplýsingakerfi. Var henni ítrekað gefið samband frá skiptiborði fyrirtækisins við skrifstofu forstjórans en aldrei svaraði hann. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.