Greinar þriðjudaginn 3. ágúst 2004

Fréttir

3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð

120 teknir fyrir hraðakstur

LÖGREGLAN á Blönduósi hafði afskipti af um 120 ökumönnum um verslunarmannahelgina vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var tekinn á 137 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Allar þjóðir þurfa að láta eitthvað undan síga

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki gera ráð fyrir að íslenskir neytendur eða framleiðendur landbúnaðarvara finni fyrir þeim ákvörðunum sem teknar voru í Genf fyrr en eftir 5-7 ár, enda eigi eftir að útfæra þætti samkomulagsins frekar. Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Ákærður fyrir manndráp vegna mannskæðs bruna

PARAGVÆMENN við útför ættingja sem fórst í eldsvoða í stórverslun í Asunción, höfuðborg Paragvæ, á sunnudag. Meira
3. ágúst 2004 | Miðopna | 208 orð | 1 mynd

Áratuga hefð fyrir kjólfötum

Gestir við innsetningu forseta Íslands voru helstu embættismenn þjóðarinnar, handhafar forsetavalds, hæstaréttardómarar, ráðherrar, alþingismenn, fyrrverandi forseti, nokkrir forstöðumenn ríkisstofnana, fulltrúar kirkjunnar, sveitarfélaga, félagasamtaka... Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 393 orð

Bensínverð í sögulegu hámarki

OLÍUFÉLÖGIN Esso, Skeljungur og Olís hækkuðu útsöluverð á bensíni og dísilolíu nú um helgina. Hækkanirnar nema um 1,50 kr. bæði á 95 oktana bensíni og dísilolíu og verðið á 95 oktana bensíni með fullri þjónustu nemur nú að jafnaði 113 kr. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Bílslys við Klaustur

BJÖRGUNARSVEITIN Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út í fyrrakvöld eftir að bílslys varð austan við Kirkjubæjarklaustur. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Drekkum mun minna af sterku en Finnar

ÍSLAND er í þriðja sæti af Norðurlöndunum yfir neyslu á sterku áfengi, en meðalneysla Íslendinga á sterkum drykkjum samsvarar 1,39 lítrum af hreinum vínanda á mann. Meira
3. ágúst 2004 | Miðopna | 167 orð

Eðlilegar fjarvistir

Sigríður A. Þórðardóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, telur að það eigi sér eðlilega skýringu að þingmenn stjórnarflokkanna hafi verið færri en þingmenn stjórnarandstöðunnar við innsetningarathöfn forseta Íslands á sunnudag. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð

Ekki komast allir á rás 42

EKKI eru allir talstöðvareigendur með stöðvar sínar útbúnar þannig að þær nái inn á rás 42 sem notuð var þegar Íslendingur tilkynnti um franskan ferðahóp í nauð fyrir helgi. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fagna samkomulagi um lyfjamál

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga fagna því samkomulagi sem heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur gengið frá við lyfjaframleiðendur. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Fátt sleppur undan nefinu

Hundar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt við leit að fíkniefnum en kostir þeirra komu enn og aftur í ljós um liðna verslunarmannahelgi þegar fíkniefnaleitarhundar, ásamt lögreglumönnum og tollvörðum, komu upp um tugi fíkniefnamála á Akureyri og í... Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 177 orð

Fischer óskar eftir pólitísku hæli

BOBBY Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamaður í Japan, að sögn lögfræðings hans í gær. Lögfræðingurinn, Masako Suzuki, kvaðst vera að leggja fram gögn sem þyrftu að fylgja umsókninni. Meira
3. ágúst 2004 | Miðopna | 376 orð | 1 mynd

Forseti, alþingi og stjórnvöld lúti vilja þjóðarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var settur inn í embætti við upphaf þriðja kjörtímabils síns sunnudaginn 1. ágúst. Hófst athöfnin með helgistund í Dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup flutti predikun. Sagði hann þar m.a. Meira
3. ágúst 2004 | Minn staður | 173 orð | 2 myndir

Framkvæmdum miðar vel

Grundarfjörður | Það er allt á fullu hjá Loftorku og undirverktökum við að ná því markmiði að kennsla í Fjölbrautaskóla Snæfellinga geti hafist þann 30. ágúst nk. segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð

Frá Reykhólum til Reykjavíkur

Sunnudagur: 10.35 Tilkynning berst Neyðarlínu um að skotið hafi verið á hús á Reykhólum milli klukkan 5 og 6. Skotið fór í gegnum ytra gler í tvöfaldri rúðu. Seinna bárust upplýsingar um að skotið hefði verið fyrr á húsið. 12. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Giftingin eflir tengslin

,,VIÐ erum stöðugt að vinna að því að treysta og styrkja tengslin milli Íslands og Norður-Dakota og giftingin eflir þau enn frekar, segir Curtis Olafson, formaður Íslendingafélagsins í Mountain, en hann gekk að eiga Björk Eiríksdóttur frá Íslandi á... Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Harður árekstur á Suðurlandsvegi

TVENNT slasaðist alvarlega í árekstri á Suðurlandsvegi við Kotstrandarkirkju á fjórða tímanum í gær. Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 116 orð

Heimsmeistari í sniglaspýtingu

ALAIN Jourden, 43 ára gamall Frakki, varð heimsmeistari í lítt þekktri íþrótt um helgina þegar hann spýtti lifandi snigli 9,38 metra. Jourden sigraði 110 keppendur frá 14 löndum en náði þó ekki að bæta eigið heimsmet, sem var 10,4 metrar. Meira
3. ágúst 2004 | Miðopna | 191 orð

Heit forsetans

Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, lýsti kjöri forseta Íslands og greindi frá því að dómarar Hæstaréttar Íslands hefðu komið saman hinn 26. júlí til að fara yfir gögn, er vörðuðu undirbúning og framkvæmd forsetakjörsins. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Hlupu yfir 30 kílómetra leið

YFIR 70 manns tóku þátt í fyrsta skipulagða Jökulsárhlaupinu sem fram fór um helgina. Hlaupið var annarsvegar frá Dettifossi niður í Ásbyrgi, um 32,7 kílómetra leið og hinsvegar úr Vesturdal í Ásbyrgi, um 13 kílómetra leið. Meira
3. ágúst 2004 | Miðopna | 1674 orð | 1 mynd

Hvert er erindi Íslendinga?

Hér fer á eftir ræða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem hann flutti er hann var settur í embætti þriðja sinni sl. sunnudag. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Þakklæti og virðing Góðir Íslendingar. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Hvítur lóuungi

AF og til getur náttúran af sér albínóa, þ.e. alhvít dýr. Á dögunum rakst ljósmyndari á þennan hvíta lóuunga skammt frá bænum Hákonarstöðum í Jökuldal. Hann er óneitanlega sérstakur og ólíkur hinni venjulegu... Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Íbúatalan tvöfaldaðist um helgina

"ÉG ER mjög ánægður með helgina, hingað komu um 16. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 192 orð | 2 myndir

Í kaf eftir einn og hálfan klukkutíma

ÞAÐ kom björgunarsveitarmönnum í opna skjöldu að rekald, sem þeir hugðust kasta í sjóinn til þess að líkja eftir reki á pokanum sem lík Sri Rhamawati var sett í, skyldi ekki hafna í sjónum heldur í fjöruborðinu. Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 140 orð

Matvælum varpað niður í Darfur

FLUGVÉLAR á vegum Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (WFP) byrjuðu í gær að varpa niður matarpökkum á svæði í Darfur-héraði í Súdan sem ekki var hægt að komast að landleiðina vegna úrhellisrigninga og átaka. "Maturinn mun hjálpa meira en 70. Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Minnst 340 manns brunnu inni í verslunarmiðstöð

AÐ MINNSTA kosti 340 manns fórust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í útjaðri Asunción, höfuðborgar Paragvæ, á sunnudag. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð

Mistök flugfélaga verði gerð opinber

SAMGÖNGURÁÐHERRA Noregs, Torild Skogsholm, vill að upplýsingar um mistök, bilanir og óhöpp og annað sem úrskeiðis fer hjá flugfélögum verði gerðar opinberar og þannig aðgengilegri fyrir almenning. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Norðmenn borga brúsann

ÍSLENDINGAR eru ekki þeir einu sem hafa þurft að horfast í augu við að Bandaríkin vilji draga úr aðstoð í varnarmálum, ef marka má nýlega grein Aftenposten þar sem kemur fram að norski herinn þurfi í dag að greiða fyrir ýmislegt sem Bandaríkjamenn... Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Óttast árásir á byggingar fjármálastofnana

BANDARÍSK yfirvöld hertu í gær öryggisgæsluna við verðbréfa- og fjármálastofnanir í New York, Washington og Newark í New Jersey eftir að hafa fengið óvenju nákvæmar upplýsingar um að al-Qaeda væri að undirbúa hryðjuverk. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 124 orð

Óttast slæmar merkingar á vegum

GÓÐAR merkingar á vegum skipta miklu máli varðandi öryggi ökumanna og vöntun á slíkum merkingum getur skapað mikla hættu. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 999 orð | 1 mynd

Óvíst um áhrif á íslenskan landbúnað

EFTIR tveggja vikna fundalotu fulltrúa 147 aðildarríkja Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) náðist rammasamkomulag sem forseti stofnunarinnar segir munu auka líkur á að hægt verði að ljúka hinum mikilvægu Doha-viðræðum. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 569 orð

"Betur komin sem hverfi í Reykjavík"

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær karlmann sem hleypti af úr haglabyssu á tvö íbúðarhús á Reykhólum snemma á sunnudagsmorgun. Jafnframt skaut hann af öflugum veiðiriffli í gegnum bát og bíl á um 90 metra færi. Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 132 orð

"Erum þjóð í hættu"

GEORGE W. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð

Rúmlega 15.000 gestir í Jarðböðin

RÚMLEGA 15.000 gestir hafa baðað sig í Jarðböðunum við Mývatn síðan þau voru formlega opnuð þann 30. júní síðastliðinn. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Rúmlega hundrað fíkniefnamál um helgina

RÚMLEGA eitt hundrað fíkniefnamál komu upp á landinu um verslunarmannahelgina. Langflest málanna komu upp á Akureyri og í Vestmannaeyjum eða um 90, um það bil jafnmörg á hvorum stað. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Sakaður um að hafa stolið frá Arnaldi

SÆNSKI metsöluhöfundurinn Henning Mankell er sakaður um að hafa nýtt sér atriði úr bók Arnaldar Indriðasonar, Grafarþögn, sem kom út 2001. Samkvæmt frétt vefútgáfu norska ríkisútvarpsins, nrk.no, hefur hollenska bókaforlagið A.W. Meira
3. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Schröder leitar eftir fullum sáttum við Pólverja

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, tók þátt í minningarathöfn í Varsjá á sunnudag í tilefni af því að 60 ár voru þá liðin frá uppreisn Pólverja sem varð til þess 200.000 manns létu lífið og miðborg Varsjár var lögð í rúst. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Slasaðist í bílveltu í Norðurárdal

BÍLL valt í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi. Þrennt var í bílnum og slasaðist ökumaðurinn nokkuð og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en aðrir í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð

Stakk sér í tjörn af brú í Herjólfsdal

MAÐUR stakk sér ofan af þaki brúarinnar yfir tjörnina í Herjólfsdal og ofan í tjörnina snemma í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er fallið um fjórir metrar en tjörnin er ekki nema um eins metra djúp. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Um 50 þúsund gestir á Íslendingadagshátíð í Gimli

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, lagði áherslu á mikilvægi samskipta Íslands og Kanada í ræðu sinni á Íslendingadagshátíðinni í Gimli í Manitobafylki í gær. Íslendingadagshátíðin í Gimli var haldin í 115. sinn um helgina og er gert ráð fyrir að um 50. Meira
3. ágúst 2004 | Minn staður | 328 orð | 2 myndir

Um 8.000 manns tóku þátt í brekkusöngnum

Vestmannaeyjar | Milli 7000 og 8000 manns sóttu Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum að þessu sinni og voru gestir óðum að tygja sig til heimferðar í gær. Ekki er gert ráð fyrir að fólksflutningum ljúki fyrr en í dag. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Um 83% flutninga fara landleiðina nú þegar

"VIÐ erum ekkert að tala um nema mjög lítinn hluta, eða 17%, sem fara úr skipi yfir í bíla. Hitt er allt á vegunum fyrir," segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, varðandi þá breytingu sem verður 1. Meira
3. ágúst 2004 | Minn staður | 155 orð | 1 mynd

Vel heppnaðir Iðandi dagar á Flúðum

Hrunamannahreppur | Það var margt um manninn um verslunarmannahelgina á Flúðum þar sem Iðandi dagar fóru fram að venju með fjölbreyttri dagskrá. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð

Viðskila við ferðafélaga í þoku

BJÖRGUNARSVEITIR Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út í fyrrakvöld til að leita að konu sem varð viðskila við gönguhóp sinn í þoku við Borgarfjörð eystra en hópurinn var að ganga yfir í Vatnsdal. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Viktoría snýr sundinu við

VIKTORÍA Áskelsdóttir sundkona hefur synt rúmlega 27 km af 62 km leið áleiðis yfir Breiðafjörðinn en hún synti í Fagurey í gær. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Vildu koma manninum af götunni

ÁSGEIR Þór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að eftir að lögregla frétti af atburðum á Reykhólum hafi verið ákveðið að leggja mikla áherslu á að handtaka skotmanninn. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Vissi ekki í hvaða átt hann átti að synda

"Það var erfitt að sjá hvar landið var," segir Martin Rank, þýski ferðamaðurinn sem var hætt kominn í sjónum neðan við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld. Hann telur sig heppinn að vera á lífi eftir að hafa velkst í öldurótinu í um níu mínútur. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

VR bauð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur bauð félagsmönnum sínum og öðrum íbúum á höfuðborgarsvæðinu á fjölskylduhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á frídegi verslunarmanna í gær en 110 ár eru síðan frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Yfir 10 þúsund gestir

VEÐRIÐ lék við mótsgesti á sjöunda Unglingalandsmóti UMFÍ sem fór fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina þar sem unglingar á aldrinum 11 til 18 ára kepptu í átta íþróttagreinum. Alls voru um 1. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Þriðja kjörtímabilið hafið

ÓLAFUR Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Íslands þriðja sinni á sunnudag. Forsetinn veifar hér almenningi á Austurvelli af svölum Alþingishússins ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem skrýddist skautbúningi í tilefni dagsins. Meira
3. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Ætla að róa þúsund km leið

TVEIR blindir kajakræðarar ásamt tveimur aðstoðarmönnum hófu á föstudag kajakleiðangur um austurströnd Grænlands. Þeir ætla sér að róa um 1.000 km leið frá Kulusuk suður fyrir Hvarf. Leiðangursmenn flugu til Kulusuk fyrir helgi. Meira

Ritstjórnargreinar

3. ágúst 2004 | Leiðarar | 285 orð | 1 mynd

Kannski áttu þeir ekki "kjól"?

Samsæriskenningar í stjórnmálum eru alls staðar þjóðarsport. Við Íslendingar erum engin undantekning í þeim efnum en við erum heldur ekkert sér á parti, þegar að slíkri kenningasmíð kemur. Meira
3. ágúst 2004 | Leiðarar | 359 orð

Nýtt líf í viðskiptaviðræður

Full ástæða er til að fagna því samkomulagi, sem náðist á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Genf um síðustu helgi og felur m.a. Meira
3. ágúst 2004 | Leiðarar | 546 orð

Þriðja kjörtímabil forseta

Ólafur Ragnar Grímsson hóf þriðja kjörtímabil sitt sem forseti Íslands í fyrradag er hann var settur í embætti á ný. Meira

Menning

3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

3000 mílur til Graceland

Stöð 2 sýnir í kvöld kvikmyndina 3000 mílur til Graceland ( 3000 Miles to Graceland ). Myndin segir frá ansi skrautlegum og fjölbreyttum hópi Elvis-eftirherma sem streyma til Las Vegas en árleg uppákoma þeirra stendur fyrir dyrum. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 141 orð | 1 mynd

Adem - Homesongs

Fyrsta sólóplata Adems, bassaleikara The Fridge. Meira
3. ágúst 2004 | Tónlist | 98 orð | 2 myndir

Fjölmenni í Fjölskyldugarðinum

TALIÐ ER að um 15.000 manns hafi komið á tónleika Stuðmanna og Long John Baldry á laugardagskvöldið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og á milli tvö og þrjú þúsund manns lögðu leið sína í garðinn fyrr um daginn. Samtals komu því rúmlega 17. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 111 orð | 3 myndir

Fjör í Hlíðaskóla

MIKIÐ fjör var á sumar- og uppskeruhátíð Texas og Regnbogans, sem haldin var í Hlíðaskóla í síðustu viku. Texas og Regnboginn eru samstarfsverkefni Sérsveitarinnar hjá Hinu húsinu og Vinnuskólans; atvinnutengt tómstundaúrræði fyrir fötluð ungmenni. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Fullyrt er að ástralski leikarinn Eric Bana verði næsti James Bond og taki við af Íranum Pierce Brosnan . Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 236 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson hefur verið valinn ófríðasti maður heims í könnun, sem breska kvennatímaritið Company stóð fyrir. Leitaði blaðið til þúsunda kvenna og spurði hvaða skemmtikraftur þeim þætti vera minnst aðlaðandi. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 400 orð | 1 mynd

Frá Kína til Íslands

MARGRÉT Árnadóttir sellóleikari og Lin Hong píanóleikari skipa saman dúett sem hefur gert víðreist í sumar, en þau halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld og voru í júní á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Kína, en eru bæði búsett í New... Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 428 orð

Frægir listamenn?

Gagnrýnin hugsun er kennd í háskólum, en það er sú list að trúa ekki því sem maður heyrir án þess að kanna sannleiksgildi þess á einhvern hátt. Það er góð venja, en auðvitað eru takmörk fyrir því hversu langt hægt er að ganga í þeim efnum. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 76 orð | 10 myndir

Hátíðahöld um land allt

ÞÁ ER mesta ferðahelgi ársins að baki og útihátíðafarar vonandi flestir komnir heim með góðar minningar í farteskinu. Mikill fjöldi fólks lagði að vanda leið sína út á land og var mestur fjöldi saman kominn á Akureyri, í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

... hundeltum DiCaprio

Bíórásin sýnir í kvöld kvikmyndina Catch Me If You Can ( Getur ekki náð mér ). Hér er á ferðinni dramatísk spennumynd sem byggð er á sönnum atburðum. Frank Abagnale jr. er slyngur svikahrappur sem ítrekað leikur á liðsmenn bandarísku alríkislögreglunnar. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 190 orð | 5 myndir

Innipúkar sameinuðust í Iðnó

INNIPÚKINN hefur nú fest sig í sessi sem árviss viðburður um verslunarmannahelgina en í ár var hátíðin haldin í þriðja sinn. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 467 orð | 1 mynd

Leikvangurinn opnaður að nýju

Ólympíuleikvangurinn í Berlín, sem reistur var fyrir Ólympíuleikana árið 1936, var opnaður að nýju við hátíðlega athöfn um helgina eftir umfangsmiklar viðgerðir og breytingar. Framkvæmdirnar tóku fjögur ár og kostuðu meira en 20 milljarða króna. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 249 orð | 1 mynd

Myndbönd - Stöðvarstjórinn (The Station Agent)

Bandaríkin 2003. Myndform. VHS (102 mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: Tom McCarthy. Aðalleikarar: Peter Dinklage, Patricia Clarkson, Bobby Cannavale. 90 min. Meira
3. ágúst 2004 | Myndlist | 485 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Klink og Bank

Til 31. ágúst. Sýningarsalur Klink og Bank er opinn alla daga frá kl. 14-18. Meira
3. ágúst 2004 | Tónlist | 55 orð | 2 myndir

Rokkað í borginni

ÞRÁTT FYRIR að stór hluti borgarbúa hafi brugðið sér út fyrir bæjarmörkin létu þeir sem heima sátu sér ekki leiðast enda var mikið um að vera í borginni. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Sumarlag Létt 96,7 valið

ÚTVARPSSTÖÐIN Létt 96,7 stóð á dögunum fyrir samkeppni um sumarlag stöðvarinnar. Keppendur sendu inn lög undir dulnefni og dómnefnd skipuð fagfólki valdi svo þrjú lög til úrslita. Meira
3. ágúst 2004 | Menningarlíf | 466 orð | 1 mynd

Umbreyting hlutanna er lykilatriðið

ÞAÐ að sprauta málningu á vegg og út í rýmið er heilmikil axjón. Maður blæs lit út í loftið, á tiltekinn arkitektúr. Þetta er skylt því þegar ljósmynd eða myndbandi er varpað á vegg. Meira

Umræðan

3. ágúst 2004 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Aldraðir og öryrkjar gleymdir

Björgvin Guðmundsson fjallar um aldraða og öryrkja: "Aldraðir og öryrkjar eiga að geta lifað með reisn. Ísland hefur efni á því að veita þeim slík kjör." Meira
3. ágúst 2004 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Brjóstagjafavika

Arnheiður Sigurðardóttir fjallar um brjóstagjöf: "Í tilefni af alþjóðlegri brjóstagjafaviku finnst mér vert að minna á mikilvægi þess að halda á, faðma og kúra eins og gert er í brjóstagjöfinni." Meira
3. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 471 orð

Leiðrétta þarf reglur um endurgreiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúklinga

UNDIRRITAÐUR telur sig knúinn til þess að færa nokkrar línur á blað varðandi reglur og afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á málum er varðar endurgreiðslu ferðakostnaðar sjúklinga innanlands. Meira
3. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 386 orð | 1 mynd

Lærið af sögunni Alvin Cullum York,...

Lærið af sögunni Alvin Cullum York, f. 1887, d. 1964. Stríðshetja í Bandaríkjaher í fyrri heimsstyrjöld. York gekk í herinn 1917. Meira
3. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 767 orð

Minnimáttarkennd Morgunblaðsins

ÞÓTT ég hafi verið búsettur í Danmörku um nokkurra ára skeið fylgist ég enn grannt með íslenskum fjölmiðlum, ekki vegna þess að ég telji þá betri en hina dönsku heldur vegna þess að ég legg mig fram við að halda tengslum við Ísland og fylgjast með því... Meira
3. ágúst 2004 | Aðsent efni | 812 orð | 1 mynd

...Og hvað svo...?

Halldór Vilhjálmsson fjallar um mótmæli við virkjunum: "En kannski eru baráttuliðarnir einungis að bíða færis á Þingeyingum sem nú eru farnir að hugsa til stórvirkjunar og stóriðju í héraði." Meira
3. ágúst 2004 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Til íhugunar fyrir ríkisstjórnina

Jón Kr. Óskarsson fjallar um stjórnmál: "Staðreynd er að ofannefndir þjóðfélagshópar eru stærstu kaupendur lyfja hér á landi." Meira
3. ágúst 2004 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Um aðgang allra landsmanna að farsíma

Jón Bjarnason fjallar um aðgang að farsímum: "Hlutafélagavæðing og markaðsvæðing Landssímans var aðför að þessari grunnþjónustu sem fjarskiptin eru." Meira

Minningargreinar

3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 501 orð | 1 mynd

ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR

Elínborg Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík hinn 3. ágúst 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 21. apríl. Meira  Kaupa minningabók
3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1539 orð | 1 mynd

JAKOB JÓNSSON

Jakob Jónsson fæddist á Varmalæk í Borgarfirði 7. desember 1916. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jakobsson, f. 7.5. 1888, d. 9. 4. 1971 og Kristín Jónatansdóttir, f. 19.8. 1883, d. 28.11. Meira  Kaupa minningabók
3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1343 orð | 1 mynd

JÓN PÁLMI KARLSSON

Jón Pálmi Karlsson fæddist á Mosfelli í A-Hún. 9. jan. 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri sunnudaginn 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar Pálma voru Karl Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir. Systkini Pálma eru; Halldóra, f. Meira  Kaupa minningabók
3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1131 orð | 1 mynd

MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR

Margrét Tryggvadóttir fæddist á Stóru-Borg í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 24. september 1911. Heimili hennar stóð þar lengst af og þar lést hún 26. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 629 orð | 1 mynd

MARTEINN STEINGRÍMSSON

Marteinn Steingrímsson fæddist í Túnsbergi á Húsavík 2. ágúst 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 28. júní síðastliðinn. Marteinn var sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur, f. 1869, d. 1948, og Steingríms Hallgrímssonar, f. 1877, d. 1937. Meira  Kaupa minningabók
3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2721 orð | 1 mynd

NÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR

Nína Þórðardóttir fæddist á Kleppi í Reykjavík 27. janúar 1915. Hún lést á heimili sínu að morgni 25. júlí síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Þórðar Sveinssonar geðlæknis, f. á Geithömrum í A-Húnavatnssýslu 20. desember 1874, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ELLINGSEN

Sigríður Ólöf Steingrímsdóttir fæddist í Reykjavík 17. maí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Lára Árnadóttir húsmóðir, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
3. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1009 orð | 1 mynd

ÞRÖSTUR HELGASON

Þröstur Helgason fæddist í Hveragerði 20. september 1946. Hann lést 25. júlí síðastliðinn. Hann var fjórða barn hjónanna Sigríðar Kristínar Áskelsdóttur frá Hrísey, f. 7. september 1913, d. 14. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 335 orð | 1 mynd

Rf að draga sig út úr samkeppni

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins er smám saman að draga sig út úr samkeppnisrekstri að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, forstjóra stofnunarinnar, en í Morgunblaðinu á fimmtudag kom fram gagnrýni Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. Meira
3. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 138 orð

VIASYS kaupir Taugagreiningu

BANDARÍSKA fyrirtækið VIASYS Healthcare Inc. hefur tilkynnt að það hafi nánast keypt upp öll bréf í Taugagreiningu hf., sem framleiðir heilarita . Þetta kemur fram í frétt Business Wire . Meira

Daglegt líf

3. ágúst 2004 | Daglegt líf | 374 orð | 1 mynd

Að sauma á sig og sína

Klæðnaður er mannskepnunni nauðsyn. Um þetta verður varla deilt hvort sem litið er til veðurfars eða fegurðargildis. Meira
3. ágúst 2004 | Daglegt líf | 371 orð | 2 myndir

Fatasaumur frekar en rafmagn

HALLDÓR Óskarsson ætlaði sér eiginlega að verða rafvirki en fann fljótlega út að fagið átti ekki nógu vel við hann. Þess vegna fór hann á stúfana til að kanna hvaða aðrir kostir væru í boði. Meira
3. ágúst 2004 | Daglegt líf | 437 orð | 2 myndir

Með saumaskapinn í blóðinu

ÞAÐ var strax í barnaskóla sem saumaáhugi Ernu Magnúsdóttur kviknaði. "Í þá daga voru stelpurnar látnar í handavinnu og strákarnir í smíðar," segir hún og hlær. Meira
3. ágúst 2004 | Daglegt líf | 204 orð | 1 mynd

Pokapiltar í búðarápið

ÞAÐ hefur lengi loðað við karlmenn að vera lítt hrifnir af búðarápi kvenpeningsins og sumir geta fátt hugsað sér verra en að eyða tíma sínum í innkaup, hvað þá í brjálæðinu sem einkennt getur útsölutímann. Meira
3. ágúst 2004 | Daglegt líf | 210 orð | 1 mynd

Rósmarín

RÓSMARÍNRUNNINN er afar ilmrík og bragðsterk planta. Þrátt fyrir að gildi hennar við matreiðslu sé umdeilt er margvísleg notkun hennar mjög útbreidd. Meira

Fastir þættir

3. ágúst 2004 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Hinn 26.

Brúðkaup | Hinn 26. maí sl. voru gefin saman í hjónaband í Fella- og Hólakirkju Ingibjörg Sigurrós Gunnarsdóttir og Þorsteinn Geir Jónsson. Prestur var sr. Karl Ágústsson, Heimili þeirra er að Arahólum 4,... Meira
3. ágúst 2004 | Dagbók | 31 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Hinn 29.

Brúðkaup | Hinn 29. maí sl. voru gefin saman í hjónaband í Grensáskirkju Hanna Rut Jónasdóttir og Baldur Búi Höskuldsson . Prestur var sr. Ólafur Jóhannsson. Þau eru til heimilis í... Meira
3. ágúst 2004 | Fastir þættir | 259 orð

Evrópumótið í Málmey.

Evrópumótið í Málmey. Meira
3. ágúst 2004 | Fastir þættir | 259 orð

Evrópumótið í Málmey.

Evrópumótið í Málmey. Meira
3. ágúst 2004 | Dagbók | 24 orð

LEIÐRÉTT

Rangt föðurnafn Í frétt um starfsemi Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum var farið rangt með föðurnafn Jóns Árna Árnasonar skálavarðar. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
3. ágúst 2004 | Dagbók | 56 orð

Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig...

Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.) Meira
3. ágúst 2004 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarssondagbok@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. d4 O-O 6. O-O dxc4 7. Dc2 a6 8. a4 Bd7 9. Dxc4 Bc6 10. Bg5 a5 11. Rc3 Ra6 12. Hfd1 Rb4 13. Bxf6 Bxf6 14. e4 b6 15. Hd2 Bb7 16. Had1 c6 17. h4 Ba6 18. Db3 Dc7 19. Rh2 Had8 20. Rg4 Be7 21. Bf1 Bxf1 22. Kxf1 c5 23. Meira
3. ágúst 2004 | Viðhorf | 876 orð

Söguskoðun

Það var því alveg hrikalegt áfall þegar útlendingar fóru að stunda það að gera Íslendinga ástfangna af sér. Meira
3. ágúst 2004 | Dagbók | 414 orð | 1 mynd

Undirbúningur á áætlun

Ellert B. Schram er fæddur í Reykjavík 10. október 1939. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1966 og hefur meðal annars starfað sem lögmaður, ritstjóri og þingmaður. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna og verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá 1997. Ellert á sjö börn og er kvæntur Ágústu Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi. Meira
3. ágúst 2004 | Fastir þættir | 313 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Hrein torg, fögur borg, var slagorð sem Víkverji tók til sín á sínum uppvaxtarárum. Ekkert sambærilegt slagorð virðist vera í gangi um þessar mundir, því miður. Meira
3. ágúst 2004 | Dagbók | 69 orð | 1 mynd

Vínyl, Maus og Jagúar á tónleikum í New York

New York | Síðastliðinn laugardag léku hljómsveitirnar Vínyl, Maus og Jagúar í Central Park. Aðsóknin var með eindæmum góð og léku hljómsveitirnar fyrir mikið fjölmenni í sól og blíðu og góðri stemmningu í garðinum. Meira

Íþróttir

3. ágúst 2004 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Anna María kvaddi með gullverðlaunum í Andorra

ÍSLAND sigraði Lúxemborg, 81:66, í úrslitaleiknum á Promotion Cup, smáþjóðamótinu í körfuknattleik kvenna, sem fram fór í Andorra á laugardaginn. Þetta er í annað skipti sem Ísland vinnur þessa keppni en það gerðist áður árið 1996. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 141 orð

Figo fær ekki nýjan samning

LUIS Figo, leikmanni Real Madrid og Portúgal, verður ekki boðinn nýr samningur hjá félaginu en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Þetta þýðir að Figo mun þurfa að leita sér að öðru liði til að leika með á næsta ári. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 145 orð

Hammarby missti dýrmæt stig

HAMMARBY, lið Péturs Hafliða Marteinssonar og mótherji ÍA í UEFA-bikarnum, tapaði í gær dýrmætum stigum í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 127 orð

Handboltahöllin í Aþenu hálftóm?

ILLA gengur að koma út aðgöngumiðum á hina ýmsu viðburði Ólympíuleikanna sem hefjast í Aþenu 13. ágúst. Samtals hafa aðeins um 2,2 milljónir aðgöngumiða verið seldar en alls eru 5,3 milljónir miða í boði. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 342 orð

HANDKNATTLEIKUR Þýskaland - Ísland 27:27 Schwerin,...

HANDKNATTLEIKUR Þýskaland - Ísland 27:27 Schwerin, vináttulandsleikur karla, laugardagur 31. júlí. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 164 orð

Hegarty skoðar FH-inga gegn KR

PAUL Hegarty, þjálfari hjá skoska knattspyrnuliðinu Dunfermline, verður á meðal áhorfenda á leik KR og FH í bikarkeppni KSÍ á KR-vellinum annað kvöld. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 81 orð

ÍA byrjar í Svíþjóð

SKAGAMENN hafa samþykkt beiðni sænska knattspyrnufélagsins Hammarby um að fyrri leikur félaganna í UEFA-bikarnum yrði leikinn í Stokkhólmi. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 152 orð

Ísland mætir Rússlandi á HM í Túnis

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur í B-riðli með Rússlandi, Slóveníu, Tékklandi, Kúvæt og Alsír í heimsmeistarakeppninni í Túnis 2005, sem fer fram 23. janúar til 6. febrúar. "Ég er nokkuð sáttur við þennan riðil," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari. "Annars hef ég ekki verið að velta heimsmeistarakeppninni mikið fyrir mér, þar sem við erum með hugann við Ólympíuleikana í Aþenu og mótherja okkar þar." Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 500 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Karl Guðjónsson lék fyrstu...

* JÓHANNES Karl Guðjónsson lék fyrstu leiki sína með Leicester um helgina en hann samdi við enska 1. deildarliðið á fimmtudaginn, til tveggja ára. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

* LEE Hughes , framherji enska...

* LEE Hughes , framherji enska knattspyrnuliðsins WBA , hefur játað fyrir rétti að hafa flúið af slysstað eftir að hann lenti í árekstri á Mercedes Benz bifreið sinni í nóvember síðastliðnum. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 107 orð

Leika um sæti 9-16

ÍSLAND hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli í úrslitakeppni Evrópumóts stúlknalandsliða, U19, eftir tvo ósigra í Tékklandi um helgina. Íslensku stúlkurnar töpuðu fyrir Noregi, 32:23, á laugardaginn og fyrir Austurríki, 30:23, á sunnudaginn. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 140 orð

Logi skoraði 14 fyrir Lemgo

LOGI Geirsson fór mikinn með þýska meistaraliðinu Lemgo í fyrsta opinbera leik þess á undirbúningstímabilinu sem fram fór í fyrrakvöld. Logi, sem gekk í raðir þýska liðsins frá FH í sumar, skoraði 14 mörk þegar Lemgo bar sigurorð af 3. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 82 orð

Magnús vann á Nesinu

MAGNÚS Lárusson úr GKj sigraði Örn Ævar Hjartarson úr GS í úrslitum á góðgerðarmóti Nesklúbbsins sem fram fór á Nesvellinum á Seltjarnarnesi í gær. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 97 orð

Napoli á barmi gjaldþrots

HIÐ sögufræga ítalska knattspyrnufélag, Napoli, var í gær úrskurðað gjaldþrota og mun því væntanlega að hefja leik í C deildinni á Ítalíu en liðið lék á síðustu leiktíð í Serie B. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 189 orð

Palios segir af sér

MARK Palios, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, sagði í gær upp störfum í kjölfar þess að upp komst um ástarsamband hans við einkaritara Sven Göran Erikssons, Faria Alam, en fjölmiðlar í Bretlandi greindu frá því í síðustu viku að Alam hefði... Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 528 orð | 1 mynd

"Við verðum að styrkja vörnina"

"ÉG get ekki annað en verið ánægður með leikina gegn Þjóðverjum. Það kom margt fram í þeim sem við þurfum að lagfæra fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Róttækar breytingar hjá Marco van Basten

MARCO van Basten, nýráðinn þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu, valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

* RÚNAR Kristinsson og Arnar Grétarsson...

* RÚNAR Kristinsson og Arnar Grétarsson skoruðu mörk Lokeren sem tapaði, 3:2, fyrir franska liðinu Sedan í æfingaleik á laugardaginn. Rúnar, Arnar, Marel Baldvinsson og Arnar Þór Viðarsson spiluðu allir leikinn á enda. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Sár vonbrigði í stað fögnuðar

GYLFI Einarsson virtist hafa tryggt Lilleström sigur í toppslagnum gegn Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag. Gylfi, sem hafði skorað í 7 deildaleikjum Lilleström í röð, gerði glæsilegt skallamark eftir hornspyrnu rétt fyrir leikslok, og fagnaði gífurlega ásamt félögum sínum og stuðningsmönnum liðsins. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 160 orð

Sunna sigraði í Västerås

SUNNA Gestsdóttir vann öruggan sigur í langstökki á alþjóðlegu móti, Gurkspelen, í Västerås í Svíþjóð á sunnudaginn. Sunna stökk 6,12 metra við nokkuð erfiðar aðstæður en næst á eftir henni var Malin Marmbrandt frá Svíþjóð sem stökk 5,79 metra. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 206 orð

Tveir markverðir til Aþenu

"ÉG mun tilkynna hvaða fimmtán leikmenn fara á Ólympíuleikana á miðvikudaginn," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem nýtti sér tvo landsleiki gegn Þjóðverjum í Þýskalandi til að sjá á hvaða róli leikmenn... Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 176 orð | 2 myndir

Vala enn langt frá ÓL-lágmarkinu

VALA Flosadóttir keppti á tveimur mótum í Svíþjóð um helgina en náði ekki að höggva nærri Ólympíulágmarkinu í stangarstökki sem er 4,40 metrar. Á sunnudag keppti hún sem gestur í keppni karla á Bohusspelen, móti í Uddevalla, og fór yfir 3,80 metra. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Verðum að sigra Arsenal

ROY Keane, fyrirliði Manchester United, segir að Arsenal verði helsti keppinautur Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að Chelsea hafi eytt umtalsverðum fjárhæðum í leikmannakaup þá sé Arsenal hættulegasti andstæðingur liðsins. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Wenger óhress með lækna enska landsliðsins

SOL Campbell, varnarmaðurinn sterki hjá Arsenal, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla í hásin og mun hann því missa af fyrstu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem hefst þann 14. ágúst. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 92 orð

Þrjú heimsmet hjá Gunnari

GUNNAR Örn Ólafsson setti þrjú heimsmet í sundi og fékk fern verðlaun á heimsleikum þroskaheftra, Global Games, sem lauk í Bollnäs í Svíþjóð í gær. Meira
3. ágúst 2004 | Íþróttir | 83 orð

Æfing gegn Frökkum í Aþenu

LANDSLIÐIÐ í handknattleik heldur á Ólympíuleikana í Aþenu þriðjudaginn 10. ágúst. Fyrsti leikur liðsins verður gegn heimsmeisturum Króatíu laugardaginn 14. ágúst. Meira

Fasteignablað

3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 79 orð | 1 mynd

Afmælissófi

Húsgagnaframleiðandinn Rolf Benz í Þýskalandi fagnar fjörutíu ára afmæli fyrirtækisins þann 21. ágúst næstkomandi. Af því tilefni hefur fyrirtækið látið framleiða fyrir sig sófa sem settur verður á markað á afmælisdaginn. Stílinn sækja þeir aftur til 7. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 204 orð | 1 mynd

Dalsbyggð 14

Garðabær - Hjá fasteignasölunni Ásbyrgi er nú til sölu vandað og vel umgengið íbúðarhús við Dalsbyggð 14 í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæðum, alls 283,2 ferm., þar af 70 ferm. tvöfaldur bílskúr. Séríbúð er á neðri hæð. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 53 orð | 1 mynd

Djassaður sófi

Einn vinsælasti sófinn hjá versluninni EXÓ í Fákafeni er þessi hvíti sófi sem ber heitið "Jazz". Hann er úr hvítu leðri, 2,92 á breidd og næstum fimm sæta. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 41 orð | 1 mynd

Fallegar brúður

Fallegar brúður gera oft mikið til þess að lífga upp á umhverfið. Þessar fallegu postulínsbrúður, sem koma bæði frá Ítalíu og Kína, fást í versluninni 1928 við Laugaveginn, en þar fæst einnig mikið úrval tréspegla, auk púða úr silki og... Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 552 orð | 2 myndir

Fasteignalán í erlendri mynt

Eina leiðin til að meta hvernig verðlag og gengi þróast á næstu árum er að meta þróun undanfarinna ára. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 57 orð | 1 mynd

Framandi form

Eitt af því sem er áhugavert við að heimurinn verði "minni", sem er afleiðing af opnari og öflugri samgöngum og viðskiptum, er að framandi áhrif streyma til okkar hvað varðar efni, form, hugsun, hönnun. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 94 orð | 1 mynd

Fyrir litaglaða

Frá Sancal á Spáni kemur þessi fallegi rauði sófi og gengur undir heitinu K1. Hægt er að fá sófann í ýmsum stærðum, flestum þeim litum sem hugsast getur, með tau- eða leðuráklæði. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 70 orð | 1 mynd

Gott kaffi

Masto Yamamoto heitir hönnuður þessarar skemmtilegu kaffivélar sem er nýkomin á markað hjá Bodum. Vélin er espressóvél sem hefur alla sömu eiginleika og bestu kaffihúsavélar og því hægt að búa sér til latte og cappuccino og svo framvegis. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 330 orð | 1 mynd

Heildar vaxtabætur lækka

B reytingar á skattalögum valda því að heildar vaxtabætur lækka á milli ára og eru í ár 5.174 millj. kr. í stað 5.373 millj. kr. í fyrra. Í desember sl. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 93 orð | 1 mynd

Himinsæng

Fátt er rómantískara en himinsængur. Þetta fallega mahónírúm er allt handskorið og flutt inn frá Indónesíu. Stærðin er fyrir "king-size" dýnur, sem þýðir að einnig er hægt að koma tveimur rafmagnsdýnum fyrir í grindinni. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 803 orð | 4 myndir

Hjartablóm og hanaspori

Blómgunartími jurta er ótrúlega misjafn. Nú á ég ekki bara við hvenær sumars þær blómgast, heldur líka hversu lengi þær bera blóm. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 50 orð | 1 mynd

Holubollastell

Þessi skemmtilegi bolli er hannaður af hinum danska Peter Bodum og hefur hlotið heitið "Hole-in-one", líklega vegna þess að í undirskálinni er hola undir bollanum. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 895 orð | 3 myndir

Hraunið gefur Vallahverfi ósvikið hafnfirzkt yfirbragð

Góð skipulagning einkennir Vallahverfi í Hafnarfirði. Magnús Sigurðsson kynnti sér fjölbýlishús með 48 íbúðum í smíðum á Daggarvöllum 4. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 189 orð | 1 mynd

Kelduskógar 10 - 16

Egilsstaðir - Góð hreyfing er nú á fasteignum á Eg ilsstöðum og í Fjarðabyggð. Hjá fasteignasölunni Hóli á Egilsstöðum eru nú til sölu 4ra herb. íbúðir í 4ra íbúða raðhúsi við Kelduskóga 10 -16 þar í bæ. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 51 orð | 1 mynd

Kælipokar

Þessir sniðugu kælipokar fást í Bodum og eru til þess að halda drykkjum köldum, hvort heldur er gosi eða hvítvíni. Pokunum er lokað með frönskum rennilási, þannig að stærðir eru stillanlegar og hægt að nota þá fyrir vínflöskur, gosflöskur og ýmis glös. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 696 orð | 4 myndir

Mögnuð verk eftir Manfreð

Þegar þess er gætt að Manfreð Vilhjálmsson arkitekt er fæddur 1928 mætti grípa til gamallar klisju og tala um hann sem einn af gömlu meisturunum. En verk hans sýna að hann gæti eins verið einn af þeim sem teljast vera á bezta aldri. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 221 orð | 2 myndir

Óttuhæð 5

Garðabær - Fasteignasalan Valhöll er nú með í einkasölu fallegt einbýlishús á góðum útsýnisstað í Hæðahverfinu í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 78 orð | 1 mynd

Skakkar skálar frá Bodum

Það getur stundum verið nauðsynlegt að brjóta upp form og stíl sem maður hefur vanið sig á. Þeir sem hafa kantaða persónuleika ættu að kíkja á þessar skemmtilegu skálar hjá Bodum í Húsgagnahöllinni, uppi á Höfða. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 224 orð | 1 mynd

Súlunes 20

Garðabær - Falleg hús á Arnarnesi vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu glæsilegt 200 ferm. einbýlishús á einni hæð, þar af 43,5 ferm. bílskúr. Húsið stendur við Súlunes 20. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 97 orð | 1 mynd

Úr 1001 nótt

Það er eins og að ganga inn í ævintýri úr 1001 nótt að koma inn í verslunina 1928 við Laugaveginn. Þar gefur að líta sæg af fallegu puntudóti fyrir heimilið; teppi, púða, gardínur, kommóður, kistla, lampa, styttur og brúður. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 50 orð | 1 mynd

Vandað skatthol

Dönsk húsgagnagerð hefur lengi verið talin mjög framarlega hvað varðar gæði og vönduð vinnubrögð. Þetta fallega danska eikarskatthol frá því um 1925 er í Antíkmunum við Klapparstíginn. Skattholið er í barokkstíl, en höldurnar í rókókóstíl. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 492 orð | 2 myndir

Vatnstjón - ending lagnakerfa

Ný lagnaefni á markaðnum eru yfirleitt meðfærileg og tengingar eru einfaldar í framkvæmd, segir Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir verkfræðingur. Hin nýju efni kalla þó á nýja hugsun og önnur vinnubrögð lagnamanna. Meira
3. ágúst 2004 | Fasteignablað | 312 orð | 1 mynd

Vesturgata 38

Reykjavík - Hjá fasteignasölunum Fold og Heimili er nú í sölu virðulegt járnklætt timburhús á góðum stað nálægt miðbænum. Húsið er tvær hæðir og kjallari, alls 269,7 ferm. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.