Greinar fimmtudaginn 12. ágúst 2004

Fréttir

12. ágúst 2004 | Minn staður | 106 orð

240 kettir skráðir á Suðurnesjum

TÆPLEGA 240 kettir hafa verið skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja frá því að reglugerð um kattarhald á Suðurnesjum tók gildi 28. apríl sl. en frestur til að skrá kettina rann út í fyrradag. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 174 orð

Actavis stækkar við sig í Hafnarfirði

Á NÆSTUNNI mun nýtt rannsóknar- og þróunarhús rísa við höfuðstöðvar Actavis á Reykjavíkurvegi auk þess sem verksmiðja fyrirtækisins verður stækkuð til að hýsa nýja þróunarverksmiðju Actavis og vöruhús auk nýrrar pökkunarlínu. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð

Afþakki framleiðslustyrki

ÍSLENSKUR landbúnaður á framtíð, ef hann tekur á sínum málum sjálfur og afþakkar framleiðslustyrki, segir í erindi Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, sem birt er í litlu kveri sem Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS,... Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð | 4 myndir

Aldrei meiri hiti mælst í Reykjavík

HITAMET var slegið í Reykjavík í gær, en þá komst hitinn í 24,8 gráður samkvæmt opinberum mæli Veðurstofu Íslands, en aldrei hefur mælst hærri hiti í Reykjavík áður. Sjálfvirkir mælar sýndu raunar aðeins meiri hita. Eldra metið var sett 9. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 666 orð | 1 mynd

Áratug að tvöfalda 3,5 km

SAMIÐ hefur verið við Jarðvélar ehf. um að tvöfalda Vesturlandsveg frá gatnamótum Víkurvegar að Skarhólabraut og eru framkvæmdir þegar hafnar. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð

Bankar íhuga áfrýjun til EFTA-dómstólsins

GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, segir það koma sér á óvart hve niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA sé afdráttarlaus um að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs og fyrirhuguð útvíkkun hans sé heimiluð án athugasemda. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð

Bátur brann og sökk

LÍTILL plastbátur, Eyrarröst KE-25, sökk vestur af Garðskaga í gær eftir að eldur varð laus um borð. Einn skipverji var á Eyrarröstinni og var honum bjargað um borð í nærstaddan bát. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Ekkert lát á grimmdarverkum í Darfur

HUMAN Rights Watch mannréttindasamtökin segja morð, nauðganir og rán aukast enn í Darfur-héraði í Súdan og saka stjórnvöld landsins um að hafa ráðið menn úr vígasveitum Araba, Janjaweed, til löggæslu í héraðinu. Enn sé fólk hrakið frá heimilum sínum. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 1151 orð | 1 mynd

Ekki allir sáttir við að stjórnmálamaður taki við CIA

Fréttaskýring| Demókratar í Bandaríkjunum eru ekki allir ánægðir með valið á nýjum forstjóra CIA. Ekki er þó talið að þeir reyni að koma í veg fyrir að skipan Porters Goss í embættið fáist staðfest í öldungadeild þingsins. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 102 orð

Faðir forsætisráðherra sakaður um kynþáttafordóma

UMMÆLI Tatu Vanhanen, fyrrv. prófessors í stjórnmálafræði og föður forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, þess efnis að greindarvísitala Afríkubúa væri lægri en greindarvísitala Finna, hafa vakið hörð viðbrögð almennings að sögn finnskra fjölmiðla. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 108 orð

Fjölgar í Hveragerði

Hvergerðingum hefur fjölgað talsvert það sem af er árinu, og samkvæmt þjóðskrá eru íbúar í Hveragerði núna 1.973. Hvergerðingum hefur því fjölgað um 89 frá síðustu áramótum, sem er um 4,7% fjölgun og nálgast íbúatalan því óðfluga 2. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Forseti Alþingis í heimsókn í Kaliforníu

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, og eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, munu heimsækja Kaliforníu dagana 12.-19. ágúst í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 119 orð

Frestun á rafrænum vegabréfum

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fallist á beiðni um að 27 svonefnd "vinsamleg ríki" fái lengdan frest til að gefa út rafræn vegabréf sem krafist verður af hverjum þeim sem hyggst fara til Bandaríkjanna. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 91 orð

Fundinn friður

Það líður að landsmóti hagyrðinga, en það verður haldið 21. ágúst á Hvolsvelli. Sunnlendingar munu kynna heimabyggðir sínar með einni til þremur vísum. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 314 orð | 2 myndir

Góður gangur í Hrútu og Breiðdalsá

"Það lítur ágætlega út í Breiðdalnum og ljóst að um stórveiðisumar verður að ræða í Hrútafjarðará," sagði Þröstur Elliðason í samtali við Morgunblaðið í vikunni og sagði þá frá gangi mála í flaggskipum síns fyrirtækis, Breiðdalsá og... Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 81 orð

Grettishátíð í Húnaþingi | Grettishátíð fór...

Grettishátíð í Húnaþingi | Grettishátíð fór fram í Húnaþingi um síðustu helgi og var nýtt húsnæði Grettistaks á Laugarbakka, Grettisból, formlega opnað en þar mun í framtíðinni verða menningar- og fræðasetur byggt á Grettissögu. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð

Hámarksrennsli spáð í kvöld eða annað kvöld

VATNSBORÐ Jöklu við Kárahnjúkavirkjun hefur að undanförnu hækkað jafnt og þétt þegar kvölda tekur. Í gærkvöldi fór vatnsborðið hæst í um 478,5 metra yfir sjó, um hálfum metra hærra en í fyrrakvöld, og brúin á vinnusvæðinu fór enn og aftur á kaf. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 77 orð | 1 mynd

Heitir Sesar en er kallaður Krulli

Neskaupstaður | Það hefur verið mikil veðurblíða og glampandi sólskin undanfarna daga í Neskaupstað og hitinn farið yfir tuttugu gráður. Bæði mönnum og málleysingjum var heitt og biðu þessir félagar á meðan pabbi fór inn í sjoppu að kaupa ís. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Heitt að bíða á dekkinu

ÞAÐ voru ótrúlega margir sem tóku á móti 15 manna hópi úr Sundfélagi Akraness í gær er hópurinn lauk við árlegt Faxaflóasund sitt við Langasand á Akranesi. Hópurinn lagði af stað úr Reykjavík um 9:30 í gær og lauk boðsundinu rétt fyrir kl. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Í gæsluvarðhaldi til 5. nóvember

Gæsluvarðhald yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rhamawati, var í gær framlengt til 5. nóvember, en fyrri úrskurður rann út í gær. Hákon hefur játað að hafa orðið Sri að bana. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ísland í birtu og yl

HEITASTI loftstraumur sem leikið hefur um landið síðan mælingar hófust færði landsmönnum áfram birtu og yl í gær. Ný hitamet litu dagsins ljós. Til dæmis mældist hitinn í Reykjavík 24,8 gráður sem er 0,5 gráðum hærra en áður hefur mælst. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 276 orð | 1 mynd

Íslandsmet í gangaborun

Hornafjörður | Bormenn í Almannaskarðsgöngum settu Íslandsmet í gangaborun á dögunum þegar þeir boruðu 106 metra á einni viku, að sögn Ingjalds Ragnarssonar, verkstjóra hjá Héraðsverki. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 80 orð

Jarðýta rauf vatnslögn

JARÐÝTA sem vinnur við snjóflóðavarnargarðinn við Seljalandsmúla rauf vatnslögn til Ísafjarðar í fyrrakvöld og varð hluti byggðar á Ísafirði vatnslaus, að því er fram kemur á fréttavef BB . Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Karlar slasast áberandi meira

ALGENGUSTU slysin sem landsmenn verða fyrir eru heima- og frítímaslys, eða 43,5% allra slysa sem urðu í fyrra. Rúmlega 29 þúsund slys voru skráð í Slysaskrá Íslands á síðasta ári. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Langri hestaferð lokið

HESTAFERÐINNI yfir lengstu mögulegu leiðina þvert yfir landið lauk á Reykjanestá í gærkvöldi. Hópurinn, 20 knapar og 58 hestar, lagði af stað frá Fonti á Langanesi 25. júlí sl. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð

Leiðrétt

100.000 tonn þarf Vegna rangra upplýsinga var hermt frá því í frétt um vetnisvæðingu í Morgunblaðinu í gær að 100 tonn af vetni myndu duga til að reka skipa- og bílaflota landsmanna. Hið rétta er að 100 þúsund tonn eru talin nægja til að knýja flotann. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 124 orð

Leyfa klónun fósturvísa

BRETAR heimiluðu í gær í fyrsta sinn klónun á mannafósturvísum í rannsóknarskyni, að því er breska frjóvgunar- og fósturfræðaráðið (HFEA) greindi frá. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Lést úr hjartaáfalli

MAÐURINN sem lést eftir að hafa fengið hjartaáfall og ekið inn í verslun Nóatúns við Hringbraut í Reykjavík á mánudagsmorgun hét Pétur Svavarsson, tannlæknir. Pétur var 56 ára gamall, fæddur 15. febrúar 1948. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Lýst eftir konu

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir Ólöfu A. Breiðfjörð Guðjónsdóttur, fæddri 1974, en ekkert hefur spurst til hennar síðan síðari hluta föstudagsins 6. ágúst sl. og þá í Garðabæ. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 402 orð | 2 myndir

Mannabein frá miðöldum við Sigluvík

MANNABEIN, að öllum líkindum frá miðöldum, hafa fundist í jörðu við bæinn Sigluvík í Svalbarðsstrandarhreppi, skammt frá Akureyri. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Með beinagrind við bæjardyrnar

SÓLEY María Hauksdóttir, sex ára, virðir fyrir sér mannabein, að öllum líkindum frá miðöldum, sem fundust í jörðu við bæinn Sigluvík í Svalbarðsstrandarhreppi, skammt frá Akureyri. Sóley María á heima á bænum ásamt móður sinni og fósturföður. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 365 orð

Nýtt skipulag á reit Austurbæjarbíós

"ÞAÐ er komið nýtt skipulag á reitnum sem gerir ráð fyrir því að ekki verði leyft að rífa Austurbæjarbíó," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur og borgarfulltrúi R-listans. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 285 orð | 1 mynd

Orkuveita Reykjavíkur kaupir Hitaveitu Hveragerðis

Hveragerði | Orkuveita Reykjavíkur og Hveragerðisbær undirrituðu í gær samning um kaup OR á Hitaveitu Hveragerðis. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 146 orð

Óformlegar viðræður hefjast um vinnutíma

"MENN settust niður og mátu stöðuna og ákváðu síðan að vinna í hópum á mánudag og miðvikudag," sagði Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, eftir um hálftíma langan samningafund fulltrúa grunnskólakennara og sveitarfélaga hjá... Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 443 orð

Plágur og óáran valda neyðarástandi í Afríku

ENGISPRETTUPLÁGAN, sem geisar í Afríku, er nú komin til Chad og stefnir í átt til Darfur-héraðs í Suður-Súdan þar sem meira en tvær milljónir manna berjast við hungurvofuna. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

"Berjist til síðasta blóðdropa"

BANDARÍSKAR hersveitir bjuggu sig í gær undir að hefja stórsókn í Najaf, helgri borg sjíta í Írak, til að binda enda á uppreisn vopnaðra stuðningsmanna sjía-klerksins Moqtada al-Sadrs. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 333 orð | 1 mynd

"Lokað vegna veðurs"

Reykjavík | Þó flestir setji frasann "Lokað vegna veðurs" í samhengi við frosthörku og snjókomu getur það allt eins komið upp að stofnanir og verslanir hér á landi loki vegna þess hve veðrið er gott. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

"Reyndi að ráðast á mig"

INGI Freyr Jónsson og Ragnar Heimisson, 14 ára Grindvíkingar, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir mættu snáki á leiðinni heim í fyrrakvöld. "Við vorum bara að labba heim og þá rak ég augun í snákinn. Hann var mjór en mjög langur. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 70 orð

Rafmagnslaust á Ísafirði | Rafmagn fór...

Rafmagnslaust á Ísafirði | Rafmagn fór af nærri öllu Ísafjarðardjúpi í um klukkustund í fyrradag eftir að vél í Sængurfossvirkjun í Mjóafirði ofhitnaði, að því er fram kemur á fréttavef BB . Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð

Rakið til lífrænnar ræktunar

NÝJAR umhverfisvænar ræktunaraðferðir kunna að vera orsök mikillar fjölgunar geitunga í Bretlandi, segir Michael Archer, fyrrverandi lektor í dýraatferlisfræði og umhverfisfræði. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC , greinir frá þessu. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð

Ráðherra reiknar með breyttu kerfi á næsta ári

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA í Brüssel, ESA, hefur samþykkt starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs og telur þau ekki brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins. Um leið samþykkir ESA hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs í 90% af kaupverði íbúðar. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Reiðhjólin dregin fram á góðviðrisdögum

HÓPUR ungra sóldýrkenda safnaðist saman í kringum þá Ríkarð Örn Steingrímsson og Guðmund Inga Rúnarsson lögreglumenn sem gættu þess að allt færi vel fram á ylströndinni í Nauthólsvík í gær. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Reykjavík áttunda dýrasta borgin

REYKJAVÍK er áttunda dýrasta borg í heimi samkvæmt nýrri könnun sem rannsóknarfyrirtækið Economist Intelligence Unit, EIU, hefur gert fyrir tímaritið The Economist . Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 252 orð | 1 mynd

Sex viðurkenningar veittar

Reykjanes | Umhverfisviðurkenningar í Sandgerði og Vogum voru veittar á dögunum. Á báðum stöðum fóru viðurkenningarnar til garðeigenda sem hafa haldið görðum sínum vel við þannig að þeir eru umhverfinu til sóma. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Shellstöðin við Skógarhlíð 50 ára

SHELLSTÖÐIN við Skógarhlíð fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Haldið verður upp á tímamótin á morgun. Viðskiptavinum verður boðið upp á rjómaköku og kaffi og ýmis afmælistilboð verða á stöðinni, m.a. býðst 50% afsláttur af smurningu á... Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 158 orð | 1 mynd

Snákur fannst í Grindavík

Grindavík | Um 40 cm langur snákur af óþekktum uppruna fannst á gangstétt á Víkurbraut í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan var kölluð á staðinn og fjarlægði hún snákinn og afhenti Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta . Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 128 orð

Snákurinn reyndi að höggva til þeirra

JÓN Rúnar Jóhannsson, íbúi í Grindavík, tilkynnti lögreglunni um snákinn í fyrrakvöld en sonur Jóns, Ingi Freyr, 14 ára, ásamt vini sínum, Ragnari Má Heimissyni, fundu snákinn á hellulagðri gangstétt á Víkurbraut í Grindavík. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Spassky biður Fischer griða

BORÍS Spassky hefur ritað George W. Bush Bandaríkjaforseta bréf og farið þess á leit að Bandaríkjamenn hætti við að krefjast framsals Bobbys Fischers frá Japan. Fischer sigraði Spassky í heimsmeistaraeinvíginu í skák er fram fór á Íslandi 1972. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Stafræn fjarskipti

TETRA-fjarskiptakerfi er langdrægt stafrænt kerfi sem sameinar kosti þrenns konar fjarskiptatækni; talstöðva, NMT- og GSM-tækninnar. Meira
12. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 97 orð

Sterar enn hættulegri en talið var

STERAR, sem sumir íþróttamenn hafa notað til að bæta getu sína, veikja ónæmiskerfi líkamans og auka hættu á krabbameini. Hefur þetta komið fram við viðamikla rannsókn ástralskra vísindamanna. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Stjórnarframboð Helgu Árnadóttur

ELLEFU ungir sjálfstæðismenn bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar ásamt Helgu Árnadóttur, sem lýsti yfir framboði til formanns í liðinni viku. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 410 orð

Stjórnvöld sitja aðgerðarlítil meðan slysin halda áfram

VÍÐA er pottur brotinn hvað varðar lausagöngu búfjár á þjóðvegum landsins og vantar heildarstefnu í þessum málum, að mati Kjartans Benediktssonar, umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir að lausagangan ógni umferðaröryggi... Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 65 orð | 1 mynd

Sungu fyrir afmælisbarnið

Við opnun Þekkingarseturs Þingeyinga og Náttúrustofu Norðurlands eystra á Húsavík ákváðu tónlistarmennirnir Guðni Bragason og Kristján Þór Magnússon að koma Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra þægilega á óvart. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Valbjörn kvaddur í Laugardal

VALBJÖRN Þorláksson, hinn gamalkunni frjálsíþróttakappi úr Ármanni og KR, var leystur út með gjöfum þegar hann hætti vinnu á Laugardalsvellinum í vikunni. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð

Veðurfarið á Íslandi vakið heimsathygli

HITABYLGJAN sem hefur verið hér á landinu hefur vakið athygli á heimsvísu, en á vefútgáfu ástralska dagblaðsins The Australian birtist frétt um hana í gærkvöldi. Þar kemur fram að aldrei hafi mælst hærri hiti í Reykjavík eða 24,8 gráður. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 526 orð

Verulegar gjaldskrárhækkanir Tetra-Íslands samþykktar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt nýjan samning við fjarskiptafyrirtækið Tetra-Ísland sem felur í sér verulegar gjaldskrárhækkanir. Vilhjálmur Þ. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 148 orð

Viðræður á viðkvæmu stigi

VIÐRÆÐUR í kjaradeilu Sólheima í Grímsnesi og tæplega þrjátíu starfsmanna Sólheima, sem eru í stéttarfélaginu Bárunni á Árborgarsvæðinu, eru á viðkvæmu stigi, en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í júní sl. Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð

Voru villtir þegar pilturinn lagði af stað

ÞÝSKI pilturinn sem villtist á Fljótsdalsheiði á þriðjudag fannst í fyrrinótt en þá voru um 18 tímar frá því hann fór frá föður sínum. Pilturinn var svangur og þreyttur en ekkert amaði að honum enda veður gott á þessum slóðum. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 88 orð

Þak Sláturfélagshússins ónýtt

VIÐ endurbætur á húsnæði Sláturfélags Suðurlands í ár hafa komið í ljós miklar skemmdir á þaki yfir frystihúsi félagsins, að því er fram kemur í Fréttabréfi SS . Gert var við þakskemmdirnar til bráðabirgða en ljóst er að skipta þarf um þakið næsta vor. Meira
12. ágúst 2004 | Minn staður | 81 orð

Þriggja tíma hlaup | Stúlkurnar í...

Þriggja tíma hlaup | Stúlkurnar í fjórða flokk kvenna í Sindra hlupu á mánudaginn frá ráðhúsinu á Höfn í Hornafirði að Jökulsárbrú í Lóni til að safna sér fyrir ferð á Íslandsmótið í knattspyrnu sem haldið verður á Akureyri um aðra helgi, að því er fram... Meira
12. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Þrír Íslendingar í ungmennabúðum Ólympíuleika

ÞRÍR unglingar á aldrinum 16 til 18 ára héldu í gær áleiðis til Grikklands þar sem þeir verða í ungmennabúðum og fylgjast með Ólympíuleikunum. Unglingarnir voru hlutskarpastir í samkeppni sem Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar efndu til í samvinnu við ÍSI. Meira

Ritstjórnargreinar

12. ágúst 2004 | Leiðarar | 282 orð | 1 mynd

Óbundnir?

G runnskólakennarar hafa boðað verkfall í skólum 20. september nk. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir tvennt í samtali við Morgunblaðið í gær, sem ástæða er til að stöðvast við. Meira
12. ágúst 2004 | Leiðarar | 324 orð

Óvenjuleg hreinskilni

Við Íslendingar erum vanir því að ráðamenn, sem hingað koma frá ESB-ríkjunum hvetji okkur beint og óbeint til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þótt fæstir gangi jafnlangt og leiðtogar norrænna jafnaðarmanna, sem hér funduðu á dögunum. Meira
12. ágúst 2004 | Leiðarar | 117 orð

Skaðabætur vegna hryðjuverka

Líbýa hefur samþykkt að greiða fórnarlömbum sprengjuárásar á diskótek í Berlín fyrir tæpum tuttugu árum skaðabætur. Þetta er í annað sinn á nokkrum misserum sem Líbýa samþykkir að greiða slíkar skaðabætur. Meira
12. ágúst 2004 | Leiðarar | 283 orð

Umhverfi Geysis

Harpa Harðardóttir, sem vinnur við leiðsögn þýzkra ferðamannahópa og er jafnframt starfsmaður hjá Goethe-Zentrum í Reykjavík, skrifaði grein hér í blaðið í gær sem ástæða er til að vekja athygli á. Meira

Menning

12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 60 orð | 1 mynd

Allir eins og Hemingway

Bandaríkjamaðurinn John Stubbings (til vinstri) fagnar hér í sigri í Ernest Hemingway-eftirlíkingarkeppninni í góðum félagsskap. Hinir keimlíku félagar hans eru allir fyrrum sigurvegarar keppninnar sem haldin er árlega þar vestra. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Breskur og bandarískur harðkjarni

TVÆR breskar rokksveitir, ólíkrar ættar og einnig frá ólíkum löndum, heimsækja landann um helgina. Um er að ræða bresku sveitina Labrat og hina bandarísku Out Cold. Labrat er frá London og leikurmulningsrokk (grindcore) af hörðustu sort. Meira
12. ágúst 2004 | Tónlist | 773 orð | 1 mynd

Einn fyrir alla ...

"ERTU stressuð," spyr Young Buck. "Nei, ég er ekki stressuð," segi ég. "Þú ættir að vera það," heldur hann áfram þar sem ég sest niður til að spjalla við hann og Lloyd Banks á Hótel Sögu síðdegis í gær. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 595 orð | 1 mynd

Engir grænjaxlar á ferð

KAMMERSVEITIN Ísafold er gestur á tónlistarhátíðinni Berjadögum í ár, en um helgina verður hátíðin haldin í sjötta sinn í Ólafsfirði. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 359 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Bandaríska leikkonan Julia Stiles , sem bráðlega mun leika í kvikmynd Baltasars Kormáks , Ferðalagi til himna , gagnrýnir stjórnendur kvikmyndavera harðlega fyrir að vera uppteknir af brjóstastærð. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 449 orð

Franz Morrison?

Athyglisverðir tónleikar fóru fram á Gauki á Stöng í gær og verða endurteknir í kvöld. Um er að ræða The Doors Tribute Band, sem leidd er af Björgvini Frans Gíslasyni sem mun bregða sér í hlutverk eðlukóngsins eina og sanna, Jim Morrison. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Grillað með menntamálaráðherra

Á Skjá einum í sumar hefur verið fylgst með þeim Naglbítabræðrum Villa og Kára stíga sín fyrstu grillspor. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Guðný Einarsdóttir leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Á efnisskrá hennar eru tvö verk fyrir orgel, Prelúdía og fúga í h-moll BWV 544 eftir Johann Sebastian Bach og Suite pour orgue eftir franska tónskáldið Jehan Alain. Meira
12. ágúst 2004 | Tónlist | 562 orð | 1 mynd

Kjaftfor og kraftmikil

Tónleikar Pink í Laugardalshöllinni 10. ágúst. Í svörtum fötum hitaði upp. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

...Ren og Stimpy

Popp Tíví hóf nýverið að sýna teiknimyndirnar alræmdu um félagana Ren og Stimpy og eru þættirnir sýndir á fimmtudagskvöldum klukkan 21. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 204 orð | 1 mynd

Tímamótaþáttur á morgun

ÞÚSUNDASTI þáttur Tvíhöfða verður sendur út á útvarpsstöðvunum Skonrokki og X-inu næstkomandi föstudagsmorgun. Meira
12. ágúst 2004 | Menningarlíf | 595 orð | 2 myndir

Víðförul ungmenni

HLJÓMSVEIT skipuð 45 ungmennum, New England Youth Ensemble, kom hingað til lands í gær og heldur tvenna tónleika meðan á dvölinni stendur. Þeir fyrri fara fram í Hallgrímskirkju í kvöld, en þeir síðari í Loftsalnum í Hafnarfirði á laugardag kl. 11. Meira

Umræðan

12. ágúst 2004 | Aðsent efni | 930 orð | 1 mynd

Athugasemdir gerðar við dönsku útlendingalögin

Eftir Margréti Steinarsdóttur: "...mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins lítur 24 ára regluna sömu augum og aðrir sem hafa gagnrýnt hana, svo sem Alþjóðahús." Meira
12. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 247 orð

Einu gleymdi Ásgeir hjá Strætó

Ásgeir Eiríksson skrifar í Mogga um nýtt leiðakerfi hjá Strætó og er það sjálfsagt rétt allt. Meira
12. ágúst 2004 | Aðsent efni | 537 orð | 2 myndir

Framhaldsmenntun í tónlist

Sigursveinn Magnússon skrifar um tónlistarmenntun: "Innan núverandi löggjafar hafa skólarnir markað sér starfssvæði miðað við getu sína og áherslur." Meira
12. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 175 orð | 1 mynd

Grasagarðarnir Í Laugardalnum í Reykjavík er...

Grasagarðarnir Í Laugardalnum í Reykjavík er sérstakur grasagarður með sýnishornum af gróðri frá mörgum löndum. Sama á við um Lystigarðinn á Akureyri. Þetta eru yndisreitir með ótrúlegri fjölbreytni. Meira
12. ágúst 2004 | Aðsent efni | 401 orð | 1 mynd

Kraftmikla konu sem formann Heimdallar

Ásthildur Sturludóttir skrifar um stjórnmál: "Helga Árnadóttir hefur ekki aðeins unnið gríðarlega vel í starfi flokksins heldur hefur hún allt það sem góðan leiðtoga prýðir, eldmóðinn, áhugann og hugsjónirnar." Meira
12. ágúst 2004 | Aðsent efni | 367 orð

"Drepið í villidýrinu"

Sumt breytist ekki í tímans rás. Meira
12. ágúst 2004 | Aðsent efni | 521 orð | 3 myndir

Sjálfstæði - það mikilvægasta fyrir Heimdall

Ásta Lára Jónsdóttir, Davíð Ólafur Ingimarsson og Ýmir Örn Finnbogason skrifa um stjórnmál: "Heimdallur getur ekki verið samviska Sjálfstæðisflokksins, ef fólk utan hans "á inni" hjá stjórn félagsins." Meira
12. ágúst 2004 | Aðsent efni | 1186 orð | 1 mynd

Um Hringbraut

Eftir Þórólf Árnason: "Sú tugga að borgaryfirvöld ræði ekki málið hefur verið tuggin oft og af merkilega mörgum þótt staðreyndirnar tali öðru máli." Meira

Minningargreinar

12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2182 orð | 1 mynd

ALEXÍA PÁLSDÓTTIR

Alexía Pálsdóttir fæddist að Gelti í Grímsnesi 17. júlí 1923. Hún lést á St Franciskusspítalanum í Stykkishólmi að kvöldi 3. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru Páll Gíslason, f. 9. ágúst 1870, d. 12. des. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1141 orð | 1 mynd

ÁSGEIR BJÖRGVINSSON

Ásgeir Björgvinsson fæddist í Reykjavík 14. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 4. ágúst síðastliðinn. Ásgeir var næstelsta barn hjónanna Ragnheiðar Ásgeirsdóttur, f. 8. október 1989, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2742 orð | 1 mynd

BJARNI SIGURÐSSON

Bjarni Sigurðsson fæddist í Hnífsdal 16. apríl 1921. Hann lést á Fórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Jónsdóttir, f. 15.3. 1881, d. 1.5. 1930, og Sigurður Guðmundsson, f. 1874, d. 4.10. 1955. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 3003 orð | 1 mynd

HELGA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR

Helga Ingibjörg Pálsdóttir fæddist í Reykjavík, 20. maí, 1930. Hún lést 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Unnur Einarsdóttir, f. 25. júlí 1908 og Páll Jóhannesson, verslunarstjóri, f. 15. október 1897. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

HINRIK JÓN MAGNÚSSON

Hinrik Jón Magnússon fæddist á Innri-Veðrará 12. ágúst 1947. Hann lést 9. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 322 orð | 1 mynd

MARGRÉT KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

Margrét Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Selárdal í Hörðudal í Dalasýslu 22. maí 1933. Hún lést á heimili sínu 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 6. júlí. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 853 orð | 1 mynd

PÁLL VÍDALÍN JÓNSSON

Páll fæddist á Litlu Hellu á Hellissandi 23. maí 1912. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Páls voru Jón Guðmundsson barnakennari frá Bjarnastöðum í Dalasýslu, f. 1881, d. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 919 orð | 1 mynd

STEFÁN ÞORGRÍMSSON

Stefán Þorgrímsson fæddist í Syðra Tungukoti, sem nú heitir Brúarhlíð í Blöndudal í A-Húnavatnssýslu 1. október 1919. Hann lést á LSH í Fossvogi 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorgrímur Jónas Stefánsson, f. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
12. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2341 orð | 1 mynd

ÞORGEIR INGI INGASON

Þorgeir Ingi Ingason fæddist 30. mars 1968. Hann lést af slysförum 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Þorgeirs eru Ingi Gústafsson, f. 22. júlí 1940 og Guðbjörg Stefanía Guðmundsdóttir, f. 23. ágúst 1944. Bræður Þorgeirs eru tveir, Guðmundur, f. 11. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

12. ágúst 2004 | Daglegt líf | 325 orð | 1 mynd

Alvarleg slys vegna marka sem hafa dottið á börn

Það er algengt að knattspyrnumörk séu ekki fest kirfilega niður bæði á æfingasvæðum knattspyrnufélaga og á sparkvöllum víðsvegar um landið. Meira
12. ágúst 2004 | Daglegt líf | 580 orð | 1 mynd

Ávextir, súkkulaði og íspinnar

BÓNUS Gildir 12.-15. ágúst verð nú verð áður mælie.verð Frosnar kjúklingabringur úrb. 1.199 1.399 1.199 kr. kg Reykt og saltað folaldakjöt 359 539 359 kr. kg Bónus WC pappír, 12 rúllur 198 299 16 kr. stk Bónus eldhúsrúllur, 4 rúllur 99 129 25 kr. Meira
12. ágúst 2004 | Daglegt líf | 302 orð | 1 mynd

Hnetur og möndlur í lagi

Aflatoxín heitir náttúrulegt eiturefni sem myndast í ákveðnum tegundum af myglusveppi, en myglusveppur þessi á það gjarnan til að myndast í korni og hnetum. Meira
12. ágúst 2004 | Daglegt líf | 567 orð | 2 myndir

Kaupa á tilboði og fylla frystinn

"Ég held að við eigum ennþá bleiur frá því í febrúar, en þá voru stórar pakkningar á hálfvirði í Bónus og við birgðum okkur upp," segir Kristbjörg Sigurðardóttir. Meira
12. ágúst 2004 | Daglegt líf | 163 orð

Nýtt útlit í Nettó

Lágvöruverðsverslunin Nettó hefur verið að taka breytingum og í dag verður hún formlega opnuð með nýju útliti og áherslubreytingum. Meira
12. ágúst 2004 | Daglegt líf | 269 orð | 1 mynd

Þyngd, festingar og stærð tösku skiptir máli

Brátt hefja skólarnir göngu sína eftir sumarfrí og þá er tímabært að huga að skólatöskunni. Á vefsíðu dönsku neytendasamtakanna, www.forbrug. Meira

Fastir þættir

12. ágúst 2004 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

1.

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bg5 O-O 6. e3 h6 7. Bh4 b6 8. cxd5 exd5 9. Bd3 Be6 10. O-O c5 11. Re5 Rfd7 12. Bxe7 Dxe7 13. f4 Rxe5 14. dxe5 f5 15. Df3 Df7 Staðan kom upp í Politiken Cup sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn. Meira
12. ágúst 2004 | Dagbók | 27 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Gerður Pálsdóttir hússtjórnarkennari, að Vallartröð 2 í Eyjafjarðarsveit, er áttræð í dag, 12. ágúst. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Kristjánsson húsgagnasmíðameistari, eru að... Meira
12. ágúst 2004 | Fastir þættir | 189 orð

Evrópumótið í Málmey Norður &spade;52 &heart;--...

Evrópumótið í Málmey Norður &spade;52 &heart;-- ⋄K10985 &klubs;ÁG7532 Vestur Austur &spade;10986 &spade;D7 &heart;754 &heart;K10862 ⋄G642 ⋄73 &klubs;K10 &klubs;D864 Suður &spade;ÁKG43 &heart;ÁDG93 ⋄ÁD &klubs;9 Suður spilar sex spaða... Meira
12. ágúst 2004 | Dagbók | 499 orð | 1 mynd

Hvetja fólk til að koma úr felum

Íris Björg Helgadóttir er fædd árið 1976 og uppalin í Reykjavík. Hún greindist með þunglyndi fyrir þremur árum og hefur síðan verið í iðjuþjálfun á geðdeild Landspítala Íslands. Þar kynntist hún 13. hópnum og hefur starfað með honum í rúmt ár. Hún situr í undirbúningsnefnd sumarhátíðarinnar "Lykill að betri framtíð". Íris hefur skrifað mikið af ljóðum og mun lesa úr eigin verkum á hátíðinni á morgun, eins og Elísabet Jökulsdóttir. Daði Kristinsson mun flytja frumsamda tónlist. Meira
12. ágúst 2004 | Viðhorf | 815 orð

Kerry og Bush

Siewert benti [...] á að [...] liðsmaður Sjálfstæðisflokksins á Íslandi væri ekki aðeins á móti dauðarefsingum, hann væri einnig hlynntur sterku velferðar- og heilbrigðiskerfi og tiltölulega háum sköttum. Slíkur maður yrði í Bandaríkjunum [...] álitinn sósíalisti [...]. Meira
12. ágúst 2004 | Dagbók | 56 orð

Orð dagsins: Því að ritað er:...

Orð dagsins: Því að ritað er: "Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn, fyrir mér skulu öll kné beygja sig og sérhver tunga vegsama Guð." (Rm. 14, 11.) Meira
12. ágúst 2004 | Dagbók | 102 orð | 1 mynd

Svo heimurinn sjái

Myndasamkeppni | Sýning á 20 myndum sem komust í úrslit myndasamkeppninnar Ólympíu leikar ímyndunaraflsins verður opnuð í dag í Kringlunni og stendur til 20. ágúst. Öllum íslenskum börnum á aldrinum 9-13 ára var boðið að taka þátt í keppninni. Meira
12. ágúst 2004 | Fastir þættir | 309 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er um margt furðulegur og sérvitur. Ein af hans merkilegustu sérviskum er að hann er afskaplega lítið gefinn fyrir mat og vill helst nota sem minnstan tíma í að matast. Meira

Íþróttir

12. ágúst 2004 | Íþróttir | 99 orð

Átta leikmenn í leikbann

ÁTTA leikmenn efstu deildar karla í knattspyrnu leika ekki næstu leiki liða sinna, þar sem þeir voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ á þriðjudag. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

Erfiðasti golfvöllur heims?

FJÓRÐA og síðasta stórmót ársins í golfi, PGA-meistaramótið, hefst í dag í Bandaríkjunum. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 422 orð

FH á ærið verkefni fyrir höndum

FH mætir Dunfermline frá Skotlandi í kvöld klukkan 20:00 á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í annarri umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu en þetta er þrettándi leikur FH-inga í Evrópukeppninni frá upphafi. Síðari leikur liðanna fer fram í Skotlandi 26. ágúst. Sigurliðið úr þessari viðureign verður í pottinum þegar dregið verður í 1. umferð í UEFA-keppninni. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Guðmundur verður fánaberi

ÞAÐ var einróma samþykkt á fundi fararstjórnar ÍSÍ í Aþenu í gærkvöldi að Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, yrði fánaberi Íslands við setningarhátíðina á morgun. "Guðmundur er að taka þátt í sínum þriðju Ólympíuleikum. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Hafsteinn Ægir bíður eftir þjálfaranum

HAFSTEINN Ægir Geirsson, siglingakappi, er eini keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í Aþenu sem ekki hefur notið handleiðslu þjálfara síns eftir að hann mætti þangað til æfinga. Þjálfarinn, James O'Callaghan frá Írlandi, hefur ekki fengið staðfestan aðgang að Ólympíusvæðinu ennþá en Hafsteinn Ægir hefur dvalið við æfingar í Aþenu síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

* HELENA Sverrisdóttir úr Haukum átti...

* HELENA Sverrisdóttir úr Haukum átti góðan leik þegar íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði það norska í fyrsta leiknum á Norðurlandamótinu . Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 13 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA UEFA-bikarkeppnin Laugardalur: FH - Dumfermline 20 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - KFS 19 Sauðárk.: Tindastóll - Leiknir R. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 384 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Karl Guðjónsson spilaði sinn...

* JÓHANNES Karl Guðjónsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Leicester City sem sigraði Derby County á útivelli 2:1. Jóhannes kom inn á sem varamaður á 74. mínútu. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 208 orð

Krossband líklega slitið á ný hjá Bjarka

BJARKI Sigurðsson, handknattleiksmaður úr Val, er líklega með slitið krossband í vinstra hné, því sama og hann sleit krossband fyrir nokkru og varð til þess að hann missti alveg úr eitt leiktímabil. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 96 orð

ÓL-miðasalan tekur kipp

MIKILL kippur hefur hlaupið í miðasölu á hina ýmsu atburði á Ólympíuleikunum. Framan af sumri voru skipuleggjendur leikanna vonsviknir hversu miðasala var dræm en síðustu dagana hafa miðarnir rokið út. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 816 orð | 1 mynd

"Ætlaði aldrei að æfa fótbolta"

KNATTSPYRNUMAÐURINN efnilegi Kári Árnason úr Víkingi hefur vakið mikla athygli í sumar fyrir góða frammistöðu í úrvalsdeild karla en hann var valinn í 22 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Ítölum á Laugardalsvelli 18. ágúst næstkomandi. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Real og United í góðum málum

REAL Madrid og Manchester United eru bæði í góðri stöðu eftir fyrri leiki sína í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. United vann Dinamo Búkarest 2:1 á útivelli og Real lagði Wisla Kraká 2:0 í Póllandi. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 166 orð

Rúnar fulltrúi Norðurlanda

RÚNAR Alexandersson er eini fimleikamaðurinn frá Norðurlöndum sem keppir í fimleikakeppni karla á Ólympíuleikunum í Aþenu. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 186 orð

Sjónvarpsmenn ruddust inn á KR-völlinn

ÞÁTTASTJÓRNANDI 70 mínútna á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví hljóp inn á KR-völlinn þegar fyrri hálfleikur leiks KR og FH í Landsbankadeild kvenna stóð sem hæst í fyrrakvöld. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 209 orð

Skortur á félagsanda hjá Liverpool-liðinu

DANNY Murphy, leikmaður Charlton, segir að hann hafi yfirgefið Liverpool vegna þess að félagsandinn sem ríkti hjá félaginu sé ekki lengur til staðar. Murphy spilaði 249 leiki með Liverpool og skoraði 44 mörk. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

* TVEIR leikmenn gríska landsliðsins í...

* TVEIR leikmenn gríska landsliðsins í hafnabolta (baseball), sem tekur þátt á ÓL í Aþenu , féllu á lyfjaprófi en ekki hefur verið gefið út hvaða leikmenn um er að ræða. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 53 orð

Tveir teknir í lyfjapróf

TVEIR íslenskir íþróttamenn voru sóttir í Ólympíuþorpið í gær og farið með þá í lyfjapróf. Þetta voru þeir Hjörtur Már Reynisson sundmaður og siglingakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson. Þeir urðu að skila af sér þvagi og einnig var tekin úr þeim blóðprufa. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 254 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 3. umferð í forkeppninnar. Sigurvegarar úr tveimur viðureignum komast í riðlakeppnina í Meistaradeildinni: Shakhtar Donetsk - Club Brugge 4:1 Agahowa 15., Marika 70., Vorobey 78., Brandao 90. - Balaban 50. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Vonandi vanmeta Skotarnir okkur

LEIFUR Garðarsson, aðstoðarþjálfari FH, fór fyrir skömmu til Skotlands til þess að meta helstu styrkleika Dunfermline. "Skotarnir eru stórir og sterkir. Þeir hafa hávaxna sóknarmenn og varnarmenn og þeir eru mjög sterkir í föstum leikatriðum. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 111 orð

Zidane hættur?

SAMKVÆMT frétt franska íþróttadagblaðsins L'Equipe mun Zinedine Zidane tilkynna um brotthvarf sitt úr franska landsliðinu í knattspyrnu á næstu dögum. Meira
12. ágúst 2004 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Þurfum að ná okkar allra besta leik gegn Hammarby

SKAGAMENN mæta sænska liðinu Hammarby, liði Péturs Marteinssonar, í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða í Svíþjóð í kvöld. Meira

Úr verinu

12. ágúst 2004 | Úr verinu | 225 orð | 1 mynd

Flest aðildarríki ESB brjóta fiskveiðireglur

FLEST aðildarríki Evrópusambandsins brutu fiskveiðireglur sambandsins á síðasta ári, að því er fram kemur í nýlegri ársskýrslu Evrópuráðsins þar sem metið er hvernig einstök aðildarríki fylgja fiskveiðireglum sambandsins. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 377 orð | 3 myndir

Hafsjór tækifæra

KJELL-INGE Røkke, eigandi Norway Seafoods og einn mesti áhrifamaður í norskum sjávarútvegi, verður einn af þremur erlendum fyrirlesurum á alþjóðlegri ráðstefnu sem Íslandsbanki heldur á Akureyri þann 8. september næstkomandi. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 86 orð

Íslendingar á Norfishing

FIMM íslensk fyrirtæki, Skaginn, Marorka, Neptúnus, Hafnarfjarðarhöfn og NAS, taka þátt í sýningunni Nor-Fishing í Þrándheimi í Noregi 10.-13. ágúst undir hatti Útflutningsráðs. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 95 orð | 1 mynd

Línan lituð

HAUKUR Randversson trillukarl notar stund milli stríða við að stokka upp og lita línuna, svo hún verði tilbúin á nýju kvótaári sem hefst hinn fyrsta september. Þá fara þeir feðgar Haukur og Randver á línuveiðar. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 607 orð | 1 mynd

MAR-ECO leiðangri lokið

Í MAR-ECO leiðangrinum kom í ljós að fjölbreytileiki lífríkisins á Mið-Atlantshafshryggnum er geysimikill. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 430 orð

Sérstök er saga sjávarútvegsins

Saga sjávarútvegsins hefur frá mörgu að segja og þegar hún er krufin langt aftur í aldir, kemur margt merkilegt í ljós. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 582 orð | 1 mynd

Sjávarútvegurinn alvarleg hindrun

"ÍSLENDINGAR verða að ákveða það sjálfir hvort þeir vilja ganga í Evrópusambandið. Þar er þó sjávarútvegurinn alvarleg hindrun og innganga því ekki auðveld. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 136 orð | 1 mynd

Trefjar afgreiða nýjan Cleopatra-bát til Boulmer

BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði hefur afgreitt nýjan Cleopatra-bát til Boulmer á Norðimbralandi á norðausturströnd Englands. Kaupandi bátsins er Roger Stephenson útgerðarmaður frá Boulmer. Báturinn hefur hlotið nafnið Isaac Edward BK 535. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 85 orð | 1 mynd

Um 2.000 tonnum af laxi slátrað frá áramótum

Frá því um síðustu áramót er búið að slátra ríflega 2.000 tonnum af laxi hjá laxasláturhúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 1208 orð | 1 mynd

Verðmætin aukin

Vilhelm Þorsteinsson EA er nú við síldveiðar við Svalbarða og ganga þær vel. Skipið landar um borð í flutningaskip á miðunum til að missa ekki of mikinn tíma frá veiðunum. Hjörtur Gíslason brá sér til Svalbarða með annarri áhöfninni og hinni heim og ræddi við skipstjórann, Guðmund Þ. Jónsson. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 132 orð | 1 mynd

Vill vera fremst í laxinum

SKOSKA fiskvinnslufyrirtækið Macrae Foods Fraserburgh hefur nú tekið í notkun nýja og um leið tæknilega fullkomnustu vinnslulínuna fyrir lax Bretlandi. Meira
12. ágúst 2004 | Úr verinu | 2183 orð | 1 mynd

Þúsund síðna handrit um sjávarútveginn

Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur ýmislegt á sinni könnu. Hann fer fyrir hópi sagnfræðinga sem skipuleggja ráðstefnur og rannsóknir á sögu sjávarútvegs við Norður-Atlantshaf. Þessi hópur er einnig að rita sögu sjávarútvegsins á þessum slóðum. Hjörtur Gíslason ræddi við Jón Þ. Þór, sem segir að margt merkilegt sé að finna í sögunni. Meira

Viðskiptablað

12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 173 orð

Afkoma undir væntingum

AFKOMA Opinna kerfa var talsvert undir væntingum greiningardeilda bankanna, en fyrirtækinu var spáð hagnaði á bilinu 128 til 155 milljóna króna. Hagnaður var hins vegar 99 milljónir króna. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 92 orð

Fleiri hlutir í Google boðnir út

INTERNET-FYRIRTÆKIÐ Google , sem rekur samnefnda leitarvél á Netinu, mun bjóða upp á 1,1 milljón fleiri hluti í hlutafjárútboði sem til stendur að halda á næstunni en áður var áætlað, að því er kemur fram á fréttavef BBC . Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 646 orð | 1 mynd

Gaman að vinna með ólíkum einstaklingum

Friðrik Jóhannsson er forstjóri Burðaráss og skógræktaráhugamaður mikill. Bjarni Ólafsson bregður upp svipmynd af manninum. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 435 orð | 1 mynd

Geta stefnt traustssamböndum í hættu

SAMBAND banka og annarra fjármálafyrirtækja við opinberar eftirlitsstofnanir er viðkvæmt og er háð því að mjög mikið traust ríki milli aðila, að sögn Jørgens A. Horwitz, framkvæmdastjóra hagsmunasamtaka fjármálafyrirtækja í Danmörku, (Finansrådet). Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 105 orð

Gjaldeyrisforðinn minnkar

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands dróst saman um 0,4 milljarða króna í júlí eftir hraðan vöxt á undangengnum mánuðum en hann hefur aldrei verið meiri en var í júnímánuði. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 1755 orð | 2 myndir

Gluggar á íslensku

Íslensk útgáfa Windows XP-stýrikerfisins og Office-hugbúnaðarvöndulsins voru kynnt í vikubyrjun, en uppfærslan er öllum Windows XP notendum að kostnaðarlausu. Árni Matthíasson kynnti sér bakgrunn íslensku þýðingarinnar og einnig aðrar þýðingar á notendaviðmóti. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 359 orð | 1 mynd

Hagnaður Opinna kerfa tæpar 100 milljónir

HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. eftir skatta var um 99 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, en á sama tíma í fyrra var fyrirtækið rekið með 62 milljóna króna halla. Rekstrartekjur samstæðunnar námu á fyrri árshelmingi 7.497 milljónum króna en voru 5. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 161 orð

Hagnaður SPH þrefaldast

HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH, á fyrri helmingi ársins nam 276 milljónum króna, sem er ríflega þreföldun frá hagnaði sama tímabils í fyrra. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 579 orð | 2 myndir

Heildarlausnir í útgáfu og prentun

Prentsmiðjan Gutenberg var stofnuð á þessum degi fyrir eitt hundrað árum. Grétar Júníus Guðmundsson ræddi við Pál Gíslason framkvæmdastjóra um starfsemi fyrirtækisins, helstu breytingar í prentiðnaðinum og hvað framundan sé. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 220 orð

Hitabylgjublús

Í "hitabylgjunni" sem nú ríður yfir landið, þó svo að hún standi vart undir því að vera hitabylgja á útlenskan mælikvarða, hafa ýmis smærri fyrirtæki brugðið á það ráð að loka vegna veðurs og hleypa starfsfólkinu út í sólina. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 167 orð | 1 mynd

Jóhann Ólafsson & Co. kaupir GV heildverslun

JÓHANN Ólafsson & Co hefur keypt 100% hlutafjár í GV heildverslun, sem stofnuð var árið 1991 af hjónunum Guðjóni Þór Steinssyni og Völu Albertsdóttur. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður H. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 119 orð | 1 mynd

Mikil aukning hagnaðar hjá Sparisjóðabankanum

HAGNAÐUR Sparisjóðabanka Íslands hf. eftir skatta nam 647 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 64 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er tíföld hækkun . Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

Minni hagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkur

HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Keflavík nam á fyrstu sex mánuðum ársins 363 milljónum króna samanborið við 520 milljónir á sama tímabili árið áður. Vaxtatekjur hækkuðu um 13% miðað við fyrra ár og námu 989 milljónum . Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 84 orð

Myners áfram stjórnarformaður M&S

BRESKA smávöruverslanakeðjan Marks & Spencer staðfesti í fyrradag að Paul Myners muni halda áfram störfum sem stjórnarformaður fyrirtækisins fram að aðalfundi þess í júlímánuði á næsta ári. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 127 orð

Ódýrt Windows XP til Asíu

BANDARÍSKI hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft hefur kynnt til sögunnar tilraunaverkefni þar sem íbúum þriggja Asíulanda verður boðið að kaupa einfaldari útgáfu af Windows XP- stýrikerfinu á lægra verði en ella, að því er kemur fram í frétt The Wall... Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 80 orð

Sameining á umbúðatæknimarkaði

REYKJALUNDUR-plastiðnaður ehf. og Umbúðatækni ehf. undirrituðu í gær samning um sameiningu fyrirtækjanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Öll starfsemi Umbúðatækni ehf. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 268 orð | 1 mynd

Sölu- og markaðssvið Actavis til Danmerkur

HÖFUÐSTÖÐVAR sölu- og markaðssviðs Actavis-samsteypunnar hafa verið fluttar til Danmerkur og mun Kristján Sverrisson, framkvæmdastjóri markaðssetningar Actavis á eigin vörumerkjum, flytjast þangað en hann hefur síðastliðin ár búið ásamt fjölskyldu sinni... Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 641 orð | 1 mynd

Úrskurðar um farsímaleyfi BTC í október

BÚLGARSKA fjarskiptafélagið BTC, sem Björgólfur Thor Björgólfsson og fleiri íslenskir fjárfestar eiga hlut að, hefur unnið sigur gagnvart fjórum símafyrirtækjum í áfrýjunarmáli sem varðaði afturköllun farsímaleyfis sem fyrirtækið fékk afhent í júní sl. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 168 orð | 1 mynd

Veðrið bitnar á viðskiptum

SVO VIRÐIST sem markaðir hér á landi hafi ekki farið varhluta af góða veðrinu sem ríkt hefur hér á landi undanfarna daga. Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í gær námu 684 milljónum króna. Þetta er töluvert minni velta en oftast áður. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 501 orð

Vel heppnuð útrás

Útrásarfyrirtækin Actavis, Bakkavör, Marel og Össur hafa nú öll birt milliuppgjör sín og í meginatriðum má segja að reksturinn hafi gengið allvel á fyrri hluta ársins og að horfur séu ágætar. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 136 orð | 1 mynd

Verri afkoma hjá Þormóði ramma - Sæbergi

HAGNAÐUR Þormóðs ramma - Sæbergs hf. fyrstu sex mánuði þessa árs var 34 milljónir króna, en var 372 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Meira
12. ágúst 2004 | Viðskiptablað | 1026 orð

Vitræn ofurbjartsýni

Í VOR kom Stephen F. LeRoy, prófessor við Háskólann í Kaliforníu, Santa Barbara, í heimsókn til Íslands í boði viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hann hélt meðal annars fyrirlestur um grein sem hann var að leggja lokahönd á. Meira

Annað

12. ágúst 2004 | Aðsend grein á mbl.is | 1225 orð

Hálendið, orkan og álið

Tryggvi Felixson skrifar um umhverfismál: "Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.