FYRSTA Íslandsmetið féll á Ólympíuleikunum í Aþenu í gærmorgun þegar Jakob Jóhann Sveinsson synti 100 metra bringusund á 1:02,97 sekúndum. Hann bætti eigið met um 14/100 úr sekúndu, vann sinn riðil, fjórða styrkleikariðil af átta, af miklu öryggi og hafnaði samanlagt í 23. sæti af 60 keppendum í greininni. Fyrra metið, 1:03,11 mínútur, setti Jakob Jóhann í Barcelona fyrir rúmu ári.
Meira