"HANN var orðinn stór, hjallinn sem við þurfum að klífa í þessum leik. Okkur hafði ekki tekist lengi að komast yfir í leikjum, og nú þurftum við að gera það, halda út og sigra. Það var greinilega búið að grafa um sig í undirmeðvitundinni að við gætum ekki náð forystu, en sem betur fer tókst okkur að snúa því við," sagði Rúnar Sigtryggsson, varnarjaxlinn í íslenska liðinu, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Slóvenum í Aþenu í gær, 30:25.
Meira