Undanfarna daga og vikur hefur hitabylgja glatt landsmenn. Fólk hefur fækkað fötum, dregið fram Benidormgallana og allir hafa sameinast um að tala um veðrið.
Meira
Frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Ítölum í vikunni færir okkur enn heim sanninn um mikilfengleik íþróttanna og það hversu tölfræði og nafnalistar á pappír duga skammt þegar blásið er til leiks.
Meira
BLÁTT áfram, forvarnaverkefni Ungmennafélags Íslands, gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi, er að fara af stað með fjáröflun um helgina. Fjáröflunin felst í því að á næstu tveimur vikum verða seldar litlar gular endur.
Meira
ALI-moskan í Najaf, sem verið hefur miðdepill átakanna þar í borg að undanförnu, er meðal merkustu kennileita íslamskrar listar. Er hún fagurlega skreytt og geymir að sögn mörg forn og ómetanleg handrit.
Meira
ÞAÐ er sumarlegt um þessar mundir í Vetraríþróttamiðstöð Íslands í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrarbæjar. Ekkert lífsmark var á staðnum, þegar ljósmyndari skrapp þangað eitt kvöldið í vikunni, nema hvað nokkrar kindur voru á beit á og undu hag sínum vel.
Meira
BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun hitta Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra meðan á heimsókn hans hingað til lands á þriðjudag stendur.
Meira
JAFNRÉTTISNEFND Framsóknarflokksins harmar þá niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokksins að aðeins ein framsóknarkona taki sæti í ráðherraliði Framsóknarflokksins, er formaður flokksins Halldór Ásgrímsson tekur við forsæti ríkisstjórnar Íslands.
Meira
Dagný Dögg Sveinsdóttir, þriggja ára, og tíkin Kata voru í boltaleik í Grasagarðinum í Reykjavík fyrr í vikunni. Mikil aðsókn hefur verið í Grasagarðinn að undanförnu og mikið um að fjölskyldufólk mæti og njóti góða veðursins.
Meira
SAMNINGANEFNDIR grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélagana hittust á fundi hjá sáttasemjara í gær og er stefnt á að funda óformlega daglega í næstu viku frá mánudegi fram á fimmtudag. Rúmar fjórar vikur eru í verkfall sem boðað hefur verið 20.
Meira
FRÁ því sérsveit lögreglu var sett á laggirnar árið 1982 hafa liðsmenn hennar aldrei þurft að hleypa af skoti nema auðvitað í æfingaskyni. "Það er aðalsmerki sérsveitar að þurfa helst aldrei að hleypa af.
Meira
ATLANTSOLÍA mun hækka verð á 95 oktana bensíni um 4 krónur og verð á dísilolíu um 6,40 krónur næstkomandi föstudag, 27. ágúst. Eftir hækkunina verður verðið á lítranum 103,9 krónur af 95 oktana bensíni en 49,90 krónur af dísilolíu.
Meira
TALSVERÐUR reykur myndaðist þegar eldur kviknaði í rusli við vesturgafl Smáralindar síðdegis í gær. Eldurinn dó fljótlega út, enda enginn almennilegur eldsmatur í veggnum, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Meira
VERÐANDI varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Margot Wallström, sagðist í gær harma að enn væru ekki nógu margar konur í embættum stjórnarmanna.
Meira
Útgerðarfyrirtækið Eskja hf. styrkti nýlega tvo lögregluþjóna úr Fjarðabyggð, þá Steinar Gunnarsson og Þórhall Árnason, til að sækja námskeið í rannsóknum fíkniefnamála.
Meira
Selfoss | "Það er alveg á hreinu að ég fæ kraft og innblástur frá sjónum sem sést á því að það eru farnar að birtast hafmeyjar í verkunum hjá mér og fólk sem stendur í fjöruborði," segir Elínborg Kjartansdóttir listakona á Stokkseyri sem hefur...
Meira
BRESKA blaðið Daily Mail segir að breska forsætisráðherrafrúin, Cherie Blair, sé að leggja af stað í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna í haust, sem gæti fært henni um 100.000 pund í tekjur, eða um 13 milljónir íslenskra króna.
Meira
ÓVENJU mikið hefur orðið vart við blóðsugufiskinn sæsteinsugu hér við land að undanförnu. Sæsteinsugan sýgur sig fasta á aðra fiska og nærist þannig á blóði þeirra.
Meira
Reykir | Sædís Lind Másdóttir, 8 ára, fékk um daginn að halda á einu af graskerjunum sem vaxið hafa í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi í sumar.
Meira
Hveragerði | "Grænni skógar I" er yfirskrift á skógræktarnámi á vegum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, sem ætlað er öllum fróðleiksfúsum skógarbændum á Suðurlandi, sem vilja ná hámarksárangri í skógrækt.
Meira
HAFNARFJARÐARBÆR og Hópbílar hf. undirrituðu fyrr í mánuðinum samning um akstur fatlaðra í Hafnarfirði en bærinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Hópbílar áttu lægsta tilboðið í verkið en sjö aðilar sendu inn tilboð.
Meira
HÁSKÓLINN í Reykjavík var settur í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Fluttu þar ávörp Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Visku, félags stúdenta HR, dr. Þorlákur Karlsson, nýr forseti viðskiptadeildar, og Guðfinna S.
Meira
Hólmavík | Ferðaþjónar á Ströndum láta vel af ferðamannastraumnum það sem af er sumri. Hjá ferðaþjónustunni á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð er um metsumar að ræða og lætur nærri að herbergjanýtingin í júlí hafi verið 100%.
Meira
Samningur hefur verið gerður við Gámaþjónustu Austurlands um dýpkun innsiglingarinnar í Hornarfjarðarós. Verkið var boðið út í sumar, en ekki bárust tilboð og var í kjölfarið leitað beint til aðila.
Meira
Reykjavík | Reykjavíkurmaraþonið hefst klukkan tíu í dag þegar maraþonhlauparar verða ræstir í Lækjargötunni fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Skemmtiskokkið hefst klukkutíma síðar og 11:10 byrjar hálfmaraþon og 10 kílómetra hlaup.
Meira
BANDARÍSKI öldungadeildarþingmaðurinn Ted Kennedy hefur fimm sinnum verið stöðvaður og færður til yfirheyrslu á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna þess að nafn sem líktist nafni hans var á lista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn.
Meira
Landsmót hagyrðinga verður haldið í kvöld í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli. Heiðursgestur verður Snorri Jónsson í Vestmannaeyjum og flytur hann ræðu kvöldsins.
Meira
FYRSTI stjórnarfundur nýrrar stjórnar Heimdallar var haldinn á fimmtudagskvöld. Á fundinum var ákveðið að leggja fram í byrjun september ítarlega starfsáætlun fyrir haustið og veturinn fram að jólum.
Meira
Egilsstaðir | Í tilefni af héraðshátíðinni Ormsteiti á Fljótsdalshéraði efndu stjórnendur Ormsteitis og félagið Ormsskrínið til hugmyndasamkeppni meðal ungs fólks (18-30 ára) sem búsett er á Austurlandi, um listaverk/skúlptúr sem hefði Lagarfljótsorminn...
Meira
ÖKUMAÐUR jeppa olli miklum gróðurskemmdum við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði þegar hann ók jeppa sínum yfir 300-400 metra breiðan flóa sem er svo blautur að hann er vart manngengur.
Meira
KEMPAN Lou Reed lék fyrir fullri Laugardalshöll í gærkvöldi og uppskar mikið lófatak og þakklæti gesta. Tók hann á sviði Hallarinnar mörg af þekktustu lögum sínum í fylgd nýrra og tormeltara efnis m.a.
Meira
HERSKÁIR stuðningsmenn sjíta-klerksins Moqtada al-Sadr kváðust í gærkvöldi hafa afhent aðstoðarmönnum trúarleiðtogans Ali al-Sistani lyklavöldin að Ali-moskunni í írösku borginni Najaf.
Meira
"VENJULEG viðbrögð við athugasemdum eins og þarna komu fram er að setja upp jarðskjálftamæli á viðkomandi hús, síðan eru þá ákveðin mörk sem ekki má fara út fyrir," segir Sigurður I.
Meira
Þrátt fyrir fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins, Halldórs Ásgrímssonar, í Morgunblaðinu í gær, um að brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn muni "ekki valda ólgu" í flokknum, er ljóst að ákvörðun þingflokksins um að Siv víki er...
Meira
ALLS eru 1.560 nemendur skráðir til náms við Háskólann á Akureyri og hafa þeir aldrei verið fleiri, en á síðastliðinu skólaári voru nemendur 1.430 talsins. Um rúmlega 9% fjölgun er því að ræða milli ára. Kennsla nýnema í grunnnámi hefst á mánudag, 23.
Meira
BOBBY Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, hringdi í gærmorgun í Útvarp Sögu og ræddi þar við Sigurð G. Tómasson útvarpsmann og vin sinn Sæmund Pálsson en viðtalið fór fram fyrir milligöngu hans.
Meira
SIGURÐUR I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, sagðist í gær vonast til að malbikun Hringbrautar yrði lokið í morgunsárið þannig að umferð á fjórum akreinum gæti hafist á nýjan leik í dag, laugardag.
Meira
TVEIR erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt út af veginum við Hraun á Skaga. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er vegurinn fremur mjór á þessum slóðum og nokkuð um lausamöl.
Meira
SKUGGALEGUR hópur herskárra Stokkhólmsbúa hefur hótað að "slátra" kú úr trefjaplasti, sem hann hefur haft í gíslingu í tvær vikur. Kýrin er eitt verka stærstu farandlistasýningar heims, Cow Parade eða Skrúðsýningar kúa, sem farið hefur víða.
Meira
TEXTA á heimasíðu fyrirtækisins Smyril-Line, sem selur ferðir til Íslands, þar sem Ísland er sagt gósenland fyrir akstur utan vega, verður breytt, að sögn Kára Duurhuus, talsmanns fyrirtækisins í Færeyjum.
Meira
"ÞAÐ sem er framundan núna, og er hafin vinna við, er hvernig við mótum reglur um það hvernig virkjunarleyfum er úthlutað," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Meira
STÆRSTA Bonsai-tré sem flutt hefur verið hingað til lands er frá og með deginum í dag til sýnis í Blómavali á sérstakri Bonsai-sýningu sem stendur út mánuðinn. Tréð sem er 1.
Meira
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir fundi með fræðsluyfirvöldum Reykjavíkurborgar nk. mánudag kl.16 þar sem ræða á skóladagvist eldri nemenda í Öskjuhlíðarskóla. Þetta staðfesti Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri ráðuneytisins, í samtali í gær.
Meira
Reykjavík | Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins flutti sauðfé og geitur til og frá Þerney í gær og komu dýrunum ýmist í "sumarfríið" sitt eða náðu í þau úr fríi en dýrin fá að vera í um mánuð í eyjunni ár hvert.
Meira
TALSMAÐUR bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki hefðu komið fram vísbendingar um að læknar Bandaríkjahers hefðu aðstoðað við pyntingar á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad eða hylmt yfir þær.
Meira
ALPER Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, tók að sér hlutverk aðstoðarökumanns hjá rallíkappanum Alan Paramore við upphaf alþjóðlega Pirelli-rallsins í Reykjavík sem hófst á fimmtudag. Rallinu lýkur á hafnarbakkanum í dag kl. 16.
Meira
VEÐUR fer kólnandi, það rökkvar fyrr á kvöldin og það styttist í haustið. Það líður sem sagt að lokum stangaveiðivertíðarinnar 2004 og mynd er að komast á gang mála.
Meira
FÉLAGIÐ Hrafnabjörg ehf. var formlega stofnað í gamla skólahúsinu Kiðagili í Bárðardal í gær. Að félaginu standa Orkuveita Reykjavíkur, Þingeyjarsveit, Orkuveita Húsavíkur og Norðurorka á Akureyri.
Meira
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist furða sig á þeim fullyrðingum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fomanns skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur, að megintilgangur tvöföldunar Hallsvegar sé ekki sérstaklega til að...
Meira
STOFNAÐ var í gær í Bárðardal félagið Hrafnabjörg ehf. en tilgangur þess er undirbúningur að nýtingu vatnsafls í Skjálfandafljóti í Suður-Þingeyjarsýslu. Áætlaður kostnaður við 90 megavatta virkjun er 12 til 13 milljónir króna.
Meira
MARGRÉT Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir að undirbúningur að opnun Þjóðminjasafnsins gangi vel, en stefnt er að því að opna safnið með formlegri athöfn 1. september nk. Strax daginn eftir opnar safnið fyrir almenning frá kl. 11 til 17.
Meira
MAÐUR sem ásamt öðrum er ákærður fyrir innflutning á 325 grömmum af kókaíni til landsins í desember sl. er væntanlegur til landsins í byrjun september og verður honum þá birt ákæra í málinu.
Meira
TVEIR sjónvarpsmenn frá danska hernum, Lars Bøgh Vinther og Jeppe Wahlstrøm, hafa verið á Íslandi undanfarna daga við tökur á heimildamynd um heri á Norðurlöndunum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Sjónvarpsmennirnir ræddu m.a.
Meira
Síðustu daga áður en þingflokkur Framsóknarflokksins tók ákvörðun um að Siv Friðleifsdóttir viki úr ríkisstjórn vegna fækkunar á ráðherrum Framsóknarflokks, var efnt til töluverðs uppnáms innan Framsóknarflokksins og á opinberum vettvangi.
Meira
Þjóðverjar hafa átt við langvinna stöðnun að stríða í efnahagslífinu. Velferðarkerfið er að sliga þá og ósveigjanleiki á vinnumarkaði er atvinnulífinu fjötur um fót.
Meira
Ef þú ert árrisul(l) þá eru nokkrir tímar í það að miðbær Reykjavíkur breytist í eitt allsherjar gallerí með þátttöku hundraða borgarbúa, hvort sem eru sprenglærðir listamenn eða fólk eins og ég og þú.
Meira
Sérstök tónlistarblogg hafa að undanförnu notið sívaxandi vinsælda. Þau einkennast af því að þar er öðru fremur skrifað um tónlist, sem síðan er hægt að hlusta á í gegnum mp3-skjöl.
Meira
ENSKI boltinn var flautaður á um síðustu helgi á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum. Voru þá sýndir fimm leikir í beinni útsendingu og verður sama upp á teningnum nú um helgina. Þrír leikir verða sýndir í dag; Southampton-Blackburn kl. 11.
Meira
TILVISTARPÆLINGAR og tíminn, hvenær er eitthvað að gerast og mannlegt eðli eru allt hlutir sem Finnur Arnar Arnarsson myndlistarmaður veltir upp á sýningu sinni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, sem var opnuð í gærkvöldi.
Meira
V ICTORIA Beckham , söngkona og eiginkona knattspyrnustjörnunnar Davids Beckham , er sögð eiga von á þriðja barni sínu, eftir að til hennar sást fara til kvensjúkdómalæknis.
Meira
BANDARÍSKA leikkonan Pamela Anderson hefur vísað því á bug að hún hafi valið nöfn barnanna sinna tveggja eftir persónum úr sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 .
Meira
ÞAÐ verður sýnt beint frá Ólympíuleikunum í Aþenu því sem næst í allan dag. Útsending hefst klukkan fimm mínútur í sjö og samantekt frá viðburðum dagsins lýkur ekki fyrr en í nótt kl. 2.15.
Meira
MAÐUR gæti beðið um betra veður er önnur plata South River Band, sjö manna sveitar sem allir tengjast á einn eða annan hátt svæðinu hjá Kleifum í Ólafsfirði. Þar rennur jafnframt Syðri-Gunnólfsá sem sveitin er kennd við.
Meira
Á AKUREYRARVÖKU í dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum Boyle-fjölskyldunnar sem býr í London en þessir stórmerkilegu listamenn hafa aldrei áður sýnt á Íslandi. Boyle-fjölskyldan samanstendur af fjórum listamönnum, þeim Mark Boyle (f.
Meira
NÝ OG nýleg verk eru í fyrirrúmi á vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar, sem nú liggur fyrir. Til stendur að setja upp fjórar sýningar á vegum leikfélagsins sjálfs, en jafnframt munu fjórar gestasýningar sækja Akureyringa heim.
Meira
Hippastemningin hefur verið í algleymingi í Austurbæ í allt sumar þar sem sýningar á söngleiknum Hárinu standa nú yfir. Í tilefni Menningarnætur ætla aðstandendur sýningarinnar svo að standa fyrir miðnætursýningu á Hárinu í kvöld.
Meira
Frá Þórhalli Hróðmarssyni:: "ALLIR Íslendingar þekkja muninn á Jóni og séra Jóni. Þótt þannig vilji til að í Hveragerðiskirkju hafi starfað meðhjálpari sem heitir Jón og núverandi sóknarprestur heiti líka Jón, er þessi pistill ekki skrifaður um þá Jóna."
Meira
Kjartan Emil Sigurðsson skrifar um EES: "Full aðild að ESB fól jafnhliða það í sér, að ríki fékk aðild að samningnum um EES, en slíkt er einmitt kjarni "samverkunar stofnanaþátta" fyrir ríki eins og Ísland, og raunar gildir hið sama fyrir öll ríki í gervallri Evrópu."
Meira
Frá Alberti Jensen:: "RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að haustið 2004 verði með endemum frægt. Að afnema friðun rjúpunnar er þó ekki komið í þann samningaferil. Eitt af fáu sem ég er ánægður með af verkum umhverfisráðherra, er friðun rjúpunnar."
Meira
BSÍ í Kópavogi? Ég vil koma á framfæri fyrirspurn til þess er málið varðar hvað sé málið með alla vörubílana og rúturnar sem leggja á planið fyrir utan verslunarmiðstöðina í Engihjalla.
Meira
Arnbjörg Jónsdóttir, ævinlega nefnd Ebba, fæddist að Nesi í Flókadal í Skagafirði 6. janúar 1928. Hún lést á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Stefánsson, f. 1. des. 1894, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Einar Hallgrímsson fæddist á Gili í Fljótum 31. maí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrímur Arngrímsson, bóndi í Minna-Holti í Fljótum, og Margrét Einarsdóttir húsfreyja.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún María Jónsdóttir fæddist á Minna-Grindli í Fljótum 14. júlí 1913. Hún lést á Kjarnalundi á Akureyri 11. ágúst síðastliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Þórunnar Sigríðar Jóhannesdóttur og Jóns Þorbergs Jónssonar.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Albert Hansson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1957. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. ágúst síðastliðinn og var honum flutt sálumessa í Kristskirkju í Landakoti 17. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Halldórsson fæddist á Oddastöðum í Hnappadal 5. mars 1917. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Kjartans voru Halldór Jónsson, bóndi á Oddastöðum, f. 24.6. 1872, d. 12.10.
MeiraKaupa minningabók
Magnúsína Ingibjörg Olsen, fædd Richter, fæddist í Tangagötu 6 á Ísafirði 28. maí 1911. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Richter, f. í Naustavík í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 27.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Aldís Breiðfjörð Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1974. Hún lést 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ 19. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Sigurjón Sigurðsson fyrrverandi lögreglustjóri fæddist í Reykjavík 16. ágúst árið 1915. Hann lést á Landakotsspítala 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 17. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Þórunn Kristrún Elíasdóttir fæddist í Stóru-Breiðuvík í Helgustaðahreppi í S-Múlasýslu 3. október 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 10. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Húsavíkurkirkju 19. júlí.
MeiraKaupa minningabók
LJÓST er, að norskum hrefnuveiðimönnum tekst ekki að veiða upp í kvótann, sem þeim var úthlutað í vor. Alls hafa veiðst 543 dýr á vertíðinni, sem lýkur 31. ágúst, en leyft var að veiða 670 dýr.
Meira
SJÓMENN við Reykjanes segjast aldrei hafa séð annað eins af sæsteinsugu og nú. Er mikið um þennan sjaldgæfa blóðsugufisk við Eldeyjarboða og á Flóanum að þeirra sögn.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Síldarvinnslunnar nam 302 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 23% minni hagnaður en á sama tímabili árið á undan. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 58 milljónum króna sem er þó mun minna tap en á sama fjórðungi í fyrra.
Meira
VERÐ hlutabréfa í Google hækkaði um 18% á fyrsta degi viðskipta eftir hlutafjárútboð félagsins og var lokaverð þeirra á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum á fimmtudag 100,34 dollarar á hlut.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) á fyrri hluta ársins nam tæpum 1,4 milljörðum króna. Er það 18%, eða 211 milljóna króna, meiri hagnaður en var á sama tímabili í fyrra.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 0,95% í viðskiptum gærdagsins og er nú 3.225,65 stig. Viðskipti voru með hraustlegasta móti, en alls námu þau rúmum 8,5 milljörðum króna, og voru viðskipti með hlutabréf rúmir 3,7 milljarðar .
Meira
HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar hf. á fyrri helmingi ársins nam 313 milljónum króna, og dróst saman um 11,4% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 353 milljónum. Kemur þetta fram í árshlutauppgjöri félagsins sem birt var í gær.
Meira
NOKKRAR af stærstu verslunarmiðstöðvum Bandaríkjanna skiptu um hendur í gær og var, að sögn Financial Times , um að ræða stærstu fasteignaviðskipti í sögu Bandaríkjanna.
Meira
Guatemala, Alaska, Víetnam eða Puerto Rico? Hver er óskastaðurinn ef þú gætir valið hvert þú færir í sumarfríinu? Anna Pála Sverrisdóttir komst að því að framandi staðir eru ekki alltaf það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar þessi spurning er lögð fyrir það.
Meira
Ofnæmisviðbrögð gegn sumum fæðutegundum eru nokkuð algeng hjá börnum, einkum fyrstu 3 ár lífsins og má greina jafnvel hjá 4-8% barna. Rannsókn sem gerð var á 360 átján mánaða gömlum börnum hér á landi sýndi að 2,2% barnanna voru með fæðuofnæmi.
Meira
Á vefnum, http://www.dlc.fi/~marianna/gourmet/gl_rusca.htm er að finna kokkabók með aðgengilegum uppskriftum af ýmsum smáréttum, forréttum, aðalréttum og eftirréttum frá Finnlandi og Rússlandi auk alþjóðlegra rétta.
Meira
Sigrún Baldursdóttir og Bryndís Sveinbjörnsdóttir lifa draum sinn í sumar um að starfa við fatahönnun. Ananasskurður í Ráðhúsinu er einnig meðal þess sem þær hafa fengist við. Í dag er uppskeruhátíð í Hinu húsinu.
Meira
Hreinn safi úr lífrænt rækt- uðum eplum og gulrótum Nú er fáanlegur safi úr nýuppteknum lífrænt ræktuðum gulrótum og nýtíndum lífrænt ræktuðum eplum. Hann inniheldur 33% af gulrótarsafa.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, 21. ágúst, er fimmtugur Gunnar Páll Jóakimsson, framhaldsskólakennari og hlaupaþjálfari . Hann mun halda upp á daginn með því að hlaupa 1/2 maraþon (21 km) í Reykjavíkurmaraþoni.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, 21. ágúst, verður áttræð Margrét Hansen, Sléttahrauni 27, Hafnarfirði . Haldið verður upp á afmælið kl. 14-17 í safnaðarheimili Kristskirkju, Landakoti, Hávallagötu...
Meira
Djassarar | Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Menningarnótt. Unnendur djasstónlistar eru þar ekki undanskildir því á Póstbarnum leikur djasstríóið Póstberarnir frá kl. 22 húsgangara og þekktar djassblöðrur.
Meira
"Þarna, þegar ég gerði mér grein fyrir því að leti mín og dugnaðarleysi væri í jafn miklum sérflokki og raun ber vitni, féll mér allur ketill í eld."
Meira
Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 10. ágúst var spilað á fjórum borðum. Úrslit urðu þessi: Bragi Björnsson - Auðunn Guðmss. 76 Einar Pétursson - Tryggvi Guðmundss. 75 Ásmundur Þórarinss. -Jón Ó. Bjarnason 69 Ásta Erlingsdóttir - Helga Helgad.
Meira
Það fylgir því talsverð ábyrgð að rita í dagblöð og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Þetta á ekki síst við þegar fjallað er um vinsælt efni eins og knattspyrnu.
Meira
Orð dagsins: Mig langar, að þeir uppörvist í hjörtum sínum, sameinist í kærleika og öðlist gjörvalla auðlegð þeirrar sannfæringar og skilnings, sem veitir þekkinguna á leyndardómi Guðs, Kristi. (Kól. 2, 2.)
Meira
Inga Jóna Þórðardóttir og Geir H. Haarde fjármálaráðherra heimsóttu Íslendingabyggðir í Bandaríkjunum og Kanada. Ferðin var sérstaklega mikilvæg fyrir Ingu Jónu og systur hennar, Herdísi, sem var með í för ásamt eiginmanni sínum Jóhannesi Ólafssyni, því í og með voru þær að reyna að fá botn í ákveðna sögu. Steinþór Guðbjartsson hlustaði af athygli á frásögn Ingu Jónu.
Meira
Gunnar Guðmundsson héraðsdómslögmaður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 og lögmaður frá Háskóla Íslands árið 1977. Hann varð síðan héraðsdómslögmaður frá Háskóla Íslands árið 1980. Hann er lögmaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Samtóns (SFH og STEF) sem eru sameiginleg samtök rétthafa í tónlist, enda hefur hann sérhæft sig í höfundarréttarmálum.
Meira
Átta íslensk ungmenni tóku þátt í Snorraverkefninu í Vesturheimi, Snorri West, í sumar. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með gangi mála og ræddi við þátttakendur áður en þeir héldu aftur til Íslands á dögunum.
Meira
Hárið er ekki besti söngleikur sem saminn hefur verið. Ekki er söguþráðurinn upp á marga fiska en lögin eru góð og hafa sýnt að þau standast vel tímans tönn.
Meira
EÞÍÓPÍUMAÐURINN Kenenisa Bekele rauf sigurgöngu landa síns síns Haile Gebrselassie í 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær en hinn 22 ára gamli Bekele kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti. Gebrselassie sigraði í greininni á ÓL í Atlanta árið 1996 og í Sydney fyrir fjórum árum en hann varð fimmti í hlaupinu.
Meira
"AÐALMÁLIÐ fyrst til að byrja með hjá Þóreyju er að henni takist að komast í úrslitin og mitt mat er að húni eigi mjög góða möguleika á því," sagði Ragnheiður Ólafsdóttir frjálsíþróttaþjálfari og flokkstjóri frjálsíþróttahópsins í Aþenu, við...
Meira
* CRISTIANO Ronaldo er kominn til Manchester á nýjan leik eftir að hafa leikið með Portúgal í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna þar sem liðið gerði stuttan stans.
Meira
STEVE Bruce, hinn litríki knattspyrnustjóri Birmingham, hefur sagt að ensk lið ættu að gefa enskum þjálfurum tækifæri í ensku úrvalsdeildinni og í leiknum á laugardag gegn Chelsea verður kastljósinu beint að Bruce.
Meira
ÍSLENDINGAR heyja úrslitaorustu við Rússa á morgun um að komast áfram í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir ósigur gegn S-Kóreumönnum, 34:30, í gær.
Meira
ANDY Gray, sérfræðingur SKY -sjónvarpsstöðvarinnar um ensku knattspyrnuna, segir að það væri best fyrir Everton ef enski landsliðsframherjinn Wayne Rooney myndi fara frá liðinu.
Meira
JÓN Arnar Magnússon sleppti setningarhátíð Ólympíuleikanna síðasta föstudagskvöld og mætti til Aþenu á sunnudagskvöldið. Hann ætlar síðan að fara heim strax á miðvikudag, eða morguninn eftir að tugþrautarkeppninni lýkur, og sleppir því líka...
Meira
"ÞETTA eru gríðarleg vonbrigði, mér fannst við ekki nægilega grimmir í þessum leik og stærsti þátturinn sem fór úrskeiðis hjá okkur var sá hversu afspyrnu illa við fórum með dauðafærin okkar," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Suður-Kóreu, 34:30, á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær.
Meira
FYRSTI heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Rafael Benítez, knattspyrnustjóra liðsins, fer fram í dag þegar Liverpool mætir Manchester City á Anfield.
Meira
GARY Hall, frá Bandaríkjunum, kom fyrstur í mark og tryggði þjóð sinni enn ein gullverðlaunin í sundkeppni Ólympíuleikanna þegar hann kom fyrstur í mark í 50 m skriðsundi.
Meira
FJÖRIÐ heldur áfram á knattspyrnuvöllunum í Englandi um helgina. Þrír leikir verða sýndir beint á Skjá einum í dag. Dagskráin verður þannig um helgina: Laugardagur 21. ágúst Kl. 11.
Meira
KARLALIÐ Grikkja í körfuknattleik teflir fram í sínu liði leikmanni sem íslenskir körfuboltaáhugamenn ættu að kannast eitthvað við. Sá heitir Konstantinos Tsartsaris, lék með Grindvíkingum eitt tímabil og varð bikarmeistari.
Meira
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson varð í gær fyrstur handknattleiksmanna í heiminum til að vera með í 400 landsleikjum fyrir þjóð sína, samkvæmt því sem tilkynnt var fyrir leik Íslands gegn Suður-Kóreu í gærmorgun.
Meira
ÞAÐ er allt sem bendir til þess að siglingamaðurinn Hafsteinn Ægir Geirsson endi í 40. sæti í keppni á laserbátum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hafsteinn varð 39. í 9. umferð í gær og bætti sig síðan um þrjú sæti í 10. umferð síðdegis í gær er hann varð 36.
Meira
HEIÐAR Davíð Bragason úr GKj lék þriðja hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari á Evrópumóti einstaklinga í Skövde í Svíþjóð og komst hann í gegnum niðurskurðinn.
Meira
* KEPPANDI í kúluvarpi kvenna frá Úsbekistan , Olga Shchukina, féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í gær og hefur verið vísað úr Ólympíuþorpinu í Aþenu.
Meira
KIRSTY Coventry tryggði Zimbabve sín fyrstu gullverðlaun í sundkeppni á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á 2.09,19 mínútum.
Meira
SUÐUR-KÓREA leikur alla fimm leiki sína í riðlakeppni Ólympíuleikanna á sama tíma, klukkan hálftíu að morgni í Grikklandi, en það er á besta útsendingartíma sjónvarps í Suður-Kóreu, þar sem farið er að halla að kvöldi þar eystra um það leyti.
Meira
HELENA Ólafsdóttir, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Rússlandi á sunnudag. Erna B. Sigurðardóttir er meidd og kemur Ásta Árnadóttir í hennar stað.
Meira
FORRÁÐAMENN Barcelona tilkynntu í gær að Spánverjinn Luis Garcia hefði verið seldur frá Barcelona til Liverpool fyrir um 780 milljónir íslenskra króna. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, er mjög ánægður með að hafa klófest Garcia.
Meira
ENSKU meistararnir í Arsenal geta á morgun jafnað met Nottingham Forest og leikið 42 leiki í röð í efstu deild ensku knattspyrnunnar takist þeim að vinna eða þá að ná að minnsta kosti jafntefli við Middlesbrough á Highbury.
Meira
BANDARÍKJAMAÐURINN Michael Phelps bætti í gær fimmtu gullverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í safn sitt þegar hann kom fyrstur í mark í 100 m flugsundi á 51,25 sekúndum sem er Ólympíumet. Gamla metið var 51,61.
Meira
"VIÐ vorum að enda sóknir okkar alveg skelfilega og þar skildi helst á milli í leiknum. Menn verða bara að leggjast yfir myndböndin og sjá hvað þeir eru að gera. Við getum ekki ætlast til að vinna leiki ef við klúðrum færunum á þennan hátt. Þá var vörnin okkar mjög léleg og við réðum lítt við Yoon. Okkar lífæð er vörnin. Ef hún bilar eins og gerðist í dag þá fáum við engin ódýr mörk úr hraðaupphlaupum," sagði Ólafur við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn S-Kóreu í gær.
Meira
Ólympíuleikarnir í Aþenu HANDKNATTLEIKUR A-riðill karla: Suður-Kórea - Ísland 34:30 Faliro, Aþenu, riðlakeppni Ólympíuleikanna, mánudaginn 20. ágúst 2004.
Meira
* PAUL Scholes , leikmaður Manchester United , segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að hætta að leika með enska landsliðinu. "Það er þungu fargi af mér létt eftir að hafa tekið þessa ákvörðun.
Meira
"VIÐ spiluðum mjög vel. Þetta var hörkuleikur og ég er afar ánægður með þessi úrslit. Við höfum staðið okkur með miklum sóma á leikunum og erum búnir að vinna tvo leiki, en því miður töpuðum við tveimur leikjum vegna þess hve illa við byrjuðum þá.
Meira
STEVEN Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur hvatt liðsmenn sína til þess að vera jákvæðir og horfa björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir að helsti sóknarmaður liðsins til margra ára, Michael Owen, hafi verið seldur til Real Madrid.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins á morgun og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og hefur þegar tryggt sér sæti í umspili en segja má að þetta sé úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum en Rússar eru í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Íslandi. Frakkar hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Morgunblaðið ræddi við Helenu Ólafsdóttur, landsliðsþjálfara, og spurði hana út í leikinn.
Meira
RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir hafnaði í 31. sæti af 73 keppendum í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær. Ragnheiður synti á 26,36 sekúndum og var einungis 2/100 hluta úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem hún setti í apríl á þessu ári. Hún varð önnur í sínum riðli, 1/100 hluta úr sekúndu á eftir Laru Heinz frá Lúxemborg og vann sig upp um þrjú sæti miðað við uppgefna tíma fyrir sundið.
Meira
FJÖLMARGIR Íslendingar fylgjast árið um kring með ensku knattspyrnunni, mismikið að vísu, en flestir eiga sín lið og halda með þeim í gegnum þykkt og þunnt og hafa gert lengi. Einn þeirra er Vilhjálmur Sigurgeirsson, sem lék handknattleik og knattspyrnu á árum áður - með ÍR í handboltanum og Fram í fótboltanum. Liðið hans í enska boltanum er Liverpool.
Meira
ROMAN Sebrle, heimsmethafinn í tugþraut, á jafnframt bestan árangur á þessu ári af þeim sem keppa í þrautinni í Aþenu. Sebrle fékk 8.842 stig fyrr á árinu en heimsmet hans er 9.026 stig.
Meira
JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarkappi, hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um hvernig útlit sitt verði þegar tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna hefst á mánudagsmorguninn.
Meira
Arsenal 11004:13 Bolton 11004:13 Aston Villa 11002:03 Chelsea 11001:03 Middlesbro 10102:21 Newcastle 10102:21 Birmingham 10101:11 Blackburn 10101:11 Cr. Palace 10101:11 Fulham 10101:11 Liverpool 10101:11 Man.
Meira
SPÁNVERJAR héldu mikla flugeldasýningu í seinni hálfleik þegar þeir gjörsigruðu Slóveníu, 41:28, í A-riðlinum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Aþenu í gær.
Meira
UNGVERJAR unnu Þjóðverja, 30:29, í B-riðli handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Aþenu. Þjóðverjar voru einu marki yfir í hálfleik, 15:14. Þetta var fyrsta tap Þýskalands í keppninni en Ungverjar höfðu fyrr í mótinu tapað einni viðureign.
Meira
ÞÓREY Edda Elísdóttir tekur þátt í undankeppni í stangarstökki á hinum glæsilega Ólympíuleikvangi í Aþenu í dag. Þórey verður í eldlínunni klukkan 19 á staðartíma, 16 að íslenskum, og þarf að stökkva 4,45 metra til að komast í úrslit en 12 bestu í undankeppninni keppa til úrslita á þriðjudag. Íslandsmet Þóreyjar er 4,60 metrar sem hún setti í Madríd á Spáni um miðjan júlí á þessu ári.
Meira
KIERON Dyer, miðjumaður Newcastle og enska landsliðsins, er ekki vinælasti maðurinn í Newcastle-borg þessa dagana. Dyer lenti í útistöðum við knattspyrnustjóra liðsins, Bobby Robson, fyrir leik liðsins gegn Middlesbrough um síðustu helgi en Dyer var ósáttur við að þurfa að leika á vinstri kanti þar sem hann telur að sú staða hafi áhrif á stöðu hans í landsliðinu. Robson tók þá Dyer umsvifalaust út úr liðinu og virðast stuðningsmenn standa við bakið á Robson í þessari deilu.
Meira
DAGUR Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, gekk niðurlútur af leikvelli eftir tapleikinn á móti S-Kóreumönnum í gær. "Við komumst einhvern veginn aldrei inn í leikinn og vorum skrefinu á eftir þeim nær allan tímann.
Meira
LÁRUS Orri Sigurðsson verður ekki í leikmannahóp WBA sem tekur á móti Aston Villa á sunnudag en Lárus er að jafna sig á hnémeiðslum og verður líklega með liðinu á ný eftir áramót. Leikurinn hefst kl.
Meira
ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er mjög ósáttur við forráðamenn brasilíska landsliðsins. Edu, miðjumaður Arsenal og Brasilíu, lék með Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og Wenger gaf honum sumarfrí þar til 17.
Meira
REAL Madrid keypti í gær enska landsliðsvarnarmanninn Jonathan Woodgate fyrir 1,8 milljarða íslenskra króna en hann stóðst læknisskoðun hjá Real Madrid í gærmorgun.
Meira
*Guðmundur Hrafnkelsson lék í 24,35 mínútur og varði 4 skot (þar af fór 1 aftur til mótherja). Það var 1 langskot, 1 úr horni, 1 eftir gegnumbrot og 1 (1) af línu. *Roland Valur Eradze lék í 35,25 mínútur og varði 9 (6) skot.
Meira
JÓN Arnar Magnússon tekur þátt í sínum þriðju Ólympíuleikum þegar tugþrautarkeppnin hefst í Aþenu, snemma á mánudagsmorguninn. Hann varð í 12. sæti í Atlanta fyrir átta árum en meiddist og hætti keppni í Sydney fyrir fjórum árum. Að þessu sinni ætlar hann sér að bæta fyrri árangur og skipa sér í hóp átta til tíu efstu manna. Hann sér enga ástæðu til að hætta strax þó hann sé orðinn 35 ára en telur að hann verði varla með á Ólympíuleikunum í Peking eftir fjögur ár.
Meira
*Ólafur Stefánsson skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Þar af 4 úr vítaköstum, 3 með langskotum, 2 eftir gegnumbrot og 1 af línu. Hann lék í 54,32 mínútur. *Jaliesky Garcia skoraði 6 mörk úr 9 skotum.
Meira
HESTAFL er mælieining fyrir ákveðinn kraft eða styrk. Útskýringin gæti hljómað svolítið flókin: Eitt hestafl er sá kraftur sem þarf til að lyfta 75 kílóum upp um einn metra á einni sekúndu.
Meira
Thelma Karen H. Bjarnadóttir fer í 2. bekk í Hvassaleitisskóla í haust og hlakkar til. "Ég hlakka mest til að læra meira," segir hún og það er greinilega hugur í henni fyrir veturinn. En hvað finnst henni skemmtilegast í skólanum?
Meira
Fyrir árþúsundum voru tömdu kýrnar stórar og þungar skepnur, en menn völdu smæstu dýrin og létu þau fjölga sér. Á miðöldum voru kýr ekki nema rúmur metri á hæð. Fyrst í stað voru kýrnar vinnudýr en ekki mjólkurdýr. Þannig var það í eldgamla daga.
Meira
Aron Jakobsson er að fara í 3. bekk í Breiðagerðisskóla og er farinn að hlakka til að mæta í skólann aftur. Það er sérstaklega eitt fag sem hann hlakkar til að byrja aftur í.
Meira
Birna Ketilsdóttir er að fara í 5. bekk í Vesturbæjarskóla og hlakkar mikið til að byrja aftur eftir sumarfrí. "Það er bara allt sem ég hlakka til við það að byrja í skólanum," segir hún með áherslu.
Meira
Táknin á myndinni þýða kýr og hestur. Athugið að örvarnar á myndinni sýna hreyfingu. Þið getið síðan fundið fleiri tákn í orðabókinni Tákn með tali sem Námsgagnastofnun gaf...
Meira
TIL hamingju, krakkar, þið hafið unnið Moggabol og nestisbox, með mynd af skemmtilega kettinum Gretti: *Áslaug Dóra Einarsdóttir Breiðavík 16, 112 Reykjavík *Haraldur og Jóhannes Páll Pálssynir Álfholti 30, 220 Hafnarfirði *Ingunn Elísabet Markúsdóttir...
Meira
Hér fáið þið einn laufléttan verðlaunaleik til að spreyta ykkur á en það sem þið þurfið að gera er að tengja saman karl- og kvendýrin og afkvæmi þeirra hér fyrir neðan.
Meira
Hersir Aron Ólafsson, sem fer í 6. bekk í Hvassaleitisskóla, er farinn að hlakka til að byrja í skólanum. Hann segist hlakka mest til að hitta krakkana aftur eftir sumarleyfið.
Meira
Teiknimyndin Gauragangur í sveitinni (Home on the Range) er sýnd í Sambíóunum í Reykjavík og á Akureyri um þessar mundir og hafa krakkar sótt hana undanfarið með foreldrum sínum.
Meira
Lesbók
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 722 orð
| 3 myndir
Gróðurhúsaáhrifin eru viðfangsefni Ross Gelbspan í bók hans Boiling Point: How Politicians, Big Oil and Coal, Journalists, and Activists Are Fueling the Climate Crisis - and What We Can Do to Avert Disaster eða Suðupunktur: Hvernig stjórnmálamenn,...
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 400 orð
| 3 myndir
Enska leikkonan Samantha Morton stendur í samningaviðræðum um að leika Diane Arbus í mynd um líf þessa þekkta bandaríska ljósmyndara. Arbus er talin vera á meðal bestu ljósmyndara í Bandaríkjunum á 20.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 351 orð
| 3 myndir
Það er vart tilviljun að Ibsen gefur aðalpersónunum í Rosmershólmi biblíunöfn. Leikritið allt, sem hann lét frá sér fara 1886, snýst framar öðru um átök milli stirðnaðs siðgæðismats kirkjunnar og frjálsrar hugsunar.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 1746 orð
| 1 mynd
Skólavefurinn hefur verið starfræktur síðustu fjögur árin og fengið góðar viðtökur, en á honum má finna allt sem tengist skólastarfinu, ýmiss konar lesefni, æfingar og margt fleira.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 851 orð
| 1 mynd
Smáorðið en tröllríður fjölmiðlum. Þetta "gáfulegasta orð tungunnar" að 60 ára gömlu áliti Sigurðar skólameistara hefur nefnilega þróast í þvílíkt þarfaþing tímaaðþrengdra fréttamanna að kalla mætti með fullum rétti hið íslenska frétta-"en". Þarfaþingið helgast af því að dengja má hvaðeinu saman með "en" á milli, óháð allri rökhugsun um innbyrðis samhengi.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 2015 orð
| 1 mynd
Mexíkóski kvikmyndagerðarmaðurinn Guillermo del Toro hefur búið til myndir um skrímsli frá unga aldri. Þekktastur er hann þó fyrir vampýrukvikmyndina Cronos en fyrir hana hlaut del Toro öll helstu mexíkósku kvikmyndaverðlaunin. Hellboy er nýjasta myndin hans og í raun rökrétt framhald af höfundarverki hans.
Meira
syfjulegt síðdegi um jónsmessu enginn viðlátinn óákveðin ský skipta ört um skoðun hvaða átt sem er umburðarlynd sólin gefur móðurlega eftir bros bakvið tjöld við gangstéttarbrún dormar grár köttur letilega og teygir úr sér í fjarska ómur af blaðskellandi...
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 276 orð
| 1 mynd
Ég hef áður nefnt grein Benedikts Jóhannessonar "Hvað kostar að tala íslensku?". Í henni beitir höfundur all sérkennilegum reikniskúnstum til að sanna að kostnaður sé af íslenskri tungu.
Meira
Ein ástsælasta rokkplata síðustu áratuga, platan Grace með Jeff heitnum Buckley, kemur út í sérstakri viðhafnarútgáfu á mánudag en þá eru liðin 10 ár síðan platan kom út í fyrsta skipti við dræmar undirtektir.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 2408 orð
| 2 myndir
Það er auðvelt að staðhæfa að Henri Cartier-Bresson hafi verið mesti ljósmyndari liðinnar aldar, einfaldlega út frá þeirri staðreynd, að enginn ljósmyndari skapaði jafn mörg meistaraverk, jafn margar ódauðlegar ljósmyndir og hann, segir í þessari grein um franska meistarann sem lést fyrir skömmu. Sjálfur sagði Cartier-Bresson þegar hann skildi við ljósmyndaheiminn snemma á áttunda áratugnum: "Mér líkaði aldrei við ljósmyndun. Og hefur aldrei líkað. Mig langaði alltaf að verða málari!"
Meira
Myndlist Árbæjarsafn: Þjóðbúningar og nærfatnaður kvenna frá fyrri hluta 20. aldar. Til 31. ágúst. Gerðarsafn: Sígild dönsk hönnun og íslensk húsgagnahönnun. Til 19. september. Hafnarborg: Samsýning fimm listamanna.
Meira
I Forseti Konunglegu bresku arkitektastofnunarinnar, George Ferguson, hefur lagt það til að ljótar byggingar í Bretlandi verði settar á niðurrifslista.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 3620 orð
| 2 myndir
Þegar Osmo Vänskä varð aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1993, þótti hann standa nokkuð í skugga landa sinna og bekkjarbræðra, Esa Pekka Salonen og Jukka Pekka Saraste úr hljómsveitarstjórafabrikku Jorma Panula í...
Meira
! Nú er komin ný tala til þess að leggja á minnið. Nákvæmlega 20.204 áhorfendur voru á landsleik Íslands og Ítalíu á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn og það var met.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 2586 orð
| 1 mynd
Breski rithöfundurinn Patrick Gale segist blásaklaus af lestarráninu mikla. Hann er hins vegar alsekur um að hafa sent frá sér mýgrút af bráðskemmtilegum og vönduðum skáldsögum þar sem han lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Í þessu viðtali er rabbað við Gale um bókmenntir, pólitískan rétttrúnað, fangelsi, heimavistarskóla, trúmál og kynni hans af breska lestarræningjanum Ronnie Briggs.
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 575 orð
| 1 mynd
Aðeins hinir grunnhyggnu þekkja sjálfa sig," sagði Oscar Wilde. Hann hefur trúlega ekki botnað mikið í sjálfum sér. Eða er hann ekki umfram allt þekktur fyrir að vera svo djúpur og gáfaður, eða a.m.k. hnyttinn?
Meira
21. ágúst 2004
| Menningarblað/Lesbók
| 947 orð
| 1 mynd
Hollenski kvikmyndagerðarmaðurinn Paul Verhoeven er kominn aftur á heimaslóðir í nýrri mynd sem heitir Svarta bókin og verður dreift af nýju sölufyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.