Greinar miðvikudaginn 25. ágúst 2004

Fréttir

25. ágúst 2004 | Minn staður | 78 orð

Auglýsa eftir lóðum

Tæknideild Ísafjarðarbæjar hefur auglýst eftir áhugasömum landeigendum sem vilja skipuleggja eða hafa skipulagt land undir sumarbústaðalóðir. Fram kemur á vef bæjarins að töluvert er spurt um slíkar lóðir og áhugi virðist vera að aukast mikið. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð

Aukið samstarf í orkumálum

"VIÐ hlökkum til að auka samstarf milli Íslands og Bandaríkjanna í orkumálum og sérstaklega hvað varðar vetni," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir að vetnisverkefni íslenskra stjórnvalda var kynnt sérstaklega fyrir þingmönnunum,... Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ákveðið að bjóða farþegum gistingu

ÁKVEÐIÐ var að bjóða farþegum Iceland Express upp á að gista aðfaranótt mánudagsins fremur en láta þá fljúga þá um nóttina þegar Boeing-flugvél félagsins á leið til Kaupmannahafnar bilaði seinnipart sunnudagsins, að sögn Ólafs Haukssonar, talsmanns... Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 69 orð | 1 mynd

Ástarvika | Heilsubærinn Bolungarvík efndi í...

Ástarvika | Heilsubærinn Bolungarvík efndi í gærkvöldi til gönguferðar um bæinn og var ætlast til að þátttakendur gengju arm í arm. Gangan var liður í ástarviku sem heilsubærinn stendur fyrir. Í kynningu á framtakinu á vefnum vikari. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Bandaríkin ættu að halda varnarviðbúnaði hér

BANDARÍKIN ættu að halda varnarviðbúnaði áfram hér á landi sagði öldungadeildarþingmaðurinn John McCain í gær. Var hann hér í heimsókn til að kynna sér vetnisverkefnið og önnur orkutengd málefni, en hann er jafnframt formaður orkunefndar Bandaríkjaþings. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 295 orð | 2 myndir

Blái herinn hreinsar drasl úr Sandvík

Reykjanesbær | "Það hefur náðst stórkostlegur árangur undanfarin tvö ár. Við erum langt komin með að hreinsa allt óæskilegt drasl úr bænum," segir Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Meira
25. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Bush líkt við Hitler

TALSMAÐUR Norður-Kóreustjórnar sendi fréttastofu þar í landi yfirlýsingu í gær þar sem hann segir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, "fasískan harðstjóra". Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 474 orð

Eins og skemmtilegt kvöldkaffiboð

"ÞETTA var eins og huggulegt og skemmtilegt kvöldkaffiboð; sagðar sögur og brandarar milli kaffisopanna," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra við fréttamenn eftir heimsókn Clinton-hjónanna til Davíðs og eiginkonu hans Ástríðar Thorarensen á... Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 84 orð

Ekki svigrúm | Íþrótta- og tómstundaráð...

Ekki svigrúm | Íþrótta- og tómstundaráð getur ekki orðið við erindi Skíðafélags Akureyrar um endurbætur á vegi að gönguhúsi þar sem slík framkvæmd rúmast ekki innan fjárhagsramma ráðsins. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Eldur varð laus í glerullardælu

ELDUR varð laus í dælubúnaði bíls sem var að dæla glerull í þak nýbyggingar í Fellahvarfi við Vatnsenda um kl. 15 í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 1057 orð | 4 myndir

Errósýning, spjall, áritanir og pylsa á Bæjarins bestu

Miðbær Reykjavíkur fór hreinlega á annan endann uppúr hádegi í gær þegar Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór þar um. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Fluttu líkamsleifar af jöklinum

LÍKAMSLEIFAR áhafnar bresku sprengiflugvélaginnar Fairey Battle, sem fórst á jökli á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals árið 1941, voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 543 orð | 1 mynd

Frítt í strætó í september

"VIÐ vonum að þetta skili sér í aukinni notkun vagnanna," sagði Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, SVA, en nú í vikunni verður ókeypis mánaðarkort fyrir strætó borið í öll hús á Akureyri. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Fundurinn fluttur í Háskólabíó vegna mjög mikillar aðsóknar

SVO mikil aðsókn hefur verið á málþingið Konur, völd og lögin, sem halda átti í Öskju, nýja náttúrufræðahúsinu nk. föstudag, að ákveðið var í gær að halda málþingið þess í stað í stóra sal Háskólabíós. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 78 orð | 1 mynd

Gaf Íþróttamiðstöðinni leiktæki

Borgarnes | KB banki í Borgarnesi gaf Íþróttamiðstöðinni nokkur leiktæki til notkunar í innisundlauginni. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Gaman að hitta Hillary aftur

SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, var meðal þeirra sem sátu fund með bandarísku þingnefndinni í gær, og átti hún ánægjulega endurfundi með Hillary Clinton. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð

Gáfu Halldóri góð ráð í varnarviðræðum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að heimsókn Clinton-hjónanna og bandarísku þingnefndarinnar hafi mjög mikið gildi. "Ég tel að það sé mjög mikið. Þetta er mjög gott fólk sem hefur öðlast skilning á Íslandi, okkar málefnum. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 79 orð

Glerárvirkjun | Á síðasta fundi náttúruverndarnefndar...

Glerárvirkjun | Á síðasta fundi náttúruverndarnefndar var lagt fram bréf verkefnastjóra skipulagsmála, ásamt uppdráttum og greinargerð um tillögur að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna hugmynda um endurreisn Glerárvirkjunar sem er á... Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 153 orð

Hafa róið 620 km á kajak við Grænland

FJÓRIR kajakræðarar í leiðangri suður með austurströnd Grænlands hafa lagt að baki 620 km af 1.000 km leið en tveir leiðangursmanna eru blindir. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 299 orð

Hefja útsendingu í byrjun nóvember

ÍSLENSKA útvarpsfélagið mun hefja stafrænar útsendingar á Faxaflóasvæðinu, frá Akranesi til Reykjaness, 1. nóvember nk., og verða þá Stöð 2, Sýn, Bíórásin og Popptíví sendar stafrænt út, auk þess sem erlendum sjónvarpsstöðvum verður fjölgað úr 14 í 40. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 307 orð | 1 mynd

Hefur drepið tugi lamba í sumar

MIKIÐ var af lambabeinum á tófugreni sem fannst í Grákolludal í Efribyggðarfjöllum í Skagafirði á dögunum. Refaskyttan telur að refurinn hafi drepið tugi lamba í sumar. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Hillary hrifin af Bláa lóninu

"HÚN var mjög hrifin af lóninu og ég fékk það á tilfinninguna að hún væri spennt fyrir því að fara í bað, en eins og gengur þarf fólk í hennar stöðu næði og það var ekki hægt að skapa það hér núna," segir Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa... Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Himinlifandi með fimmta sæti

"ÉG ER himinlifandi með þennan árangur og þetta er draumi líkast. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð

Húsbruni á Sauðárkróki

ELDUR kviknaði í húsinu Skorrastöðum við Sæviðarstíg 6 á Sauðárkróki í gærmorgun. Eldri kona var sofandi í viðbyggðu húsi en hana sakaði ekki. Vegfarendur tilkynntu Neyðarlínu um eldinn um kl. 8. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð

Hörkusamkeppni í íbúðalánum

LANDSBANKI, Íslandsbanki og SPRON hafa tilkynnt að þeir muni bjóða sams konar íbúðalán og KB banki kynnti á mánudag, sem ætlað er að keppa við lán Íbúðalánasjóðs til íbúðakaupa. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 414 orð | 3 myndir

Íslandssagan mikilvæg í þróun þingræðisins

BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dásamaði Þingvelli; sögu þeirra og landslag, í heimsókn sinni til Þingvalla fyrir hádegi í gær. Clinton kom hingað til lands með einkaþotu um klukkan níu í gærmorgun. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Ísland verði fyrirmynd annarra í orkumálum

Clinton-hjónin lýstu mikilli ánægju með heimsókn sína til Íslands að loknum fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, að Bessastöðum. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 92 orð

Jarðir seldar til mjólkurframleiðslu

DALABYGGÐ hefur selt jarðirnar Stóra-Skóg og Skógskot til mjólkurframleiðslu. Sveitarstjórn keypti jarðirnar með því að nýta forkaupsrétt. Samningar um kaup jarðanna voru samþykktir á síðasta fundi sveitarstjórnar. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð

Kanna flutning frídaga

BORGARRÁÐ samþykkti í gær tillögu Sjálfstæðisflokksins lítið breytta þess efnis að kjaraþróunardeild borgarinnar kanni áhuga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar og annarra viðsemjenda Reykjavíkurborgar á því að taka upp í samninga... Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 137 orð | 1 mynd

Kartöflugrös tekin að visna vegna þurrka

"SUMARIÐ sem nú er að líða er með þeim alþurrustu sem hér hafa komið sl. 50 ár," segir kartöflubóndinn Ingólfur Lárusson frá Gröf í Kaupangssveit. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð

Leiðrétt

Þórshamar Í umfjöllun blaðsins um Eimskipafélagshúsið og sögu þess í gær var fjallað um Þórshamarinn, gamla merki félagsins og hve líkt það var merki nasistaflokksins þýska. Sagði að Þórshamarinn hefði þó snúið öfugt miðað við merki flokksins. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 241 orð | 1 mynd

Leitað eftir tilboðum í knattspyrnuhús

Akranes | Ákveðið hefur verið að bjóða út byggingu knattspyrnuhúss á Akranesi. Á fundi bæjarráðs fyrir skömmu var samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Hönnun hf. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 57 orð

Liðsstyrkur | Skákfélag Akureyrar hefur fengið...

Liðsstyrkur | Skákfélag Akureyrar hefur fengið liðsstyrk, en nú nýlega gekk færeyski landsliðsmaðurinn Flóvin Þór Naes til liðs við félagið. Flóvin er reyndar hálfur Íslendingur, ólst að nokkru leyti upp á Akureyri en fluttist snemma til Færeyja. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Munu ekki muna eftir nafni mínu á morgun

"VIÐ ætlum að nota tækifærið og ræða við hina íslensku vini okkar og þakka þeim fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa veitt okkur í gegnum árin," sagði John McCain öldungadeildarþingmaður við komuna hingað til lands klukkan rúmlega tíu í gærmorgun,... Meira
25. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Neikvæðar auglýsingar hafa oft tilætluð áhrif

Þótt stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fordæmi neikvæðar auglýsingar og persónulegar árásir er ólíklegt að þeim linni þar sem þær hafa oft tilætluð áhrif á kjósendur. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 108 orð

Ný hjá Hernum | Hjálpræðisherinn hefur...

Ný hjá Hernum | Hjálpræðisherinn hefur fengið ung hjón til að veita starfi hans á Akureyri forstöðu, en það eru Rannvá Olsen og Sigurður Ingimarsson. Sigurður er Akureyringur en Rannvá á ættir að rekja til Færeyja. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð

Opinber fjölmiðlun ómissandi þáttur í lýðræði

OPINBER fjölmiðlun er ómissandi þáttur í virku lýðræði og til upplýsingar almenningi og hún tryggir menningarlega fjölbreytni á tímum aukinnar samþjöppunar í eignarhaldi og aukinnar menningarlegrar einsleitni. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 389 orð

Ólga meðal framsóknarkvenna

"ÞAÐ er ólga innan okkar raða. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

"Ég er hugfanginn af þessu verkefni"

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, fóru með flugvél frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 19.30 í gærkvöld áleiðis til Írlands þar sem Clinton mun kynna ævisögu sína. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

"Líkaði allt nema að fara upp úr"

Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain fékk sér sundsprett í Bláa lóninu eftir komuna til Íslands í gær, áður en bandarísk þingnefnd, sem hann er í forsvari fyrir, fundaði með íslenskum stjórnmálamönnum. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

"Mamma er að lesa bók um Bill"

VINIRNIR Inga Sól og Jónas fylgdust með heimsókn Bills og Hillary Clinton til íslensku forsætisráðherrahjónanna í Skerjafirðinum í gær af miklum áhuga. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

"Sýnir hvað við getum gert í Bandaríkjunum"

HILLARY Clinton, öldungadeildarþingmaður og fyrrum forsetafrú, kvaðst mjög hrifin af því hvernig Íslendingar hefðu unnið að nýtingu vetnis og sagðist vonast til að Bandaríkjamenn gætu lært af þeim, eftir að hafa setið fundinn í Bláa lóninu í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 303 orð | 2 myndir

"Þetta var draumastund"

Í HEIMSÓKN Clinton-hjónanna til Bessastaða færði Sjafnar Gunnarsson, 19 ára einhverfur nemandi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, Bill Clinton mynd af honum sem hann hafði teiknað. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 266 orð | 1 mynd

Reynt að auka öryggi ungra vegfarenda

Reykjanesbær | Efnt hefur verið til umferðar- og öryggisátaks í Reykjanesbæ. Sérstök áhersla er lögð á að draga úr ökuhraða og auka öryggi ungra vegfarenda á leið til skóla. Umferðarátakið var kynnt við athöfn við Heiðarskóla fyrsta skóladag ársins. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð

Richard Lugar til Íslands í næstu viku

RICHARD G. Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, kemur til Íslands í næstu viku. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Ræddi jafnréttismál við Hillary

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hitti Hillary og Bill Clinton á stuttum fundi í bandaríska sendiráðinu um miðjan dag í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Saga Íslands fyrirmynd

"MIG hefur alltaf langað til að koma hingað," sagði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, við blaðamenn á Þingvöllum í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 95 orð | 1 mynd

Saga Súðavíkur | Unnið er að...

Saga Súðavíkur | Unnið er að undirbúningi að ritun byggða- og atvinnusögu fyrrum Súðavíkurhrepps. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur ákveðið að beita sér fyrir stofnun áhugamannafélags til að annast verkið. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð

Samþykkir fjárveitingu til dagvistunar fatlaðra

BORGARRÁÐ samþykkti í gær fjárveitingu til að standa undir helmingi kostnaðar við dagvistun fatlaðra nemenda við Öskjuhlíðarskóla. Er þá gert ráð fyrir að félagsmálaráðuneytið leggi fram jafnhátt mótframlag. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 87 orð

Seltirningum boðið í leikhús | Í...

Seltirningum boðið í leikhús | Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar er bæjarbúum boðið á sýningu Leiklistarfélags Seltjarnarness á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Sett í embætti í Grafarholtsprestakalli

SÉRA Sigríður Guðmarsdóttir, sem kjörin var fyrsti sóknarprestur hins nýja Grafarholtsprestakalls í Reykjavík, verður sett í embætti á sunnudaginn kemur. Guðsþjónusta verður haldin kl. 14 í sal Félagsþjónustunnar við Þórðarsveig 3. Sr. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 128 orð | 1 mynd

Sjávarangan í selatjörninni

SELIRNIR runnu strax á sjávaranganina þegar sjó var í fyrsta skipti hleypt á selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Ekki var annað að sjá en að þeir kynnu vel við sig í sjónum sem er líkari þeirra náttúrulegu heimkynnum. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 374 orð

Skólabörn gangi frekar

ÞAÐ er eðlilegra og heilsusamlegra að börn gangi fremur en að þau séu keyrð í skólann, segir Anna María Proppé, framkvæmdastjóri landssamtaka foreldra Heimili og skóli. Hún segir samtökin ekki hafa rætt sérstaklega umferðarmál, þ.e. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 152 orð

Slegið í gegn í frárennslisgöngum

Í dag verður "slegið í gegn" í frárennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Þau munu skila vatni úr stöðvarhúsi virkjunarinnar út í frárennslisskurð og rennur vatnið um hann í Jökulsá í Fljótsdal og í Lagarfljót. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 269 orð | 1 mynd

Slitnaði á milli tvö ár í röð

"ÉG held að þetta hafi örugglega ekki áður gerst tvö ár í röð," segir Ívar Sigmundsson og vísar til þriggja fanna í svonefndri Hlíðarskál í Hlíðarfjalli. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð

Sluppu ómeidd eftir bílveltu

ÍTALSKT par um þrítugt slapp ómeitt þegar bíll þess valt á Skagavegi í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi rétt fyrir hádegi í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Straw í Darfur

JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, heimsótti búðir flóttamanna í Darfur-héraði í Súdan í gær en talið er að ein milljón manna hafi flúið heimili sín þar undanfarna mánuði vegna ofsókna vopnaðra sveita araba, sem fullyrt er að njóti stuðnings... Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 282 orð

Tilfinningatorgið fest í sessi

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að fela menningarmálanefnd að leita leiða til þess að festa í sessi starfrækslu tilfinningatorgs í miðbæ Reykjavíkur en borgarbúum gafst í fyrsta sinn færi á að bera tilfinningar sínar á torg á Menningarnótt um helgina. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Tvíþættur ávinningur íslenskrar framleiðslu

VELJUM íslenskt - allir vinna er heiti á landsátaki sem Samtök iðnaðarins (SI), Bændasamtök Íslands og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) standa sameiginlega að. Meira
25. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 184 orð

Tvær farþegavélar fórust

TVÆR rússneskar farþegaþotur, með samtals tæplega hundrað manns innanborðs, fórust svo að segja samtímis í Rússlandi í gærkvöldi. Engar fregnir höfðu borist af því hvort einhverjir hefðu komist lífs af, eða hverjar orsakir slysanna hafi verið. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 82 orð

Valberg enn að

Guðný A. Valberg frá Þorvaldseyri kvaddi sér hljóðs á Landsmóti hagyrðinga um liðna helgi og flutti hringhent stuðlafall: Vorið lokkar, vinir skokka'um hlaðið. Blautir sokkar, lundin létt. Litlir hnokkar taka'á sprett. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð | 2 myndir

Varð bara kjaftstopp

"ÉG veiddi í Miðfjarðará í einn og hálfan dag um helgina og var eiginlega alveg kjaftstopp þegar ég sá hvað mikið var af laxi þarna. Það er langt, langt síðan ég hef séð annað eins. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Vonar að Bandaríkin staðfesti Kyoto-bókun

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði á fundi með orkunefnd bandarísku öldungadeildarinnar í Bláa lóninu í gær að hún vonaðist til þess að Bandaríkjamenn staðfesti Kyoto-bókunina, en Bandaríkjamenn losa 36,1% af losun iðnríkjanna. Meira
25. ágúst 2004 | Minn staður | 192 orð

Von á helmingi færra fé í réttir

RÉTTAÐ verður með hefðbundnum hætti í uppsveitum Árnessýslu í haust þrátt fyrir mikla fækkun fjár á fjalli. Ef kemur til frekari niðurskurðar vegna riðu í haust er líklegt að þetta verði síðustu Tungnaréttir. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 615 orð | 2 myndir

Yfir helmingur í fjarnámi

Í Morgunblaðinu var í gær sagt frá því að leiðbeinendum á landsbyggðinni hefði ítrekað verið neitað un inngöngu í fjarnám við Kennaraháskóla Íslands. Meira
25. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 419 orð

Yfirmenn í Bandaríkjaher harðlega gagnrýndir

HÁTTSETTIR menn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu og herforingjar eiga að minnsta kosti nokkra sök á því, að fangar voru pyntaðir í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad og öðrum fangelsum í Írak. Meira
25. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 880 orð | 1 mynd

Þakkaði Íslendingum framlag þeirra í Afganistan

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist eftir fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær vera Íslendingum þakklátur fyrir framlag þeirra í Afganistan en Íslenska friðargæslan stýrir alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrir hönd... Meira

Ritstjórnargreinar

25. ágúst 2004 | Leiðarar | 230 orð | 2 myndir

Ísland í Hvíta húsinu

Málefni Íslands eru ekki daglegt viðfangsefni í Hvíta húsinu í Washington. Það gerist þó við og við að þau koma þar við sögu. Meira
25. ágúst 2004 | Leiðarar | 330 orð

Mikilvæg heimsókn

Heimsókn áhrifamanna í bandarískum stjórnmálum hingað til lands í gær er mikilvæg fyrir okkur Íslendinga. Það er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir okkur, að Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna skuli koma hingað. Meira
25. ágúst 2004 | Leiðarar | 408 orð

Ný staða á húsnæðislánamarkaði

Ný staða er augljóslega komin upp á húsnæðislánamarkaðnum, nú þegar allir stærstu bankar og sparisjóðir bjóða álíka góð eða betri kjör á húsnæðislánum og Íbúðalánasjóður. Meira

Menning

25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Allt í gamni og glensi

BJÖRK viðurkennir að hún hafi verið að grínast þegar hún klæddist svanakjólnum eftir hönnuðinn Marjan Pejoski á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

...breskri heimildarmynd um Atkins-kúrinn

FÁIR megrunarkúrar hafa vakið eins mikið umtal síðustu árin og sá sem kenndur er við lækninn Robert Atkins. Í kvöld sýnir Sjónvarpið breska heimildarmynd um kúrinn fræga, kosti hans og galla. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Bush nýtti sér brjóstasýninguna

JANET Jackson segist sjá eftir því að hafa beðist afsökunar á því að hafa sýnt á sér brjóstið á Superbowl-leiknum í ruðningi í febrúar. Það hefði aðeins látið hana líta út fyrir að vera seka og hafa gert eitthvað rangt. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 169 orð | 1 mynd

Cruise eins og stóri bróðir

BANDARÍSKA leikkonan Jada Pinkett Smith ber Tom Cruise vel söguna eftir samstarf þeirra í kvikmyndinni Collateral . Jada segir að hann hafi komið fram við hana eins og systur sína. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 505 orð

Edinborg á útopnu

Nú stendur yfir í höfuðborg Skotlands árleg listaveisla sem yfirleitt er kölluð Edinborgarhátíðin. Í raun eru hátíðirnar nokkrar, þessar tvær þó helstar: Alþjóðlega Edinborgarhátíðin (Edinburgh International Festival) 15. ágúst til 5. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 425 orð | 1 mynd

Erró síðari tíma Bosch

Í GREIN um Erró í sumarhefti listtímaritsins ARTnews segir Arthur C. Danto að samkvæmt heimsmynd Errós séu það aðeins ofurhetjurnar, eins og þær birtast okkur í teiknimyndabókunum, sem eru færar um að ráða við ofbeldi og hrylling heimsins sem við búum í. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 228 orð | 1 mynd

Fersk framtíðarsýn

MYNDLISTARSÝNINGIN Where Do We Go From Here? (Hvert liggur leið okkar héðan? Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 291 orð | 3 myndir

Fólk

Leikstjórinn Daniel Petrie lést á heimili sínu í Los Angeles síðastliðinn laugardag, 83 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 436 orð | 1 mynd

Hálfgert trúboð

SÁLAR- og fönkgoðsögnin James Brown heldur tónleika hér á landi næsta laugardagskvöld í Laugardalshöllinni og að sögn Stefáns Hjörleifssonar hjá Tónlist.is, eins aðstandenda tónleikanna, þá gengur miðasalan mjög vel. Meira
25. ágúst 2004 | Tónlist | 742 orð

Ísafold í Akureyrarkirkju

Kammersveitin Ísafold flutti Interim eftir Toshio Hosokawa, Antiphony eftir Úlfar Inga Haraldsson (frumflutningur), Rímnadanslög op. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 91 orð | 2 myndir

Kattaslagur

KATTARKONAN er mætt á svæðið og hún klóraði laglega frá sér um helgina og fór á topp bíólistans. Um 3.500 manns sáu myndina um helgina en í henni fer Halle Berry með hlutverk þessarar kunningjakonu Leðurblökumannsins. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 226 orð | 1 mynd

McDonald's-maðurinn kominn til landsins

MCDONALD'S-maðurinn, Morgan Spurlock, kom til landsins ásamt kærustu sinni, grænmetiskokkinum Alexöndru Jamieson, um miðjan daginn í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Myndlist | 214 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Ketilhúsið

Opið alla daga nema mánudaga frá 13-17. Sýningu lýkur 26. ágúst. Meira
25. ágúst 2004 | Myndlist | 573 orð

MYNDLIST - Listasafn Árnesinga

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-17. Til 12. september. Meira
25. ágúst 2004 | Kvikmyndir | 855 orð | 10 myndir

Óháðar og vinsælar

Margar nýjar og áhugaverðar myndir eru á dagskrá kvikmyndahátíðarinnar Bandarískra indíbíódaga í Háskólabíói, sem hefst í dag. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Vinátta tveggja heima

Kvikmyndin Veröld Soffíu ( Sofies verden ) er gerð eftir samnefndri skáldsögu Josteins Gaarder. Hér er á ferðinni norsk kvikmynd sem hefur vakið töluverða athygli. Soffía er venjuleg stelpa sem er við það að upplifa undur veraldar. Meira
25. ágúst 2004 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Æfingar hafnar á Vodkakúrnum

ÆFINGAR eru hafnar á leikritinu Vodkakúrinn, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Leikritið fjallar um Eyju sem er að þreifa sig áfram með megrunarkúra, auk þess sem hún á í basli með elskhuga sinn sem hefur meiri áhuga á Caterpillarnum sínum en henni. Meira

Umræðan

25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Eflum áhrif aðstandenda

Bergþór Grétar Böðvarsson fjallar um málefni geðsjúkra: "Geðsjúkdómur er ekki smitandi, en sú vanlíðan sem getur fylgt honum er bráðsmitandi..." Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Einstaklingsmiðað nám

Kári Arnórsson svarar Öldu Hrönn Jóhannsdóttur: "Þessi greinarstúfur er skrifaður til að leiðrétta rangar fullyrðingar." Meira
25. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 484 orð

Ekki gleyma veðrinu!

Frá Hallgrími Sveinssyni og Hemma Gunn:: "Ástæða er til að vekja athygli á ágætri forystugrein í Mbl. 19. ágúst sl. sem nefnist Eftirsóttar eignir. Þar talar höfundur um að jarðir víða um land séu orðnar eftirsóttar eignir sem fjárfestar sækist eftir." Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 518 orð | 2 myndir

Er bæjarstjórn Seltjarnarness alvara?

Vilhjálmur Lúðvíksson fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi: "Þessar tillögur eru því í andstöðu við boðskap íbúaþings!" Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 477 orð | 1 mynd

Fallegt landslag skiptir engu

Sigurður Sigurðarson skrifar um byggðamál: "Þróunin bitnar á fleirum en landbúnaðarbyggðum." Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 637 orð | 1 mynd

Fortíðarfíkn breskra íhaldsmanna

Andrés Pétursson fjallar um Evrópumál: "...ættu Íslendingar ekki að láta fortíðarfíkn breskra íhaldsmanna hafa áhrif á skoðanir sínar..." Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Frá tónlist til tónmenntar

Sigursveinn Magnússon fjallar um stöðu tónmenntar í grunnskólum: "Umræðu er þörf á víðum grunni, en fer nú aðallega fram í þröngum hópum." Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Frumvarp til laga

Sigurður Sigurðsson skrifar um lagasetningar: "Kerfið sem á að stjórna virðist oft vera fundið upp eftir á..." Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 535 orð | 1 mynd

Handbolti á heimsmælikvarða

Ásgerður Halldórsdóttir skrifar um handboltalandsliðið: "Hvað þarf til að eiga lið á stórmóti ár eftir ár og komast í verðlaunasæti?" Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Metnaðarleysi fræðsluráða

Jón Pétur Zimsen fjallar um kjaramál: "Með sama hætti væri hægt að skikka einhverja starfsstétt til að vinna á sunnudögum gegn því að fá hærri laun." Meira
25. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 187 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Sonur eða dóttir í Írak? MIKIÐ væri gott að komast að því hvað margar íslenskar mæður ættu son eða dóttur sem væru að berjast í Írak. Það væri gott að komast í samband við þær en sonur minn, Karl Agust Wolf, fór þangað 18. ágúst sl. Meira
25. ágúst 2004 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Þjóðarblómið mitt

Bjarni E. Guðleifsson fjallar um þjóðarblóm: "Það hlýtur að auka áhuga almennings á grasafræði að virkja hana í þessu verkefni." Meira

Minningargreinar

25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 118 orð

Ágúst Guðjónsson

Elsku afi minn. Mér fannst gott að sitja hjá þér, þú vildir alltaf fá að halda á mér og þú sagðir mér sögur. Þú kenndir mér líka allar bænirnar sem ég kann núna og fer með á hverju kvöldi. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 345 orð | 1 mynd

ÁGÚST GUÐJÓNSSON

Ágúst Guðjónsson fæddist í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum í Rangárvallasýslu 2. ágúst 1923. Hann lést 28. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 5. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 10603 orð | 1 mynd

ÁRNI RAGNAR ÁRNASON

Árni Ragnar Árnason alþingismaður fæddist á Ísafirði 4. ágúst 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Árni Ólafsson, skrifstofustjóri í Keflavík, f. á Ísafirði 4. nóvember 1919, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 738 orð | 1 mynd

FINNUR NIKULÁS KARLSSON

Finnur Nikulás Karlsson fæddist á Gunnlaugsstöðum á Völlum 30. nóvember 1956. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 31. júlí síðastliðinn og var honum sungin sálumessa í Egilsstaðakirkju 7. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 386 orð | 1 mynd

GUÐRÚN EGGERTSDÓTTIR NORÐDAHL

Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl fæddist á Hólmi við Reykjavík 23. september 1902. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 28. júlí. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 570 orð | 1 mynd

HANNA S. MÖLLER

Hanna Sigurlaug Möller fæddist á Stokkseyri 14. júlí 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Hönnu voru hjónin Pálína Margrét Jóhannesdóttir, ættuð frá Brekku í Þingi og Eðvald Eilert Möller frá... Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1008 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR

Hólmfríður Halldóra Björnsdóttir fæddist á Nolli í Grýtubakkahreppi 8. apríl 1912. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 22. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grenivíkurkirkju 5. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 561 orð | 1 mynd

HULDA ÞÓRARINSDÓTTIR

Maren Hulda Þórarinsdóttir fæddist í Kollavík í Þistilfirði 3. desember 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 20. júlí síðastliðinn og var jarðsungin frá Neskirkju í Aðaldal 29. júlí. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2131 orð | 1 mynd

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

Kristín Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 9. janúar 1926. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Kristínar voru Jón Sigurðsson, f. 1900, d. 1979 og Karólína Sigurðardóttir, f. 1899, d. 1989. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1950 orð | 1 mynd

MAGNÚS KRISTJÁNSSON

Magnús Kristjánsson fæddist á Naustum við Ísafjörð 8. september 1918. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jóhanna Magnúsdóttir og Kristján Gíslason á Ísafirði. Magnús var elstur 8 systkina. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. ágúst 2004 | Sjávarútvegur | 367 orð | 1 mynd

12.000 tonn umfram kvóta við Svalbarða

ALLS voru 91.922 tonn af síld veidd á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða í sumar samkvæmt upplýsingum frá norsku Fiskistofunni. Norðmenn höfðu sett 80. Meira
25. ágúst 2004 | Sjávarútvegur | 152 orð

13 sviptir veiðileyfi

FISKISTOFA svipti 13 báta veiðileyfi í tvær vikur vegna vanskila á frumriti afladagbókar, vegna löndunar framhjá vigt og vegna þess að ekki var farið að reglum um tilkynningaskyldu. Meira
25. ágúst 2004 | Sjávarútvegur | 167 orð

Norræn umhverfismerking framundan

RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála á Norðurlöndunum eru allir fylgjandi því að stofnað verði sérstakt umhverfismerki landa við Norður-Atlantshaf og það verði byggt á viðmiðum frá Sameinuðu þjóðunum. Þetta kom fram á fundi ráðherranna fyrir skömmu. Meira

Viðskipti

25. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 356 orð | 1 mynd

Bankarnir jafna metin

SPRON, Íslandsbanki og Landsbanki Íslands brugðust hart við nýjum íbúðalánum sem KB banki kynnti á mánudag. Bjóða nú allir bankarnir sambærileg kjör á húsnæðislánum sínum, þ.e. Meira
25. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 502 orð | 2 myndir

Dagar Línu.nets taldir?

LÍKLEGT má telja að dagar Línu.nets verði fljótlega taldir, verði áætlun Og Vodafone og Orkuveitu Reykjavíkur að veruleika, en viljayfirlýsing sem fyrirtækin hafa undirritað kveður m.a. á um að Og Vodafone eignist allt hlutafé Orkuveitunnar í Línu.neti. Meira
25. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 116 orð

ICEX-15 yfir 3.300

ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 2,33% í Kauphöll Íslands í gær og fór í 3.316 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan fer yfir 3.300 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 1.035 milljónum, þar af 550 milljónum með bréf KB banka en bréf bankans hækkuðu um... Meira
25. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 536 orð | 1 mynd

Óvíst hvort Burðarás heldur Íslandsbankabréfum sínum

EKKI hefur verið ákveðið hvort fjárfestingarfélagið Burðarás haldi bréfunum sem félagið keypti í fyrradag í Íslandsbanka af Orra Vigfússyni, til lengri tíma, eða hvort Burðarás selji bréfin fljótlega aftur. Meira
25. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Singer & Friedlander getur vaxið og dafnað án samruna

VERÐANDI forstjóri brezka bankans Singer & Friedlander, Tony Shearer , segir að hann kjósi heldur að bankinn verði sjálfstæður áfram en að hann renni saman við annað fyrirtæki. Meira

Daglegt líf

25. ágúst 2004 | Daglegt líf | 564 orð | 3 myndir

Svona vil ég sjá þig

Á dögunum skrapp Anna Pála Sverrisdóttir í búðir ásamt fjórum hressum krökkum. Forskriftin sem þau fengu var einfaldlega: "Svona vil ég sjá þig" og voru þeim gefnar frjálsar hendur við val á fötum fyrir vininn eða vinkonuna. Hér birtist fyrri hluti, seinni hluti prýðir síður blaðsins á næstu dögum. Meira

Fastir þættir

25. ágúst 2004 | Dagbók | 416 orð | 1 mynd

Auðga mannlíf - efla landsbyggð

Þórarinn Lárusson er fæddur í Reykjavík 21. janúar 1940. Hann lauk námi í Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1963. Hann var í Bandaríkjunum frá 1966-1969 þar sem hann lauk mastersnámi í fóðurfræði. Þórarinn var ráðinn til starfa hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og vann þar sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri til 1984. Hann hóf störf hjá Búnaðarsambandi Austurlands árið 1991 og starfar þar enn. Þórarinn er kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur og þau eiga saman fjögur börn. Meira
25. ágúst 2004 | Fastir þættir | 145 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Klippt og skorið. Meira
25. ágúst 2004 | Dagbók | 66 orð | 1 mynd

Fá aldrei nóg

Írafár | Það gladdi ófáa aðdáendur Írafárs þegar sveitin steig á sviðið á Miðbakka á Menningarnótt og lék nokkur af sínum vinsælustu lögum fyrir fjöldann. Meira
25. ágúst 2004 | Viðhorf | 783 orð

Kynjuð stjórnmál

Hvað er málið? Kyn er eldfim pólitísk breyta. Hún skíðlogar, þannig að margir blindast og sjá hana því ekki. Kyn skiptir svo miklu máli að karlar velja hver annan í flestallar stöðurnar. Meira
25. ágúst 2004 | Dagbók | 40 orð

Orð dagsins: Ég elska þig, Drottinn,...

Orð dagsins: Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sl. 18, 1.-2.) Meira
25. ágúst 2004 | Fastir þættir | 209 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 b6 3. Rf3 Bb7 4. Bd3 d6 5. O-O Rd7 6. He1 Re7 7. b4 g6 8. Bb2 Bg7 9. Rbd2 O-O 10. c4 c5 11. a3 Rc6 12. Rb3 cxb4 13. axb4 Rxb4 14. Ba3 Rxd3 15. Dxd3 Dc7 16. Hac1 Hfd8 17. Rbd2 e5 18. h4 exd4 19. Rxd4 Rc5 20. De3 He8 21. Rb5 De7 22. h5 a6... Meira
25. ágúst 2004 | Fastir þættir | 294 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji fór í ritfangaverslun til að kaupa það sem börnin þurfa að hafa með sér í skólann. Þetta voru blýantar, pennar, möppur, stílabækur og svo framvegis. Meira

Íþróttir

25. ágúst 2004 | Íþróttir | 77 orð

Breski fáninn blakti

ÞAÐ hefur mátt sjá hina ýmsu þjóðfána á áhorfendapöllunum á handboltaleikjunum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Þegar Ísland hefur spilað hefur íslenski fáninn að sjálfsögðu sést meðal áhorfenda sem og fáni mótherjanna. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Chelsea með fullt hús stiga

CHELSEA sigraði sinn þriðja leik í röð í gærkvöld þegar liðið sigraði nýliða Crystal Palace, 2:0 á útivelli, og hefur liðið ekki enn fengið á sig mark það sem af er deildarkeppninni. Chelsea er þar með komið á topp deildarinnar, alla vega þangað til á morgun en þá mætir Arsenal Blackburn. Emile Heskey skoraði sitt fyrsta mark fyrir Birmingham sem sigraði Manchester City á heimavelli 1:0. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Ekki sá Dagur sem ég þekki

"ÞETTA var svona leikur sem enginn vildi spila. Við höfðum ekkert að vinna og öllu að tapa. Við höfðum okkur í að rífa þetta í gang í byrjun en svo var eins og hugurinn fylgdi ekki með. Það var erfitt að berjast við sjálfan sig enda vonbrigði hjá okkur öllum að komast ekki í 8 liða úrslitin," sagði Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Brasilíumönnum í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 537 orð | 1 mynd

Eyðimerkurgöngu "ljónsins" lauk í Aþenu

ÁTTA ára bið "eyðimerkurljónsins" Hicham El Guerrouj lauk í gær þegar honum loksins tókst að vinna langþráð gullverðlaun á Ólympíuleikum í þeirri grein, 1.500 m hlaupi, en hann hefur borið og höfuð og herðar yfir aðra hlaupara undanfarin ár. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Fjögurra landa mót í Ungverjalandi

ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik hélt áleiðis til Austurríkis í gær, þar sem leikið verður gegn heimamönnum í St. Pölten í kvöld, en bærinn er í 60 km fjarlægð frá Vínarborg. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 181 orð

Frímerkjasafnarar hrifnir af Leonidas Sampanis

FORRÁÐAMENN póst- og símamála í Grikklandi, ELTA, hafa afturkallað frímerki sem gefin voru út fyrir Ólympíuleikana í Aþenu en á frímerkjunum eru myndir af lyftingamanninum Leonidas Sampanis sem vann til bronsverðlauna í ólympískum lyftingum á leikunum. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 201 orð

Fullt hús hjá Kenýamönnum í hindrunarhlaupinu

KENÝAMENN fengu fullt hús í 3.000 metra hindrunarhlaupinu í gær, röðuðu sér í þrjú efstu sætin og var Kemboi Ezekiel þeirra fljótastur. Hann hljóp á 8.05,81 mín. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 126 orð

Grikkir skuldum vafnir vegna ÓL

YIORGOS Alogoskoufis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að heildarskuldir þjóðarinnar hafi aukist gríðarlega vegna uppbyggingar á mannvirkjum fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Aþenu þessa dagana. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Gullverðlaunahafi reyndi að skipta á þvagsýni

UNGVERJINN Robert Fazekas sem sigraði í kringlukasti karla í fyrradag fær ekki að halda gullverðlaunum sínum þar sem hann var staðinn að því að reyna að skipta um þvagsýni í lyfjaprófi sem tekið var af honum eftir keppnina. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 198 orð

Gunnar og Stefán dæmdu sannkallaðan stórleik

STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson fengu sannkallað stórverkefni á Ólympíuleikunum í gær. Þeir dæmdu þá viðureign Spánverja og Þjóðverja í átta liða úrslitunum í handknattleik karla í Aþenu. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 343 orð | 1 mynd

Hafði mikla trú á sér

"ÞETTA var frábær frammistaða hjá Þóreyju Eddu og kemur henni heldur betur á blað. Árangur hennar hér í Aþenu er mikil auglýsing fyrir hana og fyrir íslenskar frjálsíþróttir og það er hrein snilld fyrir litla þjóð eins og okkur að eiga keppanda sem nær svona langt á Ólympíuleikum," sagði Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, við Morgunblaðið í Aþenu eftir að Þórey Edda Elísdóttir hafði náð fimmta sætinu í stangarstökkskeppni leikanna í gærkvöld. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

* HEIÐAR Helguson var í byrjunarliði...

* HEIÐAR Helguson var í byrjunarliði Watford sem sigraði Cambridge , 1:0, í ensku deildarbikarkeppninni í gærkvöld. Heiðari var skipt af leikvelli á 64. mínútu. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Watford . Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 323 orð | 4 myndir

Heimsmet hjá Isinbajevu eftir magnað einvígi

MÖGNUÐU einvígi rússnesku stjarnanna um Ólympíutitilinn í stangarstökki kvenna lauk eftir miðnætti að grískum tíma í gærkvöld með því að Jelena Isinbajeva gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet, stökk 4,91 metra. Hún skákaði þar með löndu sinni, Svetlönu Feofanevu, sem virtist með Ólympíutitilinn í hendi sér á meðan Isinbajeva var komin í vandræði. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 555 orð | 1 mynd

Jafnleiður í dag og fyrir tveimur dögum

"ÉG er jafnleiður í dag og ég var fyrir tveimur dögum og náði engan veginn að rífa mig upp fyrir þennan leik. Ég gaf mig í þetta í 20 mínútur og hélt að þeim tíma liðnum að sigurinn væri í höfn en ég var ekki tilbúinn að spila meira eftir það," sagði Ólafur Stefánsson við Morgunblaðið eftir sigurinn á Brasilíu í gær. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 580 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 3.

KNATTSPYRNA 3. deild karla, úrslitakeppni Skallagrímur - ÍH 5:3 *Skallagrímur vann samanlagt 9:3. Hvöt - Huginn 1:1 *Huginn vann samanlagt 3:1. Fjarðabyggð - Númi 3:0 *Fjarðabyggð vann samanlagt 5:3. Reynir S. - Magni 4:0 *Reynir S. vann samanlagt 4:0. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 111 orð

KR-ingar semja við Lárus og Garris

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ KR í karlaflokki hefur samið við bandaríska leikmanninn Damon Garris en hann lék með sama háskólaliði og Herbert Arnarson, þjálfari KR, gerði á sínum tíma í Bandaríkjunum. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

Liverpool skreið áfram

ÓVÆNT úrslit litu dagsins ljós í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Austurríska liðið Graz AK sigraði Liverpool á Anfield Road með einu marki gegn einu en Liverpool vann fyrri leik liðanna 2:0 og vann því samanlagt, 2:1. Anderlecht frá Belgíu gerði sér lítið fyrir og sló út portúgalska stórliðið Benfica og Rosenborg bjargaði sér fyrir horn á síðustu stundu gegn Maccabi Haifa frá Ísrael. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Markvarslan var döpur

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson lauk sínu 13. stórmóti með íslenska landsliðinu með leiknum gegn Brasilíumönnum í gær en leikurinn í gær var sá 402. í röðinni hjá honum. Guðmundur verður 40 ára gamall á næsta ári og í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gær sagðist hann ekki vera búinn að ákveða næstu skref sín hvað landsliðið varðaði. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 647 orð | 2 myndir

Níunda sætið hafðist með naumindum

ÍSLENDINGAR náðu með naumindum að tryggja sér 9. sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær með fjögurra marka sigri á Brasilíumönnum, 29:25. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 897 orð | 1 mynd

"Draumi líkast"

ÞÓREY Edda Elísdóttir batt endahnútinn á þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum í Aþenu í gærkvöld með stórkostlegum hætti þegar hún hafnaði í fimmta sæti í úrslitakeppni stangarstökksins. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

"Hálfgerð skylduvinna"

"ÞAÐ er alltaf erfitt að koma í svona leik, eftir að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því við vildum ná lengra en að spila um níunda sætið. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 88 orð

"Stórkostlegt"

"ÞÓREY Edda bjargaði Ólympíuleikunum fyrir okkur." Þetta var viðkvæði Íslendinganna á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í gærkvöld eftir að Þórey Edda Elísdóttir hafði tryggt sér fimmta sætið í stangarstökkskeppninni. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

* ROY Keane , fyrirliði Manchester...

* ROY Keane , fyrirliði Manchester United , hefur spilað í vörninni hjá United að undanförnu en hann segir að það sé aðeins tímabundið. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 389 orð | 1 mynd

* RÓBERT Sighvatsson fékk loks tækifæri...

* RÓBERT Sighvatsson fékk loks tækifæri með íslenska landsliðinu gegn Brasilíu í gær. Það var hans hlutskipti að sitja uppi í stúku og horfa á hina fimm leiki liðsins á Ólympíuleikunum en einn af fimmtán manna hópi þarf að hvíla í hverjum leik. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 134 orð

Sebrle sigraði með Ólympíumeti

ROMAN Sebrle frá Tékklandi varð Ólympíumeistari í tugþraut og setti um leið Ólympíumet, 8.893 stig. Hann bætti met Bretans Daley Thompsons um 46 stig frá því í Los Angeles fyrir tveimur áratugum. Í síðustu greininni hljóp Sebrle 1. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 133 orð

Tveir Framarar í leikbann

SJÖ leikmenn úr efstu deild voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann hver og einn af aganefnd KSÍ, sex úr efstu deild karla og ein úr efstu deild kvenna. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 163 orð

Töpuðum mikilvægum leikjum

"ÞETTA var ekki það sem við ætluðum okkur, við stefndum á sigur og ekkert annað," sagði Bruno Souza, stórskytta í brasilíska landsliðinu og samherji Jalieskys Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi, eftir ósigurinn gegn Íslandi í leiknum um níunda... Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 99 orð

Þannig vörðu þeir

*Roland Valur Eradze lék í 30 mínútur og varði 4 skot. Þar af 2 langskot og 2 af línu. *Guðmundur Hrafnkelsson lék í 30 mínútur og varði 4 skot (þar af fór boltinn tvisvar aftur til mótherja). Hann varði 3 (1) langskot og 1 (1) eftir gegnumbrot. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 213 orð

Þetta gerðu þeir gegn Brasilíumönnum

*Guðjón Valur skoraði 8 mörk úr 10 skotum. Þar af 4 eftir hraðaupphlaup, 2 úr horni og 2 af línu. Hann lék í 60 mínútur. *Jaliesky Garcia skoraði 5 mörk úr 11 skotum. Þar af 3 eftir gegnumbrot, 1 eftir hraðaupphlaup og 1 úr langskoti. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 93 orð

Þórey Edda fer til Mónakó

ÁRANGUR Þóreyjar Eddu Elísdóttur á Ólympíuleikunum í Aþenu tryggði henni keppnisrétt á síðasta Grand-Prix gullmóti IAAF, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Það fer fram í Mónakó 18. september. Meira
25. ágúst 2004 | Íþróttir | 320 orð

Þórey fimmta á ÓL í Aþenu

ÞÓREY Edda Elísdóttir varð í gærkvöldi í fimmta sæti í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu með því að stökkva yfir 4,55 metra. Sigurvegari varð rússneska stúlkan Jelena Isinbajeva, sem setti heimsmet er hún vippaði sér yfir 4,91 metra. Meira

Bílablað

25. ágúst 2004 | Bílablað | 106 orð

Aprilia RSV 1000 R Factory

Vél: Vatnskæld 60 gráðu V2, fjórir ventlar á strokk, innspýting, þurr pönnusmurkerfi. Afl: 139 hestöfl (102 kW) við 9500 sn/mín. Tog: 107 Nm v. 7500 sn/mín. Drif: 6 gíra "close ratio" gírkassi, glussastýrð fjölskífu-olíubaðskúpl ing, drifkeðja. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 101 orð | 1 mynd

Astra Coupe

OPEL Astra, bíllinn sem er enn ekki kominn á markað hérlendis, er að gera góða hluti á meginlandi Evrópu. Bíllinn þykir einn sá best heppnaði frá Opel í langan tíma og nú þegar eru ýmsar jaðargerðir farnar að líta dagsins ljós. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 69 orð

Cadillac SRX V8

Vél: 4.565 rúmsentímetr ar, V8, 32 ventlar. Afl: 320 hestöfl við 6.400 snúninga á mínútu. Tog: 427 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. Gírkassi: Fimm þrepa sjálfskipting með hand skiptivali. Hröðun: Úr kyrrstöðu í 100 km á 7 sekúndum. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 178 orð

Efast um gildi þverbita XC90

PRÓFANIR á Volvo XC90-jeppanum hafa leitt í ljós að þverbiti framan á honum, sem átti að draga úr skemmdum á fólksbílum sem hann lenti í árekstri við, virkar ekki sem skyldi. Frá þessu er skýrt á www.dinside.no. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 129 orð

Ford Escape hástökkvarinn fyrstu sex mánuðina

EINS og við greindum frá í síðustu viku var næstum þriðji hver seldur bíll jeppi eða jepplingur á fyrri helmingi ársins. Þar kom jafnframt augljóslega fram að hástökkvarinn að þessu sinni er Ford Escape-jepplingurinn en sala hans fór úr 1 bíl í 158 bíla. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 658 orð | 4 myndir

Ford Focus sigraði í Pirelli Rally

SIGURÐUR Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Ford Focus WRC sigruðu í Pirelli Rally sem jafnframt var fjórða umferð Íslandsmeistaramótsins og 25. alþjóðlega rallið. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 80 orð | 1 mynd

Ford-jepplingur á grunni C-Max

FORD hyggst hefja framleiðslu á jepplingsútgáfu af fjölnotabílnum C-Max. Prófanir eru þegar hafnar á frumgerðum bílsins í Belgíu og Þýskalandi en talið er að bíllinn komi á markað í lok árs 2006. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 71 orð | 1 mynd

Fríska upp á Outlander

AÐEINS rúmu einu ári eftir að Mitsubishi kynnti nýja jepplinginn sinn Outlander hyggst fyrirtækið gefa bílnum andlitslyftingu. Að því er fram kemur í Autoexpress í Bretlandi kemur bíllinn í sölu þar í landi breyttur strax á næsta ári. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 926 orð | 7 myndir

Lúxus, afl og aksturseiginleikar

CADILLAC er líklega eitt þekktasta merki heims. Það hefur löngum verið samnefnari fyrir dýra lúxusvagna sem þamba bensínið af meiri áfergju en margir aðrir bílar og með verðmiða sem skýtur líka flestum venjulegum skelk í bringu. En það eru breyttir... Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 752 orð | 3 myndir

Musso Sports fyrir 33 tommur

KÓRESKI bílaframleiðandinn SsangYong hefur um nokkurra ára skeið verið með tvo jeppa á markaðnum. Annars vegar Musso, sem Íslendingar þekkja orðið mæta vel, og hins vegar Rexton, sem meira er í lagt í búnaði og frágangi. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 88 orð | 2 myndir

Nýr Octavia-langbakur

SKODA sýnir nýjan Octavia-langbak á bílasýningunni í París í september. Bíllinn er jafnlangur stallbaknum en það er hægt að koma talsvert meira af farangri fyrir í honum. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 243 orð | 1 mynd

Nýr Porsche 911 frumsýndur

BÍLABÚÐ Benna kynnir nýjan Porsche 911 um næstu helgi. Jón Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna segir að hugmyndafræði Porsche 911 byggist í meginatriðum á sex strokka boxer vél sem er aftur í bílnum. Þar með náist lágur og vel miðjusettur þyngdarpunktur. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 157 orð

Renault leiðir á Evrópumarkaði

Sala Renault-samsteypunnar jókst um 6,5% á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil á síðasta ári, sem þýðir að fjöldi seldra Renault bifreiða fór úr tæpum 1.230 í rúm 1.300. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 177 orð

Sífellt hagstæðari rekstrarleiga

SAMKVÆMT upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum fjölgar rekstrarleigutökum hlutfallslega hratt um þessar mundir meðal atvinnurekenda. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 43 orð

SsangYong Musso Sports 33"

Vél: 2,9 lítra, fimm strokka dísilvél með olíuverki. Afl: 129 hestöfl. Tog: 260 Nm. Lengd: 4.935 m. Breidd: 1.865 m. Hæð: 1.760 m. Hemlar: Diskar að framan og aftan. Fjöðrun: Vindustangir að framan, gormar að aftan. Verð á prófunarbíl: 3.469. Meira
25. ágúst 2004 | Bílablað | 721 orð | 2 myndir

Veðhlaupafákurinn frá Noale í nýjum ham

FRÁ því Aprilia-verksmiðjurnar í Noale (sem er lítill bær á Norður-Ítalíu, skammt frá Feneyjum) hófu framleiðslu á RSV-seríunni árið 1998 hefur hún þróazt í að verða einn allra öflugasti götu-löglegi tveggja strokka "reiserinn" sem völ er á. Meira

Annað

25. ágúst 2004 | Aðsend grein á mbl.is | 1047 orð

Í tilefni af grein Tryggva Felixsonar

Jakob Björnsson fjallar um virkjanir og umhverfismál: "Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.