Brúðarbandið er skipað Melkorku (söngur), Kötu (harmonika), Unni Maríu (bassi), Sunnu (trommur), Guggu (hljómborð), Eygló (gítar, söngur) og Siggu (gítar, söngur). Danni Pollock tekur gítarsóló í "Gítarinn brennur". Meðlimir semja lög og texta. Upptökustjórn var í höndum Birgis Baldurssonar en um hljóðblöndun og hljómjöfnun sáu Birgir og Orri Harðarson. Aðstoðarmaður var Guðmundur Kristinn Jónsson. Það eru 12 tónar sem gefa út.
Meira