Greinar þriðjudaginn 31. ágúst 2004

Fréttir

31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð

80% lán hjá Íslandsbanka

ÍSLANDSBANKI hefur veitt húsnæðislán sem nema allt að 80% af markaðsvirði húsnæðis um allt land frá síðustu áramótum þegar bankinn tók frumkvæði í því að veita óverðtryggð húsnæðislán í íslenskum krónum og erlendri mynt. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 220 orð

Alcoa, BHP-Billiton og Rio Tinto sýna áhuga

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins hefur bandaríska álfyrirtækið Alcoa sýnt því áhuga að reisa álver á Norðurlandi, til viðbótar við Fjarðaál sem fyrirtækið mun reisa á Reyðarfirði. Meira
31. ágúst 2004 | Miðopna | 655 orð

Algengt að félögin semji við banka

ALGENGT er að nemendafélög framhaldsskólanna geri samninga við banka um styrki gegn því að félögin auglýsi merki bankanna á efni sem gefið er út og í sumum tilfellum er þess krafist að aðrir skólar fái ekki að kynna sig í skólanum. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Atatürk hylltur

Tyrkneskir sérsveitarmenn sýndu listir sínar í höfuðborginni Ankara í gær þegar þess var minnst að 82 ár voru liðin síðan Tyrkir unnu sigur á herjum Grikkja, Frakka og Ítala. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Áhrifin verða lítil til að byrja með

VAXTASTIG reiknast inn í vísitölu neysluverðs og lækkandi vextir munu hafa áhrif til lækkunar á neysluvísitöluna í framtíðinni en áhrifin verða lítil fyrst í stað. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 400 orð

Bankar farnir að afgreiða íbúðalán

KB banki, Íslandsbanki, Landsbanki og SPRON eru allir farnir að afgreiða íbúðalán til viðskiptavina sinn og mikið hefur verið að gera hjá þeim að undanförnu vegna fyrirspurna frá fólki sem vill kynna sér íbúðalán bankanna og athuga hvort þau séu hentugur... Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Belti og bílstóll komu í veg fyrir alvarlegri slys

MÓÐIR og sex ára sonur hennar slösuðust lítillega þegar bifreið þeirra fór út af Snæfellsnesvegi og fór tvær veltur utan vegar um sjöleytið á sunnudagskvöld. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 381 orð | 2 myndir

Bjargaðist eftir einn og hálfan tíma í sjónum

SAUTJÁN ára kanadískur piltur var í eina og hálfa klukkustund í sjónum eftir að skúta sem hann var á ásamt 49 ára föðurbróður sínum, sökk um 25 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi á fimmta tímanum í gær. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 94 orð

Björgvin EA dreginn að landi með bilaða vél

ÍSFISKTOGARINN Björgúlfur EA kom með frystitogarann Björgvin EA í togi til Akureyrar á sunnudag en bilun varð í aðalvél Björgvins á miðunum fyrir austan land. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Brimnesskógar vaktir til lífsins

ÁFORM eru uppi um að endurheimta svonefnda Brimnesskóga í Skagafirði, sem sagt er frá í Landnámabók Ara fróða, en landið er skógvana í dag. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Bush telur stríðið ekki vinnanlegt

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær að hann teldi ekki að sigur gæti unnist í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum en hét því að halda stríðinu áfram í því skyni að gera heiminn öruggari fyrir komandi kynslóðir. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 818 orð | 1 mynd

Byltingarkenndar hugmyndir um skógnytjar

Fljótsdalshérað | Héraðsskógar standa nú frammi fyrir kostnaðarsamri fyrstu grisjun á skógum sínum. Þá huga skógarbændur að lausnum á því hvernig skapa megi verðmæti úr grisjunarvið. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Efast um lögmæti kosninganna

ANDSTÆÐINGAR Alu Alkhanovs, sem sigraði í forsetakosningum í Tétsníu um helgina, segjast efast um lögmæti úrslitanna en hann er sagður hafa fengið rúmlega 78% atkvæða. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 236 orð | 2 myndir

Efnir loforð með sælkerakvöldi

ÞÓRARINN Guðlaugsson matreiðslumeistari ætlar á föstudagskvöld að efna loforð sem hann gaf sjálfum sér á ögurstundu og efna til veislu til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Eins og í bandarískri stórslysamynd

EKKI munaði nema hársbreidd að bóman á krananum lenti á bíl sem ekið var meðfram húsinu í þann mund sem hann féll. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Eldur í 12 hæða fjölbýlishúsi

ELDUR kviknaði í 12 hæða fjölbýli við Austurbrún 6 í Reykjavík laust fyrir klukkan 23 í gærkvöld. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í húsinu kl. 22.59 og var allt tiltækt lið slökkviliðs sent á staðinn auk lögreglu- og sjúkrabíla. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 111 orð | 1 mynd

Féð dregið á Hlíðarrétt

Mývatnssveit | Réttað var á Hlíðarrétt við Reykjahlíð á sunnudag og Baldursheimsrétt en göngur hófust bæði á Suður- og Austurafrétt á föstudag. Í Mývatnssveit eru ríflega 5. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fiktarar kveiktu eld

TALIÐ er að börn sem voru að fikta með eldspýtur hafi kveikt eld í bílskúr á Patreksfirði á sunnudagskvöld. Aðeins er um einn metri frá bílskúrnum að íbúðarhúsi úr timbri og telur lögreglan á Patreksfirði það mikla mildi að ekki fór verr. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fimm dýrum leikfangabílum stolið

FIMM bensínknúnum leikfangabílum, að verðmæti 200-300 þúsund krónur, var stolið úr leikfangabúð í Árbæjarhverfi aðfaranótt laugardags. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 317 orð | 1 mynd

Fjallað um árin milli stríða

SAGA Akureyrar, VI bindi, eftir Jón Hjaltason sagnfræðing kom út á afmælisdegi Akureyrar, 29. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Fjöldi fjárrétta á næstunni

</millifyrirs>{lt}/texti> FYRSTU fjárréttir haustsins voru um síðustu helgi, meðal annars Baldursheims- og Hlíðarréttir í Mývatnssveit. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 115 orð | 2 myndir

Fjölmenni á Akureyrarvöku

FJÖLMENNI tók þátt í viðamikilli dagskrá, Akureyrarvöku, nú um helgina en hún er haldin í tengslum við afmæli Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 400 orð

Flestir voru við vinnu á efstu hæð hússins

MILDI er að ekki varð stórslys þegar 30 metra hár byggingarkrani féll á fjölbýlishús við Daggarvelli 4 í Hafnarfirði síðdegis í gær. Um tuttugu manns voru við vinnu í húsinu þegar slysið varð og flestir á efstu hæð. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Forseti Alþingis heimsækir Svíþjóð og Álandseyjar

OPINBER heimsókn Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, til Svíþjóðar og Álandseyja hófst í gær en heimsóknin er í boði forseta sænska þingsins, Björns von Sydow. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 87 orð

Frístundaskóli

Tæplega 160 börn eru skráð í Frístundaskóla Reykjanesbæjar á haustönn. Er það liðlega 20% fjölgun frá síðasta hausti og er búist við frekari fjölgun, að því er fram kemur á upplýsingavef Reykjanesbæjar, www.rnb.is. Frístundaskólinn er fyrir börn í 1.- 4. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 208 orð | 2 myndir

Fundu japanskt dufl í gönguferð í Sléttuhlíð

JÓN Ólafsson haffræðingur á Hafrannsóknastofnun gekk fram á dufl í fjörunni í gönguferð um land Fells í Sléttuhlíð á dögunum. Reyndist duflið vera japanskt rannsóknardufl sem ætlað er að rannsaka hafstrauma og rek íshellu Norður-íshafsins. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Greiðslubyrðin lækkar um 55 þúsund á mánuði

FREYDÍS Ármannsdóttir, þjónustufulltrúi Þóru Bjargar, segir hana hafa verið að borga um 127 þúsund mánaðarlega af öllum lánum sínum en miðað við nýja lánið til 25 ára með 4,4% vöxtum eigi greiðslubyrði hennar að verða um 72 þúsund á mánuði. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

GUNNAR G. SCHRAM

GUNNAR G. Schram, lagaprófessor og fyrrverandi alþingismaður, er látinn, 73 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri 20. febrúar 1931, foreldrar hans voru Gunnar Schram og Jónína Jónsdóttir Schram. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 88 orð

Gyðingahatur ekki orsök íkveikju

FRANSKA lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við íkveikju á félagsmiðstöð gyðinga í París nýverið. Greint hefur verið frá því í fréttum að ekki sé hægt að rekja árásina til gyðingahaturs en upphaflega var talið að sú væri ástæðan fyrir henni. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Haffjarðará í fjóra stafi

FRÉTTIR bárust af því í gær að Haffjarðará væri komin yfir þúsund laxa og er þar með á líku róli og í fyrra, en þá veiddust 1.007 laxar, en veiði er um það bil að ljúka í ánni. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð

Heimsforeldri mennta stúlkur

"UM leið og við erum að sinna börnum annars staðar í heiminum erum við að sinna okkar eigin börnum," segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, en hún er verndari Heimsforeldra, söfnunarátaks UNICEF á Íslandi. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð

Helstu réttir í landnámi Ingólfs Arnarsonar...

Helstu réttir í landnámi Ingólfs Arnarsonar Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnudag 12. sept. kl. 10 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardag 18. sept. e/hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardag 18. sept. e/hádegi Dalsrétt í Mosfellsdal sunnudag 19. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 250 orð | 1 mynd

Ingólfur Árnason

INGÓLFUR Árnason, fyrrverandi rafveitustjóri á Akureyri, er látinn, áttræður að aldri. Ingólfur fæddist á Akureyri 5. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli 26. ágúst síðastliðinn. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Ísland með í vinnumarkaðsúttektum ESB

LILJU Mósesdóttur hefur verið falið að taka þátt í störfum sérfræðingahóps ESB fyrir Íslands hönd. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 63 orð

Ljósanótt

Hagyrðingakvöld verður haldið í Stapa í Reykjanesbæ fimmtudagskvöldið 2. september og tónninn sleginn fyrir Ljósanótt. Fluttir verða inn landskunnir hagyrðingar. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 263 orð

LV býður verðtryggð lán með 4,3% föstum vöxtum

LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna (LV) hefur ákveðið að bjóða verðtryggð lán með föstum 4,3% vöxtum án fjárhæðartakmarkana. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

Lögregla gefur kröbbum líf

LANDEIGANDI við Garðskagafjöru hringdi í lögregluna í Keflavík um hádegisbil á sunnudag og óskaði eftir því að lögregla stöðvaði menn sem þar voru við krabbatínslu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn voru þar fjórir menn að tína krabbadýr í plastfötur. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 990 orð | 2 myndir

Menntun stúlkna getur haft stórkostleg áhrif

Menntun stúlkna er víða ábótavant í þróunarlöndunum, en menntun er grunnurinn fyrir margs konar breytingar þar. Brjánn Jónasson ræddi við Cream Wright, yfirmann menntamála hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, um áherslur samtakanna í menntamálum. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 653 orð | 1 mynd

Merkið veldur heilabrotum

Húsafriðunarnefnd hefur ekki lokið umfjöllun um hvernig best verður staðið að varðveislu friðaðra innréttinga í Eimskipafélagshúsinu, en fyrirhugað er að hefja rekstur hótels í húsinu á næsta ári undir nafninu Hótel 1919. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 149 orð

Mestu votviðri í hálfa öld

ÞETTA sumar hefur verið það votviðrasamasta í Bretlandi í næstum hálfa öld. Í Englandi og Wales hefur úrkoman í júní, júlí og ágúst verið ríflega helmingi meiri en í meðalári og þarf að fara aftur til ársins 1956 til að finna hana meiri. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Miðað við markaðsvirði á virkum markaðssvæðum

LANDSBANKINN lánar 80% af markaðsvirði fasteigna á virkum markaðssvæðum. Bankinn hefur þannig lánað 80% til tiltekinna eigna á Reyðarfirði, Selfossi, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjanesbæ, Akureyri og fleiri stöðun utan höfuðborgarsvæðisins. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 367 orð

Nemendafélög fá greitt fyrir nýja viðskiptavini

BANKARNIR styrkja nemendafélög framhaldsskólanna, sumir með því að veita þeim umbun fyrir hvern nemanda sem bætist við í viðskipti. Landsbanki Íslands er með samninga við nokkur nemendafélög sem m.a. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Neyðaraðstoð til Darfur í Súdan

HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur sent eina milljón króna til neyðaraðstoðar í Darfur í Súdan. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 241 orð

Nýja leiðakerfið hefur ekki verið samþykkt

STJÓRN Strætó bs. hefur ekki samþykkt nýtt leiðakerfi. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð

Óbyggðanefnd framlengir frest vegna Norðausturlands

ÓBYGGÐANEFND hefur veitt fjármálaráðherra lengri frest til að lýsa kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur á Norðausturlandi. Átti fresturinn að renna út 1. ágúst sl. en hefur nú verið framlengdur til 15. október næstkomandi. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 305 orð

"Laus við andvökunætur vegna peningaáhyggna"

ÞÓRA Björg er einn þeirra einstaklinga sem sótt hafa um íbúðalán með föstum 4,4% verðtryggðum vöxtum hjá viðskiptabanka sínum, Sparisjóði vélstjóra (SPV), til þess að létta greiðslubyrði sína. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

"Ótrúlega rólegur"

AUÐUNN F. Kristinsson stýrimaður á TF-LÍF seig niður á slysstað í og hífði mennina upp úr sjónum í gær. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Rústabjörgun æfð í hálfrifnu húsi

VEGFARENDUM, sem áttu leið um Sölvhólsgötu í vikunni sem leið, gæti vel hafa fundist þeir vera komnir í annan heim. Jafnvel gætu einhverjir haldið að þeir væru komnir til stríðshrjáðra landa eða á vettvang náttúruhamfara, en svo var ekki. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 135 orð

Sadr fyrirskipar vopnahlé

SJÍA-klerkurinn Moqtada Sadr fyrirskipaði í gær stuðningsmönnum sínum í Írak að virða vopnahlé í öllu landinu. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sauma þurfti 40 spor í andlit

KARLMAÐUR var sleginn í andlitið með bjórglasi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í fyrrinótt og hlaut hann við það talsverða áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík þurfti að sauma 40 spor til að loka sárunum. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sjö sóttu um embætti hæstaréttardómara

SJÖ sóttu um embætti hæstaréttardómara en umsóknarfrestur rann út sl. föstudag, 27. ágúst. Meira
31. ágúst 2004 | Miðopna | 468 orð

Skuldasöfnun leggst á sálina

TÖLUVERT er um að ungt fólk sem safnað hefur skuldum leiti sér ráðgjafar hjá Tótalráðgjöf sem starfrækt er hjá Hinu húsinu. Halla Frímannsdóttir, ráðgjafi hjá Tótalráðgjöf, segir greiðslugetuna oft ekki svara skuldum hjá ungu fólki. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Slæðubann ekki afnumið

FRÖNSK stjórnvöld hétu því í gær að þau myndu ekki láta undan kröfum mannræningja í Írak og afnema bann við notkun íslamskra höfuðklúta í frönskum ríkisskólum. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 289 orð

SS tekur að sér skólamötuneyti

Hafnarfjörður | Sláturfélag Suðurlands (SS) mun taka að sér rekstur skólamötuneyta í fjórum grunnskólum í Hafnarfirði, en samningur þess efnis var undirritaður á föstudag. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð

Stjörnu-Oddi og Hafrannsóknastofnun tilnefnd

STJÖRNU-ODDI og Hafrannsóknastofnun eru meðal níu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem tilnefnd eru til annarrar umferðar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár en ákvörðun um hver hlýtur verðlaunin verður tekin á fundi í Reykjavík... Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Strokufanga af Litla-Hrauni ákaft leitað

KARLMAÐUR á þrítugsaldri strauk af Litla-Hrauni í gærkvöldi en tilkynning barst lögreglu um atvikið laust fyrir klukkan 19. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 200 orð

Talíbanar hóta fleiri tilræðum

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hvöttu í gær bandaríska borgara í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að láta lítið á sér bera vegna aukinnar hættu á árásum hryðjuverkamanna. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Tíu þúsund manns í kórum

ÓVÍÐA er kórastarf með jafnmiklum blóma og á Íslandi. Á þriðja hundrað kóra er starfrækt í landinu og gera má ráð fyrir að þá skipi á milli átta og tíu þúsund manns. Í vetrarstarfi kóranna nú gætir óvenjumikillar fjölbreytni. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 316 orð | 1 mynd

Tuttugu ný störf skapast á Húsavík

Húsavík | Fyrri áfangi glúkósamínverksmiðju á Húsavík verður boðinn út í haust ef áætlanir eigenda Glucomed ehf. ganga eftir. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tveir hestamenn á slysadeild

HESTUR sló mann í andlitið skammt frá Iðu í Biskupstungum á sunnudag, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Maðurinn var fluttur á slysadeildi Landspítalans í Fossvogi en meiðsl hans voru þó ekki talin alvarleg. Meira
31. ágúst 2004 | Miðopna | 746 orð | 1 mynd

Ungt fólk á Norðurlöndunum safnar skuldum

Þátttakendur kenna sjálfum sér um skuldasöfnun en rannsakendur telja að efla þurfi fræðslu um fjármál Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 382 orð

Úr bæjarlífinu eftir Jón Sigurðsson

Sumri hallar og senn fer að hausta þó erfitt sé að greina þessi árstíðaskipti í veðurfarslegu tilliti. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð

Varasöm eldamennska um miðja nótt

TVEIR menn voru fluttir á slysadeildina í Fossvogi um helgina eftir að eldamennska þeirra mistókst herfilega. Lögreglan í Reykjavík telur fullt tilefni til að vara fólk við að hita sér mat að næturlagi þegar það er í "misjöfnu" ástandi. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 62 orð | 1 mynd

Veisla með dægurperlum

Húsavík | Tónlistarveislan 2004 var haldin fyrir skömmu í Íþróttahöllinni og var dagskráin helguð dægurperlum Magnúsar Eiríkssonar. Tónlistarveislan hefur verið haldin undanfarin ár til auðgunar menningarlífi. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 106 orð | 1 mynd

Vel búin fjarnámsstofa opnuð

Hvammstangi | Fjarnámsstofa hefur verið opnuð að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Húnaþing vestra leigir þar til þriggja ára aðstöðu af Forsvar ehf, sem hefur búið stofuna góðum hús- og tækjabúnaði. Meira
31. ágúst 2004 | Minn staður | 331 orð | 2 myndir

Verður vonandi gjaldgengur í Evrópukeppni

Garðabær | Vel var fagnað þegar Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, afhenti íþróttafélaginu Stjörnunni ný knattspyrnumannvirki á íþróttasvæðinu við Ásgarð á dögunum, en þar er um að ræða fjóra nýja gervigrasvelli. Meira
31. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

VISA hækkar þjónustugjöld á söluaðila

NÝ gjaldskrá VISA tekur gildi 1. september nk. og hækka þá þjónustugjöld á söluaðila sem hafa verið óbreytt síðustu þrjú ár. Meðal breytinga er að lágmarksgjald á hverja debetkortafærslu hækkar úr í 5 í 7 kr. hjá aðilum sem aðeins taka við debetkortum. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Vísindamenn í Kaliforníu búa til "maraþonmýs"

VÍSINDAMENN hafa uppgötvað, að með genabreytingu má breyta venjulegum músum í maraþonhlaupara, en ekki eru líkur á að hægt verði að gera þessa breytingu á mönnum fyrir Ólympíuleikana 2008, að því er fram kemur í rannsókn sem birt var á mánudaginn. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 102 orð

Þvagsóðarnir fá kalda sturtu

HOLLENSKIR bjórsvelgir, sem geta ekki beðið með að kasta af sér vatni þar til þeir komast heim, eiga ekki von á góðu í Tilburg í Hollandi. Meira
31. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 933 orð | 1 mynd

Æfing í pólitískum sveigjanleika

Landsþing Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum hófst í gær, og þótt áhersla verði lögð á að sýna samhentan flokk og samhenta frambjóðendur krauma deilur undir niðri og jafnvel forsetaefnið og varaforsetaefnið eru ekki á eitt sátt. Meira

Ritstjórnargreinar

31. ágúst 2004 | Leiðarar | 422 orð

Áhættusamt starf

Fyrir helgi bárust þau tíðindi til Ítalíu, að ítalskur blaðamaður hefði verið tekinn af lífi í Írak. Þar voru að verki íraskir mannræningjar. Meira
31. ágúst 2004 | Staksteinar | 338 orð | 1 mynd

Grundvallarmisskilningur

Ný íbúðalán KB banka hafa valdið miklum titringi á markaðnum. Greinilegt er að margir hyggjast nýta lága vexti til þess að endurfjármagna húsnæði sitt og greiða upp gömul lán, meðal annars hjá Íbúðalánasjóði. Meira
31. ágúst 2004 | Leiðarar | 432 orð

Skakkur skattur

Í umræðum um nýja möguleika á húsnæðislánamarkaði vegna stórfelldrar vaxtalækkunar bankanna hefur enn einu sinni komið í ljós hvað hið svokallaða stimpilgjald er óréttlátur skattur og hversu óheilbrigð áhrif það hefur á efnahagslífið. Meira

Menning

31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Faðir og sonur

FYRIR þá sem vilja hefðbundið fjölskyldudrama, dálítið í væmnari kantinum, er Everwood málið. Við fylgjumst með Andrew Brown heilaskurðlækni sem hefur flutt sig úr borginni í smábæ til að leita hugarfróunar eftir sáran eiginkonumissi. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 124 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Hin þokkafulla Keira Knightley , sem undanfarið hefur verið rísandi stjarna í kvikmyndaheiminum, hefur hafnað tækifæri til að vera næsta Bondstúlka, þar sem henni finnst að hún myndi ekki líta nógu vel út í bikiníi. Meira
31. ágúst 2004 | Tónlist | 272 orð | 1 mynd

Gargandi snilld - eða geðveiki?

Hið virta danska dagblað Be rl ingske Tidende fer einkennilega leið í gagnrýni sinni á nýjasta verk Bjarkar Guðmundsdóttur, raddaplötuna Medúllu . Meira
31. ágúst 2004 | Tónlist | 387 orð | 1 mynd

Hið íslenska líf sonar Harðar

SKAGAMENN eru margir synir Harðar, enda eru margir Skagamenn Herðir. Einn sonur Harðar af Skaganum er Geir, tónelskur mjög og snjall á gítar og raddbönd. Geir var að senda frá sér hljómplötu, Landnám , með aðstoð Orra. Meira
31. ágúst 2004 | Tónlist | 503 orð | 2 myndir

Innlit í undraheim

Tónleikar Slowblow og múm í Bæjarbíói, Hafnarfirði, sunnudaginn 29. ágúst 2004. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 253 orð | 1 mynd

Leiddu mig í lundinn...

PRESTAR landsins lenda af og til í vanda þegar brúðhjón standa frammi fyrir því að velja sér lag til flutnings við hjónavígsluna. Meira
31. ágúst 2004 | Fólk í fréttum | 691 orð | 1 mynd

Lýsir eftir handriti

LESENDUR Morgunblaðsins hafa máski rekið augun í auglýsingu á síðum blaðsins undanfarna daga þar sem lýst er eftir hugmynd að handriti fyrir víkingamynd og er verðlaunum heitið fyrir bestu hugmyndirnar. Meira
31. ágúst 2004 | Myndlist | 533 orð

MYNDLIST - Orkuveita Reykjavíkur

Til 15. september. Sýningarsalur Orkuveitunnar er opinn alla virka daga frá kl. 8-16. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 433 orð | 3 myndir

Norrænn innblástur Wagners

Fjöldi Íslendinga hefur sótt Bayreuth í Þýskalandi heim að undanförnu. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 400 orð | 1 mynd

Of gott tækifæri til að láta það sér úr greipum ganga

CHERIE Booth Blair, lögfræðingur og eiginkona Tonys Blair, opnaði á laugardag sýninguna Ferð að yfirborði jarðar í Listasafninu á Akureyri á verkum Boyle-fjölskyldunnar bresku, en hún samanstendur af fjórum listamönnum, Mark Boyle, Joan Hill og börnum... Meira
31. ágúst 2004 | Tónlist | 389 orð | 4 myndir

OutKast með myndband ársins

Outkast og rapparinn Jay-Z fengu flest verðlaun á Myndbandahátíð MTV eða fern hvor. Hátíðin var haldin í Miami á sunnudagskvöld en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin utan New York og Los Angeles. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 290 orð | 2 myndir

Síðbúin kínversk hetjudáð

KVIKMYNDIN Hetja fékk langmesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Um er að ræða kínverska bardagamynd með Jet Li í aðalhlutverki og námu tekjur af sýningu myndarinnar 17,8 milljónum dala eða jafnvirði nærri 1,3 milljarða króna. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

...sjóuðum spæjurum

NÝLEGA hófst á Stöð 2 sakamála/spennuþáttaröðin Glæpadeild sjóhersins eða Navy NCIS. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 408 orð | 1 mynd

Tillaga Arkþings og Arkitema valin

TILLAGA Arkþings ehf. og Arkitema í Danmörku hlaut önnur verðlaun í samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri, en tilkynnt var um úrslit á samkomu á Hólum, húsi Menntaskólans á Akureyri, á Akureyrarvöku á laugardag. Meira
31. ágúst 2004 | Tónlist | 1357 orð | 1 mynd

Vantar alltaf góða tenóra

Kórar landsins eru hver af öðrum að hefja vetrarstarf sitt um þessar mundir. Vel á þriðja hundrað kóra og sönghópa starfa í landinu, og má gera ráð fyrir að um átta til tíu þúsund manns syngi í kórum. Meira
31. ágúst 2004 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Þriðja barnið á leiðinni

SÖNGKONAN Victoria Beckham og knattspyrnukappinn David Beckham eiga von á sínu þriðja barni í mars á næsta ári. Hjónin eiga fyrir tvo syni, Brooklyn, fimm ára, og Romeo sem er tveggja ára. Meira
31. ágúst 2004 | Leiklist | 453 orð | 1 mynd

Ætlum að leggja allt undir

Felix Bergsson og félagar í leikhópnum Á senunni ætla svo sannarlega að leggja allt undir í vetur þegar æfingar hefjast á söngleiknum Kabarett. Meira

Umræðan

31. ágúst 2004 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd

Áliðnaður á Íslandi og skipulag hálendisins

Jakob Björnsson skrifar um stóriðju og umhverfismál: "Við munum nýta hálendið með margvíslegum hætti í framtíðinni." Meira
31. ágúst 2004 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Bara heiðarleg hitabylgja

Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um veður: "Við eigum að vera þakklát og glöð fyrir þessa miklu hitabylgju..." Meira
31. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 231 orð

Erindi frá sjávarbónda

Frá Páli G. Hannessyni:: "Í framhaldi af bréfstúfi, sent í bréf til Morgunblaðsins 1. júní síðastliðinn um sjávar- og hlunnindarétt sjávarjarða, vil ég bæta við að fyrsta verk stjórnar Samtaka eigenda sjávarjarða var m.a." Meira
31. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 224 orð

Herrar og frúr, og frúherrar

Frá Kristjáni Hall:: "Það var kallað vorið í Prag, þegar eldhressir hugjónamenn risu upp gegn þrúgandi kerfisköllum síns tíma og boðuðu jafnrétti og framfarir. Nú er vorið komið til Reykjavíkur." Meira
31. ágúst 2004 | Aðsent efni | 274 orð | 1 mynd

Maður með mönnum

Ragnar Halldór Hall skrifar um embættisveitingar: "Ætli það sé leiðin til að tryggja sig í sessi í stjórnarsamstarfinu?" Meira
31. ágúst 2004 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

"Eðlilegt atvinnuleysi" fylgir nútímasamfélagi

Leó M. Jónsson skrifar um atvinnuleysi: "Vegna þessa úrelta hugarfars íslenskra ráðamanna fjölgar öryrkjum hérlendis með hverju árinu..." Meira
31. ágúst 2004 | Aðsent efni | 617 orð | 1 mynd

Sykurskattur, offita og Lýðheilsustöð

Friðrik Eysteinsson fjallar um sykurneyslu: "Það er m.a. hlutverk Lýðheilsustöðvar að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu." Meira
31. ágúst 2004 | Aðsent efni | 399 orð | 1 mynd

Varanlegar kjarabætur

G. Valdimar Valdemarsson skrifar um húsnæðislán: "Verður þetta tímabundin bóla sett fram til að bæta áróðursstöðuna...?" Meira
31. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 214 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hver þekkir kvæðið? Oft var hermanns örðug ganga, eitt sinn hlaut ég reyna það. Með sollið brjóstið, sveittan vanga, síðla fjarri næturstað. Eftir mæðu eg komst langa, eitt sitt litlum kotbæ að. Meira
31. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Öfugmælavísur?

Frá Indriða Aðalsteinssyni:: "ÖFUGMÆLAVÍSUR eru þáttur í þjóðararfinum, til dæmis þessi: Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábarnssokk." Meira

Minningargreinar

31. ágúst 2004 | Minningargreinar | 378 orð | 1 mynd

FJÓLA VALDÍS BJARNADÓTTIR

Fjóla Valdís Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 30. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2697 orð | 1 mynd

INGÓLFUR VIKTORSSON

Ingólfur Viktorsson fæddist í Flatey á Breiðafirði 16. apríl 1924. Hann lést á heimili sínu 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Viktor Guðnason póst- og símstjóri í Flatey, f. 10. september 1899 á Þingeyri, d. 5. ágúst 1964, og Jónína G. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1144 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÞORGRÍMSDÓTTIR

Margrét Þorgrímsdóttir fæddist í Reykjavík 8. desember 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, og Þorgrímur Sigurðsson útgerðarmaður og skipstjóri. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1156 orð | 1 mynd

SIGURGEIR EIRÍKSSON

Sigurgeir Eiríksson fæddist að Auðnum í Sæmundarhlíð 10. maí 1926. Hann lést 18. ágúst síðastliðinn. Sigurgeir var sonur hjónanna Eiríks Sigurgeirssonar, f. að Miðsitju í Blönduhlíð 24. september1891, d. 13. maí 1974, og Kristínar K. Vermundsdóttur, f. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2004 | Minningargreinar | 265 orð | 1 mynd

VERA INGIBERGSDÓTTIR HRAUNDAL

Vera Ingibergsdóttir fæddist í Reykjavík 31. desember 1913. Hún lést 20. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grensáskirkju 30. júlí. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2291 orð | 1 mynd

ÞÓRA SVANA SVEINBJÖRNSDÓTTIR

Þóra Svana Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 2. júní 1933. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Þóru Svönu voru Sveinbjörn Sighvatsson, f. í Reykjavík 14. sept. 1905, d. 5. okt. 1958 og Jarþrúður Jónasdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

31. ágúst 2004 | Sjávarútvegur | 157 orð | 1 mynd

Bretar fiskuðu fyrir 68 milljarða

VERÐMÆTI landaðs afla brezkra fiskiskipa á síðasta ári var um 521 milljón punda, 67,7 milljarðar íslenzkra króna. Alls varð afli þeirra 631.000 tonn. Botnfiskafli var um 32% heildarinnar í magni talið og 43% mælt í verðmætum. Meira
31. ágúst 2004 | Sjávarútvegur | 446 orð | 1 mynd

Maritech kaupir Surefish

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Maritech, dótturfélag TölvuMynda hf., hefur keypt ráðgjafarfyrirtækið Surefish sem sérhæfir sig í ráðgjöf til sjávarútvegsfyrirtækja og fiskmati. Meira

Viðskipti

31. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd

Hlutfall vanskila minnkar

HLUTFALL vanskila í heild af útlánum hefur lækkað úr 3,1% í árslok 2003 í 2,2% í lok 2. ársfjórðungs 2004 eða um 0,9% stig, að því er fram kemur í frétt frá Fjármálaeftirlitinu , FME. Hefur vanskilahlutfallið ekki verið lægra síðan í árslok 2000. Meira
31. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 94 orð

ÍSB lækkar verðtryggða vexti

ÍSLANDSBANKI lækkar verðtryggða vexti helstu inn- og útlánaforma um 0,5 prósentustig frá og með 1. september nk. Meira
31. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 356 orð

KB banki einn um greiðslurnar

ÍSLANDSBANKI, Landsbankinn og SPRON greiða ekki þóknun fyrir nýja viðskiptavini sem koma í viðskipti við þessar innlánsstofnanir. Meira
31. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Markaðir lækkuðu

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands lækkaði í gær um 1,36% og var 3.382,67 stig við lokun markaðarins. Mest lækkuðu bréf Burðaráss hf., eða um 3,7%, og var lokaverð bréfanna 13 krónur á hvern hlut. Meira
31. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 613 orð | 1 mynd

Yrði vel tekið á markaði

VIÐ SÖLU á Landssímanum verður leitað að kjölfestufjárfesti, og er ekkert því til fyrirstöðu að sá fjárfestir komi erlendis frá, að sögn Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Meira

Daglegt líf

31. ágúst 2004 | Daglegt líf | 599 orð | 3 myndir

Svona vil ég sjá þig

Aftur er lagt af stað í leiðangur undir yfirskriftinni "Svona vil ég sjá þig" en fyrir skömmu voru það tveir herramenn sem riðu á vaðið. Anna Pála Sverrisdóttir fylgdist með vinkonunum Stefaníu og Guðnýju Erlu gera róttækar breytingar hvor á annarri. Meira

Fastir þættir

31. ágúst 2004 | Dagbók | 23 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, 31. ágúst, er fimmtugur Elías Kristjánsson, yfirtollvörður, til heimilis að Greniteigi 14, Keflavík. Eiginkona hans er Venný Sigurðardóttir... Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 38 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, 31. ágúst, verður fimmtugur Guðni Albert Einarsson, framkvæmdastjóri, Hjallabyggð 3, Suðureyri. Af því tilefni efna hann og eiginkona hans, Sigrún M. Sigurgeirsdóttir, til fagnaðar í Þurrkveri á Suðureyri frá klukkan 19.00 í... Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 29. ágúst varð 95 ára Hjálmar S. Helgason, Holtagerði 84, Kópavogi. Hann og eiginkona hans, Kristbjörg Pétursdóttir, dvelja nú á hjúkrunarheimilinu... Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 191 orð

Almanak Háskólans 2005 komið út

ÚT ER komið Almanak fyrir Ísland 2005, sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 169. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 96 bls. að stærð. Meira
31. ágúst 2004 | Fastir þættir | 196 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Dulin hætta. Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 30 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 17.

Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Sigríði K. Helgadóttur þau Arna María Geirsdóttir og Ragnar Ingi Sigurðsson. Heimili þeirra er í... Meira
31. ágúst 2004 | Viðhorf | 912 orð

Dásamleg tilbreyting

Þegar maðurinn hefur náð nægilegu magni efnislegra gæða til að lifa af og líða ágætlega er algjör óþarfi að bæta við og slíkt er ekki nema til óþurftar. Ef óþarfa er bætt við verður maðurinn bara feitur og gráðugur. Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 145 orð

Fagna húsnæðislánum banka

SAMBAND ungra framsóknarmanna (SUF) fagnar því að bankakerfið bæti þjónustu sína við almenning í landinu með því að bjóða húsnæðislán fyrir allt að 80% af kaupverði og á vöxtum sem eru sambærilegir við lánskjör Íbúðalánasjóðs. Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 51 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina YF-119, sem er grár Volkswagen Golf, á bifreiðastæðinu vestan við slysadeildina í Fossvogi. Tjónvaldur, ökumaður á dökkblárri fólksbifreið, fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 157 orð | 1 mynd

Námsstyrkur Félagsþjónustunnar

FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur undanfarin fjögur ár veitt styrki til náms í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir karlmönnum sem stefna að starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og hafa lokið a.m.k. Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 40 orð

Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik...

Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.) Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 493 orð | 1 mynd

"Það geta allir lært að dansa"

Edgar K. Gapunay er fæddur 1975 og hefur lengst af verið búsettur í Kópavoginum. Hann öðlaðist danskennararéttindi frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar á árunum 1997-98. Edgar hefur kennt við Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar frá 16 ára aldri, en hefur þess utan einnig kennt dans í Bretlandi, Bandaríkjunum og Hong Kong. Hann er varaformaður Dansíþróttafélags Kópavogs. Eiginkona Edgars er Ellen Dröfn Björnsdóttir viðskiptafræðinemi og eiga þau soninn Elvar Kristin þriggja ára. Meira
31. ágúst 2004 | Fastir þættir | 185 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. c3 c5 8. Re5 a6 9. Bg5 Dd5 10. Bxf6 gxf6 11. Rc4 cxd4 12. Rb6 De4+ 13. Be2 Hb8 14. O-O dxc3 15. bxc3 Bc5 16. Hb1 Dc6 17. Bf3 Dc7 18. Da4+ Ke7 19. Da5 Bd6 20. Hfe1 Bxh2+ 21. Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar í Fríkirkjunni

SIGRÍÐUR Ósk Kristjánsdóttir sópransöngkona heldur styrktartónleika ásamt félögum í Fríkirkjunni í Reykjavík á fimmtudagskvöld, 2. september, kl. 20. Sigríður Ósk er við framhaldsnám í söng í Royal College of Music í London. Meira
31. ágúst 2004 | Dagbók | 59 orð | 1 mynd

Tríó eftir Haydn og Brahms

Sumartónleikar | Á síðustu tónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, kl. 20.30, leikur Gruppo Atlantico; Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Robert La Rue sellóleikari, Adrienne Kim píanóleikari ásamt Signýju Sæmundsdóttur sópran. Meira
31. ágúst 2004 | Fastir þættir | 309 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er einn þeirra þúsunda landsmanna sem fengið hafa áhuga á því að stunda skotveiðar í íslenskri náttúru. Meira

Íþróttir

31. ágúst 2004 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

* BJARNI Guðjónsson kom inná sem...

* BJARNI Guðjónsson kom inná sem varamaður á 83. mínútu í leik Coventry gegn West Ham í ensku 1. deildinni í gær. *JÓHANNES Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Leicester, sem mátti þola tap fyrir Brighton á heimavelli í 1. deildarkeppninni í gær, 1:0. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 98 orð

Dæmd í tveggja ára bann

JÚDÓKONAN Anna Soffía Víkingsdóttir hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni eftir keppni á Íslandsmótinu í júdó 24. apríl sl. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 1117 orð | 2 myndir

Eftirsjá að sir Bobby Robson

"BOBBY Robson er besti þjálfarinn sem ég hef kynnst - geysilega hæfileikaríkur og fljótur að lesa leikinn. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 163 orð

Fylkir 0:1 KA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild...

Fylkir 0:1 KA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 16. umferð Fylkisvöllur Mánudaginn 30. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 29 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Fram - KR 20 Akranesvöllur: ÍA- Keflavík 17:30 Grindavíkurvöllur: Grindavík - FH 17:30 Bikarkeppni kvenna, Visa-bikar, undanúrslit: Eyjar: ÍBV - Stjarnan 17.30 3. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 145 orð

KA-menn skoruðu eftir 610 mínútna þurrð

KA-MENN gerðu sitt fyrsta mark í síðari umferð Landsbankadeildarinnar í gær þegar þeir unnu Fylki 1:0 í Árbænum. Leikurinn var í 16. umferð og það þýðir að KA hafði ekki skorað í sex síðustu leikjum sínum. Síðast skoraði KA í leik við FH í Kaplakrika 11. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 544 orð

KA skoraði og það dugði gegn Fylki

EFTIR mikla markaþurrð í seinni umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu tókst KA-mönnum loks að skora mark í gærkvöldi þegar þeir heimsóttu Fylki í Árbæinn. Elmar Dan Sigþórsson skoraði á síðustu andartökum fyrri hálfleiks og það dugði. Þrjú mikilvæg stig til norðanmanna sem vonast enn til að bjarga sér frá falli en meistaradraumur Fylkismanna dofnaði mikið við þetta tap og virðist sem liðið ætli að sjá af meistaratitlinum enn eitt árið. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 108 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin Fylkir...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin Fylkir - KA 0:1 Elmar Dan Sigþórsson 45. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 168 orð

Korzjanenko á "steinaldarsterum"

NIKOLAJ Durmanov, sem á sæti í lyfjanefnd rússnesku Ólympíunefndarinnar, segir að Irina Korzhanenko, gullverðlaunahafi í kúluvarpi kvenna, hafi sprengt ímynd rússneskra frjálsíþrótta í loft upp eftir að hún féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Aþenu. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 695 orð | 1 mynd

Lyftingar teknar af dagskrá á ÓL í Peking?

NORÐMAÐURINN Gerhard Heiberg sem á sæti í Alþjóða Ólympíunefndinni, IOC, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að allt bendi til þess að ólympískar lyftingar verði ekki á dagskrá Ólympíuleikana í Peking í Kína eftir fjögur ár. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 170 orð

Manchester United að missa af lestinni

MANCHESTER United missti af tveimur mikilvægum stigum í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Everton á heimavelli sínum, Old Trafford. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Ólafur í úrvalsliði Ólympíuleikanna

ÓLAFUR Stefánsson er í úrvalsliði handknattleikskeppni Ólympíuleikanna en liðið var tilkynnt að keppni lokinni á sunnudagskvöldið. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 97 orð

Peoples í Snæfell

ÚRVALSDEILDARLIÐ Snæfells hefur samið við bandaríska framherjann Desmond Peoples en hann er rétt rúmir tveir metrar hæð. Peoples lék með háskólaliðinu St. Augustine á síðustu leiktíð en þar skoraði hann rúm 20 stig að meðaltali og tók 11 fráköst í leik. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Robson leystur frá störfum

SIR Bobby Robson var í gær vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri Newcastle. Robson, sem er 71 árs gamall, tók við Newcastle fyrir fimm árum síðan þegar liðið var á botni úrvalsdeildarinnar. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 213 orð

Rogge ætlar ekki að gefast upp í lyfjabaráttunni

JACQUES Rogge forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, segir að stríðið við þá íþróttamenn sem nota ólögleg lyf muni aldrei taka enda, en uppgjöf sé ekki í umræðunni hjá IOC. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

* RÓBERT Sighvatsson skoraði þrjú mörk...

* RÓBERT Sighvatsson skoraði þrjú mörk og Gunnar Berg Viktorsson tvö þegar lið þeirra Wetzlar lagði Eisenach , 35:29, í æfingaleik um helgina. Rúnar Sigtryggsson skoraði eitt mark fyrir Eisenach . Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 106 orð

Stoichkov velur Íslandsfarana

HRISTO Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, segir að Búlgarar fari til Íslands til að ná í þrjú stig, en sætti sig við jafntefli. Landsliðshópur hans er þannig skipaður að Zdravko Zdravkov (Rizespor) og Dimitar Ivankov (Levski Sofía) eru markverðir. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 451 orð | 1 mynd

Verðum að vera sigursælir heima

LOGI Ólafsson, annar landsliðsþjálfari íslenska liðsins í knattspyrnu, segir að Ísland verði að sigra í nánast öllum heimaleikjunum liðsins í undankeppni HM ef Ísland á að eiga möguleika á einu af efstu tveimur sætunum í riðlinum. Ísland mætir Búlgaríu á laugardaginn á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Meira
31. ágúst 2004 | Íþróttir | 299 orð

Þrjár breytingar á landsliðshópnum

ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar íslenska landsliðsins í knattspyrnu, völdu í gær 20 manna landsliðshóp fyrir leikina tvo í undankeppni HM sem fram undan eru. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.