ÞAÐ er ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitlinn í knattspyrnu karla verður spennandi á lokasprettinum - þegar tvær umferðir eru eftir. FH-ingar, sem gerðu góða ferð til Grindavíkur í gærkvöldi, þar sem þeir unnu 4:0 og lögðu markatölu sína, eru með pálmann í höndunum. Þeir eru með þriggja stiga forskot, 31 stig, á Eyjamenn og með 13 mörk í plús. ÍBV er með 28 stig og 14 mörk í plús. Fylkir, 26 stig, og ÍA, 25 stig, geta blandað sér í baráttuna.
Meira