Greinar föstudaginn 3. september 2004

Fréttir

3. september 2004 | Innlendar fréttir | 149 orð

46% segjast styðja ríkisstjórnina

STUÐNINGUR við ríkisstjórnina mælist um átta prósentustigum hærri í Þjóðarpúlsi Gallup fyrir ágústmánuð en hann var í júlí, og segjast 46% aðspurðra styðja ríkisstjórnina. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 913 orð | 1 mynd

Aðeins bólusetning gæti heft útbreiðsluna

Tíðni kynfæraáblásturs er allt að 30% hjá fullorðnum hérlendis. Sýkingin er hvimleið og tekur veiran sér bólfestu í líkamanum alla ævi. Engin lækning er til en unnt að draga úr einkennum með lyfjum. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Allt í lagi að vera ekki hlutlaus

SUNNUDAGSÞÁTTURINN er heiti á nýjum umræðuþætti um pólitísk málefni sem hefur göngu sína á Skjá einum í október. Þættinum stýra Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna og Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Anwar leystur úr fangelsi ANWAR Ibrahim,...

Anwar leystur úr fangelsi ANWAR Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, var látinn laus úr fangelsi í gær eftir að áfrýjunarréttur hnekkti níu ára fangelsisdómi yfir honum fyrir spillingu og samræði við karlmenn. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 40 orð

Atburðarásin

4.49 Vaktstöð siglinga (Siglufjarðarradíó) fær neyðarkall frá skipinu. Kaldbakur fer til móts við Kópnes. 5.25 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, fer í loftið en snúið við eftir um 20 mínútna flug. 5.29 Kaldbakur kominn að skipinu. 5. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Aukning í Jöklasafninu | Mun fleiri...

Aukning í Jöklasafninu | Mun fleiri gestir sóttu Jöklasafnið á Hornafirði í sumar en í fyrra. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð

Á 136 km hraða

FULLMIKILL asi var á ökumanni á leið um umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki í gær. Hann mældist á 136 kílómetra hraða í Blönduhlíðinni laust upp úr hádegi. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Áfram varnir í Keflavík

VARNARSTÖÐIN í Keflavík gegnir mikilvægu hlutverki fyrir öryggi Íslands og Bandaríkjanna og bandaríkjaher á áfram að halda uppi varnarviðbúnaði hér á landi segir Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Ágústmánuður var heitari en júlí

ÁGÚSTMÁNUÐUR var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð

Átján sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra

ÁTJÁN sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra, en umsóknarfrestur rann út 1. september. Nítján sendu inn umsókn um embættið til menntamálaráðuneytisins en einn þeirra dró umsókn sína til baka í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Biðröð fyrir utan við opnun safnsins

BIÐRÖÐ var fyrir utan Þjóðminjasafn Íslands þegar safnahúsið við Suðurgötu var opnað almenningi klukkan 11 í gærmorgun. Um 1.000 gestir heimsóttu safnið á opnunardaginn. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð

Björn bóndi

Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá menningartímaritið Skjöld inn um lúguna, sem ritstýrt er af Páli Skúlasyni. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Bónus byggir í Borgarnesi

BÆJARRÁÐ Borgarbyggðar hefur samþykkt að úthluta lóðinni nr. 6 við Digranesgötu í Borgarnesi til fasteignafélagsins Þyrpingar hf. og bæjarstjóra verið falið að ganga frá samningi við fyrirtækið um lóðina. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Bush heitir auknu öryggi

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti flutti í gærkvöldi ræðu á flokksþingi repúblikana í New York og tók formlega við útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokksins. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Djúpt hugsi á bryggjupollanum

Húsavík | Hann virtist djúpt hugsi pólski sjómaðurinn sem ljósmyndari smellti mynd af á Húsavík á dögunum. Hann sat á bryggjupollanum og beið þess að taka við endanum þegar verið var að færa skip hans til í höfninni. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Eðla skaut lögreglu skelk í bringu

EÐLA fannst við húsleit í Grafarvogi í gær. Lögreglumenn á vettvangi héldu fyrst að um nýstárlegt stofustáss væri að ræða þar sem eðlan stóð grafkyrr uppi á hillu og virtist allt eins geta verið úr plasti. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 184 orð

Eigandi vopnsins gekkst undir sátt

NIÐURSTÖÐUR rannsóknar sýslumannsins á Selfossi á voðaskoti á tjaldstæðinu á Selfossi hinn 15. mars sl., þar sem drengur á 12. ári lést, hafa nú verið gerðar opinberar. Eigandi skammbyssunnar gekkst undir sátt og verður ekki ákærður. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð

Eitt af bestu sjávarsíðuhótelum í heimi

BRESKA blaðið The Independent hefur útnefnt Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu hótelum heims sem eru við sjávarsíðuna. Á vef Ferðamálaráðs segir að þetta sé önnur viðurkenningin af svipuðu tagi sem Hótel Búðum áskotnist á skömmum tíma. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 75 orð

Ekki í ræningjahöndum

TVEIR franskir blaðamenn, sem hnepptir voru í gíslingu í Írak, eru ekki lengur í mannræningjahöndum, að því er menningar- og fjarskiptamálaráðherra Frakklands, Renaud Donnedieu de Vabres, sagði í gærkvöldi. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð

Eldur logaði í fjölbýlishúsi

ELDUR kviknaði í íbúð á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Drekagil á Akureyri á níunda tímanum í gærkvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar fór á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Upptök eldsins eru óljós. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 238 orð

Engin ákvörðun um byggingu nýs fangelsis verið tekin enn

Í INNGANGI að ársskýrslu Fangelsismálastofnunar kallar Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri, eftir því að nýtt fangelsi verði reist. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 192 orð

Erfitt að sjá bátinn sökkva

DAÐI Guðjónsson, skipstjóri og annar eigandi Kópness, segist í samtali við Morgunblaðið ekki gera sér grein fyrir hvað hafi valdið leka á bátnum. Erfitt hafi verið að horfa á bátinn sökkva í sæ en mest um vert hafi verið að bjarga mannslífunum. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 107 orð

Fordæma gíslatöku

FORMENN utanríkismálanefnda þinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja héldu fund ásamt formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í Reykjavík í gær. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Franskt slæðubann tekur gildi

STÚLKA með höfuðklút mætir í skólann sinn í Villeneuve D'ascq í norðanverðu Frakklandi í gær, á fyrsta degi haustannarinnar. Þá tóku gildi umdeild lög sem banna notkun íslamskra höfuðklúta og annarra áberandi trúartákna í frönskum ríkisskólum. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fulltrúaráð styður skipulagstillögur

FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir ánægju með starf fulltrúa flokksins vegna breytinga á skipulagi bæjarins og trausti á þá til að afgreiða málið. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 117 orð

Gert að sæta einangrun

HÁLFÞRÍTUGUR maður sem réðst að öðrum manni með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Honum verður gert að sæta einangrunarvist meðan rannsókn málsins stendur yfir. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 457 orð | 1 mynd

Giftir niðurgreiða leikskóla fyrir einstæða

Reykjavík | Hjón og sambúðarfólk með börn á leikskólaaldri niðurgreiða leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra um 5.000 krónur á mánuði að því er foreldrasamtökin Börnin okkar telja. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 268 orð | 2 myndir

Grunsamlegir kafarar við Tý

ÁRVÖKULIR varðskipsmenn á Tý sáu sportkafara laumast út úr Helguvíkurhöfn upp úr hádegi í gær og þóttu ferðir þeirra tortryggilegar, sérstaklega vegna þess að síðar um daginn átti að fara fram blaðamannafundur um borð í skipinu og var margt mikilvægra... Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hafði komið til landsins áður

LITHÁINN sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli á sunnudag hafði áður komið í stuttar ferðir til Íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Grunsemdir hljóta því að vakna um að hann hafi hugsanlega einnig smyglað fíkniefnum til landsins í þau skipti. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 1115 orð | 1 mynd

Harðar árásir í garð Johns Kerrys

Ræða demókratans Zells Millers á flokksþingi bandarískra repúblikana í Madison Square Garden í fyrrakvöld vakti mikla athygli. Fréttaskýrendum þótti tónn hennar hatursfullur og veltu fyrir sér hvernig hún myndi mælast fyrir meðal almennings. Davíð Logi Sigurðsson hlýddi á ræðu Millers og fylgdist jafnframt með þegar Dick Cheney varaforseti gagnrýndi John Kerry harkalega. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hálandaleikar

Íslandsmótið í Hálandaleikum verður haldið í Garðalundi á Akranesi næstkomandi laugardag, kl. 14. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Hjálpfús heimsækir leikskóla

DEILDIR Rauða kross Íslands eru þessa dagana að afhenda leikskólum um allt land námsefnið "Hjálpfús heimsækir leikskólann" sem hefur það markmið að kenna leikskólabörnum mikilvægi þess að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Hópmálsókn undirbúin á hendur deCODE

BANDARÍSKA lögfræðifyrirtækið Lerach Coughlin Stoia Geller Rudman & Robbins LLP hefur hafið undirbúning hópmálsóknar, eða svokallaðrar "Class Action Suit", gegn líftæknifyrirtækinu deCODE genetics og stjórnendum þess, og auglýsir í... Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 173 orð

Hvað er herpesveira?

Herpes-sýking eða áblástur er alvarlegt heilbrigðisvandamál, ekki síst hjá konum á barneignaaldri. Hafi einstaklingur sýkst hefur veiran bólfestu í líkama viðkomandi alla ævi. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hverjir geta tekið þátt?

Meðal skilyrða fyrir þátttöku er að stúlkurnar séu á aldrinum 10 til 17 ára þegar þær eru bólusettar í fyrsta skipti og að þær og foreldri eða forráðamaður gefi samþykki sitt. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Hæstiréttur í vettvangsferð

MÁLFLUTNINGUR í þjóðlendumáli ríkisins gegn Bláskógabyggð hefst í Hæstarétti á miðvikudag og mun ljúka daginn eftir. Hæstiréttur mun í dag fara í vettvangsferð um þau svæði sem deilt er um, samkvæmt upplýsingum frá réttinum. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 417 orð | 1 mynd

Konur við stjórnvölinn á báðum vinnustöðunum

Reykjanesbær | "Mér finnst þetta hvetja mann til dáða, til að halda áfram á þessari braut," sagði Gerður Pétursdóttir, leikskólastjóri í Hjallatúni Njarðvík. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð

Kópavogssund | Hið vinsæla almenningssund, Kópavogssundið,...

Kópavogssund | Hið vinsæla almenningssund, Kópavogssundið, fer fram í 11. sinn í Sundlaug Kópavogs nk. sunnudag, 5. september. Sundið stendur yfir frá kl. 8-19. Þátttakendur geta valið þá vegalengd sem þeir vilja synda, 500, 1.000 eða 1. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 352 orð

Kraftar kvenna verði fullnýttir

Á VESTNORRÆNNI kvennaráðstefnu sem haldin var í Þórshöfn í Færeyjum dagana 25. og 26. ágúst var samþykkt ályktun þar sem ráðandi öfl í löndunum þremur [Grænlandi, Færeyjum og Íslandi] eru hvött til að nýta til fullnustu krafta kvenna í samfélaginu. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Kröfur KB banka í þrotabú Móa viðurkenndar

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest tvo dóma Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí sl. sem báðir tengjast þrotabúi kjúklingabúsins Móa. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 71 orð | 1 mynd

Litskrúðugt samfélag

Reykjanesbær | Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt var sett í gær. Börn úr öllum grunnskólum bæjarins söfnuðust saman við Myllubakkaskóla í Keflavík og slepptu hátt í þúsund litskrúðugum blöðrum við afrískan trumbuleik. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 261 orð | 2 myndir

Lómurinn færir björg í bú

Eyrarbakki | Fuglavernd og Árborg reka saman fuglafriðland á Flóagaflsengjum á bökkum Ölfusár, sem tilheyrði Eyrarbakkahreppi fyrir sameiningu sveitarfélaga í vestanverðum Flóa árið 1999. Gengur það undir nafninu Friðlandið í Flóa. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lúsin komin á stjá í skólum

NÚ þegar nokkrir dagar eru liðnir af skólaárinu er farið að bera á árlegum vágesti, lúsinni. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 373 orð

Mistök að auglýsa íbúafund á þessu stigi málsins

EKKI hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um að gera mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og hefur ekki verið fjallað um málið í nefndum og ráðum borgarinnar, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Mun skoða leiðir í endurfjármögnun

ÍBÚÐALÁNSJÓÐUR hefur ekki margar leiðir til þess að bregðast við lækkun vaxta á íbúðalánum banka og sparisjóða. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð

Mýs urðu að rottum

"Ég veit ekki hvernig mýs urðu að rottum," segir Þorkell Björnsson veiðimaður, en í frétt í veiðihorni Morgunblaðsins í liðinni viku er greint frá því að Þorkell hafi í tvígang í sumar veitt urriða sem reyndust verða með hálfmeltar rottur í... Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins

HELGA Arnardóttir, nemi í stjórnmálafræði, hefur verið ráðin ritstjóri Stúdentablaðsins fyrir skólaárið 2004-2005. Það var stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem sá um ráðninguna og fékk umsókn Helgu einróma samþykki hennar. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 392 orð | 1 mynd

Nýr skáli við Hálendismiðstöð í Drekagili

FERÐAFÉLAG Akureyrar hefur að undanförnu staðið fyrir byggingu nýs skála við Drekagil. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð

Nýting gistirýmis betri en í fyrra

GISTINÓTTUM á hótelum og gistiheimilum í janúar-apríl fjölgaði um 9,4% milli ára. Gistinæturnar fyrstu fjóra mánuði ársins voru 258.771 en voru 236.607 fyrir sama tímabil árið 2003. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

"Ekkert mál verið höfðað"

HJÖRDÍS Hákonardóttir héraðsdómari og einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara segir það ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hún hafi höfðað skaðabótamál á hendur dómsmálaráðuneytinu. "Það hefur ekki verið höfðað neitt mál. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð

"Vorum í talstöðvarsambandi allan tímann"

ÍSFISKTOGARINN Kaldbakur EA-1 var staddur um 12 sjómílur frá Kópnesi þegar neyðarkall kom frá bátnum. Að sögn Víðis Benediktssonar, 1. stýrimanns um borð, var Kaldbakur á leið á miðin frá Akureyri þegar kallið kom. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 456 orð

Ríki Evrópu efli stuðning sinn við NATO

FORMENN utanríkismálanefnda þinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funduðu í Reykjavík í gær undir stjórn Sólveigar Pétursdóttur, formanns íslensku þingnefndarinnar. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Rússar útiloka valdbeitingu í Beslan

VOPNAÐIR mannræningjar sem halda a.m.k. 350 gíslum í skóla í Suður-Rússlandi slepptu í gær 32 börnum og konum. Rússnesk stjórnvöld segja, að ekki komi til greina að beita valdi til að fá gíslana lausa. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Scooter aftur til Íslands

TÆKNÓSVEITIN Scooter heldur sína aðra tónleika á Íslandi í Laugardalshöll 25. september næstkomandi. Sveitin var hér á ferð í apríl og hélt þá tónleika í Höllinni fyrir fullu húsi. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 560 orð | 3 myndir

Síðasta haftið sprengt í Fáskrúðsfjarðargöngum á morgun

Á laugardag verður síðasta haftið sprengt í Fáskrúðsfjarðargöngum og því komið að verklokum við sprengingar í göngunum. Þau eru alls 5,9 km löng og munu í heild sinni, ásamt nýjum 14,4 km löngum tengivegi, kosta vel á fjórða milljarð króna. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Sjö bátar sokkið af völdum óþekkts leka á árinu

ALLS hafa sjö bátar sokkið á hafi úti það sem af er árinu af völdum óþekkts leka, samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd sjóslysa - þar af sukku þrír bátar undanfarna viku, nú síðast í gær þegar Kópnes ST-46 frá Hólmavík sökk um 27 sjómílur norður af... Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð

Skagfirðingar í golfi | Árlegt golfmót...

Skagfirðingar í golfi | Árlegt golfmót burtfluttra Skagfirðinga á höfuðborgarsvæðinu verður að þessu sinni haldið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði sunnudaginn 12. september nk. Leiknar verða 18 holur með punktafyrirkomulagi og byrjað að ræsa út kl. 10. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð

Sólarsumar að baki

SUMARIÐ var hlýtt á landinu, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir (júní, júlí og ágúst) aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra (2003), 1939 og 1880. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Stríðið gegn hryðjuverkum á villigötum?

Al-Qaeda-hreiðrið í Afganistan var hreinsað út, Írak er á valdi Bandaríkjamanna en samt fjölgar hryðjuverkunum. Stefna Pútíns í Tétsníu hefur beðið skipbrot og hefndarárásir Ísraela hafa engu skilað. Nú spyrja margir hvort tímabært sé að hugsa málin upp á nýtt. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 85 orð | 1 mynd

Stúdentagarðar og leikskóli

Nýir stúdentagarðar við Tröllagil 29 í eigu Félagsstofnunar stúdenta við Háskólann á Akureyri verða teknir í notkun á morgun, laugardaginn 4. september. Opið verður frá kl. 13 til 15. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 103 orð

Sumarhúsabyggð | Bæjarráð Akureyrar óskar eftir...

Sumarhúsabyggð | Bæjarráð Akureyrar óskar eftir því við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að Norðurorku hf. verði heimilað að vinna skipulagstillögu að sumarhúsabyggð í landi Reykja í Fnjóskadal í samræmi við gildandi svæðisskipulag fyrir árin 1998-2018. Meira
3. september 2004 | Erlendar fréttir | 269 orð

Telur demókrata hafa villst af leið

ZELL Miller er fyrsti maðurinn til að flytja "heiðursræðu" á flokksþingum bæði repúblikana og demókrata. Miller hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Georgíu-ríki síðustu fjögur árin en var áður ríkisstjóri í Georgíu 1991-1999. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 772 orð | 1 mynd

Varnarviðbúnaður í Keflavík mikilvægur

Vera varnarliðsins í Keflavík er bæði mikilvæg fyrir Bandaríkin og Ísland að mati Richards Lugar, formanns utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði Björgvini Guðmundssyni að finna þyrfti leið til að viðhalda hér varnarviðbúnaði sem væri viðunandi fyrir báðar þjóðirnar. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð

Veltu bíl í lausamöl

ÞRÍR Írar eiga bílbeltum að þakka að þeir meiddust ekkert er þeir misstu stjórn á bílaleigubíl sínum á Vatnsnesi í gærkvöld með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og hafnaði á toppnum. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Viðræður í fullum gangi

Kjarasamningar við fjórðung þeirra sem starfandi eru á íslenskum vinnumarkaði eru á næsta leiti. Hinum almenna vinnumarkaði sem svo er kallaður tilheyra 75% launafólks og við þann hluta hefur að mestu verið samið um kaup og kjör. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Vilja herða eftirlit með vélarrými skipa

NAUÐSYNLEGT er að herða skoðunareftirlit með vélarrými skipa í ljósi tíðra sjóslysa að undanförnu, að mati Jóns Arilíusar Ingólfssonar, framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð

Vilja samstarf um skóla | Hreppsnefnd...

Vilja samstarf um skóla | Hreppsnefnd Skilmannahrepps í Borgarfirði hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Akraneskaupstaðar um sameiningu eða samstarf um rekstur grunnskóla. Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að taka upp viðræður um málið. Meira
3. september 2004 | Minn staður | 134 orð

Þakka fyrir framlag borgarbúa

Reykjavík | Borgarráð þakkaði Höfuðborgarstofu og verkefnisstjórn Menningarnætur fyrir vandaðan undirbúning í bókun á fundi sínum á þriðjudaginn. Einnig var samstarfsaðilum innan verkefnisstjórnar þakkað einstaklega gott samstarf, þ.e. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð | 4 myndir

Þremur skipverjum bjargað úr gúmbjörgunarbát

ÞREMUR mönnum var bjargað um borð í Kaldbak rúmar 27 sjómílur norðnorðvestur af Skagatá á sjötta tímanum í gærmorgun eftir að leki kom að 200 brúttótonna tog- og netabátnum Kópnesi ST-46 frá Hólmavík. Meira
3. september 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

Þriðjungur vill frjálsan innflutning

ÞRIÐJUNGUR þjóðarinnar vill frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, og rúmlega 43% vilja innflutning á þeim tíma sem þær eru ekki til hérlendis. Nærri fjórðungur þjóðarinnar er alveg andvígur innflutningi á landbúnaðarvörum. Meira

Ritstjórnargreinar

3. september 2004 | Leiðarar | 332 orð

Pólitískt skipaðir ráðuneytisstjórar?

Ómar Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, varpar fram þeirri hugmynd í Morgunblaðinu í gær að rétt geti verið að ráðherrar velji ráðuneytisstjóra og byggi það val sitt á persónulegum eða pólitískum tengslum. Meira
3. september 2004 | Leiðarar | 309 orð | 2 myndir

"Ágætlega arðbært fyrirtæki"

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið í gær og réttlætir hinar miklu fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptarekstri. Meira
3. september 2004 | Leiðarar | 412 orð

Skelfileg grimmdarverk

Gíslatakan í barnaskóla í Suður-Rússlandi hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð og óhug víða um heim. Erfitt er að ímynda sér skelfilegri leið til að reyna að fá pólitískum baráttumálum framgengt en að ráðast til atlögu gegn saklausum börnum. Meira

Menning

3. september 2004 | Menningarlíf | 1657 orð | 1 mynd

Allar fjalla bækurnar um völd

Einn vinsælasti höfundur Svía, Liza Marklund, heldur fyrirlestur og les upp úr bókum sínum í Norræna húsinu í kvöld, en Marklund er stödd hér á landi í tilefni af útkomu nýjustu bókar sinnar um blaðakonuna Anniku Bengtzon á íslensku. Silja Björk Huldudóttir hitti Marklund að máli. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Ástarþurfi!

MAROON 5 er eitt heitasta bandið í dag. Um það þarf ekki að þræta. Ballaðan "She Will Be Loved" hefur örugglega verið eitt mest leikna lagið á poppútvarpsstöðvum landsins og PoppTíví. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

...bráðefnilegum ballettdansara

BILLY Elliott er bresk mynd frá árinu 2000. Um er að ræða ljúfsára og fallega mynd sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Sögusviðið er Norður-England árið 1984 og Tatcherisminn og verkfall kolanámumanna í algleymi. Meira
3. september 2004 | Bókmenntir | 402 orð

BÆKUR - Ættfræði

Niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslæk. Skrásett hefur Pétur Zophoníasson. Ný útgáfa. Áttunda bindi. H-liður: Niðjar Stefáns Bjarnasonar 4. hluti Bókaútg. Skjaldborg, Reykjavík 2003, 340 bls. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 546 orð | 1 mynd

Dansað í miðborginni

"MAÐUR er stundum spurður hvort maður sé ekki orðin hundleiður á því að þurfa aftur og aftur að kenna sömu dansana, einhverjum nýgræðingum. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd

Dís á djamminu

ÍSLENSKA kvikmyndin Dís verður frumsýnd í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri í dag. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir þær Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Endurkoma!

THE Prodigy hafa loksins snúið aftur og gefið út sína fyrstu plötu síðan The Fat of the Land gerði allt kolvitlaust árið 1997. Nýja platan heitir Always Outnumbered, Never Outgunned og er Liam Howlett, forsprakki sveitarinnar, orðinn einn eftir í... Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Glaseygður glaumgosi

SEGJA má að Dudley heitinn Moore hafi komið sér rækilega á kortið með myndinni Arthur , gamanmynd frá árinu 1981 sem nýtur nánast "költ"-stöðu í dag. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Gull sem glóir!

SEGJA mætti að Paparnir væru orðnir okkar færustu gullgerðarmenn. Síðustu tvær plötur þeirra, Riggarobb og Þjóðsaga, ruku í gull eins og hendi væri veifað og nú er þeirra nýjasta Leyndarmál frægðarinnar , á góðri leið með að gera hið sama. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Hárið síkkar!

EFTIR því sem Hárið er sýnt oftar í Austurbæ þá síkkar hárið á leikurunum. Það er lögmál sem seint verður brotið. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 568 orð | 1 mynd

Hvað mun ráða valinu?

Jæja, þá er biðin á enda og loks hægt að tala um eitthvað annað en hverjir muni sækja um embætti þjóðleikhússtjóra. Meira
3. september 2004 | Bókmenntir | 91 orð | 2 myndir

Hvetur til notkunar ímyndunaraflsins

KRISTÍN Steinsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir voru sæmdar Barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Vestnorræna ráðsins árið 2004 fyrir bókina "Engill í Vesturbænum," við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 168 orð

Hættur heimilisins skoðaðar

BÁRA Lyngdal leikkona er einn fjögurra þátttakenda í sænskri gestasýningu Nútímadanshátíðar í Reykjavík, Things That Happen At Home . Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Leitin að heilaga hamborgaranum

Á MEÐAN McDonalds-maðurinn varar okkur með munninn fullan og magann við skyndibitavánni kæra Harold og Kumar sig kollótta um allt hjal um óhollustu og leita logandi ljósi að bestu hamborgurum í bænum. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 384 orð | 2 myndir

Mikill áhugi á dansi hérlendis

Í KVÖLD hefst Nútímadanshátíð í Reykjavík á Nýja sviði Borgarleikhússins. Hátíðin er haldin um þessa helgi frá föstudegi til sunnudags og næstu helgi frá fimmtudegi til laugardags, og er þetta þriðja árið sem efnt er til hennar. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 124 orð

Ólífrænar spurningar

"VERKIÐ fæddist úti í Brasilíu, þar sem ég var að vinna í vetur," segir Jóhann Björgvinsson danshöfundur um Græna verkið , sem frumsýnt verður í kvöld. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 188 orð

Pláss fyrir okkur öll

"ÞAÐ fjallar um það ef maður tæki kvenlega eiginleika og karllega, og blandaði þeim saman - byggi til nýja manngerð," segir Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur um verk sitt og finnska danshöfundarins Ismo-Pekka Heikinheimo, ManWoMan , sem frumsýnt... Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 680 orð | 2 myndir

Stjórnendur með skoðanir

ILLUGI Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, stjórna umræðuþætti um pólitísk málefni sem hefur göngu sína á Skjá einum í október. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 63 orð

Sýningar á Nútímadanshátíð í Reykjavík

Things That Happen At Home eftir Birgittu Egerbladh Lít ég út fyrir að vera pallíettudula? Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 246 orð | 1 mynd

Tónleikar 25. september

ÞÝSKU tæknótröllin í Scooter ætla að heimsækja klakann öðru sinni og munu halda tónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. september næstkomandi. Meira
3. september 2004 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Tugir fjölbreyttra listamanna bætast við

ENN fjölgar listamönnunum sem troða munu upp á Iceland Airwaves-hátíðinni sem fram fer í miðborg Reykjavíkur dagana 20. til 24. október. Nú hefur verið tilkynnt um komu sænsku rokksveitarinnar Sahara Hotnights. Meira

Umræðan

3. september 2004 | Aðsent efni | 533 orð | 1 mynd

Auðlindagjald Morgunblaðsins

Jóhann Ársælsson skrifar um auðlindagjald: "Lokað einokunarfyrirkomulag sem hamlar allri nýliðun í útgerð gildir áfram." Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Berjumst áfram fyrir auknu frelsi

Hafsteinn Þór Hauksson skrifar um stjórnmál: "Ég er sannfærður um að stefna Sjálfstæðisflokksins og ekki síst ungliðahreyfingarinnar hafi átt ríkan þátt í því að færa íslenskt þjóðfélag í átt til aukins frelsis og hagsældar." Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 450 orð | 1 mynd

Eigum dreifikerfið

Guðjón A. Kristjánsson fjallar um Landssímann: "Við sölu Símans á að undanskilja dreifikerfið og stofna um það sérfyrirtæki í eigu ríkisins." Meira
3. september 2004 | Bréf til blaðsins | 257 orð

Líneik og Laufey

Frá Iðunni Steinsdóttur:: "Á menningarnóttinni 21. ágúst var leikritið Líneik og Laufey frumsýnt í Tjarnarbíói. Þennan dag voru tvær sýningar og ég sá þá seinni." Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 726 orð | 1 mynd

Mat á óformlegu námi

Birna Gunnlaugsdóttir skrifar um endurmenntun: "Raunfærnimat er hagkvæm leið til að hækka menntunarstig þjóðarinnar." Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Reyðfirðingar í herkví

Hjörleifur Guttormsson skrifar um umhverfismál: "Enn er ekki of seint að rísa upp og reyna að bjarga einhverju..." Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 435 orð | 1 mynd

Skipulag á Seltjarnarnesi

Stefán Jón Friðriksson skrifar um skipulagsmál: "...fagna ég sem íbúi Seltjarnarness breytingu á umræddu deiluskipulagi." Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Skipulagsmál á Seltjarnarnesi

Ingibjörg S. Benediktsdóttir skrifar um skipulagsmál: "Ég vil skora á bæjarbúa að skila inn athugasemdum við fyrirhugaðar byggingar á Suðurströnd..." Meira
3. september 2004 | Bréf til blaðsins | 317 orð

Um lausnir og vandamál

Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni:: "Þegar litið er upp eftir hlíðinni ofan við Seljaland, þá má sjá hversu gríðarlega vel hefur tekist til við að verja manninn vá. En betur má ef duga skal." Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Ungt fólk vill ekki spilla Seltjarnarnesi

Elín Rut Stefánsdóttir skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi: "...vil ég biðja bæjarstjórnina að láta af vanhugsuðum skipulagstillögum sínum..." Meira
3. september 2004 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Sorphirðumál í Skorradal MIG langar til að vekja athygli á bágri stöðu sorphirðumála sumarbústaðaeigenda í Vatnsendahlíð í Skorradal. Meira
3. september 2004 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Við höfum okkar rétt, Kristján Þór

Ásdís Ólafsdóttir fjallar um kjaramál kennara: "Það er óþolandi að í hvert skipti sem við förum fram á leiðréttingu launa þá er eins og við séum eina stéttin í landinu sem það gerir." Meira
3. september 2004 | Bréf til blaðsins | 249 orð

Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu

Frá Þórhalli Hróðmarssyni:: "ÞAÐ ER réttur hvers manns, sem atkvæðisrétt hefur að neyta hans (ætti auðvitað að vera skylda). Að mínu mati afsala þeir, sem sitja heima, sér þessum rétti og láta þá sem atkvæðis neyta um að axla ábyrgðina." Meira

Minningargreinar

3. september 2004 | Minningargreinar | 620 orð | 1 mynd

ANNE F. KRISTINSSON

Anne Franciska Kristinsson fæddist í Kaupmannahöfn 1. janúar 1916. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Frederik Gitzler, f. 24. desember 1893 og Alfhilda Gitzler, f. 14. október 1891. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 2795 orð | 1 mynd

ÁGÚST HALLMANN MATTHÍASSON

Ágúst Hallmann Matthíasson fæddist á Ísafirði 7. mars 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Matthías Hallmannsson, f. að Vörum í Garði 9. desember 1908, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 82 orð

Árni Stefánsson

Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vinur, höfði halla, við herrans brjóst, hvíld er kær. Í sölum himinsólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (Höf. óþ.) Takk fyrir allt, elsku afi minn. Helga. Elsku langafi. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 592 orð | 1 mynd

ÁRNI STEFÁNSSON

Árni Stefánsson fæddist í Haga við Hofsvallagötu í Reykjavík 18. júní 1914. Hann lést í Víðinesi, hjúkrunarheimili aldraðra, 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Árna voru Stefán Árnason, bóndi og síðar kaupfélagsstjóri í Reykjavík, f. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 888 orð | 1 mynd

EIRÍKUR BALDVINSSON

Eiríkur Baldvinsson fæddist á Signýjarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði 3. apríl 1906. Hann lést á Droplaugarstöðum 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benónýja Þiðriksdóttir, f. 20. nóvember 1872, d. 8. febrúar 1969 og Baldvin Jónsson, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 1362 orð | 1 mynd

HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

Hallfríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1922. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt laugardagsins 28. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason skósmiður í Reykjavík, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 2282 orð | 1 mynd

HELGI INGÓLFUR IBSEN

Helgi Ingólfur Ibsen fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 8. september 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ibsen Guðmundsson, formaður og útgerðarmaður á Suðureyri, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 873 orð | 1 mynd

HÖRÐUR SIGURVINSSON

Hörður Sigurvinsson fæddist í Reykjavík 6. október 1936. Hann lést á Krít fimmtudaginn 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 2. september. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 4368 orð | 1 mynd

INGÓLFUR ÁRNASON

Ingólfur Árnason, fyrrverandi rafveitustjóri á Norðurlandi eystra, fæddist á Akureyri 5. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 26. ágúst síðastliðinn. Ingólfur var sonur hjónanna Jónínu Gunnhildar Friðfinnsdóttur húsmóður, f. 8. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 777 orð | 1 mynd

MAGNÚS GUÐMUNDSSON

Magnús Guðmundsson fæddist á Vatneyri í Patreksfirði 9. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sumarliði Guðmundsson sjómaður á Patreksfirði, f. í Tungu í Tálknafirði 13. apríl 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 1898 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR

Sigríður Guðný Pálsdóttir fæddist á Ólafsfirði 6. mars 1932. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju í Reykjavík 2. september. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2004 | Minningargreinar | 318 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN TH. BJARNASON

Þorsteinn Th. Bjarnason fæddist í Reykjavík 2. júlí 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Thorsteinsson Bjarnason, f. 3.8. 1894, d. 19.6. 1976 og Steinunn Pétursdóttir, f. 12.10 1887, d. 12.12. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

3. september 2004 | Sjávarútvegur | 375 orð | 2 myndir

Flestir óánægðir með kvótakerfið

EINUNGIS 18% þjóðarinnar eru ánægð með kvótakerfið eins og það er í dag. Óánægjan hefur þó minnkað frá því árið 1998, er síðast var spurt hjá Gallup um viðhorf til kvótakerfisins í sjávarútvegi. Meira
3. september 2004 | Sjávarútvegur | 237 orð

Tómstundaveiðar hafa áhrif

VÍSINDAMENN frá Kanada og Bretlandi halda því fram að tómstundaveiðar hafi mun meiri áhrif á afkomu fiskistofna en áður var talið. Frá þessu er greint í vefritinu IntraFish . Meira

Viðskipti

3. september 2004 | Viðskiptafréttir | 495 orð | 1 mynd

Bandarískir lögmenn undirbúa málsókn gegn deCODE

BANDARÍSKA lögfræðifyrirtækið Lerach Coughlin Stoia Geller Rudman & Robbins LLP hefur hafið undirbúning málsóknar gegn líftæknifyrirtækinu deCODE genetics og stjórnendum þess, og auglýsir í fréttatilkynningu eftir hluthöfum sem telja sig hafa tapað á... Meira
3. september 2004 | Viðskiptafréttir | 224 orð | 1 mynd

Ergilegt, en veldur engum áhyggjum

KÁRI Stefánsson, forstjóri deCODE genetics, segir að það sé ergilegt að fá á sig málsókn sem þessa, en hún valdi honum engum áhyggjum. Meira
3. september 2004 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Hækkanir í Bandaríkjunum

HELSTU vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu talsvert í gær, þar á meðal hækkaði S&P - vísitalan um 1,1% og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Þá hækkaði Dow Jones-vísitalan um 1,2% og endaði í 10.290,28 sem er hæsta gildi vísitölunnar síðustu sjö vikurnar. Meira
3. september 2004 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Meira flutt út en inn af lyfjum

ÚTLIT er fyrir að á þessu ári verði í fyrsta sinn flutt út meira af lyfjum en flutt er inn af þeim, þegar miðað er við verðmæti. Meira
3. september 2004 | Viðskiptafréttir | 208 orð | 1 mynd

Selja Bræðurna Ormsson

BRÆÐURNIR Ormsson ehf. hefur verið selt til hóps fjárfesta undir forystu Gunnars Arnar Kristjánssonar, en aðrir meðlimir eru Sigurður Sigfússon og Birgir Sævar Jóhannsson. Meira
3. september 2004 | Viðskiptafréttir | 213 orð | 1 mynd

Yfirtaka Baugs eina von BFG?

SÉRFRÆÐINGAR hjá verðbréfamiðluninni Numis Securities telja að breska matvörukeðjan Big Food Group, undir forystu Bills Grimsey forstjóra, eigi litla möguleika í harðri verðsamkeppni og spáir því að sala fyrirtækisins hafi minnkað enn meira á öðrum... Meira

Daglegt líf

3. september 2004 | Daglegt líf | 475 orð | 5 myndir

Fljótlegt, létt og ljúffengt

Ekki þarf alltaf að fara mikill tími í að reiða fram dýrindis veislumáltíð handa vinum og vandamönnum. Meira
3. september 2004 | Afmælisgreinar | 1008 orð | 1 mynd

GUÐFREÐUR HJÖRVAR JÓHANNESSON

Mánudaginn næstan, 6. september, verður 67 ára Guðfreður Hjörvar Jóhannesson, ræstir. Meira
3. september 2004 | Daglegt líf | 108 orð | 1 mynd

Hætt að selja gos og sætindi

TIL að mæta offitu og lélegu heilsufari æ yngra fólks hafa frönsk yfirvöld ákveðið að banna sjálfssala sem selja gos og súkkulaði í skólum landsins. Meira
3. september 2004 | Daglegt líf | 195 orð | 1 mynd

Sérlega mikið af andoxunarefnum í byggi

KORNTEGUNDIN bygg inniheldur sérlega mikið af andoxunarefnum og trefjum. Neytendur virðast vera að vakna til vitundar um þessa korntegund sem er jú ein af fáum sem ræktuð eru á Íslandi. Meira

Fastir þættir

3. september 2004 | Dagbók | 27 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 19.

Brúðkaup | Gefin voru saman 19. júní sl. í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni þau Sjöfn Sigurðardóttir og Thomas R. Madsen. Heimili þeirra er í... Meira
3. september 2004 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Líkamsrækt fyrir alla

Líkamsrækt | Unnur Pálma og félagar hennar í Sporthúsinu bjóða öllum í opinn þolfimitíma í Sporthúsinu í dag kl. 17 þar sem Dj Páll Óskar mun sjá um að allir haldi taktinn með því að leika hressilega þolfimitónlist. Meira
3. september 2004 | Dagbók | 543 orð | 1 mynd

Mikilvæg viðbót við kunnáttu

Stefán Jóhannsson er fæddur árið 1935 í Reykjavík. Hann hefur starfað við meðferð fíkniefnaneytenda og ráðgjöf við fjölskyldur þeirra í 30 ár. Stefán var forstjóri Cornerstone Institute í Flórida í 14 ár, kennari við sumarskóla Rutgers university N.J. Meira
3. september 2004 | Dagbók | 207 orð | 1 mynd

Mozart með Tourette-heilkenni?

TILGÁTUR eru nú uppi um að Mozart hafi verið með Tourette-heilkenni, að því að fréttavefur BBC greinir frá. Kemur þetta fram í breskum heimildarþætti á vegum Channel 4 sem frumsýndur verður í haust. Meira
3. september 2004 | Dagbók | 46 orð

Orð dagsins: Og friður Guðs, sem...

Orð dagsins: Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. (Fil. 4, 7.) Meira
3. september 2004 | Fastir þættir | 107 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. O-O Rf6 9. He1 Bb7 10. Bf4 Be7 11. Df3 Da5 12. a3 d4 13. e5 dxc3 14. exf6 cxb2 15. fxe7 bxa1=D 16. Hxa1 Kxe7 17. Hb1 Bc8 18. Dg3 Kf8 19. Bd6+ Kg8 20. Be5 g6 21. Dg5 h6 22. Meira
3. september 2004 | Viðhorf | 791 orð

Stríðin sem gleymast

Þrátt fyrir að það kunni að vera viss klisja að segja fjölmiðla vera fjórða valdið í samfélaginu getur umfjöllun þeirra um ýmis mál haft mikið að segja. Svo dæmi sé nefnt er afar mikilvægt fyrir fólk eins og það sem nú þjáist í Darfur að umheimurinn viti af þjáningum þess. Meira
3. september 2004 | Dagbók | 118 orð | 1 mynd

Tvöföld forsýning

SAMBÍÓIN, Álfabakka, munu í kvöld halda tvöfalda forsýningu kl. 22.10 á stórmyndunum The Terminal og Collateral . The Terminal er nýjasta kvikmynd Stevens Spielbergs. Með aðalhlutverk fara Óskarsverðlaunahafarnir Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Meira
3. september 2004 | Fastir þættir | 256 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er mikill miðborgarmaður og alls ekki til í að taka undir þann leiðindasöng að allt sé á fallanda fæti í 101 Reykjavík. Meira

Íþróttir

3. september 2004 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

* ANDRIUS Stelmokas fyrrverandi línumaður KA...

* ANDRIUS Stelmokas fyrrverandi línumaður KA skoraði sex mörk og Jaliseky Garcia , landsliðsmaður Íslands, gerði eitt mark þegar lið þeirra, Göppingen , vann spænska liðið Altea , 26:23, í æfingaleik í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 837 orð | 1 mynd

Beiskt bragð í munni

BRONSVERÐLAUN bandaríska karlaliðsins í körfuknattleik á Ólympíuleikunum í Aþenu hafa vakið margar spurningar um þróun mála vestanhafs, enda höfðu Bandaríkjamenn aðeins tapað tvívegis á Ólympíuleikum s.l. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 445 orð | 1 mynd

Enginn hefur fengið úthlutað föstu sæti

"YFYRLÝSING Ívars kom mér verulega á óvart. Þegar ég ræddi við Ívar - um hann og landsliðið í Færeyjum á síðasta ári, var hann leikmaður með Úlfunum í Englandi og lék þá með varaliðinu þeirra. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 269 orð

Gamlir landsliðsmenn koma saman

Eyjólfur Sverrisson og Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliðar landsliðsins í knattspyrnu, fara fyrir þeim sem ætla á laugardaginn stofna félag fyrrverandi a-landsliðsmanna í knattspyrnu. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 76 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Evrópukeppni 21 árs landsliða: Víkin: Ísland - Búlgaría 17 HANDKNATTLEIKUR Opna Reykjavíkurmótið Karlar: Austurberg: C: IBV - Afturelding 15 Austurberg: D:ÍR - Grótta/KR 16 Austurberg: A: Selfoss - Haukar 17 Austurberg: C: KA - Víkingur 18... Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 172 orð

Íslandsmótið í strandblaki endurvakið

ÍSLANDSMÓTIÐ í strandblaki verður haldið um næstu helgi og fer fram í Fagralundi í Kópavogi á nýjum strandblaksvelli HK, en völlurinn er hannaður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um strandblaksvelli. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 195 orð

Kobe Bryant fer ekki fyrir rétt

DÓMARI í Colorado í Bandaríkjunum vísaði í fyrrakvöld frá máli, sem höfðað var gegn bandarísku körfuboltastjörnunni Kobe Bryant. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 195 orð

Leikmenn Ajax fagna brotthvarfi Zlatan

FYRRUM samherjar Zlatan Ibrahimovic hjá hollenska liðinu Ajax fagna margir hverjir brotthvarfi hans til ítalska liðsins Juventus en sænski landsliðsframherjinn var seldur fyrir um 1,5 milljarða. kr. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 119 orð

Malmö hagnast á sölu Zlatan

FORSVARSMENN sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö brostu breitt í gær er fréttist af sölu Zlatan Ibrahimovic frá hollenska liðinu Ajax til ítalska liðsins Juventus. Knattspyrnuliðið fær rúmlega 80 millj. kr. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 528 orð | 1 mynd

Markmiðið hjá okkur er sigur og ekkert annað

"NÚ er komið að alvörunni. Við spiluðum vel þegar við sigruðum Ítalíu í ágúst en sá leikur gaf okkur engin stig. Gegn Búlgaríu eru stig í boði og markmiðið er sigur og ekkert annað. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 180 orð

Matthäus setti Babos út

LOTHAR Matthäus, landsliðsþjálfari Ungverjalands, sem Íslendingar leika við í undankeppni HM í Búdapest á miðvikudaginn, hefur sett markvörðinn Gabor Babos, sem leikur með Feyenoord í Hollandi, út úr landsliðshópi sínum, sem hann valdi fyrir viðureignir... Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 224 orð

Mourning ætlar að reyna að leika með Nets í vetur

MIÐHERJINN Alonzo Mourning tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að reyna að leika með NBA-liðinu New Jersey Nets á næstu leiktíð en Mourning hefur átt við nýrnasjúkdóm að stríða undanfarin misseri. Nýtt nýra var grætt í hann í vetur. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 275 orð

Niðurskurður í þýskum frjálsíþróttum

SLAKUR árangur þýskra frjálsíþróttamanna á Ólympíuleikunum í Aþenu í síðasta mánuði mun sennilega hafa veruleg áhrif á frjálsíþróttalíf í landinu á næstu árum. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 162 orð

Roddick setti nýtt hraðamet

ANDY Roddick byrjaði vel á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis er hann lék gegn hinum 17 ára gamla Scoville Jenkins í 1. umferð. Roddick gerði meira en að leggja Jenkins í þremur settum, enda mældist ein uppgjöf Roddick á 240 km/klst. hraða. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 197 orð

Rúmlega níu ára bið Austin er lokið

WOODY Austin endaði níu ára bið sína eftir sigri á bandarísku mótaröðinni í golfi á sunnudag er hann sigraði á Buick-mótinu í heimalandi sínu. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

* RÚNAR Kristinsson , landsliðsmaður Íslands...

* RÚNAR Kristinsson , landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, segir að það komi ekki í ljós fyrr en á sunnudagmorgun hvort hann fer með landsliðinu til Ungverjalands en Ísland mætir Ungverjum á miðvikudag í undankeppni HM. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

UEFA hreinsar Abramovich

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur lokið rannsókn sinni á meintum tengslum rússneska auðmannsins Roman Abramovich við rússneska knattspyrnuliðið CSKA Moskvu. Meira
3. september 2004 | Íþróttir | 23 orð

úrslit

HANDKNATTLEIKUR Opna Reykjavíkurmótið Karlar A-riðill: Fram - Selfoss 25:13 Haukar - Fram 23:19 B-riðill: Stjarnan - FH 16:20 D-riðill: Grótta/KR - Selfoss 2 30:14 C-riðill: Víkingur - UMFA 22:22 Konur B-riðill: Stjarnan - Víkingur 19:16 Valur - FH 24:19... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.