Neskaupstaður | Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson hefur rekið verslunina Tónspil í Neskaupstað í bráðum sautján ár. Þar höndlar hann með tónlist og sitthvað fleira. Menn leita gjarnan í smiðju til Pjeturs eftir tónlistarlegu góðgæti og fágæti.
Meira
BÍLL valt á Fróðárheiði um miðjan dag í gær. Fimm voru í bílnum, einn Íslendingur og fjórir Þjóðverjar, og sakaði þá ekki. Bíllinn er hins vegar gjörónýtur, að sögn lögreglunnar í Ólafsvík, og þykir ljóst að bílbelti hafi bjargað farþegunum frá meiðslum.
Meira
Rúnar Kristjánsson fór til Grímseyjar í fyrrasumar og naut dvalarinnar. Hann orti: Grímsey í öllu er íslensk og sönn og ekki er hér kynslóðabilið. Hér lifir og dafnar sú áræðis önn sem alltaf á virðingu skilið.
Meira
FYRSTI fundur borgarstjórnar Reykjavíkur eftir sumarleyfi verður í dag klukkan tvö í Ráðhúsinu. Reglulegir fundir borgarstjórnar verða fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar en ekki á fimmtudögum eins og verið hefur.
Meira
TALIÐ er að bílaleigubílar á Íslandi leggi að baki um eina milljón kílómetra á dag yfir sumarið, á mesta ferðamannatímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru bílar þeir sem leigðir eru út af bílaleigum á Íslandi um það bil 4.
Meira
GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær, að ekki yrði aftur snúið með þær breytingar á velferðarkerfinu, sem hann hefur beitt sér fyrir. Eru þær sagðar meginástæðan fyrir miklum ósigri jafnaðarmanna í kosningum í Saarlandi um helgina.
Meira
Á fjórða hundrað börn hafa enn ekki fengið pláss á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar, þar sem boðið er upp á barnagæslu eftir skóla. Ráða þarf um 30 manns í störf til að hægt sé að veita öllum pláss.
Meira
LÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðvaði ökumann á 168 km hraða á Suðurlandsvegi við Markarfljót í gær. Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður á bílaleigubíl og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum í þrjá mánuði, auk greiðslu sektar.
Meira
Eskifjörður | Þær virðast býsna samstiga í hárgreiðslulínum þessar eskfirsku snótir sem sátu niður undir fjöruborði þar í bæ á dögunum. Allar ljóshærðar með greitt í tagl og undu sér vel í...
Meira
ÞAU eru ýmis farartækin á þjóðvegum landsins, en varla eru þeir margir sem ferðast um landið á hjólastól, eins og þessi þýski dugnaðarforkur sem lætur fötlun ekki stöðva sig. Hér ræðir Sigurgeir L.
Meira
VINNUSLYS varð um borð í dýpkunarpramma rétt fyrir utan Gróttu á laugardag og var lögreglu tilkynnt um slysið. Þar hafði maður fallið rúmlega 3 metra niður af skúrþaki.
Meira
SAMNINGUR milli Akureyrar í öndvegi og Akureyrarbæjar var undirritaður í gær, um fjölþætta aðkomu og styrk bæjarins við átaksverkefni miðbæjarins "Akureyri í öndvegi".
Meira
ICELANDAIR varð að fresta flugi til Orlando í Flórída í gærmorgun, þegar tilkynning barst frá bandarískum tolla- og innflytjendayfirvöldum um að flugvöllurinn í Orlando tæki ekki við alþjóðaflugi fyrr en í dag, þriðjudag.
Meira
HJÁVEITUGÖNGIN í stæði Kárahnjúkastíflu flytja 10-15% minna vatn en gert var ráð fyrir, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum athugunar á ástæðum þess að vatnsborð Jöklu hækkaði jafnmikið ofan varnarstíflunnar og raun bar vitni um í ágúst.
Meira
Fellahreppur | Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs, sem fram fara hinn 16. október næstkomandi, rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 25. september.
Meira
Nýjar rannsóknir á erfðaeiginleikum hornsíla geta gefið mikilvægar vísbendingar um virkni á hluta erfðamengis mannsins sem menn hafa ekki skilið til þessa, meðal annars þeim sem stýra lengd útlima og öðrum breytilegum þáttum í svipgerð mannsins.
Meira
"ÉG tel að þarna sé Síminn að gæta sinna hagsmuna á viðskiptalegum forsendum. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun og ég geri ekki athugasemd við hana," segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra um kaup Símans á Fjörni ehf.
Meira
TALIÐ er að hryðjuverkamennirnir sem tóku á annað þúsund manns í gíslingu í Beslan í Norður-Ossetíu í síðustu viku hafi lengi haft uppi áform um verknað af þessu tagi. Þykir ljóst að þeir hafi fyrir nokkrum mánuðum verið byrjaðir að smygla vopnum inn í skólabygginguna sem varð vettvangur sannkallaðs blóðbaðs, en að minnsta kosti 335 gíslanna biðu bana eftir að rússneskir sérsveitarmenn létu til skarar skríða gegn hryðjuverkamönnunum á föstudag.
Meira
SNEMMA á sunnudagsmorgun var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hús við Hverfisgötu. Er lögreglu bar að garði var þjófurinn á leið út um dyrnar með fangið fullt af þýfi. Hann var handtekinn og þýfinu skilað.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók 19 ára pilt í gær, grunaðan um rán á lyfjum úr Hringbrautarapóteki í JL-húsinu á laugardag. Lögreglan lagði einnig hald á loftbyssu sem fannst í fórum hans sem og lambhúshettu.
Meira
HOLLENDINGURINN Wout Ziljstra sigraði á Íslandsmótinu í Hálandaleikum sem fram fór á Akranesi um helgina. Mótið fór fram á skógræktarsvæðinu, Garðalundi, og var töluverður fjöldi sem fylgdist með leikunum í blíðskaparveðri.
Meira
FLUGLEIÐAHÓTEL hf. hafa tekið við verslunarrekstri Rammagerðarinnar hf. á Hótel Loftleiðum en Rammagerðin hefur verið með verslun í kjallara hótelsins í rúm þrjátíu ár, að sögn Bjarna Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Rammagerðarinnar.
Meira
BROTIST var inn í veghefil í eigu Vegagerðarinnar á Patreksfirði um helgina, þar sem hann stóð mannlaus í Kerlingarfirði. Hafði þjófurinn á brott með sér forláta útvarpstæki eftir að hafa brotið rúðu á heflinum.
Meira
Hafin er bygging nýs íþróttahúss á Suðureyri við Súgandafjörð. Átta börn tóku fyrstu skóflustunguna á dögunum. Ísafjarðarbær bauð út smíði hússins í alútboði, að því er fram kemur á vef bæjarins.
Meira
ÞORVALDUR Kristinsson, formaður Samtakanna 78 og einn nefndarmanna, segist ánægður með skýrslu nefndarinnar en það séu þó vonbrigði að ekki náðist samstaða um öll atriði. Hins vegar sé gleðiefni að umræðan sé komin af stað.
Meira
Mannúðarmál | Evrópusambandið og mannúðarmál er yfirskrift lögfræðiþings sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri í dag, þriðjudaginn 7. september, kl. 16.30 í stofu 14 í Þingvallastræti.
Meira
Vatnsmýrin | Mávager safnaðist saman við framkvæmdirnar við færslu Hringbrautar þegar verið var að fylla með skeljasandi ekki langt frá Reykjavíkurtjörn.
Meira
FJÓRMENNINGARNIR í kajakleiðangri Blindrafélagsins niður með austurströnd Grænlands eru nú á lokasprettinum og jafnframt erfiðasta hluta leiðarinnar. Á sunnudag reru þeir 31 km og lentu í miklum ís, bæði lagnaðarís og krapa.
Meira
EINAR Oddur Kristjánsson og Magnús Stefánsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis, segjast gera sér vonir um að stuðningur við tillögu um háskóla á Vestfjörðum eigi eftir að aukast. Málið hafi mikla þýðingu fyrir Vestfirði. Á síðasta ári lögðu Kristinn H.
Meira
Missagnir Pétur Pétursson hefur beðið um að birt verði eftirfarandi vegna greinar hans í Morgunblaðinu sl. laugardag: "Nokkrar missagnir eru í grein minni um barnaskólann í Keflavík sl. laugardag. Misritast hefur starfsheiti.
Meira
Vestmannaeyjar | "Stansið, kallaði lögregluþjónninn til hóps af krökkum sem voru á röltinu á bryggjunni klukkan tvö eftir miðnætti. Hann nálgaðist þau varfærnislega og rétti þeim lundapysju og fór síðan aftur inn í lögreglubílinn og keyrði í burtu.
Meira
Keflavík | Rán Ísold Eysteinsdóttir, 9 ára Keflavíkurmær, bauð Ljósanæturgestum að velja sér óskastein og henda í óskabrunninn að ósk lokinni. Rán Ísold er mikill steinasafnari og alltaf þegar hún finnur fallega steina tekur hún þá með sér heim.
Meira
KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hvetur presta til að minnast fólksins í Beslan í Rússlandi þar sem hundruð manna, börn og fullorðin, létu lífið og margir eru sárir.
Meira
DAGBLÖÐ í Rússlandi vændu Vladímír Pútín forseta og ríkisstjórn hans í gær um að forðast að taka á sig ábyrgð á dauða þeirra sem týndu lífi þegar hryðjuverkamenn tóku skólann í Beslan í Norður-Ossetíu á sitt vald.
Meira
ÞORVALDUR Kristinsson, formaður Samtakanna 78 og einn nefndarmanna, segist afar ánægður með skýrsluna. Hún sé tímamótaverk þar sem fram komi víðtæk og mikilvæg þekking á högum samkynhneigðra.
Meira
"KAJAKRÓÐUR getur bæði verið rosalega rómantískur og sömuleiðis farið út í miklar öfgar í hina áttina," segir Þröstur Þórisson, 15 ára kajakræðari frá Ísafirði, sem er kominn í hóp þeirra allra bestu á landinu eftir aðeins 18 mánaða ástundun.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir atburðina í Norður-Ossetíu þá sorglegustu sem hann man eftir lengi og sé það hræðilegt að saklausum börnum sé beitt í slíkum átökum. "Það er eins og ekkert sé heilagt í þessu lífi," segir hann.
Meira
STRÁK á táningsaldri er bannað að segja "grass", gamall maður og langafi má ekki vera ótuktarlegur í orðum og tvö tónlistarfyrirtæki fá ekki að setja upp auglýsingaspjöld.
Meira
Harmi lostnir íbúar í borginni Beslan í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Norður-Ossetíu báru í gær til grafar á annað hundrað fórnarlamba gíslatökunnar í liðinni viku, þúsundir manna voru í líkfylgdunum sem þokuðust áfram um borgina eins og löng lest á...
Meira
Reiðhjólaslys | Unglingspiltur slasaðist á höfði er hann hjólaði framan á fólksbíl á gatnamótum Vestursíðu og Bugðusíðu í gærmorgun. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA en fékk að fara heim að lokinni skoðun.
Meira
BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem gekkst undir hjartaaðgerð í gær, ræður John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, að hætta að tala um hermennskuferil sinn í Víetnam en ráðast þeim mun harðar að frammistöðu keppinautar síns, George W.
Meira
LAGT er til að samkynhneigð pör geti skráð sig í óvígða sambúð og þeim verði heimilt að ættleiða íslensk börn, í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um réttarstöðu samkynhneigðra, sem kynnt var í gær.
Meira
SAMKYNHNEIGÐ pör í staðfestri samvist munu fá að ættleiða íslensk börn, nái tillögur nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra fram að ganga en þær voru kynntar í gær.
Meira
"MÉR sýnist einfaldlega að samkeppni hafi myndast milli Símans og Stöðvar 2 um kaup á þessu fyrirtæki [Fjörni ehf.] og Síminn hafi náð viðskiptunum," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um kaup Símans á hlut í Skjá einum.
Meira
SJÖ bandarískir hermenn og þrír íraskir féllu í gær í árás rétt við Fallujah vestur af Bagdad. Er um að ræða mesta mannfall, sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir í langan tíma.
Meira
ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, fer um næstu áramót til starfa í Brussel m.a. á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Meira
Sólbrekkur | Skógurinn í Sólbrekkum hefur verið opnaður almenningi eftir umbætur sem þar hafa verið gerðar á vegum verkefnisins Opinn skógur. Árni M.
Meira
ALÞJÓÐASKÓLINN í Reykjavík (Reykjavik International School) sem starfræktur hefur verið á vegum bandaríska sendiráðsins fyrir sendiráðsbörn á Íslandi verður opnaður í Víkurskóla í Grafarvogi nk. miðvikudag.
Meira
Til að ná stafrænum sjónvarpsmerkjum Símans þarf að virkja svokallaða ADSL-tengingu á heimilinu, kaupa mótald og nýjan myndlykil. Kostnaður við það gæti orðið rúmlega tíu þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið hvort myndlykillinn verður seldur eða leigður.
Meira
ALMENNUR fundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík um húsnæðismál fagnar vaxtalækkunum í bönkum, lífeyrissjóðum og hjá Íbúðalánasjóði. Þessar vaxtalækkanir eru lántakendum mjög til hagsbóta.
Meira
FYRIRTÆKI ættu að sjá starfsfólki sínu fyrir beddum á vinnustaðnum vilji þau auka framleiðni þess og virkni. Ný rannsókn sýnir nefnilega að flest fáum við okkar bestu hugmyndir þegar við erum um það bil að festa svefn.
Meira
OPINBER heimsókn Karls 16. Gústafs Svíakonungs, Silvíu drottningar hans og Viktoríu krónprinsessu hefst í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur á móti gestunum á Bessastöðum. Svíakonungur sækir m.a.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík tók sautján ökumenn fyrir of hraðan akstur um nýliðna helgi. Sá sem hraðast fór var mældur á 152 km hraða á Kringlumýrarbraut þar sem leyfilegur hraði er 70 km/klst.
Meira
Eftir gott og gjöfult sumar er lífið smám saman að færast í fastari skorður. Skólastarf er hafið og smám saman hefst ýmis starfsemi sem fylgir vetrinum, íþróttir, kórastarf og ýmiss konar félagsstarf og óðum styttist í göngur og réttir.
Meira
"Menn eru sammála því að þetta verkefni hjá samtökunum þurfi að hafa forgang næstu mánuði," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, í samtali við Morgunblaðið, aðspurður hvernig miði starfi sameiginlegrar lífeyrisnefndar aðila...
Meira
UMHVERFISNEFND Ísafjarðarbæjar nefnir þann möguleika að efna til útboðs meðal olíufélaganna við úthlutun lóða undir bensínstöðvar á Ísafirði. Kemur þetta fram í umsögn um umsóknir fjögurra olíufélaga um lóðir undir bensínstöðvar.
Meira
"Mér finnst sjálfsagt að taka tillögum nefndarinnar af opnum huga og efna til umræðna um þær, áður en tekin er afstaða til þess, hvernig á einstökum málum skuli tekið við lagasetningu," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, um...
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði kaup Símans á fjórðungshlut í Skjá einum ásamt fleiri málum, sem hæst hafa borið í stjórnmálunum í sumar, snúast um það hverjir ættu Ísland og hefðu aðgang að völdum og áhrifum samkvæmt...
Meira
AÐ minnsta kosti þrettán Palestínumenn biðu bana og tuttugu og fimm særðust þegar ísraelskar hersveitir gerðu árásir á æfingabúðir Hamas-samtakanna austarlega á Gaza-svæðinu í gærkvöldi.
Meira
TVEIR karlmenn um þrítugt og rúmlega tvítug kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu fjársekta fyrir fíkniefnalagabrot á Ísafirði í febrúar sl.
Meira
BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgaryfirvalda að veita öllum sem á þurfi að halda ókeypis húsnæði.
Meira
Norðurljós eiga bágt. Fyrirtækið ræður bara yfir öllum einkareknum sjónvarpsstöðvum á Íslandi nema einni. Það ræður bara yfir hér um bil öllum einkareknum útvarpsstöðvum á Íslandi.
Meira
Að baki gíslatöku tétsenskra aðskilnaðarsinna í bænum Beslan í Norður-Ossetíu í Rússlandi liggur ágreiningur, sem nær langt aftur. Í tvær aldir hafa Tétsenar barist gegn yfirráðum Rússa.
Meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði það skrítið fyrir sig að bjóða frú Auði Laxness að ganga í bæinn á Gljúfrasteini, þegar þau tvö opnuðu safn Halldórs Laxness þar við hátíðlega athöfn sl. laugardag.
Meira
NÆSTU tvö þriðjudagskvöld sýnir Sjónvarpið breska sakamálamynd í tveimur hlutum sem byggð er á sögu eftir hinn góðkunna höfund P.D. James um Adam Dalgliesh rannsóknarlögreglumann. Hér glímir Dalgliesh við flókna morðgátu í prestaskóla í Austur-Anglíu.
Meira
ÍRSKI tónlistarmaðurinn Damien Rice, sem lék á tónleikum 19. mars sl. fyrir troðfullu húsi á Nasa, mun endurtaka leikinn 23. september nk. og leika aftur á Nasa. Miðar seldust upp á fyrri tónleikana á innan við degi og komust þá miklu færri að en vildu.
Meira
NÚ STENDUR yfir Nútímadanshátíð í Reykjavík, sem haldin er í Borgarleikhúsinu. Hátíðin var sett á föstudagskvöldið síðasta af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og lýkur 11. september.
Meira
Læknar búast við því að hinn ástkæri leikari Rodney Dangerfield nái sér að fullu, en hann gekkst undir skurðaðgerð 25. ágúst sl., þar sem skipt var um hjartaloka.
Meira
Liðalausi fönkboltinn Jay Kay hefur verið sviptur ökuréttindum sínum til næstu 6 mánaða eftir að hafa verið gripinn undir stýri jeppabifreiðar á 168 km hraða.
Meira
Leikstjórn: Larry Clark og Edward Lachman. Handrit: Harmony Korine eftir sögum Larry Clark. Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, Stephen Jasso, James Bullard, Wade Williams og Amanda Plummer. 98 mín. BNA. Fortissimo Film Sales 2002.
Meira
NÝJASTA plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Medúlla , er í níunda sæti breska vinsældalistans sem gildir frá og með morgundeginum, en hann endurspeglar sölu platna í Bretlandi í nýliðinni viku.
Meira
SÖNGSVEITIN Nylon eru staddar í Lundúnum við upptökur í einkastúdíói Nigels Wright. Wright er velkunnur upptökustjóri þar ytra og hefur hann unnið náið með Friðriki Karlssyni síðastliðin ár. Wright hefur m.a.
Meira
UM HELGINA var staða ballettmeistara Íslenska dansflokksins auglýst laus til umsóknar í Morgun blaðinu. Staðan felur í sér umsjón með þjálfun dansara, en ennfremur aðstoð við listrænan stjórnanda.
Meira
Dans og leikur: Stalle Ahrreman, Bernard Cauchard, Francoise Joyce, Bára Magnúsdóttir. Leikstjórn og leikgerð: Birgitta Egerbladh. Dramatúrg: Bodil Persson, Marie Persson Hedenius. Leikmynd: Peter Lundqvist. Lýsing: Jan Gouiedo. Búningar: Maria Felldin. Borgarleikhúsið 4. september 2004.
Meira
TEKJUR af kvikmyndaaðsókn í Bandaríkjunum hafa aldrei verið meiri en í sumar, annað sumarið í röð, þrátt fyrir að bíógestum hafi fækkað örlítið. Hefur þar ýmislegt að segja.
Meira
EINN álitsgjafi kanadíska dagblaðsins Toronto Star mælir með Næslandi sem einni af þeim myndum sem fólk eigi að fylgjast með á Kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Meira
ÞÁTTURINN Innlit/útli t hefur göngu sína enn einn veturinn á Skjá einum í kvöld. Margir hafa áreiðanlega beðið með eftirvæntingu eftir því að þessi vinsæli þáttur snúi aftur eftir sumarfrí.
Meira
Á ÞESSU herrans ári 2004 þegar aldrei hafa fleiri erlendar hljómsveitir og söngvarar sótt Ísland heim og leikið á stórtónleikum fyrir landsmenn, eru sumir á að einna kærkomnasta heimsóknin hafi komið frá Írlandi.
Meira
Varla er hægt að segja að bókaflóðið hefðbundna sé hafið en þó hafa bókaútgefendur látið ýmislegt flakka um væntanlegar bækur. Í liðinni viku barst mér í hendur 4. bindi Sögu Akureyrar sem bókaútgáfan Hólar gefur út. Bókin kom út hinn 29.
Meira
Frá Karli Jónatanssyni tónlistarkennara:: "ÞÁ ERU nú þeir háu herrar búnir að drífa sig til að kasta Siv ráðherra fyrir borð. Ég undirritaður er ekki framsóknarmaður en reyni þrátt fyrir það að meta fólk eftir verðleikum burtséð frá því hvar það stendur í pólitík. Ráðherrar sl."
Meira
Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni:: "ÞÚ komst í fréttir Sjónvarpsins að kvöldi laugardagsins 4. sept. og sagðir okkur frá úrslitum landleiksins í knattspyrnu, sem fram fór á Laugardalsvelli þann dag, sagðir að Ísland hefði tapað fyrir Búlgaríu 3-1."
Meira
Þjóðaratkvæðagreiðslu um Símann ÞAÐ á að fara að selja Símann og mér finnst það stórmál því ég vil ekki að Síminn sé seldur því þjóðin á þetta fyrirtæki. Nú heyrist enginn tala um þjóðaratkvæðagreiðslu sem mér finnst eiga rétt á sér í þessu máli.
Meira
Elín Sigríður Jakobsdóttir fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði V-Hún. 21. jan. 1914. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Þórðarson, bóndi á Litla-Ósi og víðar í Miðfirði, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Elísabet Fjóla Kristófersdóttir fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. ágúst síðastliðinn. Elísabet var dóttir hjónanna Magnúsar Magnússonar frá Geitagili í V-Barð., f. 6.10. 1882, d. 22.10.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Loftsson fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 7. marz 1914. Hann lést á heimili sínu á Dalvík 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Guðjóns voru Loftur Baldvinsson, f. 7. júlí 1881, d. 20. apríl 1940, og Guðrún Friðfinnsdóttir, f. 14.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar G. Schram, lagaprófessor og fyrrverandi alþingismaður, fæddist á Akureyri 20. febrúar 1931. Hann lést sunnudaginn 29. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítala á Landakoti.
MeiraKaupa minningabók
Hansína Margrét Bjarnadóttir fæddist á Húsavík 13. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Mosfellssveit 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Ásgeirsdóttir, f. í Knarrarnesi í Álftaneshreppi á Mýrum 30.6. 1889, d. 23.4.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Skarphéðinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skarphéðinn Ármann Njálsson verkamaður í Reykjavík, f. 23.9. 1889, d. 14.7.
MeiraKaupa minningabók
VEIÐILEYFAGJALD sem leggst á útgerðina frá og með fyrsta september síðastliðnum mun ekki íþyngja útgerðinni á þessu fiskveiðiári þar sem á móti falla niður gjöld sem nema hærri upphæð en veiðileyfagjaldið nú.
Meira
VERKFALL 800 starfsmanna Becancour-álversins í Quebec í Kanada sem er að 75% hlut í eigu Alcoa, og 25% hlut í eigu Alcan, hefur nú staðið í rúma tvo mánuði.
Meira
HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu liðlega 2,6 milljörðum króna. Þar af námu viðskipti með hlutabréf tæplega 1,1 milljarði. Mest viðskipti voru með bréf KB banka , 585 milljónir, en næstmest með bréf Opinna kerfa , 341 milljón.
Meira
SAMNINGUR Símans um kaup á 26% hlut í Skjá einum og á eignarhaldsfélaginu Fjörni, og þar með útsendingarréttinum á enska fótboltanum, stenst ekki samkeppnislög að mati stjórnenda Og Vodafone.
Meira
Í bakhúsi við Skipholt 33 b, leynist forvitnilegt völundarhús þar sem gengið er úr einu herberginu í annað. Lyktin er það fyrsta sem heillar: Olíulitir. Málverk og höggmyndir út um allt. Ljóð og heimspekilegar pælingar hér og þar.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, 7. september, er áttræð Kristbjörg Guðmundsdóttir, Búlandi 8, Djúpavogi . Hún tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Kársneskirkju, Borgum, Kastalagerði 7, Kópavogi, laugardaginn 11. september frá kl....
Meira
Sigrún Guðmundsdóttir er fædd árið 1966 á Selfossi. Hún nam líffræði í Háskóla Íslands og lauk M.Sc.- gráðu í örverufræði frá Herriot-Watt University í Edinborg, Skotlandi. Sigrún er nú í doktorsnámi við læknadeild HÍ, en verkefni hennar fjallar um týpugreiningar með sameindafræðilegum aðferðum á Listeria monocytogenesstofnum. Sigrún starfar nú sem sérfræðingur á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Hún er gift Guðmundi Karli Guðjónssyni.
Meira
Café Kulture | Valentine-kvintettinn leikur á tvennum tónleikum í kvöld kl. 20 á Café Kulture við Hverfisgötu og annað kvöld kl. 22 á Café Rosenberg.
Meira
Víkverji er mikill aðdáandi norsku Dressmann-búðanna, enda fáir staðir í þessum heimi þar sem hægt er að fá jafn ódýran en um leið áhættulítinn fatnað.
Meira
EF marka má æfingu knattspyrnulandsliðsins í Búdapest síðdegis í gær verða í það minnsta gerðar tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum við Búlgari á laugardaginn.
Meira
ÞAÐ vakti nokkra athygli að í gærmorgun, daginn eftir komuna til Búdapest, var engin morgunæfing, heldur fengu menn að sofa út og síðan var eina æfing dagsins síðdegis.
Meira
ÞÓRÐUR Guðjónsson, leikmaður Bochum í Þýskalandi, hefur gert allt sem hann getur síðustu vikur og mánuði til að fá sig lausan frá félaginu enda hefur hann verið úti í kuldanum hjá þjálfara liðsins. Þórður á tæp tvö ár eftir af samningi sínum við liðið en forráðamenn þess vilja ekki leyfa honum að fara, telja að liðið og félagið hafi not fyrir hann þó svo að þjálfarinn sé ekki á sama máli - enn sem komið er í það minnsta.
Meira
LEIKMENN íslenska 21 árs landsliðsins í knattspyrnu hafa að mestu náð sér af veikindunum sem herjað hafa á þá síðustu sólarhringa. Þeir eru í Ungverjalandi þar sem þeir mæta heimamönnum í dag í bænum Dunaújvaro, um 90 mínútna akstursleið frá höfuðborginni Búdapest. Leikurinn hefst kl. 14.30 að íslenskum tíma en íslensku strákarnir hófu keppnina með glæsibrag síðasta þriðjudag þegar þeir sigruðu Búlgari, 3:1, í Víkinni.
Meira
* JÓN Arnór Stefánsson skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar, tók 5 fráköst og stal knettinum þrívegis af leikmönnum ítalska liðsins Montecatini í æfingaleik rússneska úrvalsdeildarliðsins Dynamo frá Pétursborg.
Meira
* JULIAN Róbert Duranona er hvergi af baki dottinn á handknattleiksvellinum. Um helgina skoraði hann fjögur mörk, öll úr vítaköstum, þegar 3. deildar liðið HSG Vulkan Vogelsberg , sem hann leikur með, vann 2.
Meira
LÍKLEGT er að FH-ingar tefli fram litháískum handknattleiksmanni í sínum röðum á komandi tímabili. Sá heitir Romuldas Gincas og er stór og stæðilegur línumaður, rúmlega 1,90 metrar á hæð, sem spilað hefur með Dragunas Klaipeda í heimalandi sínu.
Meira
PATREKUR Jóhannesson handknattleiksmaður hefur verið skipaður fyrirliði þýska 1. deildar liðsins GWD Minden. Patrekur gekk til liðs við félagið í sumar eftir að hafa verið í herbúðum Bidasoa á Spáni á síðasta vetri.
Meira
ZLATKO Kranjcar, landsliðsþjálfari Króatíu, ætlar að tefla fram óbreyttu liði frá sigurleiknum gegn Ungverjalandi - í leiknum gegn Svíum annað kvöld í undankeppni HM. Þannig að sonur hans Niko, 20 ára, verður áfram í byrjunarliðinu.
Meira
GRAEME Souness var í gær kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle og hefur hann fengið sig lausan frá samningi sínum við enska úrvalsdeildarliðið Blackburn sem hann hefur stýrt frá því í mars árið 2000.
Meira
VIJAY Singh frá Fiji-eyjum velti í gærkvöld sjálfum Tiger Woods af toppi heimslistans í golfi en þar hefur Woods setið í hvorki meira né minna en fimm ár.
Meira
FELIX Magath, þjálfari Bayern München, þykir harður í horn að taka á æfingum liðsins og hafa margir þekktir leikmenn þess kvartað yfir æfingaaðferðum Magath sem tók við þýska liðinu í sumar. Magath hefur látið leikmenn sína hafa fyrir hlutunum með óhefðbundnum æfingum undanfarnar vikur þar sem aðaláherslan hefur verið á úthalds- og styrktaræfingar.
Meira
ÞÓREY Edda Elísdóttir stangarstökkvari verður á meðal keppenda á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Rovereto á Ítalíu annað kvöld og má reikna með að hún fái hörkukeppni. Meðal andstæðinga hennar verða Pólverjarnir Anna Rogovska, bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum, og Monika Pyrek, sem bætti pólska metið í stangarstökki á gullmótinu í Brussel á síðasta föstudag, stökk 4,72 metra.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.