TVÆR milljónir króna hafa safnast í gegnum söfnunarsíma Rauði kross Íslands vegna hjálpastarfs í Beslan í N-Ossetíu og hefur Rauði krossinn að auki sent eina milljón kr. til hjálparstarfsins.
Meira
MINNST fjórir féllu og um 50 særðust þegar efnt var til mótmæla í Herat í Vestur-Afganistan í gær. Tilefnið var að Hamid Karzai, forseti landsins, vék héraðsstjóranum Ismael Khan úr embætti. Khan hvatti eftir átökin menn sína til stillingar.
Meira
LÍKUR eru á því að stjórnarandstaðan í Danmörku hætti að greiða atkvæði með því að danskir hermenn taki þátt í friðargæslu í Írak, að sögn Berlingske Tidende og vefsíðu danska ríkisútvarpsins.
Meira
Borgarnes | "Hver á að standa í þessu ef ekki ég," segir Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eðalfisks hf. í Borgarnesi, en nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að nýju húsnæði fyrir fyrirtækið.
Meira
INNBROT í Reykjavík voru 12% færri á fyrstu átta mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Lögregla þakkar þetta að hluta til bættum starfsháttum sínum en segir jafnframt ljóst að mun fleiri þættir hafi áhrif á tíðni afbrota.
Meira
SIGURÐUR Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að félagið hafi barist fyrir lækkun skatta á fasteignir. Enn frekari hækkana í þessum efnum sé að vænta í nóvember næstkomandi þegar nýtt fasteignamat verði kynnt.
Meira
TOGVEIÐIBÁTURINN Aðalvík SH 443 fékk troll í skrúfuna í fyrrinótt 16 sjómílur vestan við Sandgerði og óskaði aðstoðar við að skera úr henni. Fór björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ.
Meira
Í liðinni viku fóru fjallmenn úr Hrunamannahreppi um afréttinn umhverfis og suður af Hofsjökli. Meðal annars smöluðu þeir hin svipmiklu Kerlingarfjöll. Sigurður Sigmundsson fylgdist með leitunum.
Meira
NÝTT félag, Flugtaxi ehf., hefur keypt innanlandsdeild Íslandsflugs og tekur við öllu innanlandsflugi frá og með 1. október nk. "Við munum fljúga á sömu staði og Íslandsflug hefur gert hingað til, þ.e. Vestmannaeyjar, Hornafjörð, Bíldudal og Gjögur.
Meira
Nemendur í 10. bekk í Reykjavík stóðu sig betur en nemendur annarra landshluta í öllum samræmdum prófum sl. vor. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsgreinum.
Meira
KARL Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði að flestir þeirra sem handteknir eru fyrir innbrot væru fíkniefnaneytendur sem notuðu þýfið til að fjármagna neysluna.
Meira
LEIÐANGURSMENN í kajakleiðangri Blindrafélagsins á Grænlandi lögðu árar í bát í gær eftir 920 km róður frá því í byrjun ágúst og bíða þess að verða sóttir.
Meira
ALBERT Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, segist að sjálfsögðu fagna undirritun viljayfirlýsingar um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli.
Meira
Búðardalur | Námsver með fjar námsbúnaði og háhraðatengingu var vígt við hátíðlega athöfn í Grunnskólanum í Búðardal laugardaginn 11. september. Námsverið er samstarfsverkefni Dalabyggðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar.
Meira
HÁTT í fimm hundruð manns taka þátt í árlegri vestnorrænni ferðakaupstefnu, sem hefst formlega hér á landi í dag, að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja standa að kaupstefnunni.
Meira
VESTUR-ÍSLENSKA blaðið Lögberg-Heimskringla hefur tekið miklum breytingum að undanförnu og af því tilefni er hægt að nálgast það á slóðinni www.logberg.com næstu daga án greiðslu. Lögberg-Heimskringla er gefið út í Winnipeg í Kanada.
Meira
NÝLEGA samþykktu ríkislögreglustjórar Norðurlandanna viðbótarkafla við norræna lögreglusamvinnusamninginn frá 1972 sem gerir embættunum kleift að lána hvert öðru lögreglubúnað milli landa, þar með talið lögreglubíla.
Meira
MIKILL fjöldi Grafarvogsbúa á öllum aldri tók þátt í gerð vináttulistaverks í Húsaskóla, en þar sem Grafarvogsdaginn bar í ár upp á 11. september var ákveðið að tileinka daginn vináttunni.
Meira
VÍGAHÓPUR í tengslum við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda lýsti sig í gær ábyrgan fyrir röð árása á íraskar stjórnarbyggingar og bækistöðvar Bandaríkjamanna sem kostuðu alls 44 lífið í Bagdad.
Meira
FYRSTA íslenska mýrarknattspyrnumótið var haldið á Ísafirði um helgina við góðar undirtektir. Til leiks voru mætt fjögur lið og var Reynir Hnífsdal krýndur Íslandsmeistari karla í mýrarknattspyrnu eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni.
Meira
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Albert Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, og Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, undirrituðu í Skaftafelli í gær viljayfirlýsingu um að fyrsti áfangi að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði...
Meira
JamaíkUmaður við kirkju í höfuðborginni Kingston sem varð illa úti aðfaranótt laugardags þegar fellibylurinn Ívan fór þar hjá. Minnst 15 manns létu lífið á Jamaíka í óveðrinu.
Meira
BRYNJÓLFUR Bjarnason, forstjóri Landssíma Íslands hf., segir Og Vodafone verðugan keppinaut, en Landssíminn standi keikur í þeirri samkeppni sem sé fram undan. Brynjólfur segir Landssímann þá munu halda áfram að efla dreifikerfi ADSL á landsbyggðinni.
Meira
FLUGBJÖRGUNARSVEITIN á Hellu hjálpaði tveimur fjallgöngumönnum við rætur Heklu í fyrrinótt. Lentu þeir í myrkri á leið af fjallinu og treystu sér ekki til að ganga ljóslausir síðasta spölinn og hringdu á aðstoð. Hekla er tæplega 1.
Meira
ÁRNI Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, segist ánægður með stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. "Við lýsum yfir mikilli ánægju með þennan áfanga og sjáum í honum sóknarfæri," segir hann.
Meira
"ÉG býst við því að við munum leita eftir skýringum á þessu frá sveitarfélaginu nú strax eftir helgina," segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, starfandi skipulagsstjóri, um framkvæmdir við undirbúning sumarhúsabyggðar í landi Skálabrekku við...
Meira
"MEÐ þessu er stærsti þjóðgarðurinn í Evrópu að fæðast," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið eftir undirritun viljayfirlýsingar um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli í gær.
Meira
TAFLFÉLAGIÐ Hellir tryggði sér sigur í Norðurlandamóti taflfélaga á laugardaginn í síðustu umferð mótsins sem fór fram á Netinu. Mótið hefur verið haldið fimm sinnum og alltaf á Netinu.
Meira
TALIÐ er að Bandaríkin og þrjú Evrópuríki, Bretland, Frakkland og Þýskaland, séu að ná samkomulagi um aðgerðir til að reyna að þvinga klerkastjórnina í Teheran til að stöðva meintar tilraunir hennar til að smíða kjarnorkuvopn.
Meira
NÝJU varðskýli Landhelgisgæslu Íslands hefur verið komið fyrir á Faxagarði í Reykjavíkurhöfn en hafnaraðstaða gæslunnar hefur nú verið færð þangað frá Ingólfsgarði.
Meira
KOMIÐ hefur í ljós að munur er á því hvernig vinstra og hægra eyrað vinna úr hljóðbylgjum. Hið fyrrnefnda er næmara fyrir tónlist en hitt fyrir tali, að sögn vísindamanna við Kaliforníuháskóla í Los Angeles.
Meira
Haustveiðin gengur vonum framar og vætutíðin að undanförnu hefur stórbætt vatnsstöðu víðast hvar. Það hefur hleypt lífi í veiðiskapinn þótt kalsamt sé að standa í veiðiskap í slíku veðri.
Meira
"ÉG TEL að ýmsir sóknarmöguleikar séu fyrir hendi varðandi aukið bleikjueldi á Íslandi, við höfum víða góðar aðstæður og auknar rannsóknir og kynbætur er varða vaxtarhraða og kynþroska gefa meiri möguleika á hraðari framleiðslu.
Meira
Um 80 þúsund bifreiðar fara nú hvern virkan dag um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Gatnamótin eru þau fjölförnustu á landinu, sem enn eru ekki orðin mislæg, og njóta jafnframt þess vafasama heiðurs að vera hin slysamestu.
Meira
Nú um helgina bar á viðleitni í fjölmiðlum til að sýna fram á togstreitu og óróa í samstarfi stjórnarflokkanna. Sjálfsagt skýrist þetta að einhverju leyti af því, að Davíð Oddsson hefur gengið inn á sviðið á ný.
Meira
Nú stendur yfir átakið "Veljum íslenzkt" á vegum Samtaka iðnaðarins, Bændasamtakanna og Alþýðusambands Íslands. Átakið felst í hvatningu til neytenda um að velja íslenzka vöru fremur en erlenda.
Meira
LAUNAMÁL hljóðfæraleikara í hljómsveitum eru í brennidepli í Bretlandi um þessar mundir, að því er fréttastofa BBC greinir frá. Óttast forsvarsmenn samtaka tónlistarfólks að bág launakjör gætu valdið dauða greinarinnar.
Meira
POPPBRANSASTÓRLAXINN Simon Fuller hefur kært nafna sinn Simon Cowell, sem Íslendingar þekkja best sem hinn harðbrjósta dómara úr American Idol-þáttunum.
Meira
BOLTINN með Guðna Bergs heldur áfram á Sýn í vetur en þátturinn hefur fengið nýjan sýningartíma og verður framvegis á dagskrá klukkan 20.30 á mánudögum. Af því tilefni verður þátturinn í kvöld sendur út í opinni dagskrá.
Meira
HOLLENSKIR dagar voru opnaðir í Regnboganum sl. fimmtudag og hafa ýmsir listviðburðir tengdir Niðurlöndum verið á dagskrá undanfarna daga í borginni. Hollenskir bíódagar standa af þessu tilefni yfir í Regnboganum til 16.
Meira
UMDEILD kvikmynd breska leikstjórans Mikes Leigh, Vera Drake, vann tvöfalt á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem haldin var í 61. skipti. Kvikmyndin hlaut gullljónið fyrir bestu myndina og leikkonan Imelda Staunton hlaut verðlaun fyrir bestan leik kvenna.
Meira
BRESKU rafpönkararnir í The Prodigy munu halda tónleika hér á klakanum föstudaginn 15. október í Laugardalshöll. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku, n.t.t. mánudaginn 20. september klukkan 10.
Meira
Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalleikendur: Tom Hanks, Catherine Zeta-Jones, Stanley Tucci, Barry Shabaka Henley, Rumar Pallana. 125 mínútur. Bandaríkin. 2004.
Meira
TÍMARIT Lögréttu var gefið út í fyrsta sinn á föstudag en það er nýtt fræðirit á sviði lögfræði, gefið út af Lögréttu, félagi laganema Háskólans í Reykjavík (HR).
Meira
M ontpellier, Miðjarðarhafsborgin, eins og hún kallar sjálfa sig, sker sig úr öðrum borgum Frakklands fyrir það að bílar eru á burt svo þar er komið stærsta svæði fyrir gangandi fólk innan borgarmarka í landinu.
Meira
UM 18,6 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á fyrsta þátt nýrrar seríu sem fjallar um Joey , góðlátlega einfeldninginn úr Vinum , sem leikinn er af Matt LeBlanc.
Meira
ÞAÐ ætti að vera eitt mesta tilhlökkunarefni íslenskra tónlistarunnenda að hingað til lands skuli vera væntanleg hljómsveitin The Shins frá Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum.
Meira
Nýkomið er úrval ljóða Jóns Óskars í franskri þýðingu Régis Boyer (útg. Collection Kubaba 2004). Úrvalið nefnist Toi qui écoutes eða Þú sem hlustar og er því samnefnt bók Jóns Óskars frá 1973.
Meira
Frá Margréti Jónsdóttur:: "Í Fréttablaðinu 7.9. mátti lesa þessa frétt: "Sauðamessa fyrir alla fjölskylduna." Sauðfé verður rekið endilangt í gegnum Borgarnes á laugardag á fjölskylduhátíð helgaðri sauðkindinni og lambakjötsáti."
Meira
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fjallar um óhugnaðinn í Beslan: "Beslan er enn eitt merki þess að pólitísk lausn er eina lausnin á ástandinu í Téténíu."
Meira
Margrét K. Sigurðardóttir fjallar um stöðu konunnar: "Fjórtán umsækjendur voru um starfið sem landbúnaðarráðherra og nýskipað háskólaráð taldi alla "hæfa", án þess þó að kynna sér meðmæli umsækjenda."
Meira
Hafliði Pétur Gíslason svarar Hákoni Ólafssyni: "Það vill svo til að ákvæðið sem Hákon nefnir máli sínu til stuðnings var tekið orðrétt upp úr reglum Rannsóknasjóðs í fyrra og einnig reglum forvera hans eins langt og elstu menn muna."
Meira
Gísli Tryggvason fjallar um kjaramál BHM: "Þegar þessi grein er skrifuð fyrri hluta september eru rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að menntamálaráðherra skipaði 6 manna nefnd til þess að efna þetta loforð."
Meira
Einar H. Jónsson fjallar um Tækniskólann og sameiningaráform: "Málefni Tækniskóla Íslands voru mikið til umræðu um nokkurra ára skeið áður en ný lög um skólann tóku gildi árið 2002."
Meira
Hryðjuverkið í Beslan HRYÐJUVERKIÐ í Beslan er ofarlega í huga fólks um allan heim þessa dagana, enda stingur það sárt í hjartað að sjá hörmungar og sorg vesalings fólksins sem missti börnin sín í þessum hryllingi.
Meira
Gunnar Þór Bjarnason skrifar um fjölmiðla: "Vinsælir pistlahöfundar, ritstjórar og stjórnmálafræðingar syngja einni röddu um að Bandaríkin séu á valdi öfga og trúarofstækis."
Meira
Guðný Jensdóttir Brennan fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 19. nóvember 1924. Hún lést á hjúkrunarheimili 16. júlí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Halldór Sigurður Haraldsson fæddist í Neskaupstað 16. október 1921. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 7. september síðastliðinn. Halldór var sonur Haraldar Ólafssonar sjómanns, f. 14. júlí 1900, d.
MeiraKaupa minningabók
Hansína Jónsdóttir, eða Nanna eins og hún var jafnan kölluð, fæddist 11. maí 1923 í Geldingaholti í Skagafirði. Hún lést 5. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 16. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Hekla Ásgrímsdóttir fæddist á Akureyri 25. mars 1919. Hún lést á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri laugardaginn 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Guðmundsdóttir, f. í Litla-Garði í Grýtubakkahreppi 24. mars 1892, d. 12.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Andrésdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1969. Hún lést á líknardeild Landspítalans 12. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 19. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Erna Kristjánsdóttir fæddist í Bolungarvík 10. júlí 1929. Hún lést á líknardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Kristín Guðjónsdóttir, f. 12. júní 1893, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Hermannsson fæddist á Freyjugötu 30 í Reykjavík 7. mars 1946. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Tjarnarstíg 1, Seltjarnarnesi, 4. sept. síðastliðinn. Jónas var elsti sonur hjónanna Gyðu Arnórsdóttur húsmóður, f. 25.
MeiraKaupa minningabók
FYRIRTÆKIN ANZA og VHL hafa sameinast undir merkjum ANZA . Sameiningin tók gildi um síðustu mánaðamót. Allir starfsmenn VHL flytjast til ANZA og mynda þar nýtt svið sem sérhæfir sig í hönnun, þróun, rekstri og viðhaldi iðntölvukerfa og sjálfvirks...
Meira
EINN af fyrirlesurum á samkeppnisráðstefnunni var dr. William Bishop, frá ráðgjafarfyrirtækinu Lexecon, sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði samkeppnismála, en frá hagfræðilegu sjónarhorni.
Meira
VIÐSKIPTAVINIR breskra banka voru rukkaðir um 3 milljarða punda, sem svarar til 385 milljarða króna, á síðasta ári vegna óleyfilegs yfirdráttar á reikningum þeirra, það sem Íslendingar þekkja margir sem FIT-kostnað.
Meira
ALBERTO F. Alesina, prófessor við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum, forstöðumaður hagfræðideildar skólans og annar höfundur bókarinnar The Size of Nations, segir að þjóðir geti verið litlar en samt notið velgengni í efnahagslegu tilliti.
Meira
NÝLEGAR breytingar á grundvallarreglugerðum Evrópusambandsins (ESB) á sviði samkeppnisréttar munu hafa mikil áhrif á íslenskan samkeppnisrétt og þar með íslenskt atvinnulíf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum og sökum leiðsagnargildis...
Meira
80 ÁRA afmæli . Í dag, mánudaginn 13. september, er áttræður Helgi Hallgrímsson, fyrrum vagnstjóri, Akurgerði 56 . Deginum ætlar hann að eyða með fjölskyldu...
Meira
Kópavogsbúar komnir í startholurnar Þá er komið að því að spilamennska hefjist aftur hjá Bridsfélagi Kópavogs eftir sumarhlé og víst að marga er farið að klæja í spilafingurna. Fimmtudaginn 16. september verður eins kvölds tvímenningur, en 23. sept.
Meira
Kópavogsbúar komnir í startholurnar Þá er komið að því að spilamennska hefjist aftur hjá Bridsfélagi Kópavogs eftir sumarhlé og víst að marga er farið að klæja í spilafingurna. Fimmtudaginn 16. september verður eins kvölds tvímenningur, en 23. sept.
Meira
STYTTAN af Davíð eftir Michelangelo, sem prýðir Flórensborg eins og svo mörg önnur endurreisnarverk, fagnaði fimm hundruð ára afmæli sínu fyrir skömmu. Hinn 8. september árið 1504 var stytta hins 22 ára gamla myndlistarmanns afhjúpuð með formlegum hætti.
Meira
Í Bankastræti | Það er fremur haustlegt um að litast í kringum þennan ferðalang við upplýsingamiðstöð ferðamanna í miðborginni. Búið að stafla upp stólunum sem dyggilega hafa þjónað gestum borgarinnar á fjölmörgum sólríkum dögum þessa sumars.
Meira
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1951. Hún lauk BA-gráðu í sálfræði og kennsluréttindum frá HÍ. Þá lauk hún M.Ed-námi frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum auk náms í norrænni fullorðinsfræðslu. Ingibjörg hefur starfað víða í íslensku atvinnulífi en gegnt starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins frá 2003. Ingibjörg á tvö börn og tvö barnabörn.
Meira
Víkverji hefur furðað sig á umræðum um íslenska búninginn. Víkverji átti ömmu sem vaknaði ekki svo á sunnudagsmorgni að ekki væru peysufötin dregin fram, og þeim skrýðst til kirkju.
Meira
ALEMANNIA Aachen, mótherjar FH-inga í þriðju umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu, komust í gær í þriðja sætið í þýsku 2. deildinni. Alemannia vann þá Unterhaching á útivelli, 2:0, með mörkum Florian Bruns og Sergio Pinto.
Meira
ARNÓR Atlason, handknattleiksmaður hjá Magdeburg í Þýskalandi, þarf að gangast undir smávægilega hjartaaðgerð á næstunni. Á dögunum kom í ljós að hann er með meðfæddan hjartagalla og þarf því að gangast undir aðgerð.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk, eitt þeirra úr vítakasti, þegar Ciudad Real sigraði Barcelona, 32:29, í opnunarleik keppnistímabilsins í spænska handboltanum, leiknum um meistarabikarinn.
Meira
DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði 3 mörk þegar lið hans vann Tatran Presov frá Slóvakíu, 32:28, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik um helgina.
Meira
"VIÐ fengum urmul af færum í fyrri hálfleik og spiluðum lengst af vel," sagði Þorlákur Árnason, ósáttur þjálfari Fylkis, í leikslok. Hann vandaði Jóhannesi Valgeirssyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar þegar hann ræddi um framgöngu hans.
Meira
RUBENS Barrichello og Michael Schumacher færðu Ferrari-liðinu draumaúrslit með því að koma í mark í fyrstu tveimur sætum í tilþrifamiklum Ítalíukappakstrinum í Monza í gær.
Meira
VALSKONUR standa vel að vígi eftir fyrri leikinn við sænska liðið Önnered í EHF-bikarnum í handknattleik. Liðin mættust í fyrri leiknum í Gautaborg á laugardaginn og höfðu heimastúlkur betur, 30:26. Fjögurra marka tap á útivelli er ágætt veganesti í síðari leikinn, sem verður að Hlíðarenda á laugardaginn kemur.
Meira
ELÍN Anna Steinarsdóttir, leikmaður ÍBV, mun í vetur spila knattspyrnu á Ítalíu. Hún heldur á morgun til Napólí í skóla og stendur til boða að spila með Napoli eða Decimum Lazio en hefur ekki gert upp hug sinn hvort félagið hún velur.
Meira
England Úrvalsdeild: Aston Villa - Chelsea 0:0 Bolton - Manch. Utd 2:2 Kevin Nolan 52., Les Ferdinand 89. - Gabriel Heinze 44., David Bellion 90. Fulham - Arsenal 0:3 Fredrik Ljungberg 62., Zat Knight 65. (sjálfsm.), Jose Antonio Reyes 71. - 21.681.
Meira
Sigurvini Ólafssyni, leikmanni KR, var létt eftir sigurinn gegn KA enda liðið búið að bjarga sér frá falli. "Jú, þetta er nokkur léttir enda var möguleiki á að við myndum lenda í bullandi fallslag en það var ekkert annað að gera en að klára þetta.
Meira
LEIKMENN ÍBV gefa ekkert eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þeir sigruðu Fylki í Vestmannaeyjum í gær 3:1. Þar með misstu Fylkismenn enn eitt árið af titlinum á lokasprettinum. Aðeins tvö lið geta nú orðið Íslandsmeistarar, ÍBV og FH, sem hefur pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðina.
Meira
BOÐIÐ var upp á markaveislu í Keflavík í gærdag þegar Grindvíkingar sigruðu Keflvíkinga 4:3 í hröðum og spennandi leik þar sem úrslitin réðust með umdeildu marki Grindvíkinga fimm mínútum fyrir leikslok, þar sem Keflvíkingar töldu að um rangstöðu hafi...
Meira
* HEIÐAR Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn með Watford sem gerði jafntefli við Brighton , 1:1, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Meira
* HEIMIR Guðjónsson , fyrirliði FH-liðsins í knattspyrnu, komst í gær í sjötta sætið yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi hér á landi. Heimir lék þá sinn 240. leik í deildinni og fór upp fyrir Þormóð Egilsson, fyrrum fyrirliða KR .
Meira
SKAGAMENN þurfa að sigra Eyjamenn með fimm marka mun í lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu til að ná af þeim öðru sætinu og komast í UEFA-bikarinn á næsta ári. Þrjú stig skilja liðin að og markatala ÍBV er mun betri en hjá ÍA.
Meira
LOGI Geirsson byrjaði vel með stórliði Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær, en lið hans hóf þó vertíðina á tapi á heimavelli. Logi skoraði 6 mörk þegar Lemgo tók á móti Kiel á hinum magnaða AufSchalke-knattspyrnuleikvangi í Gelsenkirchen, frammi fyrir 30.925 áhorfendum, sem er heimsmet á leik félagsliða. Kiel hafði betur, 31:26, og var með undirtökin í leiknum allan tímann.
Meira
MAREL Baldvinsson lagði upp sigurmark Lokeren sem sigraði La Louviere, 1:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Hann átti þá góða fyrirgjöf og Tailson skallaði af öryggi í mark La Louviere á 16. mínútu leiksins.
Meira
ORRI Freyr Hjaltalín, leikmaður knattspyrnuliðs Grindvíkinga, varð fyrir því á laugardaginn að lunga féll saman en það hefur ítrekað gerst hjá honum á undanförnum árum.
Meira
FRAMARAR gengu frá því um helgina að Ólafur Kristjánsson yrði áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu en hann tók við liðinu á miðju sumri eftir að hvorki hafði gengið né rekið hjá félaginu.
Meira
JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að sínir menn hefðu líklega spilað sinn besta leik á tímabilinu á laugardaginn, þrátt fyrir að þeir hefðu tapað sínum fyrstu stigum með markalausu jafntefli gegn Aston Villa í Birmingham.
Meira
MAGNÚS Gylfason, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur við sína menn í leikslok. "Við héldum alltaf áfram og misstum ekki þolinmæðina. Við börðumst eins og ljón og uppskárum eftir því og ég er rosalega sáttur við mína leikmenn.
Meira
TIM Cahill, ástralskur miðjumaður sem er nýkominn til liðs við Everton, var rekinn af velli nokkrum sekúndum eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City á útivelli, 1:0, á laugardaginn.
Meira
* RÚNAR Sigtryggsson , landsliðsmaður í handknattleik, skoraði 3 mörk fyrir Eisenach sem vann góðan sigur á Willstätt/Schutterwald , 23:21, í 2. deild. Varnarleikur Eisenach þótti sérstaklega góður.
Meira
STÓRVELDIN Real Madrid og Barcelona fara vel af stað í spænsku knattspyrnunni og eru bæði með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Real sigraði nýliða Numancia, 1:0, á laugardagskvöldið.
Meira
TÍU mínútna hvirfilvindur á Craven Cottage gerði góðan leik Fulham gegn Arsenal að engu. Meistararnir skoruðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik, sigruðu 3:0, og eru nú einir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir fimm leiki, og hafa þegar skorað 19 mörk. Þetta var 45. deildaleikur Arsenal í röð án taps og liðið bætir met sitt með hverjum leik.
Meira
WEIBERN, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann óvæntan útisigur á Oldenburg, 25:23, í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik kvenna á laugardaginn. Íslensku stúlkurnar í liðinu voru atkvæðamiklar og skoruðu nær helming markanna.
Meira
TÍU leikmenn og tveir þjálfarar voru fjarri góðu gamni í gær þegar 17. og næstsíðasta umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu fór fram, þar sem þeir þurftu að taka út leikbönn. Aðeins FH og Fram voru með hreinan skjöld og engan í skammarkróknum.
Meira
VALSMENN gulltryggðu sér sæti í deild þeirra bestu með 4:0 sigri á Stjörnunni á gervigrasvellinum í Garðabæ og um leið innsiglaði Hlíðarendaliðið sigur sinn í 1. deildinni.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka eru komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik annað árið í röð en Haukarnir áttu ekki í vandræðum með að slá út slakt lið Sporting Neerpelt frá Belgíu í forkeppninni þar sem báðir leikir liðanna voru leiknir á Ásvöllum. Haukar burstuðu fyrri leikinn, 42:30, og því var aðeins formsatriði að ljúka síðari leiknum í gærkvöld sem Haukar höfðu betur í, 28:25 og því samanlagt, 70:55.
Meira
"NÚ snýst allt um síðasta leikinn, í honum ræðst hvort við höldum sæti okkar eða föllum," sagði Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, eftir tapleikinn á móti ÍA í gær.
Meira
* VIJAY Singh fagnaði sínum sjöunda sigri á PGA mótaröðinni í gær þegar hann lagði Mike Weir á Opna kanadíska mótinu. Til að knýja fram sigur varð að fara í þriggja holu umspil og þar hafði Singh , efsti maður heimslistans, betur.
Meira
Víkingur R. 1:4 ÍA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 19. umferð Víkingsvöllur Sunnudaginn 12. september 2004. Aðstæður: Austan hægur, þurrt, svalt. Áhorfendur: 500. Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 3. Aðstoðardómarar: Hans Scheving, Guðmundur H.
Meira
VONIR KA um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni dvínuðu í gær þegar liðið tapaði fyrir KR, 2:1. Liðið mætir FH í lokaumferðinni norðan heiða og verður að vinna þann leik og um leið að treysta á að Víkingur og Fram tapi sínum leikjum. KR-ingar eru hins vegar sloppnir við fall eftir sigurinn en eftir fremur slakan fyrri hálfleik sýndi liðið allar sínar bestu hliðar og sýndu KR-ingar stuðningsmönnum sínum gömlu góðu meistarataktana sem skort hefur í sumar.
Meira
"VIÐ vorum orðin hundleið á að tapa fyrir Val, til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra, og alls ekki ánægð með það svo það hefur verið mikill hugur í okkur að fá annan leik og vinna," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn.
Meira
ÞAR sem Albert Sævarsson hætti að leika með Grindvíkingum þegar tveir leikir voru eftir brugðu þeir á það ráð að fá hinn gamalreynda Þorstein Bjarnason til að taka upp hanskana að nýju en Þorsteinn er orðinn 47 ára.
Meira
FIMLEIKAFÉLAGIÐ gerði það sem það þurfti að gera til að freista þess að hampa Íslandsmeistarabikarnum. FH-ingar tóku á móti Fram í gær og sigruðu 4:1 þar sem Allan Borgvardt gerði þrennu. Það dugði þó ekki til að fá bikarinn þar sem Eyjamenn unnu einnig og það ræðst því ekki fyrr en í síðustu umferðinni hvort liðið hampar titlinum, FH mætir þá KA nyrðra og Eyjamenn heimsækja Skipaskaga.
Meira
"ÉG hefði heldur betur fengið á baukinn ef ég hefði klúðrað þessu því það hefði verið erfiðara að skora ekki í þessu færi," sagði Þróttarinn Eysteinn Lárusson, sem skoraði sitt eina mark í sumar gegn Haukum í Laugardalnum á laugardaginn. Það reyndist sigurmark Þróttar í 2:1 sigri, sem tryggði Þrótturum sæti í efstu deild að nýju. Með tapinu bíður Hauka að berjast við falldrauginn ásamt Stjörnunni og Njarðvík en hafa reyndar hagstæðari markahlutfall.
Meira
"ÞAR sem ÍBV vann Fylki er ljóst að við þurfum eitt stig til viðbótar og það þurftum við að fá á móti KA á Akureyri í síðustu umferðinni," sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, eftir að hann og félagar hans hjá FH höfðu lagt Fram að velli...
Meira
VIÐ byrjuðum leikinn mjög illa en komumst svo ágætlega inn í hann en Eyjaliðið einfaldlega vildi frekar en við vinna í dag og þetta var ekki einn af okkar bestu leikjum í sumar," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, eftir leikinn.
Meira
IÐNNEMUM var afhent sveinsbréf í hófi sem haldið var þeim til heiðurs í Akoges-salnum í Reykjavík nýverið. Nýsveinarnir komu af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.
Meira
SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu óska eftir að koma eftirfarandi á framfæri: "Ástæða er til að leiðrétta það sem kemur fram í tilkynningu frá Neytendasamtökunum um að aðeins seljendur fasteigna þurfi að greiða fasteignasölum fyrir þjónustu þeirra,...
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Fold er með í sölu einbýlishús við Ásvallagötu í Reykjavík. Í bókinni Indæla Reykjavík eftir Guðjón Friðriksson segir m.a. um húsið Ásvallagötu 8: "Húsið er eitt fínasta við Ásvallagötu.
Meira
Senn líður að því að draumurinn um þráðlaust heimili verði að veruleika. Nú þegar er fólk almennt með þráðlausa síma og jafnvel einnig þráðlausa tölvutengingu. Almenningur bíður enn í eftirvæntingu eftir fleiri þráðlausum lausnum.
Meira
Rangárvallasýsla - Fasteignamiðstöðin er með í sölumeðferð jörðina Efri-Rot Rangárþingi eystra (áður V-Eyjafjallahreppi), Rangárvallasýslu. Íbúðarhúsið er byggt árið 1948 og er 123,8 fm að stærð auk eldri útihúsa. Landstærð er talin vera um 60 ha.
Meira
EINS og fram kom í Morgunblaðinu 8. september sl. hefur Fjarðaál-Alcoa, sem byggir nýtt álver á Reyðarfirði, áhyggjur af hækkandi fasteignaverði á Mið-Austurlandi.
Meira
Reykjavík - Fasteignasala Íslands er nú með í einkasölu parhús á tveimur hæðum við Flókagötu 49a. Haukur Geir Garðarsson hjá Fasteignasölu Íslands segir að um sé að ræða fallegt parhús sem er kjallari, hæð og ris á vinsælum stað í höfuðborginni.
Meira
Götuheiti á höfuðborgarsvæðinu verða sífellt ævintýralegri og menn eru komnir út á villigötur - eða ætti ég að segja villirima. Í miðbæ Reykjavíkur má leiðast upp Túngötu, spóka sig á Ingólfsstræti og labba síðan Laugaveg.
Meira
Alþýðusamband Íslands hefur sett fram minnisblað um breytingar á húsnæðislánamarkaði. Minnisblaðið er gott og vandað innlegg í þá umræðu sem nú er um stöðuna á húsnæðislánamarkaðnum.
Meira
Út er kominn nýr ítarlegur vörulisti á íslensku frá S. Guðjónssyni ehf., þar sem finna má upplýsingar um allar þær vörur sem fyrirtækið er með á lager og helstu sérpantanir. Í fréttatilkynningu frá S.Guðjónssyni ehf.
Meira
JAFNGREIÐSLULÁN eða öðru nafni annuitetslán bankanna og Íbúðalánasjóðs eru þess eðlis að samtala vaxta og afborgana er alltaf sú sama áður en tekið er tillit til verðbóta.
Meira
SAMHLIÐA því að bjóða verðtryggð lán með föstum 4,3% vöxtum hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) lækkað vexti á eldri lánum til sjóðfélaga um 0,6%.
Meira
GREIÐSLUBYRÐI einstaklings sem tók 25 ára jafngreiðslulán hjá Íbúðalánasjóði árið 1994 með 5,1% vöxtum og hefur greitt af því í 10 ár en ákveður að endurfjármagna það með 15 ára jafngreiðsluláni með 4,4% hjá einhverjum viðskiptabankanna, myndi...
Meira
Húsafell ehf. er með í endurbyggingu hús við Skipholt í Reykjavík. Þar verða átján nýjar íbúðir og fjögur verslunarpláss. Guðlaug Sigurðardóttir fræddist um framkvæmdirnar.
Meira
SIGRÍÐUR Dögg Arnardóttir, sálfræðinemi við HÍ, flutti fyrir nokkrum mánuðum í leiguhúsnæði í miðborginni með vinkonu sinni. Þær stöllur eiga svo mikið af snyrtivörum "að þær voru farnar að flæða út um allt" eins og Sigga Dögg orðar það.
Meira
Fólk fer ýmsar leiðir í leit að lausnum til að losna við snúrur. Gísli Kristjánsson hefur leyst snúruvandamálið þannig að fela snúrurnar inni í veggjunum og draga þær út þar sem tækin eru staðsett.
Meira
Það verður að setja ástríðu og ást í vinnuna sína, segja Guðbergur Garðarsson og Inacio Pacas da Silva Filho, sem í sumar fengu viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir "glæsilegan og fjölskylduvænan garð með fjölbreyttum gróðri".
Meira
Hvammstangi - Tvö sumarhús og ein einkalóð í Húnaþingi vestra fengu viðurkenningar fyrir að skara fram úr í umhverfismálum í sveitarfélaginu á þessu ári.
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
Það eru margir verðugir fulltrúar sem gætu átt heima á "topp tíu listanum" yfir algengar og/eða hvimleiðar pöddurnar á heimilum fólks. Guðlaug Sigurðardóttir fékk Erling Ólafsson í lið með sér og kynnir hér til sögunnar tíu fulltrúa sem eiga fullan rétt á sæti á listanum, en þeir eiga það sameiginlegt að una sér ágætlega í sambúð við fólk.
Meira
Öll erum við sammála um mikilvægi þess að gæta öryggis barna bæði innan veggja heimilisins og utan. Langflest slys á börnum eiga sér stað inni á heimilum eða í næsta nágrenni þess og því er mikilvægt að hafa augun opin fyrir slysagildrum. Perla Torfadóttir ræddi við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra á slysavarnarsviði hjá Landsbjörgu, um þau úrræði sem fyrir hendi eru.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.