KONUR voru 52% starfsmanna skóla á háskólastigi á Íslandi í 879 stöðugildum í mars árið 2003. Karlar voru 48% starfsmanna í 930 stöðugildum. Starfsmenn skólanna voru samanlagt 2.515 í 1.809 stöðugildum. Þá er öll yfirvinna meðtalin.
Meira
JPV hefur tekið að sér útgáfu nýrrar þýðingar Biblíunnar. Þórarinn Eldjárn orti þegar hann heyrði af því: Þetta má kalla viðskiptavit og vörn gegn himnastraffi. Almættið gefur nú öll sín rit út hjá JPVaffi.
Meira
Fréttaskýring | Tillögur Pútíns Rússlandsforseta um aukið vald Moskvustjórnarinnar vegna hryðjuverkaógnarinnar eru sagðar grafa undan lýðræðinu, segir í grein Kristjáns Jónssonar, en margir Rússar vilja gefa Pútín tækifæri í von um aukið öryggi.
Meira
TILBOÐ voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær í eldsneyti og olíur fyrir Landhelgisgæsluna, Hafrannsóknastofnun og Flugmálastjórn. Alls bárust átta tilboð frá sex aðilum, þ.á m.
Meira
Komi til verkfalls grunnskólakennara næstkomandi mánudag verður það í níunda sinn sem eitt eða fleiri félög kennara leggja niður störf í verkfalli um lengri eða skemmri tíma.
Meira
BORGARFULLTRÚAR og varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu í heimsókn í Múlalund, vinnustofu SÍBS, fyrir skömmu, ræddu við starfsmenn og kynntu sér starfsemina.
Meira
SAMKVÆMT upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á breytingu á reglugerð um úthlutun listamannalauna, þar sem taka á tillit til athugasemda umboðsmanns Alþingis í meðfylgjandi áliti.
Meira
MIKLAR efasemdir eru ríkjandi meðal ráðamanna á Vesturlöndum vegna þeirra ráðstafana sem Valdímír V. Pútín Rússlandsforseti hefur boðað til að efla varnir gegn hryðjuverkum.
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að afgreiðsla úthlutunarnefndar Launasjóðs rithöfunda á umsóknum um starfslaun úr sjóðnum árið 2003 hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gera verði til undirbúnings slíkra ákvarðana.
Meira
VLADÍMÍR Ústínov, ríkissaksóknari Rússlands, greindi frá því í gær að enginn þeirra sem stóðu fyrir árásinni á barnaskólann í Beslan í Suður-Rússlandi fyrr í mánuðinum hefði komist undan.
Meira
NOTA skal samræmda stafsetningu í löndunum sem nota sameiginlega Evrópugjaldmiðilinn og rita euro. Var þetta samþykkt á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins á laugardag í Hollandi. Euro hefur sem kunnugt er verið nefnd evra hér á landi.
Meira
Vogar | Kristófer Kevin Turner, átján ára strákur úr Vogum á Vatnsleysuströnd sem er í breska hernum, verður sendur til starfa í Írak á næstunni. Hann er nú í strangri þjálfun fyrir verkefnið. "Ég hef engar áhyggjur af honum.
Meira
FLEIRI fyrirtæki en Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hyggjast skipuleggja einhvers konar daggæslu fyrir börn starfsmanna komi til verkfalls grunnskólakennara. KB banki, Eimskip og Össur eru t.a.m. öll að skoða möguleika á slíku.
Meira
Forvarnardagur | Brunavarnir Suðurnesja efna til opins forvarnardags í dag í 88 húsinu. Ungmenni fædd 1988 eru boðin velkomin. Er þetta liður í umferðar- og öryggisátaki í Reykjanesbæ.
Meira
Fyrirlestur | Mannúðaraðstoð á átakasvæðum er heiti á fyrirlestri Helgu Báru Bragadóttur á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 15. september kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg.
Meira
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra mun víkja sæti við skipun dómara við Hæstarétt vegna málefna eins umsækjanda um stöðuna, Hjördísar Hákonardóttur héraðsdómara.
Meira
"ÞIÐ hafið unnið afrek og eigið heiður skilinn," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, en hann var á Krossanesbryggju um hádegi í gær þegar Vilhelm Þorsteinsson EA kom inn til löndunar eftir mettúr.
Meira
VEGNA frétta um að Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hyggist bjóða börnum starfsmanna upp á vist í Heilsuskólanum okkar vilja forsvarsmenn hans því á framfæri að til hans var ekki stofnað vegna yfirvofandi verkfalls Kennarasambands Íslands.
Meira
Í DAG eru þrjátíu ár liðin frá því Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð. Upphafið má rekja til fréttar sem birt var sumarið 1974 og bar yfirskriftina "Vilja stofna Amnesty International á Íslandi".
Meira
GERT er ráð fyrir því að Jón Sveinsson lögmaður taki við formennsku í einkavæðingarnefnd. Kom þetta fram í máli Halldórs Ásgrímssonar, verðandi forsætisráðherra, er hann ræddi við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Meira
SKÓLAÁRIÐ í framhaldsskólum verður lengt í 180 daga á ári og einingum í framhaldsskólum fækkað úr 140 í 111, ef tillögur höfunda nýrrar skýrslu um breytta námsskipan til stúdentsprófs verða að veruleika.
Meira
EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur ákært fjóra menn fyrir brot á útvarpslögum með því að hafa selt aðgang að læstum útsendingum nokkurra erlendra sjónvarpsstöðva í gegnum einkahlutafélag þeirra. Eru þeir sakaðir um að hafa veitt 1.
Meira
KÆLING getur komið í veg fyrir taugaskaða meðvitundarlausra sjúklinga eftir hjartastopp, að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknar Steinars Björnssonar læknanema og Felix Valssonar, svæfinga- og gjörgæslulæknis.
Meira
ÍSRAELSK stjórnvöld hafa samþykkt að greiða fjölskyldum sem gert verður að flytja frá Gaza-svæðinu í samræmi við áætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra á bilinu 14 til 21 milljón íslenskra króna. Frá þessu var greint í gær.
Meira
Mýrdalur | Leikur Bjólfskviðu hefur nú borist til Danaveldis. Tökur eru hafnar í Mýrdalnum en þar eru tekin upp atriði sem gerast þar sem nú er ríkið Danmörk. Verður kvikmyndatökuliðið þar næstu vikurnar.
Meira
Vesturbær | Þórólfur Árnason borgarstjóri safnaði liði og keppti í knattspyrnu við valda kappa úr KR í opnunarleik á nýjum gervigrasvelli á KR-svæðinu sl. laugardag. Lið KR undir stjórn Guðjóns Guðmundssonar, formanns KR, tók vel á móti borgarstjóra.
Meira
KENNARAR við einkaskóla eru ekki allir aðilar að Kennarasambandi Íslands og því leggst starfsemi þeirra ekki niður komi til verkfalls grunnskólakennara á mánudag.
Meira
MEÐALLESTUR allra dagblaðanna þriggja minnkaði frá maí til ágúst, þar af minnkaði lestur DV mest, eða um 2,4 prósentustig, samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Gallup gerði 11. til 17. ágúst. Lestur DV var 19,5% í maí en fór niður í 17,1% í ágúst.
Meira
"ALMENN skoðun meðal Íslendinga er að við getum ekki gerst aðildarríki Evrópusambandsins án þess að sérstaða okkar, alveg sérstaklega að því er lýtur að sjávarútvegi og fiskveiðiauðlindinni, verði metin og tryggð til frambúðar í aðildarsamningi með...
Meira
Nýr formaður | Gylfi Þórhallsson var kjörinn formaður Skákfélags Akureyrar á aðalfundi í vikunni. Rúnar Sigurpálsson sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár óskaði ekki eftir endurkjöri.
Meira
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að ef allt gangi að óskum verði hægt að byrja að kenna eftir því skipulagi sem kynnt er í skýrslunni haustið 2006 í grunnskólunum, og tveimur árum síðar í framhaldsskólunum.
Meira
OLÍUINNFLUTNINGURINN í Kína jókst um tæp 40% á fyrstu átta mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua . Kínverjar fluttu inn alls 79,9 milljónir tonna af olíu frá janúar til ágúst.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, segir ekki búið að ganga frá því hver verði ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, eftir að Ólafur Davíðsson lætur þar af störfum 1. nóvember nk.
Meira
Reykjavík | Morgunverðarfundur um borgarmál undir yfirskriftinni Pabbi, mamma, börn og bíll verður haldinn á Grand hóteli á fimmtudag í tilefni af evrópskri samgönguviku sem stendur yfir 16.-22. september nk.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra veitti viðtöku fyrsta eintaki bókarinnar Forsætisráðherrar Íslands - ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár, við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gærmorgun eftir rúmlega þrettán ára samfellt starf sem forsætisráðherra.
Meira
AÐ minnsta kosti 47 biðu bana og 114 særðust þegar bílsprengja sprakk nærri lögreglustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær auk þess sem þrír menn féllu annars staðar í borginni. Þetta er eitt mannskæðasta sprengjutilræðið í Bagdad um nokkurt skeið.
Meira
RÁÐSTEFNA um kynjaréttlæti í kjölfar átaka hefst í New York á morgun og stendur til 17. september. Ráðstefnan er á vegum UNIFEM og ILA og á henni munu koma saman konur frá 12 stríðshrjáðum löndum sem allar gegna mikilvægum stöðum í laga- og dómskerfinu.
Meira
RAUÐI kross Íslands hefur svarað neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins og sent eina milljón króna til Beslan. Einnig hefur verið farið fram á það við félagið að það útvegaði sérfræðing í áfallahjálp til starfa í Beslan og verið er að kanna möguleika á því.
Meira
SÝRLENDINGAR beittu efnavopnum í tilraunaskyni gegn óvopnuðu fólki í Darfur-héraði í Súdan í júní og urðu tugum manna að bana, að því er fram kemur í þýska dagblaðinu Die Welt í dag.
Meira
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Alcoa-Fjarðaáli, sem er að reisa álver í Reyðarfirði: "Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla þar sem vitnað er til ummæla eins forráðamanna Alcoa Fjarðaáls, vill fyrirtækið koma eftirfarandi upplýsingum á...
Meira
Sauðamessa er heiti á óvenjulegri fjölskylduhátíð sem haldin verður í Borgarnesi laugardaginn 9. október. Hátíðin er helguð sauðkindinni og lambakjötsáti.
Meira
PORTÚGALSKUR fulltrúi á þingi Evrópusambandsins (ESB) heldur því fram að við mótun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu aðildarríkjanna sé ekkert tillit tekið til umhverfis, vísindalegrar þekkingar eða hagsmuna fólks sem býr við sjávarsíðuna.
Meira
HÆSTIRÉTTUR stefnir að því að skila dómsmálaráðherra umsögnum um hæfi og hæfni umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara í þessari viku. Ráðherra óskaði eftir því að Hæstiréttur skilaði umsögnum til sín fyrir 10.
Meira
SLASAÐUR skipverji af rússneska herskipinu Admiral Chabanenko var sóttur á haf út um 230 mílur suðsuðaustur af Reykjavík í gær og fluttur á Landspítalann.
Meira
Á MORGUN verða liðin sextíu ár frá því B-17G sprengjuflugvél bandaríska flughersins, Fljúgandi virki, brotlenti ofarlega í norðanverðum Eyjafjallajökli. Af því tilefni var Steven A.
Meira
VESTNORDEN ferðakaupstefnan, árleg ferðakaupstefna sem Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja standa að, hófst í Laugardalshöll í gær og stendur til hádegis í dag, miðvikudag. Hjaltlendingar eru sérstakir gestir á kaupstefnunni að þessu sinni.
Meira
DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gærmorgun eftir rúmlega þrettán ára samfellt starf sem forsætisráðherra.
Meira
Í GÆR var undirritaður samningur um stjórnendaþjálfun fyrir forstöðumenn ríkisstofnana, sem er samstarfsverkefni Fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, IMG og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ.
Meira
ÞRJÁR akreinar verða fyrir beina umferð í hvora átt og tvær fyrir allar vinstri beygjur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar samkvæmt tillögum sem samþykktar voru í samgöngunefnd Reykjavíkur í gær.
Meira
"MÉR þykir afskaplega vænt um að fá svona einhuga tilnefningu og met það mikils að vera treyst til þess að halda utan um þetta virðulega og þýðingarmikla hlutverk," sagði Rannveig Guðmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en Rannveig var...
Meira
SIV Friðleifsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir ríkisstjórnarfund í gær, að það væri auðvitað mjög sérstök tilfinning að láta af ráðherradómi.
Meira
Haustferðalög eru nokkuð sem allir ættu að stunda af miklu kappi. Hægt er að fara í margvísleg ferðalög á haustin einkum þegar veðrið er bjart og fallegt eins og það getur oft verið í september.
Meira
Veiði er nú lokið í Fljótaá í Fljótum og veiddust alls 233 laxar. Er það gífurleg umskipti frá síðasta sumri er aðeins 49 laxar voru færðir til bókar.
Meira
"NIÐURSTÖÐUR skýrslunnar komu okkur aðeins á óvart. Í fyrsta lagi eru beinu tekjuáhrifin nokkuð meiri en við höfðum gert okkur í hugarlund," segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. "Í öðru lagi eru það óbeinu áhrifin.
Meira
Í bókinni Forsætisráðherrar Íslands, sem kom út í gær í ritstjórn Ólafs Teits Guðnasonar, rekja 24 höfundar feril þeirra 24 manna, sem setið hafa í stóli ráðherra Íslands og forsætisráðherra.
Meira
TAKA þarf samtengingu skólastiga frá leikskóla að framhaldsskóla til gagngerrar endurskoðunar og endurhanna námskrár, m.a. með það markmið að færa ákveðið námsefni á milli skólastiga, að mati höfunda nýrrar skýrslu um breytta námskipan til stúdentsprófs.
Meira
Grindavík | Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við landbúnaðarráðuneytið um kaup á jörðinni Stað í Grindavík. Hitaveita Suðurnesja hefur áhuga á að eignast það land sem liggur að virkjunarsvæði fyrirtækisins á Reykjanesi.
Meira
TVEIR norskir prófessorar segja að Norðmenn hafi verið of bláeygðir í afstöðu sinni til innflytjendamála og hugsa þurfi þau mál upp á nýtt, að sögn Aftenposten nýverið.
Meira
TVEIR gervisgrasvellir voru vígðir í Reykjavík um helgina, við Framheimilið í Safamýri og á KR-vellinum í Frostaskjóli. Vellirnir eru í fullri stærð, um 8.100 fermetrar, flóðlýstir og upphitaðir og uppfylla allar nýjustu kröfur UEFA.
Meira
Reykjavík | Samgöngunefnd Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja undirbúning að breytingum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þannig að þrjár akreinar verði fyrir beina strauma og tvær fyrir allar vinstri beygjur.
Meira
KENNARASAMBAND Íslands (KÍ) lítur á það sem "klárt verkfallsbrot ef fyrirtæki skipuleggja starfsemi fyrir grunnskólanemendur á þeim tímum dags sem börn hefðu annars átt að vera í skóla".
Meira
"ÞETTA var þrælerfitt, en líka skemmtilegt," sagði Guðún Arngrímsdóttir, sem hefur verið um borð í Vilhelm síðustu tvo túra. Kom um borð í lok ágúst og ætlar að fara einn túr til viðbótar áður en hún heldur til Ítalíu að læra tungu þarlendra.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag, sagði við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun að hann léti af embætti utanríkisráðherra með ákveðnum trega.
Meira
Davíð Oddsson lætur í dag af embætti forsætisráðherra. Hann hefur setið lengur í því embætti en nokkur annar í hundrað ára sögu Stjórnarráðs Íslands, eða í þrettán ár og rúma fjóra mánuði.
Meira
Í formála bókar sinnar Alþýða og athafnalíf, sem út kom fyrir tæpum fjórum áratugum, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins og síðar alþingismaður: "En mergurinn málsins er sá, að íslenzka þjóðin vill ekki, að örfáir auðmenn ráði...
Meira
Það er ótrúlegt en satt að Möguleikhúsið sem frá upphafi hefur einsett sér að gera leiksýningar eingöngu fyrir börn skuli nú vera að hefja sitt 15. starfsár.
Meira
NÝ mynd eftir draumaprinsinn Steven Spielberg vekur ætíð áhuga bíógesta, hvarvetna í heiminum, enda eru fáir núlifandi kvikmyndagerðarmenn sem gert hafa eins margar farsælar myndir og hann.
Meira
ÞÓRHALLUR Guðmundsson miðill snýr aftur í kvöld í þætti sínum Lífsaugað. Þátturinn hóf fyrst göngu sína í fyrra og vakti mikla athygli enda var þetta í fyrsta sinn sem sýndur var skyggnilýsingaþáttur í íslensku sjónvarpi.
Meira
LITUR einn sem hefur ekki látið lengi að sér kveða hefur sést í mörgum sýningum á yfirstandandi tískuviku í New York. Liturinn sá er áberandi og ekki fyrir alla, nefnilega appelsínugulur.
Meira
BRESKUR heimildarflokkur um Níl hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Í þremur þáttum er farið niður eftir Níl, lengsta fljóti heims, um eyðimerkur og frumskóga, hjá snævi þöktum fjallatindum og um vötn sem geyma týndar borgir.
Meira
ÞÁTTASTJÓRNANDINN Oprah Winfrey hélt á mánudaginn myndarlega upp á að nítján ár eru síðan hún byrjaði með hinn vinsæla sjónvarpsþátt sinn. Hún afhenti hverjum og einum hinna 276 áhorfenda - allt konur - í sjónvarpssal nýjan bíl.
Meira
VETRARSTARF Íslensku óperunnar var kynnt á dögunum, en að sögn talsmanna Óperunnar er stefnt að því að dagskrá starfsársins verði í senn fjölbreytt og metnaðarfull. Þrjú meginverk verða færð upp, Sweeney Todd, Tosca og Litla stúlkan með eldspýturnar.
Meira
Leikstjóri Bernardo Bertolucci. Aðalhlutverk Michael Pitt, Eva Green, Louis Garrel. Bandarísk/bresk/frönsk/ítölsk 2003. (110 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Myndform VHS/DVD.
Meira
Jóhann Ársælsson fjallar um ummæli Halldórs Ásgrímssonar: "Það ígildi eignarhalds sem útgerðarmenn á Íslandi hafa á veiðirétti hefur valdið gífurlegum deilum."
Meira
Frá Hlyni Frey Vigfússyni:: "Undanfarna viku hef ég tekið eftir auglýsingum í sjónvarpi þar sem ég og aðrir sótthræddir landsmenn erum varaðir við fyrirbæri sem kallast lifrarbólga A."
Meira
Frá Úrsúlu Jünemann:: "KINDUR eru skepnur sem finna til Um daginn varð óhapp á Austurlandi þar sem flutningabíll valt fullhlaðinn af kindum sem átti að aka til slátrunar. Fjöldi dýranna drapst eða aflífa þurfti þau."
Meira
Jónína Bjartmarz og Rannveig Guðmundsdóttir fjalla um klámvæðingu: "Einstaklingar og fjölskyldur þeirra eiga skýlausan rétt til að vera laus við klám úr umhverfi sínu. Að tryggja þann rétt er verkefni okkar allra."
Meira
Frekja ÞETTA orð dettur mér alltaf í hug þegar ég heyri kennara knýja fram sín mál. Í áratugi hefur þessi stétt rutt í gegn meira kaupi án nokkurs tillits til kjara annarra stétta. Ég gleymi aldrei þeim tíma sem ég vann sem matráðskona fyrir kennara.
Meira
Ívar Haukur Antonsson fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1956. Hann lést á heimili sínu á Laugarásvegi 1 í Reykjavík 6. september síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Hermannsson fæddist á Freyjugötu 30 í Reykjavík 7. mars 1946. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Seltjarnarnesi 4. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 13. september.
MeiraKaupa minningabók
Lýður Þrastarson fæddist á Blönduósi 14. júlí 1974. Hann lést á heimili sínu 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 23. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Páll Gunnar Jóhannsson fæddist að Þinganesi í Nesjum 9. júní 1919. Hann lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 6. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Pálsson, f. 24.8. 1893, d. 4.10. 1971, og Ingibjörg Pálsdóttir, f. 18.5. 1900, d....
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Jónsdóttir fæddist á Akureyri 21. desember 1968. Hún lést á Landspítalanum 5. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stykkishólmskirkju 11. september.
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Anna Eyþórsdóttir (Lóa) fæddist í Borgarnesi 2. júlí 1912. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyþór Einarsson frá Þverholti í Borgarfirði, f. 1863, d.
MeiraKaupa minningabók
Wilhelm Magnús Alexandersson-Olbrich fæddist í Bonn í Þýskalandi 29. september 1982. Hann lést af slysförum í Zoetermeer í Hollandi 4. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 14. september.
MeiraKaupa minningabók
STARFSHÓPUR á vegum ráðuneyta utanríkis- og sjávarútvegsmála og hagsmunasamtaka í sjávarútvegi telur hugmyndir brezka Íhaldsflokksins um að endurheimta yfirráðin yfir bresku fiskveiðilögsögunni langsóttar.
Meira
VERÐ það sem Síminn greiddi fyrir eignarhaldsfélagið Fjörni , sem á útsendingarréttinn á enska boltanum, auk rúmlega fjórðungshlut í Skjá einum, var undir 500 milljónum króna, að því er kom fram í máli Rannveigar Rist, stjórnarformanns Landsíma Íslands,...
Meira
MEGINÁHRIFIN af óvæntri innkomu bankanna á fasteignalánamarkað eru þau að fasteignaverð mun hækka. Aukist framboð nýrra fasteigna ekkert gætu áhrifin orðið þau að fasteignaverð hækki um 10-15%. Taki framboðið hins vegar fljótt við sér verða áhrifin...
Meira
EINAR Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, hefur sagt starfi sínu lausu. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að stjórnin hafi samþykkt uppsögn forstjórans og lét Einar af störfum í gær. Einar segir að ástæður fyrir uppsögninni séu einfaldar.
Meira
Litlar breytingar urðu á verði á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,03% og er 3559 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 1.235 milljónum, þar af 326 milljónum með bréf KB banka.
Meira
STARFSMENN KB banka, undir stjórn og samkvæmt heimild skiptastjóra þrotabús Véla og þjónustu hf. (V&Þ), höfðu á föstudag á brott með sér afrit af öllum gögnum fyrirtækisins.
Meira
STJÓRNENDUR Og Vodafone keyptu í gær hluti í félaginu að nafnvirði samtals um 23,1 milljón króna. Hlutirnir voru keyptir á genginu 4,0 til 4,1 og nemur kaupverðið um 94,3 milljónum.
Meira
Hvítar skyrtur eru fallegar þegar þær eru nýþvegnar og straujaðar en verða fljótt blettóttar. Með nýju efni gæti það verið úr sögunni. Efnið á að hrinda frá sér öllu sem getur skilið eftir sig bletti, s.s.
Meira
Nokkrir sænskir skólar hafa tekið upp sveigjanlegan vinnutíma fyrir nemendurna, unglinga sem eru að vaxa og þurfa þar af leiðandi mikinn svefn. Þetta kemur m.a. fram á vef Dagens Nyheter.
Meira
Viðhorfshöfundur kann sér ekki læti að geta aftur heimsótt þjóðminjasafnið, hitt þar gamla kunningja og nýja og lesið um Hlutaveltu tímans á nýrri bók.
Meira
Tónlist og tré | Jóhanni Gunnarssyni er margt til lista lagt. Hann er tónlistarmaður og hefur verið í sveitum á borð við Stolíu og Bang Gang, en síðustu árin hefur hann einnig fengist við tréútskurð og hljóðfærasmíði.
Meira
Hlutavelta | Þessar stúlkur héldu tombólu til styrktar Kópavogsdeild Rauða kross Íslands og söfnuðu þær 6.500 kr. Þær heita Ásta Rún Guðmundsdóttir, Jónína Kristbjörg Björnsdóttir og Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir. Á myndina vantar...
Meira
Hlutavelta | Þessar tvær ungu dömur héldu tombólu laugardaginn 28. ágúst sl. til styrktar Rauða krossi Íslands. Tombólan var haldin fyrir utan verslunina 11/11 á Hvolsvelli og söfnuðust 1.600 kr. Þær heita Hervör Þórhallsdóttir og Katrín...
Meira
Ólöf Magnúsdóttir er fædd árið 1977 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1997 og lauk B.A.-námi í hagfræði frá HÍ árið 2002. Þá nam Ólöf hagfræði við Universitá Bocconi í Mílanó gegnum Erasmus nemendaskipti. Ólöf hefur starfað við verkefnastjórnun hjá MILAMDEC þróunarlánasjóðnum og UNICEF, en hún gegnir nú starfi ráðgjafa hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún starfar einnig innan Amnesty International.
Meira
Vinningshafar í happdrætti Gallerís Skugga fengu á sunnudaginn formlega afhent málverkin sem þeir hlutu í vinning fyrir þátttöku sína í viðburðinum "Opnu málverki" á Menningarnótt, en þá var opið hús og gestum gallerísins m.a.
Meira
NÝVERIÐ hleypti kanadískt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki af stokkunum ritsmíðasamkeppni meðal íslensks almennings, í samstarfi við Lesbók Morgunblaðsins, þar sem viðfangsefnið á að vera Ísland og nágrannaþjóðir á víkingaöld.
Meira
Víkverji hefur starfs síns vegna þurft að lesa aragrúa af skýrslum, ársreikningum, fréttatilkynningum, greinargerðum og sérfræðiritum í gegnum tíðina, og átt um leið samtöl við tilheyrandi "sérfræðinga" á sömu sviðum.
Meira
UNGVERSKI sleggjukastarinn Adrian Annus, sem sigraði á Ólympíuleikunum í Aþenu í greininni en var síðan sviptur gullverðlaunum sínum vegna gruns um svindl á lyfjaprófi, neitar að skila gullverðlaunum sínum.
Meira
HANDBOLTAVERTÍÐIN hófst með látum á Akureyri þegar Þór tók á móti FH í norðurriðli Íslandsmótsins. Lengst af var þetta ágæt skemmtun en í seinni hálfleik var biluð klukka í aðalhlutverki og urðu miklar tafir á leiknum. Þetta fór í taugarnar á leikmönnum og í lokin brutust út slagsmál og voru dómararnir lengi að greiða úr flækjunni og ræða við leikmenn. Rauð spjöld fóru á loft enda menn farnir að láta hendur skipta. Úrslitin urðu hins vegar 27:27 eftir frækilegan endasprett Þórsara.
Meira
KEPPNISTÍMABILIÐ í Meistaradeild Evrópu hófst í gær er leikið var í fjórum af alls átta riðlum keppninnar. Úrslit gærkvöldsins komu fæstum á óvart en skoska meistaraliðið Celtic tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í keppninni frá upphafi og Eiður Smári Guðjohnsen fór af velli meiddur á 11. mínútu í 3:0 sigurleik Chelsea í París í Frakklandi. Ensku meistararnir úr Arsenal fóru sér hægt gegn PSV frá Hollandi og fengu hjálp frá varnarmanni gestaliðsins til þess að tryggja sér sigur.
Meira
"ÉG get ekki kvartað yfir þessari byrjun hjá strákunum. Þeir skiluðu ótrúlega góðum leik og ég var sérlega ánægður með hversu vel menn lögðu sig fram.
Meira
LOKAHÓF KYLFINGA LOKAHÓF Golfsambands Íslands verður haldið á Broadway á laugardaginn en þar verða meðal annars krýndir stigameistarar Toyota-mótaraðarinnar og valdir efnilegustu kylfingar landsins, dómari ársins og fleira í þeim dúr.
Meira
SÖREN Åkeby, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins AGF í Árósum, er óhress með samvinnu framherjanna Helga Sigurðssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, og Mortens Rasmussen í leik liðsins við Viborg um síðustu helgi.
Meira
FJÓRIR leikmenn geta ekki tekið þátt í lokabaráttunni á Íslandsmótinu í knattspyrnu á sunnudaginn, vegna leikbanns - Andri Fannar Ottósson, Fram, Ian Jeffs, ÍBV, Kristján Örn Sigurðsson, KR og Guðni Rúnar Helgason, Fylki.
Meira
MICKY Adams, knattspyrnustjóri liðsins, sagði mér að nota þessa viku til þess að koma mér í gang eftir tveggja vikna fjarveru vegna leikja hjá landsliðinu.
Meira
* LANDSLIÐSMENNIRNIR Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Watford sem sótti Cardiff heim í Wales í ensku 1. deildinni í knattspyrnu.
Meira
LOGI Geirsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo sem steinlá fyrir Gummersbach, 31:18, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Staðan var jöfn í hálfleik, 9:9, en í síðari hálfleik fór allt út böndunum hjá stjörnuliði Lemgo.
Meira
BREIÐHYLTINGAR gerðu góða ferð til Eyja í gær þegar þeir lögðu heimamenn, 38:40, í fyrsta leik liðanna í 1. deild karla. Þeir byrjuðu betur og voru yfir eitt til fjögur mörk allan fyrri hálfleik. Varnarleikur liðanna var slappur í fyrri hálfleik en enn lélegri í þeim síðari. Bæði lið virtust eiga greiða leið í gegnum varnir andstæðinganna og þegar upp var staðið voru skoruð 78 mörk í leiknum.
Meira
BRASILÍUMAÐURINN Gilberto Silva telur að það sé erfiðara að vinna Meistaradeild Evrópu en heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu, en Silva hefur reynslu af hvoru tveggja.
Meira
*ÓLAFUR Ingi Skúlason lék allan leikinn í vörninni með varaliði Arsenal, sem lagði Derby að velli, 3:0. Hinn 17 ára Ítali Arturo Lupoli skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja, sem Sebastian Larsson skoraði.
Meira
FYRSTA keppnisdegi af fjórum á úrtökumótunum fyrir evrópsku mótaröðina í golfi lauk í gær en fimm íslenskir kylfingar taka þátt að þessu sinni. Um er að ræða fyrsta stig úrtökumótsins en alls eru stigin þrjú að tölu.
Meira
LEIKMENN Gróttu/KR byrjuðu tímabilið í handknattleik karla vel í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Stjörnuna með tólf mörkum, 32:20, á heimavelli sínum í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu.
Meira
FRAM átti ekki í vandræðum með að leggja slakt lið KA að velli í Safamýrinni í gærkvöld. Framarar lönduðu níu marka sigri, 35:26, þar sem tveir ungir nýliðar í liði þeirra bláklæddu, leikstjórnandinn Sigfús Sigfússon og skyttan Guðmundur Arnarsson, 18 ára gamlir, voru í aðalhlutverki og áttu ekki lítinn þátt í góðum leik liðsins.
Meira
MIKILL áhugi er í Bandaríkjunum fyrir kvennalandsleikjum Bandaríkjanna og Íslands í knattspyrnu sem fram fara síðar í mánuðinum en leikirnir er liður í hátíðarhöldum bandaríska liðsins sem varð Ólympíumeistari í Aþenu í síðasta mánuði.
Meira
FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hefur af skrifað bréf til bílasala til að minna þá sem stunda verslun og viðskipti með notaða bíla, á að láta ástandslýsingu seljanda liggja frammi þegar kaup eru gerð.
Meira
Fimmta og síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri var haldin á Hellu síðastliðinn laugardag. Haraldur Pétursson á Musso, sem var búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir keppnina, var ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir.
Meira
Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni hefst um næstu helgi, en á þessu ári er Ökuleiknin 26 ára og mun keppnin verða með breyttu sniði. Ekki voru haldnar sérstakar undankeppnir eins og oft undanfarin ár heldur verður öllum heimilt að taka þátt í keppninni.
Meira
ÞAÐ hefur verið athyglisvert að fylgjast með þróun kóreskra bíla á undanförnum árum og misserum. Ekki er langt síðan að menn settu vissan stimpil á kóreska bíla, oft að ósekju en stundum af ástæðu.
Meira
LEXUS RX400h er heimsins fyrsti tvinnbíll í flokki lúxusjeppa. Bíllinn er keimlíkur Lexus RX300 í útliti en aflrásin er allt önnur en menn eiga að venjast í svona bíl og meira í ætt við Toyota Prius tvinnbílinn.
Meira
NÝR Suzuki Swift verður frumsýndur á bílasýningunni í París síðar í þessum mánuði. Bíllinn verður keimlíkur S-Concept sem frumsýndur var í Frankfurt í fyrra og verður boðinn með 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum.
Meira
MEÐ nýrri kynslóð Volvo S40 og V50 hefur sænski bílaframleiðandinn endanlega sýnt fram á að nýir tímar og stefnur eru í hávegum hafðar, jafnt í hönnunardeild fyrirtækisins sem og tæknideildinni.
Meira
Vél: Fjórir strokkar, 1.798 rúmsentimetrar, 16 ventl ar. Afl: 125 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 165 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Hröðun: 11 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: Gírskipting: Fimm gíra hand skiptur.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.