Greinar þriðjudaginn 21. september 2004

Fréttir

21. september 2004 | Minn staður | 203 orð | 1 mynd

24 börn misstu föður í slysinu

Tálknafjörður | Það var þungbúið og strekkingur af hafinu í Selárdal í Arnarfirði sl. laugardag, þegar afhjúpaður var minnisvarði um sjóslys sem þar varð 20. september árið 1900. Þá fórust 18 menn af fjórum bátum frá Selárdal og Bakkadal í Arnarfirði. Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 406 orð | 2 myndir

250 týna lífi á Haítí

UM 250 manns, hið minnsta, hafa týnt lífi á Haítí af völdum flóða, sem fellibylurinn Jeanne olli, að því talsmaður Sameinuðu þjóðanna greindi frá síðdegis í gær. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

4 ára fangelsi að hámarki

Allt að fjögurra ára fangelsi liggur við brotum á vopnalögum og reglum um skotvopn og má enginn fá skotvopnaleyfi, sem brotið hefur almenn hegningarlög, fíkniefnalög, vopnalög eða lög um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 621 orð | 1 mynd

Áfall eða umskipti í Þýskalandi?

Dagblöð í Evrópu telja fylgisaukningu jaðarflokka mikið áfall fyrir Gerhard Schröder en í Þýskalandi telja sumir stjórnmála- skýrendur að kanslarinn og flokkur hans hafi sloppið nokkuð vel frá kosningum í Saxlandi og Brandenburg. Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Bandarískur gísl líflátinn í Írak

ÍSLAMSKT vefsetur birti í gærkvöldi níu mínútna myndbandsupptöku þar sem bandarískur gísl, Eugene Armstrong, virtist vera afhöfðaður. Sagt var að Abu Musab al-Zarqawi, sem hefur staðið fyrir mörgum hryðjuverkum í Írak, hefði sjálfur skorið gíslinn á... Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Bankaútibú opnuð fyrr en áður

ÞAÐ var mikið að gera í útibúum Íslandsbanka í gærmorgun, en þá voru þau opnuð kl. 8.30 og var boðið upp á kaffi og léttan morgunverð af því tilefni. Þetta er í fyrsta skipti í rúma þrjá áratugi sem bankaútibú eru opnuð fyrr en kl. 9.15. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Barnagæsla fyrirtækjanna misjafnlega nýtt

ÞRÓTTARHEIMILIÐ í Laugardal iðaði af lífi í gær þar sem um 120 börn starfsfólks Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra nýttu sér aðstöðu sem boðið er upp á meðan á verkfalli kennara stendur. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Barnagæsla misjafnlega nýtt

BARNAGÆSLA sem boðið er upp á innan ýmissa fyrirtækja fyrir börn starfsmanna var misjafnlega nýtt í gær. Í Íþróttaheimilinu í Laugardal voru 120 börn starfsmanna Sjóvár-Almennra og Íslandsbanka og þar iðaði húsið af lífi. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 283 orð

Brim stofnar útgerðarfélag um einn togara

STOFNAÐ hefur verið sérstakt rekstrarfélag, Útgerðarfélagið Sólbakur ehf., um útgerð ísfisktogarans Sólbaks EA-7. Félagið er að fullu í eigu Brims hf. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Brotist inn í Tópas

UM helgina var brotist inn í félagsmiðstöðina Tópas við Hafnargötu í Bolungarvík en þar einnig grunnskóli bæjarins til húsa. Talsverðar skemmdir voru unnar þegar millihurðir voru brotnar upp á nokkrum stöðum. Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 123 orð

CBS viðurkennir mistök

BANDARÍSKA sjónvarpið CBS viðurkenndi í gær að því hefðu orðið á mistök með því að nota minnisblöð þar sem því var m.a. haldið fram að George W. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 293 orð | 1 mynd

Draumhús opnað á Seyðisfirði

Seyðisfjörður | Þóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ríkey Kristjánsdóttir hönnuður hafa opnað verslun og vinnustofu á Seyðisfirði, sem ber nafnið Draumhús. Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 306 orð

Engin breyting varðandi þotur í Keflavík

NICHOLAS Burns, sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), segir að engin breyting hafi orðið á þeirri stefnu bandarískra stjórnvalda að hafa orrustuþotur í varnarstöðinni í Keflavík. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 337 orð | 1 mynd

Erum alveg í skýjunum

"ÞETTA var alveg frábært," sagði Ragnar Sverrisson, kaupmaður og forsvarsmaður verkefnisins Akureyri í öndvegi, en á vegum þess var um liðna helgi haldið íbúaþing í Íþróttahöllinni. Það sóttu um 1.600 manns, eða 10% bæjarbúa. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Ferðamannafjallkóngur í fyrsta sinn

Blönduós | Hin árlega hrossasmölun á Laxárdal í A-Húnavatnssýslu var um helgina og gekk vel. Margt var um manninn og hrossið og ekki spillti veðrið fyrir. Í ár var búið til nýtt embætti í kringum þennan viðburð, ferðamannafjallkóngur. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

Fimmhundruð laxar hafa veiðst í Flóku

FLÓKA var í gærdag komin með 501 lax á þrjár stangir og að sögn Ingvars Ingvarssonar, bónda á Múlastöðum, er það þriðja besta veiði í ánni sem skráð hefur verið. 1975 veiddust 613 laxar í ánni og 547 árið 1978. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Fjöldi fyrirspurna í tölvupósti

STRÆTÓ bs. hefur fengið um 500 fyrirspurnir, ábendingar, hrós og skammir og allt þar á milli vegna hins nýja leiðakerfis, segir Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 162 orð

Framkvæmdir á Fáskrúðsfirði

Austurbyggð | Opnun Fáskrúðsfjarðarganga að ári og stóriðjuppbygging er farið að hafa markverð áhrif á Fáskrúðsfirði. Þannig voru nýverið opnuð tilboð í gatnagerð og lagnir nýrrar götu í bænum sem kallast Gilsholt. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fritz Oidtmann

FRITZ Oidtmann, annar eigenda glerverkstæðisins Glasmalerei D.H. Oidtmann, í Linnich í Þýskalandi, lést sunnudaginn 19. september í sjúkrahúsinu í Linnich, 80 ára að aldri. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

Færri lánsumsóknir hjá Íbúðalánasjóði

UMSÓKNIR um lán hjá Íbúðalánasjóði eru nokkuð færri það sem af er þessum mánuði en á sama tímabili í fyrra. Það sem af er mánuðinum hafa sjóðnum borist samtals 434 lánsumsóknir en á sama tímabili í fyrra voru þær 778. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Gert við kirkjuturninn

Húsavík | Húsavíkurkirkja sem löngum hefur verið vinsælt ljósmyndaefni erlendra sem innlendra ferðamanna hefur ekki verið sérlega ljósmyndavæn í sumar. Frá því vor hafa vinnupallar umlukið kirkjuturninn vegna viðgerða á honum. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 177 orð | 1 mynd

Golfhótel rís milli 7. og 8. brautar

Borgarnes | Fyrirhugað er að nýtt golfhótel verði risið fyrir 1. júní á næsta ári, nánar tiltekið á milli 7. og 8. brautar á golfvellinum að Hamri í Borgarnesi. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 635 orð | 1 mynd

Gott að taka upp nikkuna

Njarðvík | "Hey, sjáiði. Það er ein kona þarna með öllum köllunum," gall úr mannhafinu sem safnast hafði saman í portinu við Svarta pakkhúsið og Fichershús á aðaldegi ljósanætur í Reykjanesbæ. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 373 orð

Hiti í kennurum en engin heift

FULLT var út úr dyrum í verkfallsmiðstöð fyrir kennara í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi og Seltjarnarnesi í gær en hún er til húsa í Borgartúni 22. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 118 orð | 1 mynd

Hjóluðu á milli bæjarfélaga

Höfuðborgarsvæðið | Frítt föruneyti sex bæjarstjóra og eins borgarstjóra hjólaði um hjólastíga og götur höfuðborgarsvæðisins í gær. Á ferðum sínum vígðu þeir þrjú skilti með upplýsingum um hjóla- og gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu í þremur... Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð

Illa gekk að veiða steinbítinn

ÞORSKVEIÐAR gengu vel á síðasta ári og aðeins féllu 18 tonn ónýtt niður um áramótin. Veiðar á steinbít gengu á hinn bóginn mun verr, einkum hjá krókaaflamarksbátum Þegar á heildina er litið nam flutningur á þorski milli ára 3. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 221 orð

Krefjast hækkunar bóta

BRSB, BHM og KÍ munu standa sameiginlega að samningum um réttindamál í komandi kjarasamningum, og meðal áhersluatriða sem samtökin boða er að dregið verði úr kynbundnum launamun, gerð er krafa um að tekjutenging við laun maka öryrkja og lífeyrisþega... Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Leggja til róttækar breytingar á öryggisráðinu

RÓTTÆKAR breytingar verða gerðar á skipan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef tillögur starfshóps sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, skipaði í nóvember í fyrra ná fram að ganga. Starfshópurinn er skipaður sextán sérfræðingum frá jafn mörgum löndum, m.a. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð

Leiðrétt

Í Morgunblaðinu í gær birtist mynd frá afhendingu málverks af Sveini Einarssyni, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, en málverkið var fært Þjóðleikhúsinu að gjöf á laugardag í tilefni af sjötugsafmæli Sveins. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Leitað að kuðungum

FJÖRURNAR geyma margvíslegan fróðleik og stundum rekur eitthvað óvænt á land sem gaman getur verið að rannsaka nánar. Sveinn Óli Donaldsson í 3. bekk í Kársnesskóla og Donald Dagur Donaldsson í 5. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 124 orð

Lögfræðitorg | Heilsugæsla á landsbyggðinni og...

Lögfræðitorg | Heilsugæsla á landsbyggðinni og mannréttindi er heiti á fyrirlestri á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 21. september, í stofu L102 á Sólborg en hann hefst kl. 12. Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Mannapasmygl rannsakað

DÝRALÆKNAR taka blóðsýni úr órangútan í skemmtigarði í Bangkok vegna rannsóknar á ásökunum um að 100 mannöpum hafi verið smyglað til Taílands frá Indónesíu. Vonast er til að hægt verði með DNA-rannsóknum að skera úr um hvort ásakanirnar eru réttar. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Meðalaldur hækkar

Ölfus | Meðalaldur nemenda Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi er 37 ár í vetur. Á starfsmenntabrautum er meðalaldurinn 36 ár en 38 ár í háskólanáminu. Meðalaldur nemenda hefur hækkað frá síðasta vetri. Mikil breidd er í aldri nemenda. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 207 orð

Mega ekki sækja bækur í skólann

VERKFALLSSTJÓRN var við störf í Kennarahúsinu við Laufásveg í gær og fór yfir ýmsa þætti sem varða framkvæmd verkfallsins. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Meiddist á baki í bílveltu

UNGUR ökumaður missti stjórn á bíl sínum í lausamöl skammt frá Flúðum í gærmorgun með þeim afleiðingum að bíllinn valt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Maðurinn kenndi sér eymsla í baki og var fluttur á slysadeild Landspítalans. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Mikið tjón í eldsvoða

MIKIÐ tjón varð þegar eldur varð laus í vélageymslu á bænum Skorrastöðum II í Norðfirði í gærmorgun. Þrír drengir á grunnskólaaldri voru að fikta með kerti og eldfæri í skemmunni með þessum afleiðingum. Drengirnir komust ómeiddir út. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 113 orð

Mikill áhugi fyrir íbúðalóðum

EKKERT lát er á áhuga fyrirtækja og einstaklinga fyrir lóðum undir íbúðarhús á Akureyri. Akureyrarbær auglýsti á dögunum eftir umsóknum um fimm lóðir undir einbýlishús á einni hæð í Naustahverfi og um fimm lóðir undir fjölbýlishús í hverfinu. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 306 orð

Ólafur Börkur skilar séráliti

ÓLAFUR Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari telur hæpið að raða umsækjendum í sérstaka röð eftir hæfni, að því er hann segir í séráliti sínu um umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Óskað eftir rannsókn lögreglu

Hveragerði | Náttúruverndarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við sýslumannsembættið á Selfossi að hafin verði rannsókn á því hver ruddi veg sem nýlega hefur verið gerður í leyfisleysi í Gufudal í Sveitarfélaginu Ölfusi, fyrir ofan Hveragerði. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Óskastund

Í göngum í Þistilfirði orti Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum: Alltaf finnst mér óskastund og enginn vegur þröngur, þegar ég með hest og hund held af stað í göngur. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 276 orð

Óvenjulangt bil milli deiluaðila

ÞAÐ hefur ekki tilgang að boða strax til sáttafundar í kjaradeilu kennara og launanefndar sveitarfélaganna og spurning hvort gefa hefði átt deilendum lengri umþóttunartíma en fram á fimmtudag. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ræðir gagnrýni á stjórnarskrá ESB

DANIEL Hannan, þingmaður á Evrópusambandsþinginu fyrir breska Íhaldsflokkinn, verður aðalræðumaður á opnum fundi sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands efnir til á morgun kl. 12.15-13.15 í Norræna húsinu. Meira
21. september 2004 | Erlendar fréttir | 273 orð

Sakar Bush forseta um "stórbrotinn dómgreindarskort"

JOHN Kerry, frambjóðandi bandaríska Demókrataflokksins í forsetakosningunum vestra í nóvember, veittist harkalega að George W. Bush í ræðu er hann hélt í New York í gær. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 1167 orð | 1 mynd

Samningar um gagnkvæman stuðning liggja fyrir

Aukinn þungi mun færast í kynningarstarf vegna framboðs Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á næstu mánuðum. Davíð Logi Sigurðsson hitti Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúa Íslands hjá SÞ, að máli í New York. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 416 orð

Segir að verið sé að féfletta veikt fólk

MEÐVITUND um eigið orkuflæði var megin viðfangsefnið á námskeiði Lyndu og Stephens Kane sam haldið var um helgina. Landlæknir varar eindregið við námskeiðum sem þessum og segir þau gagnslaus og ekki byggð á viðurkenndri þekkingu. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 361 orð

SELFOSS - EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA

Selfossbúar hafa tilefni til að fagna tímamótum þessa dagana. Annars vegar er það útboð nýbyggingar við Sjúkrahús Suðurlands sem var auglýst fyrir nokkru. Í tólf ár hefur þessi framkvæmd verið í umræðunni og miklar væntingar tengdar henni. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð

Sjá um börnin í leikfimitímanum

FORELDAR barna í Ísaksskóla tóku sig saman í gær og skiptust á að fylgja börnunum út af skólalóðinni og á nærliggjandi leikvelli á þeim tíma sem leikfimikennsla átti að fara fram. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Skammtímatilboð kennara alveg óraunhæft

TILBOÐ kennara um skammtímalausn í kjaradeilunni við sveitarfélögin var alveg óraunhæft og frekar lagt fram vegna ytra umhverfis en að kennarar hafi haldið að henni yrði tekið. Þetta segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar... Meira
21. september 2004 | Minn staður | 326 orð | 1 mynd

Skemmtileg stemning á fjölskylduhátíð

Árbær | Mikil fjölskylduhátíð var haldin í Árbænum og Grafarholtinu sl. laugardag og voru um 1.200 manns saman komin þegar mest var, að mati aðstandenda hátíðarinnar. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 217 orð

Skólastjórum heimilt að ganga í störf undirmanna

RÁÐSTÖFUN kennslugagna til nemenda í grunnskóla er almennt í verkahring grunnskólakennara, óháð því hvernig eignarhaldi að gögnunum er háttað. Meira
21. september 2004 | Minn staður | 251 orð

Skulda 525 þúsund á hvern íbúa

Mosfellsbær | Eiginfjárhlutfall Mosfellsbæjar er ekki nægilega gott að mati Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, en skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru um 525 þúsund krónur á hvern íbúa. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sláturhelgi

Efnt er til svokallaðra sláturhelga í gistiheimilinu Bjarkarholti á Barðaströnd í haust, eins og undanfarin ár. Konur koma þar saman til að gera slátur. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 846 orð | 1 mynd

Strætisvagnar verði raunhæfur valkostur

Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætós bs., telur að farþegum strætisvagna fjölgi þegar búið verður að skapa vögnunum meiri forgang í umferðinni. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð

Stundakennarar og annað starfsfólk enn í skólunum

GRUNNSKÓLAR landsins standa ekki tómir meðan á verkfalli stendur því hluti starfsmanna, sem ekki á aðild að Kennarasambandi Íslands (KÍ), mætir til vinnu eins og venjulega þrátt fyrir að verkfall kennara sé skollið á. Þetta eru t.d. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð

Svangur innbrotsþjófur

HENGILÁS á hurð á veitingastað í miðborginni var brotinn upp og matvælum stolið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Innbrotið var tilkynnt eftir hádegi í gær. Um kaffileytið var tilkynnt innbrot á heimili í austurborginni. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Sveitarfélaganna að koma með ný útspil

ÞAÐ HLÝTUR að hvíla á samninganefnd launanefndar sveitarfélaganna að koma með nýjar hugmyndir eða tilboð í kjaradeilunni við kennara. Þeir hafa reynt það sem þeir geta en sveitarfélögin hafa hins vegar ekkert hreyft sig. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Telja að gengið sé inn á verksvið kennara

VERKFALLSSTJÓRN grunnskólakennara fundaði í gær um gæslu sem fyrirtæki hófu að bjóða upp á fyrir börn starfsmanna sinna. "Okkur sýnist að í einhverjum tilvikum sé verið að ganga inn á verksvið kennara og um sé að ræða verkfallsbrot. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 1157 orð | 1 mynd

Telja tvo umsækjendur standa öðrum framar

ÞAÐ er mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 345 orð

Tillögur nefndar viðskiptaráðherra ganga of langt

TILLÖGUR nefndar viðskiptaráðherra um stjórnarhætti fyrirtækja, sem kynntar voru í skýrslu um íslenskt viðskiptaumhverfi um síðustu mánaðamót, ganga of langt. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Tugir ríkja hafa þegar heitið stuðningi

NOKKUR aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hafa þegar heitið Íslandi stuðningi sínum í kosningum um sæti í öryggisráði SÞ kjörtímabilið 2009-2010 sem fara fram haustið 2008. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð

Tveir umsækjenda hæfastir

HÆSTIRÉTTUR Íslands kemst að þeirri niðurstöðu í umsögn um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti, af þeim sjö sem sóttu um stöðuna. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 252 orð

Umsögn um hæfi og hæfni

SAMKVÆMT lögum um dómstóla frá 1998 skal dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar áður en hann skipar dómara. Í lögunum segir orðrétt. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Upptökin við rafmagnsketil

RANNSÓKN á upptökum brunans í Klumbu í Ólafsvík aðfaranótt sunnudags er ekki lokið en allt bendir til þess að kviknað hafi í út frá rafmagni við rafmagnsketil sem notaður var við hausaþurrkun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Ólafsvík. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Verðið yfir 1.600 dölum það sem af er árinu

VERÐ á áli hefur verið yfir 1.600 Bandaríkjadölum tonnið nánast allt þetta ár og á stundum farið yfir 1.700 dali tonnið. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Vilja launahækkun en ekki lengri vinnutíma

"VIÐ erum náttúrlega ekki mjög hress," segir Ásdís Ólafsdóttir, kennari í Snælandsskóla í Kópavogi, um þann hnút sem deila kennara og sveitarfélaganna virðist nú vera komin í. Meira
21. september 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

Vísitala lækkar en verð ekki

ÞRÁTT fyrir að vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 1,3% á milli mánaða er verð fasteigna enn að hækka, að sögn Björns Þorra Viktorssonar, formanns Félags fasteignasala. Meira

Ritstjórnargreinar

21. september 2004 | Leiðarar | 325 orð | 1 mynd

Bara þegar hentar...

Fulltrúar Reykjavíkurlistans í samgöngunefnd hafa samþykkt tillögu um að breyta gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar með þeim hætti að þrjár akreinar verði fyrir umferð beint áfram og tvær akreinar fyrir allar vinstri beygjur. Meira
21. september 2004 | Leiðarar | 538 orð

Kennaraverkfall

Verkfall grunnskólakennara hófst í gær eftir að slitnaði upp úr viðræðum á sunnudagskvöld. Það nær til um fjögur þúsund kennara og skólastjórnenda og eru nú um 45 þúsund nemendur á aldrinum sex til 16 ára án kennslu. Meira
21. september 2004 | Leiðarar | 280 orð

Verðskuldaður meistaratitill

FH-ingar eru Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu og er liðið vel að titlinum komið. FH hefur sýnt mest tilþrif íslenskra félagsliða í knattspyrnu í sumar. Meira

Menning

21. september 2004 | Tónlist | 289 orð | 1 mynd

Á melódísku línunni

HLJÓMAR skrifuðu á dögunum undir samning við Óttar Felix Hauksson og Zonet-útgáfu hans sem hljóðaði uppá útgáfu plötu sem kemur út 1. nóvember. Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Þórðarson plötuna enn ekki komna með titil. Meira
21. september 2004 | Kvikmyndir | 199 orð | 1 mynd

Barist við vélmenni í New York

KVIKMYNDIN Sky Captain and the World of Tomorrow var vinsælasta mynd helgarinnar í Bandaríkjunum en aðsóknin var almennt dræm þessa helgi. Myndin er með Jude Law, Gwyneth Paltrow og Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 272 orð | 2 myndir

Dimm og drungaleg barnagæla

MEÐAL þeirra listviðburða sem verða áberandi í upphafshátíð íslenskrar menningarkynningar í París, 27. Meira
21. september 2004 | Myndlist | 716 orð | 2 myndir

Einn putti er partur af manni

Tryggvi Ólafsson listmálari var staddur hér á landi um helgina til að vera viðstaddur útkomu bókar um uppvaxtarár hans. Meira
21. september 2004 | Tónlist | 473 orð

Eldfrussandi bogatækni

Jón Nordal: Gríma. Adams: Fiðlukonsert. Schumann: Sinfónía nr. 1 í B Op. 38. Leila Josefowicz fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Rumon Gamba. Fimmtudaginn 16. september kl. 19:30. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 550 orð | 4 myndir

Englar í Ameríku slógu met

ÞÁTTURINN Englar í Ameríku , sem kapalstöðin HBO framleiðir og sýnir, sló nýtt met er honum féllu í skaut ellefu Emmy-verðlaun, en þessi virtasta verðlaunahátíð sem haldin er fyrir sjónvarpsefni í Bandaríkjunum fór fram að kvöldi sunnudags í Shrine... Meira
21. september 2004 | Tónlist | 702 orð | 1 mynd

Fljúga eymdarinnar fiðrildi

Tónleikar í Austurbæ sunnudaginn 19. september. Fram komu Blonde Redhead, Slowblow og hljómsveit Skúla Sverrissonar. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 232 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Kvikmyndahátíðinni í Toronto lauk um helgina með verðlaunahátíð. Áhorfendaverðlaun fóru til myndarinnar Hotel Rwanda , sem fjallar um hótelstjóra ( Don Cheadle ) sem bjargaði lífi þúsunda á tímum þjóðarmorðanna þar í landi 1994. Meira
21. september 2004 | Tónlist | 469 orð | 1 mynd

Hefja raust af myndarskap

Ólafur Kjartan Sigurðsson, baritónsöngvari og Þórarinn Stefánsson, píanóleikari. Flutt voru íslensk sönglög eftir: Árna Thorsteinsson, Jón Þórarinsson, Markús Kristjánsson, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sunnudaginn 12. sept. kl. 15.00 Meira
21. september 2004 | Tónlist | 197 orð | 1 mynd

Hefur útgáfutónleika Super Furry Animals

TÓNLISTARMAÐURINN Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, mun 1. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 539 orð | 1 mynd

Hlutverk tískusýninga

Stærstu og jafnframt áhrifamestu tískusýningarnar í heimi eru haldnar tvisvar á ári í New York, London, Mílanó og París. Á haustin er sumartískan sýnd og á vorin vetrartískan. Meira
21. september 2004 | Tónlist | 440 orð

Kammerhlöðuball

The Reach. 12 hljóðfæralög eftir Harlan og Larrabee. Kvartettinn Andromeda (Evan Harlan harmónika, Andrew Blickenderfer kontrabassi, Íma Þöll Jónsdóttir fiðla, Adam Larrabee banjó/gítarar/mandólín). Gestur: Gary Fieldman trommur. Lengd: 58:19 mín. Mark Set Go Music MSG 103. Útgáfuár: 2004. Dreifing: 12 tónar. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 192 orð | 1 mynd

...mynd um málverkafölsunarmálið

HEIMILDARMYNDIN Án titils eftir Þorstein J. fjallar um eitt stærsta sakamál síðari tíma á Íslandi, málverkafölsunarmálið svokallaða. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Orðin stjúpmóðir

BANDARÍSKA poppstjarnan Britney Spears gifti sig í annað sinn á sunnudag. Sá heppni - að þessu sinni - er að sjálfsögðu unnusti hennar, dansarinn Kevin Federline, og fór athöfnin fram á heimili vina ungu hjónanna í Studio City í Kaliforníu. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 328 orð | 6 myndir

Rólegt á rauða dreglinum

FRÆGA fólkið fór í fínu fötin á Emmy-verðlaunahátíðinni í ár eins og áður. Í þetta sinnið leituðu margar stjörnurnar í stíl fimmta áratugar síðustu aldar og jafnvel greiddu hárið á sér í Ritu Hayworth-stíl, eins og Debra Messing og Portia de Rossi. Meira
21. september 2004 | Menningarlíf | 89 orð | 1 mynd

Yfirnáttúrulegir hæfileikar

STÖÐ 2 sýnir báða þætti sannsögulegu framhaldsmyndarinnar Himnatal ( Talking to Heaven ) í kvöld. Myndin vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og var líkt við stórmyndina Sjötta skilningarvitið . Meira

Umræðan

21. september 2004 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Hanna Lára Steinsson skrifar um Alzheimerssjúkdóminn: "Aðstæður yngri og miðaldra sjúklinga eru allt aðrar en hjá eldra fólki." Meira
21. september 2004 | Aðsent efni | 726 orð | 1 mynd

Alþjóðahátíðisdagur minnissjúkra

María Th. Jónsdóttir skrifar um málefni Alzheimerssjúkra: "Aðstandendur þurfa meiri stuðning en hægt hefur verið að veita hingað til." Meira
21. september 2004 | Aðsent efni | 254 orð

Beiskur kaleikur

Dómurum í Hæstarétti Íslands er enginn greiði gerður að þurfa að gefa umsögn um umsækjendur um starf dómara við réttinn. Þegar rétturinn tekur einstaka umsækjendur fram yfir aðra, telja hinir e.t.v. Meira
21. september 2004 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Eru störf kennara mikilvæg - eða hvað?

Ólafur Oddsson skrifar um störf kennara: "Ef störf eru gífurlega mikilvæg, þarf þá ekki að koma fram við starfsmennina í því ljósi?" Meira
21. september 2004 | Bréf til blaðsins | 150 orð

Fyrirlitning unglinga

Frá Jóhanni Jökli Sveinssyni:: "ÞAÐ HEFUR borist mér að augum og eyrum á síðastliðnum vikum og mánuðum að álit fullorðinna á unglingum virðist vera eitthvað á þessa leið: "Unglingar reykja, drekka og eru í dópi." Sem unglingur veit ég að þetta er ekki satt." Meira
21. september 2004 | Aðsent efni | 651 orð | 3 myndir

Málað af ást

Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur verður opnuð í dag í Norræna húsinu í New York. Móttaka vegna opnunar sýningarinnar verður hins vegar haldin nk. mánudag, 27. september, að viðstöddum Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Hulda Stefánsdóttir segir frá sýningu sem spannar 60 ára feril afkastamikils listmálara sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í NewYork þó að Ísland hafi aldrei verið fjarri. Meira
21. september 2004 | Aðsent efni | 324 orð

Ómerkur orða minna

Það má frú prófessor Helga Kress eiga, að henni hefur nú tvisvar heppnast að gera mig ómerkan orða minna. Meira
21. september 2004 | Bréf til blaðsins | 177 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Skotthúfan á undanhaldi ÉG er mjög ánægð að sjá að notkun skotthúfu íslenska þjóðbúningsins er á undanhaldi. Ég vona að hún hverfi þeim sem vilja eins og skinnskórnir því hún er bæði óþægileg og óklæðileg. Meira

Minningargreinar

21. september 2004 | Minningargreinar | 1733 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR

Ágústa Guðrún Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Eiríksson, verkamaður í Reykjavík, f. á Ósabakka í Skeiðahreppi í Árnessýslu 5. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2004 | Minningargreinar | 691 orð | 1 mynd

BJARKI HAFÞÓR VILHJÁLMSSON

Bjarki Hafþór Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1971. Hann lést 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Vilhjálmur Heiðar Snorrason, f. 26. maí 1942 og Anna Björg Þorbergsdóttir, f. 1. ágúst 1937. Syskini Bjarka eru Gígja Rafnsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
21. september 2004 | Minningargreinar | 1469 orð | 1 mynd

GESTUR GUÐMUNDUR ÞORKELSSON

Gestur Guðmundur Þorkelsson fæddist í húsinu er kallað var Skálholt á Hellissandi 26. desember 1933. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2004 | Minningargreinar | 1726 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRN SIGFÚS KRISTLEIFSSON

Guðbjörn Sigfús Kristleifsson fæddist í Reykjavík 17. janúar 1960. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 10. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2004 | Minningargreinar | 1516 orð | 1 mynd

JÓHANNES INGIBJÖRN ÓLAFSSON

Jóhannes Ingibjörn Ólafsson fæddist á Hellissandi 22. febrúar 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Jóhannesson, útgerðarmaður frá Hellissandi, f. í Einarslóni á Snæfellsnesi 4. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2004 | Minningargreinar | 2750 orð | 1 mynd

KNÚTUR HÁKONARSON

Knútur Hákonarson fæddist í Njarðvík 9. ágúst 1942. Hann lést 13. september síðastliðinn. Foreldrar Knúts voru Hákon Teitsson rennismiður, f. 19. ágúst 1914, d. 21. maí 1987, og Guðrún Elísabet Jónsdóttir húsmóðir, f. 26. ágúst 1904, d. 17. júní 1986. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2004 | Minningargreinar | 1525 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR

Sigurbjörg Jóhannsdóttir, kölluð Stella, fæddist 6. júní 1925 á Siglufirði. Hún lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, laugardaginn 11. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurjónsson vélstjóri, f. 12. febrúar 1894, d. í sept. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

21. september 2004 | Sjávarútvegur | 203 orð | 1 mynd

61% línuívilnunar fyrir vestan

MEIRA en helmingur þess afla sem varð til vegna línuívilnunar á síðasta fisveiðiári kom á land á Vestfjörðum eða rúmt 61%. Af einstökum höfnum á landinu kom mest á land í Bolungarvík. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Meira
21. september 2004 | Sjávarútvegur | 378 orð | 1 mynd

Ígildi 17.000 tonna af þorski nýttust ekki á fiskveiðiárinu

ALLS féllu ónýttar niður veiðiheimildir í lok fiskveiðiársins sem nema ígildi um 17.000 tonnum af þorski. Langmest féll niður af loðnu, en einnig töluvert af úthafsrækju og steinbít. Meira

Viðskipti

21. september 2004 | Viðskiptafréttir | 48 orð

Byggingarvísitalan upp um 5,2% á einu ári

VÍSITALA byggingarkostnaðar , reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, hækkaði um 0,07% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,2% , samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Meira
21. september 2004 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Landsbankinn lækkar verðtryggða vexti

LANDSBANKINN hefur lækkað vexti af verðtryggðum inn- og útlánum frá og með deginum í dag. Verðtryggðir útlánsvextir bankans lækka um 0,25%. Verðtryggðir kjörvextir bankans lækka því úr 4,95% í 4,70% . Meira
21. september 2004 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Mismunandi viðbrögð bankanna

VIÐSKIPTABANKARNIR þrír munu ekki bregðast eins við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands, sem kynnt var á föstudag. Meira
21. september 2004 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Nýherji fær nýja vottun hjá Cisco Systems

NÝHERJI hefur fengið svonefnda IP Communications Express Specialization hjá Cisco Systems. Er Nýherji fyrst fyrirtækja hér á landi til að öðlast þessa vottun. Meira
21. september 2004 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Ný tækifæri í verslun og viðskiptum...

Ný tækifæri í verslun og viðskiptum er fundarefnið á fundi sem SVÞ og utanríkisráðuneytið standa að í dag í Borgartúni 35, kl. 8:30-10:00. Meira
21. september 2004 | Viðskiptafréttir | 42 orð

Úrvalsvísitalan hækkar

ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði í gær um 0,78% og var fyrir opnun markaða í morgun 3636,16 stig. Viðskipti í kauphöllinni námu um 4,3 milljörðum króna. Meira
21. september 2004 | Viðskiptafréttir | 391 orð | 1 mynd

Ætlar Baugur að brjóta upp BFG?

BAUGUR Group vill eignast breska verslunarfyrirtækið Big Food Group (BFG) til þess eins að brjóta það upp og selja einingar þess með góðum hagnaði, að því er fréttavefurinn ic Wales heldur fram. Meira

Daglegt líf

21. september 2004 | Daglegt líf | 614 orð | 1 mynd

Afbrýðisemi oft undirrót alvarlegs sambúðarvanda

Afbrýðisemi getur spannað allt frá því að vera óþægilegur fylgifiskur í ástarsamböndum til þess að vera undirrót alvarlegra sambúðarvandamála, jafnvel ofbeldis. Meira
21. september 2004 | Daglegt líf | 102 orð

Dauðsföll af völdum getnaðarvarnaplásturs

Í Bandaríkjunum hafa sautján konur á aldrinum 17-30 ára látist af völdum getnaðarvarnaplásturs á þeim tveimur árum sem plásturinn hefur verið á markaði í Bandaríkjunum. Meira
21. september 2004 | Daglegt líf | 729 orð | 2 myndir

Sérstök áhersla á stærðfræði og náttúrufræði

"Mér finnst svo mikið gert fyrir krakkana sem ýtir undir góð samskipti og að þeim þyki gaman og líði vel í skólanum," segir Hildur Thors heimilislæknir sem býr í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni spurð um hvað henni þyki áhugavert við sænska... Meira

Fastir þættir

21. september 2004 | Dagbók | 56 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, 21. september, er Hafdís Karlsdóttir, forseti Landssambands soroptimista, 50 ára. Af því tilefni munu hún og eiginmaður hennar, Jóhann Árnason framkvæmdastjóri, taka á móti gestum í Rafveituhúsinu, Elliðaárdal, kl. 18-20 í dag. Meira
21. september 2004 | Dagbók | 21 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, 21. september, er níræð Ragna Kemp. Hún dvelur hjá dóttur sinni Rögnu Kemp, Kleifarseli 39,... Meira
21. september 2004 | Dagbók | 50 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Í dag, 21. september, er 95 ára Klara Vemundsdóttir, Kleppsvegi 62. Eiginmaður hennar var Ársæll Kjartansson sem lést 1991. Í tilefni af afmælinu tekur Klara á móti vinum og vandamönnum í veislusalnum á 2. hæð, Kleppsvegi 62, í dag kl. Meira
21. september 2004 | Dagbók | 443 orð | 1 mynd

Afar þýðingarmikill meðbyr

Róbert Douglas er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Causeway Art Institution í Ulster og hefur síðan unnið við sjálfstæða kvikmyndagerð. Þá vann Róbert einnig fyrir fyrirtækið Pegasus við gerð auglýsinga. Meðal kvikmynda Róberts má telja Íslenska drauminn, Maður eins og ég og Slá í gegn - Mjóddin. Róbert er í sambúð með Li Yan Ping og eiga þau saman tvö börn. Meira
21. september 2004 | Dagbók | 19 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

50 ÁRA afmæli. Í dag, 21. september, er fimmtug Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og formaður Landverndar, Álakvísl 134,... Meira
21. september 2004 | Fastir þættir | 201 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Tækni. Norður &spade;K1042 &heart;ÁG10 ⋄KG7 &klubs;ÁK3 Suður &spade;Á95 &heart;KD542 ⋄Á65 &klubs;62 Suður spilar sex hjörtu og fær út laufgosa. Hvernig er best að spila? Meira
21. september 2004 | Viðhorf | 861 orð

Eðlilegur eða venjulegur

"Og einhvers staðar í hyldýpi heilans lokar einhver heilastöð á þann möguleika að nokkuð sem þessi óvenjulega manneskja segir geti verið skynsamlegt, því hún er svo furðuleg." Meira
21. september 2004 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar héldu...

Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 5.088 til styrktar Rauða krossi Íslands. Meira
21. september 2004 | Dagbók | 54 orð

Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður...

Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Rm. 15, 15, 13.) Meira
21. september 2004 | Dagbók | 105 orð | 1 mynd

Samsöngur sellós og hörpu í Salnum

Salurinn | Óvenjulegt samspil hljóðfæra mun hljóma fyrir gesti Salarins í Kópavogi annað kvöld, þegar þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage leiða saman hesta sína í tilefni af útgáfu nýs geisladisks. Meira
21. september 2004 | Fastir þættir | 135 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 Bd7 5. Dc2 Bc6 6. d3 Rbd7 7. Rbd2 Hc8 8. d4 cxd4 9. Rxd4 g6 10. 0-0 Bg7 11. Rxc6 bxc6 12. Rb3 0-0 13. Be3 c5 14. Had1 Dc7 15. f4 Dc6 16. Rd2 Hb8 17. Bf3 Da6 18. b3 Re8 19. Rc4 Rb6 20. Be2 Rxc4 21. Bxc4 Da5 22. Meira
21. september 2004 | Fastir þættir | 298 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er áhugamaður um menningu og listir, en jafnframt áhugamaður um skynsamlega nýtingu opinberra fjármuna. Meira

Íþróttir

21. september 2004 | Íþróttir | 218 orð

Bryant braut ísinn á Opna Texasmótinu

Á MEÐAN öll athygli golfáhugamanna var á Ryderkeppninni um helgina var Bandaríkjamaðurinn Bart Bryant að skrifa stærsta kaflann í golfsögu sinni á Opna Texasmótinu á PGA-mótaröðinni. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 77 orð

Camacho hættur hjá Real Madrid

JOSE Antonio Camacho, þjálfari Real Madrid, var leystur frá störfum hjá félaginu í gær eftir að hafa verið aðeins fjóra mánuði í starfi. Camacho sagði starfi sínu lausu þar sem Real hefur gengið afleitlega það sem af er keppnistímabilinu. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 140 orð

Dundee Utd. og Everton vilja Leif

LEIFUR Sigfinnur Garðarsson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu, hefur fengið tilboð frá skoska félaginu Dundee United um að gerast yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 78 orð

Efnilegir kylfingar

LOKAHÓF Golfsambands Íslands var haldið á laugardag á Broadway. Kylfingarnir - Sigmundur Einar Másson GKG og Tinna Jóhannsdóttir GK - voru valin efnilegustu kylfingar ársins. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

Einn sá litríkasti er fallinn frá

BRIAN Clough, einn litríkasti knattspyrnustjórinn í Englandi á síðari árum, lést í gær, 69 ára að aldri, á sjúkrahúsi í Derby. Krabbamein í maga varð honum að aldurtila en Clough átti við mikil veikindi að stríða síðustu æviárin. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 132 orð

Erla skoraði í óvæntum sigri

LANDSLIÐSKONAN unga, Erla S. Arnardóttir, átti stórleik og skoraði annað mark Stattena í óvæntum útisigri á Linköping, 2:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 73 orð

Eyjólfur til æfinga hjá Lokeren

EYJÓLFI Héðinssyni, knattspyrnumanninum efnilega, sem leikur með Fylki, hefur verið boðið að koma til belgíska liðsins Lokeren og æfa með því næstu tvo mánuðina. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 49 orð

Félagi í Fram

MENN á Akureyri töldu það yfirnáttúrulegt að Fram bjargaði sér frá falli enn eitt árið á lokadeginum og rætt var um að á því væri aðeins ein skýring, sem Akureyringur setti í limru: Framarar vita sitt vamm, þeir voru lélegir - skamm, en dagana langa í... Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 192 orð

Giggs í 600 leikja félagið

RYAN Giggs varð þriðji leikmaðurinn í sögu Manchester United til þess að leika 600 leiki fyrir félagið er hann lék með gegn Liverpool á Old Trafford í gærkvöldi. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

*GYLFI Einarsson , landsliðsmaður í knattspyrnu,...

*GYLFI Einarsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði tvö mörk þegar Lilleström lagði Sogndal að velli í norsku 1. deildarkeppninni í gærkvöldi, 4:0. Hann skoraði fyrra markið eftir aðeins tvær mín. og síðan annað markið á 27 mín., bæði með skalla. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 328 orð

Haukar sýna klærnar

VIÐUREIGNIR FH og Hauka hafa oft á tíðum verið skemmtilegar og spennandi en annað var uppi á teningnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í gærkvöldi. Gestirnir náðu öruggri forystu strax í upphafi og létu hana aldrei frá sér. Lokatölur urðu 26:34 en munurinn hefði hæglega getað verið meiri ef Haukarnir hefðu ekki lagt af undir lok síðari hálfleiks. Staðan í hálfleik var 11:20 og ljóst að FH-liðið þarf að taka til í bakgarðinum hjá sér. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 13 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót kvenna, 1. deild: Kaplakriki: FH - Stjarnan 19.15 Vestmannaeyjar: ÍBV - Fram 19.15 Víkin: Víkingur - Haukar 19. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Kristín Rós í fimmta sæti

KRISTÍN Rós Hákonardóttir sundkona varð fimmta í sínum flokki í 100 metra skriðsundi í úrslitasundinu á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu í gær. Hún kom í mark á 1.17,26 mín. Bandaríska stúlkan Erin Popovich varð sigurvegari á 1.14,61 mín. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 131 orð

Larsen tekur við af Brodda

DANINN Kenneth Larsen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í badminton. Tekur hann við starfinu af Brodda Kristjánssyni sem sinnt hefur starfinu undanfarin ár. Larsen er fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 438 orð

Liðsandinn var í molum

GOLFSÉRFRÆÐINGAR vestanhafs keppast nú um að finna svör við yfirburðasigri Evrópu í Ryderkeppninni í golfi sem lauk á sunnudag á Oakland Hills-vellinum í Michigan. Evrópuliðið vann með fáheyrðum yfirburðum, 18½ gegn 9½, en bandaríska liðið var talið mun sterkara þegar tekið er mið af heimslistanum í golfi. Slakur liðsandi og rangar ákvarðanir fyrirliðans Hal Sutton eru efst á baugi bandarískra fjölmiðla. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 95 orð

Markahæstir í 1. deildinni

FIMM leikmenn urðu jafnir og markahæstir í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu sem lauk á föstudagskvöldið, allir með 9 mörk. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 173 orð | 8 myndir

Mikil gleði á sigurhátíð FH-inga

MIKILL fjöldi Hafnfirðinga, vel á annað þúsund manns, lagði leið sína í Kaplakrika í fyrrinótt á sigurhátíð sem efnt var til til heiðurs FH-ingum í tilefni fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins í knattspyrnu. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

Sigur í fyrsta leik Rio Ferdinand

MIKAEL Silvestre var hetja Manchester United í gær þegar liðið tók á móti Liverpool og hafði 2:1-sigur. Silvestre, sem hafði gert tvö mörk í deildinni fram að þessum leik, skoraði bæði mörk United. Góður sigur hjá United og ánægjulegt fyrir Rio Ferdinand sem lék á ný með United. Góður sigur United og trúlega besti leikur félagsins á þessari leiktíð. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd

* SVERRIR Garðarsson, varnarmaðurinn sterki í...

* SVERRIR Garðarsson, varnarmaðurinn sterki í liði FH, verður í leikbanni þegar FH-ingar mæta KA-mönnum í undanúrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli á laugardaginn. Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 174 orð

ÚRSLIT

HANDKNATTLEIKUR FH - Haukar 26:34 Kaplakriki, Íslandsmót karla, norðurriðill, mánudaginn 20. september 2004. Gangur leiksins : 0:2, 3:9, 6:10, 9:18, 11:20 , 11:23, 17:27, 20:29, 22:30, 24:32, 26:34 . Meira
21. september 2004 | Íþróttir | 121 orð

Þorlákur áfram hjá Fylki

ÞORLÁKUR Árnason verður að öllu óbreyttu áfram þjálfari Fylkismanna en hann tók við Árbæjarliðinu af Aðalsteini Víglundssyni í fyrra. "Það er okkar vilji að Þorlákur verði áfram þjálfari liðsins. Meira

Annað

21. september 2004 | Aðsend grein á mbl.is | 1112 orð

Alþjóðahátíðisdagur minnissjúkra 21. september

María Th. Jónsdóttir skrifar um málefni minnissjúkra: "Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.