Greinar þriðjudaginn 28. september 2004

Fréttir

28. september 2004 | Innlendar fréttir | 699 orð | 1 mynd

90% tilbúin að borga sig inn

Yfir 90% ferðamanna sem heimsækja Gullfoss og þjóðgarðinn í Skaftafelli eru tilbúin að borga aðgangseyri að stöðunum. Hóflegur aðgangseyrir myndi ekki hafa mikil áhrif á aðsókn. Litlu máli skiptir frá hvaða landi þeir koma eða hverjar tekjur þeirra eru. Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 210 orð | 2 myndir

Adolf Hitler á Íslandi 1941?

FRÁ því er sagt í sögubókum að flugkappinn Charles Lindbergh hafi komið til Íslands í ágúst 1933 til að kanna veðurfar og hugsanlega lendingarstaði á flugleiðinni yfir Atlantshafið fyrir flugfélagið Pan American. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð

Afhenda ekki kennslubækur

VEGNA opins bréfs til Skólastjórafélags Íslands (SÍ) frá Heimili og skóla, þar sem skorað var á skólastjórnendur að afhenda þeim foreldrum sem þess óska skólabækur barna sinna vill stjórn SÍ taka fram eftirfarandi: "Skólastjórafélag Íslands stendur... Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Afkoma sauðfjárbænda versnaði í fyrra

AFKOMA sauðfjárbænda versnaði nokkuð á árinu 2003 samanborið við fyrra ár og lækkaði hagnaður fyrir laun eiganda úr 979.000 krónum á árinu 2002 í 837.000 krónur í fyrra eða um 14,5%. Lægra afurðaverð skýrir þetta að stærstum hluta. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð

Af verkfalli

Rúnar Kristjánsson hlustaði á málflutning forsvarsmanna grunnskólakennara í Sjónvarpinu: Grunnskólinn er frá grunni gildandi í sérhvers munni, en laun þar svo lág og lífsstaðan bág að menn svelta í siðmenn ingunni! Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð

Áfram kennt við Landakot

KENNSLA í Landakotsskóla í Reykjavík er í fullum gangi en þeir kennarar skólans, sem eru félagar í Kennarasambandi Íslands, höfnuðu því að fara í verkfall í atkvæðagreiðslu sem fram fór í síðustu viku. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ákærður fyrir umboðssvik

JÓN Ó. Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela hf., hefur af ríkislögreglustjóra verið ákærður fyrir umboðssvik með því að veðsetja Hótel Valhöll vegna láns sem var ótengt starfsemi þess. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Áróður einn og sér minnkar ekki umferðarhraða

ÁRÓÐUR virðist ekki hafa nein áhrif til lækkunar á hámarkshraða í umferðinni. Þannig er umferðarhraði í sumar svipaður eða nánast sá sami og hann var í fyrrasumar, þrátt fyrir áróður Umferðarstofu í blöðum, sjónvarpi og útvarpi að undanförnu. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 146 orð

Barnagæsla í verkfalli ágætlega nýtt

BARNAGÆSLA sem fyrirtæki eða foreldrasamtök innan fyrirtækja í Reykjavík standa fyrir í verkfalli er ágætlega nýtt samkvæmt upplýsingum frá starfsmannastjórnum nokkurra fyrirtækja sem Morgunblaðið hafði samband við. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð

Bílvelta við Fiskilæk

KARLMAÐUR var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir bílveltu við Fiskilæk í Leirár- og Melasveit í gær. Slysið varð um klukkan 7.30 og er talið að maðurinn hafi sofnað við stýrið með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Bjóða farþegaflug út í geiminn

BRESKA stórfyrirtækið Virgin hefur samið við bandarískt fyrirtæki um að skipuleggja nokkurra klukkustunda áætlunarferðir út í geim. Meira
28. september 2004 | Minn staður | 157 orð | 1 mynd

Breytingar ekki vel heppnaðar

Laugarneshverfi | Nýlegar breytingar á gatnamótum Sundlaugavegar og Reykjavegar annars vegar og Sundlaugavegar og Laugalæk hins vegar eru ekki nægilega vel heppnaðar, og bæta þarf við beygjuljósum til að umferð gangi greiðlega fyrir sig, að mati... Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Doktor í mannfræði

* ANNA Lísa Rúnarsdóttir varði doktorsritgerð sína við mannfræðideild University College London hinn 12. febrúar síðastliðinn. Andmælendur voru dr. Arne Aleksej Perminow, aðstoðarprófessor við Etnografisk museum við Universitetet í Ósló, og dr. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Enn haldið sofandi í öndunarvél

UNGA manninum sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi við Bíldudal á sunnudagsmorgun er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum í gær. Líðan hans var sögð óbreytt. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 252 orð

Fangar vistaðir tímabundið á Sólheimum

SÓLHEIMAR og Fangelsismálastofnun ríkisins hafa gert með sér samkomulag um dvöl og atvinnu afplánunarfanga á Sólheimum. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fá tæki til greiningar smásærra lífvera

Húsavík | Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, afhenti nýlega Þorkeli Lindberg Þórarinssyni, forstöðumanni Náttúrustofu Norðausturlands, styrk til tækjakaupa að upphæð 200.000 krónur. Meira
28. september 2004 | Minn staður | 76 orð

Fjórða húsið | Umhverfisráð hefur heimilað...

Fjórða húsið | Umhverfisráð hefur heimilað umsækjanda um lóð við Mýrarveg, verktakafyrirtækinu P. Alfreðssyni, að leggja fram á sinn kostnað tillögur að breyttu deiliskipulagi á svæðinu. P. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fjórðungur íslenskra karlmanna reykir daglega

FJÓRÐUNGUR íslenskra karlmanna reykti daglega á árinu 2003 og 19% kvenna, að því er fram kemur í samnorrænni rannsókn þar að lútandi. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Framlengdi gæsluvarðhald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt til 11. október gæsluvarðhald yfir Bandaríkjamanni sem á yfir höfði sér framsal til Finnlands vegna barnsráns. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Gagnrýna frumvarpsdrög um hlutafélög

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna, SUS, varar við því sem það nefnir íþyngjandi ákvæði í drögum að lagafrumvarpi viðskiptaráðherra um hlutafélög og einkahlutafélög. Meira
28. september 2004 | Minn staður | 244 orð | 1 mynd

Gjöfin vó þungt

Jökulsárhlíð | Guðmundur Björgvinsson frá Ketilstöðum í Hlíð kom færandi hendi í Grunnskólann í Brúarási, þegar hann færði skólanum 130 kílóa aflraunastein. Á honum reyndi Guðmundur afl sitt, sem var þó nokkurt þegar hann var ungur maður úti í Hlíð. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 293 orð

Hefur áður verið framseldur frá Hollandi

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur farið fram á að tæplega fertugur Íslendingur sem er í haldi lögreglunnar í Rotterdam verði framseldur til Íslands vegna meintrar aðildar hans að smygli á um ellefu kílóum af amfetamíni, 2. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 63 orð

Hestamenn

Miðsitjuhestar ehf. voru útnefndir hrossaræktarbú ársins í Skagafirði, á afmælishátíð sem haldin var síðastliðinn föstudag í reiðhöllinni Svaðastöðum í tilefni af 50 ára afmæli Laufskálaréttar. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Hreinsanir við Kröflu

Mývatnssveit | Undanfarna daga hafa starfsmenn MGI og BJ services A/S í Noregi verið að prófa nýja aðferð við hreinsun borhola Landsvirkjunar í Kröflu. Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Hörmulegt slys í Aþenu

Alvarlegt slys varð í Aþenu í gær er sjö skólabörn létust í bílslysi. Ætluðu þau að vera viðstödd lokaathöfn Ólympíuleika fatlaðra. Vegna slyssins var öllum skemmtiatriðum á lokaathöfninni aflýst. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ísland íss og elds á kynningu í París

UMFANGSMIKIL íslensk vísinda- og menningarkynning var sett í gærkvöldi í vísindahöllinni Palais de la Découvert í París. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Jákvætt að ný sjónarmið komi fram

VIÐSKIPTARÁÐHERRA hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að kynna sér frumvarp sem byggist á skýrslu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi og telur jákvætt að ný sjónarmið komi fram. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð

Karlar með hærri laun en konur

KARLAR sem kenna við grunnskóla Reykjavíkur eru með hærri laun en konur sem kenna við sömu skóla. Munur á dagvinnulaunum er 6,7% og 14,9% ef litið er á heildarlaun. Þetta má lesa út úr tölum Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Meira
28. september 2004 | Minn staður | 417 orð | 2 myndir

Kollgáta í kartöflugeymslu

"Þetta er ekki skynsamlegt, en sniðugt," segir Logi Már Einarsson arkitekt, sem rekur arkitektastofuna Kollgátu á Akureyri, en það sem ekki er skynsamlegt en sniðugt er að hann hefur fest kaup á gömlu kartöflugeymslunni efst í Gilinu og hyggst... Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Kosið verður í Írak öllu

RICHARD Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að halda eigi kosningar í öllum héruðum Íraks í janúar og gefa öllum, sem vilja kjósa, tækifæri til þess. Þetta kom fram í máli Armitage á fundi með evrópskum blaðamönnum í Washington í... Meira
28. september 2004 | Minn staður | 378 orð | 5 myndir

Leysist upp í söng og gleði

Skagafjörður | "Það má alltaf búast við einhverju þegar svona margt fólk kemur saman en þetta leysist bara upp í söng og gleði eins og venjulega," sagði Steinþór Tryggvason, bóndi í Kýrholti í Viðvíkursveit, réttastjóri í Laufskálarétt í... Meira
28. september 2004 | Minn staður | 255 orð | 1 mynd

Liðsauki í heilsuræktina

Egilsstaðir | Auður Vala Gunnarsdóttir og Þórveig Hákonardóttir opnuðu á dögunum fyrirtækið Heilsuræktina á Egilsstöðum, sem eins og nafnið gefur til kynna býður upp á heilsurækt fyrir fólk á öllum aldri. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 1277 orð | 3 myndir

Listin góð brú til að treysta skilning og umburðarlyndi

Fjórtán tonna ísjaka úr Jökulsárlóni var komið fyrir á stéttinni við franska vísindasafnið í París á meðan borgin svaf enn í gærmorgun. Skapti Hallgrímsson tók daginn snemma og fylgdist með, sem og þegar Ísland - íss og elds, menningar- og vísindakynningin, var sett í vísindasafninu Palais de le Découvert í Grand Palais-höllinni í gærkvöldi. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Snorrabrautar og Hverfisgötu síðdegis á sunnudag, 26. september, um klukkan 18.10. Ekið var aftan á svartan Nissan-fólksbíl og ók tjónvaldur á brott af vettvangi. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 204 orð

Margt sammerkt með deilunum í Noregi

HART VAR deilt um það á sínum í upphafi þessarar aldar í Noregi hvort konungur ætti að hafa vald til að neita að staðfesta lög eftir að konungssambandinu við Svíþjóð lauk árið 1905. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 518 orð | 1 mynd

Mikið ber á milli deiluaðila

Helstu deiluatriðin í kennaradeilunni eru launahækkanir, kennsluskylda og vinnutími kennara. Egill Ólafsson skoðaði ágreiningsefnin. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð | 2 myndir

Moka upp sjóbirtingi

Hörkuveiði hefur verið á sjóbirtingsslóðum í Vestur-Skaftafellssýslu að undanförnu og mál veiðimanna að meira sé af fiski heldur en síðustu haust og að hann hafi byrjað að ganga af nokkrum krafti talsvert fyrr en oft áður. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Námskeið í skjalastjórnun

NÁMSKEIÐ í skjalastjórnun í gæðaumhverfi verður haldið miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. október kl. 13-16.30 báða dagana. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjalastjórnun eða eru að vinna að þeim málum. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ná viðmiðun í umhverfismálum

Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda hf. og Ferðaþjónustan að Hólum í Hjaltadal, sem er innan vébanda ferðaþjónustu bænda, hafa nýverið náð viðmiðum Green Globe 21 í umhverfismálum. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 36 orð

OKG styrkir Krabbameinsfélagið

VIÐ setningu haustráðstefnu Oracle fyrir nokkru afhenti Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opin kerfi Group hf., Krabbameinsfélagi Íslands peningagjöf frá Opnum kerfum Group, að fjárhæð ein milljón króna. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Óbætanlegt tjón

BROTIST var inn í Byggðasafnið í Gömlubúð aðfaranótt laugardags og óbætanlegt tjón unnið á safngripum. Að sögn Björns Arnarsonar safnvarðar var engu stolið nema gulum sjóhatti merktum sveitarfélaginu. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Ósammála um hvað nýr kjarasamningur má kosta

GRUNNSKÓLAKENNARAR hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila en svo virðist sem sveitarfélögin muni ekki þekkjast boð kennara. Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Óttast vandræði í Flórída

JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að þrátt fyrir breytingar sem ætlað sé að koma í veg fyrir kosningavandamál í Flórída - þar sem deilt var hart um atkvæði er réðu úrslitum forsetakosninganna árið 2000 - séu forsendur sanngjarnra... Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð | 2 myndir

"Allt skilar þetta sér í auknum viðskiptum"

Á MEÐAN skólastofur standa auðar vegna kennaraverkfalls fjölgar í helstu verslunarmiðstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Þangað fara foreldrar, barnapíur, afar og ömmur með börnin og unglingar stytta sér þar stundir. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Raffarin væntanlegur í heimsókn til Íslands

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra fundaði með Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, í gær í París. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Rannsökuðu "Fljúgandi virki"

NÝLEGA rannsökuðu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar flak bandarísku sprengjuflugvélarinnar sem brotlenti á Eyjafjallajökli á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, en flugvélar þessarar tegundar gengu undir gælunafninu "Fljúgandi virkið". Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Sagði danska ráðamenn lögmæt skotmörk

UMMÆLI dansks múslíma þess efnis að forsætisráðherra og varnarmálaráðherra landsins og danskir hermenn í Írak séu lögmæt skotmörk hryðjuverkamanna hafa vakið sterk viðbrögð í Danmörku. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Samstarf tekið upp við Íra

UNDIRRITAÐ hefur verið nýtt samkomulag um undirbúning samstarfs flugmálastjórna Írlands og Íslands um fjarskiptaþjónustu á Norður-Atlantshafi. Flugmálastjórn Íslands hefur komið á fót nýju hlutafélagi, Flugfjarskiptum ehf. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 447 orð | 2 myndir

Segja að launin verði að hækka

VERKFALL er lýjandi og leiðinlegt og vonandi að því ljúki sem fyrst svo kennarar komist aftur í vinnuna og nemendur í skólana. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

Segja grundvöll sameiningar hafa brostið

TÓLF íbúar á Norður-Héraði hafa stefnt félagsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, og sveitarstjórn Norður-Héraðs fyrir héraðsdóm Austurlands vegna sameiningar sveitarfélagsins við Austur- Hérað og Fellahrepp. Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 149 orð

Segjast hafa drepið háttsettan al-Qaeda-liða

PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, fagnaði í gær dauða háttsetts foringja í al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum, Amjads Farooqis, en Farooqi er sagður hafa skipulagt og staðið fyrir tilræðum við Musharraf í fyrrahaust og þá er hann sagður hafa verið... Meira
28. september 2004 | Minn staður | 133 orð | 1 mynd

Skemmdir á golfvellinum

Ólafsfjörður | Aurskriða féll á golfvöllinn í Ólafsfirði í vatnsveðrinu í síðustu viku og olli skemmdum á einni braut vallarins og eyðilagði vatnsbólið fyrir golfskálann og völlinn. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skiptastjóri skoðar viðskipti

ÓSKAÐ var eftir gjaldþrotaskiptum í sumar hjá Gígant ehf. sem stóð fyrir byggingu nýs fjölbýlishúss í Suðurhlíð. Ekki hefur verið tekin afstaða til neinna krafna í þrotabúið, en kröfufrestur er ekki liðinn. Skiptafundur verður haldinn 13. október. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 235 orð

Sorp Þingeyinga landleiðina suður

SORP Þingeyinga mun að öllum líkindum verða flutt í gámum landleiðina suður til Reykjavíkur eftir 1. desember næstkomandi þegar Eimskip hættir öllum strandsiglingum. Síðustu tvö árin hefur sorpið verið flutt sjóleiðina suður og það urðað í Álfsnesi. Meira
28. september 2004 | Minn staður | 61 orð

Styrkbeiðni | Svanbjörn Sigurðsson, formaður Flugsafnsins...

Styrkbeiðni | Svanbjörn Sigurðsson, formaður Flugsafnsins á Akureyri, hefur sent inn erindi til menningarmálanefndar, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær greiði 30 milljónir króna vegna stækkunar Flugsafnsins. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Styrkir afhentir

Stjórn Minningarsjóðs hjónanna Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur að Bræðraparti á Akranesi hefur afhent styrki úr sjóðnum. Björgunarfélag Akraness fékk styrk að fjárhæð ein milljón kr. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 193 orð

Sveitarfélögum fækki um sex

Þórshöfn | Kosið verður um fækkun sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, austan Vaðlaheiðar, úr tíu í fjögur, í sameiningarkosningum sveitarfélaga næsta vor. Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 1030 orð | 1 mynd

Taumarnir í höndum Hus

Forseti Kína, Hu Jintao, er nú orðinn óskoraður leiðtogi landsins eftir að Jiang Zemin, fyrrverandi forseti, lét af stöðu yfirmanns hins valdamikla hermálaráðs. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tilboð langt yfir kostnaðaráætlun

Neskaupstaður | Tvö tilboð bárust í viðbyggingu og endurbætur við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Tvö skip í erfiðleikum á Pollinum á Skutulsfirði

TOGBÁTUR sem hugðist koma skipi sem strandað hafði á Pollinum á Skutulsfirði til bjargar í gær strandaði líka. Blíða var í firðinum og gekk greiðlega að losa skipin. Ekki er talið að þau hafi skemmst. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

U-beygja bönnuð á beygjuljósum

NÝJUM þrepaskiptum gönguljósum yfir Miklubraut við Lönguhlíð í Reykjavík fylgir sú breyting að ekki er lengur hægt að taka U-beygju á gatnamótunum eins og áður vegna hættu sem það getur skapað fyrir gangandi vegfarendur. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 289 orð

Umboðið hjá launanefnd

STJÓRN KÍ segir kjaradeiluna við launanefnd sveitarfélaga vera í hörðum hnút en samningaviðræður hafa staðið yfir með hléum í um hálft ár. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 416 orð

Undanþágubeiðnir teknar fyrir á ný í dag

AÐ minnsta kosti fimm undanþágubeiðnir frá kennaraverkfalli verða teknar fyrir á fundi undanþágunefndar vegna kjaradeilu grunnskólakennara kl. 13 í dag. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 319 orð

Úr bæjarlífinu

Héraðsbúar fara ekki varhluta af kennaraverkfallinu fremur en aðrir landsmenn. Krytur eru milli grunnskólakennara á Egilsstöðum og Leikfélags Fljótsdalshéraðs vegna æfinga á leikritinu Bugsy Malone, en í því taka tugir skólabarna þátt. Meira
28. september 2004 | Erlendar fréttir | 128 orð

Úthverfin hættuleg

HEILSA þeirra sem búa í víðáttumiklum einbýlishúsahverfum stórra milljónaborga er verri en hjá þeim sem búa í minni borgum með hlutfallslega marga íbúa á hvern ferkílómetra. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 201 orð

Vegrið eiga að láta undan höggi

ALMENNT er reynt að hafa stólpa á vegriðum þannig úr garði gerða að þeir brotni við högg, þannig að þeir sjálfir sem slíkir valdi ekki hættu, segir Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 136 orð

Verkfall í Osló raskar flugi Icelandair

HVORKI var flogið til né frá Gardermoen-flugvelli við Osló í gær vegna skyndiverkfalls flugumferðarstjóra í Noregi og hafði það áhrif á áætlunarflug Icelandair. Vél frá Keflavík sem átti að lenda í Osló kl. 10 í gærmorgun varð að lenda í Bergen. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð

Vilja flugsamgöngur áfram

FÉLAGSFUNDUR var haldinn í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði laugardaginn 25. september. Í ályktun segir að félagið ítreki fyrri samþykktir um nauðsyn þess að halda uppi flugsamgöngum milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Meira
28. september 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð

Vinnuslys í Helguvík

MAÐUR lenti í vinnuslysi í Malbikunarstöð Suðurnesja í Helguvík í gærmorgun. Hafði maðurinn verið uppi á þaki traktorsgröfu og verið að háþrýstiþvo aftari gröfuarm. Datt hann ofan af þaki gröfunnar. Hann úlnliðsbrotnaði og marðist á mjóbaki. Meira
28. september 2004 | Minn staður | 413 orð

Þarf að reyna að takmarka skaðann

Reykjavík | Reykvíkingar og aðrir höfuðborgarbúar þurfa að auka notkun sína á öðrum ferðamátum en einkabílnum, þar á meðal almenningssamgöngum og hjólreiðum, ef takast á að takmarka þann skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda veldur, að mati Tryggva... Meira

Ritstjórnargreinar

28. september 2004 | Leiðarar | 275 orð | 1 mynd

Lærimeistari á villigötum

Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor í lögum við Háskóla Íslands, er lærimeistari flestra lögfræðinga, sem nú eru starfandi á Íslandi. Færri vita kannski að Sigurður er líka pólitískur lærifaðir sumra þeirra, sem enn hafa afskipti af stjórnmálum. Meira
28. september 2004 | Leiðarar | 369 orð

Sveitarfélögin og kennaraverkfallið

Talsmenn sveitarfélaganna hafa í umræðum að undanförnu um kennaraverkfallið lagt áherzlu á, að sveitarfélögin hefðu ekki yfir fjármunum að ráða til þess að standa undir verulega auknum kostnaði við grunnskólana. Meira
28. september 2004 | Leiðarar | 365 orð

Undanþágur í verkfalli

Þung orð hafa fallið eftir að undanþágunefnd vegna verkfalls kennara ýmist hafnaði eða sló á frest afgreiðslu beiðna um undanþágur, sem í öllum tilvikum voru vegna fatlaðra, einhverfra og þroskaheftra nemenda, eða nemenda, sem eiga við félagsleg eða... Meira

Menning

28. september 2004 | Menningarlíf | 261 orð | 1 mynd

Alvörurokk og rugl

Leikstjórn: Frosti Runólfsson. 110 mín. Ísland 2004. Meira
28. september 2004 | Leiklist | 56 orð | 3 myndir

Ástúðleg geit

Á SUNNUDAG var leikritið G eitin - eða hver er Silvía? frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikritið, sem er eftir Edward Albee, er grátbroslegt og segir frá arkitekt nokkrum sem á í ástarsambandi við geit. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 639 orð | 2 myndir

Galdur úti í mýri...

Nú þegar fyrsti vetrardagur rennur brátt upp og birtu fer að bregða hefst sá tími ársins þar sem bóklestur verður mikilvæg dægradvöl - og reyndar einnig mikilvæg verslunarvara þegar nær líður jólum. Meira
28. september 2004 | Bókmenntir | 611 orð | 2 myndir

Gerir Ísland að vettvangi griðasáttmála við Hitler

HVAÐ ef flugkappinn frægi Charles Lindbergh hefði boðið sig fram gegn sitjandi forseta Bandaríkjanna, demókratanum Franklin D. Roosevelt, í forsetakosningunum 1940? Hvað ef hann hefði unnið? Meira
28. september 2004 | Kvikmyndir | 152 orð | 1 mynd

Í föðurleit

Leikstjórn: Maarten Treurnet. Aðalhlutverk: Peter Paul Muller, Carice van Houten, Halina Reijn og Jan Decleir. Holland, 2003. Meira
28. september 2004 | Leiklist | 652 orð

Íslenskur dugnaður

eftir Edward Albee í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Leikstjóri María Reyndal. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þór Tulinius og Hilmar Guðjónsson. Borgarleikhúsið, Nýja sviðið, sunnudag 26. september, kl. 20. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Kapphlaupið hefst

KEPPENDUR í Kapphlaupinu mikla , eða The Amazing Race , hafa tekið sér stöðu við rásmarkið og eru tilbúnir að hlaupa af stað í kvöld. Ellefu lið eru mætt til leiks og hvert þeirra er skipað tveimur mönnum sem á næstu vikum glíma við mjög erfið verkefni. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 223 orð | 1 mynd

...myndum um flóttamenn og Sierra Leone

Í SJÓNVARPINU eru sýndar í kvöld tvær heimildarmyndir þar sem farið er yfir stöðuna á tveimur langvarandi og sorglegum vandamálum sem hafa verið áberandi í heimsfréttunum undanfarin ár; málefni pólitískra flóttamanna og borgarastríðið í Sierra Leone. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 43 orð | 1 mynd

Nýr leiklistargagnrýnandi

María Kristjánsdóttir hefur verið ráðin leiklistargagnrýnandi við Morgunblaðið. María stundaði nám í leikhúsfræðum og leikstjórn í þýska Alþýðulýðveldinu á 7. áratugnum og hefur verið mikilvirkur leikstjóri í íslenskum atvinnuleikhúsum um árabil. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 215 orð | 2 myndir

Ódýrt og eftirsóknarvert

VERSLANAKEÐJAN H&M er þekkt fyrir að nappa hugmyndum frá þekktum fatahönnuðum og vera með nýjustu tísku á hagstæðu verði. Nú er keðjan búin að ná til sín einum þekktasta hönnuði samtímans, Karli Lagerfeld, sem m.a. hannar fyrir Chanel. Meira
28. september 2004 | Kvikmyndir | 276 orð

Sár kameldýrsins læknuð

Leikstjórn: Byambasuren Dava og Luigi Falorni. Mongólía, 87 mín. Meira
28. september 2004 | Myndlist | 543 orð | 2 myndir

Sjötíu fermetra glerverk

Myndlistarverk eftir Rögnu Róbertsdóttur var vígt í Kungälv, bæjarfélagi fyrir utan Gautaborg, um helgina. Verkið er staðsett í svonefndu Mimers Hus, eða Mímishúsi, sem er nýtt menningarhús og bókasafn bæjarfélagsins. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 420 orð | 2 myndir

Skandinavia spilar

Á FIMMTUDAGINN kemur verða haldnir minningartónleikar í Iðnó um Fróða Finnsson tónlistarmann og bera þeir yfirskriftina Vinir Fróða . Fróði lést 30. september árið 1994, fyrir tíu árum síðan, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 82 orð | 2 myndir

Stórir strákar

BUBBI og félagar hans í endurreistri Egó eru sannarlega stórir strákar norðan Staðarskála. Egó hélt ballvæna tónleika í Sjallanum á laugardag og troðfyllti húsið. Meira
28. september 2004 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Tommi og Jenni á toppnum

SJÓNVARPSSTÖÐIN Boomerang, sem sýnir teiknimyndir allan sólarhringinn, stóð fyrir könnun á dögunum um hvaða teiknimyndir það væru sem áhorfendur nutu best þegar þeir voru börn. Meira
28. september 2004 | Tónlist | 142 orð | 1 mynd

Tvöfaldur á toppnum

RAPPARINN Nelly hefur afrekað nokkuð sem enginn hefur gert síðan Guns'n'Roses gáfu út Use Your Illusion I og II - að hertaka bæði fyrsta og annað sæti bandaríska sölulistans. Meira
28. september 2004 | Tónlist | 674 orð | 1 mynd

Vel snyrt Hár

Tónlist úr rokksöngleiknum Hárinu. Höfundar Galt MacDermont, James Rodo, Gerome Ragni. Þýðing Davíð Þór Jónsson. Tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Meira
28. september 2004 | Bókmenntir | 404 orð

Vinnumarkaðssaga

Samtök atvinnulífsins, Reykjavík 2004. 341 bls., myndir. Höfundur: Guðmundur Magnússon. Meira

Umræðan

28. september 2004 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Ábyrgt atvinnulíf

Ari Edwald fjallar um skrif Morgunblaðsins: "...áherslur SA...hafa í öllum megindráttum verið þær nákvæmlega sömu og systursamtaka SA í Svíþjóð." Meira
28. september 2004 | Aðsent efni | 260 orð | 1 mynd

Dómaradans

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fjallar um veitingu hæstaréttardómaraembættisins: "Opinber stuðningsyfirlýsing lögmanna af þessu tagi við dómara skapar nefnilega óvissu og vekur áleitnar spurningar um hæfi dómarans." Meira
28. september 2004 | Aðsent efni | 92 orð

Dómaraval

ÖFLUGIR skipstjórnarmenn hafa löngum verið taldir dómbærastir og fengið mestu um það ráðið hvernig áhöfn á fleyi þeirra skuli skipuð þannig að vel farnist. Meira
28. september 2004 | Aðsent efni | 668 orð | 1 mynd

Farþegar án vegabréfsáritana leggja Bandaríkjunum lið við að auka öryggi um allan heim

James I. Gadsden fjallar um ferðamál Íslendinga til Bandaríkjanna: "En eins og öryggismálum er nú háttað þarf sífellt að leitast við að auka öryggi þeirra sem búa, starfa og ferðast í Bandaríkjunum." Meira
28. september 2004 | Aðsent efni | 813 orð | 1 mynd

Já, kirkjuna skortir umboð að ofan

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson svarar Nirði P. Njarðvík: "Þar sem rætt er um samkynhneigð í Biblíunni þá er það aldrei tengt við hjúskap." Meira
28. september 2004 | Bréf til blaðsins | 171 orð

Morð en ekki aftökur

Frá Birni Geir Leifssyni:: "UNDANFARIÐ hafa hópar ómenna, frammi fyrir myndavél, murkað lífið úr fólki sem ekki einu sinni var hermenn og síðan sýnt þessi verk sín á Netinu. Þessar bleyður hafa ekki einu sinni haft manndóm til þess að sýna andlit sín heldur falið sig bak við..." Meira
28. september 2004 | Aðsent efni | 147 orð

Óeðlilegt að verja Jón Steinar?

NÚ HAFA komið fram sjónarmið um að óeðlilegt sé, sem margir hafa gert, að grípa til varna fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson, þegar á hann er ráðist. T.d. komu þau fram hjá Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í Silfri Egils. Meira
28. september 2004 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd

Ritstjórn Morgunblaðsins svarar fyrir sig á sinn hátt

Ragnar Aðalsteinsson fjallar um skrif Morgunblaðsins: "...í því ljósi, að sem flokksmálgagn er blaðinu ekki kleift að haga sér eins og sjálfstæður fjölmiðill." Meira
28. september 2004 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Umferðarvandinn í Reykjavík

Þórólfur Matthíasson skrifar um umferðarmál: "Kjarni umferðarvandans í Reykjavík er ójöfn nýting umferðarmannvirkjanna." Meira
28. september 2004 | Bréf til blaðsins | 317 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Kennarar í bardagaham NEI, nú er nóg komið af þessum skrípaleik. Er enginn vilji til að leysa þetta kennaraverkfall? Vika á milli funda? Er ekki kominn tími til að kennarar brjóti odd af oflæti sínu og slaki aðeins á yfirgengilegum kröfum sínum? Meira
28. september 2004 | Bréf til blaðsins | 214 orð

Það ríkir frelsi og réttlæti

Frá Sigurði Elíasi Þorsteinssyni:: "Það er mikið um að vera í borg og bæjum á Íslandi, alls staðar er verið að byggja og betrumbæta. Nú eru uppgangstímar á Íslandi og fólkið púlar og púlar, bæði háir og lágir. Nóg er að gera fyrir alla sem eitthvað geta." Meira

Minningargreinar

28. september 2004 | Minningargreinar | 288 orð | 1 mynd

HALLDÓR JÓN ÓLAFSSON

Halldór Jón Ólafsson fæddist í Hlíðardal (Skipholti 66, Reykjavík) 1. mars 1936. Hann lést á heimili sínu Hátúni 6B í Reykjavík aðfaranótt 15. september síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2004 | Minningargreinar | 2125 orð | 1 mynd

HELGA LEIFSDÓTTIR

Helga Leifsdóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1951. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 20. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Steinunn Gísladóttir, f. 25. október 1927 og Leifur Guðmundsson, f. 4. júlí 1929, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2004 | Minningargreinar | 6235 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG THORS GÍSLASON

Ingibjörg Thors Gíslason fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1924. Hún lést á Winchester Hospital í Boston, Massachusetts 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Thors, alþingismaður og forsætisráðherra, f. 19. jan. 1892, d. 31 des. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2004 | Minningargreinar | 422 orð | 1 mynd

ÍVAR HAUKUr ANTONSSON

Ívar Haukur Antonsson fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1956. Hann lést á heimili sínu á Laugarásvegi 1 í Reykjavík 6. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 15. september. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2004 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

STYRMIR GUNNARSSON

Styrmir Gunnarsson fæddist í Saurbæ í Eyjafirði 4. nóvember 1925. Hann andaðist 12. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 20. ágúst. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. september 2004 | Sjávarútvegur | 192 orð

Álduft bjargar sýktum löxum í Noregi

SAMKVÆMT nýjum rannsóknum í vesturhluta Noregs hefur lítið magn af áldufti drepið sníkjudýr sem lagt hafa margar laxveiðiár í Noregi og Rússlandi í eyði á síðustu árum. Meira
28. september 2004 | Sjávarútvegur | 199 orð

Breytir hlýnunin fiskgöngum?

GERA má ráð fyrir verulegum breytingum á útbreiðslu fisktegunda og göngum þeirra á komandi árum samfara mikilli hlýnun sjávarins. Þorskurinn gæti gengið enn norðar og makríll gæti slegizt í för með síld og loðnu allt norður í Barentshaf. Meira
28. september 2004 | Sjávarútvegur | 118 orð | 1 mynd

Ótrúlegt ef satt reynist

ORRI Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), segist hafa heyrt af þessum rannsóknum í Noregi en ekki kynnt sér þær náið. Vissulega sé um óvenjulega aðferð að ræða og ótrúlegt ef satt reynist að álið skaði ekki laxinn. Meira
28. september 2004 | Sjávarútvegur | 334 orð | 1 mynd

Síldarleit fyrir austan

SÍLDARSKIPIN hafa síðustu vikur stundað veiðar á Halamiðum, djúpt norðvestur af Straumnesi, og fengið þokkalegan afla. Áta í síldinni hefur þó gert vinnslunni erfitt fyrir, einkum þeim skipum sem eiga langt að sækja. Meira

Viðskipti

28. september 2004 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Allir í sama viðskiptakerfinu

Í GÆR tóku OMX-kauphallirnar í Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi upp SAXESS-viðskiptakerfið sem þýðir að frá og með gærdeginum fara viðskipti með verðbréf sem skráð eru í kauphöllunum í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Íslandi, Finnlandi, Eistlandi og... Meira
28. september 2004 | Viðskiptafréttir | 237 orð | 1 mynd

Björgólfur og félagar vilja eignast Aliatel

EIGENDUR tékkneska símafyrirtækisins Aliatel hafa hafið viðræður við nokkra aðila um sölu á fyrirtækinu. Meira
28. september 2004 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Félög tengd Burðarási hækka

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkar enn og er nú í 3.683 stigum en það er rúmlega 74% hækkun frá áramótum. Hækkunin í gær nam 0,9%. Meira
28. september 2004 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Fyrsta opna útboðið á íbúðabréfum

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR efnir á morgun til fyrsta opna útboðsins á íbúðabréfum . Stefnir sjóðurinn að því að taka tilboðum að fjárhæð 7,0 milljarðar króna . Áskilur sjóðurinn sér rétt til að hækka fjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim... Meira
28. september 2004 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Íslandsbanki eykur hlutafé sitt

BANKARÁÐ Íslandsbanka hefur ákveðið að auka hlutafé bankans um 200 milljónir hluta , úr 10.000 í 10.200 milljónir hluta. Fjárstýringarsvið bankans selur bréfin í gegnum viðskiptakerfi Kauphallarinnar og gert er ráð fyrir að sölunni verði lokið nk. Meira
28. september 2004 | Viðskiptafréttir | 38 orð

Morgunverðarfundur Verslunarráðs verður haldinn í dag...

Morgunverðarfundur Verslunarráðs verður haldinn í dag kl. 8.30 til 9.45 á Grand hóteli. Fjallað verður um vinnustaðasamninga fyrirtækja og hvort sjávarútvegur sé að dragast aftur úr hvað þá varðar. Meira
28. september 2004 | Viðskiptafréttir | 311 orð | 1 mynd

Vekur athygli í öllum heimsálfum

DIGITAL Reykjavík, árleg alþjóðleg ráðstefna um gagnaflutning yfir breiðband, fjarskiptanet, efnisveitur og fjárfestingar, er farin að vekja athygli í hinum alþjóðlega fjarskiptaheimi. Ráðstefnan hefst á morgun á Nordica hóteli og stendur fram á... Meira

Daglegt líf

28. september 2004 | Daglegt líf | 771 orð | 4 myndir

Með vestfirskt blóð í æðum

Hún er ekkert venjuleg, enda er hún að vestan. Edda Jónsdóttir er á níræðisaldri og hvergi bangin. Hún hefur nóg að gera og geislar af krafti og hlýju. Hún sagði Kristínu Heiðu Kristinsdóttur frá slori, steinbít og öðru skemmtilegu. Meira
28. september 2004 | Daglegt líf | 421 orð

Sagan á bak við Eddunafnið

Edda var aldrei skírð Edda. Hún er skírð Guðrún Guðfinna. En hvers vegna er hún þá alltaf kölluð Edda? Hún svarar því með eftirfarandi sögu: "Fyrir langalöngu bjuggu ung hjón í dal í þröngum firði vestur á fjörðum. Meira

Fastir þættir

28. september 2004 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Úrslitaleikur Bikarkeppninnar. Meira
28. september 2004 | Fastir þættir | 757 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Orkuveitunnar bikarmeistari Sveit Orkuveitu Reykjavíkur tryggði sér bikarmeistaratitilinn með góðu skori í fjórðu lotu, en þá skoraði sveitin 71 impa gegn 35 og vann úrslitaleikinn með 207 impum gegn 148 gegn sveit SS. Meira
28. september 2004 | Dagbók | 459 orð | 1 mynd

Embættismenn viðhalda valdinu

Einar Hreinsson er fæddur á Raufarhöfn 1969. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1993, MA-prófi frá Gautaborgarháskóla 1997 og doktorsprófi frá sama skóla 2003. Síðastliðinn vetur starfaði Einar sem lektor í sagnfræði við háskólann í Karlstad og kenndi við Gautaborgarháskóla og Háskólann í Borås. Hann starfar nú við rannsóknir á pólitískri menningu 19. aldar og sem kennari við MH. Eiginkona Einars er Hrefna Margrét Karlsdóttir og eiga þau einn son. Meira
28. september 2004 | Viðhorf | 776 orð

Heiðarlegur skattgreiðandi

Skattrannsóknarstjóri vill gera alla Íslendinga að litlum njósnurum skattyfirvalda. Það er ógeðfelld hugsun. Meira
28. september 2004 | Dagbók | 62 orð

Orð dagsins: Og þegar þér eruð...

Orð dagsins: Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. (Mk. 11, 25.) Meira
28. september 2004 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Ómþýðir gestir í Salnum

Salurinn | Tékkneskir tónar verða í algleymi þegar Pi-Kap-kvartettinn frá Tékklandi leikur í salnum í kvöld. Meira
28. september 2004 | Fastir þættir | 121 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3 Rd7 5. f4 a6 6. Rf3 b5 7. e5 Bb7 8. Bd3 e6 9. De2 Re7 10. O-O-O Rb6 11. g4 Dd7 12. Re4 O-O-O 13. Hhf1 Kb8 14. Rg3 f5 15. exf6 Bxf6 16. Rg5 Red5 17. Bd2 Hhe8 18. Df2 b4 19. R5e4 Da4 20. Kb1 Bh8 21. f5 exf5 22. Meira
28. september 2004 | Dagbók | 59 orð | 1 mynd

Trú

Kjalarnessprófastsdæmi hefur gefið út bókina Þjónar í húsi Guðs - handbók fyrir meðhjálpara og kirkjuverði, sóknarnefndir og starfsfólk kirkjunnar. Meira
28. september 2004 | Dagbók | 282 orð | 1 mynd

Úr sveitaþorpi í borg

Á SJÖTTU hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, stendur nú yfir 50 ára afmælissýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur, "Á fleygiferð til framtíðar", en á sýningunni er rakið með skjölum, ljósmyndum, textum, frásögnum, tónlist, kvikmyndum og munum hvernig... Meira
28. september 2004 | Fastir þættir | 324 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Fyrir réttri viku var Víkverji að velta því fyrir sér af hverju ekki væri hægt að líta á ýmsa þá viðburði sem eiga sér stað í menningarstofnunum, sem reknar eru fyrir opinbert fé, sem hluta af menntastefnu hins opinbera. Meira

Íþróttir

28. september 2004 | Íþróttir | 324 orð | 1 mynd

Allir klárir í slaginn í Pittsburg

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til leiks í Pittsburg í Bandaríkjunum. Á morgun, miðvikudag, leikur liðið gegn ólympíumeistaraliði heimamanna á Heinzfield-vellinum í Pittsburg en aðfaranótt mánudags tapaði Ísland naumlega, 4:3, gegn bandaríska liðinu. Þórarinn Gunnarsson, fararstjóri íslenska liðsins, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að allir leikmenn liðsins væru heilir heilsu og tilbúnir í átökin á ný. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 113 orð

Anna höggi frá meti Sörenstam

ANNA Acker-Macosko frá Bandaríkjunum var aðeins einu höggi frá LPGA-meti Anniku Sörenstam á móti í Kaliforníu á sunnudag er hún lék hringinn á 60 höggum, eða 11 höggum undir pari. Hún fékk 11 fugla á hringnum og 7 pör! Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 301 orð

Beckham hefur ekki áhyggjur

DAVID Beckham, miðvallarleikmaður hjá spænska liðinu Real Madrid, segir að þrátt fyrir slæma byrjun félagsins í spænsku deildinni og tap í fyrsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu séu leikmenn liðsins að leggja sig alla fram og geri sitt besta. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 120 orð

Birgir á úrtökumóti í Malmö

BIRGIR Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, tekur þátt í úrtökumóti í Malmö fyrir sænsku mótaröðina, Telia Tour, en mótið hefst á miðvikudag og lýkur á laugardag. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 178 orð

Bíður spenntur eftir leik á Old Trafford

ENSKI landsliðsmaðurinn Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, segir að það sé draumur sinn að halda upp á að leika 50 leiki í röð án þess að tapa í deildarkeppninni - á Old Trafford. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Björninn vann nýliðana

BJÖRNINN vann nýliða Narfa frá Hrísey 9:7 í fyrsta leik Íslandsmóts karla í íshokkíi sem fram fór í Egilshöllinni á laugardagskvöldið. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 241 orð

Collonvillé fyrst kvenna yfir 8.000 stig í tugþraut

MARIE Collonvillé frá Frakklandi var um síðustu helgi fyrst kvenna til þess að ná fleiri en 8.000 stigum í tugþraut, en heimsmet í tugþraut kvenna verður í fyrsta sinn skráð í metabækur Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, um næstu áramót. Verður árangur Collonvillé þar skráður nema einhver önnur kona bæti þennan árangur hennar áður. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 153 orð

Dennis Rodman til Denver?

EINN litríkasti körfuknattleiksmaður sögunnar, Dennis Rodman, sem á árum áður var frákastskóngur deildarinnar og einn besti varnarmaður sögunnar, hefur áhuga á að leika með NBA-liði á ný en Rodman er 43 ára gamall. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

* EGILL Eiðsson er hættur sem...

* EGILL Eiðsson er hættur sem aðalþjálfari hjá frjálsíþróttadeild Breiðabliks eftir 13 ára starf hjá félaginu. Jón Sævar Þórðarson hefur verið ráðinn í stað Egils og tekur hann til starfa 1. október. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 351 orð | 1 mynd

*HERMANN Hreiðarsson og samherjar hans hjá...

*HERMANN Hreiðarsson og samherjar hans hjá Charlton fögnuðu sigri á Blackburn í gærkvöldi í ensku úrvalsdeildinni, 1:0. Leikmenn Blackburn vildu fá vítaspyrnu dæmda á Hermann í leiknum, er hann handlék knöttinn. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 21 orð

Í KVÖLD

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppnin, 32 liða úrslit karla: Austurberg: Leiknir - ÍR 19.15 Digranes: HK - FH 20 Framhús: Fram - FH 2 19. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 111 orð

Ísland í 4. sæti á EM

ÍSLENDINGAR höfnuðu í 4. sæti, jafnt í karla- sem kvennaflokki í Evrópukeppni smáþjóða í skvassi er lauk á sunnudag en mótið fór fram í Liechtenstein. Þetta var í 15. sinn sem keppnin var haldin. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 135 orð

Íslendingar markahæstir í Danmörku

RÓBERT Gunnarsson, línumaður Århus GF og íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar þegar þrjár umferðir eru að baki í deildinni. Róbert hefur skorað 32 mörk, eða rétt rúmlega tíu mörk að meðaltali í leik. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 116 orð

Lúkas velur Þýskalandsfarana

LÚKAS Kostic, þjálfari 17 ára landsliðs drengja í knattspyrnu, hefur valið 18 manna landsliðshóp sem leikur í undankeppni Evrópumótsins en riðill Íslands verður leikinn í Þýskalandi og hefst á fimmtudaginn. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Magnús hættur með ÍBV - er á leið til KR

MAGNÚS Gylfason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBV í knattspyrnu. Magnúsi, sem þjálfað hefur Eyjamenn með góðum árangri undanfarin tvö ár, stóð til boða að gera nýjan samning við félagið en að vel athuguðu máli ákvað hann að hætta. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 125 orð

Metaðsókn hjá Vålerenga

ÁRNI Gautur Arason og félagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga gerðu 1:1 jafntefli á heimavelli sínum í Osló í gærkvöld er liðið tók á móti Tromsö. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 85 orð

Metaðsókn í Napolí

ÞAÐ mættu 50.000 áhorfendur á fyrsta heimaleik ítalska liðisins Napolí sem leikur í 3. deild. Liðið fékk ekki keppnisleyfi í næst efstu deild s.l. vor vegna fjárhagserfiðleika. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 116 orð

Minni hagnaður hjá Man. Utd.

HAGNAÐUR enska knattspyrnufélagsins Manchester United dróst saman milli ára en uppgjör fyrir fjárhagsár félagsins var birt í gær. Hagnaður félagsins var 27,9 milljónir punda en var 39,3 milljónir punda árið áður. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 419 orð

Patrekur þarf hugsanlega að hætta

PATREKUR Jóhannesson, handknattleiksmaður og fyrirliði þýska 1. deildarliðsins Minden, gæti þurft að leggja handboltaskóna á hilluna innan tíðar að ráði lækna í Þýskalandi. Komið hefur í ljós að mikil brjóskeyðing hefur orðið í hné Patreks og ef hann heldur áfram að spila getur það orðið til þess að hann verði fyrir varanlegum skaða að mati lækna. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 188 orð

"Erum á byrjunarreit"

"NEI, ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á okkur. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Rétt ákvörðun segir Völler

LUIGI Del Neri þykir líklegastur til að taka við starfi Þjóðverjans Rudi Völlers sem þjálfari Roma en Völler sagði starfi sínu lausu eftir 3:1-ósigur liðsins gegn Bologna um nýliðna helgi. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 680 orð | 1 mynd

Rooney mætir til leiks á Old Trafford

ÖNNUR umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum og umferðinni lýkur svo annað kvöld með jafnmörgum leikjum. Margir áhugaverðir leikir eru á dagskrá í kvöld og verður til að mynda fróðlegt að sjá hvernig stjörnuliði Real Madrid tekst upp gegn Roma og hvort Wayne Rooney leikur sinn fyrsta leik í búningi Manchester United sem tekur á móti Fenerbache. Meira
28. september 2004 | Íþróttir | 51 orð

úrslit

KNATTSPYRNA England Charlton - Blackburn 1:0 Talal El Karkouri 49. - 26.193. Staðan: Arsenal 761022:719 Chelsea 75207:117 Everton 75119:616 Bolton 733112:912 Man. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.