Tæp 40% Íslendinga notuðu Netið til kaupa á vöru eða þjónustu á síðasta ári, og færist það sífellt í vöxt að fólk versli um Netið. Fjórðungur þeirra, eða um 10% Íslendinga, keypti tónlist eða kvikmyndir á Netinu, en sífellt færist í aukana að einstaklingar kaupi einstök lög, eða aðgang að lagasöfnum, á Netinu. Bjarni Ólafsson ræddi við Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóra tonlist.is, og kynnti sér stöðu netverslunar á Íslandi.
Meira