LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði á þriðjudag 18 ára pilt sem ók bifreið sinni á 144 km hraða um veginn um Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð. Hann gat engar skýringar gefið á ofsaakstrinum.
Meira
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur hafið viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Libra um kaup á 39% hlut þess í breska leiguflugfélaginu Excel Airways, en Atlanta á fyrir 40% eignarhlut í Excel.
Meira
ATVINNULEYSI ungmenna á aldrinum 15-25 ára á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í september árið 2000 voru 112 ungmenni skráð atvinnulaus en í maí á þessu ári voru 1.020 ungmenni skráð atvinnulaus.
Meira
GUÐRÚN Thorarensen, framkvæmdastjóri Skallagrímsveitinga, sem reka Sportbitann í Egilshöll, segir að hún eins og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins sé afskaplega ánægð með þennan úrskurð nefndarinnar.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um kennaradeiluna á Alþingi í gær að sér fyndist afskaplega sérkennilegt að bæði Samfylkingin og Vinstri grænir töluðu í því máli "algjörlega á skjön við félaga...
Meira
STÓR jeppi fauk út af skammt frá bænum Dynjanda, sem er stutt frá Almannaskarði, í fárviðri síðdegis á þriðjudag. Jeppinn fór tvær veltur og staðnæmdist á fjórum hjólum fyrir utan veg.
Meira
TYRKIR fögnuðu ákaft í gær er ljóst var að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndi mæla með því að hafnar yrðu viðræður um aðild landsins að sambandinu.
Meira
MEÐ tillögu að breytingum á höfundarréttarlögum sem gert er ráð fyrir að leggja fram á haustþingi, verður ólöglegt að hala niður af Netinu höfundarréttarvörðu efni sem hefur verið sett þangað með ólögmætum hætti.
Meira
"VIÐ byggðum nýtt hús undir starfsemina," sagði Garðar Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Stóruvöllum ehf. í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Á Stóruvöllum er rekin verksmiðja sem framleiðir hamsatólg og einnig kerti.
Meira
LANDHELGISGÆSLAN (LHG) hefur fengið að gjöf frá danska hernum tvær sérútbúnar bifreiðar og tvö fjarstýrð vélmenni, ásamt tilheyrandi búnaði til sprengjueyðingar.
Meira
ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður VG, vill að tryggt verði að allir þeir sem nýta sér rétt til fæðingarorlofs eigi óskertan rétt í sumarorlofi. Hefur hann lagt frumvarp þess efnis fram á Alþingi.
Meira
Fréttaskýring | Ljóst er af fjörugum og snörpum kappræðum Dicks Cheneys og Johns Edwards í fyrrakvöld að þeir telja báðir að úrslit forsetakosninganna geti ráðist af því hvort baráttan muni fyrst og fremst snúast um störf Bush forseta eða stjórnmálaferil Johns Kerrys.
Meira
Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði borið á eldislöxum af norsku kyni í kjölfar slyss á Norðfirði í fyrra er fjöldi slíkra fiska slapp úr kví.
Meira
BRESK heilbrigðisyfirvöld hafa afturkallað tímabundið framleiðsluleyfi bandaríska lyfjaframleiðandans Chiron, sem starfrækir lyfjaverksmiðju í Bretlandi, vegna mistaka sem áttu sér stað við dauðhreinsun á bóluefni gegn inflúensu.
Meira
SADDAM Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, bjó ekki yfir neinum sýkla-, efna- eða kjarnorkuvopnum þegar Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í Írak í mars í fyrra.
Meira
FARÞEGUM um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 15% í september miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 122 þúsund farþegum árið 2003 í tæp 140 þúsund farþega nú, að því er fram kemur í tilkynningu frá FLE.
Meira
ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski hefur aukist mjög á þessu ári og nam verðmæti útflutningsins á fyrstu átta mánuðum ársins um 11,5 milljörðum króna. Það er um þriðjungs aukning frá sama tímabili í fyrra.
Meira
VERULEGU fjárhagslegu hagræði má ná með því að sameina tvo skóla í Dalvíkurbyggð, þ.e. að færa starfsemi Húsabakkaskóla í Svarfaðardal í Dalvíkurskóla án þess að þjónusta við nemendur sé skert.
Meira
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands lýsti í gær yfir fullum stuðningi við félaga í Sjómannasambandinu, "sem freista þess að brjóta á bak aftur tilraunir útgerðar Brims til að brjóta lögvarin lágmarkskjör kjarasamninga," eins og segir í yfirlýsingu...
Meira
LAGT er til í frumvarpi þingmanna Samfylkingarinnar, sem útbýtt hefur verið á Alþingi, að forsætisráðherra tilnefni dómara í Hæstarétt að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi.
Meira
BANDARÍKJAMENN hafa fallist á að fresta fyrirhugaðri fækkun í herliði sínu í Suður-Kóreu. Suður-kóreska Yonhap -fréttastofan birti frétt þessa fyrr í vikunni og var hún staðfest í gær.
Meira
Keflavíkurflugvöllur | Deild slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við uppsagnir slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli.
Meira
Hagyrðinga- og skemmtikvöld verður í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla næstkomandi föstudagskvöld og hefst það kl. 20.30. Það er á vegum Lionsklúbbs Akureyrar og Lionsklúbbsins Viðtaðsgjafa í Eyjafjarðarsveit.
Meira
CASE Van Kleef, alþjóðaforseti Kiwanishreyfingarinnar, kom ásamt eiginkonu sinni, Susan, hingað til lands í gær. Þau hyggjast kynna sér starf hreyfingarinnar hér á landi og fylgjast með K-deginum, Landssöfnun Kiwanis í þágu geðsjúkra, sem hefst í dag.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður Íslandsdeildar þings Evrópuráðsins, fordæmdi harðlega nýlegar hryðjuverkaárásir í Rússlandi í utandagskrárumræðu á þingi Evrópuráðsins í gær.
Meira
MAÐUR um þrítugt, sem hefur verið í haldi lögreglunnar í Rotterdam í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl til Íslands, féllst á framsal og var hann fluttur til landsins sl. þriðjudag.
Meira
Garðabær | Nýtt íþróttahús í Hofsstaðarmýri í Garðabæ verður tekið formlega í notkun með skemmtun fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn 10. október nk. milli kl. 14 og 16.
Meira
Selfoss | Tilboð hafa verið opnuð hjá Framkvæmdasýslu ríkisins í nýja heilsugæslustöð og hjúkrunarheimili á Selfossi. Lægsta tilboðið áttu JÁ Verktakar á Selfossi, tæpar 589 milljónir kr. sem er um 5% undir kostnaðaráætlun.
Meira
Kaupa húsnæði í Hrísey | Á fundi framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar var lagt fram minnisblað frá slökkviliðsstjóra þar sem gerð er grein fyrir stöðu húsnæðismála.
Meira
Reykjavík | Úrskurðarnefnd um áfengismál úrskurðaði gegn ákvörðun Reykjavíkurborgar sem hafði synjað veitingastaðnum Sportbitanum í Egilshöll um leyfi til veitingar léttvíns, og leggur fyrir borgina að veita leyfið.
Meira
FRÁ því að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hóf undirbúning og vinnu við Kárahnjúkavirkjun snemma árs 2003, hefur það greitt fleiri hundruð milljónir íslenskra króna fyrir margs konar þjónustu íslenskra fyrirtækja.
Meira
Kvæðalagaæfing Kvæðamannafélagsins Iðunnar verður í kvöld í sal Blindrafélagsins, kl. 20. Nýlega var haldin afmælishátíð Iðunnar og orti Heiðrún Jónsdóttir þá: Tíma liðinn tók í arf, týndum sið ei gleymdi. Varði Iðunn stuðlastarf, stemmukliðinn geymdi.
Meira
OLÍUFÉLAGIÐ ESSO hefur hafið innflutning á lífrænni og vistvænni dísilolíu - biodísil og var Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra afhent flaska af umhverfisvæna eldsneytinu við athöfn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í gær.
Meira
FORMAÐUR verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri, Björn Snæbjörnsson, segir að löndunarstarfsmenn Brims muni ekki landa aftur afla úr Sólbaki EA á meðan á kjaradeilu Brims og Sjómannasambands Íslands stendur.
Meira
SJÓVÁ-Almennar verða bakhjarl Landssöfnunar Kiwanishreyfingarinnar, Lykill að lífi, sem er til styrktar geðsjúkum. Söfnunin hefst í dag og stendur til 10. október.
Meira
JAÐRAKANAPÖR koma því sem næst samtímis á varpstöðvar sínar hér á vorin, það á þriggja daga bili, þótt hundruð eða þúsundir kílómetra skilji makana að yfir veturinn. Kynin eru ekki samferða og fljúga ekki sömu leið til varpstöðvanna.
Meira
Skila tillögum á þessu ári Rjúpnanefnd umhverfisráðherra á að skila tillögum sínum að breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum fyrir 15. nóvember næstkomandi en ekki 2005 eins og sagt var í frétt blaðsins í gær.
Meira
SIGURJÓN Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur endurflutt þingsályktunartillögu sína, frá síðasta þingi, um að ráðin skuli bót á því að löng nöfn eru ekki skráð í þjóðskrá. Beinir hann því til ráðherra Hagstofu Íslands að finna lausn á þessu.
Meira
Mannakorn | Hljómsveitin Mannakorn heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. október. Mannakorn gaf út sinn 9. hljóðversdisk í sumar og hefur diskurinn fengið góða dóma.
Meira
UM 75-80% af bandvíddarnotkun á skólaneti Háskólans í Reykjavík er vegna skráaskiptiforrita og eru örfáir einstaklingar ábyrgir fyrir obbanum af notkuninni.
Meira
SIGMAR B. Hauksson, formaður SKOTVÍS, segist í heildina ánægður með hugmyndir umhverfisráðherra um framtíðarskipan rjúpnaveiði og er sammála ráðherra um nauðsyn þess að veiðarnar verði sjálfbærar.
Meira
FRANSKA lögreglan hafði mikinn viðbúnað og öflugan vörð um farm af plútoni úr vopnabúri Bandaríkjamanna sem skipað var á land í Cherbourg í Normandí í gær.
Meira
Garður | "Við vorum eitthvað að þvælast hérna um og leist svo vel á staðinn að við ákváðum að flytja," segir Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, matreiðslu- og myndlistarmaður, en hann og Sigríður Kristín Eysteinsdóttir hafa flutt heimili sitt og...
Meira
GUÐMUNDUR Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að "ólöglegar aðgerðir" á borð við þær að meina löndun úr Sólbaki í gær skili aldrei neinu. Um upphlaup verkalýðshreyfingarinnar sé að ræða.
Meira
Verkfall grunnskólakennara, sem nú hefur staðið yfir í á þriðju viku, kom til umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Arna Schram fylgdist með umræðunum.
Meira
Ráðgjöf fyrir matvælaiðnað | Sex til sjö fyrirtæki hafa þegar samþykkt að koma að stofnun ráðgjafarþjónustu fyrir matvælaiðnað á Blönduósi. Þátttaka þeirra er ýmist í formi hlutafjár, aðstöðu eða vinnuframlags.
Meira
VERSLUNIN Róbert bangsi... og unglingarnir í Hlíðasmára 12 í Kópavogi opnar aðra verslun föstudaginn 8 okt. á Torginu í Grafarvogi. Þar sem áður var verslunin Spékoppar. Eftir sem áður verður lögð áhersla á fatnað fyrir börn, unglinga og mömmur.
Meira
Rysjótt framundan | "Það er rysjótt tíð framundan og kæmi engum veðurklúbbsmanni á óvart þótt ætti eftir að snjóa meira innan skamms," segir í nýrri októberspá Veðurklúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð. Spána byggja félagarnir m.a.
Meira
TALSVERT sandrok setti svip sinn á landslag fjallanna á sunnanverðu hálendinu í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð, en hann tók þessa mynd af fjöllunum í suðri við Vatnsfellsvirkjun.
Meira
Sérbýli | "Einhverra hluta vegna, og nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um af hverju virðulegi forseti, þá virðast borgarfulltrúar R-listans vera á móti sérbýli.
Meira
SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, og fimm aðrir forystumenn sjómanna voru handteknir á löndunarbryggju Brims á Akureyri um miðjan dag í gær.
Meira
Helstu ástæður þess að eftirspurn eftir sjúkraþjálfun hefur aukist mikið undanfarin ár eru þær að læknar beina sjúklingum sínum í auknum mæli til sjúkraþjálfara, þar sem endurhæfingarúrræðum á stofnunum hefur fækkað, og öldruðum og öryrkjum fer...
Meira
ÞAÐ eru allir sammála um að það þurfi að takmarka sókn í rjúpuna, t.d. með sölubanni eða styttingu veiðitímans," segir Ásgeir Halldórsson í skotveiðiversluninni Sportvörugerðinni um áætlun umhverfisráðherra um að leyfa rjúpnaveiðar haustið 2005.
Meira
Það voru sannarlega ánægðir áheyrendur sem gengu úr samkomusalnum í Brautarholti á Skeiðum eftir að hafa hlustað á Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur sópransöngkonu.
Meira
ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF), segir að laun framhaldsskólakennara hafi dregist aftur úr launum viðmiðunarhópa innan BHM og við því verði að bregðast í komandi kjaraviðræðum, en samningur félagsins við ríkið rennur út...
Meira
AHMAD Zia Massoud, varaforsetaefni Hamid Karzais í forsetakosningum sem fram fara í Afganistan á laugardag, slapp ómeiddur er reynt var að ráða hann af dögum í sprengjuárás í gær.
Meira
TÍU ungir menn týndu lífi í gær er gerð var sjálfsmorðsárás á búðir Þjóðvarðliðs Íraka í bænum Anah í vesturhluta landsins. Fréttir hermdu að 24 menn, hið minnsta, hefðu sært í árásinni.
Meira
Garðabær | Hugmyndir eru uppi um að halda íþróttaþing snemma á næsta ári þar sem aðstandendum íþróttaiðkunar í Garðabæ verði stefnt saman til að ræða hvernig gera megi íþróttastarfið markvissara, og auka þar með þátttöku barna í íþróttum í Garðabæ.
Meira
HIÐ raunverulega markmið Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, með því að flytja burt herinn og gyðingabyggðirnar frá Gaza er að koma með samþykki Bandaríkjastjórnar endanlega í veg fyrir stofnun palestínsks ríkis.
Meira
"Mig langar að gera Garðinn að stjörnuskoðunarmiðstöð Íslands," segir Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. Hann hefur unnið að undirbúningi málsins og meðal annars komið hugmyndinni á framfæri við Sigurð Jónsson bæjarstjóra.
Meira
ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl. 10.30 í dag. Hefst þá umræða utan dagskrár um fjárhag sveitarfélaganna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs, verður málshefjandi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra verður til andsvara.
Meira
Umhverfissamtökin , Landvernd, hafa gengist fyrir því að landsmenn kjósi sér þjóðarblóm. Er tilgangurinn með því að velja eitt íslenskt blóm úr gróðurríki landsins, til þess að það geti verið tákn Íslands á ýmsum vettvangi.
Meira
ÍSRAELARNIR Aaron Ciechanover og Avram Hashko og Bandaríkjamaðurinn Irwin Rose hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á niðurbroti eggjahvítuefna. Sænska Nóbelsakademían skýrði frá þessu vali sínu í gærmorgun.
Meira
Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi F-listans í borgarstjórn, hefur lagt til að fargjöld barna, unglinga, eldri borgara og öryrkja verði felld niður tímabundið hjá Strætó bs.
Meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í gær með því að hafnar yrðu viðræður um aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. Þessari ákvörðun fylgja hins vegar ákveðnir fyrirvarar.
Meira
SVIKINN héri er á borðum fjölskyldu nokkurrar á fallegum sunnudegi og skömmu síðar fæðist barn. Ljósmóðirin segir hann svo sætan að mann langi til að borða hann og er hann eftirleiðis nefndur Héri Hérason.
Meira
RUMON Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, lét það verða eitt fyrsta verk sitt þegar hann kom til starfa hér að efna til þess að allar fimmtán sinfóníur Dimitri Sjostakovitsj yrðu leiknar á tónleikum hljómsveitarinnar á nokkurra...
Meira
Bubbi Morthens hefur í nógu að snúast um þessar mundir eins og endranær; Egó annar ekki eftirspurn, kvikmynd um hann verður forsýnd í dag og einnig kemur út í dag ný plata, Tvíburinn, sem er persónulegasta verk hans í áraraðir. Hann sagði Árna Matthíassyni frá tilurð Tvíburans og glímunni við efann sem birtist á honum.
Meira
Repúblikanar í Michigan-ríki hafa krafist þess að kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore verði sóttur til saka fyrir að bjóða háskólanemum nærfatnað, kartöfluflögur og núðlur fyrir það að mæta á kjörstað og kjósa John Kerry , frambjóðanda demókrata.
Meira
BIRGITTA Haukdal hefur hiklaust veið skærasta stjarna íslensks popps undanfarin ár. Lítið hefur farið fyrir henni undanfarnar vikur en brátt lætur hún á sér kræla á ný en hún ætlar að gefa út barnaplötu fyrir jólin.
Meira
BANDARÍSKI gamanleikarinn Rodney Dangerfield lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 82 ára að aldri. Hann gekkst undir hjartaaðgerð í ágúst en fékk heilablæðingu í kjölfarið og lá í dái vikurnar fyrir andlátið. Dangerfield fæddist 22.
Meira
eftir Coline Serreau Þýðandi: Oddný Eir Ævarsdóttir Leikstjóri: Stefán Jónsson Hljóðmynd: Davíð Þór Jónsson og Helgi Svavar Helgason Búningar: Jón Sæmundur Auðarson Leikmynd: Börkur Jónsson Leikarar: Héri Hérason: Bergur Þór Ingólfsson Móðirin: Hanna...
Meira
BANDARÍSKA grínmyndin Dodgeball eða Brennó eins og sýningarhaldarar kalla hana á íslensku, fór beint á topp íslenska bíólistans eftir að hafa verið sú mest sótta um helgin.
Meira
KEFLVÍSKU rokkararnir í Hljómum ætla að taka það sér að hita upp fyrir Beach Boys sveit þeirra Mike Love og Bruce Johnston, The Beach Boys Band, þann 21. nóvember í Laugardalshöll.
Meira
AF þeim poppuðu nýþungarokkssveitum sem komu fram á sjónarsviðið í kjölfar Korn (þeirra frægastar Limp Bizkit og Linkin Park) hefur einna mest verið spunnið í Papa Roach.
Meira
VALA Matt hefur umbylt íslenskum heimilum, hvort sem fólk er meðvitað um það eður ekki. Það bregst hreinlega ekki er maður skoðar íbúð hjá kunningja sem er nýfluttur inn, eða einhver skoðar manns eigin nýju íbúð; allir detta í Innlit/útlit-pakkann.
Meira
Píanókynning á vegum FÍT í tilefni af Degi hljóðfærisins, þ.ám. allar 24 prelúdíur Chopins, í meðförum 18 hérlendra píanóleikara. Sunnudaginn 3. október kl. 13.30-19.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Brynjar Jóhannsson, undir nafninu Brylli, var að senda frá sér diskinn Næstum því maðurinn . Þetta er frumraun Brynjars, sem er tæplega þrítugur og hefur verið að fást við tónlist í meira en áratug.
Meira
Leikstjórn: Susanne Bier. Handrit: Susanne Bier og Anders Thomas Jensen. Aðalhlutverk: Connie Nielsen, Ulrich Thomsen, Nikolaj Lie Kaas. 110 mín. Danmörk Nordisk Film 2004.
Meira
Björg Bjarnadóttir fjallar um kennaradeiluna: "Hið rétta í málinu er því að stór hluti leikskólakennara er með háskólamenntun, en í félaginu eru nú um 1.550 manns."
Meira
Hrafnkell A. Jónsson skrifar um sveitarstjórnarkosningar á Héraði: "Sjálfstæðismenn á Héraði leiða síðan til öndvegis ungt fólk sem hefur ákveðið að verja starfskröftum sínum á Fljótsdalshéraði og tekur þar virkan þátt í atvinnulífinu."
Meira
Bjarni Pétur Magnússon skrifar um Ísland og Evrópusambandið: "En það þarf að varða veginn vel og enginn er betur fallinn til forystu þar um en Davíð Oddsson."
Meira
Hjalti Þór Björnsson skrifar um áfengismál: "Áfengisráðgjafar eru hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu og veita þar sérhæfða og dýrmæta þjónustu."
Meira
Sigursveinn Magnússon fjallar um tónlistarkennslu: "Öll þau 10 ár sem tilraunin stóð spurðu fulltrúar borgarinnar aldrei um hvernig hún gengi. Um stuðning og hvatningu var því ekki heldur að ræða."
Meira
Margret Guttormsdóttir fjallar um geðsjúkdóma: "Það er eins með einstæða fólkið og geðsjúklingana að það á ekki eins mikið uppá pallborðið í þjóðfélaginu um þessar mundir."
Meira
Indriði Ingi Stefánsson fjallar um innheimtu gjalda á tónlist: "En getur réttindabarátta einnar stéttar gengið með þessum hætti á fjármuni almennings?"
Meira
Kristinn Richardsson fjallar um Landssöfnun Kiwanis til styrktar BUGL og Geðhjálp: "Við höfum séð að stuðningur okkar hefur komið stórmálum í höfn, málum sem ella hefðu legið óbætt hjá garði."
Meira
Frá Guðrúnu Sverrisdóttur, móður tveggja grunnskólabarna:: "ÉG UNDIRRITUÐ, skattborgari á Íslandi, geri þá kröfu að börnin mín fái þá menntun, sem landslög og stjórnarskrá segja til um."
Meira
Feminin fashion ÉG tek mér hér penna í hönd til að hrósa ágætri kvenfataverslun í Bæjarlindinni í Kópavogi. Verslunin heitir Feminin fashion og er með gæðafatnað á allar konur, þ.e.a.s. í öllum stærðum.
Meira
Ásgeir Einarsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1966. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi mánudaginn 27. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Fríða Kristín Norðfjörð, f. 16. desember 1933, d. 11. maí 1973, og Einar Þór Arason, f. 15.
MeiraKaupa minningabók
Emilía Kristín fæddist í Reykjavík 1. maí 1943. Hún lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn föstudaginn 17. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 27. september.
MeiraKaupa minningabók
Engilbert Þorvaldsson fæddist að Minniborg undir Eyjafjöllum 11. október 1906. Hann andaðist á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 26. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju 2. október.
MeiraKaupa minningabók
Eyjólfur Guðsteinsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1918. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 22. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Háteigskirkju 29. september.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Loftsson fæddist í Reykjavík 13. september 1927. Hann andaðist á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi mánudaginn 27. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Loftur S. Ólafsson, f. í Melshúsum á Álftanesi 24. apríl 1902, d. 23.6.
MeiraKaupa minningabók
Oddný Rósa Ragnarsdóttir fæddist í Innri-Njarðvík 26. október 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 3. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju í Reykjavík 22. september.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn Sæmundsson fæddist á Fjósum í Laxárdalshreppi í Dalasýslu 7. október 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 23. september.
MeiraKaupa minningabók
Föt ætluð stelpum eru í sumum tilvikum efnisminni og þrengri en föt ætluð strákum í sömu númerum, að því er fram hefur komið í dönskum og sænskum fjölmiðlum.
Meira
Fljótandi sápa sem er geymd of lengi getur verið ofnæmisvaldandi, að því er niðurstöður sænskrar rannsóknar gefa til kynna. Það eru ilmefnin í vörunni sem geta valdið ofnæmi, að því er Ann-Therese Karlberg prófessor segir m.a. í samtali við Aftenposten .
Meira
Eitt 100 gramma Snickers-súkkulaði inniheldur fleiri hitaeiningar en fjórum sinnum þyngri skammtur af sunnudagssteik með kartöflum og grænmeti, að því er fram kemur í breskri skýrslu um offitu og greint er frá á vef Aftenposten.
Meira
BÓNUS Gildir 7.-10. okt. verð nú verð áður mælie. verð Ferskur svínabógur 379 449 379 kr. kg Ferskar svínakótilettur 699 809 699 kr. kg Ferskt svínahakk 299 399 299 kr. kg Ferskt svínagúllas 699 809 699 kr. kg Ferskt svínasnitsel 699 809 699 kr.
Meira
Kunnátta í íslensku er lykill að íslensku samfélagi og því ætti kennsla í íslensku að vera meginverkefni í nýbúafræðslu grunnskólanna, auk fjölmenningarlegra kennsluhátta - eins og kveðið er á um í stefnu grunnskóla Reykjavíkur í málefnum barna með annað...
Meira
"Við erum oft með gesti, foreldra og vini, bæði um helgar og í miðri viku, ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að ég sé nokkuð dugleg að kalla á fólk í mat."
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, 7. október, er sjötug Hulda Jónsdóttir, Stóragerði 20. Hún er með opið hús fyrir ættingja og vini í Smárarima 64 laugardaginn 9. október eftir kl....
Meira
80 ÁRA afmæli . Í dag, 7. október, er áttræð Álfheiður Jónsdóttir . Í tilefni dagsins tekur hún á móti vinum og vandamönnum í Baðstofunni, Prestastíg 7, Grafarholti, milli kl. 16 og 20 á afmælisdaginn og vonast til að sjá sem...
Meira
Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, mánud. 27. sept. 2004. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Ragnar Björnsson - Magnús Oddsson 245 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd.
Meira
Smáralind | Það væri ágætt að hafa stundum þetta sjónarhorn á mótherja sína í spilum og það hefði komið sér vel hjá þeim drengjunum sem sátu hvor andspænis öðrum á spilamóti sem verslunin Nexus bauð til í Dótabúðinni í Smáralind í gær.
Meira
Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Barnadeild FSA og söfnuðust 2.706 krónur. Þær heita Hildur Lilja Valsdóttir og Jónheiður...
Meira
Auður H. Ingólfsdóttir fæddist á Akureyri árið 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1991, B.A.-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá University of Washington árið 1994 og mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum frá Tuftsháskóla 1999, með umhverfis- og auðlindafræði sem sérgrein. Þá lauk hún einnig námi í hagnýtri fjölmiðlun við HÍ árið 1995. Auður hefur unnið að umhverfismálum síðan 1999, fyrst á Umhverfisstofnun HÍ, síðan í umhverfisráðuneyti. Hún starfar nú sem sérfræðingur við Umhverfisráðgjöf Íslands.
Meira
TINDAR & Pýramídar heitir sýning Jóhanns G. Jóhannssonar, mynd- og tónlistarmanns, sem stendur yfir þessa dagana í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Meira
[...] ég pantaði The Plot Against America hjá Amazon-netbókabúðinni og eins og venjulega er ég fjúkandi reiður vegna þeirrar fjárplógsstarfsemi sem íslensk stjórnvöld og Íslandspóstur stunda í tengslum við viðskipti Íslendinga þar.
Meira
Verkfall kennara er nú farið að segja til sín á heimili Víkverja. Dóttirin, sem er í 10. bekk, fékk vinnu og ágætiskaup við það fyrstu tvær vikurnar að gæta yngri barna á vinnustað úti í bæ.
Meira
ÚRVALSDEILDARLIÐ KR í körfuknattleik hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Cameron Echols og mun hann fylla skarð Curtis King sem leystur var undan samningi sínum á dögunum.
Meira
ANDY Cole, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Fulham, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn WBA hinn 18. september.
Meira
FORMENN knattspyrnudeilda þeirra félaga sem leika í úrvalsdeild karla fara í dag til Möltu um leið og íslenska landsliðið. Árlegur formannafundur á vegum Knattspyrnusambands Íslands verður haldinn á Möltu og býður sambandið formönnunum þangað.
Meira
*GUÐJÓN Valur Sigurðsson var valinn í lið vikunnar fyrir frammistöðu sína með Essen um síðustu helgi. Guðjón skoraði þá 9 mörk þegar Essen bar sigurorð af Pfullingen í þýsku 1. deildinni.
Meira
EYJAMENN eru þessa dagana í viðræðum við FH-inginn Guðlaug Baldursson um þjálfun á úrvalsdeildarliði sínu í knattspyrnu. Guðlaugur staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði að málin myndu vonandi skýrast á næstu dögum.
Meira
HAUKAR lögðu Fram að velli að Ásvöllum í gærkvöldi, 31:25. Liðin voru bæði án taps í norðurriðli Íslandsmótsins í handknattleik karla. Haukar voru sterkari og sigurinn því sanngjarn, en Framarar áttu alveg að geta gert betur og hefðu átt að nýta sér að Haukar eru að hefja keppni í Meistaradeild Evrópu og hugur leikmanna virtist á stundum við það verkefni.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka ráðast ekki á garðinn sem hann er lægstur þegar þeir hefja þátttöku sína í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á Ásvöllum á sunnudagskvöld. Haukar taka þá á móti þýska stórliðinu Kiel.
Meira
RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir, SH, og Hjörtur Már Reynisson, KR, hefja í dag þátttöku í heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem haldið er í Indianapolis í Bandaríkjunum.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í frjálsu falli á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Á nýjum lista, sem gefinn var út í gær, er Ísland í 88.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik leikur í riðli með Tyrkjum, Slóvakíu, Póllandi, Makedóníu og Litháen í forkeppni að undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, en leikið verður í Kielce í Póllandi frá 23.-28. nóvember.
Meira
KATRÍN Jónsdóttir, ein reyndasta landsliðskona Íslands, er í 22 manna landsliðshópi sem Helena Ólafsdóttir valdi í gær til undirbúnings fyrir leikina tvo gegn Norðmönnum í nóvember. Þjóðirnar leika þá um sæti í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða.
Meira
TVEIR íslenskir körfuknattleiksdómarar fengu alþjóðleg verkefni á dögunum þegar raðað var niður á leiki í Evrópukeppni félagsliða, þar sem Keflvíkingar verða meðal þátttökuliða. Kristinn Óskarsson mun dæma leik í Hollandi 9.
Meira
ÚRSLITALEIKIR Íslendinga og Norðmanna um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu fara báðir fram undir þaki. Fyrri leikurinn verður í Egilshöll í Grafarvogi miðvikudaginn 10.
Meira
* ÓLAFUR Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ólafs H. Kristjánssonar , þjálfara úrvalsdeildarliðs Fram í knattspyrnu, í stað Jörundar Áka Sveinssonar sem tekinn er við þjálfun 2. deildarliðs Stjörnunnar .
Meira
GRINDAVÍK vann öruggan sigur á KR, 65:55, í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöld en leikurinn fór fram í Grindavík. KR yfir í hálfleik, 28:24, en Grindvíkingar náðu undirtökunum strax í byrjun síðari hálfleiks og létu þau ekki af hendi.
Meira
SÉRSTÖK nefnd á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur valið 35 leikmenn sem koma til greina í kjöri á knattspyrnumanni ársins en kjörinu verður lýst í óperuhúsinu í Zürich í Sviss hinn 20. desember. Landsliðsþjálfarar víðs vegar um heiminn greiða atkvæði í kjörinu og nöfn þriggja efstu verða birt í næsta mánuði en þetta verður í 14. sinn sem FIFA stendur fyrir kjöri á leikmanni ársins.
Meira
ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu kom saman hér á landi í gær til undirbúnings fyrir leikina gegn Möltu og Svíþjóð í undankeppni HM. Liðið æfði í Kópavogi í gær og aftur í dag, og fer síðdegis til Möltu þar sem það mætir heimamönnum á laugardag.
Meira
VEIGAR Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er á mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk, segist ekki hafa kynnt sér til hlítar hvort í samningi hans séu ákvæði um að hann verði frjáls ferða sinna fari svo að Stabæk falli úr deildinni. Þegar þremur umferðum er ólokið eru Veigar og félagar hans í fallsæti. Stabæk er næstneðst með 24 stig eins og Molde, Fredrikdstad og Bodö/Glimt hafa 26 stig en Sogndal er neðst með 18 stig.
Meira
NÝR hugbúnaður, Aflasaga, frá hugbúnaðarfyrirtækinu SeaData ehf. gerir útgerðum kleift að bera saman aflasögu margra ára aftur í tímann og afmarka síðan veiðisvæði með hliðsjón af því. SeaData ehf.
Meira
STRANGARI löggjöf um reykingar í Noregi getur valdið vandkvæðum um borð í norskum fiskiskipum. Samkvæmt löggjöfinni verður bannað að reykja í sameiginlegum vistarverum um borð, eins og matsal.
Meira
EKKI náðist samkomulag um kolmunnaveiðar á fundi aðildarþjóðanna í Færeyjum í síðustu viku. Þar strandar málið á kröfu Evrópusambandsins um 58%% leyfilegs heildarafla, þrátt fyrir að vera með einna minnstu veiðireynsluna, eða 11,7% árið 2002.
Meira
ICELANDAIR Cargo hyggst auka flutningsframboð sitt verulega til Evrópu um miðjan þennan mánuð, til að mæta auknum útflutningi á ferskfiski frá Íslandi. Flogið verður tvisvar á dag flesta daga vikunnar milli Íslands og Liege í Belgíu.
Meira
Charles Clover, ritstjóri umhverfismála hjá the Daily Telegraph , gefur fiskveiðistjórn við Ísland einkunnina 8 af 10 mögulegum í bók sinni the End of the Line . Bókin fjallar um sjávarútveginn á heimsvísu og kom út fyrir skömmu.
Meira
ÞEIR félagar Kristinn Konráðsson og Jóhannes Arelakis, voru kampakátir á bryggjunni á Siglufirði um daginn, enda ærin ástæða til; sumarblíða og góð aflabrögð hjá bátum sem þaðan róa.
Meira
MIKIÐ af smábátum hefur verið tekið út úr veiðum í Noregi. 164 slíkir hafa verið teknir af skrá sem fiskibátar á tveimur árum í kjölfar rýmri heimilda til úreldingar.
Meira
Nýtt skip bættist í flota Þórshafnar þegar Júpíter ÞH-363 sigldi í heimahöfn. Fjölmenni var á hafnarbakkanum til að fagna komu hans en að móttökuathöfn lokinni var öllum boðið um borð að þiggja veitingar og skoða nýja skipið.
Meira
Öryggisviku sjómanna lauk með ráðstefnu um öryggismál í síðustu viku. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Forvarnir auka öryggi". Þar kom fram að eitt brýnasta verkefnið varðandi öryggi sjómanna í dag er að virkja þá sjálfa í forvörnum. Helgi Mar Árnason sat ráðstefnuna.
Meira
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI ferskfisks á fyrstu 8 mánuðum ársins jókst um þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Vægi ferskfisks í heildarútflutningi sjávarafurða eykst á kostnað frosins fisks, samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands.
Meira
KAUPHÖLL Íslands hf. hefur samþykkt beiðni Afls Fjárfestingarfélags hf. um afskráningu hlutabréfa félagsins af aðallista Kauphallarinnar. Í tilkynningu kauphallarinnar kemur fram að Fjárfestingarfélagið Atorka hf.
Meira
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur hafið viðræður við kýpverska ferðaþjónustufyrirtækið Libra um kaup á 39% hlut Libra í breska leiguflugfélaginu Excel Airways, samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum.
Meira
Tiltölulega einfalt er að stofna fyrirtæki á Íslandi en þó bæði seinlegra og dýrara en í þeim löndum, þar sem það er auðveldast. Soffía Haraldsdóttir kannaði hvað þarf til að stofna fyrirtæki á Íslandi.
Meira
ÍSLAND er á meðal þeirra ríkja í heiminum þar sem DSL-háhraðanettengingar eru hlutfallslega hvað útbreiddastar. Önnur lönd með mikla útbreiðslu DSL-tenginga eru Suður-Kórea, Taívan, Hong Kong, Belgía og Ísrael.
Meira
Sigurjón Þ. Árnason , bankastjóri Landsbankans, þykir hamhleypa til verka. Samstarfsmenn hans segja hann líka þannig gerðan að hann vilji helzt skilja öll mál til hlítar áður en hann tekur ákvörðun um þau - og spyrji þá oft erfiðra spurninga.
Meira
Á annað hundrað konur frá ýmsum stöðum landsins mættu á haustfund Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) en þar fagnaði félagið 5 ára starfsafmæli sínu.
Meira
Þingflokksformenn stjórnarflokkanna segja hægt að taka fé út úr rekstri Símans til að kosta uppbyggingu háhraðanettenginga á landsbyggðinni. Björgvin Guðmundsson komst m.a. að því að aðrir kostir eru fyrir hendi á landsbyggðinni en ADSL-tengingar.
Meira
STJÓRNENDUR stórfyrirtækja í hópi kvenna eiga miklu betri feril að baki en karlmenn í sömu stöðu þegar kemur að því að meta árangur af samruna fyrirtækja.
Meira
LÚXUSVÖRUFYRIRTÆKIÐ Gucci, sem er í eigu Pinault-Printemps-Redoute-samsteypunnar , jók hagnað sinn svo um munaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var 65 milljónir evra og er það 143% aukning frá sama fjórðungi í fyrra.
Meira
MIKIL hagnaðaraukning einkennir afkomu þessa árs hjá tilteknum félögum í Kauphöll Íslands. Hagnaðurinn mun verða rúmlega tvöfalt meiri en í fyrra.
Meira
MÖRG lönd hafa viljað koma háhraðatengingum eða breiðbandi sem víðast og helst þannig að enginn verði útundan. Það hefur hins vegar ekki gengið vel alls staðar. Svíþjóð er eitt þeirra landa þar sem unnið hefur verið að breiðbandsvæðingunni.
Meira
TÖLVU- og hátæknifyrirtækið Hewlett Packard, HP, hefur sótt verulega í sig veðrið á undanförnum árum og þá ekki bara í framleiðslu á tölvum og búnaði þeim tengdum, heldur hefur það kynnt ýmsan búnað sem beinlínis er ætlaður til heimilisbrúks, til að...
Meira
Eftir rúmlega fjögurra ára þróunarvinnu er djúprafall Björgvins Björnssonar tilbúinn til sölu. Soffía Haraldsdóttir ræðir við Björgvin sem segist oft hafa verið kominn að því að henda öllu saman í hafið.
Meira
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra stýrir viðræðum í iðnaðarvörunefnd Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), þar sem leitast er við að ná fram lækkunum á tollum í alþjóðaviðskiptum. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við Stefán.
Meira
NEFND viðskiptaráðherra um yfirtökur og yfirtökuskyldu er komin vel á veg með frumvarp um yfirtökur og yfirtökuskyldur þar sem í fyrsta skipti er tekið á tengslum á milli aðila.
Meira
LÁNASJÓÐUR landbúnaðarins hefur lækkað vexti frá og með 1. október þannig að vextir lána sem voru 6,50% eða hærri lækka um 0,25%. Þessi vaxtalækkun nær til bæði nýrra lána og einnig eldri lána.
Meira
HUGBÚNAÐARFYIRTÆKIÐ NovaMedia-Skjámiðlun hefur sett á markað sjónvarps- og afþreyingarkerfi fyrir hótel og hjúkrunarstofnanir sem kallast Nova-In Room Entertainment .
Meira
SPURN eftir netvafra norska fyrirtækisins Opera hefur farið vaxandi að undanförnu vegna öryggisvandamála í vöru keppinautarins, Microsoft Explorer . "Ástandið hjá Opera er breytt.
Meira
LÁNARDROTTNAR sjávarafurðafyrirtækisins Royal Greenland sem er að fullu í eigu grænlensku landsstjórnarinnar, hafa þungar áhyggjur af óróa sem skapast hefur í kringum félagið en einn ráðherrann í landsstjórninni, Johan Lund Olsen, hótaði á dögunum...
Meira
Með kaupum Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Flugleiða, á helmingi hlutabréfa í Oddaflugi af Jóni Helga Guðmundssyni, fyrrverandi tengdaföður sínum, hefur þeirri óvissu verið eytt, sem ríkt hefur um eignarhald og forystu félagsins eftir að ljóst var...
Meira
Spástefna ParX viðskiptaráðgjafar IBM og Frjálsrar verslunar á Nordica hóteli kl. 8.30. Fjallað verður um hvað árið 2005 beri í skauti sér í viðskiptalífinu.
Meira
MOSFELLSBÆR hefur samið um kaup á hugbúnaðarkerfum frá One Systems Ísland ehf . Annars vegar er um að ræða samskipta- og skjalastjórnunarkerfi og hins vegar fundabókunarkerfi.
Meira
VERÐ á olíu fór í gær vel yfir 52 dollara fatið á markaði í New York. Er verðhækkunin rakin til truflana sem orðið hafa í olíuframleiðslu á Mexíkóflóa af völdum fellibylja og til lágrar birgðastöðu.
Meira
Gunnlaugur Sigmundsson hefur lengi látið að sér kveða í atvinnulífinu sem og hjá hinu opinbera. Soffía Haraldsdóttir bregður upp svipmynd af Gunnlaugi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.