Um 1.500 foreldralaus börn í Úganda nutu góðs af söfnun á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar á fyrri hluta ársins en fénu, samtals um 20 milljónum króna, var safnað í söfnun Hjálparstarfsins á Íslandi um síðustu jól.
Meira
FREGNIN um að féð væri riðusmitað kom Eiríki Jónssyni, bónda í Gýgjarhólskoti, ekki algjörlega í opna skjöldu enda vitað mál að riða herjaði í Biskupstungum. Þetta hefðu engu að síður verið ónotalegar fréttir og áfall sem setti margt úr skorðum.
Meira
ÞESS misskilnings hefur gætt vegna fréttar í Mbl. mánudag fyrir viku um giftingu, skírn og fermingu í sömu athöfn, að sr. Vigfús Þór Árnason hafi sagt að þar hafi verið um þrjú sakramenti að ræða.
Meira
STÓRU flokkarnir tveir í Bandaríkjunum hafa hvor um sig ráðið til starfa her lögmanna til að vera viðbúnir langvinnum deilum um framkvæmd forsetakosninganna 2. nóvember nk.
Meira
ELLEFU ára íslensk börn borða að meðaltali 95 grömm af ávöxtum og 60 grömm af grænmeti á dag en þess má geta að eitt meðalstórt epli er um 100 g að þyngd og banani um 50-80 g.
Meira
FINNA má dæmi um fleiri reiti í Reykjavík en Fossaleyni í Grafarvogi þar sem starfsemi í þeim byggingum sem þar standa er á einhvern hátt takmörkuð, en lóðarhafar í Fossaleyni hafa nú stefnt borginni vegna banns við rekstri matvöruverslana í Fossaleyni...
Meira
FORSETI borgarstjórnar Reykjavíkur segir eðlilegt að kennurum sem snúa til starfa úr verkfalli séu greidd full laun, og reiknar hann með að málið verði rætt á fundi borgarstjórnar á þriðjudag.
Meira
SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA verður ekki niðurgreidd á næstunni þótt Alþingi hafi breytt lögum á þann veg að slíkt sé heimilt. Þetta kom fram í máli Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við utandagskrárumræðu um geðheilbrigðismál í seinustu viku. Ásta R.
Meira
ENGIN vísindaleg sönnun liggur fyrir um skaðleg heilsufarsleg áhrif farsímafjarskipta, hvorki frá sendistöðvum né frá farsímum sem nota sendistyrk sem er innan sérstakra viðmiðunarmarka Alþjóðageislavarnaráðsins, ICNIRP, að því er fram kemur í...
Meira
"ÉG lenti í smástuði," segir Sólveig Arnarsdóttir leikona, en það óhapp varð rétt fyrir hlé á sýningu á Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld að Sólveig fékk raflost út frá ljósaseríu.
Meira
HÉRAÐSLISTI Félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði hlaut flest atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps á laugardag.
Meira
STAÐFEST hefur verið að riða er komin upp í sauðfé í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og verður að fella og urða allt fé á bænum. Þá er hugsanlegt að skera verði allt fé í Eystri-Tungu en þar hafa verið um 2.000 vetrarfóðraðar kindur.
Meira
GERT er ráð fyrir því að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn geti stækkað til suðvesturs allt að Suðurlandsbraut í tillögum að breytingu á deiliskipulagi Laugardalsins sem nú hefur verið auglýst.
Meira
Margir fulltrúar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar síðast liðinn laugardag gerðu kennaradeiluna og yfirstandandi verkfall að umtalsefni við almennar stjórnmálaumræður. Ómar Friðriksson fylgdist með umræðum.
Meira
BREYTINGAR á skiptingu kostnaðar milli Tryggingastofnunar ríkisins og sjúklinga, viðhorfsbreyting til sjúkraþjálfunar, fjölgun öryrkja og snemmbúin útskrift af sjúkrahúsum eru meðal helstu ástæðna þess að þeim sem nýta sér sjúkraþjálfun hefur fjölgað...
Meira
HARÐIR bardagar stóðu austan við borgina Fallujah í Írak í gær milli liðsmanna Bandaríkjahers og sveita uppreisnarmanna sem andvígir eru veru Bandaríkjamanna í landinu.
Meira
HÉRAÐSLISTI Félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði hlaut flest atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps á laugardag. Sjálfstæðismenn fengu næstflest atkvæði.
Meira
GUÐBJARTUR SH 45 frá Ólafsvík, 15 tonna Viking-bátur, stórskemmdist við að keyra á fullri ferð á frystitogarann Arnar í höfninni á Skagaströnd á laugardag. Brotnaði báturinn mikið að framanverðu og innréttingar fóru úr lagi.
Meira
KÖNNUN samhliða kosningum á Fljótsdalshéraði á nafni á hið nýja sveitarfélag leiddi í ljós að nafnið Fljótsdalshérað nýtur mests fylgis meðal kjósenda og fékk 689 atkvæði. Nafnið Sveitarfélagið Hérað hlaut 263 atkvæði og Egilsstaðabyggð 149 atkvæði.
Meira
Í TILEFNI af 30 ára afmæli gjörgæslunnar við Hringbraut var opin dagskrá í Hringsalnum á laugardaginn og þar var almenningi gefinn kostur á að kynna sér þá starfsemi sem fram fer hjá gjörgæslunni.
Meira
YFIRMAÐUR kjörstjórnar í Hvíta-Rússlandi, Lidiya Ermoshina, sagði í gærkvöldi að talning hefði leitt í ljós að kjósendur í landinu hefðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór í gær, samþykkt breytingu á stjórnarskrá landsins sem felur í sér að Alexander...
Meira
HRYÐJUVERKASAMTÖK Jórdanans Abu Mussabs al-Zarqawis, sem staðið hafa fyrir fjölda ódæðisverka undanfarið ár í Írak, lýstu í gær yfir hollustu við Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, og sögðu samtökin tvenn auk þess hafa orðið...
Meira
FRÍMERKJA- og myntverslun Magna við Laugaveg hefur fengið í hendur sérstök spil sem Happdrætti Háskóla Íslands gaf út í tilefni 70 ára afmælis síns á þessu ári.
Meira
MÁLSTOFA um olíurétt og nýtingu olíuauðlinda í Norðaustur-Atlantshafi verður haldin í Lögbergi í Háskóla Íslands í dag á vegum Hafréttarstofnunar Íslands. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra og stjórnarformaður Hafréttarstofnunar, setur málstofuna.
Meira
MIKIL hætta skapaðist á þjóðvegi eitt, um 20 km austan við Höfn í Hornafirði, rétt fyrir kl. 21 í gærkvöldi þegar tvö stærðarbjörg féllu úr hlíð við bæinn Þorgeirsstaði og stöðvuðust á veginum.
Meira
SAMKVÆMT ákvæðum sem finna má í nýsamþykktum tilmælum Evrópuráðsins, ber aðildarríkjunum 46 að standa að nauðungarinnlögnum á geðdeildir með ákveðnum hætti. Tilmælunum er ætlað að vernda mannréttindi og virðingu fólks með geðraskanir.
Meira
ÞRETTÁN kennarar við Digranesskóla snúa til starfa í dag til að kenna átta einhverfum börnum, í kjölfar þess að undanþága fékkst frá verkfalli grunnskólakennara vegna barnanna.
Meira
"KENNARAVERKFALLIÐ hefur sett mark sitt á þjóðlífið og snertir flest heimili í landinu með einum eða öðrum hætti. Það að kennarar skuli enn og aftur finna sig knúna að beita verkfallsvopninu í kjarabaráttu sinni er óþolandi.
Meira
PIERRE Salinger, sem var blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta 1961-1964, lést í Frakklandi á laugardag. Hann var 79 ára gamall. Salinger hlaut frægð fyrir störf sín fyrir John F.
Meira
Vesturland | Allt bendir til þess að langþráður draumur borgfirskra hestamanna rætist á næsta ári því þá er fyrirhugað að reisa reiðhöll á félagssvæði Hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Meira
"MAÐUR verður ekki samur eftir svona ferð - hún var stórkostleg," segir Jenný L. Þorsteinsdóttir, fyrsta flugfreyja í tíu manna áhöfn Icelandair, sem nýkomin er heim úr 25 daga heimsreisu fyrir bandarísku ferðaskrifstofuna Starquest...
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, gerði hlut kvenna í þjóðþingum Evrópuráðsríkjanna m.a. að umtalsefni í ræðu sinni á Evrópuráðsþinginu í Strassborg fyrr í mánuðinum. Umræðurnar snerust um þátttöku kvenna í stjórnmálum.
Meira
Á sveitarstjórnarráðstefnu VG á laugardaginn var samþykkt áskorun í kennaradeilunni. Í áskoruninni segir: "Þátttakendur á sveitarstjórnarráðstefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Hótel Loftleiðum 16.
Meira
Í RÆÐU sinni við setningu Kirkjuþings ræddi Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, m.a. um samskot við messuhald í kirkjum, en þau tíðkast í t.d. Grensáskirkju og Hallgrímskirkju, en hafa annars ekki verið stunduð mikið hér á landi.
Meira
FULLTRÚAR ísraelskra landnema á Gaza-svæðinu sögðu í gær að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri á góðri leið með að valda klofningi í röðum gyðinga sem jafnvel gæti leitt af sér borgarastríð.
Meira
FYRIRÆTLUN Iceland Express um að segja upp flugfreyjum félagsins til þess að endurráða þær hjá erlendu félagi er tilraun til félagslegra undirboða í því skyni að verða samkeppnisfærari á markaði lágjaldaflugfélaga.
Meira
Fréttaskýring |Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu 2. nóvember nk. og velja sér nýjan forseta. Staðan er hnífjöfn á þessum tímapunkti en Davíð Logi Sigurðsson segir að úrslitin geti ráðist í ríkjunum sem liggja nálægt vötnunum miklu í austurhluta landsins.
Meira
FJÓRUM mönnum lenti saman inni á skemmtistaðnum Nellys við Þingholtsstræti í fyrrinótt og lauk átökunum með því að einn þeirra var skorinn hættulegum skurði á hálsi með brotnu glasi. Við árásina hlaut hann marga skurði í andliti og sást m.a.
Meira
"Við skruppum bara út til að fá okkur í soðið," sögðu þeir félagar Halldór Jósepsson, Guðmundur Ólafsson og Halldór Kristjánsson, skipstjóri á bátnum Heppinn BA-47, er þeir komu eldhressir að landi í Patreksfirði á dögunum.
Meira
SAMTÖK myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) hafa kært forsvarsmenn Nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík til lögreglunnar í Reykjavík vegna sýningar á nýrri bandarískri kvikmynd 9. september sl.
Meira
ÞRÍTUGASTA og sjötta ólympíuskákmótið er hafið hér á Mallorca og teflt er í Gran Casino Mallorca. Mótshaldið er mjög þunglamalegt og mikil öryggisgæsla á skákstað. Þeir sem hafa eitthvað með sér, eins og t.d.
Meira
FLOKKSSTJÓRN Samfylkingarinnar sendi frá sér ályktun á laugardag, þar sem lýst er yfir stuðningi við ASÍ og sjómannasamtökin í máli Sólbaks EA. Í ályktuninni er framgöngu Brims lýst sem "aðför að grunnreglum íslensks nútímasamfélags".
Meira
ÞEGAR rússneski herskipaflotinn hafði verið fyrir norðan land í tæplega tvær vikur þótti utanríkisráðuneytinu þörf á skýrum svörum um fyrirætlanir flotans. Þau bárust þó ekki fyrr en sl. laugardag, daginn eftir að skipin sjö sigldu á braut.
Meira
FYLGJAST þarf með áhrifum framkvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun á hreindýrastofninn, að mati Sigmars B. Haukssonar, formanns Skotveiðifélags Íslands. Þetta kemur fram í pistli hans á heimasíðu samtakanna, skotvis.is.
Meira
ÁTJÁN ungmenni voru handtekin með fíkniefni á sér við Laugardalshöll á föstudagskvöld þegar hljómsveitin Prodigy hélt þar tónleika. Flest voru um eða undir tvítugu en sá yngsti er fæddur árið 1988.
Meira
Þórarinn Kristinsson, eigandi Tungulækjar í Landbroti, landaði 16 punda sjóbirtingshæng á Breiðunni fyrir skemmstu, en hann segir þann risafisk þó langt í frá hafa verið stærsta fiskinn í hylnum.
Meira
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga sendu frá sér ályktun um helgina þar sem vakin er athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur í för með sér.
Meira
UMGENGNI ferðamanna um neyðarskýlin á Hornströndum og Jökulfjörðum hefur aldrei verið eins góð og í sumar, segir Magnús Ólafs Hansson í björgunarsveitinni Erni í Bolungarvík.
Meira
"SAMFYLKINGIN telur að útboð á rekstri hverfagrunnskóla til einkaaðila geti fyllilega samræmst stefnu flokksins um uppbyggingu grunnskólans, ef að því er gætt að nemendur/foreldrar njóti sömu þjónustu hvað varðar gæði kennslunnar, aðgengi barna í...
Meira
ÞRÝSTINGUR á að lausn finnist á deilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna hefur farið vaxandi að undanförnu, að mati Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands.
Meira
Í NÝRRI hagspá greiningardeildar Landsbankans fyrir árin 2004 til 2010 er gert ráð fyrir að verðbólgan hækki tímabundið og fari í rúm 6% í upphafi árs 2007 - eða yfir þolmörk Seðlabankans - ólíkt því sem þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir.
Meira
"ÞAÐ að kennarar skuli enn og aftur finna sig knúna til að beita verkfallsvopninu í kjarabaráttu sinni er óþolandi vegna þess að það bitnar á þeim sem síst skyldi, börnunum," sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, þegar hann setti...
Meira
KIRKJUGARÐSGJALD verður reiknað út frá stærð grafarsvæða og fjölda látinna í hverri sókn árið áður, í stað fjölda sóknarbarna eins og nú er, ef frumvarp sem dóms- og kirkjumálaráðherra mun leggja fyrir Alþingi í næstu viku verður að lögum.
Meira
FEÐGAR sem höfðu gengið á Þverfellshorn á Esju villtust af leið í svartaþoku á laugardag og óskuðu eftir aðstoð. Svo heppilega vildi til að fjórir björgunarsveitarmenn voru við æfingar í Blikadal, norðvestan undir Esjunni, og voru þeir fljótir á staðinn.
Meira
EFTIR flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar á laugardag héldu fundarmenn upp á aðra hæð Iðnaðarmannahússins á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík og tóku formlega í notkun nýtt húsnæði flokksins.
Meira
VIÐRÆÐUR um sameiningu Háskólans í Reykjavík (HR) og Tækniháskóla Íslands (THÍ) standa enn yfir, en að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, rektors Tækniháskóla Íslands, hafa þær tekið heldur lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir.
Meira
TILLÖGUR um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og myndir af náttúrufari og landmótun svæðisins verða efni myndakvölds Ferðafélags Íslands 20. október kl. 20, í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6.
Meira
STUÐNINGSMENN og félagar í Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein, stóðu fyrir skrúðgöngu á laugardag sem endaði á Ingólfstorgi þar sem þúsund blöðrum var sleppt að viðstöddu fjölmenni.
Meira
Hugmyndin um beint lýðræði, lýðræði 21. aldarinnar, er að fá byr undir báða vængi í stjórnmálaumræðum hér. Ræða Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi sl.
Meira
Í Morgunblaðinu sl. föstudag var fréttaskýring um fátæk börn í Austur-Evrópu. Þar kom fram að þrátt fyrir batnandi efnahag í mörgum ríkjanna færast félagsleg vandamál í vöxt.
Meira
Í Tímariti Morgunblaðsins í gær fjallaði Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður um það hvernig sumir foreldrar ala nánast upp glæpamenn; hvernig börn, sem ekki fá það atlæti, aga og uppeldi sem nauðsynlegt er, lenda nær óhjákvæmilega á braut afbrota og...
Meira
Leikstjóri: Thomas Vinterberg. Aðalleikendur: Joaquin Phoenix, Claire Danes, Douglas Henshall, Alun Armstrong, Sean Penn.104 mínútur. Danmörk ofl. 2003.
Meira
STELPURNAR í Nylon eru nú í óða önn að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu sem mun koma í verslanir 28. október nk. Platan ber nafnið 100% Nylon og munu tvö lög af henni fara í spilun nú í vikunni.
Meira
HÖNNUÐURINN Alber Elbaz sýndi himneska sumartísku á tískuviku í París fyrir gamalgróna tískuhúsið Lanvin. Sýning hans þótti vera ljóðræn og sýndi Elbaz létta línu, kjóla og pils, sem liggja ekki þétt við líkamann.
Meira
BANDARÍSKA kapalsjónvarpsstöðin In Demand hefur hætt við að sýna þriggja tíma langan kosningaþátt Michael Moore fyrir bandarísku forsetakosningarnar.
Meira
Það er umhugsunarefni hvort sú staðreynd að tónlistarhús skuli ekki enn risið í Reykjavík sé farin að íþyngja fjárhag tónlistarunnenda meir en góðu hófi gegnir. Miðinn á tónleika José Carreras í Háskólabíói í vor kostar 29.900 krónur í bestu sætum.
Meira
Í ÞÁTTUNUM um Sopranos-fjölskylduna segir frá mafíósanum Tony Soprano og fjölskyldu hans, útistöðum hennar við lögregluna og aðrar mafíufjölskyldur og innri átök í fjölskyldunni.
Meira
Bókin Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon er komin út hjá Máli og menningu í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Bókin fjallar um Kristófer Boone, sem er fimmtán ára drengur með Asperger-heilkenni.
Meira
STÖÐ 2 sýnir í kvöld Óskarsverðlaunamyndina The Hours en myndin var tilnefnd til níu Óskarsverðlauna. Mikið úrval leikara er í myndinni og má þar nefna Meryl Streep, Julianne Moore, Ed Harris, Claire Danes, Jeff Daniels og Miröndu Richardson.
Meira
SÖNGLEIKUR um teiknimyndapersónuna Shrek verður settur upp á Broadway undir stjórn Sam Mendes. Teiknimyndin um Shrek er ein af vinsælustu teiknimyndum allra tíma en hún var gerð árið 2001.
Meira
BRESKA hljómsveitin The Stranglers mun halda tónleika hér á landi í Smáranum 4. desember nk. Hljómsveitin, sem spilaði hér á landi í Laugardalshöllinni árið 1978, gaf nýverið út plötuna Norfolk Coast , sem fengið hefur góðar viðtökur.
Meira
Brynjólfur Mogensen skrifar vegna alþjóðlega beinverndardagsins 20. október: "Beinbrot eru einstaklingum, fjölskyldum, fyrirtækjum og þjóðfélaginu mjög dýr."
Meira
Kjartan Magnússon skrifar um borgarstjórnarmál: "Það er í þágu borgaranna að festa, gegnsæi og skýr verkaskipting einkenni stjórnsýsluna en þessi atriði eru ekki höfð að leiðarljósi hjá R-listanum."
Meira
Þórir Stephensen fjallar um kennaradeiluna: "Er ekki komið mál til að samninganefnd sveitarfélaganna hætti þeim blindingsleik, sem hún hefur iðkað að undanförnu, og semji svo að sómi sé að?"
Meira
Frá Gísla Júlíussyni rafmagnsverkfræðingi:: "Í TILEFNI þess, að Strætó hefur pantað nýja dísildrifna vagna, langar mig að koma eftirfarandi á framfæri."
Meira
Árni Sveinsson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbanka Íslands, fæddist á Akureyri 19. desember 1933. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björg Vigfúsdóttir húsmóðir, f. 16.2.
MeiraKaupa minningabók
Hjördís Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1982. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. október síðastliðin. Foreldrar hennar eru hjónin Magnea Guðmundsdóttir, f. 2. september 1951, og Kjartan Ólafsson, f. 8. júlí 1949.
MeiraKaupa minningabók
Jakobína Steinunn Þorbjörnsdóttir Hampson fæddist í Reykjavík 6. júní 1921. Hún lést á sjúkrahúsi í Rochdale í Englandi 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Pétursson vélstjóri, f. á Grjóta í Garðahreppi 1. september 1892, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Ottó Guðbjörnsson fæddist á Akureyri 17. júní 1983. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðbjörn Þorsteinsson, f. 1943 og Elín Anna Kröyer, f. 1945. Systkini Jóhanns eru Margrét, f. 1967, sambýlismaður Magnús Gehringer og Þorsteinn, f. 1969, sambýliskona Ragnheiður Guðmundsdóttir. Unnusta Jóhanns er Kristjana Árnadóttir, f. 1985. Útför Jóhanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
MeiraKaupa minningabók
ÍSLENSKA járnblendifélagið og Ístak hafa gengið frá samningi um stækkun hráefnageymslu verksmiðjunnar. Áætlun verkefnisins hljóðar upp á 224 miljónir íslenskra króna.
Meira
HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur komið upp búnaði í skólanum sem gerir kleift að hægt sé að taka þátt í ráðstefnum í útlöndum um gervihnött. Móttaka á fyrstu slíku ráðstefnunni verður næstkomandi miðvikudag, hinn 20.
Meira
GÓÐ sala á iPod tónlistarspilurum skilaði Apple-tölvufyrirtækinu rúmlega tvöfalt meiri hagnaði á síðasta ársfjórðungi nýliðns rekstrarárs félagsins en á sama tímabili í fyrra. New York Times greinir frá.
Meira
Hluthafafundur Flugleiða verður í dag á Nordica hóteli og hefst kl. 11. Hluthafafundur Burðaráss verður á Grand hóteli í dag og hefst kl. 16. Íbúðalánasjóður boðar til fundar með markaðsaðilum í dag m.a.
Meira
EKKI liggur ljóst fyrir hvort fyrirtæki í Svíþjóð verði skyldug til að skipa ákveðið hlutfall kvenna í stjórnir, eins og norsk fyrirtæki eru í raun.
Meira
MORRISON-matvörukeðjan í Bretlandi hefur samið við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið HB International eða Hugbúnað hf., um kaup á afgreiðslukerfi frá Hugbúnaði í samtals 9 þúsund afgreiðslukassa í verslunum Safeway-keðjunnar.
Meira
FÓLK sem fætt er á árunum 1945-1954 er fjölmenn kynslóð víða, t.d. í Svíþjóð. Þar er því nú haldið fram að þessi kynslóð verði hressustu eldri borgararnir nokkru sinni.
Meira
Sófus Berthelsen er fæddur í Hafnarfirði 18. október 1914 og ólst þar upp. Hann giftist árið 1938 Sesselju Vilborgu Pétursdóttur, f. í Hafnarfirði 15. október 1917. Þau eiga 8 börn, hafa allan sinn búskap búið í Hafnarfirði og búa þar enn.
Meira
Börn allt niður í þriggja ára geta sent og tekið á móti tölvupósti með nýju forriti sem þróað hefur verið í Noregi og greint er frá á vef Aftenposten . Með því að smella á myndir geta börnin sjálf fundið þann sem þau vilja senda tölvupóst, t.d. afa.
Meira
Smáralind | Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnaði Heilsufélagann formlega á laugardaginn í Smáralind á Heilsu- og hvatningardögum sem ÍSÍ stóð fyrir.
Meira
Nú um helgina lýkur sýningunni PÓLÍS, sem er samsýning fimm íslenskra myndlistarmanna í borginni Wroclaw, sem þekkist einnig sem Breslau, í Póllandi.
Meira
Pétur Heimisson er fæddur í Reykjavík 1954. Hann lauk kandídatsprófi frá Læknadeild HÍ 1980 og lauk sérnámi í heimilislækningum í Svíþjóð 1983. Pétur hefur starfað á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum síðan 1988. Pétur er einn af stofnendum félagsins Læknar gegn tóbaki og formaður þess frá byrjun. Hann er kvæntur Ólöfu S. Ragnarsdóttur leikskólakennara og eiga þau fjögur börn.
Meira
Víkverji heyrði athyglisvert viðtal í útvarpinu eldsnemma á laugardagsmorgun við lækni sem var að fjalla um þann árangur sem náðst hefði í baráttunni við krabbamein.
Meira
* BJÖRNINN lagði Narfa úr Hrísey á Íslandsmótinu í íshokkí á Akureyri á laugardagskvöldið, 8:6. * AKUREYRINGAR höfðu betur gegn Bjarnar -konum í keppni kvenna, SA vann 7:3.
Meira
England Úrvalsdeildin: Charlton - Newcastle 1:1 Andrew O'Brien 51. (sjálfsmark) - Craig Bellamy 39. 26.553. Arsenal - Aston Villa 3:1 Robert Pires 19. (víti), 72, Thierry Henry 45. - Lee Hendrie 3. 38.137. Birmingham - Man.
Meira
EVRÓPUMÓTARÖÐIN Mallorca, par 70: Sergio Garcia, Spánn 268 (-12) (66-67-68-67) Simon Khan, Engl. 272 (66-64-71-71) Carlos Rodiles, Spánn 273 (66-67-71-69) Francois Delamontagne, Frakkl.
Meira
FORRÁÐAMENN úrvalsdeildarliðs Tindastóls hafa samið við bakvörðinn Bethuel Fletcher sem lék með Ísfirðingum á síðustu leiktíð. Fletcher kom til landsins í gærmorgun og lék sinn fyrsta leik með félaginu í gærkvöldi - gegn Haukum.
Meira
STJARNAN gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og lagði Íslandsmeistara ÍBV með tíu marka mun í efstu deild kvenna í handknattleik, lokatölur 34:24. Þetta var fyrsta tap Eyjakvenna á leiktíðinni.
Meira
SPÁNVERJINN Sergio Garcia tryggði sér sigur á Opna Mallorca-mótinu sem fram fór á samnefndri eyju en mótið er hluti af Evrópu-mótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 67 höggum og endaði á samtals tólf undir pari - fjórum höggum á undan næstu mönnum.
Meira
SKOSKA knattspyrnusambandið, SFA, mun taka ákvörðun um framtíð Berti Vogts landsliðsþjálfara á föstudaginn en allt bendir til þess að Þjóðverjinn verði atvinnulaus í lok vikunnar.
Meira
ERNIE Els fagnaði 35 ára afmæli sínu í gær með því að sigra í sjötta sinn á heimsmótinu í holukeppni á Wentworth-vellinum - þar hafði hann betur gegn Englendingnum Lee Westwood 2/1. Els fékk rúmar 130 millj. kr.
Meira
* GUÐJÓN Valur Sigurðsson gerði 5 mörk þegar Essen lagði Wetzlar 25:20 í gærkvöldi og Róbert Sighvatsson var með 3 fyrir Wetzlar . * SÖLVI Geir Ottesen kom inn á sem varamaður á 72. mínútu í liði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í gær gegn Elfsborg .
Meira
KYLFINGURINN Heiðar Davíð Bragason úr GKJ lék frábærlega á 40 ára afmælismóti Golfklúbbs Suðurnesja sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru á laugardag.
Meira
HEIÐAR Helguson skoraði tvö mörk fyrir Watford í 2:2 jafnteflisleik gegn Derby á Pride Park í ensku 1. deildinni á laugardag. Íslenski landsliðsframherjinn skoraði á 7. og 14.
Meira
HILDUR Sigurðardóttir lék vel í fyrsta deildarleik sínum sem atvinnumaður hjá sænska körfuknattleiksliðinu Jämtland Basket er liðið vann Växsjö 85:72 í úrvalsdeildinni.
Meira
NJARÐVÍKINGAR byrja leiktíðina á sannfærandi hátt í Intersport-deildinni í körfuknattleik karla. ÍR-ingar voru fórnarlömb þeirra í Seljaskóla í gærkvöldi þar sem Njarðvík sigraði örugglega, 73:101, eftir að hafa haft yfr í hálfleik 28:46. Njarðvíkingar hafa því unnið báða deildarleiki sína af öryggi en ÍR-ingar tapað báðum sínum.
Meira
ÍR burstaði Gróttu/KR 27:36 í suðurriðli 1. deildar karla í handknattleik er liðin mættust á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Heimamenn héngu í gestunum framan af leik en um miðjan síðari hálfleik breyttu ÍR-ingar stöðunni úr 16:19 í 16:25 og héldu því forskoti út leikinn.
Meira
* JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Leicester gegn Coventry í ensku 1. deildinni á laugardag. Bjarni Guðjónsson bróðir Jóhannesar var ekki í leikmannahópi Coventry en liðin skildu jöfn, 1:1.
Meira
KR-ingar komust í hann krappan í Vesturbænum á gærkvöldi þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Þeir höfðu yfirhöndina allan leikinn en á síðustu mínútu munaði minnstu að gestirnir næðu að jafna og komast yfir, fengu til þess nokkur tækifæri en lukkan brást þeim og KR vann, 77:74. Tveir leikmenn Skallagríms sáu að mestu um að skora fyrir sitt lið, Jowan Zdragveveski og Clifton Cook skoruðu 58 af 74 stigum liðsins.
Meira
RÚNAR Kristinsson og Marel Baldvinsson voru báðir meiddir er Lokeren tapaði 2:0 á heimavelli fyrir Club Brugge. Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson léku báðir með.
Meira
ENSKA dagblaðið Mail on Sunday greindi frá því í gær að knattspyrnumaður í ensku úrvalsdeildarliði hefði fallið á lyfjaprófi hjá lyfjanefnd íþrótta- og ólympíusambandsins þar í landi.
Meira
EF haldið verður áfram á sömu braut verða ekki til afreksmenn í handknattleik sem eru eldri en 28 ára. Það er allt of mikið álag á bestu handknattleiksmönnum heims - stórmótunum ber að fækka ef ekki á illa að fara," segir Stefan Lövgren, leikmaður sænska landsliðsins og þýska stórliðsins Kiel, í viðtali við Aftonbladet.
Meira
"ÉG mun funda í vikunni með fulltrúum liða hér á Englandi. Staðan er sú sama og fyrir helgi en ég get ekki tjáð mig meira um málið að svo stöddu," sagði Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari í gær í samtali við Morgunblaðið.
Meira
PHIL Jackson, fyrrverandi þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers, segir í bók sem kemur út á næstu vikum að Kobe Bryant, leikmaður liðsins, hafi hagað sér sem ofdekraður krakki í herbúðum liðsins og segir hinn reyndi þjálfari að leikmaðurinn sé...
Meira
MEISTARAR Arsenal eru komnir með fimm stiga forystu í ensku deildinni eftir leiki helgarinnar. Chelsea tapaði sínum fyrsta leik og er Arsenal nú eina liði sem ekki hefur tapað leik í deildinni. Everton, Bolton og Middlesbrough halda sínu striki og fylgja toppliðunum eftir. Manchester United gerði jafntefli og fjarlægist toppinn enn frekar.
Meira
STUÐNINGSMENN spænska liðsins Espanyol voru í aðalhlutverki er liðið tók á móti Barcelona í grannaslag liðanna í spænsku deildinni á laugardag. Barcelona vann leikinn með minnsta mun, 1:0, en er líða tók á leikinn voru átök lögreglu og stuðningsmanna Espanyol mest áberandi. Mikil ólæti voru á áhorfendapöllunum og köstuðu áhorfendur flestu lauslegu að lögreglu og rifu m.a. upp sætin sem eru að öllu jöfnu skrúfuð föst við áhorfendastúkuna.
Meira
SNÆFELL sigraði Íslands- og bikarmeistaralið Keflavíkur með 87 stigum gegn 72 í Intersport-deildinni, í Stykkishólmi í gærkvöldi en talsverð eftirvænting var í Stykkishólmi fyrir leikinn, þar sem 300 áhorfendur, mættu á fyrsta heimaleik deildarmeistaraliðsins og það gegn erkióvinunum frá því úr úrslitum Íslandsmótsins s.l. vor - Keflavík sem hafði þá betur í rimmu liðana um meistaratitilinn.
Meira
* STUTTGART tyllti sér í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0 sigur liðsins gegn Dortmund á laugardag. Leikurinn fór fram á Gottlieb-Daimler -leikvanginum í Stuttgart og voru áhorfendur 48.000.
Meira
STÚDÍNUR unnu öruggan sigur, 68:43, þegar þær sóttu slakar KR-stúlkur heim í DHL-höllina á laugardaginn í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik. Ljóst var strax af fyrstu mínútunum hvernig færi en KR-liðið gerði aðeins sex stig í fyrsta leikhluta - á móti nítján ÍS-stúlkna. Stúdínur hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru til alls líklegar í vetur en KR hefur tapað báðum leikjum sínum og greinilegt að breytinga er þörf.
Meira
KÍNVERSKI landsliðsmaðurinn Sun Jihai, sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City, verður frá keppni í tæpt ár vegna meiðsla en hann er með slitið krossband í hné.
Meira
KYLFINGURINN Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt í Funai-mótinu við Disney-skemmtigarðinn en þetta er í fyrsta sinn sem Woods sleppir því að taka þátt í þessu móti frá því hann gerðist atvinnumaður árið 1996.
Meira
FORRÁÐAMENN þýska fyrstudeildarliðsins Hamburger SV sögðu þjálfara liðsins, Klaus Toppmöller, upp störfum á sunnudag en liðið er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar eftir sex tapleiki á leiktíðinni.
Meira
VEIGAR Páll Gunnarsson og félagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk komu gríðarlega á óvart á laugardag er liðið vann meistaralið sl. 12 ára, Rosenborg, á útivelli, 2:1.
Meira
WEIBERN, þýska handknattleiksliðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og þrjár íslenskar landsliðskonur leika með, er í neðsta sæti þýsku deildarinnar eftir sjö umferðir.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú til sölu fallegt og vel innréttað raðhús við Aflagranda 39. Húsið er á tveimur hæðum, 200 ferm. að stærð og með innbyggðum bílskúr.
Meira
Mjög algengt er að fólk ráðfæri sig við Húseigendafélagið þegar sameigendur þeirra í fjöleignarhúsum, hvort sem um er að ræða minni eða stærri hús, grípa til framkvæmda á eigin spýtur og án samráðs við aðra eigendur.
Meira
Uppboðsvefurinn uppbod.is er nýlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rafrænu uppboði á antíkmunum. Vefurinn var opnaður formlega 17. júní sl. Þar má vafra um og bjóða í...
Meira
MUN meiri ásókn hefur verið í iðnaðarlóðir við nýtt hafnarsvæði álversins á Reyðarfirði en gert var ráð fyrir. Þannig var búið að gera ráð fyrir um 27 þúsund fermetra svæði undir iðnaðarstarfsemi.
Meira
Sverrir fluttist til Ástralíu 1966 og dvaldist þar til ársins 1971 eða í fimm ár. "Ég hafði lengi alið með mér þann draum að flytjast til Ástralíu," segir hann.
Meira
Þ að hefur vart farið framhjá nokkrum sem stendur í húsbyggingum eða endurbótum að krafan um viðhaldsfrí efni verður æ ríkari. Þetta má sjá víða í byggingageiranum, bæði innan húss og utan.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Fjárfesting er nú með í sölu einbýlishús á einni hæð við Dofraborgir 19, en húsið er 202,4 ferm. og inni í þeirri tölu er bílskúrinn, sem er 41,5 ferm.
Meira
F erðamenn á Vesturlandi, nánar tiltekið í Borgarfirði, geta hvílt lúin bein í Ensku húsunum svokölluðu, sem er sögufrægt hús er stendur við ósa Langár á Mýrum, skammt fyrir vestan Borgarnes.
Meira
Löngum var baðherbergið í ákaflega föstum skorðum, baðkerið við útvegg og þá undir glugga, salernið og handlaugin annaðhvort til hægri eða vinstri þegar inn var komið.
Meira
Nokkur atriði er gott að hafa í huga þegar skipuleggja skal lýsingu í garðinum. Gott er að lýsa upp gönguleiðir, og þá gjarna niður á göngustíga, tröppur, bílastæði, dvalarsvæði, snúrur og baðsvæði (heita potta).
Meira
Við Austurgötu 31 í Hafnarfirði stendur lítið rautt timburhús, sem er svo sérstakt og ólíkt öðrum húsum í nágrenninu, að vegfarandinn staldrar við. Magnús Sigurðsson kynnti sér húsið.
Meira
Í liðlega hálfa öld hef ég sem Árnesingur séð Hveragerði vaxa og dafna. Óteljandi sinnum hefur leiðin legið þar hjá garði, rétt eins og þar væri ekkert að sjá, og fyrr á árum hafði ég oft á tilfinningunni að þar stæði tíminn í stað.
Meira
Gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku mega muna tímana tvenna. Þær voru upphaflega byggðar af bandaríska sjóhernum sem notaði þær sem sprengigeymslur í Hvalfirði. Eftir stríð voru þær fluttar til Reykjavíkur þar sem þær voru notaðar sem kartöflugeymslur. Enn eiga þær að skipta um hlutverk og nú mun andi hönnunar og lista svífa yfir vötnunum.
Meira
Nú er í tísku að skreyta heimili sín með skinni, svo sem kálfskinnum, hrosshúðum, dádýrshúðum og selskinni. Þessi skinn þarf að þrífa af og til og þá er best að nota ryksugu og ryksuga þau duglega.
Meira
Fyrir tilstuðlan hinna dönsku stjórnvalda landsins var á árunum 1761-63 reistur bústaður úr steini yfir nýskipaðan landlækni, Bjarna Pálsson. Húsið teiknaði danski hirðarkitektinn Jacob Fortling.
Meira
SAMNINGAR milli Austur-Héraðs og Íslenskra aðalverktaka um uppbyggingu nýs íbúðarsvæðis í Votahvammi á Egilsstöðum voru undirritaðir sl. föstudag. Votihvammur er 10,2 ha. svæði á bökkum Eyvindarár, norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum.
Meira
Safnbúð Listasafns Íslands er sú eina sinnar tegundar á landinu. Megináhersla safnbúðarinnar er kynning og sala á útgáfum safnsins, listaverkakortum og plakötum. Þar er fáanlegt úrval íslenskra listmuna, meðal annars skartgripir, glervörur og keramik.
Meira
Ný fasteignasala, neteign.is, hóf göngu sína fyrir skömmu. Eins og nafnið bendir til fer starfsemi hennar að verulegu leyti fram í gegnum Netið. Eigandi er Jóhann Baldursson hdl.
Meira
MALARVINNSLAN hf. afhenti fyrstu íbúðirnar í nýju fjölbýlishúsi við Kelduskóga 1-3 á Egilsstöðum sl. laugardag, en þá voru tvær fullbúnar íbúðir í húsinu afhentar eigendum sínum.
Meira
Margir hafa áhuga á að rækta upp sumarbústaðalóð með villtum íslenskum blómum og trjám. Þeir sem hafa græna fingur geta nýtt sér ýmsar vefsíður sem innihalda handhægar upplýsingar sem gott er að styðjast við. Þar má t.d. nefna: www.floraislands.is www.
Meira
Reykjavík - Hjá Fasteignakaupum er nú til sölu 273 ferm. einbýlishús við Stafnasel 4. Húsið er á tveimur hæðum og með stórum bílskúr. "Þetta er stórglæsilegt hús með aukaíbúð og möguleika á þeirri þriðju í 70 ferm.
Meira
Reykjavík - Eignamiðlunin er með í sölu 217,6 fm einbýlishús við Suðurgötu 6 í Reykjavík. Magnea Sverrisdóttir hjá Eignamiðluninni segir að um sé að ræða einstaklega heillandi og glæsilegt einbýlishús með mikilli sál og sögu.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.