HEIMILISÚRGANGUR í Reykjavík minnkaði um 5,5% milli áranna 2000 og 2003, að því er fram kemur í Umhverfisvísum Reykjavíkur, eftir nokkra aukningu árin á undan. Árið 2003 henti hver Reykvíkingur 258 kílóum af sorpi.
Meira
HEILDARFJÖLDI ökutækja í Reykjavík jókst um 45% milli áranna 1996 og 2003, úr 55.860 í 80.147. Þar af fjölgaði dísilknúnum ökutækjum um 100% en bensínknúnum um 37 prósent.
Meira
David W. Rohde, prófessor í stjórnmálafræði frá Michigan, segir í viðtali við Kristján Jónsson að margt geti orðið til að á ný verði deilt um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Meira
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd orti við lestur á Morgunblaðinu: Teygja á Kerry tunguna tölur efnisríkar. Meðan Bush með bunguna brosi skökku flíkar!
Meira
Selfoss | Allar lóðir eru seldar í svonefndu Fosslandi á Selfossi sem Fossmenn ehf. hafa skipulagt og selt einkaaðilum og fyrirtækjum til húsbygginga.
Meira
UM 90 manns tóku þátt í íbúaþingi á Álftanesi um helgina í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Áftaness sem ráðgert er að liggi fyrir upp úr næstu áramótum.
Meira
PÓLSKUR karlmaður lést er jeppi sem hann var farþegi í valt í hálku við bæinn Brekku skammt frá Varmahlíð í Skagafirði rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöld. Er talið að maðurinn hafi látist samstundis, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki.
Meira
BISKUPAKIRKJAN birti í gær skýrslu þar sem leiðtogar kirkjunnar í Bandaríkjunum eru hvattir til að biðjast afsökunar á því að hafa vígt samkynhneigðan biskup.
Meira
TVEIM bílum var stolið á Egilsstöðum á laugardagskvöld, og ók þjófur annars bílsins utan í fjölda bíla á leið sinni um bæinn. Bílarnir voru báðir ólæstir og með lyklunum í þegar þeim var stolið.
Meira
STÓRHÆTTA skapaðist í miðbæ Vestmannaeyjabæjar þegar talsverður hluti af þaki Ímexhússins, sem hefur verið notað sem veiðarfærageymsla, sviptist af í einu lagi. Brak þeyttist víða um bæinn og þykir mildi að enginn skyldi slasast.
Meira
SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa látið útbúa ítarlega forvarnahandbók fyrir gististaði þar sem útlistað er hvernig bregðast skuli við margvíslegri ógn s.s. hryðjuverkum, náttúruhamförum og fleiru.
Meira
Desjarárstífla | Undirbúningur að Desjarárstíflu við væntanlegt Hálslón Kárahnjúkavirkjunar gengur vel. Búið er að grafa mikinn skurð eftir stíflustæðinu endilöngu og fer í hann svokallaður miðjukjarni stíflunnar.
Meira
STJÓRNSKIPUÐ nefnd í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að eiturefni hafi valdið svokallaðri Flóaveiki sem hrjáð hefur fyrrverandi hermenn er börðust í Persaflóastríðinu 1991.
Meira
FJÓRÐA umferð var tefld á Ólympíuskákmótinu á Mallorca í gær. Karlalið Íslands vann Suður-Afríku, 2,5-1,5. Arnar var sá eini, sem komst yfir jafnteflismúra andstæðinganna, en Hannes Hlífar, Helgi og Stefán gerðu jafntefli.
Meira
"MAÐUR sá það á andlitum nemenda að þeim fannst gott að vera komnir í skólann sinn aftur. Sum börnin glöddust mikið og það má því segja að það hafi orðið fagnaðarfundur þegar nemendur mættu til starfa upp úr kl.
Meira
SVIFRYKSMENGUN í Reykjavík (PM¹º) fór fimmtán sinnum yfir viðmiðunarmörk á síðasta ári og hefur mengunin ekki verið hærri á síðustu tíu árum samkvæmt mælingum sem gerðar hafa verið á svifryki og fram koma í nýrri skýrslu Umhverfis- og heilbrigðisstofu,...
Meira
Bæjarráð Vesturbyggðar fól í gær Guðmundi Guðlaugssyni bæjarstjóra að óska eftir því við sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að sveitarstjórnirnar hittust á óformlegum fundi til að ræða tillögur nefndar félagsmálaráðuneytisins um sameiningu...
Meira
FULLTRÚI Rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, fylgist með rannsókn á flugslysinu í Kanada sl. fimmtudag þegar Boeing 747-fraktþota MK-flugfélagsins fórst við Halifax. Félagið er í eigu Íslendinga.
Meira
FYRSTA einkarekna flugfélagið tekur til starfa í Kína fyrir árslok að því er fram kemur í frétt frá kínversku fréttastofunni Xinhua . Flugfélagið, sem heitir Okay Airways, verður aðallega í vöruflutningum og leiguflugi innan Kína.
Meira
HÓPBÍLAR og Hagvagnar fengu á dögunum viðurkenningu þess efnis að umhverfisstjórnun fyrirtækjanna uppfylli kröfur sem settar eru fram í alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001.
Meira
SÖLUVERTÍÐINNI á loðskinnum hjá uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn lauk með glæsibrag, að því er fram kemur í fréttabréfi Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Þarf að fara aftur til ársins 1996 til að finna betra verða á minkaskinnum.
Meira
ÁRLEGUR ávinningur Vestlendinga vegna tilkomu Hvalfjarðarganga nemur hálfum milljarði króna og eru þá ótalin ýmis önnur jákvæð áhrif á búsetu á Vesturlandi að því er fram kemur í rannsókn sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa látið gera.
Meira
KÍNVERSK brúðhjón kyssast við hópbrúðkaup í borginni Hangzhou í austanverðu Kína í gær. Hundrað og fimm pör gengu þá í hjónaband og ferðuðust saman um borgina og nágrenni hennar í...
Meira
ÁTAKSHÓPUR Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð (ÁHS) hefur gert tillögu um að leggja niður Hringbrautina á milli Snorrabrautar og Barónsstígs og byggja þess í stað nýtt hringtorg á mótum Snorrabrautar og Eiríksgötu, nýjan rampa fyrir hægri...
Meira
YFIRMAÐUR Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu og kunn mannréttindasamtök gagnrýndu Ísraelsstjórn mjög harðlega í gær og sögðu hana hafa brotið alþjóðalög með framferði sínu á Gaza.
Meira
GUNNAR Ingi Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, segist ekki vita til þess að stjórnarflokkarnir hafi rætt þann möguleika að setja lög sem stöðva verkfall grunnskólakennara.
Meira
HEILBRIGÐIS- og félagsmálaráðherrar Norðurlandanna samþykktu á fundi í Kaupmannahöfn um áfengismál að beina því til norrænu ráðherranefndarinnar að lagðir verði háir skattar á áfengi á Norðurlöndunum.
Meira
Lögfræðitorg | Þóra Gylfadóttir flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 19. október kl. 12 í stofu L103, Sólborg en hann nefnist "Leiðsögn í frumskóginum - Hvað er EDC?
Meira
LÖG og reglugerðir um leit og vinnslu olíuauðlinda eru nú til endurskoðunar hjá samráðsnefnd um olíuleitarmál á vegum iðnaðarráðuneytis, utanríkisráðuneytis og Orkustofnunar. Aðspurður segir Tómas H.
Meira
VOPNUÐ hreyfing í Írak, Íslamski herinn svokallaði, kvaðst í gær hafa líflátið tvo makedónska gísla sem hefðu njósnað fyrir Bandaríkjaher. Hreyfingin greindi ekki frá nöfnum gíslanna. Þriggja Makedóníumanna hefur verið saknað í Írak frá 21. ágúst.
Meira
UNNIÐ er að uppsetningu á nýjum gangbrautarljósum á Kringlumýrarbraut í Reykjavík til móts við Hamrahlíð og er áformað að kveikja á þeim á fimmtudag, 21. október nk.
Meira
ÓLYMPÍUFARARNIR Kristín Rós Hákonardóttir, Jóhann Kristjánsson og Jón Oddur Halldórsson fengu á dögunum 100 þúsund króna styrk hvert frá Olís, en fyrirtækið hefur undanfarin ár veitt Íþróttasambandi fatlaðra stuðning.
Meira
Vaðlaheiði | Nú er unnið að jarðfræðirannsóknum vegna jarðganga um Vaðlaheiði á vegum Jarðfræðistofunnar í samstarfi við Vegagerðina en það er Greið leið ehf. sem stendur að verkefninu.
Meira
ÁRLEGUR fræðslufundur Parkinsons-samtakanna verður haldinn föstudaginn 22. október frá kl. 10-15 í Sunnusal Radisson SAS hótels. Fundurinn er tileinkaður rafskautaígræðslu, bæði aðgerðinni sjálfri og einnig for- og eftirmeðferð.
Meira
BÍLASTÆÐASJÓÐUR Reykjavíkur hefur undirritað tilraunasamninga um rekstur greiðslu- og eftirlitskerfa, sem gerir ökumönnum kleift að greiða með farsíma í stað myntar í gjaldskyld bílastæði borgarinnar.
Meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) gerði árið 1998 munnlegt samkomulag við utanríkisráðuneytið með fulltingi þáverandi dómsmálaráðherra að ráðuneyti þeirra myndu veita skrifstofunni fastan rekstrarstyrk.
Meira
ÞÆR fregnir hafa borist frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, að rúmlega 20 punda sjóbirtingur hafi veiðst í Tungufljóti laust fyrir helgi og eftir því sem næst verður komist er það stærsti birtingurinn sem veiðst hefur á haustvertíðinni, en á vorvertíðinni...
Meira
FUNDI samninganefndar Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaganna, sem hófst klukkan 13 í gær, lauk um fjögurleytið. Fundur hefur verið boðaður eftir hádegi í dag. "Menn ræddu saman í dag og munu ræða aftur saman á morgun.
Meira
LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli hvetja foreldra grunnskólabarna til að senda tölvupóst á sína kjörnu fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum og krefjast svara um það hvernig þeir ætla að axla þá ábyrgð að halda skóla fyrir öll börn og unglinga.
Meira
Djúpivogur | Það ríkti sannkölluð síldarstemning á Djúpavogi þegar um áttahundruð tonn af síld bárust að landi síðastliðinn sunnudagsmorgun. Súlan EA 300 kom með fjögur hundruð og fimmtíu tonn og Bjarni Sveinsson ÞH 322 um þrjú hundruð og fimmtíu tonn.
Meira
Trúbadorahátíð Íslands var haldin í Neskaupstað fyrir nokkru. Yngsti keppandinn sem sté á stokk var Auðunn Bragi Kjartansson og þótti honum takast býsna vel upp á tónleikunum, innan um sjóaða söngfugla sem fyrir löngu hafa lagt landið að fótum...
Meira
Aðalmeðferð í líkfundarmálinu svokallaða hófst í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en þrír menn eru ákærðir m.a. fyrir innflutning á fíkniefnum og brot gegn lífi Litháans Vaidas Jucevicius í febrúar síðastliðnum.
Meira
ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar sögðu á Alþingi í gær að íslensk stjórnvöld hefðu sýnt andvaraleysi varðandi æfingar rússneskra herskipa norðaustur af Íslandi síðustu vikur. Þau hefðu brugðist of seint við veru skipanna hér við land.
Meira
GRÍÐARLEGT tjón varð í eldsvoða á bænum Knerri í Snæfellsbæ í gærkvöld og brunnu hundruð fjár inni. Eldurinn var tilkynntur klukkan 19.55 til lögreglunnar í Snæfellsbæ og var Slökkvilið Grundarfjarðar og Ólafsvíkur kvatt á vettvang.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsti í gær eftir Arnþóri Jökli Þorsteinssyni, fæddum 1985, sem strauk frá fangelsinu við Skólavörðustíg um hádegisbil. Leitað var að honum í gær en án árangurs en hann var ekki talinn hættulegur.
Meira
MUNNLEGUR málflutningur fór fram fyrir samkeppnisráði í gær vegna rannsóknar samkeppnisyfirvalda á meintu verðsamráði olíufélaganna þriggja, Olíufélagsins, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs.
Meira
STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi fyrir helgi bókun um kjaradeilu sveitarfélaganna og Kennarasambands Íslands þar sem lýst er fullum stuðningi við störf samninganefndar Launanefndar sveitarfélaganna.
Meira
Egilsstaðir | Tenórsöngvarinn Þorbjörn Rúnarsson, sem búsettur á Egilsstöðum, tekur um þessar mundir þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á söngleik Stephens Sondheims, Sweeney Todd.
Meira
RÚSSINN Vladímír Kramník varði í gær heimsmeistaratitil sinn í skák er hann vann síðustu skákina í einvíginu við Ungverjann Peter Leko. Skildu þeir jafnir í 14 skákum.
Meira
Vestfirðir | Fyrirtæki áhugafólks er að láta vinna umhverfismat væntanlegs vegar milli Stranda og Reykhólahrepps, um Arnkötludal og Gautsdal, og hefur meðal annars tekið erlent lán til að standa undir kostnaði.
Meira
Sumarið sem nú er að kveðja er um margt eftirminnilegt og einkum fyrir að það kom ekkert hret. Besta heyskapartíð í áratugi kom sér mjög vel fyrir bændur sem nú eiga mjög vel verkaða töðu hvort sem er í hlöðum sínum eða rúllum.
Meira
NÆRFELLT allir fjallvegir á Austurlandi lokuðust í aftakaveðri og hríð sem gekk þar yfir í gær og lentu margir ökumenn í vandræðum á leið milli byggða.
Meira
Seyðisfjörður | Nú sér fyrir endann á einu stærsta verkefni Seyðisfjarðarkaupstaðar til þessa, gerð snjóflóðavarnargarðs í Bjólfinum. Því er að ljúka og gengið verður frá svæðinu næsta vor.
Meira
DEILUR hafa risið á Austurlandi vegna ummæla samgönguráðherra þess efnis að hugsanlega verði þjóðvegur 1 látinn liggja um Fagradal, Fáskrúðsfjarðargöng og um svonefnda Suðurfirði, þ.e. Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð.
Meira
VESTRÆNIR kosningaeftirlitsmenn gagnrýndu í gær þingkosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu í Hvíta-Rússlandi um hvort breyta ætti stjórnarskránni til að gera Alexander Lúkashenko forseta kleift að gegna embættinu lengur en í tvö kjörtímabil.
Meira
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær er ekki útlit fyrir að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd á næstunni, líkt og viðtöl við geðlækna eru greidd niður af Tryggingastofnun, enda þótt Alþingi hafi breytt lögum á þann veg að það sé heimilt.
Meira
Athyglisverð hugmyndaleg endurnýjun fer nú fram innan Samfylkingarinnar í hinum svokallaða framtíðarhópi, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður flokksins, stýrir.
Meira
Það er erfitt að átta sig á því hvaða lögmálum viðræður í kennaradeilunni lúta. Viðsemjendur virðast fastir í fari og ekki sjá neina leið til þess að komast upp úr því.
Meira
Life Is Killing My Rock 'n' Roll, önnur (þriðja) breiðskífa Singapore Sling. Hljómsveitina skipa Henrik Björnsson söngvari og gítarleikari, Einar Þór Kristjánsson gítarleikari, Helgi Örn Pétursson gítar- og hljómborðsleikari, Þorgeir Guðmundsson bassaleikari, Bjarni Friðrik Jóhannsson trommuleikari og Sigurður M. Finnsson hristuleikari. Lög og textar eftir Henrik. Sheptone Records gefur út. 51,30 mín.
Meira
ÍSLENSKA tríóið Guitar Islancio er í hópi rúmlega 600 listamanna frá yfir 40 löndum sem taka þátt í sjöttu árlegu listahátíðinni í Sjanghæ í Kína.
Meira
Gavin Rossdale , söngvari Bush og eiginmaður Gwen Stefani úr No Doubt , á unglingsdóttur á laun. Hann hefur viðurkennt að hin 15 ára gamla fyrirsæta Daisy Lowe sé dóttir hans. Þetta kom í ljós með aðstoð DNA-prófs.
Meira
KVIKMYNDIN Hákarlasaga ( Shark Tale ) var aðsóknarmesta kvikmynd helgarinnar í Bandaríkjunum, þriðju vikuna í röð. Myndin halaði inn um 1.570 milljónir króna um helgina en heildartekjur af myndinni nema nú tæpum 8,5 milljörðum króna.
Meira
Kröftugur og samheldinn hópur ungra myndlistarmanna sem kallar sig Himneskt tákn stendur fyrir þremur samtengdum sýningum í New York í samvinnu við Gallerí Boreas í Brooklyn. Hulda Stefánsdóttir segir frá hugmyndinni að baki verkefninu og fyrsta hluta sýningarinnar sem nú stendur yfir.
Meira
Gísli Kristjánsson virtist koma af himnum ofan fyrir um einu ári. Enginn í popp- og rokkkreðsunni hérlendis kannaðist við kauða, sem kallar sig einfaldlega Gísla, og menn undruðust enn frekar þegar þeir heyrðu tónlistina.
Meira
MIKILL áhugi er á allri hönnun í þjóðfélaginu í dag og lífsstílsþættir njóta vinsælda í sjónvarpi. Tveir slíkir þættir eru á dagskrá SkjásEins í kvöld, Queer Eye for the Straight Guy og Innlit/Útlit .
Meira
Vefsetur Háskóla Íslands um íslenzkt mál og menningu býður nú upp á vefnámskeiðið Icelandic Online; gagnvirkt íslenzkunám á Netinu, en efni þess á að jafngilda heils misseris námi í íslenzku fyrir útlendinga. Freysteinn Jóhannsson hitti forsvarsmenn námskeiðsins að máli.
Meira
HEILLANORNIRNAR Phoebe, Paige og Piper hafa nú fært sig í tíma. Þær ætla ekki að fara á tímaflakk í þessum þætti af Charmed heldur eru þær komnar á nýjan sýningartíma á SkjáEinum. Núna eru þættirnir frumsýndir á laugardagskvöldum klukkan 20.
Meira
MARC Almond, söngvari Soft Cell, lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í miðborg Lundúna síðdegis á sunnudag. Hann var farþegi á hjólinu og kastaðist af því við árekstur við bifreið og hlaut alvarlega áverka á höfði er hann skall í jörðina.
Meira
Alveg einstaklega farsælt ár í lífi bresku hljómsveitarinnar Keane er brátt á enda. Sveitin treður upp á Iceland Airwaves á laugardaginn og ræddi Arnar Eggert Thoroddsen við söngvarann Tom Chaplin.
Meira
BAYWATCH-stjarnan Pamela Anderson hefur viðurkennt að ný metsöluskáldsaga eftir hana sé byggð á hennar eigin lífi. Sagan hefur vakið athygli fyrir opinskáar lýsingar á frjálslegum lifnaði; framandi kynlífsathöfnum og viltum partíum.
Meira
HÖNNUÐURINN Stefano Pilati sýndi sína fyrstu kvenfatalínu fyrir Yves Saint Laurent Rive Gauche um helgina, undir lok tískuviku í París en hönnuðir sýndu tísku næsta vors og sumars.
Meira
Kristinn Þór Jakobsson svarar Ragnhildi I. Guðmundsdóttur: "Þeir sem tapa mestu á kennaraverkfalli eru börnin okkar. Kennarar og sveitarfélögin ,,hagnast" á verkfallinu."
Meira
Jóhannes Einarsson fjallar um sögu Cargolux: "Í stjórnartíð Sigurðar hjá Flugleiðum afskrifaði félagið hlutabréf sín í Cargolux...sem seldi sömu hlutabréf til Lufthansa með milljón dollara hagnaði."
Meira
Gunnar I. Birgisson fjallar um spænska menningarhátíð í Kópavogi: "Kópavogsbær hefur fullan hug á að framvegis verði þematengdir menningardagar fastur liður..."
Meira
Sumir þeirra sem halda úti vefsíðum skrifa þar hraðar en þeir hugsa og nema. Svo er um Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins, sem leggur út af hugmyndaríkum og þróttmiklum flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, á heimasíðu sinni 17.
Meira
Frá Steinunni Jóhannesdóttur:: "Virðulegi ráðherra. Jón Steinar Gunnlaugsson, nýskipaður hæstaréttardómari, birti grein í Morgunblaðinu 28. mars 2002 undir fyrirsögninni "Áfall fyrir tjáningarfrelsi"."
Meira
Ólafur G. Sæmundsson skrifar vegna alþjóðlega beinverndardagsins 20. október: "Að verða fórnarlamb beinþynningar er harla óskemmtilegt enda um afar sársaukafullan sjúkdóm að ræða."
Meira
Firnagóð sýning í Iðnó TENÓRINN í Iðnó er sýning sem ég vissi ekki ýkja mikið um. Ég þekkti Guðmund Ólafsson að góðu einu sem leikara og barnabókahöfund, en finn mig knúna til að lýsa yfir gleði og undrun yfir fjölhæfninni sem hann sýnir í Tenórnum.
Meira
Guðmundur Ófeigsson fæddist í Ráðagerði í Leiru í Gullbringusýslu 8. nóvember 1915. Hann lést í Reykjavík hinn 7. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Guðrún Frímannsdóttir, f. 16. des.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður S. Jakobsdóttir fæddist að Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi í V-Húnavatnssýslu 27. janúar 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 7. október síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
ÚTFLUTNINGUR á þurrkuðum þorskausum með önglum í er bannaður í Noregi. Fyrir vikið geta Norðmenn ekki selt slíka hausa til Nígeríu, þrátt fyrir mikla spurn eftir þeim. Algengt er að þurrkaðir þorskhausar séu skírnargjafir í Nígeríu.
Meira
ÞAÐ ríkir sannkölluð síldarstemmning á Austfjörðum þessa dagana. Mikið hefur borist af síld til vinnslu undanfarna daga og allir sem vettlingi geta valdið hafa verið kallaðir til vinnu.
Meira
FISKISTOFA svipti þrjú skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í síðasta mánuði. Sigurvin SH var sviptur veiðileyfi í sex vikur þar sem afli var ekki færður til vigtunar á hafnarvog við löndun.
Meira
HLUTHAFAFUNDUR Flugleiða hf. gaf í gær stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé í félaginu um allt að 40%, eða 922,8 milljónir hluta, og skal stjórnin nýta þá heimild innan 5 ára.
Meira
BRESK yfirvöld hafa hreinsað Malcolm Walker, stofnanda og fyrrverandi stjórnarformann bresku matvörukeðjunnar Iceland, af ásökunum um meint innherjasvik.
Meira
FLUGLEIÐIR munu ekki gera tilboð í ungverska ríkisflugfélagið Malév , að því er ungverskir fjölmiðlar hafa eftir Guðjóni Arngrímssyni, talsmanni félagsins.
Meira
HLUTHAFAR í Burðarási veittu í gær stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé þess um rúman fjórðung , eða 1.119 milljónir hluta, til nota í tengslum við kaup á tæplega 77% hlut í Kaldbaki hf. í síðasta mánuði.
Meira
HLUTHAFAR í norska bankanum KredittBanken , sem hafa yfir að ráða 99,4% hlutafjár, hafa samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka. Tilboðstímabil Íslandsbanka í hlutafé KredittBanken rann út síðastliðinn föstudag.
Meira
HLUTABRÉF halda áfram að lækka í Kauphöll Íslands, líkt og var í síðustu viku. Úrvalsvísitalan lækkaði í gær um 0,25% en fyrstu fjóra daga sl. viku lækkaði hún um alls 2,5%.
Meira
TUTTUGU og fimm manns frá Portúgal hafa hafið störf hér á landi fyrir milligöngu nýrrar alþjóðlegrar atvinnumiðlunar, Intjob. Verið er að ganga frá fleiri ráðningum en fyrst og fremst er um að ræða verkafólk í byggingariðnaði.
Meira
SMÁSÖLUVELTA dagvöru jókst um 4,9% að raunvirði í september sl. miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu.
Meira
Samkvæmt norskri könnun sem sagt er frá í Dagbladet telja flestir fjölskylduna gefa lífinu mestan tilgang eða 51%. Vinnan er næstmikilvægust en hún skiptir mestu hjá 43% aðspurðra en 30% telja vinina mikilvægasta.
Meira
Margir fyllast bjartsýni og gleðjast þegar fyrstu blómin skjóta upp kollinum snemma vors. Oftast eru þetta krókusar eða vetrargosar sem fyrirhyggjusamt fólk hefur komið fyrir í beðum og görðum á haustin.
Meira
Hressó | Senn líður að hinni árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves, þar sem íslenskar jafnt sem erlendar hljómsveitir og tónlistareinyrkjar keppa meðal annars um athygli erlendra blaðamanna og fulltrúa tónlistariðnaðarins.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, 19. október, er fimmtug séra Agnes M. Sigurðardóttir í Bolungarvík. Í tilefni af afmæli sínu hefur séra Agnes mælst til þess að þau sem vilja gleðja hana í tilefni dagsins láti Hólskirkju njóta þess.
Meira
Brynjar Jónsson Íslandsmeistari í einmenningi Brynjar Jónsson sigraði af öryggi í Íslandsmótinu í einmenningi sem fram fór um helgina en 64 spilarar tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Raðað var í fjórar 16 manna slöngur skv.
Meira
Gissur Guðmundsson er fæddur í Reykjavík árið 1963. Hann lauk kokkanámi 1987 og meistarnámi í matreiðslu árið 1989. Gissur hefur starfað sem yfirkokkur auk þess sem hann hefur verið eigandi veitingastaða. Hann er nú eigandi veitingastaðarins Tveir...
Meira
Bækur örvuðu ímyndunarafl mitt og kímnigáfu og vöktu hjá mér drauma um að komast einhvern tíma í kynni við alvöru ævintýri, hver sem þau væru. Engu að síður var ég óttaleg mús hið innra, dvaldi lengi við að skipuleggja og gera miklar áætlanir um ævintýra- og svaðilfarir sem aldrei voru farnar.
Meira
Víkverji er einn af þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið. Og eitt af því sem hann telur sér skylt að gera - sem borgarbúi fyrst og fremst - er að keyra á vetrardekkjum sem eru ónegld.
Meira
SAM Allardyce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur framlengt samning sinn við félagið um fimm ár en félagið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar.
Meira
SÆNSKI kylfingurinn Annika Sörenstam náði að landa sigri á óopinberu heimsmeistaramóti atvinnukvenna í golfi, Samsung World Championship, sem lauk á sunnudaginn í Palm Desert í Bandaríkjunum.
Meira
CAMERON Echols hefur óskað eftir því að verða leystur undan samningi sínum við úrvalsdeildarlið KR í körfuknattleik en Bandaríkjamaðurinn bar fyrir sig heimþrá og óánægju með dvöl sína í Reykjavík.
Meira
EINAR Logi Friðjónsson, handknattleiksmaður, sem gekk til liðs við þýska 2. deildarliðið Friesenheim í sumar frá KA, hefur staðið sig vel það sem af er keppnistímabilinu, en Friesenheim leikur í suðurhluta 2. deildar.
Meira
* JÓHANNES Valgeirsson er á meðal dómara og Sigurður Óli Þórleifsson á meðal aðstoðardómara í undanriðli Evrópumóts drengjalandsliða í knattspyrnu sem leikinn er í Hollandi og hefst í dag. Í riðlinum eru, auk Hollendinga, lið Tyrklands, Wales og Armeníu...
Meira
* KRISTJÁN Andrésson gerði eitt mark fyrir IF GUIF þegar liðið tapaði á útivelli, 31:25, fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudagskvöldið.
Meira
"JÚ, það er rétt, ég er búinn að gera starfslokasamning við West Bromwich Albion og stefnan er að flytja heim eftir jólin," sagði Lárus Orri Sigurðsson í samtali við Morgunblaði í gærkvöldi.
Meira
JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vonast til að geta teflt Hollendingnum Arjen Robben fram í fyrsta sinn þegar liðið mætir Everton 6. nóvember næstkomandi.
Meira
AGANEFND þýska knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað Oliver Neuville, leikmann Borussia Monchengladbach, í tveggja leikja bann eftir að hann viðurkenndi að hafa skorað mark með handleggnum gegn Kaiserslautern á sunnudaginn.
Meira
* SIGURÐUR Þorvaldsson, leikmaður Snæfells og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, gerði sér lítið fyrir og hitti úr öllum 6 tilraunum sínum fyrir utan 3-stiga línuna í viðureign liðsins gegn Íslands- og bikarmeistaraliði Keflavíkur í fyrrakvöld.
Meira
ÞRIÐJA umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum og eftir þá leiki gætu línur farið að skýrast hvaða lið komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Real Madrid, Bayern München og Manchester United, sem öll hafa hampað Evrópumeistaratitlinum á undanförnum árum, verða í eldlínuni í kvöld sem og Ítalíumeistarar Juventus og Liverpool.
Meira
TVEIR keppendur sem tóku þátt í maraþonhlaupi í Peking í Kína létust í miðri keppni og 11 voru fluttir á sjúkrahús en frá þessu er greint í Peoples Daily. Alls tóku 25.000 þátt í hlaupinu og lést tvítugur háskólanemi eftir að hafa hlaupið 17 km.
Meira
VIGGÓ Sigurðsson, nýráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, fer út til Þýskalands í byrjun nóvember og ætlar að fylgast með Íslendingunum sem þar leika.
Meira
LEIKUR Grindavíkur og Hamars/Selfoss varð aldrei rishár þó að bæði lið spiluðu ágætan sóknarleik. Heimamenn sigruðu örugglega 134:111 sem er örugglega stigamet í Röstinni og þó víðar væri leitað.
Meira
ÞRÍR íslenskir kylfingar halda í dag til Bandaríkjanna þar sem þeir munu dvelja við æfingar í þrjá daga áður en þeir halda til Púertó Ríkó þar sem heimsmeistaramót áhugamanna í golfi fer fram 28. til 31. þessa mánaðar.
Meira
FINNLAND gerði sér lítið fyrir og sigraði Rússland nokkuð óvænt, 1:0, í fyrri úrslitaleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu sem fram fór í Jakobstad í Finnlandi á laugardaginn.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.