Fjöldi gistinátta á norðanverðum Vestfjörðum á síðasta ári voru um 145 þúsund, 27 þúsund Íslendingar gistu á þessum slóðum í alls um 120 þúsund nætur og 11 þúsund erlendir ferðamenn í um 25 þúsund nætur.
Meira
BÚIÐ er að mynda allar síðurnar í öllum tölublöðum Morgunblaðsins frá því það kom fyrst út, 2. nóvember 1913, fram yfir mitt ár 1964, og hafa allir aðgang að blöðunum í gegnum Netið. Um er að ræða yfir 50 árganga.
Meira
Á BILINU 60-70 fötluð börn fengu vistun með stuðningsfulltrúum í húsnæði Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í gær. "Það eru stuðningsfulltrúarnir sem sjá um þetta.
Meira
Djúpivogur | Austan við Djúpavog, í landi Teigarhorns, er nú að rísa sexhundruð fermetra byggðalínustöð. Það er Austverk ehf. sem sér um að byggja stöðina fyrir Rarik en fyrirtækið er í eigu Egils Egilssonar og Snjólfs Gunnarssonar.
Meira
MAÐURINN sem Héraðsdómur Reykjaness frestaði í liðinni viku að dæma til refsingar fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni, hlaut árið 1990 dóm fyrir að ráðast á fyrrverandi eiginkonu sína.
Meira
ÞOTUR frá flugfélaginu Atlanta og Swissair voru of nálægt hvor annarri þegar leiðir þeirra skárust yfir París í sumar og í niðurstöðu hinnar frönsku rannsóknarnefndar flugslysa er flugumferðaratvikið talið alvarlegt þar sem hætta hafi verið á árekstri.
Meira
BOGI Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, hefur ákveðið að fréttamenn, sem sæti eiga í stjórn Félags fréttamanna, verði ekki með fréttir sem fjalla um kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga.
Meira
Menningarvikan Bjart er yfir Raufarhöfn hófst í fyrradag. Hátíðin var sett við messu í Raufarhafnarkirkju og var ritningarlestur á pólsku, spænsku og íslensku í tilefni af þjóðadeginum sem var fyrsta atriði menningarvikunnar.
Meira
BJÖRN B. Tryggvason, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands, er látinn á 81. aldursári. Björn var fæddur í Reykjavík 13. maí árið 1924, sonur hjónanna Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra og Önnu Klemensdóttur.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir að árásin á íslenska friðargæsluliða í miðborg Kabúl um helgina breyti engu um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan.
Meira
Laugarvatn | Áætlaður er að kostnaður við uppbyggingu 1200 fermetra heilsulindar á bökkum Laugarvatns kosti yfir 300 milljónir kr. Bláa lónið kemur að faglegri uppbyggingu og rekstri heilsulindarinnar.
Meira
BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom fram á kosningafundi með John F. Kerry, forsetaefni demókrata, í Pennsylvaníu í gær, en Clinton er nú á batavegi eftir hjartaaðgerð.
Meira
DVALARHEIMILI aldraðra, Hornbrekka á Ólafsfirði, er á snjóflóðahættusvæði C, sem er áhættumesti flokkurinn, samkvæmt nýju snjóflóðahættumati sem unnið hefur verið fyrir Ólafsfjörð og kynnt var á almennum borgarafundi þar í gærkvöldi.
Meira
FIMM karlmenn á Kyrrahafseyjunni Pitcairn hafa verið fundnir sekir um fjölda kynferðisbrota gegn ungum stúlkum og konum á eynni. Meðal þeirra er Steve Christian, bæjarstjóri eyjarinnar.
Meira
SVEINN Ólafsson hjá hvar.is segir að rafrænn aðgangur að gömlum blöðum marki ekki endilega endalok örfilmunnar, sem margir hafa skoðað í gegnum tíðina í sérstökum lesvélum á Landsbókasafni og víðar, þó hlutverk örfilmunnar sé að breytast.
Meira
ÁSMUNDUR Stefánsson ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa kennara og sveitarfélaganna á samningafund í dag, en áður hafði fundur verið boðaður seint í næstu viku.
Meira
NEYÐARKALL barst frá netabátnum Ósk KE-5 kl. 19.25 í gærköldi en eldur hafði komið upp í stýrishúsi. Kallið barst í gegnum gervitungl og var báturinn þá staddur um 12 sjómílur vestur af Garðskaga.
Meira
TILRAUNIR Evrópuþjóðanna til að ná og fara síðan fram úr Bandaríkjamönnum í efnahagsmálum hafa mistekist með öllu, að sögn Ítalans Romano Prodis, sem lætur af embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um mánaðamótin.
Meira
FULLTRÚAR Neyðarlínu, Sjúkrahússins á Akranesi og lögreglunnar á Akranesi og í Borgarnesi munu í dag eiga fund vegna vandamála sem komu upp í samskiptum þessara aðila eftir að rúta með 45 starfsmönnum Norðuráls valt í fárviðri undir Akrafjalli fyrir...
Meira
ÞÓTT fremur kalt hafi verið í veðri hafa hinir svölu, stilltu og björtu dagar hentað vel til útivistar, að því gefnu að menn klæði sig eftir aðstæðum líkt og þessi maður sem var á gangi við Tjörnina í Reykjavík í nokkrum strekkingi á dögunum.
Meira
LEIFUR Halldórsson, eigandi fyrirtækisins Klumbu ehf. sem brann til kaldra kola í september, segist stefna að því að byggja upp fyrirtækið aftur í Ólafsvík.
Meira
STJÓRNVÖLD í Noregi skipuðu í gær starfsmönnum í olíuiðnaði, sem verið hafa í verkfalli í fjóra mánuði, að hefja störf á ný og verður skipaður gerðardómur til að leysa kjaradeiluna.
Meira
GUNNAR Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaga, segir að það komi ekki til greina að fara með kjaradeilu kennara og sveitarfélaga í gerðardóm.
Meira
ÆVAR Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur líklegt að leðurblakan hafi borist hingað til lands með vindum. Hann segir einnig dæmi um að þær komi með skipum. Um 25 sinnum hafi leðurblökur komið hingað til lands svo vitað sé.
Meira
NEMENDUR í grunnskólum landsins hafa haft frekar lítið fyrir stafni í verkfalli kennara undanfarnar vikur. Hann Gestur Kristján var þó að aðstoða föður sinn Jón Gestsson við vinnu sína í Fiskihöfninni á Akureyri í gær.
Meira
SJÓVÍK ehf., sem er að kaupa Iceland Seafood Corporation, dótturfélag SÍF í Bandaríkjunum, af SÍF fyrir um 4,8 milljarða króna, er mjög stórt í sniðum í fiskvinnslu og viðskiptum með fisk í Asíu. Sjóvík kaupir og selur um 100.
Meira
HEIMILISFÓLKIÐ á Ytra-Álandi í Þistilfirði er alvant gestakomum af ýmsu tagi enda er þar rekin myndarleg ferðaþjónusta. Á sunnudagskvöldið í norðangarra og slyddu birtist þar þó afar óvenjulegur gestur öllum að óvörum en það var lítil leðurblaka.
Meira
Niðurlag Magnet-viðtals Í viðtali við norska tónlistarmanninn Magnet í föstudagsblaðinu klipptist niðurlagið aftan af, af tæknilegum orsökum. Það fer hér á eftir: "Ef maður er góður þá á maður alltaf séns á því að verða frægur - þ.e.
Meira
FORELDRARÁÐ Hrafnagilsskóla hefur samþykkt að hefja skipulagða leikjastarfsemi bekkjardeilda og stuðla að samhæfingu heimanáms. Mynda á hópa í einstökum bekkjardeildum og munu þeir ýmist hittast í heimahúsum eða í félagsheimilinu Laugaborg.
Meira
Lögfræðitorg | Þóra Gylfadóttir flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 26. október kl. 12 í stofu L103, Sólborg en hann nefnist "Leiðsögn í frumskóginum - Hvað er EDC?
Meira
STJÓRNENDUR breska útvarpsins, BBC , eru sagðir ætla að segja upp næstum fjórðungi starfsmanna en um umfangsmestu breytingar á rekstri BBC yrði að ræða í 82 ára sögu stofnunarinnar. Það var dagblaðið The Times sem greindi frá þessu í gær.
Meira
Húsavík | Það var mikil sönggleði á veitingahúsinu Sölku síðastliðið fimmtudagskvöld þegar þar var haldin söngkeppni starfsbrauta framhaldsskólanna. Fullt var út að dyrum þegar keppnin fór fram.
Meira
ÞEGAR gömul eintök af Morgunblaðinu eru lesin inn í tölvu verður til gífurlegt magn af tölvuskrám, sem eru ýmist geymdar á hörðum diskum eða á geymsluspólum.
Meira
Ólafsfjörður | Hornbrekka, heimili aldraðra og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar eru á hættusvæði C, sem og skíðaskáli og hesthús, en á svæði C er hættan vegna ofanflóða mest. Þá er talsverður hluti byggðar á brekkunni í Ólafsfirði á hættusvæðum.
Meira
NÝ DÖNSK könnun bendir til þess að bólefni gegn inflúensu veiti um 70% vörn gegn þeirri inflúensu sem bólusett er fyrir. Á hinn bóginn veikjast um 75% hinna bólusettu af öðrum pestum sem geta minnt á einkenni inflúensu. 59.
Meira
Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ um síðustu helgi var tilkynnt kjör tveggja heiðursdoktora við Háskóla Íslands. Edmund S. Phelps hefur verið kjörinn fyrsti heiðursdoktor í viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Einnig hefur Richard N.
Meira
Mikið átak hefur verið unnið í því að gera gömul eintök af Morgunblaðinu aðgengileg almenningi á Netinu og er hver síða úr gömlum blöðum ljósmynduð. Þetta er hluti af ókeypis aðgangi allra landsmanna að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum í gegnum vefinn hvar.is.
Meira
"ÞAÐ ganga væntanlega allir með opinn huga til fundarins," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjara, sem boðað hefur fulltrúa deilenda í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga á sinn fund kl. 15 og 17 í dag.
Meira
ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir sem meiddust í sprengjuárás í Kabúl á laugardag eru væntanlegir til landsins nk. föstudag. Þeir óskuðu sjálfir eftir að fá sjúkraleyfi og var það fúslega veitt.
Meira
SNEMMA í gærmorgun óku lögreglumenn fram á mann liggjandi á götu í miðborg Reykjavíkur. Héldu lögreglumennirnir í fyrstu að ekið hefði verið á manninn en fljótlega kom í ljós að hann var ofurölvi.
Meira
Fréttaskýring | Þing- og ríkisstjórakosningar eru haldnar samhliða bandarísku forsetakosningunum í næstu viku. Davíð Logi Sigurðsson segir að baráttan sé víða mjög hörð. Sá möguleiki er meðal annars fyrir hendi að leiðtogi demókrata í öldungadeildinni missi þingsæti sitt.
Meira
"SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveitar telur verkfall grunnskólakennara óásættanlegt og jafnframt að það verklag sem notað er við samningaviðræður virðist augljóslega ekki til þess fallið að skila niðurstöðu," segir í bókun sem samþykkt var á fundi...
Meira
STJÓRN Sálfræðingafélags Íslands hvetur heilbrigðisráðherra til að beita sér fyrir eðlilegri þróun geðheilbrigðisþjónustu hér á landi með því að nýta sér þekkingu og færni sálfræðinga til að sinna sjúklingum með aðferðum sem eru bæði árangursríkar og...
Meira
NORSKI rithöfundurinn Margit Sandemo upplýsti í viðtali við sænska sjónvarpið fyrir helgi, að hún hefði orðið manni að bana þegar hún var 11 ára gömul. Hefði hann nauðgað henni og hún þá barið hann í höfuðið með steini.
Meira
ÍSLENSKU sveitirnar á ólympíuskákmótinu stóðu sig vel í 10. umferð, sem tefld var í gær. Karlaliðið gerði jafntefli við mjög sterka sveit Hollendinga, 2-2 og konurnar unnu sterka sveit Króatíu 2-1.
Meira
Reykjanesbær | "Ég get ekki sagt að það hafi verið mikil viðbrigði að hætta sem skólastjóri. Ég var búinn að ákveða þetta fyrir löngu og er afar sáttur.
Meira
SKRAUTLEGUR brúðandarsteggur, amerískur að uppruna, er nú í heimsókn hér á landi. Hans varð vart í Keflavík í liðinni viku þegar hann var að forvitnast í innkeyrslunni hjá Geir Gunnarssyni.
Meira
EIRÍKUR Guðmundsson, umsjónarmaður Víðsjár í Ríkisútvarpinu fjallaði í pistlum í þættinum í síðustu viku um birtingu Morgunblaðsins á annars vegar grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um viðhorf sænsku nóbelsakademíunnar til Halldórs Laxness, og hins...
Meira
SIF Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá óbyggðanefnd, segir það alveg tvímælalaust að staða óbyggðanefndar hafi styrkst í kjölfar þjóðlendudómanna sem kveðnir voru upp í síðustu viku.
Meira
SOS-barnaþorpin og KSÍ hafa hrundið af stað samstarfi sem miðar að því að taka þátt í alþjóðlegu verkefni með FIFA, Alþjóðlega knattspyrnusambandinu. Markmiðið er að byggja 6 ný SOS-barnaþorp í heiminum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006.
Meira
Sjóvík ehf. og SÍF hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Sjóvík kaupi Iceland Seafood Corporation, dótturfélag SÍF í Bandaríkjunum, af SÍF en félagið starfrækir verksmiðju fyrir fullvinnslu sjávarafurða í Virginíuríki.
Meira
Ufsarveita | Arnarfell hefur hafið undirbúning fyrir byggingu inntaks og 3 km aðrennslisganga frá Ufsarlóni, þar sem Jökulsá á Fljótsdal er stífluð austan undan Snæfelli.
Meira
Veröldin hefur sinn gang, takturinn svipaður frá ári til árs þótt ætíð sé einhver blæbrigðamunur. Vetur er genginn í garð samkvæmt dagatalinu og vart er hægt að neita því að árstíð þessi minnir svolítið á sig.
Meira
MAÐUR sem óttaðist um líf sitt og heilsu þegar honum var ógnað af öðrum manni við verslunarmiðstöð í Reykjavík í fyrrasumar var, að mati héraðsdómara, heimilt að beita talsverðu valdi til að afstýra árás sem hann taldi yfirvofandi.
Meira
LANDVERND vill gera verndun Þjórsárvera að forgangsverkefni. Nýleg úttekt tveggja virtra erlendra sérfræðinga gefur ástæðu til að ætla að Þjórsárver geti átt heima á heimsminjaskrá UNESCO.
Meira
FERTUGUR karlmaður var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir gróft kynferðislegt ofbeldi gegn 14 ára gamalli fósturdóttur sinni, fyrir að káfa innanklæða á 15 ára gamalli vinkonu hennar og fyrir að hafa í vörslum sínum mikið magn af barnaklámi.
Meira
Það vakti athygli víða um heim þegar íslenskar konur boðuðu til kvennafrídags 24. október 1975. Konur lögðu niður vinnu í einn dag, innan og utan heimilis, til að sýna fram á að þjóðfélagið væri óstarfhæft án vinnuframlags þeirra.
Meira
SKJÁREINN kemst upp með ýmislegt sem aðrar stöðvar komast ekki upp með. Ég beið spennt eftir að sjá nýjasta þátt America's Next Top Model á miðvikudaginn, var fyrir framan sjónvarpið á besta tíma, kl. 21.
Meira
Hryllingsmyndin The Grudge , með Sarah Michelle Gellar í aðalhlutverki, sló rækilega í gegn um helgina þegar hún var frumsýnd í Norður-Ameríku. Tekjur af myndinni námu 40 milljónum dala sem var þrefalt meira en aðstandendur hennar gerðu sér vonir um.
Meira
Höfundur Rami Be'er. Tónlist: L. Gerrard, T. Rezor, A. Scarlati, P. Bourke, C. Mansell, Sondheim. Hljóð: Alex Claude. Myndband: Irit Batsry. Sviðsmynd, myndbandshönnun og ljósahönnun: Rami Be'er. Búningahönnun: Laura Dinulescu.
Meira
UPPLÝSINGASKRIFSTOFA Norðurlandaráðs í Arkangelsk hefur efnt til nokkurra menningarviðburða á þessu ári í tilefni formannssætis Íslands hjá Norðurlandaráði.
Meira
TILKYNNT var um tilnefningar til Edduverðlaunanna í gær en verðlaunaafhendingin fer fram 14. nóvember í Nordica Hotel og mun Sjónvarpið senda beint út frá hátíðinni.
Meira
RÓMEÓ og Júlía verða í aðalhlutverkum á fyrstu tónleikum vetrarins í hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar, í dag kl. 12.15, en yfirskrift tónleikanna er Leitin að Rómeó.
Meira
VÍÐA er komið við í menningarþættinum Mósaík í Sjónvarpinu í kvöld. Daníel Ágúst Haraldsson segir frá tónverki sem hafði veruleg áhrif á hann í barnæsku.
Meira
ÚTVARPSMAÐURINN John Kennedy hjá XFM , einni vinsælustu stöð Bretlands, sendi þátt sinn beint úr hljóðveri Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í gærkvöldi.
Meira
ÞRÍR erlendir miðlar hafa nú birt umsagnir um Iceland Airwaves-hátíðina sem lauk á sunnudaginn. Um er að ræða danska tónlistargötublaðið Gaffa , vefmiðilinn virtualfestivals.
Meira
EMINEM ætlar að kjósa í fyrsta sinn í bandarískum forsetakosningum. Rapparinn umdeildi er svarinn andstæðingur George Bush forseta og segist staðráðinn í að koma honum frá völdum.
Meira
Þorkell Á. Jóhannsson skrifar um skólamál í Dalvíkurbyggð: "Er verið að blekkja bæjarbúa til að trúa því að nauðsynlegt sé að fórna Húsabakkaskóla?"
Meira
Ingimar Jónsson skrifar um uppbyggingu íþróttamannvirkja: "Það er því full ástæða til að hrósa bæjarstjórn Garðabæjar fyrir stórhug í uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum að undanförnu."
Meira
Frá Kristínu Ólafsdóttur:: "Ég er búin að vera að hlusta á umræður um kennaraverkfallið og er búin að vera að velta fyrir mér stöðu allra aðila í þessu máli. Ég er 16 ára gömul og á fyrsta ári í menntaskóla og hef ekki mikinn skilning á þessu máli."
Meira
Einar D.G. Gunnlaugsson fjallar um frumvarp Péturs Blöndal: "Ég er að ofansögðu á móti því að forsetaembættið sé fellt niður þó svo að einhverjir séu tímabundið spældir út í það vegna fjölmiðlafrumvarpsins."
Meira
Frá Rúnari Kristjánssyni:: "HVERNIG stendur á því að alþjóðasamfélagið, sem telur sig svo dyggðum prýtt, hefur ekki sýnt neinn áhuga á því að taka afstöðu til hinna hræðilegu fjöldamorða sem framin voru í Dasht-e-Leili eyðimörkinni í Afganistan í nóvember 2001?"
Meira
Árni Einarsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifa opið bréf til foreldra nýnema í framhaldsskólum: "Það er ekki sjálfsagt að allir velji að nota vímugjafa."
Meira
Vilborg Traustadóttir fjallar um málefni MS-félags Íslands: "...þegar starfsmenn á vegum félagasamtaka beita skjólstæðingum sínum fyrir hagsmuni sína er ekki á góðu von."
Meira
Garðar H. Björgvinsson fjallar um kvótakerfið: "Augljóst er því að lög og ólög eru blákaldur veruleiki og hvort tveggja jafnlöglegt því brot á ólögum varða sviptingu frelsis (fangelsi.)"
Meira
Valdimar K. Jónsson fjallar um verkfræðimenntun: "Um leið og ég fagna sameiningu háskólanna tveggja sem áður voru nefndir harma ég ummæli menntamálaráðherra..."
Meira
Bréf til blaðamannafélagsins VEGNA fréttar í fjölmiðlum 20. október s.l. um menn sem réðust inn í afgreiðslu DV langar mig að velta upp spurningum varðandi rétt fólks gagnvart árásum blaðamanna.
Meira
Bergljót Arnfríður Gunnarsdóttir fæddist í Akurseli í Öxarfirði 28. júní 1924. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 18. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Jónsson, bóndi í Akurseli í Öxarfirði, f. 8. júní 1895, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
Dr. George Washington Simons III fæddist í Washington D.C. 13. janúar 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. október síðastliðinn. Faðir hans var George Washington Simons II, f. í Robsville í Pennsylvaníu 1904, d.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Haukur Eiríksson fæddist á Seltjarnarnesi 25. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 21. október.
MeiraKaupa minningabók
Á AÐALFUNDI Félags dagabátaeigenda, sem fram fór á laugardag, var ákveðið á breyta nafni félagsins í Félag kvótabátaeigenda. Félagið berst fyrir úrsögn félagsmanna úr Landssambandi smábátaeigenda og hefur höfðað mál á hendur sambandinu.
Meira
NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, sem fengið hefur nafnið Icefresh GmbH hóf vinnslu á ferskum karfaflökum í Cuxhaven síðastliðinn föstudag. Fyrsti aflinn í vinnslunni var karfi úr Barða NK sem Síldarvinnslan hf.
Meira
HAGAR hf., sem m.a. eiga verslanirnar Hagkaup, Bónus og 10-11, hafa eignast allt hlutafé í olíufyrirtækinu Skeljungi hf. með kaupum á eignarhaldsfélaginu Sólvindum.
Meira
HANNES Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, hefur óskað eftir fundi sem fyrst með Stelios Haji- Ioannou, stofnanda og aðaleiganda brezka flugfélagsins EasyJet, en Flugleiðir keyptu fyrir helgi 8,4% í félaginu.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 2,97% í gær og var 3.707,13 stig við lokun markaðarins í gær. Er þetta næstmesta lækkun hennar á einum degi frá því í nóvember árið 2000.
Meira
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna, SH, hefur keypt 22,34% hlut SÍF í SH. Um er að ræða 346.569.352 hluti sem keyptir voru á genginu 9,1. Kaupverðið er því um 3,2 milljarðar króna.
Meira
FJÓRIR af stærstu hluthöfum Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS), sem samanlagt eiga 87,31% hlutafjár í félaginu, hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur þess.
Meira
Markvisst námsmat fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál hefur verið Ruth Magnúsdóttur kennara hugleikið undanfarin ár. Enda fjölgar árlega í þessum nemendahópi hér á landi.
Meira
Í húsgagnaversluninni Í sjöunda himni á Skúlagötunni hafa margir undrast ljón nokkuð stórt í sniðum sem þar stendur uppi á borði. Eigandi verslunarinnar Heiðar Sigurðsson á þetta forláta ljón sem hefur fylgt honum lengi.
Meira
80 ÁRA afmæli. Mánudaginn 25. október sl. varð áttræð frú Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir . Eiginmaður hennar er Jóhann Hjartarson. Þau hjónin eru að heiman, en þeir sem vilja hafa samband við hana geta hringt í síma...
Meira
Eykt langefst í deildarkeppninni Sveit Eyktar undir forystu Jóns Baldurssonar er langefst í fyrstu deild í deildarkeppninni en fyrri hluti mótsins var spilaður um sl. helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er spilað og fer vel af stað.
Meira
Kristinn Ólason er fæddur á Selfossi 2. maí 1965. Hann lauk guðfræðinámi frá HÍ árið 1992 og BA í klassískum fræðum árið 1996. Þá lagði hann stund á doktorsnám í gamlatestamentisfræðum við háskólana í Bamberg og Freiburg í Breisgau á árunum 1996-2002. Frá 2003 er Kristinn rannsóknarstyrkþegi hjá RANNÍS og stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands. Maki er Harpa Hallgrímsdóttir nemi og eiga þau 3 börn.
Meira
ÞAÐ var ekki aðeins tónleikahátíðin Iceland-Airwaves sem laðaði erlenda gesti til landsins um helgina, en um þrjú hundruð gestir voru staddir í Loftkastalanum um helgina til að fylgjast með kynningu leikjafyrirtækisins CCP á nýjungum sem fram undan eru í...
Meira
Mál og menning hefur gefið út í kilju bókina Miskunnsemi Guðs eftir Kerstin Ekman í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Bókin fjallar um Hillevi Klarin, nýútskrifaða ljósmóður frá Uppsölum, sem kemur til starfa í afskekktum smábæ í Norður-Svíþjóð.
Meira
Hjá Máli og menningu er komin út í kilju spennusagan Skáldið eftir Michael Connelly í þýðingu Brynhildar Björnsdóttur. Bókin fjallar um blaðamann sem rannsakar dularfullt lát bróður...
Meira
Skrudda hefur gefið út bókina Heilagan sannleik eftir Flosa Ólafsson. Hér er um að ræða stuttar sögur sem að miklu leyti fjalla um konur, enda hafa þær frá fyrstu tíð verið eitt helsta áhugamál höfundar, alveg frá því að hann man fyrst eftir...
Meira
Víkverji var á gangi í miðborginni á dögunum þegar hann kom auga á gamlan kunningja sem hann hafði ekki séð árum saman. Það vakti athygli Víkverja að kunninginn hafði ekkert breyst frá því á níunda áratugnum.
Meira
Bókin Bakkabræður eftir Jóhannes úr Kötlum með myndum Tryggva Magnússonar er komin út í útgáfu Máls og menningar. Flestir þekkja sögurnar um Bakkabræður sem varðveittar eru í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen varð á laugardaginn sjöundi leikmaður Chelsea sem skorar þrennu fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Hann er jafnframt aðeins annar leikmaður félagsins frá 1997 sem vinnur þetta draumaafrek allra sóknarmanna. Hinn er fyrrverandi félagi hans í framlínu Chelsea, Jimmy Floyd Hasselbaink, sem skoraði þrjár þrennur fyrir félagið á árunum 2000 til 2004, og heldur nú uppteknum hætti með Middlesbrough.
Meira
HEIÐAR Davíð Bragason, kylfingur úr GKj, er í 6.-8. sæti á óformlegum styrkleikalista evrópskra áhugamanna í golfi. Þetta kom fram á ársþingi evróska golfsambandsins sem haldið var fyrir stuttu.
Meira
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United þurfti að hafa fataskipti áður en hann tjáði sig við fjölmiðla eftir leik Manchester United og Arsenal á Old Trafford í fyrradag.
Meira
BARÁTTAN um meistaratitilinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður æsispennandi þegar lokaumferðin fer fram um næstu helgi. Í gærkvöld unnu þrjú efstu liðin öll leiki sína og er Halmstad efst með 49 stig líkt og Malmö.
Meira
ÍSLENSKUM handknattleiksdómurum hefur verið úthlutað nokkrum verkefnum á Evrópumótunum í handknattleik á næstunni. Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma leik Lemgo og Sandefjord í Meistaradeildinni, sem fram fer á heimavelli Lemgo 7.
Meira
* ÍTALSKA liðið Fiorentina leysti þjálfara sinn, Emiliano Mondonico, frá störfum í gærkvöldi. Liðinu hefur gengið illa í byrjun keppnistímabilsins.
Meira
JÓN Þorbjörn Jóhannsson, ungur handknattleiksmaður hjá Skjern í Danmörku, nýtti vel sitt fyrsta alvörutækifæri með liðinu í úrvalsdeildinni um helgina.
Meira
NORÐMENN hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir úrslitaleikina tvo gegn Íslendingum um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu. Þeir fara fram í næsta mánuði, sá fyrri í Egilshöllinni 10. nóvember og sá síðari í Valhöll í Ósló 13. nóvember.
Meira
* ÓLAFUR Ingi Skúlason , fyrirliði 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, getur ekki leikið með Arsenal á morgun þegar liðið sækir Manchester City heim í 32-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.
Meira
ÓLI Stefán Flóventsson, leikjahæsti Grindvíkingurinn frá upphafi í efstu deild í knattspyrnu, er á förum frá Suðurnesjafélaginu. Hann ætlar að flytja sig um set og spilar að öllu óbreyttu með liði á höfuðborgarsvæðinu næsta sumar.
Meira
ÓTRÚLEGRI sigurgöngu Arsenal lauk á Old Trafford á sunnudaginn er leikmenn liðsins máttu þola tap fyrir Manchester United, 2:0. Leikmenn Arsenal höfðu þá leikið 49 deildarleiki í röð án þess að tapa, sem er met sem seint verður slegið.
Meira
TÆPLEGA 700 áhorfendur mættu á grannaslag Grindvíkinga og Njarðvíkinga úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni, í gærkvöldi. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Það var ekkert sem gaf það til kynna í byrjun leiks að Njarðvíkingar myndu vinna svona auðveldan sigur sem raun varð - þeir skelltu í lás í lok fyrsta leikhluta og rúlluðu Grindvíkingum upp með því að skora 87 stig gegn 64 stigum Grindvíkinga.
Meira
* RÚNAR Sigtryggsson skoraði þrjú mörk þegar Eisenach tapaði, 33:24, fyrir HBW Balingen-Weilstetten í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Eisenach er í slæmum málum í deildinni, er í 11. sæti af 18 liðum með sex stig úr sjö leikjum.
Meira
FIMLEIKAKONUR úr Stjörnunni keppa í dag í úrslitum í hópfimleikum á móti í Austurríki. Liðið keppti í gær í undankeppni og varð í fjórða sæti með 23,80 í einkunn.
Meira
ÁRNI Gautur Arason getur orðið norskur meistari í knattspyrnu 7. árið í röð um næstu helgi en á sunnudaginn fæst úr því skorið hvort lið Árna Gauts, Vålerenga, getur stöðvað sigurgöngu Rosenborg. Tólf ár í röð hefur Rosenborg hampað titlinum og sex síðastliðin ár hefur Árni Gautur verið í sigurliði Rosenborgar en seinni part sumars gekk Árni í raðir Vålerenga.
Meira
ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson og Sævar Þór Gíslason leika ekki með Fylkismönnum á næstu leiktíð. Báðir höfðu hug á að framlengja samninga sína við Árbæjarliðið en samningaviðræður þeirra við stjórn Fylkis sigldu í strand og í gær lá ljóst fyrir að þeir hverfa á braut. Þetta er tveir af þungavigtarmönnunum í liði Fylkis en Þórhallur er leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi og Sævar Þór sá markahæsti.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.