Greinar laugardaginn 30. október 2004

Fréttir

30. október 2004 | Innlendar fréttir | 674 orð | 1 mynd

30 ára kennari fengi 213 þúsund kr. á mánuði 2008

MIÐLUNARTILLAGA ríkissáttasemjara í launadeilu Kennarasambandsins og launanefndar sveitarfélaganna felur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, einkum í sér almennar kauphækkanir upp á 16,5% sé litið framhjá breytingum á greiðslum ráðstöfunarfjár... Meira
30. október 2004 | Erlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Arafat fluttur til Parísar

YASSER Arafat, forseti sjálfstjórnar Palestínumanna, kom til Parísar í gær frá Amman í Jórdaníu. Í París mun Arafat gangast undir læknismeðferð en óstaðfestar heimildir hermdu í gær að hann kynni að þjást af hvítblæði. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð

Á fimmta þúsund íbúðalán afgreidd

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri segir að búið sé að afgreiða á fimmta þúsund íbúðalán hjá bönkunum. "Þessi lán munu auka þenslu og einkaneyzlu," segir hann. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Áskorun barst samninganefnd en of seint

ÁSKORUN um að fresta bæri ekki verkfallinu barst samninganefnd kennara í fyrrakvöld, en of seint að sögn Þórðar Árna Hjaltested, formanns kennarafélags Mosfellsbæjar, Kópavogs og Seltjarnarness. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 378 orð

Ávinningur olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar

ÁVINNINGUR olíufélaganna Skeljungs, Olís og Olíufélagsins af ólöglegu samráði þeirra á tæplega níu ára tímabili, frá mars 1993 til desember 2001, nemur a.m.k. 6,5 milljörðum króna að mati samkeppnisráðs. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Bangsi á bókasafni

Bangsadagur í Bókasafni Húnaþings vestra var sérstakur því þar mætti lifandi Bangsi, krökkunum til mikillar gleði. Bangsi, sem heitir fullu nafni Björn Sigurðsson, býr á Hvammstanga og er þúsundþjalasmiður. Meira
30. október 2004 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Bin Laden ógnar enn

SJÓNVARPSSTÖÐIN Al-Jazeera sýndi í gærkvöldi myndband þar sem Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, segir í fyrsta sinn beinum orðum að hann hafi staðið að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Björgunarskip vestur

Patreksfjörður | Björgunarskip fyrir sunnanverða Vestfirði kemur á laugardag í næstu viku 6. nóvember og mun það sigla inn Patreksfjörð með viðhöfn. Skipið kemur upprunalega frá Hollandi og er 30 tonna stálskip, smíðað sem björgunarskip. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ekið á átta ára stúlku

EKIÐ var á átta ára gamla stúlku við Sörlaskjól um klukkan 18.30 í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Stúlkan hruflaðist talsvert á höfði og var flutt á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss til... Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Engar lagalegar forsendur fyrir ákvörðuninni

Það er í sjálfu sér ekki mikið um þessa ákvörðun að segja efnislega enda höfum við ekki haft ráðrúm enn sem komið er til að fara ofan í efnisatriði málsins. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð

Engin niðurstaða fengin

SVEITARSTJÓRN Ölfuss og stjórn Sorpstöðvar Suðurlands hafa á síðustu vikum unnið að því að ná samkomulagi um rekstur stöðvarinnar, en sveitarstjórn Ölfuss var ósátt við að stöðin færi ekki að samþykktu deili- og aðalskipulagi og hafði hótað að láta loka... Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt tvítugan mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Ákærði kinnbeinsbraut mann fyrir utan félagsheimili í Grindavík fyrir rúmu ári og játaði brotið skýlaust. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Farþegi klipptur út

MJÖG harður árekstur varð á Ólafsfjarðarvegi, skammt norðan við afleggjarann af þjóðvegi 1 til Dalvíkur um miðjan dag í gær, en tilkynnt var um slysið til lögreglu og slökkviliðs á Akureyri kl. 15.20. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Fjórða mesta laxveiðisumar síðustu þrjátíu ára

Bráðabirgðatölur um laxveiði sumarsins hér á landi benda til þess að stangveiðin hafi verið um 46.000 laxar sem er um 11.900 löxum meiri veiði en var á árinu 2003 og um 32,4% meiri en meðalveiði áranna 1974 - 2003, sem er 34.739 laxar. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 383 orð

Fleiri átröskunarsjúklingar leita aðstoðar á BUGL

ÞAÐ sem af er þessu ári hafa barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL), borist á milli 30-40 nýjar tilvísanir vegna átraskana sem flestar eru unnar á göngudeild. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 40 orð

Formaður, ekki forstöðumaður

Í myndatexta með frétt um ReykjavíkurAkademíuna sem birtist í Morgunblaðinu 28. október var Jón Ólafsson sagður forstöðumaður hennar. Svo er ekki. ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, hefur ekki ráðið sér neinn forstöðumann. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Friðargæsluliðarnir komnir heim

ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir þrír sem slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás við fjölförnustu verslunargötu Kabúl fyrir viku komu heim síðdegis í gær. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 143 orð

Fyrirmyndir | Nýir auglýsingaborðar eru komnir...

Fyrirmyndir | Nýir auglýsingaborðar eru komnir á strætisvagna Akureyrar með áletrunum "Mamma er mín fyrirmynd - foreldrar eru bestir í forvörnum" og "Pabbi er mín fyrirmynd - foreldrar eru bestir í forvörnum". Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Fyrsta breiðþotan í stórskoðun

Keflaví kurflugvöllur | Nú stendur yfir skoðun á einni af breiðþotum Flugleiða, Boeing 767-300 sem Loftleiðir Icelandic nota í leiguflugsverkefni sín. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 46 orð

Fyrsta skóflustungan

Selfoss | Fyrsta skóflustunga að nýbyggingu HSS við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi verður tekin þann 11. nóvember nk. kl. 15. Þá verður einnig undirritaður verksamningur við JÁ verktaka, en þeir áttu hagstæðasta tilboð í verkið. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 410 orð | 1 mynd

Gervigras á Akureyrarvöll og frjálsíþróttaaðstaða við Hamar

VINNUHÓPUR vegna Landsmóts Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, á Akureyri árið 2009, hefur skilað skýrslu með tillögum um uppbyggingu og staðsetningar íþróttaaðstöðu í bæjarfélaginu. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 233 orð

Geta leitað til áfrýjunarnefndar og til dómstóla

HEIMILT er að kæra ákvarðanir samkeppnisráðs um stjórnvaldssektir vegna brota á samkeppnislögum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Niðurstöður hennar verða svo bornar undir dómstóla ef því er að skipta. Skv. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð

Girðingar fækka slysum

Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps nýlega var fjallað um bréf frá lögreglunni á Eskifirði. Í því eru upplýsingar um slys á þjóðvegum vegna lausagöngu búfjár í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 343 orð

Gjaldflokkum fækkað um einn

LEIKSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær nýja gjaldskrá fyrir Leikskóla Reykjavíkur. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Grétar sjálfkjörinn forseti

GRÉTAR Þorsteinsson varð sjálfkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands til næstu tveggja ára á ársfundi sambandsins sem lauk á Hótel Nordica í gær. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Guðni og kossinn

Hjálmar Gíslason frá Hornströndum flutti vísu á Landsmóti hagyrðinga. Tilefnið er þekkt: Þegar Guðni kyssti kú kom það fram á skjánum, en skelfing fannst mér skepnan sú skjálfandi á hnjánum. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 253 orð

Guðrún Gísladóttir hvíli í friði við Lófót

NORSK yfirvöld hafa ákveðið að fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE-15, sem hvílir á hafsbotni við Lófót, fái að hvíla þar í friði. Skipaumferð stafi ekki hætta af flakinu og eftir að olían var fjarlægð sé ekki heldur mengunarhætta. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð

Handpakkað með gamla laginu

Blönduós | Unnið er að standsetningu bráðabirgðahúsnæðis undir starfsemi Vilkó á Blönduósi að sögn Gunnars Valdimarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann segir húsnæðið minna en það sem Vilkó starfaði áður í fyrir brunann í septemberlok. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 354 orð | 1 mynd

Heila öld í eigu fjölskyldunnar

Miðbær | "Hér með leyfi ég mér að tilkynna heiðruðu bæjarbúum og ferðamönnum að ég hef sezt að hér í Reykjavík og læt af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri, með sanngjörnu verði. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Heimsókn í Mugiheima

TÓNLISTARMAÐURINN Mugison vakti mikla athygli innlendra sem erlendra áhorfenda á nýafstaðinni Airwaves-hátíðinni og er honum spáð miklum frama. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Hentugt að temja hestana á haustin

Hrunamannahreppur | Flestir hestamenn sleppa hestum sínum í haga á haustin og gefa þeim tækifæri til að hvílast og braggast. Hvíldin er þó misjafnlega löng enda fer hún eftir tíðarfari og hve fljótt fólk vill fara að hýsa hestana og nota þá til útreiða. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Hornsteinn íslenskrar utanríkisstefnu

NORÐURLANDARÁÐSÞING er vettvangur einstakra tengsla milli ríkisstjórna og þingmanna á norrænum vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Íslandsdeild Norðurlandaráðs efndi til í tilefni af 56. þingi Norðurlandaráðs sem fram fer í Stokkhólmi 1.-3. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 190 orð | 1 mynd

Húðlækningastöðin samlagast hrauninu

Grindavík | Nýtt hús fyrir heilbrigðisstarfsemi Bláa lónsins er smám saman að taka á sig mynd. Húðlækningastöðin er byggð í hrauninu austan við heilsulindina við Bláa lónið og er allt kapp lagt á að húsið falli vel inn í umhverfið. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð

Hvetja ekki til opinna skoðanaskipta

Sigurður Gylfi Magnússon fjallar um umræður sem urðu síðastliðinn vetur eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness í grein í Lesbók í dag og heldur því fram að hið menningarlega umhverfi þeirra hvetji ekki til... Meira
30. október 2004 | Minn staður | 89 orð | 1 mynd

Ice Cool afhendir nýjan björgunarbíl

Selfoss | Björgunarsveitin Stefán 1 í Mývatnssveit sótti nýjan, fullbreyttan og öflugan björgunarbíl til fyrirtækisins Ice Cool ehf. á Selfossi þar sem bíllinn var til meðferðar. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 308 orð | 2 myndir

Inn í siðmenninguna

Kelduhverfi | "Þetta er eins og að keyra inn í siðmenninguna," segir Katrín Eymundsdóttir á Lindarbrekku, oddviti Kelduneshrepps, en í gær opnaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra formlega Norðausturveg um Tjörnes við athöfn á Hringsbjargi. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð

Kviknaði í 200 metra frá göngunum

ELDUR gaus upp í vélarrúmi 15 ára gamals bíls þegar hann var staddur um 200 metra frá gangamunna Vestfjarðaganga síðdegis í gær og þykir það lán í óláni að bíllinn skyldi ekki vera inni í göngunum. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kynna hættumat vegna eldgosa og hlaupa

BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls verða kynntar í dag á opnum fundum í Goðalandi, Fljótshlíð kl. 10.30 og í Gunnarshólma, Austur-Landeyjum kl. 14.30. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð

Launhált á steinsteyptu brúargólfi

KARLMAÐUR skarst talsvert á höfði þegar jeppi sem hann ók valt út af veginum við Hólmsá á Mýrum, skammt vestan við Höfn í Hornafirði um klukkan 18.30 í gær og var ákveðið að flytja hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 272 orð

Lá við slysi þegar flugvélarhjól brotnaði

RÚSSNESKA fréttastofan RIA Novosti hefur greint frá því að legið hafi við stórslysi á æfingu rússneska flotans í Atlantshafi sem lauk nýlega. Að sögn fréttastofunnar átti óhappið sér stað 18. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Leikið við Kínverja um sæti í 8 liða úrslitum

ÍSLENDINGAR tryggðu sér í gær sæti í 16 liða úrslitum á ólympíumótinu í brids í Istanbul í Tyrklandi og hefja í dag að spila við Kínverja um sæti í 8 liða úrslitum. 73 þjóðir hófu keppni í mótinu. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 104 orð

Leikskólapláss | Á fundi bæjarráðs Árborgar...

Leikskólapláss | Á fundi bæjarráðs Árborgar 28. október var samþykkt að semja við Hraungerðishrepp um að nýta leikskólapláss fyrir allt að átta börn á leikskólanum Krakkaborg fram til júlíloka 2005. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Liggur fyrir að um ólögmætt samráð var að ræða

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að með ákvörðun samkeppnisráðs í máli olíufélaganna liggi sú niðurstaða fyrir að félögin hafi viðhaft ólöglegt samráð. "Fyrirtæki verða að sjálfsögðu að fara að samkeppnislögum. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 694 orð | 1 mynd

Línvinnslan loks að hefjast

Vinnsla á hör er þessa dagana að hefjast í nýrri línverksmiðju í Þorlákshöfn. Uppsetning verksmiðjunnar hefur dregist talsvert, en bændur hafa í þrjú ár ræktað lín í miklum mæli. Óvíst er hvort öll sú framleiðsla er nýtileg. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 323 orð

Ljóðum dreift um verslanir

Reykjanesbær | Viðskiptavinir verslana í Reykjanesbæ geta átt von á því að rekast á ljóð hér og hvar í búðunum á næstunni. Komið verður fyrir 100 ljóðum eftir fjölda skálda í stórmörkuðum í nóvember og síðan í verslunum við Hafnargötuna í desember. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 228 orð | 1 mynd

Lúðuseiði flutt til Hjaltlands

Þorlákshöfn | Fiskey, sem er stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum, flutti 24.000 lúðuseiði til Hjaltlandseyja á dögunum. Þetta var í fyrsta skipti sem lúðuseiði eru flutt með báti sérsmíðuðum til flutninga á lifandi fiski. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Lýsir ánægju með miðlunartillögu

MENNTAMÁLARÁÐHERRA lýsir ánægju með að miðlunartillaga skuli vera komin fram í deilu kennara og sveitarfélaga og kveðst ánægð með störf ríkissáttasemjara. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 314 orð

Má ekki hengja sig í nein formsatriði

"ÞAÐ eru algerlega kolröng skilaboð til barnanna í borginni að senda þau beint í frí eftir að hafa verið í þessu langa verkfalli," sagði Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, eftir aukafund ráðsins þar sem eindregið var mælst... Meira
30. október 2004 | Minn staður | 41 orð | 1 mynd

Málverkasýning | Vatn er yfirskrift sýningar...

Málverkasýning | Vatn er yfirskrift sýningar sem Jónas Viðar opnar í dag, laugardaginn 30. október, í Deiglunni. Hann sýnir málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland. Þetta er 28. Meira
30. október 2004 | Erlendar fréttir | 228 orð

Meira en 100.000 látnir?

TALIÐ er að hugsanlega hafi meira en eitt hundrað þúsund óbreyttir borgarar beðið bana af völdum stríðsátaka í Írak frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í landið í mars í fyrra. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Miðlunartillaga með 16,5% kauphækkun

MIÐLUNARTILLAGA ríkissáttasemjara var afhent kennurum og sveitarfélögum í gær og samkvæmt henni felur hún í sér almennar kauphækkanir á samningstíma til vorsins 2008 upp á 16,5% samanlagt, sé litið framhjá breytingum á greiðslum ráðstöfunarfjár... Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Mikil kjarabót fyrir kennara

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir mikla kjarabót fólgna í miðlunartillögu ríkissáttasemjara handa kennurum og að engin ástæða sé til að ætla annað en að hún verði samþykkt. Meira
30. október 2004 | Erlendar fréttir | 1043 orð | 2 myndir

Munurinn á Bush og Kerry er býsna skýr

Fréttaskýring | Málefni Íraks hafa skyggt á öll önnur í bandarísku forsetakosningunum en í reynd er ekki mikill munur á stefnu Johns Kerry og George W. Bush í þeim efnum. Davíð Logi Sigurðsson segir þó himin og haf skilja frambjóðendurna að í ýmsum öðrum mikilvægum málum. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 229 orð

Nefndin lækkaði sektir grænmetisfélaganna

SAMKEPPNISRÁÐ komst að þeirri niðurstöðu í júní árið 2001 að Sölufélag garðyrkjumanna, Bananar ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hefðu brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði um verð og skiptingu markaða varðandi tilteknar vörutegundir. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 33 orð

Olís vísar málinu til áfrýjunarnefndar

FORSVARSMENN Olíuverslunar Íslands (OLÍS) vildu ekki tjá sig um ákvörðun samkeppnisráðs í gær þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun félagið þó hafa ákveðið að vísa niðurstöðu samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar... Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Opnar nýja verslun á Egilsstöðum

LYSTADÚN Marco opnaði í gær verslun í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Níunni við Miðvang 1 á Egilsstöðum. Í versluninni verður lögð áhersla á húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki, rúm og gardínur, ásamt þjónustu og ráðgjöf. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

"Ánægðir með að vera komnir heim"

Á FUNDI með blaða- og fréttamönnum í gær sögðust íslensku friðargæsluliðarnir sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl vera afar ánægðir með að vera komnir í faðm fjölskyldunnar en kváðust ekki geta svarað "pólitískum spurningum" um árásina. Meira
30. október 2004 | Erlendar fréttir | 142 orð

"Gaman hjá okkur á Íslandi"

HILLARY Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York-ríki og eiginkona Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafði áhyggjur af mataræði manns síns áður en hann fékk hjartaáfall og gekkst undir aðgerð nýverið. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

"Karlremba ekki jafnréttissinnuð"

HÓPUR á vegum Femínistafélags Íslands stóð fyrir aðgerðum í nokkrum verslunum í gær til að vekja fólk til umhugsunar um að "karlremban er ekki jafnréttissinnuð og lítur ekki á konur og karla sem jafninga. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

"Segjum nei ef samningurinn er ekki nógu góður"

Mikil samstaða er meðal grunnskólakennara um að samþykkja ekki miðlunartillögu ríkissáttasemjara, uppfylli hún ekki kröfur kennara. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Reif ályktunina í ræðustól

RANNVEIG Sigurðardóttir, fulltrúi VR á ársfundi ASÍ, gerði ályktunardrög fundarins um atvinnumál að umtalsefni við umræður á fundinum í gær. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Samningur við sjómenn klár til undirritunar

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins er nýr kjarasamningur við sjómenn tilbúinn til undirritunar og munu samninganefndir sjómanna og útvegsmanna hittast í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð

Segja áhættu Landsbanka af hlutabréfaeign mikla

GREININGARDEILD KB banka segir Landsbankann nú bera mikla áhættu á innlendum hlutabréfamarkaði, þar sem verð fari lækkandi. Deildin mælir því með undirvogun á bréfum bankans. "Nettó verðbréfaeign bankans lækkaði um 4,8 ma.kr. milli fjórðunga. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sektir í grænmetismáli lækkaðar

SAMKEPPNISRÁÐ lagði á sínum tíma 105 milljóna króna stjórnvaldssektir á Sölufélag garðyrkjumanna, Banana ehf. og Eignarhaldsfélagið Mötu fyrir ólöglegt samráð um verð og skiptingu markaða í viðskiptum með grænmeti. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð

Seldu 500 miða á tveimur tímum

UM 500 miðar seldust á söngleikinn Hárið á þremur klukkutímum í gær, en með Morgunblaðinu í gær fylgdi tilboð um tvo miða á verði eins. Björn Thors, einn af aðstandendum sýningarinnar, sagði að viðbrögð við tilboðinu hefðu verið gríðarlega mikil. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Sigrar í lokaumferðinni

ÍSLENSKU ólympíuliðin í skák unnu bæði sigra í lokaumferð ólympíuskákmótsins sem fram fór í gær. Karlaliðið vann öruggan sigur á liði Færeyja 3-1 og kvennaliðið vann góðan sigur á liði Dana 2-1. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð

Skattatillögur samþykktar

ÁRSFUNDUR ASÍ samþykkti í gær ályktun í skatta- og velferðarmálum þar sem þess er krafist að ríkisstjórnin og Alþingi standi betur vörð um tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins og jöfnunarhlutverk velferðarkerfisins. Meira
30. október 2004 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Stjórnarskrá ESB undirrituð

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, ESB, komu í gær saman til sögulegs fundar í Róm í gær þar sem þeir undirrituðu stjórnarskrá sambandsins. Fór hann fram í Degli Orazi og Curiazi-höllinni á Kapitólhæð en þar var sambandið stofnað af sex ríkjum árið 1957. Meira
30. október 2004 | Erlendar fréttir | 48 orð

Stjörnur virkjaðar

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti fékk í gær stuðning hjá Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, á fundum í Ohio. Ríkisstjórinn mun einkum höfða til hófsamra miðjukjósenda. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 282 orð | 1 mynd

Svæði með 113 íbúðum til úthlutunar í desember

Selfoss | "Það eru engar íbúðarhúsalóðir lausar á Selfossi sem stendur en allar lóðir sveitarfélagsins fara um leið og þær losna," segir Bárður Guðmundsson, byggingafulltrúi í Árborg. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 129 orð | 1 mynd

Sýnir í matsal sjúkrahússins

Selfoss | Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir sýnir nú í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Gunnur býr að Hofi í Hraungerðishreppi en hefur starfað á HSS frá árinu 1987. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Tekinn vegna 200 gramma af hassi

LÖGREGLAN á Ísafirði handtók á miðvikudag mann á þrítugsaldri á Flateyri þegar hann vitjaði póstsendingar, sem í var um 200 grömm af hassi. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Telja að málið hafi fyrnst í höndum Samkeppnisstofnunar

Niðurstaða samkeppnisráðs kemur ekki á óvart ef miðað er við málatilbúnað Samkeppnisstofnunar hingað til, að sögn Kristins Hallgrímssonar hrl., en hann er lögmaður Kers hf., áður Olíufélagsins hf. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 343 orð

Úr bæjarlífinu

Rökkurdagar er yfirskrift menningarviðburða eða menningarvöku sem blásið hefur verið til í Grundarfirði. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Vefur Landsbankans valinn bestur

VEFUR Landsbanka Íslands var valinn besti vefur ársins þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent í gær. Hér tekur Viggó Ásgeirsson frá vefdeild Landsbankans við þeim verðlaunum úr hendi Önnu Helgadóttur frá Isnic. Meira
30. október 2004 | Minn staður | 172 orð

Veita 1,6 milljónir kr. í styrki

Reykjanesbær | Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita níu einstaklingum og menningarsamtökum styrki samtals að fjárhæð 1,6 milljónir kr. Fyrr á árinu hefur verið úthlutað styrkjum að fjárhæð 2,4 milljónir. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vilja ekki tjá sig að svo stöddu

KRISTINN Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, kvaðst í gær ekkert vilja láta eftir sér hafa að svo stöddu um ákvörðun samkeppnisráðs. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð

Vinnuslys ekki rakið til skorts á öryggiskröfum

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað byggingafyrirtækið Hávirki af kröfum starfsmanns verktaka í Reykjanesbæ sem krafðist 20,5 milljóna króna bóta vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir í mars 2000. Meira
30. október 2004 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Ökumaður í öndunarvél

KARLMAÐUR slasaðist alvarlega þegar jeppi sem hann ók skall á fólksbíl og síðan á fóðurflutningabíl í Draugahlíðarbrekku fyrir ofan Litlu kaffistofuna um klukkan 8.30 í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

30. október 2004 | Leiðarar | 326 orð | 1 mynd

Breytingar í blaðaheiminum

Í 216 ár hefur breska dagblaðið The Times verið gefið út í breiðsíðubroti. Á mánudag verður því hætt fyrir fullt og allt og mun blaðið eftir það aðeins koma út í helmingi minna broti. Meira
30. október 2004 | Leiðarar | 406 orð

Miðlunartillaga

Verkfalli grunnskólakennara hefur verið frestað eftir að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu kennara og vinnuveitenda þeirra, sveitarfélaganna. Gera má ráð fyrir að víðast hvar mæti börn í skólann á ný á mánudag. Meira
30. október 2004 | Leiðarar | 431 orð

Olíufélögin og samkeppnisráð

Samkeppnisráð hefur lagt þungar sektir á fjögur olíufélög fyrir brot á samkeppnislögum. Meira

Menning

30. október 2004 | Leiklist | 496 orð | 1 mynd

Arðrán í ýmsum myndum

FRANSKA leikskáldið, leikkonan og kvikmyndagerðarkonan Coline Serreau er stödd hér á landi í boði Borgarleikhússins en þar standa nú yfir sýningar á leikriti hennar Héra Hérasyni. Meira
30. október 2004 | Tónlist | 170 orð | 1 mynd

Bretar með sál

ÞAÐ gerir gjarnan gæfumuninn að sjá tónlistina flutta lifandi. Ég hafði hrifist mjög af þessari fyrstu plötu bresku sveitarinnar Hot Chip, fundið henni margt til tekna, frumleika, flottan söng og mikla sál. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Doktor minnist Peels

TÓNLISTARÞÁTTUR Dr. Gunna, Doktor Doktor, verður tileinkaður breska útvarpsmanninum John Peel sem lést í vikunni. Rétt eins og Doktorinn sjálfur var Peel kunnur fyrir að hafa afar víðan tónlistarsmekk. Sjálfur segist Dr. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 307 orð | 1 mynd

Farið saman í rokkferðalag

"LISTAÞORPIÐ" Poni stendur í kvöld kl. 21 fyrir tónlistargjörningi í Klink og bank, Rússlandi, ásamt hljómsveitinni Trabant, en meginþema tónleikanna er rokk og ról. Meira
30. október 2004 | Bókmenntir | 672 orð | 2 myndir

Forsætisráðherrar Íslands

Ólafur Teitur Guðnason ritstýrði. Ritnefnd: Júlíus Hafstein, formaður, Haraldur Ólafsson, Ingólfur Margeirsson, Jakob F. Ásgeirsson og Sigurður Líndal. Bókaútgáfan Hólar. 502 bls., myndir. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 234 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Ný bók um mannætuna Hannibal Lecter er væntanleg næsta haust. Hannibal þessi var ð milljónum manna um víða veröld að mörgu misjöfnu kunnur í bókinni og ekki síður kvikmyndinni Lömbin þagna , þar sem Anthony Hopkins lék hann af óumdeildri snilld. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Sambíóin Kringlunni standa fyrir hrollvekjuhelgi í tilefni af hrekkjuvökunni bandarísku. Alla helgina verða hrollvekjur á tilboði, fjórða Exorcist-myndin: The Beginning og The Gathering . Meira
30. október 2004 | Kvikmyndir | 105 orð | 1 mynd

Fyrstu sýnishornin afhjúpuð

FYRSTU sýnishornin úr nýju Stjörnustríðs -myndinni, þeirri sjöttu í röðinni, eða þriðju eftir því hvernig á það er litið, voru afhjúpuð í gær. Fyrsta stiklan, brot úr myndinni, er nú aðgengileg á heimasíðu myndarinnar www.starwars.com sem og á... Meira
30. október 2004 | Tónlist | 1629 orð | 1 mynd

Í Mugiheimi

Mugison, sem heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, er einn áhugaverðasti og efnilegasti tónlistarmaður sem fram hefur komið hérlendis í mörg ár. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Mugison vegna tveggja verka sem eru nýkomin út. Meira
30. október 2004 | Tónlist | 436 orð | 1 mynd

Jafnvel nashyrningar gráta

Blaðamaður rýkur í ofboði á mánudagseftirmiðdegi á kaffihús/ölstofu í miðbænum á fund hljómsveitarinnar Ske. Þannig er mál með vexti að sveitin er á leið til Bretlandseyja morguninn eftir þar sem leikið verður á þrennum tónleikum. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 1285 orð | 2 myndir

Listin á norðurslóðum

"Inúítinn á selveiðum er betri fyrirmynd en stórborgarbúinn sem ver drjúgum hluta hvers dags við að hlaupa milli neðanjarðarlestanna," segir Patrick Huse í samtali við Jón Proppé. Sýning á verkum Huse verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag. Meira
30. október 2004 | Tónlist | 348 orð | 1 mynd

Náttúrukraftar leystir úr læðingi

Tónlist eftir Mozart, Rossini, Luna, Liszt og Gimenez. Stjórnandi Gerrit Schuil; einsöngvari Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Fimmtudagur 28. október. Meira
30. október 2004 | Tónlist | 395 orð | 1 mynd

Norskir brjóstdropar

Sólóplata Gísla Kristjánssonar. Gísli samdi öll lög og texta, lék á hljóðfæri og stjórnaði upptökum. Bjoern "Evil Bruce" Liery lék á gítar í "Passing Out". Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 391 orð | 1 mynd

Skyggnst um blúsheima

Nokkur blúsvakning hefur átt sér stað hér á landi undanfarið, en á meðal þess sem vakið hefur athygli eru svonefnd Hvíldardagskvöld á Grand rokki á sunnudögum, þar sem boðið er upp á blúsaða dagskrá í formi plötuhlustunar eða kvikmyndasýninga. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

Smásögur

Skrudda hefur gefið út Smásagnasafnið Tvisvar á ævinni eftir Ágúst Borgþór Sverrisson, en hér er um að ræða fimmta smásagnasafn höfundar. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Tónleikar á Ronnie Scott's

NÝ plata er væntanleg frá Emilíönu Torrini undir lok janúar á næsta ári og ber hún nafnið Fisherman's Woman . Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Uppeldi

JPV-útgáfa hefur sent frá sér bókina Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 254 orð | 1 mynd

Viltu botna?

ÚTVARPSÞÁTTURINN Orð skulu standa ætlar framvegis að birta fyrripart vísunnar, sem lögð er fyrir gesti þáttarins, í Morgunblaðinu . Þannig fá hlustendur þáttarins og lesendur blaðsins tækifæri til að botna vísuna og senda á ord@ruv.is. Meira
30. október 2004 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Xinran hingað til lands

KÍNVERSKI rithöfundurinn Xinran er væntanleg til Íslands í næstu viku. Xinran er höfundur bókarinnar Dætur Kína sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir jólin í fyrra og naut mikilla vinsælda. Önnur bók hennar, Himnaför , er nú komin út í íslenskri þýðingu. Meira

Umræðan

30. október 2004 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

23 þingmenn vilja afnema mikilvæga áfengisvörn

Árni Gunnlaugsson fjallar um frumvarp um lækkun lögaldurs til áfengiskaupa: "Það er dapurlegt, að svo margir þingmenn skuli hafa þetta óheillamál og hér um ræðir efst á óskalista í þingbyrjun..." Meira
30. október 2004 | Bréf til blaðsins | 572 orð

Athugasemdir við skrif landbúnaðarráðherra

Frá Margréti Jónsdóttur:: "HINN 16.10. skrifar landbúnaðarráðherrann grein í Mbl. í tilefni alþjóðlegs matvæladags Sameinuðu þjóðanna. Hef ég margt við þá grein að athuga en læt nægja að skoða örfá atriði." Meira
30. október 2004 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Einstaklingsmiðaður fræðslustjóri?

Eydís Hörn Hermannsdóttir gerir athugasemdir við ummæli fræðslustjóra: "Við erum ekki verkfæri fræðslustjóra í að mennta nemendur..." Meira
30. október 2004 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Fjölmiðlamarkaður í brennidepli

Elfa Ýr Gylfadóttir fjallar um fjölmiðla og fjarskipti: "Sú stafræna þróun sem er að hefjast er líklega aðeins upphafið að miklu víðtækari breytingum sem eiga eftir að móta umræðu, lýðræði og stjórnmál á Íslandi." Meira
30. október 2004 | Bréf til blaðsins | 108 orð

Hinn lifandi Jesú Kristur

Frá Sigurði Elíasi Þorsteinssyni:: "Mig langar til þess að koma því á framfæri að ég hef eignast bók eftir Gunnar Dal, sem ég er alveg heillaður af. Hún er um Frelsarann Jesú Krist. Hún er einskonar lykill að Nýja testamentinu." Meira
30. október 2004 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Laun kennara og þjónusta sveitarfélaga

Ólafur Páll Jónsson fjallar um þjónustu sveitarfélaga: "Ef við viljum að sveitarfélögin veiti okkur góða þjónustu, þá viljum við líka að kennarar hafi góð laun." Meira
30. október 2004 | Aðsent efni | 427 orð | 1 mynd

Lýðræðisleg vinnubrögð?

Guðrún Ebba Ólafsdóttir fjallar um vinnubrögð R-listans: "Reynslan segir mér að hin háleitu markmið R-listans eru oft lítið annað en orðin tóm." Meira
30. október 2004 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Með óttann við stýrið

Guðrún Arnalds fjallar um jóga og líföndun: "Öndunin er beinasta tengingin sem við eigum við líkamann og við núið." Meira
30. október 2004 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Hilmar Guðlaugsson skrifar um skipulagsmál: "Það er alveg óskiljanlegt hve R-listinn hefur gert mörg mistökin á þessum tíu árum sem hann hefur verið við völd í Reykjavík." Meira
30. október 2004 | Bréf til blaðsins | 459 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Af landsbyggðinni ÞRIÐJUDAGINN 26. október síðastliðinn lagði ég upp í ferðalag á Egilsstaði. Ég kenni fjölmiðlafræði í fjarnámi við Menntaskólann þar. En stundum þarf ég að skreppa upp eftir og hitta nemendur í eigin persónu. Meira
30. október 2004 | Aðsent efni | 243 orð | 1 mynd

Vont mál með vondar stoðir?

Örn Bárður Jónsson svarar Guðmundi Guðmundssyni: "Fróðlegt þætti mér að vita eftir hverjum þetta er haft..." Meira

Minningargreinar

30. október 2004 | Minningargreinar | 290 orð | 1 mynd

BRAGI GUNNARSSON

Bragi Gunnarsson fæddist 16. júlí 1984. Hann lést 18. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 30. september. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2004 | Minningargreinar | 1292 orð | 1 mynd

GUÐNÝ INGUNN ARADÓTTIR

Guðný Ingunn Aradóttir fæddist í Stóra Langadal á Skógarströnd 12. júlí 1910. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ari Stefánsson, f. í Frakkanesi í Dalasýslu 20.10. 1871, d. 19.1. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2004 | Minningargreinar | 526 orð | 1 mynd

GUNNAR MOGENSEN

Gunnar Mogensen fæddist 26. janúar 1939. Hann lést þriðjudaginn 19. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 28. október. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2004 | Minningargreinar | 1299 orð | 1 mynd

HELGA SVEINSDÓTTIR

Helga Sveinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 20. ágúst 1923. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Gíslason f. 21. nóvember 1893, d. 11. maí 1959, og Guðlaug Jónína Gunnarsdóttir, f. 27. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2004 | Minningargreinar | 230 orð | 1 mynd

ÍSAK SIGURGEIRSSON

Ísak Sigurgeirsson fæddist á Hóli í Kelduhverfi 9. maí 1910. Hann lést í Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík, 16. október síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 23. október. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2004 | Minningargreinar | 159 orð | 1 mynd

ODDUR JAKOB BJARNASON

Oddur Jakob Bjarnason fæddist á Ísafirði 27. október 1932. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 9. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 23. október. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2004 | Minningargreinar | 973 orð | 1 mynd

ÓLAFUR NIKULÁSSON

Ólafur Nikulásson fæddist á Ísafirði 12. október 1916. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 21. október síðastliðinn. Ólafur var sonur Nikulásar Péturssonar úr Skagafirði og Þórdísar Guðmundsdóttur úr Trékyllisvík. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2004 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

VICTOR PÁLL JÓHANNSSON

Victor Páll Jóhannsson fæddist í Reykjavík 9. maí 1995. Hann lést af slysförum 30. október 2003 og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. nóvember. Minningarathöfn um Victor Pál verður haldin í Kirkjugarði Hafnarfjarðar í dag klukkan 16. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

30. október 2004 | Sjávarútvegur | 93 orð | 1 mynd

Björgólfur endurkjörinn

BJÖRGÓLFUR Jóhannsson var endurkjörinn formaður stjórnar Landssambands íslenskra útvegsmanna á aðalfundi sambandsins í gær. Tveir nýir menn tóku sæti í stjórn LÍÚ á fundinum. Meira
30. október 2004 | Sjávarútvegur | 361 orð | 1 mynd

Sakar Norðmenn um skammsýni

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sakaði Norðmenn um skammsýni og að stuðla að pólitískum ófriði meðal þjóðanna við Norður-Atlantshafið, með því að krefjast verulega aukinnar hlutdeildar í norsk-íslenzku síldinni. Meira
30. október 2004 | Sjávarútvegur | 343 orð

Útvegsmenn vilja línuívilnun og veiðigjald burt

AÐALFUNDUR LÍÚ skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að svonefnd línuívilnun verði afnumin og að beita sér fyrir afnámi veiðigjalds. Þetta kemur fram í ályktunum fundarins sem lauk í gær. Meira

Viðskipti

30. október 2004 | Viðskiptafréttir | 302 orð | 1 mynd

129 milljarðar kr. gufaðir upp á tíu dögum

MARKAÐSVIRÐI þeirra 10 félaga sem lækkað hafa mest í Kauphöll Íslands frá því að lækkunarhrinan í Kauphöllinni hófst fyrir 10 dögum, hefur hrapað úr 947 milljörðum króna samanlagt niður í 818 milljarða króna samanlagt. Meira
30. október 2004 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Áttundi dagur lækkunar

ÚRVALSVÍSITALAN hélt enn áfram að lækka í gær, áttunda viðskiptadaginn í röð, og nam lækkun dagsins 2,98%. Endaði vísitalan í 3.364 stigum. Viðskipti í Kauphöllinni námu 15.031 milljón króna, mest með hlutabréf fyrir 11. Meira
30. október 2004 | Viðskiptafréttir | 438 orð | 1 mynd

Íbúðalánin ýta á vaxtahækkun

SEÐLABANKINN hækkaði í gær stýrivexti sína um 0,5 prósentustig, í 7,25%. Alls hafa stýrivextir bankans þá hækkað um 1,95 prósentustig frá því í maí. Meira
30. október 2004 | Viðskiptafréttir | 393 orð

Ísland eitt kraftmesta hagkerfið

SENDINEFND á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemst að þeirri niðurstöðu í kjölfar heimsóknar til Íslands fyrir nokkrum dögum, að vel heppnaðar kerfisumbætur síðasta áratuginn, upptaka verðbólgumarkmiðs og verulegar umbætur á sviði fjármálaeftirlits, hafi... Meira
30. október 2004 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Mælt með yfirtöku á Kredittbanken

NORSKA Fjármálaeftirlitið hefur birt á vefsíðu sinni ákvörðun, sem dagsett er 25. október, um að mæla með því við norska fjármálaráðuneytið að Íslandsbanka verði leyft að yfirtaka Kredittbanken í Álasundi. Meira
30. október 2004 | Viðskiptafréttir | 278 orð | 1 mynd

Tólf rásir í boði

FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Íslandsmiðill ehf. hleypti í gær af stokkunum þráðlausri, stafrænni sjónvarpsþjónustu,Val+. Útsendingarsvæðið er fyrst um sinn einskorðað við suðvesturhorn landsins, frá sunnanverðu Snæfellsnesi austur til Hvolsvallar. Meira
30. október 2004 | Viðskiptafréttir | 1763 orð | 1 mynd

Þung viðurlög endurspegla ávinning olíufélaganna

Rannsókn samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna er lokið en þetta er langumfangsmesta mál sem þau hafa tekist á hendur. Samkeppnisráð lítur á allt hið meinta brotaferli, frá gildistöku samkeppnislaga á árinu 1993 til húsleitar samkeppnisyfirvalda í desember 2001, sem eitt samfellt brot. Eru félögin talin bera sameiginlega ábyrgð. Meira

Daglegt líf

30. október 2004 | Daglegt líf | 540 orð | 3 myndir

Framtíðarhúsið er þráðlaust tækniundur

Fingrafaraskannar eru notaðir í stað húslykla og tölvustýrða kerfið sér um að vera búið að hita kaffi, draga frá gardínurnar, baka brauðið, kveikja á útvarpinu og hita vatnið í sturtuna þegar heimilisfólkið opnar augun á morgnana. Meira
30. október 2004 | Daglegt líf | 436 orð | 3 myndir

Góð í mat og til skreytinga

Grasker eru einkennandi fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum. En þau eru líka mikið notuð í alls kyns eftirrétti og við matargerð ýmiskonar. Indíánar í Bandaríkjunum borðuðu gjarnan grasker og þegar landnemarnir komu þangað tóku þeir einnig upp þann sið. Meira
30. október 2004 | Daglegt líf | 590 orð

Líffæragjafir - taktu afstöðu

Enginn vafi er á því að líffæraígræðslur eru í hópi mestu framfaraspora læknisfræðinnar á liðinni öld. Meira
30. október 2004 | Daglegt líf | 1205 orð | 3 myndir

Verður háður þessum ferðamáta

Skipulagning og góður undirbúningur getur skipt sköpum þegar lagt er af stað í tjaldferðalag til útlanda. Guðrún Jóhannsdóttir sagði Ásdísi Haraldsdóttur frá tjaldferðalögum sínum um Evrópu. Meira

Fastir þættir

30. október 2004 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, 30. október, er sjötug Jónína (Stella) Kristinsdóttir, Fannafelli 2, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum milli kl. 15 og 18 í Hátúni 12, 1. hæð... Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 35 orð

Aðalfundur ÞFÍ

AÐALFUNDUR Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu 6. nóvember 2004. Fundurinn hefst kl. Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 260 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

ÓL í Istanbúl. Meira
30. október 2004 | Dagbók | 404 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveitarokk á Suðurnesjum Það voru spilaðar þrjár umferðir í sveitarokki sl. mánudag en spilaðir eru átta spila leikir. Eftirtalin pör skoruðu mest: Kristján Kristjánss. - Valur Símonars. 50 Karl Karlss. - Gunnl. Sævarsson 49 Sigríður Eyjólfsd. Meira
30. október 2004 | Dagbók | 30 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 14.

Brúðkaup | Gefin voru saman 14. ágúst sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Eðvarð Ingólfssyni þau Auður Guðjohnsen og Elís Þorgeir Friðriksson . Heimili þeirra er í Breiðuvík 18,... Meira
30. október 2004 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Fimmtugsafmæli B&L vel sótt

FJÖLDI fólks, nálægt þúsund manns, fagnaði í gær fimmtugsafmæli B&L þegar afmælisbarnið bauð til veislu í höfuðstöðvum sínum að Grjóthálsi í gær. Meira
30. október 2004 | Dagbók | 25 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup | Í dag, 30.

Gullbrúðkaup | Í dag, 30. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Þorkelsdóttir húsmóðir og Jónas Magnússon húsasmíðameistari, Rauðalæk 32, Reykjavík. Þau verða að... Meira
30. október 2004 | Dagbók | 517 orð | 1 mynd

Heiður og ábyrgð í senn

Eiríkur Steingrímsson er fæddur í Reykjavík árið 1960. Hann lauk B.S. prófi í líffræði frá HÍ árið 1985 og doktorsprófi í erfðafræði frá UCLA háskóla 1992. Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 126 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun sýnd í Gimli

ÍSLENSKIR ullarjakkar hannaðir af Gerði Kristjánsdóttir (Icelandic Design) og framleiddir í Kína vöktu þó nokkra athygli á tískusýningu í Gimli í Kanada á dögunum. Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 947 orð

Íslenskt mál

jonf@hi.is: "Það er alkunna að ensk tunga hefur mikil áhrif á íslensku. Áhrifanna gætir með ýmsum hætti. Eitt þeirra orðasambanda sem rekja má til ensku er koma út úr skápnum (e. come/be out of the closet)." Meira
30. október 2004 | Dagbók | 2303 orð | 1 mynd

(Jóh. 4.)

Guðspjall dagsins: Konungsmaðurinn. Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 253 orð | 1 mynd

Leikstjóri á söguslóðum

ÆFINGAR undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur á leikriti sem byggt er á bókum Böðvars Guðmundssonar um Vesturfarana hófust í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu en áður var Þórhildur í Manitoba í Kanada til að kynna sér staðhætti. Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

Ný heimildamynd um William Stephenson

NÝ heimildamynd um njósnaforingjann Sir William Stephenson frá Winnipeg í Kanada var frumsýnd í Winnipeg í sumar og sýnd í Gimli í Manitoba um nýliðna helgi. Meira
30. október 2004 | Dagbók | 168 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Út er komin ný skáldsaga eftir Ragnar Arnalds og ber hún nafnið Maríumessa. Útgefandi er forlagið krabbinn.is. Sagan er byggð á sögulegum heimildum og gerist í byrjun sautjándu aldar. Meira
30. október 2004 | Dagbók | 46 orð | 1 mynd

Nýsköpun fagnað

Iðntæknistofnun | Sýningin Nýsköpun í ný sköpun, samstarfsverkefni Iðntæknistofnunar og Klink og bank, var opnuð í gær í húsakynnum Iðntæknistofnunar. Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 121 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 dxc4 8. Bxc4 e5 9. Bd2 exd4 10. Rxd4 Re5 11. Be2 Bxg4 12. f4 Rg6 13. Bxg4 Rxg4 14. Rf5 Rh4 15. Rxg7+ Kf8 16. O-O-O Rf2 17. Re4 Rxd1 18. Hxd1 Be7 19. f5 Db6 20. f6 Bb4 21. Bxb4+ Dxb4 22. Meira
30. október 2004 | Dagbók | 22 orð

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur...

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.(Fil. 4, 6.) Meira
30. október 2004 | Fastir þættir | 299 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Alltaf lærir maður og heyrir eitthvað nýtt. Í viku hverri kemst maður að einhverju sem maður vissi ekki í vikunni áður. Ekki hafði boltaáhugamaðurinn og sælkærinn Víkverji t.a.m. Meira
30. október 2004 | Dagbók | 1453 orð | 1 mynd

Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á...

Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á morgun, sunnudaginn 31. október, kl. 20:00 verður haldin æðruleysismessa öðru sinni í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Meira

Íþróttir

30. október 2004 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

Að duga eða drepast fyrir Hauka á Ásvöllum

"ÞETTA er algjör úrslitaleikur fyrir okkur, leikur upp á líf og dauða. Það er ekkert flóknara en það," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, vinstrihandarskyttan í Íslandsmeistaraliði Hauka, við Morgunblaðið þegar hann var spurður út í viðureign Hauka og franska liðsins Créteil í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik sem fram fer á Ásvöllum klukkan 17 á morgun. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

Alan Shearer nálgast 250 mörkin í úrvalsdeild

ALAN Shearer, eini maðurinn sem hefur skorað 200 mörk í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992, er nú aðeins einni þrennu frá því að verða sá fyrsti til að skora 250 mörk. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 5 orð

Arsenal 1081129:1025 Chelsea 1072112:223 Everton 1071213:922...

Arsenal 1081129:1025 Chelsea 1072112:223 Everton 1071213:922 Bolton 1053216:1218 Man. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 208 orð

Árni Gautur og Gunnar Heiðar eygja von um titla

ÚRSLITIN ráðast í norsku og sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina og geta tveir Íslendingar orðið meistarar með sínum liðum. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 311 orð

Blackstock minnti á Jimmy Greaves

DEXTER Blackstock, 18 ára sóknarmaður, sló heldur betur í gegn með Southampton í deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið. Hann kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks gegn 2. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 127 orð

Brasilískur leikmaður lést í leik

SERGINHO leikmaður knattspyrnuliðsins Sao Caetano í Brasilíu lést í leik með liðinu á miðvikudag en læknar liðsins segja að varnarmaðurinn hafi fengið hjartaáfall í síðari hálfleik. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

* BRESKA ríkisútvarpið greinir frá því...

* BRESKA ríkisútvarpið greinir frá því að forráðamenn enska 1. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 204 orð

Bruce er orðinn valtur í sessi hjá Birmingham

STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, mun leggja allt í sölurnar í hádeginu í dag þegar hans menn taka á móti Crystal Palace á heimavelli, St. Andrews. Þarna mætast liðin í 14. og 15. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 1200 orð | 3 myndir

Búið að ganga vonum framar

LOGI Geirsson hefur gert það gott með þýska handknattleiksliðinu Lemgo það sem af er leiktíðinni. Logi, sem er 22 ára gamall, yfirgaf herbúðir FH í sumar og gerði þriggja ára atvinnumannasamning við Lemgo. Þar með fetaði hann í fótspor föður síns, Geirs Hallsteinssonar, sem var fyrstur Íslendinga til að leika með þýsku liði - lék með Göppingen 1973-1974. Bræður Loga, Brynjar og Arnar, hafa einnig leikið með liðum í Þýskalandi. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 161 orð

Chelsea fylgist með "nýja Pele" í Brasilíu

FORRÁÐAMENN Chelsea fylgjast um þessar mundir með hverri hreyfingu brasilísks ungstirnis, Robinho, sem kallaður hefur verið hinn "nýi Pele" í heimalandinu. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 391 orð | 1 mynd

* DAVID Dein , varaforseti Arsenal...

* DAVID Dein , varaforseti Arsenal , sagði í gær að forráðamenn tveggja landsliða hefðu borið víurnar í Arsene Wenger eftir EM í sumar. * SOL Campbell leikur ekki með Arsenal í dag gegn Southampton á heimavelli vegna meiðsla í kálfa. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Dein og Gill slíðra sverðin

HELSTU stjórnendur Arsenal og Manchester United, þeir David Dein og David Gill, hittust á fundi í vikunni í framhaldi af ýmiss konar uppákomum, innan vallar sem utan, í kringum leik liðanna á Old Trafford síðasta sunnudag. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 139 orð

FJÓRAR beinar útsendingar frá leikjum í...

FJÓRAR beinar útsendingar frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni verða á Skjá einum um helgina. Dagskráin verður þannig: Laugardagur 30. október 11.10 Upphitun *Rætt er við knattspyrnustjóra og leikmenn um leiki helgarinnar. 11.40 Birmingham - C. Palace 13. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 1214 orð | 1 mynd

Fylgi Villa í gegnum súrt og sætt

"ÉG styð alltaf við bakið á félaginu mínu hvernig sem gengur og hefur það aldrei hvarflað að mér að taka upp á því að skipta um lið þegar illa gengur," segir Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri í Mývatnssveit en hann hefur haldið með... Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Fyrsta af mörgum segir Kezman

SERBINN Mateja Kezman, félagi Eiðs Smára Guðjohnsen í framherjasveit Chelsea, vonast til að markið sem hann skoraði á móti West Ham í deildarbikarnum í vikunni verði til að opna flóðgáttirnar hvað markaskorun varðar. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 167 orð

Guðmundur og Kjartan í Val

KNATTSPYRNUDEILD Vals hefur gert samning til tveggja ára við Guðmund Benediktsson sem leikið hefur með KR undanfarin ár og að auki sömdu Valsmenn við markvörðinn Kjartan Sturluson sem lék síðast með Fylki í Landsbankadeildinni. Valur sigraði í 1. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 159 orð

Gylfi Einarsson orðaður við IFK Gautaborg

GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Lilleström í norsku úrvalsdeildinni, er hugsanlega á leiðinni til sænska liðsins IFK Gautaborg. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Henry og Bergkamp leggja flest mörk upp

THIERRY Henry er ekki aðeins markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir 10 umferðir, hann hefur líka lagt upp flest mörk fyrir samherja sína, 9 talsins. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 79 orð

*Huckerby oftast rangstæður

DARREN Huckerby, framherjinn fljóti hjá Norwich, er sá sóknarmaður í úrvalsdeildinni sem oftast hefur verið veiddur í rangstöðugildur andstæðinganna í vetur. Huckerby hefur 23 sinnum verið dæmdur rangstæður í tíu leikjum Norwich í deildinni til þessa. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

* HÖSKULDUR Eiríksson, varnarmaður Víkings í...

* HÖSKULDUR Eiríksson, varnarmaður Víkings í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Höskuldur kom til Víkings frá KR í fyrra og var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 111 orð

Johnson hjá Palace kemur mest á óvart

ANDY Johnson, hinn harðskeytti framherji Crystal Palace, hefur komið mest á óvart af sóknarmönnum úrvalsdeildarinnar til þessa. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 386 orð | 1 mynd

* KA-menn gengu í gær frá...

* KA-menn gengu í gær frá félagaskiptum Serbans Nikola Jankovic yfir til KA , á lokadegi félagaskipta innanlands. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum fékk KA Jankovic til reynslu en hann er 23 ára gamall, örvhent skytta. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 153 orð

Leikmenn Dortmund flýja borgina

LEIKMENN þýska knattspyrnuliðsins Dortmund munu æfa fyrir utan borgina á næstunni í kjölfar þess að fjölmargir áhangendur liðsins sóttu að leikmönnum fyrir utan Westfalen-leikvanginn eftir að þeir töpuðu fyrir Hamburg SV um liðna helgi. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 177 orð

Liverpool með gott tak á Blackburn

MARK Hughes, nýráðinn knattspyrnustjóri Blackburn, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann tók við liðinu af Graeme Souness. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 113 orð

Logi ekki með í Kaunas vegna matareitrunar

LOGI Geirsson og tveir samherjar hans í liði Lemgo, Max Ramota og Sven Sören Christophersen, þurftu að hætta við á síðustu stundu að fara með liði Lemgo til Litháens í gær en Lemgo mætir í dag Granitas Kaunas í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í... Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 41 orð

Logi skoraði beint úr aukakasti

LOGI Geirsson skoraði beint úr aukakasti þegar Lemgo burstaði Wetzlar í þýsku 1. deildinni í vikunni, 35:21. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 70 orð

*Martyn er elstur í deildinni

NIGEL Martyn, varamarkvörður Everton, er elsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Martyn, sem er 38 ára, hefur leikið alla tíu leiki Everton það sem af er tímabilinu. Þessir eru elstir í deildinni: 38 - Nigel Martyn (Everton). Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 202 orð

Mutu rekinn frá Chelsea

ADRIAN Mutu fékk í gær rauða spjaldið hjá Chelsea - var rekinn frá félaginu með skömm. Forráðamenn liðsins ákváðu að rifta samningi við rúmenska landsliðsmanninn, en hann féll sem kunnugt er á lyfjaprófi í síðasta mánuði. Leifar af kókaíni fundust í sýni Mutus en sjálfur segist hann hafa tekið lyf til að bæta getu sína í bólinu. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 125 orð

Newcastle ekki tapað með Souness

NEWCASTLE hefur sótt jafnt og þétt í sig veðrið í undanförnum leikjum eftir að Graeme Souness tók við stjórntaumunum og er nú í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 208 orð

Ólöf María komst áfram - Ragnhildur er úr leik

ÓLÖF María Jónsdóttir Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2004 komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu í gær en hún lék tvo fyrstu hringina á samtals 143 höggum. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

"Hef aldrei kynnst öðru eins"

SPÁNSKI landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes, leikmaður Arsenal, sagðist hafa kynnst ýmsu í knattspyrnunni - á Spáni og þann stutta tíma sem hann hafi verið í herbúðum Arsenal, en engu líkt því sem hann kynntist í leiknum gegn Manchester United á Old... Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

"Kærkomin viðbót"

MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, framherji bikarmeistaraliðs ÍBV úr Vestmannaeyjum, skrifaði í gær undir eins árs samning við Íslandsmeistaralið Vals. Margrét skoraði 23 mörk í Landsbankadeild kvenna á síðustu leiktíð og var kjörin efnilegasti leikmaður deildarinnar annað árið í röð. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Róbert skorar mest í Danmörku

RÓBERT Gunnarsson, línumaður Århus GF, er langmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert hefur skorað 71 mark í fyrstu sjö umferðunum eða tíu mörk að meðaltali í leik. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 144 orð

Sérfræðingar spá

ENSKA knattspyrnan er geysilega vinsæl um allan heim og eru leikir sýndir beint frá Englandi í fjölmörgum löndum. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 150 orð

Sigurður er eini markakóngur Lemgo

SIGURÐUR Valur Sveinsson er skráður í sögubækur Lemgo, sem einn skemmtilegasti leikmaður liðsins. Sigurður, sem hóf að leika með Nettelstedt í Þýskalandi 1982, gerðist leikmaður með Lemgo 1983 og lék með liðinu til ársins 1988. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 367 orð | 1 mynd

Solskjær ekki búinn að vera

SIR Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur ekki gefið upp á bátinn að norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær snúi til baka og vinni bug á afar erfiðum hnémeiðslum sem hann hefur þurft að glíma við undanfarna mánuði. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 623 orð | 1 mynd

Stiklað á stóru á ferli Arsene Wengers

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, framlengdi samning sinn við ensku meistarana í vikunni. Hér er stiklað á stóru um feril þessa snjalla þjálfara frá Frakklandi. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 98 orð

um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, suðurriðill: Austurberg: ÍR - ÍBV 16.15 Bikarkeppni karla, SS-bikarkeppni karla, 16 liða úrslit: KA-heimilið: Grótta/KR 2 - KA 15 1. deild kvenna: Seltjarnarnes: Grótta/KR - Haukar 16. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 207 orð

United hefur harma að hefna á Fratton Park

MANCHESTER United hefur harma að hefna gegn Portsmouth á Fratton Park í dag en í apríl á þessu ári töpuðu United-menn á þessum sama velli og þar með urðu vonir Manchester-liðsins um að verja Englandsmeistaratitilinn að engu. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 83 orð

ÚRSLIT

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - Grótta/KR 20:31 Garðabær, Íslandsmót karla, suðurriðill: Markahæstir í Stjörnunni: Jakob Sigurðarson 5, Vilhelm Sveinn Sigurðsson 4. Meira
30. október 2004 | Íþróttir | 141 orð

Þjóðverjar leika upphafsleikinn á HM

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, varð ekki við þeirri ósk Jürgens Klinsmanns, landsliðsþjálfara Þýskalands, að lið hans myndi ekki leika upphafsleikinn á heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi 2006. Meira

Barnablað

30. október 2004 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Ég að gefa fiskunum mínum

Þessa stórfínu sjálfsmynd sendi Sigurður Finnbogi Sæmundsson okkur frá Seltjarnarnesi. Takk, Sigurður... Meira
30. október 2004 | Barnablað | 142 orð | 2 myndir

Fingraför

Enginn er með eins fingraför, og það nýtti Sherlock Holmes sér og svo gera rannsóknarlöggur enn í dag til að finna glæpamenn. En hvernig eru þín fingraför? Ein leið til að sjá fingraförin þín er að kíkja á þau í góðu stækkurnargleri. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 100 orð | 4 myndir

Fótafar

Oft leynast grunsamleg fótspor í garðinum hjá manni, eða finnast fótspor á glæpavettvangi. Þá þarf að geyma sporið og nota sem sönnunargagn við rannsóknina. Gott er að steypa það í gifs. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 165 orð | 2 myndir

Frankie Muniz

Fullt nafn: Francisco James Muniz IV. Kallaður: Frankie. Fæddur: 5. desember 1985. Hvar: Ridgewood, New Jersey-ríki, Bandaríkjunum. Stjörnumerki: Bogmaður. Háralitur: Dökkbrúnn. Augnlitur: Blár. Hæð: 163 cm. Starf: Leikari. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 288 orð | 3 myndir

Glúrnar gátur

1. Gefðu mér x og ég stend andspænis þér. Gefðu mér + og ég sný mér við. Hvað er ég? 2. Maður nokkur fer út að drekka á hverju kvöldi og kemur heim áður en morgnar. Alveg sama hversu mikið hann drekkur, hann fær aldrei timburmenn. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 226 orð | 4 myndir

Ha, ha, ha

Lítill drengur spurði mömmu sína hvort hann mætti verða prestur þegar hann yrði stór. Mamman spurði af hverju hann vildi það. "Jú, ég þarf hvort eð er að fara svo oft í kirkju og þá er miklu skemmtilegra að mega standa og tala. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Hvað er þetta?

Eru allar litlar rannsóknarlöggur komnar í stellingar? Finnið út hvað þetta eiginlega... Meira
30. október 2004 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Litið Skúbbí Dú listavel

Þessir tveir klaufabárðar geta reynst fínustu... Meira
30. október 2004 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Maríuhæna í göngutúr

Hér maríuhænan vinkona okkar að spóka sig í sólinni og auðvitað eltir skugginn hana. En hvaða skugga á hún? Lausn á öftustu... Meira
30. október 2004 | Barnablað | 596 orð | 2 myndir

Rósaprinsessan

Einu sinni var bóndasonur, hann var einkasonur. Faðir hans var alltaf að biðja hann um að hjálpa sér, svo drengnum sem hét Siggi, seinkaði oft í skólann. Siggi var í bændaskólanum. Svo kláraði Siggi skólann. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 393 orð | 3 myndir

Sherlock Holmes

Eins og flestir vita er Sherlock Holmes áreiðanlega þekktasti rannsóknarmaður bókmenntanna. Hann tók eftir hverju einasta smáatriði á glæpavettvangi og gat þannig sagt til um fortíð fólk og persónuleika, öllum til furðu. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 93 orð | 2 myndir

Sjónpípa

Sjónpípa er bráðnauðsynlegt tæki fyrir sérhvern sem ætlar að stunda rannsóknarstörf. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Slanga að kyrkja blóm?

Krakki að sippa? Nei, slanga að kyrkja blóm? Nei... maður neyðist víst til að tengja saman punktana frá 1-52 og komast þannig að... Meira
30. október 2004 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Sprengju varpað á dreka

Þessi kraftmikla og skemmtilega mynd er eftir Bjarna Theodórsson, 6 ára myndlistarmann af... Meira
30. október 2004 | Barnablað | 108 orð | 4 myndir

Tæknilegó stuð

Vitið þið hvar má finna meira en 100 kíló af legókubbum? Meira að segja tæknilegó? Það er í Tónabæ. Þar er á fullu skemmtilegt námskeið í tæknilegó, þar sem krakkar koma saman og fá aðstoð við að búa til sín eigin módel. Meira
30. október 2004 | Barnablað | 189 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Það er betra að lesa yfir greinina um Sherlock Holmes áður en þetta stafarugl er leyst, því réttu orðin eru í henni. Finnið út hvaða orð ruglið myndar. Takið staf sem númerið segir til um og setjið í kassann fyrir aftan. Meira

Lesbók

30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 3655 orð | 2 myndir

Af björnum, tígrum og fílum í Reykjavík

"Það er algengur misskilningur að dýr geti ekki fundið og upplifað, hafi enga sál," segir sérlegur málsvari dýra og náttúru í bíóheimum, franski kvikmyndagerðarmaðurinn Jean-Jacques Annaud, sem ræðir hér um dýrin, nýjustu mynd sína Two Brothers og tökur sem fóru næstum því fram á Íslandi. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 630 orð

Barnið og dauðinn

!Dauðinn er ekki hér. Dauðinn er ekki hér. Dauðinn er ekki hér. Við erum hamingjusöm. Smá erfiðleikar kannski. Eins og gengur bara. Þetta reddast allt. Af hverju tek ég mynd af barninu mínu? Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 432 orð | 3 myndir

Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Lars von Trier hefur...

Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Lars von Trier hefur hafist handa við gerð hrollvekju sem hann kallar Antichrist . Á meðan setur hann þriðja kafla í Ameríku-þríleik sínum, Washington , í bið. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 959 orð | 1 mynd

Einum of einfaldar Ellefu mínútur

eftir Paulo Coelho. Guðbergur Bergsson þýddi. JPV-útgáfa 2004, 252 bls. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 461 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Ítalski fræðimaðurinn Umberto Eco, sem vakti mikla athygli fyrir metsölubókina Nafn rósarinnar sem síðar var kvikmynduð, er ritstjóri nýrrar bókar um vestrænar fegurðarhugmyndir. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 728 orð

Fréttir eða leirburður?

Í heimildarmyndinni Outfoxed. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 477 orð | 1 mynd

Gæti eins verið klassík

Undir lok áttunda áratugarins var Egill Ólafsson í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Spilverki þjóðanna. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 981 orð | 1 mynd

Hið rokkrétta samhengi

Út er komin hljóðversplatan Dót, fyrsta þeirrar tegundar sem pönksveitin Fræbbblarnir lætur frá sér síðan Warkweld in the West kom út 1982. Valgarður Guðjónsson, söngvari sveitarinnar, segir hér frá tildrögum plötunnar, heimspeki Fræbbbla og sérkennum hins íslenska pönks. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 433 orð | 3 myndir

Hipphoppdúettinn OutKast var skráður á spjöld...

Hipphoppdúettinn OutKast var skráður á spjöld tónlistarsögunnar í vikunni þegar hann varð fyrstur allra til að fá afhent platínuverðlaun fyrir sölu á tónlist á Netinu. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 706 orð | 1 mynd

Leyndardómar samtímalistar

Til 7. nóv. Listasafn ASÍ er opið frá kl. 14-18, þriðjudaga til sunnudaga. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Ljóðin þín

Þarna eru þessi ljóð sem segja sína sögu þarna eru þau ekki einhvers konar skeljar sem sváfu af sér eilífðina í fallegri fjöru eða loftsteinar sem féllu til jarðar ofanúr holu hveli sem væri kannski í nærri lægi heldur blóðið á vörunum undan tönnunum... Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 624 orð

Móse, Mómó, Múhameð

Eric-Emmanuel Schmitt, Bjartur 2004, 89 bls. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 361 orð

Neðanmáls

I Eftir hlé. Sviðið er á breiddina, minna á dýptina. Ljósin kvikna og það sést einn maður, tvöfaldur á breidd, lengst til vinstri. Andlit hans er hulið skugga. Hann segir eitthvað en enginn hlær. Búningurinn er í fánalitunum og skórnir hefðbundnir. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð

"Sirry Ella Magnus, íslenski mezzósópraninn, skaraði...

"Sirry Ella Magnus, íslenski mezzósópraninn, skaraði framúr í hlutverki Emilíu. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 3963 orð | 5 myndir

Sigríður Ella

Ung, hæfileikarík stúlka sigldi Sigríður Ella Magnúsdóttir til Vínar, og lét drauminn um að syngja rætast. Það henti hana um tíma að týna röddinni. Hún lærði að snúa þeirri þraut sér í hag, og sá lærdómur hefur gagnast henni vel síðan. Og hún er enn að syngja. Blaðamaður tyllti sér í sófann hjá Sigríði Ellu og hlustaði á heillandi sögu af ferli söngkonu. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1244 orð | 1 mynd

Sjarmerandi skúrkur

Jeremy Renner er ungur og upprennandi og leikur stórt hlutverk í A Little Trip to Heaven. Hann hefur áhuga á mannlegri hegðun og skoðar fólk frekar en landslag. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 4602 orð | 11 myndir

Stóra Hannesarmálið

Þegar ævisaga Halldórs Kiljans Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson birtist fyrir tæpu ári á jólabókamarkaðnum fór af stað mikil umræða um gerð ævisagna og stöðu þeirra hér á landi. Hér birtist umfjöllun um þá umræðu. Lagt er mat á hin menningarlegu átök sem áttu sér stað og dregin fram athyglisverð mynd af samtímaumræðunni. Baráttan um manninn, völdin og hefðina er viðfangsefni þessarar greinar. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1963 orð | 1 mynd

Styttan af Einari Ben

Það er stuttur vegur frá Kjarvalsstöðum yfir að styttunni af Einari Ben. Skammt frá er Flókagata 17, þar sem málarinn Jón Engilberts bjó, í sérstöku húsi og fallegu. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð

Vald litla Íslands

Í heimi fræðanna hafa raunsæissinnar líka verið gagnrýndir fyrir að einblína á hernaðarmátt. Meira
30. október 2004 | Menningarblað/Lesbók | 712 orð

Þeir sem vettlingi geta valdið

Áhorfendur hafa alltaf rétt fyrir sér," sagði bandaríski leikstjórinn og stórmyndaframleiðandinn Cecil B. DeMille (d. 1959), sem var þekktastur fyrir biblíubíó á borð við Boðorðin tíu og Konungur konunganna . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.