Hilmar Garðarsson hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, "Pleased to leave you". Á plötunni syngur Hilmar eigin lög og texta, en með honum vinna Orri Harðarsson, sem leikur á hin ýmsu hljóðfæri og sér um upptökustjórn og hljóðblöndun, Eðvarð Lárusson leikur á gítar, Jón Ingólfsson á kontrabassa, Flosi Einarsson á Hammond orgel, Birgir Baldursson á trommur og Jóna Palla syngur í einu lagi. Hilmar Garðarsson gefur út. 33.25 mínútur.
Meira