KENNARAR höfnuðu með afgerandi hætti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Alls 92,98% grunnskólakennara höfnuðu tillögunni, en einungis 5,98% samþykktu hana.
Meira
UM 99% fólks á aldrinum 16-24 ára eiga eða hafa aðgang að GSM-síma. Þetta er m.a. niðurstaða símakönnunar Gallup sem gerð var í febrúar og mars á þessu ári. Úrtakið var 1.350 manns og svarhlutfallið 64,1%, eða 800 manns.
Meira
Að skrifa texta | Námskeið sem ber yfirskriftina Að skrifa texta sem skilar sér verður haldið 7. desember næstkomandi, en það er á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
Meira
Fréttaskýring | Á félagsfundi Vinstri grænna í kvöld kemur í ljós hvort flokkurinn er tilbúinn til að styðja Þórólf Árnason áfram sem borgarstjóra. Egill Ólafsson kannaði stöðu Þórólfs og framtíð R-listasamstarfsins.
Meira
Patreksfjörður | "Við ætlum að hafa sjómenn í áhöfn bátsins, ekki að taka hana úr björgunarsveitinni. Þannig munum við auka við viðbragðsliðið sem er hér," segir Davíð Rúnar Gunnarsson, sem sæti á í stjórn Björgunarbátasjóðs...
Meira
KENNARAR í Arkansas í Bandaríkjunum eru aftur teknir til við að gauka að börnunum sælgæti þegar þau standa sig vel. Var það bannað um stund en síðan leyft aftur.
Meira
TILLÖGUR um bann við botnvörpuveiðum á úthafinu náðu ekki fram að ganga í tveggja mánaða samningaviðræðum um texta ályktana allsherjarþings SÞ um hafréttar- og fiskveiðimál. Íslendingar beittu sér mjög gegn tillögunum.
Meira
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík fagnar 95 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir. Þórarinn stofnaði verslunina og hefur hún verið rekin allar götur síðan sem ein af helstu verslunum bæjarins og er elsta bókaverslun á landsbyggðinni.
Meira
Lífið á Vestfjörðum snýst ekki eingöngu um fisk. Vestfirðingar þurfa sína mjólk og kúabændur á þeim slóðum hafa verið að tæknivæðast líkt og aðrir starfsbræður þeirra víða um land.
Meira
LÖGREGLAN á Selfossi óskar eftir upplýsingum um innbrot í sjö bifreiðar sem stóðu á bifreiðastæði Herjólfs í Þorlákshöfn. Tilkynnt var um innbrotin á fimmtudag. Rótað var í ökutækjunum og hljómflutningstækjum stolið úr þeim.
Meira
Leggja sumir meira af mörkum til fjölbreytni mannskepnunnar en aðrir? Kristján Geir Pétursson ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um nýja rannsókn ÍE og leyndar- dómana að baki fjölbreytileika mannsins.
Meira
Einvígi | Þór Valtýsson og Stefán Bergsson munu heyja einvígi um titilinn Skákmeistari Skákfélags Akureyrar. Í sjöundu og síðustu umferð tókst Stefáni að leggja Þór að velli og ná honum að vinningum en þeir hlutu 5 vinninga. Í 3.-5.
Meira
EMBÆTTI umboðsmanns barna er laust til umsóknar og auglýsir forsætisráðuneytið eftir umsóknum hér aftar í blaðinu. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er skipað í embættið frá 1.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði aðspurður í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, áður en ljóst var að kennarar hefðu hafnað miðlunartillögu ríkissáttasemjara, að hann hefði engar áætlanir í undirbúningi sem miðuðu að lausn kjaradeilu kennara og...
Meira
"Ég hef í sjálfu sér ekkert um stöðuna að segja annað en það að það liggur ekkert það efnislega fyrir að það sé lausn í sjónmáli," sagði Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari þegar ljóst varð að fundi yrði frestað og verkfall skylli aftur á.
Meira
Bakkafjörður | Reki í fjörum landsins hefur alltaf verið talinn til hlunninda hverrar jarðar og hafa sumir bændur komið sér upp brennsluofni til að drýgja kyndikostnaðinn, "en þar sem reki er í fjöru viðkomandi jarðar rekur á land fleira en...
Meira
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að sér fyndist eðlilegt að forsætisráðherra léti reyna á það hvort olíufélögin væru tilbúin til þess að endurgreiða samfélaginu þann skaða sem þau hefðu unnið því...
Meira
Norðanverðir Vestfirðir eru líklega sá hluti þessa rótgróna útgerðarsvæðis sem er hvað best staddur þegar tekið er tillit til atvinnustigs og þjónustu. Íbúum fækkar þó enn en smábátaútgerðin hefur verið að auka við sig og umræða um háskóla og þekkingarsamfélag er áberandi. Björn Jóhann Björnsson heldur áfram umfjöllun sinni um Vestfirði.
Meira
RÚMLEGA 1.000 golfmót af ýmsum gerðum voru á dagskrá aðildarfélaga Golfsambands Íslands í sumar og var um þriðjungur þeirra opin mót sem félagsbundnir kylfingar gátu tekið þátt í.
Meira
Þjórsárdalur | Níu hundruð ár eru liðin frá því Heklugos lagði byggð í Þjórsárdal í eyði, en það var árið 1104. Undanfarna mánuði hefur hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps undirbúið að minnast þess með ýmsum hætti.
Meira
FRANSKIR hermenn á brynvörðum bílum tóku sér í gær stöðu nálægt aðsetri Laurents Gbagbos, forseta Fílabeinsstrandarinnar, í Abidjan, höfuðborg landsins, og stugguðu um leið við æstum múg, sem sakaði Frakka um að ætla að steypa forsetanum.
Meira
Breiðholt | Félagsmiðstöðin Fellahellir, sem nú heitir reyndar Miðberg, fagnar 30 ára afmæli sínu í dag, en félagsmiðstöðin var eins konar hugmyndafræðileg vagga íslenskra félagsmiðstöðva í seinni tíð, og margar nýjungar sem komu fyrst fram þar eru...
Meira
ÞORMÓÐUR Þormóðsson, rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar flugslysa, segir að rannsókn flugatviks Atlantaþotu, sem fór út af braut á flugvellinum í Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðdegis á sunnudag, sé komin í fullan gang.
Meira
SÍÐUSTU frímerkin sem Íslandspóstur gefur út á þessu ári komu út fimmtudaginn 4. nóvember. Frímerkjaútgáfurnar eru tvær að þessu sinni og myndefni þeirra eru íslenskir fuglar og jólin.
Meira
Í ár er jólakort Blindrafélagsins myndskreytt með myndinni Jólabörn eftir myndlistarkonuna Línu Rut Wilberg. Kortin eru seld átta saman í pakka ásamt umslögum á 1.000 kr. Einnig eru seld átta merkispjöld á jólapakka með sömu mynd á 200 kr.
Meira
ÚT eru komin jólakort Félags eldri borgara í Reykjavík. Myndin er eftir myndlistarkonuna Jónínu Magnúsdóttur (Ninný) og heitir Helgi jólanna. Í hverjum pakka eru 5 jólakort.
Meira
Lionsklúbburinn Kaldá, Hafnarfirði, er að hefja jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líknarmála. Sólveig Stefánsson myndlistarkona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin og með eða án texta.
Meira
JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Myndin Móðir í flæðarmáli - eggtempera á tré eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur - prýðir kortin í ár. Þá orti Erla Stefánsdóttir ljóðið Móðirin við myndina og er það prentað í kortin.
Meira
Jólakort og merkispjöld sem Soroptimistaklúbbur Kópavogs gefur út í ár eru hönnuð af Jónínu Magnúsdóttir (Ninný) en hún er klúbbfélagi. Kortin eru afgreidd í stykkjatali og kosta 100 kr., einnig eru 5 stk. saman í pakka og kosta 500 kr.
Meira
JÓN Júlíusson kaupmaður í Nóatúni lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut aðfaranótt mánudags, 79 ára að aldri. Hann fæddist á Hellissandi 23.
Meira
FORSETI palestínska þingsins krafðist þess í gær að eiginkona Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, bæðist afsökunar á ummælum um að palestínskir embættismenn hygðust "grafa hann lifandi".
Meira
Kirstín Katrín Í frétt um 100 ára afmæli Kristniboðsfélags kvenna, sem birt var sl. laugardag, var rangt farið með nafn Kirstínar Katrínar Pétursdóttur Guðjohnsen (skírð Kirsten Katrine). Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var árið 1903, eru: Kirstín, f.
Meira
BANDARÍSKT flugverkstæði sinnti ekki óskum Landhelgisgæslunnar um að gera við lendingarbúnað og nefhjól Fokker-flugvélar Landhelgisgæslunnar en lét nægja að mála það og senda það til baka.
Meira
GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út í verkfallsmiðstöð grunnskólakennara í Reykjavík þegar ljóst varð að tæplega 93% grunnskólakennara höfðu fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Meira
VERÐMÆTUM að upphæð 580.000 krónum var stolið úr bifreið sem brotist var inn í við Hraunbæ. Innbrotið var tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á sunnudagsmorgun. Rúða var brotin til að komast inn í bílinn.
Meira
VERKFALL grunnskólakennara hófst að nýju á miðnætti eftir að fundi launanefndar sveitarfélaganna og kennara var slitið á ellefta tímanum í gærkvöldi án þess að niðurstaða lægi fyrir.
Meira
MOHAMED ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), segir veröldina í "kapphlaupi við tímann" um að fyrirbyggja að kjarnorkuvopn berist í hendur hryðjuverkamanna.
Meira
MARGIR Palestínumenn hafa litið á eiginkonu Yassers Arafats, Suha, sem spillta yfirstéttarkonu er kosið hafi að lifa í munaði í París í stað þess að vera við hlið eiginmanns síns í Ramallah þegar ísraelskar hersveitir sátu um höfuðstöðvar hans.
Meira
Helgafellssveit | "Við ætluðum ekki út í ferðaþjónustu, en fólkið kom," segir Hildibrandur Bjarnason, bóndi og hákarlsverkandi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, um upphaf ferðaþjónustu í Bjarnarhöfn.
Meira
"VINKONA mín hringdi í mig áðan [í gærkvöldi] og sagði við mig "gleðilegt verkfall"," sagði Erla María Markúsdóttir, nemandi í 10. bekk í Langholtsskóla, eftir að ljóst var að verkfall hæfist á ný í grunnskólum í dag.
Meira
ARNAR Kristjánsson gerir út bátana Ísborgu og Sólborgu frá Ísafirði og var að hjálpa til við löndun er Morgunblaðsmenn voru á ferðinni við Ísafjarðarhöfn. Fór fiskurinn; koli, þorskur og ýsa, beint um borð í gáma sem flytja átti til Englands.
Meira
Lengi hefur verið rætt um hversu stuttur aðalferðamannatíminn er hér á landi. Vissulega er enn ástæða til þess en ýmislegt bendir til að breyting sé að eiga sér stað.
Meira
Djúpivogur | Kaupfélag Héraðsbúa opnaði nýlega nýja verslun á Djúpavogi undir nafninu Samkaup - Strax. Verslunin er til húsa að Búlandi 1, en þar var áður verslunin Kjarval í eigu Kaupáss sem var lokað síðastliðið vor.
Meira
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að sett verði á fót sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18-24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði við Nesjavallaveg.
Meira
TÖLUVERÐAR skemmdir voru unnar á grasvelli KA um helgina. Ekið var á bíl inn á völlinn og spólað vítt og breitt um svæðið. Hjólför sjást víða á vellinum og sums staðar sést í bera moldina.
Meira
Skíðamenn fá styrk | Skíðafélag Dalvíkur hefur leitað eftir styrk úr afreksmannasjóði íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna kostnaðar við æfingaferðir til Austurríkis fyrir skíðamennina Björgvin Björgvinsson og Kristin Inga Valsson, en þeir eru...
Meira
Eldgos hófst í Grímsvötnum að kvöldi mánudagsins 1. nóvember síðastliðins. Talið er að því hafi lokið síðastliðið föstudagskvöld, 5. nóvember, eða snemma á laugardag. "Þetta var óvenju snöggt gos," sagði Magnús Tumi Guðmundsson prófessor.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 22 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota, þar af eru 15 mánuðir skilorðsbundnir. Maðurinn stal m.a.
Meira
FORSVARSMENN Flugsafnsins á Akureyri stefna að því að hefja byggingu nýs húsnæðis á næsta ári. Núverandi húsnæði safnsins er þegar orðið of lítið og þörfin fyrir stærra húsnæði til viðbótar því orðin brýn.
Meira
HIMINNINN yfir írösku borginni Fallujah logaði í gær er ráðist var gegn henni á láði og úr lofti. Tóku 12.000 bandarískir og íraskir hermenn þátt í árásinni en talið var, að um 2.000 uppreisnarmenn væru til varnar.
Meira
Minnisvarði um Ingólf Jónsson, fyrrverandi alþingismann, ráðherra og kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, var vígður við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag á Hellu.
Meira
BROTIST var inn í eina af þremur tölvustofum Menntaskólans við Sund um helgina, að öllum líkindum í fyrrinótt, og þaðan stolið 16 nýjum tölvuskjám. Verðmæti þeirra er um 500.
Meira
Burðarásar atvinnulífsins á Suðureyri eru fiskvinnslufyrirtækin Íslandssaga og Klofningur sem alls veita um 80 manns atvinnu. Það verður að teljast hátt hlutfall af 330 manna byggðakjarna.
Meira
Þórarinn Eldjárn heyrði fréttir af Arafat; hann væri að vísu ekki farinn en búinn að tryggja sér pláss um borð og léti bátinn bíða eftir sér: Gott að Yasser fékk loks far með ferjunni hjá Karon. En skelfilega skítlegt var að skilja eftir Sharon.
Meira
FORSÍÐA nóvemberheftis bandaríska vísindatímaritsins Nature Genetics er helguð grein eftir vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar um tengsl endurröðunar í erfðamengi mannsins og frjósemi.
Meira
Fjöllistamaðurinn Lýður Árnason, læknir á Flateyri, og heldur útgáfuhátíð í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri næstkomandi laugardag, vegna geisladisksins Frá Valhöll til Himnaríkis.
Meira
JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í gær um að heilbrigðisráðherra yrði falið að skipa nefnd sem gerði úttekt á kostum þess og göllum út frá læknisfræðilegu, siðfræðilegu og trúarlegu...
Meira
FUNDI launanefndar sveitarfélaganna og kennara var slitið á ellefta tímanum í gærkvöldi án þess að niðurstaða lægi fyrir. Báðir aðilar lögðu fram hugmyndir að lausn deilunnar en mat ríkissáttasemjara var að þær viðræður hefðu engu skilað.
Meira
MJÖG ákveðið viðbúnaðarkerfi fer í gang þegar eitthvað bregður útaf í fluginu og hefur Flugfélagið Atlanta samið ákveðna viðbragðsáætlun sem notuð er þegar atvik koma upp.
Meira
Málsvörn og minningar er heiti nýútkominnar bókar Matthíasar Johannessen skálds og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Það er Vaka-Helgafell sem gefur bókina út.
Meira
BRÉFIÐ sem Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sendi Þórði Ægi Óskarssyni, sendiherra Íslands í Japan, og sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er handskrifað og dagsett 27. október.
Meira
Laxamýri | Líf og fjör var í Hafralækjarskóla í Aðaldal þessa vikuna því dansnámskeið stóð þar yfir og er það alltaf kærkomin tilbreyting í skólastarfinu.
Meira
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum eru eftirfarandi mál á dagskrá. 1. Lánasjóður sveitarfélaga. 2. Rannsóknarnefnd umferðarslysa. 3. Sérkennslu- og meðferðardagdeild fyrir börn með geðrænan vanda. 4. Stjórnskipunarlög. 5.
Meira
ENGIN ákvörðun liggur enn fyrir um hvernig staðið verður að stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls, að sögn Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, en málið er til meðferðar hjá ríkisstjórn og væntir ráðherra að ákvörðun liggi fyrir von bráðar um...
Meira
ÞORSKELDIÐ hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. í Hnífsdal (HG) fer vel af stað. Farið er að slátra og selja vænan fisk á markaði á meginlandi Evrópu.
Meira
Eins og við var búist felldu kennarar miðlunartillögu sáttasemjara. Tæplega 93% þeirra, sem greiddu atkvæði um tillöguna, felldu hana og kannski var það eina, sem kom á óvart, hversu afgerandi niðurstaðan var.
Meira
Hljómsveitin BRaK hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Silfurkross. BRaK skipa þeir Hafþór Ragnarsson (söngur/raddir/hljómborð/aukahljóð) og Haraldur Gunnlaugsson (gítar/bassi/hljómborð/raddir) og eru öll lög eftir þá félaga, en textar eftir Hafþór.
Meira
FRIÐRIK krónprins Dana og Mary krónprinsessa voru í einkaheimsókn í Berlín í gær og notuðu tækifærið til að afhjúpa þrjú verk eftir Ólaf Elíasson í danska sendiráðinu í borginni. Þau Friðrik og Mary skoðuðu líka Alte Nationalgalerie, þar sem m.a.
Meira
Tónleikar sveitar Jim Black, AlasNoAxis, þriðjudaginn 2. nóvember. Auk Black, sem leikur á trommur, skipa sveitina þeir Hilmar Jensson (gítar), Skúli Sverrisson (bassi) og Chris Speed (saxófónn). Stórsveit Nix Noltes hitaði upp.
Meira
SKOSKI leikarinn Ewan McGregor, sem meðal annars hefur unnið sér til frægðar að leika Obi-Wan Kenobi í Stjörnustríðsmyndunum, ætlar að taka þátt í uppfærslu á Gæjar og píur , Guys and Dolls , á West End í London.
Meira
Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) rannsaka um þessar mundir manninn sem er fyrirmynd persónunnar sem Dustin Hoffman leikur í kvikmyndinni Regnmanninum (Rain Man) .
Meira
Brimkló er hér þeir Björgvin Halldórsson (söngur, gítar, munnharpa), Arnar Sigurbjörnsson (gítar, söngur), Ragnar Sigurjónsson (trommur), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Magnús Einarsson (mandólín, gítar), Þórir Baldursson (hljómborð) og Guðmundur...
Meira
POPPPRINSESSAN Kylie Minogue er komin með nýja undirfatalínu í kjölfar mikilla vinsælda Love Kylie-nærfatanna. Kylie kynnti nýju línuna, LK legs, sem byggist upp á sokkabuxum, í London en þar mátti m.a. sjá netsokkabuxur og sokkabönd.
Meira
NORSKUR heimildarþáttur um Wangari Maathai, sem hlaut bæði norsku umhverfisverðlaunin og friðarverðlaun Nóbels í ár, er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld.
Meira
TEIKNIMYNDIN The Incredibles fékk langmesta aðsókn í bandarískum bíóhúsum um helgina og námu tekjur af henni 70,7 milljónum dala, eða tæpum fimm milljörðum króna. Er þetta næstmesta aðsókn sem teiknimynd hefur fengið á frumsýningarhelgi.
Meira
Geðþekku Skotarnir í Travis voru að senda frá sér smáskífusafn og mynddisk. Inga Rún Sigurðardóttir leit til fortíðar og forvitnaðist um framtíðina hjá gítarleikaranum Andy Dunlop.
Meira
South River Band: Grétar Ingi Grétarsson kontrabassi, söngur, Gunnar Reynir Þorsteinsson slagverk/söngur, Helgi Þór Ingason harmonika, söngur, Kormákur Þráinn Bragason gítar/söngur, Matthías Stefánsson fiðla/gítar/banjo, Ólafur Sigurðsson mandólín/söngur, Ólafur Þórðarson gítar/söngur. Allar útsetningar og flest lög eftir liðsmenn South River Band. Útgefandi Söngkvöldafélagið srb.
Meira
Sálumessur eftir Fauré og Duruflé. Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvarar: Ísak Ríkharðsson, Sesselja Kristjánsdóttir og Magnús Þ. Baldvinsson; orgelleikur: Mattias Wager; sellóleikur: Inga Rós Ingólfsdóttir. Sunnudagur 7. nóvember.
Meira
Chilcott: Advent Antiphons (frumfl.), auk verka eftir Corelli og Mozart. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sópran, Pamela De Sensi flauta, Steingrímur Þórhallsson semball og Marteinn H. Friðriksson orgel. Dómkórinn u. stj. Bobs Chilcotts. Laugardaginn 30. október kl. 17.
Meira
SJÓNVARPIÐ er eina sjónvarpsstöðin hérlendis sem hefur þulur á sínum snærum. Þessi pistill er ekki ætlaður til að leggja til að þulurnar verði lagðar af, heldur að þær fái stærra hlutverk.
Meira
Frá Vigfúsi B. Jónssyni:: "ÁRATUGUM saman hafa menn mátt horfa upp á fólksflóttann úr sveitum landsins sem enn heldur áfram. Því miður hefur þessi flótti alla tíð verið gjörsamlega skipulagslaus og kylfa ráðið kasti um eyðingu byggðanna."
Meira
Höskuldur Frímannsson fjallar um borgarstjóramálið: "Getur einn einstaklingur staðið upp og sett puttann á meinið? Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér fyrir starfsmanninn innan fyrirtækisins?"
Meira
Eftir Matthías Johannessen: "...ÉG HEF oft heyrt útlendinga tala um fallegt hljóðfall tungunnar, þegar þeir hlusta á íslenzkar bókmenntir lesnar á frummálinu. Þeim finnst varðveizla tungunnar aðdáunarvert afrek og þá einnig mikilvægt fordæmi. Það eru siðmenningarleg gæði að muna."
Meira
Haraldur Páll Sigurðsson fjallar um reynslu sína af hermennsku: "Þetta lið sem nú er í Afganistan eru borgaralegir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og eru þar undir því yfirskini að vernda flugvöllinn í Kabúl ásamt einhverjum þjálfunarmerkjum."
Meira
Frá Önnu Þorsteinsdóttur, nemanda í 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík:: "EINS OG flestir vita þá hefur verið verkfall hjá kennurum og mjög svo líklegt að það muni halda áfram. Þessi miðlunartillaga er kjaftæði ..."
Meira
Frá Sigmundi Guðmundssyni stærðfræðingi:: "KÆRU Siv Friðleifsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Fimmtudaginn hinn 14. október 2004 birti Morgunblaðið mjög athyglisverða grein eftir Guðrúnu Lilju Hólmfríðardóttur."
Meira
Steingrímur Ólafsson fjallar um Orkuveitu Reykjavíkur: "Guðlaugur Þór, sem jafnframt á sæti í stjórn OR, hefur farið þess ítrekað á leit að fá upplýsingar um hver hin raunverulega staða sé."
Meira
Elísabet Kristín Jökulsdóttir fjallar um sýningu Nemendaleikhússins: "Upprisan er kannski kjarni mennskunnar, að sjá fegurðina og jafnréttið, en um leið virðist maðurinn hafa annan kjarna, eða veikleika; hina eilífu fósturstellingu."
Meira
Jóhann Már Maríusson fjallar um 100 ára afmæli raforkuvæðingar Íslands: "Við það tækifæri verður afhjúpaður minnisvarði um frumherjann Jóhannes Reykdal."
Meira
Er þetta virkilega satt? ÉG veit ekki hvort fólk nennir að hlusta á svona nöldur nú til dags, en ég er með spurningu í lokin sem lesendur geta kannski hjálpað mér með.
Meira
Jóhanna Ásgeirsdóttir fæddist í Baulhúsum við Arnarfjörð 20. maí 1923. Hún andaðist á heimili sínu að morgni 29. október síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Oktavía Kristjánsdóttir, f. 9. maí 1885, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Björn Guðmundsson fæddist á Folafæti 2. okt. 1924. Hann lést á Vífilsstöðum 24. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Salómonsson, f. á Kolbeinseyri í Súðavíkurhreppi 3.8. 1894, 9.4. 1963, og Guðrún Sigurðardóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Óli Helgi Ananíasson fæddist á Hríshóli í Reykhólasveit 28. desember 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 2. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ananíasar Stefánssonar, f. 7. okt. 1888, d. 4. maí 1952, og Herdísar Þórðardóttur, f. 23.
MeiraKaupa minningabók
Pétur Þórsson fæddist á Húsavík 9. júní 1953. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 1. nóvember síðastliðinn. Móðir Péturs er Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir húsmóðir, f. á Saurbæ á Langanesströnd 20. mars 1920.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Gestsson fæddist 17. febrúar 1918 á Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi, V-Hún. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga mánudaginn 1. nóvember síðastliðinn. Sigurður var sonur Magnhildar Þórveigar Árnadóttur frá Akranesi, f. 21.6.
MeiraKaupa minningabók
EKKI náðist samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári, á samningafundi sem fram fór í London dagana 5. og 6. nóvember sl.
Meira
SHOE Studio Group mun á næstunni skrifa undir samninga um kaup á Rubicon Retail, sem rekur Principles- og Warehouse-tízkuverzlanakeðjurnar í Bretlandi, að sögn brezka blaðsins Daily Telegraph.
Meira
EIGENDUR, stjórn og stjórnendur Olíufélagsins hf. harma þátt Olíufélagsins Esso í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins, segir í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær.
Meira
EÐLILEGT er að spurt sé hvort eitthvert vit sé í því að taka 100% lán til íbúðakaupa. Svarið við þeirri spurningu liggur ekki í augum uppi og er algjörlega háð aðstæðum hvers og eins og því hver þróunin í þjóðfélaginu verður.
Meira
"SAMRÁÐ olíufélaganna sem fjallað er um í skýrslu Samkeppnisstofnunar voru aldrei rædd við stjórn Skeljungs og, að því er ég best veit, var öllum stjórnarmönnum félagsins ókunnugt um þetta samráð," segir Hörður Sigurgestsson, sem sat í stjórn...
Meira
REKSTUR Landssíma Íslands skilaði rúmlega 2.443 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 1.615 milljónir króna.
Meira
Hvatinn að því að ég ákvað að setja upp nýja vefsíðu er að safna á einn stað þeirri reynslu, upplýsingum og þekkingu sem ég hef viðað að mér í þessu starfi á annan áratug," sagði Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, sem nú hefur...
Meira
50 ÁRA afmæli. Fimmtug er í dag, þriðjudaginn 9. nóvember, Sigurlaug Helga Emilsdóttir prentsmiður . Hún verður á kóræfingum með Gospelsystrum og Léttsveit Reykjavíkur á...
Meira
Rauðagerði | Íslenskir hljómlistarmenn fögnuðu vel um helgina þegar nýtt hús var tekið í notkun að Rauðagerði 27, þar sem Félag íslenskra hljómlistarmanna hefur skrifstofur sínar, skóla og aðra vinnuaðstöðu.
Meira
KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld eitt stórbrotnasta og jafnframt síðasta verk rússneska kvikmyndagerðarmannsins Sergei M. Eisenstein, Ívan grimma.
Meira
Áhugahópur um verndun Þjórsárvera, í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, stendur fyrir fundi í Norræna húsinu í dag kl. 16.30-18.30. Á fundinum verða m.a. sýndar nýlegar myndir Jóhanns Ísbergs ljósmyndara úr Þjórsárverum.
Meira
Snæbjörn Kristjánsson fæddist í Reykjavík 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og rafmagnsverkfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Þá var hann í framhaldsnámi í tækniháskólanum í Linköping og við verkfræðistörf hjá fyrirtækjum í Svíþjóð frá námslokum til 1983. Snæbjörn starfar nú sem deildarverkfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís. Hann á þrjú börn.
Meira
Vitið þér ekki, að ef þér bjóðið öðrum sjálfa yður fyrir þjóna og hlýðið honum, þá eruð þér þjónar þess, sem þér hlýðið, hvort heldur er syndar til dauða eða hlýðni til réttlætis?(Rómv. 6, 16.)
Meira
Víkverji horfir sjaldan á glæpaþætti í sjónvarpi. Hefur raunar ekki haldið þræði í þáttum af því tagi síðan Derrick og Hunter voru og hétu. Það voru kempur í lagi.
Meira
* ALEXANDER Shamkuts skoraði eitt mark fyrir Stralsunder sem vann Solingen , 27:30, á útivelli í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Stralsunder er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 10 leikjum.
Meira
ÁRNI Gautur Arason markvörður Vålerenga var útnefndur markvörður ársins af leikmönnum sjálfum en kjöri á bestu knattspyrnumönnum ársins var lýst í hófi leikmannsamtakana í Noregi í Osló í gærkvöld.
Meira
BANDARÍSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði um helgina í fyrsta skipti í 22 leikjum. Það voru Danir sem lögðu bandarísku Ólympíumeistarana að velli á sannfærandi hátt í Philadelphia, 3:1.
Meira
GRÉTAR Sigfinnur Sigurðarson, knattspyrnumaður úr Víkingi, fer til skoðunar hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu RKC Waalwijk síðar í þessum mánuði. Grétar staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og verður hann við æfingar hjá liðinu í vikutíma.
Meira
ÞAÐ er ljóst að Ólympíuleikarnir sem fram fóru í Aþenu í Grikklandi í sumar eru dýrustu leikarnir í sögunni en heimildamaður norska dagblaðsins Aftenposten segir að þegar dæmið verði að fullu gert upp verði upphæðin um 620 milljarðar ísl. kr.
Meira
Á STJÓRNARFUNDI enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham sem fram fór í gær var ákveðið að ráða Hollendinginn Martin Jol sem knattspyrnustjóra liðsins en hann var aðstoðarmaður Frakkans Jacques Santini sem sagði upp störfum á föstudag.
Meira
KRISTINN Jakobsson hefur verið útnefndur dómari á leik Basel frá Sviss og Hearts frá Skotlandi í riðlakeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Basel fimmtudaginn 25. nóvember.
Meira
GOLFVERTÍÐINNI er nú lokið hjá flestum golfklúbbum landsins en fyrstu golfmót ársins fóru fram um miðjan apríl og stóð keppnistímabilið yfir í tæpa sex mánuði eða til loka október.
Meira
HAUKUR Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjalar í Mosfellsbæ, segir að þar á bæ sækist menn ekki eftir því að halda nema 5-6 opin golfmót á ári hverju. "Við erum með 9 holu golfvöll og það þarf að koma kylfingum út í tveimur skömmtum.
Meira
MARGEIR Vilhjálmsson er framkvæmdastjóri fjölmennasta golfklúbbs landsins, Golfklúbbs Reykjavíkur, og segir hann að varla líði sú vika að ekki sé opið mót á vegum klúbbsins á Grafarholts- eða Korpuvelli. Að mati framkvæmdastjórans er markaðurinn ekki mettaður og heildartekjur GR af mótahaldi og samstarfssamningum nemi um 30 millj. kr. á ári.
Meira
FH-ingurinn Emil Hallfreðsson heldur á morgun ásamt umboðsmanni sínum, Arnóri Guðjohnsen, til Lundúna en enska úrvalsdeildarliðið Tottenham vill skoða leikmanninn sem sló í gegn með meistaraliði FH í sumar.
Meira
MARGIR kylfingar leika golf í áratugi án þess að ná "draumahögginu" en Bandaríkjamaðurinn Chris Varallo upplifði eftirminnilegan golfhring sl. laugardag er hann lék á Liberty Lake í Bandaríkjunum. Hinn 31 árs Varallo notaði 7-járn á 3.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.