GEÐVERNDARFÉLAG Akureyrar og nágrennis er þrjátíu ára um þessar mundir. Í tilefni afmælisins verður efnt til fagnaðar í Ketilhúsinu á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, kl. 15. Markmið Geðverndarfélagsins er m.a.
Meira
Í kringum 3.800 fjölskyldur fengu fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg árið 2003 en útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar var yfir milljarður króna. Þegar atvinnuleysi eykst fjölgar fólki sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda.
Meira
TÆKNIFYRIRTÆKIÐ hotMobilemail ehf tók formlega til starfa í Bolungarvík í gær. Starfsemi fyrirtækisins byggist á því að bjóða alþjóðlegan aðgang að þráðlausum tölvupósti fyrir lófatölvusíma.
Meira
Þau málefni sem hæst ber í þjóðfélaginu hverju sinni rata venjulega með einum eða öðrum hætti inn í sal Alþingis. Kjaradeila grunnskólakennara og sveitarfélaga er þar engin undantekning.
Meira
ÁHERSLA er lögð á það við byggingu Reykjanesvirkjunar að lágmarka áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið. Athygli vekur að allir starfsmenn sem koma að framkvæmdunum fara á námskeið um umhverfismál.
Meira
FÓLKSBÍLL valt út af Ólafsfjarðarvegi á fjórða tímanum í gær, og voru ökumaður og tveir farþegar fluttir með sjúkrabílum á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Þeir reyndust lítið sem ekkert slasaðir og fengu að fara heim að skoðun lokinni.
Meira
Reykjavík | Hafnar verða viðræður fljótlega milli Reykjavíkurborgar og fulltrúa einkarekinna skóla um stöðu þeirra og framtíðarhorfur, en borgarráð samþykkti tillögu þar að lútandi á fundi á fimmtudag.
Meira
Selfoss | "Þetta var mögnuð upplifun í dag og dásamlegt að verða vitni að þessari almennu gleði meðal starfsmanna og fólks almennt. Og síðan það að vera með þessum mikla fjölda við skóflustunguna sem var sannkölluð fjöldasamkoma.
Meira
*ÁRNI Árnason sjúkraþjálfari varði doktorsverkefni sitt "Injuries in football; Risk factors, injury mechanisms, team performance and prevention" við Senter for idrettsskadeforskning, Norges idrettshøgskole 6. september 2004.
Meira
FULLTRÚAR launanefndar sveitarfélaga mættu á fund allsherjarnefndar í gærkvöldi og gerðu grein fyrir athugasemdum sínum við frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.
Meira
JAPANSKA stjórnin krafðist þess í gær, að Kínastjórn bæðist afsökunar á því að hafa sent kafbát inn fyrir japanska lögsögu, inn á svæði, sem er mjög gasauðugt og ríkin hafa deilt um.
Meira
Annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann við verkfalli grunnskólakennara lauk á Alþingi síðdegis í gær eftir fimm klukkustunda umræðu. Stefnt er að því að frumvarpið verði að lögum í dag.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN hefur með skilyrðum fallist á lagningu Gjábakkavegar milli Laugarvatns og Þingvalla. Um er að ræða um það bil 15 km langan, nýjan veg, sem mun liggja að mestu leyti um óraskað svæði. Þau skilyrði eru m.a.
Meira
STARFSHÓPUR um mögulega sameiningu opinberra matvælarannsókna í einni stofnun eða fyrirtæki, leggur til í nýlegri skýrslu að sett verði á fót Matvælarannsóknastofnun Íslands sem hafi umsjón með rannsóknum, þróun, framleiðslu og meðferð matvæla frá...
Meira
Sauðárkrókur | Landsflug hefur ákveðið að hefja að nýju áætlunarflug milli Reykjavíkur og Sauðárkróks um næstu mánaðamót. Áætlun liggur ekki fyrir en væntanlega verður flogið sex sinnum í viku. Þegar Landsflug tók yfir innanlandsflug Íslandsflugs, 1.
Meira
ÁKVÆÐIÐ um að sveitarfélögin og kennarar geti gengið frá kjarasamningi sín á milli fyrir 15. desember áður en málið kemur til kasta gerðardóms er fyrst og fremst sett vegna ábendinga sem stjórnvöldum hafa borist frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO).
Meira
LÖGREGLUNNI í Hafnarfirði barst í vikunni bakpoki sem innihélt talsvert magn af framhliðum af útvarps- og geislaspilurum í bifreiðar, en slíkum framhliðum er hægt að smella af tækjunum.
Meira
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar harmar ályktun kjördæmisþings framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, haldið í Borganesi um nýliðna helgi, þar sem kveðið er á um frestun jarðganga um Héðinsfjörð til Siglufjarðar.
Meira
KRAKKARNIR á leikskólanum Hraunborg blésu á kertin á afmælisköku í gær, en afmælisbarnið var leikskólinn þeirra sem er 20 ára um þessar mundir. Afmælissöngurinn var svo að sjálfsögðu sunginn áður en börnin og aðrir gestir gæddu sér á...
Meira
FULLTRÚAR Olíufélagsins hf. og Samkeppnisstofnunar gerðu með sér samkomulag um að félagið myndi vinna með stofnuninni að því að upplýsa um meint ólöglegt samráð olíufélaganna sem m.a.
Meira
HÁSKÓLARÁÐ hefur breytt fyrri ákvörðun um að innrita ekki nýnema á vormisseri um næstu áramót. Þetta er einkum gert með tilliti til hagsmuna þeirra nýstúdenta, sem brautskrást nú í lok árs úr framhaldsskólum landsins.
Meira
TVEIR piltar um tvítugt þreyttu kappakstur á bifreiðum sínum á Miklubraut við Rauðarárstíg í gærkvöldi, í myrkri og slabbi. Í öðrum bílnum voru tveir farþegar, stúlkur á svipuðu reki og piltarnir.
Meira
HÓPUR íslenskra fjárfesta hefur keypt 83% hlutafjár í dönsku eignarhaldsfélagi sem á hina þekktu stórverslun Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn auk sjö annarra Magasin-verslana.
Meira
TIL ÞESS að eiga möguleika á því að fá kennara inn í skólana á mánudag sæmilega sátta, verður að tryggja að þeir fái 130 þúsund króna eingreiðslu og að minnsta kosti 5,5% launahækkun strax.
Meira
SAKSÓKNARI á Ítalíu krafðist þess í gær að dómstóll í Mílanó dæmdi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í átta ára fangelsi fyrir að hafa mútað dómurum. Saksóknarinn vill einnig að Berlusconi verði bannað til lífstíðar að gegna opinberu embætti.
Meira
Óttar Einarsson sendi einhverju sinni Guðmundi Sæmundssyni vísu á jólakorti en hann sá þá um þáttinn "Daglegt mál": Hlustenda vænsta von, vitur og göfug sál: Guðmundur Sæmundsson sem er með "Daglegt mál".
Meira
LJÓSMYNDASTOFAN Machete hefur nýlega verið opnuð að Laugavegi 85 í Reykjavík. Eigandi stofunnar er Ernesto Ortiz en hann er menntaður ljósmyndari frá ljósmyndaskóla í Mexíkóborg, Escuela Activa de Fotografía.
Meira
ÁRLEG minningarathöfn á vegum breska sendiráðsins verður haldin í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði, sunnudaginn 14. nóvember 2004, klukkan 10.45.
Meira
Ölfus | Aðeins verður gert ráð fyrir mislægum vegamótum á Þrengslavegamótum Suðurlandsvegar í útboði á endurbótum vegarins sem auglýst verður á næstunni.
Meira
Suðurnes | Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ákveðið að kjósa nefnd til að fara yfir núverandi stöðu samstarfs sveitarfélaganna á svæðinu.
Meira
SKIPT var um yfirmann varnarliðsins með athöfn sem fram fór á Keflaíkurflugvelli í gærmorgun. Í stað Noel G. Preston aðmíráls hefur Robert S. McCormick ofursti úr flugher Bandaríkjanna tekið við.
Meira
VERSLUNIN Penninn Bókval stóð fyrir útgáfuhátíð í gær, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og JPV útgáfu, í tilefni af útgáfu bókarinnar um Oliver Twist eftir Charles Dickens.
Meira
NOKKUR óútskýrður munur virðist vera á tölum Hagstofunnar og tölum sem fram koma í könnun Rannsókna og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna hér á landi.
Meira
"VÉR mótmælum allir," hrópuðu grunnskólakennarar sem tóku sér stöðu fyrir framan Alþingishúsið í gær til þess að láta í ljós megna óánægju sína með lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Meira
ÞORBJÖRN Hlynur Árnason, prófastur á Borg á Mýrum, hitti Yasser Arafat í höfuðstöðvum hans í Ramallah fyrir rúmum tveimur árum en Arafat var borinn þar til grafar í gær.
Meira
LAGAFRUMVARP ríkisstjórnarinnar um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum öðlast gildi um leið og þau hafa verið afgreidd frá Alþingi og verða þá verkföll, verkbönn og aðrar aðgerðir Kennarasambands Íslands gagnvart sveitarfélögunum óheimil...
Meira
Reykjanes | "Þetta er magnaður staður og kraftur í landslaginu," segir Hallgrímur Magnússon, byggingastjóri hjá Eykt ehf. sem er aðalverktaki við Reykjanesvirkjun Hitaveitu Suðurnesja hf.
Meira
Í BYRJUN nóvember kynnti Morgunblaðið áskrifendum möguleika á að sjá blað dagsins í tölvunni sinni án viðbótargjalds. Viðbrögð við þessari viðbótarþjónustu hafa verið gríðarlega góð, en núna hafa yfir 5.
Meira
SÍLDARLÖNDUN á Fáskrúðsfirði er í fullum gangi, og hefur þegar verið landað um 3.400 tonnum af síld, sem hefur mestmegnis verið veidd af Hoffelli SU-80. Þegar hafa verið söltuð síldarflök í um 15 þúsund tunnur og heilsöltuð síld í um 3.
Meira
Mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Miðstöðin tók til starfa 1. ágúst sl. og eru starfsmenn nú þrír.
Meira
Eyjafjörður | Það styttist í að ný brú yfir Hörgá á Ólafsfjarðarvegi verði tekin í notkun en í vikunni lauk steypuvinnu verksins, er þekjan var steypt. Við brúna verður byggður 700 metra langur vegur, sem tengist núverandi vegi.
Meira
Hvammstangi | Grænalaut er nafnið á söfnunarsvæði Húnaþings vestra en þar fer fram öll urðun, söfnun, endurvinnsla og geymsla á stærri hlutum frá fyrirtækjum og einstaklingum í héraðinu.
Meira
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn ásamt íslenskri sendinefnd í Japan í boði forseta efri deildar japanska þingsins, og stendur hún til 16. nóvember. Við komuna til Japan á fimmtudag fundaði sendinefndin með gestgjafanum.
Meira
Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu var til umræðu á ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í gær. Þar leiddu saman hesta sína stjórnendur í heilbrigðisgeiranum, sérfræðingar utan hans, stjórnmálamenn og fulltrúar sjúklinga.
Meira
JARÐBORANIR hafa samið við orkufyrirtækið Sogeo á Azoreyjum um borun á vinnsluholum vegna háhitavirkjunar á São Miguel, sem er stærsta eyjan í Azoreyjaklasanum.
Meira
Suha, hin umdeilda eiginkona Yassers Arafats, og Zahra, dóttir þeirra, voru við athöfnina í Kaíró í gær. Voru þær mjög harmþrungnar en Suha fylgdi þó ekki eiginmanni sínum síðasta spölinn til Ramallah.
Meira
Sýning opnuð | Þriðji og síðasti hluti sýningarinnar ALDREI - NIE - NEVER verður opnuð í Gallerí + í Brekkugötu 35 á Akureyri í dag, laugardag kl. 16.
Meira
Stokkseyri | Jón Ingi Sigurmundsson myndlistarmaður heldur þessa dagana sýningu í menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Sýningin var opnuð í tengslum við stórsamkomu þar sem farið var yfir starf Jóns Inga sem kórstjóra.
Meira
PORTÚGALSKA fado-söngkonan Mariza kemur fram á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Tónleikar hennar verða í Broadway 27. og 28. maí, en hún kemur með fjölmenna hljómsveit með sér.
Meira
YFIRGNÆFANDI meirihluti Íslendinga telur skógrækt mjög jákvæða bæði fyrir landið sjálft og fólkið sem hér býr. Samtals 93% Íslendinga telja skógrækt hafa jákvæð áhrif fyrir landið, þar af 68% "mjög jákvæð".
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir úrskurðarnefndar félagsþjónustu frá því í desember á síðasta ári, þar sem einstaklingi var synjað um styrk vegna sérstakra erfiðleika (jólauppbót) og jafnframt synjað um hækkun á...
Meira
Undanfarin ár hefur nýbúum fjölgað mjög í sveitarfélaginu. Mörgum finnst sem þessu fólki gangi erfiðlega að samlagast samfélaginu enda margir komnir án fjölskyldu sinnar, eingöngu til að afla fjár og senda til heimalandsins.
Meira
Selfoss | Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga vill að endurbætur á Suðurlandsvegi á milli Selfoss og Reykjavíkur verði settar í forgang við endurskoðun vegaáætlunar fyrir næstu þrjú ár. Hefur stjórnin kynnt þingmönnum kjördæmisins þessi sjónarmið.
Meira
YASSER Arafat var lagður til hinstu hvílu í höfuðstöðvum hans í bænum Ramallah á Vesturbakkanum um miðjan dag í gær. Fyrr um daginn hafði formleg útför Arafats farið fram í Kaíró í Egyptalandi að viðstöddum fulltrúum frá um sextíu ríkjum.
Meira
ÖNGÞVEITI var við höfuðstöðvar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum í gær þegar tugir þúsunda manna söfnuðust þar saman til að fylgjast með útför hans.
Meira
Ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvarp um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum. Þar segir að hafi deiluaðilar ekki komist að samkomulagi fyrir 15. desember skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm, sem eigi fyrir 31.
Meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur að undanförnu vakið athygli á nauðsyn þess að stofnunin fái rýmri heimildir til að taka á misfellum á fjármálamarkaðnum.
Meira
Á smedjan.com, sænsku vefriti sem heldur fram mjög svo frjálslyndum stjórnmálaskoðunum, skrifar Mattias Svensson áhugaverða greiningu á pólitík George W. Bush Bandaríkjaforseta. Bandaríska þjóðin kaus George W.
Meira
SAMANBURÐUR fyrir Íslandsmótið í "Galaxy Fitness" eða hreysti fer fram í kvöld og hefst kl. 20. Í gær fór fram samanburður í Laugardalshöll og þá mátti vel sjá hversu spennandi keppnin verður í kvöld.
Meira
Öðruvísi fjölskylda er eftir Guðrúnu Helgadóttur. Bókin er framhald af bókinni Öðruvísi dögum. Það gengur á ýmsu í lífi Karenar Karlottu, níu ára bráðum tíu, og fjölskyldu hennar sem lesendur kynntust fyrst í Öðruvísi dögum.
Meira
Leikstjórn: Mark Rosman. Aðalhlutverk: Hilary Duff, Jennifer Coolidge, Chad Michael Murray, Dan Byrd, Regina King og Julie Gonzalo. 95 mín. BNA. Warner Bros. 2004.
Meira
PORTÚGALSKA fado-söngkonan Mariza heldur tvenna tónleika hér á landi á vegum Listahátíðar í Reykjavík á næsta ári. Tónleikarnir verða í Broadway 27. og 28. maí, en Mariza kemur með fjölmenna hljómsveit með sér.
Meira
Leikkonan Angelina Jolie hefur verið útnefnd heiðursborgari Kambódíu fyrir störf sín að mannúðarmálum þar í landi. Jolie, sem ættleiddi son sinn, Maddox, frá Kambódíu, er góðgerðarsendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum.
Meira
James Gandolfini , sem leikur mafíuforingjann Tony Soprano í þáttunum Sópranó-fjölskyldunni, segist tilbúinn að hætta í þáttunum. Gandolfini, sem er 43 ára, segist hreinlega orðinn leiður á hlutverkinu og vilji reyna eitthvað nýtt.
Meira
FYRSTA upplag plötunnar Guerilla Disco frá Quarashi er uppseld frá útgefanda en um er að ræða 3.000 eintök. Næsta upplag kemur í búðir á þriðjudag og verða tvennar breytingar gerðar frá upphaflegu plötunni.
Meira
DAVÍÐ Oddsson er gestur Gísla Marteins laugardaginn 13. nóvember. Davíð talar þar um baráttuna við krabbameinið, sjúkrahúsvistina og sína upplifun á heilbrigðiskerfinu sem sjúklingur.
Meira
UNGLIST, listahátíð ungs fólks, lýkur í Tjarnarbíói í kvöld með keppni í skífuskanki og taktkjafti. Klukkan 15 í dag verður tekið forskot á sæluna með kynningu á skífuskankinu í Tjarnarbíói en keppnin sjálf hefst klukkan 20.
Meira
MIÐASALA á tónleika Stranglers í íþróttahúsinu Smáranum, Kópavogi, hefst í dag. Tónleikarnir fara fram laugardaginn 4. desember og sjá Fræbbblarnir um upphitun.
Meira
Í síðasta þætti af Orð skulu standa lá þessi fyrri partur fyrir: Það er gaman að horf'á'ann Gísla og gesti hans ýmislegt sýsla. Ómar Ragnarsson botnaði á þennan veginn: Sér skemmta svo mikið að skvapið og spikið skelfur af hlátri eins og hrísla.
Meira
Einhorn: Voices of Light við mynd C. T. Dreyers um Jóhönnu frá Örk. Hallveig Rúnarsdóttir S, Dóra Steinunn Ármannsdóttir MS, Egill Árni Pálsson T og Keith Reed B; sönghópurinn Hljómeyki og Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Franks Strobels. Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 19:30.
Meira
Tónleikar á Broadway fimmtudaginn 11. nóvember. Fram kom Marianne Faithfull ásamt hljómsveit. Bassaleikarinn Fernando Saunders hitaði upp fyrir Faithfull.
Meira
HÖFUNDAR sjónvarpsþáttarins 24 hafa búið til nýtt afsprengi þáttanna, sérstaklega ætlað fyrir farsíma. "Farþættirnir" verða einnar mínútu langir hver og verða fáanlegir t.d.
Meira
Dómstóll í Bretlandi hafnaði í gær kröfu bresku rokkhljómsveitarinnar Rolling Stonesum að fá aðgang að bókhaldi útgáfufélagsins Decca Music Group en Rolling Stones telur að útgáfan hafi ekki greitt það sem henni ber vegna sölu á hljómplötunni 40 Licks...
Meira
DRAUMALANDIÐ heitir nýr geisladiskur Gunnars Gunnarssonar organista og Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Þar leika þeir þrettán íslensk ættjarðarlög í eigin útsetningum, þar sem spuni er í stóru hlutverki.
Meira
Eyjólfur sundkappi. Ævintýraleg saga drengs af Grímsstaðaholtinu er eftir Jón Birgi Pétursson . Eyjólfur Jónsson vakti athygli og aðdáun á sínum tíma fyrir sjósund sín en hann synti meðal annars frá Reykjavík til Akraness.
Meira
Gunnar Einarsson skrifar um rekstur grunnskóla: "Hverjir skulu svo hafa leyfi til að reka grunnskólann? Til eru ólíkar útfærslur á því, allt frá einstaklingum sem reka einn skóla til fyrirtækja sem reka marga skóla með hagnað að leiðarljósi."
Meira
Frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur:: "Af hverju heyrist svona lítið frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur? hefur oft verið spurt undanfarið. Við því er einfalt svar, það hefur ekki verið háttur Mæðrastyrksnefndar, í þau 76 ár sem hún hefur starfað, að bera störf sín á torg."
Meira
Vigdís Grímsdóttir fjallar um leikritið Norður: "Verkið kallar á nýtt hugsanaferli, sýnir okkur síbreytilega möguleika leikhússins og þess vegna held ég að vegir þess muni liggja til allra átta."
Meira
Drífa Kristjánsdóttir skrifar um samgöngumál: "Ég vona að þingmenn okkar á Suðurlandi og allir þingmenn beri gæfu til að sjá hve miklir hagsmunir eru í húfi og styðja gerð vegarins."
Meira
Úrsúla Jünemann skrifar um þjóðarblóm og kennaraverkfall: "Mest er ég hrædd um að foreldrar grunnskólabarna muni allt of fljótt gleyma haustinu 2004..."
Meira
Eftir Hannes Pétursson: "Ég hef veitt því athygli oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að orðin "eitt eilífðar smáblóm" í þjóðsöng Íslendinga eru misskilin, slitin úr réttu samhengi ljóðsins."
Meira
Andrés Magnússon skrifar um samkeppniseftirlit: "Félagið telur að sú breyting sem orðið hefur í viðskiptalífinu hér á landi geri öflugt samkeppniseftirlit lífsnauðsynlegt."
Meira
Svanhildur Bogadóttir minnir á Norrænan skjaladag, 13. nóvember: "Skjalasöfnin í landinu eru fjársjóður heimilda og upplýsinga sem bíða þess að verða dregnar fram í dagsljósið."
Meira
Sýningar kvikmyndasafnsins Í VETUR hef ég sótt þónokkrar sýningar hjá Kvikmyndasafni Íslands í Bæjarbíói og haft af mikinn lærdóm og skemmtun. Þriðjudaginn 9.
Meira
Benedikt Davíðsson fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 2. júlí 1918. Hann varð bráðkvaddur á Kópaskeri að morgni 3. nóvember síðastliðins. Foreldrar hans voru Þórhalla Benediktsdóttir frá Hallgilsstöðum, f. 22.8. 1893, d. 27.2.
MeiraKaupa minningabók
Friðrik Bjarnason fæddist í Hörgsdal á Síðu 4. júlí 1910. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason, bóndi í Hörgsdal, f. 17.7. 1871, d. 17.9.
MeiraKaupa minningabók
Fríða Björk fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. desember 1977. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 10. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir fæddist í Tjarnarkoti í Þykkvabæ 21. júní 1917. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 22. september síðastliðnum og fór útför hennar fram frá Seltjarnarneskirkju 1. október.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Sigfússon fæddist á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 5. nóvember 1912. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 5. nóvember síðastliðinn. Guðmundur var sonur hjónanna Kristínar Gróu Guðmundsdóttur, f. 8.10. 1888, d. 15.2.
MeiraKaupa minningabók
Guðni Jón Guðbjartsson fæddist í vesturbænum í Reykjavík 29. júní 1916. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. október.
MeiraKaupa minningabók
Hólmfríður Pétursdóttir fæddist í Presthvammi í Laxárdal 17. júlí 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson, bóndi og vegavinnuverkstjóri í Reykjahlíð í Mývatnssveit, f. 18.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir fæddist á Deplum í Fljótum 9. desember 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar hinn 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Stefanía Jónasdóttir, f. 14. maí 1881, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
Jón Stefánsson fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 19. júní 1952. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi 31. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 10. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Jónsdóttir fæddist í Ærlækjarseli í Öxarfirði 19. janúar 1920. Hún andaðist í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
RANNSÓKNIR á kældum sjávarafurðum, líftækni, fiskeldi og matvælaöryggi eru meginverkefni Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins til framtíðar. Þetta kom fram í máli Sjafnar Sigurgísladóttur, forstjóra Rf, á haustfundi stofnunarinnar í gær.
Meira
STEFNT er að sameiningu allra opinberra matvælarannsókna í eina stofnun sem heyra mun undir sjávarútvegsráðuneytið. Þetta kom fram í ræðu sem Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður Árna M.
Meira
LÆKKUN varð á verði hlutabréfa í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands í gær. Þar af lækkuðu hlutabréf í Actavis mest, eða um 2,44%, í 3 milljarða króna viðskiptum en alls námu hlutabréfaviðskipti gærdagsins 5,6 milljörðum króna.
Meira
BAUGUR Group, Straumur Fjárfestingarbanki og félag í eigu Birgis Þórs Bieltvedt, B2B Holding, hafa tryggt sér 83% hlutafjár í félagi sem á og rekur dönsku stórverslunina Magasin du Nord við Kóngsins Nýja torg í Kaupmannahöfn auk sjö annarra stórverslana.
Meira
MIKILVÆGT er að eignatengsl milli fyrirtækja liggi fyrir og séu skýr, en mikið skortir þar á hér á landi. Stafar það m.a. af því hve algengt það er að hluti hlutafjár í skráðu félagi er falinn á safnreikningi eða í nafni erlendra fjármálafyrirtækja.
Meira
HAGNAÐUR Sláturfélags Suðurlands það sem af er árinu nam 5,2 milljónum samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Á sama tímabili í fyrra var fyrirtækið rekið með 30 milljóna króna halla.
Meira
Rannsóknir sýna að ef konur taka fólasín daglega 4 vikum fyrir þungun og á fyrstu 12 vikum meðgöngu dregur það úr líkum á miðtaugakerfisgöllum (s.s. klofnum hrygg) um meira en helming. Hér á Íslandi greinast 5-6 tilvik af slíkum göllum á hverju ári.
Meira
Margrét Geirsdóttir vinnur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hún dvaldi í Flórída í hálfan mánuð í haust, einmitt þegar einn af fellibyljunum reið yfir.
Meira
Jólahlaðborð í Kaupmannahöfn Halldór Kristinsson, hótelstjóri á Hótel Copenhagen, og Fylkir Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Fylki - Bílaleigu ehf.
Meira
Um áttatíu prósent manna fá bakverk einhvern tíma á ævinni. Þar af verða nítíu prósent verkjalausir aftur en flestir þeirra fá aftur í bakið innan ár s. Emilía Borgþórsdóttir sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Hreyfigreiningar ehf.
Meira
Noregur býr yfir gleðilegu leyndarmáli fyrir þá sem vilja fara á skíði, stunda ísklifur, sigla niður fossandi flúðir, sprikla á strönd á sumrin, klifra í klettum og trjám, fara í fjallasafarí og skoða villta uxa sem halda til í fjöllunum eða ganga um hið...
Meira
Í FRAMHALDI af fréttatilkynningu stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar Kvikmyndahátíðar í Reykjavík (KÍR), sem birtist í Morgunblaðinu í gær, vill stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (AKR) koma eftirfarandi á framfæri.
Meira
SÝNINGIN "Ferð að yfirborði jarðar," með verkum Boyle-fjölskyldunnar frá Skotlandi verður opnuð í dag kl. 15 í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar.
Meira
Bridsfélag Reykjavíkur Nú er tveimur kvöldum lokið í hraðsveitakeppni félagsins og staðan á toppnum breyttist lítið. Raðað var eftir árangri í riðla á öðru spilakvöldinu, 9 efstu sveitirnar voru í A-riðli og þær 9 næstu í B-riðli.
Meira
BJÖRK Guðnadóttir og Ráðhildur Ingadóttir opna myndlistarsýningar í Nýlistasafninu í dag kl. 17. Á sama tíma opnar Nýlistasafnið sýningu á verkum í eigu safnsins sem kallast Sýra Nostalgía.
Meira
Borgarleikhúsið | Mikið fjölmenni, eða rúmlega hundrað manns, skráðu sig til þátttöku á námskeiði um Vesturfarana sem Mímir-símenntun og Borgarleikhúsið skipulögðu, en þar flytja virtir fræðimenn fyrirlestra um vesturfarana, sögu þeirra, líf og...
Meira
jonf@hi.is: "Munurinn á forsetningunum eftir og á eftir mun vera skýr í hugum flestra Íslendinga. Forsetningin eftir að viðbættu þolfalli vísar í flestum tilvikum beint eða óbeint til tíma, t.d.: Ég kem eftir tvo daga og skilja eitthvað eftir sig ."
Meira
MSK útgáfan efnir til útgáfutónleika í kvöld kl. 23 á Grand rokk, þar sem troða upp hljómsveitirnar Manhattan og Solid iv, en þær sendu báðar frá sér frumraunir sínar í síðasta mánuði.
Meira
Kristniboðsdagurinn á sunnudag ÁRLEGUR kristniboðsdagur íslensku þjóðkirkjunnar er á sunnudag. Frá árinu 1936 hefur einn sunnudagur ársins sérstaklega verið helgaður kristniboðsstarfi Íslendinga.
Meira
Og hann sagði við mig: "Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns."(Opinb. 21, 6.)
Meira
Lotte Hedeager er fædd í Kaupmannahöfn árið 1948. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í fornleifafræði frá Kaupmannahafnaháskóla 1976 og doktorsgráðu í sama fagi frá Árósaháskóla 1990. Lotte starfaði að fornleifarannsóknum við háskólana í Kaupmannahöfn og Lundi en er nú prófessor í fornleifafræði við Óslóarháskóla síðan 1996. Lotte er gift dr. Kristian Kristianssen prófessor við Gautaborgarháskóla og eiga þau einn son.
Meira
Mikill kraftur hefur verið í starfsemi Þjóðræknisfélags Íslendinga að undanförnu og stendur til að efla starfið enn frekar á næsta ári. Steinþór Guðbjartsson forvitnaðist um stöðuna hjá Almari Grímssyni, formanni félagsins.
Meira
"ÞÚ veist hvernig þetta er" er titill spunaverks sem Stúdentaleikhúsið, leikfélag Háskóla Íslands, hefur nú í sýningum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni á Hólmaslóð.
Meira
Aksturslag er eins og svo margt annað athæfi mannsins háð venjum. Fyrirmyndarökumönnum hefur tekist að temja sér góðar ökuvenjur, þar sem löghlýðni og almenn skynsemi liggur til grundvallar.
Meira
BALDUR Ingimar Aðalsteinsson, hægri útherji Valsliðsins í knattspyrnu, heldur til Englands á morgun. Baldur Ingimar þáði boð sem hann fékk frá úrvalsdeildarliðinu Bolton og mun hann æfa með aðalliði og varaliði félagsins í viku til tíu daga.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, lék vel í gær á öðrum keppnisdegi lokastigs úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eða á þremur undir pari, 69 höggum. Birgir Leifur fékk fimm fugla, tvo skolla og tólf pör.
Meira
ÆVINTÝRALEGUR og ósanngjarn sigur Birmingham, 0:1, á Liverpool á Anfield síðasta laugardag veitti Steve Bruce, knattspyrnustjóra, aukinn tíma til þess að stýra liðinu, en hann þótti orðið mjög valtur í sessi.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen hélt uppteknum hætti gegn Newcastle þegar hann skoraði fyrra mark Chelsea á St. James í fyrrakvöld. Eiður Smári hefur þar með skorað í sex síðustu leikjum Chelsea á móti Newcastle, samtals sex mörk.
Meira
"ÉG byrjaði að fylgja Arsenal upp úr 1960. Þá sá ég grein í dagblaði um ensku knattspyrnuna og þar var minnst á Arsenal. Nafnið sat eftir í huganum. Um leið varð Arsenal mitt félag í Englandi og það hef ég stutt í gegnum þykkt og þunnt til þessa dags," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu og dyggur stuðningsmaður ensku meistaranna, Arsenal.
Meira
* ELMAR Dan Sigþórsson knattspyrnumaður er genginn til liðs við Víking úr KA . Elmar , sem er 22 ára gamall, átti eitt ár eftir af samningi sínum við KA en hann komst að samkomulagi við forráðamenn félagsins um að fá sig lausan.
Meira
VIGGÓ Sigurðsson segir að það verði að lyfta grettistaki í sambandi við markvarðaþjálfun á Íslandi. "Markvarslan hefur oft verið höfuðverkur íslenskra liða.
Meira
FIMM beinar útsendingar frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni verða á Skjá einum um helgina. Dagskráin verður þannig: Laugardagur 13. nóvember 12.00 Tottenham - Arsenal 14.00 Upphitun *Rætt er við knattspyrnustjóra og leikmenn um leiki helgarinnar. 14.
Meira
EFSTA lið úrvalsdeildarinnar, Chelsea, sækir Fulham heim í dag á Craven Cottage og víst er að gestirnir eru lítt árennilegir um þessar mundir, vörnin er firnasterk og sóknarmennirnir setja alltaf sitt mark á hvern leik.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Fjölnis í Grafarvogi hefur ákveðið að áfrýja dómi dómstóls KKÍ frá því í fyrradag þar sem ákveðið var að úrslit leiks Fjölnis og Hauka í 2. umferð úrvalsdeildar karla verði felld niður og leikurinn háður á ný.
Meira
* FRANSKI framherjinn Djibril Cisse sem fótbrotnaði í leik með Liverpool á dögunum segir að hann sé bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að hann leiki ekki fleiri leiki með liðinu á leiktíðinni.
Meira
TINDASTÓLSMENN voru einbeittir í byrjun leiks þegar þeir heimsóttu í Röstina. Þeir héldu forustu lengstum í leiknum en Grindvíkingar sigu fram úr á síðustu mínútum leiksins og höfðu sigur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni, 102:95.
Meira
RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Harry Kewell verði að taka sig saman í andlitinu ætli hann sér fast sæti í liðinu á þessari leiktíð.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka leika í dag sinn síðasta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þegar þeir etja kappi við Sävehof í Gautaborg.
Meira
VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi fyrsta landsliðshóp sinn í gær. Hafa verið gerðar miklar breytingar á hópnum síðan á ÓL í Aþenu. Í hópnum eru átta leikmenn sem voru ekki með á Ólympíuleikunum, en hópurinn er þannig skipaður.
Meira
ROBERT Pires, miðjumaðurinn knái hjá Arsenal, segir það ekki hafa komið sér á óvart að hafa verið settur út í kuldann í franska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn Raymond Domench tilkynnti í fyrradag landsliðshópinn sem mætir Pólverjum í vináttulandsleik í næstu viku og hann sá ekki ástæðu til að velja Pires, sem er leikjahæsti leikmaður Frakka með 79 landsleiki.
Meira
JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea í Englandi, segir á heimasíðu félagins í gær að hann þurfi ekki fleiri sóknarmenn, en látið hefur verið að því liggja að hann hyggist kaupa Joaquin frá Real Beris og jafnvel Jermain Defoe frá Tottenham líka þegar...
Meira
DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir fram til ársins 2009. Á síðustu leiktíð var liðið í fallhættu fram undir lok tímabilsins en liðið hefur verið í hópi efstu liða deildarinnar það sem af er vertíðar þrátt fyrir að hafa selt Wayne Rooney til Manchester United í sumar.
Meira
RUUD van Nistelrooy kemur inn í lið Manchester United á morgun þegar það heimsækir Newcastle. Þar með hefur Hollendingurinn lokið við að taka út þriggja leikja bann fyrir brot á Ashley Cole í leiknum gegn Arsenal fyrir þremur vikum.
Meira
VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að hann sé ekki búinn að fá aðstoðarþjálfara sér við hlið. "Við munum væntanlega kynna til leiks aðstoðarþjálfara fyrir heimsmeistarakeppnina í Túnis," sagði Viggó.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR frá Skjá einum, Svenska Spel, Íslenskum getraunum og Morgunblaðinu spá nú í leiki 45. leikviku, Enski boltinn. Þá er reitur fyrir lesendur Morgunblaðsins, Þín spá, til að lesendur geti att kappi við sérfræðingana.
Meira
HÖFUÐANDSTÆÐINGARNIR í Norður-London, Tottenham og Arsenal, mætast í dag á White Hart Lane. Þetta verður í 135. sinn sem liðin mætast í ensku deildarkeppninni, þar af í 25. skipti eftir að úrvalsdeildin var sett á laggirnar snemma á tíunda áratugnum.
Meira
BANDARÍSKI markvörðurinn Tim Howard segist hafa það á tilfinningunni að hann hafi verið gerður að blóraböggli fyrir slöku gengi Manchester United í fyrstu leikjum keppnistímabilsins.
Meira
ÞAÐ er ekki annað hægt að segja en Frakkinn Jacques Santini, sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Tottenham óvænt í síðustu viku, hafi kostað Lundúnaliðið dágóða peningafúlgu. Hann kostaði Tottenham 30 millj. ísl.
Meira
REFSING fyrir mistök var hörð þegar Valur sótti Víkinga heim í Víkina í gærkvöldi. Í hvert sinn sem Víkingar slógu aðeins af eða misstu einbeitingu gengu Valsmenn á lagið, skoruðu eitt til þrjú mörk í hvert sinn og það gerði gæfumuninn í lokin þegar Valur vann 28:23. Sigurinn er því sætari vegna þess að Víkingur vann fyrri leik liðanna með 8 mörkum.
Meira
"VIÐ förum á heimsbikarmótið í Svíþjóð til að ná árangri og það gerum við einnig þegar við mætum til leiks í heimsmeistarakeppninni í Túnis. Ég þoli ekki þegar þjálfarar segja að þeir þurfi þetta og þetta langan aðlögunartíma með lið sín. Ég vil að við köstum okkur strax út í orrustuna," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann tilkynnti fyrsta landsliðshóp sinn í gær - leikmennina sem taka þátt í heimsbikarmótinu í Svíþjóð í næstu viku.
Meira
"ÉG hef rætt við leikmenn mína og hef fundið að það er hugur í mönnum og þeir eru tilbúnir í slaginn. Bæði leikmennirnir sem leika hér heima og þeir sem ég sá leika í Þýskalandi," sagði Viggó Sigurðsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann tilkynnti fyrsta landsliðshóp sinn - sautján manna leikmannahóp sem tekur þátt í heimsbikarmótinu, World Cup, í Svíþjóð í næstu viku.
Meira
* YAKUBU Aiyegbeni, framherji Portsmouth , segir að hann hafi áhuga á að fara frá félaginu ef eitthvert stórt félag hafi áhuga á að semja við hann og kaupa hann frá félaginu.
Meira
SYSTURNAR Hildur Karen, 9 ára nemandi í Smáraskóla, og Helen Rún, 16 ára í Menntaskólanum í Kópavogi, eru Jóhannsdætur. Þær skelltu sér á myndina Öskubuskusögu um daginn og voru svo vænar að svara nokkrum spurningum um myndina. Um hvað fjallar myndin?
Meira
Þær heita Skoppa og Skrítla, litríku og glaðlegu verurnar tvær sem þykir vænt um börn og dýr. Nú hafa þær gert 40 mínútna mynd sem heitir Skoppa og Skrítla í Húsdýragarðinum, og er fyrir allra yngstu áhorfendurnar.
Meira
Kennari : Krakkar, þið verðið að hafa lægra, ég er með hrikalegan hausverk. Nemandi : Af hverju gerirðu ekki það sama og mamma gerir þegar hún er með hausverk? Kennari (vongóður) : Hvað er það? Nemandi : Sendir okkur út að...
Meira
1) Fjögur pör fóru saman í bíó. Í hverri röð voru átta sæti. Bína og Jonni vildu ekki sitja hjá Lísu og Tomma, og Lísa og Tommi vildu ekki sitja hjá Þrúði og Bigga. Svo vildu Sigga og Robbi ekki sitja hjá Bínu og Jonna.
Meira
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson er mjög vinsæll meðal unglinga. Í fyrra kom út bókin Svalasta 7an, og nú kemur sjálfstætt framhald út. Kolbrún Pálsdóttir ræddi við Þorgrím undir 4 augu.
Meira
"Óli, Óli, hvað er ég að segja?" Þarna stendur hún beint fyrir framan hann á miðjum skólaganginum, Dísa, sætasta stelpan í heiminum, og hreyfir varirnar. Óli svitnar. Hvernig gat einhver verið með svona ótrúlega fallegt hár?
Meira
Eru allir þessir fjölmörgu hnefaleikakappar eins? Næstum því, en ekki alveg. Rýnið í myndirnar og komist að því að bara tvær myndir eru alveg eins. Hvaða myndir eru það? Lausn...
Meira
Nafn: Kristín Sigurðardóttir. Aldur: 14 ára. Skóli: Hvassaleitisskóla. "Já, ég hef lesið 2 eða 3 bækur eftir Þorgrím. Í fyrra las ég t.d Svölustu 7una, og væri alveg til í að lesa framhaldið. Sögurnar eru skemmtilegar og persónurnar góðar.
Meira
Nöfn: Margrét Björk Jónsdóttir og Telma Kristín Bjarnadóttir. Aldur: 14 ára. Skóli: Laugalækjarskóla. Margrét: "Já, Þorgrímur er góður höfundur. Mér fannst Svalasta 7an mjög góð bók og skrifaði m.a.s. bókmenntaritgerð um hana.
Meira
Jæja, hversu góð eruð þið í landafræði? Hér eigið þið að svara spurningum og færa svörin inn í þennan orðagorm. Hvert svar byrjar á gulum reit og endar á gulum reit. Þannig er síðasti stafurinn í svarinu fyrsti stafurinn í næsta svari.
Meira
Vissuð þið að það er auðvelt að binda inn ykkar eigin bók? Hvernig væri að skrifa frábærustu bók í heimi og binda hana inn? Varðveita snilldina á viðeigandi hátt? Það er ekkert mál. Það sem þið þurfið: - Blaðsíðurnar sem þið ætlið að binda inn.
Meira
1) Hver þóttist vera Ali prins? 2) Þegar ég var teiknaður var ég var sem sambland af vísundi, ljóni og górillu. Hver er ég? 3) Hver er elsta teiknimyndapersóna Walt Disney? 4) Hvað heita litlu frændur hans Andrésar Andar?
Meira
Þrjár vinkonur tóku sig til og teiknuðu þessar líka flottu myndir handa okkur að birta í barnablaðinu. Takk fyrir, stelpur, þið eruð sannkallaðar...
Meira
Helga Brekkan kvikmyndagerðarmaður segist alltaf hafa verið hrifin af Guðbergi sem rithöfundi, en hugmyndina að heimildarmynd sinni um hann hafi hún fengið þegar hún las viðtalsbókina Guðbergur Bergsson, metsölubók, eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur.
Meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur oft kvartað yfir því upp á síðkastið, þar á meðal í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag, að ReykjavíkurAkademían sýni tillögum hans og óskum um ráðstefnu um aðferðir í ævisagnaritun engan áhuga.
Meira
Á leiðinni er heiti ljóðabókar eftir Sigurð Skúlason leikara sem komin er út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Ljóð Sigurður eru afar persónuleg og blandar hann saman hárbeittum örsögum og tregafullum ljóðum um ást og ástleysi í viðsjárverðum heimi.
Meira
Skjöl verða til í daglegu lífi einstaklinga og þjóðar. Þau eru heimild um tiltekna atburði, tímaskeið og menn. Þau eru þannig forsenda fyrir söguritun og móta skilning okkar á sögunni. Mikilvægi þess að varðveita fortíð okkar í skjölum er augljóst og á það minna hin opinberu skjalasöfn á hinum árlega norræna skjaladegi sem haldinn er í dag.
Meira
Babar, konungur fílanna er komin út sem dvd-kids leikur með íslensku tali. Í Babar, konungur fílanna, geta börnin lært á klukku, púslað, fundið rétt form og stærðir, þjálfað minnið og farið í spurningaleik.
Meira
Bulgarisambandið er skáldsaga eftir Fay Weldon í þýðingu Þórunnar Hjartardóttur. Bulgarisambandið er jafnekta og skartgripirnir frá ítalska hönnuðinum Bulgari, en það var einmitt hann sem bað Weldon um að skrifa bók þar sem nafnið Bulgari kæmi fyrir.
Meira
Egill Heiðar Anton Pálsson er ungur leikstjóri sem haslar sér völl á Norðurlöndunum. Leikverk sem hann bæði semur og leikstýrir verður frumsýnt innan skamms í danska Konunglega leikhúsinu, en þar spyr hann stórra spurninga sem eiga við okkur öll.
Meira
"Ævin er löng og lífið er stutt," segir Flosi Ólafsson sem hefur sent frá sér Heilagan sannleik , enn eina bókina þar sem hann sjálfur og Lilja kona hans eru í aðalhlutverkum; bókin er að sögn Flosa, eins konar minningabrot frá liðinni ævi...
Meira
Eminem, ugluspegill bandarískar tónlistar, sendir um þessar mundir frá sér nýja breiðskífu, Encore. Fyrri plötur hans hafa selst í meira mæli en dæmi eru um og gert Eminem að vinsælasta tónlistarmanni Bandaríkjanna. Fyrsta smáskífan af Encore vakti þó ýmsar spurningar um það hvort skálkurinn væri orðinn skemmtikraftur, hvort innihald texta hans væri ekkert orðið nema götumenningarlegt klám.
Meira
Hið íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út Lærdómsrit eftir Leibniz, Orðræðu um frumspeki, í þýðingu Gunnars Harðarsonar. Hér er fjallað um erindi Leibniz við samtímann.
Meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore ætlar að gera framhald af Fahrenheit 9/11 , heimildarmynd sem beint er gegn ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta.
Meira
Hljómsveitin Bright Eyes , tiltölulega lítið þekkt eins manns sveit Conors nokkurs Oberst, dvelur nú í tveimur efstu sætum smáskífulista Billboard með tvær nýjar smáskífur og ruddi þar með dúett Usher og Aliciu Keys, "My Boo" í burtu.
Meira
Gene Stone og félagar. Ólafur Jónsson og Óskar Guðjónsson tenórsaxófóna, Jón Páll Bjarnason gítar, Tómas R. Einarsson bassa og Gene Stone trommur. Miðvikudagskvöldið 10.11. 2004.
Meira
Glóið þið gullturnar er eftir Björn Th. Björnsson. Þeir dönsku kaupmenn sem störfuðu hér fyrr á öldum hafa ekki fengið góð eftirmæli í Íslandssögunni og löngum verið kenndir við maðkað mjöl, svik og pretti.
Meira
Hannes Hafstein er eftir Kristján Albertsson. Í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi hefur Bókafélagið Ugla sent frá sér ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson.
Meira
Fólkið í kjallaranum er heiti nýrrar skáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Þar segir frá Klöru, stúlku á þrítugsaldri, foreldrum hennar af 68-kynslóðinni og fleira fólki sem sett hefur spor sín á líf hennar.
Meira
Jehane Joujaim, bandarískur leikstjóri af egypsku bergi brotin, sýnir tvær gjörólíkar hliðar á sama stríði. Hér er jafnvel ekki nógu djúpt tekið í árinni.
Meira
Konur sem hugsa um of er eftir Susan Nolen-Hoeksema sem er margviðurkenndur prófessor í sálarfræði og er í þýðingu Sigurðar Hróarssonar. Konum hættir til að taka hlutina of nærri sér og eyða óþarfa orku í að velta fyrir sér vandamálum fram og til baka.
Meira
Mælingar á undirlagi Vatnajökuls suðaustanverðum ríma vel við sögur í byggðinni sunnan Vatnajökuls. Á fyrstu öldum eftir landnám náðu jöklar ekki niður á láglendi, en við kólnandi loftslag eftir 1300 tóku jöklar að vaxa og skríða niður frá hálendinu.
Meira
Það er orðin nokkur lenska að flétta filmubrot á tjaldi inn í leiksýningar til innskota eða áhersluaukningar sem er svo sem í góðu lagi stundum og þá í hófi.
Meira
Kvikmyndin Jargo, eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur, hefur vakið athygli að undanförnu en hún verður sýnd á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í næstu viku, en þar er lögð sérstök áhersla á kvikmyndir eftir íslenska kvikmyndagerðarmenn...
Meira
Múrinn í Kína er eftir Huldar Breiðfjörð. Hér segir af ungum Reykvíkingi sem fær þá flugu í höfuðið að ganga meðfram endilöngum Kínamúrnum. Hann sækir einkatíma í kínversku, kaupir sér viðlegubúnað og leggur síðan af stað.
Meira
Geisladiskur með 20 ljóðum eftir Einar Benediktsson er kominn út. Meðal þeirra eru ýmis kunnustu ljóð Einars: Messan á Mosfelli, Fákar, Hvarf sr. Odds frá Miklabæ, Móðir mín, Væringjar, Einræður Starkaðar o.fl. Jón Júlíusson leikari flytur ljóðin.
Meira
Litlu hnettirnir , eða Tiny Planets , eru komnir út sem dvd-kids leikur með íslensku tali, en dvd-kids leikir eru gagnvirkir þroska- og fræðsluleikir sem gera börnum kleift að taka þátt í því sem fram fer í sjónvarpinu.
Meira
Málsvörn og minningar er eftir Matthías Johannessen. Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtíma sinn. Hann var í áratugi í eldlínu þjóðfélagsumræðunnar sem ritstjóri Morgunblaðsins.
Meira
Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey - Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar er eftir Matthías Viðar Sæmundsson . Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey er ekki venjuleg Reykjavíkursaga.
Meira
Fífl dagsins er eftir Þorstein Guðmundsson. "Hlæið þið bara og segið: Hann er að skrifa ævisögu Sigga Tex til þess að upphefja sjálfan sig, hann vill standa á öxlum mikilmennis, niðurlægja og eyðileggja, notfæra og traðka á.
Meira
Dauðans óvissi tími er eftir Þráin Bertelsson. Víkingur Gunnarsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík, þarf að upplýsa hrottaleg morð, bankarán og fleiri glæpi.
Meira
Dýralæknatal - Búfjársjúkdómar og saga , er komin út í ritstjórn Brynjólfs Sandholt. Í bókinni er að finna ágrip af sögu Dýralæknafélags Íslands ásamt dýralæknatali Íslendinga og umfjallana um helstu dýrasjúkdóma og starfssvið dýralækna.
Meira
Oliver Twist er eftir Charles Dickens. Hannes J. Magnússon þýddi . Drengur fæðist á fátækrahæli en móðir hans deyr við barnsburðinn. Drengurinn Oliver sendur á milli staða og má þola mikið harðræði.
Meira
Ótti breiðist frá manni til manns óvitandi, eins og eitt lauf breiðir hroll sinn til annars Allt í einu er tréð allt farið að skjálfa og þó er blæjalogn Charles...
Meira
Í Lesbók Morgunblaðsins 30. október sl. birtist skrýtin grein eftir Sigurð Gylfa Magnússon "einsögufræðing" um það sem höfundur kallar "stóra Hannesarmálið", þ.e.
Meira
Ránið er eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Þessi spennusaga með sögulegu ívafi er fjórtánda bók höfundar og þriðja sjálfstæða sagan um Kötlu sem er á leið til Vestmannaeyja á þjóðhátíð en er skyndilega hrifin inn í atburðarás Tyrkjaránsins árið 1627.
Meira
Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson. Sagan hefst undir morgun þegar prentneminn Friðbert hefur kvatt síðustu gestina í þrítugsafmælisveislu sinni.
Meira
Þórdís Aðalsteinsdóttir lauk framhaldsnámi í myndlist í New York fyrir einu og hálfu ári og opnar sína aðra einkasýningu ytra nú í nóvember, nokkuð sem verður að teljast merkilega skjót framganga í svo hörðu samkeppnisumhverfi sem borgin reynist listamönnum. Greinarhöfundur heimsótti Þórdísi í vinnustofu hennar í Chelsea.
Meira
Spurningabókin 2004 er eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason . Þar kennir ýmissa grasa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Spurt er um allt milli himins og jarðar og svörin koma vissulega oft og tíðum á óvart. Útgefandi er...
Meira
!Hafa svona pistlar verið til lengi? Voru þeir til fyrir þrjátíu árum? Ég hef ekki haft fyrir því að fara á Landsbókasafnið til að fletta gömlum blöðum, en ég þori að fullyrða að þeir hafi ekki verið til í mínu ungdæmi.
Meira
Vel má vera að Berlínarmúrinn sé fallinn en veggurinn sem Pink Floyd reisti úr múrsteinunum hvítu fyrir aldarfjórðungi stendur enn óbrotinn. Þetta stórvirki Rogers Waters og hinna þriggja í Pink Floyd kom út 30. nóvember 1979.
Meira
Þýskur maður lagði á flótta um Ísland þegar Bretar hernámu landið 1940. Sindri Freysson hefur legið yfir sögu þessa manns um árabil og skáldsagan Flóttinn er afraksturinn.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.