Greinar miðvikudaginn 17. nóvember 2004

Fréttir

17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð

23 af 116 kennurum hafa sagt upp

"ÉG virði afstöðu kennara en harma jafnframt uppsögn þeirra og tel að þetta sé bara einn angi af þeirri erfiðu deilu sem við er að glíma og lýsi reiði og depurð kennara á ástandinu," segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, en... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 170 orð

Aðeins 20% kennara í Hafnarfirði mættu í gær

AÐEINS sextíu kennarar af 287 mættu til kennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar í gær. Verst var ástandið í Áslandsskóla en þar mætti enginn kennari. Í Engidalsskóla mættu 13 af 24 kennurum og í Setbergsskóla mættu 28 af fimmtíu kennurum. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Árekstrahrina í borginni

SNJÓ kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í gærdag og urðu verulegar tafir á umferð víða. Börnin fögnuðu snjónum og gerðu snjókarla og -kerlingar en ökumenn og aðrir vegfarendur voru ekki jafnhrifnir. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð

Baðst afsökunar á ummælum sínum

TIL SNARPRAR orðasennu kom milli Ögmundar Jónassonar VG og Einars K. Guðfinnssonar Sjálfstæðisflokki í umræðum um málefni Íraks. Verið var að ræða þingsályktunartillögu stjórnarandstöðuflokkanna þess efnis m.a. Meira
17. nóvember 2004 | Minn staður | 71 orð

Bílastæði | Akureyrarbær hefur auglýst eftir...

Bílastæði | Akureyrarbær hefur auglýst eftir tilboðum í uppbyggingu bílastæða og göngustígs á flötinni austan við Samkomuhúsið en þar er ráðgert að gera um 60 bílastæði. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Blær fær viðurkenningu | Hestamannafélagið Blær...

Blær fær viðurkenningu | Hestamannafélagið Blær í Fjarðabyggð fékk æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga á nýafstöðnu þingi sambandsins. Frá þessu segir á vefnum fjardabyggd.is. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Davíð meðal gesta við opnun Clinton-safnsins

DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra verður viðstaddur formlega opnun nýs forsetasafns Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Little Rock í Arkansas á morgun. Davíð heldur til Arkansas í dag frá Washington. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð

Dómum fjölgar en þeir styttast

FANGELSISDÓMUM vegna fíkniefnamála fjölgaði mjög á árunum 2001-2003 en meðallengd dómanna styttist á hinn bóginn talsvert. Þetta kemur fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Eðlilegt að ræða stækkun

"ÉG tel að það sé að öllum líkindum rétt mat hjá forsvarsmönnum Spalar að það þurfi að huga að þessu. Ég tel eðlilegt að það komi upp í viðræðum við ráðuneytið innan tíðar," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ekkert grín

Héraðsnefnd Rangæinga hefur sent frá sér Goðastein, Héraðsrit Rangæinga, með fjölbreyttu efni. Er þetta fertugasti árangur. Þar eru birt ljóð og vísur eftir ýmsa héraðsmenn. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 468 orð

Ekki rannsókn og ekki hróflað við ODR

FULLTRÚAR Olíufélagsins (Essó) og Samkeppnisstofnunar gerðu með sér samkomulag um að félagið myndi vinna með stofnuninni að upplýsa meint ólöglegt samráð olíufélaganna. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 165 orð

Engar hópuppsagnir í Reykjavík

EKKI hafa orðið hópuppsagnir í skólum í Reykjavík líkt og gerst hefur í Mosfellsbæ og á Fáskrúðsfirði. Aðeins er um að ræða uppsagnir einstaka kennara en þó ekki í öllum skólum borgarinnar. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 203 orð | 2 myndir

Er á milli tveggja elda

EINN kennari af rúmlega þrjátíu mætti til starfa í Laugalækjarskóla í gær. Að sögn Auðar Stefánsdóttur skólastjóra hringdi hún í kennara í fyrrakvöld sem tjáðu henni allir að þeir væru veikir og hygðust ekki mæta til vinnu. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð

FÍB óhrætt við að taka af skarið

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hefur verið alls óhrætt við að taka af skarið þegar þess hefur verið þörf, þó það hafi kostað að segja sterkum aðilum í viðskiptalífinu stríð á hendur, segir meðal annars í leiðara Árna Sigfússonar, formanns FÍB, í leiðara... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 226 orð

Fordæma hækkun skatta í Reykjavík

HEIMDALLUR fordæmir ákvörðun R-listans um hækkun útsvars í lögbundið hámark 13,03% og hækkun fasteignaskatts. "Eftir gegndarlausa skuldasöfnun og peningasóun er eina útgönguleið R-listamanna að hækka álögur á Reykvíkinga," segir í ályktun. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Foreldrar fylgi börnum

HEIMILI og skóli hvetja foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann í dag. "Það er mikilvægt að börnin takist með jákvæðum hætti á við skóladaginn og skólastarfið sem er framundan. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð | 2 myndir

Forseti Alþingis hitti Japanskeisara

"VIÐ hjónin hittum Japanskeisarahjónin á mánudaginn var og áttum mjög gott og ánægjulegt samtal við þau, ég við Akihito keisarann og kona mín við Michiko keisaraynjuna," sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið, en... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fræðslufundur í Miðstöð SÞ

FYRSTI fræðslufundurinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 18. nóvember kl. 17, í miðstöðinni í Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Gaman á Nesinu

Seltjarnarnes | Börnin taka snjófölinni fegins hendi, sama hversu lítil hún er. Þá eykst fjölbreytni í leikjunum. Hægt að renna sér og ærslast á annan hátt en venjulega. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð

Garðabær semji beint við kennara sína

SAMRÁÐSFUNDUR foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ harmar það ástand sem skapaðist í skólum bæjarins á mánudag þegar kennarar mættu ekki til starfa og krefjast tafarlausrar lausnar á deilunni, að því er fram kemur í ályktun fundarins. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 243 orð

Góður gangur virðist vera í viðræðum

ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, óskaði eftir fundi stærstu sveitarfélaga með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær til að leita lausnar á kennaradeilunni en af slíkum fundi verður ekki í bili þar sem góður skriður virðist vera... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Haldið til skips

Snjó kyngdi niður norðanlands um helgina og í gær snjóaði enn. Fallegur jólasnjór er nú yfir, þótt vonandi sé of snemmt að tala um slíkt nú. Línuveiðibáturinn Hrungnir GK-50 kom til löndunar á Húsavík. Skipið er eitt af línuveiðiskipum Vísis í Grindavík. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Hefði varla getað gerst á betri stað

STARFSFÉLAGAR Sigvalda Torfasonar, leiðbeinanda í Slysavarnaskóla sjómanna, björguðu lífi hans með hjartastuðtæki þegar hann hné niður eftir að hafa kennt sjómönnum reykköfun og hjarta hans stöðvaðist. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Heiðraði minningu Jónasar og Nonna

Fyrsti Jónasarfyrirlesturinn á vegum Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal var fluttur á Amtsbókasafninu á Akureyri á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Hjartastuðtækið gerði gæfumuninn

HJARTASTUÐTÆKI ættu að vera sem víðast þar sem fólk getur fengið hjartaáfall hvar sem er, segir Sigvaldi Torfason, leiðbeinandi í Slysavarnaskóla sjómanna, en hann fékk að reyna hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki á eigin persónu þegar hann fór í hjartastopp í... Meira
17. nóvember 2004 | Minn staður | 187 orð

Hlutu styrk úr minningarsjóði

Námsstyrkjum úr minningarsjóði Maríu Kristínar Stephensen hefur nú verið úthlutað í fyrsta sinn. Tilgangur sjóðsins er að styrkja konur, útskrifaðar úr framhaldsskólum á Akureyri, til háskólanáms á sviði raunvísinda eða lista. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hætta bíórekstri | Eina félagið hefur...

Hætta bíórekstri | Eina félagið hefur hætt rekstri Eina bíósins á Húsavík og þar með liggja kvikmyndasýningar enn og aftur niðri á Húsavík. Kemur þetta frá á vefnum skarpur.is. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 278 orð

Hætta stjórn fjórum mánuðum fyrr en ráðgert var

ÍSLENSKA friðargæslan lætur af stjórn flugvallarins í Kabúl 1. febrúar næstkomandi, sem er í það minnsta fjórum mánuðum fyrr en ráðgert var. Frá þessu greindi Arnór Sigurjónsson, yfirmaður íslensku friðargæslunnar, í gær. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

INGI Ú. MAGNÚSSON

INGI Ú. Magnússon, fyrrverandi gatnamálastjóri í Reykjavík, lést á LHS við Hringbraut aðfaranótt þriðjudags, 83 ára að aldri. Ingi fæddist í Reykjavík 2. apríl 1921. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson skipasmiður og Kristín Benediktsdóttir. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 207 orð

Íslandsbanki mun ekki hækka tilboðið

BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að bankinn muni ekki hækka yfirtökutilboð sitt í norska bankann BNbank. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 370 orð

Íslendingar afturkalli stuðninginn við innrásina í Írak

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í gær, þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að Íslendingar afturkalli stuðning sinn við innrásina í Írak og að Íslendingar séu ekki lengur í hópi svonefndra... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 835 orð | 2 myndir

Jónas sótti styrk til máls alþýðunnar

Fyrir níu árum ákvað ríkisstjórnin að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Kennarar fái sanngjörn laun

LEIKSKÓLAKENNARAR í Bakkahverfi í Reykjavík skora á stjórnendur ríkis- og sveitarfélaga að koma sér saman um réttlátari skiptingu á skattpeningum til þess að greiða öllum kennurum sanngjörn laun. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 44 orð

Kennarar í Kópavogi tóku að mæta í gær

FJÖLDI kennara mætti til vinnu í Kópavogi í gær en allt skólastarf féll niður í bænum í fyrradag vegna þess að kennarar höfðu tilkynnt sig veika. Kennt var í Digranesskóla, Kársnesskóla og í Snælandsskóla. Í Hjallaskóla var kennt í 1.-4. bekk og í 10. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð

Lagasetning "löglegt ofbeldi"

KENNARAR við Grunnskóla Hornafjarðar hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir mótmæla "því löglega ofbeldi sem ríkisvaldið sýnir heiðri og störfum kennara með lagasetningu á verkfall þeirra", eins og segir í ályktun þeirra. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

LEIÐRÉTT

Rangt föðurnafn Í frásögn af samstöðufundi með Palestínu í blaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanns og rithöfundar. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

Lést af völdum heilablæðingar

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Danans Flemming Tolstrup, sem lést á skemmtistað í Keflavík eftir líkamsárás á laugardag, er sú að hann hafi látist af völdum heilablæðingar sem hafi orsakast við högg á hægri kjálka. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 135 orð

Lýsa yfir stuðningi við kennara

FÉLAG háskólakennara og Félag prófessora í Háskóla Íslands harma að ríkisvaldið hafi gripið til þess ráðs að setja lög á kjaradeilu grunnskólakennara, að því er fram kemur í tilkynningu. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Lætur hugann reika

ANNA Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður Samfylkingar, og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fylgjast með umræðum á Alþingi. Svo virðist sem Magnús Þór láti hugann reika á meðan hann hlýðir á málflutning annarra þingmanna. Meira
17. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

McCain gagnrýnir stefnu Bush

JOHN McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, sagði í gær að stefna ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta varðandi aðgerðir vegna loftslagsbreytinga ylli "miklum vonbrigðum", að sögn The New York Times . Meira
17. nóvember 2004 | Minn staður | 474 orð | 1 mynd

Meiri hreyfing og betra fæði

Keflavík | "Til þess að gera starf okkar enn markvissara ákváðum við að taka upp heilsustefnuna þar sem við höfum á undanförnum árum unnið með þætti úr þeirri stefnu, eins og hreyfingu og hollt mataræði. Meira
17. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 836 orð | 1 mynd

Metnaðurinn skilaði Rice alla leiðina

Fréttaskýring | Condoleezza Rice verður næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ásgeir Sverrisson segir frá ferli hennar og vangaveltum um breyttar áherslur í utanríkisstefnunni. Meira
17. nóvember 2004 | Minn staður | 499 orð | 1 mynd

Miðlun upplýsinga og söfnun þarf að haldast í hendur

Skagafjörður | "Miðlun upplýsinga og söfnun þarf að haldast í hendur. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Misnota veikindaréttinn

TÖLVUSKEYTI frá foreldrum hafa gengið á milli, þar sem fólk lýsir undrun og reiði á þeirri ákvörðun kennara að mæta ekki til vinnu þrátt fyrir að verkfalli hafi verið afstýrt. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 492 orð

Niðurstöður um viðhorf til útlendinga koma á óvart

"ÉG get ekki neitað því að niðurstöður skoðanakönnunar Gallups á viðhorfi Íslendinga til útlendinga, framandi menningar og flóttamanna, kom mér á óvart," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær, um stöðu... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

"Baráttan gegn auðvaldinu" í brennidepli

STEFÁN Gunnar Sveinsson hlaut í gær verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta fyrir BA-verkefni sitt í sagnfræði. Verkefnið nefnist "Baráttan gegn auðvaldinu. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 265 orð

"Kokkurinn kominn í símann"

TÖLVUPÓSTSKEYTI hafa gengið milli fólks undanfarna daga þar sem það lýsir gremju og reiði sinni á því "upplausnarástandi" sem ríkti í skólum á landinu í gær og fyrradag vegna þess að kennarar boðuðu forföll. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 387 orð | 2 myndir

"Lífið hefur alltaf leikið við mig"

GUÐMUNDUR Daðason, fyrrverandi bóndi að Ósi á Skógarströnd, er elsti núlifandi karlmaður landsins og fagnaði 104 ára afmæli sínu hinn 13. nóvember. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

"Þetta stóð orðið dálítið tæpt"

"ÞETTA stóð orðið dálítið tæpt en sem betur fer fór þetta vel, enda fékk ég góða aðstoð," sagði Halldór Gunnlaugsson, skipstjóri á Stellu, eftir að Lóðsinn í Vestmannaeyjum kom til Eyja um hádegisbil í gær með línubátinn Stellu NK 12 í togi. Meira
17. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 178 orð

Rannsaka dráp á særðum Íraka

BANDARÍKJAHER hefur fyrirskipað rannsókn í kjölfar þess að fram komu ásakanir þess efnis að einn bandarísku landgönguliðanna, sem þátt tók í sókn Bandaríkjahers í Fallujah í liðinni viku, hafi skotið særðan og óvopnaðan Íraka til bana af stuttu færi. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ráðist í endurskoðun á starfsemi SASS

Suðurland | Ráðist verður í heildarendurskoðun á samstarfi sunnlenskra sveitarfélaga. Felst það í ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnum aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Kosin var sjö manna nefnd til að hafa umsjón með endurskoðuninni. Meira
17. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 497 orð | 2 myndir

Rotnandi lík víða að sjá í rústum Fallujah

BANDARÍKJAMENN segja nú að aðeins ofurlítill hluti uppreisnarmannanna sem héldu uppi bardögum við bandaríska hermenn í borginni Fallujah alla síðustu viku hafi verið af erlendu bergi brotinn. Langflestir þeirra séu Írakar, eða 1.030 af þeim 1. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 365 orð

Rúm 400 þús. tonn af koltvísýringi til ráðstöfunar

UM 417 þúsund tonn af koltvísýringi gætu verið til ráðstöfunar í samræmi við íslenska ákvæðið svonefnda í Kyoto-bókuninni fram að og með fyrsta skuldbindingartímabilinu frá árin 2008 til 2012. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 287 orð

Rætt um breytingar sem nálgist kröfur kennara

GÓÐUR gangur virtist í gær á viðræðum samninganefnda grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Meira
17. nóvember 2004 | Minn staður | 573 orð | 1 mynd

Samþykkt að hækka útsvar og fasteignaskatt í Reykjavík

ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, mælti því bót á fundi borgarstjórnar í gær að Reykjavíkurborg hækkaði skatta á meðan ríkisstjórnin lækkaði skatta. Meira
17. nóvember 2004 | Minn staður | 251 orð | 3 myndir

Sífellt fleiri börn og ungmenni æfa fimleika

EITT stærsta íþróttafélagið á Akureyri verður stofnað í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. nóvember, en það er Fimleikafélag Akureyrar með rétt tæplega 400 iðkendur. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 238 orð

Skattahækkanir samþykktar í borgarstjórn

BORGARFULLTRÚAR Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarstjórnar í gær að hækka bæði útsvar og fasteignaskatt borgarbúa. Mun hækkunin skila borgarsjóði um 900 milljónum króna aukalega í tekjur árlega. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Skilur gremju foreldranna

EINN kennari mætti til vinnu í Ingunnarskóla í gær en auk hans voru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri á staðnum, ásamt skólaliðum og stuðningsfulltrúum, sem aðstoðuðu við forfallakennslu í 1. og 2. bekk, samtals 5 bekkjum. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Skuldahalinn kominn á kreik að nýju

SKULDAHALINN er kominn aftur á kreik, en sá kom fyrst fram á sjónarsviðið í síðustu borgarstjórnarkosningum. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Steinunn Valdís kosin borgarstjóri

STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, var kosin borgarstjóri Reykjavíkur frá 1. desember næstkomandi til loka kjörtímabilsins vorið 2006 á fundi borgarstjórnar í gær. Meira
17. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Talið að Hassan hafi verið myrt

BRESKIR embættismenn sögðu í gær að þeir teldu að mannræningjar í Írak hefðu myrt Margaret Hassan, bresk-írska konu sem var yfirmaður hjálparstofnunar í landinu, en henni var rænt fyrir tæpum mánuði. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 162 orð

Til stendur að rífa mannvirki í Rockville

Keflavíkurflugvöllur | Stefnt er að niðurrifi gömlu ratsjárstöðvarinnar Rockville á Miðnesheiði á næsta ári. Einnig verða rifnir olíutankar, lagnir og girðingar á Efra-Nikkelsvæði og víðar á vellinum. Meira
17. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 93 orð

Unglingur dæmdur í fangelsi

HÆSTIRÉTTUR Spánar dæmdi í gær sextán ára Spánverja í sex ára varðhald í unglingafangelsi fyrir aðild að sprengjuárásunum á járnbrautalestir í Madríd 11. mars. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 218 orð

Var ekki á fundinum

FORSTJÓRI Samkeppnisstofnunar er ófær að tjá sig um fund sem fulltrúar Olíufélagsins áttu með Samkeppnisstofnun í mars 2002 þar sem hann sat ekki þann fund heldur Guðmundur Sigurðsson, yfirmaður samkeppnissviðs. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd

Veruleg útgjaldaaukning

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að tekjur borgarinnar aukist á næsta ári um 740 milljónir króna vegna hækkunar útsvars og um 130 milljónir vegna hækkunar fasteignaskatts. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Veturnætur

Veturnætur í Ísafjarðarbæ hófust í gær og standa fram á sunnudag. Veturnætur eru til að næra sálina og safna andlegum vetrarforða um leið og menn fagna Vetri konungi, eins og Vestfirðingum er einum lagið, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 1324 orð | 1 mynd

Viðræður komnar í fastar skorður

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist hafa átt góðan og mjög árangursríkan fund með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Davíð segir það viðurkennt sjónarmið að tryggðar verði tilteknar, varanlegar loftvarnir á Íslandi. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og Ómar Friðriksson blaðamaður voru í utanríkisráðuneytinu í Washington. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Viðurkennt að tryggðar verði varanlegar loftvarnir

VIÐRÆÐUR Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið og framtíð þess eru komnar í fastar skorður og eru þjóðirnar nær samkomulagi en áður eftir fund Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra og Colin Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í bandaríska... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð

Vilja 5,5% hækkun frá 1. okt.

KENNARAR á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum segjast tilbúnir að mæta til vinnu í dag en krefjast þess að sveitarfélögin veiti þeim 5,5% launahækkun frá 1. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 126 orð

Vilja að sveitarfélagið ræði beint við kennara

BÆJARFULLTRÚAR Álftaneshreyfingarinnar munu á aukafundi í bæjarráði sveitarfélagsins Álftaness í kvöld leggja fram tillögu um að kosin verði nefnd til viðræðna við fulltrúa kennara Álftanesskóla og leiti leiða til að skólahald komist í eðlilegt horf hið... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 220 orð

Vinnumiðlun fyrir kennara

VINNUMIÐLUN fyrir kennara, Nýtt starf ehf., var formlega stofnuð í gær. Mun hún að sögn aðstandenda þjónusta þá kennara sem ekki lengur hafa áhuga á því að starfa við kennslu á Íslandi. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Virkjunarframkvæmdir í beinni | Vefmyndavél hefur...

Virkjunarframkvæmdir í beinni | Vefmyndavél hefur verið komið fyrir á virkjunarsvæði Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi og verður því framvegis hægt að fylgjast með framkvæmdum þar í beinni útsendingu. Meira
17. nóvember 2004 | Minn staður | 66 orð

Vísindi fyrir fólkið | Jane George...

Vísindi fyrir fólkið | Jane George flytur fyrirlestur á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 17. nóvember, kl.12 í stofu 14 í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Hann nefnist Vísindi fyrir fólkið. Hún mun m.a. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð

Þáttur um kapphlaupið mikla á Íslandi

CBS -sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum sýndi í gærkvöldi fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð af Kapphlaupinu mikla (Amazing Race) og fjallaði hann um ferð þátttakendanna til Íslands. Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 12 í dag, fyrr en venjulega vegna fjölda fyrirspurna. Alls 27 fyrirspurnir eru á dagskrá í... Meira
17. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 194 orð

Önnur göng fyrir 2 milljarða

STÆKKUN Hvalfjarðarganga gæti orðið brýn innan 5-6 ára að mati stjórnar Spalar vegna aukinnar umferðar á næstu árum, og mögulegt að hægt sé að leggja önnur tvíbreið göng við hlið núverandi ganga fyrir innan við 2 milljarða króna. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 2004 | Leiðarar | 235 orð

Beltin bjarga

Það er visst áhyggjuefni, hversu mjög hefur dregið úr bílbeltanotkun hér á landi, samkvæmt niðurstöðum könnunar umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá því í sumar, miðað við sambærilega könnun sömu aðila frá því í fyrra. Meira
17. nóvember 2004 | Leiðarar | 318 orð | 1 mynd

Boris í bobba

Hér var í gær fjallað um Vef-Þjóðviljann, vefrit sem leggur lítið upp úr því að fylgja svonefndri pólitískri rétthugsun. Í Bretlandi er gefið út ágætt vikurit, Spectator , sem vefritið íslenska dregur að sumu leyti dám af. Meira
17. nóvember 2004 | Leiðarar | 357 orð

Í réttum farvegi

Fundur Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær virðist á flesta lund hafa verið jákvæður. Meira
17. nóvember 2004 | Leiðarar | 329 orð

Voðaverk í Darfur

Nýjustu fréttir frá Darfur-héraði í Súdan eru þess eðlis að margir hljóta að vera farnir að velta því fyrir sér hvort heimsbyggðin ætli sér að horfa upp á þjóðarmorð í fjarlægð líkt og gerðist í Rúanda þegar alltof seint var brugðist við vísbendingum um... Meira

Menning

17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 60 orð

Ern eftir aldri

eftir Auði Bjarnadóttur Leikstjóri: Auður Bjarnadóttir. Leiktexti: Elísabet Jökulsdóttir. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson og Árni Egilsson. Myndbandavinnsla: Ania Harre. Aðstoð við dramatúrgíu: Karen María Jónsdóttir. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Rachel Hunter hefur verið valin til að taka þátt í nýjum veruleikasjónvarpsþætti, sem heitir The Real Gilligan's Island . Þættirnir eru byggðir á Gilligan's Island, vinsælum sjónvarpsþáttum á sjöunda áratugnum í Bandaríkjunum. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 353 orð | 1 mynd

Guð blessi Ameríku

ÉG ætla að taka mér það bessaleyfi að velta vöngum yfir þeirri gnótt af sjónvarpsefni frá Bandaríkjunum sem sýnt er hér hérlendis. Ég ætla þó að gera mitt besta til að forðast vasabókar-kommavæl og tilheyrandi samsæriskenningar. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 368 orð | 1 mynd

Illútskýranlegur sjarmi

EIN merkasta neðanjarðarrokksveit allra tíma, The Fall, heldur tónleika í kvöld í Austurbæ. Hljómsveitin hefur verið starfrækt síðan 1977, á að baki ógrynni platna, og er stýrt af söngvaranum og stofnandum, hinum alræmda Mark E. Smith. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 254 orð

Indigo skín

INDIGO er dúett þeirra Ingólfs Þórs Árnasonar (gítar og söngur) og Völu Gestsdóttur (víóla og söngur) en í kvöld munu þau kynna nýja plötu, fimm laga grip sem heitir Too Late To Shine og inniheldur hann þrjú ný lög og tvö lög sem eru endurhljómjöfnuð af... Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 1219 orð | 4 myndir

Íslenska bíóröddin í alþjóðlegu samhengi

RÖDD Íslendinga í alþjóðlegri kvikmyndagerð verður viðfangsefni Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst í dag og mun standa til 25. nóvember. Meira
17. nóvember 2004 | Tónlist | 426 orð | 2 myndir

Jafnvægi milli reglu og lífræns krafts

HÓPUR íslenskra tónlistarmanna og Íslandsdeild Norðurlandaráðs í samvinnu við Þjóðmenningarhúsið gangast fyrir dagskrá til heiðurs Hauki Tómassyni tónskáldi, handhafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2004, í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 20. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 583 orð | 1 mynd

Notuð föt koma í heiminn

Viðskipti með notuð föt og viðhorf til þeirra hefur breyst mikið síðustu ár. Viðhorfið var að gömul föt væru til einskis nýt nema í tuskur og allt að því ógeðslegt þótti að klæðast þeim. Meira
17. nóvember 2004 | Tónlist | 540 orð | 1 mynd

Ný íslensk dægurlög

SÖNGKONAN Guðrún Gunnarsdóttir var að senda frá sér plötu með nýjum dægurlögum sem ber nafnið Eins og vindurinn . Af því tilefni heldur hún útgáfutónleika ásamt vaskri hljómsveit í Salnum í Kópavogi í kvöld. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 552 orð | 1 mynd

"Leikhúsið á að hreyfa við manni"

Ofbeldi er á vissan hátt ríkjandi þema dansleikhússveislunnar Ern eftir aldri, sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í kvöld, en þar er um að ræða samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Svöluleikhússins. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Sir Elton giftir sig

SIR Elton John ætlar að giftast stóru ástinni í lífi sínu, David Furnish, snemma á næsta ári. Parið ætlar að gifta sig við látlausa athöfn, að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Meira
17. nóvember 2004 | Myndlist | 1405 orð | 3 myndir

Stórar samsýningar úrelt form?

Um veruleikann, manninn og ímyndina. Samsýning 20 listamanna. Fram í miðan janúar 2005. Listasafn Íslands er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Meira
17. nóvember 2004 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Sumarlandið góða

ÞÁTTURINN Summerland segir frá ungri konu á uppleið. Ava Gregory býr í gullfallegum strandbæ í Kaliforníu og starfar við fatahönnun með góðum árangri. Barneignir eru ekki á dagskrá enda hefur hún ekki enn fundið hinn eina rétta. Meira

Umræðan

17. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 290 orð

Bréf til foreldra barna í Borgaskóla

Frá kennurum í Borgaskóla:: "Síðustu dagar hafa verið fullir vonbrigða, reiði og sorgar. Eftir sex vikna verkfall felldum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem hefði fært meðalkennara í Borgaskóla 209 þúsund á mánuði í árslok 2007." Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 800 orð | 2 myndir

Fiskveiðistjórnun á villigötum

Jónas Bjarnason fjallar um fiskveiðistjórn á villigötum - seinni grein: "Veiða eigi meira því minni áhætta sé fólgin í að veiða fiskinn en að geyma hann í sjó." Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Kirkjan og samkynhneigðir

Bjarni Jónsson fjallar um réttindi samkynhneigðra: "Virðingu fyrir réttindum annarra tek ég fram yfir kreddur trúarinnar." Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 470 orð | 1 mynd

Nóg komið?

Magnús Skúlason skrifar um Bobby Fischer: "Það hefur ekki verið mulið neitt undir Bobby Fischer um dagana. Bregðumst ekki trausti hans nú er mest liggur við." Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Ólöglegt samráð - og falsanir

Kristinn Pétursson fjallar um stofnmælingu botnfiska: "Ráðgjafar virðast múlbundnir ICES um að ljúga með þögninni. Hver er ábyrgur fyrir þessari þögn? Er það líka ólöglegt samráð?" Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

Pottbrotin

Sverrir Hermannsson skrifar um sölu á hlut Landsbankans í VÍS: "Það er óhjákvæmilegt að krefjast opinberrar rannsóknar á öllu athæfi nefndarinnar en í verkum hennar hefir einkavinavæðingin ráðið för." Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 393 orð | 1 mynd

Sjúkraþjálfun og almenn hreyfing

Þórhalla Andrésdóttir skrifar um sjúkraþjálfun: "Ljóst er að með markvissri reglubundinni þjálfun má án efa bæta árum við lífið og ekki síður mikilvægt, að bæta lífi í árin." Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 881 orð

Skammist ykkar!

Guðrún Björg Ragnarsdóttir, Íris Guðlaugsdóttir, Sigríður Ása Einarsdóttir, Elísabet Hildiþórsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir, Bryndís Ósk Sigfúsdóttir, Stefanía Eiríksdóttir, Erla M. Fredriksen, Jóhanna K. Óskarsdóttir, Edda Sigrún Guðmundsdóttir, Soffía J. Bjarnadóttir, Kristín Þórðardóttir, Valgerður Þórisdóttir, Auður Eysteinsdóttir, Þórður B. Ágústsson, Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir, Björg Ársælsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifa vegna kennaradeilunnar: "Ef við viljum góða skóla og góða kennara sem eru ánægðir í starfi, er þá ekki eðlilegt að það kosti peninga?" Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Svar við opnu bréfi

Árni Magnússon svarar Margréti Eiríksdóttur: "...eru nú nokkur samstarfsverkefni í gangi sem hafa það að markmiði að bæta aðstæður þessa hóps." Meira
17. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 388 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Góð ferð hjá Sumarferðum HINN 30. september sl. héldum við hjónin, ásamt hópi eldri borgara, til Spánar á vegum Sumarferða til þriggja vikna dvalar. Dvalist var í smábæ, sem Albir heitir, og er skammt frá Benidorm. Meira
17. nóvember 2004 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Öryggisráðið - innan eða utan?

Hjálmar Árnason skrifar um öryggisráð SÞ: "Mikilvægt er að rödd okkar, sem annarra, heyrist og reynslan sýnir að við getum haft áhrif þegar vel er unnið." Meira

Minningargreinar

17. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1480 orð | 1 mynd

JÓHANN SNORRASON

Jóhann Sigmundur Snorrason fæddist í Fellsseli í Ljósavatnshreppi í S.-Þing. 5. okt. 1917. Hann lést á sjúkradeild hjúkrunarheimilisins Sels á Akureyri 8. nóv. 2004. Foreldrar Jóhanns voru Snorri Jóhannesson, f. 29. des. 1869, d. 20. jan. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2004 | Minningargreinar | 2468 orð | 1 mynd

KARL BERGÞÓR VALDIMARSSON

Karl Bergþór Valdimarsson fæddist í Reykjavík 24. september 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Arnþrúðar Símonardóttur, f. 10.5. 1893, d. 31.1. 1974 og Valdimars Guðlaugssonar, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1442 orð | 1 mynd

MARGRÉT GÍSLADÓTTIR

Margrét Gísladóttir fæddist á Æsustöðum í Langadal í A-Hún. 5. júlí 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 9. nóv. síðastliðinn Foreldrar hennar voru Gísli Pálmason bóndi, f. 21. apríl 1894, d. 10. jan. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2004 | Minningargreinar | 728 orð | 1 mynd

RUNÓLFUR AUÐUNN ÞÓRARINSSON

Runólfur Auðunn Þórarinsson fæddist á Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp 11. janúar 1922. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík miðvikudaginn 3. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 11. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2004 | Minningargreinar | 358 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRN BJARNASON

Sigurbjörn Bjarnason fæddist á Patreksfirði 10. október 1928. Hann lést 11. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Bjarna Jóhannssonar og Rósu Kristjánsdóttur sem bæði eru látin. Árið 1951 giftist Sigurbjörn Sigurbjörgu Sigurhannesdóttur, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2004 | Minningargreinar | 700 orð | 1 mynd

THELMA GÍGJA KRISTJÁNSDÓTTIR

Thelma Gígja Kristjánsdóttir fæddist í Mosfellssveit 17. nóvember 1974. Hún lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 1. september. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

17. nóvember 2004 | Sjávarútvegur | 176 orð

Mikil aukning í gámafiski

ALLS var fluttur út óunninn afli á erlenda fiskmarkaði að verðmæti 6.576 milljónir króna á fyrstu 10 mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra var verðmæti þessa útflutnings 4.703 milljónir króna. Verðmætið jókst því um tæplega 40% milli ára. Meira
17. nóvember 2004 | Sjávarútvegur | 368 orð | 1 mynd

Minni afli í október

FISKAFLI íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði var 137.400 tonn og er það rúmlega 7.900 tonnum minni afli en í októbermánuði 2003. Munar mestu um minni síldar- og kolmunnaafla. Þá rækjuaflinn sá lakasti í 20 ár. Botnfiskaflinn í október var 43. Meira

Viðskipti

17. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Lítil viðskipti með hlutabréf

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu alls 11,488 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með íbúðabréf og bankavíxla en viðskipti með hlutabréf námu tæpum 718 milljónum. Þar af voru viðskipti með bréf Íslandsbanka fyrir alls 321 milljón. Meira
17. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 85 orð | 1 mynd

Nýtt hlutafé fyrir 20 milljarða boðið út

NÝTT hlutafé í SÍF fyrir 230 milljónir evra , sem samsvarar rúmlega 20 milljörðum króna, verður boðið út á næstunni. Söfnun viljayfirlýsinga mun fara fram 22.-23. Meira
17. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 160 orð | 1 mynd

Rafskautaverksmiðja til Noregs

BANDARÍSKI álframleiðandinn Alcoa ætlar að byggja rafskautaverksmiðju í Mosjøen í Norður-Noregi sem kemur til með að framleiða rafskaut fyrir Fjarðaál á Íslandi og álver Alcoa í Mosjøen. Meira
17. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Sænskir bankar sektaðir

SÆNSKA fjármálaeftirlitið hefur sektað stórbankana Handelsbanken og SEB um eina milljón sænskra króna (hátt í tíu milljónir íslenskra króna) þar sem upplýsingaskyldu bankanna var ekki sinnt sem skyldi. Meira
17. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 855 orð | 1 mynd

Viðbrögð blendin í Þrándheimi

INNKOMA Íslandsbanka til Þrándheims í Noregi, með tilboð í hinn þrándheimska BNbank í farteskinu, hefur vakið blendin viðbrögð þar í bæ. Meira
17. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Þjónustuaðili Icelandair gjaldþrota

BRESKA fyrirtækið Swissport UK sem meðal annars þjónustar Icelandair á Heathrow-flugvelli hefur verið rekið með halla undanfarin ár og í gær var tekin ákvörðun um að hætta starfsemi og óska eftir gjaldþroti. Meira

Daglegt líf

17. nóvember 2004 | Daglegt líf | 764 orð | 2 myndir

Dýr eiga skilið allt það besta

Hún fæddist með ólæknandi dellu fyrir dýrum og engan skyldi undra að hún starfar við dýratryggingar. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti Brynju Tomer í faðmi hunda og katta. Meira
17. nóvember 2004 | Daglegt líf | 212 orð

Krabbamein og munntóbak

Notkun munntóbaks hefur í för með sér verulega aukna áhættu á að fá krabbamein í munninn og brisið, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Meira

Fastir þættir

17. nóvember 2004 | Dagbók | 28 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, 17. nóvember, verður áttatíu og fimm ára Aðalsteinn P. Maack, Hvassaleiti 56, Reykjavík, fyrrverandi forstöðumaður Byggingareftirlits ríkisins. Aðalsteinn verður að heiman í... Meira
17. nóvember 2004 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

ÓL í Istanbúl. Meira
17. nóvember 2004 | Fastir þættir | 139 orð | 2 myndir

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Anna G. Nielsen og Sigurður Björgvinsson Íslands- meistarar yngri spilara Helgina 13.-14. nóvember var spilað Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi og Íslandsmót heldri spilara í tvímenningi. Meira
17. nóvember 2004 | Dagbók | 458 orð | 1 mynd

Jarðhiti víða á "köldum svæðum"

Benedikt Guðmundsson er fæddur á Akureyri árið 1952. Hann nam byggingartæknifræði við tækniháskólann í Gjövik í Noregi. Benedikt hefur m.a. starfað hjá Verkfræðistofu Norðurlands og Vegagerð ríkisins. Þá hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Byggðastofnun og forstöðumaður þróunarsviðs Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og er nú verkefnastjóri hjá Orkustofnun. Benedikt er kvæntur Svanhildi Sigurgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn. Meira
17. nóvember 2004 | Dagbók | 69 orð | 1 mynd

Kyndugur konsert

Garðabær | Skólahljómsveit Kópavogs heldur árlega hausttónleika sína í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ, í kvöld kl. 19.30. Þema tónleikanna að þessu sinni er grín og glens, svo alvarleikinn verður skilinn eftir heima og gleðin tekur öll völd. Meira
17. nóvember 2004 | Dagbók | 86 orð

Pallborðsumræður um Stjórnstöðina

EFNT verður til opinnar sýningar og pallborðsumræðna um heimildarmyndina Stjórnstöðina (Control Room) í Hafnarhúsi, fjölnotasal, í dag kl. 19.30. Meira
17. nóvember 2004 | Fastir þættir | 114 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Bg5 h6 7. Rxf6+ Rxf6 8. Bh4 c5 9. Re5 a6 10. c3 Be7 11. dxc5 Dxd1+ 12. Hxd1 Bxc5 Staðan kom upp á alþjóðlegu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Korsíku. Sigurvegari mótsins, Viswanathan Anand (2. Meira
17. nóvember 2004 | Dagbók | 15 orð

Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega,...

Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega, þeir er fram ganga í lögmáli Drottins.(Sálm. 119, 1.) Meira
17. nóvember 2004 | Viðhorf | 801 orð

Viltu kók?

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is: ""Styttur af Lenín blöstu hins vegar víða við; stórar og smáar. Þær höfðu ekki verið felldar af stallinum þegar kommúnisminn hrundi..."" Meira
17. nóvember 2004 | Fastir þættir | 314 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji getur ekki annað en glaðst yfir snjónum sem kyngdi niður í gær. Tímasetningin var frábær því börnin sem send voru heim úr skóla annan daginn í röð höfðu nóg fyrir stafni við að leika sér í nýföllnum snjónum. Meira

Íþróttir

17. nóvember 2004 | Íþróttir | 347 orð | 1 mynd

* AÐSTOÐARMAÐUR Viggós Sigurðssonar á heimsbikarmótinu,...

* AÐSTOÐARMAÐUR Viggós Sigurðssonar á heimsbikarmótinu, World Cup, er Hörður Harðarson sem var aðstoðarmaður Viggós er hann var þjálfari Hauka . Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 45 orð

Ásgeir Örn í 9.-12. sæti

ÁSGEIR Örn Hallgrímsson, Haukum, varð í 9.-12. sæti yfir markahæstu leikmenn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Ásgeir Örn skoraði 39 mörk eins og Jonas Larholm, Sävehof, Pete Kust, Karvina og Sebastian Seifert, Kolding. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 123 orð

Ásmundur tekur við Fjölni

ÁSMUNDUR Arnarsson verður næsti þjálfari 1. deildar liðs Fjölnis í knattspyrnu. Ásmundur hefur verið þjálfari og leikmaður Völsungs á Húsavík síðustu tvö tímabil en hann ákvað að hætta í haust vegna starfa sinna á höfuðborgarsvæðinu. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 127 orð

Birgi Leif vantaði aðeins eitt högg

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, náði ekki að tryggja sér fullan keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 290 orð

Breytingar á borðinu hjá HSÍ

NÚVERANDI keppnisfyrirkomulag á Íslandsmótinu í handknattleik karla verður að öllum líkindum lagt af frá með næsta keppnistímabili en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður málið rætt á formannafundi HSÍ á næstunni. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 179 orð

Danir fóru létt með Króatana í Svíþjóð

DANIR unnu mjög öruggan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Króata, 29:23, í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð í gær. Þeir voru yfir í hálfleik, 15:7, og Króatar náðu ekki að minnka muninn nema í fjögur mörk í seinni hálfleik. Michael V. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 325 orð | 1 mynd

* DANSKI handknattleiksmaðurinn Hans Lindberg ,...

* DANSKI handknattleiksmaðurinn Hans Lindberg , sem er af íslensku foreldri, var á mánudagskvöldið kallaður inn í danska landsliðið sem tekur þátt í heimsbikarmótinu í Svíþjóð . Lindberg kom í stað örvhenta hornamannsins Christian Hjermind sem er... Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 109 orð

Dean Martin til liðs við ÍA

DEAN Martin, enski knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið með KA um árabil, gekk í gærkvöld til liðs við Skagamenn og samdi við þá til þriggja ára. Samningurinn tekur gildi um áramót. Martin er 32 ára og hefur leikið hér á landi í tíu ár, frá 1995. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 212 orð

Dýrmæt stig til Hamars/Selfoss

ÁHORFENDUR í íþróttahúsinu á Sauðárkróki hafa oft orðið vitni að skemmtilegri og betri leik heimamanna en þeir sáu í gærkvöldi þegar Tindastóll tapaði 82:93 fyrir Hamri/Selfossi í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 627 orð | 1 mynd

Gerðum of mörg tæknileg mistök

VIGGÓ Sigurðsson var ekki líkur sjálfum sér í fyrri hálfleik er hann stjórnaði íslenska A-landsliðinu í fyrsta sinn á ferlinum, gegn Þjóðverjum, í riðlakeppni í heimsbikarmótinu, World Cup, í Borlänge í Svíþjóð. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 782 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Þýskaland 28:29 Borlänge,...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Þýskaland 28:29 Borlänge, heimsbikarmótið, World Cup, B-riðill, þriðjudagur 16. nóvember 2004. Gangur leiksins: 1:0, 2.3, 4:6, 6:9, 9:13, 11:14, 13:15 , 14:16, 16:17, 21:20, 25:28, 28:29. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 247 orð

Haukar fara til Króatíu

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka mæta Medvescak Infosistem Zagreb frá Króatíu í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik en dregið var á Evrópumótinum í handknattleik í Vín í gær. Haukar eiga fyrri leikinn á heimavelli, 4. eða 5. desember og viku síðar eigast liðin við í Króatíu. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 6 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - UMFN 19. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 399 orð | 1 mynd

* KÁRI Steinn Karlsson , hlaupari...

* KÁRI Steinn Karlsson , hlaupari úr UMSS , varð í sjötta sæti í flokki 19 ára og yngri á Norðurlandameistaramótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Ejby í Danmörku á sunnudag. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 82 orð

Marta með mark ársins í Svíþjóð

Í LOKAHÓFI sænska knattspyrnusambandsins voru það sjónvarpsáhorfendur sem völdu mark ársins og að þessu sinni komu mörk úr efstu deild karla og kvenna til greina. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 107 orð

Miller farinn frá Grindavík

JUSTIN Miller, annar erlendi leikmaður úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik karla, er farinn til síns heima. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 463 orð | 1 mynd

"Jákvæðir straumar hjá okkur"

"VIÐ lærðum vörnina sem við vorum að spila daginn fyrir leikinn gegn Þjóðverjum og miðað við þann undirbúning þá erum við bara sáttir við þann hluta leiksins. En við vitum að það býr mikið meira í þessu liði og við erum ekki sáttir við að tapa. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 609 orð

Snæfell stöðvaði Njarðvík

NJARÐVÍKINGAR töpuðu í gærkvöld fyrsta leik sínum á þessu tímabili í úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar þeir tóku á móti Snæfelli í sjöundu umferð. Snæfell sigraði með tveggja stiga mun, 83:81, eftir að hafa verið yfir allan leikinn, mest með 18 stiga mun. ÍR gerði góða ferð á Ísafjörð og Fjölnir vann nýliðaslaginn gegn Skallagrími. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 471 orð | 2 myndir

Þjóðverjar of stór biti í Borlänge

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik náði ekki að leggja Evrópumeistaralið Þjóðverja að velli í upphafsleik heimsbikarmótsins, World Cup, í Borlänge í Svíþjóð í gær. Viggó Sigurðsson stjórnaði liðinu í fyrsta sinn frá því hann tók við sem landsliðsþjálfari. En liðið sýndi lipra spretti, sérstaklega í vörninni, en of mörg tæknileg mistök liðsins í sókn gerðu það að verkum að Þjóðverjar fóru með sigur af hólmi, 29:28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 15:13. Meira
17. nóvember 2004 | Íþróttir | 224 orð

Þorvaldur verður sitt sjötta tímabil með KA

ÞORVALDUR Örlygsson gerði í gær munnlegt samkomulag við knattspyrnudeild KA um að þjálfa liðið áfram á næsta keppnistímabili. Meira

Bílablað

17. nóvember 2004 | Bílablað | 274 orð | 2 myndir

Allt í botni 2004 í Reiðhöllinni

Vélhjólaíþróttaklúbburinn, VÍK, stendur fyrir stórsýningunni Allt í botni 2004 sem verður haldin í Reiðhöllinni föstudagskvöldið 19. nóvember og laugardaginn 20. nóvember. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 386 orð | 2 myndir

Ballett á hjólum

ÍSLENSK mótorhjólamenning, eins dásamleg og hún nú er, hefur til þessa átt álíka mikla samleið með klifurhjólum (trials) og loðinn þungaviktarboxari með lítilli balletdansmey. En e.t.v. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 63 orð

Fiat Panda 1,2

Vél: Fjórir strokkar, 1.242 rúmsentimetrar, 8 ventl ar. Afl: 60 hestöfl við 5.000 snúninga á mínútu. Tog: 102 Nm við 2.500 snúninga á mínútu. Hámarkshraði: 155 km/ klst. Hröðun: 14 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Eyðsla: 5,6 lítrar í blönd uðum akstri. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 964 orð | 2 myndir

Formúla 1 er markmiðið

Viktor Þór Jensen hefur verið kjörinn akstursíþróttamaður ársins 2004 af Landssambandi íslenskra akstursíþróttafélaga, LÍA. Gunnlaugur Rögnvaldsson hefur fylgst með framgangi Viktors á árinu og sá hann vinna fyrsta sigurinn í kappakstri í Bretlandi. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 134 orð | 1 mynd

Gullna stýrið til Heklu?

GULLNA stýrið, eftirsóttasta viðurkenning fyrir bílaframleiðendur sem veitt er í Þýskalandi, var afhent í síðustu viku og kom mörgum á óvart að það var önnur kynslóð Skoda Octavia sem kom, sá og sigraði í millistærðarflokki. Athyglisvert er Hekla hf. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 117 orð | 1 mynd

Lorem ipsum dolor sit amet

ÞAÐ er einkar athyglisvert að skoða vefsíðu Bílheima um Opel Astra og kallar reyndar á nokkuð víðtæka tungumálakunnáttu því textinn á síðunni er á þremur tungumálum og þar af einu sem lítið er notað nú til dags, eða latínu. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 314 orð | 1 mynd

Nýjum gjöldum á bíla mótmælt

Í FRÉTT í bílablaði Morgunblaðsins 10. þessa mánaðar kom fram að nefnd er að störfum á vegum samgönguráðuneytis sem hefur það hlutverk að skoða tekjuöflun fyrir hið opinbera vegna vegaframkvæmda. Hún hefur m.a. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 73 orð | 1 mynd

Nýr M-jeppi

NÝR Mercedes-Benz M kemur á markað næsta sumar og eins og myndin að ofan sýnir verður hann talsvert breyttur í sinni annarri kynslóð. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 623 orð | 7 myndir

Snaggaraleg og frískleg Panda

MARGIR hafa tekið eftir sérkennilega útlítandi og hábyggðum smábíl sem smeygir sér létt og lipurlega á milli þunglamalegri bíla í þéttri borgarumferðinni. Þetta er Fiat Panda sem kjörin var bíll ársins 2004 í Evrópu, mörgum að óvörum. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 109 orð | 2 myndir

Speedster kominn í hús

BÍLHEIMAR, umboðsaðili Opel, hefur fengið fyrsta Opel Speedster-bílinn sem hingað kemur til lands. Speedster er ekki nýr bíll. Hann kom fyrst á markað 2001 og er að miklu leyti byggður á Lotus Elise. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 223 orð | 1 mynd

Subaru-jeppi á markað á næsta ári

SUBARU setur á markað nýjan borgarjeppa í Bandaríkjunum næsta sumar sem kallast B9X, en óljóst er hvort eða hvenær bíllinn kemur á markað í Evrópu. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 189 orð | 1 mynd

Svíar vilja Saab áfram

SÆNSKA ríkið ætlar að verja um 24 milljörðum ÍSK til vegaframkvæmda, lagningar járnbrauta og til rannsókna í Trollhättan í Svíþjóð til að freista þess að General Motors ákveði að framleiða sinn næsta millistærðarbíl þar. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 267 orð | 1 mynd

Toyota Prius - bíll ársins í Evrópu 2005

Toyota Prius, tvinnbíllinn sem kynntur var hér á landi í nýrri útfærslu í vor, hefur verið útnefndur Bíll ársins í Evrópu 2005. Þetta er mikilvægasta viðurkenning sem bílaframleiðanda getur hlotnast í Evrópu. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 255 orð | 3 myndir

Yamaha-herferð á Íslandi

Yamaha hefur hafið auglýsingaherferð fyrir nýja MT-01-hjólið sitt sem er nýtískulegt V2-sporthjól sem vakti fyrst athygli sem tilraunahjól á Tokýó sýningunni árið 1999. Meira
17. nóvember 2004 | Bílablað | 33 orð

Yamaha MT-01

Framfjöðrun: 120 mm hreyfigeta. Afturfjöðrun: 117 mm hreyfigeta. Frambremsa: Tvöfaldir 320 mm diskar. Afturbremsa: Einfaldur 267 mm diskur. Framdekk: 120/70 ZR17. Afturdekk: 190/50 ZR17. Lengd: 2.185 mm. Breidd: 790 mm. Hæð: 1.160 mm. Sætishæð: 825 mm. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.