NÝR kjarasamningur milli grunnskólakennara og sveitarfélaganna var undirritaður í gær, og byggist hann mjög á miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem 93% kennara felldu í atkvæðagreiðslu. Laun kennara hækka um 5,5% frá 1. október sl.
Meira
Rúnar Kristjánsson fylgist með þjóðmálunum að norðan frá Skagaströnd og undrast stórum. Undrast ég sem Íslendingur ástand mála nú í dag. Hvernig landsins lengstu fingur leikið hafa þjóðarhag!
Meira
"SAMHELDNI er mikil þegar eitthvað þarf að gera. Ég veit ekki hvernig stofnunin væri búin tækjum ef þessara bakhjarla nyti ekki við," segir Þorbjörg Pálsdóttir, formaður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Meira
ÞETTA er bæði léttir og ánægja," sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna, að lokinni undirskrift samninga í gær.
Meira
Reykjavík | Snjór er yfir öllu í Reykjavík eftir að snjó kyngdi niður í borginni í fyrradag. Trén eru skrýdd hvítu og barrtrén óneitanlega jólaleg að sjá.
Meira
SAMNINGANEFNDIR leikskólakennara og sveitarfélaganna koma saman til fundar á föstudag, en boðuðum fundi þeirra í gær var frestað vegna samningaviðræðna við grunnskólakennara.
Meira
"ÉG kom upphaflega hingað sem verkstjóri byggingafyrirtækis til að innrétta B-álmuna. Síðan var ég eins og hin nátttröllin, að ég dagaði uppi," segir Hermann F.
Meira
DAGUR B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, tekur við formennsku í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem tekur við starfi borgarstjóra Reykjavíkur 1. desember næstkomandi.
Meira
Vetrarstarfið er komið í fullan gang hjá félögum í Karlakórnum Drífanda á Fljótsdalshéraði. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar fyrir tvenna tónleika á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða í Miklagarði á Vopnafirði, föstudaginn 19.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði aðspurð á Alþingi í gær að hún teldi ekki ástæðu til að leita álits Samkeppnisstofnunar á því hvort ástæða væri til að kanna hvort verðsamráð eða ólöglegir viðskiptahættir tíðkuðust hjá tryggingafélögunum...
Meira
NOKKUÐ vantar upp á það að hægt sé að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum þótt snjó hafi kyngt þar niður á þriðjudagskvöldið. Um tíu sentímetra jafnfallinn snjór bættist þá ofan á það litla sem var komið fyrir.
Meira
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögin hafi teygt sig mjög langt, jafnvel of langt, til að ná samningum við grunnskólakennara.
Meira
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist fagna því að kennarar og sveitarfélögin hafi náð samningi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar lagasetningar Alþingis og yfirvofandi gerðardóms. Hann segir reynsluna af lagasetningu á kjaradeilur vera bitra.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi hefur tekið til rannsóknar sjálfsvíg eins kvenfanga í Kópavogsfangelsi sem fannst látinn á þriðjudagsmorgun. Konan var rúmlega þrítug að aldri og var að afplána 45 daga dóm fyrir auðgunarbrot.
Meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin hafi teygt sig mjög langt, jafnvel of langt, til að ná samningum við grunnskólakennara. Forsætisráðherra segir það ánægjulegt að samningar hafi náðst milli kennara og sveitarfélaga og mikilvægt að gerðardómur hafi ekki þurft að taka til starfa. Í sama streng tekur menntamálaráðherra.
Meira
ÁÆTLAÐ er að tekjur Akureyrarbæjar á næsta ári, 2005, verði tæpir 6 milljarðar króna og aukist um tæp 8%. Gjöld án fjármagnsliða munu einnig aukast, verða rúmlega 6,2 milljarðar sem er um 7,4% aukning milli ára.
Meira
Frábært ræktunarstarf | Hjarðarfellsbúinu í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi var veitt viðurkenning fyrir frábært ræktunarstarf á Sveitateiti Búnaðarsamtaka Vesturlands sem haldið var á Hótel Borgarnesi.
Meira
Friðarsinnar | Einar Ólafsson rithöfundur segir frá móti evrópskra félagshreyfinga í Lundúnum í liðnum októbermánuði og fjallar um alþjóðlega hreyfingu friðarsinna og herstöðvaandstæðinga á fundi herstöðvaandstæðinga í kvöld, fimmtudagskvöldið 18.
Meira
Búið er að reisa geysimikið svið við Colosseum, hið forna hringleikahús í Róm. Er ætlunin að nota mannvirkið sem svið vegna útsendingar á vegum MTV -sjónvarpsstöðvarinnar. Tónlistarverðlaunum stöðvarinnar fyrir Evrópu verður úthlutað í...
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt kvikmyndafyrirtækið Sögn ehf. til að greiða Síldarvinnslunni á Neskaupstað (SVN) 73,4 milljónir króna vegna brunatjóns sem varð við tökur á kvikmyndinni Hafinu í frystihúsi SVN í desember 2001.
Meira
Skýrsla norska jafnréttisráðsins sýnir að norsk fyrirtæki eiga langt í land með að ná því markmiði að konur verði að minnsta kosti í 40% stjórnarsæta fyrir júlí á næsta ári. Náist þetta mark ekki taka gildi lög um þennan kynjakvóta.
Meira
OPINBERIR hluthafalistar félaga á hlutabréfamarkaði segja ekki alltaf hverjir eru raunverulegir eigendur hlutafjár í viðkomandi félögum. Þetta stafar m.a.
Meira
Fjallað var um virkjun sjávarfalla og ölduhreyfinga, vindorku, smávirkjanir, varmadælur, jarðhitaleit á köldum svæðum, orku frá sorpbrennslu og framleiðslu eldsneytis úr lífmassa á ráðstefnu Orkustofnunar um nýja möguleika til orkuöflunar í gær.
Meira
STÚLKURNAR í Nylon, þær Klara, Emilía, Alma og Steinunn, hafa í nógu að snúast þessa dagana við að fylgja eftir nýútkomnum geisladiski og bók sem fylgdi í kjölfarið.
Meira
Í tæplega 50 ár hefur jarðefni verið tekið úr svokallaðri Þórustaðanámu við rætur Ingólfsfjalls. Efni í námunni er á þrotum, að mati Fossvéla ehf.
Meira
FYRIRTÆKIN ISS Ísland og Landsvirkjun hlutu viðurkenninguna "Lóð á vogarskálina" fyrir framlag sitt til að auðvelda starfsfólki að samræma einkalíf og starf.
Meira
JÓLAKORT Barnaheilla eru komin í sölu. Í ár eru í boði fjórar gerðir jólakorta auk sex merkispjalda og eru þau hönnuð af Guðjóni Davíð fyrir Barnaheill og eru send styrktarfélögum samtakanna.
Meira
Jólakortasalan er hafin hjá Hjartaheillum, Landssamtökum hjartasjúklinga. Hjartaheill hafa um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru 5 kort í pakka, sem kosta 500 kr.
Meira
STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, selur nú eins og áður jólakort til ágóða fyrir starfsemi samtakanna. Á kortinu er vetrarmynd frá Ægisíðu eftir Bjarna Jónsson listmálara. Kortin verða m.a.
Meira
SAMNINGANEFNDIR grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna undirrituðu í gær nýjan kjarasamning sem gildir út maí 2008. Samningurinn byggist að miklu leyti á miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Meira
GRÆNLENSKA landsstjórnin hyggst taka í notkun hagfræðilíkan sem metur kosti og galla mismunandi fiskiveiðistefna og áhrif þeirra á atvinnu, verðmætasköpun og útflutningsverðmæti rækjuiðnaðarins í landinu.
Meira
ÞRÁTT fyrir verulegt gengisfall Bandaríkjadollars á síðustu mánuðum og meira en 10% verðfall bensíns á heimsmarkaði hafa íslensku olíufélögin ekki lækkað bensínverð sitt að neinu ráði á síðustu vikum.
Meira
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara falli brott frá 1. janúar árið 2005.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók skóflustungu að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík í gær. Bensínstöðin mun rísa á lóðinni við Bústaðaveg 151, oft kölluð Sprengisandslóð.
Meira
TALIÐ er nú nær öruggt að ræningjar Margaret Hassan, hjálparstarfsmanns í Bagdad af írskum uppruna, hafi myrt hana en arabíska sjónvarpsstöðin Al-jazeera hefur undir höndum myndband er sýnir karlmann skjóta hana í höfuðið.
Meira
ÁHUGAHÓPUR um betri byggð á Seltjarnarnesi mótmælir eindregið samþykkt meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness undir forystu Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra um breytingu á útrunnu aðalskipulagi bæjarins. Þetta kemur fram í ályktun frá hópnum.
Meira
KIM Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur fyrirskipað að allar myndir af þjóðarleiðtoganum á opinberum stöðum og á heimilum í landinu skuli teknar niður.
Meira
ÍSLANDSPÓSTUR var í gær dæmdur til að greiða samtals 900.000 krónur vegna þess að ljósmynd, sem var tekin af veggspjaldi um litaafbrigði íslenska fjárhundsins, var í óleyfi notuð á frímerki sem gefið var út árið 2001.
Meira
NÖFN sem birt voru á vefsíðunni dopsalar.tk hafa verið þurrkuð út, að sögn eiganda vegna deilu við Persónuvernd. Hann segir að þetta sé aðeins tímabundin aðgerð.
Meira
BALTASAR Kormákur annar eigandi kvikmyndafyrirtækisins Sagnar segist orðlaus yfir dómi héraðsdóms og segir að honum verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar.
Meira
Í gær var staðfestur viðbótarsamningur Norðuráls við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkusölu vegna fyrirhugaðrar stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum.
Meira
LÆKNAR, sem stunduðu Yasser Arafat Palestínuleiðtoga á dánarbeðinum í París, telja að banamein hans hafi verið blóðsjúkdómur sem kallast DIC. Engin merki fundust um að Arafat hafi verið byrlað eitur, að sögn franska blaðsins Le Monde í gær.
Meira
SVEITARFÉLÖGIN mátu miðlunartillögu ríkissáttasemjara svo að hún myndi þýða 26,5% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin út samningstímann til loka ársins 2007.
Meira
27 METRA hátt minnismerki, turn sem nefnist "Eilíft líf", hrundi í Tadjikistan í gær og sex manns slösuðust alvarlega. Slysið varð nokkrum klukkustundum áður en vígja átti turninn við hátíðlega athöfn í Dushanbe, höfuðborg Tadjikistans.
Meira
"ÞAÐ er svo sem ekki um margt að velja. Það er annaðhvort að samþykkja samninginn eða fallast á að gerðardómur skeri úr um þetta," segir Ómar Örn Magnússon, kennari í Hagaskóla, um samninginn.
Meira
Keflavík | "Þetta er skemmtilegt starf. Maður er alltaf að finna eitthvað nýtt sem maður hafði ekki hugmynd um áður," segir Gylfi Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri Njarðvíkurskóla, sem er að rita sögu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Meira
Reynt verði til þrautar | Skólanefnd Garðs skorar á samninganefndir kennara og sveitarfélaga að reyna til þrautar að gera kjarasamning fyrir 20. nóvember næstkomandi.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir það ánægjulegt að samningar hafi náðst milli kennara og sveitarfélaga og mikilvægt að gerðardómur hafi ekki þurft að taka til starfa. Það hafi verið rétt ákvörðun til að gefa aðilum tíma til að ná samningum.
Meira
STJÓRN Skáksambands Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að leita allra leiða til að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, hæli hérlendis af mannúðarástæðum.
Meira
Vinnu við endurbyggingu á Samkomuhúsi Sandgerðis er að ljúka. Af því tilefni verður húsið til sýnis fyrir íbúana í dag, milli kl. 16 og 19. Húsið hefur verið endurnýjað mikið, jafnt að utan sem innan og umhverfið þess og aðkoma fært í betra lag.
Meira
VARAÞINGMENN eru reglulega kallaðir inn á Alþingi til að taka sæti í forföllum aðalmanns. Í þingsköpum Alþingis segir að varamaður skuli ekki sitja skemur en tvær vikur á þingi. Sex varaþingmenn hafa setið á Alþingi síðustu dagana.
Meira
MANMOHAN Singh, forsætisráðherra Indlands, hét því í gær að halda áfram umleitunum um frið í Kasmír-héraði. Sagðist hann tilbúinn til viðræðna án nokkurra skilyrða "við hvern sem er" en þó ekki þá sem neituðu að hætta að beita ofbeldi.
Meira
Skattahækkun | Orðið skattahækkun heyrðist oft á fundi borgarstjórnar á þriðjudag þegar samþykkt var að hækka útsvar og fasteignaskatt. Einnig var kosinn nýr borgarstjóri og rætt um kennaradeiluna, stjórnsýslu borgarinnar og hækkun leikskólagjalda.
Meira
Skólamál | Miklar umræður og átök hafa að undanförnu verið í Dalvíkurbyggð um skólamál í kjölfar skýrslu um hagkvæmni þess að færa starfsemi Húsabakkaskóla í Dalvíkurskóla.
Meira
Reykjavík | Til stendur að stækka Sóltún, hjúkrunarheimili aldraðra í Sóltúni 2, og bæta einni hæð ofan á núverandi byggingu og reisa fjögurra hæða nýbyggingu fyrir hjúkrunartengda þjónustu í Sóltúni 4, ásamt einnar hæðar viðbyggingu sem tengja mun...
Meira
KENNARAR sömdu undir gríðarlegri pressu, og segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að samninganefnd kennara hafi talið betra að ná fram þeim leiðréttingum sem hægt hafi verið með samningi nú, frekar en að málið fari í gerðardóm sem hafi...
Meira
TUGIR manna, þeirra á meðal börn, biðu bana eða særðust í árásum í Írak í gær og skýrt var frá því að yfir 60 íröskum lögreglumönnum hefði verið rænt.
Meira
BÁÐIR aðilar teygðu sig eins langt og hægt var með þessum samningi, segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga.
Meira
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir það gott að kjarasamningur hafi náðst milli grunnskólakennara og sveitarfélaga. Vonandi skapist í framhaldinu meiri friður um skólastarfið og það fari að færast í eðlilegt horf.
Meira
Skriðdalur | Piltur á sextánda ári kemur inn í eldhúsið á Lynghóli í Skriðdal og býður upp á belgískt súkkulaði. Heimilisprýðin Fígaró spígsporar virðulega um gólf og forvitnast um komumann með sínum gulu kattarglyrnum.
Meira
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í fyrradag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, hinn 16. nóvember. Nú eru níu ár síðan menntamálaráðuneytið ákvað að beita sér fyrir því að þessi dagur skyldi helgaður sérstöku átaki í þágu íslensks máls.
Meira
Þær miklu umræður, sem fram hafa farið að undanförnu um störf kennara vegna kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin hafa opnað augu margra fyrir mikilvægi kennarastarfsins.
Meira
Ýmir Örn Finnbogason vekur athygli á því í grein í Deiglunni að í fjárlögum fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir að 2.843 milljónir króna renni til sauðfjárbænda.
Meira
GRÍNISTAR eru öfundsverðir þjóðfélagsþegnar. Þeir einir geta nákvæmlega sagt það sem þeim sýnist - eða sýnist ekki - án þess að fá bágt fyrir. Fyrir náð hinnar eftirsóknarverðu kímnigáfu hafa þeir hlotið að launum hið algjöra tjáningarfrelsi.
Meira
Fyrra undanúrslitakvöld fyrir Alheimsbaráttu bandanna eða Global Battle of the Bands sem fram fer í London þann 30. nóvember. Fram komu Pan, Dikta, Heróglymur, Bob, A Living Lie, Lights on the Highway og Æla. Sunnudagskvöldið 14. nóvember í Hellinum, Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM), Hólmaslóð 2, Granda. Upplýsingar um aðalkeppnina er hægt að nálgast á www.gbob.com.
Meira
MAÐUR var stunginn og rappmógúllinn Dr. Dre kýldur í andlit á Vibe-verðlaunahátíðinni sem fram fór á mánudagskvöld í Santa Monica í Bandaríkjunum. Verðlaunahátíðin er helguð hipp-hopp-tónlist og átti Dr.
Meira
"SVO undarlegt sem það nú er, þá hringdu þrír eða fjórir menn í mig fyrr á árinu og ég sagði nei við þá alla. Einn hringdi oftar en aðrir, og ég gat ekki bannað honum að tala við mig.
Meira
HILMAR Jensson gítarleikari mun halda sólótónleika í kvöld á Hótel Borg og eru þeir liður í tónleikaröð djassklúbbsins Múlans. Flutt verða ný frumsamin verk á kassagítar og mun Hilmar notast við þrjá þeirra og verða þeir í mismunandi stillingum.
Meira
BANDARÍSKI rokkarinn David Lee Roth hæfur skipt rækilega um starfsgrundvöll. Hann vinnur nú sem sjúkraflutningamaður, er í starfsnámi og hefur hug á að gerast bráðatæknir.
Meira
HROLLVEKJUR eru allsráðandi í bíóhúsum landsins og einn hrollurinn tekur við af öðrum. Um síðustu helgi var það Hinir gleymdu (The Forgotten) sem hélt áhorfendum föstum og skjálfandi í sætum sínum og um þessa helgi er það Óbeitin (The Grudge). Um 3.
Meira
Milli tónverka með raftónlistartvíeykinu Einóma. Einóma skipa þeir Bjarni Þór Gunnarsson og Steindór Grétar Kristinsson. Þeir semja tónlistina, flytja hana og stýra upptökum. Vertical Form gefur út. 49:15 mín.
Meira
eftir Alessandro Baricco Íslensk þýðing: Halldóra Friðjónsdóttir Leikstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Tónlist: Agnar Már Magnússon Leikmynd: Högni Sigurþórsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikari: Jóhann...
Meira
NORRÆNIR músíkdagar hefjast í dag í Danmörku. Tónlistarhátíðin er haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum en hún var fyrst haldin árið 1888 í Kaupmannahöfn og er því ein elsta tónlistarhátíð heims.
Meira
NÝJA Band Aid-lagið var frumflutt á BBC Radio 1-útvarpsstöðinni kl. 8 í fyrradag í morgunþætti útvarpsmannsins Chris Moyles. Á þessari nýju útgáfu af laginu "Do They Know It's Christmas?
Meira
Síðara undanúrslitakvöldið fyrir Alheimsbaráttu bandanna eða Global Battle of the Bands sem fram fer í London 30. nóvember. Fram komu Amos, Lirmill, The Telepathetics, Somniferum, Hoffman, Shadow Parade, Benny Crespo's Gang og Jamie's Star. Mánudagskvöldið 15. nóvember í Hellinum, Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM), Hólmaslóð 2, Granda.
Meira
Fjöldi íslenskra og erlendra listamanna kemur saman í dag og á morgun á Nordica hóteli til að fjalla um norræna menningu í alþjóðlegu og nútímalegu samhengi á ráðstefnunni Rætur - stefnumót við norræna menningu, sem haldin er í tilefni af formennsku...
Meira
I believe in This, breiðskífa með Þóri Georg Jónssyni. Þórir semur öll lög utan eitt sem Andre Benjamin á, og leikur á flest hljóðfæri. Guðmundur Kristinn Jónsson stýrði upptökum, hljóðblandaði og gerði frumeintak. 12 tónar gefa út. 40:37 mínútur.
Meira
Karitas án titils er eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Karitas án titils er dramatísk örlagasaga ungrar stúlku í upphafi 20. aldar, saga um drauma og þrár, óvænta hamingju, óbærilega sorg og miklar ástríður.
Meira
Í KJÖLFAR vel heppnaðra tónleika í Carnegie Hall í New York, þar sem Garðar Cortes stjórnaði flutningi á Elía eftir Mendelssohn, hefur Garðari verið boðið að koma aftur og stjórna flutningi annars stórverks í þessum heimsfræga tónleikasal eftir tvö ár.
Meira
Fjórða plata hljómsveitarinnar Í svörtum fötum kemur út á morgun. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Jónsa söngvara og innti frétta úr herbúðum svartstakka.
Meira
BANDARÍSKA hljómsveitin TV on the Radio fékk Shortlist-tónlistarverðlaunin í ár. Verðlaunin voru afhent á mánudag en þau fara til efnilegra og framsækinna listamanna. Sigur Rós fékk verðlaunin þegar þau voru veitt í fyrsta sinn 2001.
Meira
BARN fæðist á stóru farþegaskipi úti á miðju Atlantshafi um aldamótin 1900. Það er skilið eftir í kassa ofan á flyglinum í danssalnum, en einn skipverjanna tekur drenginn að sér, nefnir hann Nítjánhundruð og elur hann upp á skipinu.
Meira
VERÐLAUNAHÁTÍÐ MTV-sjónvarpsstöðvarinnar fer fram í Rómarborg í kvöld og verður sýnt beint frá henni á PoppTíví, sem og á sjálfri MTV-stöðinni. Um evrópsku hátíðina er að ræða og er, sem endra nær, Björk tilnefnd til verðlauna.
Meira
Chris Martin Sir Paul McCartney (bassi) Bob Geldof Midge Ure Radiohead Robbie Williams Dido Bono Daniel Bedingfield Natasha Bedingfield Turin Brakes The Thrills Will Young Katie Melua Busted Joss Stone Lemar Jamelia Keane Beverley Knight The Darkness...
Meira
Þórólfur Matthíasson skrifar um íbúðalán: "Ungt par sem keypti íbúð nú með 100% láni gæti eftir 3-5 ár setið uppi með eign sem væri verulega verðminni en lánið sem á henni hvíldi."
Meira
Bragi Ásgeirsson fjallar um heyrnarleysi: "Staddur í Kaupmannahöfn 10. desember fyrir réttu ári blasti við mér heilsíðugrein um heyrnarlaus börn og vandamál þeirra í Politiken, jafngildir heilli opnu hér í blaðinu."
Meira
Dagný Erna Lárusdóttir og Sigmar B. Hauksson fjalla um ofnæmi og virðisaukaskatt á lyfjum: "Astma- og ofnæmisfélagið heldur fund um þetta mál í há-deginu í dag, fimmtudaginn 18. nóvember, kl. 12 í Iðnó."
Meira
Frá Aldísi Yngvadóttur:: "STJÓRN Foreldrafélags Setbergsskóla harmar þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga og hvetur deiluaðila til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná sáttum."
Meira
Jóhannes Valdemarsson fjallar um húsnæðislán bankanna: "Staðreyndin er nefnilega sú að vextirnir sem verið er að bjóða hinum almenna eru 5,1% en hinum sértæka 4,2% - enda þarf sá hinn sértæki að uppfylla ótal skilyrði til að geta talist með í hópi hinna útvöldu."
Meira
Oddný Sigsteinsdóttir skrifar um sjúkraþjálfun: "Niðurstaðan er jákvæð fyrir margra hluta sakir því lyfjakostnaður lækkaði og veikindadögum fækkaði og þar með varð sparnaður í kerfinu."
Meira
Kjartan Magnússon fjallar um skattahækkanir R-listans: "Þrálátar skattahækkanir R-listans eru fjölskyldufjandsamlegar og koma niður á efnahag borgarbúa."
Meira
Ragnar Jónasson fjallar um skattahækkanir R-listans: "Eini ljósi punkturinn við skattahækkunina er þó sá að lögum samkvæmt geta borgarfulltrúar R-listans ekki hækkað útsvarið meira að óbreyttu."
Meira
S. Líba Ásgeirsdóttir skrifar vegna kjarabaráttu kennara: "Milljarðaframlög þykja sjálfsögð til útgerðarinnar en framlag til grunnskólanna kemur ekki til greina."
Meira
María Súsanna Hiller skrifar um Yasser Arafat: "Auk þess sem Arafat ber ábyrgð á fátækt og eymd Palestínumanna og dauða þúsunda Ísraela, skipaði hann fyrir aftöku á öllum 12 ísraelskum þátttakendum Ólympíuleikanna."
Meira
Guðmundur Karl Jónsson skrifar um samgöngumál: "Nú geta menn spurt sig að því hvort það þurfi minnst eitt þúsund dauðaslys á einni viku til að réttlæta jarðgöng undir Lónsheiði."
Meira
Anna María Guðmundsdóttir fjallar um kjaramál kennara: "Grunnskólakennarar eru svo gríðarlega mikilvægir fyrir menntun og heilsufar þjóðarinnar, bæði til langs og skamms tíma!"
Meira
Frá Laufeyju B. Waage, móður, stjúpmóður, ömmu og frænku nokkurra grunnskólabarna:: "GÍFURLEGA stór hluti skattgreiðenda er foreldrar grunnskólabarna. Allflestir þeirra sem eftir standa eru afar og ömmur, frændur og frænkur, og aðrir velunnarar grunnskólabarna."
Meira
Skarphéðinn Þór Hjartarson gerir athugasemdir við tónlistargagnrýni: "...mér finnst að gagnrýni eigi ekki að vera siðferðispredikun heldur segja allt um hvernig til tókst með uppfærsluna."
Meira
Skólaskipið Dröfn ÉG vil lýsa yfir furðu minni, og mótmæla því harðlega, að ef satt er að verið sé að selja skólaskipið Dröfn sem hefur gegnt sínu hlutverki með sóma þjóðinni til hagsældar.
Meira
Árni Magnússon fæddist á Akureyri 22. ágúst 1957. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Möðruvallaklausturskirkju 22. október.
MeiraKaupa minningabók
Guðni Már Baldursson fæddist í Reykjavík 23. september 1977. Hann lést 1. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 11. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Ófeigsdóttir Hjaltested fæddist í Kolsholti í Villingaholtshreppi í Árnessýslu 4. desember 1920. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. nóvember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Þórdís Björgvinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. febrúar 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans 14. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 22. október.
MeiraKaupa minningabók
Marta Aðalheiður Einarsdóttir fæddist á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 13. janúar 1909. Hún lést á líknardeild Landakots að morgni föstudags 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Einar Sigurðsson, f. á Fagurhóli í Austur-Landeyjum 24.9.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Gestsson fæddist 17. febrúar 1918 á Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi, V-Hún. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga mánudaginn 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvammstangakirkju 9. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Spurning: Að hvaða leyti hefur gosdrykkja slæm áhrif á líkamann ef maður drekkur gos alla daga, vel að merkja sykurlaust en með koffeini? Svar: Í sykurlausum kóladrykkjum eru aðallega kolsýrt vatn, sætuefni og koffein.
Meira
Fyrirframgreidd inneignarkort fyrir símtöl til útlanda hafa náð mikilli útbreiðslu hér á landi að undanförnu, enda getur munað töluverðum upphæðum hvort hringt er með slíku korti eða á venjulegan hátt.
Meira
Markmiðið með þessari afmælissýningu er að vekja athygli á íslenskri gullsmíði og við höfum fullan hug á að fylgja henni eftir með ýmsum aðgerðum til að gera verk íslenskra gullsmiða sýnilegri en verið hefur á undanförnum árum," sagði Ása...
Meira
Karl K. Karlsson heildverslun hefur frá áramótum lækkað verð á Celestial Seasonings-tei um samtals 15,2%. Í fréttatilkynningu frá Karli K. Karlssyni kemur fram að á sama tíma hafi hinsvegar útsöluverð í verslunum haldist óbreytt.
Meira
Dagana 18.-27. nóvember efna verslanir Samkaupa-Úrvals um allt land til íslenskra daga undir slagorðinu "Íslensk jól í Samkaupum-Úrvali". Íslenskir dagar eru haldnir í samstarfi við landsátakið Veljum íslenskt - og allir vinna.
Meira
BÓNUS Gildir 18.- 21. nóv. verð nú verð áður mælie. verð KF lambalæri, rauðvínslegin 899 1.389 899 kr. kg KF lambalæri, villikryddað 899 1.389 899 kr. kg Mh smjörlíki, 500 g 89 119 178 kr. kg Lax, reyktur og grafinn 1.119 1.439 1.119 kr.
Meira
Nú er sá tími sem fólk fer að hugsa æ sterkar til ættingja og vina í útlöndum. Margan langar þá til að gleðja sitt fólk með matargjöfum, svo að það fari ekki á mis við það sem íslenskt er á sjálfum jólunum.
Meira
Sigurður S. Snorrason er fæddur á Akureyri árið 1951. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá HÍ 1974 og doktorsprófi í dýrafræði frá Háskólanum í Liverpool árið 1982. Sigurður var ráðinn lektor við líffræðiskor árið 1989, en gegnir nú dósentsstarfi með þroskunarfræði sem aðalgrein. Þá gegnir hann stöðu forstöðumanns Líffræðistofnunar HÍ. Sigurður er kvæntur Hrefnu Sigurjónsdóttur, prófessor við KHÍ. Þau eiga tvö börn.
Meira
MYNDIN Konunglegt bros verður frumsýnd í Regnboganum kl. 18 í dag. Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður stýrir spurningum til leikstjórans Gunnars B. Guðmundssonar úr sal. Þá verður myndin Jargo frumsýnd í Háskólabíói kl. 20. Jargo frumsýnd.
Meira
Aukamöguleiki. Norður &spade;G10643 &heart;ÁG104 S/Enginn ⋄G97 &klubs;2 Suður &spade;D9875 &heart;KD3 ⋄D5 &klubs;Á98 Suður opnar á einum spaða og norður stekkur í fjóra. Enginn hreyfir andmælum og útspil vesturs er laufdrottning.
Meira
Bridskvöld yngri spilara Miðvikudaginn 10. nóvember var spilaður tvimenningur, 20 spil. Lokastaðan: Örvar Óskarsson - Gunnar B. Helgason 14 Anna G. Nielsen - Guðbjörg Eva Baldursd. 2 Davíð Jóhannss. - Hjörtur Reynisson 1 Arnar Þór Arnarss.
Meira
Hlutavelta | Þær Thelma Ósk, Heiðdís María, Anna Margrét og Sveinbjörg Lilja héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 3.466...
Meira
Ef menn í alvöru vilja ekki taka þátt í verkefnum á vegum NATO, þá væri auðvitað bara heiðarlegra að taka það til umræðu, hvort ekki væri rétt að segja sig úr bandalaginu.
Meira
Á einni sjónvarpsstöðinni kom fram um daginn að það kostar tvöfalt meira að hringja úr farsíma frá Og Vodafone í farsíma hjá Símanum en innan sama kerfis, þ.e. 20 krónur í stað tíu króna.
Meira
Laufásvegur | Meðal gesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík er Helga Stephenson, einn stofnenda og stjórnenda Kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Helga er Vestur-Íslendingur, en langamma hennar, Guðríður Gísladóttir, fluttist til Kanada á 19. öld.
Meira
ÞAÐ er ljóst að Ásgeir Örn Hallgrímsson verður aðeins með íslenska liðinu á heimsbikarmótinu,World Cup, en ekki á heimsmeistaramótinu í Túnis. Ásgeir er með brotið bátsbein á hægri hendi og fer í aðgerð strax og heim verður komið frá Svíþjóð.
Meira
HREIÐAR Guðmundsson svamlaði í djúpu lauginni í síðari hálfleik gegn Frökkum í gærkvöldi, í sínum öðrum landsleik og kom inn á í stöðunni 19:13. Hreiðar er hávaxinn markvörður sem leikur með ÍR en hann hefur átt við meiðsli að stríða á hné undanfarið ár.
Meira
"ÞESSI leikur var langt frá því að vera viðunandi af okkar hálfu. Við lékum 3:3-vörnina þokkalega, ekki mikið meira en það en 5:1-vörnin sem við beittum að hluta til í síðari hálfleik virkaði ekki. Þar gerðum við mikið af mistökum og réðum alls ekki við þá," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handknattleik eftir 29:38-tap gegn Frökkum í öðrum leik liðsins í riðlakeppninni á World Cup, heimsbikarmótinu í gærkvöldi.
Meira
"ÉG hef verið slæmur í vinstri öxl undanfarnar þrjár vikur, og hrokkið í og úr lið tvívegis, og síðast gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum hér í Svíþjóð.
Meira
GRIKKIR unnu í gærkvöldi langþráðan sigur, sinn fyrsta frá því þeir urðu óvænt Evrópumeistarar í knattspyrnu í sumar. Það var þó nánast skyldusigur, því þeir tóku á móti stigalausu liði Kazakhstan á heimavelli. Lokatölur urðu 3:1, Angelos Charisteas, helsti markaskorari Grikkja á EM, gerði tvö markanna og Kostas Katsouranis bætti því þriðja við.
Meira
* MIROSLAV Klose skoraði tvö marka Þjóðverja sem unnu Kamerún, 3:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu í Leipzig í gærkvöld. Kevin Kuranyi gerði eitt en öll mörkin komu á síðustu 19 mínútunum.
Meira
SÆNSKA dagblaðið Aftonbladet greindi frá því í gær að leikmenn úrvalsdeildarliðsins Örgryte sem tryggði sér áframhaldandi veru á meðal bestu knattspyrnuliða landsins, séu margir hverjir mjög ósáttir við að þjálfari liðsins, Jukka Ikäläninen, verði áfram...
Meira
* SKOSKA knattspyrnufélagið Hearts hefur óskað eftir að því að fá Atla Jónasson , 16 ára markvörð úr KR , til æfinga í næstu viku. Þetta kom fram á vef KR í gærkvöld.
Meira
UNGVERJAR sigruðu Möltubúa, 2:0, í 8. riðlinum í undankeppni HM í knattspyrnu í gær en leikið var á Möltu. Zoltán Gera kom Ungverjum yfir á 39. mínútu og Peter Kovacs innsiglaði sigurinn rétt fyrir leikslok.
Meira
MARKÚS Máni Michaelsson hefur náð sér vel á strik í sóknarleiknum á heimsbikarmótinu í Svíþjóð, World Cup, en Valsmaðurinn leikur nú með þýska liðinu Düsseldorf. Markús sagði eftir leikinn gegn Frökkum að ekki væri við öðru að búast en að margt væri ólært í vörn sem sókn.
Meira
EINS og mörgum er kunnugt varð vart við norsk-íslenska vorgotssíld í afla skipa sem voru að veiða íslensku sumargotssíldina við Austfirði í haust. Eftirlitsmenn Fiskistofu fóru eftir ábendingum veiðimanna og tóku sýni úr þessum afla til að meta magnið.
Meira
SJÓMÆLINGASVIÐ Landhelgisgæslunnar, Sjómælingar Íslands, hefur gefið út sjávarfallaalmanak og sjávarfallatöflur fyrir árið 2005. Almanakið sýnir sjávarfallabylgjuna á myndrænan hátt.
Meira
OPTIMAR Ísland ehf. hefur gert samning við York Fishery um að Optimar Ísland ehf. muni framleiða allar ísþykknivélar handa York samsteypunni. York er, í gegnum York - Inham B.V., einn af frumkvöðlunum í hönnun og sölu á ísþykknivélum.
Meira
GRÆNLENSKA landstjórnin hyggst taka í notkun hagfræðilíkan sem metur áhrif pólitískra ákvarðana um stjórn fiskveiða á afkomu rækjuiðnaðarins í landinu. Annar tveggja höfunda líkansins er Hilmar Ögmundsson þjóðhagfræðingur.
Meira
SENDIHERRA Íslands í Moskvu, Benedikt Jónsson, hefur skrifað undir samstarfssamning við Alþjóðalánastofnunina, sem er hluti af Alþjóðabankanum, um úttekt á viðskiptatækifærum í sjávarútvegi í Rússlandi.
Meira
Með því að skila afriti úr afladagbók á rafrænan hátt geta skipstjórnarmenn um leið byggt upp gagnagrunn um veiðar sínar, með aðstoð búnaðar frá hugbúnaðarfyrirtækinu SeaData. Helgi Mar Árnason tók hús á fyrirtækinu og forvitnaðist um eiginleika búnaðarins.
Meira
SJÓMENN hvílast ekki nógu vel um borð í skipum sínum en það eykur hættu á slysum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á áhrifum hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna.
Meira
VIÐSKIPTADEILD Viðskiptaháskólans á Bifröst og Menntafélagið hafa skrifað undir samning um nám á háskólastigi í rekstri og stjórnun fyrir skipstjórnendur.
Meira
RÆKJUIÐNAÐURINN hefur verið í mikill lægð síðustu misseri, verksmiðjum verið lokað og skipum lagt. Rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðárkróki hefur aftur á móti verið keyrð á fullum afköstum en hún var nýlega stækkuð og starfsfólki fjölgað um helming.
Meira
ÞEIR félagar Höskuldur og Sæmundur á Guðbjörgu Kristínu RE voru að landa afla dagsins í vikunni og var hann ekkert til að hrópa húrra yfir, aðeins 1.800 kg á 20 bala og mest ýsa.
Meira
REKSTRARÁRANGUR norskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið lélegur síðastliðin ár og verri en íslenskra. Reyndar hefur árangur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja verið mun betri en margra erlendra sjávarútvegsfyrirtækja undanfarin ár.
Meira
ÍBÚAR á Fjóni í Danmörku hafa nokkrar áhyggjur af framtíð Magasin-verslunarinnar í Óðinsvéum eftir kaup Baugs, Straums og Birgis Bildtvedt á Magasin-verslunarkeðjunni í síðustu viku.
Meira
SAMKVÆMT könnun sem bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman-Sachs framkvæmir reglulega eru bandarískir forstjórar mun svartsýnni um framtíðina en evrópskir starfsbræður þeirra.
Meira
Í NÝJUM reglum Persónuverndar um rafræna vöktun á vinnustöðum, í skólum og á öðrum svæðum þar sem takmarkaður hópur fólks fer um að jafnaði, sem kynntar voru á málþingi á Grand hóteli í gær, segir meðal annars að óheimilt sé að skoða tölvupóst eða vakta...
Meira
Conrad Black hefur sagt lausu starfi sínu sem forstjóri og stjórnarformaður Hollinger Inc . með það í huga að ráðast í yfirtöku á félaginu að sögn Financial Times . Mikilvægasta eign Hollinger Inc.
Meira
ÍSLENSKA tæknifyrirtækið Hex Software er komið í undanúrslit í vali bandaríska tæknitímaritsins Red Herring á þeim100 fyrirtækjum sem blaðið telur standa fremst á sviði nýsköpunar á tæknisviðinu. 200 fyrirtæki ná í undanúrslitin.
Meira
HEILDAREIGNIR viðskiptabankanna jukust úr um 200 milljörðum króna í um 1.800 milljarða á rúmlega tveimur áratugum, frá árinu 1983 til miðs þessa árs, þegar miðað er við kaupmátt krónu í ár.
Meira
AFL fjárfestingarfélag festi í fyrradag kaup á 250 þúsund hlutum í breska iðnfyrirtækinu Low & Bonar plc. samkvæmt tilkynningu sem birtist á heimasíðu kauphallarinnar í London.
Meira
VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu alls 14,124 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,094 milljarða. Mest viðskipti voru með hlutabréf Íslandsbanka hf . fyrir um 1,183 milljarða.
Meira
Fyrst var það krafa um bóklæsi, svo tölvulæsi en nú er tímabært að huga að menningarlæsi, segir Bjarni Hjarðar, deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri. Hann upplýsir Soffíu Haraldsdóttur um að oftraust á ensku geti verið varhugavert.
Meira
SÆVAR Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri farsímasviðs Símans. Sævar, sem er viðskiptafræðingur, hefur starfað hjá Símanum frá 1996 sem forstöðumaður ýmissa sviða og var síðast forstöðumaður sölu- og vörustjórnunar gagnasviðs.
Meira
ERIC Figueras hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar TölvuMynda . Eric lauk MS-námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Katalóníu í Barcelona árið 1992 og MBA-gráðu frá IMD-háskólanum í Sviss árið 2001.
Meira
TÉKKNESKA fjarskiptafyrirtækið Ceske Radiokommunikace (CRa), sem er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur gert tilboð til yfirtöku á hlutabréfum minnihlutaeigenda í félaginu.
Meira
Ráðstefna um upplýsingaöryggi á vegum Stika ehf. Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13 til 16.30 á Nordica Hóteli. Á ráðstefnunni fjallar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um faglegan rekstur upplýsingakerfa og mikilvægi hans.
Meira
BANDARÍSKU stórverslanakeðjurnar Sears Roebuck og Kmart tilkynntu í gær um áætlaðan samruna sinn. Ef af samrunanum verður verður til þriðja stærsta smásölukeðja í Bandaríkjunum, á eftir Wal Mart sem er í fyrsta sæti og Home Depot sem er í öðru sæti.
Meira
Vaxandi alþjóðavæðing viðskiptalífsins hefur glætt samkeppni ríkja um fjárfestingar fyrirtækja sem líta á heiminn allan eða tiltekna heimshluta sem sín starfssvæði.
Meira
Ingimundur Sigurpálsson er nýr forstjóri Íslandspósts og formaður Samtaka atvinnulífsins. Soffía Haraldsdóttir bregður upp svipmynd af Ingimundi.
Meira
HANNES Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, og Stelios Haji-Ioannou, hinn litríki stofnandi og aðaleigandi EasyJet-flugfélagsins, áttu í gær fund í London.
Meira
FLESTIR stærstu bankar Noregs, sem líklegir hafa þótt til að gera tilboð í BNbank á móti Íslandsbanka, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í tilboðsstríði um bankann, að því er segir í Aftenposten .
Meira
Hefndin er sæt Viðbrögð "fólksins á götunni", jafnt í Danmörku sem á Íslandi, við fréttum af kaupum Baugs , B2B og Straums á Magasin du Nord og hinum Magasin-verslununum í Danmörku, hafa ekkert með viðskipti að gera.
Meira
SAMKEPPNISRÁÐIÐ í Búlgaríu hefur endanlega samþykkt úthlutun og sölu á þriðja farsímaleyfinu í Búlgaríu til búlgarska símafélagsins BTC, sem Björgólfur Thor Björgólfsson, Síminn, Burðarás og Straumur standa meðal annarra að.
Meira
GENGI Bandaríkjadollars gagnvart íslensku krónunni hefur fallið nánast í frjálsu falli síðan í september, úr 72,6 krónum 8. september í 66,6 krónur í gær.
Meira
Eignatengsl á verðbréfamarkaði eru algengari hér á landi en víða annars staðar. Mikið skortir hins vegar á að tengslin séu skýr. Viðskiptabankarnir þrír leika stórt hlutverk í þeim eignatengslum sem skapast hafa. Grétar Júníus Guðmundsson skoðaði eignarhaldið á bönkunum og tveimur öðrum félögum og hvernig þræðirnir liggja milli þeirra og fyrirtækja í viðskiptalífinu.
Meira
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur ráðið sérfræðinga frá bresku öryggis- og ráðgjafarfyrirtæki til að taka út hótel og borgir þar sem áhafnir Atlanta gista á nokkrum stöðum í heiminum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.