Greinar laugardaginn 20. nóvember 2004

Fréttir

20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 298 orð

Atlagan talin hrottaleg og miskunnarlaus

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Annþór Kristján Karlsson í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás gegn rúmlega tvítugum manni í apríl 2003. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 788 orð | 1 mynd

Bar skylda til að gera eitthvað í málunum

Stórsöngvarinn Harry Belafonte, sem starfað hefur sem velgjörðarsendiherra UNICEF í næstum tvo áratugi, kom til landsins í gær. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð

Bensínverð lækkar

OLÍUFÉLAGIÐ, Skeljungur og OLÍS lækkuðu öll verð á bensínlítranum um eina króna í gær. Nú kostar bensínlítrinn 109,5 krónur í fullri þjónustu og er ódýrastur 102,7 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá Olíufélaginu en 102,9 í sjálfsafgreiðslu hjá hinum... Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Brjóstmynd af Jóni Baldvinssyni afhent Alþingi

BRJÓSTMYND af Jóni Baldvinssyni, fyrrv. forseta sameinaðs Alþingis og fyrrv. forseta Alþýðusambands Íslands og formanni Alþýðuflokksins, var afhent Alþingi við athöfn í sal efri deildar fyrir skömmu. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 280 orð

Brúarstæði Ölfusár ákveðið í aðalskipulagi

Selfoss | Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar segir nauðsynlegt að byggja nýja brú ofar á Ölfusá til að beina þungaumferð fram hjá Selfossi. Vonast hann til að það verði gert á næstu fjórum til átta árum. Meira
20. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Búist við mikilli holskeflu skilnaðarmála

Í CHILE hafa tekið gildi lög sem heimila hjónaskilnaði í fyrsta skipti þar í landi í 120 ár. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Dagar myrkurs

Margir forvitnilegir viðburðir hafa verið kynntir til sögunnar á Dögum myrkurs sem lýkur á Austurlandi á morgun, sunnudag. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Dæmi um áhrif breytinganna

RÁÐSTÖFUNARTEKJUR einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund kr. tekjur á mánuði hækka um 12.500 kr. á mánuði, vegna skattabreytinganna, skv. útreikningum fjármálaráðuneytisins. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 184 orð

Efla þarf skólastarf í Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð | Miklar umræður urðu um skólamál á fundi sem Framfarafélag Dalvíkurbyggðar efndi til á fimmtudagskvöld. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fagnar auknu fjármagni

UNGIR jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa samþykkt ályktun þar sem þeir fagna auknum fjárframlögum til Samkeppnisstofnunar en fordæma aðgerðarleysi viðskiptaráðherra gagnvart bönkum og tryggingafélögum. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 57 orð

Fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á annan mann á skyndibitastað á Akureyri í apríl sl. og kasta honum á skilrúm. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 248 orð

Fé brann inni er eldur kviknaði í hlöðu

TALIÐ er að fjöldi sauðfjár hafi brunnið inni er eldur kviknaði í hlöðu sem sambyggð er við fjárhús á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í gærkvöldi. Engan mann sakaði og var íbúðarhúsið í Hrútatungu ekki í hættu frá eldinum. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 172 orð

Fimm mánaða fangelsi fyrir íkveikju

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í 5 mánaða fangelsi fyrir íkveikju í kjallara fjölbýlishúss í Breiðholti að næturlagi í mars í fyrra. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð

Flutti inn tvö kíló af hörðum fíkniefnum

MAÐUR sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir að flytja inn tæplega tvö kíló af hörðum fíkniefnum, eitt af amfetamíni og eitt af kókaíni, játaði á fimmtudag sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
20. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Forfaðir apa og manna?

SPÆNSKIR vísindamenn hafa fundið steingerðar beinaleifar sem þeir telja að geti verið af forföður mannsins og allra mannapa, þ.ám. simpansa og górillu. Beinin fundust á svæði í grennd við Barcelona. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Forstjóri Landhelgisgæslunnar lætur af störfum

HAFSTEINN Hafsteinsson lætur af störfum sem forstjóri Landhelgisgæslu Íslands 1. janúar næstkomandi. Fallist hefur verið á ósk hans um tilflutning í starfi og mun hann hefja störf sem skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 21 orð

Forystumenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar.

Forystumenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar. Þeir telja tillögurnar fallnar til að auka þenslu í efnahagslífinu og því séu þær ekki tímabærar. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fólki með öndunarfæraörðugleika ráðlagt að halda sig innandyra

UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem bent var á að vegna logns og frosthörku í Reykjavík ætti sér stað meiri uppsöfnun mengunarefna í Reykjavík þessa dagana en venjulega. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 220 orð

Frelsi í launamálum í stað miðstýringar

FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ telur rangt að ríkið miðstýri launum einnar stéttar umfram aðrar. Laun eigi að ráðast á frjálsum markaði en ekki innan nefnda ríkisins. Miðstýring launa sé forneskjuleg og ekki í takt við það sem almennt gerist á markaði nú til dags. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Fyrirtæki í fjórum heimsálfum koma við sögu

ÍSLANDSBANKI hefur annast heildarfjármögnun nýs fyrirtækis á Spáni, Europacifico-Alimentos del Mar, sem sérhæfir sig í sölu sjávarafurða. Eigendur fyrirtækisins eru stór sjávarútvegsfyrirtæki sem koma frá þremur heimsálfum utan Evrópu. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Hagstjórnarlegt glapræði

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, telur það algert glapræði að lögfesta skattalækkanir sem taka eiga gildi á næstu árum við núverandi aðstæður og horfur í efnahagsmálum. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Hálft tonn af klinki fyrir Rauða krossinn

HÁLFT tonn af klinki fór í gær með vél Iceland Express til London Stansted. Um var að ræða mynt sem farþegar Iceland Express hafa að undanförnu gefið í söfnun Rauða krossins til hjálpar stríðshrjáðum börnum. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 628 orð | 1 mynd

Háttvirtir þingmenn sýni stillingu...

Þegar ég, sem þennan pistil skrifa, hóf að skrifa þingfréttir fyrir Morgunblaðið fyrir nokkrum árum, þorði ég ekki öðru en að fylgjast með umræðunum á Alþingi frá upphafi til enda. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 375 orð

Heildarhækkanir vegna kennarasamninga 31,19%

Taxtalaun grunnskólakennara hækka með nýjum kjarasamningi, kennsluskylda þeirra lækkar og lífeyrisréttindi aukast. Líklegt er að yfirvinnugreiðslur aukist. Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna vegna samningsins er metin á yfir 30%. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Heimsins lengsta pylsa í brauði

SLÁTURFÉLAG Suðurlands og Myllan standa fyrir einstakri heimsmetstilraun í Kringlunni í dag kl. 14 þegar búin verður til stærsta pylsa í brauði sem sést hefur í heiminum til þessa. Núverandi met er 10,5 metrar og var sett í Pretóríu í Suður-Afríku 18. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 307 orð | 1 mynd

Hringrásin heldur áfram

Helguvík | Hringrás ehf. opnaði í gær aðstöðu í iðngörðunum við Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ til endurvinnslu á brotamálmum. Þar er tekið við brotamálum frá Suðurnesjamönnum. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 288 orð

Hver er ábyrgð stjórnenda opinbers reksturs?

HVERT er hið lýðræðislega umboð í starfsemi sem hið opinbera stendur fyrir og hver er ábyrgð stjórnenda opinbers rekstrar gagnvart stjórnmálamönnum og almennum borgurum? Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ísland í vetrarbúningi

Það hefur verið einstaklega bjart og fagurt veður í froststillunum síðustu daga. Landið er alhvítt og þegar ekki er ský á himni lítur landið okkar svona út séð utan úr himingeimnum, en myndin var tekin í gær úr gervitungli. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 48 orð

Íþróttaaðstaða | Á fundi bæjarráðs í...

Íþróttaaðstaða | Á fundi bæjarráðs í vikunni var lögð fram skýrsla með niðurstöðum starfshóps um framtíð íþróttavallarins á Akureyri og uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu vegna Landsmóts UMFÍ á Akureyri árið 2009. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Jarðskjálfti norður af Flatey

JARÐSKJÁLFTI upp á 3,2 stig á Richter varð norðnorðvestur af Flatey á Skjálfanda klukkan rúmlega þrjú í fyrrinótt. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 34 orð

Jólabasar dagvistar MS

DAGVIST og endurhæfing MS verður með opið hús og jólabasar að Sléttuvegi 5, í dag, laugardag, kl. 13-16. Munir sem unnir eru í dagvistinni verða til sölu. Einnig verður súkkulaði og rjómavöfflur á... Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Jólakort KFUM og KFUK

Jólakort KFUM og KFUK í Reykjavík er komið út en það er selt til styrktar starfi félagsins á meðal ungs fólks. Hönnuður kortsins er Rúna Gísladóttir myndlistarkona. Jólakortið kostar 100 kr. stk. og fæst á skrifstofu KFUM & KFUK, Holtavegi 28. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Kenjótt, áhrifamikil og hjartnæm sýning

Sýning Vesturports á Rómeó og Júlíu er komin aftur á fjalir Lundúnaleikhúsanna, nú á svið Playhouse leikhússins. Frumsýning var í fyrrakvöld, og strax í gær birtust fyrstu dómar gagnrýnenda í bresku blöðunum. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

KÍ fær 20 milljónir frá BSRB

ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, og Garðar Hilmarsson, formaður Vinnudeilusjóðs BSRB, hafa afhent Kennarasambandi Íslands 20 milljónir króna til ráðstöfunar vegna vinnudeilu sem lausn fannst á í vikunni. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kosið um sameiningu í Húnaþingi

Austur-Húnavatnssýsla | Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitahreppa í Austur-Húnavatnssýslu í dag. Einnig verður kosið um sameiningu fjögurra hreppa í Borgarfirði, sunnan Skarðsheiðar. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 188 orð

Kostnaður eykst um 1,1 milljarð kr. árið 2005

Kostnaðarauki borgarinnar á næsta ári vegna kjarasamninga við grunnskólakennara nemur tæpum 1,1 milljarði króna (u.þ.b. 1.060 milljónum), að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns fræðsluráðs Reykjavíkurborgar. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Kveðja Bláa lónið

Starfsmenn Nýsköpunarsjóðs fóru í nokkurs konar kveðjuheimsókn í Bláa lónið í gær. Tilefnið var að sjóðurinn sem tók þátt í uppbyggingu fyrirtækisins hefur nú selt hlut sinn til eignarhaldsfélags í eigu stjórnenda og Hitaveitu Suðurnesja hf. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Kviknaði í skipi í slippnum

SLÖKKVILIÐ Stykkishólms var kallað út í gær þegar eldur varð laus um borði Hvanney SF sem er í slipp í Stykkishólmi. Skipið er til viðgerða hjá Skipavík í Stykkishólmi. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð

Laun skólastjóra eru 236-449.000

Laun skólastjóra taka sömu breytingum og laun grunnskólakennara samkvæmt kjarasamningi Kennarasambandsins við sveitarfélögin sem undirritaður var í vikunni. Þ.e.a.s. þau hækka um 5,5% frá 1. október sl. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 202 orð

Leggja til sölubann á rjúpu

RJÚPNANEFND hefur nú lokið fyrsta áfanga starfs síns og skilað til ráðherra hugmyndum að lagabreytingum sem verða lagðar fyrir þingið og virðist sem nefndin hafi sameinast um að leggja til sölubann á rjúpu þótt fleiri en ein tillaga hafi verið um aðra... Meira
20. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Lofa friði í S-Súdan

STJÓRN Súdans og uppreisnarmenn í sunnanverðu landinu undirrituðu í gær samkomulag um að leggja niður vopn og binda enda á stríð sem staðið hefur í tvo áratugi. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 18 orð

Lukkupakkar | Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með...

Lukkupakkar | Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með kaffihlaðborð og lukkupakkasölu í safnaðarheimilinu kl. 15 á morgun, sunnudaginn 21.... Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð

Málþing um fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypur

MÁLÞING um fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypur verður haldið í dag, laugardag, kl. 10-12, í húsnæði RA við Hringbraut 121 (JL-húsinu). Málþingið er á vegum Fjölmiðlamiðstöðvar ReykjavíkurAkademíunnar (RA). Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 192 orð

Mikil heitavatnsnotkun

RENNSLI heita vatnsins á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu fór nærri því í 13 þúsund rúmmetra á klukkustund í fyrrinótt, þegar frostið mældist 15 stig, hið mesta í nóvember í borginni í 100 ár samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Næsti fundur boðaður á miðvikudag

FUNDI samninganefnda leikskólakennara og sveitarfélaganna sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær lauk fyrir hádegi. Hefur annar fundur verið boðaður á miðvikudag í næstu viku. Meira
20. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 255 orð

Ódýrt sýklalyf lofar góðu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, mælir með nýrri meðhöndlun til að bjarga lífi barna sem reynast vera með HIV-veiruna í blóðinu, að sögn fréttavefjar BBC . HIV veldur alnæmi. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 620 orð | 1 mynd

Óttast að störf tapist og þjónustan minnki

Bolungarvík | Mikil andstaða kom fram við hugmyndir um sameiningu við nærliggjandi byggðarlög á íbúaþingi sem bæjarstjórn Bolungarvíkur efndi til í fyrrakvöld. Ekki er þó útlit fyrir að bæjarstjórn geri athugasemdir við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 179 orð

Óvenjukalt miðað við árstíma

ÓVENJUKALT var á landinu í gær miðað við árstíma, einkum á Suðvesturlandi. Frostið var á allmörgum veðurathugunarstöðvum 15-20 stig í fyrrinótt og dæmi var um 23 stiga frost. Í Borgarfirði mældist t.a.m. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 615 orð | 1 mynd

"Ég var ótrúlega heppinn að lifa af það sem gerðist"

Selfoss | "Það fyrsta sem ég gerði var að hreyfa tærnar og ég man að ég varð mjög feginn að geta það og hugsaði að þetta væri fyrsta skrefið og fyrsti sigurinn í þeirri baráttu sem ég vissi einhvern veginn strax að væri framundan," segir Einar... Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Ráðinn upplýsingafulltrúi

STEINGRÍMUR Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Steingrímur nam fjölmiðlafræði við blaðamannaháskólann í Osló og hefur starfað um árabil við blaða- og fréttamennsku. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Röng mynd

RÖNG mynd birtist með grein Bjarna Jónssonar, sem bar fyrirsögnina: "Kirkjan og samkynhneigðir" í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag og var sú myndbirting leiðrétt í blaðinu daginn eftir. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Röng stefna við núverandi aðstæður

GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir áætlanir ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir í samræmi við þá stefnu sem boðuð hafi verið. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Sameining sveitarfélaga veltur á niðurstöðunni

HALLDÓR Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, sem sæti á í tekjustofnanefnd, segir það algert lykilatriði að niðurstaða liggi fyrir í viðræðum við ríki um leiðréttingu á tekjustofnum sveitarfélaganna, áður en kosið verði um frekari sameiningu... Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Sameining veltur á skiptingu tekna

ÞAÐ er algert lykilatriði að niðurstaða um leiðréttingu á tekjustofnum sveitarfélaganna liggi fyrir áður en kosið verður um frekari sameiningu sveitarfélaga í apríl í vor. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð

Samræmdum prófum 10. bekkjar frestað

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið fresta samræmdum prófum í 10. bekk um vikutíma vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum í haust. Verða prófin haldin á tímabilinu 9.-18. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð

Samskipti

Rúnar Kristjánsson fylgdist með umræðum í þinginu og fannst ræður sumra í þynnra lagi. Hann orti: Skapa flækjufellingar, fárs og vanda stellingar, huga og sál til hrellingar heiladauðar kellingar! Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 76 orð

Skákmeistari | Stefán Bergsson sigraði Þór...

Skákmeistari | Stefán Bergsson sigraði Þór Valtýsson í einvígi um titilinn skákmeistari Skákfélags Akureyrar. Stefán hlaut 1,5 vinninga á móti hálfum vinningi Þórs. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Stefán sigrar á hægskákmóti hjá SA. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Smakkað á snjónum

SNJÓRINN er nú allsráðandi, allt hvítt norðan heiða, en óvenjumikil snjókoma hefur verið síðastliðna daga miðað við árstíma. Kuldinn er líka mikill og því ekki annað að gera fyrir þá sem þurfa að fara ferða sinna fótgangandi en að búa sig eftir veðri. Meira
20. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Stefnu Bush mótmælt fyrir APEC-fund

CHILEBÚAR mótmæla hér stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta í miðborg Santiago í Chile í gær þegar Bush og leiðtogar 20 annarra landa komu til borgarinnar vegna fundar Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) um helgina. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 237 orð | 1 mynd

Stjórnendur DNG leita nýrra markaða vegna samdráttar

Hörgárbyggð | Fyrirtækið DNG í Hörgárbyggð hefur verið leiðandi í framleiðslu og sölu á færavindum fyrir sjávarútveg í rúma tvo áratugi, auk þess sem fyrirtækið framleiðir búnuð til línuveiða. Nú eru blikur á lofti varðandi sölu á framleiðsluvörum. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 316 orð

Stjórnsýsluúttekt á ferli samninga

Fræðsluráð Reykjavíkur ætlar að láta fara fram stjórnsýsluúttekt á ferli nýgerðra kjarasamninga við kennara, sem leiddi til þess ófremdarástands að skólar voru lokaðir vikum saman vegna verkfalls kennara, eins og segir í samþykkt ráðsins. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Stjörnur hjá Gísla Marteini

SANNKALLAÐUR stjörnufans mætir í þáttinn hjá Gísla Marteini Baldurssyni í kvöld en það eru þau Harry Belafonte, Birgitta Haukdal, Kristján Jóhannsson og bróðir hans Jóhann Már. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 86 orð

Stofna sjálfshjálparhóp | Stofnfundur sjálfshjálparhóps aðstandenda...

Stofna sjálfshjálparhóp | Stofnfundur sjálfshjálparhóps aðstandenda geðsjúkra verður haldinn í húsi Sjálfsbjargar við Fitjabraut 6c í Njarðvík þriðjudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 20. Meira
20. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Stór hluti Yukos verður seldur á uppboði fyrir jól

RÚSSNESK stjórnvöld hafa ákveðið að meirihluti í mikilvægasta framleiðslufyrirtæki rússneska olíufélagsins Yukos verði seldur á uppboði 19. desember nk. í samræmi við ákvörðun dómstóla, að sögn AFP -fréttastofunnar. Meira
20. nóvember 2004 | Minn staður | 84 orð

Styrkur vegna málþings | Bæjarráð Akureyrar...

Styrkur vegna málþings | Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu menningarmálanefndar um að veita Zontaklúbbi Akureyrar 400 þúsund króna styrk til að hefja undirbúning að alþjóðlegu málþingi sem stefnt er að því að halda árið 2007, á 150 ára ártíð... Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 781 orð | 1 mynd

Tekjuskattur lækkar um 4% og persónuafsláttur hækkar um 8%

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp um 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, 8% hækkun persónuafsláttar, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og hækkun barnabóta um 2,4 milljarða. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 320 orð

Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að tekjuskattur einstaklinga lækki um fjögur prósentustig á næstu þremur árum, persónuafsláttur hækki um 8%, eignarskattar á einstaklinga og fyrirtæki verði afnumdir og barnabætur hækki um 2,4 milljarða. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Tók vel í tillögu Helga

HJÁLMAR Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tók vel í þá hugmynd Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingar, í umræðum á Alþingi, um að Ríkisendurskoðun kanni fjármál flokkanna. Kom m.a. fram í máli Hjálmars að þannig mætti e.t.v. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Tóti tröllkarl kvefaður

Mýrdalur | Kuldalegt er í Mýrdalnum þessa dagana, snjóföl yfir öllu og töluvert frost. Inni á Höfðabrekkuheiðum, í svokölluðum Lambaskörðum, er þetta myndarlega höfuð sem ber við himin og oftast kallað Tótanef. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 291 orð

Úr bæjarlífinu

Hvergerðingar höfðu frumkvæðið að því að boða til fundar um sameiningarmál í vikunni, svona til að viðra sængurfötin áður en til þess kæmi að sveitarfélögin gengju mögulega í eina sæng. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

VALGARÐ J. ÓLAFSSON

VALGARÐ Jónsson Ólafsson, fv. framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 17. nóvember, 85 ára að aldri. Valgarð fæddist á Patreksfirði 24. september árið 1919. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 598 orð | 1 mynd

Vandi lítilla sveitarfélaga

Sveitarfélög á Norðurlöndum taka æ meiri þátt í þróun byggðamála, efnahagslífs og þjónustu við borgarana. Þau eru einnig sú staðbundna stofnun sem veitir eða stýrir flestum þjónustuþáttum sem nútíma lífsstíll krefst. Meira
20. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 124 orð

Varar við skuldasöfnuninni

ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær, að hætta væri á, að erlendir fjárfestar gæfust upp á því að fjármagna hinn gífurlega viðskiptahalla í Bandaríkjunum. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Yngstu kennararnir hækka meira en þeir eldri

Í MEÐFYLGJANDI töflu er miðað við grunnlaun kennara og ekki gert ráð fyrir kennsluyfirvinnu, sem kennarar eiga rétt á, eða annarri uppbót. Í öllum tilvikum er gengið út frá að kennari hafi ekki bætt við sig neinu sérstöku viðbótarnámi. Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 546 orð | 1 mynd

Ýta undir eyðslu og viðskiptahalla

"LÆKKANIR á tekjuskatti koma þeim langbest sem hafa langmest fyrir en skila engu til þeirra sem hafa allra minnst til ráðstöfunar," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta á... Meira
20. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Þrír skólar í stað fimm

Borgarfjörður | Margt mælir með því að þrír grunnskólar verði reknir í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, og fækki þar með um tvo, verði sveitarfélögin á svæðinu sameinuðu í eitt eins og til stendur að greiða atkvæði um. Meira

Ritstjórnargreinar

20. nóvember 2004 | Leiðarar | 338 orð | 1 mynd

Friðargæslan og fjársöfnun

Kári Jónasson, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar um friðargæslu Íslendinga í Kabúl í Afganistan í grein í blaðinu í gær. Meira
20. nóvember 2004 | Leiðarar | 272 orð

Skattalækkanir

Undir lok níunda áratugarins voru tekjuskattar mun lægri en þeir hafa verið nú á annan áratug. Þeir voru hækkaðir á ný í þeirri djúpu efnahagskreppu sem skall á við lok níunda áratugarins og stóð fram á miðjan tíunda áratuginn. Meira
20. nóvember 2004 | Leiðarar | 539 orð

Stóraukin ópíumvinnsla í Afganistan áhyggjuefni

Þremur árum eftir að stjórn talibana var steypt af stóli í Afganistan í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra er enn langur vegur frá því að tekist hafi að tryggja frið og stöðugleika í landinu. Meira

Menning

20. nóvember 2004 | Tónlist | 58 orð

20 táknmyndir rokksins*

1. John Lennon 2. Elvis Presley 3. David Bowie 4. Keith Richards 5. Kurt Cobain 6. Madonna 7. Bono 8. Bob Marley 9. Joe Strummer 10. Bob Dylan 11. Morrissey 12. Paul McCartney 13. Johnny Cash 14. Liam Gallagher 15. Eminem 16. Freddie Mercury 17. Meira
20. nóvember 2004 | Myndlist | 241 orð | 1 mynd

Alþýðan svarar fyrir sig

NÍU myndlistarmenn opna sýningu undir heitinu Illgresi í Galleríi Tukt í Hinu húsinu í dag. Sýningin á sér svokallað manifesto, en það er: "Illgresi er svar alþýðunnar við elítunni. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Belafonte og Birgittu-dúkkan

SÖNGVARINN heimsfrægi Harry Belafonte verður sérstakur heiðursgestur hjá Gísla Marteini í kvöld. Fleiri heimsfrægir söngvarar koma við sögu í þættinum því Kristján Jóhannsson verður í viðtali og talar um nýju plötuna sína. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 210 orð

Borgarstjórinn er fyrir bí

Fyrripartur síðasta þáttar af Orð skulu standa var: Samráðskóngar með kurt og pí keyrðu upp olíuprísa. Davíð Þór Jónsson orti þennan í þættinum: Aldrei gáfust þeir upp á því að okra, svindla og bísa. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Bókmenntir

Skírnir er kominn út í ritstjórn Svavars Hrafns Svavarssonar og Sveins Yngva Egilssonar. Í nýjustu útgáfu Skírnis er m.a. fjallað um þýðingar og þar á meðal þýðingar fornklassískra bókmennta. Þar þýðir Kristján Árnason bókmenntafræðingur t.d. Meira
20. nóvember 2004 | Tónlist | 141 orð | 1 mynd

Endurgerðu Quarashi-lög

Í TILEFNI af útgáfu nýjustu plötu Quarashi, Guerilla Disco, gangast mbl.is, rokk.is og Quarashi fyrir samkeppni um bestu endurhljóðblöndun lags af plötunni. Meira
20. nóvember 2004 | Tónlist | 147 orð | 1 mynd

Flest verðlaun fóru vestur

BANDARÍSKIR tónlistarmenn hirtu öll helstu verðlaunin á evrópsku MTV tónlistarhátíðinni, sem haldin var í Róm í kvöld. Hipp-hopp dúettinn OutKast fékk þrenn verðlaun; fyrir besta lagið ("Hey Yah!"), besta myndbandið ("Hey Yah! Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 391 orð | 1 mynd

Fönk eða ekkert

FÖNKSVEITIN funheita Jagúar hefur vakið athygli fyrir stuðvæna tónleika og einkar snyrtilegan klæðburð hin síðustu ár. Plötur hefur hún gefið út tvær og kom sú þriðja út í dag og nefnist hún Hello Somebody og kemur út á vegum Smekkleysu. Meira
20. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 502 orð

Íraksstríðið frá forvitnilegu sjónarhorni

Heimildamynd. Leikstjóri: Jehane Noujaim. Viðmælendur: Sameer Khader, Lt. Josh Rushing, Tom Mintier, Hassan Ibrahim, David Shuster, Deema Khatib. 84 mínútur. Bandaríkin. 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Jolie vill Bond

ANGELINA Jolie segir að sig langi ákaflega mikið til að fá hlutverk í næstu James Bond-mynd. Mun hún vera í viðræðum við framleiðendur myndarinnar um að fá ósk sína um að verða Bond-stúlka uppfyllta. Meira
20. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 548 orð | 1 mynd

Kvikmyndin er gott verkfæri

ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin í Reykjavík er í fullum gangi og í dag verður haldið málþing í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Yfirskriftin er Kvikmyndir og samfélag og hefst þingið klukkan 12. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Laugardagur í Listagili

TÓNLISTARFÉLAG Akureyrar stendur fyrir tónleikum í Deiglunni í dag kl. 16, en hér er um að ræða aðra tónleikana í tónleikaröðinni "Laugardagur í Listagili" sem hóf göngu sína í haust. Meira
20. nóvember 2004 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

Lennon er táknmynd rokksins

JOHN Lennon er helsta táknmynd rokksins að mati lesenda tónlistartímaritsins Q . Lennon varð efstur á lista yfir helstu goðsagnirnar í rokkheiminum, en fast á eftir fylgdu Elvis Presley og David Bowie. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 807 orð | 2 myndir

Skringilega heillandi sýning

Í fyrrakvöld var frumsýning í Playhouse leikhúsinu í London á Rómeó og Júlíu í uppfærslu íslenska leikhópsins Vesturports. Skemmst er að minnast góðs gengis sýningarinnar þegar hún var fyrst sett upp í Young Vic leikhúsinu í London í fyrra. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 465 orð | 1 mynd

Stærra, betra og dýrara MoMA

Nútímalistasafn New York-borgar, Museum of Modern Art eða MoMA, opnar dyr sínar við 53. stræti aftur fyrir almenningi í dag. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 356 orð | 1 mynd

Um 100 manns komu að gerð þáttarins

UM 100 manns, helmingurinn frá bandarísku sjónvarpsfyrirtækjunum CBS og Jerry Bruckheimer Productions og hinn helmingurinn frá íslenska fyrirtækinu Pegasus, kom að gerð upphafsþáttarins í þáttaröðinni Kapphlaupinu mikla (Amazing Race) þegar hann var... Meira
20. nóvember 2004 | Menningarlíf | 153 orð

Valtýsverk í Listmunahúsinu

RAMMAMIÐSTÖÐIN opnaði í gær nýtt myndlistargallerí í húsnæði sínu Síðumúla 34 og hefur það fengið nafnið Listmunahúsið. Fyrsta sýningin er sölusýning á verkum Valtýs Péturssonar listmálara. Valtýr fæddist á Grenivík árið 1919. Meira
20. nóvember 2004 | Tónlist | 434 orð | 3 myndir

Þrjú íslensk verk frumflutt

Á TÓNLEIKUM Caput-hópsins og Vox Academica-kórsins í Neskirkju í dag verða flutt ný verk eftir Báru Grímsdóttur, Úlfar Inga Haraldsson og Hilmar Örn Hilmarsson, og er um frumflutning að ræða í öllum tilfellum. Stjórnandi á tónleikunum er Hákon Leifsson. Meira

Umræðan

20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Að brjóta heilann um pólitík

Eftir Guðna Ágústsson: "Hlutverk Framsóknarflokksins hefur því verið að sníða öfgarnar af róttækum stefnumálum hinna flokkanna og halda á lofti þeim atriðum og gildum sem íslensk þjóð hefur byggt á og telur best." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Afdrifarík mistök í utanríkismálum

Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: "Sjálfsmynd okkar og ímynd á alþjóðavettvangi hefur orðið fyrir álitshnekki sem mun fylgja okkur um ókomin ár nema þessi mistök verði leiðrétt." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 667 orð | 2 myndir

Aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga

Margrét K. Sverrisdóttir fjallar um heilbrigðiskerfið: "Markvissara heilbrigðiskerfi getur nefnilega verið önnur leið til sparnaðar en eingöngu að forgangsraða." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 711 orð | 1 mynd

Enn um heilbrigðisþjónustuna og forgang ríkisstjórnarinnar

Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um fjárlagafrumvarpið: "Skattalækkunum til þeirra best settu ber að fresta ef ekki fæst fé til að halda úti mannsæmandi velferðarþjónustu." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Hvaðan kemur þessi meðferð?

Hörður Svavarsson fjallar um áfengismeðferð: "Það eru þrjátíu starfsstéttir sem njóta lögverndaðs starfsheitis og þurfa starfsleyfi heilbrigðisráðherra til starfa." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 266 orð | 1 mynd

Hvar var Einar Oddur í janúar 2001?

Einar Sveinbjörnsson fjallar um málflutning Einars Odds Kristjánssonar: "...Einar Oddur getur trútt um talað úr þingsal þar sem hann sjálfur hefur þegið launahækkanir kjaradóms sem nema tugum prósenta á örfáum árum." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Íslandsmet í hækkun útsvars

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skrifar um skattahækkanir R-listans: "Ávallt hefur lítið verið gert úr varnaðarorðum okkar og forystumenn R-listans fullyrt að fjárhagsstaðan væri sterk og fjármálastjórnin afar góð." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Íslenskt lambakjöt í Bandaríkjunum

S. Sindri Sigurgeirsson fjallar um sölu lambakjöts: "Menn þurfa að standa vörð um verkefnið Áform og tryggja að áfram verði haldið á sömu braut. Það mun verða íslenskum sauðfjárbændum til heilla." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 244 orð | 1 mynd

Kirkjan á samkeppnismarkaði

Stefán Ottó Stefánsson fjallar um umæli Arnar Bárðar Jónssonar í Kastljósi: "Undirritaður treystir því að presturinn ágæti sé samkvæmari sjálfum sér." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Lýðræðisleg umræða

Steindór J. Erlingsson skrifar um hræðslu í samfélaginu: "Hvort sem bláa höndin er raunveruleg eður ei ríkir hræðsla við hana úti í samfélaginu." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 231 orð | 1 mynd

Réttlætismál eldri borgara

Jón Kr. Óskarsson fjallar um málefni aldraðra: "En betur má ef duga skal, það þarf að vinna þessu máli brautargengi til framkvæmdar." Meira
20. nóvember 2004 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Stofnun Cargolux

Sigurður Helgason svarar Jóhannesi Einarssyni: "Vegna erfiðleika Flugleiða á þessum tíma gat félagið ekki tekið þátt í endurfjármögnun Cargolux..." Meira
20. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Martröð grunnskólabarna MENNTAMÁLARÁÐHERRA fór mikinn á Alþingi í dag, 9. nóvember. Hún ásakaði stjórnarandstöðuna fyrir það að vilja dæla, eins og hún sagði, peningum til sveitarfélaganna og hneykslaðist á þeirra framkomu. Meira

Minningargreinar

20. nóvember 2004 | Minningargreinar | 2041 orð | 1 mynd

ÁSTVALDUR ANTON KRISTÓFERSSON

Ástvaldur Anton Kristófersson fæddist í Glaumbæ í Engihlíðarhreppi í A-Hún., 8. janúar 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristófer Remegíus Pétursson, f. 1. okt. 1888, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2004 | Minningargreinar | 5843 orð | 1 mynd

BJARKI HEIÐAR HARALDSSON

Bjarki Heiðar Haraldsson fæddist á Hvammstanga hinn 23. maí 1969. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Bára Garðarsdóttir, f. 12. maí 1949, og Haraldur Borgar Pétursson, f. 18. jan. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2004 | Minningargreinar | 444 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR

Hólmfríður Pétursdóttir fæddist í Presthvammi í Laxárdal 17. júlí 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, 3. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reykjahlíðarkirkju 13. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1141 orð | 1 mynd

MARON GUÐMUNDSSON

Maron Guðmundsson fæddist á Siglufirði 13. október 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík hinn 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur K. Einarsson vélstjóri frá Siglufirði, f. 15. júní 1909, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2004 | Minningargreinar | 768 orð | 1 mynd

ÓLAFUR KJARTANSSON

Ólafur Kjartansson fæddist á Mið-Skála undir Vestur-Eyjafjöllum 25. apríl 1926. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson bóndi, f. 17.2. 1898, d. 31.10. 1982 og Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2004 | Minningargreinar | 2180 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN JÓN NORDAL KARLSSON

Þorsteinn Jón Nordal Karlsson fæddist í Búðardal á Skarðsströnd 21. apríl 1916. Hann lést á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Karl Þórðarson, f. í Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu f. 27. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

20. nóvember 2004 | Sjávarútvegur | 321 orð | 1 mynd

Félagið réði yfir 31 þúsund tonna kvóta

VIÐRÆÐUR standa yfir um samruna sjávarútvegsfyrirtækjanna HB Granda hf., Tanga hf. á Vopnafirði og útgerðarfélagsins Svans RE-45 ehf. og er gert ráð fyrir að leggja tillögu þar að lútandi fyrir stjórnarfundi í félögunum 23. nóvember nk. Meira

Viðskipti

20. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 75 orð

6,1 milljarðs halli ríkissjóðs

RÍKISSJÓÐUR var rekinn með 6,1 milljarðs króna halla á síðasta ári samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hallarekstur ríkisjóðs árið 2002 var 8,1 milljarður. Meira
20. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 450 orð | 1 mynd

Flugleiðir hagnast um 2,7 milljarða króna

HAGNAÐUR Flugleiða og 13 dótturfélaga fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam tæpum 2,7 milljörðum króna, en fyrir skatta nam hagnaðurinn 3,3 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir skatta 2,1 milljarður króna. Meira
20. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 264 orð

Frekari kaup hugsanleg

FLUGLEIÐIR munu hugsanlega auka við hlut sinn í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet, sem félagið á nú 10,1% hlut í. Þetta er haft eftir Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni Flugleiða, á fréttavefnum Bloomberg . Meira
20. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 349 orð

Hagvöxtur og verðbólga mest hér á landi

REIKNAÐ er með því að hagvöxtur verði mestur á Íslandi af Norðurlöndunum á þessu ári, um 5½%, en minnstur í Danmörku, rúmlega 2%. Búist er við nokkuð meiri hagvexti á Norðurlöndum en á evrusvæðinu en ívið minni en meðaltal OECD-landa gefur til kynna. Meira
20. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Magasin á útsölu?

ÍSLENDINGARNIR sem keyptu 83% hlut í dönsku verslanakeðjunni Magasin du Nord í síðustu viku fengu keðjuna á útsölu, að því er segir í Berlingske Tidende í gær. Meira
20. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Rafræn lyfjapöntun

FYRSTA rafræna lyfjapöntunin frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi til Lyfjadreifingar ehf. var send í gær. Samkvæmt fréttatilkynningu frá ANZA hf . fór pöntunin í gegnum Rafrænt markaðstorg sem rekið er af ANZA hf. í samstarfi við Ríkiskaup. Meira
20. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 29 orð

Úrvalsvísitalan lækkaði

ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði í gær um 0,46% og var lokagildi hennar 3.396,11 stig. Mesta lækkun varð á bréfum Landsbankans , eða 1,7%, en mesta hækkun varð á bréfum Marel, eða... Meira

Daglegt líf

20. nóvember 2004 | Daglegt líf | 990 orð | 3 myndir

Kastalar, gönguferðir og hjólatúrar

Elísabet Magnúsdóttir hefur ferðast átta eða níu sinnum til Tékklands og farið vítt um breitt um landið. Þó segir hún nóg eftir til að skoða. Tékkland sé frábært ferðamannaland og ótal margt fleira að sjá en höfuðborgina Prag. Anna Pála Sverrisdóttir spjallaði við Betu. Meira
20. nóvember 2004 | Daglegt líf | 423 orð | 1 mynd

Lostæt andalifrarmús

Lifrarkæfur af ýmsu tagi eru mikið lostæti og gjarnan með á hlaðborðum. Perlan er með góða andalifrarmús, sem er fíngerðari en venjulegt paté. Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar, lýsir hér þessum rétti og segir frá fleiru sem er á matseðli Perlunnar um þessar mundir. Meira
20. nóvember 2004 | Daglegt líf | 169 orð | 1 mynd

Offita veldur auknum kostnaði

Samkvæmt bandarískum útreikningum veldur offita æ meiri kostnaði bæði fyrir flugfélögin og umhverfið, að því er m.a. kemur fram á vef Berlingske Tidende . Aukaútgjöld fylgja of þungum flugfarþegum þar sem meira eldsneyti þarf til að flytja þyngri farm. Meira

Fastir þættir

20. nóvember 2004 | Dagbók | 835 orð | 1 mynd

50.

50. Tómasarmessan í Breiðholtskirkju ÞRIÐJA Tómasarmessan á þessu hausti og sú fimmtugasta frá upphafi verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 21. nóvember, kl. 20. Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 18 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 25.

Brúðkaup | Gefin voru saman 25. september sl. í Háteigskirkju þau Sigríður Rúna Þrastardóttir og Jón Árni... Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 27 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Hinn 21.

Brúðkaup | Hinn 21. ágúst sl. voru gefin saman í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssoni þau Björn Ásbjörnsson og Ólafía Sólveig Einarsdóttir . Heimili þeirra er í... Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 129 orð | 1 mynd

Búist við þúsund manns á Stíl 2004

STÍLL 2004, fatahönnunar-, hárgreiðslu- og förðunarkeppni á vegum Samfés verður haldin í Íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi á morgun. Í þetta skipti taka 44 félagsmiðstöðvar þátt og er búist við að þúsund manns verði í Digranesinu á morgun. Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 430 orð | 1 mynd

Gegndi mikilvægu hlutverki

Guðrún Jörgensen er fædd árið 1929 á Löndum í Stöðvarfirði. Hún lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1949. Guðrún starfaði í Kaupfélaginu á Stöðvarfirði til ársins 1954 en flutti þá til Reykjavíkur og hefur starfað við ýmis störf síðan þá, m.a. við verslunarstörf auk þess sem hún var ráðskona í Álftamýrarskóla. Guðrún var einnig formaður Austfirðingafélagsins frá 1974-1984. Hún er gift Bent Bjarna Jörgensen bifvélavirkjameistara. Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 77 orð

Helstu viðburðir á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík

Háskólabíó kl. 17.30: Undir stjörnuhimni. Frumsýning. Leikstjórarnir Helgi Felixson og Titti Johnson svara fyrirspurnum úr sal ásamt fulltrúm Rauða krossins. Hafnarhús kl. 12-16: Málþingið Kvikmyndir og samfélag. Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 38 orð

Jólabókahátíð Bjarts

Bókaforlagið Bjartur efnir til jólabókahátíðar í versluninni Iðu, Lækjargötu, í dag frá kl. 11 til 19. Lesið verður úr nýjum og nýútkomnum bókum í heilar sex klukkustundir auk þess sem gestum verður boðið upp á Blíðfinnslummur og... Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 23 orð

Látið frið Krists ríkja í hjörtum...

Látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verðið þakklátir.(Kól. 3, 15.) Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 2414 orð | 1 mynd

(Matt. 17.)

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 73 orð | 1 mynd

Sannkölluð reggí-veisla

Þjóðleikhúskjallarinn | Efnt verður til sannkallaðrar reggíveislu í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum, en hingað til lands er komin plötusnúðurinn DJ Slaughter frá Jamaíka til að leggja lið skipuleggjendum kvöldsins með suðrænni blöndu danstónlistar og... Meira
20. nóvember 2004 | Fastir þættir | 217 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 e5 4. Bxc4 exd4 5. exd4 Rf6 6. Db3 De7+ 7. Re2 Db4+ 8. Rbc3 Dxb3 9. Bxb3 Bd6 10. Bg5 Bf5 11. Bxf6 gxf6 12. 0-0 Rc6 13. Rd5 0-0-0 14. Hfd1 Hhe8 15. Rec3 Ra5 16. Ba4 c6 17. Re3 Bg6 18. Hac1 Kb8 19. g3 h5 20. a3 b5 21. Bc2 Bxc2 22. Meira
20. nóvember 2004 | Fastir þættir | 932 orð | 5 myndir

Sterkasta rússneska meistaramótið síðan 1988

14. nóvember-27. nóvember 2004 Meira
20. nóvember 2004 | Dagbók | 123 orð | 1 mynd

Stóra stundin í Smáralindinni

Þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar gáfu á dögunum út barnaplötuna Stóru Stundina okkar með nokkrum helstu söngstjörnum þjóðarinnar og blésu af því tilefni til söngskemmtunarinnar Stóra Stundin sem haldin er í Vetrargarðinum í Smáralind. Meira
20. nóvember 2004 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd

Úrslit deildakeppninnar í brids ráðast um helgina

ÚRSLIT deildakeppninnar í brids ráðast um helgina en þar keppa 24 sveitir í þremur deildum. Meira
20. nóvember 2004 | Fastir þættir | 298 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji lýsti fyrr í vikunni ánægju sinni með nýfallinn snjóinn og gladdist einkum fyrir hönd barnanna sem ráða sér vart fyrir kæti þessa dagana. En það eru ekki allir jafnhrifnir af snjókomunni. Meira

Íþróttir

20. nóvember 2004 | Íþróttir | 200 orð

999. leikurinn hjá Sir Alex Ferguson

HERMANN Hreiðarsson og samherjar hans hjá Charlton fá erfitt verkefni í dag - að glíma við leikmenn Manchester United á Old Trafford. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 214 orð

Alan Shearer verður sárt saknað ef hann hættir

IAIN Dowie, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hefur trú á því að hinn litríki knattspyrnumaður Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, fresti því að hætta, þar sem hann veit manna best að hans verði sárt saknað. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 803 orð | 1 mynd

Aldrei eins vel upplagður

HEIÐAR Helguson hefur farið mikinn með liði Watford í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á undanförnum vikum. Heiðar tók út leikbann í jafnteflisleik Watford á móti Sheffield United um síðustu helgi en fyrir þann leik hafði Heiðar skorað 7 mörk í jafnmörgum leikjum. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 1344 orð | 3 myndir

Anfield er besti skemmtistaður í heimi

JÖRUNDUR Áki Sveinsson íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari er einn fjölmargra Íslendinga sem halda með enska liðinu Liverpool. Ástæðan er sáraeinföld: "Ég er fæddur snemma á áttunda áratugnum og þegar ég var að alast upp var Liverpool með yfirburðalið í enska boltanum," segir Jörundur Áki meðal annars um áhuga sinn á félaginu. Hann er meira að segja svo forfallinn - að eigin sögn - að hann er með merki félagsins tattúerað á líkama sinn. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

Arjen Robben getur orðið sá allra besti

MARCO Van Basten, landsliðsþjálfari Hollendinga, segir að Arjen Robben hafi alla burði til að skipa sér í hóp bestu knattspyrnumanna heimsins á komandi árum en Hollendingurinn, sem er tvítugur að aldri, hefur slegið í gegn í fyrstu leikjum sínum með Chelsea. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 138 orð

Erfið staða hjá FH-ingum eftir tap gegn Þór

FH-INGAR eiga litla möguleika á að komast í úrvalsdeild karla í handknattleik eftir áramótin í kjölfarið á ósigri gegn Þór, 26:29, í Kaplakrika í gærkvöld. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

FJÓRAR beinar útsendingar frá leikjum í...

FJÓRAR beinar útsendingar frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni verða á Skjá einum um helgina. Laugardagur 20. nóvember 12.05 Upphitun *Rætt er við knattspyrnustjóra og leikmenn um leiki helgarinnar. 12.40 Man. Utd. - Charlton 14. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 291 orð

Gamlir samherjar leiða saman hesta sína í botnbaráttu á Ewood Park

TVEIR gamalkunnir kappar leiða saman hesta sína í Blackburn á morgun, sunnudag. Þá mætir Steve Bruce með sína menn í Birmingham-liðinu til að eiga við gamla félaga sinn hjá Manchester United, Mark Hughes, sem nýlega tók við stjórninni hjá Blackburn. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 74 orð

Guðrún Soffía til Eyja

GUÐRÚN Soffía Viðarsdóttir, leikmaður með 21 árs landsliði kvenna í knattspyrnu, samdi í gær við bikarmeistara ÍBV til tveggja ára. Hún hefur til þessa leikið með liði Þór/KA/KS og er markahæsti leikmaður þess í efstu deild. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 342 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Afturelding 40:28 Íþróttahús...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Afturelding 40:28 Íþróttahús Fram, Íslandsmót karla, norðurriðill, föstudaginn 19. nóvember 2004. Mörk Fram: Ingólfur Axelsson 9, Stefán B. Stefánsson 9, Arnar Sæþórsson 7, Jón B. Pétursson 4, Þorri B. Gunnarsson 3, Jóhann G. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

* HERMT er að Arsenal hafi...

* HERMT er að Arsenal hafi þegar gengið frá kaupum á varnarmanninum Emmanuel Eboue frá Beveren í Belgíu og komi hann í herbúðir ensku meistaranna strax í byrjun næsta árs. Eboue er ættaður frá Fílabeinsströndinni og er 21 árs. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Howard ætlar í mark Manchester United á ný

BANDARÍSKI markvörðurinn Tim Howard hjá Manchester United segist staðráðinn í að ná sæti sínu sem aðalmarkvörður félagsins en Roy Carroll hefur verið í markinu að undanförnu, allt frá því er Howard gerði klaufaleg mistök í á síðustu mínútu deildarleiks... Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Hvað hafa Íslendingarnir gert með liðum sínum?

ÁTTA íslenskir knattspyrnumenn leika þessa stundina með liðum á Englandi og fljótlega bætist sá níundi við þegar Gylfi Einarsson gengur í raðir Leeds United. Hér að neðan getur að líta hvað Íslendingarnir hafa gert fyrir félög sín á tímabilinu. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 2620 orð | 1 mynd

Íslenska landsliðið væri spennandi kostur

"Ég hef aldrei sótt um starf á mínum ferli. Hef verið svo heppinn að lið hafa haft samband og boðið mér starf. Ef sú staða kæmi upp að einhver hefði áhuga á að fá mig til Íslands að þjálfa landsliðið þá væri það mjög spennandi kostur. En ég vona bara að liðinu gangi sem best í næstu leikjum og hef ekki einu sinni velt þessu fyrir mér," sagði Teitur Þórðarson við Sigurð Elvar Þórólfsson yfir kaffibolla á kaffihúsi í Ósló. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 131 orð

Kenteris og Thanou ákærð

GRÍSKU spretthlaupararnir Kostas Kenteris og Katerina Thanou hafa verið ákærð af grískum yfirvöldum fyrir að reyna að skjóta sér undan því að gangast undir lyfjapróf og einnig fyrir að setja á svið mótorhjólaslys í Aþenu kvöldið áður en þau voru boðuð í... Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

* LEICESTER hefur fengið Stuart Taylor...

* LEICESTER hefur fengið Stuart Taylor , 23 ára markvörð hjá Arsenal, lánaðan í mánuð og vonast Craig Levein , stjóri félagsins, til að hann geti keypt hann til félagsins þegar lánstíminn er úti. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 127 orð

Leikið á grasi í Tromsö í dag

HJÁLMAR Jónsson og félagar í sænska liðinu IFK Gautaborg leika í dag við Tromsö í Skandinavíu-deildinni í knattspyrnu. Þótt ótrúlegt megi virðast verður leikið á grasi í Tromsö í Norður-Noregi en bærinn er nálægt 70. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 526 orð | 1 mynd

Margt sem þarf að laga

GRÍÐARLEG spenna var í undanúrslitaleikjum deildabikarsins í körfuknattleik, Hópbílabikarsins, sem fram fóru í Laugardalshöll í gærkvöldi. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 203 orð

Meiðsli í herbúðum Middlesbrough

EF einhverjir hafa áhuga á að bregða sér til Englands til að fara á leik Middlesbrough og Liverpool á The Riverside, þá væri erfitt að fá miða á leikinn - uppselt er á hann. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 523 orð

Meistarabaráttan í London

MEISTARABARÁTTA Englandsmeistara Arsenal og Chelsea heldur áfram í dag. Bæði liðin leika þá á heimavöllum sínum í London - Arsenal gegn WBA á Highbury í Norður-London og Chelsea tekur á móti leikmönnum Bolton niðir við Thames-ána. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 379 orð | 1 mynd

"Þokumst í rétta átt"

SNORRI Steinn Guðjónsson og Birkir Ívar Guðmundsson verða ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í handknattleik er liðið mætir heims- og Ólympíumeistaraliði Króatíu í Skandinavium-höllinni í Gautaborg í Svíþjóð í dag á heimsbikarmótinu, World Cup. Leikurinn hefst kl. 14 að íslenskum tíma og það lið sem sigrar leikur um 5. sætið gegn sigurliðinu úr viðureign Slóveníu og Ungverja. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 56 orð

Spánverjar biðjast afsökunar

ENSKA knattspyrnusambandið fékk í gær bréf frá spænska knattspyrnusambandinu sem baðst afsökunar á framkomu áhorfenda í garð þeldökkra leikmanna Englands í tveimur landsleikjum þjóðanna í vikunni. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 5 orð

staðan

Chelsea 13102121:432 Arsenal 1393137:1730 Everton 1382315:1126 Middlesbro 1364322:1622 Bolton 1364320:1622 Aston Villa 1356219:1421 Man. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 138 orð

Staffan heldur áfram

GENGIÐ hefur verið frá endurnýjun samnings Golfsambands Íslands og Svíans Staffans Johanssonar landsliðsþjálfara í golfi. Samningurinn var framlengdur til tveggja ára, en hann hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2000. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 178 orð

Tékkinn Milan Baros hjá Liverpool frá í þrjár vikur

MILAN Baros, framherjinn snjalli hjá Liverpool, verður frá æfingum næstu þrjár vikurnar í það minnsta. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 116 orð

um helgina

KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikar kvenna, undanúrslit í Laugardalshöll: ÍS - Haukar 12 Keflavík - Grindavík 14 Hópbílabikar karla, úrslitaleikur: Laugardalshöll: Snæfell - Njarðvík 16 Sunnudagur: 1. Meira
20. nóvember 2004 | Íþróttir | 522 orð | 1 mynd

* ÞÓRÐUR Þórðarson , markvörður, skrifaði...

* ÞÓRÐUR Þórðarson , markvörður, skrifaði í gær undir nýjan samning til tveggja ára við Knattspyrnufélag ÍA . Meira

Barnablað

20. nóvember 2004 | Barnablað | 26 orð | 1 mynd

Eitthvað skrítið

Hvaða rugl er í gangi hér? Þessar myndir eru eitthvað skrítnar. Samt er ein sem er alveg rökrétt. Hvaða mynd er það? Lausn á öftustu... Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 273 orð | 1 mynd

Eldvarnagetraunin 2004

Það eru 24 veglegir vinningar í boði fyrir heppna krakka sem taka þátt í eldvarnagetraun Landsambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Svarið spurningunum hér að neðan og sendið síðan svörin til LSS. 1. Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 177 orð | 2 myndir

Ertu tröll?

Ertu af tröllakyni? Var kannski langalangalangaafi þinn tröll? Eða hefur þig einhvern tímann grunað að þú sért tröllabarn sem foreldrar þínir fundu á ferðalagi á fjöllum? Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 421 orð | 2 myndir

Glúrnar gátur

1) Morgun einn er náungi nokkur að fara í viðskiptaferð, þegar hann man að hann gleymdi skjölum á skrifstofunni. Á leiðinni á völlinn, skutlast hann á skrifstofuna þar sem hann hleypur í fangið á næturverðinum sem segir: "Ekki taka flugvélina. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Hjálp!

Aumingja Siggi, hann ratar ekki heim. Getur þú hjálpað... Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 461 orð | 2 myndir

Hvaða dynkur er þetta?

Hélstu að tröll mættu ekki fara út í dagsbirtuna því þá yrðu þau að steini? Bull! Það er bara eitthvað sem tröllaforeldrar segja við börnin sín til þess að þau séu ekki að flækjast úti við þar sem mennirnir geta séð þau. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 179 orð | 1 mynd

Hvaða guð er í eldhúsinu?

Það er kannski ekki úr vegi að sitja við eldhúsborðið á meðan þessi þraut er leyst. Þið eigið nefnilega að skrifa inn í reitina heitin á þessum eldhús- og matagerðaráhöldum. Ef þið skrifið rétt orð myndast síðan nafnið á einum af norrænu guðunum. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 149 orð | 2 myndir

Í skólanum...

Kennari: Af hverju geturðu aldrei svarað spurningunum mínum? Nemandi: Ja... ef ég gæti það, af hverju ætti ég þá að vera hér? Kennari: Verkefnið var að teikna kú á beit. Hvar er allt grasið? Nemandi: Kýrin er búin að borða það. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 9 orð | 1 mynd

Litið Power Rangers-karlinn

Það væri ekki gaman að mæta þessum í... Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 148 orð | 1 mynd

Niðurstöður tröllaprófs

Flest : Já, þú ert tröll, það er ekki spurning. Það væri ráðlagt að þú talaðir alvarlega við foreldra þína um málið. Reyndu að fá þá til að koma til móts við sérþarfir þínar: að sofa árum saman, borða fisk með hausi og beinum og eiga lunda sem gæludýr. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 740 orð | 1 mynd

Óli fær á kjaftinn

Þá er komið að 2. hluta keðjusögunnar um Óla og margt nýtt og spennandi gerist. Við þökkum öllum sem sendu frásagnir og bendum á að þótt frásögnin ykkar birtist ekki nú, þá verður hún kannski valin næst. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 62 orð | 1 mynd

Pennavinir

Ég heiti Arnar Þór Halldórsson. Ég er 10 ára og langar að eignast pennavin á aldrinum 9-11 ára. Áhugamál: fótbolti, bretti, Írafár o.fl. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 109 orð | 4 myndir

Rosa gaman!

Það voru heldur betur margir krakkar sem fóru með foreldrum sínum í Smáralind um seinustu helgi til að fara á tónleikana Stóra stundin okkar. Meira
20. nóvember 2004 | Barnablað | 49 orð | 1 mynd

Sigga Stína átvagl

MAMMA var að bjóða í boð og var búin að raða voða fínt á borðið. En þegar gestirnir komu var Sigga Stína litla prakkarastelpa byrjuð að gæða sér á veisluföngunum og búin með þrennt af borðinu. Hvað var Sigga Stína búin með? Það vantar á neðri myndina. Meira

Lesbók

20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð | 1 mynd

100% Nylon er ritstýrt af Mörtu...

100% Nylon er ritstýrt af Mörtu Maríu Jónasdóttur. Sjöundi mars árið 2004 markaði upphaf í sögu stelpnahljómsveitarinnar Nylon. Þann dag fóru fram áheyrnarpróf á Nordica Hótel þar sem vel á annað hundrað stúlkna mættu og létu ljós sitt skína. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 881 orð | 1 mynd

Ást og peningar

Heimildaskáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. 234 bls. Mál og menning. Reykjavík, 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1187 orð | 1 mynd

Ástríða einnar ævi

Ísland hefur verið ástríða fræðimannsins og prentsmiðsins Werners Schutzbachs allt frá barnæsku. Þegar hann var barn horfði hann á landakortið og virti fyrir sér þetta eyland langt norður í Atlantshafi. Þangað þráði hann að komast. Spurður um ástæðuna svarar hann einfaldlega: "Ég veit það ekki. Hef aldrei vitað það." Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð | 1 mynd

Átakadagar Elínar.

Átakadagar Elínar. Ævisaga Elínar Torfadóttur er skráð af Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Elín Torfadóttir er flestum kunn sem kona verkalýðsleiðtogans Guðmundar jaka. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð | 1 mynd

Á vængjum söngsins - Jónas Ingimundarson...

Á vængjum söngsins - Jónas Ingimundarson segir frá er eftir Gylfa Gröndal. Jónas Ingimundarson er fæddur á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 599 orð | 1 mynd

Dauður hundur, skrýtinn strákur

eftir Mark Haddon 270 bls. með stóru letri. Kristín R. Thorlacius þýddi. Mál og menning 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 487 orð | 1 mynd

Draumaland Jeffs Lynne

Fyrir fáeinum vikum voru þrjátíu ár liðin frá útkomu Eldorado , fjórðu plötu Electric Light Orchestra. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð | 1 mynd

Dularfulla dagatalið er eftir Herdísi Egilsdóttur.

Dularfulla dagatalið er eftir Herdísi Egilsdóttur. Að morgni annars desember dettur dularfullur pakki inn um bréfalúguna hjá systkinunum Kötu og Gunna. Inni í honum er einhvers konar jóladagatal. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 579 orð | 1 mynd

Eftir sat Magga ein og grét

Eftir Alessandro Barrico í þýðingu Halldóru Friðjónsdóttur. Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Aðstoð við útfærslu leikmyndar: Högni Sigurþórsson. Tónlist: Agnar Már Magnússon. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikari: Jóhann Sigurðarson Smíðaverkstæði, 18. nóvember 2004 Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 889 orð | 1 mynd

Einu sinni enn?

ÚT er komin platan Greatest Hits: My Prerogative, fyrsta safnplata poppdrottningarinnar Britney Spears. Hún á ekki nema fimm ára feril að baki en er í dag þekktasti dægurtónlistarmaður samtímans. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 491 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Skáldsaga Lily Tuck hlaut á dögunum National Book Awards, bandísku bókmenntaverðlaunin, í flokki skáldsagna. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 403 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Sam Raimi, sem skaust upp á frægðarhimininn fyrir að hræða líftóruna út úr bíógestum, sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi sígildu hryllingsmyndarinnar The Evil Dead frá árinu 1981, ætlar að endurgera myndina, að sögn Daily Variety. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 458 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Bandaríska hljómsveitin Mercury Rev gefur út nýja plötu í byrjun næsta árs. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1620 orð | 1 mynd

Fasismi í Ameríku: skáldskapur eða staðreynd?

Í The Plot Against America eftir bandaríska rithöfundinn Philip Roth er flugkappinn Charles A. Lindbergh látinn sigra Roosevelt í forsetakosningum og vingast við Hitler á Íslandi. Af hlýst fasískt andrúmsloft í Bandaríkjunum sem beinist einkum gegn gyðingum. Margir velta fyrir sér hvort Roth sé með þessari sögu að lýsa ástandi sem hann skynjar í samtímanum. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð | 1 mynd

Fjárhættuspilarinn er eftir Fjodor Dostojevskí .

Fjárhættuspilarinn er eftir Fjodor Dostojevskí . Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og ritar formála um höfundinn og verkið. Fjodor Dostojevskí skrifaði Fjárhættuspilarann um svipað leyti og Glæp og refsingu. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð | 1 mynd

Fólkið í kjallaranum er eftir Auði...

Fólkið í kjallaranum er eftir Auði Jónsdóttur. Klara ólst upp við frjálslyndi hippaforeldra og átti skrautlega æsku, en er nú í sambúð með ungum manni á uppleið. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1258 orð | 1 mynd

Hátimbraðar hugsjónir fólks í kjöllurum

Eftir Auði Jónsdóttur. Mál og menning, 2004. 290 bls. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 610 orð | 1 mynd

Heiðskírt, skyggni takmarkað

Höf: Xinran, þýð: Anna María Hilmarsdóttir, 156 bls. JPV útgáfa 2004 Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð | 1 mynd

Helgi skoðar heiminn er eftir Njörð...

Helgi skoðar heiminn er eftir Njörð P. Njarðvík . Halldór Pétursson myndskreytti. Nú hefur sagan um strákinn Helga, hryssuna Flugu og hundinn Kát sem fóru að skoða heiminn og lentu í ótrúlegum ævintýrum verið endurútgefin. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1014 orð | 1 mynd

Hestar í öndvegi

Gísli B. Björnsson, Hjalti Jón Sveinsson. Meðhöfundar: Kári Arnórsson, Sigríður Sigurðardóttir, Þorgeir Guðlaugsson 415 bls. Útg. Mál og menning, Sögusetur íslenska hestsins, Reykjavík 2004 Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1371 orð | 1 mynd

Hinn kaþólski höfundur Eglu

Það eru ein þrettán síðan ég fékk þá hugljómun að Egla væri mun útpældari en menn héldu og myndmál sögunnar væri kristið. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð | 1 mynd

Hugsjónadruslan er eftir Eirík Örn Norðdahl.

Hugsjónadruslan er eftir Eirík Örn Norðdahl. Er hægt að skrifa ástarsögur eftir 11. september? Já, en ekki án þess að minnast á 11. september. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð | 1 mynd

Hvar frómur flækist.

Hvar frómur flækist. Ferðasögur er eftir Einar Kárason. Það er sama hvar frómur flækist; sá sem er vakandi fyrir umhverfi sínu tekur alltaf eftir einhverju sem er þess virði að segja frá. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1813 orð | 2 myndir

Í glímu við bókaþjóð

leikrit I-III I: 440bls./II: 459bls. /III: 459 bls. Umsjón með útgáfu: Jón Viðar Jónsson. Ormstunga, 2003 Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1520 orð | 10 myndir

Japanski framúrstefnuhópurinn Gutai

Gutai var japanskur framúrstefnuhópur sem var stofnaður 1954 og starfaði til 1972 á Kansaisvæðinu þ.e. Osaka, Kobe og Kyoto. Meðlimir hópsins voru frumkvöðlar í happening, performansi, ljósa- og hljóðinnsetningum. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 567 orð

Jesús, viltu harpix?

!ÉG sá Krist í hringjunum á Feneyjatvíæringnum í fyrra. Það var krossfestur Kristur í stórum sal, nema hvað hann var ekki á krossi heldur í fimleikahringjum; með harpix í lófunum, í hvítum Ólympíubuxum og hlýrabol. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð | 1 mynd

Jóladýrin er eftir Gerði Kristnýju með...

Jóladýrin er eftir Gerði Kristnýju með myndskreytingum Brians Pilkington. Viðar langar í kanínu í jólagjöf - eða ísbjörn eða grís. En það má ekki hafa dýr í blokkinni hans. Þess vegna verður hann að láta sér nægja að ímynda sér dýrin. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð | 1 mynd

Klisjukenndir er eftir Birnu Önnu Björnsdóttur.

Klisjukenndir er eftir Birnu Önnu Björnsdóttur. "Þegar ég áttaði mig á því að ég var lent í alltof flóknu sambandi við alltof gamlan mann ákvað ég að gera það sem allar skynsamar konur gera: flýja land. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1623 orð | 2 myndir

Kristín Marja

Karitas án titils nefnist ný skáldsaga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, þar sem ástin og listin takast á í kvenlægri sögu, sem karlar eru aðaldrifkrafturinn í. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð | 1 mynd

Laufskálafuglinn er eftir Margréti Lóu Jónsdóttur...

Laufskálafuglinn er eftir Margréti Lóu Jónsdóttur . Ína Karen stendur á krossgötum og kannar nýja stigu í fleiri en einum skilningi. Hún yfirgefur mann sinn og barn og á ferðalagi um Spán kynnist hún ástinni með óvæntum hætti. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð | 1 mynd

Leigjandinn er eftir Svövu Jakobsdóttur.

Leigjandinn er eftir Svövu Jakobsdóttur. "Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir." Þessi upphafsorð gefa enga vísbendingu um þann magnaða söguheim sem Svava Jakobsdóttir kynnti lesendum sínum árið 1969 þegar Leigjandinn kom fyrst út. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð | 1 mynd

Lífsins melódí er eftir Árna Johnsen.

Lífsins melódí er eftir Árna Johnsen. Lífsins melódí er safn kostulegra sagna frá fjölbreytilegum ferli Árna Johnsen og ferðalögum hans um landið og miðin. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 710 orð | 2 myndir

Meginmarkmiðið að fá börn til að lesa

Ég sat við borðið í eldhúsi mömmu minnar. Þetta var rigningarsíðdegi og regnið féll í stríðum straumum úti. Ég var að fá mér te og kexköku. Paddi, svarti hundurinn, sat á gólfinu og mændi löngunaraugum upp. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð

Neðanmáls

I Eru leikrit bókmenntir eða eitthvað annað? Þessi spurning kviknar við lestur greinar Maríu Kristjánsdóttur um heildarútgáfu á leikritum Guðmundar Steinssonar, eitt af örfáum íslenskum skáldum sem helgaði sig leikritun eingöngu. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð | 1 mynd

Niðurfall - og þættir af hinum...

Niðurfall - og þættir af hinum dularfulla Manga er eftir Hauk Ingvarsson. "Eftir að ég las bókina Breiðholtsstrákur fer í sveit jólin 1989 varð mér ljóst að ég myndi aldrei ná fullum þroska innan marka borgarinnar. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 613 orð | 2 myndir

Njála í takt við nútímann

Brennan er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Blóðregns sem byggð er á atburðum Brennu-Njáls sögu eftir Njálsbrennu. Þar er farið framar í söguna og aðdraganda brennunnar lýst með hraða og spennu myndasögunnar. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 32 orð

Nóvember

Fjara er svört lína dregin milli hafs og lands. Bátur liggur á brúnum þara með skegghjarn á stefni og krosslagðar árar í... Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð | 1 mynd

Nú leikur blær um lífsins vor

Nú leikur blær um lífsins vor og ljóma slær á gengin spor er Drottinn blessar stað og stund, við stefnum hingað á hans fund í von um ást er vaki sönn og veiti gleði' í hvíld og önn. Þú, Drottinn, verndar heilög heit og hjónabandsins vígða reit. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Brennan er eftir Ingólf Björgvinsson og Emblu Ýr Bárudóttur. Á Bergþórshvoli hefur verið boðið til brúðkaups sem ætlað er að tryggja frið og stöðugleika í héraðinu. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

PS: Ég elska þig er eftir Ceceliu Ahern . S igurður A. Magnússon þýddi. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem er ung írsk stúlka og er hún dóttir forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern. Bókin hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Sólin sest að morgni er eftir Kristínu Steinsdóttur . Kristín Steinsdóttir sýnir hér á sér nýja hlið og skrifar í fysta sinn sögu fyrir fullorðna. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Halldór Laxness - ævisaga er eftir Halldór Guðmundsson . Halldór Laxness var síðasta þjóðskáld Evrópu. Hann var ekki þjóðskáld af því að öll íslenska þjóðin elskaði hann eða fyndist jafn mikið til um allt sem hann sendi frá sér. Því fór fjarri. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Baróninn er eftir Þórarin Eldjárn. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð | 1 mynd

Ofurmennisþrá - milli punkts og stjarna...

Ofurmennisþrá - milli punkts og stjarna er heiti fyrstu ljóðabókar Vals Brynjars Antonssonar. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1080 orð | 1 mynd

Pönk í Berlín

Ný heimildarmynd eftir Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á sunnudag. Myndin heitir Múrinn og segir söguna af falli Berlínarmúrsins og breytingum í Austur-Þýskalandi með augum einstaklinganna. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 267 orð

"ja, hérna, en hræðilegt"

TUTTUGUSTA öldin, hin margumrædda öld öfganna, er vörðuð fjölmörgum skelfilegum atburðum: Stríðum, fólksflutningum, útrýmingu, uppreisnum, byltingum, brostnum hugsjónum (eins og Arnaldur Indriðason fjallar um í Kleifarvatni). Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 744 orð | 1 mynd

"Svo þér eruð þá enn á lífi...

Wladyslaw Szpilman, þýð.: Þrándur Thoroddsen. 220 bls. JPV-útgáfa 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð | 1 mynd

Rigning í nóvember er eftir Auði...

Rigning í nóvember er eftir Auði Ólafsdóttur. Ung kona stígur upp úr volgri hjónasæng og heldur í ævintýralegt ferðalag um myrkt og blautt landið. Með í för er heyrnarlaust barn sem henni hefur verið falið að gæta. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 274 orð

Skáld í skriftinni

Í inngangi bókar sinnar upplýsir Torfi Tulinius hvernig titill bókarinnar, Skáldið í skriftinni, er til kominn. Hann lýsir því að þegar gamla kirkjan að Hrísbrú á Mosfelli er tekin niður koma í ljós mannabein undir altarinu. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1382 orð | 1 mynd

Skáldsaga um leitandi konu

Bókin er í formi dagbókar, prósa, ljóða og leikrits, þar sem aðalpersónan Ína Karen er ljóðskáld og er alltaf skrifandi. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 365 orð | 1 mynd

Taktur hversdagsins

eftir Kristian Guttesen. 60 bls. Salka 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 466 orð | 1 mynd

Tólf ára vígamenn

eftir Kristínu Steinsdóttur. Myndir eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. 159 bls. Mál og menning, Reykjavík 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 373 orð | 1 mynd

TÓNLIST - Háskólabíó

Brahms: Háskólaforleikur. R. Strauss: Vier letzte Lieder. Elgar: Sinfónía nr. 1. Inger Dam Jensen sópran; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 18. nóvember kl. 19.30. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 621 orð | 1 mynd

Tveir eru heimar

eftir Vigfús Björnsson. 128 bls. Útg. Pjaxi. 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 539 orð | 1 mynd

Vaðið í villu og svíma

Zadie Smith, þýð; Helga Soffía Einarsdóttir, 358 bls. Bjartur 2004 Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 689 orð | 1 mynd

Vegleg útgáfa

Höf.: Alan Fildes og Joann Fletcher. Þýð.: Jón Þ. Þór. 176 bls. Bókaútgáfan Hólar. Akureyri, 2004. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 387 orð | 1 mynd

Þarna þekki ég þig, Edda

Í hvert sinn sem Eddu-verðlaun eða annars konar verðlaunahátíð er sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpinu heyrast allháværar raddir kverúlanta sem ná ekki upp í nefið á sér af hneysklan yfir því hversu leiðinlegt þetta sjónvarpsefni er. Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 5999 orð | 13 myndir

Þú átt ekki heima hér, minn kæri

Hvernig ber okkur að umgangast höfundarverk og einkalíf listamanna? Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 651 orð

Önnur eins frystikista

Bingóþátturinn á Skjá einum, umsjónarmaðurinn leikur hljóm á orgelið, trommuheili hamast við að halda takti, gestir í upptökusalnum bogra yfir bingóspjöldunum sínum, í bakgrunni hillur með leikföngum, hrísgrjónasekkjum, rafmagnstækjum, golfkylfa á lofti,... Meira
20. nóvember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 629 orð | 1 mynd

Öskubuska afturábak

Malika Oufkir / Michéle Fitoussi, þýð.: Guðrún Finnbogadóttir, JPV-útgáfa 2004. 281 bls. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.