Greinar laugardaginn 11. desember 2004

Fréttir

11. desember 2004 | Minn staður | 694 orð | 1 mynd

Afþreying og menning auka vinnuna á staðnum

Selfoss | "Ég sé ýmis tækifæri til að fást við hérna. Við tökum þau hvert fyrir sig og skilgreinum þau til þess að ná þeim örugglega í höfn. Ég hef áhuga á því að næsta verkefni verði baðaðstaða hér í hótelinu. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Alþingi komið í jólafrí

ALÞINGI er komið í jólafrí, en þingfundum var í gærkvöld frestað til 24. janúar nk. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra las forsetabréf þess efnis á ellefta tímanum í gærkvöld. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Athvarf opnað fyrir heimilislausar konur á 80 ára afmæli RKÍ

OPNAÐ var athvarf fyrir heimilislausar konur í gær, á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð

Auknar eiginfjárkröfur

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ boðar hert eftirlit með starfsemi lánastofnana vegna aukinna fasteignalána og útlána sem tryggð eru með veði í verðbréfum og fela í sér markaðsáhættu. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann fyrir tilraun til manndráps með því að skera leigubílstjóra á háls í Vesturbæ Reykjavíkur í júlí í sumar. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manninum fram til 16. febrúar nk. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 207 orð

Berlusconi sýknaður

DÓMSTÓLL í Mílanó sýknaði í gær Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hafa mútað dómara fyrir tuttugu árum. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að sök væri fyrnd í öðru mútumáli. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Dieter Roth í lykilhlutverki

SÝNING á verkum Dieters Roths gegnir lykilhlutverki í myndlistarþættinum á Listahátíð í Reykjavík næsta vor, en þema hennar verður Tími - rými - tilvera . Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 145 orð

Dregið úr olíuframleiðslu

OPEC, Samtök olíuframleiðsluríkja, samþykktu í gær að draga úr vinnslu um eina milljón olíufata frá og með næstu áramótum. Með því vilja þau koma í veg fyrir, að olíuverðið haldi áfram að lækka. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 213 orð

Dæmdur fyrir morð í Írak

BANDARÍSKUR hermaður, sem skaut óvopnaðan og særðan Íraka, var í gær fundinn sekur um morð fyrir herrétti. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Efnistaka tilkynningarskyld

EFNISTAKA úr landi jarðarinnar Kjarrs uppi á Ingólfsfjalli er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra staðfesti í gær ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis frá 10. september sl. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Eignarlönd að mestu viðurkennd

EIGNARLÖND í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, sem hafa viðurkennd landamerkjabréf og afsöl, eru að mestu viðurkennd í þjóðlenduúrskurði óbyggðanefndar, sem felldur var í gær á níu svæðum. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 192 orð

ESB-aðild Úkraínu yrði fagnað

VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að Rússar myndu gleðjast gerðust Úkraínumenn aðilar að Evrópusambandinu (ESB). Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð

Fénu líklega lógað í næstu viku

LAGT hefur verið til að fargað verði rúmlega 400 fjár á bænum Austurhlíð í Biskupstungum þar sem riða greindist í byrjun vikunnar í tveimur ám. Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 93 orð | 1 mynd

Fjöldi barna tekur þátt

UM 40 börn á aldrinum 10 til 15 ára taka þátt í Aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem verða í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 12. desember kl. 16. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Friðrik að hætta sem skrifstofustjóri Alþingis

STARF skrifstofustjóra Alþingis hefur verið auglýst laust til umsóknar. Friðrik Ólafsson, sem verið hefur skrifstofustjóri í 20 ár, verður sjötugur í byrjun næsta árs. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Færri dvalarleyfi af mannúðarástæðum

ÞAÐ sem af er árinu hafa 66 sótt um hæli hér en í fyrra sóttu 80 einstaklingar frá 30 löndum um hæli. Aðeins einu sinni hefur verið samþykkt umsókn um stöðu flóttamanns hér á Íslandi en oft hafa hælisumsækjendur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Gat skriðið upp eftir garðanum

BRÓÐIR húsfreyjunnar á Geiteyjarströnd I í Mývatnssveit var að gefa á garðann þegar gólf brast undan fjórðungi fjárhússins þannig að það féll ofan í haughúsið. Má hann teljast heppinn að sleppa nánast ómeiddur. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Gáfu þingmönnum leir úr Jöklu

FÉLAGAR úr Náttúruvaktinni afhentu alþingismönnum leir úr Jöklu. Með því vildu þeir minna þingmenn á afleiðingar sem þeir segja að fylgi myndun Hálslóns við Kárahnjúka. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Gengi krónunnar hækkaði um 0,17%

GENGI íslensku krónunnar hækkaði um 0,17% í gær og nemur styrking hennar nú 2,85% frá því að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti 2. desember sl. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Gengi sem ekki fær staðist

ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin vera alveg sammála Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni KB-banka, að núverandi gengi íslensku krónunnar fái ekki staðist og samræmist ekki raunstærðum í hagkerfinu. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

GUÐRÚN M. EINARSON

LÁTIN er í Reykjavík Guðrún M. Einarson, ekkja Finns Magnúsar Einarsonar, bóksala og kennara. Guðrún lézt í hárri elli aðfaranótt sl. föstudags, á 100. aldursári, en hin síðustu ár hefur hún búið á Droplaugarstöðum við Snorrabraut. Guðrún M. Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 174 orð | 1 mynd

Handverk iðnaðarmanna til fyrirmyndar

AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri hlaut viðurkenninguna "Lofsvert lagnaverk 2003". Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, afhenti viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu í vikunni. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 282 orð

Heimilin eiga ekki að taka gengisbundin lán

"ÉG tek undir með Sigurði Einarssyni [stjórnarformanni KB banka] um að gengisbundin útlán bankanna til heimilanna eru mikið áhyggjuefni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 234 orð

Helmingur mannkyns mæltur á ensku 2015

LÍKLEGT er, að á næstu tíu árum muni almennur, málfarslegur skilningur manna á milli stóraukast og þá einfaldlega vegna þess, að þá muni stór hluti mannkyns geta talað ensku. Kemur þetta fram í skýrslu, "Framtíð enskunnar", sem birt var í gær. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 643 orð | 1 mynd

Herðir eftirlit með lánastofnunum

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur ákveðið að herða eftirlit með lánastofnunum og krefjast ítarlegri upplýsinga um fjármögnun og greiningu útlána. Einnig verða áhættumatsreglur og álagspróf vegna útlána endurskoðuð. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hringrás fær starfsleyfi til 1. mars

UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur samþykkt samhljóða að endurnýja starfsleyfi Hringrásar ehf. til 1. mars nk. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 566 orð | 1 mynd

Höfum verulegar áhyggjur af stöðu mála

"VIÐ hjá Alþýðusambandinu höfum verulegar áhyggjur af stöðu mála og höfum bent á, að verðbólguþrýstingur hér innanlands hefur leitt til þess að Seðlabankinn hefur talið sig verða að hækka vexti. Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 119 orð | 2 myndir

Höfundur á söguslóðum Leyndardóms ljónsins

Hrútafjörður | Rithöfundurinn Brynhildur Þórarinsdóttir heimsótti Skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði á dögunum og las fyrir börnin úr verðlaunabók sinni, Leyndardómur ljónsins. Sagan gerist einmitt í skólabúðunum. Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 86 orð

Jólavaka annað kvöld

JÓLAVAKA við kertaljós sem jafnframt er 90 ára afmælishátið Hafnarfjarðarkirkju fer fram á morgun, þriðja sunnudag í aðventu, og hefst hún kl. 20. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð

Kastaði gashylki í gegnum rúðu á skála Alþingis

KARLMAÐUR um fertugt kastaði gashylki úr Soda Stream-tæki í gegnum rúðu á vesturgafli skála Alþingis, sem stendur við hlið alþingishússins, um miðjan dag í gær. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 205 orð

Kennir eðlisfræði í fjórum skólum í einu

Vestur-Barðastrandarsýsla | Samkennsla er hafin í fjórum grunnskólum í Vestur-Barðastrandarsýslu. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Kokkur brenndist talsvert

KOKKUR á veitingastaðnum Broadway brenndist illa í gærkvöldi þegar hann var að bæta spritti á eld sem notaður var til að steikja lamb á teini. Kokkurinn stóð uppi á sviði veitingastaðarins og urðu því margir gestir vitni að atvikinu. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 972 orð | 2 myndir

Kröfum ríkisins hafnað að stórum hluta

ÓBYGGÐANEFND hafnaði kröfulínu ríkisins að stórum hluta í gær þegar úrskurðað var um mörk þjóðlendna og eignarlands á níu svæðum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 98 orð | 2 myndir

Kvikmyndasýningar hefjast í dag

FYRIRTÆKIÐ 800 Selfoss ehf. sem er í eigu Einars Rúnars Einarssonar og Magnúsar Ninna Reykdalssonar, hefur tekið viðbyggingu hótelsins á leigu af eigendum fasteignarinnar og rekur þar Selfossbíó. Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 721 orð | 2 myndir

Leiðarljós bæjarbúa frá upphafi

Hafnarfjörður | Sjófarendur sem sigla inn í Hafnarfjarðarhöfn hafa síðustu 90 árin sett stefnuna á turninn á Hafnarfjarðarkirkju þegar þeir koma inn í höfnina, og er það lýsandi fyrir hlutverk kirkjunnar sem leiðarviti fyrir mannlífið og atvinnulífið... Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 383 orð | 2 myndir

Les alltaf ljóðin í sundhöllinni

Keflavík | Viðskiptavinir verslana við Hafnargötuna í Keflavík hafa rekist á ljóð í búðunum undanfarna daga, stundum á óvæntum stöðum. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Lestur Morgunblaðsins eykst

MEÐALLESTUR á hvert tölublað Morgunblaðsins hækkaði um 0,9 prósentustig á milli október- og nóvembermánaða, og mældist meðallestur 49,4% í dagbókarkönnun IMG Gallup sem gerð var vikuna 17.-23. nóvember sl. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 501 orð

Læknaráð fer fram á íhlutun heilbrigðisráðherra

LÆKNARÁÐ Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) hefur farið fram á það í bréfi til heilbrigðisráðherra að hann hlutist til um það að farið sé að lögum um heilbrigðisþjónustu hvað varði hlutverk og starf læknaráðs LSH. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Maathai afhent friðarverðlaun Nóbels

KENÝSKA umhverfisverndarkonan Wangari Maathai tók í gær við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Ósló. Á myndinni sést hún (í miðið) fagna ásamt börnum sínum, Peter Muta (til vinstri) og Wanjira. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð

Með ruslið heim úr skólanum

NOKKRIR skólar í Reykjavík eru að skoða þann möguleika að börnin verði send heim með tómar fernur og plastbox undan mjólkurmat og annað það rusl og afganga sem til falla vegna nestis nemendanna. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 296 orð

Mælt fyrir tillögu um Íraksmálið

JAKOB Frímann Magnússon, varaþingmaður Samfylkingarinnar, flutti jómfrúræðu sína á Alþingi í gær er rædd var tillaga formanna stjórnarandstöðuflokkanna, um að Íslendingar afturkalli stuðning sinn við innrásina í Írak. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Næstu mál óbyggðanefndar

ÓBYGGÐANEFND hefur nú til meðferðar sex mál er varða sveitarfélög Gullbringu- og Kjósarsýslu ásamt þeim landsvæðum í Árnessýslu sem nefndin hefur ekki þegar úrskurðað um. Kröfur málsaðila liggja fyrir og hafa verið kynntar. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Óeining innan menntamálanefndar

ÓEINING innan menntamálanefndar Alþingis barst inn í umræður á Alþingi í gær, er Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, neitaði í þingræðu ásökunum Gunnars Birgissonar, formanns menntamálanefndar, um að Mörður hefði sýnt gestum nefndarinnar,... Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Peres fagnar tilboði Sharons

SHIMON Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael, kvaðst í gær fagna tilboði Ariels Sharons forsætisráðherra um að mynda nýja ríkisstjórn með Likud-flokknum og einum eða tveimur öðrum flokkum. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 573 orð | 1 mynd

"Hristi hausinn í marga hringi ..."

Þingið, sem fór í jólafrí í gær, hefur, þegar á heildina er litið, verið fremur rólegt. Þegar undirrituð hefur spurt þingmenn um ástæðuna nefna margir fá stjórnarfrumvörp; óvenjufá stjórnarfrumvörp hafi verið lögð fram á þingi í haust. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 29 orð

Rangt nafn Í myndatexta á forsíðu...

Rangt nafn Í myndatexta á forsíðu Morgunblaðsins í gær var farið rangt með nafn Guðnýjar Bjarnheiðar Stefánsdóttir Snæland, fyrrverandi ábúanda á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ræða sameiningu MS og MBF

FJALLAÐ verður um hugsanlega sameiningu Mjólkurbús Flóamanna (MBF) og Mjólkursamsölunnar (MS) á aðalfundum félaganna í mars á næsta ári, og er sameining félaganna því komin á dagskrá. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Sakaður um morðið á Victor Jara

FYRRUM ofursti í her Chile hefur verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á morðinu á vinsælasta söngvaskáldi landsmanna, Victor Jara, í valdaráninu þar syðra árið 1973. Meira
11. desember 2004 | Minn staður | 176 orð

Samskip reka Sæfara áfram

VEGAGERÐIN hefur framlengt samning við Samskip um rekstur Sæfara til næstu tveggja ára en félagið hefur séð um rekstur ferjunnar frá 1. maí 1996. Tekur framlengingin gildi nú um áramót. Sæfari siglir milli Dalvíkur, Grímseyjar og Hríseyjar. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð | 2 myndir

Samþykktu skattalækkanir og skráningargjöld

ALÞINGI samþykkti í gær skattalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þinginu var slitið á ellefta tímanum í gærkvöldi og þingmenn fóru í jólafrí til 24. janúar nk. Alls 20 frumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Sjómenn á námskeiði

Það var óvenjulegt á blíðudegi að sjá alla báta Grímseyjarflotans lúra í höfninni. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Skipt um ljósastaur

Akureyri | Starfsmenn Norðurorku á Akureyri voru að skipta um ljósastaur á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar í vikunni en staurinn sem var þar fyrir eyðilagðist eftir að bíl var ekið á hann. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi

AÐSTANDENDUR 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi afhentu í gær forseta Hæstaréttar, forseta Alþingis og forsætisráðherra áskorun til þess að vekja athygli á alvarleika vandamálsins og knúðu á um að leitað yrði leiða til að koma í veg fyrir kynbundið... Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 178 orð

Smygluðu hassi innvortis og hugðust selja

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær tvo menn, tæplega fimmtugan Ísraelsmann og Pólverja um tvítugt, fyrir innflutning á samtals um 300 grömmum af hassi sem þeir földu innvortis. Mennirnir viðurkenndu að hafa ætlað að selja hluta af hassinu hér á landi. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 976 orð | 1 mynd

Taka súnnítar þátt í kosningunum í Írak?

Stærstu flokkar sjíta í Írak hafa myndað kosningabandalag vegna kosninganna sem eiga að fara fram 30. janúar nk. Davíð Logi Sigurðsson veltir stöðunni fyrir sér. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð

Takmarkið náðist

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur nú í ár staðið fyrir átaki sem miðar að því að fjölga félagsmönnum. Stefnt var að því að fjölga um 10% í félaginu og hefur það markmið nú náðst. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 364 orð

Tap vegna skattsvika 25-35 milljarðar

ÁÆTLA má að ríki og sveitarfélög hafi tapað samtals 25,5-34,5 milljörðum króna á árinu 2003 vegna skattsvika, að því er fram kemur í skýrslu nefndar sem rannsakaði umfang skattsvika á Íslandi. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tilfinningatorg í Reykjavík

Menningarmálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að svokallað Tilfinningatorg verði fastur hluti af miðborgarlífinu á næsta ári. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir brennu

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt þrjá menn, Guðjón Þór Jónsson, Ívar Björn Ívarsson og Sigurð Ragnar Kristinsson í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi við Suðurlandsbraut í fyrrasumar. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð

Tveir vörubílar ultu á hliðina á Austurlandi

TVEIR vörubílar ultu á hliðina á Austurlandi í gær, báðir þegar þeir voru að sturta steypumöl. Ökumaður annars bílsins var fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar til rannsóknar, en læknir þar sagði hann ekki mikið slasaðan. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Undirbúa gangstíga | Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur...

Undirbúa gangstíga | Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að hefja undirbúning að gerð gangstíga frá Sandgerði að frístundabyggðinni Nátthaga og að golfskála Golfklúbbs Sandgerðis. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 356 orð

Úr bæjarlífinu

Hreint undrunarefni ár eftir ár. Þetta með fólkið og jólin. Að svona margir skuli beinlínis fara á hvolf, snúa öllu við heima hjá sér, þeytast fram og til baka og þurfa endilega að gera þetta og líka hitt. Og allt verður að hafast fyrir jólin. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Veiðar í Sandá

Í bókinni Veiðisögur eftir Sigurð Boga Sævarsson og Gunnar Bender eru nokkrar vísur. Halldór Blöndal átti leið um Þistilfjörð, en þá hittist svo á að alþingismennirnir Ólafur G. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Veitt æðsta viðurkenning RKÍ

PÁLL Pétursson fyrrverandi félagsmálaráðherra hlaut á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands æðstu viðurkenningu Rauða kross Íslands, heiðursmerki úr gulli. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti Páli viðurkenninguna. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Vextir hækka

KB banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans 7. desember síðastliðinn. Vaxtahækkunin tekur gildi í dag. Meira
11. desember 2004 | Innlent - greinar | 1315 orð | 4 myndir

Vinátta Valdemars prins við Ísland

Það kann að sýnast vottur um þráhyggju að sitja við sinn keip og stagast á sama efni tímunum saman. Ég verð þó að biðja Morgunblaðið að birta framhald af pistli sem ég ritaði og birtist í blaðinu á sunnudaginn var. Meira
11. desember 2004 | Erlendar fréttir | 65 orð

Víni smyglað í leiðslu

LANDAMÆRAVERÐIR í Litháen sögðust í gær hafa fundið þriggja kílómetra langa neðanjarðarleiðslu sem notuð var til að smygla áfengi inn í landið frá Hvíta-Rússlandi. Leiðslan var úr plasti og lögð yfir á. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Þetta ástand getur ekki varað

"ÉG er fullkomlega sammála Sigurði [Einarssyni]. Þetta getur ekki gengið svona. Það er ekki hægt að reka efnahagspólitík, sem gengur út á að draga allan mátt úr útflutnings- og samkeppnisgreinunum," sagði Friðrik J. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 683 orð | 1 mynd

Æsku barna er ógnað

Barnæskan birtist í ýmsum myndum; drengir og stúlkur hirða úr öskuhaugum í Manila, börn neydd til að bera AK-47-byssur í frumskógum Kongó, börn þvinguð í vændi á götum Moskvu, börn betla fyrir mat á götum Rio de Janeiro, munaðarlaus börn í Bótsvana. Meira
11. desember 2004 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Ökumenn rukkaðir um rúma kvartmilljón

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði 54 ökumenn sem voru að tala í farsíma án þess að vera með handfrjálsan búnað á einum og hálfum klukkutíma á Suðurlandsbrautinni í gær. Heildarsektin nemur 270 þúsund krónum, en ökumenn eru sektaðir um 5. Meira

Ritstjórnargreinar

11. desember 2004 | Leiðarar | 315 orð | 1 mynd

Kjör stjórnenda og frammistaða

Kjör forstjóra eru gerð að umtalsefni í leiðara nýjasta tölublaðs breska vikuritsins The Economist. Þar er rifjað upp að á sínum tíma hafi það virst góð hugmynd að tengja kjör æðstu stjórnenda fyrirtækja við frammistöðu fyrirtækjanna. Meira
11. desember 2004 | Leiðarar | 401 orð

Tengslin yfir Atlantshafið

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð tíðrætt um sættir á fjögurra daga fundum í Evrópu fyrr í þessari viku. Meira
11. desember 2004 | Leiðarar | 381 orð

Þáttur sanngirni og sjálfbærrar þróunar í friði

Umhverfisverndarsinninn Wangari Maathai varð í gær fyrst afrískra kvenna til að taka við þeim mikla heiðri sem fylgir friðarverðlaunum Nóbels fyrir árið 2004. Meira

Menning

11. desember 2004 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

100 þúsund ljótar lirfur

FYRSTA íslenska tölvugerða teiknimyndin um Litlu lirfuna ljótu hefur nú náð þeim áfanga að seljast í yfir 100 þúsund eintökum frá því hún kom út fyrir tveimur árum hér á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar... Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Auglýsa Höll minninganna í stórblaði

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem bækur íslenskra rithöfunda er auglýstar á heilsíðum erlendra stórblaða. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Bókvænt kvöld

AÐ vanda er margt góðra gesta hjá Gísla Marteini á laugardagskvöldi. Tveir rithöfundar reka inn nefið, þeir Gunnar Dal sem gaf út ljóðabókina Raddir við gluggann í sumar og Einar Már Guðmundsson sem nýverið gaf út skáldsöguna Bítlaávarpið . Meira
11. desember 2004 | Tónlist | 816 orð | 1 mynd

Einfalt, heiðarlegt

Helgi Pétursson gaf nýverið út sólóplötuna Allt það góða. Arnar Eggert Thoroddsen tók hús á Helga og fræddist um tilurð plötunnar. Meira
11. desember 2004 | Tónlist | 536 orð | 2 myndir

Einskonar Eivør

Sólóplata Eivarar Pálsdóttur. Tónlist eftir Eivøru, Bill Bourne og aðra höfunda. Bourne stjórnaði upptökum. Eivør syngur, leikur á gítara og ásláttarhljóðfæri, Bourne leikur á gítara, bassa og syngur. Pétur Grétarsson ásláttur, harmóníkka, Birgir Bragason bassi. Upptökur fóru fram í Thule Studio, Reykjavík. Útgefandi 12 tónar. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

J ulia Roberts og tvíburarnir hennar nýfæddu hafa verið útskrifuð af spítala og eru nú komin heim til sín. Phinnaeus Walter og Hazel Patricia fæddust fimm vikum fyrir fyrir tímann. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 160 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur ráðið Grétu Ólafsdóttur og Pál Baldvin Baldvinsson í störf kvikmyndaráðgjafa frá og með áramótum. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð segir að þau muni gegna hlutastörfum í stutt- og heimildamyndadeild en Kristín B. Meira
11. desember 2004 | Myndlist | 294 orð | 1 mynd

Háðsk ádeila á strit og frægðardrauma

SÝNING kanadísku listakonunnar Ericu Eyres, "It's for the best", verður opnuð í Gallerí Dverg í kvöld kl. 20. Erica Eyres fæddist árið 1980 í Winnipeg, Kanada. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 523 orð | 1 mynd

Jólatónverk Hildigunnar frumflutt á tveim stöðum í einu á landinu

Sá einstaki viðburður verður á morgun að nýtt íslenskt tónverk, Stjarnan mín og stjarnan þín, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður flutt á tveimur stöðum með aðeins klukkustundar millibili. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 155 orð

Kommatittsafturhaldsstóð

FYRRIPARTUR síðasta þáttar af Orð skulu standa var: Á jólunum elskum við alla og ætlum að vera svo góð Hörður Björgvinsson sendi þættinum myndarlegan botn: við ágjarna olíukalla, sem almennings drekka blóð. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 235 orð | 2 myndir

Krefjandi hlutverk

ÓLÁTABELGURINN írski Colin Farrell hefur tekið að sér hlutverk í bandaríska spítalagrínþættinum Scrubs sem sýndur er í Sjónvarpinu. Meira
11. desember 2004 | Tónlist | 464 orð | 1 mynd

Ljóð tengja lönd

Tónlist og ljóð eftir Ron Whitehead, Michael Dean Odin Pollock og fleiri. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 1617 orð | 8 myndir

Löng og litrík bíójól

Frumsýningar hátíðamynda kvikmyndahúsanna ber ekki lengur upp á annan jóladag heldur standa þær frá miðjum nóvember til nýársdags. Sæbjörn Valdimarsson skoðaði kræsingarnar á bíóhlaðborðinu. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 199 orð | 1 mynd

Mikill áhugi erlendra útgefenda

EINS og kunnugt er var tilkynnt í byrjun þessa mánaðar að skáldverkið Stormur eftir Einar Kárason væri annað þeirra verka sem lagt er fram af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 907 orð | 1 mynd

Nota aðra aðferð en við fyrstu bókina

Halldór Kiljan Laxness nýtti sér hugmyndir og texta annarra nánar en almennt er talið, sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er hann kynnti í gær útkomu annars bindis ævisögunnar, sem Hannes hefur ritað um ævi skáldsins. Meira
11. desember 2004 | Tónlist | 657 orð | 2 myndir

Prófraun á smekkvísi í söng

JÓLAÓRATÓRÍA Jóhanns Sebastians Bachs er þekktasta og stórbrotnasta tónverk sem samið hefur verið í tilefni af fæðingarhátíð Krists og er sjálfsagður hluti af hátíðarbrag jólanna um allan heim. Meira
11. desember 2004 | Tónlist | 285 orð | 1 mynd

Samið við Sony í Japan

HLJÓMSVEITIN Quarashi skrifaði á fimmtudag undir nýjan samning við útgáfufyrirtækið Sony í Japan, að því er fram kemur í tilkynningu. Samningurinn felur í sér að nýjasta plata Quarashi, Guerilla Disco , mun koma út í Japan 23. febrúar nk. Meira
11. desember 2004 | Kvikmyndir | 471 orð | 1 mynd

Togstreita eftirlíkingar og ímyndunarafls

Leikstjórn: Robert Zemeckis. Handrit: Robert Zemeckis og William Broyes Jr, byggt á bók Chris Van Allsburg. Aðalleikrödd í upprl. útg: Tom Hanks. Bandaríkin, 99 mín. Meira
11. desember 2004 | Menningarlíf | 430 orð | 2 myndir

Þétt setið en notaleg stemmning

SANNKÖLLUÐ jólastemmning er komin í húsið á Gljúfrasteini, hús Halldórs Laxness og fjölskyldu hans sem nú er orðið safn. Meira

Umræðan

11. desember 2004 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd

Auglýsing í New York Times?

Kristinn Pétursson fjallar um auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar: "Þessi "kaffihúsahreyfing" getur svo sem auglýst eins og hún vill. En ég mótmæli því harðlega að nafni Íslands verði blandað í þessa auglýsingu." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 145 orð

Á að refsa vinnusömum og verðlauna kaupmenn?

Össur og Ögmundur hamast nú mjög gegn því fátæka fólki sem verður að vinna mikið vegna skulda. Þegar námslán, húsbréf, bílalán og annað ólán steðjar að er eina leiðin að vinna meira og meira og það vill ungt fólk gera ef með þarf. Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 394 orð | 1 mynd

Áfengi - sjúkdómar - staðreyndir

Björn G. Eiríksson skrifar um áfengismál: "Heildarneyzla áfengis í Svíþjóð er nú rúmir tíu lítrar." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 866 orð | 1 mynd

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Eftir Sólveigu Pétursdóttur: "Í gær, 10. des., lauk 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem UNIFEM á Íslandi ásamt 17 öðrum aðilum, sem allir láta sig málið varða, hafa haft forgöngu að." Meira
11. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 333 orð

Dæmd til dauða! Saklaus með öllu

Frá Guðjóni Sigurðssyni:: "VIÐ erum oftast 5 venjulegir Íslendingar, konur og karlar, svona rétt eins og ég og þú. Þegar þetta er skrifað erum við 17 sem erum á þeirri grýttu leið sem MND hefur valið okkur." Meira
11. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 246 orð

Er GSM-síminn drottnari mannsins?

Frá Jóhanni Guðna Reynissyni:: "Í STARFI mínu sit ég marga fundi og hitti margt fólk. Eitt af því sem ég hef tekið eftir, og sjálfsagt gerst sjálfur sekur um þrátt fyrir persónulega andspyrnu fyrir mitt eigið leyti, er hversu síminn virðist hafa tekið öll ráð af manninum." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 2066 orð | 1 mynd

Fjárlög, mannréttindi og sannsögli

Eftir Björn Bjarnason: "Í baráttu fyrir mannréttindum skiptir sköpum að hafa sannleikann að leiðarljósi; að gæta þess að láta ekki blekkjast af þeim, sem vilja síður virða hið sem sannara reynist." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 685 orð | 2 myndir

Hækkun skrásetningargjalda - forsendur pantaðar

Elfa Hermannsdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir Kvaran skrifa um skólagjöld: "Látum fjárhagsástæður ekki takmarka möguleika til náms, sérstaklega þegar krafa samfélags um menntun verður sífellt meiri." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 652 orð | 1 mynd

Jólaat

Steinar Berg Ísleifsson fjallar um tónlistargagnrýni: "Það er gamalkunnug klisja að halda því fram að útgefandinn taki ákvarðanir með gullglampa í augunum..." Meira
11. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Óvígðir grafreitir

Frá Hope Knútsson:: "Í FRÉTTABLAÐINU hinn 4. des. birtist ítarleg grein um dauðann. Í greininni var gerð úttekt á kostnaði við legsteina, jarðarfarir, erfidrykkju o.fl." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Siðmennt á villigötum

Rúnar Kristjánsson svarar Bjarna Jónssyni: "Sá sem flaggar siðmennt þarf að gera sér grein fyrir því, að hann stendur undir stóru orði og þarf að sanna að hann standi þar undir nafni." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 1074 orð | 8 myndir

Umbætur á Sameinuðu þjóðunum og sameiginlegt öryggi þjóða heims

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna árið 2005 og skýrsla ráðgjafahópsins gefa okkur bæði tæki og tækifæri til þess að grípa til afgerandi aðgerða. Sem ráðherrar utanríkismála erum við staðráðin í að láta til okkar taka með virkum og afgerandi hætti til þess að þetta tækifæri verði nýtt til góðs. Meira
11. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Þakkir til Björgúlfs og Landsbanka ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til Björgúlfs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsbanka Íslands, fyrir hvað hann gerir fyrir okkur eldri borgara. Sunnudaginn 5. Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Verður umboðsmaður barna að vera lögfræðingur?

Guðjón Bjarnason fjallar um embætti umboðsmanns barna: "Menntun á lögfræðisviði hefði því ekki átt að skipta miklu máli við val á einstaklingi til að gegna embætti umboðsmanns barna að þessu sinni." Meira
11. desember 2004 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Þjóðarviljinn og stjórnarskráin

Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: "Endurskoðun stjórnarskrárinnar - grundvallarlaga íslenska lýðveldisins - stendur fyrir dyrum." Meira

Minningargreinar

11. desember 2004 | Minningargreinar | 4130 orð | 1 mynd

ANNA PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR

Anna Pálína Sigurðardóttir fæddist á Krossstekk í Mjóafirði eystri 30. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 5. desember síðastliðinn. Faðir Önnu var Sigurður bóndi á Krossstekk, síðar verkamaður í Neskaupstað, f. á Reykjum í Mjóafirði 8. des. Meira  Kaupa minningabók
11. desember 2004 | Minningargreinar | 2287 orð | 1 mynd

BJARNÞÓR EIRÍKSSON

Bjarnþór Eiríksson fæddist í Langholti í Hraungerðishreppi 10. janúar 1934. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Ágúst Þorgilsson bóndi í Langholti, f. 19. ágúst 1894, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
11. desember 2004 | Minningargreinar | 288 orð | 1 mynd

ELVAR FANNAR ÞORVALDSSON

Elvar Fannar Þorvaldsson fæddist á Sauðárkróki 18. júní 1983. Hann lést af slysförum á heimili sínu að morgni 4. desember síðastliðins. Foreldrar hans eru Ólöf Harðardóttir, f. 11.12. 1962, og Þorvaldur Steingrímsson, f. 8.3. 1959. Systkini Elvars eru Þráinn, f. 13.10. 1985, og Sunna Ósk, f. 10.6. 1989. Útför Elvars verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók
11. desember 2004 | Minningargreinar | 549 orð | 1 mynd

GUÐJÓN MAGNÚSSON

Guðjón Magnússon fæddist á Hlíð við Kollafjörð í Strandasýslu 21. júlí 1911. Hann lést á gjörgæsludeild LHS við Hringbraut 14. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 30. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
11. desember 2004 | Minningargreinar | 858 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG HANSDÓTTIR

Ingibjörg Jóna Hansdóttir fæddist á Uppsölum á Hellissandi 24. júní 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 3. desember síðastliðinn. Ingibjörg var dóttir hjónanna Ingibjargar Pétursdóttur frá Ingjaldshóli, f. 18.1. 1893, d. 19.1. Meira  Kaupa minningabók
11. desember 2004 | Minningargreinar | 2603 orð | 1 mynd

INGUNN BJÖRNSDÓTTIR

Ingunn Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum 18. júlí 1922. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Stóru-Ökrum, f. 22.11. 1894, d. 10.10. Meira  Kaupa minningabók
11. desember 2004 | Minningargreinar | 3373 orð | 1 mynd

KRISTMANN JÓNSSON

Kristmann Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli 17. apríl 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kjartansson, f. 12.11. 1873 í Eskifjarðarseli, og Eiríka Guðrún Þorkelsdóttir, f. 14.7. Meira  Kaupa minningabók
11. desember 2004 | Minningargreinar | 2387 orð | 1 mynd

LEIFUR JÓNSSON

Leifur Jónsson fæddist á Hvalskeri í Patreksfirði 5. júlí 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Finnbogadóttir, f. í Krossadal í Tálknafirði 14.10. 1909, d. 31.5. 1998, og Jón Guðmundsson, f. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. desember 2004 | Sjávarútvegur | 118 orð | 1 mynd

Lágt verð á laxinum

VERÐ á útfluttum laxi frá Noregi hefur haldist lágt undanfarnar vikur. Síðastliðna fjóra mánuði hefur kílóverð á frosnum laxafurðum lækkað um 15% en um 10% á ferskum laxafurðum. Meira
11. desember 2004 | Sjávarútvegur | 218 orð | 1 mynd

Samið um fiskveiðisögu

TEKIZT hafa samningar milli Samtaka um fiskveiðisögu Norður-Atlantshafins og Þýzka sjóferðasafnsins í Bremerhaven í Þýzkalandi, Deutsches Schiffartmuseum, um að safnið gefi út fyrra bindi fiskveiðisögunnar. Meira
11. desember 2004 | Sjávarútvegur | 316 orð

Suðureyri fær minnst

SÚGFIRÐINGAR hafa einungis fengið lítið brot af þeim uppbótarkvóta sem úthlutað hefur verið til byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum. Hlutur þeirra er einungis innan við 10% af því sem í hlut Þingeyringa hefur komið. Meira

Viðskipti

11. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Engin hlutabréf hækkuðu í verði

ENGIN hlutabréf sem skráð eru í Kauphöll Íslands hækkuðu í verði í gær. Verð flestra lækkaði og önnur stóðu óbreytt. Úrvalsvísitala fimmtán veltumestu fyrirtækjanna lækkaði um 1,8% og var 3.309 stig í lok dags. Meira
11. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 1122 orð | 5 myndir

Fyrirtæki og heimili í landinu sýni aðgæslu

STÆRSTI ytri áhættuþátturinn sem steðjar að íslenskum fjármálafyrirtækjum, sem og öðrum fyrirtækjum, er viðskiptahallinn. Og einungis eru tvær leiðir færar til að koma í veg fyrir aukinn halla, segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Meira
11. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 173 orð | 1 mynd

Kögun með 82,35% í Opnum kerfum

KÖGUN hefur keypt 14.447.099 milljónir króna að nafnvirði í Opnum Kerfum Group og er eign Kögunar því 250.271.160 milljónir að nafnvirði eða 82,35% . Áður átti Kögun 78,34% hlutafjár. Meira

Daglegt líf

11. desember 2004 | Daglegt líf | 617 orð | 1 mynd

Að sjá dæmið fyrir sér

Elín Helga Þráinsdóttir hefur starfað sem grunnskólakennari í Helsinki í Finnlandi í ellefu ár. Að hennar mati fá börn í Finnlandi góða menntun, eins og niðurstöður PISA-rannsóknarinnar gefa til kynna, en þar varð Finnland í 1.-5. sæti af 41 landi þegar árangur 15 ára grunnskólanemenda í 41 landi var rannsakaður á vegum OECD. Meira
11. desember 2004 | Daglegt líf | 162 orð | 1 mynd

Bókmenntaferð í Barbaríið

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur nú uppi áætlanir um að bjóða Kanaríeyjaferðalöngum sínum upp á skoðunarferðir um Barbaríið svokallaða á nýju ári, en svo kölluðu kristnir Vestur-Evrópumenn löndin Marokkó, Alsír og Túnis í Norður-Afríku. Meira
11. desember 2004 | Daglegt líf | 335 orð | 1 mynd

Gengið með górillum og svamlað með höfrungum

HEFÐBUNDNAR borgar- og sólarlandaferðir, eða ökuferðir um evrópskar sveitir með viðkomu í huggulegum sumarhúsum svala ferðaþörf vel flestra landsmanna. Þeir eru þó til sem þrá öllu framandlegri ævintýrareisur, s.s. Meira
11. desember 2004 | Daglegt líf | 9 orð | 2 myndir

Hefðirnar

Steinunn Björnsdóttir leikskólakennari. "Hefðirnar, fjölskyldan og jólaundirbúningurinn á leikskólanum. Meira
11. desember 2004 | Daglegt líf | 107 orð | 1 mynd

Hvers vegna bila gemsarnir?

Þröngar buxur eru næstalgengasta orsök þess að farsímar bila, að því er könnun Siemens í Svíþjóð leiddi í ljós, en greint er frá henni á vef Berlingske Tidende . 300 manns tóku þátt í könnuninni. Meira
11. desember 2004 | Daglegt líf | 435 orð | 2 myndir

Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí

Nú þegar tími aðventu og jóla fer í hönd er mikið um samveru- og gleðistundir. Gleðistundum sem þessum fylgja oft kræsingar og góðgæti. Það er gott og blessað og hluti af okkar menningu. Meira
11. desember 2004 | Daglegt líf | 455 orð | 2 myndir

Stokkhólmur er heillandi borg

Hrafnhildur Rós Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur fór ásamt nokkrum vinnufélögum til Stokkhólms á ráðstefnu um barnahjúkrun og nýburagjörgæslu í október. Hún skoðaði sig líka um í borginni og borðaði góðan mat. Meira
11. desember 2004 | Daglegt líf | 465 orð | 5 myndir

Verkun villigæsar

Villibráð alls konar er vinsæl á veisluborðum og eftir að rjúpan hvarf af jólaborðinu fyrir tveimur árum hafa margir velt fyrir sér öðrum möguleikum. Sumir fá fuglinn nýskotinn beint frá veiðimanni og þurfa þá að gera að honum. Meira

Fastir þættir

11. desember 2004 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 11. desember, er sextugur Jóhannes Arason . Af því tilefni taka Jóhannes og Anna Kristín á móti gestum á Ránni, veitingahúsi, Hafnargötu 19, Keflavík, milli kl. 15-17 á... Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, 11. desember, er sextugur Stefán Jónsson forstjóri . Hann og kona hans, Guðný Helgadóttir Blöndal, taka á móti gestum á heimili sínu í Stapaseli 17 eftir kl. 20 í... Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 138 orð | 1 mynd

Aðventutónleikar í Fríkirkjunni

KÓRTÓNLIST verður í aðalhlutverki á aðventutónleikum Fríkirkjunnar í dag kl. 17, en þar munu fimm kórar koma saman, sem allir eiga það sameiginlegt að vera stjórnað af Gróu Hreinsdóttur. Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 22 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

Gullbrúðkaup | Í dag, laugardaginn 11. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Þóra Karitas Ásmundsdóttir og Jón Þórmundur Ísaksson, Háaleitisbraut 38,... Meira
11. desember 2004 | Fastir þættir | 195 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Þynnri en rakvélarblað. Meira
11. desember 2004 | Fastir þættir | 360 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 30. nóvember var spilað á 8 borðum. Meðalskor 168. Úrslit urðu þessi í N/S: Ásgeir Sölvason - Þorvaldur Þorgrímss. 204 Friðrik Hermannss. - Guðrún Gestsd. Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 229 orð | 1 mynd

Fjölskyldudagur í Þjóðmenningarhúsi

FJÖLSKYLDAN verður í fyrirrúmi á aðventudagskrá Þjóðmenningarhússins í dag, en aðgangur að húsinu verður ókeypis og fjölbreytt dagskrá í boði. Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 521 orð | 1 mynd

Gæta þarf að hita, raka og hreinlæti

Guðmundur Óli Scheving er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1949. Hann lauk vélstjóramenntun frá Vélskóla Íslands og síðar meistararéttindum í vélvirkjun. Guðmundur vann mörg ár til sjós. Þá starfaði hann sem framleiðslustjóri og gæðastjóri í... Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 1242 orð | 1 mynd

Hafnarfjarðarkirkja 90 ára - afmælishátíð á...

Hafnarfjarðarkirkja 90 ára - afmælishátíð á jólavöku HALDIÐ verður upp á 90 ára afmæli Hafnarfjarðarkirkju komandi sunnudag 12. desember á jólavöku við kertaljós, sem að þessu sinni hefst kl. 20.00. Hr. Meira
11. desember 2004 | Fastir þættir | 1015 orð

Íslenskt mál

jonf@hi.is: "Enska sögnin download vísar til þess er gögn eru sótt á Vefinn og þau vistuð annars staðar, t.d. í eigin tölvu. Það hefur reynst erfitt að þýða sögnina á íslensku svo að viðunandi sé en tilraunir í þá átt eru t.d." Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 92 orð | 1 mynd

Jólin syngja í Iðnó

Iðnó | Nýr íslenskur jólasöngleikur, "Jólin syngja", verður frumsýndur annað kvöld kl. 20, en hann skartar mörgum af vinsælustu jólalögum Íslendinga. Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 2672 orð | 1 mynd

( Matt. 11.)

Guðspjall dagsins: Orðsending Jóhannesar. Meira
11. desember 2004 | Fastir þættir | 619 orð | 3 myndir

Mikill kraftur í félaginu í Calgary

Íslendingafélagið í Calgary í Kanada er eitt öflugasta félagið í Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi. Fyrir skömmu gekkst félagið fyrir sérstökum barnadegi sem heppnaðist vonum framar og flytja þurfti árlega jólahátíð í stærra húsnæði vegna mikillar þátttöku. Steinþór Guðbjartsson ræddi við forsvarsmenn félagsins um starfsemina. Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 275 orð | 1 mynd

Mikill metnaður og áhugi

HINIR árlegu aðventu- og jólatónleikar í Skálholti verða haldnir í dag kl. 14 og aftur kl. 16.30. Á dagskrá eru lög sem eru sérstaklega útsett fyrir tónleikana og frumflutt verður "Jólalag Skálholts 2004". Meira
11. desember 2004 | Viðhorf | 813 orð

Senn kemur hann Finnur...

Með þessu Viðhorfi vill höfundurinn gera yfirbót fyrir að fara rangt með nafn Hálsanefshellis í Reynisfjalli. Meira
11. desember 2004 | Fastir þættir | 126 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 cxd4 7. cxd4 Rge7 8. b4 Rf5 9. Bb2 Bd7 10. g4 Rh6 11. Hg1 Hc8 12. Rc3 Ra5 13. Ra4 Dc6 14. Hc1 Rc4 15. Bxc4 dxc4 16. Rc5 b6 17. Rxd7 Dxd7 18. Rd2 b5 19. Re4 Be7 20. Hc3 f5 21. exf6 gxf6 22. g5 fxg5 23. Meira
11. desember 2004 | Dagbók | 17 orð

Stundið frið við alla menn og...

Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið.(Hebr. 12, 14.) Meira
11. desember 2004 | Fastir þættir | 279 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Þær komu Víkverja harla lítið á óvart niðurstöður samanburðarkönnunar Morgunblaðsins á verði á leikföngum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Samt voru niðurstöðurnar sláandi, vegna þess einfaldlega að þessi verðmunur er hreint lygilega hár. Meira

Íþróttir

11. desember 2004 | Íþróttir | 1147 orð | 2 myndir

Andlega þroskandi og mótlætið styrkjandi

"ÞAÐ var eiginlega Jimmy Greaves sem vakti athygli mína á árunum upp úr 1960. Hann var alltaf að skora í enska boltanum. Þá fór ég að fylgjast með honum en Greaves lék með Tottenham á þessum árum. Þar af leiðandi fór ég halda með Tottenham. Það er eiginlega Jimmy Greaves sem er upphafið að því að ég fór að halda með Tottenham," segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og grjótharður stuðningsmaður Lundúnafélagsins Tottenham Hotspur. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 90 orð

Aukin þjónusta

SKJÁR EINN hefur ákveðið að auka þjónustuna í kringum enska boltann enn frekar. Þeir sem hafa aðgang að Breiðbandinu geta nú valið um þrjá leiki kl. 15 á laugardögum. Leikinn sem sýndur er á Skjá einum og svo tvo að auki. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 365 orð | 1 mynd

*BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG,...

*BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, er úr leik á Dunhill mótinu í S-Afríku en hann lék í gær á 2 höggum yfir pari og samtals á 5 yfir pari á 36 holum. Birgir var 3 yfir pari í gær að loknum fyrri 9 holunum, fékk skramba (+2) á 2. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 214 orð

Birmingham fyrsta liðið til að fagna sigri á Villa Park?

MIKIL spenna er í Birmingham-borg fyrir grannslag Aston Villa og Birmingham sem fram fer á heimavelli Aston Villa, Villa Park á morgun. Þetta verður 101. viðureign liðanna í deildarkeppni þar sem Aston Villa hefur betur. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 184 orð

Blackburn Rovers herðir enn sultarólina

MARK Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur fengið þau skilaboð frá stjórn félagsins að ekki sé möguleiki á því að félagið fái til sín leikmenn sem kosta mikið og krefjast hárra launa. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 351 orð | 1 mynd

Chelsea ekki unnið á Highbury í 21 ár

DENNIS Bergkamp, hollenski framherjinn í liði Englandsmeistara Arsenal, segir að leikmenn hafi öðlast sjálfstraustið að nýju og það á réttum tíma fyrir slaginn gegn Chelsea en tvö efstu lið deildarinnar eigast við á Highbury á morgun. Með sigri getur Chelsea náð átta stiga forskoti á toppi deildarinnar. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 231 orð

Eiður Smári hefur skorað mest

EIÐUR Smári Guðjohnsen er næst leikjahæstur þeirra leikmanna sem skipa leikmannahóp enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

FJÓRAR beinar útsendingar verða á Skjá...

FJÓRAR beinar útsendingar verða á Skjá einum um helgina. Laugardagur 11. desember 12.05 Upphitun *Rætt er við knattspyrnustjóra og leikmenn um leiki helgarinnar. 12.40 Everton - Liverpool 14. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 2081 orð | 6 myndir

Fótmennt handa fagurkerum

Gert er ráð fyrir leiftrandi limaburði á Highbury í Lundúnum á morgun þegar meistarar Arsenal taka á móti áskorendum sínum, Chelsea, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Orri Páll Ormarsson lítur á liðin sem hafa nokkra af fremstu sparkendum samtímans í sínum röðum. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 130 orð

Giggs vill enda ferilinn á Old Trafford

FRAMTÍÐ Walesverjans Ryan Giggs hjá Manchester United er enn í óvissu en Giggs vill fá nýjan tveggja ára samning við félagið en honum hefur verið boðinn eins ár samningur sem hann sættir sig ekki við. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 513 orð | 1 mynd

Góði dátinn Drake

MARGIR merkir leikmenn hafa komið við sögu beggja félaga, Arsenal og Chelsea, í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna George Graham, Alan Hudson, Tommy Baldwin, John Hollins, David heitinn Rocastle og Emmanuel Petit. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 354 orð

HANDKNATTLEIKUR ÍR - Grótta/KR 27:29 Austurberg,...

HANDKNATTLEIKUR ÍR - Grótta/KR 27:29 Austurberg, Íslandsmót karla, DHL-deildin, suðurriðill, föstudagur 10. des. 2004. Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 5:5, 9:10, 13:15 , 14:15, 19:17, 23:21, 26:26, 27:29 . Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

* HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu,...

* HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur í dag sinn 50. leik fyrir Charlton í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sækir botnlið WBA heim. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

Houllier segir Benítez vera rétta manninn

GERARD Houllier, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, segist vonsvikinn og sár yfir sögusögnum sem upp á hann hafa verið bornar upp á síðkastið þess efnis að hann hafi gagnrýnt eftirmann sinn hjá Liverpool, Rafael Benítez, fyrir stjórnun hans á liðinu og leikskipulag. Houllier segir ekkert hæft í þessum sögum, þvert á móti sé hann ánægður með þær breytingar sem hafi átt sér stað á liðinu í síðan Benítez tók við. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 92 orð

Keflavík hefur rætt við Atla

ATLI Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er einn þeirra sem koma til greina í þjálfarastarfið hjá Keflvíkingum. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 193 orð

Keflvíkingar til Sviss

ÍSLANDS- og bikarmeistaralið Keflavíkur í köruknattleik karla leikur gegn svissneska liðinu Fribourg í milliriðli bikarkeppni Evrópu en ekki tékkneska liðinu Mlekarna eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 204 orð

Liverpool-sigur á Goodi-son fimmta skiptið í röð?

LIVERPOOL-borg verður iðandi af lífi í dag en þá fer fram 198. viðureign grannliðanna Everton og Liverpool á Goodison Park, heimavelli Everton. Þeir bláklæddu hafa í ár haldið uppi merki borgarinnar ef horft er til árangurs í úrvalsdeildinni. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 166 orð

Milan samdi við Grindavík

MILAN Stefán Jankovic er tekinn við sem þjálfari Grindavíkurliðsins í knattspyrnu, efstu deild, Landsbankadeildinni. Hann skrifaði í gærkvöldi undir fimm ára samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

Ólafur segist vel upplagður fyrir HM

ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er klár í slaginn með spænska liðinu Ciudad Real í dag sem tekur á móti GOG frá Danmörku í síðari viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Ólafur missti af leik sinna manna á móti Grannollers í vikunni vegna eyrnabólgu en í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist hann á góðum batavegi. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 103 orð

Ólafur tilnefndur hjá IHF

ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, leikmaður Ciudad Real á Spáni, er einn þeirra sjö handknattleiksmanna sem til álita koma þegar Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, útnefnir handknattleiksmann ársins 2004 í samvinnu við tímaritið World... Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Pearce vill taka við City

STUART Pearce, fyrrum landsliðsmaður Englands, sagði í viðtali við BBC á dögunum að hann hefði áhuga á að verða knattspyrnustjóri hjá Manchester City þegar Kevin Keegan myndi hætta hjá félaginu en samningur Keegan rennur út eftir 18 mánuði. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 947 orð | 1 mynd

Pirraðir ÍR-ingar töpuðu

GRÓTTA/KR vann óvæntan sigur á ÍR, 29:27, í suðurriðli Íslandsmótsins í handknattleik karla, DHL-deildinni, er liðin mættust í Austurbergi í gærkvöldi. Þrátt fyrir sigurinn nær Grótta/KR ekki að tryggja sér sæti í úrvalsdeild eftir áramót. Eyjamenn lögðu Valsmenn að velli í fjörugum leik í Eyjum, 24:23, og Víkingar unnu á Selfossi, 24.23. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 126 orð

"Drífa hefur mikla hæfileika"

JESPER Holmris, þjálfari danska handknattleiksliðsins SK Århus, reiknar fastlega með að bjóða Drífu Skúladóttur, landsliðskonu í handknattleik, samning hjá félaginu. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 148 orð

Ranieri hefur tröllatrú á góðu gengi Chelsea

CLAUDIO Ranieri, þjálfari Spánarmeistara Valencia og fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, spáir sínum gömlu lærisveinum Englandsmeistaratitlinum í vor og þá telur hann liðið að auki eiga góða möguleika á sigri í Meistaradeildinni. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Robbie Savage er ósáttur við stuðninginn

ROBBIE Savage, miðvallarleikmaður Birmingham, er ekki sáttur við stuðningsmenn liðsins og segir að nú sé tími til kominn að fara að styðja við bakið á leikmönnum liðsins - í stað þess að gagnrýna þá á heimavelli. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 398 orð | 1 mynd

* SAMI Hyypia varnarmaðurinn sterki hjá...

* SAMI Hyypia varnarmaðurinn sterki hjá Liverpool , leikur í dag sinn 200. leik fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sækir granna sína í Everton heim. Hann er fyrsti Finninn sem nær slíkum fjölda leikja í úrvalsdeildinni, 17. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 190 orð

Samningar FH og Tottenham um Emil á lokastigi

EMIL Hallfreðsson verður, ef allt gengur að óskum, orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur frá og með áramótum. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 5 orð

staðan

Chelsea 16123131:639 Arsenal 16104242:2034 Everton 16103320:1433 Man. Utd 1686222:1030 Middlesbro 1684427:2028 Aston Villa 1667321:1725 Liverpool 1573524:1724 Bolton 1665524:2223 Portsmouth 1563621:2221 Charlton 1663718:2721 Man. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 143 orð

Stórsigur hjá ÍR

Þeir voru ekki upplitsdjarfir leikmenn Grindavíkurliðsins í körfuknattleik sem gengu af leikvelli eftir að hafa fengið ÍR-inga í heimsókn í gærkvöldi. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 204 orð

Tottenham stefnir á þriðja sigurinn í röð

MANCHESTER City og Tottenham mætast í fyrsta skipti á þessari leiktíð á Manchester Stadium en félögin öttu kappi fimm sinnum á síðustu leiktíð. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 79 orð

Um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, DHL-deildin, norður: Digranes: HK - Fram 16.15 Ásvellir: Haukar - Þór A. 16.15 Kaplakriki: FH - Aftureldingt 16.15 Sunnudagur: 1. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Wenger útilokar kaup á markverði til Arsenal

ARSENE Wenger knattspyrnustjóri segir það ekki hvarfla að sér að festa kaup á markverði þegar opnað verður fyrir kaup á leikmönnum í janúar. Manuel Almunia hefur staðið í marki Arsenal í síðustu þremur leikjum og eru skiptar skoðanir um frammistöðu hans. Meira
11. desember 2004 | Íþróttir | 233 orð

Þolinmæði Gerrards ekki ótakmörkuð

STEVEN Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að hann hafi ekki ótakmarkaða þolinmæði til að bíða þess að félagið verði enskur meistari í knattspyrnu. Meira

Barnablað

11. desember 2004 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

32 + ... = 87

Hver af þessum tölum, sem aumingja Gluggagægir og Bjúgnakrækir eru að rembast með, passar inn í dæmið hér að ofan? Lausn... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 469 orð | 1 mynd

Áttu þér verndarengil?

Halda mýs að leðurblökur séu englar? Fá fuglar nýja vængi þegar þeir deyja og verða fuglaenglar? Verð ég engill þegar ég dey? Þessum spurningum og fleiri spyr fólk sig um engla, og ekki nema von því við vitum ekki svo mikið um þá. Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 339 orð | 3 myndir

Bæði skemmtilegt og spennandi

Systurnar Íris og Harpa Kristinsdætur eru 11 og 7 ára nemendur í Rimaskóla, sem lesa mikið og finnst Sigrún Eldjárn mjög skemmtilegur rithöfundur. Þær eiga nokkrar bækur eftir hana, og nú seinast lásu þær Frosnu tærnar og allar fjórar bækurnar um Kugg. Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Einn góður...

Hvar eru sveitir án dýra, skógar án trjáa og borgir án... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 35 orð | 1 mynd

Engill dauðans?

Þessa rosa fallegu englamynd sendi Andrea Rut Eiríksdóttir okkur, en hún er 7 ára og býr í Stóragerði í Reykjavík. Er engillinn að passa einhvern veikan sem liggur í rúminu, eða er hann kannski... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 66 orð | 1 mynd

Fallegur engill

Þessi engill getur verið fínt skraut á borðið. Ljósritið nokkur eintök af englinum og stækkið hann upp um leið. Litið englana fallega og klippið þá út. Fallegt væri að teikna eftir vængjunum í gullpappír og klippa út. Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 27 orð | 1 mynd

Ferðbúinn fákur

Þennan fína hest, sem er tilbúinn til að fara í útreiðartúr, teiknaði Helgi Sæmundsson, sem er 4 ára og á heima í Álfheimum í Reykjavík. Glæsilegt,... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 297 orð | 5 myndir

Glúrnar gátur

1) Þú getur séð mig. Þú getur fundið fyrir mér. Ef þú snertir mig, deyrðu. Hver er ég? 2) Lögga var að ganga framhjá veitingahúsi þegar hún heyrði öskrað: Nei Jón, ekki skjóta mig! Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 374 orð | 3 myndir

Ha, ha, ha!

Lögregluþjónn stöðvaði gamla konu. - Þú keyrir allt of hratt. Hér er 50 km hámarkshraði en þú keyrðir á 80. - Já, en á skiltinu stendur 80. - Það er vegnúmerið. - Vegnúmerið, bíddu nú við, það var þá ekki 180 km hámarkshraði áðan. Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 136 orð | 1 mynd

Hjartaengill

Finnst ykkur þessi engill ekki krúttlegur? Hann er allur gerður úr litlum hjörtum - og samt auðvelt að gera hann. Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Hver er sá heppni?

Hver er það sem fær þennan girnilega pakka frá jólasveininum? Komist að því með því að draga línur á milli tölustafanna í réttri... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 56 orð

Hvernig endar sagan?

Hvar enda Óli og Dísa? Endar sagan vel? Verða Óli og Dísa vinir eða kannski kærustupar? Sendið fyrir miðvikudaginn 15. desember ykkar framhald á barn@mbl.is, merkt "keðjusagan". Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Inn gegnum geislabauginn

Þessi sæti fljúgandi engill er þraut þar sem þið farið inn gegnum geislabauginn og finnið leiðina út um... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 538 orð | 1 mynd

KEÐJUSAGAN | Óli fær á kjaftinn - vertu með!

Hér kemur 5. hluti hinnar hreint ótrúlega spennandi keðjusögu um Dísu og Óla. Við þökkum öllum sem sendu inn frásagnir og endilega að halda áfram að taka þátt. Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd

Namm, möndlugrautur!

Litlir jólasveinar eru hreint óðir í möndlugraut og grjónagraut og alls konar grauta. En hvor þessara tveggja er nær grautarskálinni, og verður því fljótari að ná henni og háma grautinn í sig? Lausn... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 27 orð | 1 mynd

Ó, jólaljósið bjarta!

Við erum kannski farin að vera fullhátíðleg... En jæja, nú er málið að reyna að finna leiðina í gegnum geisla jólaljóssins og jafnvel kertið sjálft. Hver... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Risaflugvél

Þetta er ekkert smá stór flugvél! Tveggja hæða þota, og greinilega frá Bandaríkjunum. Arngrímur Bragi, 8 ára, úr Hafnarfirði, teiknaði þessa mynd handa barnablaðinu. Takk kærlega, Arngrímur... Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 167 orð | 5 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar

Þekkið þið fiskana í sjónum kringum Ísland? Bubbi Morthens, Robert Jackson og Halldór Baldursson hafa gert skemmtilega bók um þá sem heitir Djúpríkið. Við fengum lánaðar nokkrar myndir úr henni. Meira
11. desember 2004 | Barnablað | 122 orð | 4 myndir

Ötulir listamenn

Krakkarnir í Myndlistaskólanum í Reykjavík - stórir sem smáir - hafa í nógu að snúast, enda önnin að verða búin og þá skal setja upp sýningu. Meira

Lesbók

11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1025 orð | 1 mynd

Að breyta rétt - með því að breytast ekki

Ferill bandarísku rokksveitarinnar Pearl Jam hefur lungann af ferlinum snúist um erfiða samþættingu listrænna heilinda og gríðarlegra vinsælda. Plötur sveitarinnar hafa selst í tugmilljónum eintaka um heim allan, meðlimum að því er virðist til baga. Fyrsta safnplata sveitarinnar, Rearviewmirror (greatest hits 1991-2003), kom út í síðasta mánuði. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð | 1 mynd

Af hverju, afi?

Af hverju, afi? er eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Í þessari bók talar afi við börn sem hlakka til jólanna. Börnin spyrja afa um jólin í gamla daga og um fyrstu jólin þegar Jesús fæddist. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð | 1 mynd

Annað tækifæri er eftir Mary Higgins...

Annað tækifæri er eftir Mary Higgins Clark . Atli Magnússon þýddi. Nicholas Spencer er frumkvöðull og forstjóri í lyfjarannsóknafyrirtæki er vinnur að þróun krabbameinslyfs. Hann ferst í flugslysi og lík hans finnst ekki. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1239 orð

Augu eða auga?

Augað mitt og augað þitt, og þá fögru steina, mitt er þitt og þitt er mitt þú veist hvað ég meina. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 684 orð | 1 mynd

Á flótta undan sjálfum sér

eftir Bernhard Schlink í þýðingu Þórarins Kristjánssonar. 286 bls. Hávallaútgáfan 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð | 1 mynd

Á sínum eigin forsendum

Höfundur texta og mynda: Per Gustavsson. Þýðing: Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir. 25 bls. Bjartur 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð | 1 mynd

Ástarspekt er eftir Stefán Snævarr.

Ástarspekt er eftir Stefán Snævarr. "Ástarspekt"er gömul þýðing á orðinu "fílósófía", sem orðrétt þýðir "viskuvinátta". Höfundur velur bók sinni þetta heiti, því hann telur skynsemi og tilfinningar samofnar. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1824 orð | 1 mynd

Á trúarþörfin rætur í aukinni próteinframleiðslu?

Hvað gerist í heilanum þegar við verðum fyrir trúarlegri reynslu? Rannsóknir sýna að það er eitthvað í líffræði mannsins sem gerir hann móttækilegan fyrir frumspekilegum skýringum og vangaveltum og virðist trúarþörfin því að einhverju leyti vera manninum í blóð borin. Ef sú er raunin virðast hugmyndir gagnrýnenda trúarbragða um að þau byggist á órökréttri hugsun ekki eiga við skýr rök að styðjast. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 427 orð | 2 myndir

Barnasögur úr Biblíunni

fyrir börn og fullorðna, Texti: Murray Watts, Helen Cann myndskreytti. Skálholtsútgáfan, 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 430 orð | 1 mynd

Dúndrandi endurkoma

Jón Leifs: Forleikur að Galdra-Lofti Op. 10; Geysir Op. 51. Rautavaara: Fiðlukonsert (1977). Sibelius: Sinfónía nr.7 í C Op. 105. Jaakko Kuusisto fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Osmos Vänskä. Fimmtudaginn 9. desember kl. 19:30. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

Eftirfarandi listi nær til þeirra myndlistarmanna sem þegar hefur verið ákveðið að taki þátt í Listahátíð í Reykjavík vorið 2005

Jennifer Allora og Guillermo Calzadilla Micol Assael Matthew Barney Margrét Blöndal John Bock Jeremy Deller og Alan Kane Ólafur Elíasson Fischli og Weiss Hreinn Friðfinnsson Gabríela Friðriksdóttir Dan Graham Kristján Guðmundsson Elín Hansdóttir Thomas... Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 820 orð

Ekki í okkar nafni!

Um fátt hefur verið meira talað síðustu vikuna en fyrirhugaða auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í The New York Times þar sem komið er á framfæri mótmælum vegna stuðnings íslenskra ráðamanna við innrásina í Írak. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 459 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Saga og málefni Suður-Afríku eru viðfangsefni stjórnmálafræðingsins R W Johnson í nýjustu bók hans South Africa: the First Man, the Last Nation eða Suður Afríka: Fyrsti maðurinn og síðasta þjóðin eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 407 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Disney og Pixar tilkynntu í vikunni að fyrirtækin ætluðu að fresta frumsýningu næstu teiknimyndar sinnar frá nóvember 2005 til júní 2006. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Tvö óútgefin lög eftir John Lennon verða í nýjum söngleik um líf þessa fyrrverandi bítils sem til stendur að setja upp á Broadway. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 124 orð | 1 mynd

Fimmtán af Skemmtilegu smábarnabókunum eru komnar...

Fimmtán af Skemmtilegu smábarnabókunum eru komnar út á hljóðbók. Hanna G. Sigurðardóttir útvarpskona les. Hér mætast kynslóðirnar, því sumar bókanna voru fyrst gefnar út um miðja síðustu öld en aðrar nú um aldamótin. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð | 1 mynd

Fiskurinn sem munkunum þótti bestur er...

Fiskurinn sem munkunum þótti bestur er eftir Gísla Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við HÍ. Hér er fjallað um lítt þekktan en mikilvægan þátt í hagsögu Íslands: verslun með íslensku skreiðina á erlendum mörkuðum á 17. og 18. öld. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð | 1 mynd

Fílar er eftir Barbara Taylor .

Fílar er eftir Barbara Taylor . Björn Jónsson þýddi. Í þessari bók er brugðið ljósi á líkamsgerð og lífshætti fílanna, þessara gáfuðu og dularfullu dýra, sem ráða ríkjum í náttúru Afríku og Asíu. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð | 1 mynd

Folinn hennar Önnu er eftir Krista...

Folinn hennar Önnu er eftir Krista Ruepp . Ulrike Heyne myndskreytti en Hjalti Jón Sveinsson þýddi. Anna þarf í fyrsta sinn að skilja við folann sinn, hann Prins. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 348 orð | 1 mynd

Frásagnir Fljótamanns

Minningar, þættir og þjóðlegur fróðleikur. Eftir Pál Sigurðsson frá Lundi. Gefið út í tilefni af 100 ára afmæli Páls 3. júní 1904. 376 bls. Hjalti Pálsson sá um útgáfuna. Útg.: Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð | 1 mynd

Freyja er eftir Johanne Hildebrandt .

Freyja er eftir Johanne Hildebrandt . María Bjarkadóttir þýddi. Sögusviðið er Svíþjóð á bronsöld. Æsir, sem komu úr austri, fara um landið, ræna og drepa og brenna bæi. Hofgyðjan Freyja fer á fund óvinanna til að reyna að semja um frið. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 262 orð

Fyrstu sporin

Tvísögur eftir Margeir. 39 bls. Margeir 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 3240 orð | 4 myndir

Geómetría sem átrúnaður

Meðal hörðustu málsvara abstraktlistar í París eftir seinna stríð var listaverkasalinn Denise René og gallerí hennar varð nokkurs konar suðupottur fyrir geómetríuna. Denise René er enn að á níræðisaldri, rekur tvö gallerí í París, annað í rue Charlot í Mýrarhverfinu og hitt í Saint Germain, og ferðast enn heimshorna á milli í leit að frambærilegum listamönnum til að sýna í galleríi sínu. Hér er spjallað við hana um spennandi feril og viðhorf til myndlistarinnar. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 579 orð

Glæsileg tilþrif

! Íþróttafréttaritarar og bókmenntagagnrýnendur eru ólíkt fólk. Gott fólk, yfir höfuð, en ólíkt. Og þó. Með stéttum þessum er fleira líkt en halda mætti, jafnvel svo að til greina kæmi tímabundið að hleypa hvorum í annars störf. Lítum á dæmi. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 3319 orð | 2 myndir

Halldór um Halldór frá Halldóri til "Halldórs"

Eftir Halldór Guðmundsson. JPV-útgáfa. Reykjavík 2004. 824 bls. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 453 orð | 1 mynd

Hátíð í bæ

Svavar Gestsson stóð fyrir því að systkinin Elly Vilhjálms og Vilhjámur Vilhjálmsson sungu inn á jólaplötu árið 1971. Platan heitir því hæverska nafni Elly og Vilhjálmur syngja jólalög og er endurútgefin fyrir þessi jól hjá Skífunni. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Heyr! söng engla hingað ber

Heyr! söng engla hingað ber, hér fæddur kóngur er. Kærleik, fögnuð frið að tjá föðurviljann himni á. Lyftum söng í hæðir hátt, helst að þakka gjörða sátt. Boðskap englar boða þér, bróðir Jesús fæddur er. Hetja friðar, heill sé þér! Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 331 orð | 1 mynd

Hipp-hopp fyrir fullorðna

eftir Sigfús Bjartmarsson. 202 blaðsíður, Bjartur 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð | 1 mynd

Hrói höttur er kominn út á...

Hrói höttur er kominn út á hljóðbók. Rúnar Freyr Gíslason leikari les þýðingu Stefáns Júlíussonar . Sagan gerist á Englandi er konungurinn, Ríkharður Ljónshjarta, er víðs fjarri í krossferð og aðalsmenn fara sínu fram. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1393 orð | 1 mynd

Hvaða gagn er að Freud?

Höfundur Jón Viðar Jónsson. 430 bls. Bókaútgáfan Hólar 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 556 orð | 1 mynd

Höfundur til sölu

eftir Fay Weldon. 263 bls. í fallegu broti með eftirmála þýðanda og bréfi frá höfundi. Þórunn Hjartardóttir þýddi. Salka 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 549 orð | 1 mynd

Karlakrísur

eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. 127 bls. Skrudda, 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð | 1 mynd

Lávarður deyr er eftir Agatha Christie...

Lávarður deyr er eftir Agatha Christie . Ragnar Jónasson þýddi. Lafði Edgware, fræg leikkona, leitar á fund Hercule Poirots og kveðst þurfa að losna við eiginmann sinn. Poirot fer á fund lávarðarins til að biðja hann um skilnað fyrir hönd lafðinnar. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 380 orð | 1 mynd

Leit að sjálfsmynd

eftir Draumeyju Aradóttur. Myndir eftir Halldór Baldursson. 203 bls. Fjölvi, Reykjavík 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð | 1 mynd

Litlar sögur af dýrunum í Afríku,...

Litlar sögur af dýrunum í Afríku, Litlar sögur af dýrunum í Ameríku, Litlar sögur af dýrunum í Asíu, Litlar sögur af dýrunum í Ástralíu og Litlar sögur af dýrunum í Evrópu eru eftir Tony Wolf . María Bjarkadóttir þýddi. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð | 1 mynd

Lína Langsokkur er eftir Astrid Lindgren...

Lína Langsokkur er eftir Astrid Lindgren . Vala Þórsdóttir leikkona les þýðingu Sigrúnar Árnadóttur . Lína á Sjónarhóli er skemmtilegasta, ríkasta og sterkasta stelpa í heimi. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð | 1 mynd

Ljósberar og lögmálsbrjótar er eftir Þorstein...

Ljósberar og lögmálsbrjótar er eftir Þorstein Antonsson . Í bókinni eru þættir af mönnum úr þjóðarsögunni sem á fæstra færi var að tjónka við, en bjuggu allir yfir mögnuðum sagnaranda. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 508 orð | 1 mynd

Lofsvert framtak

Höfundur: Snævarr Guðmundsson. 152 bls. Útgefandi: Snævarr Guðmundsson og Mál og menning. Reykjavík 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1037 orð | 1 mynd

Metnaðarfull byggðasaga

Ritstj. og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Höfundar efnis: Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason, Rósmundur Ingvarsson. 527 bls. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2004, Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 120 orð | 1 mynd

Mig mun ekkert bresta - bók...

Mig mun ekkert bresta - bók um sorg og von er eftir Jónínu Elísabetu Þorsteinsdóttur , prest við Akureyrarkirkju. Á gleðilegum tímamótum í lífi höfundar knúði sorgin skyndilega dyra. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 989 orð | 1 mynd

Mikið rit og fjölþætt

Ævintýri um víða veröld eftir Ingólf Guðbrandsson. 255 bls. Útg. Heimskringla. Reykjavík, 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 374 orð | 1 mynd

Milli orða og punkts

eftir Val B. Antonsson, 47 bls. Nýhil 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 601 orð

Morð í frönsku myrkri

Sjónvarpið hefur fært morð aftur inná heimilin, þar sem þau eiga heima," sagði Alfred Hitchcock. Eflaust hefur hann sagt þetta um svipað leyti og hann fór sjálfur að framleiða krimmasyrpu sína fyrir sjónvarp. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 67 orð | 1 mynd

Myrkraverk er eftir Elías Snæland Jónsson.

Myrkraverk er eftir Elías Snæland Jónsson. Dularfullir atburðir gerast hjá fjölskyldu sem á stórt fyrirtæki í Reykjavík. Var dauði eiginkonunnar slys? Eða er bíræfinn morðingi að nýta sér leyndarmál fortíðarinnar til að fela lævíslegt morð? Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 369 orð

Neðanmáls

I Breska bókmenntablaðið Times Literary Supplement hefur það fyrir sið að leita til nokkurra þekktra rithöfunda um að segja frá bókum sem þeim þykja merkilegastar á árinu. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Mannapar er eftir Barbara Taylor . Örnólfur Thorlacius þýddi. Í þessari bók kynnist lesandinn líkamsgerð og hátterni mannapa og sækir heim afskekkt búsvæði þessara merku dýra. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

Nýjar bækur

Eldfærin og fleiri ævintýri eru eftir H.C. Andersen. Á þessari nýútkomnu hljóðbók les Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona 8 af hinum sígildu ævintýrum meistarans, í þýðingu Steingríms J. Thorsteinssonar. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Hljóðbókin Grafarþögn er eftir Arnald Indriðason . Sigurður Skúlason leikari les. Mannabein finnast í grunni nýbyggingar í útjaðri Reykjavíkur og líkur benda til að glæpur hafi verið framinn. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Heilun með álfum er eftir Doreen Virtue . Jón Daníelsson þýddi. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Hryllingsmyndavélin er eftir R.L. Stine . Þóra Sigríður Ingólfsdóttir les. Garðar grunar að eitthvað sé að gömlu myndavélinni sem hann og vinir hans fundu. Myndirnar úr henni misheppnast allar illilega. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Dóttir ávítarans er eftir Lene Kaaberbøl . Þýðandi er Hilmar Hilmarsson . Dóttir ávítarans (Skammerens Datter) fjallar um Dínu, ellefu ára telpu, sem hefur erft auga og hæfileika móður sinnar. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 803 orð | 1 mynd

Óskar á lokasprettinum

Oftar en ekki birtast rúsínurnar í pylsuenda Hollywood í desember, mánuðinum sem kvikmyndaframleiðendur telja æskilegastan til að markaðssetja metnaðarfyllstu verkin sín: Þau sem talin eru vænlegust til sigurs þegar kemur að Óskarsverðlaunaafhendingunni og öðrum uppskeruhátíðum ársins. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð | 1 mynd

Óþekkta konan er eftir Birgittu H.

Óþekkta konan er eftir Birgittu H. Halldórsdóttur . Hér lætur lögreglukonan unga, Anna Káradóttir, til sín taka á nýjan leik, en hún kom til sögunnar í síðustu bók Birgittu, Tafli fyrir fjóra. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 668 orð | 1 mynd

Partí hjá Friðberti

eftir Braga Ólafsson. Bjartur 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 3592 orð | 2 myndir

Pétur Gunnarsson

Vélar tímans nefnist nýjasta skáldsaga Péturs Gunnarssonar sem er jafnframt þriðja bindið í sagnaflokki hans Skáldsaga Íslands. Í þessari grein er varpað ljósi á samhengið í höfundarverki Péturs en þar kemur sagnaflokkurinn í rökréttu framhaldi af eldri verkum. Í honum hefur Pétur sett sér það verkefni að gera okkur Íslendingum kleift að skilja betur hver við erum. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 365 orð

Prívat verðlaun

Einu sinni fór ég í samkvæmi á Hringbraut 45, 4. hæð til hægri, en þá skildi rithöfundurinn ekki eftir svarta rúskinnsskó fyrir utan dyrnar, svo eftirmál urðu samasem engin. Við fórum heldur ekki í leiki. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð | 1 mynd

Ránfuglar eru eftir Robin Kerrod .

Ránfuglar eru eftir Robin Kerrod . Atli Magnússon þýddi. Ránfuglar eru meðal þróttmestu og mikilfenglegustu rándýra á jörðinni. Þessi bók hefur að geyma spennandi fróðleik um lífshætti þeirra. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 124 orð | 1 mynd

Samræður við Guð - þriðja bók...

Samræður við Guð - þriðja bók er eftir Neale Donald Walsch. Björn Jónsson þýddi. Fyrri tvær bækur höfundar hafa hlotið miklar vinsældir hér á landi sem annars staðar. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 103 orð | 1 mynd

Sálmurinn um blómið er eftir Þórberg...

Sálmurinn um blómið er eftir Þórberg Þórðarson , í leikgerð Jóns Hjartarsonar . Þórbergur Þórðarson hófst handa við það upp úr 1950 að rita "sanna sögu" um "minnstu manneskju á Íslandi". Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð | 1 mynd

Sitji Guðs englar er eftir Guðrúnu...

Sitji Guðs englar er eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikgerð Illuga Jökulssonar. Í leikritinu segir frá daglegu lífi barnmargrar sjómannsfjölskyldu í sjávarþorpi fyrir fimmtíu árum. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 707 orð | 1 mynd

Stríðsbarbí og dúkkulísur

eftir Kristínu Ómarsdóttur. 180 bls. Salka, Reykjavík 2004. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð

TÍMASETNINGAR ÓSKARS 27.

TÍMASETNINGAR ÓSKARS 27.12. '04: Kjörseðlar sendir meðlimum Kvikmyndaakademíunnar. 31.12. '04: Verðlaunaárinu lýkur. 15.01. '05: Lokadagur tilnefninga. 25.01. '05: Tilnefningarnar kunngerðar. 12.02. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 291 orð | 1 mynd

Tímavél

Stendur fram í miðjan janúar. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 4289 orð | 1 mynd

Tími - rými - tilvera

Jessica Morgan, sýningarstjóri hjá Tate Modern í London, hefur þegar unnið að því um margra mánaða skeið að undirbúa Listahátíð í Reykjavík næsta vor, sem að stórum hluta er helguð myndlist. Hún hefur mótað þá hugmynd sem nú er smátt og smátt að taka á sig mynd og miðast við að skapa þessari stóru myndlistarsýningu sérstöðu í alþjóðlega listheiminum, þar sem nokkur umræða hefur verið um einsleita tvíæringa og gildi þeirra fyrir myndlistina yfirleitt. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 488 orð | 1 mynd

Tvær hliðar sannleikans

eftir Gottfried Wilhelm Leibniz í íslenskri þýðingu Gunnars Harðarsonar og með inngangi eftir Henry Alexander Henrysson. Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð | 1 mynd

Valin Grimms-ævintýri eru komin út á...

Valin Grimms-ævintýri eru komin út á hljóðbók. Þorsteinn Thorarensen les eigin þýðingu. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 553 orð | 1 mynd

Ýkt og ofaukið

Fróðleikur og frásagnir af íslenskum furðum og fyrirbærum frá öndverðu til vorra daga. 219 bls. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 2004 Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1666 orð | 1 mynd

Það er heilmikið rokk í eilífðinni

Í Bítlaávarpinu, nýrri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hitta lesendur fyrir gamla kunningja úr sögum höfundarins. Drengirnir sem voru kynntir til leiks í Riddurum hringstigans eru orðir unglingar og rokkið og ástin bylta lífi þeirra. Einar Falur Ingólfsson ræddi við nafna sinn um Bítlana, sjöunda áratuginn og skáldskapinn. Meira
11. desember 2004 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð | 1 mynd

Þriðja árþúsundið er eftir Gunnar Dal.

Þriðja árþúsundið er eftir Gunnar Dal. Í þessu verki fjallar Gunnar Dal af mannviti og yfirburðaþekkingu um framtíð mannkyns á veraldlegum og andlegum vettvangi og ber hana saman við samtímann. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.