Greinar þriðjudaginn 28. desember 2004

Fréttir

28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð

38 eldri en 100 ára

SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um mannfjölda hér á landi 1. desember sl. eru 38 Íslendingar 100 ára og eldri; 28 konur og 10 karlar. Tvær konur eru elstar, 107 ára gamlar. Elsti karlmaðurinn er 104 ára gamall. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

76 brautskráðir frá MH

MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð brautskráði 76 stúdenta í hátíðarsal skólans 21. desember sl. 34 útskrifuðust af náttúrufræðibraut, 33 af félagsfræðibraut, 11 af málabaut og 1 af tónlistarbraut og fáeinir af fleiri en einni braut. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

87 brautskráðir frá Borgarholtsskóla

87 NEMENDUR voru brautskráðir frá Borgarholtsskóla sl. laugardag, af ýmsum brautum skólans, ýmist úr dagskóla, dreifnámi eða kvöldskóla. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 215 orð

Alfarið á móti banni

"ÞETTA er óframkvæmanleg tillaga," segir Bjarney Harðardóttir, formaður Samtaka auglýsenda, SAU, um þingsályktunartillögu Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanns um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru. Tillagan gerir m.a. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Allt að 200 tónleikar á aðventu

GERA má ráð fyrir að allt að 200 aðventu- og jólatónleikar hafi verið haldnir í landinu á nýliðinni aðventu. Í nóvember og desember bárust Morgunblaðinu tilkynningar um áttatíu og sjö opinbera aðventu- og jólatónleika með sígildri jólatónlist. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Appelsínugulur með nýja merkingu

"APPELSÍNUGULI liturinn hefur fengið nýja merkingu," sagði Arna Schram blaðamaður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi en hún er stödd í Kænugarði (Kíev), höfuðborg Úkraínu. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Árekstur í slæmri færð

ÞRIGGJA bíla árekstur varð rétt ofan við Borgarnes í gærkvöldi en mjög slæmt skyggni var á veginum, él og hálka. Veginum um Holtavörðuheiði var lokað vegna veðurs. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 259 orð

Ársafkoma ríkissjóðs ekki endurskoðuð

EKKI er tilefni til að endurskoða áætlanir um ársafkomu ríkissjóðs á þessu ári, sem gerir ráð fyrir tæplega sjö milljarða rekstrarafgangi, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 994 orð | 1 mynd

Bankamaður verður byltingarforingi

Fréttaskýring | Víktor Jústsjenko var lengi dyggur þjónn hins miðstýrða valdakerfis sem hélt velli í Úkraínu þótt Sovétríkin liðu undir lok. Nú fer hann fyrir "byltingarmönnum" í úkraínskum stjórnmálum. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Bensín lækkar um 2 kr.

OLÍUFÉLAGIÐ tilkynnti um hádegi í gær að listaverð á bensíni yrði lækkað um 2 krónur og aðrar tegundir yrðu lækkaðar um 1 krónu. Í kjölfarið tilkynntu Skeljungur og OLÍS að félögin myndu lækka verðið jafnmikið. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Blysför og fjölskylduganga

FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir blysför í dag, þriðjudaginn 28. desember. Gengið verður frá Nauthóli í Nauthólsvík klukkan 17.15 og verður hægt að kaupa blys og göngukyndla á staðnum, fyrir gönguferðina. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 557 orð | 1 mynd

Búið að panta 1.500 grænar öskutunnur

Reykjavík | Nýtt sorphirðukerfi verður tekið í notkun í Reykjavík um áramót, en þá býðst íbúum í sérbýli (rað-, par-, og einbýlishúsum) að fá grænar öskutunnur, sem losaðar eru á tveggja vikna fresti í stað vikulega eins og nú er. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 150 orð

Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að sæta 12 mánaða fangelsi vegna kynferðisbrots. Þá var hann dæmdur til að greiða hálfa milljón króna í miskabætur. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 255 orð

ESA rannsakar sölu á Sementsverksmiðjunni

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur hafið formlega rannsókn vegna sölu ríkisins á Sementsverksmiðjunni á Akranesi í fyrrasumar en stofnunin telur vafa leika á að söluverð verksmiðjunnar hafi verið í samræmi við markaðsverð hennar. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fjögur skip fá hámarkskvóta

Ísafjörður | Fjögur skip sem skráð eru í Ísafjarðarbæ fá hámarkshlut af byggðakvóta sjávarútvegsráðuneytisins, 15 tonn, sem útlit er fyrir að Fiskistofa úthluti vegna þess að bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur vísað frá sér að skipta 210 lesta kvóta sem... Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 381 orð

Fjöldi ferðamanna frá Norðurlöndunum á svæðinu

Þúsundir ferðamanna frá Norðurlöndunum voru á hamfarasvæðunum á sunnudag, margir þeirra fórust og enn fleiri slösuðust. Sænsk stjórnvöld sögðu ljóst að tugir ef ekki hundruð Svía hefðu látið lífið en búið var að staðfesta dauða 10 þeirra. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 142 orð | 1 mynd

Fjölgar í öllum sveitarfélögunum

ÍBÚUM hefur fjölgað í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum á þessu ári. Þar eru nú 17.092 íbúar, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem miðast við 1. desember,160 fleiri en fyrir ári þegar þeir voru 16.932. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Fjöltækni styrkir SKB

UNDANFARIN fjögur ár hefur Fjöltækni ehf. styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með fjárframlagi í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð

Forræðishyggja Samfylkingar

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, lýsir yfir undrun sinni "á þeirri forræðishyggju sem fram kemur í tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bönn við auglýsingum á óhollum matvörum í fjölmiðlum, sem lögð hefur verið fram á... Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð

Forsætisráðherra sendi samúðarkveðjur

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær samúðarkveðjur til stjórnvalda þeirra ríkja sem verst urðu úti vegna náttúruhamfaranna í fyrrinótt. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Forvitnir svanir á Tjörninni

Fuglalífið á Tjörninni í Reykjavík er mjög fjörugt þessa dagana. Ungir sem aldnir hafa gaman af því að fylgjast með athæfi fuglanna þó hætt sé við að margir hafi ekki gefið sér tíma til að líta til þeirra í önnunum fyrir jólin. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fótboltahöll

Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur áhuga á að reisa stórt fjölnota íþróttahús á Reyðarfirði. Viðræður standa yfir milli Fjarðabyggðar, Alcoa og Bechtel um hugsanlega þátttöku tveggja síðarnefndu aðilanna í kostnaði við gerð slíks húss. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 106 orð | 1 mynd

Fyrirlestur | Eyþór Ingi Jónsson, organisti...

Fyrirlestur | Eyþór Ingi Jónsson, organisti og kórstjóri í Akureyrarkirkju, flytur fyrirlestur á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í kvöld, 28. desember kl. 20.30. þar sem hann fjallar um tónlist barokktímans. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Gefur andvirði jólakorta

AUSTURBAKKI sendir ekki út jólakort eins og undanfarin ár en styrkir þess í stað þörf málefni. Í ár er Vímulausri æsku, Götusmiðjunni og Klúbbnum Geysi veittur styrkur að upphæð kr. 100.000 hverju félagi ásamt fatapakka frá Nike að verðmæti 300.000 kr. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 178 orð | 2 myndir

Gert klárt í klúbbnum

"HINGAÐ kemur fólkið til að fá sér kaffi eða öl, en hér eru hvorki leyfðar reykingar né áfengisdrykkja, nema í sérstökum tilvikum," segir Sóley Árnadóttir, sem stjórnar klúbbnum í aðalbúðum Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 213 orð

Grunaður um að ráðstafa tveimur jeppum í eigin þágu

AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNN hjá ríkislögreglustjóra hefur verið leystur undan starfsskyldum vegna gruns um að hann hafi ráðstafað tveimur ómerktum lögreglujeppum í eigin þágu. Báðir jepparnir eru nú í vörslu embættisins. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 197 orð | 1 mynd

Grunnur lagður að álveri

Reyðarfjörður | Vinna við grunn álversins við Reyðarfjörð hófst í september og gengur samkvæmt áætlun. Á henni að mestu að vera lokið innan árs. Jarðvegsvinna er unnin af Suðurverki hf. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Guðlaugur Bergmann

GUÐLAUGUR Bergmann framkvæmdastjóri lést aðfaranótt 27. desember á heimili sínu, á Hellnum í Snæfellsbæ. Guðlaugur var athafnamaður á mörgum sviðum og innleiddi nýja verslunarhætti hér á landi með stofnun verslunarinnar Karnabæjar á sjöunda áratugnum. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 152 orð | 1 mynd

Hef trú á þessu verkefni

"ÉG hef mikla trú á þessu verkefni," sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra þegar undirritaður var samningur milli Impru nýsköpunarmiðstöðvar, Iðntæknistofnunar og Byggðastofnunar um svonefnd klasaverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu, en það... Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 728 orð | 1 mynd

Heimilisfeður í hættu

Um hver áramót tekur meirihluti landsmanna þátt í þeirri iðju að skjóta upp flugeldum í því skyni að fagna nýju ári. Sú gleði, sem fylgir flugeldum, getur þó fljótt breyst í andhverfu sína ef ekki er farið að öllu með gát. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Hjartatæki afhent

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur tekið í notkun nýtt hjartaþolspróftæki sem notað er til greiningar og eftirlits með hjartasjúklingum. Verðmæti tækisins er um tvær milljónir kr. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 648 orð | 1 mynd

Hægt að flytja gas með ísmolum

EFTIR nokkur ár verður kannski hægt að kaupa jarðgas í formi lítilla ísbolta á stærð við golfkúlur í frystikistum stórmarkaðanna. Hugmyndina að þessari tækni á Jón Steinar Guðmundsson, prófessor í olíuverkfræði við tækni- og vísindaháskólann í... Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Hörð fíkniefni tekin í Hafnarfirði

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði hald á rúmlega 20 grömm af hvítum fíkniefnum auk kannabisefna um helgina. Um var að ræða tvö ótengd mál þar sem í öðru þeirra var lagt hald á 17 grömm af ætluðu kókaíni og nokkur grömm af amfetamíni. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Írakar hunsi kosningar

ARABÍSKA sjónvarpsstöðin Al-Jazeera lék í gær upptöku sem sögð var geyma rödd Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda. Þar hvetur hann Íraka til að hunsa kosningarnar sem halda á 30. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Jólabókum skilað og skipt

ÞÓ nokkrar annir voru í bókabúðum í gær en helst var fólk að skila og skipta bókum. Í flestum tilvikum var það vegna þess að í jólapökkunum leyndust tvö eða fleiri eintök af sömu bókinni en einnig var nokkuð um að fólk vildi skipta í aðra titla. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Jólagjöfin komin í gagnið

Ísafjörður | Skautaíþróttir voru mikið stundaðar á Ísafirði á árum áður en nú þykir næstum tíðindum sæta ef einhver sést á skautum á götum bæjarins. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Jólakveðja til 170 þúsund aðila

SKRIFSTOFA Ferðamálaráðs í New York sendi fyrir jólin rafræna jólakveðju til um 100.000 aðila í ferða- og fjölmiðlaþjónustu í Bandaríkjunum og Kanada. Jafnframt var hún send til 70. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Jólatré rifið upp í Eyjum

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum rannsakar nú tildrög þess að jólatré bæjarins við Stafkirkjuna í miðbænum var rifið upp með ljósaseríu og varpað í sjóinn þar steinsnar frá. Tréð er 3-4 metra hátt og var fjarlægt á jólanótt. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Kátína í vetrarkuldanum

Það er engu líkara en þessir tveir seppar séu hættir að ganga á fjórum fótum þar sem þeir ærslast í vetrarkuldanum. Þó ekki sé gert ráð fyrir miklu frosti næstu daga er betra fyrir menn og málleysingja að fara varlega. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 67 orð | 1 mynd

Kiefer Sutherland á tónleikum

Leikarinn góðkunni, Kiefer Sutherland, hefur dvalist á Íslandi undanfarna daga og í gærkvöldi var hann viðstaddur tónleika á Kofa Tómasar frænda í miðbæ Reykjavíkur, en þar spilaði vinur hans, Rocco Deluca, (t.h.) nokkur lög. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð

Leiðir til að auka hreyfingu barna

*Setja skýr mörk á þann tíma sem barnið fær að horfa á sjónvarp. *Hvetja til útileikja og hreyfingar. *Ganga eða hjóla í stað þess að taka strætisvagn eða fá bílfar. *Nota stigann í stað lyftu eða rúllustiga. *Fara í gönguferðir, t.d. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Leiðir til að breyta matarvenjum barna

*Hafið reglu á máltíðum og millibitum, forðist sífellt nart. *Reynið að koma í veg fyrir að barnið borði fyrir framan sjónvarp eða meðan það er að læra heima. *Hafið hollan mat í boði en leyfið sætindi af og til, t.d. einu sinni til tvisvar í viku. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Leiðrétt

Haraldur Konráðsson Þau mistök urðu í formála minningargreina um Harald Konráðsson mánudaginn 27. desember sl. að föðurnafn sonardóttur hans misritaðist. Rétt er setningin þannig: Sonur Haraldar er Magnús Björn, f. 10. ágúst 1977. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 135 orð | 1 mynd

Leikið á himni

Reyðarfjörður | Það leikur margt á himninum á vetrarnáttum og má þar helstra geta stjarna og norðurljósa. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Margir hafa áhyggjur af ástvinum sínum

ALLS er talið að hér á landi búi um 1.250 manns sem eiga uppruna frá löndunum sem orðið hafa hvað verst úti í náttúruhamförunum í Asíu; Taílandi, Indónesíu, Indlandi og Sri Lanka, þar af um 750 frá Taílandi. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 148 orð

Margt getur valdið flóðbylgju

Flóðbylgja af þeirri gerð sem olli hörmungunum í Suðaustur-Asíu er nefnd tsunami. Orðið er úr japönsku og merkir "bylgja í höfninni". Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 174 orð

Mikil ölvun á fólki

MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt vegna ölvunar og háreysti í samkvæmum sem stóðu langt fram á nótt. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Mustafa Barghouti handtekinn í Jerúsalem

PALESTÍNSKI læknirinn Mustafa Barghouti, frambjóðandi í forsetakosningum Palestínumanna, var handtekinn í Jerúsalem í gær þegar hann hélt þar kosningafund. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Óttast um marga vini sína á Phuket-eyju

SOMJAI Sirimekha, verkefnisstjóri þýðingar- og túlkaþjónustu í Alþjóðahúsinu, náði loks símasambandi við frænku sína á Phuket-eyju á Taílandi í fyrrinótt og fékk upplýsingar um afdrif fjölskyldunnar þar í landi eftir náttúruhamfarirnar á sunnudag. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð

Óvíst um ferðir 20 Íslendinga

ÓVÍST var um ferðir 20 Íslendinga í Suð- og Austur-Asíu í gærkvöldi eftir flóðbylgjuna sem fylgdi í kjölfar jarðskjálftans vestur af Súmötru í fyrradag. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 964 orð | 2 myndir

"Dauðinn kom af hafinu"

Alþjóðlegar hjálparstofnanir einbeita sér nú að því að veita aðstoð í löndum og héruðum þar sem mest hætta er talin á því að stjórnvöld geti ekki liðsinnt nógu vel fórnarlömbum flóðbylgjunnar á annan í jólum, ekki síst á Sri Lanka og Maldíveyjum. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 305 orð

"Leikreglur skýrar og við viljum fara eftir þeim"

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, gefur neikvæðar umsagnir um atvinnuleyfi fyrir 150 kínverska verkamenn, sem Impregilo hefur sótt um til Vinnumálastofnunar vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 942 orð | 1 mynd

"Nú er Úkraína sjálfstæð og frjáls"

VIKTOR Jústsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, lýsti í gær yfir sigri í forsetakosningunum, sem þar fóru fram á sunnudag. "Úkraínska þjóðin hefur sigrað. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

"Sátt við að sleppa lifandi frá þessu"

"Rólegheit eru hjá mér núna og verður svo í framtíðinni," segir Þórarinn Símonarson, sem starfað hefur við það undanfarin 46 ár að framleiða blys og annan varning fyrir skotglaða. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 155 orð

RARIK notar gögn Loftmynda

RARIK og Loftmyndir ehf. hafa undirritað samkomulag um afnotarétt RARIK á landfræðilegum gögnum Loftmynda af öllu þjónustusvæði RARIK í þéttbýli og dreifbýli. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Rjúpan spök um jólin

KRISTBJÖRN Sigurjónsson, verslunarstjóri á Ísafirði, og Rannveig Halldórsdóttir notuðu veðurblíðuna á jóladag til að brenna jólasteikinni og skelltu sér á gönguskíði á Golfvelli Ísfirðinga. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð

Rústabjörgunarsveitin ekki boðuð

RÚSTABJÖRGUNARSVEIT Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki meðal þeirra fjögurra liða sem Viðbragðslið Sameinuðu þjóðanna (UNDAC) hefur ákveðið að senda til flóðasvæðanna í Suðaustur-Asíu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 221 orð

Sameiginlegar heræfingar

RÚSSAR og Kínverjar ætla að efna til sameiginlegra heræfinga í Kína á næsta ári og eiga þær sér engin fordæmi, að sögn Sergeis Ívanovs, varnarmálaráðherra Rússlands, í gær. Hann sagði að floti og flugher beggja ríkjanna ættu að taka þátt í æfingunum. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 635 orð | 1 mynd

Segja viðbúnað lögreglunnar hafa espað upp ungmennin

Grindavík | Fólk sem fylgdist með þróun mála í Grindavík á jóladag telur sumt hvert að mikill viðbúnaður lögreglunnar hafi espað upp ungmennin og átt þátt í því að málin fóru úr böndunum um kvöldið. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 570 orð | 2 myndir

Spornað verði við aukinni offitu meðal barna

"ÞETTA er í fyrsta lagi tillaga um að hafin verði vinna við að reyna að sporna við þessari þróun í heilbrigðismálum, sem er afleiðing offitu, sérstaklega hjá börnum," segir Ásta R. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Staðfest að beinin eru um 1000 ára gömul

Aldursgreining á beinum sem fundust þegar drenskurður var grafinn við prestsbústaðinn á Skeggjastöðum í Bakkafirði sumarið 2002 hefur leitt í ljós að beinin eru um 1000 ára gömul. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð

Styrkur kókaínsins var 80%

KÓKAÍNIÐ sem brasilíska konan, sem handtekin var á Keflavíkurflugvelli 20. desember sl., bar með sér var óvenju sterkt en það innihélt um 80% af hreinum kókaínbasa. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Stöðugt heyrist af fleiri dauðsföllum

Neyðarástand er á Sri Lanka vegna flóðanna í fyrradag en þrjá íslenska friðargæsluliða sem þar eru við störf sakaði ekki. Þau eru Helen Ólafsdóttir, Björn Rúriksson og Magnús Nordahl. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 249 orð

Synjun á leyfi ekki í samræmi við lög

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýju áliti að synjun fangelsisyfirvalda á umsókn fanga um dagsleyfi hafi ekki verið í samræmi við lög. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð

Tveir óku á ljósastaura í gær

TVÍVEGIS var keyrt á ljósastaura á Reykjanesbraut síðdegis í gær en engin slys urðu á fólki. Bílar skemmdust hins vegar í báðum tilvikum. Bæði áttu óhöppin sér stað við Seylubraut, hið fyrra klukkan 14.54 en hið síðara kl. 15.22. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð

Tæpar 300 milljónir í framkvæmdir

Ísafjarðarbær | Gert er ráð fyrir að 292 milljónir króna fari í fjárfestingar og til sérstakra rekstrarverkefna á vegum Ísafjarðarbæjar á næsta ári að því er fram kom við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Um 20% íslenskra barna yfir kjörþyngd

"RANNSÓKNIR hafa sýnt að um það bil 20% íslenskra barna eru yfir kjörþyngd," segir Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri verkefna- og rannsóknarsviðs Lýðheilsustöðvar. "Fyrir nokkrum áratugum var þetta hlutfall innan við eitt prósent. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Undantekning ef matur er ekki lystugur

JÚLÍUS Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir það markmið Fræðslumiðstöðvarinnar að nemendur fái ódýran, lystugan og hollan mat í skólum borgarinnar. Meira
28. desember 2004 | Minn staður | 114 orð | 1 mynd

Ungir og efnilegir fá styrk

TÍU ungir og efnilegir íþróttamenn hafa fengið styrk frá Menningar- og viðurkenningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, að upphæð 250 þúsund hver. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 335 orð

Úr bæjarlífinu

Árið hefur verið Austur-Húnvetningum viðburðaríkt. Sveitarfélög hafa sameinast. En þrátt fyrir það erum við enn ósamstæð. Einn stærsti atburður ársins var bruninn í Votmúla þar sem húsnæði þriggja fyrirtækja eyðilagðist. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Úrslitin kærð í Úkraínu

VARFÆRNI einkenndi í gær viðbrögð stjórnmálaleiðtoga í Evrópu við úrslitum forsetakosninganna sem fram fóru í Úkraínu á sunnudag. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Útsölurnar byrja strax eftir jól

FYRSTU útsölurnar hófust í gær og búast má við að fleiri fyrirtæki sláist í leikinn á næstu dögum og að útsölurnar fari síðan á fullan skrið strax eftir áramótin. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð

Veita 5 milljónir til neyðaraðstoðar

ÍSLENSK stjórnvöld ákváðu í gær að veita þegar í stað fimm milljónir króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í náttúruhamförunum við Indlandshaf. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Veski með læknisgögnum ófundið

LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur enn ekki fundið veski sem stolið var af móður langveiks barns í verslun Bónuss við Helluhraun í Hafnarfirði á miðvikudag. Í veskinu voru ómetanlegt læknisgögn vegna barns hennar sem var á leið til Bandaríkjanna á sjúkrahús. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð

Vísa í kort

Spáð var stórhríð á Norðurlandi yfir jólin, eins og varð. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit orti af því tilefni: Úti dimm þótt ógni hríð ekki er þörf að kvarta, inni jólabirtan blíð býr í hverju hjarta. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Þrettán manns falla í árás á sjítaleiðtoga

AÐ MINNSTA kosti þrettán manns biðu bana og tugir særðust í Bagdad í gær þegar bílsprengjuárás var gerð skrifstofu eins af helstu stjórnmálaleiðtogum íraskra sjíta, Abdel Aziz Hakim. Hann komst lífs af en nokkrir lífvarða hans lágu í valnum. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Þrír fluttir á slysadeild

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar um klukkan 11 í gærmorgun. Var ekki talið að þeir væru alvarlega slasaðir. Þá valt bíll út í skurð við Sléttuveg um tíuleytið í gærmorgun. Meira
28. desember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð

Þrír sóttu um starf skrifstofustjóra Alþingis

STARF skrifstofustjóra Alþingis var auglýst laust til umsóknar 8. desember sl. og rann umsóknarfrestur um embættið út 22. desember sl. Meira
28. desember 2004 | Erlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

Þörf á umfangsmestu neyðaraðstoð sögunnar

UMFANG manntjóns í náttúruhamförunum í Suður-Asíu í fyrradag er enn óljóst en tala látinna var í gær komin í 23.700 í alls níu löndum og var gert ráð fyrir að hún færi hækkandi. Meira

Ritstjórnargreinar

28. desember 2004 | Leiðarar | 192 orð

Flugslys og flugöryggi

Í fréttaskýringu, sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær, kom fram að á árunum 2002 og 2003 og það sem af væri þessu ári, sem senn er á enda, hefðu engin banaslys orðið í flugi á Íslandi. Þetta er stórkostlegur árangur. Meira
28. desember 2004 | Leiðarar | 334 orð | 1 mynd

Höft haftanna vegna

Vefþjóðviljinn veltir vöngum yfir auglýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fyrir jólin. Meira
28. desember 2004 | Leiðarar | 702 orð

Sigur Jústsjenkós

Úrslit kosninganna í Úkraínu á sunnudag voru afgerandi og andrúmsloftið í kringum framkvæmd þeirra var að sögn eftirlitsmanna allt annað en í kosningunum 21. nóvember sem hæstiréttur landsins ákvað að skyldu endurteknar vegna mikilla annmarka. Meira

Menning

28. desember 2004 | Leiklist | 645 orð | 1 mynd

Að deyja á listrænan hátt

Eftir Ólaf Gunnarsson. Leikgerð: Hilmar Jónsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Meira
28. desember 2004 | Menningarlíf | 345 orð | 1 mynd

Ástar-Amy

SÍÐAST þegar ég skrifaði um Judging Amy lofaði ég lesendum að í framtíðinni myndi ég skoða einstaka málefni nánar. Er mér bæði ljúft og skylt að uppfylla þetta loforð nú, enda nóg af að taka einmitt um þessar mundir. Meira
28. desember 2004 | Kvikmyndir | 187 orð | 1 mynd

Fockerarnir mættir á ný

FOCKER-fjölskyldan setti aðsóknarmet fyrir jóladag í bandarískum bíóhúsum þetta árið. Tekjur af sýningum myndarinnar Meet the Fockers þennan eina dag námu 1,2 milljörðum króna og samanlagt 2,8 milljörðum alla jólahelgina. Meira
28. desember 2004 | Menningarlíf | 331 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Fyrsta frumsýningin í hinu nýja Selfossbíói fór fram í fyrradag, þegar Stuðmannamyndin Í takt við tímann var sýnd. Húsfyllir var á sýningunni og myndinni mjög vel tekið. Hlátrasköllin glumdu í salnum og greinilegt að húmorinn í myndinni hitti í mark. Meira
28. desember 2004 | Myndlist | 421 orð | 1 mynd

Innri óreiða

Opið daglega frá 14-18. Sýningu lýkur 30. desember. Meira
28. desember 2004 | Menningarlíf | 41 orð | 1 mynd

Jolie heimsækir munaðarleysingja

ANGELINA Jolie, leikkona og góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, heimsótti ásamt fjögurra ára ættleiddum syni sínum palestínsk börn á munaðarleysingjaheimili í Líbanon á aðfangadag. Meira
28. desember 2004 | Kvikmyndir | 236 orð | 1 mynd

Meira botnfall

Leikstjórn: Paul Abascal. Aðalhlutverk: Cole Hauser, Robin Tunney, Tom Sizemore. Bandaríkin, 86 mín. Meira
28. desember 2004 | Menningarlíf | 71 orð

Óliver!

Höfundur: Lionel Bart. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Ljósahönnuður: Þórður Orri Pétursson. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Meira
28. desember 2004 | Menningarlíf | 485 orð | 1 mynd

Óvenjumargir tónleikar og góð tónleikasókn

Í nóvember og desember bárust Morgunblaðinu tilkynningar um áttatíu og sjö opinbera aðventu- og jólatónleika með sígildri jólatónlist. Meira
28. desember 2004 | Tónlist | 753 orð | 2 myndir

"Frá fyrstu tíð langflottastir"

Hinn góðkunni útvarps- og blaðamaður Ásgeir Tómasson fékk það verkefni að gera heimildarmynd um farsælan feril einnar ástsælustu popphljómsveitar Íslandssögunnar, Hljóma. Meira
28. desember 2004 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Stuttmyndir um upplifun unglinga

ÞÁTTURINN Einnar mínútu ævintýri fjallar um verkefnið One Minute Jr. sem rekið er af UNICEF, sem er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Meira
28. desember 2004 | Menningarlíf | 788 orð | 3 myndir

Sýningin eiginlega stærri en húsið

Það er allt á milljón, mikið líf og fjör," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, en hann leikstýrir söngleiknum Óliver! sem frumsýndur verður í Samkomuhúsinu í kvöld, þriðjudagskvöldið 28. desember. Meira

Umræðan

28. desember 2004 | Aðsent efni | 459 orð | 1 mynd

Af fregnum fjölmiðla

Helgi Seljan skrifar um bindindismál: "Aðalatriði alls þessa er þó það, að menn haldi vel vöku sinni í mótun áfengisstefnu hér á landi..." Meira
28. desember 2004 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Framkvæmd vísinda- og tæknistefnu árið 2004

Hafliði Pétur Gíslason fjallar um starfsemi og rekstur háskóla: "Nú er sögulegt tækifæri fyrir stjórnvöld að koma fyrir kennslu og rannsóknum á þessum sviðum á einum stað og leiðrétta þannig mistök sem gerð voru fyrir fjórum áratugum þegar rannsóknastofnanir atvinnuveganna voru aðskildar frá Háskólanum." Meira
28. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 368 orð

Hvatningarorð til foreldra á Ísafirði

Frá Vá Vesthópnum.: "NÝLEGAR íslenskar kannanir sýna að ungmennum eru helst boðin ólögleg vímuefni í partíum, þ.e.a.s. eftirlitslausum unglingasamkvæmum. Þar næst eru ungmennum oftast boðin vímuefni á götunni, rúntinum, fyrir utan skemmtistaði og svo framvegis." Meira
28. desember 2004 | Aðsent efni | 447 orð | 4 myndir

Ráðamenn og 10.000 eldri borgarar

Ólafur Ólafsson, Benedikt Davíðsson og Einar Árnason fjalla um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna: "Á þetta fólk það ekki skilið að kjörum þess sé veitt athygli með úrbætur að markmiði?" Meira
28. desember 2004 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Stjórnun háskóla - hvar liggur ábyrgðin?

Stefanía Katrín Karlsdóttir fjallar um rekstur og stjórnun háskóla: "Rektor og deildarforsetar eiga að vera ráðnir að undangenginni auglýsingu þar sem öllum gefst tækifæri til að sækja um." Meira
28. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Vandaðar kveðjurnar

Frá Elínu Káradóttur:: "FYRIR RÚMU ári átti ég þess kost að skreppa til New York í desember, nokkuð sem ég hafði saknað í mörg ár." Meira
28. desember 2004 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd

Veðbókarvottorð að handan?

Guðjón Jónasson svarar séra Erni Bárði Jónssyni: "Kirkjan hefur með rétti gerst erfingi að þeim blessunum sem Ísrael hafði verið lofað." Meira
28. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 202 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Þakkir til Jóhannesar í Bónus ÉG vil koma koma á framfæri þökkum til Jóhannesar í Bónus fyrir ávísanir sem íbúar í íbúðasambýli, sem ég rek, fengu nú í desember. Meira
28. desember 2004 | Aðsent efni | 570 orð | 1 mynd

Þingmenn og þjóðvegir

Sigurður Bogi Sævarsson fjallar um byggðaþróun: "Að hafa til dæmis háhraðatengingu við Netið hefur í dag afgerandi áhrif á hvar fólk velur sér búsetu..." Meira

Minningargreinar

28. desember 2004 | Minningargreinar | 1821 orð | 1 mynd

FRIÐGEIR GUÐJÓNSSON

Friðgeir Guðjónsson fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði 3. ágúst 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Hólmfríður Jónsdóttir og Guðjón Árnason. Alsystir Friðgeirs er Árnína, f. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2004 | Minningargreinar | 2210 orð | 1 mynd

GUÐDÍS JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðdís Jóna Guðmundsdóttir fæddist á Brekku á Ingjaldssandi 1. janúar 1924. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 18. desember síðastliðinn. Guðdís var dóttir hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur f. á Eyri í Flókadal 9.9. 1877, d. 9.5. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2004 | Minningargreinar | 1642 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR EINARSSON

Guðmundur Einarsson garðyrkjumaður fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 17. desember síðastliðinn. Guðmundur var sonur hjónanna Ragnhildar Guðmundsdóttur frá Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2004 | Minningargreinar | 1118 orð | 1 mynd

HULDA VALDIMARSDÓTTIR

Hulda Valdimarsdóttir fæddist á Akureyri 3. mars 1912. Hún lést á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga 17. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herdís Friðfinnsdóttir húsmóðir frá Hvammi í Hjaltadal, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2004 | Minningargreinar | 1095 orð | 1 mynd

ÓLAFUR SVEINSSON

Ólafur Sveinsson fv. verslunarmaður fæddist 11. desember 1916. Hann lést á heimili dóttur sinnar 21. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2004 | Minningargreinar | 3072 orð | 1 mynd

ÓLÍNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR

Ólína Ingveldur Jónsdóttir fæddist á Kaðalstöðum í Stafholtstungum 27. mars 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi og trésmiður á Kaðalstöðum, f. 13.5. 1867, d. 31.8. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. desember 2004 | Sjávarútvegur | 364 orð | 1 mynd

Deilt um byggðakvóta í Ísafjarðarbæ

FRAMKVÆMDASTJÓRI Íslandssögu ehf. á Suðureyri segir bæjarráð Ísafjarðarbæjar hunsa fyrirmæli bæjarstjórnar með því að setja ekki reglur um úthlutun byggðakvóta sem í hlut bæjarins kom á dögunum. Meira
28. desember 2004 | Sjávarútvegur | 334 orð | 1 mynd

Mikil vinna hjá HB Granda

MIKIL vinna hefur verið í landvinnslunni hjá HB Granda á árinu. Ákveðinnar sérhæfingar gætir við vinnslu á hráefninu, þorskur og ýsa eru að mestu unnin í vinnslunni á Akranesi og karfi og ufsi eru unnin í Norðurgarði í Reykjavík. Meira

Viðskipti

28. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 289 orð | 1 mynd

Bensínverðið lækkar enn

HEIMSMARKAÐSVERÐ á 95 oktana blýlausu bensíni til afhendingar samdægurs fór niður í 351 Bandaríkjadal á Þorláksmessu og hefur verð ekki verið svo lágt síðan í lok febrúar. Verð hækkaði síðan lítillega á aðfangadag og var lokaverð fyrir jól 353 dalir. Meira
28. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Dollarinn veikist

GENGI Bandaríkjadollars fór í 61,60 krónur í gær samkvæmt upplýsingum frá KB banka. Dollarinn stendur nú í 1,36 á móti evru og hefur lækkað um 8% á fjórða ársfjórðungi samkvæmt Landsbanka Íslands. Meira
28. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Erfiðleikar í flugi í Bandaríkjunum yfir jólin

MIKLAR tafir urðu í flugi víða í Bandaríkjunum yfir hátíðisdagana, frá aðfangadegi til annars í jólum. Ástæðan var vont veður og bilanir í tölvukerfum en þar að auki höfðu aðgerðir starfsmanna á flugvöllum sitt að segja. Meira
28. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Hagvöxtur í heiminum ekki verið meiri í 30 ár

HAGVÖXTUR í heiminum í ár verður meiri en síðustu þrjátíu árin samkvæmt frétt Svenska Dagbladet . Meira
28. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Lítil breyting á hlutabréfum

VIÐSKIPTI með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 700 milljónum króna í gær, þar af voru 228 milljóna viðskipti með hlutabréf í KB banka. Lítil breyting varð á verði hlutabréfa í stærstu félögum og lækkaði úrvalsvísitalan um 0,08% yfir daginn í 3.355 stig. Meira
28. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Mikil kaup fjárfesta á erlendum verðbréfum

Á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs keyptu íslenskir fjárfestar erlend verðbréf fyrir 65,4 milljarða króna. Þar af nam fjárfesting í verðbréfasjóðum 48,4 milljörðum, í hlutabréfum 12,3 milljörðum og í skuldabréfum 4,7 milljörðum. Meira
28. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Össur selur dótturfélagið Mauch

ÖSSUR hf. hefur gengið frá samningi við fyrirtækið DRT Mfg.Co. Corporation um yfirtöku á eignum dótturfélagsins Mauch, Inc. í Ohio í Bandaríkjunum, sem Össur eignaðist við kaupin á Flex-Foot . Meira

Daglegt líf

28. desember 2004 | Daglegt líf | 235 orð | 1 mynd

Gott að eiga vini af gagnstæðu kyni

ÞAÐ ber vott um sterka félagslega stöðu og hæfni ef fólk á vini af gagnstæðu kyni, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem gerð var við Gautaborgarháskóla. Meira
28. desember 2004 | Daglegt líf | 1031 orð | 3 myndir

Lífið er gott - núna

Hann hafði betur í baráttunni við lyfjafíkn og offitu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti ungan mann sem sigraðist fyrst og fremst á sjálfum sér. Meira

Fastir þættir

28. desember 2004 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 28. desember, er áttræð Helga Ingvarsdóttir. Hún tekur á móti gestum á heimi dóttur sinnar, Selbraut 72, Seltjarnarnesi, eftir kl. 17 í... Meira
28. desember 2004 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Óvenjulegt innkast. Meira
28. desember 2004 | Dagbók | 21 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 17.

Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí sl. á Skagen þau Ingibjörg Þórsdóttir og Brian Strauss. Heimili þeirra er á... Meira
28. desember 2004 | Viðhorf | 853 orð

Framfarir

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is: "Hver einstaklingur á Vesturlöndum á að meðaltali þrjá þræla. Það þýðir að vísitölufjölskyldan á tólf þræla sem halda uppi lífsgæðum hennar. Hvað myndi kosta að vera til án þræla?" Meira
28. desember 2004 | Dagbók | 51 orð | 1 mynd

Glitský á himni

Stafafell í Lóni | Íbúar á Stafafelli í Lóni urðu svo sannarlega vitni að sjónarspili þegar marglit glitský blöstu við þeim í morgunbirtunni í fyrradag. Meira
28. desember 2004 | Dagbók | 31 orð

Hver meðal manna veit hvað mannsins...

Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi. (I.Kor. 2, 11.) Meira
28. desember 2004 | Fastir þættir | 939 orð | 2 myndir

Jólapakkamót Hellis og Kringlunnar

19. desember 2004 Meira
28. desember 2004 | Dagbók | 582 orð | 1 mynd

Sjálfboðaliðar fjarri fjölskyldunum

Jón Gunnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk prófi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá HÍ. Jón hefur verið félagí í björgunarsveitum sl. 30 ár og hefur gegnt formennsku í flugbjörgunarsveitum í V-Húnavatnssýslu og Reykjavík. Meira
28. desember 2004 | Fastir þættir | 236 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0-0 Rc6 8. He1 Rf6 9. Bg5 0-0 10. c3 h6 11. Bh4 Rh5 12. Bxe7 Rxe7 13. Rbd2 Rf4 14. Bc2 Bg4 15. Rf1 Reg6 16. Re3 Dd7 17. h3 Be6 18. h4 Bg4 19. g3 Rh3+ 20. Kg2 f5 21. Hh1 Hae8 22. Meira
28. desember 2004 | Dagbók | 105 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Náðin eftir Linn Ullmann í þýðingu Solveigar Brynju Grétarsdóttur er komin út í kilju. Johan Sletten veikist alvarlega og gerir þá sérstakt samkomulag við konu sína. Meira
28. desember 2004 | Fastir þættir | 331 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji átti dásamlega jólahátíð með fjölskyldu sinni, þrátt fyrir að jólin væru svívirðilega stutt í þetta skiptið. Þau hafa hreinlega aldrei verið styttri. Meira
28. desember 2004 | Dagbók | 361 orð | 1 mynd

Ævintýri í Feneyjum

Höfundur: Cornelia Funke Íslensk þýðing: Hafliði Arngrímsson 352 bls. Bjartur, 2004 Meira

Íþróttir

28. desember 2004 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

* CIUDAD Real , lið Ólafs...

* CIUDAD Real , lið Ólafs Stefánssonar í spænsku 1. deildinni í handknattleik, er sagt á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Jon Belaustegui sem leikur með Hamburg í þýsku 1. deildinni. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 201 orð | 4 myndir

Einar markahæstur Íslendinga

EINAR Hólmgeirsson er markahæstir íslenski handknattleiksmaðurinn í þýsku 1. deildinni. Einar hefur skorað 77 mörk fyrir Grosswallstadt á leiktíðinni og er í 24. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Markahæstur er Daninn Lars Christiansen hjá Flensburg með 124 mörk. Frammistaða Einars er afar athyglisverð þar sem hann er að leika sitt fyrsta leiktímabil í þýsku deildinni. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 154 orð

Emil skrifar undir hjá Tottenham

EMIL Hallfreðsson heldur utan til Lundúna í dag og gengur formlega frá samningi sínum við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham. FH og Tottenham hafa þegar náð samningum um félagaskiptin en Emil verður löglegur með Lundúnaliðinu nú um áramótin. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 344 orð | 1 mynd

* FERNANDO Morientes framherji Real Madrid...

* FERNANDO Morientes framherji Real Madrid er mjög eftirsóttur. Liverpool og Newcastle hafa þegar gert Real Madrid tilboð í leikmanninn og Birmingham og Aston Villa eru sögð vera að undirbúa tilboð. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 116 orð

Henry bestur í Frakklandi

THIERRY Henry var í gær útnefndur besti knattspyrnumaður Frakklands af tímaritinu France Football . Þetta er í þriðja sinn sem Henry er talinn fremstur jafningja í Frakklandi en hann varð einnig fyrir valinu á síðasta ári og fyrir fjórum árum. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 109 orð

Jón Arnór með 8 stig í sigurleik

JÓN Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir Dynamo St. Petersburg á þeim 14 mínútum sem hann lék þegar liðið sigraði Lokomotiv Rostov, 79:71, á útivelli í rússnesku 1. deildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

*KENENISA Bekele, langhlaupari frá Eþíópíu, og...

*KENENISA Bekele, langhlaupari frá Eþíópíu, og Jelena Isinbayeva stangarstökkvari frá Rússlandi hafa verið valin frjálsíþróttafólk ársins af frjálsíþróttatímaritinu Track & Field News . Bekele var sigursæll á árinu. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd

Matthäus hrósar Klinsmann

LOTHAR Matthäus, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu og núverandi landsliðsþjálfari Ungverja, segir að Jürgen Klinsmann landsliðsþjálfari Þjóðverja hafi unnið afar gott starf þá fimm mánuði sem hann hefur verið við stjórnvölinn með... Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Miklar breytingar hjá Þjóðverjum

HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur valið 19 leikmenn til æfinga sem hefjast strax eftir áramótin en þá hefst undirbúningur þýska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Túnis. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 144 orð

Peter Ridsdale er hættur hjá Barnsley

PETER Ridsdale hefur sagt af sér sem stjórnarformaður enska 2. deildar liðsins Barnsley og sömu sögu er að segja af David Walker sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

"Erum ekki búnir að játa okkur sigraða"

MICHAEL Owen segir að Real Madrid eigi enn möguleika á að blanda sér í baráttuna við Barcelona um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu þó svo að heil 13 stig skilji liðin að. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

"Erum í þægilegri stöðu"

KEPPNI í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er hálfnuð. 19 umferðir eru að baki og jafnmörgum umferðum er ólokið. Lundúnaliðið Chelsea er svokallaður vetrarmeistari en þeir bláklæddu hafa fimm stiga forskot á Englandsmeistara Arsenal og ef fram heldur sem horfir verður Chelsea krýnt Englandsmeistari í annað sinn í vor, á 100 ára afmæli félagsins, en 50 ára verða liðin í vor síðan Chelsea varð enskur meistari. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Ryan Giggs þakkar hvíldinni í nóvember

RYAN Giggs, Manchester United, segir skýringu á góðri leikæfingu sinni um þessar mundir vera þá að hann var hvíldur í nokkrum leikjum í byrjun nóvember. Sir Alex Ferguson ákvað að hvíla Giggs í leikjunum gegn Manchester City og Newcastle í úrvalsdeildinni og Evrópuleikinn á móti Spörtu Prag og vöknuðu þar með spurningar um framtíð Giggs hjá félaginu. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 343 orð | 1 mynd

Toppliðin á Englandi leika öll á útivelli

FJÖGUR efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni leika öll á útivelli í 20. umferðinni sem fram fer í dag utan að einn leikur er leikinn á morgun. Næstu lið þar á eftir eiga öll heimaleik og eiga því ágæta möguleika á að nálgast toppliðin fjögur. Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 73 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Skotland Aberdeen - Inverness CT 0:0 Dundee United - Hibernian 1:4 Dunfermline - Livingston 0:0 Kilmarnock - Dundee 3:1 Rangers - Motherwell 4:1 Staðan : Celtic 50 stig, Rangers 49, Hibernian 36, Aberdeen 35, Motherwell 29, Hearts 27,... Meira
28. desember 2004 | Íþróttir | 332 orð | 1 mynd

Þórir varð Evrópumeistari

ÞÓRIR Hergeirsson, handknattleiksþjálfari frá Selfossi, var aðstoðarþjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik sem varð Evrópumeistari á dögunum. Þórir hefur verið aðstoðarmaður Marit Breivik landsliðsþjálfara um nokkurt skeið, en hann þjálfaði um tíma norska liðið Sola með góðum árangri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.