SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi bar sigurorð af ÍR, 89:69, er liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Intersportdeildinni, í Seljaskóla í gærkvöldi. Borgnesingar eru því áfram á góðu róli í deildinni með 16 stig en Breiðhyltingar hafa 12 stig og eru í 6. sæti, sæti neðar en Skallagrímur. Íslandsmeistaralið Keflavíkur átti ekki í erfiðleikum með vængbrotið lið Tindastóls í Keflavík í gær, lokatölur 97:81.
Meira