Grímur Gíslason verður 93 ára á mánudag, 10. janúar. Eitt sinn sendi Rúnar Kristjánsson honum þessar afmælisvísur: Veðurblíðum vetri á var hann Grímur fæddur. Móðurkviði fór hann frá fleygum anda gæddur. Síðan löngum lífs á slóð létt hann hefur gengið.
Meira
KONUR leituðu meira til Kvennaathvarfsins í fyrra en nokkurn tíma fyrr en skráðar komur voru 531. Hafa þær ekki verið fleiri frá því athvarfið tók til starfa árið 1982 en árið 2003 voru skráðar komur 388.
Meira
ALLIR Íslendingar sem voru á flóðasvæðunum í S.-Asíu þegar flóðin urðu á annan dag jóla hafa látið vita af sér og er því ljóst að enginn Íslendingur fórst í hamförunum.
Meira
VEGNA hinna hræðilegu atburða er fylgdu í kjölfar jarðskjálftanna í Indlandshafi hefur Alþjóðablaksambandið (FIVB) ákveðið að láta af hendi rakna 3 milljónir Bandaríkjadala til hjálpar- og uppbyggingarstarfsins í Asíu.
Meira
Reykjanesbær | Stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hefur ályktað gegn breytingum á niðurgreiðslum vegna dagvistar í heimahúsum og afnámi ferðastyrks námsmanna.
Meira
LÍKAMSÁRÁS var kærð í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í fyrrinótt, eftir að tveimur mönnum á tvítugsaldri sinnaðist og annar barði hinn einu sinni í andlitið.
Meira
ÁÐUR en Híbýli vindanna, eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar í leikgerð Bjarna Jónssonar, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöld var mikið um að vera bak við tjöldin.
Meira
SAMBAND íslenskra bankamanna (SÍB) hefur ákveðið að í stað þess að halda veislu í tilefni 70 ára afmælis sambandsins þá fer andvirði veisluhaldanna til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins á flóðasvæðunum í Asíu.
Meira
GERT er ráð fyrir flugvelli á Hafnarsandi, skammt frá Þorlákshöfn, í nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss. Er svæðið boðið fram til uppbyggingar nýs flugvallar fyrir innanlandsflug, í stað Reykjavíkurflugvallar.
Meira
FERÐAMÁLASKÓLI Menntaskólans í Kópavogi brautskráði fyrstu nemana úr flugþjónustunámi við hátíðlega athöfn 10. desember sl. Alls útskrifuðust 21 nemi en þetta nám hóf göngu sína sl. haust.
Meira
ÞRÍR einstaklingar sem komu til landsins á sænskum vegabréfum milli jóla og nýárs voru að kröfu sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær til kl. 16 föstudaginn 14. janúar.
Meira
DREIFING á drykknum Kristal Plús hefur verið stöðvuð vegna þess að Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur vakti á því athygli að ekki hefði verið sótt um leyfi fyrir því að selja drykkinn, en slíkt er skylt séu drykkir vítmínbættir.
Meira
ÞAÐ stefnir allt í að Elvis Presley nái í 19. sinn toppsætinu á vinsældalista í Bretlandi en söngvarinn hefði fagnað sjötugsafmæli sínu í dag væri hann á lífi.
Meira
Grindavík | "Það verður sjálfsagt enginn kraftur í þessu fyrr en loðnan kemur í mars, ef þeir verða þá ekki búnir að veiða hana alla, loðnubátarnir," segir Viktor Jónsson sjómaður í Grindavík.
Meira
TALIÐ er að fjórtán manns hafi farist í árekstri farþegalestar og flutningalestar um 40 kílómetra norður af borginni Bologna á Ítalíu í gær. Slysið átti sér stað skömmu eftir hádegi í gær.
Meira
FLEIRI portúgalskir starfsmenn komu til starfa við Kárahnjúkavirkjun eftir jólafrí en Impregilo hafði áður gert ráð fyrir. Um 200 starfsmenn lentu á Egilsstaðaflugvelli í fyrrakvöld, með beinu leiguflugi frá Portúgal með vél Loftleiða.
Meira
FARÞEGAFLUGVÉL frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli var snúið við til Færeyja í gær vegna vandamála sem upp komu í stýrisbúnaði. Vélin lenti giftusamlega í Færeyjum rétt fyrir kl. 18 í gær.
Meira
FORMLEGRI kosningabaráttu vegna forsetakjörsins í Palestínu á morgun, sunnudag, lauk í gær en það bar helst til tíðinda að ísraelska lögreglan handtók einn af nafnkunnustu frambjóðendunum, lækninn Mustafa Barghouti.
Meira
AÐ lágmarki munar mörgum tugum þúsunda á launum starfsmanns hjá hinu opinbera og á launum fyrir sambærilegt starf á almennum vinnumarkaði. Á það meðal annars við um háskólamenntaða sérfræðinga.
Meira
FJÁRFRAMLÖG íslenskra stjórnvalda, félagasamtaka, fyrirtækja, sveitarfélaga og einstaklinga til hjálparstarfsins á flóðasvæðunum við Indlandshaf eru nú komin í um 250 milljónir króna.
Meira
FULTRÚAR Impregilo og landssambanda ASÍ náðu fyrir rúmu ári samkomulagi um fyrirkomulag launagreiðslna til erlendra starfsmanna Impregilo sem starfa við Kárahnjúkavirkjun. Samkomulagið kvað m.a.
Meira
Á NÆSTU dögum mun ACT, alþjóðaneyðarhjálp kirkna, fá lyfjasendingu sem GlaxoSmithKline á Íslandi gefur til hjálparstarfsins í Súdan. Um er að ræða 900 pakka af Augmentin, breiðvirku sýklalyfi, sem samtals eru að verðmæti um 1,6 milljónir íslenskra króna.
Meira
Fjölmennur hópur barna og fullorðinna fór í skrúðgöngu um Ólafsbrautina í Ólafsvík á þrettándakvöld og var ferðinni heitið á álfabrennu, þar sem fyrir voru álfadrottning og kóngur auk leppalúða og fleiri kúnstugra kynjavera.
Meira
Blönduós | Það er eðli grágæsa að fara suður á bóginn, annaðhvort til Bretlandseyja eða Noregs þegar hausta tekur. Þetta ferli getur raskast af ýmsum ástæðum og kemur þar margt til.
Meira
GRUNNLAUN um 63% félagsmanna í Sambandi íslenskra bankamanna hækka með kjarasamningi sambandsins um 18,91%. Til viðbótar fá bankamenn aukinn rétt í fæðingarorlofsmálum og styrktar- og menntunarmálum.
Meira
Eyjafjarðarsveit | Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur að ekki séu komin fram nein rök sem mæli eindregið með sameiningu sveitarfélagsins við önnur á svæðinu og telur því að sameining allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu sé ótímabær.
Meira
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að leggja fram eina milljón króna til fjársöfnunar Rauða kross Íslands vegna neyðarhjálpar til handa íbúum þeirra landa í Suður-Asíu sem nú þjást vegna afleiðinga þeirra miklu náttúruhamfara sem urðu þann 26.
Meira
RÁÐHERRAR og þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að halda 45 opna almenna stjórnmálafundi í öllum kjördæmum landsins á næstu vikum. Fyrsti fundurinn hefst í Valhöll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kl. 10.30 í dag.
Meira
Selfoss | Hjalti Rúnar Oddsson, sundmaður frá Selfossi, var útnefndur íþróttamaður Árborgar 2004 á árlegri uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar sem haldin var í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þann 30. desember.
Meira
KARL Gústaf XVI, konungur Svía, og Silvía, drottning hans, munu í dag taka þátt í einni af mörgum hundruðum minningarathafna um fórnarlömb hamfaranna í Suður-Asíu. Verða þær haldnar um alla Svíþjóð og einnig á öðrum Norðurlöndum.
Meira
ÍBÚATALA í Hafnarfirði fór upp fyrir 22 þúsund við lok síðasta árs og á gamlársdag voru skráðir íbúar 22.001. Gera áætlanir bæjarins ráð fyrir að íbúum fjölgi enn frekar á næstu árum og að á hundrað ára afmæli hans árið 2008 verði þeir orðnir 25 þúsund.
Meira
GUÐBJÖRG Ósk Friðriksdóttir opnar í dag, laugardag, svonefnda Rope yoga stöð að Bæjarhrauni 22 í Hanarfirði. Opnunarhátíð verður kl. 15-17 og eru allir velkomnir.
Meira
JÓN Sigurðsson, fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður á Suðurlandi, lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi í fyrradag. Jón var 88 ára gamall, fæddur 12. mars 1916 í Víðinesi á Kjalarnesi.
Meira
MEISTARAMÓT reykvískra sundmanna fer fram í nýrri og glæsilegri innilaug í Laugardal um helgina. Sundmenn kvöddu Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg og starfsfólk hennar með virktum í gærkvöldi, en laugin hefur þjónað þeim dyggilega um áratuga skeið.
Meira
STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á síðasta ári að framvegis skyldi árlega úthlutað styrkjum til efnilegra námsmanna sem sinna lokaverkefnum á meistara- og doktorsstigi sem talin eru tengjast starfsemi Landsvirkjunar.
Meira
MARÍA Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, segir í yfirlitsgrein í Lesbók um leikárið 2004 að eitt af vandamálunum sem Stefán Baldursson skilji eftir fyrir eftirmann sinn í Þjóðleikhúsinu sé hvernig eigi að byggja upp leikstjóra fyrir...
Meira
LETTERSTEDTSKI sjóðurinn auglýsir styrki vegna ferða til norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna til að stunda rannsóknir eða sækja fundi eða ráðstefnur.
Meira
LIONSHREYFINGIN á Íslandi hefur ákveðið að leggja eina milljón króna í alþjóðahjálparstöð Lions til fyrstu neyðaraðstoðar vegna náttúruhamfaranna í Suður-Asíu. Hér á landi eru starfandi hátt í 90 Lionsklúbbar.
Meira
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands hlaut nornaverðlaun Femínistafélags Íslands á fimmtudag, en það er í fyrsta sinn sem Femínistafélagið veitir slík verðlaun.
Meira
FRAMLAG stjórnvalda, sem samþykkt var í gær, skiptist þannig: * 5 milljónir króna til Rauða kross Íslands sem lagðar voru fram strax í kjölfar náttúruhamfaranna.
Meira
Fréttaskýring | Framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða og fjármálastjóri Odda hefur hætt störfum vegna ágreinings við stjórn útgáfunnar um hvernig standa eigi að rekstri félagsins í framtíðinni. Þá hefur hlutafélagið Hugi, sem áður hét Fróði, verið úrskurðað gjaldþrota og nema kröfur í búið um hálfum milljarði. Arnór Gísli Ólafsson kynnti sér málið.
Meira
FLUGVÉL frá Lufthansa millilenti hér á landi á leið frá Frankfurt til Toronto eftir að farþegi um borð fékk flogaveikikast. Vélin lenti í Keflavík rétt fyrir kl.
Meira
FJÖLSKYLDA Guðlaugs Bergmann óskar eftir að koma því á framfæri að við útför hans sl. miðvikudag hefði Reiknistofa bankanna ekki gengið frá skráningu kennitölu á minningarsjóði sem stofnaður var.
Meira
"ÉG held að þessi nýi Landbúnaðarháskóli Íslands boði nýja tíð og stór tækifæri fyrir okkar þjóð," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er hann kynnti starfsemi skólans á blaðamannafundi í gær.
Meira
KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær, að tortímingin í Aceh-héraði í Indónesíu væri skelfilegri en orð fengju lýst. Er tala látinna í hamförunum nú komin eitthvað yfir 150.000 manns og yfir 100.000 í Aceh-héraði einu.
Meira
Mannréttindahreyfingar vöruðu í gær við því að átök milli indónesíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Aceh-héraði gætu hindrað hjálparstarfið þar eftir náttúruhamfarirnar við Indlandshaf annan dag jóla.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að framlag Íslands til hjálparstarfa á flóðasvæðunum í S-Asíu yrði alls 150 milljónir króna, jafnvirði 2,5 milljóna dollara. Mest fer til hjálpar- og þróunarstarfs á Sri Lanka.
Meira
NEMENDAFÉLAGIÐ Framtíðin í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) efndi í gær til söfnunarinnar "Gleði til góðgerða". Rennur ágóði hennar í söfnunina Neyðarhjálp úr norðri , sem fer í gang hér á landi eftir helgina.
Meira
AFKOMA Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er í samræmi við fjárlög að því er fram kemur í rekstraruppgjöri spítalans fyrir tímabilið janúar til nóvember á nýliðnu ári, en gjöld umfram tekjur í lok nóvember nema 3,5 milljónum króna þannig að frávik miðað...
Meira
TAÍLENSKA dagblaðið The Nation , sem gefið er út á ensku, fjallaði nýlega um erlenda aðstoð sem Taílendingum hafði borist vegna náttúruhamfaranna á annan dag jóla.
Meira
HÉR á eftir verður stiklað á stóru í grein eftir Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, en hún birtist í Wall Street Journal 30. desember síðastliðinn.
Meira
HUGH Orde, lögreglustjóri á Norður-Írlandi, fullyrti í gær að Írski lýðveldisherinn (IRA) hefði staðið fyrir bankaráni í útibúi Northern Bank í Belfast 20. desember sl. en ræningjarnir höfðu rúmlega 22 milljónir punda, um 2,67 milljarða ísl. kr.
Meira
NÚ UM áramótin var mönnuðum veðurathugunum fyrir Veðurstofuna hætt á fjórum stöðum á landinu; á Haugi í Miðfirði, Sauðanesi á Langanesi, Strandhöfn í Vopnafirði og Núpi í Berufirði.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, voru í Eyjafirði í gær í boði Samherja.
Meira
Sandgerði | Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðis hafna sameiningu við önnur sveitarfélög að svo komnu máli. Fulltrúar minnihlutans vilja að íbúunum verði gefinn kostur á að kjósa um sameiningu.
Meira
HRINA jarðskjálfta varð um 4-5 km SSA af Hveragerði í gærkvöldi. Var stærsti skjálftinn 2,5 á Richterkvarða, samkvæmt jarðskjálftalista Veðurstofunnar. Á tímabilinu 18.28 til 19.38 urðu tíu skjálftar á þessu svæði og voru þeir á bilinu 0,5-2,2 á Richter.
Meira
STARFSMÖNNUM Samkeppnisstofnunar er ekki treystandi að mati Kristjáns Loftssonar, stjórnarformanns Olíufélagsins, og segir hann starfsmann stofnunarinnar fara vísvitandi með rangt mál þegar hann segir að Olíufélaginu hafi ekki verið lofað einu né neinu á...
Meira
Hveragerði | Sparisjóður Vestmannaeyja er að færa út kvíarnar á fastalandinu. Nýlega var opnuð afgreiðsla í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði. Sjóðurinn er nú með starfsemi þremur stöðum á Suðurlandi, utan Eyja.
Meira
HERMT er að dalítar á Indlandi, eða "hinir ósnertanlegu", hafi verið hraktir úr bráðabirgðaskýlum fyrir fólk sem missti heimili sín í hamförunum við Indlandshaf.
Meira
49 ÁRA gamall Dani var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í gær fyrir að sitja í fangelsi í sólarhring fyrir vin sinn. Per Thorbjørn Lonka mætti í fangelsi í Kaupmannahöfn 28.
Meira
NÝLEGA voru veittir styrkir úr "Sjóði Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna", en sjóðurinn er í vörslu Krabbameinsfélags Íslands.
Meira
STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kom í húsakynni Rauða kross Íslands við Efstaleiti í gær og afhenti samtökunum 10 milljónir króna, framlag Reykjavíkurborgar til neyðarhjálpar vegna flóðanna við Indlandshaf.
Meira
TVEIR menn slösuðust við meðferð flugelda í fyrrakvöld í aðskildum tilvikum, og misstu þeir báðir fingur. Maður á miðjum aldri slasaðist mikið af völdum sprengingar í einhvers konar flugeldi við þrettándabrennu á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Meira
Selfoss | Stjórnskipulag fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið mótað og unnið er að gerð heildarstefnumótunar fyrir hina nýju stofnun. Er það liður í framgangi á sameiningu heilbrigðisþjónustunnar á Suðurlandi í eina stofnun.
Meira
Jólin voru kvödd í Grundarfirði líkt og á mörgum öðrum stöðum á landinu með blysför og álfabrennu á þrettándanum. Jafnframt er það líka orðin hefð að Björgunarsveitin Klakkur annist flugeldasýningu þegar líður á brennustundina.
Meira
Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í rannsóknir, gerð hættumats og í snjóflóðavarnir á snjóflóðahættusvæðum hér á landi á undanförnum árum.
Meira
SIGRÚN Lange, líffræðingur M.Sc., hlaut Hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar, prófessors emeritus, en afhendingin fór fram í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (HÍ). Jóhann Axelsson, sem er fyrrverandi prófessor í læknadeild HÍ, afhenti verðlaunin.
Meira
MUNUR á hæsta og lægsta verði lyfja er á bilinu 30-60% í könnun sem Neytendasamtökin gerðu á verkjalyfjum í lyfjabúðum í Reykjavík og á Akureyri.
Meira
VERKLAGI gjafsóknarnefndar hefur verið breytt, og gætir dóms- og kirkjumálaráðuneytið nú sérstaklega að rökstuðningi nefndarinnar þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu heimildir til þess að mæla með veitingu gjafsóknarleyfis.
Meira
"ÞAÐ er okkur hjá KB banka sérstök ánægja að leggja Leikfélagi Reykjavíkur lið við uppsetningu þessarar metnaðarfullu sýningar," sagði Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka er hann og Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins,...
Meira
Á Þrettándatónleikum Laugarborgar, tónlistarhúss í Eyjafjarðarsveit leiðir Sigurður Ingvi Snorrason Salonhljómsveit sína í dillandi léttri vínartónlist.
Meira
ÁSGEIR Einarsson, lögfræðingur Samkeppnisstofnunar, heldur því fram í yfirlýsingu sem Morgunblaðið hefur undir höndum og birt er hér á eftir, að lýsing í kæru Olíuverzlunar Íslands til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, á því sem fram fór á fundi fulltrúa...
Meira
BORIST hefur yfirlýsing frá lögmanni Birgis Sævars Jóhannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra SÍF í Frakklandi, vegna fréttar Ríkisútvarpsins um þátt Birgis í stofnun Seafood Union.
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Robert Zoellick, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, yrði varautanríkisráðherra og nánasti samstarfsmaður Condoleezzu Rice, sem tekur senn við utanríkisráðherraembættinu af Colin Powell.
Meira
Þorlákshöfn | Gert er ráð fyrir þremur nýjum íbúðabyggðum í aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Aðalskipulag fyrir árin 2002 til 2014 var staðfest af Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra við athöfn sem fram fór í Þorlákshöfn.
Meira
Skoðanir hafa löngum verið skiptar um aðferðir og áherslur í alþjóðlegu þróunar- og hjálparstarfi. Sú umræða hefur enn skapast í tengslum við náttúruhamfarirnar í Asíu á öðrum degi jóla.
Meira
Á þriðjudag birtust skyndilega þungavinnuvélar ásamt fjölda borgarstarfsmanna við Ægisíðuna í Reykjavík og var af röggsemi hafist handa við að fjarlægja að stórum hluta mannvirki, sem hafa skapað margvíslega hættu.
Meira
ROKKKÓNGURINN Elvis Presley hefði fagnað sjötugsafmæli sínu í dag væri hann á lífi. Þrátt fyrir að hafa látist fyrir 27 árum er hann óvenjulega áberandi af látnum manni að vera.
Meira
CAMERON Diaz og Justin Timberlake eru trúlofuð samkvæmt nýjustu fréttum. Sagt er að hann hafi beðið hennar um áramótin og hefur sést til Diaz með risastóran demantshring á fingri. Parið hélt upp á trúlofunina á veitingastað í Los Angeles með vinum sínum.
Meira
ÞÆR raddir hafa heyrst að undanförnu, að bandarískir uppistandarar sem troðið hafa upp hér á landi hafi staðið breskum kollegum sínum langt að baki.
Meira
LEIKARINN Kiefer Sutherland, sem dvaldist hér á landi um áramótin, segist hafa orðið forviða yfir skotgleði Íslendinga. "Ég sá örugglega rosalegustu flugeldasýningu á ævi minni," er haft eftir honum á vefritinu Contactmusic.
Meira
SJÓNVARPIÐ hefur í kvöld sýningar á þriðju syrpu bandaríska ævintýramyndaflokksins um geimskipið Enterprise. Það er 22. öldin, Plánetusambandið er að verða til og hundrað ár í að Kirk kafteinn og áhöfn hans lendi í ævintýrum sínum.
Meira
Fáar sögur eru íslensku þjóðinni hjartfólgnari en Egla, sagan af hreystimenninu og dróttkvæðaskáldinu Agli Skallagrímssyni sem bar hróður lands og lýðs út á meðal þjóða. Engir kappar stóðu honum á sporði. Í dag kl.
Meira
SNJÓBRETTAMÓT verður haldið á Arnarhóli í Reykjavík í kvöld en alls taka tólf keppendur þátt. "Þetta er boðsmót," segir Bogi Bjarnason, skipuleggjandi keppninnar, sem er styrkt af Brimi.
Meira
VEITT var í fyrsta sinn í gær úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen til tónlistarnema við athöfn í Salnum í Kópavogi, en Halldór arfleiddi Listaháskóla Íslands að öllum eigum sínum með þeim formerkjum að stofnaður yrði styrktarsjóður í hans nafni.
Meira
STUTTMYND Jóns Gnarr, Með mann á bakinu, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg um mánaðamótin. Myndin tekur ekki þátt í keppninni, enda ekki í fullri lengd, en verður sýnd á sérstakri sýningu.
Meira
HAFNARBORG og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík standa um þessar mundir fyrir kynningum á félögum Myndhöggvarafélagsins. Einn listamaður er kynntur í kaffistofu Hafnarborgar í hverjum mánuði og er listamaður janúarmánaðar Sigrún Guðmundsdóttir.
Meira
Nokkur hefð hefur myndast fyrir því hér á landi að myndlistarlífið leggist í dvala í kringum jól og áramót og víki þá á vissan hátt fyrir bókmenntum og tónlist.
Meira
Fyrripartur í síðasta þætti af Orð skulu standa var fenginn að láni frá Valdimar Briem og Halldóri Laxness: Nú árið er liðið í aldanna skaut og enginn fær gert við því.
Meira
Samhliða sýningunni Ný íslensk myndlist; um veruleikann, manninn og ímyndina, hefur gestum Listasafns Íslands gefist kostur á að hlýða á listamennina sem þar sýna, eiga "samtal við listaverk" - eins og það er orðað af hálfu safnsins.
Meira
"ÞETTA kemur mér mjög á óvart. Ég steingleymdi þessu eftir að ég sendi inn umsóknina," sagði Helgi Þórsson myndlistarmaður í samtali við Morgunblaðið, en hann hlaut í gær 500.000 króna styrk úr Listasjóði Pennans.
Meira
ÍRSKA sveitin U2 hefur hætt við fyrsta hluta tónleikaferðalags um heiminn sem hefjast átti í mars. Ferðin átti að hefjast með tónleikum í Miami 1.
Meira
Frá Jóni Helga Þórarinssyni: "UNGUR sonur minn setur stundum barnaspólu í vídeótækið á heimilinu. Löngum kom kyrrmynd eða spurningar ásamt með dagskrá Rásar 2 á skjáinn þegar kveikt var á sjónvarpinu."
Meira
Eysteinn Jónsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll: "Ljóst er að flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur mun hafa veruleg áhrif á samgöngur milli höfuðborgar og landsbyggðar."
Meira
Margrét K. Sigurðardóttir fjallar um ræðu biskups á nýársdag: "Þetta var þörf áminning fyrir það sem var og reyndist vel og skilaði nýtum þjóðfélagsþegnum."
Meira
Sverrir Hermannsson fjallar um áramótaskaupið: "Er það rétt að þú ætlir að koma á fót nefnd sem á að sirkla út að konur verði á ný sendar heim til sín af vinnumarkaði að passa börn?"
Meira
Ögmundur Jónasson er í Palestínu ásamt Eiríki Jónssyni og Borgþóri Kjærnested: "Í stað þess að Palestínumenn sameinist í einum meginflokki, þá er nú komið að því að sameinast um kerfi, lýðræðiskerfi, en ekki um flokk."
Meira
Nú í byrjun árs tók til starfa nýr sjóður sem stofnaður var með það að markmiði að styðja við bakið á og efla tónlistarstarf á Íslandi. Tónlistarstarf í landinu er öflugt hvert sem litið er.
Meira
Aðalsteinn Smári Valgeirsson fæddist á Seyðisfirði 24.4. 1959. Hann lést 31. desember síðastliðinn 12. Foreldrar hans eru Steinunn Bjarnadóttir, f. 29.9. 1920, og Valgeir Júlíus Emilsson, f. 28.4. 1923, d. 21.2. 1983.
MeiraKaupa minningabók
Friðgeir Guðjónsson fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði 3. ágúst 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Svalbarðskirkju 28. desember.
MeiraKaupa minningabók
Friðrik Baldvin Jónsson fæddist á Eskifirði 29. júní 1916. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurlín Bóasdóttir, f. á Sléttu í Reyðarfirði 14. apríl 1886, og Jón Steinsson,...
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Helgi Sigurðsson fæddist á Kirkjubóli í Fífustaðardal í Ketildalahreppi 24. maí 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Halldór Jónsson, f. 24.9. 1880, d. 1.5.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra G. Magnúsdóttir fæddist í Hvammi í Vestmannaeyjum 18. nóvember 1917. Hún lést á Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hellu, þriðjudaginn 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gíslína Jónsdóttir, fædd í Bakkakoti undir Eyjafjöllum 16.
MeiraKaupa minningabók
Helga Stefánsdóttir fæddist í Litla-Hvammi í Mýrdal 19. september 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 22. desember síðastliðinn. Helga var dóttir hjónanna Stefáns Hannessonar, kennara og bónda í Litla-Hvammi, f. í Efri-Ey í Meðallandi...
MeiraKaupa minningabók
Magnús Kristjánsson (Gutti) fæddist 9. september 1946. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 28. desember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Ragnhildur Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1951. Hún andaðist að heimili sínu í Grindavík laugardaginn 1. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðjóns Ólafssonar frá Reykjavík f. 19. febrúar 1906, d. 13.
MeiraKaupa minningabók
Valtýr Guðmundsson fæddist í Gröf í Laxárdal í Dalasýslu 12. okt. 1914. Hann lést í St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Eggertsson söðlasmiður og bóndi á Nýp á Skarðsströnd, f. 1. mars 1890, d.
MeiraKaupa minningabók
SAMTALS 2.344 skip voru á skipaskrá nú um áramótin. Skipum á íslenskri skipaskrá hefur þannig enn fækkað og að þessu sinni um samtals 21 skip. Heildarbrúttótonnatala skipastólsins hækkaði hins vegar um tæplega 5.000 brúttótonn frá árinu áður.
Meira
Atlantsskip munu frá 15. janúar nk. hefja vikulegar viðkomur í Kolla firði í Færeyjum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það sé í takt við vöxt Evrópulínu þess.
Meira
ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN sem Íslandsbanki hefur unnið á BN banka í Noregi er nú lokið. Könnunin var eitt af skilyrðum Íslandsbanka fyrir því að yfirtökutilboð í BN banka skyldi standa.
Meira
HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu tæplega 7,8 milljörðum króna . Mest voru viðskipti með íbúðabréf en viðskipti með hlutabréf námu ríflega 3 milljörðum króna. Úrvalsvísitala hækkaði um 1,69% og er nú 3.436 stig .
Meira
ÚTGEFENDUR bandaríska dagblaðsins Boston Herald hyggjast reyna að koma í veg fyrir að fjölmiðlasamsteypan New York Times Co ., sem m.a. á dagblaðið Boston Globe , kaupi 49% hlut í dagblaðinu Metro Boston sem dreift er ókeypis.
Meira
KAUPHÖLL Íslands hefur samþykkt fram komna beiðni um afskráningu hlutabréfa Opinna kerfa Group hf. af Aðallista Kauphallarinnar. Kögun hf. hefur eftir yfirtökutilboð eignast 97,16% af heildarhlutafé félagsins.
Meira
SAMHERJI hf. hefur verið dæmdur til að greiða norska ríkinu 14 milljónir norskra króna, sem samsvarar tæplega 142 milljónum króna í skaðabætur samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Meira
GREINING Íslandsbanka spáir 15% hækkun á Úrvalsvísitölu Aðallista Kauphallar Íslands á árinu 2005. Í spánni segir að góður gangur sé í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyrirtækja almennt góðar.
Meira
GÓÐAR horfur eru í rekstri fyrirtækja í Kauphöll Íslands á þessu ári, að mati Greiningardeildar Landsbankans, sem gerir ráð fyrir að samanlögð velta tólf stærstu félaga í framleiðslu, þjónustu og iðnaði aukist um ríflega 12% á milli ára og nemi samtals...
Meira
"Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og um hátíðarnar bókuðu sig yfir fjögur hundruð manns á Netinu til Alicante eftir að við kynntum 36% lækkun á fargjöldum þangað frá fyrra ári," segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, sem býður...
Meira
BARNASKÓLI Hjallastefnunnar er hálfgerður sveitaskóli sem er til húsa á Vífilsstöðum. Þessi litli skóli hefur starfað í tvö ár, en í honum eru nemendur á aldrinum fimm til sjö ára.
Meira
ÁRAMÓT sjá margir sem upphaf að nýju tímabili og þá um leið vettvang til að taka til í ,,geymslunni. Árið sem er að líða er gert upp og línurnar lagðar fyrir það sem er að renna upp.
Meira
Safn tileinkað Churchill Stórt safn helgað fyrrum forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, verður formlega opnað á þessu ári. Safnið er hið fyrsta í heiminum af sinni stærðargráðu og verður hluti Konunglega stríðssafnsins (e.
Meira
Þeim Íslendingum fjölgar sem láta drauminn um að sigla seglskútu um suðræn höf og kafa innan um gullfiska verða að veruleika. Jóhanna Ingvarsdóttir hlustaði á þrjá reynslumikla skútukapteina velta upp leiðum til að láta drauminn rætast.
Meira
Búið er að opna tónlistarvef á heimasíðu Námsgagnastofnunar www.nams.is. Vefurinn sem heitir Tónlist í tímans rás er nýr tónlistarvefur sem Námsgagnastofnun gefur út og er opinn fyrir alla á heimasíðu stofnunarinnar.
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, 8. janúar, verður sjötugur myndlistarmaðurinn Teddi, Magnús Theódór Magnússon . Eiginkona hans er Guðbjörg Ársælsdóttir og eru þau til heimilis að Eskihlíð 18a.
Meira
Reykjavíkurmót í sveitakeppni Reykjavíkurmótið í sveitakeppni verður spilað í janúar að venju og kvóti Reykjavíkur hefur stækkað frá síðasta ári, er nú 15 sveitir í stað 12 á síðasta keppnistímabili.
Meira
Hrefna Guðmundsdóttir er fædd árið 1964 í Reykjavík. Hún lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og prófi í verðbréfamiðlun frá Endurmenntunarstofnun Íslands. Hún stundar nú kennsluréttindanám í KHÍ. Hrefna starfaði í 3 ár hjá Landsteinum við námskeiðahald og fræðslustjórnun, en gegnir nú starfi fræðslu- og upplýsingastjóra hjá Umhverfisstofnun. Maki Hrefnu er Jens Páll Hafsteinsson verkfræðingur og eiga þau 4 börn.
Meira
Laugavegur | "Hefur þú upplifað geðveiki?" er yfirskrift sýningar sem Baldur Björnsson myndlistarmaður opnar í Gallerí Banananas í dag kl. 18. Viðfangsefni Baldurs, sem hefur einnig unnið að ýmiss konar tónlistarsköpun, tengjast m.a.
Meira
Njörður P. Njarðvík í Seltjarnarneskirkju FÍKNIEFNI eru vaxandi ógn við íslensk ungmenni og hefur fíknaefnavandinn herjað á flestar fjölskyldur þessa lands í einni eða annarri mynd.
Meira
Lögfræðingurinn Jón Timothy Samson er einn af þungavigtarmönnum íslenska samfélagsins í Manitoba og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi í Winnipeg undanfarin 20 ár. Hann hefur starfað hjá virtu lögfræðifyrirtæki í 40 ár. Steinþór Guðbjartsson heimsótti fyrirtækið á 28. til 30. hæð í einni hæstu byggingu Manitoba og ræddi við lögfræðinginn, sem er af íslenskum uppruna í báðar ættir.
Meira
Víkverji festi kaup á nýrri bifreið síðastliðið sumar. Hann er nefnilega einn af þeim sem þurfa að aka um á nýjum eða nýlegum bifreiðum, því fari eitthvað úrskeiðis er Víkverji gersamlega bjargarlaus og algerlega upp á aðra kominn.
Meira
KARLALIÐ FH í handknattleik heldur á mánudaginn í æfinga- og keppnisferð til Frakklands. Liðið mun dvelja í æfingabúðum í París í vikutíma og leika þrjá leiki, gegn landsliði Katar, sem er að búa sig undir þátttöku á heimsmeistaramótinu, franska 1.
Meira
GESTUR Gylfason, knattspyrnumaður, hefur ákveðið að ganga til liðs við sína gömlu félaga í Keflavík að nýju. Gestur hefur undanfarin fjögur ár leikið með Grindavík en var áður í herbúðum Keflvíkinga.
Meira
* GUÐMUNDUR L. Bragason, fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur tilkynnt félagaskipti úr Grindavíkur og ætlar sér að leika með 1. deildarliði Breiðabliks á lokaspretti Íslandsmótsins .
Meira
NÝLIÐAR Hauka í 1. deild kvenna í körfuknattleik sigruðu ÍS í lokaleik 11. umferðar, 77:61. Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka og skoraði 39 stig, tók 13 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og varði 3 skot frá leikmönnum ÍS.
Meira
ÍSLENDINGARNIR í ensku knattspyrnunni eiga misjafna leiki fyrir höndum í bikarkeppninni í dag. *Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea fá 3. deildarliðið Scunthorpe í heimsókn. *Hermann Hreiðarsson og samherjar í Charlton taka á móti 3.
Meira
* ÍVAR Björnsson , tvítugur miðjumaður sem leikið hefur með Fjölni í Grafarvogi, er genginn í raðir Fram . Ívar, sem hefur leikið með U-17 og U-19 ára landsliðunu lék alla 18 leiki Fjölnismanna í 1. deildinni á síðustu leiktíð og skoraði fjögur mörk.
Meira
STJARNAN á góða möguleika á því að komast í 16 liða úrslit í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna eftir jafntefli 24:24 gegn svissneska liðinu Spono Nottwil í Garðabæ í gærkvöldi. Leikin er fjögurra liða riðill í Garðabæ um helgina þar sem tvö efstu sætin gefa rétt á áframhaldandi þátttöku. Stjarnan mætir í dag tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi sem rúllaði upp gríska liðinu APS Makedonikos í gær, 30:13.
Meira
"TÝNDI sonurinn er kominn heim," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar FH, þegar Auðun Helgason skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana á miðvikudaginn í Kaplakrika.
Meira
BJARNI Guðjónsson og hans nýju samherjar í enska 1. deildarliðinu Plymouth Argyle eiga spennandi verkefni fyrir höndum í dag. Þeir fá í heimsókn spútniklið vetrarins í úrvalsdeildinni, Everton, í 3. umferð bikarkeppninnar og áhuginn fyrir leiknum í syðstu borg Englands er gífurlegur. Völlur Plymouth, Home Park, tekur um 20 þúsund áhorfendur og verður sneisafullur. Ef allir þeir sem vildu sjá leikinn hefðu getað komist að, er ljóst að 68 ára gamalt aðsóknarmet félagsins hefði fallið.
Meira
KYLFINGURINN Vijay Singh heldur uppteknum hætti á nýju ári en hann er í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Mercedes mótinu á Kapalua á Hawaii, en Singh lék á 7 undir pari, 66 höggum og er einu höggi á undan Craig Parry frá Ástralíu. Aðeins 31 kylfingur leikur á þessu PGA móti, enda er aðeins þeim sem sigruðu á PGA móti á síðasta ári boðið að vera með. Singh lék einfalt golf í fyrrinótt, fékk sjö fugla og ellefu pör en var nálægt því að fá mun fleiri fugla.
Meira
STEFÁN Gíslason, knattspyrnumaður með Keflavík, verður til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Häcken í næstu viku að því ergreint er frá í Göteborgs-posten í gær. Häcken verður nýliði í sænsku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst 10.
Meira
THIERRY Henry fær kærkomna hvíld í liði Arsenal þegar liðið tekur á móti Íslendingaliðinu Stoke í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á Highbury á morgun.
Meira
Sölvi Kolbeinsson 8 ára teiknaði þetta fína listaverk. Það er greinilega gaman hjá honum og nágrönnunum hans á Bragagötunni á gamlárskvöld. Takk,...
Meira
1) Þrumurnar mínar koma á undan eldingunni minni. Eldingin mín kemur á undan rigningunni minni. Rigningin mín brennir jörðina sem hún snertir. Hver er ég? 2) Kona nokkur situr í glugga á 12. hæð í húsi, og er að hugsa um að stökkva út um gluggann.
Meira
Hún Stína litla... ... er svo grönn að í hvert skipti sem hún fer niður að Tjörn kasta endurnar brauði í hana. Fíll og mús voru á leið yfir brú. Fíllinn: Mikið svakalega brakar í brúnni. Ég held hún sé hreinlega að detta í sundur.
Meira
Hefurðu prófað húsaspilið? Það er mjög skemmtilegt. Sko, hver þátttakandi klippir út fimm aflanga ferhyrninga og einn þríhyrning einsog sjá má á teikningunni. Hver fær síðan að kasta teningnum sex sinnum.
Meira
Fullt nafn: Jennifer Lynn Lopez. Kölluð: J-Lo eða La Lopez. Fædd: 24. júlí 1969. Hvar: Í Bronx-hverfinu, New York í Bandaríkjunum. Stjörnumerki: Ljón. Háralitur: Brúnn. Augnlitur: Brúnn. Hæð: 168 cm. Starf: Leikkona og söngkona (og dansari).
Meira
Jæja, þá er komið að þriðju keðjusögunni okkar. Það væri gaman að fá svona margar sendingar einsog í tvö seinustu skipti. Skriftarstuð á nýju ári! 1. hluti: Ívros öskraði svo bergmálaði í köldum risastóru göngunum. Arrrrg! Hann þoldi þetta ekki lengur.
Meira
1) Óliver bjó á munaðarleysingja- _ _ _ _. 2) En hann var _ _ _ _ _ _ til útfararstjóra og frú. 3) En honum tókst að _ _ _ _ _ _ _ í burtu... 4) ...og _ _ _ _ _ alla leið til London. 5) Þar bjó hann á _ _ _ _-nni, þar til hann hitti Hrapp.
Meira
Þrettándinn var seinasta fimmtudag, og því eru víst jólin búin. Sniff, sniff. Hafnfirðingar voru meðal margra sem kvöddu jólin með rentu og héldu meiriháttar þrettándahátíð með dansi og söng á Ásvöllum í boði Hauka og Hafnafjarðarbæjar.
Meira
Halló! Ég heiti Elísa Gróa og er hress og kát Garðabæjarstelpa. Ég óska eftir pennavinkonu á aldrinum 10-12 ára, sjálf er ég 10 ára en verð 11 ára í febrúar.
Meira
Hjá Leikfélagi Akureyrar er verið að sýna Óliver!, söngleikinn skemmtilega og taka um 20 börn þátt í sýningunni. Barnablaðið spjallaði við tvo aðalgaurana, Óliver og Hrapp.
Meira
Við viljum fleiri myndir í teiknisamkeppni þar sem teikna á uppáhaldspersónuna sína úr fjölskyldunni Hin ótrúlegu sem nú er í bíó. Verðlaunin eru ótrúlega flott og 25 að tölu.
Meira
Lesbók
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 2527 orð
| 2 myndir
Susan Sontag lést í lok síðasta árs. Sontag var einn áhrifamesti hugsuður Bandaríkjanna. Hún skrifaði um fagurfræði, bókmenntir, kvikmyndir, ljósmyndir, pólitík og margt fleira. Hér er ferill hennar rifjaður upp.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 1225 orð
| 3 myndir
Tónlistarárið 2004 var um margt líkt árinu á undan. Allt í sómanum gætu verið einkunnarorðin, en fátt eitt sem uppúr stóð sem einstakt eða fágætt.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 325 orð
| 1 mynd
Það rifjaðist upp fyrir mér æskuminning um daginn: Ég sit tvítugur (já, ég kalla þann aldur æskuár, krakkaormarnir ykkar) að aldri og skrifa í stílabók með Lamy-kúlupenna sem mér finnst fallegur en er allt of sleipur svo rithöndin er ekki einu sinni góð,...
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 930 orð
| 1 mynd
Danslistin í landinu var nokkuð blómleg á nýliðnu ári. Sjálfstætt starfandi listamenn voru áberandi. Aðstandendur Nútímadanshátíðarinnar sem haldin var 3.-11. september tefldu fram sjö dansverkum ásamt einu gestaverki frá Svíþjóð.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 754 orð
| 1 mynd
Síðdegi eitt í nóvember 1634 rakst Curzio Inghirami, ungur aðalsmaður frá Toscana, á forvitnilegan hlut við árbakka í nágrenni sveitaseturs fjölskyldunnar.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 405 orð
| 2 myndir
André 3000, annar helmingur hipphopptvíeykisins OutKast, hefur skrifað undir samning um fyrstu myndina sína hjá stóru kvikmyndaveri. Myndin hefur ekki enn hlotið nafn en hún er framleidd af Paramount Pictures.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 414 orð
| 3 myndir
þetta rennur í eitt fyrst ég bý hér og bý sé breytingar í Reykjavíkur- andlitum uns þau hverfa bak við ný andlit, sé trén vaxa vaxa líkt og endalaus börn; ég á orðið minningar þær vaxa, þær eru þessi borg og Hótel Borg, Hótel Æska - sannfæring,...
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 2039 orð
| 1 mynd
Hver er munurinn á orðum og verkum? Er nóg að tala til að hafa áhrif eða geta verkin ein talað? Málið reynist flóknara en það virtist í fyrstu. Í ljós kemur að orð geta vissulega haft áhrif, ekki síst í meðförum ráðamanna.
Meira
Í Reykjavíkurskáldsögunni Dís er að finna skemmtilegan kafla sem lýsir því er kvenkyns söguhetjurnar, sem hafa brugðið sér út á lífið, sitja pirraðar undir ágengni erlendra og karlkyns ferðamanna sem virðast telja sig eiga vísan aðgang að svefnherbergjum...
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 1264 orð
| 1 mynd
Gjöfult ár fyrir íslenska listdansunnendur er að baki. Þá er fyrst að nefna að sýningar Íslenska dansflokksins á árinu voru afar vel heppnaðar. Frumsýnt var dansverkið Luna eftir Láru Stefánsdóttur, gott verk og vel flutt.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 1275 orð
| 1 mynd
Hvað sem hægt er að segja um árið 2004 þá var það gott myndlistarár. Þegar litið er yfir árið virðist mér margt afar jákvætt hafa komið fram, bæði innan listarinnar sjálfrar og í starfseminni sem henni tengist.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 1033 orð
| 1 mynd
Ofbeldisópusinn Old Boy eftir s-kóreska leikstjórann Chan-wook Park er ein merkilegasta og mærðasta kvikmynd ársins 2004. Og það sem meira er, hún er í miklu uppáhaldi hjá sjálfum Quentin Tarantino.
Meira
Frosthörkur og sólvirkni, höfundar(ó)réttur, tónleikahald aftur og aftur og enn, bankaklink í Klink og Bank og bank bank enginn heima í leikhúsinu, dapurleikhúsinu, en orgelleiklist í nærveru guðs, sprelllifandi ungdómur og fjórfaldur dauðadómur, skörun...
Meira
Og sjá, ég boða yður mikinn hagnað." Eitthvað á þessa leið prédikar nýaldarbúddinn Dúddi yfir íslenskum athafnamönnum sem læra hjá honum að hugleiða gegn sálardrepandi flugleiða útrásarinnar og er sannarlega í takt við tímann.
Meira
Jónas Ingimundarson á einkar gott með að laða fram hughrif með tónlistarflutningi sínum og ekki brást hann í þeim efnum á tónleikum í Þjóðleikhúsinu hinn 26.
Meira
Þar sem ég er starfandi á Safni er mér dagskráin þar á árinu 2004 ofarlega í huga og af mörgu eftirminnilegu minnist ég sérstaklega sýningar Katharinu Grosse, Birgis Andréssonar og gjörnings Ragnars Kjartanssonar.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 427 orð
| 1 mynd
Hljómsveitin The Posies var lítt þekkt þegar hún starfaði og kannski enn síður þekkt núna, en hefur engu að síður haft töluverð áhrif í tónlistarheiminum.
Meira
Fyrst er að minnast niðurstöðunnar í málverkafölsunarmálinu sem er menningarlegt stórslys og algjört hneyksli. Spurningar vakna um hvort raunverulegur skilningur á myndlist sé til staðar í þessu þjóðfélagi.
Meira
I Í riti sínu Íslensk menning bendir Sigurður Nordal á að rithöfundi sé "engu ónauðsynlegra að kunna að þegja en segja, þó að hann yrði ekki rithöfundur, ef hann byndist allra orða".
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 716 orð
| 1 mynd
Einn óttalegasti orðaleppur sem notaður er um músík er þegar orðinu "sígild" er skeytt framan við orðið tónlist, sígild tónlist eða klassísk tónlist. Þegar ég var á togurum í gamla daga héldu skipsfélagar mínir því fram að orðin "sígild tónlist" væri í raun stytting á "leiðinleg tónlist", "sinfóníugarg" sögðu þeir og voru fljótir að lækka í messaútvarpinu.
Meira
Líku líkt Tvær gamlar kunningjakonur mættust á götu: - Það eru víst nokkur ár síðan jeg sá yður seinast. Jeg ætlaði varla að þekkja yður. Þjer eruð orðin svo ellileg. - Nei, er það satt?
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 1121 orð
| 1 mynd
Fyrir rúmum áratug náðu útgefnar ævisögur hér á landi varla máli. Skrifuð höfðu verið ógrynni viðtalsbóka á níunda áratugnum sem virtust hafa drepið nánast allan áhuga og tilfinningu fyrir persónusögulegum bókmenntum.
Meira
Hér fara á eftir ákaflega persónulegar hugleiðingar um bækur ársins 2004, þar sem því fer fjarri að ég hafi lesið allt sem út kom og á enn eftir verk eftir höfunda sem ég vænti að hefðu sett sitt mark á þetta og vil ég þar nefna helstar Auði Ólafsdóttur,...
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 1141 orð
| 1 mynd
Árið sem var að líða? Yfirlit? Nokkrir stóratburðir í samfélaginu, heiminum, skyggðu á allt. Tóku allan tíma. Ýmislegt sem áður hafði ekki verið ljóst varð skýrt. Það var ekki hægt að hugsa um annað.
Meira
8. janúar 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 656 orð
| 1 mynd
T ónleikahald hefur heldur en ekki tekið kipp á síðustu mánuðum og árum, fjölmargir hafa orðið atvinnu af því að flytja inn erlenda listamenn og sumir komast bærilega af að því er virðist.
Meira
Stuttar gnæfa hæst, Familieportrett (1 mín.), Alt i alt (4 mín.), Solitude (4 mín.), Adrift (9 mín.) og Harvey Krumpet (23 mín.). Stuttar íslenskar voru bestar Bragur , Síðasti bærinn , Síðustu orð Hreggviðs og Dagur Önnu .
Meira
Það er erfitt að svara því hvað var minnisstæðast í leikhúsunum árið 2004 því það sem einna helst einkenndi leikhúsið síðastliðið ár var meðalmennska.
Meira
!Nú voru undarleg áramót. Að vísu nokkuð venjubundin með kjöti, sósu, glimmeri og skaupi, en í kringum sjálft miðnættið einar fimmtán mínútur sem heldur voru einkennilegar. Öllu heldur einkennandi, því út úr þeim mátti margt lesa.
Meira
Samkvæmisleikir Braga Ólafssonar: Drakúla greifi og Gutenberg saman í íbúð við Hringbraut. Ég bíð eftir apokrýfu bókunum, köflunum sem Bragi kastaði út úr sögunni að sögn á lokasprettinum.
Meira
Ég tileinka leikhópnum Vesturporti árið 2004. Enginn annar leikhópur hér á landi, ekkert annað leikhús hefur komist þar sem Vesturport hefur hælana, hvort sem það er hér heima eða utan landsteinanna.
Meira
Það var ekki oft sem kvikmyndahúsin tældu mig til sín á árinu 2004 og því auðvelt að kalla fram í hugann þær myndir sem höfðu áhrif á mig á nýliðnu ári.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.