Greinar laugardaginn 15. janúar 2005

Fréttir

15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 370 orð

200 metra breitt flóðið tók með sér 14 manns

ÞJÓÐIN mun aldrei gleyma mánudeginum 16. janúar 1995. Í geysilegu illviðri á Vestfjörðum sem átti eftir að standa dögum saman féll 200 metra breitt snjóflóð á mitt þorpið í Súðavík og lenti á 15 íbúðarhúsum við Túngötu, Nesveg og Njarðarbraut. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

2.585 ráðnir frá upphafi

MEÐAL þess sem fram kom á fundinum með félagsmálanefnd Alþingis var að frá upphafi framkvæmda við Kárahnjúka hefðu verið ráðnir alls 2.585 starfsmenn, þar af 1.701 Evrópubúi, 450 Íslendingar og 434 frá löndum utan Evrópu. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 117 orð

2 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær hálffertugan mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum 173,5 grömm af maríjúana, hálfa E-pillu, 0,11 grömm af tóbaksblönduðu hassi, 145,73 grömm af kannabisstönglum og 1,35 grömm af amfetamíni. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 177 orð | 1 mynd

40 tonna aðalvél hífð um borð

NÝ aðalvél var hífð um borð í frystitogarann Baldvin NC í vikunni en skipið hefur legið við bryggju hjá Slippstöðinni undanfarnar vikur. Vélin er þýsk, af gerðinni MaK og engin smásmíði, 3.000 kW, 4.000 hestöfl og um 40 tonn að þyngd. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

50 milljónir greiddar í skatta mánaðarlega

ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo segir ásakanir um skattsvik á hendur fyrirtækinu ósanngjarnar. Í yfirlýsingu Impregilo segir að það greiði um 50 milljónir í skatta mánaðarlega og portúgalskar starfsmannaleigur greiði um 20 milljónir á mánuði. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Abbas undir þrýstingi eftir sprengjutilræði

STJÓRNVÖLD í Ísrael og Bandaríkjunum kröfðust þess í gær að Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínumanna, skæri upp herör gegn herskáum hreyfingum sem stóðu fyrir sprengjutilræði á Gaza-svæðinu. Sex Ísraelar biðu þá bana. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 666 orð | 1 mynd

Aðvörun send til átján ríkja

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, hefur sent frá sér árlega skýrslu um hvernig gengur að markaðsvæða raforkumarkaðinn í aðildarríkjunum 25 og framfylgja tilskipunum sem settar hafa verið. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Afmælisdagskrá

Hin árlega minningardagskrá á afmælisdegi Guðmundar Inga Kristjánssonar, skálds frá Kirkjubóli í Önundarfirði, verður í Holti, friðarsetri, næstkomandi laugardag, klukkan 17. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Alcan vill bætur frá olíufélögunum

STJÓRNENDUR Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, hafa ákveðið að sækja bætur á hendur olíufélögunum vegna skaða sem félagið telur sig hafa orðið fyrir af samráði olíufélaganna um viðskipti við álverið, sem leitt sé í ljós í skýrslu... Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Allur svartfugl virðist dauður í Skagafirði

"MÉR sýnist allur svartfugl sem var inni í Skagafirði hreinlega dauður úr hor," segir Sigurfinnur Jónsson, veiðimaður á Sauðárkróki, en hann áætlar að mörg hundruð ef ekki þúsund fuglar hafi drepist í firðinum. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Baugur gefur listasafni ljósmyndir

BAUGUR Group afhenti Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi að gjöf öll verk breska ljósmyndarans Brians Griffin sem eru á sýningu sem opnuð var í safninu við sama tækifæri. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 297 orð | 2 myndir

Brennivínsdraumurinn að rætast!

Heldur fór að hlýna í sunnanáttinni í gærdag og þá var ekki að sökum að spyrja, snjórinn tók að bráðna og mikil hálka myndaðist. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 161 orð

Ebadi stefnt fyrir rétt í Íran

SHIRIN Ebadi, handhafa friðarverðlauna Nóbels, hefur verið stefnt fyrir rétt í Íran. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af málinu. "Mér hefur verið stefnt fyrir byltingardómstól," sagði Ebadi í samtali við AFP -fréttastofuna á fimmtudag. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Ekkert svar borist frá Koizumi

JAPÖNSK stjórnvöld hafa enn ekki fallist á boð íslenskra stjórnvalda um að Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fái dvalarleyfi á Íslandi, segir John Bosnitch, kanadískur blaðamaður í Japan, sem unnið hefur að því, ásamt stuðningsmönnum... Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 177 orð

Enn deilt um starfsemi Mjallar-Friggjar

TILLAGA Samfylkingarinnar í Kópavogi þess efnis að skipulagsstjóra verði falið að kanna hvort hægt sé að finna stað eða lóð innan Kópavogs sem myndi henta fyrir starfsemi Mjallar-Friggjar var felld á fundi bæjarráðs Kópavogs á fimmtudag. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fellst á að landsfundi verði flýtt

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segist tilbúin til þess að fallast á að landsfundur flokksins verði haldinn í vor, en ekki í haust, eins og hingað til hefur verið rætt um. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 537 orð | 1 mynd

Foringi úr "skítuga stríðinu" fyrir rétt á Spáni

RÉTTARHÖLD yfir fyrrverandi sjóliðsforingja í her Argentínu hófust á Spáni í gær. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 81 orð

Formannssigur | Gylfi Þórhallsson formaður Skákfélags...

Formannssigur | Gylfi Þórhallsson formaður Skákfélags Akureyrar sigraði á 10 mínútna móti fyrir 45 ára og eldri um síðustu helgi. Keppendur voru 7 og tefldu allir við alla. Gylfi sigraði með fullu húsi, fékk 6 vinninga af 6 mögulegum. Í 2. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Forsætisráðuneytið styrkir gerð plakata

Á BYGGÐAÞINGI í Finnlandi fyrir nokkru sýndi Fríða Vala Ásbjörnsdóttir veggspjöld um verkefnið, Unglingurinn á landsbyggðinni, þar sem byggðasjónarmið íslenskra unglinga vöktu athygli. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fylgst verður með árangrinum

Gert er ráð fyrir að meðferðarteymið sinni einkum þessum verkefnum: Uppeldislegri og almennri ráðgjöf og fræðslu fyrir barnafjölskyldur. Einstaklingsmeðferð barna. Fjölskylduviðtölum og meðferð sem beinist m.a. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 458 orð

Föst óunnin yfirvinna heyrir sögunni til

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur lagt til að nýjar tillögur vinnuhóps um yfirvinnu starfsmanna bæjarins verði samþykktar á fundi bæjarstjórnar næsta þriðjudag, 18. janúar. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Greiða skatta í Portúgal vegna tvísköttunarsamnings

ÁGREININGUR er til umfjöllunar yfirskattanefndar um skattskyldu portúgalskra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun, sem starfa skemur en 183 daga á ári. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 49 orð

Götur í Hópshverfi fá heiti

Grindavík | Nýtt íbúðarhverfi í Grindavík sem gengið hefur undir vinnuheitinu Norðurhverfi hefur fengið nafn sem og göturnar í því. Byggingar- og skipulagsnefnd Grindavíkur leggur til að hverfið fái heitið Hópshverfi. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Hafa mikil áhrif á stóru svæði

AÐALFUNDUR Félags sjálfstæðismanna í austurbæ og Norðurmýri mótmælir harðlega fyrirhuguðum fyrirætlunum borgaryfirvalda um breytt skipulag svæðisins í kringum Hlemmtorg, að því er fram kemur í ályktun félagsins. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 211 orð

Háþrýstingur að verða að alheimsfaraldri

OF hár blóðþrýstingur verður orðinn að alvarlegu vandamáli um allan heim árið 2025. Er það niðurstaða nýrrar rannsóknar en hún bendir til, að eftir tuttugu ár muni þriðji hver jarðarbúi þjást af þessum kvilla. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 259 orð | 1 mynd

Hef alltaf haldið góðum tengslum við sveitirnar

Flúðir | Ólafur B. Ólafsson, tónmenntakennari og harmónikkuleikari, færði Hrunamannahreppi að gjöf lag á Baðstofukvöldi sem efnt var til í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum á dögunum. Flutti hann lagið ásamt dóttur sinni, Ingibjörgu Aldísi. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð

Hjúkrunarfræðingar styðja neyðarhjálp í Asíu

STJÓRN Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað á fundi sínum nýlega að veita eina milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Suðaustur-Asíu. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 77 orð

Hlutafé í Norðurskel | Bæjarráð Akureyri...

Hlutafé í Norðurskel | Bæjarráð Akureyri hefur heimilað bæjarstjóra að ganga til samninga við væntanlega hluthafa Norðurskeljar ehf. um hlutafjárþátttöku Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar í fyrirtækinu. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 553 orð

Hnattvæðing eykur hryðjuverkavá

UPPGANGUR Kína og Indlands mun valda straumhvörfum í alþjóðamálum á öldinni, hnattvæðingin á þátt í að auka öryggisleysi um allan heim og svo gæti farið að róttækar aðgerðir í öryggismálum til að sporna við hryðjuverkum græfu undan grundvallarforsendum... Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Hrossin í Skiphelli

Mýrdalur | Hross frá Höfðabrekku í Mýrdal halda til í Skiphelli sem er við þjóðveginn, vestast í Höfðabrekkuhömrum. Þótt hellirinn sé nú nokkuð frá sjó var þar útræði fyrrum, eins og nafnið gefur til kynna. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð

Hvítar myndir verða til

SAMKVÆMT nýja skipuriti 365 ljósvakamiðla og 365 prentmiðla sem kynnt var á starfsmannafundi í gærmorgun hafa framleiðsludeildir 365 ljósvakamiðla verið klofnar frá öðrum rekstri og um þær stofnað nýtt fyrirtæki undir heitinu Hvítar myndir, en yfirmaður... Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð

Hættustig á Patreksfirði um tíma

HÆTTUÁSTAND vegna snjóflóðahættu var um tíma á Patreksfirði í gærmorgun og fram eftir degi. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 267 orð

Impregilo vildi ekki vera með verkalýðsforystunni

FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis kom saman í gær til að kynna sér deilur um ráðningarmál við Kárahnjúkavirkjun og ræða við málsaðila. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 189 orð

Írak er uppeldisstöðin

ÍRAK hefur tekið við af Afganistan sem helsta uppeldisstöð hryðjuverkamanna og dregur þá til sín eins og segull, segir í nýrri skýrslu sem hugveita á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, samdi. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 571 orð | 1 mynd

Ísfirðingum verður seint fullþakkað

Dagbjört Hjaltadóttir var einn þeirra Súðvíkinga sem ekki lentu í snjóflóði. Hús hennar við Aðalgötu slapp óskemmt en hún þurfti eigi að síður eins og svo margir aðrir Súðvíkingar að yfirgefa heimili sitt í skyndi ásamt manni sínum og tveimur börnum. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Íslensk lukkudýr á Ewood Park?

JÓHANN Waage er líklega eini stuðningsmaður enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn Rovers hér á landi svo vitað sé en afi hans, Gísli Bjarnason, sá til þess á sínum tíma að Jóhann batt trúss sitt við félagið. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Landssöfnun nær hámarki

MIKIÐ verður um að vera í dag í tengslum við landssöfnunina Neyðarhjálp úr norðri, en hún nær hámarki í kvöld með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins frá Efstaleiti sem hefst kl. 19.40. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Langtum meiri mengun frá verksmiðju Alcoa

BORIST hefur eftirfarandi athugasemd frá Hjörleifi Guttormssyni, fyrrv. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 138 orð

Loftskip ekki í sérstakri skoðun

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir loftskip sem samgöngutæki á milli lands og Eyja ekki vera til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu sem mögulegur samgöngumáti. Fram kom í Morgunblaðinu sl. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að kalla starfsfólk úr fríum

ÓVENJUMIKIÐ álag hefur verið á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) undanfarna daga vegna inflúensu og annarra pesta sem herja á landsmenn. Framkvæmdastjórn LSH ákvað því í fyrradag að bæta við 24 aukarúmum á spítalanum í Fossvoginum og við Hringbraut. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 192 orð

Námsfólk fær afslátt með áætlunarbílum

Reykjanesbær | Samkomulag hefur náðst um það að SBK sem annast almenningssamgöngur milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins bjóði námsmönnum úr Reykjanesbæ sem stunda nám í Reykjavík helmings afslátt af fargjöldum. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 175 orð

Neita að greiða í sjóð ESB

UTANRÍKISRÁÐHERRA Sviss lýsti yfir því í gær að ekki kæmi til greina að landsmenn inntu af hendi framlag í þróunarsjóð Evrópusambandsins vegna nýrra aðildarríkja þess í álfunni austanverðri. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Opið hús í nýju útibúi Landsbankans

LANDSBANKI Íslands opnaði í gær nýtt útibú í Kópavogi, í nýju húsi yfir Gjánni, Hamraborg 8, og er Landsbankinn fyrsta fyrirtækið sem tekur til starfa í nýja húsinu. Útibúið er opið frá 9.15-16, alla virka daga. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Ótvíræð skattskylda hér á landi

ENGINN vafi leikur á því að mati embættis ríkisskattstjóra að erlendir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun eigi skattskyldu hér á landi. Indriði H. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

"Fyrsti gesturinn á Títan"

"ÞETTA er vísindalegur stórsigur, fyrsti gesturinn á Títan," sagði Jean-Jacques Dordain, yfirmaður Evrópsku geimvísindastofnunarinnar, í gær er ljóst var orðið, að evrópska könnunarfarið Huygens var lent heilu og höldnu á Títan, einu tungla... Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

"Gjörbreytir aðstöðu okkar"

KOMIÐ hefur verið á fót meðferðarteymi við Heilsugæslustöðina í Grafarvogi sem ætlað er að veita bæði geð- og sálfélagslega þjónustu vegna vanda barna og fjölskyldna þeirra. "Þetta gjörbreytir aðstöðu okkar til þess að veita börnum hér þjónustu. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

"Glæsilegasta þorp Vestfjarða"

Sá tími sem fór í hönd eftir snjóflóðið var afskaplega erfiður," segir sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði sem var sóknarprestur Súðvíkinga á árunum 1991-2000. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1742 orð | 1 mynd

"Höfum aðlagast breyttum aðstæðum"

Súðavík er gullkista hvað varðar tækifæri til uppbyggingar að mati sveitarstjórans Ómars Más Jónssonar sem tók við sveitarstjórastarfinu í október 2002. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

"Líður virkilega vel hérna"

Hún telur sig hafa fundið fyrir vaxandi ró eftir þriggja ára samfellda búsetu á Súðavík eftir að hafa flust tvívegis frá bænum á þeim áratug sem liðin er frá snjóflóðunum miklu. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd

"Lífið heldur áfram"

Frosti Gunnarsson og fjölskylda hans lágu klukkustundum saman grafin í snjóflóðinu á Súðavík, en björgunarsveitarmönnum tókst að ná til þeirra í tæka tíð. Meira
15. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

"Smekklausasta fífl landsins"

DAGBLÖÐ í Bretlandi sýndu Harry Bretaprins, yngri syni Karls Bretaprins og Díönu heitinnar prinsessu, enga miskunn í gær er þau fjölluðu um þá ákvörðun hans að klæðast nasistabúningi í afmælisveislu vinar síns. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 483 orð

"Öfundsvert að vera í þessari stöðu"

Hveragerði | "Við höfðum orðið varir við áhuga á þessum lóðum en eftirspurnin kom þó skemmtilega á óvart. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 275 orð

Rangt að tala um óbreytta markaðshlutdeild

SKELJUNGUR telur sig hafa sýnt fram á það fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála að alvarlegir annmarkar séu á ákvörðun samkeppnisráðs, að sögn Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, lögmanns Skeljungs, spurður út í málflutning í olíumálinu svonefnda fyrir... Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 133 orð | 1 mynd

Risavaxnir snjókarlar

Mývatnssveit | Hafin er vinna við verkefnið Snow Magic eða Snjór og menning eins og verkefnið hefur verið nefnt í Mývatnssveit. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Ríkið við Lindargötu lagt að velli

ÖFLUGAR vinnuvélar hófu í gær að rífa niður bygginguna við Lindargötu 46 þar sem útsala ÁTVR, Lindin svonefnda, var til húsa á neðri hæð um áratuga skeið. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 344 orð

Rúta fauk útaf og rann tugi metra niður hlíð

FERÐ körfuknattleiksliðs Hauka norður á Sauðárkrók í vikunni var hálfgerð óheillaferð. Liðið tapaði leiknum gegn Tindastól og á leiðinni suður á fimmtudagskvöldið valt rúta þeirra Haukamanna í mikilli hálku og hvassviðri og rann tugi metra á hliðinni. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

Ræddu stöðu mannréttinda í Afríku

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sótti, í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, samráðsfund utanríkisráðherra Norðurlanda og tíu Afríkuríkja í Finnlandi. Á fundinum, sem fram fór í gær og fyrradag, var m.a. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 510 orð | 1 mynd

Samþætta á rekstur og skerpa aðgreiningu miðla

ÍSLENSKA útvarpsfélagið og Frétt ehf. hafa fengið ný nöfn, 365 - ljósvakamiðlar og 365 - prentmiðlar og vísa nöfnin, að sögn Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra 365, til þess að miðlar fyrirtækisins ætla sér að veita þjónustu allan ársins hring. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

SÁÁ fær 20 milljónir vegna lyfjameðferðar ópíumfíkla

SAMKOMULAG hefur náðst um greiðslur heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins til SÁÁ vegna lyfjakostnaðar við meðferð ópíumfíkla, sem SÁÁ sinnir, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð

Síminn setur verðþak á netþjónustu

UM síðustu áramót urðu breytingar á verðskrá netþjónustu Símans sem fela í sér að verð fyrir ADSL þjónustu fer ekki yfir tiltekin mörk, óháð því hve mikið af gögnum er halað niður. Meira
15. janúar 2005 | Minn staður | 373 orð | 1 mynd

Sjö nýjar kennslustofur teknar í notkun

Þorlákshöfn | Mikill fögnuður, gleði og eftirvænting var hjá nemendum Grunnskólans í Þorlákshöfn þegar formlega voru teknar í notkun sjö kennslustofur í viðbyggingu við skólann, þar á meðal eru raunvísindastofa og skólaeldhús. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð

Stofna félag um þekkingarstjórnun

STOFNFUNDUR Félags um þekkingarstjórnun var haldinn 13. janúar sl. og mættu um 40 manns á fundinn. Auk þess hafa fleiri skráð sig sem stofnfélaga. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð

Stórmarkaður hestamanna opnaður

OPNAÐUR hefur verið fyrsti Stórmarkaður hestamanna á Netinu á www.847.is. Tilgangur verslunarinnar er að hafa allar helstu hestavöruverslanir landsins á einum stað. Í versluninni er að finna marga vöruflokka t. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 226 orð

Súðavík gefur 100 þúsund krónur í landssöfnun

SVEITARSTJÓRN Súðavíkur hefur gefið 100 þúsund krónur í landssöfnunina Neyðarhjálp í norðri vegna hamfaranna í Asíu. Það gerir 435 kr. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Sykursjúkum börnum gefnir farsímar sem öryggistæki

LIONSKLÚBBURINN í Hafnarfirði hefur gefið sykursjúkum börnum farsíma til að tryggja öryggi þeirra í lífi og starfi. Í haust hóf klúbburinn söfnun til styrktar málefninu. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Telja sig eiga inni skatta vegna 440 starfsmanna

EIRÍKUR Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir sveitarfélagið ekki enn hafa fengið útsvarstekjur vegna allra erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð

Um jólaprédikun

Í jólaprédikun sinni talaði séra Hjálmar Jónsson um að við tengdum tilfinningar hjartanu og rifjaði upp vísu sem Magnús Jóhannsson, heimilismaður á Elliheimilinu Grund, gaukaði að honum. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 297 orð

Úr bæjarlífinu

Námskeiðin hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands byrja upp úr miðjum janúar og er framboðið afar fjölbreytt. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Vann afnot af bíl

Gísli Guðbjörnsson úr Breiðholti í Reykjavík er vinningshafi í leiknum Lifðu frítt í eitt ár sem Nettóverslanirnar stóðu fyrir í desember. Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vill endurskoða viðbrögð vegna ágengra gæsa

"ÉG HELD að við hljótum að þurfa aðeins að fara yfir þetta mál að endurskoða hugsanleg viðbrögð við þessu, því það er auðvitað ekki ásættanlegt að skemmtiferð niður á tjörn að gefa öndunum brauð snúist upp í andhverfu sína," segir Steinunn... Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Víða umferðaróhöpp í hálkunni

TÖLUVERT var um umferðaróhöpp víða á landinu í gær og fyrrakvöld í fljúgandi hálku sem var víðast hvar á landinu og nóg var að gera hjá starfsmönnum Gatnamálastofu Reykjavíkur við að bera sand á götur og gangstéttir borgarinnar í gærmorgun og fram eftir... Meira
15. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð

Þrjátíu daga fangelsi fyrir vegabréfasvindl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í fyrradag karl og konu frá Eþíópíu í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa vegabréfum annars fólks við komu hingað til lands milli jóla og nýárs. Fólkið var á leið til Bandaríkjanna þegar það var handtekið á... Meira

Ritstjórnargreinar

15. janúar 2005 | Leiðarar | 321 orð | 1 mynd

Hætt við hækkun

Það virðist ekki blása byrlega fyrir R-listanum þessa dagana, þegar stöðugar fréttir berast af ósamlyndi og óráðsíu, auk hækkunar skatta og gjalda á borgarbúa. Vefþjóðviljinn hefur takmarkaða hrifningu á opinberum álögum og hlífir ekki R-listanum. Meira
15. janúar 2005 | Leiðarar | 691 orð

Landsfundur Samfylkingar

Áform Samfylkingarfólks um að efna til landsfundar flokksins í vor í stað þess að halda hann í haust eru skynsamleg. Fyrirsjáanlegt er að hörð átök verða við formannskjör. Meira

Menning

15. janúar 2005 | Menningarlíf | 101 orð

Abbey Road opin almenningi

ABBEY Road-upptökusalirnir í London, sem eru stærstu upptökusalir sem byggðir hafa verið og Bítlarnir nefndu eina af plötum sínum eftir, verða opnaðir almenningi fljótlega. Þetta kemur fram á vefútgáfu The Guardian . Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Bítlaávarpið eftir Einar Má selt til Noregs

GENGIÐ hefur verið frá samningum við norska forlagið Cappelen um útgáfu á Bítlaávarpinu, skáldsögu Einars Más Guðmundssonar. Meira
15. janúar 2005 | Kvikmyndir | 511 orð | 1 mynd

Fleiri myndir á lengri tíma

FYRSTA kvikmyndahátíð nýstofnaðs fyrirtækis, Iceland Film Festival ehf., sem hefur þann tilgang að standa fyrir alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, verður haldin í apríl. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Brad Pitt lét meina breskum og bandarískum blaðamönnum aðgang að blaðamannafundi sem haldinn var í Tókýó í vikunni í kynningarskyni fyrir Ocean's Twelve, vegna þess að hann vildi ekki ræða skilnað sinn við Jennifer Aniston. Meira
15. janúar 2005 | Bókmenntir | 533 orð

Jónas Stardal segir frá

Útg.: Ís-Land, Reykjavík 2004, 222 bls. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 598 orð | 3 myndir

Leikkonur með plötusamning

Vel þekkt fyrirbæri er að fyrirsætur reyni að hasla sér völl í kvikmyndum. Oftast er það með slæmum árangri en nýjasta dæmið er brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen í myndinni Taxi , sem verið er að sýna hérlendis. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 35 orð | 1 mynd

Léttir sem fjaðrir

Eins og svo oft í heimi ballettsins virðast dansarar úr Monte Carlo-dansflokknum svífa í lausu lofti í sýningunni La Bella , eða Hin fagra , sem sýnd er um þessar mundir í Maestranza-leikhúsinu í Sevilla á... Meira
15. janúar 2005 | Kvikmyndir | 117 orð | 1 mynd

Löglegir krimmar

VERÐLAUNASTUTTMYND Hjálmars Einarssonar, Löglegir krimmar , verður frumsýnd í Laugarásbíói í dag. Myndin er í léttum dúr með smá hasar og segir frá tveimur félögum sem litaðir eru af amerísku sjónvarpsglápi. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Ólafur valinn listamaður ársins

DANSKA dagblaðið Jyllands-Posten hefur útnefnt Ólaf Elíasson listamann ársins í Danmörku. Var Ólafi veitt viðurkenning í ARoS-safninu í Árósum en þar er hann um þessar mundir með stóra sýningu sem nefnist "Minding the World". Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 158 orð

"Megi dag einn detta á þig/ Damóklesarsverðið"

FYRRI partur síðasta þáttar af Orð skulu standa var ekki auðveldur viðureignar: Ekki gefur Alfreð sig áfram hækkar verðið. Í þættinum orti Hlín Agnarsdóttir: Flestu ríða fól á slig, Framsókn missir sverðið. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Saknaði "félaganna"

Pamela Anderson segist hafa farið í brjóstastækkun aftur eftir að hún skildi við Tommy Lee , vegna þess að hún saknaði svo "félaga sinna" sem hún var með áður en hún lét minnka þau. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Samstillt átak

LANDSMENN taka höndum saman í söfnunar- og skemmtiþættinum Neyðarhjálp úr norðri sem er á dagskrá Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins í kvöld. Fjöldi listamanna kemur fram í þættinum en Vigdís Finnbogadóttir er verndari söfnunarinnar. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 37 orð

Saumastofan 30 árum síðar

eftir Agnar Jón Egilsson, byggt á leikriti Kjartans Ragnarssonar. Meira
15. janúar 2005 | Menningarlíf | 1120 orð | 2 myndir

Þetta er fyrst og fremst kabarett og okkur leyfist allt

Leikfélagið Tóbías er nýtt af nálinni og þreytir frumraun sína á Litla sviði Borgarleikhússins á morgun, í verkinu Saumastofunni, 30 árum síðar. Bergþóra Jónsdóttir komst að því í samtali við höfundinn, Agnar Jón Egilsson, að það fjallar ekki um Saumastofufólk Kjartans Ragnarssonar komið undir sjötugt - heldur persónurnar sem hann skapaði, og hvernig þær pluma sig í nútímanum. Meira
15. janúar 2005 | Bókmenntir | 582 orð

Þrjár ólíkar árbækur

5. árg. Útg.: Hornið Ritstj. og ábm.: Hannes Garðarsson Ólafsfirði, 124 bls. Meira

Umræðan

15. janúar 2005 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Býsn og fádæmi

Sverrir Hermannsson fjallar um stríðið í Írak: "Feluleikir og fimbulfamb landstjórnarmanna vegna afglapa þeirra í Írak eru býsn og með fádæmum." Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Engar skattahækkanir í Mosfellsbæ

Haraldur Sverrisson fjallar um skattahækkanir sveitarfélaga: "...á árinu 2005 munu skattar ekki hækka í Mosfellsbæ." Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 483 orð | 1 mynd

Fótboltastærðfræði

Jón Þorvarðarson skrifar um stærðfræði: "Þessi framsetning íþróttafréttamanna gengur ekki upp..." Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 282 orð | 1 mynd

Hlúð að fötluðum á Seltjarnarnesi

Sigrún Edda Jónsdóttir fjallar um félagsþjónustu: "Mér þykir því ósanngjarnt að borgarstjórinn í Reykjavík sé að slá sig til riddara með því að fullyrða að þjónusta sé betri en í nokkru öðru sveitarfélagi..." Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Kvóti og byggðamál

Pétur Bjarnason fjallar um fiskveiðistjórnun: "Ég vek á því athygli að þótt ég styðji aflamarkskerfi er ég ekki í þessari grein að tala fyrir því sérstaklega." Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 679 orð | 3 myndir

Lykill að öflugri sókn

Vísindalegt framhaldsnám mun skipta vaxandi máli fyrir þróun atvinnulífs á Íslandi. Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Rekur okkur í átt að ESB?

Andrés Pétursson svarar Ragnari Árnasyni: "Ætti Ísland við þær kringumstæður að snúa baki við Evrópuhöfninni og reyna frekar að beina Íslandsskútunni með manni og mús til Ameríku? Eða Asíu?" Meira
15. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 133 orð

Sápukúlur efnahagslífsins

Frá Guðjóni Jenssyni, bókfræðingi, leiðsögumanni og tómstundablaðamanni:: "MIG langar til að þakka Ragnari Önundarsyni viðskiptafræðingi og bankamanni fyrir mjög þarfa hugvekju í Morgunblaðinu 13. janúar: Sápukúlur springa að lokum." Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Skipulagsklúðrið á Nesinu

Guðrún Helga Brynleifsdóttir fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi: "Athugasemdir Skipulagsstofnunar við aðalskipulagið kalla á heildarendurskoðun á málinu." Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 1590 orð | 1 mynd

Tíminn styttist við Kárahnjúka!

Ef ekki verður tekið á þeim vandamálum sem uppi eru verður enginn friður um þessa framkvæmd og vandamálin munu hlaðast upp og sífellt verður erfiðara að bregðast við þeim. Meira
15. janúar 2005 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Útlánaaukning og staða fjölskyldunnar

Ragnar Önundarson fjallar um efnahagsmál og stöðu fjölskyldunnar: "Það er að mínum dómi óhjákvæmilegt að seðlabankar hafi augun á þessu, af því að mikil skuldsetning heimilanna getur valdið sápukúlu-áhrifum og skapað fólki alveg sérstaka og jafnvel óbærilega áhættu ef verð tekur að falla." Meira
15. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 405 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Unga fólkið ÉG varð þess vör daginn eftir þrettándann að 2 drengir á grunnskólaaldri gengu um og sprengdu smáflugelda. Leið þeirra lá framhjá gæsahóp. Meira

Minningargreinar

15. janúar 2005 | Minningargreinar | 420 orð | 1 mynd

EIRÍKUR EINARSSON

Eiríkur Einarsson fæddist í Hallskoti í Fljótshlíð 17. júlí 1933. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Eiríksdóttir, f. 13.12. 1893, d. 8.4. 1966 og Einar Þorsteinsson, f. 7.5. 1892, d. 17.9. 1968. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 1306 orð | 1 mynd

FRIÐRIK FR. HANSEN

Friðrik Friðriksson Hansen fæddist á Sauðárkróki 2. júní 1947. Hann lést á heimili sínu á Hvammstanga 30. desember síðastliðinn. Hann var yngsta barn hjónanna Friðriks Hansens frá Sauðá, f. 17. janúar 1891, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 4512 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR

Guðrún Jakobsdóttir fæddist á Litla-Enni á Blönduósi 2. október 1921. Hún andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 5. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar Hjartardóttur húsmóður, f. 24. ágúst 1884, d. 15. okt. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 1795 orð | 1 mynd

GUNNAR PÁLL BJÖRNSSON

Gunnar Páll Björnsson fæddist á Grjótnesi á Melrakkasléttu, 30. janúar 1905. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Stefán Guðmundsson, bóndi, og kona hans Aðalbjörg Pálsdóttir, ljósmóðir. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 28 orð

INGVELDUR Ó. BJÖRNSDÓTTIR

Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku amma okkar, alltaf varst þú svo góð við okkur. Ísabella og... Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 1165 orð | 1 mynd

INGVELDUR Ó. BJÖRNSDÓTTIR

Ingveldur Ólafía Björnsdóttir húsfreyja á Skútustöðum fæddist á Ósi í Skilmannahreppi 10. febrúar 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Lárusson, f. á Kóngsbakka í Helgafellssveit 13. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 2858 orð | 1 mynd

JÓHANN MAGNÚSSON

Jóhann Magnússon fæddist á Ísafirði 22. apríl 1945. Hann andaðist á sjúkrahúsi Ísafjarðar 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Örnólfur Jóhannsson, f. 28.9. 1916, d. 27.1. 1997, og Margrét Sigríður Jónasdóttir, f. 29.5. 1917, d. 23.1. 2002. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 651 orð | 1 mynd

ÓLAFUR SIGURVIN TRYGGVASON

Ólafur Sigurvin Tryggvason fæddist á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 9. júní 1920. Hann lést á Dalbæ á Dalvík 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóhannsson, f. á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 11. apríl 1882, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 2893 orð | 1 mynd

PÁLL SÍMONARSON

Paul Erik Símonarson, eða Páll, eins og hann var ævinlega nefndur, fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1948. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 4. janúar síðastliðins. Foreldrar hans eru báðir danskir en móðir hans, Doris Jelle, f. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 1054 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ÁSGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR

Sigríður Ásgerður Sæmundsdóttir fæddist á Ísafirði 2. nóvember 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sæmundur Svanberg Albertsson, f. á Ísafirði 16. febrúar 1906, og Helga Kristín Guðjónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2005 | Minningargreinar | 1457 orð | 1 mynd

VILHJÁLMUR ÓSKARSSON

Vilhjálmur Óskarsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 18. október 1910. Hann lést 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar Vilhjálms voru Óskar Á. Þorsteinsson bóndi í Hamarsgerði, f. 6.12. 1873, d. 20.2. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

15. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 82 orð

30.600 tonn af loðnu á land

FRÁ áramótum hefur verið landað 30.600 tonnum af loðnu. Tæp 14.000 tonn hafa farið til frystingar, 2.500 tonn verið fryst um borð í veiðiskipum og 11.400 hafa farið í bræðslu, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Meira
15. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 367 orð | 1 mynd

Minni fiskafli en óbreytt verðmæti

HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði var 80.600 tonn og er það 9.000 tonnum minni afli en í desembermánuði 2003 en þá var aflinn 89.600 tonn. Meira
15. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 163 orð | 1 mynd

Samherji kaupir skip til loðnuveiða

VEGNA mikillar aukningar í aflaheimildum á loðnu hefur Samherji hf. gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Högabergi FD frá E.M. Shipping í Færeyjum. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Meira

Viðskipti

15. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Atlantsskip hefja siglingar til Vlissingen

ATLANTSSKIP hefja í dag vikulegar viðkomur í Vlissingen í Hollandi . Með þessu eiga viðskiptavinir Atlantsskipa að fá traustari farveg fyrir farm sinn. Þetta var meðal þess sem skýrt var frá á útflutningsdegi Atlantsskipa sem haldinn var í gær. Eggert H. Meira
15. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Aukin sala hjá Geest

SALA breska matvælafyrirtækisins Geest jókst um 5% á síðasta ári. Talsmenn fyrirtæksisins segja að áætlanir gangi eftir á þessu ári, þrátt fyrir mikla samkeppni á matvörumarkaði . Meira
15. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

Íslenskir bankar enn tengdir við yfirtöku

KB banki og Landsbankinn voru aftur í gær, eins og í fyrradag, nefndir í breskum fjölmiðlum sem hugsanlegir bjóðendur í breska fjárfestingarbankann Durlacher. Meira
15. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 30 orð

Leiðrétting

Í frétt í Morgunblaðinu í gær af skattadegi Deloitte í fyrradag urðu þau mistök að eftirnafn Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, féll niður. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu... Meira
15. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 484 orð | 1 mynd

Mikilvægt að undirbúa einkavæðingu vel

GÓÐUR undirbúningur er afar mikilvægur við einkavæðingu Landssíma Íslands, að sögn Klaus-Dieter Scheurle, framkvæmdastjóra hjá Credit Suisse First Boston, en hann var á sínum tíma formaður nefndar sem starfaði að einkavæðingu þýska símafyrirtækisins... Meira
15. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 118 orð | 1 mynd

Toyota semur við Eimskip

TOYOTA hefur samið við Eimskip til tveggja ára um flutning á bílum til landsins. Samskip hefur undanfarin tvö ár annast flutningana. Það er Toyota í Evrópu sem býður út flutninga til Íslands en P. Meira
15. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Úrvalsvísitalan hækkaði í Kauphöllinni

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu samtals 10,4 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,1 milljarð og hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 0,9%. Meira

Daglegt líf

15. janúar 2005 | Daglegt líf | 311 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á Bandaríkin

Icelandair mun í sumar fljúga í áætlunarflugi til 21 borgar í Bandaríkjunum og í Evrópu. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa, er hér um að ræða eftirsóttustu og merkustu borgir beggja vegna hafsins og þaðan liggja svo leiðir til allra átta. Meira
15. janúar 2005 | Daglegt líf | 334 orð | 1 mynd

Boðorðin tíu og náttúruhamfarir

Börnin í 5 BIS í Giljaskóla á Akureyri voru nýbúin að vinna með boðorðin 10 og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar náttúruhamfarirnar dundu yfir í Asíu á annan í jólum. Meira
15. janúar 2005 | Daglegt líf | 622 orð | 1 mynd

Dubai og ítalskar villur

Ferðaskrifstofan Príma ásamt Heimsklúbbi Ingólfs er nú komin undir hatt Ferðaskrifstofunnar Emblu, sem sérhæft hefur sig í ferðum í litlum hópum til framandi og fjarlægra áfangastaða. Ingiveig Gunnarsdóttir stofnaði Emblu árið 2000 og í október sl. Meira
15. janúar 2005 | Daglegt líf | 468 orð

Fólk á rétt á upplýsingum

Á undanförnum áratugum hefur sú þróun átt sér stað að notendur heilbrigðisþjónustunnar hafa orðið æ meðvitaðri um rétt sinn til að fá upplýsingar um bæði þá þjónustu sem stendur til boða og hvaða meðferð hentar þeim best. Meira
15. janúar 2005 | Daglegt líf | 85 orð | 1 mynd

Konur vilja fara til Rómar

Ferðalög til stórborga eru vinsæl, sérstaklega meðal kvenna og ungs fólks, að því er fram kemur á vef Aftenposten. Róm er vinsælasta borgin skv. norskri könnun en sjö af hverjum tíu langar að heimsækja ítölsku höfuðborgina á árinu. Meira
15. janúar 2005 | Daglegt líf | 788 orð | 4 myndir

Lifandi bryggja í Bergen

Ef förinni er heitið til Bergen, annarrar stærstu borgar Noregs, er sérstaklega mælt með að regnhlíf sé með í för. Sagan segir að í borginni rigni vel á þriðja hundrað daga á ári. Meira
15. janúar 2005 | Daglegt líf | 210 orð | 1 mynd

Silungs- og sauðnautaveiði á Grænlandi

Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ætlar í sumar að bjóða u pp á tvær nýjungar fyrir Íslendinga. Báðar fela þær í sér vikuferðir til Grænlands, annars vegar á silungsveiðar og hinsvegar á sauðnautaveiðar. Meira
15. janúar 2005 | Daglegt líf | 207 orð | 1 mynd

Svíar hlæja lítið í vinnunni

Svíar hlæja minnst Norðurlandaþjóða í vinnunni, að því er netkönnun leiðir í ljós. Aðeins helmingur Svía hlær eitthvað á hverjum vinnudegi samanborið við þrjá af hverjum fjórum Norðmönnum, eins og greint er frá á vef norska blaðsins Aftenposten. Meira

Fastir þættir

15. janúar 2005 | Dagbók | 35 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

35 ÁRA afmæli . Í dag, 15. janúar, er 35 ára Dagmar Ósk Helgadóttir hárgreiðslumeistari, búsett í Skanderborg í Danmörku . Hún er að heiman á afmælisdaginn en verður þess í stað hjá mömmu sinni í... Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 103 orð | 1 mynd

Bæjarútgerðin kvödd

Hafnarfjörður | Húsnæði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hefur undanfarin ár verið vinnustaður fjölda listamanna af mörgum sviðum, en nú stendur til að rífa þetta gamla og sögufræga hús, enda er það farið að láta allnokkuð á sjá. Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 24 orð

En ég bið til þín, Drottinn,...

En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar. Svara mér, Guð, í trúfesti hjálpræðis þíns sakir mikillar miskunnar þinnar. (Sálm. 69, 14.) Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 181 orð | 1 mynd

Háskólasinfóníuhljómsveit frá Boston í Grafarvogskirkju

FIMMTÍU og fimm manna sinfóníuhljómsveit frá Tufts-háskóla í Boston í Bandaríkjunum kom til landsins í gær og heldur tvenna tónleika hér á landi. Þeir fyrri verða í Grafarvogskirkju í dag kl. 16, en þá mun Alda Ingibergsdóttir sópran syngja með... Meira
15. janúar 2005 | Fastir þættir | 1038 orð

Íslenskt mál - 43

jonf@hi.is: "Hugtökin dvöl (á einhverjum stað) og hreyfing (á einhvern stað eða af einhverjum stað) skipta miklu máli í íslensku og þau koma fram í ýmsum myndum." Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 2029 orð | 1 mynd

Kyrrðardagar í Skálholti UM helgina, 21.

Kyrrðardagar í Skálholti UM helgina, 21.-23. janúar, efnir Skálholtsskóli til kyrrðardaga í svartasta skammdeginu. Þar gefst fólki kostur á að draga sig í hlé, fara í hvarf frá því álagi, streitu og áreiti sem margir búa við í íslensku samfélagi. Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 65 orð | 1 mynd

Leikur að steinum á Thorvaldsen

LISTAKONAN Kristín Tryggvadóttir opnar í dag sýninguna "Leikur að steinum" á Thorvaldsen. Á sýningunni má sjá tíu olíumálverk, sem máluð eru á striga með blandaðri tækni. Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 2423 orð | 1 mynd

(Matt. 6.)

Guðspjall dagsins: Er þér biðjist fyrir. Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 218 orð | 1 mynd

"Valtari á keðjum" á Grand Rokk

ROKKÞYRSTIR Reykvíkingar og nærsveitungar finna í kvöld afdrep á rokkstaðnum Grand Rokkþegar hljómsveitin Drep leikur ásamt Changer og Denver. Drep er skipuð nokkurs konar landsliði íslenskra rokkhunda. Drep er m.a. Meira
15. janúar 2005 | Fastir þættir | 155 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. h4 c5 4. dxc5 Ra6 5. Dd4 Raxc5 6. Rc3 Rxc3 7. Dxc5 Re4 8. Dd5 Rxg5 9. hxg5 Db6 10. O-O-O Dxf2 11. Hh3 e6 12. Dd2 Be7 13. Rf3 Dc5 14. e4 d6 15. e5 dxe5 16. Hh4 O-O 17. Bd3 h6 18. Hc4 Dd5 19. gxh6 g6 20. Meira
15. janúar 2005 | Fastir þættir | 1185 orð | 2 myndir

Skákþing Reykjavíkur byrjar á morgun

16. janúar - 4. febrúar 2005 Meira
15. janúar 2005 | Dagbók | 504 orð | 1 mynd

Varðveita verður fjölbreytnina

Olivier Dintinger er fæddur árið 1971 í Saverne í Frakklandi. Hann lauk B.A. Meira
15. janúar 2005 | Fastir þættir | 304 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Rokkhundurinn Víkverji gaf frá sér rokna ýlfur að morgni fimmtudags er hann stillti á stöðina sína Skonrokk á leið til vinnu og heyrði bara suð. Meira

Íþróttir

15. janúar 2005 | Íþróttir | 63 orð

Alla frá vegna rifbeinsbrots

ALLA Gokorian, handknattleikskonan öfluga, er rifbeinsbrotin og leikur ekki með Íslands- og bikarmeisturum ÍBV næstu vikurnar. Alla meiddist í leik gegn Val á dögunum, fékk þá þungt högg þegar Valskonur reyndu að stöðva hana, samkvæmt vef ÍBV. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

* BADMINTONKONURNAR Ragna Ingólfsdóttir og Sara...

* BADMINTONKONURNAR Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir eru í 29. sæti á heimslistanum í tvíliðaleik, en nýr listi var gefinn út í fyrradag. Þær hafa hækkað um tvö sæti á listanum frá því um áramót. Ragna er í 56. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 84 orð

Bregða sér á Santiago Bernabeu

ÍSLENSKI landsliðshópurinn í handknattleik leikur sinn síðasta leik á Spánarmótinu gegn Egyptum á morgun kl. 12.15 að staðartíma. Síðasti leikur mótsins, Spánn - Frakkland, fer fram kl. 16. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

Chelsea sigursælt í orrustum gegn Tottenham í London

NÁGRANNASLGUR Tottenham og Chelsea á White Hart Lane í Lundúnum verður væntanlega skemmtilegur og spennandi. Chelsea með forystu og Tottenham verið á góðri siglingu. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

Chelsea vinnur ekki alla titlana

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Chelsea eigi ekki möguleika á að hrifsa til sín alla fjóra bikarana sem í boði eru en margir hafa hallast að því Lundúnaliðið geri það og þeirra á meðal er Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea. Chelsea stendur vel að vígi á öllum vígstöðvum og draumur Chelsea-manna á 100 ára afmæli félagsins í ár er að liðið hampi Englandsmeistaratitlinum, þeim öðrum í sögu félagsins og fyrsta í hálfa öld. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 199 orð

Darius Vassell hjá Aston Villa er á batavegi

DARIUS Vassell, framherji Aston Villa, er á batavegi eftir að hafa verið frá sl. þrjá mánuði vegna ökklabrots. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Draumi líkast hjá Gravesen

"ÉG er þakklátur og stoltur yfir því að forseti Real Madrid skuli hafa sýnt mér þann heiður að kaupa mig. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 93 orð

Einar meiddur á ökkla

EINAR Hólmgeirsson, örvhenta skyttan frá Grosswallstadt, kom ekkert við sögu með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætti Frökkum í Ciudad Real í gærkvöld. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 100 orð

Faxaflóamót í kvennaflokki

NÝTT mót fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu, Faxaflóamótið, hefst á morgun, sunnudag. Þar leika félög af höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, ásamt liði ÍBV. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

FIMM leikir verða á boðstólum beint...

FIMM leikir verða á boðstólum beint á Skjá einum um helgina og verður boðið upp á tvo stórleiki í dag - í Liverpool og London. Leikmenn Liverpool, sem eru á góðri siglingu, taka á móti Man. Utd. á Anfield og Tottenham fær Chelsea í heimsókn. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 125 orð

Góðgerðarleikur á Nou Camp í Barcelona

FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætla að sameinast um að halda fjáröflunarleik til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda í Asíu vegna hamfaranna á öðrum degi jóla. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 412 orð | 1 mynd

Gravesen farinn frá Everton

DANINN Thomas Gravesen gekk í gær til liðs við Real Madrid á Spáni. Stuðningsmenn Everton, en þar hefur kappinn leikið síðustu fimm árin, munu eflaust sakna þessa baráttuglaða krúnurakaða miðjumanns, en stuðningsmenn Real að sama skapi kætast. Samningur hans er út þetta ár og næstu þrjú tímabil. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 155 orð

HANDKNATTLEIKUR Frakkland - Ísland 30:26 Quijote...

HANDKNATTLEIKUR Frakkland - Ísland 30:26 Quijote Arena, Ciudad Real, Spáni, 30. alþjóðlega Spánarmótið, föstudaginn 14. janúar 2004. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 314 orð | 1 mynd

* KNATTSPYRNUFÉLAG Siglufjarðar, KS , hefur...

* KNATTSPYRNUFÉLAG Siglufjarðar, KS , hefur ákveðið að innheimta ekki æfingagjöld fyrir yngri flokka sína fyrri hluta ársins 2005. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

Leikmenn Arsenal eiga oft í vandræðum með Bolton

MEISTARAR Arsenal heimsækja Bolton í 50. sinn í deildarkeppninni og hafa átt undir högg að sækja þar því Bolton hefur unnið 24 sinnum. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 386 orð | 1 mynd

* MARTIN Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur...

* MARTIN Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikinn hug á að fá þrjá landa sína frá Hollandi til liðs við sig hjá Tottenham. Það eru landsliðsmennirnir Mark Van Bommel, PSV Eindhoven, og Ajax- leikmennirnir Rafael van der Vaart og Wesley Sneijder. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 160 orð

Mourinho og John Terry rannsakaðir

ENSKA knattspyrnusambandið ætlar að athuga ummæli Jose Mourinho, stjóra Chelsea, og fyrirliða liðsins Johns Terry, eftir leik félagsins og Manchester United í deildabikarnum á miðvikudaginn. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 200 orð

Mourinho vill að stóru liðin spili á útivelli í 3. umferð

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill að enska knattspyrnusambandið breyti reglunum í bikarkeppninni á þann hátt að lið úr úrvalsdeildinni þurfi alltaf að leika á útivelli í 3. umferð, ef þau dragast gegn liðum úr neðri deildum. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 128 orð

Naumt tap hjá Tékkum í Malmö

TÉKKAR, fyrstu mótherjar Íslendinga í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Túnis þann 23. janúar, töpuðu naumlega fyrir Svíum í Malmö, 32:30, í gærkvöld. Leikurinn var í fyrstu umferð alþjóðlega mótsins sem Svíar og Danir halda sameiginlega. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 417 orð | 1 mynd

Ná Morientes og Baros að smella saman?

ÞEGAR Liverpool og Manchester United mætast flokkast það undir stórleik. Hins vegar vill svo til að það er sama hvernig leikur liðanna í dag fer, þau verða bæði áfram á sama stað í töflunni, geta þó færst nær eða fjær næstu liðum, en Liverpool verður áfram í 5. sæti og United í því þriðja. Búast má við hörkuleik enda Fernando Morientes kominn í raðir Liverpool og þeir Roy Keane og Ryan Giggs líklegast báðir klárir í slaginn. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

"Í lagi fyrst flestir voru á hælunum"

ÞRÁTT fyrir slakan leik, að mati Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara í handknattleik, tapaði Ísland þó ekki nema með fjögurra marka mun, 30:26, fyrir firnasterku liði Frakka í fyrsta leiknum á alþjóðlega mótinu sem hófst í Ciudad Real á Spáni í gær. Íslenska liðið leikur við Spánverja í dag og Egypta á morgun. Spánverjar sigruðu Egypta stórt, 33:21, í síðari leik gærkvöldsins. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Sir Alex Ferguson svarar

SIR Alex Ferguson gefur ekki mikið fyrir orð Jose Mourinhos þess efnis að Ferguson hafi talað til dómara leiks Chelsea og Man. Utd., með þeim afleiðingum að hann dæmdi allt öðru vísi í síðari hálfleik en hann gerði í þeim fyrri. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 1188 orð | 2 myndir

Sjálfstraust á eftir að skína af hverjum manni

"Gríðarlegt sjálfstraust hefur alltaf skinið úr augum allra leikmanna þeirra liða sem Viggó hefur þjálfað í gegnum árin," sagði Guðjón Árnason, fyrrverandi fyrirliði FH, þegar Ívar Benediktsson spjallaði við hann og bað hann um að leggja mat á íslenska landsliðið í handknattleik nú þegar um vika er þar til flautað verður til leiks á HM í Túnis. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 1212 orð | 2 myndir

Skammast mín ekkert fyrir Blackburn

ÞAÐ er áratugur síðan Blackburn Rovers fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en gengi félagsins frá þeim tíma hefur verið upp og ofan. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 183 orð

Slóvenar fóru létt með Evrópumeistarana

SLÓVENAR, sem leika með Íslendingum í riðli á heimsmeistaramótinu í Túnis síðar í þessum mánuði, unnu öruggan sigur á Evrópumeisturum Þjóðverja, 27:19, í vináttulandsleik sem fram fór í slóvensku borginni Krsko í gær. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Spánverjinn Hierro er kominn á útsölu

SAM Allardyce, knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins Bolton Wanderers, hefur sett sjö af leikmönnum sínum á sölulista og vill losna við þá sem fyrst til þess að eiga pening fyrir nýjum og beittum sóknarmanni sem liðið vantar sárlega. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* SPÆNSKI markvörðurinn Ricardo telur sig...

* SPÆNSKI markvörðurinn Ricardo telur sig geta verið svar við vandræðum Manchester United í markvarðarmálum félagsins. Ricardo hefur ekki leikið stórt hlutverk hjá félaginu síðan hann var keyptur frá Valladolid fyrir rúmum tveimur árum. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 5 orð

staðan

Chelsea 22174143:855 Arsenal 22146252:2448 Man. Utd 22128233:1344 Everton 22134527:2343 Liverpool 22114736:2237 Middlesbro 22105734:2835 Tottenham 2296729:2133 Charlton 2294924:3231 Man. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 257 orð

Stjörnuleikir KKÍ á Hlíðarenda

ÁRLEGIR Stjörnuleikirr Körfuknattleiksambands Íslands fara fram í dag í íþróttahúsinu á Hlíðarenda í Reykjavík, heimavelli Valsmanna. Íþróttafréttamenn völdu karlkaliðin sem mætast. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, mun stýra liði sem skipað verður íslenskum leikmönnum, en Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, stýrir liði sem skipað verður erlendum leikmönnum. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 69 orð

Tvö töp FH í Frakklandi

KARLALIÐ FH í handknattleik hefur tapað tveimur leikjum í æfingaferð sinni til Frakklands . Fyrst töpuðu FH-ingar fyrir landsliði Katar, 24:26, en Katarbúar eru á leið á HM í Túnis. Síðan léku þeir við Pontault-Combault, efsta liðið í frönsku 2. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 68 orð

um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, DHL-deildin: Framheimilið: Fram - Haukar 15 Vestmannaeyjar: ÍBV - Stjarnan 14 Sunnudagur: Kaplakriki: FH - Víkingur 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Höllin, Akureyri: Þór A. Meira
15. janúar 2005 | Íþróttir | 112 orð

Vongóðir um Tryggva

JAN-ERIK Aalbu, framkvæmdastjóri norska knattspyrnufélagsins Stabæk, sagði við netútgáfu dagblaðsins Budstikka í gærkvöld að félagið væri nálægt því að semja við Tryggva Guðmundsson á nýjan leik. Meira

Barnablað

15. janúar 2005 | Barnablað | 136 orð | 2 myndir

Bréf frá Dimmu kisu

Ég heiti Dimma, er dóttir Skímu. Mér þótti gaman að sjá flugeldana á gamlárskvöld þegar mannfólkið lét eins og villimenn. Ég fór útí glugga þegar ég heyrði sprengingar, og horfði á skrauteldana fljúga og falla svo til jarðar. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 13 orð

Einn góður?

Smáauglýsing: Bolabítur til sölu. Borðar hvað sem er. Hefur mjög gaman af... Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Fín stelpa

Hún Steinrós Birta er 6 og hálfs árs og býr í Englandi. Hún er rosalega dugleg að teikna og gerði þessa líka fínu... Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 36 orð | 1 mynd

Fljótur!

Kalli er að hlaupa með jólakortið í póst handa Dísu frænku sem var alveg brjáluð að fá ekkert frá honum. En hvaða leið þarf hann að fara til að ná í tæka tíð í póstkassann? Lausn... Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 211 orð | 4 myndir

Glúrnar gátur

1) Tuttugu manns eru í tómu ferhyrndu herbergi. Allir geta séð allt herbergið án þess að hreyfa líkamann á nokkurn hátt, nema augun. Hvar er mögulegt að staðsetja epli svo allir í herberginu sjái það nema einn? 2) Maður einn er 90 kíló að þyngd. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 117 orð | 1 mynd

Heimsins besti hafragrautur

Fékkstu alltaf hafragraut þegar þú varst pínku ponsu lítil/l? Það er góð hugmynd að byrja aftur að borða hann - og þessi hafragrautur er algjört sælgæti og líka hollur. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 63 orð

Hvað gerist svo?

Hvað gerist svo? Hvað gerist í borginni? Hittir Ívros aðra krakka? Vilja þau skemmta sér með honum? Fatta þau að hann er prins? Sendið fyrir miðvikudaginn 19. janúar ykkar framhald á barn@mbl.is merkt "keðjusagan". Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 283 orð | 1 mynd

KEÐJUSAGAN | Prins í uppreisn - vertu með!

Þ á er komið að 2. hluta keðjusögunnar um Ívros prins, og gaman að sjá hvað gerist nýtt og spennandi. Við þökkum öllum sem sendu frásagnir, og bendum á að þótt frásögnin ykkar birtist ekki nú, þá verður hún kannski valin næst. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Litið fjallgöngugarpinn

Hefur þér dottið í hug að klífa... Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Notaleg jól

Sísí Lára teiknaði þessa fínu mynd fyrir okkur, sem sýnir hversu hlý og notaleg jólin eru.... Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 270 orð | 2 myndir

Ótrúlega gaman

Henni Guðnýju Ósk Karlsdóttur sem ný er orðin 10 ára finnst mjög gaman að fara í leikhús. Kannski ekki síst þar sem hún er sjálf svo klár að syngja, dansa og leika. Nú er hún þegar búin að fara tvisvar sinnum á söngleikinn Óliver! Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 144 orð | 1 mynd

Partímatur

Á að halda partí? Eða bara fá sér smá gott snakk? Hollur matur getur verið besta snakk í heimi. Maurar á grænni grein - 2 sellerístönglar - 6 msk hnetusmjör - msk rúsínur Þvoðu sellerístilkana. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 72 orð | 2 myndir

Skemmtilegir kettlingar

Harpa Lind Pálsdóttir á Hveravöllum í Suður-Þingeyjarsýslu var svo heppin að kisan hennar eignaðist kettlinga fyrir jólin og eru þeir mjög fallegir. Á annarri myndinni er Harpa Lind með einn kettlinginn og á hinni sjást litlu krílin hjá mömmu sinni. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 91 orð | 4 myndir

Tómar hendur í Hafnarfirði

Nú er fullt af krökkum að byrja á skemmtilegum námskeiðum. Þessar myndir eru teknar hjá Haukum í Hafnarfirði af krökkum að æfa japönsku vopnlausu sjálfsvörnina karate. Það er bardagalist þar sem notaðar eru varnir, spörk, kýlingar og kasttækni. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 47 orð | 1 mynd

Tölur í kross

Það er heilsusamlegt að þjálfa í sér heilann, og það gerir maður einmitt við að leysa þrautir. Þessi þraut er nokkuð flókin. Hér sjást nokkrar tölur mynda ferhyrning. Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Uppáhaldsslaufan

Nú er Geirmundur trúður um það bil að stökkva inn á svið, vantar bara slaufuna hans. Bara uppáhaldsslaufan hans passar á hann. Hvaða slaufa er það? Lausn... Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 82 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Hvað veistu um íþróttir? Ef þú veist eitthvað smá ættir þú að geta leyst þessa þraut, sem er alls ekki svo erfið. Allt sem á að gera er að tengja krakkana á myndinni við þá íþrótt sem þau stunda. Er einhver íþrótt hér sem þig langar að stinda? Meira
15. janúar 2005 | Barnablað | 660 orð | 1 mynd

Verðum stór og sterk

H vað langar þig að verða þegar þú ert orðin/n stór? Kannski leikari? Margir vilja líka verða slökkviliðsmenn eða hjúkrunarfræðingar. En þá er eins gott að vera hraust/ur og hafa orku til að láta draumana sína rætast. Meira

Lesbók

15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 391 orð | 1 mynd

80 ára 1925 2005

Hjer birtist skipulagsuppdráttur yfir hluta af Austurbænum, eins og skipulagsnefndin eða hin svonefnda "samvinnunefnd" hefir frá honum gengið. Samþykki bæjarstjórnar um skipulag þetta er ekki fengið að öllu leyti. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 529 orð

Að sýna smekk sinn í verki

Þau undur og stórmerki gerðust í íslensku bíólífi í vikunni að suður-kóresk kvikmynd náði að skipa sér meðal tíu mest sóttu mynda, þar sem einnig eru myndir frá Þýskalandi, Bretlandi, Íslandi og jú að sjálfsögðu Bandaríkjunum - en ekki hvað. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 907 orð | 2 myndir

Einbýlishús í Moraleja-hverfinu í Madríd eftir Miguel Fisac

Miguel Fisac vann til þjóðarverðlauna Spánar í byggingarlist níræður að aldri. Meðal síðustu verkefna hans var einbýlishús nálægt Barajas-flugvellinum í Madríd. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2860 orð | 1 mynd

Ein stoppistöð í viðbót

Dieter Roth er án efa einn mikilvægasti myndlistarmaður síðari hluta tuttugustu aldar eins og áhugi síðustu ára á arfleifð hans ber augljóst vini um. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1076 orð | 1 mynd

Enn er spurt úr myrkrinu

Umræða um leikhúslíf á landinu hefur verið óvenjulífleg undanfarið, ekki síst í kjölfar frumsýninga á leikgerðum að íslenskum skáldsögum. Hér er umræðunni haldið áfram og því meðal annars velt upp hvers vegna þessar leikgerðir misheppnast. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 453 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Bók Egyptans Sayyid Qutbs Ma'alim fi-l Tariq, sem lýst hefur verið sem "biblíu" öfgasinnaðra múslima kom nýlega út í Noregi, en bókina skrifaði Qutb er hann sat í egypsku fangelsi fyrir tengsl sín við Múslímska bræðralagið, samtök sem rekja má... Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 450 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Franski leikarinn Jean Reno hefur gengið til liðs við Tom Hanks og mun fara með eitt stærsta hlutverkið í kvikmyndagerð Rons Howards á metsölubókinni Da Vinci lyklinum eftir Dan Brown. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Þegar rokksveitin Deftones frá Sacramento í Bandaríkjunum vildi skipta um gír og brjóta niður nýja veggi, þá leitaði hún til náungans sem átti þátt í að reisa þann frægasta í rokksögunni. Upptökustjórinn gamalreyndi Bob Ezrin, sem m.a. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 416 orð | 3 myndir

Ferðalag um óreiðuna

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ligeti og Haydn undir stjórn Ilan Volkov. Pétur Gunnarsson las úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Fimmtudagur 13. janúar. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 923 orð | 1 mynd

Forster finnur Hvergiland

Um helgina hefjast sýningar á dramanu Finding Neverland, sem byggð er á frægum viðburði í bókmenntaheiminum, hvernig leikritaskáldið Sir James M. Barrie fékk hugmyndina að klassíkinni Pétur Pan. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

Fróðleikur að vestan

Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson Útg.: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2004, 163 bls. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 884 orð

Gúrkurnar á DV

Ein stærsta frétt vikunnar var ekki-fréttin sem birtist síðastliðinn mánudag í DV af leikkonunni Kate Winslet sem samkvæmt fjölmörgum heimildarmönnum blaðsins skemmti sér konunglega á skemmtistaðnum Rex um helgina. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 639 orð

Houdini við Houdini

"Ég ólst upp í bænum Appleton í Wisconsin-fylki. Pabbi minn var rabbíni þar en dag einn stóð hann á götunni atvinnulaus og fyrirvinna sjö barna vegna þess að sóknarnefndin vildi yngri prest! Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 586 orð

Ill nauðsyn?

!Það þarf að búa til fleiri bókmenntaverðlaun á Íslandi. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2261 orð | 3 myndir

List (fyrir) peninga

Listamaðurinn er Ashkan Sahihi, fæddur í Íran, skólagenginn í Þýskalandi og starfandi í New York. Hann er ljósmyndari en kemur hér líka fram sem eins konar konseptlistamaður, höfundur hugmyndarinnar um að sýna 100.000. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1930 orð | 1 mynd

Listin að hverfa

Sýningin "The Return of Houdini" eða Endurkoma Houdinis verður sýnd hér á landi 23. mars næstkomandi. Af því tilefni er ástæða til að rifja upp sögu þessa manns sem er einn af mestu töframönnum sem uppi hafa verið og þróaði þá list að hverfa. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 942 orð | 1 mynd

Lukkudýrið Kanye West

Upptökustjórinn Kanye West skipti um hlutverk á þessu ári og gerðist rappari með góðum árangri. Hann hefur samið takta fyrir þá bestu í bransanum og tekst ekki verr upp fyrir sjálfan sig. Platan The College Dropout þykir vera með þeim bestu á árinu sem er að líða en West er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 467 orð

Neðanmáls

I Um daginn keypti neðanmálsritari sér McDonaldshamborgara í bílalúgunni við Suðurlandsbraut. Hann fékk sér BigMac-stjörnumáltíð með stækkun, súperstækkun enda hafði hungurpúkinn feiti nagað allt bitastætt innan úr maganum. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 298 orð | 1 mynd

Nýsköpun, ekki endurvinnslu

Þessi hefð, að endurskapa verk fyrir svið eða aðra miðla (ekki aðeins á Íslandi heldur víðar), jaðrar við áráttu sem gerir íslenskum leikhúsum ekki mikið gagn. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2523 orð | 1 mynd

"Stærsta eikin í skógi danskrar leiklistar"

Um þessar mundir stendur yfir sýning í Þjóðminjasafni Íslands á húsgögnum, sófa og sex stólum, úr eigu danska stórleikarans Pouls Reumert. Húsgögnin, sem voru gefin Leikminjasafni Íslands fyrir skömmu og stóðu lengi í búningsherbergi Reumerts í Kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn, eru sögð vinargjöf til hans frá Friðriki IX Danakonungi. En hver var Poul Reumert og hvaða erindi eiga húsgögn úr hans eigu í íslenskt leiksögusafn? Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1443 orð | 1 mynd

Sagnfræðingurinn Winston S. Churchill

Um fáa menn hafa verið skrifaðar fleiri ævisögur en Winston S. Churchill, ein þeirra lýsir honum frá fjörutíu sjónarhornum. En sjálfur var hann ævisöguritari og raunar afkastamikill sagnfræðingur. Hér er fjallað um þennan þátt í ævistarfi þessa stjórnmálaskörungs. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2019 orð | 1 mynd

Sögulegt samstirni

Magnús Blöndal Jóhannsson lést 1. janúar síðastliðinn. Magnús var einn af framsæknustu tónlistarmönnum landsins, frumkvöðull í samningu tólftónatónlistar hér á landi og á sviði raftónlistar. Hér er ferill hans rifjaður upp. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Tsunami

Í hörmungum heims Þegar orð hrífa ei meir, því þau megna ekki fanga stund né stað verða orð án merkingar Er farast þúsund börn, sinnum þúsund mæður og þúsund feður í einni bylgju Ægis fær enginn því lýst og enginn að eilífu skilið En samt þegar bæn mín... Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 292 orð

Umfram væntingar

Verk eftir Bach, Chopin, Skrjabin, Katsjatúrían, Sjostakovitsj, Debussy, Rimskíj-Korsakoff og Thelonius Monk. Gunnlaugur Þór Briem píanó. Fimmtudaginn 13. janúar kl. 12:15. Meira
15. janúar 2005 | Menningarblað/Lesbók | 509 orð | 1 mynd

Ævarandi endurholdgun

Ég leitaði í ofboði að stað til að leggja bílnum. Gæsahúðin var svo mikil að ég gat illa einbeitt mér að akstrinum. Tónarnir streymdu. Ég varð að hlusta. Bara hlusta. Á þessu augnabliki var allt annað aukaatriði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.