Greinar mánudaginn 17. janúar 2005

Fréttir

17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 184 orð

41% framteljenda einhleypir og barnlausir

RÚMLEGA 41% allra einstaklinga sem töldu fram til skatts á árinu 2003 voru ekki í sambúð og ekki með börn á framfæri sínu. Meira
17. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

67 ára kona ól barn

LÆKNAR á sjúkrahúsi í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, sögðu í gær að 67 ára gömul kona hefði alið barn og hún væri elsta móðir sem vitað væri um í heiminum. Adriana Iliescu - ellilífeyrisþegi, rithöfundur og fyrrverandi háskólakennari - gekk með tvíbura. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Aðstoða við að bera kennsl á líkamsleifar

ÞRÍR íslenskir sérfræðingar á vegum kennslanefndar Ríkislögreglustjóra eru farnir til Taílands til þess að aðstoða þarlend yfirvöld við að bera kennsl á líkamsleifar fólks eftir hamfarirnar þar vegna flóðbylgjunnar sem reið yfir um jólin. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 611 orð | 1 mynd

Afgangs hitaveituvatn notað til eldisins

NOKKUR áhugi virðist vera á því að rækta risarækjur hér á landi, en Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undanfarið staðið að tilraunaverkefni til að sýna fram á möguleika til slíks eldis hér á landi. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Á skíðum, brettum og þotum

ÓVENJU mikill snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í vetur og þótt hann kunni að fara fyrir brjóstið á ökumönnum léttir hann þó skammdegið og býður upp á skemmtilega möguleika til útiveru. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 146 orð

Bjargaði stúlku úr brennandi íbúð

STÚLKA var mjög hætt komin þegar kviknaði í íbúð hennar við Hafnarstræti á Akureyri sl. föstudagskvöld en bjargaðist fyrir snarræði nágranna. Hún var flutt á sjúkrahús með snert af reykeitrun. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 707 orð | 2 myndir

Breytileiki í erfðamenginu eykur frjósemi

HÓPUR vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar hefur uppgötvað ákveðna breytingu í erfðamengi mannsins, svonefnda umhverfu, sem orðið hefur fyrir 3 milljónum ára á litningi 17. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 982 orð | 2 myndir

Brýnt að mæta breyttum neysluvenjum

Íslenskir garðyrkjubændur keppa við innfluttar afurðir og telja sig bjóða góða og ferska vöru. Jóhannes Tómasson komst að því að þeir eru bjartsýnir á afmælisári samtaka sinna. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Brýnt að vinna vöruna meira fyrir markaðinn

FORMAÐUR Sambands garðyrkjubænda, Helgi Jóhannesson, segir að atvinnugreinin þurfi að mæta ýmsum breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum Íslendinga, m.a. því að vinna matvælin meira áður en þau eru sett á markað. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1275 orð | 3 myndir

Engin lækning til önnur en að hafa eitthvað fyrir stafni

Áratugur er liðinn frá því jarðskjálfti reið yfir Kóbe í Japan en nærri 6.400 manns létu þá lífið. Guðmundur Sv. Hermannsson var nýlega á ferð í Kóbe og kynnti sér hvernig Japanar reyna að draga lærdóm af þessum náttúruhamförum. Meira
17. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Forysta PLO krefst þess að tilræðum verði hætt

FRAMKVÆMDASTJÓRN Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) krafðist þess í gær að herskáar, palestínskar hreyfingar hættu árásum á Ísraela. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 676 orð | 1 mynd

Fyrir fleiri en sérfræðinga

Læknablaðið er 90 ára um þessar mundir en blaðið hóf göngu sína fyrir atbeina félaga í Læknafélagi Reykjavíkur. Fyrstu ritstjórn skipuðu Guðmundur Hannesson, sem áður hafði gefið út læknablað í eigin nafni, Matthías Einarsson og Maggi Júl. Magnús. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Gaman á snjóþotu

BÖRN og ungmenni og eflaust fullorðnir líka léku sér í snjónum í góðu vetrarveðri í Reykjavík í gær og létu ekki á sig fá þótt stöku bylur gengi yfir. Ísabella María renndi sér á snjóþotu á Klambratúni sem nú heitir... Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Húsið gæti rúmað tvo knattspyrnuvelli

FJÖLMENNI, eða hátt í 900 manns, kom saman þegar teknar voru í notkun við hátíðleg athöfn sl. laugardag nýjar höfuðstöðvar Samskipa við Kjalarvog. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð

Íslendingar sýna mikinn samhug

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir landssöfnunina Neyðarhjálp úr norðri til mikillar fyrirmyndar. Meira
17. janúar 2005 | Minn staður | 308 orð | 1 mynd

Íþróttamaður ársins fjórða árið í röð

Akranes | Sundkonan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var kjöin íþróttamaður Akraness 2004 en þetta er fjórða árið í röð sem Kolbrún hlýtur þessa viðurkenningu og í sjötta sinn á hennar ferli sem hún er íþróttamaður Akraness. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 265 orð | 2 myndir

Kveikt á kertum til minningar

HÁTT Í 200 manns voru við minningarguðsþjónustu í íþróttahúsinu í Súðavík í gær þegar snjóflóðsins og þeirra fjórtán sem í því fórust fyrir tíu árum var minnst. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 737 orð | 2 myndir

MBL gott fyrir hjartað

Sædís Sævarsdóttir fékk nýlega verðlaun fyrir rannsóknir sínar á svonefndu MBL-próteini sem hún segir að nýtist við mat á kransæðastíflu. Meira
17. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Mikil mannmergð í Mekka

PÍLAGRÍMAR biðja við Moskuna miklu í Mekka. Áætlað er að minnst tvær milljónir pílagríma verði í borginni síðar í vikunni þegar haj-hátíðin nær hámarki. Yfirvöld í Sádi-Arabíu sögðu um helgina að yfir 50. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Mörg dæmi um að börn hafi gefið spariféð sitt

"SÖFNUNIN fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Elín Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri landssöfnunarinnar Neyðarhjálp úr norðri, en þegar söfnuninni lauk á laugardagskvöld, höfðu um 110 milljónir safnast á þeim fimm dögum, sem hún stóð yfir. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Nám erlendis kynnt á alþjóðadegi í HÍ

ALÞJÓÐADAGURINN verður haldinn í Öskju í Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. janúar kl. 14-18. Tilgangurinn er að kynna nám erlendis og möguleika háskólastúdenta á því að taka hluta af námi sínu sem skiptinemar við erlenda háskóla. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Orðuð við Óskarinn

ÍSLENSKI klipparinn Valdís Óskarsdóttir er orðuð við Óskarsverðlaun fyrir vinnu sína við kvikmyndina Eilíft sólskin hvítþvegins huga eða Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Meira
17. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Óánægja með dóm í pyntingarmálinu

MARGIR Írakar létu í gær í ljósi óánægju með þá ákvörðun herréttar í Bandaríkjunum að dæma bandaríska herlögreglumanninn Charles Graner í tíu ára fangelsi fyrir að misþyrma föngum og niðurlægja þá kynferðislega í Írak. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ófært um Hellisheiði

HELLISHEIÐI var lokað laust fyrir kl. tíu í gærkvöldi. Ekkert skyggni var á heiðinni, mikil ofankoma og fannfergi og réðu menn ekki við að moka hana. Fært var hins vegar um Þrengslin en þar gekk þó á með vestan éljum og var blint með köflum. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

"Fram úr okkar björtustu vonum"

UM 110 milljónir söfnuðust í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, sem fram fór vegna náttúruhamfaranna í Asíu. "Söfnunin fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Elín Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri söfnunarinnar. Meira
17. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 147 orð

Ráðgerðu "ástarsprengju"

BANDARÍKJAHER rannsakaði möguleikann á því að framleiða "hýra ástarsprengju" sem ætlað var að gera liðsmenn óvinaherja "kynferðislega ómótstæðilega" hver í annars augum. Meira
17. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 323 orð | 2 myndir

Reynt að draga upp nákvæma mynd af Títan

AFRENNSLISRÁSIR, gljúfur og lækir sem bugðast niður að stórum, dökkum bletti sem virðist vera metanhaf. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 207 orð

R-listinn láti fara fram leiðtogaprófkjör

STEFÁN Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, varpaði fram þeirri hugmynd í þættinum Silfri Egils í gær, að Reykjavíkurlistinn léti fara fram leiðtogaprófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ræðir framboð Íslands í öryggisráðið

HJÁLMAR W. Hannesson sendiherra heldur erindi á fræðslufundi Félags Sameinuðu þjóðanna, þriðjudaginn, 18. janúar kl. 17, í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð 24. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð

Seafood Union sjái um Ítalíumarkað

Fiskvinnslufyrirtækið Vísir í Grindavík hefur stokkað upp öll sölumál sín á saltfiskafurðum og saltsíld og tekið þau í eigin hendur, en til þessa hafa um 70% af afurðum fyrirtækisins verið seld í gegnum SÍF. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Senda blóm á markað þrisvar í viku

ÞRISVAR í viku er ekið með blóm frá Emil Gunnlaugssyni á Flúðum til Reykjavíkur en Emil er meðal frumkvöðla í Sambandi garðyrkjubænda og var formaður samtakanna árin 1971 til 1978. Meira
17. janúar 2005 | Minn staður | 814 orð | 3 myndir

Skapandi skóli í grænni sveit

Andakílsskóli er sérstakur á margan hátt. Hann er á Hvanneyri og þar stunda 30 nemendur nám og njóta að mörgu leyti góðs af því að vera í fámennum skóla. Ásdís Haraldsdóttir heimsótti skólann og fannst eins og ekkert væri nemendum og kennurum óviðkomandi. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 172 orð

Stuðningurinn við innrásina í Írak ræddur eftir á

GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í gær að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hefðu tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak og að hún hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn, utanríkismálanefnd... Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 145 orð

Umhverfa á litningi tengd frjósemi og langlífi

VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) hafa uppgötvað þriggja milljóna ára gamla umhverfu í erfðamengi mannsins, sem hefur þau áhrif að þeir sem hana bera eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Verkefnalaus skip flytja aflann að landi

EFTIR að loðnukvótinn hefur verið aukinn verulega leita útgerðir og loðnuverksmiðjur leiða til að ná sem mestu af því sem í þeirra hlut kemur. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 426 orð

Vélsleðamenn sóttir í Héðinsfjörð

FJÓRIR vélsleðamenn voru sóttir sjóleiðina í slysavarnaskýlið í Héðinsfirði á laugardagskvöldið en áður höfðu björgunarsveitarmenn sótt félaga þeirra í Hólsskarð. Meira
17. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Þyrla sótti slasaðan mann í Esjuna

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann í hlíðar Esju seinnipart laugardags. Maðurinn, sem er um sextugt, mun hafa hrapað þegar hann var á leiðinni niður af Þverfellshorni rétt upp úr hádegi og féll hann um tuttugu metra. Meira

Ritstjórnargreinar

17. janúar 2005 | Leiðarar | 225 orð | 1 mynd

Hvað vakir fyrir Guðna?

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gekk býsna langt í fjölmiðlum um helgina til þess að fría sig ábyrgð af ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem hann á sæti í, um stuðning við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Meira
17. janúar 2005 | Leiðarar | 209 orð

Kjarkur

Stór hópur fólks á um sárt að binda vegna geðveiki. Allt fram á síðustu ár voru fáir tilbúnir til að ræða þá lífsreynslu opinberlega. Það er að breytast. Meira
17. janúar 2005 | Leiðarar | 335 orð

Ljósvakamiðlar og tækniþróun

Sú ákvörðun forráðamanna 365 ljósvakamiðla að loka nokkrum útvarpsstöðvum hefur vakið athygli. Hún er hins vegar skynsamleg. Meira
17. janúar 2005 | Leiðarar | 214 orð

Náttúruhamfarir og samhugur

Við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða heims sem þekkja náttúruhamfarir af eigin raun. Við höfum öldum saman misst fólk á sjó þegar náttúruöflin hafa tekið völdin þar. Fáar íslenzkar fjölskyldur hafa ekki orðið fyrir barðinu á sjóslysum. Meira

Menning

17. janúar 2005 | Menningarlíf | 105 orð | 2 myndir

Bætist í leikaralið Ofurmennisins

NÝ kvikmynd um Superman ku vera á leiðinni og virðist ljóst að henni eru ætlaðir stórir hlutir. Nú þegar hefur Kevin Spacey samþykkt að leika í myndinni sem Bryan Singer (X-Men) mun leikstýra. Meira
17. janúar 2005 | Menningarlíf | 30 orð | 1 mynd

Dansað gegn ofbeldi

DANSARI frá Orto Solar-ballettinum í Mexíkó dansar hér verkið "Mujeres de Obsidiana", eða Hrafntinnukonur, á Chabacano-neðanjarðarlestarstöðinni í Mexíkóborg fyrir helgi. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á ofbeldi gagnvart... Meira
17. janúar 2005 | Kvikmyndir | 397 orð | 1 mynd

Draumafangarinn

Leikstjóri: Marc Forster. Aðalleikendur: Johnny Depp, Dustin Hoffman, Julie Christie, Kate Winslet, Radha Mitchell, Freddie Highmore.106 mín. Bretland/Bandaríkin. 2004. Meira
17. janúar 2005 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Gullhnötturinn

Fyrir áhugasama sem ekki gátu vakað yfir afhendingu Golden Globe-verðlaunanna í nótt sem leið býður Stöð 2 upp á tveggja tíma samantekt frá hátíðinni, Best er að segja sem minnst um úrslitin en veittar voru viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa skarað... Meira
17. janúar 2005 | Menningarlíf | 192 orð | 2 myndir

Hópstemningin

Kona fylgdist aðeins með söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri á laugardagskvöldið. Í raun stórkostlegt átak, verð að taka ofan kolluna. Hundruð manna komu að söfnuninni og lögðu nótt við dag. Meira
17. janúar 2005 | Menningarlíf | 1420 orð | 2 myndir

Húsið átti að verða stórt, dýrt og glæsilegt

Nýtt óperuhús Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn var vígt um helgina. Bergþóra Jónsdóttir er í Kaupmannahöfn og segir frá húsinu. Meira
17. janúar 2005 | Myndlist | 199 orð | 4 myndir

Ljóshærðar starfsstéttir, Snertingar og Olíuljós

Á laugardaginn voru opnaðar tvær sýningar í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni. Listamennirnir eru Birgir Snæbjörn Birgisson og Elías B. Halldórsson. Margt góðra gesta var á sýningunum sem báðar standa til 6. febrúar. Meira
17. janúar 2005 | Menningarlíf | 206 orð | 5 myndir

Milli bíls og dauða!

Í gær munaði ekki miklu að maður yrði undir bíl í bókstaflegri merkingu. Maðurinn heitir Dean Gunnarson og er kanadískur töframaður en bíllinn var af gerðinni Subaru. Meira
17. janúar 2005 | Kvikmyndir | 345 orð

Ónotaleg skemmtun

Leikstjóri: Brad Silberling. Aðalleikendur: Jim Carrey, Meryl Streep, Billy Connolly, Jennifer Coolidge, Emily Browning, Timothy Spall, Luis Guzman, Jude Law. 100 mín. Bandaríkin. 2004. Meira
17. janúar 2005 | Kvikmyndir | 195 orð | 3 myndir

Óskar frændi á næsta leiti?

Íslenska kvikmyndaklipparanum Valdísi Óskarsdóttur skýtur stöðugt hærra upp á stjörnuhimininn en hún hefur vakið mikla athygli í kvikmyndaheiminum fyrir verk sín í gegnum tíðina. Meira
17. janúar 2005 | Kvikmyndir | 212 orð | 3 myndir

"Níu framúrskarandi nýjar kvikmyndir"

FRÖNSK kvikmyndahátíð er að festa sig vel í sessi sem árviss viðburður í kvikmyndalífi landsins. Í fyrra sóttu hátíðina yfir tólf þúsund gestir sem gera hátíðina að einni mest sóttu kvikmyndahátíð í langan tíma. Meira
17. janúar 2005 | Tónlist | 315 orð | 1 mynd

Skólasinfónía að vestan

Verk eftir Bernstein, J. Strauss, Lehár, Bizet og Rimskíj-Korsakoff. Bostin Tufts sinfóníuhljómsveitin. Einsöngvari: Alda Ingibergsdóttir. Stjórnandi: Malka Sverdlov Yaacobi. Laugardaginn 15. janúar kl. 16. Meira
17. janúar 2005 | Menningarlíf | 395 orð | 1 mynd

Um langvarandi ástir

G erard Depardieu og Catherine Deneuve eru í hópi þeirra leikara sem eiga sess í vitund bíófólks og lifa þar sjálfstæðu lífi eins og margir kunningjar í hlutverkunum gegnum tíðina. Meira
17. janúar 2005 | Tónlist | 382 orð | 1 mynd

Úr söngvasjóði Sigvalda

Einsöngslög eftir Sigvalda Kaldalóns. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Snorri Wium tenór, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton. Jónas Ingimundarson píanó. Fimmtudaginn 13. janúar kl. 20. Meira
17. janúar 2005 | Kvikmyndir | 209 orð

Viltu sjá einn góðan?

Íslensk stuttmynd. Leikstjóri: Hjálmar Einarsson. Aðalleikendur: Atli Þór Albertsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sólrún María Arnardóttir, Bryndís Ásmundsdóttir. Ísland. 2004. Meira
17. janúar 2005 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Þúsund sinnum númer eitt

MEIRA en aldarfjórðungi eftir dauða Elvis Presley er "konungur rokksins" enn í fullu fjöri á listum yfir vinsældir og plötusölu. Þau tíðindi hafa orðið í Bretlandi að Elvis hefur nú þúsund sinnum átt topplag vikunnar þar í landi. Meira

Umræðan

17. janúar 2005 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Aftaka í Framsóknarflokknum

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fjallar um Framsóknarflokkinn og framboðsmálin í Reykjavík: "Þetta er mál sem á heima í borgarmálaráði flokksins og á að leysast þar!" Meira
17. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 453 orð

Ferðaþjónusta fatlaðra - þjónusta fyrir aldraða?

Frá Helgu Hansdóttur, lækni á Landspítala, Landakoti: "TIL SKAMMS tíma var hægt að sækja um ferðaþjónustu fatlaðra fyrir aldraða einstaklinga sem ekki gátu ferðast með strætisvögnum í Reykjavík." Meira
17. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 467 orð

Flugvöllurinn fari og veri

Frá Valdimar Kristinssyni: "FRAMTÍÐ Reykjavíkurflugvallar hefur verið rædd áratugum saman en þó aldrei meir en síðustu ár og er svo enn. Kveikjan að þessum skrifum núna er grein Magnúsar Skúlasonar arkitekts í Morgunblaðinu 10. des. sl." Meira
17. janúar 2005 | Aðsent efni | 332 orð | 1 mynd

Húrra fyrir sjálfstæðismönnum á Seltjarnarnesi

Sesselja Sigurðardóttir fjallar um stjórnmál: "Styrk fjármálastjórn er forsenda þess að hægt sé að lækka álögur á íbúa og það hafa sjálfstæðismenn lagt sig í líma við." Meira
17. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 508 orð

Hvar er réttlætið?

Hvar er réttlætið? ER MÁLIÐ að skipta um borgarstjóra á tveggja ára fresti? Ég ætla rétt að vona ekki. Er ekki hægt að finna spillingu í kringum alla, bara mismikla? Setjum upp dæmi. Meira
17. janúar 2005 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Ísland og Evrópusambandið

Bjarni Pétur Magnússon fjallar um Evrópusambandið og ummæli Ragnars Árnasonar: "Ég hef áður bent á nauðsyn þess að við vörðum veginn vel. Breytum stjórnarskránni til samræmis við raunveruleikann." Meira
17. janúar 2005 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Kennarar eiga ekki sök á skattahækkunum R-listans

Guðrún Ebba Ólafsdóttir fjallar um skattahækkanir: "R-listinn heldur þannig utan um fjár-mál borgarinnar að hann telur sig ekki hafa efni á að greiða kennurum almennileg laun nema með því að hækka skatta." Meira
17. janúar 2005 | Aðsent efni | 803 orð | 1 mynd

Nútímatækni og breytt lífsmynstur barna og unglinga

Ottó Tynes fjallar um ÍTR: "Æskulýðsstarf ÍTR hefur það yfirlýsta markmið að vinna að því að efla félagsþroska barna og unglinga." Meira
17. janúar 2005 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Stórar eða litlar framkvæmdir

Sigurður Kristjánsson fjallar um framkvæmdir og mengun: "Ég vona að þetta allt sem er að gerast eystra setji ekki samfélagið á hliðina, þetta samfélag sem mér finnst ég vera svo miklu ríkari en ella af því að hafa kynnst." Meira
17. janúar 2005 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Um bann við reykingum á veitingastöðum

Theodór Gunnarsson fjallar um reyningar og bann við þeim: "Hann tönglast á því í greininni að reykingamönnum sé alveg ljós hættan við reykingar og að þeir hljóti að vera frjálsir að því að taka sína áhættu; það sé alger óþarfi að vera að hafa vit fyrir þeim." Meira
17. janúar 2005 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Þegar Trölli stal jólunum

Jón Hákon Halldórsson fjallar um skattahækkanir: "Útsvar hækkar um 0,33% og fasteignagjöld hækka úr 0,320% í 0,345%." Meira

Minningargreinar

17. janúar 2005 | Minningargreinar | 1019 orð | 1 mynd

BJÖRN SIGFÚSSON

Dr. Björn Sigfússon fv. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2005 | Minningargreinar | 4641 orð | 1 mynd

HREINN BENEDIKTSSON

Hreinn Benediktsson fæddist á Stöð í Stöðvarfirði 10. október 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2005 | Minningargreinar | 746 orð | 1 mynd

KARL HANNES UNNARSON

Karl Hannes Unnarson fæddist í Reykjavík 19. október síðastliðinn. Hann lést á heimili sínu í Langagerði 9 í Reykjavík sunnudaginn 9. janúar. Móðir hans er Unnur Karen Karlsdóttir, f. 12. september 1985. Þau bjuggu í Langagerði 9 ásamt fjölskyldu sinni, þeim afa, ömmu og Önnu Lilju frænku sem er eldri systir Unnar Karenar. Útför Karls Hannesar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2005 | Minningargreinar | 3813 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 21. maí 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson skipstjóri á Ísafirði, f. á Hvammi í Dýrafirði 19.10. 1876, d. 24.5. Meira  Kaupa minningabók
17. janúar 2005 | Minningargreinar | 2765 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

Sigríður Sigurðardóttir fæddist í Görðum við Skerjafjörð 2. ágúst 1922. Hún andaðist á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut 6. janúar. Foreldrar hennar voru hjónin í Görðum við Ægisíðu, þau Guðrún Pétursdóttir frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, f. 18. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 161 orð

101 félag gerir upp í erlendri mynt

TUTTUGU og einu íslensku félagi var á árinu 2004 veitt heimild til að færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðli. Í árslok hafði því 101 félagi verið veitt slík heimild frá árinu 2002, að því er segir í Vefriti fjármálaráðuneytisins . Meira
17. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Níu íslensk fyrirtæki til Cannes

Midem-tónlistarkaupstefnan verður haldin í Cannes í Suður-Frakklandi í lok mánaðarins, taka níu íslensk fyrirtæki þátt í stefnunni og mun menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sækja sýninguna. Midem kaupstefnan, sem er nú haldin í 39. Meira
17. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Pólland, Slóvakía og Tékkland vinsælust

PÓLLAND, Slóvakía og Tékkland voru efst á lista yfir lönd sem íslensk útflutningsfyrirtæki hafa áhuga á að heimsækja á árinu 2005 skv. niðurstöðum skoðanakönnunar sem Útflutningsráð gerði í byrjun nóvember. Meira
17. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 516 orð | 1 mynd

Úr nr. 891

HJÁ Franch Michelsen úrsmíðameistara á Laugavegi má nú kaupa úr sem reynst gæti hinn ágætasti fjárfestingarkostur. Meira

Daglegt líf

17. janúar 2005 | Daglegt líf | 863 orð | 4 myndir

Býður kattartungur og fiskisúpu í afmæli kisu

Depill og Dúfa Dalalæða eru sérlega vel haldnir kettir. Dálítið dekraðir sérvitringar og sannarlega ekki allra. Kristín Heiða Kristinsdóttir fékk klær í læri og hvæs í eyra frá heimóttarlegum köttum í miðbænum. Meira
17. janúar 2005 | Daglegt líf | 356 orð | 2 myndir

Íslenskt hráefni í Miðjarðarhafsbúningi

Nýr veitingastaður, sem hlotið hefur nafnið Angelo, var opnaður á Þorláksmessu í húsnæði verslunar Guðlaugs A. Magnússonar á Laugavegi 22a. Meira
17. janúar 2005 | Daglegt líf | 191 orð | 1 mynd

Karlar upphefja sig frekar á kostnað annarra

KARLAR reyna frekar að ná völdum á vinnustaðnum og eru líklegri til að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra og taka heiður fyrir það sem þeir hafa ekki gert, en konur. Meira

Fastir þættir

17. janúar 2005 | Dagbók | 43 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, 17. janúar, er fimmtugur Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga. Kona Jóns er Lára Guðmundsdóttir . Jón er með opið hús og vonast til að sjá sem flesta í félagsheimili Fáks laugardaginn 22. Meira
17. janúar 2005 | Fastir þættir | 194 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Reykjavíkurmótið. Meira
17. janúar 2005 | Dagbók | 10 orð

Réttið því úr máttvana höndum og...

Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám.(Hebr. 12, 12.) Meira
17. janúar 2005 | Fastir þættir | 242 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Bd6 5. Bd3 Rc6 6. c3 Rge7 7. O-O Bg4 8. He1 Dd7 9. Rbd2 O-O-O 10. b4 Rg6 11. Rb3 Hde8 12. Be3 Rh4 13. Be2 Rf5 14. Bd2 Hxe2 15. Dxe2 Rh4 16. b5 Rb4 17. Re5 Bxe2 18. Rxd7 Rc2 19. Hxe2 Rxa1 20. Rdc5 Rxb3 21. axb3 Rf5... Meira
17. janúar 2005 | Dagbók | 105 orð | 1 mynd

Ungir nemar heiðraðir

Reykjavík | Myndlistarskólinn í Reykjavík hélt opið hús á laugardag þar sem námskeið og starfsemi skólans var kynnt auk þess sem nemendur sýndu verk sín. Meira
17. janúar 2005 | Fastir þættir | 264 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Kona Víkverja veit núna hvers vegna hún er orðin 119,9 kíló: hún er eitt af fjölmörgum saklausum fórnarlömbum auglýsinga. Meira
17. janúar 2005 | Dagbók | 536 orð | 1 mynd

Þekking og hæfni æ mikilvægari

Eggert Claessen er fæddur árið 1959 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Verslunarskólanum árið 1979 og lauk cand. oecon-prófi frá HÍ 1984. Þá lauk Eggert M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ 2001. Hann stundar einnig doktorsnám í Bretlandi. Meira

Íþróttir

17. janúar 2005 | Íþróttir | 22 orð

1.

1. deild kvenna KA - Þróttur N 3:0 (25:20, 25:17, 25:22) KA - Þróttur N 3:0 (25:20, 25:20, 27:25) Staðan: KA 1010030:430 HK 96320:1320 Þróttur R. 85319:1119 Þróttur N. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 319 orð

1.

1. deild karla Þór A. - Drangur 108:66 Staðan: Þór A. 1091949:69718 Valur 1082907:77816 Stjarnan 1183874:83616 Höttur 1073821:77614 Breiðablik 1165922:83312 Þór Þorl. 1055790:72610 ÍS 1046744:8198 Drangur 1129774:9064 Ármann/Þrótt. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Arnar kominn á styrkleikalistann

ARNAR Sigurðsson, Íslandsmeistari í tennis, er í fyrsta skipti á styrkleikalista bandarísku háskólanna sem var gefinn út fyrir helgina. Arnar er í 75. sæti af 124 tennisleikurum sem komast á listann en þetta er stór áfangi á hans ferli og það lengsta sem íslenskur tennisleikari hefur komist á alþjóðavettvangi. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 129 orð

Atli er til reynslu hjá Walsall

ATLI Sveinn Þórarinsson, knattspyrnumaður frá Akureyri sem gekk til liðs við Val fyrr í vetur, fór í gær til enska 2. deildarfélagsins Walsall þar sem hann verður til reynslu út þessa viku. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 168 orð

Býður Charlton 260 milljónir í Heiðar?

ALAN Curbishley, knattspyrnustjóri Charlton, vill fá Heiðar Helguson frá Watford í sínar raðir og er tilbúinn til að greiða fyrir hann um tvær milljónir punda, eða um 260 milljónir króna, samkvæmt frétt í Sunday Mirror í gær. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 89 orð

Eiður með 200 deildarleiki

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék sinn 200. deildarleik í ensku knattspyrnunni á laugardaginn þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri Chelsea á Tottenham, 2:0. Þar af hefur hann spilað 145 leiki fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni og 55 fyrir Bolton í 1. deild. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 86 orð

Eiður með næsthæstu einkunnina hjá Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnsen fær næsthæstu einkunn af leikmönnum Chelsea fyrir frammistöðu sína gegn Tottenham á laugardaginn, enda þótt hann léki aðeins síðasta stundarfjórðung leiksins. Á vef stuðningsmanna Chelsea, chelsea-mad.co. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 802 orð | 1 mynd

Engan bilbug að finna á Chelsea

CHELSEA gefur ekkert eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Liðið lagði Tottenham að velli 2:0 um helgina en Arsenal tapaði 1:0 fyrir Bolton og Manchester United vann Liverpool 1:0. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 614 orð

England Úrvalsdeild: Aston Villa - Norwich...

England Úrvalsdeild: Aston Villa - Norwich 3:0 Liam Ridgewell 9. Lee Hendrie 27., Nolberto Solano 76. - 38.172. Bolton - Arsenal 1:0 Stelios Giannakopoulos 41. - 27.514. Charlton - Birmingham 3:1 Talal El Karkouri 9., Shaun Bartlett 67., Danny Murphy 75. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 189 orð

Eto'o tryggði Barcelona sigurinn á Real Sociedad

EFSTA liðið á Spáni, Barcelona, lenti í vandræðum í leik sínum við Real Sociedad, en Samuel Eto'o tryggði því sigur með eina marki leiksins þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 265 orð

Góður sigur Hermanns og félaga

HERMANN Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu góðan sigur á Birmingham, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hermann var að vanda í byrjunarliði Charlton og lék allan tímann. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 47 orð

Heimsbikarinn Cortina D'Ambezzo, Ítalí, laugardagur: Brun...

Heimsbikarinn Cortina D'Ambezzo, Ítalí, laugardagur: Brun kvenna: Renate Götchl, Austurríki 1.37,27 Janica Kostelic, Króatíu 1.37,56 Lindsey Kildow, Bandaríkjunum 1.37,71 Hilde Gerg, Þýskalandi 1.37,80 Michaela Dorfmeister, Austurríki 1. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 320 orð | 1 mynd

* HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 6 mörk...

* HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 6 mörk í gær og var atkvæðamest hjá SK Århus þegar lið hennar vann stórsigur á Wiener Neustadt frá Austurríki , 34:19, í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 6 orð

Í KVÖLD

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Keflavík: Keflavík - Snæfell 19. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Kristján Uni vann í Slóveníu

KRISTJÁN Uni Óskarsson sigraði í svigi á FIS móti í Rogla í Slóveníu í gær, Björgvin Björgvinsson varð í áttunda sæti í sama móti og Kristinn Ingi Valsson í því sautjánda en Sindri Már Pálsson keyrði út úr brautinni í fyrri ferð. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

* LIVERPOOL þarf væntanlega að svara...

* LIVERPOOL þarf væntanlega að svara til saka vegna stuðningsmanna sinna en á laugardag kastaði einhver þeirra farsíma að Wayne Rooney eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United á Anfield , 1:0. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Níundi titillinn í röð

MICHELLE Kwan, bandaríska skautadrottningin, sigraði á bandaríska meistaramótinu í listhlaupi á skautum um helgina, níunda árið í röð. Með þessu jafnaði hún met Maribel Vinson sem einnig sigraði níu sinnum í röð á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 143 orð

Óvænt tap hjá Jóni Arnóri

JÓN Arnór Stefánsson og félagar í rússneska félaginu Dinamo St Petersborg töpuðu nokkuð óvænt í deildinni á laugardaginn. Liðið heimsótti þá CSKA Samara, sem var í 12. sæti deildarinnar, og tapaði 91:85. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

"Ánægður með sóknarleikinn og leikkerfin"

VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var brattur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í Ciudad Real, þrátt fyrir ósigrana gegn Frakklandi og Spáni. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

"Heiðar hefur aldrei leikið betur"

HEIÐAR Helguson var enn á skotskónum á laugardaginn þegar hann skoraði tvívegis í sigri Watford á Crewe í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, 3:1. Heiðar hefur nú skorað 16 mörk fyrir Watford á tímabilinu, þar af 12 mörk í 1. deildinni, en þar er hann nú kominn í sjöunda sætið á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

"Orka Íslendinga á við heilt eldfjall"

LANDSLIÐSÞJÁLFARI Spánar í handknattleik, Juan Carlos Pastor, var ánægður með sína menn eftir leikinn gegn Íslendingum. En hvernig fannst honum íslenska liðið hafa spilað á mótinu? Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 517 orð | 1 mynd

"Þurfum að taka varnarleikinn í gegn"

ÞEGAR Bergsveinn Bergsveinsson, aðstoðarmaður Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara, var spurður út í markvörsluna á Spánarmótinu var hann nokkuð sáttur. En er hægt á þeim tíma sem eftir er fram að HM í Túnis að bæta getu þeirra enn frekar? Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 154 orð

Rúnar lagði upp tvö mörk

RÚNAR Kristinsson lagði upp tvö marka Lokeren sem vann öruggan sigur á Cercle Brugge, 4:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 472 orð | 2 myndir

Sannfærandi gegn Egyptum

ÍSLENSKA landsliðið kjöldró lið Egypta er þau kepptu um þriðja sætið á fjögurra liða mótinu í Ciudad Real á Spáni á sunnudaginn. Viggó Sigurðsson breytti um varnartaktík og lét liðið spila 6-0 vörn í stað þess að vera framliggjandi eins og gegn Spánverjum. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

* SÁNDOR Zoltán Forizs , ungverskur...

* SÁNDOR Zoltán Forizs , ungverskur knattspyrnumaður sem hefur leikið með Leiftri/Dalvík undanfarin tvö ár, er til reynslu hjá KA þessa dagana. Forizs lék með KA gegn Fjarðabyggð á laugardaginn í Norðurlandsmótinu. Hann er 27 ára varnarmaður. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 267 orð

Skemmtilegir taktar í Stjörnuleikjunum

STJÖRNULEIKIR Körfuknattleikssambandsins voru haldnir á laugardaginn og var þar mikið um skemmtileg tilþrif, bæði hjá körlunum og konunum og ekki síst í leikhléunum þegar keppt var í þriggja stiga skotum og karlarnir kepptu að auki í að troða. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 178 orð

Slóvenar lögðu Þjóðverja öðru sinni á heimavelli

SLÓVENAR unnu Evrópumeistara Þýskalands öðru sinn í vináttulandsleik í handknattleik á laugardaginn, nú 32:26 í Celje. Fyrri leikinn á föstudagskvöld unnu Slóvenar 27:19. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 534 orð

Spánn - Ísland 39:31 Quijote Arena,...

Spánn - Ísland 39:31 Quijote Arena, Ciudad Real, 30. Spánarmótið, laugardaginn 15. janúar 2004. Gangur leiksins: 2:2, 5:4, 6:7, 7:9, 8:10, 11:13, 21:13, 22:14 , 22:16, 24:18, 27:19, 29:24, 34:25, 35:28, 38:29, 39:31 . Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

Stjarnan gerði góða sigurferð til Eyja

STJARNAN varð fyrsta liðið til að leggja Eyjakonur að velli í 1. deild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum á þessu tímabili þegar þær sigruðu með einu marki, 25:24, á laugardaginn og var sá sigur verðskuldaður. Þar með virðast Haukar eiga greiða leið að deildarmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið vann Fram, 26:19, í Safamýri á laugardaginn og er með fjögurra stiga forskot á ÍBV, og á auk þess einn leik til góða. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 169 orð

Tékkarnir sýndu styrk sinn gegn Dönum og Svíum

TÉKKAR sýndu styrk sinn á laugardaginn þegar þeir gerðu jafntefli við Dani, 24:24, á alþjóðlega handknattleiksmótinu í Danmörku og Svíþjóð. Danir voru yfir í hálfleik, 12:11. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 444 orð

Tíu mörk Spánverja í röð réðu úrslitum

ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Spánverjum, 39:31, í öðrum leik sínum á Spánarmótinu í Ciudad Real á laugardaginn. Íslenska liðið lék mjög vel framan af leik en slæmur kafli seint í fyrri hálfleik, þar sem Spánverjar skoruðu tíu mörk í röð, réð úrslitum í leiknum. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 187 orð

Tvö töp í Mexíkó

ÍSLENSKA unglingalandsliðið í íshokkí tapaði tveimur leikjum á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Mexíkó. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Vill læra ensku strax vegna Gerrards

FERNANDO Morientes, hinn nýi, spænski sóknarmaður hjá Liverpool, sagði um helgina að hann ætlaði sér að vera eldfljótur að læra ensku, til að geta lagt hart að Steven Gerrard að vera um kyrrt hjá félaginu. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Wenger er búinn að fá nóg af Ferguson

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, lýsti því yfir í enskum fjölmiðlum í gær að hann væri búinn að fá nóg af Alex Ferguson, starfsbróður sínum hjá Manchester United. Meira
17. janúar 2005 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* ÞÓRARINN Kristjánsson lék sinn fyrsta...

* ÞÓRARINN Kristjánsson lék sinn fyrsta leik með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þórarinn kom inn á sem varamaður á 75. mínútu þegar hið nýja lið hans fékk Celtic í heimsókn. Celtic sigraði, 1:0, og skoraði Chris Sutton markið á... Meira

Fasteignablað

17. janúar 2005 | Fasteignablað | 114 orð | 1 mynd

Að ná burtu blettum

Blettir á borði * Ef heitur vökvi skvettist á lakkaða borðplötu má nudda blettinn með fægilegi fyrir kopar (Brasso) og er hann svo nuddaður af með hreinum þurrum klúti, síðan er borðið pússað með venjulegu bóni og ætti þá bletturinn að vera horfinn. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 222 orð | 2 myndir

Axelshús í Hveragerði

Hveragerði - Hjá fasteign.is og Fasteignamarkaðnum er nú til sölu Axelshús í Hveragerði. Húsið er á tveimur hæðum og 350 ferm. að stærð. "Þetta er einstök eign á einum fallegasta stað Hveragerðis," segir Ólafur Finnbogason hjá fasteign.is. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 89 orð | 1 mynd

Bjarkarbraut 32

Grímsnes - Þegar líða tekur á vetur vex þrá landans eftir sól og yl og áhuginn á sumarbústöðum að sama skapi. Hjá fasteignasölunni Skeifunni er nú til sölu fallegur sumarbústaður á góðum stað í Grímsnesinu. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 827 orð | 1 mynd

Danskir lagnamenn fá orð í eyra vegna gólfhitakerfa

Gólfhitakerfin eru í stórsókn hérlendis, á því er ekki nokkur vafi og það er svo sannarlega ástæða til að fagna því. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 301 orð | 1 mynd

Einar Sveinsson arkitekt og nokkur verka hans

Einar Sveinsson nam í Þýskalandi fyrstur Íslendinga og hóf störf í Reykjavík strax eftir heimkomu til Íslands 1932. Hann hóf fljótlega samvinnu við Sigmund Halldórsson húsameistara sem síðar varð byggingafulltrúi Reykjavíkur. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 188 orð | 2 myndir

Einbýlishús á Spáni

Alicante - Það er alltaf talsverður áhugi hér á landi á íbúðum og húsum í sólarlandinu Spáni. Hjá fasteignasölunni Lyngvík er nú til sölumjög gott og vel staðsett um 110 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum með afgirtum flísalögðum garði. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 84 orð

Greinar sem birst hafa á árinu...

Greinar sem birst hafa á árinu 2004 Nr. Dags. Titill höfundur 506 14.03. Villikrókusar Sigríður Hjartar 507 27.03. Ágræðsla Guðríður Helgadóttir 508 30.03. Töfratré - Daphne mezereum Sigríður Hjartar 509 07.04. Klippingar - Birkikvistur Kristinn H.... Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 1783 orð | 7 myndir

Gæði listaverka skipta öllu máli

Flestir finna hvöt hjá sér til að setja upp listaverk eða skreytilist af einhverju tagi á heimilum sínum. Sveinn Guðjónsson spjallaði við Hilmar Einarsson og Ólaf Inga Jónsson hjá Morkinskinnu um upphengi á listaverkum og skoðaði sig um í listasafninu Safni á Laugavegi. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 308 orð | 3 myndir

Horft til baka

Ágæti lesandi. Við erum búin að syngja jólasálmana, "Nú árið er liðið í aldanna skaut" og "Hvað boðar nýárs blessuð sól". Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 158 orð | 1 mynd

Hrútsholt II

Eyjahreppur - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörðin Hrútsholt II í Eyja- og Miklaholtshreppi. "Á jörðinni var áður rekið myndarlegt kúabú," segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 195 orð | 1 mynd

Húsfriðun

Friðuð hús eru víða um land. Margar spurningar geta vaknað hjá eigendum þeirra hvað varðar viðhald og varðveislu, styrki til framkvæmda og fleira. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 678 orð | 2 myndir

Kirkjuhús kaupmennskunnar

Woolworth-bygging. Manhattan, New York. Arkitekt: Cass Gilbert. 1913. Á fyrri hluta síðustu aldar þóttu skýjakljúfarnir á Manhattan sú tegund bygginga sem best lýsti "nútímanum", sem var fullur dirfsku og sótti innblástur til framtíðarinnar. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 297 orð | 1 mynd

Loftmyndir og Fasteignamatið semja um hnitsetningu fasteigna

Loftmyndir ehf. og Fasteignamat ríkisins hafa gert samkomulag um að Loftmyndir ehf. hnitsetji allar fasteignir, sem á hverjum tíma eru skráðar í Landskrá fasteigna, þar sem um mannvirki er að ræða. Hnitsetningin er gerð á myndkortagrunni Loftmynda ehf. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 266 orð | 2 myndir

Mikil eftirspurn eftir lóðum í Þorlákshöfn

Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Þorlákshöfn, sem auglýstar voru fyrir skömmu til úthlutunar. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 890 orð | 4 myndir

Mikil uppbygging að hefjast í Arnarneslandi

Byggingafélagið Kambur hefur tekið að sér uppbyggingu á stóru svæði í Arnarneslandi og mun reisa þar bæði fjölbýlishús og raðhús. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessi byggingaráform. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 97 orð | 1 mynd

Plexigler

Marga dreymir um að eignast garðstofu, fá sér lítið gróðurhús eða loka næðinginn úti á svölunum. Fyrirtækið Akron, Síðumúla 3, getur látið þann draum rætast. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 150 orð | 1 mynd

Skóáburður, blýantsstrik og tússlitir

Tússlitur í gólfteppi * Ef um er að ræða barnatússliti í gólfteppi má reyna að sjúga strax upp eins mikið af blettinum og unnt er með eldhúsrúllu eða þurrum klút. Hreinsið síðan blettinn með klút undnum upp úr volgu vatni. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 53 orð | 2 myndir

Sprautulökkun

Mörg fyrirtæki bjóða upp á sprautulökkun á eldhúsinnréttingum, baðinnréttingum og skápum. Eitt þeirra er Hvíta línan, Smiðjuvegi 24, Kópavogi. Gamlar og þreyttar innréttingar ganga í endurnýjun lífdaga. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 316 orð | 1 mynd

Tjarnarsel 3

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum við Tjarnarsel 3. Húsið er 335,2 ferm. Á neðri hæð er innbyggður bílskúr, þvottahús, anddyri, hol, svefnherbergi og sér 2ja herbergja íbúð með sér inngangi. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 856 orð | 3 myndir

Torfþök og grjótveggir

Við eigum merkilega byggingararfleifð sem segja má að hafi orðið til af illri nauðsyn í skóglausu landi. Íslenzka torfbænum hefur ekki verið hátt lof haldið og þeir af elztu kynslóðinni, sem muna eftir vist í honum, hugsa ekki til þess með söknuði. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Vefst flísalögnin fyrir þér?

Fyrirtækið Flísalagnir veitir alhliða þjónustu við flísalagnir. Á vefsíðu fyrirtækisins má sjá myndir af flísalögn sem fyrirtækið hefur annast á heimilum, bílskúrum, verslunum og fleiru. Fyrirtækið birtir einnig verðskrá. Meira
17. janúar 2005 | Fasteignablað | 271 orð | 1 mynd

ÞETTA HELST ...

FASTEIGNIR Lóðaverð *Alls bárust fjörutíu og níu tilboð í byggingarrétt á tveimur lóðum undir þrjátíu íbúðir við Bjarkarás í Garðabæ. Frjálsi fjárfestingarbankinn átti tvö hæstu tilboðin í byggingarréttinn, 175 og 200 millj. kr. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.